VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transkript

1 VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1

2 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir. 1. HEITI LYFS Moventig 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Moventig 25 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Moventig 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla inniheldur naloxegol oxalat sem jafngildir 12,5 mg naloxegol. Moventig 25 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla inniheldur naloxegol oxalat sem jafngildir 25 mg naloxegol. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Moventig 12,5 mg filmuhúðuð tafla (tafla) Sporöskjulaga 10,5x5,5 mm, bleik tafla. Moventig 25 mg filmuhúðuð tafla (tafla) Sporöskjulaga 13x7 mm, bleik tafla. Töflurnar eru merktar ngl á annarri hliðinni og styrkleika töflunnar á hinni. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Moventig er ætlað til meðferðar við hægðatregðu af völdum ópíóíða hjá fullorðnum sjúklingum þegar svörun við hægðalyfjum hefur verið ófullnægjandi. Skilgreining á ófullnægjandi svörun við hægðalyfjum, sjá kafla Skammtar og lyfjagjöf Skammtar Ráðlagður skammtur af Moventig er 25 mg einu sinni á sólarhring. Þegar meðferð með naloxegoli er hafin er ráðlagt að annarri hægðalosandi viðhaldsmeðferð sé hætt þar til klínísk áhrif naloxegols hafa verið ákvörðuð. Sérstakir sjúklingahópar Aldraðir Ekki er mælt með skammtaaðlögun á grundvelli aldurs (sjá kafla 5.2). 2

3 Skert nýrnastarfsemi Byrjunarskammtur hjá sjúklingum með í meðallagi skerta eða verulega skerta nýrnastarfsemi er 12,5 mg. Ef aukaverkanir sem hafa áhrif á þol koma fram á að hætta notkun naloxegols. Skammtinn má auka í 25 mg ef sjúklingurinn þolir 12,5 mg vel (sjá kafla 5.2). Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi. Skert lifrarstarfsemi Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá sjúklingum með vægt skerta eða í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2). Notkun lyfsins er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi. CYP3A4 hemlar Upphafsskammtur hjá sjúklingum sem fá CYP3A4 hemla (t.d. dilitiazem, verapamil) er 12,5 mg einu sinni á sólarhring. Skammtinn má auka í 25 mg ef sjúklingurinn þolir 12,5 mg vel (sjá kafla 4.5). Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum sem fá væga CYP3A4 hemla (t.d. alprazolam, atorvastatin) (sjá kafla 4.5). Sjúklingar með krabbameinstengda verki Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum með krabbameinstengda verki (sjá kafla 4.3 og 4.4). Börn Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun naloxegols hjá börnum yngri en 18 ára. Lyfjagjöf Til inntöku Til þæginda fyrir sjúkling er mælt með að Moventig sé tekið að morgni til þess að koma í veg fyrir þarmalosun að nóttu. Moventig á að taka fastandi a.m.k. 30 mínútum fyrir fyrstu máltíð dagsins eða 2 klst. eftir fyrstu máltíð dagsins. Fyrir sjúklinga sem geta ekki gleypt töfluna heila má mylja Moventig töfluna í duft og blanda við hálft glas af vatni (120 ml) og drekka tafarlaust. Skola skal glasið enn frekar með hálfu glasi af vatni (120 ml) og drekka innihaldið. Einnig má gefa blönduna um magaslöngu (CH8 eða stærri) í gegnum nef. Mikilvægt er að skola magaslönguna með vatni eftir að blandan hefur verið gefin. 4.3 Frábendingar Ofnæmi Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 eða einhverjum öðrum ópíóíð-blokka. Þrengingar í meltingarvegi Við þrengingar í meltingarvegi eða ef grunur er um þrengingar eða hjá sjúklingum sem eru í aukinni hættu á endurkomu þrenginga, vegna hættu á gatmyndun í meltingarvegi (sjá kafla 4.4). Sjúklingar með krabbameinsverki Sjúklingar með undirliggjandi krabbamein sem eru í aukinni hættu á gatmyndun í meltingarvegi, t.d. sjúklingar með: undirliggjandi krabbamein í meltingarvegi eða lífhimnu endurkomið eða langt gengið krabbamein í eggjastokkum meðferð með hemlum á æðaþelsvaxtarþátt (VEGF). 3

4 Öflugir CYP3A4 hemlar Samhliðanotkun öflugra CYP3A4 hemla (t.d. clarithromycins, ketoconazols, itraconazols eða telithromycins; próteasahemla eins og ritonavirs, indinavirs eða saquinavirs; greipaldinsafa í miklu magni), sjá kafla Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Sjúkdómar sem geta aukið líkur á gatmyndun í meltingarvegi Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá mjög sjaldgæfum tilvikum gatmyndunar í meltingarvegi við notkun mu-ópíóíð-viðtakablokka með verkun á úttaugakerfi hjá sjúklingum með langt genginn sjúkdóm. Gæta skal varúðar við notkun naloxegols hjá sjúklingum með sjúkdóma sem geta valdið skemmdum í meltingarvegi (t.d. alvarlegur sársjúkdómur, Crohnssjúkdómur, virk sarpbólga eða endurkoma sarpbólgu, ífarandi illkynja sjúkdómur í meltingarfærum eða meinvörp í lífhimnu). Taka skal til greina heildarhlutfall ávinnings og áhættu fyrir hvern og einn sjúkling. Sjúklingum er ráðlagt að hætta meðferð með naloxegoli og láta lækninn strax vita ef þeir finna fyrir óvenjumiklum eða viðvarandi kviðverkjum. Klínískt mikilvægt rof blóð-heila þröskuldar Naloxegol er útlægt verkandi mu-ópíóíð-viðtakablokki sem kemst takmarkað inn í miðtaugakerfið. Óskertur blóð-heila þröskuldur er mikilvægur til þess að lágmarka upptöku í miðtaugakerfið. Sjúklingar með klínískt mikilvægt rof á blóð-heila þröskuldi (t.d. illkynja sjúkdóm í heila (upprunnin í heilavef), meinvörp í miðtaugakerfi eða aðra bólgusjúkdóma, virkan MS sjúkdóm, langt genginn Alzheimer sjúkdóm o.s.frv.) voru ekki með í klínískum rannsóknum og hjá þeim getur verið hætta á að naloxegol nái inn í miðtaugakerfið. Gæta skal varúðar þegar naloxegol er ávísað þessum sjúklingum og taka þarf til greina einstaklingsbundið hlutfall ávinnings og áhættu og athuga hugsanleg áhrif á miðtaugakerfið, eins og ópíóíð fráhvarfseinkenni og/eða víxlverkun við verkjadeyfingu af völdum ópíóíða. Ef vísbendingar eru um ópíóíð-miðlaða víxlverkun við verkjadeyfingu eða ópíóíðfráhvarfseinkenni, eiga sjúklingar að hætta töku Moventig og hafa samband við lækninn. Samhliðanotkun metadons Í klínískum rannsóknum kom í ljós að hjá sjúklingum sem taka metadon sem fyrstu meðferð við verkjum er aukin tíðni aukaverkana frá meltingarfærum (t.d. kviðverkir og niðurgangur) samanborið við sjúklinga sem tóku ekki metadon. Í örfáum tilvikum bentu einkenni hjá sjúklingum sem tóku metadon við verkjum til fráhvarfseinkenna ópíóíða, þegar þeir tóku naloxegol 25 mg. Þetta kom fram hjá hlutfallslega fleiri sjúklingum sem tóku metadon en hjá þeim sem tóku ekki metadon. Sjúklingar sem tóku metadon vegna ópíóíðfíknar tóku ekki þátt í klínískum rannsóknum á þróunarstigi og gæta þarf varúðar við notkun naloxegols hjá þeim. Aukaverkanir frá meltingarfærum Greint hefur verið frá verulegum kviðverkjum og niðurgangi í klínískum rannsóknum með 25 mg skammti, einkum fljótlega eftir að meðferð hefst. Hlutfallslega fleiri hættu meðferð af þeim sem fengu 25 mg samanborið við þá sem fengu lyfleysu vegna niðurgangs (0,7% sem fengu lyfleysu á móti 3,1% sem fengu naloxegol 25 mg) og vegna kviðverkja (0,2% á móti 2,9%). Ráðleggja á sjúklingum að tilkynna lækninum tafarlaust veruleg, viðvarandi eða versnandi einkenni. Íhuga má að minnka skammtinn í 12,5 mg hjá sjúklingum sem fá verulegar aukaverkanir frá meltingarfærum, m.t.t. einstaklingsbundinnar svörunar og þoli hvers sjúklings fyrir sig. Ópíóíð fráhvarfsheilkenni Greint hefur verið frá ópíóíð fráhvarfsheilkenni í klínísku áætluninni með naloxegol (DSM-5). Ópíóíð fráhvarfsheilkenni er safn þriggja eða fleiri eftirfarandi einkenna: vanlíðan, ógleði eða uppköst, vöðvaverkir, táraflæði eða nefrennsli, stækkuð sjáöldur eða hárris eða svitamyndun, niðurgangur, geispi, hiti og svefnleysi. Ópíóíð fráhvarfsheilkenni kemur yfirleitt fram innan nokkurra mínútna til nokkurra daga eftir gjöf ópíóíðblokka. Ef grunur leikur á ópíóíð fráhvarfsheilkenni á sjúklingurinn að hætta notkun Moventig og hafa samband við lækninn. 4

5 Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma Naloxegol var ekki rannsakað í klínísku rannsóknunum hjá sjúklingum með nýlega sögu, innan 6 mánaða, um hjartadrep, blóðþurrðarhjartabilun með einkennum, greinilegan hjarta- og æðasjúkdóm eða hjá sjúklingum með QT bil 500 msek. Gæta skal varúðar við notkun Moventig hjá þessum sjúklingum. Rannsókn á QTc með naloxegol hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum gaf ekki til kynna lengingu á QT bilinu. CYP3A4 virkjar Notkun naloxegols er ekki ráðlögð hjá sjúklingum sem fá öfluga CYP3A4 virkja (t.d. carbamazepin, rifampin, jóhannesarjurt) (sjá kafla 4.5). Upplýsingar um samhliða notkun CYP3A4 hemla, sjá kafla 4.2, 4.3 og 4.5. Skert nýrnastarfsemi Byrjunarskammtur hjá sjúklingum með í meðallagi skerta eða verulega skerta nýrnastarfsemi er 12,5 mg. Ef aukaverkanir sem hafa áhrif á þol koma fram á að hætta notkun naloxegols. Skammtinn má auka í 25 mg ef sjúklingurinn þolir 12,5 mg vel (sjá kafla 5.2). Verulega skert lifrarstarfsemi Naloxegol hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi. Notkun naloxegols er ekki ráðlögð hjá þeim sjúklingum. Krabbameinstengdir verkir Takmörkuð klínísk reynsla er af notkun naloxegols við hægðatregðu af völdum ópíóíða hjá sjúklingum með krabbameinstengda verki. Því skal gæta varúðar við ávísun naloxegols hjá þeim sjúklingum (sjá kafla 4.3). 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Milliverkanir við CYP3A4 hemla og virkja Milliverkanir við öfluga CYP3A4 hemla Í opinni, óslembaðri, 3-tímabila, 3-meðferða víxlrannsókn með fastri röð voru áhrif eftir marga skammta af ketoconazoli á lyfjahvörf naloxegols, eftir stakan skammt, metin. Samhliðanotkun ketoconazols og naloxegols leiddi til 12,9-faldrar (90% CI: 11,3-14,6) aukningar á AUC fyrir naloxegol og 9,6-faldrar aukningar á C max fyrir naloxegol (90% CI: 8,1-11,3), samanborið við þegar eingöngu naloxegol var gefið. Því er notkun samhliða öflugum CYP3A4 hemlum frábending (sjá kafla 4.3). Greipaldinsafi er flokkaður sem öflugur CYP3A4 hemill þegar hans er neytt í miklu magni. Upplýsingar um samhliðanotkun naloxegols og greipaldinssafa eru ekki fyrirliggjandi. Almennt séð ætti að forðast neyslu greipaldinsafa samhliða naloxegoli og eingöngu ætti að neyta hans að höfðu samráði við lækni (sjá kafla 4.3). Milliverkanir við meðalöfluga CYP3A4 hemla Í opinni, óslembaðri, 3-tímabila, 3-meðferða víxlrannsókn með fastri röð voru áhrif eftir marga skammta af dilitiazemi á lyfjahvörf naloxegols, eftir stakan skammt, metin. Samhliðanotkun dilitiazems og naloxegols leiddi til 3,4-faldrar (90% CI: 3,2-3,7) aukningar á AUC fyrir naloxegol og 2,9-faldrar aukningar á C max fyrir naloxegol (90% CI: 2,6-3, 1) samanborið við þegar eingöngu naloxegol var gefið. Því er mælt með aðlögun skammta naloxegols við samhliðanotkun dilitiazems og annarra meðalöflugra CYP3A4 hemla (sjá kafla 4.2). Upphafsskammtur hjá sjúklingum sem nota meðalöfluga CYP3A4 hemla er 12,5 mg einu sinni á sólarhring sem má auka í 25 mg ef sjúklingurinn þolir 12,5 mg vel (sjá kafla 4.2). Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum sem nota væga CYP3A4 hemla. Milliverkanir við öfluga CYP3A4 virkja Í opinni, óslembaðri, 3-tímabila, 3-meðferða, stakskammta víxlrannsókn með fastri röð voru áhrif eftir marga skammta af rifampini á lyfjahvörf naloxegols, eftir stakan skammt, metin. Samhliðanotkun 5

6 rifampins og naloxegols leiddi til 89% (90% CI: 88%-90%) lækkunar á AUC fyrir naloxegol og 76% lækkunar á C max fyrir naloxegol (90% CI: 69%-80%), samanborið við þegar eingöngu naloxegol var gefið. Því er ekki mælt með notkun Moventig hjá sjúklingum sem nota öfluga CYP3A4 virkja (sjá kafla 4.4). Milliverkanir við P-gp hemla Í tvíblindri, slembaðri, 2-hluta, einsetra víxlrannsókn voru áhrif quinidins á lyfjahvörf naloxegols metin ásamt áhrifum samhliðanotkunar naloxegols og quinidins á morfín-örvaða ljósopsminnkun hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Samhliðanotkun P-gp hemilsins quinidins leiddi til 1,4-faldrar aukningar á AUC fyrir naloxegol (90% CI: 1,3-1,5) og 2,4-faldrar aukningar á C max (90% CI: 2,2-2,8) fyrir naloxegol. Samhliðanotkun naloxegols og quinidins verkaði ekki gegn morfín-örvaðri ljósopsminnkun, sem bendir til að P-gp hömlun hafi ekki merkjanleg áhrif á getu naloxegols til að fara yfir blóð-heila þröskuld í læknanlegum skömmtum. Þar sem áhrif P-g hemla á lyfjahvörf naloxegols eru lítil miðað við áhrif CYPA4 hemla eiga ráðleggingar um skammta Moventig við samhliðanotkun lyfja sem hamla bæði P-gp og CYP3A4 að byggjast á umfangi CYP3A4 hömlunar: öflug, í meðallagi öflug eða væg (sjá kafla 4.2, 4.3 og 4.5). Börn Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum. 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun naloxegols á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun þegar altæk útsetning var nokkrum sinnum hærri en útsetning við ráðlagða skammta (sjá kafla 5.3). Fræðilegur möguleiki er á ópíóíðfráhvarfi hjá fóstri við notkun ópíóíð-viðtakablokka hjá móður, sem fær meðferð með ópíóíðum samhliða. Því er notkun naloxegols ekki ráðlögð á meðgöngu. Brjóstagjöf Ekki er vitað hvort naloxegol skilst út í brjóstamjólk. Fyrirliggjandi eiturefnaupplýsingar hjá rottum sýna að naloxegol skilst út í mjólk (sjá kafla 5.3). Í læknanlegum skömmtum skiljast flestir ópíóíðar (t.d. morfín, meperidin, metadon) út í brjóstamjólk í mjög litlu magni. Fræðilegur möguleiki er fyrir hendi að naloxegol geti valdið ópíóíðfráhvarfi hjá brjóstmylkingum mæðra sem nota ópíóíð-viðtakaörva. Því er notkun samhliða brjóstagjöf ekki ráðlögð. Frjósemi Áhrif naloxegols á frjósemi hjá mönnum hefur ekki verið rannsökuð. Í ljós kom að naloxegol hafði engin áhrif á frjósemi hjá karl- og kvenrottum í skömmtum sem voru allt að mg/kg á sólarhring (meira en föld útsetning (AUC) hjá mönnum við ráðlagða skammta, þ.e. 25 mg/dag). 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Moventig hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. 4.8 Aukaverkanir Samantekt á öryggi Í sameinuðum niðurstöðum úr klínískum rannsóknum eru algengustu aukaverkanir naloxegols ( 5%): kviðverkir, niðurgangur, ógleði, höfuðverkur og uppþemba. Flestar aukaverkanir frá meltingarfærum voru flokkaðar sem vægar eða í meðallagi alvarlegar, komu fram fljótlega eftir að meðferð hófst og 6

7 gengu til baka við áframhaldandi meðferð. Algengt var að greint væri frá þeim sem krampakenndum óþægindum. Tafla með aukaverkunum Aukaverkanir eru flokkaðar eftir tíðni og líffærum. Tíðni er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: mjög algengar ( 1/10), algengar ( 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar ( 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar ( 1/ til 1/1.000) og koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000). Tafla 1 Aukaverkanir flokkaðar eftir líffærum og tíðni Líffæri Mjög algengar Algengar Sjaldgæfar Mjög sjaldgæfar Sýkingar af Nefkoksbólga völdum sýkla og sníkjudýra Taugakerfi Höfuðverkur Ópíóíð fráhvarfsheilkenni Meltingarfæri Kviðverkir a, niðurgangur Uppþemba, ógleði, uppköst Húð og undirhúð Ofsvitnun Athugið: Aukaverkanir og tíðni er byggt á 25 mg skammti. a Endurspegla heiti aukaverkana samkvæmt MedDRA: kviðverkir, verkir ofarlega í kvið, verkir neðarlega í kvið og verkir í meltingarfærum. Lýsing á völdum aukaverkunum Ópíóíð fráhvarfsheilkenni Í meðferðarskömmtum er upptaka naloxegols yfir blóð-heilaþröskuld í lágmarki. Þó hefur hjá nokkrum sjúklingum verið greint frá tilteknum einkennum sem líkjast fráhvarfsheilkennum miðlægra ópíóíða. Yfirleitt komu einkennin fram skömmu eftir fyrstu notkun lyfsins og voru væg eða í meðallagi mikil. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Í klínískum rannsóknum fengu heilbrigðir sjálfboðaliðar allt að mg skammta af naloxegoli. Hugsanleg áhrif á miðtaugakerfi (ljósopsþrenging af völdum ópíóíða gengur til baka, mælt með ljósopsmæli) komu fram hjá einum sjálfboðaliða í 250 mg hópnum og einum sjálfboðaliða í mg hópnum. Í klínískum rannsóknum með sjúklingum með hægðatregðu af völdum ópíóíða tengdist 50 mg dagsskammtur aukinni tíðni óbærilegra aukaverkana frá meltingarfærum (aðallega kviðverkir). Ekkert mótefni er til fyrir naloxegol og kviðskilun var ekki árangursrík brotthvarfsleið í klínískum rannsóknum hjá sjúklingum með nýrnabilun. Við ofskömmtun naloxegols hjá sjúklingi á meðferð með ópíóíðum skal fylgjast vel með sjúklingnum m.t.t. hugsanlegra ópíóíð fráhvarfseinkenna eða verkjastillandi áhrifa sem ganga til baka. Við ofskömmtun eða ef grunur er um ofskömmtun naloxegols, á að meðhöndla einkenni sem og fylgjast með lífsmörkum. Börn Notkun naloxegols hjá börnum hefur ekki verið rannsökuð. 7

8 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Lyf við hægðatregðu, ópíóíð-blokkar með útlæga verkun ATC flokkur: A06AH03 Verkunarháttur og lyfhrif Naloxegol er PEGyleruð afleiða mu-ópíóíð-viðtakablokkans naloxons. PEGylering dregur úr óvirku gegndræpi naloxegols og veldur því einnig að efnið verður hvarfefni fyrir P-glycopróteinferjuna. Vegna minnkaðs gegndræpis og aukins útflæðis naloxegols yfir blóð-heila þröskuld, vegna eiginleika P-gp hvarfefnis, er gegnferð naloxegols í miðtaugakerfið í lágmarki. In vitro rannsóknir sýna að naloxegol er algjörlega hlutlaus hemill mu-ópíóíðviðtakans. Naloxegol binst mu-ópíóíðviðtökum í meltingarvegi og beinist að undirliggjandi orsök hægðatregðu af völdum ópíóíða (þ.e. minnkaðrar þarmahreyfingar, ofþrýstni og aukins vökvafrásogs vegna langtímameðferðar með ópíóíðum). Naloxegol verkar sem útlægur mu-ópíóíð-viðtakablokki í meltingarvegi og dregur þannig úr hægðatregðuvaldandi áhrifum ópíóíða án þess að hafa árif á verkjastillandi áhrif ópíóíða á miðataugakerfið. Verkun og öryggi Verkun og öryggi naloxegols var staðfest í tveimur nákvæmlega eins, tvíblindum samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með hægðatregðu af völdum ópíóíða og verki ótengda krabbameini (Kodiac 4 og Kodiac 5). Sjúklingar sem fengu að lágmarki 30 morfínjafngildiseiningar ópíóíða á dag í a.m.k. 4 vikur fyrir skráningu í rannsóknina og sem greindu sjálfir frá hægðatregðu af völdum ópíóíða gátu tekið þátt. Hægðatregða af völdum ópíóíða var staðfest með 2 vikna aðlögunartímabili (run in) og var skilgreind sem < 3 sjálfkrafa þarmalosanir (SBM) á viku að meðaltali með einkenni hægðatregðu í a.m.k. 25% þarmalosana. Sjúklingar fengu ekki að nota önnur hægðalyf en bisacodyl í neyðartilvikum ef þarmalosun hafði ekki orðið í 72 klst. Sjálfkrafa þarmalosun var skilgreind sem þarmalosun án hægðalyfja síðustu 24 klst. Sjúklingar með meðalgildi 7 eða meira á verkjamatskvarða (Numeric Rating Scale (NRS)) voru ekki rannsakaðir vegna hættu á skekkju í niðurstöðum verkunar vegna verkja sem svöruðu ekki meðferð. Sjúklingar með QTcF >500 msek. við skimun, með sögu um hjartadrep innan 6 mánaða fyrir slembival, með hjartabilun með einkennum eða með annan greinilegan hjarta- og æðasjúkdóm voru útilokaðir frá klínísku rannsóknunum. Í ítarlegri rannsókn á QT/QTc, samkvæmt skilgreiningu ICH E14 leiðbeininganna, sáust engar klínískt mikilvægar breytingar á HR, RR, QT, PR eða QRS bilum eða útliti T-bylgju. Að auki voru ekki borin kennsl á nein atriði varðandi öryggi eða þol í þessari rannsókn við allt að stærstu skammta (150 mg). Samkvæmt ICH E14 leiðbeiningunum er þetta afdráttarlaust neikvæð og ítarleg QT/QTc rannsókn. Sjúklingar með í meðallagi skerta eða verulega skerta lifrarstarfsemi (Child s-pugh Class B eða C) voru útilokaðir frá III. stigs rannsóknunum (Kodiac 4 og 5). Því hefur naloxegol ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með hægðatregðu af völdum ópíóíða með í meðallagi skerta eða verulega skerta lifrarstarfsemi. Útfærsla beggja rannsóknanna var á þann veg að a.m.k. 50% sjúklinganna sem var slembiraðað í hvorn meðferðarhóp náðu grundvallarviðmiðum til þess að geta flokkast sem LIR (laxative inadequate responder, svara hægðalosandi meðferð ófullnægjandi). Skilgreining á ófullnægjandi svörun hægðalosandi meðferðar Til þess að vera gjaldgengur sem LIR þurfti að greina frá a.m.k. í meðallagi miklum einkennum hægðatregðu af völdum ópíóíða samhliða töku a.m.k. eins flokks af hægðalyfjum í að minnsta kosti 4 daga í síðustu tveimur vikunum fyrir fyrstu heimsókn. Verkun á markhóp í þessari samantekt á eiginleikum lyfs Svörun í yfir 12 vikur hjá LIR hópnum 8

9 Verkun og verkunarlengd voru metin við fyrsta endapunkt sem svörun á 12 vikna meðferðartímabili við naloxegoli skilgreint sem > 3 SBM (sjálfkrafa þarmalosun) á viku og breyting miðað við upphafsgildi > 1 SBM á viku í a.m.k. 9 af 12 meðferðarvikunum og 3 af síðustu 4 vikunum. Fyrsti af 3 margföldunarvernduðum aukaendapunktum (multiplicity protected secondary endpoints) var 12 vikna svörunartíðni í LIR undirhópnum. Tölfræðilega marktækur munur var á svörunartíðni hjá þeim sem fengu 25 mg og þeim sem fengu lyfleysu í LIR undirhópnum í Kodiac 4 (p=0,002) og Kodiac 5 (p=0,014). Við aðferð þar sem fjölda prófana var beitt kom í ljós tölfræðilega marktækur munur hjá hópnum sem fékk 12,5 mg miðað við þá sem fengu lyfleysu í LIR undirhópnum í Kodiac 4 (p=0,028) en ekki í Kodiac 5 (p=0,074). Í Kodiac 4 var svörunartíðni í LIR undirhópnum 28,8% fyrir lyfleysu, 42,6% fyrir 12,5 mg og 48,7% fyrir 25 mg, en í Kodiac 5 var samsvarandi svörunartíðni 31,4%, 42,4% og 46,8%. Í sameinuðum niðurstöðum frá Kodiac 4 og Kodiac 5 var svörunartíðni í LIR undirhópnum 30,1% fyrir lyfleysu, 42,5% fyrir 12,5 mg og 47,7% fyrir 25 mg, þar sem hlutfallsleg áhætta (95% CI) meðferðaráhrifa á móti lyfleysu, var 1,410 (1,106; 1,797) fyrir 12,5 mg hópinn og 1,584 (1,253; 2,001) fyrir 25 mg hópinn. Svörun lengur en í 12 vikur hjá sjúklingum sem svara minnst tveimur flokkum hægðalyfja ófullnægjandi Svörun við naloxegoli á 12 vikna tímabili var prófuð á undirhópi sjúklinga með ófullnægjandi svörun við a.m.k. tveimur flokkum hægðalosandi lyfja, um það bil 20% slembivaldra sjúklinga. Í sameinaðri greiningu Kodiac 4 og Kodiac 5 (90 fengu lyfleysu, 88 fengu 12,5 mg og 99 sjúklingar fengu 25 mg), hjá þessu þýði var svörunartíðni hærri hjá hópnum sem fékk 25 mg samanborið við þá sem fengu lyfleysu (p=0,040). Svörunartíðni hjá þessu þýði var 30,0% fyrir lyfleysu, 44,3% fyrir 12,5 mg og 44,4% fyrir 25 mg. Tími að fyrstu sjálfkrafa þarmalosun Tími að fyrstu sjálfkrafa þarmalosun hjá LIR undirhópnum eftir fyrsta skammt var styttri fyrir 25 mg skammt samanborið við lyfleysu hjá Kodiac 4 (p<0,001) og Kodiac 5 (p=0,002). 12,5 mg skammtur hjá LIR undirhópnum sýndi einnig fram á styttri tíma fram að fyrstu sjálfkrafa þarmalosun eftir skammt samanborið við lyfleysu í Kodiac 4 (p=0,002) og Kodiac 5 (p<0,001). Miðgildistími í Kodiac 4 fram að fyrstu sjálfkrafa þarmalosun eftir skammt var 43,4 klst. fyrir lyfleysu, 20,6 klst. fyrir 12,5 mg og 5,4 klst. fyrir 25 mg. Í Kodiac 5 voru samsvarandi tímar að fyrstu þarmalosun eftir skammt 38,2 klst. fyrir lyfleysu, 12,8 klst. fyrir 12,5 mg og 18,1 klst. fyrir 25 mg. Meðaldagafjöldi í viku með minnst einni sjálfkrafa þarmalosun Aukning var á meðalfjölda daga í hverri viku með a.m.k. einni sjálfkrafa þarmalosun hjá LIR undirhópnum fyrir 25 mg í Kodiak 4 og Kodiac 5 (p<0,001 í báðum rannsóknunum) og einnig fyrir 12,5 mg skammtinn (p=0,006 í báðum rannsóknunum). Bæting á einkennum hægðatregða af völdum ópíóíða 25 mg skammtur hjá LIR undirhópnum dró úr rembingsþörf (Kodiac 4 p=0,043, Kodiac 5 p<0,001). Þéttleiki hægða hjá LIR undirhópnum samkvæmt Bristol hægðaskalanum batnaði hjá Kodiac 5 miðað við lyfleysu (p<0,001) en ekki í Kodiac 4 (p=0,156). 25 mg skammtur hjá LIR undirhópnum jók meðalfjölda daga á viku með a.m.k. einni algjörlega sjálfkrafa þarmalosun (complete spontaneous bowel movement (CSBM)) samanborið við lyfleysu í báðum rannsóknunum (Kodiac 4 p=0,002, Kodiac 5 p<0,001). Endapunktur einkennasvörunar Skilgreining einkennasvörunar var þegar viðmiðum svörunar eftir 12 vikur var náð og einnig bati fyrirframskilgreindra einkenna hægðatregðu af völdum ópíóíða og án versnunar einkenna. Hjá LIR undirhópnum jókst tíðni einkennasvörunar við 25 mg skammt í báðum rannsóknunum samanborið við lyfleysu (Kodiac 4 p=0,001, Kodiac 5 p=0,005). Tíðni einkennasvörunar hjá LIR undirhópnum í Kodiac 4 var 24,6% fyrir lyfleysu, 36,5% fyrir 12,5 mg hóp og 45,3% fyrir 25 mg hóp og tíðni einkennasvörunar í Kodiac 5 var 25,6% fyrir lyfleysu, 33,6% fyrir 12,5 mg og 42,7% fyrir 25 mg. 9

10 Spurningalisti með mati sjúklings á einkennum hægðatregðu (PAC-SYM) Hjá þeim sem fengu naloxegol 25 mg skammt í LIR undirhópnum batnaði heildarmat (breyting frá upphafsgildi) sjúklings á einkennum hægðatregðu (PAC-SYM) samanborið við lyfleysu í báðum rannsóknunum eftir 12 vikur (Kodiac 4 p=0,023, Kodiac 5 p=0,002). Hjá þeim sem fengu 12,5 mg skammt í LIR undirhópnum batnaði einnig heildarmat sjúklings á einkennum hægðatregðu samanborið við lyfleysu í báðum rannsóknunum eftir 12 vikur (p= 0,020 og p=0,001, talið í sömu röð). Hjá þeim sem fengu naloxegol 25 mg skammt batnaði einnig skor á PAC-SYM fyrir endaþarm samanborið við lyfleysu í báðum rannsóknunum eftir 12 vikur (Kodiac 4 p=0,004, Kodiac 5 p<0,001) og skor fyrir hægðir í Kodiac 4 (p=0,031) og Kodiac 5 (p<0,001). Í hvorugri rannsókninni komu fram marktæk áhrif á einkenni frá kvið (Kodiac 4 p=0,256 og Kodiac 5 p=0,916). Möguleiki á milliverkun við ópíóíð-miðlaða verkjadeyfingu Enginn klínískt mikilvægur munur var á naloxegol 12,5 mg, 25 mg og lyfleysu hvað varðar meðalstyrleika verkja, sólarhringsskammta ópíóíða eða ópíóíð-fráhvarfseinkenni í 12 vikna rannsókninni. Í 12 vikna rannsóknunum (Kodiac 4 and 5) var tíðni bakverkja, sem aukaverkun, 4,3% fyrir naloxegol 25 mg á móti 2,0% fyrir lyfleysu, og tíðni verkja í útlimum, sem aukaverkun, var 2,2% fyrir naloxegol 25 mg á móti 0,7% fyrir lyfleysu. Í langtímarannsókn á öryggi (Kodiac 8) var tíðni bakverkja, sem aukaverkun, 8,9% fyrir naloxegol 25 mg á móti 8,8% við hefðbundna umönnun. Tíðni verkja í útlimum var 3,5% fyrir naloxegol 25 mg á móti 3,3% við hefðbundna umönnun. Öryggi og þol á framlengdu 12 vikna tímabili Kodiac 7 var 12 vikna framhaldsrannsókn á öryggi þar sem sjúklingar úr Kodiac 4 gátu haldið áfram sömu blinduðu meðferðinni frá Kodiac 4 í 12 vikur í viðbót (lyfleysa, naloxegol 12,5 mg eða 25 mg einu sinni á sólarhring). Aðaltilgangurinn var að bera saman öryggi og þol hjá meðferðarhópunum þremur í 12 vikur til viðbótar (fyrir utan það sem kom fram í Kodiac 4) með því að nota lýsandi tölfræði. Í rannsókninni voru 12,5 mg og 25 mg skammtar af naloxegol yfirleitt öruggir og þoldust vel samanborið við lyfleysu hjá sjúklingum með hægðatregðu af völdum ópíóíða með verki ótengda krabbameini. Í öllum meðferðarhópunum, þ.á m. lyfleysu, viðhélst bati samkvæmt PAC-SYM sem fram kom í Kodiac 4, hjá sjúklingum sem héldu áfram í Kodiac 7. Langtíma öryggi og þol Kodiac 8 var III. stigs, 52-vikna, fjölsetra, opin, slembuð samhliða rannsókn á öryggi og þoli naloxegols samanborið við hefðbundna umönnun sjúklinga með hægðatregðu af völdum ópíóíða með verki ótengda krabbameini. Megintilgangurinn var að meta langtímaöryggi og þol fyrir 25 mg af naloxegoli og bera saman við hefðbundna umönnun með notkun lýsandi tölfræði. Matshæfum sjúklingum var slembiraðað í hlutföllunum 2:1 og fengu annaðhvort naloxegol 25 mg daglega eða hefðbundna umönnun vegna hægðatregðu af völdum ópíóíða, í 52 vikur. Sjúklingar sem fengu hefðbundna umönnun fengu hægðalosandi meðferð við hægðatregðu af völdum ópíóíða, ákvarðað af rannsóknarlækni í samræmi við besta klíníska mat, útlægir mu-ópíóíð-viðtakablokkar voru ekki notaðir. Af 844 slembuðum sjúklingum luku 61,1% rannsókninni (luku 2 vikna eftirfylgniheimsókn að loknu 52 vikna meðferðartímabili). Í rannsókninni fengu alls 393 sjúklingar naloxegol 25 mg í a.m.k. 6 mánuði og 317 sjúklingar í a.m.k. í 12 mánuði, sem uppfyllti kröfur um útsetningu. Langtímaútsetning fyrir naloxegoli 25 mg, í allt að 52 vikur, var almennt örugg og þoldist vel við meðferð hjá sjúklingum með hægðatregðu af völdum ópíóíða án krabbameinstengdra verkja. Á 52 vikna tímabili var enginn mikilvægur óvæntur munur á öryggi og þoli hjá hópnum sem fékk naloxegol 25 mg og hópnum sem fékk hefðbundna umönnun. 10

11 Börn Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á hægðatregðu af völdum ópíóíða með Moventig hjá börnum og unglingum 6 mánaða til 18 ára eins og lýst er í ákvörðun um Paediatric Investigation Plan (PIP) (sjá kafla 4.2 um notkun handa börnum). 5.2 Lyfjahvörf Frásog Eftir inntöku frásogast naloxegol hratt, hámarksþéttni (C max ) er náð innan tveggja klst. Hjá flestum kom annar hámarksþéttnitoppur naloxegols fram u.þ.b. 0,4 til 3 klst. eftir fyrri hámarksþéttnitopp. Önnur umferð um lifur getur hugsanlega skýrt þetta þar sem mikill útskilnaður með galli sást hjá rottum. Áhrif fæðu: Mjög fiturík máltíð jók umfang og hraða frásogs naloxegols. C max jókst um u.þ.b. 30% og flatarmál undir þéttniferli (AUC) um u.þ.b. 45%. Naloxegol sem mulin tafla blönduð við vatn gefin um munn eða um magaslöngu í gegnum nef, er jafngild heilli töflu, miðgildi t max er 0,75 og 1,50 klst. (á bilinu 0,23 til 5,02 klst.) fyrir mulda töflu gefna um munn og mulda töflu gefna um magaslöngu í gegnum nef, talið í sömu röð. Dreifing Meðaldreifingarrúmmál í lokafasa hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum var á bilinu 968 til l hjá öllum meðferðarhópunum og í öllum rannsóknunum. Niðurstöður úr QWBA (Quantitative Whole Body Autoradiography) rannsókn á rottum og vöntun á blokkun ópíóíð-áhrifa í miðtaugakerfi hjá mönnum við naloxegol skammta sem eru minni en 250 mg, benda til lágmarksdreifingar naloxegols í miðtaugakerfið. Binding naloxegols við plasmaprótein hjá mönnum var lítil og u.þ.b. 80% til 100% var óbundið í plasma. Umbrot Í rannsókn á massajafnvægi hjá mönnum greindust u.þ.b. 6 umbrotsefni í plasma, þvagi og hægðum. Þessi umbrotsefni stóðu fyrir meira en 32% af gefnum skammti og voru mynduð með N-dealkyleringu, O-demethyleringu, oxun og missi PEG keðju að hluta til. Ekkert umbrotsefnanna greindist í yfir 10% af plasmaþéttni móðurlyfsins eða efnum tengd móðurefninu og umbrotsefnum þess. Brotthvarf Eftir inntöku geislamerkts naloxegols greindust 68% af gefnum skammti í hægðum og 16% í þvagi. Minna en 6% af gefnum naloxegol skammti skildist út með þvagi. Því er útskilnaður um nýru minniháttar úthreinsunarleið naloxegols. Í klínískum lyfhrifarannsóknum var helmingunartími naloxegols við meðferðarskammta á bilinu 6 11 klst. Línulegt/ólínulegt samband Hámarksþéttni í plasma og AUC jókst í réttu hlutfalli við skammta eða u.þ.b. skammtaháð við þá skammta sem voru rannsakaðir. Sérstakir sjúklingahópar Aldur og kyn Aldur hefur lítilsháttar áhrif á lyfjahvörf naloxegols (AUC eykst u.þ.b. 0,7% fyrir hvert ár). Ekki er mælt með að aðlaga skammta hjá öldruðum. Sjúklingar eldri en 65 ára hafa tekið þátt í III. stigs rannsóknunum. Í klínískum rannsóknum á naloxegoli voru ekki nógu margir sjúklingar 75 ára eða eldri til þess að hægt sé að ákvarða hvort þeir svara á annan hátt en yngri sjúklingar. Byggt á verkunarhætti virka efnisins eru samt sem áður engar fræðilegar ástæður sem krefjast skammtaaðlögunar hjá þessum aldurshópi. Skammtaráðleggingar fyrir sjúklinga með í meðallagi skerta eða verulega skerta nýrnastarfsemi eru í kafla 4.2. Enginn munur er á lyfjahvörfum naloxegols hjá konum og körlum. 11

12 Kynþáttur Örlítill munur er á lyfjahvörfum naloxegols á milli kynþátta (u.þ.b. 20% lækkun á AUC fyrir naloxegol þegar aðrir hópar eru bornir saman við hvítan kynstofn) og því er ekki þörf á skammtaðlögun. Líkamsþyngd Útsetning fyrir naloxegoli jókst með aukinni líkamsþyngd en munurinn var ekki talinn skipta máli klínískt. Skert nýrnastarfsemi Þar sem nýrnaúthreinsun er minniháttar útskilnaðarleið naloxegols hafði skert nýrnastarfsemi yfirleitt minniháttar áhrif á lyfjahvörf, óháð alvarleika nýrnaskerðingar (þ.e. meðalalvarleg, veruleg og lokastigsnýrnabilun). Hjá 2 af 8 sjúklingum (með í meðallagi skerta og verulega skerta nýrnastarfsemi en ekki lokastigsnýrnabilun) kom þó í ljós allt að 10-föld aukning á útsetningu fyrir naloxegoli. Hjá þessum sjúklingum getur skert nýrnastarfsemi haft neikvæð áhrif á aðrar úthreinsunarleiðir (umbrot í lifur og þörmum o.s.frv.) og leitt til aukinnar útsetningar. Upphafsskammtur hjá sjúklingum með í meðallagi skerta eða verulega skerta nýrnastarfsemi er 12,5 mg. Ef aukaverkanir sem koma fram hafa áhrif á þol á að hætta notkun naloxegols. Skammtinn má auka í 25 mg ef sjúklingurinn þolir vel 12,5 mg (sjá kafla 4.2). Útsetning fyrir naloxegoli við lokastigsnýrnabilun hjá sjúklingum í blóðskilun var svipuð og hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum með eðlilega nýrnastarfsemi. Skert lifrarstarfsemi Minna en 20% lækkun á AUC og 10% lækkun C max kom fram hjá sjúklingum með vægt skerta og í meðallagi skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh Class A og B). Áhrif verulega skertrar lifrarstarfsemi (Child-Pugh Class C) á lyfjahvörf nalogexols voru ekki metin. Ekki er mælt með notkun hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi. Börn Lyfjahvörf naloxegols hjá börnum hafa ekki verið rannsökuð. 5.3 Forklínískar upplýsingar Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og frjósemi. Rannsóknir á fósturvísis- og fósturþroska voru gerðar hjá rottum og kanínum. Hugsanlega meðferðartengd aukning var á tvískiptri hryggmiðju og eitt fóstur var án eista við stærsta skammt sem var prófaður í rannsókn á fósturvísis- og fósturþroska hjá rottum. Hugsanlega meðferðartengd vansköpun á beinagrind fósturs vegna samgróinna liðboga kom fram við stærstu skammta sem voru prófaðir í rannsókn á fósturvísis- og fósturþroska hjá kanínum, eiturverkanir á móður komu ekki fram. Í sérstakri rannsókn á þroska fyrir og eftir fæðingu hjá rottum var þyngd karlkynsunga minni eftir stóran skammt hjá móður. Öll þessi áhrif komu eingöngu fram við útsetningu sem er talin nægjanlega mikið umfram hámarksútsetningu hjá mönnum að þetta bendi til lítillar þýðingar við klíníska notkun. Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum naloxegols voru gerðar á rottum og músum. Hjá karlrottum kom fram skammtaháð aukning á Leydig frumu kirtilæxlum og stækkun millivefsfruma við útsetningu sem er talin nægjanlega mikið umfram hámarksútsetningu hjá mönnum. Þær æxlisbreytingarnar sem komu fram eru vel þekktar vegna áhrifa hormóna og miðlægra áhrifa hjá rottum en eiga ekki við hjá mönnum. Rannsóknir á rottuungum á spena hafa sýnt fram á að naloxegol skilst út í mjólk. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni 12

13 Töflukjarni mannitól (E421) örkristallaður sellusósi (E460) króskarmellósanatríum (E468) magnesíumsterat (E470b) própýlgallat (E310) Töfluhúð hýprómellósi (E464) títandíoxíð (E171) macrogól (E1521) rautt járnoxíð (E172) svart járnoxíð (E172) 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 2 ár 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Ál/álþynna. 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Pakkningar með 30 og 90 filmuhúðuðum töflum í órifgötuðum þynnum. Pakkningar með 90 x 1 filmuhúðaðri töflu í rifgötuðum stakskammtaþynnum. 25 mg filmuhúðaðar töflur Pakkningar með 10, 30 og 90 filmuhúðuðum töflum í órifgötuðum þynnum. Pakkningar með 90 x 1 filmuhúðaðri töflu í rifgötuðum stakskammtaþynnum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun Engin sérstök fyrirmæli um förgun. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Kyowa Kirin Limited Galabank Business Park Galashiels, TD1 1QH Bretland 13

14 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/1/14/962/001 EU/1/14/962/002 EU/1/14/962/003 EU/1/14/962/004 EU/1/14/962/005 EU/1/14/962/006 EU/1/14/962/ DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 8. desember 2014 Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: {DD mánuður ÁÁÁÁ} 10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS <{MM/ÁÁÁÁ}.> <{DD/MM/ÁÁÁÁ}.> <{DD. mánuður ÁÁÁÁ}.> Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu Upplýsingar á íslensku eru á 14

15 VIÐAUKI II A. FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN C. AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS D. FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFSINS 15

16 A. FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT Heiti og heimilisfang framleiðenda sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt AstraZeneca AB Gärtunavägen SE Södertälje Svíþjóð AstraZeneca UK Limited Silk Road Business Park Macclesfield SK10 2NA Bretland Heiti og heimilisfang framleiðanda sem er ábyrgur fyrir lokasamþykkt viðkomandi lotu skal koma fram í prentuðum fylgiseðli. B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN Lyfið er lyfseðilsskylt. C. AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS Samantektir um öryggi lyfsins (PSUR) Skilyrði um hvernig leggja skal fram samantektir um öryggi lyfsins koma fram í lista yfir viðmiðunardagsetningar Evrópusambandsins (EURD lista) sem gerð er krafa um í grein 107c(7) í tilskipun 2001/83/EB og öllum síðari uppfærslum sem birtar eru í evrópsku lyfjavefgáttinni. D. FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFSINS Áætlun um áhættustjórnun Markaðsleyfishafi skal sinna lyfjagátaraðgerðum sem krafist er, sem og öðrum ráðstöfunum eins og fram kemur í áætlun um áhættustjórnun í kafla í markaðsleyfinu og öllum uppfærslum á áætlun um áhættustjórnun sem ákveðnar verða. Leggja skal fram uppfærða áætlun um áhættustjórnun: Að beiðni Lyfjastofnunar Evrópu. Þegar áhættustjórnunarkerfinu er breytt, sérstaklega ef það gerist í kjölfar þess að nýjar upplýsingar berast sem geta leitt til mikilvægra breytinga á hlutfalli ávinnings/áhættu eða vegna þess að mikilvægur áfangi (tengdur lyfjagát eða lágmörkun áhættu) næst. Ef skil á samantekt um öryggi lyfsins og uppfærsla á áætlun um áhættustjórnun er áætluð á svipuðum tíma má skila þeim saman. 16

17 VIÐAUKI III ÁLETRANIR OG FYLGISEÐILL 17

18 A. ÁLETRANIR 18

19 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Askja 1. HEITI LYFS Moventig 12,5 mg filmuhúðaðar töflur naloxegolum 2. VIRK(T) EFNI Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 12,5 mg naloxegol (sem naloxegol oxalat). 3. HJÁLPAREFNI 4. LYFJAFORM OG INNIHALD 30 filmuhúðaðar töflur 90 filmuhúðaðar töflur 90 x 1 filmuhúðuð tafla 5. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. Til inntöku 6. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 7. ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF 8. FYRNINGARDAGSETNING EXP 9. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI 10. SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á 11. NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA 19

20 Kyowa Kirin Limited Galabank Business Park Galashiels, TD1 1QH Bretland 12. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/1/14/962/ filmuhúðaðar töflur EU/1/14/962/ filmuhúðaðar töflur EU/1/14/962/ x 1 filmuhúðuð tafla (stakskammta) 13. LOTUNÚMER Lot 14. AFGREIÐSLUTILHÖGUN Lyfseðilsskylt lyf. 15. NOTKUNARLEIÐBEININGAR 16. UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI moventig 12,5 mg 20

21 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Askja 1. HEITI LYFS Moventig 25 mg filmuhúðaðar töflur naloxegolum 2. VIRK(T) EFNI Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg naloxegol (sem naloxegol oxalat). 3. HJÁLPAREFNI 4. LYFJAFORM OG INNIHALD 10 filmuhúðaðar töflur 30 filmuhúðaðar töflur 90 filmuhúðaðar töflur 90 x 1 filmuhúðuð tafla 5. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. Til inntöku 6. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 7. ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF 8. FYRNINGARDAGSETNING EXP 9. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI 10. SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á 21

22 11. NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Kyowa Kirin Limited Galabank Business Park Galashiels, TD1 1QH Bretland 12. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/1/14/962/ filmuhúðaðar töflur EU/1/14/962/ filmuhúðaðar töflur EU/1/14/962/ filmuhúðaðar töflur EU/1/14/962/ x 1 filmuhúðuð tafla (stakskammta) 13. LOTUNÚMER Lot 14. AFGREIÐSLUTILHÖGUN Lyfseðilsskylt lyf. 15. NOTKUNARLEIÐBEININGAR 16. UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI moventig 25 mg 22

23 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM Rifgötuð stakskammtaþynna Órifgötuð þynna 1. HEITI LYFS Moventig 12,5 mg töflur naloxegolum 2. NAFN MARKAÐSLEYFISHAFA Kyowa Kirin Limited 3. FYRNINGARDAGSETNING EXP 4. LOTUNÚMER Lot 5. ANNAÐ 23

24 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM Rifgötuð stakskammtaþynna Órifgötuð þynna 1. HEITI LYFS Moventig 25 mg töflur naloxegolum 2. NAFN MARKAÐSLEYFISHAFA Kyowa Kirin Limited 3. FYRNINGARDAGSETNING EXP 4. LOTUNÚMER Lot 5. ANNAÐ 24

25 B. FYLGISEÐILL 25

26 Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Moventig 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Moventig 25 mg filmuhúðaðar töflur naloxegol Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum. - Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða. - Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4. Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar: 1. Upplýsingar um Moventig og við hverju það er notað 2. Áður en byrjað er að nota Moventig 3. Hvernig nota á Moventig 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvernig geyma á Moventig 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um Moventig og við hverju það er notað Moventig inniheldur virka efnið naloxegol. Lyfið er notað við hægðatregðu hjá fullorðnum af völdum verkjalyfja, svokallaðra ópíóíða (t.d. morfín, oxýkódon, fentanýl, tramadól og kódein) sem eru notuð reglulega. Það er notað þegar áhrif hægðalyfja á hægðatregðuna eru óásættanleg. Hægðatregða í tengslum við ópíóíða getur valdið einkennum eins og t.d.: kviðverkjum áreynslu á endaþarm (nauðsynlegt er að rembast mikið við þarmalosun, sem getur einnig valdið sársauka í endaþarmsopi við rembing) harðar hægðir (geta verið grjótharðar ) ónóg tæming endaþarms (eftir þarmalosun er eins og hægðir sem þarf að losa séu enn til staðar í endaþarmi). Hjá sjúklingum með hægðatregðu sem nota ópíóíð og hafa prófað að minnsta kosti eitt hægðalyf með ófullnægjandi verkun á hægðatregðuna hefur verið sýnt fram á í klínískum rannsóknum að Moventig eykur fjölda þarmalosana og bætir einkenni hægðatregðu af völdum ópíóíða. 2. Áður en byrjað er að nota Moventig Ekki má nota Moventig: ef um er að ræða ofnæmi fyrir naloxegoli eða svipuðum lyfjum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). ef þú ert með eða gætir verið með þrengingar í ristli eða ef þér hefur verið sagt að hætta sé á þrengingum í ristli. 26

27 ef þú ert með krabbamein í þörmum eða lífhimnu (himna sem þekur innra borð kviðarhols) langt gengið eða endurkomið krabbamein í eggjastokkum eða ef þú tekur krabbameinslyf eins og t.d. VEGF hemla (t.d. bevacizumab). ef þú notar ákveðin önnur lyf eins og ketoconazol eða itraconazol (við sveppasýkingum), clarithromycin eða telithromycin (sýklalyf) eða ritonavir, indinavir eða saquinavir (við HIV). Ekki nota Moventig ef eitthvað af ofangreindu á við um þig. Ef þú ert ekki viss skaltu leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Moventig er notað. Varnaðarorð og varúðarreglur Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Moventig er notað: ef þú ert með magasár, Crohnssjúkdóm (bólgusjúkdóm í þörmum), sarpbólgu (annar bólgusjúkdómur í þörmum), krabbamein í þörmum eða lífhimnu (himnu sem þekur innra borð kviðarhols) eða einhvern sjúkdóm sem getur skaðað ristilvegginn ef þú ert með verulega, viðvarandi eða versnandi kviðverki ef eðlilegur þröskuldur milli æða í höfði og heila er skaddaður, t.d. við krabbamein í heila eða í miðtaugakerfi, eða ef þú ert með sjúkdóm í miðtaugakerfi, t.d. MS sjúkdóm eða Alzheimers sjúkdóm hafðu tafarlaust samband við við lækni ef verkjastilling ópíóíðlyfjanna hefur minnkað eða ef einkenni ópíóíðfráhvarfsheilkennis koma fram (sjá kafla 4) ef þú færð metadon (sjá kafla hér fyrir neðan, Notkun annarra lyfja samhliða Moventig ) ef þú hefur fengið hjartaáfall á síðustu 6 mánuðum, ert með hjartabilun með viðvarandi mæði eða önnur veruleg vandamál tengd hjarta með daglegum einkennum ef þú ert með nýrnasjúkdóm læknirinn gæti sagt þér að taka annan skammt (sjá kafla hér fyrir neðan, Hvernig nota á Moventig ) ef þú ert með alvarlegan lifrarsjúkdóm ef þú ert með krabbameinstengda verki. Ef eitthvað af ofangreindu á við eða ef þú ert ekki viss, skaltu leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Moventig er notað. Leitaðu ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum meðan á töku Moventig stendur: ef þú færð verulega, viðvarandi eða versnandi kviðverki. Þetta geta verið einkenni um skemmdir í þarmavegg. Segðu lækninum tafarlaust frá því, hugsanlega þarftu minni skammt eða hætta töku Moventig. ef stöðva þarf töku ópíóíða lengur en í 24 klst. ef einkenni ópíóíðfráhvarfsheilkennis koma fram (sjá kafla hér fyrir neðan, Hugsanlegar aukaverkanir ). Látið lækninn vita, hugsanlega þarf að hætta töku Moventig. Börn og unglingar Notkun Moventig er ekki ráðlögð hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá þessum aldurshópum. Notkun annarra lyfja samhliða Moventig Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Látið lækninn vita hvaða ópíóíðverkjalyf eru notuð og skammtastærð. Ekki nota Moventig ef þú tekur eitthvert af eftirtöldum lyfjum (sjá kaflann Ekki má nota Moventig ): ketoconazol eða itraconazol við sveppasýkingum clarithromycin eða telithromycin - sýklalyf ritonavir, indinavir eða saquinavir við HIV. Ekki á að nota Moventig ef eitthvað af ofangreindu á við. Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita ef eitthvert eftirtalinna lyfja er notað: önnur lyf við hægðatregðu (öll hægðalyf) 27

28 metadon dilitiazem eða verapamil (við háum blóðþrýstingi eða hjartaöng). Hugsanlega þarf að minnka skammta Moventig rifampin (sýklalyf), carbamazepin (við flogaveiki) eða jurtalyfið jóhannesarjurt (við þunglyndi). Hugsanlega þarf að hætta töku Moventig. Ef eitthvað af ofangreindu á við eða ef þú ert ekki viss skaltu leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Moventig er notað. Notkun Moventig með drykk Ekki ætti að drekka greipaldinsafa í miklu magni meðan á töku Moventig stendur, þar sem hann getur í miklu magni haft áhrif á hve mikið af naloxegol kemst í líkamann. Meðganga og brjóstagjöf Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en lyfið er notað. Notkun Moventig á meðgöngu er ekki ráðlögð. Ekki má nota Moventig meðan á brjóstagjöf stendur. Akstur og notkun véla Ekki er gert ráð fyrir að Moventig hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkun véla og tækja. 3. Hvernig nota á Moventig Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Ráðlagður skammtur er ein 25 mg tafla á dag. Moventig á að taka að morgni til þess að koma í veg fyrir þarmalosun að nóttu. Moventig á að taka fastandi a.m.k. 30 mínútum fyrir fyrstu máltíð dagsins eða 2 klst. eftir fyrstu máltíð dagsins. Þegar meðferð með Moventig hefst á að hætta notkun annarra hægðalyfja þar til læknirinn ákveður að hefja megi töku þeirra að nýju. Læknirinn gæti ákveðið að minnka skammtinn í 12,5 mg: þegar um nýrnavandamál er að ræða ef diltiazem eða verapamil (lyf við háum blóðþrýstingi eða hjartaöng) eru notuð. Læknirinn gæti ákveðið að auka skammtinn í 25 mg, það fer eftir því hvernig þú svarar lyfinu. Ef þú átt í erfiðleikum með að gleypa töfluna Ef þú átt í erfiðleikum með að gleypa töfluna getur þú mulið hana og blandað henni við vatn samkvæmt eftirfarandi: Mylja skal töfluna í duft Helltu duftinu í hálft glas af vatni (120 ml) Hrærðu í blöndunni og drekktu strax Til að ganga úr skugga um að ekkert lyf sé eftir skaltu skola glasið með öðru hálfu glasi af vatni (120 ml) og drekka Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um Ef of stór skammtur af Moventig er notaður á að hafa sambandi við lækni eða sjúkrahús. Ef gleymist að taka Moventig 28

29 Ef Moventig skammtur gleymist að taka hann um leið og munað er eftir honum. Ef minna en 12 klst. eru í næsta skammt á þó að sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins. 4. Hugsanlegar aukaverkanir Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fram við notkun lyfsins: Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri 1 af hverjum 10 einstaklingum): kviðverkir niðurgangur (tíðar og vatnskenndar hægðir) Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum): vindgangur ógleði uppköst nefkoksbólga (nefrennsli eða stífla) höfuðverkur mikil svitamyndun Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum): fráhvarfseinkenni ópíóíða (ef þrjú eða fleiri þessara einkenna koma fram: depurð, ógleði, uppköst, niðurgangur, mikil svitamyndun, vöðvaverkir, aukið táraflæði, svefnleysi, geispi, hiti) sem kæmu þá yfirleitt fram fyrstu dagana eftir upphaf meðferðar með naloxegoli. Tilkynning aukaverkana Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins. 5. Hvernig geyma á Moventig Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar Moventig inniheldur Virka innihaldsefnið er naloxegol. -Hver Moventig 12,5 mg filmuhúðuð tafla (tafla) inniheldur 12,5 mg naloxegol sem naloxegol oxalat. -Hver Moventig 25 mg filmuhúðuð tafla (tafla) inniheldur 25 mg naloxegol sem naloxegol oxalat. 29

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur ondansetrón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Metoprololsuccinat Hexal 25 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal 50 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal 100 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur famciclovir Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat) Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins MINIRIN frostþurrkaðar töflur, 60 míkróg, 120 míkróg eða 240 míkróg Desmópressín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum

Læs mere

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning Indlægsseddel: rmation til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning mepivacainhydrochlorid og adrenalin Læs denne indlægsseddel grundigt, inden

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins MINIRIN nefúði, lausn 10 míkróg/skammti Desmópressínasetat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur cíprófloxacín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS SIFROL 0,088 mg töflur SIFROL 0,18 mg töflur SIFROL 0,35 mg töflur SIFROL 0,7 mg töflur SIFROL 1,1 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING SIFROL 0,088 mg töflur

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Opsumit 10 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg macitentan. Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð

Læs mere

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat).

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat). FYLGISEÐILL FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur

Læs mere

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Nexium 10 mg magasýruþolið mixtúrukyrni, dreifa, skammtapoki 2. INNIHALDSLÝSING Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat). Hjálparefni

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn. Xýlómetazólínhýdróklóríð

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn. Xýlómetazólínhýdróklóríð FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn Xýlómetazólínhýdróklóríð Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Vaniqa 11,5% krem 2. INNIHALDSLÝSING Í hverju g af kremi eru 115 mg af eflornitíni (sem vetnisklóríðeinhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Nicotinell forðaplástur Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur quetiapin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS JEVTANA 60 mg innrennslisþykkni og leysir, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver ml af innrennslisþykkni inniheldur 40 mg cabazitaxel.

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Metalyse 8.000 einingar, stungulyfsstofn og leysir, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 8.000 einingar (40 mg) af tenekteplasa. Hver

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð B. FYLGISEÐILL 21 FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Fasturtec 1,5 mg/ml stofn og leysir fyrir innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Fasturtec er raðbrigða úrat-oxídasa ensím framleitt af erfðabreyttum

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 4,7 mg vefjalyf fyrir hunda. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Deslorelín (sem deslorelínasetat) 4.7 mg. Hjálparefni: Sjá lista

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas inniheldur 10 mg, 20 mg eða 30 mg af octreotidi (sem

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 40 mg + 4 mg blettunarlausn handa litlum köttum og frettum. Advocate 80 mg + 8 mg blettunarlausn handa stórum köttum. 2. INNIHALDSLÝSING

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 283. fundar Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Nýrnabilun af völdum v

Nýrnabilun af völdum v Nýrnabilun af völdum v sykursýki Runólfur Pálsson, læknir, FACP, FASN Landspítali Læknadeild Háskóla Íslands 23. febrúar ar,, 2009 Fræðslufundur Félags nýrnasjúkra og Samtaka sykurjúkra kra Diabetes and

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 02.09.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 Auto JK Vörunúmer: 7503 30212560 1.2 Viðeigandi

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja 1 Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Samantekt Kostnaður TR vegna þunglyndislyfja nam 691 millj.kr. árið 2007. Kostnaður lækkaði um 70 millj. kr. frá fyrra

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 02.09.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 LHM+ Vörunúmer: 7503 30771075 1.2 Viðeigandi

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 25.05.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 van Gogh 32 Seigja: ISO VG 32 Vörunúmer: 7503

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 08.05.2014 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 Auto D VI Vörunúmer: 7503 436060 1.2 Viðeigandi

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

ÍSLANDS. 1. tölublað Ungt fólk með gigt Bólgugigt og hjartaáföll aukin áhætta Ekki gefast upp þó þér sé illt

ÍSLANDS. 1. tölublað Ungt fólk með gigt Bólgugigt og hjartaáföll aukin áhætta Ekki gefast upp þó þér sé illt gigtingigtarfélag ÍSLANDS 1. tölublað 2012 Ungt fólk með gigt Bólgugigt og hjartaáföll aukin áhætta Ekki gefast upp þó þér sé illt Göngum frá verknum HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - Actavis 111171 Íbúfen Bólgueyðandi

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók

Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók Unnið og staðfært úr dönsku kjötmati af dýralækni svínasjúkdóma. Febrúar 2003. Yfirlit sjúkdómalyklar - skráningarnúmer

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG GLEYM - MÉR - EI ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG Að missa eftir 22. viku meðgöngu Þegar gleðin breytist í sorg Að missa á meðgöngu Útgefandi: LÍF styrktarfélag 1. útgáfa 2012 Efnisyfirlit Inngangur Tilfinningar

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI FEBRÚAR 2015 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Efnisyfirlit: 1. Inngangur... 1 2. Fyrirkomulag... 2 2.1 Verkkaupi... 2 2.2 Skoðunaraðili...

Læs mere