Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju"

Transkript

1 Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl

2 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarvenja Almennt Nokkur dæmi um réttarvenjur Löghelgan venju leiðbeiningarsjónarmið Helstu atriði sem litið er til Aðrar áherslur varðandi viðskiptavenjur Sönnunarbyrði um venjur Ábyrgðarloforð þriðja manns Upplýsingaskylda fjármálafyrirtækja gagnvart ábyrgðarmanni Atriði sem ætla má að skipti máli við áhættumatið Samkomulag um ábyrgðir á skuldum einstaklinga Ógildi kröfuábyrgðar Nánar um gildi upplýsingaskyldunnar Inngangur Tilurð samkomulagsins og þýðing undirritunar þess Samkomulagið í framkvæmd Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki Dómaframkvæmd Gagnstæðir hagsmunir og gagnsemi upplýsingarskyldunnar Lagaumhverfið Samantekt Lokaorð Heimildaskrá Skrá yfir dóma og úrskurði

3 1. Inngangur Undanfarin misseri hefur borið nokkuð á því að einstaklingar sem tekið hafa á sig ábyrgð vegna fjárskuldbindinga annarra þurfi að svara til ábyrgðar sinnar. Í þessari umfjöllun er þess freistað að varpa ljósi á réttarstöðu ábyrgðarmanna og það kannað á hvaða grundvelli ákveðin upplýsingarskylda fjármálafyrirtækja gagnvart ábyrgðarmönnum byggir. Megin efni ritgerðarinnar er ætluð lagaskylda fjármálafyrirtækja til að veita ákveðnar lágmarks upplýsingar fyrir eða við stofnun ábyrgðarskuldbindinga. Umfjöllunin miðast við ábyrgðir á skuldum einstaklinga og þá sértaklega eftir að samkomulag var gert um slíkar ábyrgðir árið Megin þema ritgerðarinnar er athugun á því hvort um sé að ræða reglur sem öðlast hafa gildi laga fyrir venju. Ef um réttarvenju er að ræða eru fjármálafyrirtæki bundin af venjunni og hafi hún ekki verið virt við stofnun ábyrgðarskuldbindingar kann það að hafa áhrif á gildi skuldbindingarinnar. Hér er því haldið fram að skyldan byggi á réttarvenju. Efni venjunnar er nokkuð afmarkað en framan af var deilt um tilvist hennar, þ.e. að hún hafi verið bindandi. Þann 4. apríl 2009 gengu í gildi lög um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Samkvæmt 1. gr. laganna er markmið þeirra að setja reglur um ábyrgðir einstaklinga, draga úr vægi ábyrgða og stuðla að því að lánveitingar verði miðaðar við greiðslugetu lántaka og hans eigin tryggingar. Fyrir gildistöku laganna var engum heildstæðum lögum til að dreifa um ábyrgðir. Einnig hefur löggjöf um almenna bankastarfsemi verið fábrotin. Þar sem lög um ábyrgðarmenn eru tiltölulega ný hefur lítil reynsla fengist um beitingu ákvæða laganna. Ákvæði laganna eru að meginstefnu til lögfesting á reglum sem þegar voru taldar gilda og eiga rætur að rekja til samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1998 og Að samkomulaginu stóðu stjórnvöld, samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin. Ákvæði 3. og 4. gr. samkomulagsins sem varða skyldu fjármálafyrirtækja til að láta fara fram mat á greiðslugetu skuldara og almenna upplýsingagjöf gagnvart ábyrgðarmanni eru tekin hér til skoðunar. Athugunin beinist aðalega að réttargrundvellinum. Ritgerðin skiptist í sex kafla. Í fyrsta kafla er að finna inngang. Í öðrum kafla er fjallað almennt um réttarvenjur, m.a. er fjallað ítarlega um viðskiptavenjur og löghelgan venju. Í þriðja kafla er hugtakið kröfuábyrgð skoðað. Í fjórða kafla er gert grein fyrir inntaki upplýsingaskyldunnar. Í fimmta kafla er metið hvernig skyldan fellur að þeim leiðbeiningarsjónarmiðum sem horft hefur verið til við mat á því hvort venja hafi gildi sem réttarheimild. Í sjötta kafla er að finna ályktanir og samantekt. 2

4 2. Réttarvenja 2.1. Almennt Íslenskur réttur á sér en ein upptök. Réttarheimildir eru þær staðreyndir og atvik sem rétturinn er leiddur af. Sett lög, fordæmi og réttarvenja eru aðalheimildir íslensks réttar. Réttarvenja byggist á því að menn hafa um tíma fylgt ákveðinni háttsemi um tiltekið efni í þeirri trú að þeim væri það skylt. Með venju í víðasta skilningi er átt við hvers konar reglubundna háttsemi. Í lagalegum skilningi er réttarvenja reglubundin háttsemi sem menn telja sér skylt að fylgja, að nánari skilyrðum uppfylltum. Sigurður Líndal kemst svo að orði, réttarvenja er,,reglubundin háttsemi sem er til marks um eða stjórnast af sannfæringu um að mönnum beri að haga sér á einhvern nákvæmlega tiltekinn hátt. 1 Réttarvenjur skipta miklu máli í íslenskri réttarframkvæmd. Efni og inntak laga og löggerninga er mikilvægt réttaratriði og verður í grunninn ráðið með skýringu á orðum og einnig samhengi þeirra. Skýring orða byggir oft á venju. 2 Einnig er til þess að líta að íslensk lagasetningarhefð gerir í raun ráð fyrir því að venjur geti þróast þannig að bindandi reglur myndast um ólögákveðin efni. Hefð er fyrir því að sett lagaákvæði séu stutt og hnitmiðuð en ekki ítarleg og nái til allra tilvika Nokkur dæmi um réttarvenjur Í þessum kafla er það skoðað þegar lög vísa til venjuréttar, slíkar venjur eru nefndar lögvenjur. Einnig er því lýst hverjir það eru sem koma að því að móta venju. Flokkun er fyrst og fremst til hagræðingar. Oft er vísað til venju í lögum til fyllingar. Með þessu móti mælir löggjafinn fyrir um að háttsemi á ákveðnum sviðum eða í tilteknum tilfellum sé til marks um rétt eða skyldu manna og verður venjan því löghelguð sem réttarheimild. 3 Lög kunna einnig að vera frjávíkjanleg gagnvart venju. Venja gengur þá framar lögum. 4 1 Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 193 og 207 og Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar, bls Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Má nefna sem dæmi 52. kap. landsleigubálks Jónsbókar, en þar segir,,svo skulu almenningar vera sem að fornu hafa verið bæði hið efra og hið ytra 4 Sjá nánar um gildissvið samningalaga Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls , og Þorgeir Örlygsson: Gildissvið kaupalaga nr. 50/2000, Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 52.árg 2002, bls Samkvæmt 1. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, gilda ákvæði I. kafla laganna (um samningsgerð) ekki ef annað leiðir af viðkomandi löggerningi eða af verslunartísku eða annarri venju. Ákvæði I. kafla smnl. heyra því til svokallaðra skýringarlaga (d. deklaratorisk lov), ákvæðin eru frávíkjanleg á sama hátt og ákvæði laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup lkpl, sbr. 3.gr. þeirra laga 3

5 Handhafar ríkisvalds móta venju, stjórnvenju. Hér á landi eru dæmi þess að stjórnskipunarreglur eigi uppruna sinn að rekja til réttarvenju. Þingræðirreglan hefur mótast í framkvæmd, en hún felur í sér að engin ríkisstjórn getur setið nema hún njóti stuðnings eða að minnsta kosti hlutleysis meirihluta Alþingis. 5 Stjórnarfarsreglur geta átt upptök sín í réttarvenju. Þær verða þó síður byggðar á sjálfstæðum venjurétti, það er þó ekki útilokað. 6 Fyrir setningu stjórnsýslulaga nr. 37/1993, hér eftir ssl., fór ekki mikið fyrir málsmeðferðarreglum við töku stjórnvalds ákvarðana í settum lögum. Slíkar reglur byggðu einkum á meginreglum laga og dómafordæmum. Þessar reglur þróuðust þó í framkvæmd stjórnsýslunnar og urðu að starfsvenjum. 7 Hinar óskráðu reglur eru ennþá mikilvægar. Gildissvið ssl. er að meginstefnu bundið við stjórnvaldsákvarðanir en hinar óskráðu reglur hafa víðtækara gildissvið. 8 Má hér til viðbótar nefna reglu sem ssl. hafa ekki að geyma, um að stjórnvaldsákvörðun skuli vera ákveðin og skýr. Æskilegt verður að telja að aðili máls geti skilið ákvörðun og metið réttarstöðu sína. 9 Dómstólar móta venju þegar fordæmi eru ítrekuð. Fordæmi er það þegar dómsúrlausn hefur gengið um tiltekið réttaratriði og sú réttarúrlausn verður fyrirmynd í öðru máli. 10 Aðalreglur íslensks skaðabótaréttar hvíla á úrlausnum dómstóla, s.s. hin almenna skaðabótaregla og reglur um vinnuveitendaábyrgð. Almannavenjur eða venjur sem mótast í samskiptum manna án atbeina ríkisvalds hafa verið viðurkenndar sem almennar réttarreglur. Slíkar venjur valda sjaldan ágreiningi og finnast því fá dæmi þess að dómstólar vísi eingöngu til slíkrar venju. 11 Staðbundnar venjur eða venjur sem gilda eingöngu á takmörkuðum svæðum eru fátíðar. 12 Viðskiptavenja er einn flokkur venja sem mikið reynir á í réttarframkvæmd. Viðskiptavenjur myndast oft í ákveðnum viðskiptategundum t.d. í kaupmannaviðskiptum og flutningaviðskiptum. Slíkar venjur eru misvíðtækar að efni til. Þær kunna einnig að vera bundnar við ákveðna tegund samninga. 13 Viðskiptalífið hefur mikinn hag af því að 5 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun Íslands 1987, bls Þingræðisreglan er til fyllingar 1. gr. stjskr. en þar segir að Ísland sé lýðveldi með,,þingbundinni stjórn. Má einnig nefna þá stjórnskipunarreglu að dómstólar fari með úrskurðarvald um stjórnskipulegt gildi almennra laga en um það eru engin fyrirmæli í stjórnarskránni. 6 Ólafur Jóhannesson: Stjórnarfarsréttur, Almennur hluti, bls. 16 o. áfr. Má nefna hér sem dæmi að venja er að ráðuneytisstjórar og aðrir starfsmenn ráðuneytis undirriti ýmis erindi í nafni ráðherra. Slík undirritun er allajafna jafngild og bindandi eins og nafnritun ráðherra. Réttarvenjan er þar með orðinn grundvöllur réttarreglu. 7 Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin, skýringarrit, bls Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin, skýringarrit, bls Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin, skýringarrit, bls. 233 og Ólafur Jóhannesson: Stjórnarfarsréttur II, bls Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Með vísan til þess, m.a. að réttareining rofnar og að það samrýmist ílla réttarvitund manna að landsmenn búi ekki við ein lög, er varhugavert að játa staðbundnum venjum mikið vægi. Það kann þó að vera haganlegt að játa venjum á ákveðnum sviðum gildi þar sem taka þarf mið af staðháttum eða öðrum sérstökum aðstæðum. 13 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls

6 viðskiptahættir sem mótast fyrir venju séu virtir og hægt sé að treysta því að réttur sé á þeim byggður þó svo ekki hafi verið sérstaklega um þá samið. 14 Viðskiptavenjur geta staðið sjálfstæðar, en sumar verða ekki taldar til beinna réttarheimilda líkt og réttarvenjur almennt. Í Hrd. 1950, bls. 438, sem varðaði sölu vikublaða, var deilt um endurgreiðslu á óseldum blöðum. Niðurstaðan valt á almennri viðskiptavenju, um umsýslusölu í þeim viðskiptum. Almennar viðskiptavenjur eru býsna líkar lögum og má ætla að rétt sé að meta þær sem réttarheimildir með sama hætti og almennar réttarvenjur. 15 Sú venja að gera ábyrgðarmanni kleyft að meta áhættu sína samfara því að gangast í ábyrgð er hér talin vera almenn viðskiptavenja sem heyrir til beinna réttarheimilda Löghelgan venju leiðbeiningarsjónarmið Helstu atriði sem litið er til Í þessum kafla er gert grein fyrir meginatriðum sem horft er til við mat á því hvort venja teljist vera bindandi réttarregla. Ekki hafa verið sett fram fastmótuð viðmið sem leggja ber til grundvallar þegar ákvarðað er hvort venja teljist grundvöllur réttarreglu. Í íslenskum rétti er almennt litið svo á að þetta atriði sé háð mati hverju sinni þó rétt sé að styðjast við ákveðin viðmiðunarsjónarmið. Ármann Snævarr og Sigurður Líndal eru sammála því að aldur venju og stöðugleiki, afstaða manna til venju, efni hennar og útbreiðsla séu atriði sem horfa ber til við mat á gildi venju sem réttarheimildar. 16 Einnig er til þess að líta að fræðimenn á norðurlöndunum hafa gert þessum atriðum hátt undir höfði. Dönsku fræðimennirnir Alf Ross og Jens Evald og norski fræðimaðurinn Torstein Eckhoff, hafa í ritum sínum um réttarheimildir fjallað um framangreind atriði. 17 Helstu atriði sem litið er til eru þessi: 1. Aldur venjunnar og stöðugleiki. Almennt er litið svo á að því eldri og rótgrónari sem venjan er, því tryggari stoð eigi hún sér. Dómstólar meta hverju sinni hversu gömul venja þurfi að vera en engin algild regla verður sett um það. Oft hefur verið vísað til aldurs venju af dómstólum, sbr. t.d. Hrd. 1938, bls. 295 og Hrd. 1985, bls Páll Sigurðsson: Samningarréttur, bls. 55. og Torstein Eckhoff: Rettskildelære, bls Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 204, Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls. 174, og Alf Ross: Om ret og retfærdighed, bls Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 200 og Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Alf Ross: Om ret og retfærdighed, bls. 114, en þar segir:,,i dansk teori plejer man hertil at kræve, at sædvanen har været udøvet almindeligt, stadigt, længe og i den overbevisning, at man var retligt forpligtet dertil (ex opinione obligationis) 18 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 200 og Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls

7 Í Hrd. 1938, bls. 295 var deilt um hvort sala á tilteknum vörum í ákveðnum verslunum væri heimil án verslunarleyfis og félli undir undantekningarákvæði þágildandi laga um verslunaratvinnu. Í héraðsdómi var talið að ríkisvaldið hafi látið í ljós þann skilning sinn að vörurnar féllu undir undanþáguákvæði laganna, þar sem umræddar verslanir,,hafa um langt skeið selt allar þessar vörur algerlega óátalið. Með vísan til þess að vörurnar féllu ekki utan orðalags ákvæðisins og hinnar löngu og föstu venju þótti ekki varhugavert að slá því föstu að ekki hafi þurft verslunarleyfi. Í Hrd. 1985, bls. 1544, sem varðar álagningu kjarnfóðurgjalds er fjallað um 40.gr. stjskr. og lagasetningarvenju um framsal skattlagningarvalds. Í dómi Hæstaréttar segir svo:,,það hefur lengi tíðkazt í íslenskri löggjöf, að ríkisstjórn eða ráðherra væri veitt heimild til þess að ákveða, hvort innheimta skuli tiltekna skatta. Verður að telja að nú sé svo komið, að þessi langa og athugasemdalausa venja löggjafans hafi helgað slíka skattheimtu innan vissra marka. Skoða verður aldur venju í samhengi við stöðugleika venjunnar. Það að venju sé fylgt stöðugt og af samkvæmni er forsenda þess að réttarvenja mótist Dómstólar hafa vikið að þessu skilyrði, sbr. t.d. Hrd. 1972, bls. 920 og Hrd. 1974, bls Í fyrri dómnum sem varðar óheimila uppsögn ríkisstarfsmanns, var deilt um hvort viðkomandi hafi verið ráðinn eða skipaður. Í málinu var niðurstaðan að nokkru reist á því að ekki væri við traustar stjórnsýsluvenjur að styðjast. Í seinni dómnum var deilt um frádrátt á tekjum í skattframtali. Ekki var fallist á að styðjast mætti við skattframkvæmd við úrlausn málsins þar sem framkvæmdin væri á reiki. Aldur venju og stöðugleiki gefa til kynna hvernig venjan hefur reynst í samskiptum manna. Sú krafa að líta beri til þessara atriða er í samræmi við þau sjónarmið að lög eigi að vera tiltölulega stöðug og fyrirsjáanleg sem aftur er forsenda þess að menn geti skipulagt líf sitt og starf og gert framtíðaráætlanir. 20 Ætla verður að réttmætar væntingar manna standi til þess að ekki sé brugðið mikið frá hátterni sem almennt hefur tíðkast um nokkurn tíma Afstaða manna til venju. Gera verður greinarmun á því sem kalla má vana og menn fylgja hugsunarlítið og venju sem menn fylgja af ásettu ráði. Vani verður ekki grundvöllur undir réttarreglu. Í lögfræði hefur það verið talið mikilvægt skilyrði þess að venja geti myndað réttarvenju að menn fylgi reglubundinni háttsemi sakir þess að þeir telja sér skylt að fara eftir henni, líkt og sett réttarregla byði hana.vissulega er erfitt að skyggnast inn í hugskot 19 Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls. 151 og Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Sjá Jens Evald: Retskilderne og den juridiske metode, bls. 42. Þar segir:,,menneskene udnytter da heller ikke alle disse muligheder, men har gennem tiden pålagt sig betydelig begrænsninger af handlefriheden. Når de fleste handleformer i et samfund er fastlagt, bliver det muligt for alle at forudse andres adfærd og indrette sig derefter. Man skal gøre, som man plejer, og með tiden bliver det, man plejer, til pligt.

8 manna og kanna hvað liggur að baki því að þeir telja að þeim beri að haga sér á einhvern ákveðinn hátt. Séu hins vegar líkur færðar að því í tilteknu máli að almenningur fylgdi venju vegna þess að hann teldi hana vera ígildi réttarreglu myndi það styrkja þá ályktun að virða beri venjuna sem réttarreglu. Ef venjan er í samræmi við afstöðu almennings um það hvernig skipa beri málum, mælir það með því að virða beri venjuna sem réttarreglu. Ef venjan er einhliða til framdráttar ákveðnum hópi manna, á kostnað annarra myndi það eitt mæla gegn því að venja nyti viðurkenningar sem réttarregla. 22 Sú huglæga afstaða eða sannfæring um að fylgja beri venju, einkennir allar venjur og sker því ekki úr um hvort venja teljist til réttarheimilda. Það er t.d. siðvenja að standa á fætur í messugerð á tilteknum tímum og einnig sá háttur manna að skýla sér með klæðum. 23 Það sem helst skilur á milli felst í orðinu réttarvenja. Alf Ross leggur áherslu á að það sem greini réttarvenju frá annarskonar venju sé ekki huglæg afstaða heldur það hvort venja er á sviði sem réttarreglur ná almennt yfir. Aðrar venjur falli þar utan. 24 Svipaða afstöðu má sjá hjá Sigurði Líndal Efni venjunnar. Almennt verður að áskilja að venja sé sanngjörn, réttlát og haganleg. Feli venja í sér sanngjarna og skynsamlega lausn á skipan mála, standa líkur til þess að hún verði frekar viðurkennd sem réttarregla. Sé venja hinsvegar óhallkvæm og ósanngjörn þurfa önnur rök að vega þyngra svo venjan geti talist til réttarreglna. Í dómum Hæstaréttar hefur verið vísað til þess að venja sé eðlileg og haganleg regla, sbr. Hrd. 1977, bls Þar var þriggja mánaða uppsagnarfrestur slökkviliðsmanns talin,,eðlilega ákveðin samkvæmt íslenzkum lagavenjum. 26 Þær kröfur sem gerðar eru til efnis venju sækja að nokkru stoð í mannréttindaákvæði og meginreglur laga. 4.Venja á að mótast friðsamlega og í allra augsýn. Venjur sem mótast friðsamlega má jafna við þegjandi samkomulag þjóðfélagsþegnanna. Ef venja er einhliða til framdráttar einum hópi manna á kostnað annarra mælir það gegn því að venjan njóti viðurkenningar sem réttarregla. 27 Ekki verður séð að dómstólar hafi tekið afstöðu til þessa atriðis en nefna má þó Hrd. 1985, bls. 1544, sem var reifaður hér fyrr. Þar sagði að löng og athugasemdalaus venja hafi helgað umrædda skattheimtu. Gera verður þá kröfu til réttarvenju að henni sé fylgt í allra augsýn. Venja sem myndast leynilega verður tæplega grundvöllur að réttarreglu. Rökin að baki þessu sjónarmiði eru þau 22 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls Alf Ross: Om ret og retfærdighed, bls Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 201 og Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 201 og Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls

9 sömu og fyrir birtingu laga. Venjur eru þó almennt óskráðar, og verða því ekki birtar eins og lög Lágmarks útbreiðsla. Venja verður að hafa einhverja lágmarks útbreiðslu. Almenn útbreiðsla venju er talin styrkja stoð venju sem réttarreglu, sbr. Hrd. 1942, bls Þar var deilt um hvort heimilt væri að hafa við iðnvinnu og símalagningu menn sem ekki voru iðnlærðir. Fengið var m.a. álit Rafmagnseftirlits ríkisins sem taldi mennina vera að vinna verk aðstoðarmanna, það væri,,algeng venja bæði hér á landi og erlendis að hafa verkamenn til aðstoðar iðnlærðum mönnum við línulagningar. Niðurstaða málsins valt á þessari,,tíðkanlegu venju Aðrar áherslur varðandi viðskiptavenjur Alf Ross telur augljóst að hefðbundnar kröfur sem gerðar eru til réttarvenju, eigi ekki við um venjur í samningssamböndum og þá sér í lagi viðskiptavenjur (d. kutyme). Oft eru slíkar venjur ekki gamlar. 30 Í undantekningartilfellum kunna að vera gerðar minni kröfur um útbreiðslu viðskiptavenju, þar sem venja getur skapast í viðskiptum tveggja manna sem síðan ber að leggja til grundvallar í samskiptum þeirra, sbr. Hrd. 1948, bls Hrd. 1948, bls Þar var útburður ekki talinn heimill þótt vanefnd á leigugreiðslum hafi verið veruleg á almennan mælikvarða. Fyrir lá að leigjandi hafði greitt fyrir marga mánuði eftirá án þess að leigusali hafi gert fyrirvara vegna þessara greiðsluhátta. Ekki var sýnt fram á að leigusali hafi skorað á leigjanda að breyta þessum greiðsluháttum fyrr en hann krafðist útburðar. Af þessum sökum var leigjandi ekki talinn hafa fyrirgert leigurétti sínum vegna vanefnda. Gild viðskiptavenja getur einnig verið landfræðilega staðbundin eða einungis varðað ákveðið svið viðskipta. Að auki hefur verið talið í norrænum rétti að það sé ekki nauðsynlegt skilyrði fyrir gildi almennrar viðskiptavenju að aðilar þekki til venjunnar. 32 Viðskiptavenjur kunna að gilda innan ákveðinnar starfsstéttar og verða þeir sem til hennar heyra að fara eftir slíkum venjum. Rík krafa er gerð til þess að fagaðilar kynni sér venju á sínum fagsviðum. Með vísan til m.a. reglunnar um trúnaðarskyldu samningsaðila og ógildingarreglna samningarréttar sem taka mið af siðferðilegum sjónarmiðum, má ætla að meiri kröfur kunni 28 Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls. 202 og Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Alf Ross: Om ret og retfærdighed, bls Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, bls Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls

10 að verða gerðar til þess að viðskiptavenja sé hallkvæm eða sanngjörn. 33 Þess má einnig geta að dómari hefur nokkurt svigrúm til að meta afstöðu manna til venju og efni venju Sönnunarbyrði um venjur Það er meginregla í einkamálaréttarfari að sá sem heldur fram staðhæfingu verður að sýna fram á að hún sé á rökum reist. Ef stefndi reynir að hnekkja sönnun stefnanda þá metur dómari hvor ber sönnunarbyrðina, þ.e. hvor beri hallan af því að sönnun takist ekki, sbr. 1.mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í 2. mgr. 44. gr. laganna segir að sá sem beri fyrir sig venju verði að leiða tilvist og efni hennar í ljós. Í 3. mgr. sömu greinar segir að ekki þurfi að sanna það sem er alkunnugt á þeim stað og tíma sem dómur eða úrskurður gengur. Það sem skilur á milli almennrar réttarvenju og viðskiptavenju er að viðskiptarvenjur þarf almennt að sanna í dómsmáli séu brygður á þær bornar Ábyrgðarloforð þriðja manns Í lögfræði hefur hugtakið kröfuábyrgð nokkuð fastmótað inntak. Í viðskiptum eru hagsmunir tryggðir með ýmsu móti. Þær aðferðir sem notaðar eru til að tryggja efndir á kröfuréttindum eru nefndar tryggingarráðstafanir. Lánveitendur takmarka áhættu sína oft með áskilnaði um veð eða persónulega ábyrgð þriðja manns. Kröfuábyrgð er loforð, þar sem maður skuldbindur sig perónulega til tryggingar á efndum kröfu á hendur öðrum manni. Sá sem tekur á sig ábyrgð fyrir greiðslu skuldar annarrs manns er nefndur ábyrgðarmaður, en sá sem gengist er í ábyrgð fyrir er nefndur aðalskuldari. Krafa á hendur þeim síðarnefnda verður nefnd aðalkrafa en krafa á hendur ábyrgðarmanni ábyrgðarkrafa. 36 Kröfuábyrgð stofnast yfirleitt með loforði ábyrgðarmanns sem beint er til kröfuhafa. Greiðsluskylda ábyrgðarmanns er skilorðsbundin. Hún er háð því að nánar tiltekinn atburður verði eða verði ekki í framtíðinni. Sá atburður sem hér um ræðir er greiðslufall aðalskuldara en fyrr getur kröfuhafi ekki gengið að ábyrgðarmanni. Þetta skilyrði er 33 Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls Torstein Eckhoff: Rettskildelære, bls Þar segir:,,et moment av stor betydning er om dommeren anser kutymen for å være god eller dårlig som en alminnelig regel og som grunnlag for avgjørelsen av den foreliggende sak. 34 Alf Ross: Om ret og retfærdighed, bls Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, bls , 36 Benedikt Bogason: Um kröfuábyrgð, stofnun og ógildi, bls

11 nauðsynlegt en ekki alltaf nægjanlegt, það fer eftir því hvort um er að ræða einfalda ábyrgð eða sjálfskuldaábyrgð. 37 Sá sem tekur á sig sjálfskuldaábyrgð, ábyrgist að vissu leyti efndir á svipaðan hátt og hann væri sjálfur aðalskuldari. Vanefnd aðalskuldara er nægjanlegt skilyrði þess að hægt sé að krefja ábyrgðarmann um greiðslu. Engu skiptir hvort vanefnd verður rakin til skorts á greiðsluvilja eða getu. Í Hrd. 1995, bls. 328, sagði um þetta atriði:,,þar sem krafan var gjaldfallin var honum (kröfuhafa) í sjálfsvald sett, hvort hann leitaði fullnustu hennar hjá aðalskuldara eða sjálfskuldarábyrgðarmönnum, einhverjum þeirra eða öllum í senn. 38 Einföld ábyrgð er kröfuábyrgð sem felur í sér að ábyrgðarmanni er ekki skylt að inna af hendi greiðslu nema kröfuhafi hafi árangurslaust reynt að fá skuldina greidda hjá aðalskuldara. Hafi t.d. árangurslaust fjárnám verið gert hjá aðalskuldara er hægt að ganga að ábyrgðarmanni Upplýsingaskylda fjármálafyrirtækja gagnvart ábyrgðarmanni 4.1. Atriði sem ætla má að skipti máli við áhættumatið Í þessum kafla verður gerð grein fyrir efni upplýsingaskyldu gagnvart ábyrgðarmanni áður en gengist er undir ábyrgð. Gerð verður grein fyrir þeim atriðum sem mestu máli skipta og verða metin sem forsenda þess að ábyrgðarmaður geti metið þá áhættu sem hann tekur með því að gangast í ábyrgð fyrir skuld annars manns. Þær upplýsingar sem hér um ræðir varða aðallega getu aðalskuldara til að efna greiðsluskyldu sína og hvað felst í þeirri skuldbindingu að gangast í ábyrgð. Að lokum verða reifaðar helstu meginreglur um gildi og ógildi gerninga á sviði fjármunaréttar. Eins og fyrr greinir, varðar upplýsingarskyldan fjárhagsstöðu aðalskuldara og tök ábyrgðarmanns til að geta gert sér grein fyrir skuldbindingu sinni. Við mat á fjárhagsstöðu aðalskuldara þarf að skoða þær fjárhagslegu skuldbindingar sem á aðalskuldara hvíla, almenna fjárþörf hans og síðan aflahæfi. Þetta mat er kallað greiðslumat. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að framkvæmd greiðslumats er æskileg í ljósi hagsmuna ábyrgðarmanns. Mikilvægt er einnig fyrir lánveitanda að ganga úr skugga um að lántaki sé borgunarmaður fyrir skuld sinni. 37 Páll Sigurðsson: Kröfuréttur, almennur hluti, bls Benedikt Bogason: Skuldbinding ábyrgðarmanns samkvæmt kröfuábyrgð, bls Páll Sigurðsson: Samningarréttur, bls

12 Til þess að ábyrgðarmaður geti gert sér grein fyrir skuldbindingu sinni þarf hann annars vegar að skilja hvað felst almennt í því að gangast undir ábyrgð og hins vegar að kynna sér þá lánveitingu sem hann hyggst ábyrgjast Samkomulag um ábyrgðir á skuldum einstaklinga Samkomulög um ábyrgðir frá 1998 og 2001 hafa að geyma reglur sem lúta að hagsmunum ábyrgðarmanna. Efnisreglur samkomulaganna sem teknar eru hér til skoðunar eru þær sömu og verður til hægðarauka rætt hér á eftir eingöngu um samkomulagið frá Meginmarkmið samkomulagsins var að draga úr veitingu lána með persónulegri ábyrgð. Í samkomulaginu voru settar meginreglur til verndar ábyrgðarmönnum í þeim tilvikum þegar skuldaábyrgð eða veð í eigu einstaklings er sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu, sbr. 1. gr. samkomulagsins. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. samkomulagsins ber fjármálafyrirtæki að meta greiðslugetu aðalskuldara nema ábyrgðarmaður óski sérstaklega eftir því með skriflegum hætti að svo sé ekki gert. Mest hefur reynt á 3. mgr. sömu greinar fyrir dómstólum en þar er kveðið á um að fjármálafyrirtæki skuli greiðslumeta skuldara þegar ábyrgð á skuld viðkomandi nemur meira en einni milljón. Í 3. mgr. 4. gr. er boðið að ábyrgðarmanni verði kynnt niðurstaða greiðslumats áður en hann gengst í ábyrgð. Þar segir einnig að ef niðurstaða matsins sé neikvæð en ábyrgðarmaður óskar eftir að lán verði veitt engu að síður skuli hann staðfesta það skriflega. Í 1. mgr. 4. gr. samkomulagsins er lögð sú skylda á fjármálafyrirtæki að gefa út upplýsingabæklinga um skuldaábyrgðir og veðsetningar og dreifa með skjölum sem afhent eru ábyrgðarmönnum til undirritunar. Ákvæði 4. og 5. gr. laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009, hafa nú að geyma reglur um skyldu lánveitanda til að láta fara fram greiðslumat og veita ábyrgðarmanni ákveðnar lágmarksupplýsingar. Með lögunum voru gerðar nokkrar breytingar ábyrgðamanni í hag. Lögin taka t.d. einnig til þess þegar einstaklingur gengst í ábyrgð fyrir lögaðila, sbr. 2.mgr. 2.gr. laganna og nú hvílir ótvíræð skylda á lánveitanda að láta fara fram greiðslumat og ekki er lengur miðað við lágmarksfjárhæð láns, sbr. 4.gr. laganna. 11

13 4.3. Ógildi kröfuábyrgðar Grundvallarregla samningarréttar er að samninga ber að halda, pacta sunt servanda. 40 Þessi regla byggir á trausti sem er undirstaða góðs viðskiptalífs og velfarnaðar í mannlegum samskiptum. 41 Eins og greinir hér að framan stofnast ábyrgðarskuldbinding með þeim hætti að ábyrgðarmaður gefur kröfuhafa loforð um að ábyrgjast að krafa á hendur aðalskuldara verði efnd. Þegar loforð er komið til vitundar kröfuhafa er kominn á bindandi samningur. Sama gildir um loforð ábyrgðarmans, sem er einhliða löggerningur. Frá þessari meginreglu gilda hins vegar víðtækar undantekningar, sbr. III. kafli smnl. Helst hefur reynt á ákvæði 33. og 36. gr. smnl. þegar skorið hefur verið úr um gildi ábyrgða hjá dómstólum. Ákvæði 33. gr smnl. hljóðar svo: Löggerning, sem ella mundi talinn gildur, getur sá maður, er við honum tók, eigi borið fyrir sig ef það yrði talið óheiðarlegt vegna atvika sem fyrir hendi voru þegar löggerningurinn kom til vitundar hans og ætla má að hann hafi haft vitneskju um. Ákvæðið er réttarregla sem hefur að geyma stefnuyfirlýsingu löggjafans um að gæta skuli heiðarleika í viðskiptum. Greinin hefur að geyma svokallaða vísireglu, þ.e. að í ákvæðinu er vísað til matsatriða, sem ákvæðið sjálft gefur ekki frekari upplýsingar um. 42 Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. smnl. er heimilt að víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Í 2. mgr. sömu greinar eru talin upp nokkur atriði sem skipta máli við mat á því hvort samningur sé ósanngjarn í skilningi 1. mgr., t.d. efni samnings, staða samningsaðila og atvik við og eftir samningsgerðina. Tilgangur þess að líta skuli til stöðu samningsaðila er að tryggja betur réttarstöðu neytenda og annarra sem hallar á í samningssambandi. 43 Í Hrd. 1993, bls reyndi á þetta atriði. Atvik máls voru þau að foreldrar bankastarfsmanns, sem staðinn var að fjárdrætti, samþykktu að gefa út skuldarbréf til bankans gegn því að fallið yrði frá kæru til lögreglu. Ekki var talið að jafnræði hafi verið með aðilum. Skuldabréfið var því ógilt með vísan til 36.gr. smnl. 40 Þessi regla kemur fram í ákvæðum Jónsbókar, Kaupabálks 14, að halda skuli,,handsöluð mál, þau er bók mælir eigi í mót ok haldaz megu at lögum. 41 Páll Sigurðsson: Orð skulu standa, bls Páll Sigurðsson: Samningarréttur, bls Alþt. 1985, A-deild, bls

14 Í Hrd. 2003, bls (3/2003) og Hrd. 2005, bls (163/2005) var deilt um hvort rétt hafi verið staðið að samningsgerð í tengslum við ábyrgðir. Í báðum dómunum var ábyrgð ógild með vísan til 36.gr. samningalaga þar sem reglum samkomulags um notkun ábyrgða var ekki fylgt. Í dómunum er vísað til þess að samkomulagið feli í sér reglur um hvað teljist góðir og vandaðir viðskiptahættir. Hér á eftir eru dómunum gerð betri skil. 5. Nánar um gildi upplýsingaskyldunnar 5.1. Inngangur Í þessum kafla er fjallað um helstu atriði sem eru til marks þá meintu viðskiptavenju sem felur í sér að fjármálafyrirtækjum sé almennt skylt að gera ábyrgðarmanni kleyft að meta áhættu sína samfara því að gangast í ábyrgð. Hér er þess freistað að leiða í ljós hvernig venjan fellur að veigamestu sjónarmiðunum sem hafa ber í huga þegar mat er lagt á hvort venja hafi gildi sem réttarheimild, þ.e. aldur og stöðugleiki venju, efni hennar og útbreiðsla og afstaða manna til venju Tilurð samkomulagsins og þýðing undirritunar þess Eftir að skýrsla Iðnaðar og viðskiptaráðuneytisins, Ábyrgðarmenn fjárskuldbindinga, kom út 1996 og tilkomu Lánstrausts Hf (nú Credit info), 44 settust aðilar fjármálakerfisins, stjórnvöld og Neytendasamtökin að samningaborðinu og gerðu með sér samkomulag um ábyrgðir á skuldum einstaklinga. Yfirlýst markmið samkomulagsins var að draga úr vægi persónuábyrgða og miða útlán frekar við greiðslugetu lántakenda. Til þess verður að líta að samkomulagið hefur ekki að geyma reglur sem segja til um hvernig málum skuli háttað ef reglum þess er ekki fylgt. Þykir þetta benda til þess að samkomulagið hafi að geyma verklagsreglur en ekki ófrávíkjanlegar formreglur sem séu forsenda fyrir gildi ábyrgðarskuldbindingar. Þætti almennt séð nokkuð varhugavert að draga þá ályktun af stefnuyfirlýsingu um hvernig best væri að haga málum að hún væri fortakslaust bindandi. Hér er þó talið að með undirritun samkomulagsins hafi verið gefið fyrirheit um að efnisreglum samkomulagsins yrði almennt fylgt og færi það eftir aðstæðum hvort brot á reglum þess leiddi til þess að ábyrgðarmaður yrði ekki bundinn af ábyrgðaryfirlýsingu sinni. Fjármálafyrirtæki settu sér umræddar reglur sjálfviljug og verður því að ætla að staðið hafi til 44 Félagið annast vanskilaskrá sem fjármálafyrirtæki hafa greiðan aðgang að. Sjá nánar um Creditinfo á heimasíðu félagsins: 13

15 að fara eftir reglunum, sbr. 1.gr. samkomulagsins. Almennt séð hlýtur að vera óvenjulegt að setja sjálfum sér reglur án þess að hugur standi til þess að fylgja þeim. Samkomulagið var undirritað rúmum áratug fyrir gildistöku laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 og hefur nokkuð reynt á það í framkvæmd þó reglum þess hafi almennt verið fylgt af fjármálafyrirtækjum. Þess er einnig að geta að flest öll fyrirtæki sem stunduðu útlánastarfsemi á þessum tíma voru aðilar að samkomulaginu. Eins og greinir í kafla kann að vera slakað á kröfum til aldurs viðskiptavenju. Hér er talið að fjármálafyrirtæki sem aðilar voru að samkomulaginu hafi borið að fara eftir reglum þess strax eftir undirritun samkomulagsins vegna þess hve ríkt hugur fylgdi máli og vegna þeirra sameiginlegu hagsmuna lánveitanda og ábyrgðarmanni sem samkomulagið stuðlar að en vikið verður að þeim síðar. Öðru máli gegnir um önnur fjármálafyrirtæki, svo sem ýmsa lífeyrissjóði og Lánasjóð íslenskra námsmanna sem ekki voru aðilar að samkomulaginu. Þykir nokkuð fjarlægt að leggja nýjar skyldur á herðar aðilum sem ekkert vilja með þær gera á grundvelli samkomulags annarra aðila. Helstu rökin sem lífeyrirsjóðir tefldu fram fyrir því að gerast ekki aðilar að samkomulaginu voru þau að lán þeirra voru almennt ætluð til lengri tíma og meginreglan var sú að farið var fram á einfalda ábyrgð en ekki sjálfskuldarábyrgð Samkomulagið í framkvæmd Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki Til kasta Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki hafa komið mörg mál þar sem deilt er um gildi kröfuábyrgða. 45 Nefndin starfar á grundvelli samþykktar viðskiptaráðuneytisins, ýmissa samtaka fjármálafyrirtækja og Neytendasamtakanna frá 8. júní Nefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem skipuð er fulltrúum aðila að samþykkt nefndarinnar, nefndin verður ekki talin til stjórnvalds. Af formreglum samþykktarinnar um skipan nefndarinnar að dæma, má segja að ekki séu gerðar minni kröfur til hæfis nefndarmanna en almennt eru gerðar til nefndarmanna úrskurðarnefnda á stjórnsýslustigi. 46 Fjármálafyrirtæki sem eru aðilar að nefndinni hafa skuldbundið sig til að hlýta úrskurðum nefndarinnar og ber að greiða bætur í vissum tilfellum, sbr. 11. og 12. gr. samþykktarinnar. 45 Nefndin var stofnuð 1995 með samkomulagi Viðskiptaráðuneytis, Neytendasamtakanna, Sambands íslenskra viðskiptabanka og Sambands íslenskra sparisjóða. Nefndin starfar nú á grundvelli samkomulags frá 8. júní Aðilar að þeirri samþykkt voru einnig Samband lánastofnana og Samtök verðbréfafyrirtækja. Nefndin er vistuð hjá Fjármálaeftirlitinu, sjá nánar á þessari vefslóð: 46 Í samþykktinni er t.d. kveðið á um að 3. gr. ssl. gildi um nefndarmenn. 14

16 Aðilar að samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga hafa falið úrskurðarnefndinni að úrskurða í deilumálum þeirra við sína viðskiptavini og þar með fært henni vald til að meta hvort farið sé eftir samkomulaginu. Ætla má að fjármálafyrirtæki hlýti almennt úrskurðum nefndarinnar. Segja má að úrskurðarnefndin svipi nokkuð til gerðardóms þar sem aðilar fela öðrum en dómstólum að skera úr réttarágreiningi sem kemur upp. 47 Úrskurðir nefndarinnar hafa vissulega ekki sömu áhrif og gerðardómar, sbr. lög um samningsbundna gerðardóma nr. 53/1989. Hér á eftir eru nokkrir úrskurðir nefndarinnar reifaðir: Mál frá 20. apríl 2004 (2/2004). Maður nokkur þurfti að svara til ábyrgðar sinnar og lenti á vanskilaskrá. Hann krafðist bóta vegna mannorðsmissis og að hann yrði leystur undan ábyrgðinni. Í málinu lá fyrir að ekki hefði farið fram greiðslumat á aðalskuldara. Í forsendum nefndarinnar er sérstaklega tekið fram að til ábyrgðarinnar hafi verið stofnað fyrir gildistöku samkomulagsins frá 1998 og kæmu reglur þess því ekki til álita við úrlausn málsins. Ekki var talið að skyldur hefðu hvílt á lánveitanda til að láta fara fram greiðslumat, þá var ekki að sjá á gögnum málsins að þess hafi verið krafist. Auk þess bar lánveitanda ekki að upplýsa ábyrgðarmann um áhættu því samfara að gangast undir ábyrgð. Í máli 7. nóvember 2008 (1/2008), var deilt annars vegar um hvort greiðslumat hefði sannarlega verið framkvæmt og hins vegar hvort ábyrgðarmanni A hafi verið gert kleift að kynna sér niðurstöðu þess. Ábyrgðarkrafan var hærri en ein milljón. Í ábyrgðaryfirlýsingu sem A undirritaði kom fram að honum hefði verið ljóst að aðalskuldari stæðist ekki greiðslumat. A staðfesti einnig í skriflegri yfirlýsingu að hafa kynnt sér greiðslumatið. A krafðist ógildingar á ábyrgðinni þar sem hann hefði m.a. gengist í ábyrgð í trausti þess að ekki væri þörf á greiðslumati, vegna þess að skuldin væri tryggð með veði í fasteign. Þá bar hann við að honum hafi aldrei verið kynnt greiðslumat og að undirritaðar yfirlýsingar hans væru rangar. Með vísan til þess að lánveitandi gat ekki lagt fram umrætt greiðslumat taldi úrskurðarnefndin að lánveitandi gæti ekki skýlt sér á bak við yfirlýsingu A um að hafa kynnt sér niðurstöðu greiðslumats sem aldrei hefði farið fram. Ábyrgðaryfirlýsing A var ógild af þessum sökum og með vísan til 3. mgr. 3. gr. samkomulagsins. Í séráliti tveggja nefndarmanna var komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þar er talið að A hafi staðfest að sér væri ljóst að skuldari, sem væri dóttir hans, gæti ekki greitt af láninu. Bent var á að A hafi greitt inn á lánið og þannig viðurkennt ábyrgð sína á greiðslu skuldarinnar. Vegna þessa var ekki 47 Björn Þ. Guðmundsson: Lögbókin þín, bls

17 talið hægt að fallast á að A gæti borið fyrir sig að hafa ekki lesið eða skilið ábyrgðaryfirlýsingu sína. Tekið var fram að samkomulagið væri að mati nefndarmanna verklagsreglur en ekki formreglur og að meta yrði málsatvik hverju sinni eftir efni en ekki formi. Í máli 26. ágúst 2005 (1/2005), krafðist A ógildingar á ábyrgð sinni á láni B þar sem banki C hafði ekki gert sérstakt greiðslumat vegna lánveitingarinnar. Fyrir lá gamalt greiðslumat hjá B. Talið var ósannað gegn andmælum A, að honum hafi verið kynnt umrætt greiðslumat og upplýsingarbæklingur um ábyrgðir. Úrskurðarnefndin taldi að C hefði borið að gera nýtt greiðslumat vegna breytinga á eigna- og skuldastöðu B og var C látinn bera hallann af því að upplýsingar lágu ekki fyrir. Þær upplýsingar hefðu getað skipt máli við ákvörðun A um að gangast í ábyrgð. Vegna þessa og með vísan til 3. mgr. 3. gr., og 1. og 2. mgr. 4. gr. samkomulagsins var ábyrgðin metin ógild. Í máli 2. júní 2006 (3/2006) voru málsatvik nokkuð sérstök. Þar þótti ekki sýnt fram á að ábyrgðarmanni hefði verið kynnt neikvætt greiðslumat áður en gengist var í ábyrgð. Vottuð yfirlýsing ábygðarmanns um að honum hafi verið kynnt greiðslumat var dagsett nokkru eftir en gengist var í ábyrgð. Með vísan til 3.gr. og 3.mgr. 4.gr. samkomulagsins var ábyrgðin ógilt. Í máli 13. júní (3/2008) var kröfuábyrgð einnig ógilt með vísan til m.a. 3.mgr. 3.gr., samkomulagsins, sbr. 36.gr. smnl. þar sem greiðslumat fór ekki fram. Í máli 13. júní (2/2008), sem varðaði veðsetningu fasteignar vegna skuldar annarrs einstaklings en eiganda, var veðsetning ógilt m.a. með vísan til 3. mgr. 3. gr. samkomulagsins þar sem skuldari hafði ekki verið greiðslumetinn fyrir veðsetningu. Í máli 5. febrúar (48/2009), var ekki haggað við ábyrgð, enda var ekki sýnt fram á annað en að greiðslumat hefði verið gert og kynnt ábyrgðarmanni. Skipti engu þó niðurstaða greiðslumats hafi verið neikvæð. Sama var upp á teningnum í máli 2. júní 2009 (62/2009) en þar var veð í eign aðila fyrir skuld annarrs aðila látið standa. Ábyrgðarmenn skrifuðu undir yfirlýsingu um að þeim hefði verið kynnt greiðslumat og afhentur upplýsingabæklingur um ábyrgðir. Það sem er hvað mest athugunarvert í málatilbúnaði fjármálafyrirtækja í framangreindum úrskurðum er að ekki er deilt beinlínis um skylduna til að framkvæma greiðslumat og láta ábyrgðarmanni í té ákveðnar upplýsingar. Fremur ber að líta svo á að fjármálafyrirtækin hafi talið að greiðslumat hafi verið framkvæmt eða um hafi verið að ræða undantekningu frá skyldunni. Afstaða úrskurðarnefndarinnar um skylduna að gera ábyrgðarmanni kleyft að meta áhættuna er mjög skýr. Nefndin telur að fjármálafyrirtækjum beri að fara eftir reglum 16

18 samkomulagsins og að grundvöllur ábyrgðarskuldbindingar bresti sé greiðslumat ekki framkvæmt þegar ábyrgðarkrafa er hærri en ein milljón eða þegar almennri upplýsingargjöf er verulega áfátt. Þetta er til marks um að fjármálafyrirtækjunum sé almennt skylt að gera ábyrgðarmanni kleift að meta áhættu sína Dómaframkvæmd Dómstólar hafa byggt á samkomulaginu samhliða 36. gr. smnl. og vikið ábyrgðarskuldbindingum til hliðar á grundvelli þess að ekki hafi verið fylgt ákvæðum samkomulagsins um greiðslumat og almenna upplýsingaskyldu. Í Hrd. 2003, bls (3/2003), reyndi fyrst á túlkun samkomulagsins. Þar krafðist J, sem var þroskaheftur, þess að veð í íbúð hans fyrir láni sem lífeyrirsjóðurinn L veitti V, sem var bróðir J, yrði ógilt. Greiðslugeta V var ekki könnuð og heldur ekki hagir J. Til ábyrgðarinnar var stofnað fyrir undirritun samkomulagsins og lífeyrissjóðurinn var ekki aðili að samkomulaginu. Ábyrgðarkrafan var hærri en ein milljón. Í héraðsdómi segir: Dómurinn lítur svo á, að líta beri á reglur þær, sem þessir samningar hafa að geyma, sem staðfestingu á ríkjandi viðhorfum til þess, hvernig góðri og gegnri fjármálastofnun beri að haga starfsemi sinni, þegar ábyrgð er veitt. Í báðum þessum samningum er sú skylda lögð á herðar lánastofnunar að láta fara fram mat á greiðslugetu lántakanda, sé lánsupphæð 1 milljón króna eða hærri. Þessi regla, sem verður að teljast eðlileg og sjálfsögð, byggist á tillitinu til ábyrgðaraðilans, en þjónar einnig hagsmunum lánveitanda, enda hlýtur sú forsenda að búa að baki lánveitingu hans, að lántaki sé verður þess trausts, sem lántöku fylgir. Í báðum þessum samningum er lánastofnun skylt að láta ábyrgðarmanni í té upplýsingar um, hvað í viðkomandi ábyrgð felst, áður en hann gengst í ábyrgð. Stefndi ber það fyrir sig, að þessar reglur hafi ekki verið fyrir hendi, þegar umrætt lán var veitt og því sé hann ekki bundinn af þeim. Að mati dómsins hefur ávallt hvílt sú siðferðilega skylda á fjármálafyrirtækjum, sem stunda útlánastarfsemi, að kanna greiðslugetu lántakanda og endurgreiðslumöguleika hans, áður en ákvörðun er tekin um lánveitingu, en ekki aðeins að líta til eignastöðu eða trygginga, sem aðrir kunna að geta veitt. Í tilviki því, sem hér er til úrlausnar, er um að ræða lán að fjárhæð 1,5 milljónir króna, sem lántakandi gat ekki sjálfur tryggt með fullnægjandi hætti. Það eitt hefði átt að gefa stefnda sérstaka ástæðu til aðgæslu. Ekkert liggur fyrir um það, hvort stefndi hefur metið greiðslugetu lántaka, en því er haldið fram af hálfu stefnanda, að hann hafi verið óreiðumaður í fjármálum. 17

19 Í fyrri hluti tilvitnunarinnar er að finna ummæli sem ýta undir þá ályktun að um sé að ræða réttarvenju sem gilt hafi fyrir undirritun samkomulaganna þar sem talað er um,,staðfestingu á ríkjandi viðhorfum. Einnig er þess að geta að dómurinn metur efni reglunnar eðlilegt og sjálfsagt. Þessi ályktun er aftur á móti slegin út af borðinu með þeim ummælum að ávallt hafi hvílt siðferðileg skylda á að kanna greiðslugetu en ekkert er getið um lagaskyldu. Veðleyfið er ekki ógilt á grundvelli samkomulagsins enda hafði það ekki öðlast gildi og hefur að auki ekki að geyma ógildingarheimild. Samkomulagið var hins vegar notað við mat á því hvort viðkomandi fjármálafyrirtæki hafi starfað eins og góðu og gegnu fjármálafyrirtæki bar að gera við þessar aðstæður. Niðurstaða málsins hvíldi á sanngirnismati og skipti aðstöðumunur aðila höfuðmáli. Lánveitandi var fjármálafyrirtæki sem hafði á að skipa starfsliði sem var sérhæft á sviði útlána en ábyrgðarmaður var þroskaheftur einstaklingu sem ekki gat gert sér grein fyrir réttaráhrifum undirritunar sinnar. Héraðsdómari taldi að lífeyrissjóðurinn yrði að bera hallan af því að treysta að óreyndu, að undirritun stefnanda væri fengin með réttum og hefðbundnum hætti. Ábyrgðin var ógild með vísan til 36. gr. smnl. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með vísan til sérstakra atvika málsins og 36. gr. smnl. Í dómi Hæstaréttar segir: Veðsetning sú, sem hér um ræðir, mun hafa átt sér stað með þeim hætti sem tíðkaðist í starfsemi áfrýjanda á þeim tíma og áður en gert var samkomulag það um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga, sem skírskotað er til í niðurstöðum héraðsdóms. Hins vegar leysti það áfrýjanda, sem fjármálastofnun, ekki undan þeirri áhættu sem fylgt gat því að láta hjá líða að kanna greiðslugetu lántaka áður en lán var veitt og eftir atvikum gera þeim, sem í ábyrgð hugðust ganga, grein fyrir því ef niðurstaða þeirrar könnunar benti til þess að lántaki gæti ekki staðið í skilum. Í Hrd. 2005, bls (163/2005), var ábyrgð einnig vikið til hliðar með vísan til 36. gr. smnl. og fjárnám fellt úr gildi þar sem greiðslumat hafði ekki farið fram og ábyrgðarmaður hafði ekki verið upplýstur um slæma fjárhagsstöðu skuldara. 48 Í málinu krafðist Á ógildingar á fjárnámi sem S hafði látið fara fram hjá honum á grundvelli skuldabréfs sem gefið var út af bróður Á. Á hafði tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð á skuldinni. Ógildingarkrafa Á var meðal annars reist á því að ekki hafi verið gætt ákvæða samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga, sem S var aðili að, er Á tók ábyrgðina á hendur. Að 48 Á reisti einnig ógildingarkröfu sína á að skyldan væri byggð á viðskiptavenju eða þriðjamanns löggerningi, í dóminum var ekki rekin afstaða þessara atriða, 18

20 öllum atvikum virtum var fallist á að víkja bæri til hliðar umræddri sjálfskuldarábyrgð með vísan til 36. gr. samningalaga og aðfarargerðin því felld úr gildi. Á bar við að hann hefði ekki gengist í ábyrgð fyrir bróðir sinn hefði hann vitað af slæmri fjárhagssöðu hans. Ekki þótti sýnt fram á að Á hafi þekkt til skuldastöðu bróður síns. Í héraðsdómi sagði:,,þá er það í annan stað niðurstaða dómsins að það, að láta hjá líða að meta greiðslugetu útgefanda skuldabréfsins og eftir atvikum gera sóknaraðila grein fyrir því ef niðurstaða þess mats benti til þess að útgefandinn gæti ekki staðið í skilum, hafi verið á áhættu varnaraðila og að hann verði hér að bera hallann á þeirri ákvörðun sinni að veita skuldabréfalánið án þess að viðhafa áður þau vönduðu vinnubrögð sem hann hafði undirgengist með aðild sinni að framangreindu samkomulagi og lýst hefur verið. Er vandséð að takast megi að öðrum kosti að ná fram því meginmarkmiði með gerð samkomulagsins að ábyrgðarmenn fjárskuldbindinga geri sér eftir atvikum ljósa grein fyrir þeirri áhættu sem þeir taka með því að undirgangast slíka ábyrgð. Það fer eftir atvikum hverju sinni hversu rík upplýsingaskyldan er. Minni kröfur eru t.d. gerðar til fjármálafyrirtækis ef ábyrgðarmaður býr yfir þekkingu á sviði viðskipta, sbr. Hrd. 21. októmber 2020 (116/2010). Þar var verklag bankans talið að ýmsu leiti ábótavant, m.a. fór ekki fram greiðslumat á skuldara. Dómurinn féllst ekki á að fella ábyrgðina úr gildi. Nokkuð var á því byggt að ábyrgðarmaður var menntaður viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali sem hafði reynslu af fasteignaviðskiptum og skjalagerð tengdri þeim. Talið var að honum hefði verið ljóst að skuldarinn myndi líklega ekki geta staðið við greiðslur afborgana af láninu og væri þar með ljós sú áhætta sem hann tók með því að gangast í ábyrgð. Til marks um áhrif samkomulagsins á líðandi stundu, má nefna dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá 4. apríl 2011 í máli nr. E-113/2010. Þar var hafnað kröfu fjármálafyrirtækis um að ábyrgðarmanður yrði dæmdur til að svara til ábyrgðar sinnar þar sem ekki var gætt að því að meta greiðslugetu aðalskuldara í samræmi við ákvæði samkomulagsins. Í dóminum segir:,,í málinu hefur ekkert komið fram um það að stefnda H hafi haft fjárhagslega hagsmuni af því að ábyrgjast yfirdrátt á umræddum reikningi meðstefnda gagnvart stefnanda. Jafnframt liggur ekkert fyrir um að hún hafi þekkt til fjárhagsstöðu stefnda. Þá er ómótmælt þeirri málsástæðu stefndu að hún hafi takmarkaða reynslu af slíkum fjármálagerningum sem hér um ræðir. Kröfunni var hafnað með vísan til 3.mgr. 3.gr. samkomulagsins og 36.gr. smnl. Afstaða dómstóla um gildi samkomulagsins er skýr. Af þeim dómum sem raktir eru hér að framan er ljóst að dómstólar telja, líkt og áðurnefnd úrskurðarnefnd, að fjármálafyrirtækjum sé almennt skylt að gera ábyrgðamannönnum kleyft að gera sér grein fyrir áhættunni. Ekkert verður fullyrt um það hvort umrædd skylda hafi hvílt á fjármálafyrirtækjum sem ekki voru aðilar að samkomulaginu en líkur benda þess að tíðkanleg og útbreidd viðskiptavenja hafi 19

21 myndast þegar samkomulagið fór að slíta barnskónum ekki löngu eftir undirritun þess. Skiptir máli í þessu samhengi hvort viðkomandi fjármálafyrirtæki hafi haft þá venju í starfsemi sinni að greiðslumeta skuldara og kynna ábyrgðarmanni almennar upplýsingar um ábyrgðir Gagnstæðir hagsmunir og gagnsemi upplýsingaskyldunnar Það er eðlileg skipan réttarreglna að menn fái notið hæfileika sinna og útsjónasemi í sem ríkustum mæli. Þetta á sérstaklega við á sviði fjármunaréttar en þar er meginreglan sú að menn hafi sjálfir heimildir til þess að ráðstafa hagsmunum sínum með löggerningum. Í seinni tíð hefur þessu frelsi verið settar ýmsar skorður og litið fremur svo á að samningsaðilar séu samstarfsaðilar heldur en andstæðingar. 49 Það var ein af mörgum röksemdum fyrir þeirri breytingu sem gerð var á 36. gr. samningalaga með lögum nr. 11/1986, að strangari kröfur væru nú gerðar til heiðarleika og sanngirni en þegar samningalögin voru sett. Þessi atriði ýta undir þá ályktun að strangari kröfur séu gerðar til efnis viðskiptavenju. Það verður að teljast eðlilegri og skynsamlegri skipan mála að nær sé að miða lánveitingu við það að skuldari geti sjálfur skilað því sem hann fær lánað heldur en að þriðji maður, sem engan hag hefur af því að gangast undir ábyrgð, sé reiðubúinn að ábyrgjast skuld. Það þjónar hagsmunum fjármálafyrirtækis ekki síður en ábyrgðarmanns að fram fari greiðslumat. Lánveitandi er um leið betur í stakk búinn til að meta hvort efni standi til að lána viðkomandi, með því að láta fara fram greiðslumat. Það er liður í starfsemi fjármálafyrirtækja að afla trygginga fyrir lánum og síður en svo er óalgengt að farið sé fram á persónulega ábyrgð þriðja manns og þá sérstaklega þegar um hærri upphæðir er að ræða. 50 Af þessum sökum er haganlegra að fjármálafyrirtæki hafi tiltækar almennar upplýsingar um inntak ábyrgðar og komi þeim á framfæri við ábyrgðarmenn heldur en að ábyrgðarmaður afli þeirra sjálfur. Reglur um upplýsingagjöf til ábyrgðarmanna eru æskilegar. Grunnforsenda þess að ábyrgðamaður geti metið þá áhættu sem hann er að taka með því að gangast í ábyrð fyrir skuld annarrs manns er að hann geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu það hefur að gangast í ábyrgð. 49 Sjá almennt um trúnaðarskyldu samningsaðila í grein Viðars Márs Matthíassonar: Trúnaðarskyldan við gerð, framkvæmd og slit samninga, bls Úlfljótur 2.tbl. 53. Árg. Júní Réttindi og skyldur í viðskiptum neytenda við fjármálafyrirtæki: Álit nefndar um réttindi og skyldur í viðskiptum neytenda við fjármálafyrirtæki, bls. 11. Þar kemur fram að um 24% Íslendinga eru í ábyrgðum fyrir bankalánum. 20

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. HEIMILDASKRÁ Alþingistíðindi. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. Arvid Frihagen: Villfarelse og ugyldighet i forvaltningsretten. Osló 1966. Aslak Syse: Materielle

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Leiðbeinandi: Unnur Edda Sveinsdóttir Desember 2014 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs Hólmfríður Björnsdóttir Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Friðrik Ársælsson Lagadeild Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Ágúst

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Erindi nr. Þ H i VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS iceland CHAMBER OF COMMERCE Stofnað 1917 Stjórnarskrámefnd Alþingis b/t Ragna Árnadóttir. SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS Reykjavik 26. Janúar 1995. Verslunarráð íslands

Læs mere

Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 308/2010. Fimmtudaginn 20. janúar 2011. Viðar Austmann Jóhannsson (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Vinnusamningur. Kjarasamningur. Laun. Orlof. V krafði Í um greiðslu

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði -

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Ólafur Einar Ómarsson Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristján Gunnar Valdimarsson Lagadeild Háskóla Íslands Maí 2017 Formáli Þetta rit

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Inngangur stefna ASÍ í húsnæðismálum... 2 Breytinga er þörf!... 3 Lýsing á einstökum þáttum danska húsnæðislánakerfisins... 7 Almenn lýsing... 7

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði- Daði Ólafsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Erla Svanhvít Árnadóttir hrl. Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Háskólinn á Bifröst Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Núverandi rannsóknarheimildir lögreglu og helstu hugsanlegu breytingar vegna forvirkra rannsóknarheimilda) ML Lokaverkefni Vetur 2011 Nemandi:

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1373 794. mál. Frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015 2016.) I. KAFLI Markmið. Aðstoðarhæft nám. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Sönnun í einkamálum. Matsger!ir dómkvaddra matsmanna. Gunnar Jónsson. - Meistararitger! í lögfræ!i -

Sönnun í einkamálum. Matsger!ir dómkvaddra matsmanna. Gunnar Jónsson. - Meistararitger! í lögfræ!i - Sönnun í einkamálum Matsger!ir dómkvaddra matsmanna - Meistararitger! í lögfræ!i - Gunnar Jónsson Lagadeild Félagsvísindasvi! Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...4!

Læs mere

Viðurlög í fíkniefnamálum

Viðurlög í fíkniefnamálum BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot Silja Rán Arnarsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ágúst 2016 BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar Efnisyfirlit. 1.0 Inngangur... 3 1.1 Almennt... 3 1.2 Afmörkun ritgerðarefnis og umfjöllunarefni... 4 1.3 Fræðikerfi lögfræðinnar... 6 2.0 Umhverfisvernd... 8 2.1 Almennt... 8 2.2 Réttarheimildir... 9

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Skattar o. fl. Almennur fróðleikur Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki tvö Vægi 4 til 5 Skattar, saga: Hefur nokkuð breyst? Skattar eða álagning skatta hefur fylgt

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere