Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting"

Transkript

1 RÁÐUNAUTAFUNDUR 2 Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum og Laufey Bjarnadóttir Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri INNGANGUR Árið 1991 báðu landbúnaðarráðuneytið og stjórn Búnaðarfélags Íslands (BÍ) nautgriparæktarnefnd BÍ um umsögn um þörf fyrir og hugsanlegan ábata fyrir íslenska nautgriparækt af innflutningi á fósturvísum til kynbóta. Nefndin taldi eðlilegt að fjalla annars vegar um innflutning á nýjum holdanautakynjum til notkunar við framleiðslu einblendingsgripa og hins vegar á innflutningi á nautgripakynjum til blöndunar við íslenska mjólkurkúakynið. Í ítarlegri greinargerð (án höfunda 1991) rökstyður nautgriparæktarnefndin tillögur sínar um innflutning á fósturvísum af nýjum holdanautakynjum. Nefndin gerir ráð fyrir að uppistaða nautakjötsframleiðslunnar muni, eins og verið hefur, byggjast á kálfum úr mjólkurkúaframleiðslunni. Svigrúm til einblendingsræktunar í íslenska kúastofninum með holdakynjum er [var] hins vegar mikið vegna góðrar endingar íslensku kúnna, eins og segir í greinargerðinni. Markmiðið með blendingsræktuninni er að fá gripi með betri og hagkvæmari kjötframleiðslueiginleika. Nefndin rökstyður einnig, með vísan í erlendar tilraunir, að afrakstur í einblendingsrækt til nautakjötframleiðslu megi líklega bæta verulega betur með nýjum kynjum en ætla má að núverandi Galloway gripir hér á landi geri. Nefndin lagði síðan til að fluttir yrðu inn fósturvísar af tveimur kynjum; Angus og Limósín. Í ágúst 1991 sækir BÍ um innflutningsleyfi til landbúnaðarráðuneytisins og í júlí 1994 eru fyrstu fósturvísarnir fluttir frá Danmörku í einangrunarstöðina í Hrísey. Um tveimur árum seinna hófst undirbúningur á umfangsmiklu rannsóknaverkefni með það að markmiði að meta hlutlægt áhrif þessara nýju blendinga á át, vöxt, fóðurnýtingu, kjötnýtingu, kjötgæði og hagkvæmni í samanburði við alíslenska gripi. Sjálf tilraunin hófst á Möðruvöllum í Hörgárdal í júnílok 1997 og lauk með slátrun síðasta gripsins 14. október Flestar niðurstöður verkefnisins og ályktanir byggðar á þeim miðað við núverandi stöðu í nautgriparæktinni hér á landi liggja nú fyrir og verða kynntar í þessu riti. Þetta verkefni var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Rannsóknasjóði Íslands. ANGUS OG LIMÓSÍN Eins og áður er getið komu fósturvísarnir frá ræktunarstöðvum í Danmörku. Angus hefur verið þar lengi í ræktun, en Limósín kemur ekki til Danmerkur fyrr en upp úr 197 og fékk þá strax talsverða útbreiðslu þar í landi. Í báðum kynjum eru starfandi mörg ræktunarsambönd um allan heim með sínum sérstöku ræktunarstefnum og þess vegna eru til mörg afbrigði af þessum kynjum, sérstaklega í Angusnum.

2 Angus er upprunalega breskt kyn frá norðausturhluta Skotlands og hefur mörg hundruð ára ræktunarsögu að baki. Það er blásvart á litinn, kollótt, lágfætt og einkennist af sérlega tunnulaga bol. Kostir kynsins eru fyrst og fremst nægjusemi, lítill fæðingarþungi, litlir burðarerfiðleikar, rómuð kjötgæði og hornleysi. Gallarnir eru helst taldir að vaxtarhraðinn er minni en í kjötkynjum af meginlandinu og of mikil fitusöfnun vegna bráðs þroska. Erlendis eru víða steikhús sem sérhæfa sig í að framreiða Angus kjöt. Meira að segja í hinum þekktu Hereford Steakhouse í Danmörku eru nú orðið einungis framreiddar Angus steikur. Angus er mjög útbreitt kyn í löndum hjarðbúskapar, eins og á meginlöndum Ameríku og í Ástralíu. Limósín heitir í höfuðið á hálendishéraði í miðvesturhluta Frakklands. Það á sér langa sögu í þessu héraði og þurfti að lifa nánast eingöngu á beit og öðru tilfallandi gróffóðri í gegnum aldirnar. Limósín er rautt eða kastaníubrúnt á litinn og hyrnt. Í samanburði við Angus og íslenska kynið er Limósín háfætt kyn, með áberandi breiðan hrygg, vel holdfyllt læri og seinþroskaðra. Kynið er harðgert, með mikil kjötgæði, góða fóðurnýtingu, litla burðarerfiðleika og miðlungsvaxtarhraða í samanburði við önnur meginlandskjötkyn, samkvæmt erlendum rannsóknum. Það hefur náð gífurlegri útbreiðslu í Norður-Ameríku á undanförnum áratugum og er næstútbreiddasta meginlandskjötkynið á eftir Charolais í Evrópu í dag. EFNI OG AÐFERÐIR Áður en lengra er haldið er vert að skilgreina nokkur hugtök sem verða notuð og kunna annars að valda ruglingi. Þegar talað er um kyn er hér átt við naut og kvígur, en ekki nautgripakyn nema annað komi fram. Þegar fjallað er um stofna er verið að aðgreina á milli íslenska kynsins og blendinganna óháð kynjum. Fóðureiningar (FE) eru mjólkurfóðureiningar samkvæmt nýja orkumatinu (Gunnar Guðmundsson 1997), en ekki fitufóðureiningar eins og í eldri tilraunum. Keyptir kálfar Samið var við hóp bænda í Eyjafirði um sæðingar með holdanautum fyrir þessa tilraun. Að auki voru keyptir íslenskir kálfar frá nágrannabæjum. Þeir kálfar sem fóru að lokum í tilraunina, 36 að tölu, eru listaðir í 1. töflu. Vegna takmarkaðs hóps að velja úr og ójafns burðartíma er aldursdreifing kálfanna talsverð. Stefnt var að því að taka kálfana um vikugamla í tilraunina, en það tókst ekki alltaf, m.a. vegna þess að skipta þurfti út þremur kvígukálfum vegna vanþrifa. Fyrstu kálfarnir fæddust 23. júní 1997 og sá síðasti 25. desember sama ár. Þá er vert að benda á að kálfar nr 51 og 51 voru tvíkelfingar. Feður íslensku kálfanna voru 9, Angus blendinganna 2 og Limósín blendinganna 3. Kálfarnir voru frá 18 bæjum og komu flestir frá sjálfu tilraunabúinu á Möðruvöllum eða 8 sem skiptust nokkuð jafnt á milli stofna og kynja. Skipulag Kálfarnir 36 skiptust jafnt eftir stofnum (3) og kynjum (2) og var raðað tilviljunarkennt (að mestu) í 3 jafna sláturflokka eftir því á hvaða aldri þeim var slátrað. Þeim var slátrað 16 mánaða, 2 mánaða eða 24 mánaða gömlum. Alls voru því tveir kálfar af sama stofni og kyni sem fengu sömu meðferð og eru skilgreindir sem endurtekningar í tölfræðiuppgjörinu.

3 1. tafla. Fæðingardagur, nafn, uppruni og foreldrar kálfa í tilrauninni. Kálfur Faðir Móðir Númer 1) Nafn Fæddur 97 Númer Nafn Bær Númer Nafn 5 Ísak 19-jún 8922 Hvanni Möðruvellir 256 Kola 51 Levi s 23-jún 8821 Haki Þríhyrningur 23 Gola 52 Ísólfur 29-jún 9437 Breiði Fagriskógur Íri 1-júl 951 Soldán Fagriskógur Ísgeir 3-júl Heimanaut Þórisstaðir 342 Bylgja 55 Illugi 4-júl Heimanaut Þórisstaðir 343 Skerpla 51 Íris 23-jún 8821 Haki Þríhyrningur 23 Gola 511 Ísafold 4-ágú 951 Soldán Syðri Bægisá 225 Tinna 512 Ísold 4-sep 956 Tindur Möðruvellir 27 Lotta 513 Ísis 16-sep 8926 Erró Þríhyrningur 249 Veiga 514 Iða 5-okt Svalur Þríhyrningur 285 Ljósbrá 515 Ísa 12-okt Svalur Þríhyrningur 288 Kolbrá 6 Róni 25-jún 9541 Álfur Möðruvellir 295 Sýn 61 Abraham 7-júl 954 Angi Möðruvellir 167 Pyngja 62 Skjöldur 1-júl 954 Angi Garðshorn 41 Harpa 63 Aron 2-ágú 954 Angi Fellshlíð 11 Rúna 64 Askur 15-ágú 954 Angi Hríshóll 341 Blesa 65 Adam 27-sep 9541 Álfur Möðruvellir 248 Hít 61 Aska 29-ágú 9541 Álfur Svalbarð 629 Steik 611 Arna 17-ágú 9541 Álfur Skriða 159 Fía 612 Alma 8-okt 954 Angi Ytri Tjarnir 385 Mýsla 613 Aþena 14-okt 9541 Álfur Holtssel 647 Ró 614 Adda 7-nóv 954 Angi Auðbrekka 216 Táta 615 Alda 11-nóv 9541 Álfur Breiðaból 288 Gípa 7 Láki 2-júl 9545 Ljúfur Fellshlíð 25 Skessa 71 Leifur 7-júl Lindi Skriða 174 Sól 72 Lubbi 21-júl Lindi Möðruvellir 246 Búbót 73 Lokkur 26-júl Lindi Möðruvellir 259 Bamba 74 Leiknir 28-júl Lindi Moldhaugar 267 Rönd 75 Leikur 18-ágú 9545 Ljúfur Ytri Bægisá 9 Freyja 71 Lína 13-júl Lindi Garðshorn 4 Ása 711 Lind 8-sep 9545 Ljúfur Hvammur 229 Gríma 712 Lilja 25-des 9545 Ljúfur Auðbrekka 194 Ösp 713 Laufa 2-sep Ljómi Möðruvellir 243 Brandrós 714 Lóa 11-okt Ljómi Sigtún 326 Fiðla 715 Ljóma 5-nóv Ljómi Hranastaðir 321 Alparós 1) Kálfar með 5 515, íslenskir, Angus blendingar og Limósín blendingar. Nautkálfar eru með raðnúmer 5 og kvígukálfar með raðnúmer Ævi kálfanna var skipt upp í þrjú fóðurskeið; Á mjólkurskeiðinu voru kálfarnir hópfóðraðir í stíum (allt að 6 í hverri) á heyi að vild og kjarnfóðri, en einstaklingsfóðraðir á mjólk. Meðalmjólkurskeið varaði í 88 daga. Strax á eftir mjólkurskeiðinu tók við vaxtarskeiðið og þá hófst einstaklingsfóðrunin sem stóð síðan út ævina. Á vaxtarskeiðinu fengu kálfarnir einungis hey eftir átlyst (ad libitum). Þetta skeið var mislangt eftir því í hvaða sláturflokki kálfarnir voru, eða að meðaltali 336, 456 eða 578 dagar. Eldiskeiðið varaði í 66 daga að jafnaði og stóð frá lokum vaxtarskeiðsins og fram að slátrun, óháð sláturflokki, stofnum og kynjum. Á þessu skeiði fengu gripirnir um 1,5 FE í kjarnfóðri, ásamt heyi að vild. Ævinni var skipt upp í 14 daga samfelld og samstillt raðbil allt frá upphafi til enda. Að mjólkurskeiðinu frátöldu var heyát mælt með því að vigta í og frá kálfunum fjóra daga í hverri viku, eða 8 sinnum að öllu jöfnu á hverju raðbili. Til þess að tryggja heyát að vild var

4 séð til þess að kálfarnir hefðu alltaf næg hey og leifðu a.m.k. 1 15% af því sem þeim var gefið. Kjarnfóður var vigtað og mjólkin mæld í hvern kálf alla daga þar sem við átti. Á mjólkurskeiðinu var hey og kjarnfóður vigtað fyrir hverja stíu og át deilt jafnt niður á hausa. Í lok hvers raðbils voru kálfarnir vigtaðir á stórgripavog og brjóstmálsmældir. Heysýni var tekið alla vigtunardaga og safnað í eitt samsýni til efnagreininga fyrir hvert raðbil, með fáum undantekningum þar sem fleirum raðbilum var slegið saman. Kjarnfóðursýni til efnagreininga voru tekin úr hverri sendingu. Tölfræðilegt uppgjör Við útreikninga á gagnasafninu var beitt ólínulegri aðhvarfsgreiningu (non-linear regression analysis) til þess að skoða vaxtar- og neysluferla, og fervikagreiningu (ANOVA), til þess að skoða frávik meðaltala milli kynja, stofna og sláturflokka innan fóðurskeiða. Aðhvarfsgreiningin byggir á meðaltölum eða summum fyrir hvert raðbil (14 daga) hvers kálfs í tilrauninni. Að baki hverju meðaltali eru oftast 8 mælingar á heyáti og 14 á mjólkurneyslu og kjarnfóðuráti (fyrir utan mjólkurskeiðið). Aðhvarfslínurnar eru felldar að veldisvísajöfnum sem fundnar eru með FITCURVE skipun í tölfræðiforritinu GENSTAT (1993). Fervikagreiningarnar byggja hins vegar á einni summu eða einu meðaltali fyrir hvern kálf og hvert fóðurskeið til þess að skoða áhrif kyns (2), stofna (3), og sláturflokka (3) á áhugaverðar breytur sem fjallað verður um og lýst í niðurstöðukaflanum hér á eftir. Líkönin sem notuð voru í fervikagreiningunum hafa því 35 (36 1) frítölur fyrir hvert fóðurskeið og innihalda öll möguleg samspil. Fóðrið Heyin voru að langmestu leyti fyrsti sláttur af Möðruvallaengjunum frá sumrunum 1997 og 1998, súgþurrkuð, og vélbundin í litla bagga. Á þessum engjum er snarrótin allsráðandi, með um 8 95% þekjuhlutdeild. Hver kálfur fékk að jafnaði 299 l af ferskmjólk (fyrir utan brodd) á fyrstu 88 dögunum og kom hún frá Möðruvallakúnum. Kjarnfóðrið sem kálfarnir fengu var Alhliða kjarnfóðurblanda frá KEA. Að auki var séð til þess að kálfarnir hefðu aðgang að saltsteinum. NIÐURSTÖÐUR Heilsufar gripanna og framvinda Eins og við er að búast þegar kálfar eru settir í nýtt umhverfi koma yfirleitt upp skituvandamál og var engin undantekning á því hér. Alls voru 15 kálfar meðhöndlaðir sérstaklega, þar af var einn með blóðskitu (nr 711). Þeim var gefið Diætan út í mjólk í 3 5 daga. Allir kálfar nema nr 712 fengu ormalyfið Panacur til að fyrirbyggja mögulegt smit með vanþrifum sem því fylgir. Þá fékk kvíga nr 515 selen, E vítamín og Fecuvit 2 til hressingar og vegna stöðvunar í vexti. Kvíga nr 514 var með óeðlilegan vöxt í klaufum og slæm í kjúkum og fékk E vítamín og selen. Þar sem Limósín kynið er hyrnt var eðlilegt að búast við því að blendingskálfarnir yrðu hyrndir. Þegar vart var við hornvöxt á kálfunum var kallaður til dýralæknir og hornin brennd af. Þetta þurfti að gera við öll Limósín nautin og eina Limósín kvígu (nr 715). Ekki urðu nein vanþrif af þeim völdum og gekk allt vel. Stöku sinnum kom fyrir að nautin næðu að losa sig og fara í skemmtiferð til kvíganna. Naut nr 55 slasaðist á fæti af þessum sökum og var sprautaður með bólgueyðandi, verkjastillandi og pencillíni. Til að fyrirbyggja ótímabæra þungun voru kvígurnar sprautaðar með fóstureyðingarlyfi í kjölfarið.

5 Eftir því sem nautin þroskuðust meira urðu þau erfiðari viðureignar við vigtanir. Því voru settir nautahringir í 1 stærstu nautin, sem þeir báru til sláturdags. Nautin átu minna af heyi fyrst eftir að hringirnir höfðu verið settir í, en eftir því sem gatið gréri náðu þeir upp áti. Gæði fóðursins Fóðurgildi heyjanna og kjarnfóðursins byggja á niðurstöðum efnagreininga á samsýnum sem Efnagreiningar Keldnaholti framkvæmdu. Á 1. mynd eru sýndar niðurstöður heyefnagreininga sem fall af tíma frá upphafi til loka tilraunar, deilt á 14 daga raðbil. Þar sést að fóðurgildi heyjanna eykst jafnt og þétt eftir því sem líður á tilraunina. Orkustyrkur á milli raðbila var frá,64,79 FE/kg þe. og próteinstyrkur var frá 12 19%. Skoðað var sérstaklega hvort þessi breytileiki hefði óvart mismunað gripum eftir stofnum eða kynjum og reyndist svo ekki vera. Örlítillar mismunar á heygæðum gætti hins vegar á milli sláturflokka. Gripir í elsta sláturflokknum fengu heldur orkuríkari hey á eldisskeiðinu en aðrir gripir, eða,75 í stað,72 FE/kg þe. í öðrum flokkum. Í 2. töflu, sem sýnir fóðurgildi fóðursins, kemur fram talsverður munur á heygæðum eftir mismunandi fóðurskeiðum og m.t.t. orku- og próteinsstyrks, en engin munur er á steinefnainnihaldi. Þar að auki er heildarfóðurstyrkurinn mjög breytilegur milli fóðurskeiða. Ef litið er á hlutföll fóðurgerða af heildarfóðrinu sést að 92% fóðureininganna koma úr heyjunum, 3% úr mjólkinni og 5% úr kjarnfóðri. 2. tafla. Meðalorkustyrkur, hlutföll, prótein- og steinefnasamsetning fóðursins. Hlutföll, %FE Innan Af FE í Magn í kg þe., g Fóður skeiða heild kg þe. Prótein AAT PBV Ca P Mg K Mjólkurskeið Mjólk 1) , ,6 7,2,9 - Hey 22 1, ,3 2,9 2, 19, Kjarnfóður , ,8 1,8 2,5 5,1 Vaxtarskeið Hey 1 75, ,3 2,9 2, 19, Eldisskeið Hey 78 16, ,3 2,9 2, 19, Kjarnfóður , ,8 1,8 2,5 5,1 Meðalfrávik 2) Hey, ,3,3,2 2,2 Kjarnfóður ,6 1,8,3,9 1) Efnainnihald samkvæmt töflugildum (Landsudvalget for kvæg 1997). 2) Staðalfrávik meðaltala. Fjöldi samsýna í heyi = 47, í kjarnfóðri = 8. Prótein, % Raðbil, hvert 14 dagar FE/kg Prótein,9,8,7,6,5,4,3,2,1, 1. mynd. Fóðurgildi heyja frá upphafi til loka tilraunar, deilt á 14 daga raðbil (alls 812 dagar). FE/kg þe.

6 Vigtanir og brjóstmálsmælingar Kálfarnir voru vigtaðir og brjóstmálsmældir þegar þeir komu í tilraunina á Möðruvöllum og síðan annan hvern þriðjudag, nema þegar þeir féllu á frídaga þá var þeim hliðrað. Kálfarnir voru vigtaðir daginn sem þeim var ekið í sláturhús, einnig var gerð fitumæling með ómsjá yfir hryggvöðva, en ekki verður gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra mælinga hér. Af 36 kálfum voru 25 þeirra vigtaðir við fæðingu (3. tafla). 3. tafla. Meðalfæðingarþungi kálfa sem fóru í tilraunina og voru vigtaðir. Fæðingar- Meðal- Faðir Fjöldi þungi, kg frávik Íslenskur ,6 Angus 8 4 3,8 Limósín , Alls/meðaltal ,2 Þyngstu kálfarnir voru tveir Limósín nautkálfar sem vógu kg við fæðingu. Samkvæmt þessum mælingum eru Angus og Limósín kálfarnir talsvert þyngri (25 38%) en íslensku kálfarnir við fæðingu, sérstaklega Limósín blendingarnir. Upplýsingar um nákvæman meðgöngutíma kálfanna voru ekki skráðar sérstaklega, en bændur voru sammála um að meðganga kúnna sem sæddar voru með holdakynjunum hafi verið 7 14 dögum lengri en þeir áttu að venjast. Sérstaklega var áberandi hvað Limósín kálfarnir létu bíða eftir sér. Burðarerfiðleikar voru skráðir hjá kúm sem báru blendingum og var ekki teljandi munur á milli holdakynjanna og erfitt er að draga ályktanir í svona litlu úrtaki. Í 7% tilvika gekk burður Limósín kálfanna vel eða mjög vel, en samsvarandi hlutfall hjá Angus kálfunum var 85%. Í öðrum tilvikum þurftu kýrnar einhverja aðstoð. Einn kálfur af hvoru holdakyni dó við burð eða fæddist andvana. Þá voru skráð 3 doðatilvik (21%) hjá kúm sem báru Limósín kálfum, en varasamt er að draga nokkrar ályktanir af því þar sem úrtakið er langt frá nægjanlega stórt til þess. Nokkuð hefur borið á því að þeir fáu bændur sem sætt hafa með Limósín, kvarti undan burðarerfiðleikum og að kálfarnir séu áberandi daufir framan af. Verður að segjast að þetta komi nokkuð á óvart vegna þess að Limósín er talið það meginlandskjötkyn sem veldur minnstu burðarerfiðleikum í einblendingsræktun með mjólkurkúakyni, auk þess sem litlir burðarerfiðleikar einkenna íslenska kúakynið. Í skýrslu (án höfunda 1997) til yfirdýralæknis frá 1997 var gerð grein fyrir niðurstöðum athugana á burðarerfiðleikum hjá 74 íslenskum kúm sem gengu með blendingskálfa af Angus kyni, 77 íslenskum kúm sem gengu með blendingskálfa af Limósín kyni í samanburði við 166 kýr sem gengu með íslenska kálfa. Niðurstöður skýrslunnar eru mjög í samræmi við þær niðurstöður sem hér eru kynntar, en einnig kemur fram í skýrslunni að lifendahlutfall blendingskálfanna er jafnhátt eða hærra en í íslensku kálfunum, sérstaklega Limósín kálfanna, þrátt fyrir að þeir hafi verið áberandi daufastir í að standa upp og byrja að drekka eftir fæðingu. Á 2. mynd er sýndur vöxtur kálfanna í tilrauninni eftir kynjum og stofnum sem fall af aldri. Þar er vert að benda á þrjú atriði. Í fyrsta lagi að við tveggja ára aldur er þyngdarmunur á milli blendinganna og alíslensku kálfanna orðinn um 1 kg hjá báðum kynjum. Þetta er um 2% munur. Í öðru lagi að þyngdarmunur á milli kynja innan sömu stofna er frá 6 til tæplega 1 kg við tveggja ára aldur, minnstur í íslenska stofninum og mestur í Limósín blendingunum. Og í þriðja lagi að blendingskvígurnar þyngjast svipað eða heldur meira en íslensku nautin. Til þess að skoða betur þróun vaxtar á æviskeiðinu er oft reiknaður svokallaður meðalvaxtarhraði (average daily gain), sem er munur á upphafsþunga (hér fæðingaþunga) og þunga við ákveðinn aldur sem deilt er á dagafjöldann (vöxtur g/dag). Raunverulegur vöxtur eða jaðarvaxtarhraði (absolute growth rate) gefur hins vegar hagnýtari upplýsingar til þess, t.d. að ákvarða kjörsláturstærð. Jaðarvaxtarhraði er reiknaður þannig; Jaðarvaxtarhraði, g/dag = ((lífþungi 2 lífþungi 1 ) / (aldur 2 aldur 1 )) 1

7 þar sem munurinn á milli 2 og 1 eru þungabreytingar (kg) eftir n fjölda daga sem í þessari rannsókn voru oftast 14 (þ.e. 1 raðbil), sem er dagafjöldinn milli hverra vigtana sem gerð var á gripunum. 7 6 R 2 = 97% Alíslenskir Angus blendingar Limósínblendingar 7 6 R 2 = 98% Alíslenskar Angus blendingar Limósínblendingar Lífþungi, kg Lífþungi, kg Aldur í dögum Aldur í dögum 2. mynd. Vöxtur nautgripanna á æviskeiðinu eftir stofnum og kynjum sem fall af aldri. Nautkálfar til vinstri og kvígukálfar til hægri. Jöfnur: Íslensk naut; Íslenskar kvígur; Lífþungi, kg = ,473 Lífþungi, kg = ,2457 Angus blendingsnaut; Angus blendingskvígur; Lífþungi, kg = ,534 Lífþungi, kg = ,3382 Limósín blendingsnaut; Limósín blendingskvígur; Lífþungi, kg = 381,3+426,3 1,1161 Lífþungi, kg = ,4388 Meðalvaxtarhraði og jaðarvaxtarhraði er sýndur á 3. mynd eftir stofnum (meðaltal nauta og kvíga). Það sem fyrst vekur athygli er að blendingarnir þurfa talsverðan tíma til þess að ná upp vaxtarhraðanum, sérstaklega Limósín blendingarnir. Íslensku kálfarnir halda nokkuð jöfnum meðalvaxtarhraða út æviskeiðið frá fæðingu til sláturdags. Það tekur hins vegar Angus blendingana um 3 5 daga og Limósín blendingana tæplega 2 daga að ná sama meðalvaxtarhraða og íslensku kálfarnir hafa. Áberandi meiri deyfð Limósín blendinganna fyrstu dagana eftir fæðingu, sem margir hafa orð á, kemur hér greinilega fram. Jaðarvaxtarhraðinn gefur hins vegar nákvæmari mynd af þessu og sýnir að í rauninni eru það einungis fyrstu fjórar vikurnar sem Íslendingarnir vaxa hraðar, en eftir það keyra blendingarnir fram úr, sérstaklega Angus blendingarnir. Um ársgamlir fara Limósín blendingarnir fram úr Angus blendingunum og bilið milli þeirra og hinna stofnanna eykst stöðugt út æviskeiðið. Það tók Limósín blendingana hins vegar um 2 mánuði að jafnaði að ná sama þunga á fæti og Angus blendingarnir á því fóðri sem notað var í tilrauninni. Allt er þetta samkvæmt bókinni. Angus er fljótþroskaðra kyn en Limósín. Annað atriði sem vert er að benda á er sérstaða þessara vaxtarhraðalína. Lögun þeirra ræðst mjög af þeirri fóðuráætlun sem farið er eftir og eðlislægri vaxtargetu gripanna á mismunandi aldri og þroskastigi. Hér var æviskeiðinu skipt í þrjú fóðurskeið, þ.e. mjólkurskeið, vaxtarskeið og eldisskeið. Hvert þessara skeiða eru ólík með tilliti til orkustyrks (FE/kg þe.) fóðursins sem gripirnir höfðu aðgang að (2. tafla). Fóðurstyrkurinn er mun meiri á mjólkur- og eldisskeiðinu en á vaxtarskeiðinu þar sem vaxtargetan er mest. Það leiðir til þess að þungaaukningin er mun línulegri (2. mynd) en ef fóðurstyrkurinn hefði verið jafn allt æviskeiðið. Eldisskeiðið leiðir til þess að í staðinn fyrir að jaðarvaxtarhraðinn fari minnkandi á síðasta hluta æviskeiðsins eykst hann enn frekar, sérstaklega hjá Limósín blendingunum (3. mynd) sem taka best við sér. Líkast til er það vegna áhrifa

8 frá kjarnfóðrinu og vegna þess að Limósín er seinþroskaðasta kynið og sem á ennþá talsverðan vöxt eftir inni. Nánar verður farið í saumana á þessu í næsta kafla um át og fóðurnýtingu. Meðalvaxtarhraði, g/dag 8 Limósín x 7 Angus x 6 Alíslenskir Aldur, dagar Jaðarvaxtarhraði, g/dag Aldur, dagar Limósín x Angus x Alíslenskir 3. mynd. Meðalvaxtarhraði (til vinstri) og jaðarvaxtarhraði (til hægri) eftir stofnum og sem fall af aldri (meðaltal nauta og kvíga). Brjóstmálsmælingar voru framkvæmdar allt æviskeiðið samtímis vigtununum. Markmið þeirra var m.a. að sjá hvort munur er á brjóstmáli á milli kynja og stofna. Sá þáttur sem vitað er að ræður mestu um brjóstmálið er líkamsþungi gripanna og í þessari tilraun útskýrði kyn og stofn einungis um 2% alls breytileikans í mælingunum, en þunginn um 94%. Þessi tilraun sýnir, eins og fyrri tilraunir, að brjóstmál ungneyta við sama þunga er ekki nægjanlega breytilegt á milli kynja, stofna eða mismunandi eldis til þess að það verði marktækt. Brjóstummálsmæling er auðveld og algild leið til þess að áætla þunga gripa, þó nákvæmnin geti hlaupið á nokkrum tugum kílóa. Á 4. mynd eru bornar saman aðhvarfslínur lífþunga að brjóstmáli úr þremur tilraunum frá Möðruvöllum sem byggja á um 36 endurteknum mælingum á 18 gripum og til samanburðar línuleg töflugildi sem gefin eru upp í Handbók bænda 1993 (Gunnar Guðmundsson 1993). Hámarksþungi gripanna var mismunandi í tilraununum þremur, mestur í þessari tilraun og minnstur í uxatilrauninni. Þess vegna eru frávikin á milli tilrauna mest í þyngstu gripunum. Hagnýtast er Lífþungi, kg Þessi tilraun Gallowaytilraunin Handbókin Uxatilraunin Brjóstmál, sm 4. mynd. Lífþungi nautgripa sem fall af brjóstmáli úr þremur tilraunum á Möðruvöllum og Handbók bænda (Gunnar Guðmundsson 1993). Þungi, kg Lífþungi (x) R 2 = 94,3% Fallþungi (o) R 2 = 93,1% Brjóstmál, sm 5. mynd. Líf- og fallþungi nautgripa sem fall af brjóstmáli. Lífþungi og brjóstmál mælt á sláturdegi. Allir gripir (n=36) úr þessari tilraun. Jöfnur: brjóstmál, sm Lífþungi, kg = ,878 Fallþungi, kg = 66+17,3 1,1614 brjóstmál,sm

9 að nota brjóstummálsmælingu til þess að áætla hvort gripir hafi náð ásættanlegum sláturþunga. Á 5. mynd er sýnt samband lífþunga á sláturdegi og fallþunga sem fall af brjóstmáli ásamt viðeigandi jöfnum. Í þessari tilraun fékkst mun sterkara aðhvarf þessara þátta en fékkst í samanburðartilraun með Galloway blendinga og íslensk naut, eða R 2 =93% á móti 74% þá (Þóroddur Sveinsson 1994). Aðhvarfslínan úr þeirri tilraun gefur heldur meiri þunga við ákveðið brjóstmál en hér, sérstaklega við hæstu og lægstu gildin. Át, vöxtur og fóðurnýting Á 6. mynd er sýnt heildarþurrefnisát nauta eftir stofnum sem fall af aldri og á 7. mynd sem fall af þunga (blendingar saman). Í meðfylgjandi jöfnum er kynjum slegið saman, þó aðhvarfsgreiningin sýni að línur fara að skiljast að við 4 kg þunga. Á myndunum sést að við sama aldur dragast íslensku kálfarnir aftur úr í áti miðað við blendingana, enda þyngjast þeir minna (2. mynd). Aftur á móti ef skoðað er át miðað við sama þunga éta íslensku kálfarnir heldur meira en blendingarnir, þó munurinn sé vart marktækur. Af þessu má strax draga þá ályktun að fóðurnýtingin er lakari hjá íslensku kálfunum en blendingunum, eins og kemur glöggar fram í fervikagreiningunni hér á eftir. Eins og áður er getið var æviskeiði kálfanna skipt upp í 3 fóðurskeið, mjólkur-, vaxtar-, og eldisskeið. Í 4., 5. og 6. töflu eru birtar niðurstöður um át, vöxt, fóðurnýtingu og fóðurstyrk, ásamt dagafjölda og þunga gripanna á þessum skeiðum. Sýnd eru meðaltöl kynja, stofna og sláturflokka, ásamt staðalskekkjum. Samkvæmt fervikagreiningum voru samspilsáhrif óveruleg og ekki marktæk, sem auðvelda mjög túlkun og framsetningu niðurstaðna. Þegar talað er um mun á milli stofna, kynja eða fóðurflokka er alltaf átt við tölfræðilega marktækan mun þar sem sennileikahlutfallið (P) er <,5. Heildarát, kg þe á dag R 2 =,94 Alíslenskir Angus blendingar Limósínblendingar Aldur í dögum 6. mynd. Heildarþurrefnisát á dag hjá nautum af íslensku kyni og blendingsstofnum sem fall af aldri. Íslensk naut; Át kg þe./dag = 12,552 13,25, Angus blendingsnaut; Át kg þe./dag = 14,44 14,695, Limósín blendingsnaut; Át kg þe./dag = 18,51 18,73, Íslenskar kvígur; Át kg þe./dag = 13,97 14,2, Angus blendingskvígur; Át kg þe./dag = 1,16 1,5, Limósín blendingsnaut; Át kg þe./dag = 1,828 11, Heildarát, kg þe á dag R 2 =,94 Alíslenskir Blendingar saman Lífþungi, kg 7. mynd. Heildarþurrefnisát á dag hjá íslenskum nautgripum og blendingum (Limósín og Angus saman í línu) sem fall af lífþunga. Meðaltal kvíga og nauta. Íslenskir gripir; Lífþungi, kg Át kg þe./dag = 11,363 13,179, Angus blendingar; Lífþungi, kg Át kg þe./dag = 11,689 13,272, Limósín blendingar; Lífþungi, kg Át kg þe./dag = 11,47 13,249,996543

10 4. tafla. Át, vöxtur, fóðurnýting og fóðurstyrkur á mjólkurskeiði. Kyn Sláturflokkur Meðal- Stofn Naut Kvíga 16 mán. 2 mán. 24 mán. tal Dagar á mjólkurskeiði Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 1,3 1,6 1,6 Mjólk, FE/kálf Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1),8 **,9,9 Kjarnfóður, FE/kálf Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1),7,9,9 Hey, FE/kálf Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 2,1 * 2,6 2,6 Lífþungi í lok mjólkurskeiðs, kg Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 3,5 * 4,3 4,3 Meðalvöxtur, g/dag Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 41 * Fóðurnýting, FE/kg vöxt Íslenskur 2,6 2,4 2,5 2,6 2,4 2,5 Angus blendingar 2,3 2,7 2,5 2,5 2,5 2,5 Limósín blendingar 2,7 3,2 3,2 3, 2,7 3, Meðaltal 2,5 2,8 2,7 2,7 2,5 2,6 Staðalsk. mism. 1),2,2,2 Fóðurstyrkur, FE/kg þe. Íslenskur 1,22 1,31 1,26 1,26 1,28 1,27 Angus blendingar 1,19 1,2 1,2 1,19 1,2 1,2 Limósín blendingar 1,2 1,3 1,24 1,29 1,2 1,25 Meðaltal 1,2 1,27 1,23 1,25 1,23 1,24 Staðalsk. mism. 1),2 **,3,3 1) Milli kynja, sláturflokka og stofna (frá vinstri til hægri). Marktækur munur milli meðaltala samkvæmt F- prófi er einkenndur með stjörnum, *<,5, **<,1 og ***<,1. Tölur sem eru ekki auðkenndar gefa til kynna að munur milli meðaltala er ekki marktækur.

11 5. tafla. Át, vöxtur, fóðurnýting og fóðurstyrkur á vaxtarskeiði. Kyn Sláturflokkur Meðal- Stofn Naut Kvíga 16 mán. 2 mán. 24 mán. tal Dagar á vaxtarskeiði Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 2 3 *** 3 Hey, FE/kálf Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 5 61 *** 61 Lífþungi í lok vaxtarskeiðs, kg Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 1 *** 13 *** 13 *** Meðalvöxtur, g/dag Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 18 *** *** Fóðurnýting, FE/kg vöxt Íslenskur 5,7 6,6 5,6 6, 6,9 6,2 Angus blendingar 5,3 5,7 5,1 5,5 6, 5,5 Limósín blendingar 5,2 5,7 4,7 5,5 6, 5,4 Meðaltal 5,4 6, 5,1 5,7 6,3 5,7 Staðalsk. mism. 1),9 ***,11 ***,11 *** Fóðurstyrkur, FE/kg þe. Íslenskur,7,71,7,71,71,71 Angus blendingar,71,72,71,71,71,71 Limósín blendingar,71,71,71,71,72,71 Meðaltal,71,71,71,71,71,71 Staðalsk. mism. 1),2,2,2 1) Milli kynja, sláturflokka og stofna (frá vinstri til hægri). Marktækur munur milli meðaltala samkvæmt F- prófi er einkenndur með stjörnum, *<,5, **<,1 og ***<,1. Tölur sem eru ekki auðkenndar gefa til kynna að munur milli meðaltala er ekki marktækur. Kálfarnir voru að jafnaði 88 daga á mjólkurskeiði þar sem uppistaða fóðursins (62%) var ferskmjólk (4. tafla). Enginn munur er á áti, þunga, vaxtarhraða eða fóðurnýtingu á milli stofna. Hins vegar éta nautkálfarnir meira hey og þyngjast tæplega 1 g meira á dag en kvígukálfarnir á þessu tímabili. Þetta meira heyát leiðir til þess að heildaorkustyrkur (FE/kg þe.) fóðursins sem nautkálfarnir eru á reynist lægri en hjá kvígunum. Lengsta fóðurskeiðið er vaxtarskeiðið, sem var mislangt eftir sláturflokkum, eða 336, 46 eða 578 daga langt. Á þessu skeiði fá kálfarnir einungis vel verkað þurrhey að vild, en sem er undir meðallagi í fóðurgildi (sjá 2. töflu) og er meðalfóðurstyrkurinn um,71 FE/kg þe. Hér fer munurinn á milli stofna að koma í ljós. Þrátt fyrir að ekki reynist vera munur á heyáti á milli kynja og stofna er verulegur munur á þunga gripanna í lok vaxtarskeiðsins og er hann

12 mestur um 5 kg. Blendingsstofnarnir þyngjast álíka mikið, en íslensku kálfarnir minna. Meðalvaxtarhraðinn á þessu skeiði er ríflega 1 g minni hjá íslensku gripunum en hjá blendingunum og fóðurnýtingin um 14% lakari. Vaxtarhraðinn hjá blendingskvígunum er heldur meiri en hjá íslensku nautunum, en fóðurnýting er svipuð. 6. tafla. Át, vöxtur, fóðurnýting og fóðurstyrkur á eldisskeiði. Kyn Sláturflokkur Meðal- Stofn Naut Kvíga 16 mán. 2 mán. 24 mán. tal Dagar á eldisskeiði Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 1,9 2,4 2,4 Kjarnfóður, FE/kálf Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 3, 3,6 3,6 Hey, FE/kálf Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) *** 22 Lífþungi í lok eldisskeiðs, kg Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 11 *** 13 *** 13 *** Meðalvöxtur, g/dag Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 36 *** *** Fóðurnýting, FE/kg vöxt Íslenskur 9,4 12,3 9,1 11,2 12,2 1,8 Angus blendingar 8,1 9,6 7,7 8,8 1, 8,8 Limósín blendingar 7,1 8,8 6,7 7,7 9,4 7,9 Meðaltal 8,2 1,2 7,8 9,3 1,5 9,2 Staðalsk. mism. 1),4 ***,4 ***,4 *** Fóðurstyrkur, FE/kg þe Íslenskur,79,79,79,79,8,79 Angus blendingar,78,8,79,79,79,79 Limósín blendingar,79,8,79,79,8,79 Meðaltal,79,8,79,79,8,79 Staðalsk. mism. 1),3,3,3 1) Milli kynja, sláturflokka og stofna (frá vinstri til hægri). Marktækur munur milli meðaltala samkvæmt F- prófi er einkenndur með stjörnum, *<,5, **<,1 og *** <,1. Tölur sem eru ekki auðkenndar gefa til kynna að munur milli meðaltala er ekki marktækur.

13 Eldisskeiðið stóð að jafnaði yfir í 66 daga og markmiðið með því var að allir gripir næðu ásættanlegri fituhulu fyrir slátrun. Talið var að íslensku nautkálfarnir yrðu tæpastir með að ná viðunandi fituhulu og miðaðist kjarnfóðurgjöfin þess vegna við það. Til viðbótar við þurrheyið fengu kálfarnir 1,5 FE í kjarnfóðri á dag og reyndist það verða 2 25% (eftir sláturflokkum) af heildarfóðureiningunum sem kálfarnir innbyrtu. Meðalorkustyrkur heildarfóðursins fór þannig úr,71 í,79 FE/kg þe. óháð kyni, stofni eða sláturflokki. Ekki er munur á heyáti á milli kynja og stofna, en eðlilega er munur á milli sláturflokka vegna stærðarmunar. Á eldisskeiðinu eykst munurinn í vaxtarhraða og fóðurnýtingu enn frekar á milli stofna. Á eldisskeiðinu taka Limósín blendingarnir best við sér og bæta við sig í lífþunga um g meira á dag en íslensku gripirnir á sama tíma og Angus blendingarnir eru að bæta við sig g meira. Sumir blendings nautkálfarnir eru að þyngjast að jafnaði um og yfir kíló á dag, sem verður að teljast mjög gott á ekki sterkara eldi. Fóðurnýting Limósín blendinganna er afgerandi best á þessu skeiði og er um 4% betri en hjá íslensku kálfunum og um 11% betri en hjá Angus blendingunum. Fóðurnýting nautkálfanna til vaxtar er að jafnaði um 25% betri en hjá kvígukálfunum. Eðlilega er fóðurnýtingin einnig betri hjá yngstu kálfunum en þeim eldri, eins og kemur fram í muninum á milli sláturflokka. Fallþungi Ungneytunum var slátrað sem næst 16, 2 eða 24 mánaða gömlum í sláturhúsi KEA á Akureyri. Í 7. töflu er m.a. sýndur fallþungi og fallhlutföll gripanna ásamt fóðurnýtingu sem FE á hvert kg falls. Verulegur munur er á milli kynja og stofna við sama aldur. Munurinn á fallþunga á milli kynja er að jafnaði um 4 kg en á milli blendinganna annars vegar og Íslendinganna hins vegar um 5 kg, sem er um 3% munur. Fallþungi blendingskvíga er auk þess heldur meiri en íslensku nautanna. Fallhlutfallið er einnig talsvert frábrugðið á milli blendinganna og íslensku gripanna, sérstaklega hjá kvígunum þar sem það er langlægst. Eins og við var að búast eykst fallhlutfallið með aldri gripanna. Limósín blendingsnautin eru með bestu fóðurnýtinguna og þurfa einungis um 8% af þeim fóðureiningum sem íslensku nautin þurfa til þess að framleiða hvert kg af falli, en Angus blendingsnautin þurfa tæplega 9%. Blendingskvígurnar hafa einnig talsvert betri fóðurnýtingu en íslensku kvígurnar til vaxtar og framleiddu hvert kíló af falli á einungis 78% þeirra fóðureininga sem íslensku kvígurnar þurftu. Þá reyndist fóðurnýtingin betri hjá blendingskvígunum en hjá íslensku nautunum. Tekjur og framlegð Af framansögðu má ljóst vera að heildartekjur eru mun meiri af blendingunum við sama aldur en af íslensku gripunum, eins og kemur fram í 7. töflu. Þó er meira virði fyrir framaleiðendur að átta sig á framlegðinni og er gefið eitt dæmi um þannig útreikning í 7. töflu. Þó hér sé reiknuð framlegð íslenskra kvíga til kjötframleiðslu er það eingöngu til gamans gert, enda eru þær alltaf settar á til mjólkurframleiðslu við venjulegar aðstæður. Miðað við gefnar forsendur gefa Limósín blendingsnautin mestu framlegðina, þá Angus blendingsnautin, svo blendingskvígurnar og loks íslensku nautin. Munurinn er ríflega þrefaldur þar sem hann er mestur. Þetta er umtalsvert meiri munur en í samanburði sem gerður hefur verið á Galloway blendingum og íslenskum nautum (Þóroddur Sveinsson 1998). Framlegð blendingsnautanna er næstum tvöfalt meiri en blendingskvíganna. Þessi samanburður er ekki fyllilega sanngjarn gagnvart kvígunum, enda næsta víst að kvígurnar komast af með lakara fóður (og ódýrara?) en nautin til þess að ná góðri flokkun. Kjarnfóðurkostnaður vegur hins vegar ekki mikið í framlegðarútreikningum sem þessum og ósennilegt að framleiðslukostnaður lakari heyja (í FE/kg þe.) sé í raun það mikið lægri en hér er gefið upp til þess að það breyti mjög miklu. Í

14 töflunni er gert ráð fyrir að hey kosti 15 kr/kg þe. og er þá miðað við framleiðslukostnað þess á tilraunabúinu á Möðruvöllum. Er það heldur lægra en uppgefinn kostnaður Hagþjónustu landbúnaðarins (án höfundar 1999) sem er 18,15 kr. Ljóst er að framleiðslukostnaður heyja er afar breytilegur milli búa. Þar vegur eflaust mest fyrningar- og fjármagnskostnaðurinn sem bundinn er í vélum og tækjum, en einnig er talsverður munur á uppskeru (sem ræður miklu varðandi heyverð) eftir gæðum og frjósemi landsins á hverjum stað. Heyið er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn við eldið og til þess að átta sig á hvaða gífurleg áhrif það hefur á framlegðina er það dregið fram hér í 8. mynd. 7. tafla. Fallþungi, fallhlutföll, fóðureiningar á kg fall, tekjur og framlegð. Kyn Sláturflokkur Meðal- Stofn Naut Kvíga 16 mán. 2 mán. 24 mán. tal Fallþungi, kg Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 6,1 *** 7,5 *** 7,5 *** Fallhlutfall, % Íslenskur 46,9 44, 43,8 46, 46,6 45,5 Angus blendingar 48,9 49,4 48, 48,8 5,7 49,1 Limósín blendingar 5,5 49,7 49, 49,2 52,1 5,1 Meðaltal 48,8 47,7 46,9 48, 5,1 48,2 Staðalsk. mism. 1),58,72 ***,72 ** Fóðurnýting, FE/kg fall Íslenskur 11,3 13,7 11,5 12,2 13,8 12,5 Angus blendingar 1, 1,7 9,5 1,3 11,2 1,4 Limósín blendingar 9,3 1,7 9, 1,2 1,8 1, Meðaltal 1,2 11,7 1, 1,9 11,9 11, Staðalsk. mism. 1),21 ***,26 ***,26 *** Tekjur, kr/kg fall 2) Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 212 *** 2575 *** 2575 *** Framlegð, kr/kg fall 3) Íslenskur Angus blendingar Limósín blendingar Meðaltal Staðalsk. mism. 1) 1268 *** 1553 *** 1553 *** 1) Milli kynja, sláturflokka og stofna (frá vinstri til hægri). Marktækur munur milli meðaltala samkvæmt F- prófi er einkenndur með stjörnum, *<,5, **<,1 og ***<,1. Tölur sem eru ekki auðkenndar gefa til kynna að munur milli meðaltala er ekki marktækur. 2) Tekjur miðað við að allir gripir, óháð stofni eða kyni, hafi lent í sama verðflokki, þ.e. UNI A á kr 345 kr/kg fall. 3) Framlegð eru tekjur að frádregnum kostnaði fyrir utan laun og stofnkostnað. Kostnaðarforsendur; hey 15 kr/kg þe., kjarnfóður 2 kr/fe, mjólk 3 kr/l, kálfur 4 kr stykkið, flutningskostnaður 15 kr á haus. Flokkun falla Föll voru metin af kjötmatsmanni sláturhússins samkvæmt núgildandi reglum og samkvæmt EUROP kerfinu af starfsmönnum verkefnisins. Í íslenska matinu eru holdaflokkarnir einungis

15 3, þ.e. úrval fyrir mjög góða holdfyllingu, I fyrir góða eða ásættanlega holdfyllingu og II fyrir holdrýra skrokka. Í EUROP kerfinu eru holdaflokkarnir 15 talsins. Fituflokkarnir eru hins vegar jafn margir í báðum kerfum, þó að þeir séu talsvert frábrugðnir í uppbyggingu. Í EUROP kerfinu eru föllin metin með sjónmati, bæði holdafar og fituhula en í íslenska matinu er holdafarið metið sjónrænt, en fituflokkunin fer eftir mældri fituþykkt á síðu. Föllin flokkuðust misvel í kjötmati eftir stofnum og kynjum eins og kemur að hluta fram í 8. töflu. Kvígurnar voru áberandi feitari en nautin eins og við var að búast (ekki sýnt í töflu). Blendingskvígurnar voru einnig mun feitari en íslensku kvígurnar, sérstaklega þó Angus blendingskvígurnar sem urðu mjög feitar. Einnig var nokkuð sjáanlegur munur á fituhulu milli stofna hjá nautunum, þó að það komi ekki vel fram í kjötmatinu. Það kemur reyndar nokkuð á óvart hvað fitan er lítil í íslensku gripunum, því oft vill það fara saman eðlislæg mikil fitusöfnun og léleg fóðurnýting eða hægari vöxtur vegna þess að það fer meiri orka í að framleiða kíló af fitu en kíló af vöðva. Hvað íslensku gripina varðar skýrir fitusöfnun ekki lélega fóðurnýtingu hjá þeim, þó benda megi á að nýrnamörsfita í þessari tilraun var hlutfallslega meiri miðað við sama lífþunga í íslensku gripunum. Samkvæmt núverandi kjötmati fóru 26 gripir, eða 72%, í sama holdaflokk (holdaflokk I), en í EUROP kerfinu urðu flokkarnir 8 talsins og þar kom munurinn á holdafari milli blendinganna og íslensku gripanna mun skýrar fram (sjá 8. töflu). Nánar verður komið að þessu atriði í greininni sem fylgir hér á eftir. 8. tafla. Flokkun falla úr tilrauninni samkvæmt núverandi kjötmati og EUROP kerfinu. Framlegð grips, kr Núverandi kjötmat EUROP kerfið Íslenskir Angus Limósín Íslenskir Angus Limósín Hold Hold Úrval 2 5 R 3 4 I R 1 II 3 O+ 3 4 O 3 3 O P+ 1 P 5 P 4 Fita Fita M A B C Limósín Angus Íslensk Heyverð, kr/kg þurrefni 8. mynd. Áhrif stofna og heyverðs á framlegð tveggja ára nauta. Fyrir utan heyverð eru forsendur þær sömu og í 7. töflu.

16 UMRÆÐUR Þessi tilraun er sú þriðja í röðinni á Möðruvöllum sem byggir á áþekku tilraunaskipulagi og ferli. Fyrsta tilraunin var samanburður á íslenskum nautum og Galloway blendingsnautum (Gunnar Ríkharðsson o.fl. 1996). Önnur tilraunin skoðaði mismunandi uxaeldi (Sigríður Bjarnadóttir 1997) og sú þriðja er tilraunin sem hér er kynnt. Það er því freistandi og í raun eðlilegt að bera saman niðurstöður úr þessum tilraunum. Í Galloway tilrauninni var fóðurstyrkurinn talsvert meiri en í hinum tilraununum og vaxtarhraðinn er af þeim sökum meiri þar. Þegar borin er saman uxatilraunin og þessi tilraun bendir allt til þess að vöxtur og fóðurnýting íslenskra uxa og íslenskra kvíga sé mjög svipaður, enda í góðu samræmi við erlendar niðurstöður. Með hlutfallstölum er þess vegna hægt að draga saman niðurstöður þessara þriggja tilrauna í eina töflu, sem ætti að gefa glögga mynd af vexti, fóðurþörfum og fóðurnýtingu flestra flokka ungneyta hér á landi. Þannig samanburður er sýndur í 9. töflu. Hún sýnir að nýju kjötkynin hafa talsverða yfirburði fram yfir Galloway kynið hvað varðar vöxt og fóðurnýtingu og að ekki sé talað um íslenska stofninn. Þær væntingar sem gerðar voru í upphafi til þessara nýju holdakynja, og lýst er í greinargerð Nautgriparæktarnefndar BÍ (án höfundar 1991), hafa að þessu leyti ræst fullkomlega. 9. tafla. Samanburður á einblendingum og íslenskum nautgripum miðað við sama fallþunga (2 kg). Íslensk naut = 1. Byggt á niðurstöðum úr tilraunum á Möðruvöllum. Naut Kvígur (eða uxar) Nautsfaðir Vöxtur Át Aldur Vöxtur Át Aldur Íslenskur Galloway Angus Limósín Eins og kemur fram í töflunni er vöxtur og fóðurnýting íslenskra uxa og kvíga einnig mjög slök miðað við aðra flokka. Ef framlegðarútreikningarnir fyrir íslensku kvígurnar í 7. töflu eru heimfærðir á íslenska uxa er ljóst að þeir skila auðveldlega neikvæðri framlegð og getur vart talist fýsilegur kostur, sama hvað heyin kosta lítið. Hins vegar ætti eldi blendingsuxa og blendingskvíga að gefa mjög sambærilega eða heldur meiri framlegð en íslensk naut gefa (7. tafla og 8. mynd). Af þessu ætti að vera ljóst að þeir sem ætla að standa í einhverju nautakjötseldi með mjólkurframleiðslunni eiga að kappkosta að sæða sem mest með holdakynjum. Leiðbeiningar um daglegar orkuþarfir nautgripa byggja á erlendum töflugildum (Gunnar Guðmundsson 1997) og þar er m.a. gert ráð fyrir að fóðurnýting kvíga og nauta til vaxtar sé nánast sú sama. Þessi tilraun sýnir að svo er ekki og á það bæði við alíslensku gripina og blendingana. Léleg fóðurnýting íslensku gripanna veldur því einnig að fóðurþarfir (FE/dag) þeirra, miðað við ákveðinn vaxtarhraða, eru meiri en kemur fram í erlendum töflugildum. Í skýrslu Nautgriparæktarnefndar BÍ frá 1991 kemur fram að svigrúm til einblendingsræktunar sé verulega mikið vegna góðra endingar íslensku kúnna. Hún taldi þá að hægt væri að sæða allt að 4% kúastofnsins með holdanautum. Í dag eru aðstæðurnar allt aðrar. Endurnýjun kúnna hefur á síðustu árum orðið mun örari en áður var, ekki síst sem afleiðing frumutölubaráttunnar (Jón Viðar Jónmundsson 1999). Samkvæmt sömu heimild var um fjórðungi mjólkurkúnna fargað árið 1998, sem þýðir að nýliðunarþörfin það árið hafi verið 25%. Ef þetta hlutfall væri stöðugt ætti það að gefa talsvert svigrúm til þess að sæða með holdanautum. Hins vegar kemur einnig fram að árið 1998 hafi 82% kvígukálfa verið settir á til mjólkurframleiðslu og er það 3% aukning frá árinu á undan (Jón Viðar Jónmundsson 1998). Ef gert er ráð fyrir að mjólkurframleiðslan (á kú) breytist ekki, kynjahlutföll séu nokkuð jöfn og allar ásettar kvígur þessi ár komi inn í skýrsluhaldið sem mjólkurkýr ætti ný-

17 liðunin að vera um 4% (2,5 mjaltaskeið að jafnaði af kú) þegar þetta er ritað og eitthvað fram eftir næsta ári. Ef þetta verður raunin er ljóst að umrætt svigrúm til þess að nýta holdakynin er horfið. Þessi mikla nýliðunarþörf veldur því einnig að framboð á nautgripakjöti eykst verulega með þeim afleiðingum að erfitt verður að viðhalda góðum ungnautakjötsmarkaði. Það er því afar brýnt að leita allra leiða til þess að auka aftur endingu mjólkurkúastofnsins til þess að bændur hafi möguleika á að nýta einblendingsræktun mun meira en nú er hægt. Ef horft er lengra til framtíðar ættu bændur og afurðastöðvar að íhuga hvort ekki sé grundvöllur fyrir að markaðssetja Angus kjöt sérstaklega til þess að ná fram hærra afurðaverði. Víða erlendis er Angus kjöt, þ.m.t. af Angus blendingum, sérmerkt og selt á hærra verði en annað kjöt vegna mikilla kjötgæða (sjá næstu grein). ÞAKKARORÐ Að þessu verkefni hafa unnið margir einstaklingar og telst okkur til að þeir séu á 6. tuginn. Starfsmönnum sem komið hafa að þessu verkefni hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, Matvælarannsóknum Keldnaholti, Efnagreiningum Keldnaholti, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og á Möðruvöllum viljum við þakka ánægjulegt og gott samstarf. HEIMILDIR AFRC GENSTAT TM 5. Release 3 Reference Manual (form. ritnefndar Payne, R.W.). Statistics Department, Rothamsted Experimental Station, AFRC Institute of Arable Crops Research, Harpenden, Hertfordshire AL5 2JQ. Clarendon Press, Oxford, 796 s. Án höfundar Greinargerð um innflutning nautgripa. Til landbúnaðarráðuneytisins og stjórnar Búnaðarfélags Íslands frá Nautgriparæktarnefnd BÍ, 25 s. Án höfundar Prófun á Aberdeen Angus og Limousín kynjunum með tilliti til burðarerfiðleika hjá íslenskum kúm sem ganga með blendingskálfa. Til yfirdýralæknis, 5 s. Án höfundar Áætlaður beinn kostnaður við heyframleiðslu sumarið Frá Hagþjónustu landbúnaðarins, 8 s. Gunnar Guðmundsson Töflur yfir fóðurþarfir búfjár. Í: Handbók bænda 1993, Gunnar Guðmundsson Nýtt fóðurorku- og próteinmat fyrir jórturdýr. Í: Handbók bænda 1997, Gunnar Ríkharðsson, Guðjón Þorkelsson, Þóroddur Sveinsson og Ólafur Guðmundsson Samanburður á íslenskum nautum og Galloway-blendingum. Fjölrit RALA nr 186, 45 s. Jón Viðar Jómundsson Skýrslur nautgriparæktarfélaganna árið Freyr 94(5): Jón Viðar Jómundsson Skýrslur nautgriparæktarfélaganna árið Freyr 95(4): Landsudvalget for kvæg Fodermiddeltabel Sammensætning og foderværdi af fodermidler til kvæg (ritstj. Finn Strudsholm, Erik Skovbo Nielsen, Jens Christian Flye & Anne Mette Kjeldsen (Landskontoret for Kvæg), og Martin R. Weisbjerg, Karen Søegaard, V. Friis Kristensen, Torben Hvelplund & John E. Hermansen (Danmarks Jordbrugsforskning)). Sigríður Bjarnadóttir Uxar af íslensku kyni til kjötframleiðslu, I. Í: Ráðunautafundur 1997, Þóroddur Sveinsson Samanburður á íslenskum nautum og Galloway blendingum. Ib. Samband brjóstmáls og þunga. Í: Ráðunautafundur 1994, Þóroddur Sveinsson Hver er framlegð nautakjötsframleiðslunnar? Freyr 94(14): 9 13.

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja 1 Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Samantekt Kostnaður TR vegna þunglyndislyfja nam 691 millj.kr. árið 2007. Kostnaður lækkaði um 70 millj. kr. frá fyrra

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2012 LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og Í byggð

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Sjálfsprottinn söngur barna

Sjálfsprottinn söngur barna Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir Efnisyfirlit

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere