sþ Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]"

Transkript

1 sþ Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi ) Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda Norðurlandasamninga: 1. Samning um sameiginlegan norrænan vinnumarkað sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 6. mars Samning um samstarf stjórnvalda og stofnana á sviði starfsendurhæfingar og starfsmenntunar sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 6. mars Samning um viðurkenningu á starfsréttindum innan heilbrigðisþjónustunnar og dýralæknaþjónustunnar sem gerður var í Svendborg 25. ágúst Samkomulag um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir almenna kennara (bekkjarkennara) í grunnskólum sem undirritað var í Helsingfors 3. mars Samningar þessir eru prentaðir sem fylgiskjöl með ályktun þessari. Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa. 1. Samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað. Hinn 22. maí 1954 var gerður Norðurlandasamningur um sameiginlegan vinnumarkað. Ísland gerðist aldrei aðili að þeim samningi. Meginregla þess samnings var að ekki skyldi í samningsríkjunum krefjast atvinnuleyfis fyrir ríkisborgara neins hinna samningsríkjanna. Árið 1978 ákvað norræna ráðherranefndin (vinnumálaráðherrar) að láta endurskoða samninginn frá Árangur þessarar endurskoðunar var nýr samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 6. mars Samningurinn er prentaður sem fylgiskjali með þingsályktunartillögu þessari. Eins og í samningnum frá 1954 er meginreglan sú að í samningslöndunum skuli ekki krafist atvinnuleyfis fyrir ríkisborgara neins hinna samningslandanna (1. gr.). Í nýja samningnum er meiri áhersla lögð á hlutverk hinna opinberu vinnumiðlana í samningslöndunum (3. gr.). Ennfremur skulu samningslöndin leitast við að tryggja að flutningur starfsfólks milli landa skuli fara fram við félagslega tryggar aðstæður sem fyrirfram eru kunnar. Íslensk stjórnvöld tóku ekki beinan þátt í endurskoðun samningsins. Á síðastliðnu ári var þó athugað hvort grundvöllur væri fyrir aðild Íslands að væntanlegum samningi. Félagsmálaráðuneytið leitaði umsagnar samtaka vinnumarkaðarins hér á landi. Í ljós kom að áhugi væri fyrir hendi á þátttöku Íslands að uppfylltum vissum skilyrðum, m. a. að íslenskum stjórnvöldum yrði heimilt að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir röskun jafnvægis í vinnumarkaðnum vegna t. d. hópflutninga starfsfólks. Á það var bent að atvinnurnarkaður á Íslandi væri svo lítill að jafnvel tiltölulega litlir flutningar gætu raskað jafnvægi og skaðað efnahagslega og félagslega þróun í landinu. Að loknum viðræðum við fulltrúa hinna samningslandanna var ákveðið að koma til móts við óskir Íslendinga og í 7. lið bókunar við samninginn er að finna eftirfarandi ákvæði:,,7. Samningurinn skal ekki vera því til fyrirstöðu að íslensk stjórnvöld geti, í sérstökum tilvikum og að höfðu samráði við hin samningslöndin, áskilið atvinnuleyfi í því skyni að 1

2 koma í veg fyrir röskun jafnvægis vegna hópflutninga starfsfólks eða meiri háttar flutninga einstaklinga sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum." Fyrir Alþingi liggur frumvarp tillaga um atvinnuréttindi útlendinga (Nd. 93. mál). Þar segir í ll. gr.: "Ekki þarf að sækja um atvinnuleyfi fyrir útlendinga, sem undanþegnir eru atvinnuleyfi samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að." Lögfesting slíks ákvæðis er forsenda fyrir því að hægt verði að fullgilda samninginn. 2. Samningur um samstarf stjórnvalda og stofnana á sviði starfsendurhæfingar og starfsmenntunar. Í tengslum við endurskoðun samnings um sameiginlegan vinnumarkað var unnið að auknu samstarfi á Norðurlöndum á sviði starfsendurhæfingar og starfsmenntunar. Ákveðið var að ganga frá samningi til að formfesta slíkt samstarf og var hann undirritaður í Kaupmannahöfn 6. mars Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal 2 með þingsályktunartillögu þessari. Í samningnum er gert ráð fyrir því að hlutaðeigandi stjórnvöld eigi kost á að nota hvers annars stofnanir á landamærasvæðum og þar sem fyrir hendi eru í einu landi sérstakir möguleikar sem umsækjandi á ekki kost á í búsetulandinu. Ekki er talin þörf á sérstökum ráðstöfunum til þess að geta framfylgt samningnum á Íslandi. 3. Samningur um viðurkenningu á starfsréttindum innan heilbrigðisþjónustunnar og dýralæknaþjónustunnar. Hinn 25. ágúst 1981 var gerður í Svendborg samningur um viðurkenningu ástarfsrétt - indum innan heilbrigðisþjónustunnar og dýralæknaþjónustunnar. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal 3 með þingsályktunartillögu þessari. Samningurinn var ekki undirritaður af Íslands hálfu en skv. 33. gr. getur Ísland að undangengnum samningsviðræðum gerst aðili að samningnum að því er varðar eina eða fleiri starfsstéttir sem hann tekur til. Almenna reglan í samningnum er að sá sem hefur starfsréttindi í einu samningsríki á rétt á að fá viðurkenningu í sérhverju hinna ríkjanna með þeim skilyrðum sem sett eru í samningnum. Almennt má setja sem skilyrði að umsækjandi hafi fullnægjandi þekkingu á viðkomandi löggjöf og stjórnvaldsreglum (3. gr.). Einnig má setja skilyrði um tungumálakunnáttu (4. gr. og 2. mgr. 33. gr.). Sérstök skilyrði eru sett fyrir hinar ýmsu starfsstéttir. Samningurinn gildir um 18 starfsstéttir (2. gr.) en ekki eru í löndunum ákvæði um starfsviðurkenningu allra starfsstéttanna. Hvað Ísland varðar verður aðild fyrst um sinn einungis miðuð við lækna og lyfjafræðinga. Kemur slík aðild þá í stað tveggja samninga sem Ísland er nú aðili að: 1. samnings frá 18. júní 1965 um sameiginlegan vinnumarkað lækna, eins og honum var breytt með samningi frá 19. ágúst 1976 (sjá Stjórnartíðindi, C-deild, auglýsingu nr. 12/1979). 2. samnings frá 2. desember 1969 um norrænan vinnumarkað fyrir lyfjafræðinga (sjá Stjórnartíðindi, C-deild, auglýsingu nr. 4/1971). Kemur þetta fram í yfirlýsingum með samningnum. Sérstök skilyrði um viðurkenningu lækna eru í 5. gr. og um sérfræðingaleyfi í 23. gr. Um lyfjafræðinga er fjallað í 6. gr. Þessi skilyrði eru í samræmi við núgildandi samninga um þessar stéttir. 2

3 4. Samkomulag um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir almenna kennara (bekkjarkennara) í g(unnskólum. Hinn 3. mars 1982 var gert í Helsingfors samkomulag um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir almenna kennara (bekkjarkennara) í grunnskólum. Samkomulagið er prentað sem fylgiskjal 4 með þingsályktunartillögu þessari. Samningur þessi er í sama formi og fyrri Norðurlandasamningar um viðurkenningu starfsréttinda (sjá kaflann hér að framan). Í 2. gr. er sett skilyrði um tungumálakunnáttu. Samningur þessi gildir aðeins um kennslu í grunnskólum en unnið er á vegum Norðurlandaráðs að samningum um viðurkenningu starfsréttinda annarra kennara. Fylgiskjali. SAMNINGUR um sameiginlegan norrænan vinnumarkað Ríkisstjórnir Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, sem telja það grundvallarrétt ríkisborgara norrænu landanna að þeim sé frjálst að starfa og taka sér búsetu í öðru norrænu landi, sem eru sammála um að þetta eigi að geta gerst við efnahagslega og félagslega tryggar aðstæður sem fyrirfram eru kunnar, sem stefna að því að viðhalda fullri atvinnu hver í sínu landi og vinna saman að því markmiði, sem einnig með norrænni samvinnu leitast við að koma á jafnvægi í svæðisbundinni þróun, jafnt innanlands sem milli landanna, sem telja að samvinnu milli landanna eigi að haga þannig að hún styðji aðgerðir hvers einstaks lands fyrir sig til tryggingar samræmdri þróun atvinnumála, að fólksflutningar milli landanna raski ekki jafnvægi á vinnumarkaðnum og sé í heild gagnleg efnahagslegri og félagslegri þróun í þessum löndum, sem stefna að jafnrétti kvenna og karla í atvinnulífi, sem telja að ákvörðun menntunartækifæra í hverju landi og samvinna á því sviði sé mikilvægur þáttur í viðleitninni til að koma á jafnvægi á vinnumarkaðnum, sem vísa til samnings frá 22. maí 1954 um sameiginlegan vinnumarkað, sem vísa til bókunar frá 22. maí 1954 um að leysa norræna ríkisborgara undan skyldu til að hafa vegabréf og dvalarleyfi við dvöl í öðru norrænu landi en heimalandinu, sem 23. mars 1962 gerðu samstarfssamning (Helsingforssamninginn), sem breytt var 13. febrúar 1971 og ll. mars 1974, sem 15. september 1955 gerðu samning um félagslegt öryggi sem endurnýjaður var 5. mars 1981, hafa með tilliti til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðan samningurinn frá 1954 var gerður gert með sér nýjan samning um sameiginlegan norrænan vinnumarkað, sem hljóðar þannig: 1. gr. samningslöndunum skal ekki krafist atvinnuleyfis fyrir ríkisborgara neins hinna samningslandanna. 2. gr. Ákvæði um vinnumarkaðinn í landi hverju mega ekki gera ríkisborgara annarra samningslanda verr setta en eigin ríkisborgara landsins. 3

4 Ríkisborgari samningslands sem starfar í öðru samningslandi skal njóta sama réttar og ríkisborgarar þess lands að því er varðar laun og önnur- starfskjör. 3. gr. Stjórnir vinnumiðlana í samningslöndunum skulu í samstarfi sínu og með aðgerðum innanlands stuðla að því að atvinnuleitendur sem vilja vinna í öðru norrænu landi og atvinnurekendur sem vilja leita eftir vinnuafli frá öðru norrænu landi notfæri sér þjónustu hinnar opinberu vinnumiðlunar. Með þetta fyrir augum geta stjórnirnar í sameiningu ákveðið aðgerðir sem efla aðstoð vinnumiðlunarinnar við flutning milli landanna í því skyni að auka möguleika hennar til að tryggja öryggi einstaklingsins í sambandi við flutning. Í þessu sambandi skal vinnumiðlunin m. a. hafa til reiðu víðtækar, hlutlægar og raunhæfar upplýsingar og aðra þjónustu fyrir atvinnuleitendur og atvinnurekendur. Stjórnvöld í samningslöndunum skulu einnig hafa með sér samvinnu í því skyni að tryggja skilyrði til flutnings aftur til baka. 4. gr. Stjórnvöld í hverju landi skulu stöðugt gefa stjórnvöldum í hinum löndunum upplýsingar um atvinnu, lausar stöður og atvinnuleysi, yfirlit um væntanlega þróun á vinnumarkaðnum, upplýsingar um áformaðar aðgerðir til þess að viðhalda eða ná fullri atvinnu svo og upplýsingar um vinnu- og lífsskilyrði. Stjórnvöld skulu á sama hátt veita upplýsingar um þróunaráform varðandi landssvæði eða landið allt sem geta haft í för með sér meiri háttar breytingar á eftirspurn eftir vinnuafli frá öðru samningslandi. 5. gr. Er þörf krefur skulu löndin fjalla um fyrirbyggjandi og aðrar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir það að jafnvægisieysi á vinnumarkaði eins lands valdi vanda á vinnumarkaði annars lands. 6. gr. Innan marka þessa samnings geta tvö eða fleiri samningslandanna gert sérstaka samninga. Áður en slíkur samningur er samþykktur af hlutaðeigandi löndum skal hinum samningslöndunum gefinn kostur á því að láta í ljósi sitt álit. 7. gr. Ákvæði þessa samnings taka einnig til starfshópa sem sérstakir samningar eru gerðir um varðandi viðurkenningu á starfsréttindum í öðru samningslandi. 8. gr. Norræna vinnumarkaðsnefndin skal fjalla um mál varðandi framkvæmd þessa samnings. Hún er einnig ráðgefandi aðili fyrir ráðherranefnd Norðurlanda (vinnumálaráðherra). Í vinnumarkaðsnefndinni skulu eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju samningslandi. Þeir geta leitað til sérfræðinga eins og þörf krefur. 9. gr. Hlutverk norrænu vinnumarkaðsnefndarinnar er fyrst og fremst eftirfarandi: a. að fylgjast með þróuninni á vinnumarkaðnum í norrænu löndunum og fjalla um stefnumarkandi aðgerðir í vinnumarkaðsmálum og aðrar aðgerðir til þess að tryggja fulla atvinnu, b. að leggja fram tillögur um aðgerðir sem varða sameiginlega hagsmuni vinnumarkaðs í norrænu löndunum, c. að fylgjast með fólksflutningum milli norrænu landanna og setja reglur um samvinnu stjórna vinnumarkaðsmála, d. að setja reglur um skipti á upplýsingum sem fara eiga fram í samræmi við þennan samning, e. að stuðla að samræmingu hagskýrslna landanna um vinnumarkaðinn, f. að hafa samband við aðila vinnumarkaðarins á Norðurlöndum um málefni sem varða norræna samvinnu í vinnumarkaðsmálum. 10. gr. Ráðherranefnd Norðurlanda (vinnumálaráðherrar) skal hafa reglulegt samráð við aðila vinnumarkaðarins um mál sem varða vinnumarkað og atvinnu á Norðurlöndum. 4

5 11. gr. Nánari ákvæði um framkvæmd þessa samnings er að finna í meðfylgjandi bókun sem tekur gildi samtímis samningnum og hefur sama gildi og gildistíma og hann. 12. gr. Óski land að segja samningnum upp skal skrifleg tilkynning um það afhent danska utanríkisráðuneytinu sem skal skýra ríkisstjórnum hinna norrænu landanna frá því. Uppsögn gildir aðeins fyrir það land sem upp segir og gildir hún frá og með byrjun þess almanaksárs sem hefst að liðnum að minnsta kosti sex mánuðum frá því að danska utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um uppsögnina. Sérhvert samningsland getur fyrirvaralaust fellt samninginn úr gildi gagnvart einu eða fleirum hinna samningslandanna ef til styrjaldar kemur eða hætta á styrjöld vofir yfir eða aðrar sérstakar aðstæður á alþjóðavettvangi eða innanlands gera það nauðsynlegt. Þessa ákvörðun skal tafarlaust tilkynna ríkisstjórnum hlutaðeigandi landa. 13. gr. Samning þennan skal fullgilda og fullgildingarskjölunum komið til varðveislu í danska utanríkisráðuneytinu sem skal koma staðfestum afritum samningsins til hinna samningslandanna. Samningurinn gengur í gildi fyrsta dag þess mánaðar sem hefst að liðnum tveim heilum almanaksmánuðum frá þeim degi er öll löndin hafa afhent fullgildingarskjöl sín til varðveislu. 14. gr. Þegar samningur þessi gengur í gildi fellur úr gildi samningur frá 22. maí 1954 milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um sameiginlegan vinnumarkað ásamt bókun þeirri sem þeim samningi fylgdi. Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa umboð ríkisstjórna sinna, undirritað samning þennan. Gjört í Kaupmannahöfn 6. mars 1982 í einu eintaki á íslensku, dönsku, finnsku, norsku og sænsku, og eru allir textarnir jafngildir. BÓKUN Samtímis undirritun samnings um sameiginlegan norrænan vinnumarkað, sem dagsettur er í dag, hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, orðið ásáttir um eftirfarandi: 1. Innan marka löggjafar sinnar og með hliðsjón af ákvæðunum í þeim samningi og öðrum samningum sem eru í gildi milli þessara landa skal sérhvert samningslandanna gera ráðstafanir sem miða að því að a. hvetja eigin ríkisborgara sem hafa í hyggju að leita sér atvinnu í öðru norrænu landi til þess að leita til vinnumiðlunar í því landi þar sem þeir eru búsettir. b. gera rikisborgurum norræns lands sem dveljast og leita sér atvinnu í öðru norrænu landi kleift að hafa samband við vinnumiðlunina einnig í fyrrnefnda landinu. c. hvetja atvinnurekendur sem hyggjast leita eftir vinnuafli frá öðru norrænu landi til þess að gera það fyrir milligöngu opinberrar vinnumiðlunar. d. koma í veg fyrir að atvinnurekendur falist á eigin vegum eftir vinnuafli í öðru norrænu landi. 2. Stjórnir vinnumarkaðsmáia skulu sjá um að atvinnuleitendum sem búsettir eru í umdæminu, hverrar þjóðar sem þeir eru og með hliðsjón af persónulegum ástæðum, verði vísað á lausar stöður áður en fengið er vinnuafl frá öðrum samningslöndum. 3. Við vinnumiðlun milli landanna skal stefnt að því að atvinnuleitandi eigi kost á viðunandi húsnæði og að honum séu veittar upplýsingar um tungumálakennslu, barnagæslu og skólagöngu svo og aðrar upplýsingar sem þýðingu hafa fyrir starfsmanninn og fjölskyldu hans, áður en tilvísun á sér stað. 4. Stjórnum vinnumarkaðsmála ber að fylgjast með framvindunni að því er varðar kjör þess sem flust hefur og, ef þess gerist þörf, að gera tillögur um þær ráðstafanir sem öðrum stjórnvöldum ber að gera til þess að auðvelda aðlögun að nýjum vinnu- og lífsskilyrðum. 5. Fjárhagslega aðstoð við flutning frá einu norrænu landi til annars er unnt að veita samkvæmt meginreglum sem lönd þessi ákveða með sérstöku samkomulagi. 5

6 6. Löndin skulu með sérstöku samkomulagi innan marka þessa samnings ákveða kjör þess starfsfólks sem sækir vinnu yfir landamæri. 7. Samningurinn skal ekki vera því til fyrirstöðu a. að stefnumarkandi aðgerðir í vinnumarkaðsmálum séu gerðar til hagsbóta eigin ríkisborgurum og þeim ríkisborgurum annarra samningslanda sem um tiltekinn tíma hafa verið búsettir eða verið atvinnulausir í landinu, b. að í löndunum gildi ákvæði um ráðningu útlendinga til fyrirtækja eða starfsemi sem krefst löggildingar eða í starfsgrein sem leyfi þarf til, c. að sérstök ákvæði séu sett um störf á svæðum eða í fyrirtækjum þar sem sérstök öryggis- eða varnarsjónarmið eru gildandi, d. að í löndunum gildi ákvæði um ráðningu útlendinga til opinberra starfa, e. að í löndunum gildi ákvæði um tilkynningarskyldu starfsfólks frá öðru norrænu landi, f. að íslensk stjórnvöld geti, í sérstökum tilvikum og að höfðu samráði við hin samningslöndin, áskilið atvinnuleyfi í því skyni að koma í veg fyrir röskun jafnvægis vegna hópflutninga starfsfólks eða meiri háttar flutninga einstaklinga sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum. 8. Á grundvelli ákvörðunar færeysku heimastjórnarinnar eða grænlensku heimastjórnarinnar getur danska ríkisstjórnin með orðsendingaskiptum að áskildri gagnkvæmni gerst aðili að samningnum dags. í dag einnig að því er tekur til Færeyja eða Grænlands, eftir því sem við á. 9. Ríkisstjórnir Danmerkur og Svíþjóðar eru sammála um að samningurinn sem þessi ríki gerðu 18. nóvember 1946 um miðlun vinnuafls m. m. falli úr gildi um leið og þessi bókun tekur gildi. Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, þessa. sem til þess hafa umboð ríkisstjórna sinna, undirritað bókun Gjört í Kaupmannahöfn 6. mars 1982 í einu eintaki á íslensku, dönsku, finnsku, norsku og sænsku, og eru allir textarnir jafngildir. Bókun þessari skal komið til varðveislu í danska utanríkisráðuneytinu afritum til hinna samningslandanna. sem skal koma staðfestum Fylgiskjal 2. SAMNINGUR milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um samstarf stjórnvalda og stofnana á sviði starfsendurhæfingar og starfsmenntunar Ríkisstjórnir Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, sem hafa gert með sér samning um sameiginlegan vinnumarkað, hafa ákveðið að gera eftirfarandi samning um samstarf stjórnvalda og stofnana á sviði starfsendurhæfingar og starfsmenntunar. Samningurinn er byggður á þeirri meginreglu að hvert land fyrir sig komi á fót nægilegri starfsemi á sviði starfsendurhæfingar og starfsmenntunar til þess að fullnægja þörfum í landinu. 1. gr. Þessi samningur miðar að því að auka í sérstökum tilvikum möguleika Iii starfsendurhæfingar og starfsmenntunar fyrir atvinnuleitendur sem hafa fasta búsetu í einhverju hinna samningslandanna, hvort sem þeir eru ríkisborgarar norræns lands eða ekki. í samræmi við það sem segir í þessum samningi skulu hlutaðeigandi stjórnvöld í samningslöndunum eiga þess kost að nota hvert annars stofnanir til starfsendurhæfingar og starfsmenntunar í eftirtöldum tilvikum: a. á landamærasvæðum þegar starfsendurhæfingarstofnun eða starfsmenntastofnun annars samningslands er nær eða aðgengilegri fyrir umsækjanda en stofnun í búsetulandinu eða b. þegar endurhæfingarstofnun eða starfsmenntamiðstöð eða samsvarandi starfsmenntun í landinu hefur að bjóða sérstaka möguleika sem umsækjendur eiga ekki kost á í búsetulandinu. 6

7 2. gr. Veita má umsækjanda aðgang að stofnun fyrir starfsendurhæfingu eða starfsmenntun í öðru samningslandi þegar stofnunin eða það stjórnvald sem veitir aðgang að henni hefur samþykkt það. 3. gr. Kostnað vegna endurhæfingar eða starfsmenntunar sem þessi samningur miðast við greiðir búsetulandið samkvæmt taxta sem yfirmaður hlutaðeigandi stofnunar setur. Sá sem tekur þátt í starfsendurhæfingu eða starfsmenntun samkvæmt þessum samningi skal fá þá styrki sem veittir eru við hliðstæða endurhæfingu eða menntun í búsetulandinu. Þessa styrki skulu stjórnvöld í búsetulandinu inna af hendi. 4. gr. Þessi samningur tekur ekki til verndaðrar vinnu og starfsmenntunar innan hins almenna skólakerfis eða starfsmenntamiðstöðvar Norðurkollu. Samningurinn tekur þó til þeirrar vernduðu vinnu sem stofnað er til í allt að sex mánuði með starfsprófun eða starfsþjálfun fyrir augum. 5. gr. Norræna vinnumarkaðsnefndin skal, að fengnu áliti annarra hlutaðeigandi stjórnvalda, semja reglur um framkvæmd þessa samnings. 6. gr. Óski land að segja samningnum upp skal skrifleg tilkynning um það send danska utanríkisráðuneytinu, sem skal skýra ríkisstjórnum hinna norrænu landanna frá því. Uppsögnin gildir aðeins fyrir það land sem upp segir og gildir hún frá og með byrjun þess almanaksárs sem hefst að liðnum að minnsta kosti sex mánuðum frá því að danska utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um uppsögnina. 7. gr. Samning þennan skal fullgilda og fullgildingarskjölunum komið til varðveislu í danska utanríkisráðuneytinu. Samningurinn gengur í gildi fyrsta dag þess mánaðar sem hefst að liðnum tveim heilum almanaksmánuðum frá þeim degi er öll löndin hafa afhent fullgildingarskjöl sín til varðveislu. Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa umboð ríkisstjórna sinna, undirritað samning þennan. Gjört í Kaupmannahöfn 6. mars 1982 í einu eintaki á íslensku, dönsku, finnsku, norsku og sænsku, og eru allir textarnir jafngildir. Samningi þessum skal komið til varðveislu í danska utanríkisráðuneytinu afritum til hinna samningslandanna. sem skal koma staðfestum Fylgiskjal 3. SAMNINGUR milli Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs um viðurkenningu á starfsréttindum ákveðinna starfsstétta innan heilbrigðisþjónustunnar og dýralæknaþjónustunnar. Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Noregur, hér á eftir nefnd samningsríkin, sem gerðu 22. maí.195 Ll samning um sameiginlegan norrænan vinnumarkað, OVERENSKOMST mellem Danmark, Sverige, Finland og Norge om godkendelse af erhvervsudevelse for visse personalegrupper inden for sundhedsvæsenet og veterinærvæsenet. Sverige, Danmark, Finland og Norge nedenfor benævnt som de kontraherende stater, som den 22. maj 1954 har indgáet overenskomst om fælles nordisk arbeidsrnarked, 7

8 sem telja að möguleiki frjálsrar hreyfingar milli norrænu ríkjanna fyrir þær starfsstéttir innan heilbrigðisþjónustunnar og dýralæknaþjónustunnar sem sérstakar kröfur gilda um í viðkomandi landi til viðurkenningar á muni vera til gagns fyrir læknisfræðilega og félagslega framþróun í þessum ríkjum, sem telja að í þessum ríkjum séu opinberar reglur um menntun þessara starfsstétta í stórum dráttum jafngildar, og sem vilja leitast við <Iðkoma á fullnægjandi skil- } rðum til menntunar nefndra starfsstétta í sérhverju samningsríkjanna ásamt sem líkastri menntun og löggjöf og mögulegt er fyrir þessar stéttir, hafa komið sér saman um eftirfarandi. som finder, at muligheden for fri bevægelighed mellem de nordiske stater for de person al e- grupper inden for sundhedsvæsenet og veterinærvæsenet, for hvilke der gælder særlige nationale krav om godkendelse, vil være til gavn for den medicinske og sociale udvikling i disse st ater, som finder, at de forskellige staters offenligt regulerede uddannelser af disse personalegrupper i de fleste tiifælde er ligeværdige, og som vil tilstræbe en tilstrækkelig uddannelses- \ kapacitet for de nævnte personalegrupper i hver kontraherende stat samt en sa ensartet uddannelse og lovgivning som muligt for disse grupper, har indgáet overenskomst om felgende. GILDISSVIÐ I. gr. Samningur þessi gildir um menn með starfsréttindi sem eru ríkisborgarar einhvers samningsríkjanna eða Íslands og teljast til einhverra eftirtalinna starfsstétta. ANVENDELSESOMRÁDE Artikel 1 Denne overenskomst finder anvendelse pa erhvervsudevere, som er statsborgere i en af de kontraherende st ater eller i Island, og som tilherer en af de nedenfor nævnte personalegrupper. Heiti starfsstéttar Personalegruppens betegnelse í Svíþjóð í Danmörku í Finnlandi í Noregi i Sverige i Danmark i Finland i Norge á Íslandi I. lakare læger láákarit/iakare leger læknar 2. randlakare tandlæger hammalaákárit/tandlákar e tannieger tannlæknar 3. sjukskötare sygeplejersker sairaanhoitajat/sjukskötare sykepleiere hjúkrunarfræðingar 4. apotekare provisorer proviisorit/provisorer provisorer lyfjafræðingar 5. sjukgymnaster fysioterapeuter láakintávoirnistelijat/ fysioterapeuter sjúkraþjálfarar fysioterapeuter 6. arbetsterapeuter ergoterapeuter toimintaterapeutit/verk- ergoterapeuter iðjuþjálfar samhetsterapeuter 7. barnmorskor jordernedre klitilöt/barnmorskor jordmödre ljósmæður 8. distri ktssköterskor sundhedsple jersker terveydenhoitajat/hálsovárdare helsesöstre heilsug.hjúkrunarfr. 9. optiker optikere optikot/optiker optikere gleraugna- og sjónfr. 10. psykologer psykologer psykologit/psykologer psykologer sálfræðingar ll. receptarier farmaseutit/farmaceuter reseptarer aðstoðar lyfjafræðingar 12. röntgenassistenter radiografer röntgenhoitajat/röntgenskötare radiografer röntgentæknar 13. skötare i psyki- plejere mielisairaanhoitajat/sinnes- hjelpepleiere i psyki- gæslumenn atrisk várd sjukvárdare at risk sykepleie 14. tandhygienister tandple je re erikoishammashoitajat/spe- tannpleiere cialtandskötare 15. tandsköterskor klinikassistenter harnmashoitajat/tandskötare tannlegeassistenter aðstoðarmenn tannl. 16. tandtekniker laboratorietandtek- hammasteknikot/tandtekniker tannteknikere fannsmiðir nikere 17. undersköterskor sygeh jælpere apuhoitajat/hjálpskötare hjelpepl. i sykepleie sjúkraliðar 18. veterinarer dyrlæger eláinláákárit/veterinárer veterinærer dýralæknar 8

9 ALMENN REGLA UM VIÐURKENNINGU Á MÖNNUM MEÐ STARFSRÉTTINDI Í ÖÐRU SAMNINGSRÍKI 2. gr. Sá sem hefur löggildingu, leyfi eða aðra sambærilega heimild um löglega viðurkenningu sem maður með starfsréttindi er um getur í I. gr. á rétt á með þeim skilyrðum sem sett eru í samningi þessum að fá viðurkenningu í sérhverju hinna ríkjanna sem hefur ákvæði um slíka viðurkenningu. Hið sama gildir annars vegar fyrir þann sem starfar eða sem á rétt til að starfa sem lyfjafræðingur í einhverju ríkjanna, hins vegar fyrir þann sem má, þótt hann sé ekki lyfjafræðingur, afgreiða lyfseðla í lyfjabúð (þ. e. a. s. farmaceut í Finnlandi, reseptar í Noregi og receptarie í Svíþjóð). Menn með starfsréttindi sem hlotið hafa menntun í samningsríki er ekki hefur ákvæði um viðurkenningu á því starfi sem um ræðir skulu í þeim tilvikum sem um ræðir í gr. eiga rétt á að fá viðurkenningu í þeim samningsríkjanna þar sem slíkrar viðurkenningar er krafist. Í sérstöku fylgiskjali greinir í hvaða ríkjum og fyrir hvaða starfsstéttir ákvæði um viðurkenningu gilda við gildistöku samningsins. SÉRSTÖK SKILYRÐI SEM KREFJAST MA FYRIR VIÐURKENNINGU Skilyrði varðandi allar starfsstéttir. 3. gr. Samningsríki getur krafist sem skilyrðis fyrir viðurkenningu að umsækjandinn hafi fullnægjandi þekkingu á löggjöf og stjórnvaldsreglum sem þýðingu hafa fyrir starf viðkomandi í ríkinu. 4. gr. Danmörk, Noregur og Svíþjóð geta krafist sem skilyrðis fyrir viðurkenningu að umsækjandinn hafi fullnægjandi þekkingu á dönsku, norsku eða sænsku máli. Finnland getur krafist sem skilyrðis fyrir viðurkenningu að umsækjandinn hafi fullnægjandi þekkingu á finnsku máli. ALMINDELIG REGEL OM GODKENDELSE AF ERHVERVSUDQ)VERE IANDEN KON- TRAHERENDESTAT Artikel 2 Den, som i en af de kontraherende stater har legitirnation, autorisation eller anden ligestillet form for retlig godkendelse som erhvervsudever, som opregnet i artikel I, skal have ret til pá de i denne overenskomst fastsatte betingelser at fa godkendelse i enhver af de ovrige stater, der har bestemmelser om sádan godkendelse. Tilsvarende gælder dels for den, der har ansættelse som provisor eller er berettiget til at fá ansættelse som sádan i nogen af staterne, dels for den, som uden at være provisor har ret til at ekspedere recept pa apotek (dvs. farmaceut i Finland, reseptar i Norge og receptarie i Sverige). Erhvervsudevere, som er blevet uddannet i en kontraherende star, som ikke har bestemmelse om godkendelse af de págældende erhverv, skal i de tilfælde, som angives i artiklerne 10-19, have ret til at fa godkendelse i de kontraherende stater, hvor en sádan godkendelse kræves. I særligt bilag er opregnet, i hvilke stater og for hvilke personalegrupper der gælder bcstemmelser om godkendelse ved overenskomstens ikrafttræden. SÆRLIG E BETlNGELSER SOM KAN KRÆ- VES FOR GODKENDELSE Betingelser vedrerende samtlige personalegrupper Artikel3 En kontraherende stat kan som bctingelse for godkendelse kræve, at ansegereri har tilfredsstillende kendskab til lovgivning og administrative forskrifter af betydning for vedkommendes erhvervsudevelse i staten. Artikel4 Danmark,Norge og Sverige kan som betingelse for godkendelse kræve, at en ansoger har tilfredsstillende kendskab til det danske, norske eller svenske sprog. Fin land kan som betingelse for godkendelse kræve, at en ansoger har tilfredsstillende kendskab til det finske sprog. Skilyrði varðandi sérstakar starfsstéttir. 5. gr. Samningsríki getur krafist sem skilyrðis fyrir viðurkenningu sem læknir að umsækjandinn hafi Betingelser vedrerende særlige personalegrupper Artikel5 En kontraherende stat kan som betingelse for godkendelse som læge kræve, at ansegeten har 9

10 lokið klínískri menntun af samsvarandi lengd og krafist er til að fá heimild til sjálfstæðs starfs sem læknir í því ríki. 6. gr. Samningsríki getur krafist sem skilyrðis fyrir viðurkenningu sem Iyfjafræðil/gur eða aðstoðar- I)fjafræðil/gur að umsækjandinn hafi starfað ekki skemur en 3 mánuði í lyfjabúð í ríkinu. 7. gr. Samningsríki getur krafist sem skilyrðis fyrir viðurkenningu sem ljósiilóðir að umsækjandinn hafi í ekki skemur en 6 mánuði starfað við ljósmóðurstörf í ríkinu undir leiðsögn ljósmóður sem þar er viðurkennd. 8. gr. Samningsríki getur krafist sem skilyrðis fyrir viðurkenningu sem heilsugæsluhjúkrunarfræðingur að umsækjandinn hafi í ekki skemur en I mánuð starfað við heilsugæslustörf í ríkinu. 9. gr. Danmörk getur krafist sem skilyrðis fyrir viðurkenningu sem uðstoðarmaður iii/ii/læknis að umsækjendur sem ekki hafa menntun til að aðstoða við að setja í og taka úr tannstillingartækjabúnað afli sér slík rar menntunar. gennemgáet en klinisk uddannelse af tilsvarende længde, som kræves for at fa adgang til selvstændig virke som læge i denne stal. Artikel6 En kontraherende stat kan som betingelse for godkendelse somprovisor eller receptarie kræve, at ansegereri har gjort tjeneste i hejst 3 maneder pa apotek i staten. Artikel7 En kontraherende stat kan som betingelse for godkendelse som jordemoder kræve, at ansegereri i hejst 6 maneder har udfert praktisk jordernodertjeneste i staten under ledelse af en der godkendt jordemoder. Artikel 8 En kontraherende stat kan som betingelse for godkendelse som sundhedsplejerske kræve, at ansegereri har ndfert hejst I máneds praktisk sundhedsplejersketjeneste i staten. Artikel9 Danmark kan som betinge\se for godkendelse som tandplejer kræve, at ansogere, der mangler uddannelse i at bista at indsætte og borttage tandreguleringsapparatur, gennemgár sádan uddannelse. ÁKVÆÐI SEM VARÐA STARFSSTÉTTIR SEM REGLUR UM VIÐURKENNINGU GILDA EKKI UM Í ÖLLUM SAMNINGS- RÍKJUNUM Skilyrði fyrir viðurkenningu í öðru ríki. 10. gr. Sá á rétt á að fá viðurkenningu sem ergoterapeut í Danmörku og Noregi og verksamhetsterapeut í Finnlandi sem hefur lokið í Svíþjóð menntun fyrir iðjuþjálfara sem stendur í 2 eða 3 ár og viðurkennd er af yfirstjórn skólamála eða eldri menntun sem stendur í eitt ár með frekari menntun í '/2 ár og viðurkennd er af yfirstjórninni. ll. Sá á rétt á að fá viðurkenningu sem sundhedspleierske í Danmörku, helsesöster í Noregi og distriktsskðterska í Svíþjóð sem hefur lokið í Finnlandi hjúkrunarfræðimenntun og sérstakri menntun í heilsugæslu. gr. BESTEMMELSER, DER VEDR<Z>RER PERSONALEGRUPPER, FOR HVILKE REGLER OM GODKENDELSE IKKE GÆLDER I ALLE DE KONTRAHERENDE STATER Betingelser for godkendelse i en and en stat Artikel 10 Ret til at fa godkendelse som ergoterapeut i Danmark og Norge og verksamhetsterapeut i Finland har den, der i Sverige har gennemgáet en af skolöverstyrelsen godkendt uddannelse til arbetsterapeut af 3 eller 2 ars varighed eller ældre af styrelsen godkendt uddanneise af et ars varighed med kompletterende uddannelse af liz ars varighed. Artikel II Ret til at fa godkendelse som sundhedsplejerske i Danmark, helsesöster i Norge og distriktssköterska i Sverige har den, der i Finland har gennemgáet sygeplejerskeuddannelse og specialutbildning i hálsovárd. 10

11 12. gr. Sá á rétt á að fá viðurkenningu sem gleraugnaog sjánfræðingur í Finnlandi og Svíþjóð (a) sem hefur lokið í Danmörku 5 ára grunnmenntun fyrir gleraugna- og sjónfræðinga við tækniskóla eða sem hefur lokið menntun nema áður en samningurinn hefur öðlast gildi að því er varðar gleraugna- og sjónfræðinga. og (b) sem hefur lokið í Noregi annað hvort grunnmenntun við tækniháskóla ásamt námi í sjónmælingum eða lokið námi í sjónmælingum við tækniskóla og þar á eftir starfað í greininni í minnst 3 ár, eða hefur fengið sveinsbréf sem gleraugnaog sjónfræðingur og þar á eftir starfað í greininni í minnst 3 ár eða lokið frekari menntun í geislabrotsfræði við tækniháskóla. Artikel 12 Ret til at fa godkendelse som optiker i Finland og Sverige har a) den, der i Danmark har gennemgáet 5-arig grunduddannelse for optikere ved en teknisk skole eller, som inden overenskomsten er trádt i kraft for sa vidt angar optikere, har gennemgáet en lærlingeuddannelse, og b) den, der i Norge har gennerngáet cntcn grundlæggcnde værkstedsuddannelse ved en ingenierhojskole med tillæg af linie for optometri, eiler har gennemgáet linien for optometri ved ingeniorskole og derefter praktiseret i faget i mindst 3 ar, eller har fáet svendebrev i optikerfaget og derefter praktiseret i faget i mindst 3 ar eller gennemgáet tillægsuddannelse i refraktionering ved ingeniorhojskolen. 13. gr. Sá á rétt á að fá viðurkenningu semsálfræðil/gur í Noregi og Svíþjóð (a) sem hefur staðist í Danmörku kandídatspróf í sálfræði (cand. psych.) eða embættispróf í sálfræði, og (b) sem hefur staðist í Finnlandi kandidatspróf í sálfræði. 14. gr. Sá á rétt á að fá viðurkenningu sem rontgenskotare í Finnlandi og radiograf í Noregi (a) sem fengið hefur leyfi í Danmörku sem radiograf í samræmi við reglur yfirstjórnar heilbrigðismála, og (b) sem hefur lokið í Svíþjóð menntun sem röntgenassistent sem stendur í 2 1 /2 ár og viðurkennd er af háskólaráði ásamt yfirstjórn skólamála eða samsvarandi eldri 2ja ára menntun. Artikel 13 Ret til at fa godkendelse som psykolog i Norge og Sverige har a) den, der i Danmark har bestáet psykologisk kandidateksamen (cand. psych.) eller psykologisk embedseksamen, og b) den, der i Finland har bestact psykologisk kandidateksamen. Artikel 14 Ret til at fa godkendelse som rontgcnskotare i Finland og radiograf i Norge har a) den, der i Danmark har fáet bevis som radiograf i overensstemmelse med sundhedsstyrelsens retningslinier, og b) den, der i Svcrige har gennerngáet en af universitets- och högskoleárnbetet samt skolöverstyrelsen godkendt uddannelse af 2 1 /2 ars varighed til röntgenassistent eller tilsvarende ældre 2-arig uddannelse. 15. gr. Sá á rétt á að fá viðurkenningu sem sinnessjukvúrdare í Finnlandi og hietpepleier innan geðhjúkrunarstéttarinnar í Noregi (a) sem fengið hefur leyfi í Danmörku sem plejer í samræmi við reglur yfirstjórnar heilbrigðismála frá árinu 1977 eða síðar, og (b) sem hefur uppfyllt í Svíþjóð gildandi kröfur um menntun og störf skötare í psykiatrisk vard eða lokið samsvarandi 2ja ára menntun. Artikel 15 Ret til at ta godkendelse som sinnessjukvðrdare i Finland oghjelpepleier inden for den psykiatriske sygepleje i Norge har a) den, som i Danmark har fáet bevis som plejer i overensstemmelse med sundhedsstyrelsens retningslinier fra 1977 eller senere, og b) den, som i Sverige har opfyldt de for skörare i psykiatrisk várd gældende krav til uddannelse og praktik eller gennerngáet tilsvarende ældre 2-arig uddannelse. 11

12 lh. gr. Sá á rétt á að fá viðurkenningu sem tandplejer í Danmörku, tunnpleier í Noregi og tandhvgienist í Svíþjóð sem hefur lokið menntun sem specialtandskötare í Finnlandi. Áður en viðurkenning er veitt í Danmörku má þó í samnemi við 9. gr. krefjast frekari menntunar. Artikel 16 Ret til at fa godkendelse som tandp/ejer i Danmark, tannpleier i Norge og tandhygienist i Sverige har den, som i Finland har gennerngáet uddannelse til specialtandskötare. Inden godkendelse i Danmark kan der dog i overenssremmelse med artikel 9 kræves kompletterende uddannelse. 17. gr. Sá á rétt á að fá viðurkenningu sem tannskötare í Finnlandi og tandskoterska í Svíþjóð sem hefur lokið í Danmörku eða Noregi lögboðinni menntun sem klinikassistent eða tannlegeassistent. Artikel 17 Ret til at fa godkendelse som tandskötare i Finland og tandsköterska i Sverige har den, som i Danmark eller Norge har gennemgáet fast lagt uddannelse til klinikassistent respektive tannlegeassistent. lh. gr. Sá á rétt á að fá viðurkenningu sem tandteknik er í Finnlandi og Svíþjóð a) sem hefur lokið í Danmörku 4ra ára menntun sem laboratorietandtekniker við tækniskóla eða eldri menntun sem nemi í tannsmíði, og b) sem hefur fengið sveinsbréf í Noregi í tannsmíði. Artikel 18 Ret til at fa godkendelse som tandtekniker Finland og Sverige har a) den, som i Danmark har gennemgáet en 4-arig laboratorietandteknikeruddannelse ved teknisk skole eller ældre lærlingeuddannelse som laboratorietandtekniker, og b) den, som i Norge har fáet svendebrev i tandteknikerfaget. 19. gr. Sá á rétt á að fá viðurkenningu sem hjálpskotare í Finnlandi oghjelpepleier innan hjúkrunarsviðsins í Noregi a) sem hefur fengið leyfi í Danmörku sem sygehjælper í samræmi við reglur yfirstjórnar heilbrigðismála frá árinu 1973 eða síðar, og b) sem uppfyllir í Svíþjóð gíldandi kröfur um menntun og störf fyrir undersköterska eða hefur lokið samsvarandi eldri 32ja vikna menntun. Artikel 19 Ret til at fa godkendelse som hiálpskðtare i Finland og hjelpepleier in den for sygeplejeomrádet i Norge har a) den, som i Danmark har fáet bevis som sygehjælper i overensstemmelse med sundhedsstyrelsens retningslinier fra 1973 eller senere, og b) den, som i Sverige har opfyldt de for und ersköterska gældende krav til uddannelse og praktik eller gennerngáet tilsvarende ældre uddannelse pa 32 uger. Ákvæði um viðurkenningu á nýrri starfsstétt. 10. gr. Áður en samningsríki setur ákvæði um viðurkenningu á starfsstétt sem um getur í I. gr. og reglur hafa ekki áður verið settar um í ríkinu skal ríkið hefja samningaviðræður um skilyrði fyrir viðurkenningu við hin ríkin sem samningurinn gildir um samkvæmt 31. gr. varðandi þessa starfsstétt. Bestemmelser ved godkendelse af en ny personalegruppe Artikel20 F0r en kontraherende st at indferer besternmelser om godkendelse af en personalegruppe., 'som opregnet i artikel 1, og som ikke tidligere har været genstand for en sádan regulering i staten, skal staten optage forhandlinger om vilkárene for godkendelse med de ovrige stater, som overenskomsten efter artikel 31 gælder for med hensyn til denne personalegruppe. 12

13 n. gr. Nú ganga í gildi reglur um viðurkenningu :\ starfsstétt sem um getur í I. gr. í ríki þar sem slíkar reglur gilda ekki við gildistöku samningsins og samningurinn gildir um starfsstéttina samkvæmt 3 I. gr. og falla þá ákvæðin um starfsstéttina í gr. úr gildi. Tilkynningu um nýmæli skal senda með góðum fyrirvara fyrir gildistöku þeirra til sænska utanríkisráðuneytisins. Artikel21 Sáfrernt regler om godkendelse af en personalegruppe, nævnt i artikel I, indfores i en stat, hvor sádanne regl er ik ke gælder ved overenskomstens ikrafttræden, og overenskomsten efter bestemmelserne i artikei 31 har fundet an ven de lse pa personalegruppen, sa opherer bestemmelserne om personalegruppen i artiklerne med at gælde. Meddelelse om vedtagne nyordninger skal i god tid for deres ikrafttræden sendes til det svenske udenrigsministerium. VIÐURKENNING A SÉRSVIÐI 22. gr. Nú hefur læknir eða tannlæknir fengið viðurkenningu sem sérfræðingur í einu samningsríkjanna og skal hlutaðeigandi þá eiga rétt á samsvarandi viðurkenningu í öðru samningsríki að því tilskildu að hlutaðeigandi hafi fengið og hafi enn rétt til að starfa sjálfstætt sem læknir eða tann læknir eftir því sem við á í þvi ríki, og að viðkomandi svið sé viðurkennt í móttökuríkinu sem sérfræðingssvið samkvæmt þeim ákvæðum sem gilda í því ríki sem reglur um rétt lækna og tannlækna til þess að kalla sig sérfræðinga eða sérfræðinga í tannlækningum, eftir því sem við á. GODKENDELSE AF SPECIALISTKO\1PE- TENCE Artikcl 22 Safremt en læge cllcr tundlægc har fact specialistanerkendclsc i en af dc kontruhcrcndc stater, har vedkomrnende ret til tilsvarcnde anerkeridelse af, at vedkornrnende har crhvcrvct og vcdblivcndc har ret til selvstændigt virkc som lægc rcspcktivc tandlæge i denne stat, og at det pagældende omrade i modtagcrstatcn er godkendt som et specialc ifolgc dc bcstcmrnclscr, som i denne st at indcholdcr rcglcr 0111 lægers respektive tundlægcrs rct til at betcgnc sig som spcciallæger rcspcktivc specinltandl.cgcr. UMSÓKN UM VIÐURKENNINGU OG ÁKVÖRÐUNARAÐFERÐIR 23. gr. Sá sem sækir um viðurkenningu samkvæmt samningi þessum skal sanna fyrir yfirstjórn heilbrigðismála eða yfirstjórn dýralæknamála. eftir því sem við á, að hann uppfylli skilyrði samningsins. Veita skal þeim umsækjendum sem uppfylla framangreind skilyrði viðurkenningu nema þær aðstæður séu fyrir hendi sem leitt geta til afturköllunar á viðurkenningunni. Yfirstjórnir heilbrigðismála í samningsríkjunum skulu tilkynna hver annarri gagnkvæmt um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til viðurkenningar á umsóknum. Ennfremur skulu þær skýra hver annarri gagnkvæmt frá viðurkenningum sem tilkynntar eru samkvæmt samningi þessum. ANSCl)(jNING OM GODKENDELSE OG 13ESLUTNINGSPROCEDU RER Artikcl 23 Den, som sogcr godkcndclsc i henhold til derinc overenskomst. skal over for den ccntrule sundhedsmyndighed respektive vctcrinærrnyndighcd godtger e, at han opfyldcr vilkurone i overenskomsten. Godkendclse skal gives ansegcrc, som opfyldcr de ovenfor nævntc vilkur. rncdrnindrc der foreliggcr omstændighcdcr, som kan mcdf'orc tilbugck aldclse af godkcndelscn. Dc centrulc myndighcdcr i dc kontruhcrcndc stater skal gensidigt rncddcle hinariden dc oplysninger, der er nedvcndige for at godkeridc ansegnlngcr. Dc skal endvidero gensidigt undcrrettc hinanden om godkcndelscr, som mcddclcs i hen hold til denne overenskomst. 13

14 AFTURKOLLUN Á VIÐURKENNINGU O. FL. TILBAGEKALDELSE AF GODKENDELSE M. M. 24. gr. Hafi viðurkenning verið afturkölluð af því ríki sem upphaflega tilkynnti um hana skal afturkalla viðurkenningu sem annað samningsríki tilkynnti um síðar. Annars má einungis afturkalla síðari viðurkenningu samkvæmt gildandi reglum í því ríki sem hefur tilkynnt um hana en þó skal taka tillit til þess að í öðru samningsríki hafi verið framið lögbrot eða stórkostleg vanræksla verið viðhöfð eða bersýnilegur hæfileikaskortur við fram kvæmd starfsins. Nú hafa menn með starfsréttindi sem fengið hafa viðurkenningu í fleiri en einu samningsríkjanna sætt ráðstöfunum samkvæmt lögum eða reglum um agavald í einhverju ríkjanna vegna starfsréttinda þar eða veitt viðurkenning til handa manni með starfsréttindi er afturkölluð og skal þá viðkomandi yfirstjórn í því ríki eða í hinum samningsríkjunum skýrt frá ráðstöfunum eða afturkölluninni svo og ástæðuuni. Á sama hátt skal skýra frá því að réttur manns með starfsréttindi til þess að panta lyf eða alkóhól frá lyfjabúð hafi verið takmarkaður eða hann hafi sjálfviljugur afsalað sér þeim rétti eða rétti til þess að inna af höndum starf sitt. Artikel 24 Er en godkendelse blevet tilbagekaldt af den stat, som oprindelig meddelte den, skal den af en anden kontraherende stat senere meddelte godken de lse tilbagekaldes. I evrigt kan den senere godkendelse kun tilbagekaldes efter gældende regler i den stat, som har meddelt den, dog under hensyntagen til, om der i en anden tilsluttet stat er begáet lovbrud eller udvist grov uduelighed eller ábenbar uegnethed ved udevelsen af virksomheden. Bliver der over for erhvervsudovere, som har fáet godkendelse i flere af de kontraherende stater, i nogen af disse taget juridiske eller disciplinære foranstaltninger i anledning af erhvervsudevelsen dér, eller tilbagekaldes en for erhvervsudeveren udfærdiget godkendelse skal den bererte centrale myndighed i den eller de andre kontraherende stater underrettes om foranstaltningen eller tilbagekaldelsen samt om grundiaget herfor. Sádan underretning skal ogsá ske, hvis der er foretaget begrænsning i erhvervsudeverens ret til fra apotek at ordinere lægemidler eller alkohól, eller hvis han frivilligt har givet afkald herpá eller pa retten til at udeve sin virksomhed. ALMENNAR GRUNDVALLARRECiLUR ALMINDELIGE PRINCIPPER 25. gr. Sá sem fengið hefur viðurkenningu samkvæmt samningi þessum hefur að meginreglu rétt til þess að sækja um og fá stöðu í öðru samningsríki enda þótt umsækjandinn sé ekki ríkisborgari í því ríki. 26. gr. Starf á sviði sem samningur þessi tekur til bermeð þeim undantekningum sem leiðir af 6.,7. og 8. gr. - við setningu í stöðu í öðru samningsríki að setja að jöfnu við samsvarandi stöðu sem gegnt er í síðarnefnda ríkinu. 27. gr. Sá sem fengið hefur starf í öðru samningsríki en því þar sem hann fékk upphaflega viðurkenningu á að meginreglu að standa jafnt öðrum að því er varðar rétt til latina og eftirlauna svo og önnur réttindi er starfinu fylgja. Artikel25 Den, som i overensstemmelse med denne overenskomst har fáet godkendelse, ber i princippet være berettiget til at sege og opna stilling i en anden kontraherende srat, uanset at ansegeren ikke er statsborger i denne stat. Artikel26 Ansættelse inden for et omráde, som reguleres af denne overenskomst, ber - med de undtagelser som felger af artiklerne 6, 7 og 8 - ved besættelse af en stilling i en anden kontraherende st at ligestilles med tilsvarende tjeneste udfort i sidstnævnte stat. Artikel 27 Den, som har fáet ansættelse i en anden kontraherende stat end den, hvor vedkommende oprindelig har fáet godkendelse, ber i princippet være ligestillet for sa vidt angar ret til len og pension samt evrige med stillingen forbundne rettigheder. 14

15 28. gr. 30. gr. Samningsríkin skulu í sameiningu fylgjast með framkvæmd samningsins og gera þær breytingar og viðbætur sem þróunin kann að gefa tilefni til. Artikel28 Enhver af de kontraherende stater skal, i det omfang det er muligt, gennemfere ændringer i gældende interne bestemmelser i overensstemmelse med de i artiklerne angivne principper for sa vidt angar statslige civile stillinger. og medvirke til, at disse principper finder tilsvarende anvendelse ogsá i ikke statslige stillinger. Artikel 21) Hvad angar ansættelse af personale, som omfattes af denne overenskomst. skal man felge bestemmelserne i overenskomsten af 22 maj 11)54 om fælles nordisk arbejdsmarked samt de retningslinier for nordisk arbejdsforrnidling, som fastlagdes i forbindelse med de ns gennernferelse. De bererte centrale myndigheder i de kontraherende stater ber folge udviklingen pa arbejdsmarkedet i de respektive stater, og safrernt særlige foranstaltninger findes pákrævet, give meddelelse herom til den kommissíon. som er nedsat i hen hold til artikel 5 i ovennævnte overenskomst. De centrale myndigheder bor til stadighed give hinanden de meddelelser og oplysninger, som er af betydning for bedemrnelsen af udviklingen pa arbejdsmarkedet i de kontraherende stater. Artikel 30 De kontraherende stater skal i f'ællesskab folge overenskomstens gennemforelse og vedtage de ændringer og gore de tilfejelser, som udviklingen kan give anledning til. GILDISTAKA 3 \. gr. Sérhvert samningsríkjanna skal eftir því sem við verður komið hlutast til um breytingar á gildandi innlendum ákvæðum í samræmi við þær grundvallarreglur sem greinir í gr. að því er varðar borgaralegar stöður hjá ríkinu og stuðla að því að grundvallarreglur þessar gildi einnig á samsvarandi hátt um stöður sem ekki eru á vegum ríkisins. 21). gr. Varðandi ráðningu starfsmanna sem samningur þessi tekur til skal farið eftir ákvæðum í samningnum frá 22. maí 11)54 um sameiginlegan norrænan vinnumarkað ásamt þeim reglum um norræna vinnumiðlun sem ákveðnar voru í sambandi við framkvæmd hans. Hlutaðeigandi yfirstjórn um í samningsríkjunum ber að fylgjast með þróuninni á vinnumarkaðinum í viðkomandi ríkjum og tilkynna nefnd þeirri sem sett er á stofn samkvæmt 5. gr. í nefndum samningi séu sérstakar ráðstafanir nauðsynlegar. Yfirstjórnunum ber ávallt að senda hver annarri þær tilkynningar og upplýsingar sem þýðingu hafa við mat á þróun vinnumarkaðarins í samningsríkjunum. Samning þennan skal fullgilda og öðlast hann gildi þegar öll ríkin hafa komið fullgildingarskjölum sínum til varðveislu hjá sænska utanríkisráðuneytinu. Nú er ríki ekki reiðubúið að láta samninginn gilda um allar þær starfsstéttir sem um getur í I. gr. og sem ákvæði um viðurkenningu gilda um í ríkinu og skal ríkið þá tilkynna sænska utanríkisráðuneytinu það skriflega er fullgildingarskjalinu er komið til varðveislu. í tilkynningunni skal þess getið um hvaða stéttir ríkið sé reiðubúið að láta samninginn gilda. Ríkið getur síðar hvenær sem er á sama hátt tilkynnt að það sé reiðubúið að láta samninginn gilda um eina eða fleiri af hinum stéttunum sem um getur í I. gr. IKRAFTTRÆDEN Artikel 31 Denne overenskomst skal ratificeres og trædcr i kraft, nár alle stater har deponerct deres ratifikationsdokumcnter hos det svcnske udenrigsministerium. Safrernt en star ikke er i stand til at lade overenskomsten finde anvendelse pa alle de personalegrupper, som er opregnet i artikel I, og for hvilke bestemmelser om godkendelse gætder i staten. skal staten skriftligt underrette det svenske udenrigsministerium herom i forbindelse med deponeringen af ratifikationsdokumentet. I meddelelsen skal angives de grupper, for hvilke staten er i stand til at ladc overenskomsten finde arivendelse. Staten kan derefter nár som helst pa samme rnáde meddele, at den er klar Iii al lade overenskomsten finde anvendelse pa een eller flere af de ovrige grupper, som er opregnet i artikel I. 15

16 Samningurinn öðlast gildi um hverja einstaka starfsstétt þegar öll þau ríki sem hafa ákvæði um viðurkenningu á hlutaðeigandi starfsstétt hafa tilkynnt að þau séu reiðubúin að láta samninginn gilda um stéttina. Hafi samningurinn öðlast gildi um starfsstétt sem réttarreglur taka ekki til í öllum samningsríkjunum heldur hann samt réttaráhrifum sínum enda þótt slík réttarskipan varðandi stéttina sé lögleidd í öðru ríki og það ríki sendi ekki tilkynningu svo sem að framan greinir. 32. gr. Er samningur þessi öðlast gildi að því er varðar lækna, tannlækna, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraþjálfara falla úr gildi þeir samningar um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir þessar stéttir sem samningsríkin hafa áður gert, þ. e. a. s. samningur frá 18. júní 1965 um lækna með þeim breytingum sem gilda samkvæmt samningi frá 19. ágúst 1976*) samningur frá 16. desember 1966 um tannlækna*) samningur frá 5. desember 1968 um hjúkrunarfræðinga með þeim breytingum sem urðu samkvæmt samningi frá 14. júní 1979**) og samningur frá 17. desember 1976 varðandi sjúkraþ jálfara"). Overensk emsten sættcs i kraft for hver særsk ilt pcrsonalegruppc. nar allc de statcr, der har bestemmelser om godkcndclsc af vedkornmonde gruppe, har anrneldt. at de er i stand til at lade overenskomsten findc anvcndelse pa gruppcn. Hvis overenskornstcn er tradt i kraft for en personalegruppe, som ikke er gen stand for retlig regulering i alle de kontraherende stater, bi beholder den sin rctskraft, uanset at en sadan regulering af gruppen indforcs i ydcrligerc en st at, og dcnne ikkc givcr mcddclclsc som nævnt ovcnfor. Artikel 32 Nar denne overenskomst trædcr i kraft for sa vidt angar læger. tandlægcr, sygeplcjcrskcr cllcr fysioterupeuter. ophorer de overcnskomstcr om fætles nordisk arbcjdsrnarkcd for de respektivc grupper, som tidligere er truffet mellent de kontraherende statcr, med at gældc. dys. overenskomst af 18. juni 1965 om lægcr med de ændringer. som gældcr i overenskomst af 19. august 1976*), overenskomst af 16. december 1966 om tandlæger*). overenskomst af 5. december 1968 om sygeplcjcrsk er med de a-ndringcr, som er skct i overenskomst af 14. juni 1')79**) og overenskomst af 17. december 1976 vedrorende fysiotcrupcutcr "). RÉTTUR TIL AÐILDAR FYRIR ÍSLAND 33. gr. Að undangengnum samningsviðræðum getur Ísland gerst aðili að samningi þessum al) því er varaar eina eða fleiri starfsstéttir sem um getur í I. gr. Gerist Ísland aðili að samningnum getur Ísland krafist þess að sá sem sækir um viðurkenningu hafi fullnægjandi þekkingu ú íslensku máli. UPPSOGN O. FL. 34. gr. Sérhvert samningsríkjanna getur sagt upp samningi þessum með skriflegri tilkynningu til sænska utannkisráðuneytisins. Hafi eitt ríkið sagt samningnum upp fellur hann úr gildi eftir þann frest sem greinir í síðustu rnúlsgrcin. Eftir að samningurinn hefur öðlast gildi fyrir ákveðna starfsstétt getur sérhvert samnings- ") Fullgildingarskjölin eru í varðveislu hjá sænska utanríkísráðuneytinu. "") Fullgildingarskjölin eru í varðveislu hjá norska utanríkisráðuneytinu. TILSLUTNINljSRET FOR ISLAND Artikcl Yl Efter forudgacndc forhandling skal Island k unne tilsluttc sig derinc overenskomst for sa vidt angar cen cllcr flcrc af de pcrsonalcgruppcr. som n angivet i artik cl I. Sáfrernt Island tilslutter si~ overenskomsten, kan Island kra vc, at den, som sogcr godkcndclsc, har tilfrcdsstillcnde kundskuhcr i det islandske sprog. OPSIGELSE M. V. Artik cl 34 Enhvcr af de kontruhcrcndc statcr kan opsigc dcnne overenskomst ved skriftligt at underrette det svenske udenrigsministerium. Hvis overenskornsten er blevct opsugt af en af statcrnc, opherer den med at gældc cftcr den frist, som er angivet i sidsrc styk kc, Efter at over enskornsten er tradt i kraft for en besternt pcrsonalcgruppc. kan cnhver af de kon- ") Ratifikationsdokumenterne er deponeret i det svenske udcnrigsministerium "") Ratifikationsdokumenterne er deponeret i det norske udenr igsrninister iurn 16

17 ríkjanna tilkynnt að það óski ekki að samningurinn gildi lengur fyrir þessa starfsstétt. Slíka tilkynningu skal senda sænska utanríkisráðuneytinu. Hafi eitthvert ríkjanna sent slíka tilkynningu fellur samningurinn úr gildi varðandi þá starfsstétt eftir þann frest er að neðan greinir. Nú gerist Ísland aðili að samningnum í samræmi við 33. gr. að því er varðar ákveðna starfsstétt og skal Ísland þá með skriflegri tikynningu til sænska utanríkisráðuneytisins geta sagt upp samningnum eftir þann frest sem að neðan greinir að því er varðar þessa stétt. Uppsagnir og tilkynningar varðandi ofangreind ákvæði fá gildi með ó mánaða fyrirvara er lyki I. júlí eða I. janúar. traherende stater meddele, at den ikke længere ensker at overenskomsten skal gælde for denne personalegruppe. Sadan meddelelse skal gives til det svenske udenrigsministerium. Safrernt nogen af staterne har givet en sadan meddelelse, sa ophor er overenskomsten med at gælde for den pagældende personalegruppe efter den frist, som er angivet nedenfor. Safrernt Island i overensstcmmelse med artikel 33 tilslutter sig overenskomsten for sa vidt angar en bestemt personalcgruppe, skal Island ved skriftlig underretning til det svensko udenrigsministerium kunne fratræde overenskomsten eftcr den nedenfor angivne frist, for sá vidt angar denne gruppe. Opsigelser og meddelelser i hen hold til nærværende bestemmelse far virkning med et varsel pa ó máneder til ophor den I. juli eller I. januar. 35. gr. Sérhvert samningsríkjanna getur fyrirvaralaust fellt samninginn úr gildi gagnvart einu eða fleiri hinna samningsríkjanna ef styrjöld skellur á eða hætta er á styrjöld eða nauðsyn ber til vegna annarra sérstakra aðstæðna innanlands eða á alþjóðavettvangi. Tilkynna skal ríkisstjórnum hlutaðeigandi ríkja þegar í stað um þessa ákvörðun. 3ó. gr. Sænska utanríkisráðuneytið skal tilkynna hinum samningsríkjunum um a) að fullgildingarskjölum hafi verið komið til varðveislu, b) frá hvaða tíma samningurinn öðlast gildi samkvæmt 31. gr., e) aðrar ástæður er um getur í 31. gr., d) ákvarðanir sem teknar eru samkvæmt 2. mgr. 21. gr., e) uppsögn samkvæmt 34. eða 35. gr. og frá hvaða tíma uppsögnin tekur gildi, f) aðrar ástæður er um getur í 34. gr. Þessu til staðfestu hafa fulltrúar ríkjanna sem til þess hafa fullt umboð undirritað samning þennan. Gjört 25. ágúst 198 I í Svend borg í einu eintaki á sænsku, dönsku, finnsku og norsku og skal sænska utanríkisráðuneytið koma staðfestum afritum til ríkisstjórna hinna samningsríkjanna. Artikel 35 Enhver af de kontraherende st ater kan med ojeblikk elig virkning sætte overenskomsten ud af kraft i forhold til een eller flere af de evrige kontraherende stater i tilfælde af krig eller krigsfare, eller nár andre særlige nationale eller internationale forhold ger det nodvendigt. Ved kommende staters regeringer skal straks underrettes om beslutningen. Artikel 3ó Det svenske udenrigsministerium skal underrette de ovrige kontraherende stater om a) deponering af ratifikationsdokumenter, b) tidspunktet for overenskomstens ik rafttræden efter artikel 31, e) andre i artikel 31 omhandlede forhold. d) beslutninger, som træffes i henhold til artikel 2 I, stk. 2, e) opsigelse i henhold til artiklerne 34 eller 35 samt det tidspunk t, hvorfra opsigelsen far virkning, f) andre i artikel 34 omhandlede forhold. Til bekræftelse heraf har de befuldmægtigede repræsentanter for de respektive stater undertegnet denne overenskomst. Som sk et den 25. august 1981 í Svendborg i et eksernplar pa svensk, dansk, finsk og norsk, af hvilket det svenske udenrigsministerium skal overlade bekræftede genparter til de ovrige kontraherende staters regeringer. 17

18 VIÐAUKI Ríki þar sem ákvæði um viðurkenningu til handa mönnum með starfsréttindi sem 1. gr. tekur til gilda við gildistöku samningsins. Starfsstétt Personalegruppe BILAG Stater, hvor bestemmelser om godkendelse af erhvervsudövere, som omfattes af artikel 1, gælder ved overenskomstens ikrafttræden. Ríki Stat I. læger læknar tandlæger tannlæknar 3. sygeplejersker hjúkrunarfræðingar 4. provisorer lyfjafræðingar 5. fysioterapeuter siúkruþjálfarar. 6. ergoterapeuter iðjuþjálfar. 7. jordernedre ljósmæður. 8. sundhedsplejersker heilsugæsluhjúkrunarfræðingar 9. optikere gleraugna- og sjónfræðingar 10. psykologer sálfræðingar II. receptarer aðstoðarlyfiajræðingar 12. radiografer rontgentæknar 13. ple jere gæslumenn. 14. tandplejere- 15. klinikassistenter aðstoðarmenn tannlækna 16. laboratorietandteknikere tannsmiðir 17. sygehjælpere sjúkraliðar 18. dyrlæger dýralæknar x _I) x x x x (x)') (x)') (x)') 1) Réttarreglur gilda um grunnmenntun heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Retlig regulering gælder for grunduddannelsen af sundhedsple jersker. 2) Gildandi ákvæði eiga við starfa í tannlæknaþjónustu. Gældende bestemmelser refererer til ansættelse inden for folketandplejen. F)lgiskjal 4. SAMKOMULAG milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir almenna kennara (bekkjarkennara) í grunnskólum. Aðildarríkin sem að Íslandi undanskildu hafa áður gert með sér samkomulag um sameiginlegan norrænan vinnumarkað, sem telja, að möguleikar á frjálsum skiptum á grunnskólakennurum milli ríkja Norðurlanda geti orðið til nytja fyrir þróun skólastarfs í þessum ríkjum, hafa orðið sammála um eftirfarandi: 1. gr. Hver sá sem lokið hefur námi, eigi skemmra en þriggja ára, sem í einhverju aðildarríkjanna er opinberlega viðurkennt sem almenn kennaramenntun (bekkjarkennaramenntun) fyrir grunnskóla, nýtur, að fullnægðum þeim skilyrðum sem í samkomulaginu greinir, hliðstæðrar viðurkenningar í sérhverju hinna aðildarríkjanna og skal hafa heimild til að starfa sem almennur kennari. Hver sá sem lokið hefur opinberlega viðurkenndu almennu kennaranámi sem veitir réttindi til kennslu í 3 eða 4 fyrstu bekkjum grunnskóla í einhverju aðildarríkjanna getur, að fullnægðum þeim 18

19 skilyrðum sem í samkomulaginu greinir, öðlast heimild til að stunda kennslu sem almennur kennari í 4 fyrstu bekkjum grunnskóla í sérhverju aðildarríkjanna. Til kennslu umfram það yrði krafist viðbótarprófa. 2. gr. Forsenda þess að almennur kennari í einu aðildarríkjanna verði ráðinn að grunnskóla í öðru aðildarríki er að hann hafi vald á því tungumáli sem kennt er á í skólanum. Skólamálayfirvöld í hverju aðildarríki skuldbinda sig til að skipuleggja bæði námskeið og próf í viðkomandi tungumálum. Almennan kennara sem hefur vald á einhverju skandinavísku máli (dönsku, norsku, sænsku) skal þó unnt að ráða til starfa við skóla þar sem kennt er á öðru skandinavísku máli, að því tilskildu að hann ljúki prófi í viðkomandi máli innan tveggja ára. Gert er ráð fyrir, að kennarinn sé þann tíma undanþeginn skyldu til að inna af hendi kennslu í þessu tungumáli. 3. gr. Til áframhaldandi ráðningar sem almennur kennari með fullum réttindum til kennslu á öllum stigum hins danska grunnskóla (folkeskole) er það skilyrði í Danmörku, að almennur kennari með opinberlega viðurkennda menntun frá öðru aðildarríki ljúki einnig sérstöku prófi í kennslu- og uppeldisfræðum á fyrstu 4 árunum er hann starfar sem kennari í dönskum grunnskóla (folkeskole). 4. gr. Gert er ráð fyrir því að meginreglu, að almennur kennari (bekkjarkennari) sem hlotið hefur réttindaviðurkenningu samkvæmt þessu samkomulagi geti sótt um og fengið stöðu sem almennur kennari í öðru aðildarríki, enda þótt umsækjandi sé ekki ríkisborgari þess ríkis. Starf sem almennur kennari í einu aðildarríkjanna ber í öðru aðildarríki þar sem starfinu er haldið áfram að leggja að jöfnu við tilsvarandi starf innt af hendi í síðar nefnda ríkinu. 5. gr. Almennur kennari í einu aðildarríkjanna sem fengið hefur starf í öðru aðildarríki á að meginreglu að standa jafnt almennum kennara í síðar nefnda ríkinu að því er varðar rétt til launa og eftirlauna svo og önnur réttindi er starfinu fylgja. 6. gr. Sérhvert aðildarríki skal eftir undirritun þessa samkomulags - eftir því sem við verður komið - hlutast til um breytingar á gildandi innlendum lögum og reglum í samræmi við meginreglur þær sem lyst er í grein. 7. gr. Aðalstjórnvöldum skólamála í aðildarríkjunum ber að fylgjast með þróuninni á vinnumarkaði kennara í hlutaðeigandi ríkjum og tilkynna nefnd þeirri sem skipuð er samkvæmt 5. gr. samkomulags frá 22. maí 1954, um sameiginlegan vinnumarkað, ef talin er ástæða til sérstakra ráðstafana. Aðalstjórnvöldum skólamála ber að skiptast stöðugt á upplýsingum um atriði sem máli skipta til að meta þróunina á vinnumarkaði kennara í aðildarríkjunum. 8. gr. Samkomulag þetta skal fullgilda, og skulu fullgildingarskjöl afhent finnska utanríkisráðuneytinu til varðveislu. Samkomulagið öðlast gildi þremur mánuðum eftir að fullgildingarskjöl allra samkomulagsaðila hafa verið afhent. Sérhvert aðildarríki getur sagt samkomulaginu upp með 6 mánaða fyrirvara, þannig að aðild ljúki fyrsta júlí eða fyrsta janúar. 19

20 Sérhvert aðildarríki getur fyrirvaralaust fellt samkomulagið úr gildi gagnvart einu eða fleiri hinna aðildarríkjanna ef styrjöld skellur á eða hætta er á styrjöld eða nauðsyn ber til vegna annarra sérstakra aðstæðna á innlendum eða alþjóðlegum vettvangi. Tilkynna skal ríkisstjórnum hlutaðeigandi ríkja þegar í stað um ákvörðunina. Þessu til staðfestu hafa undirritaðir fulltrúar, sem til þess hafa umboð, undirritað samkomulag þetta og sett á það innsigli sitt. Gjört í Helsingfors hinn 3. mars 1982 í einu eintaki á dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku, og skulu þeir textar allir jafngildir. 20

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur 13.2. 2 12. Febrúar 2008 Eftirfarandi er athugasemd Félags geislafræðinga vegna Frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegan flutnings á útgáfu starfsleyfa til

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Aftale. Artikel 1. Overenskomstens navn og præambel skal have følgende ændrede ordlyd:

Aftale. Artikel 1. Overenskomstens navn og præambel skal have følgende ændrede ordlyd: Aftale mellem Danmark, Finland, Island, Norge og Sverige om ændring af overenskomsten af 14. juni 1993, med senere ændringer fra 11. november 1998, om fælles nordisk arbejdsmarked for visse personalegrupper

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Aftale. Artikel 1. Overenskomstens navn og præambel skal have følgende ændrede ordlyd:

Aftale. Artikel 1. Overenskomstens navn og præambel skal have følgende ændrede ordlyd: Aftale mellem Danmark, Finland, Island, Norge og Sverige om ændring af overenskomsten af 14. juni 1993, med senere ændringer fra 11. november 1998, om fælles nordisk arbejdsmarked for visse personalegrupper

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS Maí 2013 KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM Skýrsla vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins Maí 2013 3 KJARASAMNINGAR

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum Birna Arnbjörnsdóttir Háskóla Íslands Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1. Inngangur Á haustmánuðum 2008 leitaði Norræna ráðherranefndin til Danmarks

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Frumvarp tdl laga. (Lagt fyrir alþingi 1916).

Frumvarp tdl laga. (Lagt fyrir alþingi 1916). Frumvarp tdl laga um heimild fyrir ráðherra Islauds til að leyfa íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. név. 1905 eg lögum 9. sept. 1915. (Lagt fyrir

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Kynning á skýrslu vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins og ríkissáttasemjara 21. maí 2013 Hannes G. Sigurðsson Aðdragandi skýrslunnar Gagnrýni á kjarasamninga

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1373 794. mál. Frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015 2016.) I. KAFLI Markmið. Aðstoðarhæft nám. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 37

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere