Forkaupsréttarsniðganga

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Forkaupsréttarsniðganga"

Transkript

1 Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN:

2 Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson * Inngangur Forkaupsrétti er jafnan komið á til að standa vörð um hagsmuni sem tengjast ákveðnum eignum. Hagsmunir aðila réttarsambandsins, sem forkaupsréttur stofnar til, geta verið ósamrýmanlegir og skapað togstreitu þeirra á milli. Kjarni slíkrar togstreitu lýtur iðulega að því hvert sé svigrúm eiganda forkaupsréttarandlags til ráðstafana og hvenær hagsmunir forkaupsréttarhafa takmarki það. Af slíku meiði eru álitaefni um forkaupsréttarsniðgöngu en með hugtakinu sniðgöngu í lögfræði er yfirleitt vísað til þeirra tilvika þegar aðili reynir með ráðstöfun að komast hjá því að virða tiltekna lagareglu eða samningsbundinn rétt. 1 Þegar talað er um að forkaupsréttur sé sniðgenginn er þannig vísað til þess að eigandi forkaupsréttarandlags ráðstafi eigninni á tiltekinn veg til að komast hjá því að virða forkaupsrétt. Það er markmið þessarar greinar að varpa ljósi á forkaupsréttarsniðgöngu. Einkum er sjónum beint að því hvort það hafi yfirhöfuð einhver áhrif á virkni forkaupsréttar þótt ráðstöfun sé gerð í því skyni að sniðganga réttinn og hver séu einkenni ráðstöfunar sem gerð er í þessu skyni. Þá er einnig vikið að því hvernig koma megi í veg fyrir að unnt sé að sniðganga forkaupsrétt. Greinin er þannig uppbyggð að í öðrum kafla er fjallað almennt um hugtakið forkaupsrétt og nokkrar meginreglur sem gilda um réttinn. Í þriðja kafla er vikið að meginefni greinarinnar, þ.e. forkaupsréttarsniðgöngu, og að lokum eru helstu ályktanir um einkenni forkaupsréttarsniðgöngu dregnar saman í fjórða kafla. Forkaupsréttur og nokkrar meginreglur Hugtakið forkaupsréttur er hvorki skilgreint í gildandi lögum né virðist vera fyrir hendi fullkomlega samræmd skilgreining á inntaki hugtaksins í dómaframkvæmd eða fræðiskrifum. Skilgreiningar á hugtakinu koma þó víða fram og vísa þær flestar á sameiginleg hugtaksatriði forkaupsréttar. 2 Með vísan til þeirra atriða virðist mega skilgreina forkaupsrétt með eftirfarandi hætti: * Grein þessi er unnin upp úr meistararitgerð Þorvaldar Haukssonar, Forkaupsréttur, sem var varin við Lagadeild Háskóla Íslands vorið 2015, en Helgi Áss Grétarsson var leiðbeinandi Þorvaldar. 1 Torgeir Austenå: Løsningsrettigheter, bls Sjá t.d. um inntak hugtaksins í brottföllnum lögum 14. kapítula landabrigðisþáttar Grágásar, 8. kapítula landabrigðabálkar Jónsbókar, 1. gr. laga nr. 30/1905 um forkaupsrjett leiguliða o.fl., 1. gr. laga nr. 40/1919 um forkaupsrétt á jörðum og 2. gr. laga nr. 40/1948 um kauprétt á jörðum; í dómaframkvæmd, sbr. t.d. Hrd. 6. maí 2010 (570/2009) (Síðumúli 2), Hrd. 2006, bls (180/2006) (Þverfell), Hrd. 2005, bls (214/2005) (Stóri-Skógur) og Hrd. 2003, bls (73/2003) (Vatn); og í fræðiskrifum Ólafur Lárusson: Eignaréttur I, bls. 57, Gaukur Jörundsson: Um eignarnám, bls. 66, Gaukur Jörundsson: Eignaréttur II, bls. 219, og Þorgeir Örlygsson: Kaflar úr eignarétti I, bls. 30. Um hugtakið í norskum rétti má nefna t.d. Sjur Brækhus og Axel Hærem: Norsk tingsrett, bls , og Torgeir Austenå: Løsningsrettigheter, bls. 29, og um hugtakið í dönskum rétti sjá t.d. Knud Illum: Dansk tingsret, bls. 316, og Mads Bryde Andersen: Grundlæggende aftaleret, bls

3 Forkaupsréttur er skilyrtur réttur sem veitir rétthafa heimild til þess að ákveða, yfirleitt innan tiltekins tímafrests, að kaupa eign sem eigandi hefur með bindandi hætti ákveðið að selja, í vissum tilvikum við önnur aðilaskipti, venjulega með sömu skilmálum og í samningi eiganda og viðsemjanda hans. Skilgreining þessi hefur þrengri og víðtækari merkingu. 3 Í þrengri skilningi felur forkaupsréttur í sér heimild rétthafa til að kaupa eign sem eigandi hefur með bindandi hætti ákveðið að selja með sömu skilmálum og í samningi eiganda og viðsemjanda hans. Forkaupsréttarhugtakið er á hinn bóginn notað í víðtækari skilningi þegar í réttinum felst að rétthafi hafi heimild til að kaupa eign sem eigandi hefur með bindandi hætti ákveðið að yfirfæra eignarrétt sinn að með öðrum hætti en sölu og/eða forkaupsréttarhafi kemur í stað viðsemjandans á grundvelli annarra skilmála en í samningi eiganda og viðsemjanda hans. Hugtakið er notað í þrengri skilningi nema annað réttlætist af lögum, samningi eða annarri viðhlítandi heimild. Í samræmi við framangreint er það meginregla að forkaupsréttur verði virkur við sölu á forkaupsréttarandlagi en ekki í öðrum tilvikum nema kveðið sé á um annað í forkaupsréttarheimild, þ.e. einkum settum lögum eða samningi. 4 Við túlkun forkaupsréttarheimildar vegast meðal annars á þau sjónarmið annars vegar að rétturinn er óbeinn eignarréttur forkaupsréttarhafa og hins vegar að forkaupsréttur takmarkar beinan eignarrétt eiganda forkaupsréttarandlags og samningsfrelsi hans. Við túlkun á forkaupsréttarheimild er viðtekið að ekki sé lögð rýmri merking í heimildina en eftir orðanna hljóðan, sbr. til dæmis Hrd. 4. júní 2015 (475/2014) (Bergur-Huginn ehf.), Hrd. 13. desember 2007 (210/2007) (Grímstunga o.fl.) og Hrd. 2006, bls (180/2006) (Þverfell). 5 Þessi nálgun við túlkun á forkaupsréttarheimild skýrist fyrst og fremst af því að forkaupsréttur takmarkar eignarrétt eiganda og setur vissar skorður við samningsfrelsi hans. Hefur framangreint meðal annars í för með sér að sé forkaupsréttur um virkni bundinn við sölu verður ekki lögð rúm merking í hugtakið sölu. Er eiganda forkaupsréttarandlags því almennt heimilt að ráðstafa eign sinni á hvaða hátt annan sem er. Aftur á móti kann grunur að vakna með forkaupsréttarhafa, ráðstafi eigandi forkaupsréttarandlags eigninni á annan hátt en með sölu, að ráðstöfunin sé í því skyni gerð að sniðganga forkaupsréttinn, þ.e. að ráðstöfunaraðferðin hafi verið valin til þess að rétturinn yrði ekki virkur. Sniðganga forkaupsréttar Forkaupsréttarsniðganga og virkni forkaupsréttar Á Íslandi hefur lengi verið reynt að koma í veg fyrir að tilraunir aðila til að sniðganga forkaupsrétt hafi áhrif. 6 Í gildandi lögum eru þó engin ákvæði sem beinlínis taka á slíkum vanda. 7 Þó má segja að sum ákvæði geri það á óbeinan hátt með víðtæku 3 Sjá til hliðsjónar Torgeir Austenå: Løsningsrettigheter, bls Ólafur Lárusson: Eignaréttur I, bls. 57, Gaukur Jörundsson: Eignaréttur II, bls. 221, og Torgeir Austenå: Løsningsrettigheter, bls Hugtakið virkni forkaupsréttar vísar til þess hvort það skilyrði sem forkaupsrétturinn er bundinn sé komið fram eða ekki. Forkaupsrétturinn er þannig virkur þegar skilyrðið er komið fram og er þá rétthafa heimilt að neyta hans. Forkaupsréttur er aftur á móti óvirkur þegar skilyrðið er ekki komið fram og getur rétthafi þá ekki neytt réttarins. 5 Sjá einnig Gaukur Jörundsson: Eignaréttur II, bls. 220, Torgeir Austenå: Løsningsrettigheter, bls. 115, og Knud Illum: Dansk tingsret, bls. 135, og til hliðsjónar Hérd. Reykjaness 21. maí 2015 (E- 1165/2014) (aflaheimildir). 6 Sjá t.d. 15. kapítula landabrigðisþáttar Grágásar. 7 Til hliðsjónar má nefna að löggjafinn hefur í vissum tilvikum talið ástæðu til þess að mæta forkaupsréttarsniðgöngu með lagabreytingum, sbr. athugasemdir frumvarps þess sem varð að lögum nr. 40/1948 um kauprétt á jörðum. Sjá Alþt. 1947, A-deild, bls

4 gildissviði. Þrátt fyrir skort á beinum lagafyrirmælum er ljóst að sniðganga forkaupsréttar er höfð í huga þegar lagt er mat á virkni forkaupsréttar, sbr. til dæmis Hrd. 1952, bls. 114 (Aðalstræti 16) og Hrd. 1954, bls. 26 (Rauðnefsstaðir) en í báðum þessum málum var tekið fram að tilteknar ráðstafanir hefðu eigi verið gerðar í því skyni að fara í kringum forkaupsrétt. Dómarnir gefa til kynna að hefði sniðganga forkaupsréttar legið fyrir hefði það getað haft áhrif á niðurstöður málanna án þess þó að ljóst sé hver þau áhrif hefðu verið. Eðlilegt er að viðmið um forkaupsréttarsniðgöngu þurfi ekki stoð í settum lögum til að geta haft áhrif á virkni forkaupsréttar þar sem fremur er um að ræða atriði sem litið er til við túlkun laga- og samningsákvæða en sjálfstæða reglu. 8 Felur túlkunin þá meðal annars í sér að leggja mat á annars vegar umfang forkaupsréttarákvæðis og hins vegar raunverulegt inntak ráðstöfunar. Leggja má til grundvallar að liggi tilraun til sniðgöngu fyrir geti það haft áhrif á það hvort forkaupsréttur verði virkur eða ekki, sbr. einnig til dæmis Hrd. 4. júní 2015 (475/2014) (Bergur-Huginn ehf.). Styðst það einkum við þær röksemdir að eigandi forkaupsréttarandlags geti ekki kallað ráðstöfun eignar öðru heiti en raunverulegt inntak hennar felur í sér og þannig komist hjá því að forkaupsréttur sem hvílir á eigninni verði virkur. 9 Tegundir forkaupsréttarsniðgöngu Sniðgöngu forkaupsréttar má greina í tvær tegundir sem þó eru náskyldar og skarast að einhverju leyti. Um er að ræða þau tilvik annars vegar þegar valið er að ráðstafa eign á tiltekinn hátt en ekki annan vegna þess að síðarnefnda ráðstöfunin virkjar forkaupsrétt og hins vegar þegar aðilar gera samning til málamynda. Það sem skilur á milli er að þegar um er að ræða málamyndagerning eru samningsaðilar sammála um að leggja aðra merkingu í samninginn en hann gefur til kynna samkvæmt almennum túlkunarreglum. 10 Sem dæmi má nefna að eigandi forkaupsréttarandlags, A, selur B eignina en forkaupsrétturinn verður ekki virkur vegna undanþáguákvæðis í lögum eða samningi sem varðar sölu eignarinnar til B. A og B eru aftur á móti sammála um að í reynd sé kaupandi eignarinnar C sem undanþáguákvæðið gildir ekki um og því sé B aðeins tímabundinn leppur til þess að forkaupsréttur F verði ekki virkur. Á hinn bóginn er í fyrrnefnda tilvikinu ákveðin ráðstöfun framkvæmd en hún klædd í annan búning þannig að forkaupsréttur verði ekki virkur. 11 Hér má sem dæmi nefna að A ætli að veita B eignarrétt að forkaupsréttarandlagi. Í stað þess að selja honum eignina ákveða þeir að gera með sér leigusamning sem þó lætur B í té svo ríkar heimildir að í reynd verður hann eigandi eignarinnar. Þá má nefna að ef A er félag getur verið að eigandi þess ákveði að selja félagið til B í stað þess að selja sjálft forkaupsréttarandlagið en með þessu næst sambærileg niðurstaða, þ.e. B verður eigandi eignarinnar í gegnum eignarhlut sinn í A. Í tengslum við málamyndagerninga er fróðlegt að rekja Hrd. 1921, bls. 127 (Stóra- Moshvol). Málavextir voru þeir að HJ seldi jörðina Stóra-Moshvol þáv. ábúanda hennar, SÁ, en skv. þág. lögum nr. 30/1905 gekk réttur ábúanda fyrir forkaupsrétti hreppa. Aftur á móti seldi SÁ jörðina til SO rúmum mánuði síðar. Hélt hreppsnefnd Hvolhrepps því fram að salan til SÁ hefði verið ógild og óbindandi fyrir sig þar sem SÁ hefði í raun og veru ekki keypt jörðina. Hefði SO í reynd keypt jörðina af HJ og hafi salan til SÁ aðeins verið til málamynda (l. pro forma). Í 8 Sjá til hliðsjónar Kristján Gunnar Valdimarsson: Skattasniðganga, bls Torgeir Austenå: Løsningsrettigheter, bls , Mads Henry Andenæs: Sameier og selskaper, bls , og Mads Henry Andenæs: Aksjeselskaper & allmennaksjeselskaper, bls Sjá einnig sambærileg sjónarmið í skattarétti Kristján Gunnar Valdimarsson: Skattasniðganga, bls Sjá almennt um hugtakið málamyndagerning t.d. Ása Ólafsdóttir: Málamyndagerningar, bls Torgeir Austenå: Løsningsrettigheter, bls

5 dómi Hæstaréttar kom eftirfarandi m.a. fram: Með afsalsbrjefi 16. april 1918 eignaðist [SÁ] ábýlisjörð sína, hálflendu Stóra-Moshvols í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, og er ekkert framkomið í málinu er sýni, að hann hafi eigi orðið löglegur eigandi hálflendurnar með afsali þessu. Var honum því frjálst að selja hana hverjum er hann vildi. I því efni skiftir það engu, þó að [SÁ], eins og [hreppsnefnd Hvolhrepps] heldur fram, og eigi er ósennilegt eftir málavöxtum, hefði keypt jörðina beint í því skyni að selja hana þegar aftur stefnda, [SO], samið við hann um kaupin áður en hann [SÁ] fjekk afsalið og tekið við einhverri fjárhæð upp í kaupverðið eða undir öðru nafni, eða þó svo að það hefði verið ætlun þeirra [SÁ] að fara með þessum hætti á svig við ákvæði laga [nr. 30/1905], með því að lögin áskilja, eigi sveitarfjelagi forkaupsrjett við sölu jarðar, sem er í sjálfsábúð. Var kröfum hreppsnefndar Hvolhrepps í málinu því hafnað. 12 Þrátt fyrir að dómurinn sé kominn til ára sinna endurspegla forsendur Hæstaréttar að heimildir eiganda til að ráðstafa eign sinni eru ríkar. Aftur á móti er ekki útilokað að málavextir geti verið með þeim hætti að komist verði að annarri niðurstöðu. Í því sambandi má til hliðsjónar nefna Rt. 1930, bls. 695 (Seierstad) en þar var á grundvelli heildarmats talið að ráðstöfun á eign til fimm ára sonar eiganda mætti virða sem málamyndagerning gerðan í því skyni að sniðganga forkaupsrétt. 13 Það sem greinir dómana að er að í hinum fyrrnefnda er lagt til grundvallar að viðskiptin hafi raunverulega átt sér stað í samræmi við efni samninganna, þ.e. A seldi eign til B, sem við það varð lögmætur eigandi, og seldi hann eignina stuttu síðar til C. Skipti því ekki máli hvert undirliggjandi markmið viðskiptanna væri. Á hinn bóginn má ráða af síðarnefnda dóminum að dregið hafi verið í efa að hinn fimm ára sonur eiganda hefði nokkurn tímann orðið eigandi eignarinnar. Viðskiptin hafi því einungis verið að nafninu til. Sennilega er algengasta dæmið um að ráðstöfun sé klædd í annan búning til að sniðganga forkaupsrétt þegar forkaupsréttarandlag er í eigu félags en eigandi félagsins ákveður að selja þriðja aðila félagið en ekki forkaupsréttarandlagið sjálft til þess að koma í veg fyrir að forkaupsrétturinn verði virkur. Almennt hefur verið talið að við þessar aðstæður verði forkaupsréttur ekki virkur. 14 Er þetta í raun eðlilegur fylgifiskur meginreglnanna um friðhelgi eignarréttar og samningsfrelsi, þ.e. að ekki verði reistar skorður við heimildum aðila til þess að ráðstafa eignum sínum nema til staðar sé viðhlítandi heimild. Til stuðnings framangreindu má einnig benda á að aðilum sem semja forkaupsréttarákvæði er í lófa lagið að búa svo um hnútana að rétturinn verði virkur í öðrum tilvikum en við sölu eignar, svo sem með ákvæði um að forkaupsréttur verði virkur við breytingu á eignarhaldi félags (change of control) Til hliðsjónar er áhugavert að líta til forsendna dóms aukaréttar Rangárvallasýslu í málinu en þar komu fram andstæð sjónarmið. 13 Sjá einnig Torgeir Austenå: Løsningsrettigheter, bls Sjá t.d. Stefán Már Stefánsson: Hlutafélagaréttur, bls , þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram: Hugsanlegt er að eignarhaldsfélag sé stofnað í þeim tilgangi að losna undan forkaupsréttarákvæðum hlutafélags eða einkahlutafélags. Kaupi eignarhaldsfélag t.d. hluti í hlutafélaginu A, þar sem kveðið er á um forkaupsrétt tiltekinna aðila, er eignarhaldsfélagið að vísu bundið af þeim ákvæðum þegar það kaupir hlutina og verður að hlíta þeim skilyrðum sem þar eru sett. Síðar getur það hins vegar selt hluti í eignarhaldsfélaginu án þess að vera bundið við forkaupsréttarákvæði hlutafélagsins A. Þetta gildir sennilega þótt eini tilgangur eignarhaldsfélagsins sé að eiga hluti í fyrrgreindu hlutafélagi. Það sama gildir um þau eignarhaldsfélög sem hafa að markmiði sínu að eiga hluti í ýmsum hlutafélögum. [...] Það er svo annað mál hvort unnt sé með ákvæðum í samþykktum hlutafélaga að láta forkaupsréttarákvæði þess einnig ná til síðari viðskipta með hluti í slíku eignarhaldsfélagi. Það kann að vera unnt að tilteknu marki. Sjá einnig Hérd. Rvk. 29. mars 2006 (A-1/2006) (Háaleitisbraut 68), sem var útburðarmál og var ekki áfrýjað. Í dóminum var því m.a. hafnað að forkaupsréttur leigjanda fasteignar yrði virkur við sölu á einkahlutafélagi sem átti fasteignina þar sem ekki lá fyrir að selja ætti eignina. 15 Í þessu sambandi má til hliðsjónar nefna t.d. tvö norsk lagaákvæði; annars vegar 5. mgr. 11. gr. lov nr. 64/1994 om løysingsrettar og hins vegar 1. og 2. mgr. 2. gr. lov nr. 34/1977 om kommunal forkjøpsrett til leiegårder. Af þessum ákvæðum leiðir að forkaupsréttur getur í vissum tilfellum 4

6 Í Hrd. 19. mars 2009 (470/2008) (Bæjarlind 12) komu fram áhugaverð ummæli í héraðsdómi sem Hæstiréttur staðfesti að þessu leyti með vísan til forsendna. Það sem skiptir máli hér er að V ehf. hafði átt í samningaviðræðum við B sf. um kaup á öllum eignarhlutum í fasteigninni B 12 en B sf. var félag sem eingöngu hafði með höndum rekstur umræddrar fasteignar. Á nokkrum eignarhlutum eignarinnar hvíldu forkaupsréttarkvaðir, þ. á m. á þeim eignarhluta sem F ehf. hafði á leigu. Hinn 3. nóvember 2004 samþykkti B sf. kauptilboð V ehf. í fasteignina sem náði til allra eignarhluta hennar. Um svipað leyti höfðu V ehf. og B sf. samband við F ehf. og aðra forkaupsréttarhafa í því skyni að þeir myndu falla frá forkaupsrétti sínum. Meðal annarra neitaði F ehf. að verða við því og lýsti félagið yfir skýrum vilja til þess að neyta réttarins. Í kjölfarið riftu V ehf. og B sf. gerðum kaupsamningi, m.a. á þeim grundvelli að fyrirvarar í kauptilboði hefðu ekki gengið eftir. Í framhaldi af því gerðu V ehf. og B sf. kaupsamning um þá eignarhluta sem ekki voru háðir forkaupsrétti. Báru félögin fyrir sig að fjármögnun hefði verið tryggð fyrir þeim kaupum. Aftur á móti lá fyrir að tæpum tveimur vikum eftir framangreinda riftun var V ehf. búið að ganga frá samningi um kaup á félaginu B sf. sem átti á þeim tíma einungis það leiguhúsnæði, ásamt fylgifé, sem F ehf. hafði til umráða sem og leiguhúsnæði það sem FK ehf. hafði til umráða en það félag hafði jafnframt lýst yfir vilja sínum til að nýta forkaupsrétt sem það hafði skv. leigusamningi við B sf. Í dóminum sagði orðrétt: Er ekki vafi á því, eins og mál þetta er vaxið, að með kaupum [V ehf.] á [B sf.] voru seljandi og kaupandi að freista þess að yfirfæra heildareignina á [V ehf.], án þess að þurfa að virða samningsbundinn forkaupsrétt [F ehf.]. [...] Með vísan til alls þess, sem að framan er rakið, ber að taka kröfu [F ehf.] um viðurkenningu á forkaupsrétti hans til greina. Niðurstaða málsins um það hvort viðkomandi forkaupsréttur varð virkur réðst ekki af framangreindum ummælum. Eigi að síður er unnt að álykta af dóminum að til greina kunni að koma að kaup á félagi, sem er eigandi forkaupsréttarandlags, verði virt sem tilraun til þess að sniðganga forkaupsrétt og að það geti haft áhrif á það hvort rétturinn verði virkur. Í því sambandi skipti meðal annars máli hver sé aðdragandi ráðstöfunar, til dæmis hvort þess hafi verið farið á leit við forkaupsréttarhafa að hann falli frá forkaupsrétti sínum. Hér má einnig nefna Hrd. 4. júní 2015 (475/2014) (Bergur- Huginn ehf.). Í málinu reyndi á það hvort forkaupsréttur sveitarfélagsins V, á grundvelli 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, hefði orðið virkur þegar allt hlutafé í eiganda tveggja fiskiskipa var selt en skv. ákvæðinu verður forkaupsréttur sveitarfélags virkur þegar selja á fiskiskip. Í dómi Hæstaréttar kom eftirfarandi m.a. fram: Eins og áður kom fram var bókfært verðmæti skipa Bergs-Hugins ehf. aðeins rúmur fimmtungur heildareigna félagsins samkvæmt ársreikningi, sem síðast hafði verið gerður fyrir það áður en áfrýjendur gerðu kaupsamninginn um alla hluti í því, en andvirði varanlegra fiskveiðiheimilda á hinn bóginn meira en 2/3 af verðmæti heildareigna félagsins. Þannig geta ekki talist nokkrar líkur að því að kaupsamningur áfrýjenda hafi í reynd miðað að því sem meginatriði að koma fram yfirfærslu eignarréttar að fiskiskipum Bergs- Hugins ehf., en klæða þau viðskipti í annan búning. Ákvæðum 3. mgr., sbr. 5. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 verður því ekki beitt á þann hátt að þau verði látin taka til kaupa áfrýjenda. Brestur þannig lagastoð til að verða við kröfu stefnda og verða áfrýjendur því sýknaðir af henni. einnig orðið virkur þegar ákveðinn stór hluti í félagi sem á forkaupsréttarandlag skiptir um eiganda. Ekkert er því til fyrirstöðu að setja sambærileg ákvæði í íslensk lög eða semja um þau hverju sinni. Sjá um útfærslur á slíkum ákvæðum í samþykktum félaga eða annars konar samningum t.d. Line Ravlo-Losvik: Omsetningsreguleringer i aksjeselskaper problemstillinger, utfordringer og løsninger, bls , Mads Henry Andenæs: Aksjeselskaper & allmennaksjeselskaper, bls. 216, og Erik Werlauff: Selskabsret, bls

7 Dómurinn gefur til kynna að séu viðskipti klædd í annan búning til að sniðganga forkaupsrétt geti það haft áhrif á virkni hans. Þá má ráða af forsendum dómsins að mikilvægt atriði við mat á því hvort viðskipti hafi verið klædd í annan búning til að sniðganga forkaupsrétt sé hversu stór hluti forkaupsréttarandlag er af heildareignum félags. Við gerð leigusamnings kann að koma til álita hvort markmið hans sé í reynd að yfirfæra eignarrétt forkaupsréttarandlags til þriðja aðila án þess að forkaupsréttur verði virkur, sbr. Rt. 1929, bls. 401 (Vadheim). Í málinu var í gildi samningsbundinn forkaupsréttur að jörð. Eigandi hennar ráðstafaði afnotum jarðarinnar með leigusamningi til NTV, eiginkonu hans, barna og barnabarna og skyldi samningurinn vera í gildi svo lengi sem eitthvert þeirra væri á lífi. Að loknu heildarmati á tímalengd og efni samningsins var talið að forkaupsrétturinn hefði verið gerður þýðingarlaus. Var því talið að rétturinn hefði orðið virkur við gerð leigusamningsins. 16 Hér má einnig nefna þýskan hæstaréttardóm sem reifaður er í ritinu Løsningsrettigheter eftir Torgeir Austenå. 17 Málavextir voru þeir að B átti tvær jarðeignir og á þeim hvíldu forkaupsréttarkvaðir í eigu C en skv. þeim gat hann keypt þær á franka. Aftur á móti sýndi D B áhuga á að kaupa báðar eignirnar fyrir franka. Í kjölfarið fór B þess á leit við C að C félli frá forkaupsrétti sínum gegn peningagreiðslu. C féllst ekki á það og greip B þá til þess ráðs að leigja D eignirnar til 80 ára. Í framhaldi af því andaðist B og var eini erfinginn sonur hans E. Þegar C varð kunnugt um leigusamninginn krafðist hann þess umsvifalaust að forkaupsrétturinn yrði virtur enda væri um dulbúinn sölugerning að ræða. Hélt C því fram að leigusamningurinn hefði verið gerður í því skyni að sniðganga forkaupsréttinn og hefði framkvæmdin verið í andstöðu við góða trú (þ. Treu und Glauben). Í dóminum var talið að aðdragandi samningsgerðarinnar sem og innihald leigusamningsins gæfi til kynna að reynt hefði verið að búa til ráðstöfun án þess að virkja forkaupsréttinn. Taldi dómurinn að B og D hefðu tekið á sig krók til að forðast réttinn. Hér hefði ekki bara verið spurning um val á einni af mörgum leiðum að sama markmiði heldur væru allar kringumstæður því marki brenndar að ráðstöfunin hefði verið í því skyni að sniðganga forkaupsrétt C og væri því gerð í vondri trú. Var því talið að forkaupsrétturinn hefði orðið virkur. Þá skal þess getið að í Rt. 1977, bls. 13 (Krana) var því hafnað að eign hefði verið gefin í því skyni að sniðganga forkaupsrétt þar sem ráðstöfunin bæri þess engin merki. Þar af leiðandi er ekki sjálfgefið að sniðgöngusjónarmið liggi fyrir jafnvel þó eign sé gefin. Ályktanir Samandregið virðist nærtækt að draga fram fimm atriði er lúta að mati á því hvort ráðstöfun hafi verið gerð í því skyni að sniðganga forkaupsrétt. Í fyrsta lagi er öruggt að form gernings ræður ekki úrslitum um eðli hans heldur er það innihald gerningsins Sjá einnig til hliðsjónar Rt. 1946, bls Torgeir Austenå: Løsningsrettigheter, bls Sjá til hliðsjónar Hrd. 13. febrúar 2014 (598/2013) (Faxafen 11) og Hrd. 2000, bls (199/2000) (Litróf ehf.) og t.d. Eyvindur G. Gunnarsson: Um gengistryggð lán og verðtryggingu, bls

8 Í öðru lagi skiptir máli hvert sé innihald gernings. Sé það óvenjulegt veitir það ákveðin líkindi en þó er það ekki endilega sniðganga þó að ráðstöfun sé mjög óhagfelld eiganda eða sérlega hagfelld þiggjanda. Í þriðja lagi skiptir aðdragandi ráðstöfunar verulegu máli. Liggi til dæmis fyrir að eigandi eða þriðji aðili hafi leitað eftir því við forkaupsréttarhafa án árgangurs að rétthafi falli frá eða afsali rétti sínum kann það að vega þungt sé í kjölfarið gripið til ráðstöfunar sem forkaupsrétturinn verður ekki virkur við. Í fjórða lagi er litið til þess, þegar því er haldið fram að sala á félagi sé í raun sala á forkaupsréttarandlagi í eigu þess, hversu stór hluti eignin er af verðmætum félagsins. Í fimmta lagi skiptir mestu máli að framkvæmt sé heildarmat á ráðstöfuninni. Beri ráðstöfun þess merki að hún hafi verið valin í því skyni að forkaupsréttur verði ekki virkur, þannig að ekki hafi verið um að ræða val á einni af mörgum leiðum sem komu til greina til að ná sama markmiði, veitir það veruleg líkindi fyrir því að tilgangur ráðstöfunarinnar hafi verið að sniðganga forkaupsréttinn. Þrátt fyrir að ráðstöfun beri einkenni forkaupsréttarsniðgöngu má, á grundvelli þess sem komið hefur fram í greininni, draga þá ályktun að ótvírætt sé að mikið þurfi að koma til svo að fallist verði á að ráðstöfun hafi verið gerð í því skyni að sniðganga forkaupsrétt og að það eigi að hafa áhrif á virkni réttarins. Heimildir Ása Ólafsdóttir: Málamyndagerningar. Rannsóknir í félagsvísindum IX. Lagadeild. Ritstj. Trausti Fannar Valsson. Reykjavík 2008, bls Erik Werlauff: Selskabsret. 8. útgáfa. Kaupmannahöfn Eyvindur G. Gunnarsson: Um gengistryggð lán og verðtryggingu. Úlfljótur, 3. tbl. 2009, bls Gaukur Jörundsson: Eignaréttur II. Reykjavík Gaukur Jörundsson: Um eignarnám. Reykjavík Knud Illum: Dansk tingsret. 3. útgáfa. Vagn Carstensen. Kaupmannahöfn Kristján Gunnar Valdimarsson: Skattasniðganga. Tímarit lögfræðinga, 3. hefti 1999, bls Line Ravlo-Losvik: Omsetningsreguleringer i aksjeselskaper problemstillinger, utfordringer og løsninger. Tidsskrift for forretningsjuss, 2008, bls Mads Bryde Andersen: Grundlæggende aftaleret. Aftaleretten I. 2. útgáfa. Kaupmannahöfn Mads Henry Andenæs: Aksjeselskaper & allmennaksjeselskaper. Osló Mads Henry Andenæs: Sameier og selskaper. Sameier. Ansvarlige selskaper. Kommandittselskaper. Partrederier. Osló Ólafur Lárusson: Eignaréttur I. Reykjavík Sjur Brækhus og Axel Hærem: Norsk tingsrett. Osló Stefán Már Stefánsson: Hlutafélagaréttur. Reykjavík Torgeir Austenå: Løsningsrettigheter. Forkjøps-, tilbuds- og kjøperett til fast eiendom. Osló Þorgeir Örlygsson: Kaflar úr eignarétti I. Viðfangsefni eignaréttar. Íslenskt forráðasvæði. Fasteignir. Handrit. Reykjavík Dómar Hæstaréttar Íslands: Hrd. 1921, bls. 127 Hrd. 1952, bls. 114 Hrd. 1954, bls. 26 Hrd. 2000, bls (199/2000) Dómaskrá 7

9 Hrd. 2003, bls (73/2003) Hrd. 2005, bls (214/2005) Hrd. 2006, bls (180/2006) Hrd. 13. desember 2007 (210/2007) Hrd. 19. mars 2009 (470/2008) Hrd. 6. maí 2010 (570/2009) Hrd. 13. febrúar 2014 (598/2013) Hrd. 4. júní 2015 (475/2014) Héraðsdómar: Hérd. Rvk. 29. mars 2006 (A-1/2006) Hérd. Reykjaness 21. maí 2015 (E-1165/2014) Dómar Hæstaréttar Noregs: Rt. 1929, bls. 401 Rt. 1930, bls. 695 Rt. 1946, bls. 266 Rt. 1977, bls. 13 8

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Leiðbeinandi: Unnur Edda Sveinsdóttir Desember 2014 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Félag löggiltra endurskobenda Reykjavík 25. apríl 2005 Tilv. FLE 19-2005 Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd c/o Stefán Árni Auðólfsson, nefndarritari

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar Efnisyfirlit. 1.0 Inngangur... 3 1.1 Almennt... 3 1.2 Afmörkun ritgerðarefnis og umfjöllunarefni... 4 1.3 Fræðikerfi lögfræðinnar... 6 2.0 Umhverfisvernd... 8 2.1 Almennt... 8 2.2 Réttarheimildir... 9

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Inngangur stefna ASÍ í húsnæðismálum... 2 Breytinga er þörf!... 3 Lýsing á einstökum þáttum danska húsnæðislánakerfisins... 7 Almenn lýsing... 7

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Erindi nr. Þ / Grant Thomton

Erindi nr. Þ / Grant Thomton Löggiltir endurskoðendur - skattasvið A iþm gi. Erindi nr. Þ / Grant Thomton kom udagur 2S.v. 2005" w ant i nornton Alþingi B.t. Efnahags- og viðskiptanefndar Kirkjustræti 2 150 Reykjavík Reykjavík, 25.

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

Hvað er kennitöluflakk?

Hvað er kennitöluflakk? Hvað er kennitöluflakk? Kennitöluflakk felur í sér að viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2 Ásmundur G. Vilhjálmsson lömaður Skiptin á skattlaninarréttinum milli heimilisfestarlands o keldulands 1 ) 2 183 1 Hutakið kelduland er hér notað yfir það sem á öðrum Norðurlöndum er kallað kildeland en

Læs mere

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. HEIMILDASKRÁ Alþingistíðindi. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. Arvid Frihagen: Villfarelse og ugyldighet i forvaltningsretten. Osló 1966. Aslak Syse: Materielle

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012

Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012 Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Reykjavík, 18. febrúar 2012 Efni: Umsögn Skjásins ehf. vegna breytinga á lögum um Ríkisútvarpið

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 37

Læs mere

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur 13.2. 2 12. Febrúar 2008 Eftirfarandi er athugasemd Félags geislafræðinga vegna Frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegan flutnings á útgáfu starfsleyfa til

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1 Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1. En kort sammenfatning vedrørende kommunernes ret til pålægning af skat. Den første januar 2004 fandes der 105 kommuner i Island. Kommunerne

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København Hugvísindasvið Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København Oversættelse af minimalistisk tekst samt teorier og analyse Ritgerð til BA-prófs Laufey Jóhannsdóttir September 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Læs mere

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA Islándska Bankföreningen Bankers' Association of lceland Alþingi, Reykjavík, 1. febrúar 1996 Alþingi efiiahags- og viðskiptanefiid, /9 ( 0 -* jo Þórshamri v. Templarasund,

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

SAG 203. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn. Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson

SAG 203. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn. Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson SAG 203 Nýir tímar Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta Verkefnasafn Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson Netútgáfa Mál og menning Reykjavík 2007 1 Nýir tímar. Saga Íslands og

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Et værdigt redskab for værdigt indhold

Et værdigt redskab for værdigt indhold Verðugt tæki fyrir verðugt inntak Upplýsingatækni hefur á undanförnum árum lagt til margvísleg tæki til að nota í stærðfræði en einnig má nota þau til að læra stærðfræði. Nemendur á miðstigi grunnskólans

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere