SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI"

Transkript

1 F R A M K VÆ M D A D E I LD SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Þ Ó R A R I N N M A G N Ú S S O N V E R K F R Æ Ð I N G U R

2 Efnisyfirlit Formáli bls. 2 Inngangur bls. 3 Kafli 1 - Eldvarnir bls. 5 Kafli 2 - Félags- og skipulagslegar aðgerðir til að auka öryggi íbúa bls. 15 Kafli 3 - Húsnæðismál og öryggi aldraðra bls. 21 Kafli 4 - Aðrir öryggisþættir bls. 25 Kafli 5 - Staða öryggismála hjá Félagsbústöðum hf. bls. 37 Lokaorð bls. 45 Heimasíðuskrá bls. 46 1

3 Formáli Á árinu 2013 fór undirritaður í náms- og kynnisferðir til stóru húsnæðisfélaganna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Tilgangur ferðarinnar var að afla upplýsinga um hvernig staðið er að öryggismálum í íbúðarhúsnæði í þessum löndum. Er þá átt við öryggismál í víðum skilningi sem innifelur meðal annars: Eldhættur Eldvarnir Innbrot Eftirlits- og öryggiskerfi Veggjakrot og önnur skemmdarstarfsemi Allt sem stuðlað getur að auknu öryggi íbúa Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum ferðanna og reynt að benda á atriði sem gagnast geta eigendum og rekstraraðilum íbúðarhúsnæðis og annarra fasteigna á Íslandi. Undirritaður starfaði sem forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða hf. frá stofnun félagsins árið 1997 til ársloka 2012 og sat allan þann tíma í stjórn norrænu húsnæðissamtakanna NBO ( Fyrir félag eins og Félagsbústaði er afar mikilvægt að fylgjast vel með umræðu og þróun mála sem tengjast rekstri fasteigna hjá frændum okkar á Norðurlöndum. Viðfangsefnin og vandamálin eru að langmestu leiti hin sömu í öllum þessum löndum. Félagsbústaðir hafa frá upphafi haft góð tengsl við öll stærstu húsnæðisfélögin á Norðurlöndum og það hefur auðveldað félaginu að fylgjast með þróun húsnæðismála og fasteignarekstrar í þessum löndum. Má þar sem dæmi nefna aðgengismálin. Það er markmið Félagsbústaða að vera virkur þátttakandi og í fararbroddi varðandi þróun öryggismála í íbúðarhúsnæði á Íslandi. Reykjavík, nóvember 2013 Þórarinn Magnússon, verkfræðingur Fv. forstöðumaður framkvæmdadeildar 2

4 Inngangur Í nútíma þjóðfélagi eru gerðar stöðugt vaxandi kröfur um bætt öryggi á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Það á ekki hvað síst við um öryggi í fasteignum og í nágrenni þeirra hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði eða aðrar tegundir fasteigna. Félagsbústaðir hafa frá upphafi lagt áherslu á að auka öryggi í fjölbýlishúsum í eigu félagsins. Á það einkum við um eldvarnir en einnig aðra þætti svo sem fyrirbyggjandi aðgerðir vegna vatnstjóna, bætt aðgengi og fleira. Á liðnum árum hefur verið ráðist í margs konar aðgerðir til að draga úr eldhættu í fasteignum félagsins. Má þar sem dæmi nefna brunahólfanir í sameignum og víðar, eldvarnarhurðir að íbúðum, uppsetningu eftirlitskerfa, öryggismyndavélar, takmarkað aðgengi að sorpgeymslum, merkingu flóttaleiða, bætt lýsing þeirra, úttekt sérfróðra aðila á almennum íbúðum og þjónustuíbúðum, fræðsluefni til íbúa, uppsetningu slökkvitækja, eldvarnarteppa og reykskynjara ásamt ókeypis rafhlöðu árlega. Fyrir nokkrum árum hófst árangursríkt samstarf Félagsbústaða og Vátryggingafélags Íslands um bættar eldvarnir í íbúðum í eigu Félagsbústaða. Tíðni bruna hafði verið um á ári en með markvissum aðgerðum, sem einkum byggjast á því sem gerð var grein fyrir hér að framan, hefur tekist að draga verulega úr tíðni eldsvoða og á árunum hafa aðeins verið 2-5 eldsvoðar á ári í íbúðum Félagsbústaða sem nú eru um talsins. Þetta er að sjálfsögðu mjög mikill árangur og það var afar ánægjulegt að í febrúar 2013 voru Félagsbústöðum veitt forvarnarverðlaun VÍS fyrir árið En það eru ekki aðeins eldsvoðar sem ógnað geta öryggi fólks og fasteigna í og umhverfis íbúðarhúsnæði og í þessari skýrslu er fjallað um öryggismál í víðu samhengi. Má þar eins og fram kemur í formála nefna innbrot, veggjakrot og aðra skemmdarstarfsemi, eftirlits- og öryggiskerfi og allt það sem aukið getur öryggi íbúa. 3

5 Á Norðurlöndunum virðist ástand eldvarna og umræða um slík mál ekki vera mjög frábrugðin því sem gengur og gerist hér á landi. Ísland virðist a.m.k. ekki vera neinn eftirbátur á þessu sviði. Að því er Félagsbústaði varðar er nokkuð ljóst að þar er staðan varðandi eldvarnir síst verri en gengur og gerist hjá stóru húsnæðisfélögunum á Norðurlöndum. Varðandi önnur öryggismál er mikilvægt að Íslendingar fylgist vel með því sem frændur okkar á Norðurlöndum eru að gera. Má þar sem dæmi nefna: Innbrot nágrannavarsla Áhættugreining fyrirtækja og stofnana Öryggisgöngur Veggjakrot o.þ.h. Fræðsla til íbúa og almennings Samstarf við sérhæfða aðila Það er ljóst að til þess að árangur náist varðandi bætt öryggi í íbúðarhúsnæði og öðrum fasteignum þurfa allir hagsmunaaðilar að leita leiða til að sameiginlegu markmiði verði náð: Eigendur og rekstraraðilar fasteigna Þurfa á kerfisbundinn hátt að skilgreina vandann og leita leiða til að leysa hann. Sveitarfélög Þurfa að fylgjast vel með þróun þessara mála og tryggja að þær eftirlitsskyldur sem á herðum þeirra hvíla varðandi öryggismál séu ávallt uppfylltar. Ríkið Þarf að tryggja fullnægjandi lagaramma til að starfa eftir varðandi allt það sem að öryggismálum fasteigna snýr. Til þess að svo verði er nauðsynlegt að leitað sé til fyrirtækja og annarra aðila sem sérhæfa sig á sviði öryggismála þannig að tryggt sé að viðmiðið sé ávallt það besta sem þekkist meðal nágrannaþjóða okkar og annarra þjóða sem Íslendingar vilja bera sig saman við. 4

6 Kafli 1 - Eldvarnir 1. Almennt Fá slys eru eins skelfileg og eldsvoðar. Fjöldi dauðaslysa í eldsvoðum hefur verið talsverður á undanförnum árum. Í Svíþjóð hefur fjöldi slíkra slysa verið nokkuð á annað hundrað á ári, þar af yfir 80% á heimilum. Hjá húsnæðisfélagi í Osló með um íbúðir verður dauðaslys vegna bruna að jafnaði annað hvert ár. Það má því segja að heimilin geti verið dauðagildra því það er einmitt inni á heimilunum sem hættan er mest. Ekki þarf að koma á óvart að slysin séu flest inni á heimilum því þar dvelst margt fólk stóran hluta sólarhringsins og áhættan getur verið mikil, t.d. vegna reykinga, (langalgengasta orsök eldsvoða á heimilum í Svíþjóð), lýsingar, logandi ljósa, eldavéla, lélegra sjónvarpa o.fl. Notkun áfengis og reykingar í rúmi er afar hættuleg blanda. Þegar fólk lætur lífið í eldsvoða gerist það oftast þegar það sefur og uppgötvar eldinn of seint. Einnig er oft um að ræða gamalt fólk, sjúklinga eða hreyfihamlaða sem ekki geta bjargað sér út í tæka tíð. Íkveikjur eru algengari en flestir halda. Í Svíþjóð er meir en fjórði hver bruni af völdum íkveikju sem kosta þjóðfélagið yfir milljarð sænskra króna á ári. Algengast er að kveikt sé í kjöllurum, sorpgeymslum, stigahúsum og í risi. Mikilvægt er að á þessum stöðum sé brennanlegt efni í lágmarki og aðgangur að þeim takmarkaður með læsingum eins og hægt er. Einnig er algengt að kveikt sé í gámum og er því brýnt að gæta þess að þeir standi ekki of nálægt húsum. Svíar miða við að lágmarksfjarlægð sé 6 metrar. Í kaflanum gátlistar í lok skýrslunnar eru settar fram nokkrar ábendingar til að draga úr hættu á íkveikjum. 2. Ábyrgð Almennt er eigandi fasteigna ábyrgur fyrir sjálfri byggingunni ásamt föstum búnaði en notendur (íbúar / leigjendur) eiga að sjá til að húsnæðið sé notað á ábyrgan hátt. Í Svíþjóð er eigendum fasteigna skylt samkvæmt lögum að koma fyrir eldvarnarbúnaði svo sem reykskynjurum í öllu íbúðarhúsnæði. Sveitarfélög bera svo ábyrgð á að farið sé eftir lögum og reglum um eldvarnir. Þrátt fyrir þetta voru reykskynjarar ekki virkir í ⅔ af þeim dauðaslysum sem orðið hafa vegna bruna í Svíþjóð á undanförnum árum og áætlað er að enn vanti slíkan búnað í 25-30% alls íbúðarhúsnæðis í landinu. Deilt hefur verið um hvort ábyrgð varðandi eftirlit og 5

7 viðhald reykskynjara liggi hjá eigendum fasteigna eða íbúum. Í Svíþjóð hefur nú verið opinberlega staðfest að það eru íbúarnir sem bera ábyrgðina. Eigandi fasteignar á að vera ábyrgur fyrir fræðslu til íbúa um eldvarnir og hvernig bregðast skuli við ef eldur kviknar. Í Noregi er stjórn húsfélags ábyrg fyrir því að lögbundnar eldvarnir séu í lagi. Eldvarnir eru meðal mikilvægustu verkefna sem stjórn húsfélags hefur með höndum. Enda þótt þess sé ekki krafist í lögum er mikilvægt að húsfélög geri áætlanir um rýmingu og brunaæfingar. 3. Kerfisbundnar eldvarnir Þegar rætt er um eldvarnir fasteigna er mikilvægt að þær séu skoðaðar heildstætt og bæði sé leitað leiða til að koma í veg fyrir bruna og til að draga úr afleiðingum þess ef eldur brýst út. Skoða þarf skipulagsleg og byggingatæknileg atriði, eldvarnarbúnað og atriði svo sem venjur íbúa, fræðslu til þeirra sem ábyrgir eru á ýmsum sviðum, upplýsingar til íbúa og fleira. Til að tryggja sem bestan árangur í eldvörnum fasteignar getur þurft að skrásetja ýmis atriði þar að lútandi. Kerfisbundnar eldvarnir í fjölbýlishúsum þurfa ekki að vera svo flóknar. Það mikilvægasta er að hafa á hreinu og skrásett hver eða hverjir bera ábyrgð og skapa fastar venjur þannig að allir þættir eldvarna séu tryggðir. Og það er mikilvægt að allir noti heilbrigða skynsemi við að meta þörfina fyrir eldvarnir og tryggja að allt virki. Starfsmenn húsnæðisfélaga og fasteignaeiganda þurfa að hafa nægilega þekkingu og aðgang að nauðsynlegum búnaði til að koma í veg fyrir bruna. 4. Upplýsingar til íbúa Mikilvægur þáttur í fyrirbyggjandi aðgerðum varðandi eldvarnir er að íbúar í fjölbýlishúsum fái greinargóðar upplýsingar um þær hættur sem leyna kunnast og hvernig við þeim er hægt að bregðast. Slíkum upplýsingum er hægt að koma á framfæri á ýmsan hátt t.d. með auglýsingum í stigahúsum, lyftum o.s.frv. Einnig með sérstökum dreifiblöðum til íbúa t.d. þegar flutt er inn eða við sérstök tækifæri eins og á aðventu en þá er gott að minna á mikilvægi þess að skipta um rafhlöður í reykskynjurum og benda á hættur vegna logandi ljósa. Félagsbústaðir hafa útbúið leiðbeiningarblöð um eldvarnir og dreift til leigjenda sinna ásamt handbók um eldvarnir heimilisins 6

8 Húsfundir eru einnig góður vettvangur til að koma hvers konar ábendingum og upplýsingum á framfæri við íbúa. Loks má geta þess að á Norðurlöndum er algengt að íbúum sé bent á margvíslegt fræðsluefni varðandi eldvarnir sem auðvelt er að nálgast á veraldarvefnum. Þar er t.d. að finna s.k. rafbók (Plania WEB lösning) sem norsk húsnæðisfélög hafa látið útbúa með margs konar upplýsingum um eldvarnir. Æskilegt er að í öllum fjölbýlishúsum sé að finna áberandi leiðbeiningar til íbúa um hvernig bregðast skuli við ef eldur er laus (í Noregi: Branninstruks). Þar þarf m.a. að koma fram hvar söfnunarstaður íbúa er. Í lyftuhúsum er gott að koma slíkum upplýsingum fyrir í lyftunni. Í húsum þar sem búa aldraðir eða fatlaðir getur verið nauðsynlegt að afla sérstakra upplýsinga um aðstandendur allra íbúa þannig að auðvelt sé að ná sambandi við þá ef hættuástand skapast. 5. Algengar eldvarnir og búnaður 5.1. Reykskynjari Það er almennt viðurkennt að reykskynjarar og eldvarnarkerfi eru virkustu tækin til að fyrirbyggja dauðaslys vegna bruna. Reykskynjarar eiga að vera í öllum íbúðum og þeir ættu einnig að vera á öllum hæðum í stigagangi og á geymslugöngum. Æskilegt er að skynjarar í geymslugangi og í stigahúsi séu samtengdir og jafnframt skynjarar í stigahúsi og íbúðum. Reykskynjarar eru ódýr líftrygging og þeir eru mikilvægasta einstaka eldvarnartækið. Talið er að minnst einn reykskynjara þurfi á hverja 60 m² íbúðar. Ef íbúi er með skerta sjón eða heyrn getur þurft að koma fyrir sérstökum ljósaeða titringsbúnaði. Það er að sjálfsögðu sérstaklega mikilvægt að tryggja vel eldvarnir þar sem gamalt fólk, sjúkt eða hreyfihamlað dvelur. Gasskynjarar ættu að vera þar sem gas er notað eða geymt. Síðan 2009 hefur VÍS gefið öllum leigjendum jólagjöf í formi rafhlöðu í reykskynjara en það er hluti af eldvarnarátaki. 7

9 5.2. Slökkvibúnaður Slökkvibúnaður er mikilvægur þáttur eldvarna. Handslökkvitæki af viðurkenndri gerð ætti að vera í hverri íbúð og æskilegt er að slíkur búnaður sé einnig til taks í sameignum fjölbýlishúsa. Í sameignum er einnig gott að hafa vatnsslöngu á rúllu í föstum skáp. Einnig ættu eldvarnarteppi að vera í hverri íbúð. Um val á handslökkvitækjum og öðrum búnaði er vísað á slökkvilið og öryggisfyrirtæki Brunahólfun Eldvarnarhurðir og brunahólfandi veggir eru mikilvægir þættir í hönnun og skipulagi allra bygginga. Byggingareglugerðir skilgreina reglur um fyrirkomulag þeirra Vatnsúðakerfi Notkun vatnsúðakerfa (sprinkler) í íbúðarhúsnæði hefur farið vaxandi á síðari árum. Slík kerfi eru sérlega mikilvæg þar sem aldraðir, sjúkir og hreyfihamlaðir búa. Þar sem slík kerfi eru sett í nýtt íbúðarhúsnæði er hugsanlega hægt að draga úr öðrum eldvarnarkröfum t.d. varðandi útbreiðslu elds um glugga, brunamótstöðu yfirborðsefna og fjarlægðir til rýmingarleiða. Vatnsúðakerfi er talið öruggasta tækið til að bjarga mannslífum. Nær enginn ferst í húsi með slíkt kerfi og tjón í eldsvoðum minnkar um allt að 90%. Það gefur fólki að jafnaði 5 mínútum lengri tíma til að rýma húsnæðið. Rannsóknir sýna að það er samfélagslega hagkvæmt að setja upp vatnsúðakerfi á hjúkrunar- og umönnunarstofnunum. Viðhald er ódýrt og kerfin endast allt að líftíma bygginga. Kostnaður er talinn vera undir 1% af byggingarkostnaði íbúðarhúsnæðis. Í Noregi þar sem slík kerfi eru sett upp er heimilt að draga úr notkun samtengdra eftirlitskerfa (og reykskynjara). Á stóru íbúðarhverfi sem nú er að rísa á svæðinu þar sem Fornebu-flugvöllurinn var áður eru allar íbúðir með vatnsúðakerfi. Menn hafa jafnvel gengið svo lagnt að hafa slík kerfi á svölum. Hjá Oslo kommune (Boligbygg) eru vatnsúðakerfi í öllum lyftuhúsum Rýmingarleiðir og skilti Það er á ábyrgð eigenda húsnæðis að allar rýmingarleiðir séu í samræmi við lög og reglugerðir og þær þurfa ávallt að vera hindrunarlausar. Þar kemur einnig til ábyrgð íbúa varðandi daglega umgengni. 8

10 Hurðir rýmingarleiða eiga að vera opnanlegar innan frá án lykils (t.d. með snerli á útihurð). Allir íbúar þurfa að þekkja rýmingarleiðir. Gera þarf rýmingaráætlun og æfa hana. Ákveða þarf söfnunarstað utanhúss þ.e. hvar íbúar eiga að safnast saman ef til rýmingar kemur. Rýmingarskilti (út-skilti) og neyðarlýsing eiga að vera á göngum og í stigahúsum. Byggingarreglugerðir gera grein fyrir notkun og umfangi slíks búnaðar Björgunarleiðir Rýming þarf stundum að fara fram út af svölum eða gegnum glugga. Það er því mikilvægt að aðkoma að slíkum leiðum sé vel merkt og án hindrana. Ef kviknar í þurfa allir að vita hvernig hægt er að komast út Reyklúgur Slíkur búnaður er oftast staðsettur í þaki t.d. efst í stigahúsi og opnast handvirkt eða sjálfvirkt til að sleppa út reyk. Þar sem reyklúgur eru er mikilvægt að merkja vel staðsetningu þeirra og hvernig þær virka. Byggingareglugerðir gera grein fyrir hvar skylt er að koma slíkum búnaði fyrir Önnur mikilvæg atriði Reykingar Reykingar valda flestum dauðsföllum vegna bruna, oft í tengslum við áfengis- eða lyfjanotkun. Hreyfihamlaðir eru í sérstakri hættu Hættuleg efni Sérstakar reglur gilda um meðferð slíkra efna í byggingareglugerð og hjá fleiri opinberum aðilum Rafmagn Mikilvægt er að gæta þess að perur séu af réttri stærð miðað við perustæði. Rétt er að skipta strax um öll blikkandi ljós. Æskilegt er að slökkva á ýmsum tækjum yfir nótt eða þegar íbúð er yfirgefin t.d. þvottavélar, þurrkarar o.fl. Í Noregi er rafmagn algengasta orsök bruna Lifandi ljós Það þarf að muna að slökkva ávallt lifandi ljós þegar rými er yfirgefið. Mikilvægt er að velja örugga kertastjaka og gæta þess að þeir séu ekki hafðir of nálægt eldsmat. Og ekki má gleyma að hafa góðar gætur á börnum sem oft sækjast í að við fikta við logandi ljós. 9

11 Matargerð Oft kviknar í við eldavélar og ofna. Til er búnaður (eldavélarvaktin) sem hefur sjálfvirkt eftirlit með eldavélum og rýfur straum ef eldur kviknar. Eldvarnarteppi ættu ávallt að vera við höndina sem næst eldavélum og bökunarofnum. Einnig er hægt að setja tímarofa á eldavélahellur sem rýfur strauminn eftir t.d mínútur Straumrofi Víða eru gerðar kröfur um útsláttarrofa t.d. í baðherbergjum og utanhúss Eldingar Eldingarvarar geta dregið verulega úr eldhættu af völdum eldinga Sorpílát Algengt er að kveikt sé í sorpílátum og eru pappírsgámar sérstaklega varasamir. Mikilvægt er að hindra aðgang óviðkomandi ef þess er kostur Leiktæki og fræðsluefni fyrir börn Til eru hentug leiktæki og fræðsluefni fyrir börn sem ætlað er að vekja áhuga þeirra á mikilvægi eldvarna á heimilinu. Flest grunn- og leikskólabörn kannast vel við slökkviálfana Glóð og Loga. 6. Eldvarnir á vinnustöðum Eldvarnir á vinnustöðum snúast að mestu leyti um það sama og þegar um íbúðarhúsnæði er að ræða svo sem: Íkveikjur Kerfisbundnar eldvarnir, margs konar eldvarnarbúnað og ýmsar hættur sem að fasteignum steðja. 10

12 Því til viðbótar má nefna nokkur atriði sem fremur tengjast vinnustöðum en íbúðarhúsnæði: Hitatengd störf Rafbrunar Innra eftirlit Eldfim efni og sprengiefni Rými opin almenningi 6.1. Öryggisfulltrúar Fyrir eigendur og rekstraraðila fyrirtækja og fasteigna er skynsamlegt að tilnefna sérstaka öryggisfulltrúa eða ábyrgðaraðila eldvarna, sem gæta þess að eldvarnir á vinnustaðnum fylgi ákveðnum reglum og venjum, að leiðbeiningar um eftirlit með eldvarnarbúnaði séu til staðar og þeim framfylgt og að starfsfólk fái fullnægjandi upplýsingar um eldvarnirnar. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að slíkir öryggis- eða eldvarnarfulltrúar afli sér nægilegrar fræðslu og þekkingar til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin. Í stuttu máli er hlutverk eldvarnarfulltrúa m.a. eftirfarandi: Er öryggisþáttur fyrir fyrirtæki og starfsfólk Þarf að hafa sérstaka þekkingu á eldvörnum Ber ábyrgð á fyrirbyggjandi aðgerðum og búnaði vegna eldvarna. Sér um eftirlit. Gerir nákvæma úttekt á stöðu eldvarna á vinnustaðnum. Boðleiðir þurfa að vera stuttar í fyrirtækinu varðandi allt sem að eldvörnum snýr. Góðar eldvarnir byggja bæði á tæknilegum og skipulagslegum lausnum. Allir starfsmenn fyrirtækja þurfa að vita hver þeirra ábyrgð og hlutverk er. Hægt er að fá sérstaka greiningu eldvarna í fyrirtækjum hjá sérfróðum aðilum. Einnig má benda á ágætar leiðbeiningar og fræðsluefni sem Eldvarnarbandalagið hefur gefið út um eigið eftirlit með eldvörnum fyrir stofnanir og fyrirtæki Innra eftirlit húsnæðisfélaga Getur verið einfalt og hagkvæmt. Húsnæðisfélög geta sjálf skipulagt það. Dæmi um einfalt kerfi: 1.skref: Að setja sér markmið varðandi heilsu-, umhverfis- og öryggismál (HUÖ). 2.skref: Framkvæma áhættumat varðandi HUÖ. 3.skref: Gera áætlun um aðgerðir til að draga úr áhættu. 4.skref: Setja skriflegar reglur um hvernig skuli tilkynna um það sem þarfnast úrbóta og hver sé ábyrgur fyrir aðgerðum. 5.skref: Eftirfylgni. 11

13 6.3. Byggingariðnaðurinn Rétt er að benda sérstaklega á mikilvægi eldvarna og fyrirbyggjandi aðgerða í byggingariðnaði. Hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða viðhaldsframkvæmdir þurfa framkvæmdaaðilar að nota margvísleg efni og eldsmatur getur oft verið mikill á vinnustað. Þessir aðilar þurfa því ávallt að vera á varðbergi varðandi eldvarnir, meðferð hættulegra efna o.s.frv. Skipun eldvarnarfulltrúa á vinnustað er mikilvægur þáttur í að svo megi verða. Gullna reglan er að eldvarnir þurfa að vera tryggar á byggingartíma og allan líftíma hverrar byggingar. Árið 2012 gaf Eldvarnarbandalagið út leiðbeiningar fyrir stofnanir og fyrirtæki um eigið eftirlit með eldvörnum. 7. Rannsóknir Vegna þess gífurlega tjóns sem eldsvoðar hafa valdið og valda enn á heimilum og hjá fyrirtækjum á Norðurlöndunum hefur verið vaxandi þrýstingur frá yfirvöldum í þessum löndum að bæta eldvarnir á öllum sviðum. Rannsóknir gegna mikilvægu hlutverki í þessu sambandi og þær eru stundaðar hjá ýmsum stofnunum á Norðurlöndum. Ekki verður farið nánar út í að greina frá þessum rannsóknum hér en í lok skýrslunnar er bent á heimasíður nokkurra fyrirtækja og stofnana þar sem hægt er að kynna sér hvaða rannsóknir standa yfir og niðurstöður þeirra rannsókna sem þegar hafa verið gerðar. 8. Gátlistar Hér á eftir eru nokkur dæmi um gátlista sem eigendur og rekstraraðilar fasteigna á Norðurlöndum hafa komið sér upp til að tryggja sem bestan árangur í eldvörnum. Um er að ræða ábendingar til íbúa sem og leiðbeiningar fyrir starfsfólk rekstraraðila fasteigna og eigendur fyrirtækja. Þetta eru aðeins örfá dæmi um slíka gátlista en tilgangurinn er að benda á hvað aðrir hafa gert og vekja áhuga og umræðu hjá þeim sem á einn eða annan hátt koma að eldvörnum í íbúðarhúsnæði og öðrum fasteignum. 12

14 8.1. Ábendingar til að draga úr hættu á íkveikjum. Haldið óboðnum gestum fjarri. Læsið ýmsum rýmum svo sem að kjallara, risi, geymslum o.fl. Geymið ekki eldsmat í anddyri og stigagöngum, kjöllurum eða risi. Hafið tilkynningatöflur undir gleri eða plexigleri. Gámar mega ekki vera of nærri húsum. Klippið gróður næst húsum. Góð lýsing fælir frá óboðna gesti. Talið saman, við íbúa og eigendur fasteigna. Nágrannavarsla 8.2. Hvernig dreg ég úr brunahættu á heimilinu? Reykið aldrei í rúminu. Breiðið ekki yfir raftæki. Verið heima meðan þvottavél og þurrkari eru í gangi. Skiptið strax um blikkandi ljós. Gætið þess að lampar og kastarar séu ekki of nærri brennanlegu efni eða geti dottið. Í eldingum getur þurft að taka tölvur, síma og sjónvarp úr sambandi. Gætið þess að tenglar og rafmagnssnúrur klemmist ekki eða skemmist. Takið rafmagnstækin úr sambandi þegar ekki er verið að nota þau (hárþurrkur, hleðslutæki, ferðatölvur o.þ.h.) Látið kerti ekki standa þétt saman. Forðist kerti með skreytingum. Hafið gott pláss umhverfis og yfir kertum og gætið þess að þau standi stöðug. Hafið gát á börnunum Ef brennur í íbúð Tíminn skiptir öllu máli. Yfirgefa íbúð og loka hurð. Bjarga án þess að setja sig í hættu. Vara aðra við hættunni. Kalla á hjálp hringja í neyðarlínuna 112. Slökkva eld ef það er hægt. Ef eldur er í annarri íbúð og stigahús er fullt af reyk á að halda kyrru fyrir og hringja í Dæmi um það sem hægt er að setja inn í leigusamninga Reykskynjarar: skýrð er ábyrgð hvors aðila. Hvað má geyma í sameign og í geymslu. Vinna með hita. Hvað má gera? Grill. Hvað má gera og hvar? 13

15 8.5. Tillaga um eftirlitsreglur Rýmingarleiðir. Eftirlit mánaðarlega. Rýmingarleið og aðkoma að henni er greiðfær. Hurð á rýmingarleið er auðvelt að opna. Rýmingarleiðin er merkt með skiltum. Ljósaskilti lýsir og neyðarlýsing virkar. Brennanleg efni eru ekki á rýmingarleið. Brunahólfanir (lokun). Eftirlit mánaðarlega. Brunahurð lokast með pumpu eða er læst. Pumpan virkar. Hurð er ekki fest opin. Hurðin lokast þétt og smellur í lás. Lagnaleiðir gegnum brunahólfandi veggi eru þéttar með viðurkenndu efni. Röð og regla. Eftirlit mánaðarlega. Umbúðir og drasl á viðeigandi stað. Sorptunnur og gámar staðsettir þannig að eldur breiðist ekki til nærliggjandi bygginga. Engin blikkandi ljós. Reyklosun. Árlegt eftirlit. Reyklúgur opnast. Útblástursviftur virka. Innblástursviftur virka. Stjórnkerfi virka. Reykskynjarar. Upplýsingar árlega (t.d. á aðventu). Áskorun til íbúa um að skipta um rafhlöðu. Bjóða þeim hjálp sem ekki ráða við það. Ábending um að prófa annað slagið hvort reykskynjarinn og rafhlaðan virkar Tryggið að eldvarnir fyrirtækisins virki o Hverjar eru hætturnar? o Hversu algengir eru brunar á skrifstofu? o Hver er ábyrgur fyrir að eldvarnir virki? o Hvað þýðir að vinna kerfisbundið að eldvörnum? o Hvernig á að ná markmiðum sínum? o Hvað er næsta skref? Svar: að fræða starfsfólkið. 14

16 1. Søparken í Køge Kafli 2 Félags- og skipulagslegar aðgerðir til að auka öryggi íbúa Í Danmörku hefur á undanförnum árum verið ráðist í umfangsmiklar endurbætur á afmörkuðum íbúðahverfum eða svæðum að hluta til eða í heild. Um er að ræða hverfi sem átt hafa við margvísleg félagsleg vandamál að etja og af margs konar orsökum. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eru umfangsmiklar endurbætur á öllum mannvirkjum og umhverfi þeirra en einnig er lögð áhersla á margvíslegar félagslegar aðgerðir í þágu íbúanna. Gott dæmi um þetta er hverfið Søparken í sveitarfélaginu Køge sem er í útjaðri Kaupmannahafnar. Á árunum var ráðist í gagngerar endurbætur og endurgerð 9 fjölbýlishúsa með alls 303 íbúðum. Það sem gert var er í stuttu máli eftirfarandi: Innanhúss voru baðherbergi endurnýjuð, skipt um gólfefni, gert við allt annað sem þarfnaðist endurbóta og heilmálað. Utanhúss var allt ytra byrði húsanna endurnýjað, skipt um alla glugga, þakkvistar endurgerðir og svölum lokað. Anddyri og stigagangar voru endurgerð með það að markmiði að gera alla umferð þar um opnari og sýnilegri. Allt nærumhverfi, bílastæði, lóðir og garðar var endurskipulagt og endurgert. Frístundahús var byggt fyrir íbúanna og ýmislegt fleira var gert til að bæta hið daglega líf á svæðinu. Søparken i Køge. Fyrir og eftir Meðan á framkvæmdum stóð var unglingum í hverfinu boðin vinna við margs konar störf hjá verktökum sem þar unnu hjá eiganda og rekstraraðila húsanna sem er húsnæðisfélagið Lejerbo en það er næst stærsta húsnæðisfélag í Danmörku og á nú og rekur um íbúðir. Félagið býður einnig upp á margs konar félagsstarfsemi og menningarviðburði í hverfinu. Má þar sem dæmi nefna: tónlistarviðburði, sýningar, samkomur, kynningu á mat frá ýmsum löndum en um helmingur íbúa í hverfinu eru nýbúar í Danmörku. 15

17 Árið 2009 fékk verkefnið Søparken sérstök verðlaun, svokölluð frumkvæðisverðlaun. Verðlaunin voru ekki hvað síst veitt fyrir þá heildarsýn sem einkennir verkefnið og fyrir þá jákvæðu athygli sem það hefur vakið meðal íbúa í nærliggjandi hverfum og hjá fjölmiðlum á svæðinu. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að verkefnið í Søparken hafi tekist einstaklega vel og skilað miklum árangri. Hverfið var áður þekkt fyrir margs konar vandamál tengd ofbeldi, skemmdarverkum, þjófnuðum, veggjakroti og ýmsum öðrum glæpum. Haft er á orði að ljóti andarunginn sé orðinn að fögrum svan. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að framkvæmdum lauk og íbúar fluttu aftur inn hefur framangreindum vandamálum fækkað um meira en helming og áfram er leitað margvíslegra félagslegra leiða til að bæta þann árangur. Það er því ljóst að með því að bæta ástand og gæði íbúðarhúsnæðis og nánasta umhverfis þess má ná umtalsverðum árangri í bættri umgengni og betra mannlífi. Þetta er í raun nákvæmlega sú stefna sem Félagsbústaðir hf. hafa fylgt frá því félagið hóf starfsemi árið 1997 og árangurinn hjá því félagi hefur heldur ekki látið á sér standa. Umgengni um eignir félagsins er nú allt önnur og betri en hún var í upphafi, viðhaldskostnaður hefur lækkað umtalsvert og innheimta á leigu hefur batnað verulega. Rannsóknir sýna að forsenda þess að íbúar telji hverfi áhugavert til búsetu er að almennt öryggi sé gott, að glæpatíðni sé lítil, lítið um veggjakrot og skemmdarverk og að húsaleiga sé í samræmi við gæði íbúða og nágrenni þeirra. Þessu var ekki til að dreifa í Søparken. Stór hluti íbúa fann fyrir óöryggi, mikið var um skemmdarverk og leigan var talin of há. Einnig var talið of lítið um félagsstarf í hverfinu. Þetta hefur breyst mikið eftir þær endurbætur sem gerðar hafa verið á fasteignum og umhverfi þeirra og átak í félagsstarfsemi. Sú leið sem margir hafa bent á til að bæta ástandið enn meir er að draga úr einsleitni íbúa á svæðinu en eins og áður segir er um helmingur þeirra af erlendum uppruna. Samkomuhús íbúa í Søparken i Køge og endurbætt fjölbýlishús með snyrtilega lóð 16

18 2. Öryggispakkinn Mikilvægt er að brugðist sé markvisst við öllu því sem valdið getur ótta eða óöryggi í íbúðahverfum. Húsnæðisfélagið Lejerbo í Danmörku hefur komið sér upp verkfærum til að fást við slík vandamál, byggt á reynslu af starfsemi félagsins vítt og breytt um Danmörku og á samstarfi og samvinnu við rannsóknaraðila og lögreglu. Lejerbo kallar þetta ÖRYGGISPAKKANN (TRYGHEDSPAKKEN) og tilgangurinn er að finna út hvað það er sem veldur óöryggi eða ótta og leita leiða til að ráða bót þar á. Hægt er að nálgast pakkann á netinu: og þar geta stjórnir húsfélaga, einstaklingar og fyrirtæki nálgast góð ráð til að fást við vandamál tengd óöryggi og ótta. Eftirfarandi verkfæri er að finna í pakkanum: 1. Tékklistarannsókn Starfsmenn húsnæðisfélags gera athugun á ástandi fasteigna og umhverfi þeirra með því að fylla út sérstakan tékklista. 2. Öryggisganga. Byggð upp á svipaðan hátt og gert er í Svíþjóð og lýst er nánar í kaflanum um öryggisgöngu. 3. Öryggisnámskeið. Haldin eru u.þ.b. tveggja tíma námskeið fyrir íbúa, stjórnir húsfélaga, starfsfólk og samstarfsaðila. Fyrirlesarar eru færustu sérfræðingar á þeim sviðum sem fjallað er um. Dæmi um viðfangsefni: Byggingar og nærumhverfi þeirra Brunar Lýsing Góðir grannar Góð ráð frá öðrum íbúum Ábendingar sérfræðinga Eftirlitsmyndavélar 4. Öryggisrannsókn Leitað er eftir ábendingum nágranna og annarra íbúa á svæðinu um hvaðeina sem þeir telja að betur megi fara. Þetta er hægt að gera með viðtölum eða með spurningalistum. Könnun á öryggismati íbúa getur oft komið af stað jákvæðum tjáskiptum milli íbúa og rekstraraðila fasteigna. Reynslan hjá Lejerbo er sú að við slíkar athuganir geti komið fram ákveðnar, einfaldar og ódýrar lausnir á þeim vandamálum sem verið er að fást við. 17

19 3. Adonisvej í Randers I Randers í Danmörku var aðferðum öryggispakkans beitt í ákveðnu hverfi en þar hafði verið mikið um innbrot og tilraunir til innbrota. Stjórn húsnæðisfélagsins í Randers lét gera þessa athugun og tilgangurinn var að leita svara við eftirfarandi: Hvernig er hægt að koma í veg fyrir innbrot eða tilraunir til innbrota í hverfinu? Hvernig er hægt að skapa meira öryggi á svæðinu? Byrjað var á gagnaöflun og kortlagningu þeirra staða þar sem innbrot höfðu verið framin. Síðan var skoðað og lagt mat á öll þau atriði sem talin voru skipta máli varðandi viðfangsefnið. Á grundvelli þessa voru svo lagðar fram tillögur um aðgerðir til lausnar vandans. Að lágmarki var lagt til: Nágrannavarsla. Þetta var það eina sem lögreglan á svæðinu lagði til. Það er einnig reynsla Lejerbo og fjölmargra annarra rekstraraðila að nágrannavarsla sé vænleg aðferð til að skapa aukið öryggi og koma í veg fyrir margskonar glæpi. Öryggisbúnaður á hurðum og gluggum. Mikilvægt er að allur læsingarbúnaður sé vandaður og í góðu lagi. Ýmsar gerðir af þjófavörn er að finna á markaðnum. Lýsing. Mikilvægi góðrar lýsingar verður ekki ofmetið eins og nánar er greint frá í kaflanum um lýsingu. Klipping limgerða og annars gróðurs. Áhersla er lögð á að limgerði og annar gróður við íbúðarhús sé ekki of hár eða umfangsmikill. Miðað er við að hæð á limgerðum fari aldrei yfir 1,5 metra. Sjálfshjálp upplýsingar til íbúa. Húsnæðisfélagið eða rekstraraðili húsnæðis getur komið margs konar upplýsingum á framfæri við íbúa svo sem leiðbeiningum um nágrannavörslu, tékklista vegna þjófavarna o.fl. Hugsanlegar aðrar aðgerðir eru: Peningaskápar (bankahólf). Þjófar stela oft litlum hlutum svo sem skartgripum, peningum, postulíni o.m.fl. Í Svíþjóð hafa húsnæðisfélög sem fást við svipaðan vanda og félagið í Randers gripið til þess ráðs að koma fyrir peningaskápum í öllum íbúðum. Þegar þjófarnir komust að þessu hættu öll innbrot (samskiptakerfið virkar ágætlega hjá þjófagengjum). Þjófavarnarkerfi. Slík kerfi hafa í sér talsverðan fælingarmátt og veita íbúum aukna öryggiskennd. Auk framangreindra ábendinga um aðgerðir fylgdu úttektinni ýmsar nánari leiðbeiningar sem gagnast geta íbúum svo sem um nágrannavörslu, merkingar hverfa sem hafa slíka vörslu, tékklistar varðandi þjófavörn á heimilum, hvernig menn láta líta svo út að búið sé í húsnæði þegar íbúar fara í frí o.s.frv. Einnig upplýsingar um þau tæki og öryggisbúnað sem á markaðnum er að finna og hvað hann kostar. 18

20 4. Álit íbúa Mjølnerparken Mjølnerparken er allstórt hverfi í útjaðri Kaupmannahafnar. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í hverfinu er af erlendu bergi brotinn og þar hafa á undanförnum árum verið mjög mikil félagsleg vandamál og glæpatíðni há. Markvisst hefur verið unnið að því að bæta ásýnd hverfisins og miklu fjármagni hefur verið veitt til að endurbæta og endurnýja fasteignir. Einnig hefur verið gripið til margs konar félagslegra aðgerða til að bæta ástandið. Í könnun sem gerð var meðal íbúa á svæðinu komu fram ýmsar ábendingar um hvað betur mætti fara Öryggi Almennt fagna íbúar öllu sem gert er til að auka öryggi í þeirra nágrenni. Tillögur til að auka öryggi: Betri lýsing Aukin starfsemi fyrir unglinga Gegnsæi og yfirsýn Klipping limgerða og trjáa Dregið úr bílaumferð Hraðahindranir við bílastæði Brottrekstur þeirra sem haga sér illa 4.2. Starfsemi fyrir börn og unglinga: Þörfin er mest eftir skóla á virkum dögum, um helgar og á frítímum. Jafnframt er mikilvægt að slík starfsemi sé einnig virk á veturna þegar myrkrið er mest. Dæmi um starfsemi: Vinna fyrir unglinga á framkvæmdatíma Körfuboltavöllur - helst yfirbyggður og lýstur Fótboltavöllur helst yfirbyggður og lýstur Líkamsrækt (fitness) fyrir unglinga Líkamsrækt aðeins fyrir stúlkur Ferðalög og heimsóknir til annarra hverfa til að skiptast á skoðunum og hugmyndum. 5. Tilraunastofa í íbúalýðræði Í Danmörku fá nú tvö húsfélög sérfræðiaðstoð með stuðningi stjórnvalda við að gera tilraunir með að þróa íbúalýðræði í verkefni sem nefnist Betra íbúalýðræði. Eitt af því sem reynt er að hafa áhrif á er þátttaka íbúa í íbúalýðræðinu. Eins og er vekur það ekki áhuga þar sem hverfin eru orðin gamaldags. Reynt er að þróa annað fundaform og nýjar leiðir til að stuðla að þátttöku. Leitast er við að draga fram hvað það er sem íbúarnir sjálfir vilja taka þátt í. Það getur til dæmis verið 19

21 fólgið í öðruvísi húsfundum sem hugsanlega væru haldnir í tengslum við einhvers konar skemmtanir, hátíðir eða fræðslustund. 6. Snjalllausnir í byggingum framtíðarinnar. Hámarksþægindi, mun lægri rekstrarkostnaður, örugg og fjölhæf kerfi og betra umhverfi eru bara nokkrir af kostunum við IBI segja talsmenn kerfisins. Það sé því skammsýni þegar ekki er gert ráð fyrir slíku kerfi í nýbyggingum og við endurgerð bygginga. Sérstaklega þegar um er að ræða skrifstofubyggingar eða stofnanir. IBI (Intelligente Bygnings Installationer) er kerfi sem byggir á því að tryggja að notkun byggist eingöngu á þörf en með því er hægt að draga verulega úr rekstrarkostnaði. Ýmsar tæknilausnir eru samtengdar í tölvukerfi og á þann hátt er hægt að stýra lýsingu, sólskermun, hita, kælingu og loftræstingu frá miðlægri stjórnstöð eða hinum einstaka notanda. 20

22 Kafli 3 Húsnæðismál og öryggi aldraðra 1. Almennt Krafan um aukið öryggi einstaklinga í nútíma samfélagi er ekki hvað síst mikilvæg þegar um er að ræða þá sem komnir eru á efri ár, hafa lokið ævistarfinu og vilja njóta ævikvöldsins í öryggi heimilisins. Húsnæðishjálp aldraðra er margþætt viðfangsefni sem krefst bæði nýrrar hugsunar og meira samstarfs í skipulagningu samfélagsins. Það hvernig húsnæði fyrir aldraða mun líta út og á að líta í framtíðinni er á margan hátt óljóst, þrátt fyrir mikla umræðu og rannsóknir á því sviði. Það sem vitað er með vissu er að eftirlaunaþegum mun fjölga mjög á næstu árum og áratugum og að þetta fólk þarf á góðu og hagnýtu húsnæði að halda. Þar skiptir fullt aðgengi og öruggt umhverfi afar miklu máli. Í dag eru aldraðir heilsuhraustari, hreyfanlegri og verða eldri en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að aldraðir vilja búa eins lengi og mögulega er á sínu heimili eða í sínu hverfi. Það er því mikilvægt að húsnæði sé byggt eða breytt þannig að fólk eigi auðvelt með að búa og eldast í því. Þar skipa aðgengismálin sérstakan sess. 2. Það þarf fleiri valkosti Umræðan um húsnæði fyrir aldraða snýst mikið um elliheimili og umönnunarstofnanir. Hér þurfa þeir sem fást við húsnæðismál og skipulag að hugsa upp á nýtt. Aldraðir eru ekki einsleitur hópur jafnaldra sem allir vilja það sama. Þvert á móti þarf að bjóða upp á fleiri valkosti og hugsa meir um þarfir aldraðra í venjulegum íbúahverfum. Búsetu aldraðra má t.d. skipta upp í 4 hópa: 1. Heimabúandi. Búa áfram í eigin húsnæði eða flytja í hentugt húsnæði í sama hverfi 2. Íbúðir aldraðra. Búa saman með fólki á svipuðum aldri, oft kallað Sambýli. 4. Sérlausnir. Þjónustuíbúðir eða hjúkrunarheimili. Skipulag húsnæðismála verður sífellt mikilvægara og til þess að hægt sé að ræða um húsnæðismál aldraðra á vitrænan þarf að vera samstaða um skilgreiningu grunnþarfa. Það eru miklir möguleikar á að auka framboð á hentugum íbúðum fyrir aldraða í núverandi íbúðarhúsnæði. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að bæta aðgengi (lyftur o.m.fl.), auka heimaþjónustu og aðra þjónustu, með félagslegum aðgerðum og aðgerðum til að auka öryggi íbúanna. 21

23 Eitt af þeim búsetuúrræðum sem nýtur vaxandi vinsælda í Svíþjóð er sambýli aldraðra (seniorboende, kollektivhus). Í sambýli aldraðra í Söder í Stokkhólmi (kollektivhus) er lögð áhersla á það sem íbúarnir geta starfað við eða gert saman. Sem dæmi um slíkt má nefna sameiginleg matargerð, þrif á sameign og fjölbreytt úrval af handavinnu og frístunda- og skemmtistarfsemi. Dæmi: Eldhús og matsala Bókasafn Tölvuhorn Smíðaverkstæði Þvottahús Vef- og saumastofa Myndaherbergi Leikfimiherbergi Setustofa á efstu hæð Grillaaðstaða Námshópar Revíur Konsertar, músík Fyrirlestrar Í húsinu er gert ráð fyrir að búi fólk sem er 40 ára eða eldra og þar er ekki gert ráð fyrir að börn eigi heima. Nú eru þar íbúar á aldrinum ára en flestir eru milli ára. Annað dæmi um sambýli aldraðra (seniorboende) er í Örebro í Svíþjóð. Starfsemin þar er á ýmsan hátt svipuð því sem lýst var hér að framan í húsinu í Söder í Stokkhólmi. Í Örebro er miðað við að íbúar séu 55 ára og eldri og sérstök áhersla er lögð á aðgerðir til að draga úr einangrun íbúa með traustu tengslaneti, fundarhöldum og samkomum. Ýmis húsnæðisfélög í Svíþjóð hanna og byggja sérstaklega húsnæði sem hentar nútímaþörfum aldraðra. 22

24 3. Hjálpartæki fyrir aldraða Læsingavörður og eldavélavaktari hjálpa öldruðum að búa áfram heima Tæknileg hjálpartæki fyrir aldraða á heimilum þeirra virka vel. Sumir hafa talið að aldraðir eigi erfitt með að tileinka sér nýja tækni. Svo er ekki því í rannsókn sem sænska hjálpartækjastofnunin og SABO stóðu fyrir kom fram að 80% af þeim tæknilegu hjálpartækjum sem aldraðir hafa prófað komu að góðu gagni. Hér m.a. um að ræða ýmsan búnað til að minna á eða fylgjast með svo sem eldavélarvakta, lyfjatökuvörð og læsingavörð. Niðurstaðan er sú að hjálpartækin virka svo framarlega sem notendum er kennt nægilega vel á þau. Fleiri dæmi um búnað sem aldraðir telja gagnlegan er mynddyrasími, stórir og skýrir takkar á ýmsum fjarstýringum, klukkur og dagatal með upplýsingum um útihita og veður og ábendingu um klæðnað, vörður sem lætur vita ef hurð eða gluggi er opinn og fleira mætti nefna. Fyrir húsnæðisfélög og aðra rekstraraðila íbúðarhúsnæðis getur verið hentugt að eyrnamerkja íbúðir sem hafa slíkan tæknibúnað og henta því öldruðum og hreyfihömluðum. Það er dýrt að setja slíkan búnað upp og taka síðan niður ef inn flytur íbúi sem ekki þarfnast hans. 4. Framtíðarsýn Sagt er að það sé erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina. Engu að síður er stöðugt verið að reyna að skyggnast fram í tímann á ýmsum sviðum og það á m.a. við um þróun húsnæðis og húsnæðismála á næstu árum og áratugum. Í því sambandi er ekki hvað síst verið að horfa á stöðu og aðstæður aldraðra en það er sá þjóðfélagshópur sem mun vaxa hraðast á komandi árum. Danir telja að á næstu 10 árum muni þeim sem verða yfir 80 ára fjölga um allt að 50%. Og í Álaborg er talið að þeim sem verða yfir 65 ára muni fjölga um 86,6% frá 2009 til Þetta hefur í för með sér mjög aukið álag á starfsfólk við umönnun og hjúkrun og menn horfa helst til þess að með aukinni tækni verið hægt að draga úr þessu álagi. Nokkur dæmi um hugsanlega tækni er hægt að nefna: Hreyfiskynjarar: Ef aldraður dettur getur skynjari í gólfi eða vegg numið það og aðstoð berst fyrr. Klósett sem skola og þurrka sjálfvirkt geta skipt aldraða miklu máli og veitt þeim aukið sjálfstæði. Fingrafarastýring við hurðaopnun. 23

25 GPS-staðsetningartæki geta forðað því að fólk týnist. Kælibox fyrir heimsendan mat í anddyri og ísskápur í eldhússkúffu. Tölvueftirlit með því sem finnst í ísskápnum. Margs konar orkusparandi aðgerðir. Ýmislegt fleira væri hægt að nefna (tölvur, ipad, skype). Menn skyldu ekki vanmeta áhuga og getu aldraðra á að tileinka sér nýja tækni. Markmiðið er að auka sjálfstæði og sjálfshjálpargetu aldraðra en það kemur þó aldrei að fullu í staðinn fyrir persónulega umönnun og nærveru. Íbúðir framtíðarinnar eru að sjálfsögðu flestar þær íbúðir sem til eru í dag. Þeir sem reyna að skyggnast til framtíðar varðandi þróun almenns húsnæðis benda á nokkur atriði: Íbúðir verða rúmgóðar og miklir möguleikar til samveru inni og úti. Viðhald og endurbætur núverandi húsnæðis er mikilvægur þáttur og það þarf að gera sér grein fyrir hvaða hópar munu búa í íbúðunum og hvernig þeir vilja búa. Gott aðgengi er lykilatriði. Ungum, öldruðum og þeim sem búa einir mun fjölga mest. Íbúar munu í framtíðinni velja aukna samveru og nánd í stað stórra eininga. Orkusparnaður mun aukast. Aukin áhersla verður lögð á umhverfismál. Fólk vill aukin loftgæði, sjálfvirka stýringu og aukna birtu í íbúðum. Góð tengsl við náttúruna og umhverfið. Gleryfirbyggingar. Og sumar hugmyndir ganga lengra en aðrar: Rífum annað hvert fjölbýlishús og sköpum rými fyrir samveru og þróun. Það þarf að vera pláss fyrir útimarkaði, verkstæði og dvalarstaði fyrir unga fólkið. Innanhús skiptir möguleiki á samveru miklu máli og það þarf að vera auðvelt að breyta skipulagi íbúða til að koma til móts við mismunandi og breytilegar þarfir íbúa á mismunandi aldursskeiðum. Það er dýrt að hafa íbúðir stórar og því mikilvægt að geta nýtt rýmin á mismunandi hátt. Íbúðin þarf að geta aðlagast þörfum íbúanna. 24

26 Kafli 4 Aðrir öryggisþættir 1. Eftirlitsmyndavélar Það hafa löngum verið skiptar skoðanir um ágæti eftirlitsmyndavéla og reynsla þjóða af notkun þeirra virðist vera talsvert mismunandi. Bretar hafa sennilega mesta reynslu af notkun þessarar tækni. Árið 2004 voru þar í notkun 4 milljónir véla sem samsvara einni á hverja 14 íbúa og notkunin hefur aukist talsvert frá þeim tíma. Rannsóknir í Bretlandi benda til að eftirlitsmyndavélar hafi lítil áhrif á brotatíðni. Myndavélin kemur ekki í veg fyrir afbrot en veldur því að afbrotamenn gæta sín betur segja menn þar. Í Svíþjóð er afstaðan nokkuð önnur. Þar telja ýmsir að eftirlitsmyndavélar geti haft talsverð áhrif séu þær rétt notaðar og við réttar aðstæður. Mikilvægt er t.d. að lýsing sé góð þar sem vélarnar eru notaðar til að tryggja nægilega myndskerpu. Talið er að notkun myndavéla dragi einkum úr skipulögðum afbrotum og skemmdarverkum og viðurkennt er að fælnimáttur þeirra er umtalsverður. Svíar voru áður fyrr nokkuð hikandi í afstöðu sinni varðandi eftirlitsmyndavélar en það hefur breyst mikið á síðari árum og nú er afstaðan víðast hvar jákvæð. Spurningin um persónuvernd hefur þokað til hliðar. Greinilegt er að yngri kynslóðir eru jákvæðari en þær eldri. Segja má að með aukinni notkun eftirlitsmyndavéla sé tæknin að yfirtaka hið félagslega eftirlitshlutverk samfélagsins og spyrja má hvort það sé að öllu leiti æskileg eða óhjákvæmileg þróun. Flestir telja þó að eftirlitsmyndavélar veiti þeim ákveðna öryggiskennd hvort sem er í íbúðarhúsnæði eða á götum og torgum. Almenna niðurstaðan er því sú að kostirnir séu fleiri en gallarnir. Í Svíþjóð þarf leyfi til að setja upp eftirlitsmyndavélar á stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hins vegar þarf ekki leyfi til að setja upp slíkan búnað innanhúss í fjöleignarhúsum. Eina krafan er sú að það sé rækilega merkt með skiltum. Bankar, pósthús og verslanir þurfa ekki að fá leyfi þar eð tilgangurinn er að koma í veg fyrir afbrot. Í Noregi þarf samþykki allra íbúa til að setja upp slíkan búnað. Hjá eigendum íbúðarhúsnæðis eru skoðanir skiptar um ágæti eftirlitsmyndavéla. Húseigendasamtök eru jákvæð en SABO og samtök leigjenda eru meira efins. Í rannsókn sem gerð var í Svíþjóð kom fram að yfirgnæfandi meirihluti einstaklinga sem spurðir voru sögðust jákvæð gagnvart eftirliti á almennum svæðum eins og götum, borgum, bílastæðum o.s.frv. 25

27 2. Þjófnaðir Nýir tímar boða nýjar vinnuaðferðir á ýmsum sviðum. Það á einnig við starfsaðferðir þjófa og ræningja. Á síðari árum hefur fjölgað mjög þjófnuðum á heimilum aldraðra. Í Danmörku hefur svokölluð brelluþjófnuðum hjá öldruðum fjölgað mjög. Dæmigert fyrir slíka þjófnaði er að ókunnugum tekst með sviksamlegum hætti undir ýmsu yfirskini að komast inn á heimili hjá öldruðum einstaklingum. Menn þykjast vera á vegum heimilisaðstoðar, viðhaldsþjónustu o.fl. og komast þannig í aðstöðu til að ræna verðmætum á heimilum fólks. Öldruðum og í raun öllum er ráðlagt að hleypa engum inn sem þeir ekki þekkja eða hafa mælt sér mót við. Ábyrgðin liggur hjá öldruðum sem þurfa að kynna sér hvaða aðilar annast þjónustu við þá. Þjónustuaðilar þurfa einnig að gæta þess að láta vita ef breyting verður á starfsmönnum eða starfsfyrirkomulagi. Það er erfitt að verjast þessum þjófum. Þeir eru útspekúleraðir, brögðóttir og mjög duglegir. Þeir velja sér auðveld fórnarlömb og ráðast til atlögu um miðjan dag þegar flestir eru í vinnunni. Oft hafa þjófarnir heppnina með sér og mjög erfitt er að koma upp um svona afbrot. Þeir aka milli hverfa þannig að lögreglan nær sjaldnast að grípa þá glóðvolga. Algengt er að 2-3 starfi saman í hóp. Það er algengt að aldraðir geri sér ekki grein fyrir að þeir hafi verið rændir fyrr en að nokkrum tíma liðnum þegar þeir þurfa að nota peninga eða skartgripi sem horfnir eru. Þá getur verið erfitt að gefa greinargóða lýsingu á hverjir komið hafa inn á heimilið. Brelluþjófar leita sérstaklega að lausafé (peningum) og skartgripum og þýfinu er komið í verð á örfáum klukkutímum. Ýmsar fastar venjur fólks koma þjófunum að góðu gagni. Aldraðar konur eru oft með skartgripaskrín við spegilinn. Handtaskan hangir oft á snaga við hliðina á jakka eða kápu þar sem auðvelt er að ná í hana. Og aldraðir eru oft með talsvert lausafé heima hjá sér þar eð þeir hafa ekki vanist notkun greiðslukorta eins og yngri kynslóðirnar. Ímyndunarafli og aðferðum brelluþjófa er engin takmörk sett. Sé skaðinn skeður getur svo verið erfitt að fá hann bættan hjá tryggingafélögum. Hjá húsnæðisfélaginu OBOS í Noregi í er gerður sérstakur samningur við öryggisfyrirtæki um eftirlit. Öll brot eru kærð til lögreglu. Slíkt getur betri mynd af glæpatíðni á viðkomandi svæði og athyglisvert er að það hefur bein áhrif á fjárveitingar til lögreglu á svæðinu. 26

28 3. Nágrannavarsla Nágrannavarsla fer vaxandi á Norðurlöndum og það er samdóma álit húsnæðisfélaga, lögreglu og íbúa að slíkt fyrirkomulag hafi mikið gildi. Ábendingar um bilaðar perur, klippingu á gróðri, grunsamlega umferð, að fylgst sé með þar sem fólk fer í frí o.m.fl. geta skipt miklu máli til að koma í veg fyrir glæpi og skemmdarverk. Hvernig er svo hægt að draga úr hættunni á innbrotum og þjófnuðum? Nokkrar ábendingar: Ákveðið fasta tíma fyrir fundi með húshjálp, iðnaðarmönnum, hjúkrunarfólki, fjölskyldu og öðrum og biðjið þessa aðila um að vera stundvísa. Opnið aðeins fyrir persónum sem þið þekkið. Spyrjið um skilríki ef þið eruð í vafa. Varist að hafa mikið lausafé eða önnur verðmæti inni á heimilinu. Það sem fémætt er þarf að setja á öruggan stað. Vekið ekki sérstaka athygli á ef þið búið ein. Fylgist með ókunnugum í nágrenninu og talið við nágranna eða þjónustuaðila. Það getur veitt öryggi í hinu daglega lífi. Greiðið reikningana á netinu eða með hjálp fjármálastofnana. Látið setja öryggiskeðju á útidyrnar. E.t.v. þarf að skipta um gamla eða setja aukakeðju. Látið yfirfara læsingarbúnað útihurðarinnar. Það kann að þurfa að setja nýjan. Sjálfvirk læsing er mikilvæg. Læsið útihurðinni ávallt vel þegar farið er að heiman. 4. Veggjakrot Það kann að þykja undarlegt að tengja veggjakrot á einhvern hátt við öryggismál. Engu að síður er það vel þekkt að mikið veggjakrot á byggingum eða öðru við götur og torg veldur öryggisleysi hjá ýmsum sem þar eiga leið um. Þetta á einnig við um veggjakrot og aðra skemmdarstarfsemi á fasteignum í íbúðarhverfum. Kannanir sýna að flestir en þó einkum eldri kynslóðirnar upplifa óöryggi á stöðum þar sem mikið er um veggjakrot og skemmdarverk. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem almennt er álitið að margs konar glæpastarfsemi sem beinist að almenningi þrífist vel í hverfum og á stöðum þar sem ástand og útlit mannvirkja er slæmt og þar er yfirleitt mikið um veggjakrot. 27

29 Helsingfors var fyrir rúmum áratug ein mest útkrotaða borg í Evrópu. Með samstilltu átaki tókst að gjörbreyta ástandinu og á dag er það talið gott. Finnar gerðu ýmsar athuganir í tengslum við þessar aðgerðir bæði fyrir og eftir að ráðist var í þær. Nokkrar niðurstöður vöktu sérstaka athygli: Örfáir einstaklingar (20-30) báru ábyrgð á 90% af öllu veggjakroti í borginni. Mikilvægt er að krot sé fjarlægt eins fljótt og hægt er. Það dregur úr áhuga krotaranna (broken window kenningin). Álit almennings á öryggi ýmissa almennra svæða og gatna breyttist mjög til hins betra eftir aðgerðir. Lögð var áhersla á að kortleggja krotarana, grípa þá og dæma í sektir og jafnvel fangelsi. Við aðgerðirnar var borginni skipt niður í svæði og nokkrir 4-5 manna vinnuhópar með bíl og vel búinn nauðsynlegum búnaði (málning, o.s.frv.) sá um þrifin á hverju svæði. Aðgerðin tók 1-2 ár og skilaði miklum og áberandi árangri sem haldist hefur síðan með tiltölulega umfangslitlum aðgerðum á hverju ári. Það má segja að aðgerðirnar í Helsingfors séu í anda broken window kenningarinnar sem mun vera ættuð frá Bandaríkjunum (New York). Kjarninn í þeirri kenningu er þessi: Ef þú sérð brotna rúðu skaltu gera strax við hana því á morgun verður búið að brjóta aðra við hliðina. Þessi kenning hefur margsannað gildi sitt á ótal stöðum. Snögg viðbrögð við hvers konar skemmdum getur skipt sköpum um framhaldið. Það sama gildir einnig um allt venjulegt viðhald fasteigna og annarra mannvirkja. Reglulegt og sérstaklega fyrirbyggjandi viðhald er ávallt hagkvæmasta og besta lausnin þegar til lengri tíma er litið. Húsnæðisfélagið OBOS í Noregi er með sérstakan samning við fyrirtæki um að fjarlægja allt veggjakrot innan 48 klst. Þetta er dýrt en nauðsynlegt segja þeir. Teknar eru myndir og allt er kært til lögreglu. Einnig er reynt að hafa hendur í hári krotara og fá þeir þungar refsingar þegar í þá næst. Í Gellerup í Danmörku hefur stórt húsfélag farið óhefðbundna leið í baráttunni við veggjakrot. Teknar voru myndir af ýmsum gerðum veggjakrots á fasteignum félagsins. Í hverju stigahúsi voru svo sett upp skilti með þessum myndum ásamt verðlista sem sýndi kostnaðinn við að hreinsa eða mála yfir viðkomandi krot. Einnig var þeim bent á hver ber allan kostnaðinn af slíkum aðgerðum en það eru íbúarnir sjálfir. 28

30 Og árangurinn lét ekki á sér standa. Á mjög stuttum tíma minnkaði veggjakrot á þessum fasteignum um meir en helming. Í framhaldinu urðu svo talsverðar umræður um þessi mál í húsfélaginu og m.a. foreldrar beðnir um að ræða við börn sín um afleiðingar veggjakrots. Allt hefur þetta skilað miklum árangri. Skemmdarverk og veggjakrot hafa áhrif á hvernig við umgöngumst nágrenni okkar. Mikið krot bendir til að enginn hirði um hvort menn fylgja almennum umgengnisreglum eða ekki og virðing fyrir eignunum minnkar verulega. Ábendingar til húsfélaga um baráttu gegn veggjakroti og skemmdarverkum: Athugið staði þar sem mikið er um veggjakrot eins og undirgöng, bílastæði, kjallaratröppur o.s.frv. Einfaldar lausnir geta verið að fjarlægja gróður, klippa tré, bæta lýsingu. Íbúar telja sig þá öruggari og krotarar eiga erfitt með að krota óséðir. Hafið gott samband við unglingana í húsinu og tryggið þeim gott félagsstarf. Flestir krotarar eru drengir ára. Grípið strax inn ef einstaklingar eða hópar eru grunaðir um veggjakrot. Fyrst með viðræðum en ef það dugar ekki er rétt að leita til lögreglu. Leitið upplýsinga og fræðslu. Ekki eru allir sammála því að veggjakrot sé eingöngu af hinu illa og nefna fyrirbærið t.d. götulist. Eflaust er það rétt og ýmis dæmi eru til um mjög svo listrænt veggjakrot sem gleður augað og fegrar umhverfið. Í Sundsvall í Svíþjóð er húsfélag sem lengi hafði verið í vandræðum með veggjakrot á gafli fjölbýlishúss þar í bæ. Loks var ákveðið að beita nýrri og óhefðbundinni aðferð í baráttunni. Listamaður í bænum sem áður hafði fengist talsvert við götulist var fenginn til að mála allan gaflinn eftir eigin höfði. Viðbrögðin hafa verið mikil og jákvæð. Almenningur er mjög hrifinn af listaverkinu og hinir hefðbundnu veggjakrotarar hafa látið hann alveg í friðið síðan. Af þessu sést að það eru engin einhlít ráð sem duga í baráttunni við veggjakrot og mikilvægt er að kanna sem flesta möguleika áður en ráðist er í aðgerðir. Veggmynd í Vesturbænum eftir Guido Van Helten. Ljósmynd eftir GVA hjá Vísir.is 29

31 5. Annað 5.1 Hávaði Það er ekki sjálfgefið að hávaði geti talist öryggismál. Þó er ljóst að hávaði frá nágrönnum í fjöleignarhúsum eða frá umhverfinu almennt getur valdið miklum óþægindum og óöryggi íbúa. Það er því rétt að hafa vandamál vegna hávaða inni í myndinni þegar rætt er um vellíðan og öryggistilfinningu íbúa almennt. Í nýrri byggingareglugerð á Íslandi eru ströng ákvæði um hljóðvistarkröfur í byggingum. Í eldri byggingum voru þessar kröfur ekki eins strangar og í þeim elstu litlar sem engar. Það er því víða pottur brotinn varðandi hljóðeinangrun og hljóðburð í núverandi byggingum og ekki hvað síst í íbúðarhúsnæði. Það er bæði erfitt og dýrt að bæta ástandið í núverandi húsnæði en ýmislegt er þó hægt að gera en segja má að allar slíkar aðgerðir krefjist sérfræðikunnáttu. Hin hliðin á þessum málum er svo að ráðast að rótum vandans með því að kom í veg fyrir of hátt hljóðstig sem veldur óþægindum í nærliggjandi íbúðum. Ein leiðin er að sjálfsögðu að ræða við og ná samkomulagi við nágranna um hljóðstig og tímasetningar, um notkun á mottum eða teppum, mjúka inniskó í stað klossa o.s.frv. En það er einnig hægt að nýta sér möguleika tækninnar. Húsnæðisfélag í Svíþjóð hefur leyst vandann vegna háværrar tónlistar með því sem þeir kalla hljóðvakt. Búnaðurinn er í raun einfaldur og hann virkar þannig að ef hávaði í íbúð fer yfir visst stig fer rafmagnið af öllu í íbúðinni nema kæliskáp og frysti. Slíkur búnaður er þó einungis settur upp þar sem aðstæður krefjast þess vegna vandamála sem upp koma. Í nýbyggingum væri að sjálfsögðu hægt að hafa slíkt sem staðalbúnað frá upphafi. Sænska húsfélagið segir að þessi búnaður hafi virkað mjög vel. Leigjendur þurfa að samþykkja uppsetningu hans en hægt er að gera það að skilyrði fyrir leigu ef um er að ræða einstaklinga sem þekktir eru fyrir að skapa hávaða. Leigjendasamtökin í Svíþjóð gera engar athugasemdir við uppsetningu á þessum búnaði. 30

32 5.2 Lýsing Mikilvægi góðrar lýsingar á heimilum, í sameignum og ekki hvað síst í nágrenni fjöleignarhúsa verður seint ofmetið. Afbrot og skemmdarverk eru í eðli sínu ljósfælin starfsemi og því hefur góð lýsing ákveðinn fælingarmátt og vinnur ásamt ýmsu öðru gegn slíkri starfsemi. Góð lýsing getur því verið ódýr og góð aðferð til að koma í veg fyrir afbrot. Þegar lýsing á ákveðnu svæði er bætt dregur úr brotastarfsemi. Þetta sýna alþjóðlegar rannsóknir. Mæld áhrif eru yfir 20% og það dregur mest úr tjóni vegna innbrota, þjófnaða og skemmdarverka, þ.e.a.s. afbrotum sem yfirleitt eru skipulögð. Áhrifin á líkamsárásir eru hins vegar minni. Líkamsárásir á almennum svæðum eru oft vegna átaka sem skyndilega blossa upp t.d. í tengslum við drykkjuskap o.þ.h. Það er vel þekkt að með góðu viðhaldi á fasteignum og nágrenni þeirra má draga úr brotastarfsemi. Það ásamt góðri lýsingu gefur til kynna að vel sé hugsað um svæðið og þess gætt. Að þar búi fólk sem sé stolt af sínu húsnæði og nágrenni þess og félagsleg umhyggja og eftirlit því meiri en gengur og gerist. Fyrir eigendur og rekstraraðila fasteigna skiptir því gott viðhald og umgengni miklu máli og í því sambandi er góð lýsing mikilvægur þáttur. En til að varanlegur árangur náist þarf að vera stöðugt á varðbergi gagnvart því sem aflaga fer og ráða á því bót þegar í stað. Þarna er broken window kenningin vissulega í fullu gildi. 6. Öryggisganga Eins og fram hefur komið í þessari skýrslu er leitað ýmissa leiða til að bæta öryggi fólks og fasteigna í nútíma samfélagi. Og enn fleira má benda á. Í Svíþjóð hefur sums staðar náðst góður árangur með því sem þeir kalla öryggisgöngu (trygghetsvandring). Þar er leitað aðferða til að leiða saman sem flesta af þeim sem á einhvern hátt bera ábyrgð á aðstæðum eða umgengni í eða við einstakar fasteignir, opin svæði, hverfi og jafnvel heila bæjarhluta og sveitarfélög. Kjarni hugmyndarinnar er sá að haldnir eru vel undirbúnir og skipulagðir fundir með helst öllum þeim sem tengjast því svæði sem tekið er til skoðunar. Leitað er leiða til að kanna viðfangsefnin sem best og skilgreina hugsanlegar hættur eða öryggisbresti sem þar kunna að finnast og benda á leiðir til að ráða þar bót á. Yfirleitt er miðað við að haldnir séu 3 fundir eða samkomur, sem nánar skilgreint eru hugsaðir þannig: 31

33 1. Fundur. Undirbúningur. Verkefnastjóri kynnir verkefnið Þarf að vera vanur að stjórna fundum og leiða samræður. Æskilegt er að hann sé kunnugur svæðinu og þekki sögu þess. Kynning þátttakenda Eins og áður segir er mikilvægt að sem allra flestir sem svæðinu tengjast taki þátt. Þar má nefna Íbúar Lögregla Fulltrúi sveitarfélags Fulltrúi skóla Rekstraraðili fasteigna Arkitekt Öryggisfræðingur Fulltrúi atvinnustarfsemi á svæðinu Fleira mætti nefna. Æskilegt er að bæði kynin og mismunandi aldurshópar þ.m.t. börn taki þátt. Útdeiling verkefna Verkefnastjóri þarf aðstoð við tiltekin verkefni svo sem: Myndataka Skráning athugasemda á göngu Ritun fundargerða Umsjón gagna o.s.frv. Hjálpargögn Þau geta verið mismunandi eftir aðstæðum en sem dæmi má nefna: Myndavélar Upplýsingar um sögu svæðisins Kort, myndir o.s.frv. Upplýsingatöflur Ritföng Dagskrá og fyrirkomulag næsta fundar ákveðið. Kaffi og spjall Í Svíþjóð kemur brátt út smáforrit (app) hannað fyrir öryggisgöngur 32

34 2. Fundur. Gangan. Sjálf gangan hefst með því að allir þátttakendur koma saman. Síðan er lagt af stað og gengin fyrirfram ákveðin leið og allar aðstæður skoðaðar og ræddar. Að göngu lokinni eru niðurstöður göngunnar ræddar og gerðar tillögur um aðgerðir. Allt er skráð og bókað. Það eru ótal atriði sem æskilegt er að skoða á svona göngu og sem dæmi má nefna: Lýsing. Er hún nægileg og á réttum stöðum? Yfirborð gatna og stíga. Tröppur og grindverk. Er auðratað um svæðið. Merkingar. Lóðir og inngangar (anddyri). Hvað er gott og hvað er slæmt? Skortur á umhirðu eða viðhaldi. Gróður. Hvernig, hvar? Skemmdarverk veggjakrot. Þrif og hreinsun. Sorphirða og flokkun. Bekkir, ruslakörfur. Skólar. Leiksvæði. Iðnaðarsvæði. Skriftstofusvæði. Sjúkrahús. Götur og torg, bílastæði. Umferðaræðar. Hraði, hávaði Göngu- og hjólastígar, undirgöng. Almenningssamgöngur., gangbrautir. Félagslíf á svæðinu, samkomustaðir. Hvernig upplifa börn umhverfið? E.t.v. þarf sérstaka göngu með börnum. Hvað geta íbúar og þeir sem starfa á svæðinu lagt af mörkum? Er gætt að þörfum fatlaðra: sjón-, heyrn- og hreyfihömlun. Vantar eitthvað? Íbúðir, verslanir, dagheimili, félagsmiðstöðvar, vinnustaði eða aðra mikilvæga starfsemi. Mikilvægt er að fundargerð sem gerð er í lok göngu sé markviss og nákvæm. Þar þurfa að koma fram allar þær athugasemdir og ábendingar sem fram komu í göngunni og í umræðum að henni lokinni. Skýrar ábendingar um aðgerðir þurfa að koma fram sem og nákvæmlega hvert þeim er beint og hver sé ábyrgur fyrir að koma þeim á framfæri. Í því sambandi þurfa að liggja fyrir allar upplýsingar um rétta tengiliði hjá ábyrgðar- og umsjónaraðilum viðkomandi svæðis eða hverfis. Eins og áður segir er hlutverk verkefnastjóra afar mikilvægt í öllum undirbúningi, skipulagningu og framkvæmd verkefnisins. 33

35 3. Fundur. Framkvæmd. Á lokafundinum gera umsjónar- og ábyrgðaraðilar svæðisins grein fyrir því hvað fyrirhugað er að gera til úrbóta varðandi þær kröfur og ábendingar sem fram koma á fundi 2. Þar gefst þátttakendum tækifæri á að ræða og fá skýringar á öllu því sem þar kemur fram, hvernig áætlað er að haga framkvæmdum, í hvaða áföngum og hvenær. Og hvað svo? Öryggisgöngu eins og lýst hefur verið hér að framan er hægt að skipuleggja við margs konar mismunandi skilyrði svo sem á ýmsum árstíðum, að degi eða nóttu og þær má endurtaka ár eftir ár, eins oft og þurfa þykir. Sem dæmi má nefna að nokkrum mánuðum eftir fund 3 getur verið gott að fara í nýja göngu til að gera úttekt á því hvernig til hefur tekist með það sem gert hefur verið og skrá það sem enn er óunnið. Það má segja að öryggisgöngur séu ákveðið form samfélagsumræðunnar, þar sem saman koma almennir borgar og ýmsir umsjónar- og ábyrgðaraðilar til að skoða, ræða og skilgreina það sem betur má fara í nærumhverfi íbúa á viðkomandi svæði. Allt slíkt er jákvætt og getur dregið úr óánægju og spennu vegna þess sem gert er eða ekki gert í hinu daglega umhverfi almennings. 7. Áhættumat Á síðari árum hefur það færst í vöxt á Norðurlöndum að fyrirtæki og ýmsir rekstraraðilar fá sérhæfða aðila til að gera áhættumat vegna þeirra verðmæta sem fyrirtækin hafa yfir að ráða eða bera ábyrgð á. Slíkt mat er hægt að vinna fyrir starfsemi fyrirtækja í heild, fyrir afmarkaða rekstrarþætti eða einstakar fasteignir svo dæmi séu nefnd. Hér verður gerð stuttlega grein fyrir því hvernig skilgreining og uppbygging þannig úttektar getur litið út (hjá húsnæðisfélagi). Tilgangurinn er einkum sá að vekja athygli á því hvað hægt er að gera og víða er verið að gera til að auka öryggi fólks, fasteigna og annarra verðmæta í nútímaþjóðfélagi. Áhættumat fyrirtækis Verkefnið Að vinna áhættumat, þ.e. skilgreina og meta þær ógnir sem steðjað geta að starfsfólki, eignum og öðrum verðmætum fyrirtækisins. Meta getu fyrirtækisins til að takast á við áföll. 34

36 Markmið og tilgangur Að koma með tillögur og gögn sem legið geta til grundvallar ákvörðunum sem stuðla að bættu öryggi til skemmri eða lengri tíma. Að minnka líkur á afbrotum og bæta öryggi starfsfólks. Umfang verkefnis Áhættumatið fjallar um hættuna á afbrotum sem beinast að starfsfólki, eignum eða öðrum verðmætum fyrirtækisins. Hún fjallar einnig um brot á eigin reglum fyrirtækisins svo og um allar aðrar hættur sem fyrirtækinu getur stafað ógn af. Afmörkun verkefnis Áhættumatið fjallar ekki um tjón eða slys sem verða á vinnustað t.d. vegna hættulegra véla, efna, hávaða o.s.frv. Matið tekur heldur ekki til rekstrartruflana vegna bilana, tæknigalla, slits o.þ.h. Framkvæmd Gögn eru fengin með eigin athugunum, með viðtölum við starfsfólk og hjá lögregluembætti fást upplýsingar um glæpasögu á viðkomandi svæði, tölfræði o.þ.h. Áhættumatið er byggt á þeim aðstæðum og forsendum sem voru þegar gagnanna var aflað. Samantekt á niðurstöðum (hjá ákveðnu húsfélagi í Svíþjóð) Ekki er talið að öryggi starfsfólks, eigna eða mikilvægra gagna sé í alvarlegri hættu. Þetta byggist m.a. á umhverfi og eðli starfsemi fyrirtækisins. Ógn Öryggisáhætta er hér skilgreind þannig: Hættan á brotum gegn starfsfólki, eignum eða verðmætum gögnum fyrirtækisins. Á einnig við um brot á reglum fyrirtækisins og um alla aðra ógn sem að fyrirtækinu getur steðjað. Hér eru skilgreindar fimm ógnir: 1) Óánægja sem beinist að persónum, fyrst og fremst starfsfólki sem á samskipti við búseturéttarhafa, leigjendur og aðra einstaklinga úti í íbúðarhverfunum. 2) Efnahagsleg brot svo sem þjófnaðir, fjárdráttur, falsanir o.þ.h. 3) Skemmdir á fasteignum. 4) Kæruleysi í meðferð mikilvægra skjala og upplýsinga. 5) Stuldur á mikilvægum skjölum og upplýsingum. 35

37 Hættan af þessum ógnum er metin lítil nema að því er varðar tap á mikilvægum upplýsingum vegna kæruleysis í meðferð þeirra en þar er hættan talin nokkur. Alvarlegasta vandamálið er að fyrirtækið vinnur ekki kerfisbundið að öryggismálum. Slík vinna myndi skila ýmsu: Skapa skilyrði til að koma í veg fyrir áhættu og vernda eignir fyrirtækisins. Stuðla að auknu öryggi á vinnustað. Koma í veg fyrir óþarfa kostnað og tjón. Byggja upp getu til að takast á við óvænt áföll. Styrkja ímynd og orðspor fyrirtækisins. Tillögur um aðgerðir Mikilvægustu aðgerðirnar til að bæta öryggi í framtíðinni eru: Kerfisbundin vinna að öryggismálum. Mótun öryggisstefnu þar sem fram kom áherslur fyrirtækisins í öryggismálum, markmið og tilgangur svo og hver eða hverjir eru gerðir ábyrgir fyrir öryggismálum hjá fyrirtækinu. Aðrir þættir í kerfisbundinni öryggisvinnu eru að koma á skráningarkerfi allra óhappa og byggja upp þekkingu og færni starfsfólks til að framfylgja öryggisstefnu fyrirtækisins. Koma á föstum reglum um flokkun skráninga og meðferð mikilvægra gagna og skjala. Bæta getuna til að takast á við hugsanleg áföll með gerð viðbragðsáætlunar og æfingu í að útfæra hana. Framangreint dæmi um áhættumat er aðeins gróf lýsing á því hvernig fyrirtæki getur staðið að úttekt á ástandi öryggismála sinna. Tölvuglæpir og gagnaþjófnaður hefur stóraukist í takt við tölvu- og tæknivæðingu nútímasamfélags. Ógnin steðjar jafnt að einstaklingum og fyrirtækjum. 36

38 Kafli 5 Staða öryggismála hjá Félagsbústöðum hf. Rétt er að gera hér stuttlega grein fyrir stöðu öryggismála í fasteignum Félagsbústaða og skoða hana í ljósi þeirra atriða sem bent hefur verið á í þessari skýrslu. Á starfstíma Félagsbústaða hefur miklum fjármunum verið varið til að auka öryggi í fasteignum félagsins en ekki verður það rakið nema að litlu leiti hér. Það sem einkum hefur verið lögð áhersla á eru eldvarnir, aðgerðir til að draga úr vatnstjónum, uppsetning eftirlitsmyndavéla, barátta gegn veggjakroti og upplýsingar og ábendingar til íbúa. Óhætt er að fullyrða að allar þessar aðgerðir hafa haft mikil og góð áhrif eins og t.d. árangurinn í eldvörnum og minnkandi viðhaldskostnaður er gott dæmi um. En alltaf má gera betur og hér verður bent á ýmislegt sem æskilegt er að gera eða halda áfram að gera til að bæta öryggi í fasteignum Félagsbústaða hf. 1. Eldvarnir Grundvallaratriði varðandi eldvarnir eins og raunar öll öryggismál er að byrja á að skilgreina vandann sem við er að fást og leita leiða til að leysa hann. Nauðsynlegt er að leitað sé sérfræðiaðstoðar varðandi mörg helstu atriði sem tengjast eldvörnum Ástandskannanir úttektir Fyrir allmörgum árum var sérfróður aðili fenginn til að gera úttekt á nauðsynlegum eldvörnum í fjölbýlishúsum sem eru að fullu í eigu Félagsbústaða. Mikið verk hefur síðan verið unnið við að bæta úr ýmsum ábendingum sem þar komu fram. Einnig hefur nýlega verið gerð sérstök úttekt á öryggismálum í þjónustuíbúðum Félagsbústaða. Slíkar úttektir eru mjög gagnlegar og æskilegt er að þær séu yfirfarnar eða endurteknar með hæfilegu millibili. Kemur þar tvennt til: kanna þarf hver staðan er, hvað hefur verið gert og hvað er ógert og svo eru öryggiskröfur í stöðugri þróun og endurskoðun og nauðsynlegt er að taka fullt tillit til þess. Fjölmargar úttektir hafa verið gerðar á eldvörnum í fjölbýli Félagsbústaða af opinberum aðilum og sérfræðingum á þessu sviði. 37

39 1.2. Skipun eldvarnarfulltrúa Það þarf að vera alveg skýrt hver ber ábyrgð á því að eldvarnir fyrirtækisins séu í lagi. Sá aðili þarf svo að afla sér nauðsynlegrar þekkingar til að geta sinnt sínu hlutverki. Boðleiðir innan fyrirtækisins varðandi eldvarnir og öll öryggismál þurfa að vera stuttar Viðhald eldvarnarbúnaðar Leita þarf allra leiða til að viðhalda þeim búnaði sem komið hefur verið upp í fasteignum Félagsbústaða svo sem reykskynjarar, eldvarnarteppi og slökkvitæki. Þetta er ekki einfalt mál þegar um er að ræða búnað inni í íbúðum fólks en miðlun upplýsinga til íbúa með fréttabréfum eða á annan hátt getur skilað talsverðum árangri. Samstarfið við Vátryggingafélag Íslands skiptir einnig miklu máli og er sjálfsagt að kanna hvort ekki er hægt að auka það og efla. Samstarfsverkefni VÍS og Félagsbústaða hófst árið 2009 og hefur reynst afar farsælt. Hápunktur þess var að félaginu voru veitt Forvarnarverðlaun VÍS árið Skipulagt eftirlit með byggingum Í fjölbýlishúsum Félagsbústaða er að finna búnað og annað sem tengist eldvörnum. Nauðsynlegt er að reglulega sé fylgst með að allt slíkt sé í góðu lagi og virki sem skyldi. Sem dæmi má nefna: Brunahólfanir Rýmingarleiðir Björgunarleiðir Söfnunarstaðir Reyklúgur Gátlistar og eftirlitsreglur geta komið að góðum notum við að skipuleggja eftirlit með slíkum öryggisþáttum Hönnun nýrra bygginga Við skipulagningu og hönnun nýrra bygginga þarf að brýna fyrir öllum hönnuðum að taka fullt tillit til ýtrustu krafna varðandi eldvarnir. Öryggi fólks og fasteigna er ávallt forgangsatriði. Ákvæði byggingareglugerðar eru lágmarkskröfur en sjálfsagt er að hafa í huga að í vissum tilfellum getur verið réttlætanlegt að ganga lengra ef reynsla og þekking bendir til að það geti skilað árangri. 38

40 Dæmi um slíkt eru vatnsúðakerfi (sprinkler). Almennt er ekki gert ráð fyrir slíkum búnaði í venjulegu íbúðarhúsnæði en víða erlendis fer notkun slíkra kerfa vaxandi. Það á þó enn sem komið er einkum við um húsnæði sem er ætlað öldruðum, sjúkum og öðrum þeim sem þarfnast sérstakrar umönnunar. Í þessu sambandi er athyglisvert að rannsóknir sýna að dauðsföll af völdum elds eru nær óþekkt í húsnæði sem búið er vatnsúðarakerfi. Kostnaður við slík kerfi er talinn vera undir 1% af byggingarkostnaði og viðhald er lítið sem ekkert allan líftíma fasteignanna. Félagsbústaðir ættu því að íhuga vel þann möguleika að hafa vatnsúðakerfi í þeim nýbyggingum sem félagið mun reisa í framtíðinni. Að minnsta kosti þegar um er að ræða þjónustuíbúðir eða sambærilegt húsnæði. Einnig getur verið skynsamlegt að hafa slík kerfi í sameignum í venjulegu íbúðarhúsnæði enda þótt það sé ekki í íbúðunum sjálfum Upplýsingar til íbúa Mikilvægi upplýsinga og fræðslu fyrir íbúa í húsnæði Félagsbústaða verður seint ofmetið. Upplýsingum um eldvarnir og önnur öryggismál er hægt að koma á framfæri eftir ýmsum leiðum svo sem með auglýsingum í sameignum, með útsendum reikningum vegna leigu, á sérstökum húsfundum svo dæmi séu nefnd. En ef til vill eru fréttabréfin besta og áhrifaríkasta aðferðin til að koma skilaboðum til íbúa. Vel má hugsa sér að upplýsingarnar og ábendingar um öryggismál verði fastur þáttur í fréttabréfinu. Þar er m.a. hægt að benda þeim sem það hentar á margvíslegt fræðsluefni um öryggismál sem hægt er að finna á netinu. Af nógu er að taka. Heimasíða Félagsbústaða er einnig kjörinn vettvangur til að koma á framfæri hvers konar upplýsingum sem tengjast öryggi og velferð íbúanna Rannsóknir nýjungar Sá einstaklingur sem tekur að sér umsjón með eldvörnum (og væntanlega öðrum öryggismálum einnig) þarf að geta fylgst vel með rannsóknum og nýjungum á sviði eldvarna og annarra öryggismála. Það er hægt að gera á ýmsan hátt svo sem með góðu samstarfi við sérfróða aðila eins og öryggisfyrirtæki, tryggingafélög og fleiri. Einnig með þátttöku í námskeiðum sem í boði eru og með öflun fræðsluefnis á netinu og víðar. 39

41 Samskipti við húsnæðisfélög á Norðurlöndum (NBO) eru einnig sjálfsögð. Þetta þarf alls ekki að vera mjög tímafrekur þáttur í starfi eldvarnarfulltrúans. Það sem skiptir meginmáli er að fylgst sé vel og reglulega með þeim rannsóknum og nýjungum sem fram koma á hverjum tíma. 2. Félagslegar og skipulagslegar aðgerðir 2.1. Ástand bygginga og lóða Dæmið um áhrif þess sem gert var í Søparken í Køge í Danmörku sýnir vel mikilvægi þess að íbúðarhúsnæði og nágrenni þess sé komið í gott ástand og því viðhaldið með fullnægjandi viðhaldi. Félagsbústaðir hafa frá upphafi fylgt þessari stefnu með mjög góðum árangri. Umgengni og innheimta hefur batnað og viðhaldskostnaður lækkað. Það er grundvallaratriði að haldið verði áfram á sömu braut og hvergi slakað á Öryggispakkinn Öryggispakkinn sem Lejerbo í Danmörku og fleiri húsnæðisfélög hafa sett saman og notað er verkfæri til að skoða öryggismál einstakra bygginga og jafnvel heilla hverfa heildstætt og í víðu samhengi. Reynsla þessara aðila af notkun pakkans er góð. Því er full ástæða til að Félagsbústaðir geri tilraun með að beita sömu eða svipuðum aðferðum og þar er lýst til að gera heildarúttekt á stöðu öryggismála í einhverju fjölbýlishúsi í eigu félagsins IBI-kerfi snjalllausnir Það má segja að þetta kerfi sé talsvert framúrstefnulegt og það byggir mikið á viðleitni til að spara orku. Það er því væntanlega ekki ofarlega á óskalista íslenskra tæknimanna og rekstraraðila. Engu að síður er rétt að fylgjast með nýjungum í tæknilausnum sem nágrannalönd okkar eru að fikra sig áfram með. 3. Húsnæðis- og öryggismál aldraðra Margt aldrað fólk býr í íbúðum Félagsbústaða. Mörg þeirra málefna sem tengjast öldruðum sérstaklega eru í umsjá og á ábyrgð sveitarfélaga. Aldraðir eru sá þjóðfélagshópur sem mun vaxa hraðast á næstu árum og áratugum og þeir munu gera vaxandi kröfur um aðbúnað og þjónustu. Félagsbústaðir þurfa því að fylgjast vel þróun málefna aldraðra og búa sig undir að koma til móts við óskir og þarfi þeirra varðandi húsnæðismál og ýmsa þjónustu. Aðgengismálin verða þar væntanlega mjög ofarlega á baugi. Kröfur um bætt aðgengi í núverandi húsnæði eiga eftir að fara mjög vaxandi á komandi árum. 40

42 Félagsbústaðir hafa markað þá stefnu að tryggja fullt aðgengi fyrir alla í nýbyggingum og ganga þar lengra en lágmarkskröfur byggingareglugerðar gera ráð fyrir. Að bæta aðgengi í eldra húsnæði er mun flóknara mál og getur verið mjög kostnaðarsamt. Lyfturnar sem settar voru upp í fjölbýlishúsunum á Meistaravöllum sýna þó að slíkt er vel framkvæmanlegt tæknilega og kostnaður þarf ekki að vera óyfirstíganlegur. Það er nauðsynlegt að kortleggja aðstæður og ástand allra íbúða Félagsbústaða m.t.t. aðgengis og á grundvelli þess að meta hvar og hvernig hægt er að bæta aðgengi innan raunhæfs kostnaðarramma. Það er ljóst að í nokkrum fjölbýlishúsum er tiltölulega einfalt að koma fyrir lyftum en sums staðar getur það verið bæði erfitt og kostnaðarsamt. Meistaravellir fóru í gagngerar endurbætur árin Í tengslum við það voru settar smályftur í tvo stigaganga. Öryggismálin eru annað atriði sem skipta miklu máli fyrir aldraða. Í þessari skýrslu hefur verið bent á ýmislegt sem hægt er að gera til að auka öryggi íbúa og það á ekki hvað síst við um þá sem aldraðir eru. Sumt af því snýr að eigendum húsnæðis svo sem eldvarnarbúnaður, brunalokanir, flóttaleiðir, læsingar og ýmislegt fleira. Félagsbústaðir þurfa að fylgjast vel með ástandi eigna sinna og tryggja að öryggismálin séu ávallt í góðu lagi eins bent var á þegar fjallað var um nauðsyn þess að skipa eldvarnar- og öryggisfulltrúa fyrirtækisins. Loks má nefna ýmis konar hjálpartæki fyrir aldraða. Sumt af því getur verið eðlilegt að fyrirtæki eins og Félagsbústaðir hafi frumkvæði að því að útvega og koma fyrir enda getur slík tækni orðið staðalbúnaður í leiguhúsnæði aldraðra áður en langt um líður. Sem dæmi um slíkt má nefna: mynddyrasími (sem orðinn er algengur í nýbyggingum), eldavélavaktari, læsingavörður, hreyfiskynjarar, sérhönnuð klósett, fingrafarastýring við hurðaopnun, kælibox fyrir heimsendan mat, ísskápar í eldhússkúffu, hentugur tölvubúnaður og fleira mætti nefna. 41

43 Sjálfsagt er að hafa atriði sem þessi í huga við hönnun allra nýbygginga og alveg sérstaklega þegar um íbúðir fyrir aldraða er að ræða. En það þarf einnig að huga að því hvað hægt er að gera til að bæta aðstæður í núverandi húsnæði Félagsbústaða. Það er nefnilega staðreynd sem stundum gleymist að langflestar íbúðir sem eru í notkun í dag eru einnig framtíðarhúsnæði næstu áratuga. 4. Eftirlitsmyndavélar Nú þegar hafa verið settar upp eftirlitsmyndavélar í flestum þeim fjölbýlishúsum sem Félagsbústaðir eiga að fullu. Rétt er að ljúka því verki sem fyrst. Reynslan sýnir að fælingarmáttur slíks búnaðar er ótvíræður. Dregið hefur verulega úr allri skemmdarstarfsemi og einnig hefur tekist að upplýsa um brot sem framin hafa verið, jafnvel alvarlega glæpi. Rétt er að hafa í huga að tæknibúnaður hvers konar eftirlitskerfa er í hraðfara þróun og nauðsynlegt er að Félagsbústaðir fylgist vel með því sem er að gerast í þeim efnum. 5. Innbrot og þjófnaðir Ekki liggja fyrir upplýsingar um tíðni innbrota og þjófnaða í leiguíbúðum Félagsbústaða. Allt bendir til að umfang slíkra brota muni fara vaxandi á komandi árum. Reynsla nágrannaríkja okkar sýnir að ásókn þjófa og þjófagengja fer stöðugt vaxandi og beinist ekki hvað síst að íbúðum aldraðra. Tækni þeirra og útsjónarsemi verður einnig sífellt meiri. Það helsta sem Félagsbústaðir geta gert til varnar er: Að setja upp og viðhalda góðum eftirlitsbúnaði (eins og búið er að gera í flestum stóru húsum félagsins). Að fylgjast reglulega með ástandi læsingarbúnaðar útihurða. Að koma upplýsingum og ábendingum á framfæri við leigjendur. Að fylgjast vel með þróun þessara mála. 6. Veggjakrot Ekki er hægt að segja að veggjakrot hafi verið verulegt vandamál í fasteignum Félagsbústaða en slíkt hefur þó valdið nokkrum óþægindum og kostnaði í gegnum árin. Sú vörn sem vænlegust er til árangurs byggir á broken window kenningunni, þ.e. að þrífa eða mála yfir allt veggjakrot eins fljótt og mögulegt er. Krotarar þreytast yfirleitt fljótt á að 42

44 viðhalda verkum sínum. Sjálfsagt er einnig að reynt sé að hafa hendur í hári krotara og koma yfir þá lögum. Hugsanlega er hægt að semja við sérhæft fyrirtæki um framkvæmdina. Fræðsla og upplýsingar til leigjenda um kostnaðinn vegna slíks athæfis og að það eru í íbúarnir sjálfir sem þurfa að greiða hann getur hugsanlega stuðlað að fækkun þess háttar brota. 7. Annað 7.1. Hávaði Flestar kvartanir vegna hávaða í íbúðum Félagsbústaða tengjast ófullnægjandi hljóðeinangrun í eldra húsnæði. Kröfur um hljóðeinangrun bygginga hafa breyst mikið á undanförnum árum og áratugum. Í nær öllum tilfellum uppfylla fasteignir Félagsbústaða þær kröfur sem í gildi voru á byggingartíma þeirra. Það eru kröfurnar sem hafa breyst en húsin ekki. Mjög erfitt og kostnaðarsamt er að ráða bót á þessum vanda. Það helsta sem Félagsbústaðir hafa gert er að við endurnýjun gólfefna eru ávallt settir nýir dúkar með undirliggjandi einangrunarefni. Með því móti batnar högghljóðeinangrun gólfefnanna mikið. Þessu þarf að halda áfram. Í nýbyggingum sem reistar verða þarf að gæta þess að hvergi sé slakað á þeim kröfum sem gerðar eru í byggingareglugerð varðandi hljóðeinangrun og hljóðvist Lýsing Góð lýsing í og við fjölbýlishúsin er tvímælalaust öryggisatriði. Afbrot og skemmdarverk eru ljósfælin starfsemi og góð lýsing hefur því talsverðan fælingarmátt. Félagsbústaðir þurfa að vinna markvisst að því að bæta lýsingu í og við fjölbýlishús sem eru að fullu í eigu félagsins. Þetta á einkum við um sameignir og lýsingu við innganga og á bílastæðum. Aukin lýsing bætir einnig myndgæði eftirlitsmyndavéla og stuðlar að öruggari vöktun þeirra Gróður Í þessari skýrslu hefur verið bent á að æskilegt er að gróður næst íbúðarhúsnæði verið ekki of hávaxinn. Í Svíþjóð er miðað við að hæðin verði ekki meiri en 1.5 metri. Ástæðan er sú að þar sem gróður er hávaxinn eiga skuggaverur auðveldara með að felast og athafna sig. Félagsbústaðir ættu að huga vel að þessu atriði en víða er talsvert mikill gróður á lóðum við fasteignir félagsins. Slíkar aðgerðir eru einfaldar og ódýrar og geta aukið öryggi íbúanna. 43

45 8. Öryggisganga Öryggisganga eins og lýst er fyrr í skýrslunni er talsvert umfangsmikil aðgerð og krefst aðkomu ýmissa aðila. Nágrannaþjóðir okkar segjast hafa náð góðum árangri með þess háttar aðferðarfræði. Það er full ástæða fyrir Félagsbústaði að gera tilraun með slíka aðgerð í samvinnu við helstu hagsmunaaðila eins og íbúa, lögreglu og Reykjavíkurborg. Um niðurstöður er ekkert gefið en sjálfsagt er að kanna hvort aðferðir sem aðrar þjóðir hafa beitt með árangri geti hentað hér á landi. Það hefur frá upphafi verið stefna Félagsbústaða að vera ekki að reyna að finna upp hjólið en læra af því sem aðrir hafa gert vel. 9. Áhættumat Ekki skal lagt mat á það hér hvort þær ógnir sem að fyrirtæki eins og Félagsbústöðum steðja er sambærilegar við það sem stóru húsnæðisfélögin á Norðurlöndum búa við. Hins vegar er það eflaust einnar messu virði að íhuga í alvöru stöðu mála og ef ástæða telst til að leita aðstoðar sérfróðra aðila til að kanna ástandið nánar. Félagsbústaðir hafa átt því láni að fagna að áföll og tjón hafa verið fátíð. En tímarnir breytast og mennirnir og tæknin með og ýmsar ógnir sem áður voru ókunnar hafa verið að og munu skjóta upp kollinum. Það er því full ástæða til að vera vel á varðbergi varðandi þessi mál eins og allt annað sem snýr að öryggi fólks og fasteigna á vegum Félagsbústaða. Árlega halda VÍS og Vinnueftirlitið metnaðarfulla ráðstefnu um forvarnar- og öryggismál fyrirtækja. Við það ágæta tilefni var Félagsbústöðum afhent forvarnarverðlaun ársins

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum þróun norrænna fjölskyldumiðstöðva

Læs mere

Almenningssalerni í Reykjavík

Almenningssalerni í Reykjavík Almenningssalerni í Reykjavík Stefna og tillögur Júlí 2016 Almenningssalerni í Reykjavík stefna og tillögur Samantekt Eftirfarandi eru tillögur starfshóps um þjónustumarkmið um almenningssalerni í Reykjavík.

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Inngangur stefna ASÍ í húsnæðismálum... 2 Breytinga er þörf!... 3 Lýsing á einstökum þáttum danska húsnæðislánakerfisins... 7 Almenn lýsing... 7

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK STOFNUN STJÓRNSÝSLUFRÆÐA OG STJÓRNMÁLA Í SAMRÁÐI VIÐ STARFSMANNASKRIFSTOFU FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS UPPHAFLEGA GEFTIÐ

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa?

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Skilorðsbundin ákærufrestun ungmenna skv. 56. gr. hgl. og samanburður við önnur úrræði íslenska og danska réttarkerfisins. -Meistararitgerð

Læs mere

Indsatser for udsatte unge

Indsatser for udsatte unge Gode eksempler fra det nordiske arbejdsmarked dansk íslenska norsk svensk suomi 2 Gode eksempler fra det nordiske arbejdsmarked Forord 5 På tværs af casene 6 Formáli 11 Það sem dæmin eiga sameiginlegt

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

FORMENNSKA NOREGS 2017

FORMENNSKA NOREGS 2017 FORMENNSKA NOREGS 2017 1 Formennska Noregs 2017 ISBN 978-92-893-4698-6 (PRINT) ISBN 978-92-893-4699-3 (PDF) http://dx.doi.org/10.6027/anp2016-764 ANP 2016:764 Norræna ráðherranefndin 2016 Umbrot: Mette

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Hvað er kennitöluflakk?

Hvað er kennitöluflakk? Hvað er kennitöluflakk? Kennitöluflakk felur í sér að viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM MARS 1991 E F N I S Y F I R L I T INNGANGUR... 1 HELSTU NIÐURSTÖÐUR... 2 HLUTVERK RÍKISSPÍTALA... 7 STJÓRNUN RÍKISSPÍTALA... 7 Stjórnskipulag... 7 Stjórnarnefnd,

Læs mere

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum?

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum? Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:28 PM Side 1 Heyrir þú í Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna....vinum þínum? www.rexton.dk Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:29 PM Side

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

heilsuvæn málning sem NAAF mælir með! Bliss LITAKORT

heilsuvæn málning sem NAAF mælir með! Bliss LITAKORT NÝ heilsuvæn málning sem NAAF mælir með! Bliss LITAKORT 301 BLANCO 0401-G42Y 305 EGGHVIT 0502-Y 309 EGGESKALL S 0505-Y 313 MOHAIR 1104-Y24R «Draga verður úr fjölda þeirra einstaklinga sem þróa með sér

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Nicotinell forðaplástur Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere