Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar"

Transkript

1 Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013

2 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan K t Leiðbeinandi: Æsa Sigurjónsdóttir Júní 2013

3 Ágrip Í þessari ritgerð er fjallað um þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar um aldamótin 1900 og þá sérstaklega um tímamótasýningu hans árið 1905 í Reykjavík þar sem hann sýndi fyrstur íslenskra myndlistarmanna málverk sem sóttu myndefni sín í þjóðsögurnar. Þjóðsagnamyndir Ásgríms eru skoðaðar í samhengi við menningarlegan bakgrunn hans, verk myndhöggvarans og góðvinar Ásgríms, Einars Jónssonar og tengsl þeirra við þjóðernisrómantík og symbólisma. Einnig er fjallað um söfnun og útgáfu þjóðsagna á Íslandi og það hlutverk sem sú útgáfa hafði sem bakhjarl hinnar þjóðernisrómantísku hreyfingar í lok 19. aldar. Fjallað er um nokkrar þjóðsagnamyndir Ásgríms sem hann vann í byrjun 20. aldar og þá sterku tjáningu tilfinninga sem koma fram í þessum verkum hans. Tröllið, eitt vinsælasta myndefni Ásgríms, er skoðað með tilliti til þeirra ímyndar sem tröllið hefur í norrænni aldamótalist. Að lokum eru landslags- og þjóðsagnamyndir Ásgríms settar í samhengi við þá þjóðernislegu orðræðu sem varð til í lok 19. aldar. Þá er fjallað um verk Ásgríms í samhengi við hugmyndir um þjóðerni og hlutverk myndlistarinnar sem voru nátengdar í upphafi 20. aldar.

4 Efnisyfirlit Inngangur Ásgrímur og þjóðsagan Einar Jónsson og sagnahefðin Þjóðsagnaútgáfa á Íslandi Tímamótasýning Ásgríms árið Togstreita milli hins góða og illa í þjóðsagnamyndum Ásgríms Sturluhlaup Nátttröllið Skessan á steinnökkvanum Tröll sem myndefni í norrænni myndlist Þjóðsögur, landslag og þjóðerni Orðræðan um myndlistina og þjóðernið Niðurstöður Myndir Heimildaskrá... 35

5 Inngangur Um aldamótin 1900 áttu sér stað mikilvægir atburðir í íslenskri listasögu. Þórarinn B. Þorláksson efndi til fyrstu einkasýningarinnar sem íslenskur málari hafði haldið í Reykjavík, Einar Jónsson sýndi verkið Útlagar í Kaupmannahöfn árið 1901 og Ásgrímur Jónsson lauk námi í Kaupmannahöfn og hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík árið Hin pólitíska sjálfstæðisbarátta skilaði því að Ísland hlaut heimastjórn árið 1904 og var þar með stigið stórt skref í átt að sjálfstæði Íslands. 1 Fyrsta bókin um list Ásgríms Jónssonar kom út árið 1949 með formálsorðum eftir Gunnlaug Scheving og Bjarna Guðmundsson. Í umsögn um þessa bók gerir Snorri Hjartarson skáld þjóðsagnamyndir Ásgríms að umtalsefni en hún speglar þann sess sem hann hafði öðlast hjá þjóðinni með myndum sínum: Hann lýsir hinum huldu vættum, álfum og tröllum og dætrum kóngs og karls með ósviknu raunsæi og kynlegu ímyndunarafli, samúð og góðlátlegri kímni. Við efumst ekki um sannleiksgildi myndanna, hittum í þeim kunningja frá þeim árum þegar veröld ævintýranna var okkar hálfa líf; jafnvel þursinn þríhöfðaði úr sögunni af Hermóði og Háðvöru kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir, hvert andlit hans lýsing sérstaks eðlisþáttar og við þekkjum þau öll, sjáum þeim bregða fyrir enn í dag. 2 Í umfjöllun um íslenska listasögu hafa ýmsir fræðimenn fjallað um Ásgrím í sögulegu samhengi sem frumkvöðul í íslenskri myndlist í upphafi 20. aldar. Björn Th. Björnsson listfræðingur skrifar meðal annars um Ásgrím í yfirlitsbók sinni Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld að hann hafi gegnt mikilvægu hlutverki sem brautryðjandi í íslenskri málaralist og að Ásgrímur hafi verið sá listamaður sem Ísland hafi beðið eftir. 3 Ásgrími var, að sögn Björns, mjög vel tekið af íslensku þjóðinni og hann segir einnig að þjóðmenningarlegt hlutverk Ásgríms hafi varla átt sér hliðstæðu í listasögu Norður-Evrópu. Framlag Ásgríms til hinnar þjóðfélagslegu byltingar sem var í vændum á Íslandi var mjög áhrifamikið og segir Björn að list hans hafi skírskotað til nýrra efnalegra aðstæðna og fól í sér alnýtt landnám 4. Í dánargjöf Ásgríms til íslensku þjóðarinnar árið 1958 sem nú er varðveitt í Ásgrímssafni, eru um 1500 myndir sem hafa íslensku þjóðsögurnar að myndefni og eru það mestmegnis teikningar en þar er þó einnig að finna málverk og vatnslitamyndir. Ásgrímur var 1 Ólafur Kvaran 2011:8 2 Snorri Hjartarson 1949:20 3 Björn Th. Björnsson 1964:68 4 Björn Th. Björnsson 1964:76 1

6 einnig mjög iðinn við að teikna í teiknibækur og er í þeim mikill fjöldi teikninga sem tengjast þjóðsögunum á einn eða annan hátt. 5 Í áranna rás hefur talsvert verið fjallað um þjóðsagnamyndir Ásgríms. Árið 1959 gaf bókaútgáfa Menningarsjóðs út bókina Þjóðsagnabók Ásgríms Jónssonar, myndir frá síðari árum. Íslenzkar þjóðsögur. Þar ritar Einar Ólafur Sveinsson prófessor formála þar sem hann fjallar um hinn langa feril Ásgríms í þjóðsagnamyndum. Útgáfa bókarinnar er til marks um það hve þjóðsagnamyndir Ásgríms voru mikils metnar og í því samhengi segir Einar Ólafur að í ljósi þess hve myndrænar þjóðsögurnar séu hafi það ekki komið á óvart að íslenskir listamenn leituðu hugmynda í þær um leið og myndlist tók að eflast hér á landi. Þar sem hann tengir saman myndlistina og þjóðernið bætir hann jafnframt við... að þetta sé eitt greinilegasta merkið um leið listamannsins heim, heim til Íslands, til uppsprettu veru sinnar. 6 Í formála Einars Ólafs er lögð áhersla á það hve vel Ásgrímur leysi það af hendi að myndskreyta þjóðsögurnar, líkt og ímyndunarafl þjóðarinnar birtist í myndum hans og hið huglæga mat þjóðarinnar á sögunum sé þar að finna. 7 Segir í formála Einars Ólafs Sveinssonar í bókinni Þjóðsagnamyndir Ásgríms: Fylgjum nú gangi sögunnar um djáknann á Myrká: öll söguatvik hennar eru eins og röð af myndum. Eða tökum söguna af Búkollu og stráknum, sem skiptist svo greinilega í atriði, og kjarni hvers atriðis er mynd. Af þessu er eins og þjóðsagan bíði eftir listamönnum að festa myndir hennar á pappír eða léreft. 8 Það má lesa úr orðum Einars Ólafs að þegar Ásgrímur hóf að mála myndir sem áttu rætur og fyrirmyndir í þjóðsögum Íslendinga hafi þeirra verið orðin þörf. Það vantaði inn í íslensku þjóðarsálina myndrænt efni sem tengdist þessum sögum sem voru svo órjúfanlegur hluti af íslensku þjóðarsálinni og þá mjög tengdar íslensku þjóðerniskenndinni sem var ríkjandi í íslensku samfélagi í upphafi 20. aldar. Hrafnhildur Schram listfræðingur hefur túlkað þjóðsagnamyndir Ásgríms og sett þær í samhengi við myndir hans af eldgosum og hún segir að við samanburð þjóðsagna- og eldgosamynda komi í ljós að flóttinn sé leiðarstef beggja. Flótti ungra manna undan tröllum og skessum, sem og ungar stúlkur sem teknar eru til fanga af óvættum. Setur hún þetta í samhengi við það að Ásgrímur taldi sig í æsku hafa upplifað eldgos og hafi það haft mikil áhrif á hugrenningar hans á fullorðinsárum. 9 5 Júlíana Gottskálksdóttir 1996: Einar Ól. Sveinsson 1959:10 7 Einar Ól. Sveinsson 1959:8 8 Einar Ól. Sveinsson 1959:8 9 Hrafnhildur Schram 2011:

7 Í umfjöllun sinni um þjóðsagnamyndir Ásgríms hefur Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur sett fram þá skoðun að það sé eðlilegt að sjá leit hans í þjóðsagnaarfinn í ljósi samtímastrauma í norrænni myndlist sem kallaðir hafa verið þjóðernisrómantík og eiga rætur í samruna raunsæisstefnu og symbólisma en ein birtingarmynd þeirra strauma var úrvinnsla á ýmsum þjóðsagnaminnum og myndlýsingar við sögur. 10 Í þessari ritgerð verður fjallað um þjóðsagnamyndir Ásgríms í upphafi 20. aldar og sérstaklega um sýningu hans í Reykjavík árið 1905 og leitast við að svara eftirfarandi spurningum: hvaða gildi hafði sýningin í íslensku samfélagi og listasögu og hvað er það sem einkennir túlkun og framsetningu Ásgríms á myndefnum úr þjóðsögunum? Þá verður leitast við að greina samhengi þjóðsagnamynda Ásgríms, bæði með hliðsjón af menningarlegum bakgrunni hans og norrænni list um aldamótin, til að mynda tengslin við þjóðernisrómantíkina, symbólismann og verk Einars Jónssonar myndhöggvara. Þá verður fjallað um þær viðtökur sem þjóðsagnamyndir Ásgríms fengu á Íslandi í upphafi 20. aldar og kannað hver sé staða landslags- og þjóðsagnamynda hans innan þeirrar íslensku orðræðuhefðar á 20. öld, sem tengir saman hugmyndir um náttúru, þjóðerni og samfélagslegt hlutverk myndlistar. 10 Júlíana Gottskálksdóttir 2011:

8 prenti. 11 Árið 1897 hélt Ásgrímur til Kaupmannahafnar og vann þar fyrir sér sem 1. Ásgrímur og þjóðsagan Ásgrímur Jónsson fæddist í Rútsstaðahjáleigu í Flóa þann 4. mars Foreldrar hans voru þau Jón Guðnason og Guðlaug Gísladóttir. Í sambandi við umfjöllun um þjóðsagnamyndir Ásgríms er mikilvægt að hafa í huga það menningarlega umhverfi sem hann ólst upp í. Í æsku kynntist hann þjóðtrúnni og þjóðsögunum vel. Hann ólst upp við frásagnir af huldufólki í hólum og klettum og var ein fyrsta mynd Ásgríms, sem hann gerði sem unglingur, mynd af huldufólkinu í Hróarsholtskletti og kirkju þeirra í hrauninu. Þá voru þjóðsögur oft sagðar í hans heimasveit, sem og sögur af draugum og útilegumönnum. Ásgrímur fæddist fjórtán árum eftir að fyrra bindi þjóðsagna Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri, kom út og hafði þannig sem ungur maður aðgengi að þessum menningararfi. Hann var því af þeirri kynslóð manna sem þekkti bæði þjóðsögurnar sem gengu sem munnmælasögur, sem og á húsgagnamálari en sótti einnig nám í kvöldskóla í teikningu. Þar var hann undir handleiðslu kennaranna Gustavs ( ) og Sophusar Vermehren ( ). Bræðurnir sinntu báðir teiknikennslu í Kaupmannahöfn í lok 19. aldar og máluðu báðir aðallega landslagsverk og málverk af hversdagslífi. 12 Árið 1900 hlaut Ásgrímur inngöngu í Listakademíuna og var þar við nám í tvo vetur undir handleiðslu, meðal annarra, Frederiks Vermehren ( ) sem var einn kunnasti fulltrúi danskra málara sem aðhylltust rómantískan natúralisma 13, sem jafnframt einkenndi verk Ásgríms um aldamótin. Á þessum tíma fór hann í námsferðir, bæði til Þýskalands og Austuríkis. 14 Á árunum dvaldi Ásgrímur í Kaupmannahöfn á veturna en hafði sumarathvarf á Íslandi. Árið 1908 hlaut hann styrk frá Alþingi til að fara í námsferð til Ítalíu og hafði hann þá vetursetu þar áður en hann fór aftur til Íslands. 15 Frá dvöl hans á Ítalíu liggja aðallega eftir hann litlar vatnslitamyndir en einnig þó nokkrar myndir úr 11 Einar Ól. Sveinsson 1959:12 12 Den store danske, Gyldendals åbne encyklopedi. Gustav Vermehren Sótt 13. apríl Den store danske, Gyldendals åbne encyklopedi. Frederik Vermehren. ermehren?highlight=frederik%20vermehren. Sótt 13. apríl Júlíana Gottskálksdóttir 2011:89 15 Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sigurðsson 1986:77 4

9 þjóð- og fornsögum sem gefa til kynna að þó að hann stæði andspænis helstu meistaraverkum listasögunnar þá var íslenski sagnaarfurinn honum ávallt hugleikinn! Til marks um það lét hann á þeim tíma senda sér bæði rit Markúsar Loftssonar Um Jarðelda á Íslandi, sem og Draugahefti sem í eru draugasögur úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. 16 Á leið sinni heim til Íslands árið 1909 hafði hann viðkomu í Weimar og Berlín og taldi Ásgrímur síðar að þær heimsóknir hefðu gefið honum mikið með tilliti til listræns þroska hans. Á ferðum sínum um Þýskaland sótti hann listasöfn þar í landi þar sem hann fékk tækifæri til að kynnast málverkum frönsku impressjónistanna 17 sem höfðu síðar á þriðja áratugnum áhrif á landslagstúlkun hans. 18 Þegar Ásgrímur var búsettur í Kaupmannahöfn við nám og störf frá 1897 til 1909 hefur ekki farið framhjá honum að í dönsku listalífi voru symbólisminn og þjóðarrómantíkin mjög vinsæl. 19 Symbólisminn var andsvar, á 10. áratug 19. aldar, við þeim metnaði natúralismans að lýsa veruleikanum en hann er ekki stílhugtak í hefðbundnum skilningi heldur tekur fyrst og fremst til viðfangsefnisins. Hugtakið kemur fyrst fram í franska blaðinu Le Figaro árið 1886 þegar Jean Moréas birti manifest symbólismans. Symbólisminn fékk mjög víðtæka merkingu í danskri list á 10. áratug 19. aldar þar sem hann í raun vísar til allrar þeirrar myndlistar sem ekki lýsir hinum sýnilega veruleika. 20 Það er því mikilvægt með hliðsjón af þjóðsagnamyndum Ásgríms að myndefnið úr þjóðsögum varð vinsælt með þjóðernisrómantíkinni og symbólismanum um aldamótin. 21 Johannes Jörgensen var einn af helstu talsmönnum symbólismans í Danmörku og lýsir hann afstöðu málarans til veruleikans árið 1893: Fyrir symbólismann er hið huglæga mikilvægt og það hefur ekkert gildi að líkja eftir veruleikanum. Í symbólismanum er það andblær eða stemning náttúrunnar sem skiptir máli og þess vegna umbreytir málarinn litum og formum náttúrunnar í samræmi við túlkun sína og áherslur. 22 Jörgensen leiddi þessa niðurstöðu út frá túlkun franska gagnrýnandans Gustav-Albert Aurier á symbólismanum sem birtist í Mercure de France árið 1890: Í náttúrunni er sérhver hlutur einungis tákngerð hugmynd... Hinar ýmsu línur, litir og skuggar náttúrunnar mynda dularfullt en yndislegt tungumál, sem er nauðsynlegt að skilja til 16 Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sigurðsson 1986:24 17 Tómas Guðmundsson 1962:59 18 Björn Th. Björnsson 1973: Júlíana Gottskálksdóttir. 2011:95 20 Ólafur Kvaran 2011:49 21 Rossholm, Margaretha 1974: Ólafur Kvaran 1987:15 5

10 að vera listamaður. 23 En symbólisminn fjallaði einnig um, samkvæmt Simon Koch í Taarnet árið 1893 sem gaf tóninn fyrir 10. áratuginn, að listamaðurinn hefði rétt til að setja fram sínar eigin fantasíur og væri ekki bundinn af ákveðnum myndefnum og hefði jafnframt rétt til að setja fram sínar eigin skoðanir og hugmyndir. 24 Það er einmitt í þessu samhengi sem tilvísarnir í sagnahefðina eru mikilvægar. 25 Árið 1905 yfirgaf Ásgrímur hina natúralísku, rómantísku túlkun sem einkenndi verk hans áður. Afstaða hans verður huglægari eins og sjá má í verkinu Frá Vestmannaeyjum (um 1905) (Mynd 1) en þar eru klettarnir dulúðlegir og mun frekar í stíl stemningsmálverksins en natúralismans og það má leiða líkur að því að hina huglæga túlkun Ásgríms í landslagsverkum hans, eins og í verkinu Frá Vestmanneyjum (um 1905), megi tengja við symbólismann um aldamótin 26 og það sé þess vegna engin tilviljun að um líkt leyti fá þjóðsagamyndefnin mikið rými í list hans þar sem þar er ákveðið svigrúm fyrir huglægar túlkanir. Þegar fjallað er um þjóðsagnamyndir Ásgríms um aldamótin er mikilvægt að hafa í huga að það var árið 1891, á Den frie udstilling í Kaupmannahöfn, sem danski listamaðurinn Niels Skovgaard ( ) 27 sýndi myndir sem byggðar voru á efni úr þjóðsagnaminninu. Það var byltingarkennd sýning í þeim skilningi að þjóðsögurnar höfðu ekki áður verið myndefni sem þótti við hæfi á listsýningu. Það voru þó ekki allir á sama máli um það hvort slíkar myndir ættu heima á listsýningum og höfðu gagnrýnendur til að mynda á orði að slík verk hlytu að vera ætluð börnum. Það var síðan árið 1893 að þjóðsagnamyndir fengu mikla athygli því þá sýndi norski listamaðurinn Gerhard Munthe ( ) myndir sínar og fékk almenna viðurkenningu gagnrýnenda. Myndir hans voru settar í samhengi við symbólismann, sem á þessum árum naut vaxandi vinsælda í listheiminum, og frá árinu 1894 var mikið skrifað í dagblöð og tímarit um þessi nýju viðfangsefni þar sem draumaveraldir og ævintýri skipuðu stóran sess. 28 Á sama tíma og symbólisminn var að koma fram með sín nýju myndefni og efnistök voru einnig sterkir straumar þjóðernisrómantíkur á Norðurlöndum. 23 Ólafur Kvaran 1987:16 24 Rossholm, Margaretha 1974:15 25 Rossholm, Margaretha 1974: Júlíana Gottskálksdóttir 2011: Wivel, Henrik 1994:60 28 Rossholm, Margaretha 1974:73 6

11 Þjóðernisrómantíkin miðaði að því að sameina þjóðir undir sömu formerkjum þar sem lögð væri áhersla á það sem einkenndi hverja þjóð fyrir sig; sameiginlegt tungumál, saga og menningararfleið. Það er þess vegna eðlilegt að ætla að þessir samtímastraumar hafi átt ákveðinn þátt í því að Ásgrímur tók þá ákvörðun að leita viðfangsefna í þjóðsögum Íslendinga. 29 Árið 1909 var Ásgrímur alkominn til Íslands og eftir að hann sneri heim var myndefni hans fyrst og fremst íslenskt landslag. 30 Það var árið 1910 sem Ásgrímur hélt sína fyrstu páskasýningu í Vinaminni í Mjóstræti í Reykjavík en slíkar sýningar áttu eftir að verða árlegur viðburður í Reykjavík í um 20 ár Júlíana Gottskálksdóttir 2011:95 30 Hrafnhildur Schram 2011:86 31 Júlíana Gottskálksdóttir 2011:107 7

12 2. Einar Jónsson og sagnahefðin Þegar fjallað er um fyrstu þjóðsagnamyndir Ásgríms frá árinu 1899 er eðlilegt að nefna Einar Jónsson myndhöggvara ( ), góðvin Ásgríms, sem áhrifavald í list hans. Einar og Ásgrímur voru samtíma í Kaupmannahöfn í nokkur ár og varð þeim vel til vina á þessum árum. 32 Einar var þegar árið 1893 farinn að velta fyrir sér myndefnum úr íslenska sagnaarfinum. 33 Sjálfur segir Einar í endurminningum sínum að þegar hann var búsettur í Kaupmannahöfn hafi hann haft mest kynni af Ásgrími Jónssyni og að honum hafi þótt vænt um hann eins og hann væri bróðir minn og ég sparaði ekki að brýna fyrir honum lögmál listarinnar sem ég þóttist allvel heima í. 34 Einar gerði verk sitt Útlagar (Mynd 2) á árunum og sýndi það árið 1901 á vorsýningunni í Charlottenborg í Kaupmannahöfn. Einar hafði, þegar árið 1893, verið hvattur af kennara sínum, Stephan Sinding, norskum myndhöggvara sem aðhylltist nýrómantík, til að sækja sér myndefni í íslensku sögurnar og er hugmyndin um Útlagan þaðan komin. 35 Eins og bent hefur verið á þá er jafnframt eðlilegt að setja Útlaga í samhengi við sterka þjóðernishyggju þar sem hún birtist víða í norrænni aldamótalist með áherslu á sagnahefðina. Verkið er útfært í stíl natúralismans, þar sem lögð er áhersla á sérhvert smáatriði, en einnig má setja stíl verksins í samhengi við hið þýskættaða nýbarokk en kennarar Einars í Listakademíunni voru meðal fulltrúa nýbarokksins í Danmörku. 36 Þegar verkið Útlagar var sýnt á vorsýningunni í Charlottenborg árið 1901 var uppruni þess sérstaklega tíundaður í sýningarskrá, þó án þess að hægt sé að heimfæra eftirfarandi lýsingu á ákveðna þjóðsögu: Verkið byggist á myndefni sem er að hluta til sótt í íslenska sögu. Hún fjallar um útlaga sem dæmdur var fyrir afbrot, en tókst að flýja með unga konu sína til óbyggða. Á dánarbeðinu bað hún þess eindregið að hún yrði jarðsett í vígða mold. Verkið sýnir útlagann með látna konu sína á bakinu að næturlagi á leið til kirkjugarðsins. 37 Með því að taka þetta fram sérstaklega er lögð þung áhersla á þjóðernislegan sagnaarf Íslendinga og er hann með þessu gerður mikilvægur sem myndefni listaverksins. Í samhengi við umfjöllun á Íslandi um Útlagana árið 1901 er áhugavert að hún er í takt 32 Tómas Guðmundsson 1962:41 33 Ólafur Kvaran 2011:49 34 Einar Jónsson 1983: Ólafur Kvaran 2011:46 36 Ólafur Kvaran 2011:48 37 Ólafur Kvaran 2011:48 8

13 við þá þjóðernismiðuðu orðræðu sem hófst á Alþingi árið 1895 í sambandi við umræður um styrki til listamanna. 38 Í grein Jóns Helgasonar, guðfræðings og síðar biskups, er verk Einars borið saman við ímynd þjóðsagnarinnar og Jón fyllyrðir: þetta er einmitt íslenski útilegumaðurinn eins og ég hefi hugsað mér hann, mikilfenglegur og stórskorinn en jafnframt göfuglyndur. 39 En Útlagar var ekki eina verk Einars á þessum árum sem hefur að geyma þjóðsögulegar skírskotanir, það má einnig nefna verk hans Dögun ( ) (Mynd 3), en fyrstu skissu að því verki gerði Einar árið 1900 og hét hún Dagur í austri og vísar til sögunnar um Nátttröllið. 40 Í Dögun Einars sést það augnablik þegar tröllið hefur tekið stúlkuna til fanga og er að umbreytast í stein um það leyti sem sólin er að brjótast fram. Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að í íslenskum bókmenntum birtist einnig tilvísun í hinn þjóðlega arf, eins og leikritið Útilegumennirnir eftir Matthías Jochumsson sem hafði verið frumsýnt í Reykjavík árið 1862 en var tekið upp aftur og sýnt í Reykjavík árið 1898 og undir nafninu Skugga-Sveinn. 41 Í sögulegu samhengi er það því eðliegt að sjá bæði verk Einars og Ásgríms á þessum tíma í samhengi við þá þjóðernisrómantík sem birtist í norrænni aldamótalist og margir listamenn á þessum tíma leituðu í. Það er ljóst að til að varpa ljósi á tilurð fyrstu þjóðsagnamynda Ásgríms, um 1900, má benda á ýmsa áhrifavalda. Menningarlegur bakgrunnur hans vegur þar þungt, kynni hans af Einari Jónssyni, sem og áhrif hugmynda eins og þjóðernisrómantíkur og verk þeirra dönsku listamanna sem sóttu sér myndefni á sömu mið og sýndu reglubundið á Den frie í Kaupmannahöfn. 38 Björn Th. Björnsson 1964:56 39 Jón Helgason Ólafur Kvaran 1987:32 41 Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir 2006:155 9

14 3. Þjóðsagnaútgáfa á Íslandi Upphaf söfnunar á þjóðsögum má rekja til Þýskalands þar sem bræðurnir Jakob ( ) og Wilhelm Grimm ( ) gáfu út þjóðsagnasafn sitt Grimms ævintýri á árunum Í kjölfar þessa vaknaði mikill áhugi annarra Evrópuþjóða á þjóðsögum og söfnun þeirra. 42 Það var á fyrri hluta 19. aldar sem sérstakur áhugi á þjóðsögunum vaknaði á Íslandi og var það í tengslum við rómantísku stefnuna sem ríkti á þessum árum, þar sem áherslan á hin þjóðlegu sérkenni voru í fyrirrúmi og mikil áhersla lögð á að upphefja þau. Þá var hafin söfnun á þessum sögum sem fram að þessu höfðu gengið manna á milli sem munnmælasögur og voru órjúfanlegur hluti af íslenskri þjóðernisvitund. Þeir Jón Árnason ( ) og Magnús Grímsson ( ) hófu fyrstir manna söfnun á íslenskum þjóðsögum á Íslandi árið Þá kom fyrsta safn þjóðsagna sem gefið var út á landinu árið 1852 og var það ritið Íslenzk æfintýri sem birtist í kjölfar rannsókna og söfnunar Magnúsar og Jóns. 43 Árið 1860 lést Magnús og hóf þá Jón að ganga frá safni þeirra með hvatningu frá þýska þjóðsagnasafnaranum Konrad Maurer ( ). Það var árið 1862 sem fyrsta bindi þjóðsagna Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri, kom út og seinna bindið 1864 og varð bók Maurers frá árinu 1860, Isländische Volkssagen, Jóni mikil fyrirmynd við útgáfu sína. Með þessum bókum spratt upp sú hugmynd að þarna væri að finna hinn eina sanna íslenska arf, eitt af því sem sérstaklega einkenndi Íslendinga, íslenskar þjóðsögur. 44 Þetta er mikilvægt að hafa í huga í sambandi við hina þjóðernismiðuðu orðræðu um myndlist sem varð til um aldamótin. Þá urðu Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri gríðarlega vinsælt lesefni meðal Íslendinga þegar við fyrstu útgáfu árið Með útgáfu þessara sagna urðu íslenskar þjóðsögur mikilvægur þáttur í menningarlegri sjálfsmynd og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. 45 Það er því ljóst að með þessum útgáfum á þjóðsögunum, á Íslandi og á Norðurlöndum, öðluðust þær menningarlegt og samfélagslegt gildi sem var um leið bakhjarl hinnar þjóðernislegu rómantíkur í lok 19. aldar. Ennfremur má fullyrða að þrátt fyrir menningarlegan bakgrunn listamanna eins og Einars og Ásgríms í íslenska 42 Gísli Sigurðsson. Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi?. Sótt 12. apríl Gísli Sigurðsson. Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi? Sótt 13. apríl Einar Ól. Sveinsson 1959:10 45 Gísli Sigurðsson. Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi? Sótt 13. apríl

15 bændasamfélaginu, þar sem þessi arfleið lifði góðu lífi, skipti það miklu máli fyrir þá að hafa aðgengi að þessum prentuðu útgáfum. 4. Tímamótasýning Ásgríms árið 1905 Þann 11. október 1905 opnaði Ásgrímur Jónsson einkasýningu í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík og var aðgangseyrir að sýningunni 15 aurar. 46 Á þessari sýningu var það mikla nýmæli að hann sýndi í fyrsta sinn þjóðsagnamyndir sínar, eins og Nátttröllið (1905) (Mynd 4) og Skessan á steinnökkvanum (1905) (Mynd 5). Það er mikilvægt að hafa í huga í sambandi við þessa sýningu Ásgríms á þjóðsagnamyndum árið 1905 að hún kallaðist á við verkið Útlagar eftir Einar Jónsson sem efalítið var kunnasta verkið eftir íslenskan listamann á þeim tíma. Ditlev Thomsen keypti það árið 1904, gaf það íslensku þjóðinni og var því komið fyrir það sama ár í anddyri Alþingishússins. 47 Þegar Ásgrímur efndi til sýningarinnar 1905 var hann orðinn kunnur listamaður á Íslandi en hann hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík tveimur árum fyrr eða haustið Jón Helgason fagnar þessari frumraun Ásgríms með grein í Ísafold þar sem fjallað er um verk hans í anda þeirrar orðræðu sem leggur áherslu á samband íslenskrar náttúru og myndlistarinnar: Þessar myndir Ásgríms bera þess augsýnilegan vott að vér erum hér að eignast listamann, sem íslensku fjöllin og fossarnir, gilin og grundirnar, hálsanir og hlíðarnar hafa svo lengi beðið eftir árángurslaust. 48 Í Fjallkonunni árið 1905 er frétt um sýninguna þar sem segir að þar sé fjöldi af landslagsmyndum, margar forkunnarfagrar, og síðan segir ennfremur: Þá voru og sýndar myndir, sem heyra til þjóðsögum vorum, afar einkennilegar, svo sem nátttröll á glugga uppi yfir ungri stúlku, skessan í steinnökkvanum, draugamyndir o.s.frv Ísafold 1905: Fjallkonan Jón Helgason Fjallkonan

16 Á sýningunni voru ekki aðeins þjóðsagnamyndir, eins og segir í Fjallkonunni, heldur voru þar einnig landslagsmyndir víða af landinu og voru sérstaklega margar myndir frá Vestmannaeyjum en Ásgrímur dvaldi þar bæði árið 1903 sem og sumarið Landslagsmyndir hans vöktu mikla athygli gagnrýnenda, meðal annars hins þjóðþekkta skálds Þorsteins Erlingssonar ( ), en hann taldi þó að sýningin hefði að geyma enn merkari verk og fer miklum aðdáunarorðum um þjóðsögurnar sem myndefni og segir meðal annars: Til þess þarf bæði skáldagáfu og snilld, að láta sér detta í hug að mála þjóðsagnamyndir okkar, og gera það svo vel, að maður óski að slíkar myndir væri komnar í hverja sögu, eins og manni er þó annt um þjóðsögurnar. 51 Í umsögn Þorsteins er ítarlega fjallað um þjóðsagnamyndir Ásgríms, hann leggur áherslu á þá nýjung að leita sér myndefnis í þjóðsögunum og ræðir hvernig Ásgrímur túlkar þær. Hann skrifar meðal annars: Mörgum okkar mun hafa hnykkt við, þegar við sáum myndir hans úr þjóðsagnaheiminum okkar. Við höfðum spígsporað um þennan huliðsheim aptur og fram, og kunnum allar sögurnar utan bókar, og hvað höfum við séð? Við kunnum nöfnin, en þau voru að eins hljómur, þeim fylgdu engar myndir, eða þá fáar, og eins og í þoku, óljósar og reikandi. En hvað hafði Ásgrímur séð þar? Það var dálítið annað, og dálítið glöggvara, og manni bregður kynlega við að sjá, að einn af samferðamönnum manns um þessar leiðir skuli hafa séð þar vel kvikt, og lifandi, með lit og yfirbragði, svo að hann þekkir svipi, drauga, álfa og trölla, eins og það væru kunningjar hans úr nágrenninu. Manni eykst ekki mikið álit á skarpskyggni sjálfs sín, eða hugsjóna afli, þegar maður sér, hve mikið hann sá, og hve lítið við sjálfir. 52 Í grein sinni leiðir Þorsteinn lesandann áfram við lesturinn í leit að því verki sem hann kallar Gimsteininn hans Ásgríms. Taldi hann að öll verkin á sýningunni væru hin ágætustu verk en eitt bæri þó af. Þorsteinn skrifar:... því þeir munu fáir gleyma henni, sem sáu, og jeg vildi að öll þjóðin hefði átt kost á, að sjá hana, einkum sveitafólkið, sem en þá les sögur, og elskar þær, og mér finnst, sem jeg muni seint gleyma þessari mynd, og það þó jeg kannske sjái hana ekki optar. Hún var gimsteinninn hjá Grími. Þannig lýsir Þorsteinn verki Ásgríms Nátttröllinu (1905) og var það besta verk sýningarinnar að mati Þorsteins. 50 Júlíana Gottskálksdóttir 2011:94 51 Þorsteinn Erlingsson 1906:16 52 Þorsteinn Erlingsson 1906:17 12

17 Ásgrími tókst, að mati Þorsteins, með mikilli snilli að færa mynd tröllsins til áhorfendanna í því næst manngerðu tröllslíki sem vakti mikla aðdáun hans: Það var nú kannske réttast fyrir smámenni, að horfast sem minnst í augu við tröllið, meðan það var að yrkja á glugganum, en hefði ekki verið gaman að sjá það í því bili, sem það varð að steini? Hefði ekki verið gaman, að sjá þetta tröllsandlit, og þó allt með mannlegum svip, og andlitsfalli, og það var ekki fölt, engin dauðamörk á því, og því síður var það lifandi, því holdliturinn var horfinn. En annars líkast því, sem það hefði sofnað þarna, að eina ráðningin á gátunni var sú, að tröllið hefði orðið lifandi að steini, því það var því líkast, sem holdið væri lifandi undir blágræn- eða blámóleitum steingjörvings litum. Og svona var andlit tröllsins einmitt hjá Ásgrími, og hann hafði einmitt nógu næma listarsjón til þess, að sneiða hjá tröllamyndum fornaldar sagnanna, með vörina niður á bringu og öðrum slíkum skrípamyndum, og í heild sinni þarf skarpskyggnari mann, en mig, til að setja út á þá mynd með rökum. 53 Það má glöggt ráða af orðum Þorsteins Erlingssonar að sýning Ásgríms á þjóðsagnamyndum hefur verið tímamótasýning á sínum tíma. Enginn íslenskur listamaður hafði fram að þessu sýnt málverk af þeim toga á Íslandi og hafði það verið landsmönnum sérstök upplifun, samkvæmt orðum Þorsteins, að fá loks að sjá myndir sem byggðar voru á þjóðsögum þeim sem höfðu gengið manna á milli í aldaraðir. Þorsteinn víkur sérstaklega að því hve Ásgrímur myndgeri þjóðsögurnar af miklum trúverðugleika, líkt og hann hafi sjálfur hitt fyrir þessar verur sem í þjóðsögunum voru. 54 Í kjölfar sýningarinnar árið 1905 fékk Ásgrímur það verkefni að myndskreyta kennslubækur fyrir börn á árunum 1906 og 1909 en það má túlka sem svo að hann hafi með sýningunni staðfest stöðu sína á þessu sviði myndlistar. Fyrri bókin hét Lesbók handa börnum og unglingum og var gefin út af Guðmundi Finnbogasyni, Jóhannesi Sigfússyni og Þórhalli Bjarnarsyni. Ennfremur myndskreytti hann Nýja stafrófskverið sem út kom árið 1909 og sá Laufey Vilhjálmsdóttur um þá útgáfu. 55 Þessar útgáfur sem Ásgrímur myndskreytti spegla nýjar hugmyndir um menntun barna á þessum tíma. Þegar Nýja stafrófskverið kom út árið 1909 varð það strax aðallestrarnámsbók þeirra sem hófu skólagöngu sína þá í Barnaskólanum í Reykjavík. 56 Lesbók handa börnum og unglingum var ætluð eldri nemendum Barnaskólans í Reykjavík og kom hún út í þremur heftum á árabilinu Þorsteinn Erlingsson 1906:17 54 Þorsteinn Erlingsson 1906:17 55 Júlíana Gottskálksdóttir 1996: Ólafur Rastrick 2003:102 13

18 Lesbókin var ólík öðrum bókum sem áður höfðu verið ætlaðar eldri nemendum því að í henni voru meðal annars ættjarðarljóð, Íslendingasögur og ævintýri. 57 Þessar bækur voru allar notaðar á sínum tíma sem aðalnámsbækur í kennslu í lestri og því hafa myndskreytingar Ásgríms við sögurnar verið íslenskum ungmennum vel kunnar. 5. Togstreita milli hins góða og illa í þjóðsagnamyndum Ásgríms Í þjóðfræðinni hefur einkennum þjóðsögunnar verið lýst á þann veg að aðalpersónurnar séu að jafnaði fáar og áherslan sé að beina athyglinni að viðureign andstæðra söguhetja hverju sinni. 58 Þessi efnistök sögunnar má að ákveðnu marki yfirfæra á framsetningu Ásgríms og það hvernig hann byggir upp frásögn eða samband milli mannfólksins annars vegar og trölla eða drauga hins vegar. Þjóðsagnamyndir Ásgríms einkennast alltaf af natúralískri framsetningu í þeim skilningi að það er rökrétt heild milli myndrýmis og allra þátta myndefnisins. Manneskjan og feiknastórt tröll í sama myndrými er rökrétt með hliðsjón af frásögn þjóðsögunnar. Þessi almennu einkenni sem hér hefur verið lýst að framan einkenna þau verk sem verður fjallað um hér á eftir. Þessi verk eiga jafnframt það sameiginlegt að þau hafa til að bera sterkt tilfinningalegt og sálrænt inntak sem er tjáð í myndbyggingu þeirra og litrænni framsetningu, ásamt látbragði og andlitstjáningu persónanna. Þau hafa það ennfremur sameiginlegt að hin tilfinningalega tjáning og það spennuþrungna augnablik sem Ásgrímur skapar í þessum verkum er ekki síst trúverðugt vegna þess að frásagnir hans eru sviðsettar í raunverulegu umhverfi sem áhorfandinn gat samsamað sig við eða þekkt aftur. Þetta gildir til dæmis um sviðsmyndina í Nátttröllinu sem er íslensk baðstofa þar sem stúlka situr í rekkju sinni og það er fjöl yfir rúminu með íslenskum útskurði. Sama gildir um Skessuna á steinnökkvanum þar sem hægt er að bera kennsl á landslagið því kletturinn í bakgrunni vísar til landslagsins í Vestmannaeyjum. Þannig felur aðferð Ásgríms í sér að í þessum árekstri andstæðra afla eða tveggja heima, þegar manneskjan stendur andspænis yfirnáttúrulegri veru í raunverulegu umhverfi, að til verður heildstæð frásögn sem magnar og styrkir hina tilfinningalegu tjáningu. 57 Loftur Guttormsson 2003: Hallfreður Örn Eiríksson 1983:306 14

19 5.1 Sturluhlaup Eitt elsta verk Ásgríms sem tengist þjóðsögunum er olíumálverk sem ber nafnið Sturluhlaup (Mynd 6). Verkið málaði Ásgrímur í Kaupmannahöfn árið 1900, 59 en það sýnir atburð í frásögn af Kötlugosi árið 1311 sem birtist í ritinu Um jarðelda á Íslandi eftir Markús Loftsson. 60 Sagan segir að bóndinn Sturla Andrésson hafi komist undan jökulhlaupi á ísjaka ásamt ungu barni. Til að halda lífi í ungbarninu segir sagan að hann hafi skorið geirvörtur sínar af og barnið hafi þá drukkið blóð hans. 61 Þetta verk er talið vera gert á námsárum Ásgríms við akademíuna í Kaupmannahöfn með hliðsjón af því hve dökkum litum hann beitir í túlkun sinni. 62 Í safni Ásgríms er að finna þrjú olíumálverk sem byggjast á sögunni um Sturluhlaup. Eins og komið var að hér að ofan er það fyrsta frá skólaárum hans í Kaupmannahöfn, annað verkið er talið vera frá árum hans á Ítalíu þar sem hann fylltist innblæstri af nálægð sinni við Etnu sem ef til vill hefur vakið hann til umhugsunar um eldgos og þá Sturluhlaup í sömu andrá. 64 Þetta viðfangsefni var Ásgrími hugleikið allan listferil hans og hann hóf að mála verk þar sem hann sótti efniviðinn í þessa sömu sögu árið áður en hann féll frá. Það verk er þó frábrugðið fyrri túlkunum hans að því leyti að fólkið í myndinni hefur elst og er maðurinn orðinn eldri og stúlkan er orðin að ungri konu. 65 Í túlkun Hrafnhildar Schram á þessum myndaflokki telur hún að fjallað sé um samband persónanna í myndinni. Samband mannsins og barnsins sem seinna verður að ungri konu sé óljóst en megi telja að myndaflokkurinn sýni nálægð, tryggð og umönnun. 66 Það sem þetta verk á sameiginlegt með öðrum verkum Ásgríms, svo sem Náttröllinu og Skessunni á steinnökkvanum, og er mikilvægt við túlkun þess, er áherslan á hið spennuhlaðna andartak sögunnar sem felur jafnframt í sér eftirvæntingu, því hinar táknrænu áherslur í myndinni eru annars vegar maðurinn og unga stúlkan og hins vegar fyrstu sólargeislarnir í austri. 59 Júlíana Gottskálksdóttir 1996: Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sigurðsson 1986:24 61 Hrafnhildur Schram 1990:36 62 Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sigurðsson 1986: Hrafnhildur Schram 1990:34 64 Hrafnhildur Schram 2011:90 65 Júlíana Gottskálksdóttir 1996: Hrafnhildur Schram 1990:39 15

20 5.2 Nátttröllið Nátttröllið er eitt frægasta þjóðsagnaverk Ásgríms og fjallaði hann um það myndefni oftar en einu sinni á ferli sínum. Nátttröllið vakti gríðarlega athygli á sýningu Ásgríms árið 1905 og eins og segir hér að ofan var það kallað Gimsteinninn hans Ásgríms, meistaraverk hans, samkvæmt Þorsteini Erlingssyni. Í grein Þorsteins er þess getið sérstaklega að loks fái landsmenn að sjá andlit tröllsins, sem allflestir höfðu einungis lesið um, og snilld Ásgríms sé sú hversu vel hann nái augnablikinu þegar tröllið breyttist í stein. 67 Myndin sýnir stúlku, neðarlega vinstra megin í verkinu, og situr hún í rúmi sínu. Hún gjóar augum að trölli sem sést ofar stúlkunni hægra megin. Stærð gluggans sem rammar inn tröllið í verkinu er afgerandi frávik frá byggingarstíl þess tíma og undirstrikar það ennfremur að tröllið sé af yfirnáttúrulegum toga en stoðin við rúm stúlkunnar og rúmfjölin ofan við rúm hennar ramma hana inn. Í þessari myndbyggingu er lögð áhersla á þessar tvær hugmyndalegu andstæður, sú merking að hreinleikinn og fegurðin standi andspænis hinu illa afli sem að nátttröllið táknar. Í endurminningum Ásgríms segir hann frá uppruna ímyndar tröllsins í Nátttröllinu. Hann hafði þá kynnst manni í vist sinni hjá séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi. Ásgrímur kom þangað fyrst árið 1903 en dvaldi oft á Stóra-Núpi á komandi árum. Þar var maður sem kallaður var Stóri-Gvendur og lýsir Ásgrímur honum sem heljarmenni að burðum, tröll að vexti og ákaflega ferlegur. Ásgrímur segir þennan mann hafa verið fyrirmynd að ásjónu tröllanna í þjóðsagnamyndum sínum upp frá því. 68 Samkvæmt þjóðsögunni sem verk Ásgríms vísar til segir að stúlka á bænum hafi boðist til að gæta bæjarins meðan annað heimilisfólk sótti jólamessu. Þar sem hún er á bænum ásamt barni tekur hún eftir því að vera birtist í glugganum. Tröllið vill fá stúlkuna til lags við sig en stúlkan bregst svo við að þau fara að kveðast á og gera þau það til morguns. Það er svo eftir því tekið um morguninn að stór steinn hefur birst við gluggann og er það talið hafa verið tröllið sem þar stóð en hafði breyst í stein við sólarupprás. 67 Þorsteinn Erlingsson 1906:17 68 Tómas Guðmundsson 1962:62 16

21 Í málverkinu Nátttröllið frá árinu 1905 víkur Ásgrímur frá atburðarás þjóðsögunnar til að glæða myndefnið enn meiri spennu og dramatík. Í sögunni um Nátttröllið segir að stúlkan megi ekki undir neinum kringumstæðum svo mikið sem gjóa augum að tröllinu því að þá myndi hún missa ráð og rænu. Í verkinu situr stúlkan hins vegar við gluggann og lítur laumulega í átt til tröllsins sem er um það bil að lenda í geislum sólarinnar og við það breytast í stein. Í þessari mynd sýnir Ásgrímur vel togstreituna milli góðs og ills. Það má segja að birtan í verkinu, eins og í þjóðsögunni, gegni mikilvægu hlutverki í túlkun Ásgríms sem bjargvættur manneskjunnar, hún breytir tröllinu í stein og með því verður ógnin að engu. Höggmyndin Dögun eftir Einar Jónsson er fróðleg til samanburðar við Nátttröll Ásgríms vegna þeirra heimspekilegu hugmynda sem hafa verið settar fram í túlkun á Dögun en eins og áður sagði gerði Einar skissu að höggmynd út frá þjóðsögunni um nátttröllið árið Hina fullgerðu mynd, Dögun, lauk hann við árið 1906 og sýndi á Den frie udstilling árið Í túlkun Einars hefur hann vikið frá atburðarás sögunnar að öllu leyti því tröllinu hefur tekist að fanga stúlkuna og Einar skapar það dramatíska augnablik þegar sólin brýst fram og sýnir andstæð viðbrögð þeirra við birtunni. Øyvind Heggtveit skrifaði texta árið 1910, í samráði við Einar, þar sem segir að verkið skyldi túlkað út frá þjóðsögunni en að það hefði einnig skáldlega merkingu sem væri algjörlega frá listamanninum sjálfum, og það væru andstæðurnar milli ljóss og myrkurs, að það líf sem hefði sál hefði unnið sigur á efnishyggjuni. 69 Samanburður við verk Einars er mikilvægur þar sem í verki hans má greina ólík merkingarsvið og þessi túlkun vísar til þess að listamenn líkt og Einar notuðu myndefni úr þjóðsögum með duldu inntaki til að tjá persónulegar hugmyndir. 70 Þessi samanburður á verkum Einars og Ásgríms varpar einnig ljósi á ólíka stöðu þeirra innan symbólismans. Einari var það mikilvægt að verkið hefði merkingarsvið þar sem ákveðin hugmynd væri tjáð, samanber ummæli hans árið 1905 mjer þykir aðeins vænt um þá kúnst þar sem komið er með Orginala idé Listin átti því samkvæmt Einari umfram allt að tjá ákveðna hugmynd. En symbólisminn opnaði einnig þann möguleika, eins og kom þegar fram í Taarnet árið 1893, að listamenn leituðu nýrra viðfangsefna utan landamæra natúralismans og þá gátu þeir einnig kosið að vinna 69 Ólafur Kvaran 1992: Rossholm, Margaretha 1974:7, Ólafur Kvaran 1992:106 17

22 með myndefni úr sagnahefðinni án þessa heimspekilega eða hugmyndalega merkingarsviðs. Það er mikilvægt í þessu samhengi að, eins og Margaretha Rossholm hefur bent á, þá var í hugmyndum symbólismans á Norðurlöndum í lok 19. aldar, lögð meðal annars, rík áhersla á þau tilfinningalegu áhrif sem listaverkið hefði á áhorfandann. Það er eðlilegt að sjá hina tilfinningalegu tjáningu í þjóðsagnamyndum Ásgríms í þessu sögulega samhengi. 72 Minna má á að listfræðingarnir Björn. Th. Björnsson, Júlíana Gottskálksdóttir og Hrafnhildur Schram, sem hafa fjallað um þjóðsagnamyndir Ásgríms, hafa ekki leitast við að túlka hugmyndaleg eða heimspekileg merkingarsvið í verkum hans. Aftur á móti er ástæða til að halda því til haga að Hrafnhildur Schram hefur sett fram þá túlkun að í myndaflokknum Sturluhlaup megi greina aðra merkingu en einungis það sem myndin sýnir eða sem lýsingu við söguna, en hún er á þann veg að með tilliti til þess hversu sterkt leiðarstef flóttinn er í myndunum má ætla að með því hafi hann [Ásgrímur] verið að vinna sig frá eiginn ótta. 73 Hrafnhildur hefur ennfremur bent á, en það varpar ákveðnu ljósi á það hvernig Ásgrímur samsamaði sig myndefninu í myndlýsingum sínum við tröllasögurnar, að hann hafi gefið bæði skessum og þursum svipmót sitt þegar tröllin tækju á sig manneskjulegt yfirbragð. 74 Það sem er mikilvægt að hafa í huga þegar fjallað er um inntakið í þjóðsagnamyndum Ásgríms er skírskotunin til symbólismans, sem birtist í sterkri tjáningu tilfinninga, eins og sjá má í verkunum Sturluhlaup, Nátttröllið og Skessan á steinnökkvanum. 72 Rossholm, Margaretha 1974:13, Hrafnhildur Schram 2011:91 74 Hrafnhildur Schram 2011:92 18

23 5.3 Skessan á steinnökkvanum Í málverki Ásgríms Skessan á steinnökkvanum (1905) er vikið með afgerandi hætti frá atburðarás þjóðsögunnar en samkvæmt henni var drottningin ein á nökkvanum, eins og segir í sögunni: Loksins tekur hún drottningu og setur hana á nökkvann Sat drottning þá sem höggdofa og aðgjörðarlaus; en nökkvinn undir henni sveif þegar frá skipinu, og leið ekki á löngu, áður en hann var kominn ú augsýn frá skipinu. 75 Í túlkun Ásgríms er hins vegar sýnt þar sem skessan rær á brott með drottninguna innanborðs. Í framsetningu hans er ekki fjallað um dramatískan hápunkt sögunnar, líkt og í Nátttröllinu, heldur er það mun lágstemmdari sviðsetning sem Ásgrímur skapar sem hefur yfir sér sterkan andblæ kyrrðar. Engu að síður felst í þessari túlkun Ásgríms ákveðin spennuhlaðin eftirvænting eða spurningar um það hvað sé í vændum fyrir drottninguna. Leiða má líkur að því að Ásgrímur hafi í þessu verki vikið frá sögunni til að gera sýnilegar og leggja áherslu á andstæður góðs og ills: hið góða í drottningunni en hið illa í skessunni. Myndin hefur á sér dulúðlegan blæ og er hægt að setja klettinn í myndinni í samhengi við myndir Ásgríms frá Vestmannaeyjum sem hann málaði fyrr um sumarið árið 1905 þar sem hin nýja huglæga túlkun hans á íslensku landslagi kemur fram í fyrsta sinn. 76 Þessi dulúð er samt sem áður af öðrum toga en í landslagsverkum hans því nú eru manneskja og yfirnáttúruleg vera í þessu andrúmslofti kyrrðarinnar og það skapar sálrænt inntak og andblæ eftirvæntingar í samspilinu milli hins góða og hins illa. 75 Einar Ól. Sveinsson 1959:74 76 Júlíana Gottskálksdóttir 2011:100 19

24 6. Tröll sem myndefni í norrænni myndlist Tröll sem myndefni í norrænni myndlist koma fyrst og fremst fyrir í myndskreytingum þjóðsagna fyrir börn og með tilliti til þess markhóps hafði það í för með sér að tröllin voru að miklu leyti túlkuð sem skopmyndir. Í norrænum þjóðsögum er ekki að finna ítarlegar útlitslýsingar á tröllum og þurftu því listamenn sem unnu með sagnaminnin að miklu leyti að skapa ímynd tröllanna sjálfir. Það sem einna helst gat gefið þessum listamönnum hugmyndir um útlit tröllanna var myndlist forn-, endurreisnar- og barokklistamanna þar sem hugtakið gigantomacchia setti þeim ákveðna fyrirmynd sem birtist í myndum af goðsagnakenndum blendingum, til að mynda kentárum og trítonum. 77 Ímynd tröllanna sem hefur fest sig í sessi og við þekkjum einna best í dag eru komin frá norska listamanninum Erik Werenskiold ( ). Werenskiold var málari og teiknari sem þekktastur var fyrir myndir sínar sem túlkuðu ævintýri og þjóðsögur þar sem hann skapaði meðal annars höfuðímynd norskra trölla og álfa. Þó að aðrir listamenn hafi einnig skapað tröll sem eru nokkuð kunn, til að mynda þeir John Bauer ( ), sem var sænskur teiknari og þekktur fyrir teikningar sínar við ævintýri og þjóðsögur, og Theodor Severin Kittelsen ( ), norskur teiknari sem þekktur var fyrir að myndskreyta ævintýri og sögur. Tröll Werenskiolds urðu þó fyrst sjálfstæðar verur með einstaklingseinkenni og hafa þau einkum verið tengd við norræna náttúru og menningu. Tröllin koma fyrst og fremst fyrir í norrænum sagnaminnum og er það því nokkuð sérstakt myndefni, og að mestu bundið við Norðurlöndin, og hafa þau verið vinsæl í íslenskum sagnaminnum. 78 Tröllin í myndum Ásgríms virðast vera mjög svipuð og tröllin sem eru að koma fram í myndum norrænna listamanna um 1888 og minna þau óneitanlega á tröll Werenskiolds þó Ásgrímur sé rammíslenskur og Werenskiold að sönnu norskur, eins og Snorri Hjartarson bendir á í grein sinni frá Ef borin eru saman tröll Werenskiolds og Ásgríms má sjá með þeim ýmis líkindi. Þau eru þunglamaleg og gríðarlega stórgerð. Tröll annarra samtímalistamanna Werenskiolds eru mörg hver ýmist glaðlegri, góðlátlegri risar eða mun líkari hinni klassísku ófreskju. Þar sem lýsingar á tröllum liggja yfirleitt ekki fyrir í sögunum þá sést vel, ef skoðaðar eru tröllamyndir frá síðari hluta 19. aldar þegar hugmyndir um 77 Rossholm, Margaretha 1974: Rossholm, Margaretha 1974: Snorri Hjartarson 1949:

25 tröllin voru að koma fram sem slík, að þróun þeirra hefur verið á ýmsan veg í myndskreytingum. Bæði Kittelsen og Werenskiold notast við tröll sem hafa ýmist eitt höfuð eða þrjú. Það má setja þá hugmynd að láta tröllin bera þrjú höfuð í samhengi við það að talan þrír er mjög algeng í sagnaminnum og því er þar að finna beina tengingu milli táknsins og minnisins. 80 Flestar íslenskar tröllasögur eru mjög gamlar, margar hverjar frá tímum fyrir siðaskiptin. Á Íslandi hafa tröll verið túlkuð sem náttúruvættir en ekki landvættir. Þau virðast afsprengi náttúrunnar og óbeislaðs afls hennar og í tröllasögum fyrri tíma sýnist sem að þau spretti allajafna upp úr landslaginu og séu hluti af því eins og þau birtast okkur í mörgum þjóðsagnamyndum Ásgríms. Verða þau þá sem slík hluti af íslenskri náttúru, sem klettar eða fjöll 81 sem má setja í samhengi við túlkun Einars Jónssonar í til að mynda Dögun þar sem tröllið er í þann mund að breytast í stein eða klett sem er líkt og hluti af náttúrunni. 82 Það má greina ákveðnar endurtekningar í verkum Ásgríms þegar hann fjallar um tröll og óvætti. Fyrirferðarmikið þema þjóðsagnaverka hans eru oft annars vegar samskipti milli ungra manna og tröllskessa og síðar flótta unga mannsins og hins vegar þegar ungar stúlkur eru fangar óvætta og trölla. Í þessari framsetningu Ásgríms má sjá rauðan þráð sagnanna sem felur í sér að maðurinn stendur gegnt öflum sem eru mun stærri og sterkari en hann sjálfur, en jafnframt má finna í mörgum þessara sagna hugmyndina um heiðarleika og fegurð sem mætir svikulum og ljótum öflum Hallfreður Örn Eiríksson 1983: Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sigurðsson 1986:26 82 Ólafur Kvaran 2011:58 83 Júlíana Gottskálksdóttir 1996:126 21

26 7. Þjóðsögur, landslag og þjóðerni Ágrímur Jónsson var, ásamt Þórarni B. Þorlákssyni, brautryðjandi á sviði íslenska landslagsmálverksins í upphafi 20. aldar. Það Ísland sem blasti við Ásgrími var land víðáttu og hins óendanlega, það voru ókönnuð landssvæði og tækifæri sem biðu eftir þeim sem eftir þeim sóttust. Í listsögulegu samhengi má tengja sýnina sem birtist í landslagsverkum þeirra við aldamótin við arfleiðina frá rómantíska landslagsmálverkinu á 19. öld. 84 Hugmyndafræðin um þjóðernið og hlutverk myndlistarinnar voru nátengd um aldamótin 1900 því rökin fyrir sjálfstæði Íslands á þessum árum áttu að vissu leyti rætur að rekja til þessara hugmynda um þjóðerniskenndina og einkenni þjóðarinnar. Íslendingum var það mikilvægt að skapa sér sérstöðu sem sameinuð þjóð og með því stuðla að sjálfstæðu þjóðríki á Íslandi. Það var sérstaða Íslands í menningu, landslagi, landfræði, sögu og máli sem ýtti undir þessar hugmyndir og í orðræðunni um aldamótin voru bæði landslagsmálverk og þjóðsagnamyndir settar í samhengi við þjóðernishugmyndir sem voru í hávegum hafðar á Íslandi við upphaf 20. aldar. 85 Ungir listamenn, eins og Ásgrímur Jónsson og Þórarinn B. Þorláksson, voru á þessum tíma að glíma við annars konar vanda en jafnaldrar þeirra erlendis. Ungir evrópskir málarar voru á þessum árum að leitast við að breyta menningarsamfélögum sínum með uppreisn gegn ríkjandi hefðum og gildum. Íslendingar áttu engar hefðir á sviði myndlistar á þessum tíma og var það því í höndum þessara ungu málara, þar á meðal Ásgríms Jónssonar, að leggja grundvöll fyrir sjálfstæðu menningarsamfélagi á Íslandi. 86 Um aldamótin voru uppi miklar umræður um sjálfstæði landsins, mikil vitundarvakning var viðvíkjandi þeirri hugmynd að Ísland gæti orðið sjálfstætt ríki og var sérstæð náttúra okkar sterkt afl í því samhengi. Eins og Jón Helgason benti á árið 1903, í umsögn um sýningu Ásgríms, hafði íslenskt landslag lengi beðið eftir þessum listamanni 87 og með sama hætti má segja að þjóðsögurnar hafi einnig beðið eftir því að vera loks settar í myndrænt form. Þetta samhengi á milli hugmynda um þjóðerni og fagurfræðilegrar leiðsagnar sem listamenn bera ábyrgð á kemur einnig fram í 84 Júlíana Gottskálksdóttir 2011:80 85 Auður Ólafsdóttir 2001:24 86 Auður Ólafsdóttir 2001:23 87 Jón Helgason

27 umræðunni í upphafi aldarinnar og þar segir meðal annars í blaðinu Ingólfi árið 1903 um hversu mikilvægt þjóðinni sé að eiga listamenn: þó ekki sé til annars en kenna almenningi að meta fegurð náttúrunnar umhverfis oss og koma réttilega auga á hana. En þetta styrkir aftur kærleikann til ættjarðarinnar og verður til þess að gera manni ljúfari dvölina þar, þrátt fyrir ýmsa annmarka og erfiðleika. Slíka mission þarf einnig að reka hér á landi, og það eru listamennirnir, sem eiga að reka hana. 88 Þá má segja, og það er mikilvægt í þessu samhengi, að upphaf þessarar orðræðu um samband myndlistar og náttúru hafi þegar komið fram í umræðum á Alþingi árið 1895 þegar verið var að fjalla um styrkveitingar til Einars Jónssonar og Þórarins B. Þorlákssonar. Í þeirri umræðu sagði einn alþingismanna: Það þarf að vekja fegurðartilfinningu þjóðarinnar. Og hann bætti við: Af fögrum listum er málverkalistin einmitt sú sem getur komið að bestum notum hér á landi... en málari getur vel þrifist hér á landi. Íslenskir fossar, fjöll og sveitir eru alltaf við hendina fyrir málara hér. 89 Það er ljóst að um aldamótin var til staðar sterk orðræða þar sem tvinnast saman hugmyndir um náttúru, þjóðerni og hlutverk myndlistar. Það má ennfremur draga þá ályktun að landslags- og þjóðsagnamyndir Ásgríms hafi verið miðlægar í þessari þjóðernismiðuðu orðræðu og að verk hans hafi verið mikilvægt framlag til menningarlegrar sjálfsmyndar Íslendinga. 88 Hrollaugur 1903:69 89 Björn Th. Björnsson 1964:56 23

28 8. Orðræðan um myndlistina og þjóðernið Vitundarvakningin um sjálfstæði landsins var mikil í íslensku samfélagi í upphafi 20. aldar. Mikið var skrifað og rætt um möguleikann á að stofna hér sjálfstætt þjóðríki og með því endurreisa hið forna íslenska þjóðveldi. Var hugmyndin um endurreisn þjóðríkisins í upphafi 20. aldar mönnum mikill innblástur og fyllti þá ríkri þjóðerniskennd og vilja til að berjast fyrir málstaðnum. 90 Það var á árunum sem sagnaminni urðu mjög vinsæl í norrænu listalífi. Á þeim tíma urðu þjóðsögurnar almennt lesefni og þótti mjög mikilvægt að kynna sér þær og lesa. Þannig urðu sagnaminni mikilvæg, bæði í myndlist sem í bókmenntaheiminum, og á þessum árum var algengt að myndlistarmenn sæktu sér myndefni í þjóðsagnaminni á borð við þær myndlýsingar sem Ágrímur gerði við þjóðsögur Íslendinga. 91 Það var síðan árið 1905 sem Ásgrímur sýndi fyrst þjóðsagnamyndir sínar opinberlega á sýningu í Góðtemplarahúsinu og eins og áður segir voru Útlagar Einars Jónssonar til sýnis almenningi í Alþingishúsinu frá árinu Þegar skoðuð er grein Þorsteins Erlingssonar frá 1906 má sjá að viðtökurnar við sýningunni voru mjög jákvæðar og sér í lagi þóttu þjóðsagnamyndirnar miklar gersemar. 92 Orðræðuna um þjóðsagnamyndir á þessum árum er eðlilegt að setja í samhengi við þær róttæku þjóðernishugmyndir sem þá voru hafðar í hávegum á Íslandi. Víða í Evrópu þótti slíkur sagnaarfur vera sameiningartákn þjóða og gátu Íslendingar, með vísan í þessa orðræðu, þannig fengið að kynnast sínum eigin sagnaarfi með því að sjá hann túlkaðan eða færðan í myndrænt form. Með því að fá að sjá myndræna túlkun á þjóðsögunum fengu Íslendingar tækifæri til að upplifa sagnaarfinn, bæði sem tákn um hið þjóðlega, sem og fagurfræðilega. Þannig má fullyrða að á tímamótasýningu Ásgríms árið 1905 hafi sameinast þjóðernislegar áherslur í anda þjóðernisstefnu Íslendinga í upphafi 20. aldar sem var mikilvægt framlag til sjálfstæðrar listmenningar á Íslandi og ýtti þjóðinni enn frekar í átt að því að verða réttilega sjálfstætt þjóðríki. Í upphafi ferils Ásgríms snýst orðræðan um list hans öðru fremur um samhengi við ættjarðarást og fegurð Íslands. Honum var ætlað það hlutverk mjög snemma að búa 90 Sigríður Matthíasdóttir 2004a:43 91 Rossholm, Margaretha 1974:72 92 Þorsteinn Erlingsson 1906:17 24

29 Íslendingum menningarlíf sem gæti talist landinu til sóma 93 og skapa nýja vitund um listrænt gildi íslenskrar náttúru. 94 Árið 1903 kom út rit sem nefnist Íslenzkt þjóðerni eftir Jón Aðils ( ) og skiptir það miklu máli þegar fjallað er um orðræðuna um þjóðernið á þessum tíma. Jón Aðils var íslenskur fræðimaður á 20. öld sem hafði uppi mjög sterkar hugmyndir um uppbyggingu þjóðernishugmynda. Ísland átti það sammerkt með ýmsum ríkjum Evrópu á þessum tíma að í þeim blundaði þrá eftir sjálfstæði og sjálfstæðu þjóðríki. Þar sem þörf var á uppbyggingu þjóðernishugmynda á Íslandi til að sameina þjóðina þurfti að leita aftur í fyrri tíma og skapa þannig hugmynd um gullöld þjóðar út frá því samhengi. Því litu íslenskir fræðimenn, þar á meðal Jón Aðils, til þeirrar hugmyndar að hægt sé að finna eðli þjóðarinnar með því að líta til uppruna Íslendinga. Jón Aðils byggir kenningar sínar og hugmyndafræði á hugmyndum þýska heimspekingsins Johanns Gottfrieds Herder ( ) en hjá honum koma fram hugmyndir sem fela í sér að þjóð sé ein heild, sameinuð vegna sérkenna sinna. Herder var einna fyrstur manna til að setja fram kenningar þar sem tengdar voru saman menning þjóða og þjóðerniskennd þeirra. Hann taldi að með því að finna fyrst og fremst sameiginlega tungu og menningarlega samkennd með samlöndum sínum mætti byggja upp með þeim samstöðu, ættjarðarást og þjóðerniskennd. Það væru tengsl milli einstaklinga innan sömu þjóðar vegna þess að einstaklingarnir hefðu sameiginlegt sérstakt lífrænt eðli og því væri mikilvægt að þær væru sameinaðar í einu þjóðríki. 95 Það var víða að finna áhrif þýskra hugmynda um þjóðerni í hugmyndum þeirra Íslendinga sem höfðu uppi raddir um þjóðernisstefnu Íslands á 19. öld. 96 Það má þá segja að Ásgrími hafi með list sinni í upphafi 20. aldar tekist að sameina þjóðina með því að myndgera land og sögur og með því að gera aðgengilega menningararfleifð sem var að öllu leyti íslensk, byggð á íslenskri náttúru og þjóðsögum. Sú orðræða sem fjallaði um mikilvægi Ásgríms fyrir íslenskt þjóðerni og var fest í sessi í upphafi aldarinnar lifði góðu lífi um miðja öldina og í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1936 má lesa eftirfarandi ummæli um Ásgrím: Hann gerðist fulltrúi ættjarðarástarinnar, eins og hún birtist í ást okkar Íslendinga á landinu sjálfu, sakir fegurðar þess, fjölbreytni og 93 Vík Ingólfur Sigríður Matthíasdóttir 2004b. Morgunblaðið / lesbók. Karlmennska, kvenleiki og íslenskt þjóðerni. 87ed7f653d87. Sótt 25. apríl Sigríður Matthíasdóttir 2004a:47 25

30 blæbrigða. 97 Sama orðræða er tíunduð mjög sterkt í tilefni af útkomu bókar um list hans árið 1949 en þá birti bókaforlagið Helgafell auglýsingu þar sem Ásgrímur er útnefndur sem listamaður Íslands. Í auglýsingunni segir: Hverjar eru máttarstoðir íslensks sjálfstæðis og lýðfrelsis? Hvernig fær þjóðin treyst þær og verndað? Sjálfstæð þjóðleg list, Ásgrímur Jónsson hinn síungi og aldraði íslenski snillingur mun eiga flestum Íslendingum drýgri þátt í því að hleypa traustum og varanlegum stoðum undir sjálfstæði okkar og lýðfrelsi, jafnt með sínum stórbrotnu listaverkum og fordæmi. Fái íslensk æska og íslenska þjóðin yfirleitt tækifæri til þess að njóta heima hjá sjer snilldarverka Ásgríms Jónssonar og kynnast fordæmi hans mun hana síður saka í hinu mikla ölduróti, sem nú umlykur okkur á báðar hendur. Hver sá sem gerir sitt besta til að tengja líf íslenskrar æsku lífi Ásgríms og list hans treystir varanlega máttarstoðir íslensks sjálfstæðis og lýðfrelsis. 98 Það er ef til vill engin tilviljun að það sé endurlit til þessarar þjóðernismiðuðu orðræðu í íslensku samfélagi haustið 1949 því á því ári geysuðu illvíg átök um þjóðernið og sjálfstæðið í tenglsum við inngöngu Íslands í NATÓ. Þannig var orðræðuhefðin um list Ásgríms sett í spennuhlaðið pólitískt samhengi um miðja 20. öld. 97 Fp. 1936:6 98 Morgunblaðið 1949:11 26

31 Niðurstöður Ásgrímur Jónsson hélt sýningu í Reykjavík árið 1905, sem teljast verður tímamótasýning í íslenskri listasögu, því hann sýndi málverk fyrstur íslenskra listamanna þar sem myndefnið er sótt í þjóðsögurnar. Á sýningunni voru verk eins og Nátttröllið (1905) og Skessan á steinnökkvanum (1905). Þessi nýju myndefni Ásgríms er eðlilegt að skoða í samhengi við menningarlegan bakgrunn hans í íslenska bændasamfélaginu, kynni hans af Einari Jónssyni og ekki síst við þjóðernisrómantíkina og symbólismann í Danmörku á 10. áratug 19. aldar. Þá má einnig nefna í þessu sambandi að Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri voru gefnar út í fyrsta sinn árið 1862 og útgáfa þeirra skipti miklu máli fyrir aðgengi að þessum menningararfi. Í listferli Ásgríms er mikilvægt að leggja áherslu á að þegar hann fór að sækja myndefni í þjóðsögurnar, þar sem er mjög skýrt svigrúm fyrir huglægar túlkanir listamannsins, yfirgaf Ásgrímur um líkt leyti hina natúralistísku rómantísku túlkun á landslaginu og þess í stað varð áherslan á stemningu eða andblæ landslagsins og má tengja þessa áherslubreytingu við symbólismann um aldamótin. Þjóðsagnamyndir Ásgríms í upphafi aldarinnar einkennast af natúralískri framsetningu sem felur í sér rökrétta heild milli myndrýmisins og allra þátta myndefnisins. Túlkun Ásgríms á myndefninu hefur sterkt tilfinningarlegt og sálrænt inntak sem byggist á myndbyggingu og litrænni framsetningu, ásamt látbragði og andlitstjáningu. Þetta tilfinningalega inntak er auk þess styrkt og magnað í upplifun áhorfandans með því að myndefnið er sviðsett í raunverulegu umhverfi sem áhorfandinn þekkir. Þá tjáningu tilfinninga sem kemur fram í túlkunum Ásgríms á þjóðsögunum er eðlilegt að sjá í samhengi við það viðhorf innan symbólismans á Norðurlöndum í lok 19. aldar, að leggja áherslu á þau tilfinningalegu áhrif sem listaverkið hafði á áhorfandann og að það væri í raun mælikvarðinn á gildi þess. Þetta norræna samhengi birtist enn fremur til dæmis í túlkun Ásgríms á tröllinu þar sem ímynd tröllsins í verkum hans virðist vera mjög svipuð og kom fram í myndum norrænnna listamanna um 1890 og þá sérstaklega í verkum norska listamannsins Werenskiold. Í samanburði við Einar Jónsson er ljóst að afstaða þeirra til þjóðsögunnar er ólík og þá um leið staða þeirra innan symbólismans því Einar leggur áherslu á tjáningu heimspekilegra hugmynda en Ásgrímur á tjáningu tilfinninga. 27

32 Þegar Ásgrímur kom fram sem listamaður í upphafi 20. aldar var þá þegar til staðar sterk þjóðernisleg orðræða sem hófst með umræðum á Alþingi árið 1895 þegar rætt var um styrkveitingu þingsins til listamanna. Viðtökurnar við sýningu Ásgríms á landslagsmyndum árið 1903 eru í anda þessarar orðræðu sem leggur sterka áherslu á samband náttúrunnar og myndlistarinnar. Í umfjöllun um sýningu Ásgríms árið 1905, en hún fékk mikið lof og athygli í dagblöðum, er lögð áhersla á þá nýsköpun Ásgríms að sækja myndefni í þjóðsögurnar og hve mikilvægt það sé fyrir landsmenn að fá loks að sjá myndir byggðar á þjóðsögum sem voru sameiginleg eign þjóðarinnar. Í þessu sambandi má nefna sem dæmi um þá viðurkenningu sem Ásgrímur fékk í kjölfar sýningarinnar árið 1905, að honum var falið að myndskreyta kennslubækur fyrir börn á árunum 1906 og 1909 sem á næstu áratugum voru notaðar sem aðalnámsbækur í lestrarkennslu á Íslandi og hafa myndir Ásgríms því verið allflestum ungmennum á Íslandi vel kunnar. Viðtökurnar við sýningunni árið 1905 má túlka á þann veg, að með því að fá tækifæri til að sjá myndræna túlkun á þjóðsögunum fengju Íslendingar þar með tækifæri til að upplifa sagnaarfinn, í senn sem tákn um hið þjóðsögulega og hið fagurfræðilega. Hugmyndir um þjóðernið, hlutverk myndlistarinnar og fagurfræðilega leiðsögn myndlistarmanna voru nátengdar í upphafi 20. aldar. Þannig má leiða líkur að því að með hliðsjón af tímamótasýningu Ásgríms árið 1905 hafi sameinast fagurfræðilegar og þjóðernislegar áherslur í anda þjóðernisstefnu Íslendinga. Með því að gera þannig mikilvæga menningararfleið aðgengilega, má álykta sem svo, að sýningin árið 1905 hafi þar með haft sterk samfélagsleg áhrif. Í umfjöllun um list Ásgríms í byrjun 20. aldar er tekið mið af tilvísunum í pólitískar og þjóðernislegar hugmyndir. Í þeirri orðræðuhefð sem þá mótast um hið þjóðlega og þróast síðan áfram, um þjóðerni, náttúru og hlutverk myndlistar er ljóst að verk Ásgríms gegndu stóru hlutverki og að þessi orðræða mótaði menningarlega sjálfsmynd Íslendinga og hafði mikil áhrif á listumræðu á Íslandi allt fram á sjöunda áratug 20. aldar. 28

33 Myndir Mynd 1 Ásgrímur Jónsson Frá Vestmannaeyjum (um 1905) Olía á striga, 46 x 92 cm Listasafn Einars Jónssonar 29

34 Mynd 2 Einar Jónsson Útlagar ( ) Gifs, hæð 218 cm Listasafn Einars Jónssonar 30

35 Mynd 3 Einar Jónsson Dögun ( ) Gifs, hæð 215 cm Listasafn Einars Jónssonar 31

36 Mynd 4 Ásgrímur Jónsson Nátttröllið á glugganum (1905) Olía á striga, 50 x 60 cm Listasafn Íslands 32

37 Mynd 5 Ásgrímur Jónsson Skessan á steinnökkvanum (1905) Olía á striga, 69 x 90 cm Einkaeign 33

38 Mynd 6 Ásgrímur Jónsson Sturluhlaup (1900) Olía á striga, 29 x 48,5 cm Listasafn Íslands 34

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

2. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

2. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 2. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Á vefnum er varpað ljósi á ýmislegt sem aflaga hefur farið í málfari Íslendinga. Hver málfarsmoli fjallar um eitt atriði og kemur með tillögu til

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26 Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á umfjöllun Jónasar Hallgrímssonar um ást og eftirsjá í nokkrum ljóðum hans. Leitað var fanga í bréfum hans og samtíðarmanna, ljóðin skoðuð með tilliti til þess

Læs mere

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København Hugvísindasvið Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København Oversættelse af minimalistisk tekst samt teorier og analyse Ritgerð til BA-prófs Laufey Jóhannsdóttir September 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Hugvísindasvið Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Ritgerð til B.A.prófs Áslaug Lovísa Bílddal Gunnarsdóttir Janúar 2011

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn?

Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn? Hugvísindasvið Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn? Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar Ritgerð til M.A.-prófs Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55,

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

SAG 203. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn. Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson

SAG 203. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn. Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson SAG 203 Nýir tímar Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta Verkefnasafn Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson Netútgáfa Mál og menning Reykjavík 2007 1 Nýir tímar. Saga Íslands og

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting RÁÐUNAUTAFUNDUR 2 Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum og Laufey Bjarnadóttir

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

2 Þingnes við Elliðavatn

2 Þingnes við Elliðavatn Vinnuskýrslur fornleifa 2004 2 Þingnes við Elliðavatn og Kjalarnesþing Rannsóknasaga 1841-2003 Guðmundur Ólafsson Reykjavík 2004 Forsíðumynd: Yfirlitskort af minjasvæðinu á Þingnesi, samkvæmt uppmælingum

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag 7 Mun beita mér áfram gegn aðild að Evrópusambandinu 10 Íslenskir sauðfjárbændur eiga að framleiða meira 12 Menn verða að fá umbun fyrir framleiðsluna Tillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere