Gaman og alvara í kvæðum Eggerts Ólafssonar

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Gaman og alvara í kvæðum Eggerts Ólafssonar"

Transkript

1 Page 1 of 9 Leita nmlkji Leita í textum Félags um 18. aldar fræði nmlkj Leita í öllu efni á Kvisti Gaman og alvara í kvæðum Eggerts Ólafssonar Höfundur: Sveinn Yngvi Egilsson Birtist í: Vefni:2. vefriti 1999 Byggt á erindi sem flutt var 3. febrúar 1996 á málþinginu Ljóðlist á átjándu öld] Einn er sá þáttur sem mér finnst hafa orðið út undan í umræðunni um bókmenntir íslenskrar upplýsingar og þá kki síst þegar ljóðagerð Eggerts Ólafssonar ber á góma. Þar á ég við húmorinn. Upplýsing og siðferðileg alvara irðast vera eins konar samnefni í hugum margra. Ekki ætla ég að halda því fram að forsprökkum þessarar merku menntastefnu hafi ekki verið fúlasta alvara með áherslu sinni á gildi skynsemi og almennrar fræðslu. En ðferð upplýsingarinnar var ekki bara alvarleg heldur beittu höfundar hennar háði og kímni óspart fyrir sig. Og ar er Eggert Ólafsson engin undantekning. Þó er gjarna rætt um helsta verk hans, Búnaðarbálk, sem rímaða úfræðiritgerð - með öllum þeim ósegjanlegu leiðindum sem felast í slíku heiti. Að vissu leyti er þetta réttnefni á Búnaðarbálki sem er öðrum þræði ljóðræn ritgerð um búfræði, og ekki ætla ég að neita því að þar má finna rindi sem eru svo leiðinleg að þau gætu drepið naut. En innan um og saman við er líka bráðskemmtilegur veðskapur sem á skilið að vera lesinn, og það sama á við um fleiri kvæði Eggerts. Ég ætla mér að sýna hér á ftir að Eggert geti verið hnyttið og skemmtilegt skáld, og að fyndnin í kvæðum hans sé reyndar oft ríkur þáttur í strænni aðferð þeirra. Hún sé önnur hliðin á þeirri siðferðilegu alvöru sem einkennir bókmenntir þessa ímabils, enda lögðu rithöfundar íslenskrar og evrópskrar upplýsingar áherslu á það að blanda saman gamni og lvöru til þess að erindi skáldskaparins orkaði sterkar á lesandann. Þetta eru þættir í ljóðagerð Eggerts sem ðrir hafa bent á en mér finnst að hafi farið helst til lágt á síðari tímum. Ljóðrænt leikhús riti sínu um Eggert Ólafsson víkur Vilhjálmur Þ. Gíslason nokkuð að gamansemi í kvæðum skáldsins og bendir að hún hafi þar ákveðnu hlutverki að gegna. Ég vitna ítarlega í umfjöllun Vilhjálms vegna þess að ég ætla að yggja á henni hér á eftir og gera frekari grein fyrir þessum athyglisverða þætti í kvæðum Eggerts. Vilhjálmur kemst svo að orði um hin gamansömu kvæði skáldsins: Eggert setti þjóðmálaskoðanir sínar þó ekki einungis fram í þeim kvæðunum, sem hann kallar alvarleg. Ádeilu ína einkanlega felur hann ekki síður í þeim kvæðunum, sem hann kallar kýmileg, og að nokkru í amankvæðunum og kvæðum í gamni og alvöru. Kvæði eins og Sótt og dauði íslenskunnar og Tvídægra eða ukkudokkabragurinn standa í beinu sambandi við alvarleg kvæði, eins og Búnaðarbálk, Ísland, Mánamál og ramverplu og svo siðakvæðin. Eggert hefur sjálfur vitað þetta vel, því hann segir um hin kýmilegu kvæðin, að au sjeu "í rjettri raun tóm alvara með heimsádeilum, en alvaran er fólgin ýmist undir ýkjum eður dæmisögum". essi kýmnikvæði Eggerts eru mjög merkilegur þáttur í kveðskap hans og í bókmentum samtíðarinnar yfirleitt. au eru að vísu misjöfn og stundum mishepnuð, og eins gamankvæðin. Kýmnin er stundum ekki kýmileg, og

2 Page 2 of 9 amanið ekki gamansamt. Svo skeikar smekkvísinni alloft frá nútímans sjónarmiði. En Eggert hefur rjettilega g glöggar en aðrir sjeð það hvert vopn kýmnin og gamanið gat verið í viðreisnar- og siðvendnisbaráttu hans. líkt var að vísu ekki nýjung íslenskum kveðskap að öllu leyti. En kýmninni og háðinu var markvissar beitt hjá Eggerti en tíðkast hafði og form þess að ýmsu leyti nýtt. Koma þar sjálfsagt til greina nokkur áhrif frá þessháttar ókmentum, sem Holberg var helstur fulltrúi fyrir í norrænum samtímabókmentum (Vilhjálmur Þ. Gíslason 926: ). Ég er í öllum meginatriðum sammála því sem kemur fram í þessari stuttu greiningu Vilhjálms á hlutverki yndninnar í kvæðum Eggerts, en ég held að efnið þurfi nánari athugunar við. Það eru ekki síst tengslin við rlendan samtímaskáldskap sem forvitnilegt væri að skoða betur í ljósi kímninnar í kvæðum skáldsins. Mig angar einkum til að vekja athygli á ákveðinni bók sem sýnilega hefur haft áhrif á Eggert og satt að segja opnaði ugu mín fyrir því hvað fyndnin í textum 18. aldarinnar er fjölbreytt og yfirgengileg. Það er hið furðulega rit Christians Friderichs Wadskiær, Poetisk skueplads åbnet på det så kongelige som kostelige Christiansborgs lotsplads, sem kom út í Kaupmannahöfn árið Eggert vitnar í þessa athyglisverðu bók Wadskiærs í ormála að kvæðum sínum en henni hefur ekki verið mikill gaumur gefinn hingað til svo mér sé kunnugt. Vilhjálmur rétt minnist á bók Wadskiærs í riti sínu um Eggert og fer um hana heldur niðrandi orðum. Ekki veit g hversu vel hann hefur kynnt sér bókina, en hann fer ekki rétt með titil hennar, kallar hana "Den poetiske kueplads" (1926:189) með ákveðnum greini en bókin heitir Poetisk skueplads..., þ.e. án greinis. Eitthvað lýtur hann þó að hafa gluggað í bókina fyrst hann hefur svona ákveðnar skoðanir á höfundi hennar, nema hann afi vitneskju sína um Wadskiær annars staðar frá, e.t.v. úr dönskum bókmenntasögum. Vilhjálmur minnist á veimur stöðum á þennan danska höfund og í bæði skiptin á niðrandi hátt. Fyrri tilvitnunin hljóðar svona: "Var margt til Wadskiær s að sækja af lærdómi, sem allur var í molum og ómeltum vísdómi, en minna af smekkvísi ða andagift" (1926:193). Síðar minnist hann á Wadskiær þegar hann ræðir um þær miklu neðanmálsgreinar og kýringar sem Eggert hafði með kvæðum sínum. Um þetta segir Vilhjálmur: "Þetta var einnig erlendur amtíðarsiður. Í ritum Wadskiær s, sem Eggert vitnar í, er syndaflóð af þessum skýringum" (1926:198). Frekari mfjöllun um verk og áhrif Wadskiærs á Eggert er ekki að finna í riti Vilhjálms Þ. Gíslasonar um skáldið. eir sleggjudómar sem lýsa sér í ofangreindum orðum um verk Wadskiærs eru ekkert einsdæmi og verður nánar jallað um það hér á eftir. Það er því ekki við Vilhjálm einan að sakast í þessu efni, enda fóru danskir ókmenntafræðingar yfirleitt óvirðulegum orðum um höfundarverk þessa landa síns langt fram á 20. öld. Þeir efðu eflaust tekið undir þau orð að Poetisk skueplads einkenndist af "lærdómi sem allur var í molum og meltum vísdómi, en minna af smekkvísi eða andagift" og sjálfsagt fallist á þann dóm að í ritum Wadskiærs væri syndaflóð" af skýringum og neðanmálsgreinum. Út frá sjónarhóli og skáldskaparsmekk okkar aldar er líka margt úrelt og ósmekklegt í ritum Wadskiærs. En þá erum við líka að dæma verk 18. aldar á forsendum 20. ldar, að leggja mælistiku okkar tíma á verk sem var öðruvísi vaxið. Poetisk skueplads nær ekki máli ef mælt er á líkan hátt, en það stendur alveg fyrir sínu ef það er metið á eigin forsendum, í umhverfi sinnar aldar. Það er.m.k. ljóst að Eggert Ólafsson tók verkið gilt þó að það særi smekk fræðimanna síðari tíma eins og Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Það er greinilegt að Eggert hefur tekið mark á "Próf. Vadskiær [ ]" eins og hann kallar Danann, enda ekur hann upp eftir honum umfjöllun um franska fagurfræði (Eggert Ólafsson 1832:7). Vilhjálmur viðurkennir ka óbeint að Wadskiær hafi verið hugsanlegur áhrifavaldur á hinar miklu neðanmálsgreinar og skýringar í væðum Eggerts. Ég held að áhrifin séu meiri en Vilhjálmur gefur til kynna í riti sínu og að Eggert hafi m.a. ekið mið af Wadskiær í merkilegri skilgreiningu sinni á þeirri sérstöku blöndu gamans og alvöru sem hann elur að einkenni kveðskap sinn. Áður en lengra er haldið er rétt að gera nokkra grein fyrir því riti Wadskiærs sem hér um ræðir, Poetisk kueplads, sem kalla mætti Ljóðrænt leikhús á íslensku. Höfundur þess var hálfgerður furðufugl og sannast agna ekki hátt skrifaður í dönskum bókmenntasögum lengi vel en hefur þó vaxið svo í áliti á síðustu áratugum ð óhætt er að segja að Danir hafi enduruppgötvað eða kannski einfaldlega uppgötvað Wadskiær - því að hann tti aldrei miklum vinsældum að fagna meðan hann var á dögum. Framan af var gjarna rætt um hann í þeim

3 Page 3 of 9 iðrandi tón sem heyra mátti í áðurnefndum ummælum Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Wadskiær var einkum legið á álsi fyrir smekkleysi og lærdómur hans talinn sliga skáldskapinn. Það var helst að Wadskiær væri hælt fyrir að rkja lipurt og létt þegar hann var í essinu sínu, en innihaldið var hins vegar ekki talið upp á marga fiska. Umsögnin í fyrstu útgáfu Dansk biografisk lexikon er dæmigerð, en þar er komist svo að orði: W[adskiær]. besad baade Aandslivlighed, stor metrisk Lethed og en udbredt Belæsthed. Men hans Digtning var ge saa tom paa Indhold som udtværet og smagløs i sin Form, og hans Viden var polyhistorisk Sprænglærdom, nbragt paa urette Sted (Paludan 1904:150). Wadskiær, sem fæddist árið 1713 og lést 1779, var fjölfróður maður með afbrigðum en hafði ekki þá dómgreind il að bera sem nauðsynleg er til þess að skipuleggja þekkingu sína og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Um etta eru bæði eldri og yngri fræðimenn sammála þó að þeir séu ekki á einu máli um skáldskapargildi verka ans. Wadskiær var sem sé maður sem lagði meira upp úr einstökum fróðleiksmolum en heilsteyptri hugsun í erkum sínum. Hann var m.a. undir verndarvæng hins áhrifamikla manns Eriks Pontoppidan og vann að msum fræði- og útgáfustörfum á vegum hans. Árið 1747 varð Wadskiær prófessor í sögu í Sorø eða Sórey á jálandi (þar sem Ferðabók Eggerts og Bjarna Pálssonar var prentuð að Eggerti látnum árið 1772) og síðar varð ann prófessor í skáldskaparfræðum í Kaupmannahöfn. Frami hans var þó ekki eins glæstur og ætla mætti af essu titlatogi. Hann þótti slakur kennari og sat ekki lengi sem prófessor í Sórey, var fljótlega sagt upp störfum ar (1751) og þótti ekki heldur standa sig vel í embættinu í Kaupmannahöfn. En það er ekki lærdómsmaðurinn heldur skáldið Wadskiær sem nýtur aukins álits á okkar tímum. Er þá gjarna ent á hnyttilegt og alvörubundið háð hans, frjálsan leik hans með tungumálið og lipurlega kveðandi. Einn elsti sérfræðingur í danskri ljóðagerð 17. og 18. aldar, Ejnar Thomsen, dregur eiginleika Wadskiærs saman á ennan hátt: Der er utvivlsomt momenter af stor og forsætlig komik i hans uigennemtrængelige alvorsmaske midt under æmningsløse overdrivelser af udtryk for hyldest, sorg og glæde, en selvfølgelig administration af alsbrækkende paronomasier (lydleg) og næsten genial anvendelse (fx i Sorørefleksionerne) af den lige så mulighedsrige som vanskelige figur antiklimaks (Thomsen [1984]:221). að eru ekki síst tækifæriskvæði Wadskiærs sem nú eru metin að verðleikum, en í þeim þykir hann í senn færa ér lærðan stíl umliðinnar aldar í nyt og leysa upp þessa viðteknu og vinsælu bókmenntagrein - "en oprigtig nvendelse af 1600-tallets lærde stil med ironisk opløsning af genren" (Hougaard o.fl. 1983:374; um ækifærisljóð Wadskiærs sjá enn fremur Andersen 1934: ; Thomsen 1971: ; Billeskov Jansen og Albeck 1976: ). Þetta er einmitt mikið einkenni á Poetisk skueplads eða Ljóðrænu leikhúsi, þar sem er að inna frumlega blöndu á lærðum stíl og léttum og leikandi tækifæriskvæðum. Wadskiær var innan við þrítugt egar þetta verk hans kom út árið Ljóðrænt leikhús hefst á fróðlegum formála höfundarins, og það er í essum formála sem hann rekur þá frönsku fagurfræði sem Eggert vitnar til í áðurnefndum formála sem rentaður var með Kvæðum hans heild er Ljóðrænt leikhús hið furðulegasta ritverk eins og ráða má af heiti þess, blanda af lærdómi og óðrænum ólíkindalátum. Meginefni bókarinnar er gamansamur kveðskapur og útúrsnúningar sem Wadskiær efur ort um ýmsar hallir og konungleg setur í Danmörku. Hann skýrir svo kvæðin með ítarlegum eðanmálsgreinum og fræðilegum tilvitnunum, m.a. í íslenskar fornbókmenntir. Ejnar Thomsen kemst svo að rði um þetta rit að hinir lærðu skýringartextar höfundarins við kvæðin kunni að fæla lesendur frá, en bætir svo ið: "arbejder man sig gennem pedanteriet viser navnlig Poëtisk Skue-Plads... sig at indeholde en virkelig frisk erne af veloplagt rejsejournalistik" (Thomsen [1984]:220). Ekki er ósennilegt að þessar skemmtilegu erðamyndir Wadskiærs hafi höfðað til Eggerts, enda orti hann gjarna í léttum dúr um sínar eigin ferðir um sland eins og lesa má í prentuðum kvæðum hans. Eggert hefur kunnað að meta það uppátæki Danans að leggja t af Skíðarímu í Ljóðrænu leikhúsi sínu, en Wadskiær virðist hafa haft handrit íslenska kvæðisins undir öndum. Skíðaríma (sem og Tímaríma sem Eggert vitnar til í kvæðasafni sínu eins og síðar verður rakið) var

4 Page 4 of 9 væði sem var upplýstum 18. aldar mönnum mjög að skapi, enda er þar að finna samfélagslega ádeilu og háðska ýsingu á aðbúnaði kóngafólks í heiðnum goðaheimi sem séður er með augum fátæks alþýðumanns. Auk þess að slá um sig með tilvísunum í íslenskar fornbókmenntir og norræna goðafræði vísar Wadskiær oft og inatt í klassískan kveðskap Grikkja og Rómverja, t.d. Hóras og Virgil. Hér er því margt sem minnir á aðferð Eggerts, sem var mikið fyrir að skýra ljóð sín með löngum neðanmálsgreinum þar sem hann sýndi þekkingu ína á fornum fræðum, íslenskum jafnt sem erlendum, Snorra Sturlusyni jafnt sem Hórasi og Virgli. Wadskiær uðkennir erlendar tilvitnanir með sérstöku letri eins og oft var gert í prentuðum bókum síðari alda. Hins vegar r hann svo tilvitnanaglaður í ólíkar tungur að æði margar leturgerðir geta komið fyrir á einni og sömu laðsíðunni. Prentflötur bókarinnar verður því oft hinn skrautlegasti og er sjálfsagt með ráðum gert til að auka nægju lesenda og vekja kátínu, enda var það yfirlýst stefna Wadskiærs að blanda saman gamni og alvöru í essu riti sínu eins og fjallað verður um hér á eftir. En víkjum fyrst að kvæðum Eggerts. Kvæði Eggerts Kvæði Eggerts Ólafssonar með áðurnefndum formála skáldsins komu út Þau voru "útgefin eptir þeim eztu handritum er feingizt gátu" eins og segir á titilsíðu. Þar var þó ekki farið eftir óskum skáldsins um heiti væðasafnsins. Í tveimur eiginhandarritum Eggerts (Bibl. Bodl = Mss. Bor. 81 og í JS 3 4to, handriti sem ar í eigu séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal) er titill kvæðasafna hans svohljóðandi: Nockur Ny Alþioðleg Islendsk kvæðe Ut af Heimspeke, Naatúruhlutum og Bæarlegum efnum; til siðbótar og róðleiks, sem landsfólkinu sýnist þarft vera. Framsett ýmist í siðalærdómum og heimsádeilum, ýmist í lvarlegu Gamne Eður og skoplegre Alvaaru (Vilhjálmur Þ. Gíslason 1926:175). þessum titli skáldsins er í fyrsta lagi að finna upplýsingar um efni kvæðanna, þ.e. kvæði út af heimspeki, áttúruhlutum og bæjarlegum efnum ("bæjarlegur" í merkingunni sveitalegur eða búskaparlegur); í öðru lagi pplýsingar um tilgang kvæðanna, þ.e. að þau séu ætluð til siðbótar og fróðleiks, og í þriðja og síðasta lagi lýsir itillinn aðferð kvæðanna, þ.e. að þau séu framsett ýmist í siðalærdómum og heimsádeilum, ýmist í alvarlegu amni eður og skoplegri alvöru. Það er þetta síðasta atriði í titlinum sem ég vil vekja athygli á, að aðferðin sem eitt er í kvæðunum lýsir sér einkum í vísvitandi blöndu af gamni og alvöru. Svipaða áherslu má lesa út úr þeim inkunnarorðum sem Eggert hefur framan við kvæðasafnið í eiginhandarritum sínum, en eftir því hefur ekki erið farið í prentuðu útgáfunni Eins og Vilhjálmur Þ. Gíslason hefur bent á koma einkunnarorð Eggerts fyrir kvæðunum úr þremur áttum: "... efur hann þrenn einkunnarorð, um hjarðmennsku, eftir Virgil, um siðgæði, eftir Hóras, og svo vísuna úr Tímarímu, að "margt er sér til gamans gert - geði þungu að kasta"" (Eggert Ólafsson 1953:xxiv; sbr. Vilhjálmur. Gíslason 1926: ). Tilvísunin í Tímarímu er eftirtektarverð. Þó að Eggert undirstriki með henni kemmtigildi kvæða sinna, að þau eigi að létta mönnum lundina, má ekki gleyma því að Tímaríma er amtímaádeila þar sem háði og jafnvel groddalegum hlátri er óspart beitt til að grafa undan spilltum aldamönnum á Íslandi. Þetta er í samræmi við skilgreiningu Eggerts sjálfs á kvæðum sínum í fyrirsögninni sem ann vildi að væri notuð en hlaut ekki náð fyrir augum útgefendanna 1832, þar sem hann talar um siðalærdóma g heimsádeilur sem ýmist séu settar fram í alvarlegu gamni eður og skoplegri alvöru. Það er þessi blanda af amni og alvöru sem einkennir mörg bestu kvæði Eggerts og er einmitt dæmigerð aðferð í bókmenntum pplýsingarinnar á Íslandi og úti í Evrópu. Eggert fylgir þessari skilgreiningu eftir í niðurskipan efnisins í kvæðasafninu og rökstyður hana í formálanum em prentaður er í upphafi útgáfunnar 1832, en hann kallast "Formáli skáldsins um þessi kvæði og þar hjá um egleik og vanda skáldskaparins". Kvæðin flokkar Eggert eftir gamansemi og alvarleika. "Alvarlig kvæði" eru öfð í einum flokki, "Kímilig kvæði" í öðrum, "Kvæði í gamni og alvöru" í þeim þriðja og "Gamankvæði" í þeim órða, og þar á eftir kemur "Viðbætir". Eggert réttlætir þessa flokkun með lærðum rökum í formálanum og emst svo að orði um skiptingu sína á kvæðunum:

5 Page 5 of 9 amt er efni kveðlínganna margskonar; og því hefi eg, að dæmum hinna nýrri skálda utanlands, sett hvört kyn í itt stæði og raðað þeim eptir háleik og virðíng efnisins á þennann hátt: yrst standa kvæði í tómri alvöru, þau eru annaðhvort almennilig, um siðbætur og heimsádeilur; eður sérlig m eina þjóð, vissa menn, verk og tilfelli; í annarri röð standa kímilig kvæði, þau eru í réttri raun tóm alvara með heimsádeilum; en alvaran er fólgin ýmist undir ýkjum eður dæmisögum. Þá koma hin þriðju kvæðin (serioocosa), hvar efnið er saman alvara og gaman, eins og í þeirri fjórðu röð eru einungis gamankvæði; þó mengast tundum þar með nokkur alvara. En fimmta röðin, í hvörri sjást margsháttar kveðlingar, mætti að sönnu ppskiptast á meðal hinna fjögra; samt þykir mér betur að láta hana opna standa, ef eg kynni að fá fleiri kvæði il viðbætirs, má þá eins síðar ef vill, setja hvört í sinn stað. Allar þessar raðir deilast í skipti, eftir þreyngð eður ýmd efnisins, og aftur sum af þeim stærri kvæðum í sínar smágreinir (Eggert Ólafsson 1832:3-4). Eggert kveðst hér hafa erlenda flokkun til hliðsjónar og það má líka marka af tilvísun hans í "serio-jocosa". Eins g komið hefur fram vísar hann á öðrum stað í formála sínum í títtnefnt rit, Poetisk skueplads eða Ljóðrænt eikhús. Það verður að teljast afar sennilegt að Eggert byggi flokkun sína á því riti. Wadskiær fjallar um ðgreiningarvanda í formála sínum að Poetisk skueplads og notar einmitt sömu latnesku orðin og Eggert. Wadskiær kemst svona að orði í formála sínum: "Herved må jeg bede læseren, at han vel vil distingvere inter erio & jocose aut ironice dicta, thi ellers ville adskilligt klinge absurd." Wadskiær lætur sem sé lesandann um ð greina sundur alvöruþrungið gaman ("serio & jocose") annars vegar og háðsk kvæði ("ironice dicta") hins egar, biður hann m.ö.o. um að lesa þau af skilningi. Eggert tekur hins vegar að sér að greina kvæðin sundur yrir lesandann út frá þessu sjónarmiði en það er allt annað en auðvelt. Svo notuð séu hugtök ormgerðarstefnunnar er +/- gaman eða +/- alvara varla "aðgreinandi þáttur" í þessu samhengi. Enda lendir Eggert í ógöngum með flokkunina: aðalflokkarnir eru "mengaðir" eins og hann segir sjálfur ("í þeirri fjórðu röð ru einungis gamankvæði; þó mengast stundum þar með nokkur alvara"), hann verður auk þess að búa til ljósa milliflokka og að síðustu "opinn flokk" með kvæðum sem tilheyra hinum flokkunum. En það væri ósanngjarnt að skoða skiptingu Eggerts einvörðungu út frá flokkunarfræði, enda var það líklega kki megintilgangur hans að greina kvæðin sundur. Á það er einnig að líta að einmitt þessi mælikvarði á kvæðin eiðir í ljós markmið þeirra og aðferð: hina upplýstu notkun á mismunandi blöndu af gamni og alvöru til að pna augu lesenda fyrir fegurð og nytsemi heimsins og öðru því sem skáldinu þótti ómaksins vert að yrkja um. Eins og kunnugt er var "Gaman og alvara" vinsæll titill á upplýsingartímanum, m.a. notaður af Magnúsi tephensen í útgáfunni Margvíslegt gaman og alvara í safni smárita og kvæða ýmislegra rithöfunda I-II 1798 og 1818). Þannig séð verður skipting Eggerts á kvæðunum öllu skiljanlegri: hún er ekki aðeins flokkun eldur og ábending um aðferð. formála sínum að Poetisk skueplads fjallar Wadskiær mikið um hlutverk háðsins í alvarlegum skáldskap. Verður honum tíðrætt um gildi satírunnar eða hins ádeilukennda háðs. Spyrji menn hvers vegna hann sé atíristi í ritum sínum, segist hann spyrja á móti hvers vegna höfundar eins og Voltaire hafi gerst satíristar. Það r því ljóst að hann tengir háðslega aðferð sína m.a. þeim skáldum sem einna fremstir voru af höfundum vrópskrar upplýsingar, vill líkjast hinum beittu pennum sem nýttu háðið á markvissan hátt í verkum sínum. Wadskiær verður þó seint talinn hreinræktaður fulltrúi upplýsingarinnar, enda er margt í skáldskap hans sem minnir fremur á bókmenntir 17. en 18. aldar eins og ráða má af áhuga hans á höllum og konungssetrum. Í itgerð sinni Barokken i dansk digtning telur Ejnar Thomsen Wadskiær til skálda síðbarokksins fremur en pplýsingarinnar og kemst svo að orði að í honum hafi barokkið eignast "sin sidste enlige kæmpe" (1971:193). Hinu verður þó ekki neitað að í blöndu sinni á gamni og alvöru í verkum eins og Poetisk skueplads líkist Wadskiær að nokkru leyti háðfuglum eins og Voltaire, og á það hefur einnig verið bent að hann hafi lært mikið f Holberg í siðferðilegri satíru sinni eða "Holbergsk påvirket moralsatire" eins og Ejnar Thomsen orðar það á ðrum stað ([1984]:221).

6 Page 6 of 9 Eins og kom fram í tilvitnuðum orðum Vilhjálms Þ. Gíslasonar má vafalítið rekja hina ádeilukenndu gamansemi kvæðum Eggerts Ólafssonar til þeirrar erlendu hefðar sem "Holberg var helstur fulltrúi fyrir í norrænum amtímabókmenntum" (sjá og grein Steinunnar Haraldsdóttur). Sjálfsagt hefur hinn frægi Holberg haft bein hrif á bókmenntasköpun Eggerts, en áhrif hans hafa ekki síður verið óbein og ratað sína leið gegnum milliliði ins og Wadskiær. Flokkar Eggerts Eins og áður er nefnt er skipting Eggerts á eigin kvæðum ekki aðeins flokkun heldur og ábending um listræna ðferð hans, sem hér hefur m.a. verið rakin til Ljóðræns leikhúss eftir Wadskiær. Lítum nú nánar á helstu flokka væðanna í ljósi þessa: A. Fyrst eru það kvæðin sem Eggert kallar alvarleg. Fremst er Ísland, sögulegt kvæði í alvarlegum dúr um Ísland g örlög þess. Þá kemur Búnaðarbálkur, en manni virðist þó að Eggert hefði eins getað flokkað hann sem blöndu f gamni og alvöru, enda er fyrsti hlutinn, Eymdaróður, hálfgerð satíra. Síðan taka við rímaðar siðferðiritgerðir, em lýsa svo mikilli alvöru skáldsins að það verður næstum því hlægilegt. Eitt ljóðið heitir t.d. Píknaspillir og er fnið skilgreint svo í undirfyrirsögn: "um það, að meiriháttar stúlkur láti og látið hafi svo opt fallerast hèr á andi; kennist helzt um það hirðuleysi foreldra og illri siðvenju í hússtjórninni, hvar einginn munr er gjörðr á óðu og illu, háu og lágu, yfirráðum og undirgefni" (1832:50). Svipaðs efnis er annað kvæði sem heitir Helblinda g fjallar af siðferðilegri en um leið dálítið hlægilegri alvöru um forherðingu landans og hórdóm ýmiss konar em aftur er rakinn til lélegs uppeldis og sinnulausra foreldra. Þá kemur enn eitt alvarlegt kvæði sem heitir eiðarsteinn góðra farmanna í hafvillum heims þessa. Ljóðmælandi Eggerts er þar sá almenni vegfarandi sem ekktur er úr kristilegri hefð, vegfarandi á lífsveginum sem hefur villst af réttri leið en finnur hana um síðir með uðs hjálp, þegar hann kemur "til sjálfs sín og alvörunnar" eins og það heitir í millifyrirsögn skáldsins 1832:58). Mörg önnur kvæði eru í þessum flokki alvarlegra kvæða. Má þar nefna hátíðleg ljóð um kóngafólk, þjóðholl væði ýmiss konar og síðast en ekki síst hin forvitnilegu kvæði sem Eggert kallar Ferðarollu. Þetta eru ausavísur sem hann kvað undir fornum háttum á ferðum sínum um Ísland og eru ekki alltaf alvarlegs eðlis. Eggert slær þar líka á létta strengi, eins og þegar hann yrkir um það er ferðafélagi hans, Bjarni Pálsson, missti att sinn í hver einn við Kröflu í Mývatnssveit. Það er auðfundið að Ferðarollan hefur t.d. haft áhrif á Jónas Hallgrímsson, enda eru þetta nýstárleg kvæði á íslensku, skáldlegar smámyndir sem brugðið er upp af ferðalagi m hrjóstrugt land. Það má benda á að Christian Wadskiær gerði mikið af þessu í ritum sínum, þ.á m. í Poetisk kueplads eða Ljóðrænu leikhúsi sínu. B. Eggerti tekst hvað best upp í öðrum flokki kvæða sem hann kallar kímileg. Þar eru kvæði eins og Tvídægra, em er eitt skemmtilegasta kvæði skáldsins og felur í sér hárbeitta hæðni sem minnir á Jonathan Swift, en í riti ínu um Eggert bendir Vilhjálmur Þ. Gíslason á að aðferð kvæðisins líkist nokkuð þeirri sem Holberg notar í erkum á borð við Nikulás Klím. Í Tvídægru berst skáldið í draumi til Sukkudokkalands, en Sukkudokkar eða iðrildaveiðimennirnir eru í raun Íslendingar í álögum. Goðin hafa reiðst illu háttarlagi þeirra og gert þá áðlausa, tekið frá þeim mannlegt eðli. Hér notar Eggert íronískan samanburð við íslenska fornöld, þegar slendingar voru ennþá mennskir. Tungumál þeirra hefur liðast sundur í erlendum straumum og núna talar jóðin "Norðrálfunnar flestu sprok" eins og Eggert kallar það (1832:135). Hann skopast að málfari Íslendinga 8. aldar enda ötull baráttumaður gegn erlendum áhrifum á íslenska tungu. þessum hluta bókarinnar, kímileg kvæði, er einnig að finna ljóðið Sótt og dauði íslenskunnar, en íslenskan er ar persónugerð sem gömul kona. Þetta eru í reynd tvö kvæði, og þar beitir Eggert grótesku háði. Þegar slenskan lætur lífið nærist alls konar illþýði á líkinu og gjörnýtir það. Eru jafnvel étin úr því augun og innyflin. Dauðdagi hennar er allt annað en virðulegur, og Eggert skemmtir sér við það að setja saman "Grafarskrift eðr eldr Yfirskrift Íslenzkunnar", þar sem lík hennar stendur upprétt, smurt og forvarið. Yfirskrift hennar hljóðar vo (1832:130):

7 Page 7 of 9 TATTU VID, ÞVÍ LEID ER LAUNG, ÚINN FERDAMADR! SLENZKAN HÈR ÖNDUD STEND, EKKI GRAFIN, HULD NÈ BREND, ALDIR MARGAR MÖNNUM KEND, MUDAR HÈT MINN STADR; [þ.e. bjó í munninum] YRIR BÚKHLAUP FALLID HEF, [þ.e. dó úr niðurgangi] A FÓTUM SEF; ARDU, MUNDU, GLADR! Gamanið er grátt í þessu kvæði og bendir Eggert á í niðurlagi þess að alvara búi að baki (1832:131): Nú er endað æfintýr fnis-stórt, en sögnin rír, lvaran hèr eflaust býr ndir gerðar nafni; ár þó virðist sannleikinn, önn og góð er meiníngin, eit eg allir vitrir menn eita dygða safni: úngu rètta telja snild, ð tala skyld, aka ei allt í gamni. íðasta kvæðið sem nefnt verður í þessum flokki kímilegra kvæða eru Flöskukveðjur Eggerts, en þar í er hið ræga erindi "Ó, mín flaskan fríða!" Undirfyrirsögn kvæðisins er þessi: "Mjúk og skemtilig satýra, sýnandi nngáng, framgáng og útgáng drykkjuskaparins" (1832:144). "Ó, mín flaskan fríða" er líklega oftast lesið og ungið á síðari tímum sem meinlaus stemmningsvísa. En henni hefur upphaflega verið ætlað að bíta fastar og era hárbeitt - og umfram allt fyndin - ádeila á ofdrykkju. Brennivínsberserkurinn sýnir flöskunni þá tryggð og ilfinningahita sem aðrir menn sýna eiginkonum sínum og ástmeyjum. En þegar flaskan er tóm orðin og ftirköst drykkjunnar farin að segja til sín snýst ástin upp í hatur og drykkjumaðurinn kallar flöskuna sviksama óru. C. Þriðji flokkurinn eru kvæði í gamni og alvöru. Þessi kvæði eru ekki eðlisólík þeim sem Eggert kallaði kímileg ér á undan; t.d. er í þessum flokki að finna Hegrakvæði, þar sem ort er um óminnishegrann fræga sem fylgir rykkju. Auk þess er hér að finna alls konar tækifæriskvæði, svo sem brúðkaupsvísur og stökur sem skáldið efur ort af ýmsu tilefni. D. Fjórði og síðasti aðalflokkur Eggerts eru svokölluð gamankvæði. Meðal þeirra er Hödduríma þar sem ort er m samspil sjávar og vinds. Hvort tveggja er persónugert í kvæðinu, aldan kölluð Hadda Ránardóttir og indurinn Kári og Hræsvelgur jötunn, sem sagður er valda vindum í Snorra-Eddu. Úr þessu verður gamansöm g nokkuð blautlega orðuð ríma, ort undir baksneiddri braghendu. Ríman er kynnt svona í undirfyrirsögn Eggerts: "um ferð Höddu Ránardóttur til Kára og undrafullt samræði hennar við Hræsvelg jötun" (1832:201). Náttúruöflin eru þarna persónugerð með gamansömum hætti. þessum flokki gamankvæða Eggerts er annað sem einnig snýst um persónugervingu sjávarins, þ.e. Ægisdrekka in nýja, en Ægisdrekka er annað nafn á eddukvæðinu Lokasennu. Undirfyrirsögnin er: "Um þá mikiligu Vatnsfjarðar veizlu 1766, hvar Ægir, Rán og þeirra 9 dætr sátu að heimboði" (1832:216). Þetta er í raun stutt íma, ort undir þeim hætti sem kallast stúfhenda. Kvæðið er hnyttið og skemmtilega ort. Eggert er sem fyrr að egsama íslenska náttúru og það sem hún hefur upp á að bjóða. Í fjörunni er að finna ýmislegt ætilegt, og Ægir ýður líka upp á drykk þó að ekki sé hann kannski bragðgóður: "Fullt er af rèttum fjöruborð, það fáheyrt er; /

8 Page 8 of 9 lfaungin sjálfir færið þèr" (1832:217). En von bráðar grefur Eggert undan þessari þakklátu ræðu hins upplýsta áttúruunnanda. Sjórinn hefur í raun ekkert að gefa sem hefur gildi fyrir manninn sjálfan: "Hjá Ægis dætrum ndi og hita einginn fær: / afgamlar hrotur eru þær. // Ægis-drekkan er eins í þessum eyði stað, / því sullið ans er sjó-blandað" (tilv. rit: s.st.). Hér kemur því önnur og íronískari rödd inn í rímuna og útkoman verður kveðið tvísæi í afstöðunni til sjávarins; hann er gjöfull en um leið sálarlaus með öllu. Lokaorð Hér hefur því verið haldið fram að ákveðin blanda gamans og alvöru sé snar þáttur í listrænni aðferð Eggerts Ólafssonar og sýni tengsl skáldskapar hans við skrif erlendra samtímahöfunda eins og Christians Wadskiær, kki síst ef litið er á það hvernig Eggert flokkar kvæði sín. Ástæða væri til að athuga fleiri þætti í ljóðagerð hans í essu samhengi. Fróðlegt væri að skoða skáldamál Eggerts í ljósi kímninnar, t.d. kenningar á borð við ása jukk em hann notar um skáldskapinn (þ.e. skáldskaparmjöðurinn sem Óðinn spjó í ker ása, sannkallað jukk). koðun á skáldamáli Eggerts verður þó að bíða betri tíma. En áður en skilist er við þetta efni er rétt að reyna að enda á helstu einkenni húmors í kvæðum hans. egja má að í kvæðum Eggerts sé aðallega um þrenns konar húmor að ræða: ) Góðlátleg kímni eða kankvís tónn. Í Búnaðarbálki, 2. erindi Náttúrulystar, yrkir Eggert um það þegar aldan ellur á ströndina. Þar má greina þennan kankvísa tón: "möglaði sjór við merskis brýn / melankólisku kvæðin ín" (1832:34). ) Satírsk hnyttni, þ.e. háð sem ætlað er að hitta eitthvað sem miður hefur farið í heiminum, sbr. ýmsar eimsádeilur Eggerts sem rætt var um hér á undan. ) Gróteskur húmor, eins og greina mátti í kvæði hans um Sótt og dauða íslenskunnar, þar sem hinir og þessir ámuðu líkið í sig. jálfsagt mætti finna fleiri einkenni húmors í kvæðum Eggerts, og þar á meðal misheppnaða fyndni samkvæmt útímasmekk, en nóg er af slíkum dæmum í ljóðum skáldsins. Stundum glottir lesandinn líka þegar skáldið efur ekki ætlast til þess, hvort heldur það stafar af því að alvara Eggerts verður óvart hlægileg eða að skáldið erir sig sekt um einhverja smekkleysu samkvæmt fagurfræðilegum viðmiðunum nútímans. Það er hins vegar merkilega oft sem Eggerti tekst að vera fyndinn, jafnvel í augum nútímamanna (a.m.k. þess nútímamanns sem ér skrifar), og um leið er þessi fyndni markviss og þrungin alvöru. Þessi blanda gamans og alvöru ber vott um hrif frá evrópskri upplýsingu, en þó kemur það fyrir í kvæðum Eggerts að bak við hina upplýstu rödd heyrist nnur sem dregur gildi hinna upplýstu viðhorfa í efa, rödd sem felur í sér ákveðið tvísæi. Bestu kvæði Eggerts yggja á þeirri margslungnu blöndu af gamni og alvöru sem einkennir góðan skáldskap öðru fremur. Heimildir Andersen, Vilhelm Illustreret dansk Litteraturhistorie. 2. b. Den danske Litteratur i det attende Aarhundrede. Kaupmannahöfn. Billeskov Jansen, F.J. og Albeck, G Dansk litteraturhistorie. 2. b. Fra Ludvig Holberg til Carsten Hauch. Kaupmannahöfn. Eggert Ólafsson Kvæði. Tómas Sæmundsson, Eggert Jónsson og Skúli Thorarensen bjuggu til prentunar. Kaupmannahöfn. Eggert Ólafsson Ljóðmæli. Vilhjálmur Þ. Gíslason bjó til prentunar og ritaði inngang. Reykjavík. Hougaard, J. o.fl Dansk litteraturhistorie. 3. b. Stænderkultur og enevælde Kaupmannahöfn. aludan, J "Wadskiær, Christian Frederik." Prentað í: Bricka, C.F. (útg.) Dansk biografisk lexikon. 8. bindi. Kaupmannahöfn:

9 Page 9 of 9 Thomsen, Ejnar. [1984] "Wadskiær, Christian Frederik". Prentað í: Bech, S.C. (ritstj.). [1984] Dansk biografisk eksikon. 3. útg. 15. bindi. Kaupmannahöfn: Thomsen, Ejnar Barokken i dansk digtning. [Ritgerðin var skrifuð árið 1935.] Kaupmannahöfn. Vilhjálmur Þ. Gíslason Eggert Ólafsson. Reykjavík. Wadskiær, Christian Friderich Poetisk skueplads åbnet på det så kongelige som kostelige Christiansborgs lotsplads... Kaupmannahöfn.

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26 Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á umfjöllun Jónasar Hallgrímssonar um ást og eftirsjá í nokkrum ljóðum hans. Leitað var fanga í bréfum hans og samtíðarmanna, ljóðin skoðuð með tilliti til þess

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 10. HEFTI RITSTJÓRAR KRISTJÁN ÁRNASON RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR REYKJAVÍK 2012 Són er helguð óðfræði og ljóðlist Útgefendur og ritstjórar Kristján Árnason Tómasarhaga

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Hagræn hugsun á átjándu öld

Hagræn hugsun á átjándu öld Hugvísindasvið Hagræn hugsun á átjándu öld Hugmyndafræði Magnúsar Ketilssonar sýslumanns Ritgerð til B.A.-prófs Jón Torfi Arason Janúar 2018 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hagræn hugsun á átjándu

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere

Goðsagnastríðið. Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson

Goðsagnastríðið. Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson Goðsagnastríðið Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson LIS441L MA-ritgerð í listfræði Háskóli Íslands Hugvísindasvið Goðsagnastríðið Ritdeila

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri 1770 1771 og síðari 1785 1787 Hrefna Róbertsdóttir Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveitt skjalasöfn hinna svokölluðu

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere