Yfir 30 kílóa þorskur í netaralli. Framúrskarandi >> Í VEIÐIFERÐ MEÐ STÆRSTA LÍNUSKIPI HEIMS

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Yfir 30 kílóa þorskur í netaralli. Framúrskarandi >> Í VEIÐIFERÐ MEÐ STÆRSTA LÍNUSKIPI HEIMS"

Transkript

1 >> Í VEIÐIFERÐ MEÐ STÆRSTA LÍNUSKIPI HEIMS ÍSLENDINGAR TAKA ÞÁTT Í VÖRUÞRÓUN UM BORÐ Í FRØYANES >> 6 fimmtudagur 11. apríl tbl. 31. árg. Lítið fyrir veiðunum haft Vetrarvertíðin hefur gengið mjög vel líkt og undanfarin ár og mikið veitt í fá net.» 2 Ein þjóð Allir munu græða á samvinnu þéttbýlis og dreifbýlis, segir Pétur Hafsteinn Pálsson.»5 MYND/TRYGGVI SVEINSSON Yfir 30 kílóa þorskur í netaralli 47 milljónir í veiðigjald Veiðiferð frystitogarans Þórs HF í Barentshaf stóð ekki undir sér.»8 ÓTRÚLEGA GRÓF AÐGERл3 N etarall Hafrannsóknastofnunar stend ur nú sem hæst. Sex bátar taka þátt í rallinu hringinn í kringum landið. Einn þeirra er Þorleifur EA frá Grímsey sem kannar svæðið úti fyrir Norðurlandi. Neta rallið fer vel af stað fyrir norðan og lofar góðu um framhaldið. Í byrjun vikunnar var rallið þar um það bil hálfnað. Aflinn var þá kominn í um 40 tonn í fjórum lögnum, einni á skjálftasvæðinu við Grímsey og þremur á Húnaflóasvæðinu. Mestur afli fékkst í eina lögn nálægt Skagaströnd, eða um 14 tonn. Það var allt boltafiskur, mikið 11 til 12 kíló að þyngd. Þorskurinn er veginn og metinn um borð. Á myndinni hér að ofan hampar áhöfnin á Þorleifi EA einum risaþorski sem veiddist í Húnaflóa. Ekki er þó alveg ljóst hvað þessi þorskur er þungur því vigtin, sem rannsóknamenn Hafró höfðu með sér um borð, tekur aðeins fisk sem er 30 kíló eða léttari. Þessi þorskur sprengdi því skalann og er eitthvað yfir 30 kílóin að þyngd. Sjá nánar um netarallið á bls. 4.»» kjartan@fiskifrettir.is Framúrskarandi lausnir fyrir fiskframleiðendur Sjáumst á sjávarútvegsýningunni í Brussel apríl - Höll 4 bás X- Ra y Víkurhvarfi Kópavogur S: F: valka@valka.is

2 2 fimmtudagur 11. apríl 2013 Þorskafli eftir veiðarfærum janúar-febrúar, 2012 og þús. tonn Botnvarpa Lína Net Þorskur Mest aukning í botnvörpu Í janúar og febrúar síðastliðnum veiddu íslensk skip rúm 45 þúsund tonn af þorski en á sama tíma í fyrra veiddust tæp 39 þúsund tonn. Mest veiddist af þorski í botnvörpu í ár eða tæp 19 þúsund tonn, línan kemur þar á eftir með tæp 16 þúsund tonn, netin eru í þriðja sæti með rúm 8 þúsund tonn. Aukning er í öll veiðarfæri en athygli vekur að togskipin auka þorskafla sinn langmest á tímabilinu. Botnvarpan hefur líka velt línunni úr sessi í fyrsta sæti en í janúar og febrúar í fyrra var mest veitt af þorski á línu.»» kjartan@fiskifrettir.is ÚTGÁFUFÉLAG: Myllusetur ehf., ÚTGEFANDI: Pétur Árni Jónsson RITSTJÓRI: Guðjón Einarsson gudjon@fiskifrettir.is Sími RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Kjartan Stefánsson kjartan@fiskifrettir.is Sími BLAÐAMAÐUR Vilmundur Hansen vilmundur@fiskifrettir.is Sími AÐSETUR: Nóatúni 17, 105 Reykjavík Áskrift: AUGLÝSINGAR: Sími: PRENTUN: Landsprent ehf. Dragnót Annað Happasæll KE. Happasæll KE fékk rúm 10 tonn í tvær trossur Lítið fyrir veiðunum haft Veiðar á þorski í net hafa gengið mjög vel á vertíðinni líkt og undanfarin ár. Skipstjórar segja að lítið þurfi að hafa fyrir því að ná þorskinum. Í síðustu viku voru bátarnir að fá fimm tonn í trossu en fá net voru í sjó. KJARTAN STEFÁNSSON kjartan@fiskifrettir.is Veiðin í janúar var í lagi en fljótlega í febrúar fór aflinn að aukast og þorskurinn kom í torfum. Þá fórum við að leggja á nóttunni og draga eftir nokkra tíma, sagði Hafþór Örn Þórðarson, skipstjóri á Happasæl KE, í samtali við Fiskifréttir í lok síðustu viku er rætt var við hann um aflabrögðin. Fimm tonn í trossu Hafþór sagði að undanfarið hefðu þeir aðeins lagt tvær til sex trossur en tíu net eru í trossunni. Við erum að reyna að skammta okkur 10 tonn í róðri. Það tekst ekki alltaf. Stundum fáum við of mikið og stundum of lítið. Í síðasta róðri lögðum við tvær trossur og létum þær liggja í tvo tíma. Við fengum alls 10,5 tonn. Þetta var ekkert einsdæmi. Erling KE lagði 5 trossur á sama tíma og fékk 25 tonn. Skammturinn virðist hafa verið 5 tonn í trossu hjá bátunum, sagði Hafþór. Stór og fallegur þorskur Hafþór gat þess að þorskurinn væri stór og fallegur. Hann hefði ekki farið undir 8 kíló í meðalvigt slægður. Hafþór var spurður hvort stóri fiskurinn væri nokkuð lengur fagnaðarefni. Erfitt væri að selja hann á mörkuðum erlendis. Það er reyndar allur gangur á því hjá bátunum. Við reynum ennþá að fá stærri fiskinn. Það fæst hærra verð fyrir hann. Við erum það heppnir að fiskvinnslan, sem vinnur aflann af bátnum, hefur hingað til náð að losna við stóra þorskinn, sagði Hafþór. Kvótinn of lítill Hafþór sagði að fiskiríið síðustu daga og vikur hefði verið ævintýralegt. Veiðin hefur verið góð og það er grátlegt að við skulum ekki fá að veiða meira. Við róum bara nokkra daga í mánuði og erum með fá net. Þorskkvótinn er alltof lítill miðað við fiskgengd. Við vorum með um 140 til 150 tonna afla í mars og við hefðum auðveldlega getað veitt margfalt meira, sagði Hafþór. MYND/GUÐMUNDUR ST VALDIMARSSON Karlinn í brúnni Hafþór Örn Þórðarson, skipstjóri á Happasæl KE Heldur betra Hafþór minnti á að undanfarnar vertíðir hefðu einnig verið mjög góðar. Vertíðin nú væri þó heldur betri. Annars er erfitt að meta þetta því maður hefur lítið farið um og skoðað svæðið. Maður keyrir bara út, finnur strax lóð og leggur netin. Það þarf ekkert að hafa fyrir þessu. Mér liggur við að segja að ekki þurfi reynda fiskimenn og skipstjóra lengur til að stunda veiðarnar. Nánast hver sem er getur farið út og fiskað vel, sagði Hafþór. Við erum að reyna að skammta okkur 10 tonn í róðri. Það tekst ekki alltaf. Stundum fáum við of mikið og stundum of lítið. Veitt á Stressinu Hafþór sagði að drýgsta veiðislóðin þeirra væri um 5 til 10 mílur norðvestur af Garðskaga, á Stressinu svokallaða. Þetta væri þekkt slóð bæði fyrir netabáta og línubáta. Ég held að nafnið sé komið frá þeim tíma sem línubátarnir urðu að byrja vertíðina allir á sama tíma. Þá var mikið stress og kapphlaup að koma sér sem fyrst út á besta staðinn til að leggja, sagði Hafþór. Oft góð veiði á sumrin Hafþór sagði að reynt væri að gera bátinn út allt árið og þess vegna yrðu þeir að treina sér kvótann. Við sækjumst ekki eftir því að moka þorskinum upp á vertíðinni. Við erum á þorskanetum í Faxaflóa flesta mánuði ársins nema yfir hásumarið. Við byrjuðum aftur seinnipart júlí í fyrra. Sumarið er oft góður tími í Faxaflóa og svipaður þorskur veiðist þar og á vertíðinni. Á sumrin er síld í Faxaflóa sem kemur til hrygningar og þorskurinn sækir í hana og margs konar annað æti. Síðastliðið haust var hins vegar mjög lélegt eins og oft er á þeim árstíma. Þorskurinn hverfur mikið þá, hvert sem hann fer, og kemur svo aftur til hrygningar á vertíðinni, sagði Hafþór Örn Þórðarson. Dalvegur Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is Kraftvélar bjóða upp á heildarlausn í lyfturum, allt frá vöruhúsatækjum til stærri dísel- og rafmagnslyftara. Vertu í sambandi við sölumenn Kraftvéla og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínum rekstri.

3 fimmtudagur 11. apríl Framkvæmdastjóri LÍÚ um síldarkvótaaukningu Færeyja Ótrúlega gróf aðgerð Ákvörðun færeyskra stjórnvalda er ótrúlega gróf og setur síldarsamninginn í uppnám, sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um einhliða kvótaaukningu Færeyinga í norsk-íslenskri síld úr 5,16% af í 17% af heild.,,núgildandi síldarsamningur var endurnýjaður árið 2007 eftir afar erfiðar og stífar samningaviðræður. Síðan þá hafa ekki orðið neinar grundvallarbreytingar á útbreiðslu síldarinnar sem réttlæta þessar aðgerðir Færeyinga. Það er með ólíkindum hvernig þeir hafa hagað sér í þessu máli. Þeir hafa komið á hvern fundinn á fætur öðrum án þess að leggja fram neinar rökstuddar kröfur þannig að aðrar þjóðir gætu tekið afstöðu til þeirra, sagði Friðrik. ESB með of stóran hlut Friðrik sagði ekkert launungarmál að Íslendingar væru ósáttir við það hversu stóran hlut Evrópusambandsríkin hefðu í núverandi samningi með tilliti til útbreiðslu síldarinnar og langtíma veiðireynslu þessara ríkja. Friðrik J. Arngrímsson. ESB væri með stærri hlut en Færeyingar. Hins vegar væri ljóst að ef endurskoða ætti samninginn þyrfti að taka hann fyrir í heild sinni sem kallaði á ítarlegar u m r æ ð u r. Áður komið upp Áður en núverandi síldarsamningur var gerður árið 2007 hafði verið samningsleysi í nokkur ár vegna þess að Norðmenn hækkuðu sinn hlut einhliða frá því sem samið var um árið Íslendingar og Færeyingar fylgdu þá fordæmi þeirra til að halda sínum hlut. ESB og Rússar héldu að sér höndum því þeir eiga undir Norðmönnum að veiða í lögsögum þeirra.,,á þessum tíma var síldarstofninn sterkur og í vexti og staðan því önnur en núna þegar stofninn er á hraðri niðurleið. Því er staðan mun alvarlegri nú, sagði Friðrik. Friðrik sagði að búið væri að gefa út kvóta í norsk-íslenskri síld fyrir þetta ár og kvaðst ekki hafa fengið neinar vísbendingar um að breyting yrði á þeim þótt Færeyingar hefðu aukið sinn hlut. Hins vegar mætti búast við að útspil Færeyinga hefði áhrif á heildarúthlutun á næsta ári. Því má bæta við að skipting síldarstofnsins samkvæmt samkomulaginu frá 2007 er sú að Norðmenn eru með 61%, Ísland 14,5%, Rússland 12,8%, ESB 6,5% og Færeyjar 5,2%. Frá veiðum á norsk-íslenskri síld. MYND/INGI RAGNARSSON.

4 4 fimmtudagur 11. apríl 2013 Þorskur Árgangur 2012 undir meðaltali Hafrannsóknastofnunin hefur nú birt fyrstu niðurstöður úr stofnmælingum botnfiska, vorrallinu, sem eru nýafstaðnar. Fyrsta mat á 2012 árgangi þorsks bendir til að hann sé undir langtímameðaltali árganga frá Hann kemur í kjölfar meðalstórra árganga frá 2008, 2009 og 2011, en árgangurinn frá 2010 er slakur. Stofnvísitala þorsks mældist há og eru vísitölur 2012 og 2013 þær hæstu frá Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár því meira fékkst en áður af þorski lengri en 90 cm. Ýsa Stofnvísitala svipuð og síðustu ár Stofnvísitala ýsu hækkaði verulega á árunum en fór ört lækkandi næstu fjögur árin þar á eftir. Mælingin nú er svipuð því sem verið hefur í vorralli frá Lengdardreifing ýsunnar sýnir að mikið fékkst nú af ýsu stærri en 50 cm, en lítið af minni ýsu. Lengdardreifing og aldursgreiningar benda til að allir ýsuárgangar frá og með 2008 séu lélegir. Ýsan veiddist á landgrunninu allt í kringum land en meira fékkst af ýsu fyrir norðan land en sunnan. Skarkoli Stærð stofnsins lítið breyst Stofnvísitala skarkola mældist svipuð og verið hefur undanfarinn áratug, eftir að hafa verið í lágmarki á árunum Vísitalan nú er rúmur þriðjungur þess sem hún var að meðaltali fyrstu fjögur ár mælingarinnar. Vísitölur þykkvalúru og langlúru hafa þróast með svipuðum hætti, fóru smám saman lækkandi fyrstu 15 árin en hækkuðu síðan. Í ár hækkaði vísitala þykkvalúru umtalsvert frá fyrra ári en vísitala langlúru lækkaði. Vænn afli í netin í Húnaflóa. Netarallið fyrir norðan fer vel af stað Boltaþorskur í Húnaflóa Netarallið hefur gengið mjög vel fram að þessu. Aflinn er með skárra móti og veðrið hefur leikið við okkur. Útlitið er því gott, sagði Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA, í samtali við Fiskifréttir. Þorleifur EA tekur þátt í netaralli Hafrannsóknastofnunar á norðursvæðinu. Rætt var við Gylfa á mánudaginn. Þá voru þeir búnir að draga fjórar lagnir og komnir með tæp 40 tonn. Dregið á jarðskjálftasvæði Fyrsta lögnin var við Grímsey, rétt norðan við upptök jarðskjálftans, sem skók eyna í síðustu viku. Aflinn þar var 10 tonn, þar af rúmt tonn af aldamótakarfa, um 4 til 6 kíló að þyngd. Gylfi gat þess að þeir hefðu ekki fundið fyrir jarðskjálftanum á sjó ólíkt því sem gerist í landi. Næsta lögn var í Steingrímsfirði og gaf hún líka um 10 tonn. Netarall Hafró Gylfi sagði að yfirleitt hefðu þeir fengið um 2 til 3 tonn í Steingrímsfirði undanfarin ár. Í Miðfirði fengu þeir 5,5 tonn en í síðustu lögninni, innan við Skagaströnd, fengust um 14 tonn af boltafiski. Meðalvigtin var 11 til 12 kíló og mest fengust 4 tonn í trossu. Hrikalega lágt verð Þegar rætt var við Gylfa höfðu þeir lagt netin í Skagafirði en áttu eftir að draga þau. Næstu stöðvar eru svo í Eyjafirði, Skjálfanda, Kópaskeri og Þistilfirði. Ef veður helst áfram gott má búast við að rallinu fyrir norðan verði lokið eftir rúma viku. Við erum mjög ánægðir með allt nema verðið sem er hrikalega lágt. Verð á 8 kílóa þorski plús hefur hrapað niður í 145 til 150 krónur á kíló á fiskmörkuðum, sagði Gylfi Gunnarsson.»» kjartan@fiskifrettir.is Netarall Hafrannsóknastofnunar hófst 2. apríl og taka sex bátar þátt í því: Saxhamar SH í Breiðafirði, Magnús SH í Faxaflóa, Friðrik Sigurðsson ÁR á svæði frá Reykjanesi að Þrídröngum, Ársæll ÁR frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi, Hvanney SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum og Þorleifur EA fyrir Norðurlandi. Um trossur eru lagðar á hverju svæði, og dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks. Helmingur er lagður á fastar stöðvar en hinn helmingurinn er lausar stöðvar sem skipstjórar ákveða. Aldamótakarfi veiddur á jarðskjálftasvæðinu við Grímsey. MYNDIR/TRYGGVI SVEINSSON Hrogn úr 27 kílóa þorski vegin um borð í Þorleifi EA. Þau reyndust vera rétt rúm 6 kíló.

5 fimmtudagur 11. apríl Dreifbýli og þéttbýli vinni saman Ein þjóð Það var ekki auðvelt fyrir íslenska þjóð að verða það sem hún er í dag á aðeins hundrað árum. Við skulum taka ofan fyrir okkur sjálfum og forfeðrum okkar því þrátt fyrir að hafa ofbeitt landið, ofveitt fiskimiðin og sýnt fádæma heimsku í fjármálum þá erum við enn stödd í landi ævintýra og tækifæra. Við höfum alltaf lært af vitleysunni í okkur sjálfum og erum nú að græða landið, rækta fiskimiðin og erum í miðjum klíðum við að reka af okkur slyðruorðið varðandi árás okurkarla og vogunarprinsa á heimilin í landinu. Eitt af því sem við höfum gert er að hagræða í búrekstri landans á öllum sviðum. Höfuðborgin Á þessum vettvangi hefur svo margt verið sagt um hagræðingu sjávarútvegs á landsbyggðinni að ég ætla að sleppa því núna. Skoðum hagræðinguna á höfuðborgarsvæðinu. Af hagkvæmnis ástæðum hefur öll stjórnsýsla, fjármálastarfsemi, allar helstu menningarstofnanir, stærstur hluti flutninga og samgangna, ýmis þjónusta, heilbrigðiskerfið og yfirleitt allt sem eitthvað telur flust þangað. Meira að segja sá hluti sjávarútvegsins sem vinnur að umbreytingu einhæfra hefðbundinna starfa í vel metin tæknistörf er að stærstum hluta kominn til höfuðborgarinnar. Ástæðan er einföld, þaðan er best að þjóna flestum og þangað er ódýrast að flytja aðföng og þar tókst að gera umhverfi sem fólk sækist í. Fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni njóta svo höfuðborgar sinnar hvert á sinn hátt. Fyrirtækjum nýtist þetta með ódýrari vörum og öflugri þróun þeirra frábæru sjávarútvegsfyrirtækja sem búa til tækin og tólin sem leysa mannshöndina af hólmi í sjávarbyggðunum. Fólkið sjálft sækir hins Hinn 1. mars síðastliðinn gengu í gildi á Spáni nýjar reglur Evrópusambandsins um refsipunkta vegna fiskveiðilagabrota hliðstæða þeim refsipunktum sem gefnir eru fyrir umferðarlagabrot hér á landi og víðar. Kerfið virkar þannig að þegar fiskimenn fá sektir fyrir fiskveiðibrot fá þeir jafnframt refsipunkta. Þegar punktarnir hafa náð ákveðnum fjölda fellur fiskveiðileyfi viðkomandi báts niður tímabundið eða er afturkallað, allt eftir alvarleika brotsins. Samtök spænskra fiskimanna Skoðun Pétur Hafsteinn Pálsson Hér liggur því á borðinu besta tækifærið sem þjóðin hefur fengið í áratugi til að fá unga fólkið til að koma með þekkingu og þor til heimabyggða sinna eftir nám. vegar menningu, menntun og lækningu til höfuðborgarinnar. Allt byggir þetta á öflugum samgöngum landshorna á milli. Landsbyggðin Nú er að hefjast nýtt skeið í samfelldri sigurgöngu sjávarútvegs á Íslandi. Fólkið í greininni hefur komið auga á ótrúleg verðmæti sem felast í illa nýttum aukaafurðum sem munu verða aðalafurðir þegar fram líða stundir. Spænskir sjómenn argir vegna nýrra ESB-reglna mótmæla þessum nýju refsiaðferðum, segja að ekki hafi verið haft nægilegt samráð við þá Til að nýta þessi verðmæti þarf fjármagn og menntað fólk í bland við þolinmæði og þrautseigju. Enginn skortur er á þessu og það sem gerir þetta enn betra er að af sömu ástæðum og þjónustan í sinni víðustu mynd sækist í sambýlið í höfuðborginni þá mun þessi nýja starfsemi þurfa að vera við hlið framleiðslu fyrirtækjanna á landsbyggðinni. Hér liggur því á borðinu besta tækifærið sem þjóðin hefur fengið í áratugi til að fá unga fólkið til að koma með þekkingu og þor til heimabyggða sinna eftir nám í höfuðborginni og/eða erlendis. Byggðakjarnarnir víða um landið munu þéttast og stækka og farvegur myndast til að jafna aðstöðu fólks. Það er hægt að búa til umhverfi sem fólk sækir í víðar en í Reykjavík. Ein þjóð Nú ætti öllum sem lesa þetta að vera orðið ljóst að þessi trú mín á framtíð sjávarútvegs og landsbyggðar byggist á því að beygt verði af þeirri leið að til viðbótar þeim störfum sem flust hafa til höfuðborgar af hagkvæmnisástæðum verði allt laust rekstrarfé úr dreifbýlinu flutt þangað líka. Það væri mjög gagnlegt, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, að leyfa sjávarútveginum að nýta allt afl sitt og fjármagn til að búa til enn meiri gjaldeyri en gert er í dag. Það er kominn tími til að dreifbýli og þéttbýli vinni saman og nýti þá kosti og þau tækifæri sem blasa við á sameiginlegu borði okkar Íslendinga. Það munu allir græða á því að kostir hvors um sig verði virtir og tækifærin nýtt hvar og hvernig sem þau birtast okkur. Við viljum öll að á Íslandi búi ein þjóð. En svona í lokin; er nokkur í alvöru að tala um taka flugvöllinn í Vatnsmýrinni af okkur öllum? Höfundur er framkvæmdastjóri útgerðarog fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hf. Refsipunktar fyrir fiskveiðilagabrot Spænskir fiskibátar. um útfærsluna, óttast að mönnum innan greinarinnar verði mismunað og sumir ganga svo langt að fullyrða að þær ógni lífsafkomu sinni. Um leið og refsipunktarnir voru teknir upp hafa reglur um sektir verið uppfærðar. Fyrir minni háttar brot eru þær nú á bilinu evrur ( íslenskar krónur). Fyrir alvarleg brot eru sektirnar allt að evrur (9,4 milljónir ísl. kr.) og fyrir verstu brotin allt að evrur (47 milljónir ísl. kr.). Eldri norsk nótaskip víkja fyrir nýsmíðuðum Skipin seld til Færeyja og Íslands Hin mikla bylgja nýsmíðaðra fiskiskipa fyrir norskar útgerðir á síðustu misserum hefur haft það í för með sér að óvenjumikið er af notuðum skipum á sölumarkaði þar í landi. Í seinni tíð hafa fjögur norsk uppsjávarveiðiskip verið seld til Færeyja og eitt til Íslands. Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi býsnast yfir því að á sama tíma og Norðmenn fordæmi Færeyjar og Ísland fyrir að taka sér einhliða fiskveiðiréttindi í makríl og síld sé verið að selja frá Noregi nýleg og góð fiskiskip til þessara þjóða og hjálpa þeim þannig að endurnýja og auka afkastagetu flota sína.,,það er mótsögn fólgin í þessu, en núna eru það útgerðir á Íslandi og í Færeyjum sem mestan áhuga hafa á kaupum á notuðum fiskiskipum frá Noregi, segir Per Magne Eggesbö, útgerðar maður uppsjávarskipsins Eros í samtali við blaðið. Skipið var selt grænlenska félaginu East Cod Company, og heitir nú Polar Amaroq F AJ Friðrik A. Jónsson ehf JMC Sónar fyrir makríl veiðar og kemur í stað Eriku sem gerð hefur verið út til veiða við Ísland. Útgerðin er að þriðjungi í eigu Síldarvinnslunnar eins og kunnugt er. Fjögur til Færeyja Uppsjávarskipin fjögur sem seld hafa verið til Færeyja að undanförnu eru Kanstadfjord, Kvann öy, Norderveg og H Östervold. Síðastnefnda skipið bætist við færeyska flotann án þess að annað skip hverfi úr honum í staðinn og mun nýta áður vannýtt veiðiréttindi. Kvannöy kemur í stað Christian i Grótinum og verður meðal afkastamestu skipa Færeyinga. Flest nefndra skipa voru smíðuð árin 2001 og Auk þessara skipa hafa Norðmenn selt tvo frystitogara, Havbryn og Havstrand, til Rússlands og einn rækju- og bolfisktogara, Hopen, til Grænlands. Loks má svo minna á að Síldarvinnslan keypti norska uppsjávarskipið Torbas í fyrra og það heitir nú Börkur. Sónar frá JMC er hentugur fyrir minni báta sem eru á makrílveiðum. JMC bíður upp á margar tegundir sónara. Við mælum með að nota JMC sónar með 1,5kW sendiorku. Sjá nánar á Miðhrauni Garðabæ S: Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað

6 6 var 10 metrar þegar verst lét. Annars geta þeir á Frøyanes verið að í flestum veðrum. Aflinn að þessu sinni var mest ýsa. Ásbjörn sagði að þar sem tiltölulega lítið hefði fallið til af þorskalifur þá hefði sérfræðingahópurinn haft niðursuðuverksmiðjuna að mestu út af fyrir sig til tilrauna og vöruþróunar. Skipið valt mikið í verstu veðrunum en ég slapp blessunarfimmtudagur 11. apríl 2013 MATÍS tekur þátt í vöruþróun um borð í norska línuskipinu Frøyanes Í veiðiferð með stærsta línus Íslendingar taka þátt í verkefni við vöruþróun sem miðar að því að fullnýta aukahráefni um borð í norska skipinu Frøyanes sem er stærsta línuskip heims. Um borð er niðursuðuverksmiðja. KJARTAN STEFÁNSSON Síðustu tvö árin hefur verið mikill kraftur í nýsmíði fiskiskipa fyrir norskar útgerðir. Haustið 2011 fékk Ervik Havfiske AS afhent línuskipið Frøyanes. Skipið er stærsta og eitt fullkomnasta línuskip í heimi. Það er 60 metra langt og um brúttótonn. Frøyanes er útbúið til að fullnýta fiskinn sem mest um borð. Í skipinu er meðal annars niðursuðuverksmiðja þar sem lifur er soðin niður í dósir. Er þetta eina norska skipið sem hefur slíka verksmiðju um borð. Samvinnuverkefni Noregs og Íslands Frøyanes hefur verið rúmt ár að veiðum og í niðursuðuverksmiðjunni hefur aðallega verið unnin lifur. Nú hefur nýju rannsóknaverkefni verið hleypt af stokkunum til að auka og bæta nýtingu á aukahráefnum um borð sem falla til við bolfiskveiðar. Þetta er samvinnuverkefni Noregs og Íslands. Þátttakendur eru MATÍS á Íslandi, Møreforsking í Álasundi, sem er svipað fyrirtæki og MATÍS, og útgerð skipsins, Ervik Havfiske, sem sér um verkefnisstjórn. Þess má geta að Ervik Havfiske er stærsta útgerðarfélag línuskipa í Noregi. Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá MATÍS, er fulltrúi Íslands í þessu verkefni en Grete Hansen Aas og Margareth Kjerstad koma frá Møreforsking og Magnar Gangeskar frá Ervik Havfiske. Ásbjörn fór nýlega í einn róður með Frøyanes ásamt norsku kollegunum þar sem unnið var að ýmsum tilraunum og vöruþróun. Farið var frá Tromsø 5. mars og haldið til veiða í Barentshafi, suðaustur af Bjarnarey. Þeir voru 10 daga úti á sjó og komu til Kirkenes nyrst í Norður-Noregi 14. mars. Þar var þá 25 stiga frost og fjörðurinn ísi lagður. Gellurnar sælkeramatur Ásbjörn sagði í samtali við Fiskifréttir að niðursoðna lifrin færi aðallega á markaði í Rússlandi og í nálægum löndum. Rússar noti lifrina í rétti sem kæmi okkur Íslendingum nokkuð spánskt fyrir sjónir. Hún væri meðal Niðursoðin lifur með timjan og hvítlauk og chili. annars brytjuð niður í salöt eins og við skerum kjúklinga niður í kjúklingasalat. Rússar hafi einnig lifrina sem snakk með vodka. Markmið okkar var að reyna að auka nýtinguna með því að vinna úr öðrum aukahráefnum, svo sem hrognum, sviljum, gellum og skötubörðum. Við gerðum margs konar tilraunir með því að blanda saman lifur og hrognum, hrognum og sviljum og bjuggum til paté. Prófaðar voru margs konar bragðtegundir og krydd. Þá suðum við gellur niður og krydduðum með hvítlauk og fersku chili. Slíkir réttir slógu reyndar í gegn; gellurnar voru alger sælkeramatur, sagði Ásbjörn. Kynnt í Brussel Við framleiddum yfir 750 dósir í veiðiferðinni. Fyrstu bragðprófanir á nýjum afurðum fóru fram um borð. Áhöfninni líkaði þetta vel og við fengum nokkrar góðar ábendingar frá henni. Framleiðslan varð síðan eftir í Noregi þar sem kannað verður hvernig almenningi líkar hún. Einnig fer hluti á sjávarútvegssýninguna í Brussel til kynningar í sýningarbási Ervik Havfiske, sagði Ásbjörn. Ásbjörn Jónsson að störfum um borð í Frøyanes. Flestir skipverja rússneskir Á Frøyanes er 16 manna áhöfn, flestir skipverja koma frá Murmansk í Rússlandi en einnig eru nokkrir Norðmenn um borð. Skipstjórinn í veiðiferðinni var meira að segja rússneskur. Ásbjörn sagði að úthaldið hjá Frøyanes væri um 6 vikur og þá væri skipt um áhöfn. Skipið kæmi í höfn á um 10 daga fresti til að taka vistir og losa sig við afurðir. Fiskurinn væri flakaður um borð og að hluta skorinn í bita. Afurðunum væri pakkað í neytendaumbúðir. Aðeins einn starfsmaður annast niðursuðuverksmiðjuna og þar eru framleiddar um 100 dósir af lifur á dag að meðaltali. Línan dregin í gegnum op á botninum Línunni er skotið út frá skut Frøyanes. Um er að ræða fimm kílómetra Í niðursuðuverksmiðjunni er lifur soðin niður í dósir. langa línu með um 44 þúsund krókum. Línan beitist sjálfkrafa um leið og hún er lögð eins og tíðkast í öðrum beitningarvélabátum. Það tekur um tvo tíma að koma línunni út. Síðan er beðið í þrjá til fjóra tíma og þá er línan dregin. Um sex til sjö tíma tekur að draga hana. Frøyanes hefur þá sérstöðu, að minnsta kosti í samanburði við íslensk línuskip og reyndar einnig flest línuskip í Noregi, að línan er dregin um borð í gegnum op á botni skipsins eða brunn. Línuspilið er því neðst inni í miðju skipi. Slæmt veður Þeir veiddu um 77 tonn í túrnum sem þótti frekar lélegt en slæmt veður dró úr veiðinni. Veðurhæðin náði um 25 metrum á sekúndu og ölduhæðin

7 fimmtudagur 11. apríl kipi heims Um borð í Frøyanes Frøyanes, stærsta línuskip heims, á siglingu. Línan er dregin upp um op á botni skipsins. Myndin er tekin frá línuspilinu. Fiskurinn losnar af krókunum og rennur í lítið ker hægra megin á myndinni. Þegar það fyllist lyftist það upp og er losað úr því í stóru rennuna þar sem maðurinn stendur. MYNDIR/ÁSBJÖRN JÓNSSON lega við sjóveikina. Einhver hefði kannski kastað upp þegar mest gekk á og fötur með lifur í köstuðust til og frá í verksmiðjunni og helltist úr þeim, sagði Ásbjörn. Algert ævintýri Í starfi sínu fyrir MATÍS hefur Ásbjörn unnið mest fyrir fiskvinnslu í landi. Hann sagðist aldrei hafa verið til sjós og þekkti því ekki mikið til aðbúnaðar um borð í íslenskum skipum. Fyrir mér var veiðiferðin með Frøyanes algert ævintýri. Allur aðbúnaður um borð var eins og á fyrsta flokks hóteli. Við fengum sérkáetu með flatskjá, um borð var fullkomið mötuneyti, vel búin setustofa, fundarherbergi, líkamsræktar aðstaða og sauna, sagði Ásbjörn. Öll vinna um borð í Frøyanes fer fram neðan þilfars og enginn á erindi út á dekk nema þegar komið er í land og farið að skipa afurðum upp. Ásbjörn gat þess að hann hefði ekki hugsað út í það fyrr en á fimmta degi á sjó að enginn hefði farið út á dekk, ekki einu sinni til að anda að sér fersku lofti. Eins til tveggja ára þróunarvinna Ásbjörn sagði að gert væri ráð fyrir því að verkefnið tæki eitt til tvö ár. Framundan væri samráðsfundur í Álasundi þar sem þátttakendur færu yfir stöðuna og veldu úr bestu vörurnar til að þróa áfram. Þá hefði komið fram hugmynd um að nýta hluta aukahráefnanna í gæludýrafóður. Einnig væri verið að kanna hagkvæmni þess að nota ensím til að hreinsa lifrina um borð. Norska rannsóknaráðið (Noregs forskningsråd) veitir um 58 milljónir króna styrk í verkefnið og útgerðin leggur fram annað eins. Þetta er mjög áhugavert verkefni fyrir Matís. Við erum í bland að miðla íslenskri Við erum í bland að miðla íslenskri þekkingu og tækni við nýtingu aukahráefna en um leið að afla nýrrar þekkingar. þekkingu og tækni við nýtingu aukahráefna en um leið að afla nýrrar þekkingar sem nýst gæti hér heima, sagði Ásbjörn Jónsson. Flökin snyrt. Línurekkar. Flök á færiböndum. Hausaður fiskur. TOGTAUGAR Minni orka, margföld ending

8 8 fimmtudagur 11. apríl 2013 Fiskveiðireglur Breytingar brunnu inni Ýmsar breytingar á fiskveiðireglum sem ríkisstjórnin hafði boðað og sneru að smábátum, óháðar stóra fiskveiðifrumvarpinu, náðu ekki fram að ganga fyrir þinglok. Málin komust ekki til afgreiðslu vegna þess hve umræður um stjórnarskrármálið og önnur mál drógust á langinn. Strandveiðar Eitt þessara mála fjallaði um breytingar á reglum um strandveiðar. Til stóð að festa strandveiðiaflann við ákveðið hlutfall af heildarúthlutun í stað ákveðinnar tonnatölu. Þetta hlutfall skyldi vera 3,6% bæði fyrir þorsk og ufsa. Annað atriði fjallaði um úthlutun fastra sóknardaga á strandveiðum sem átti að gera mönnum kleift að vera í landi ef veður væri slæmt og fara út síðar. Þetta var hugsað til að auka öryggi. Hvorugt varð að veruleika og eru reglurnar um strandveiðar á þessu sumri nánast óbreyttar frá því í fyrra. Togarinn Þór HF, sem Stálskip ehf. í Hafnarfirði gera út. MYND/ ÞORGEIR BALDURSSON. Ýsumálið Þá náði heldur ekki fram að ganga ákvæði um að hækka hlutfall ýsu sem setja mætti í VS-afla úr 5% í 15%, en þetta átti að auðvelda mönnum veiðar sem komnir væru í vandræði vegna ýsukvótaleysis. Einnig brann inni ákvæði um sérstakan byggðakvóta, tonn, sem Byggðastofnun hefði til ráðstöfunar vegna alvarlegs aflasamdráttar í byggðum. Loks náðist ekki að breyta reglum um stærðarmörk krókaaflamarksbáta en ætlunin var að girða fyrir að bátar sem stækkaðir væru umfram 15 brúttótonna mörkin gætu verið áfram í krókaaflamarkskerfinu. Pescanova»» Risi á brauðfótum Spænski sjávarútvegsrisinn Pescanova, sem á við mikla fjárhagserfiðleika, hefur sótt um greiðslustöðvun. Í byrjun ársins var sagt að skuldir fyrirtækisins næmu að minnsta kosti 1,5 milljörðum evra eða jafnvirði 233 milljarða íslenskra króna. Aðrir áætla að skuldirnar séu meiri. Pescanova, sem er með höfuðstöðvar í Vigo á Spáni, er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu. Það er með 10 þúsund manns í vinnu og gerir út 100 frystitogara. Auk þess er fyrirtækið umfangsmikið í fiskeldi, aðallega í Evrópu og Suður-Ameríku. Talsmenn Pescanova segja að til umræðu sé að selja að minnsta kosti hluta af starfsemi fyrirtækisins í Chile til þess að grynnka á skuldum. Veiðiferð frystitogarans Þórs HF í Barentshafið stóð ekki undir sér 47 milljónir króna í veiðigjald Kláruðu kvóta sinn í túrnum Við vorum með rétt í kringum tonna afla upp úr sjó, þar af tæplega 18 tonn af hrognum, sagði Þorvaldur Svavarsson, skipstjóri á frystitogaranum Þór HF frá Hafnarfirði, þegar Fiskifréttir ræddu við hann að aflokinni veiðiferð í Barentshafið.,,Við kláruðum kvóta útgerðarinnar í norsku og rússnesku lögsögunum Það er ljóst að ekki verður grundvöllur til þess að gera út skip á þessar veiðar lengur þar sem útgerðin verður að greiða tæplega 50 milljónir króna í veiðigjald úr einum túr, sagði Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa ehf. í Hafnarfirði, í samtali við Fiskifréttir. Þór HF, frystitogari útgerðarinnar, kom um páskana Guðrún úr rúmlega 40 Lárusdóttir daga veiðiferð í Barentshafið. Aflinn var rúmlega tonn og áætlað aflaverðmæti 208 milljónir króna eins og sést á meðfylgjandi töflu. Þegar búið er að draga frá hlut sjómanna, veiðigjald, olíukostnað og tryggingagjald eru aðeins 2,7 milljónir króna eftir fyrir allan annan kostnað. Guðrún bendir á að veiðigjaldið komi ekki til frádráttar áður en hlutur sjómanna sé reiknaður sem þýði að útgerðin þurfi að greiða veiðigjald af verðmætum sem hún fái aldrei heldur fari beint í ríkiskassann. Veiðar utan lögsögu Guðrún er einnig ósátt við að veiðigjald skuli tekið af afla sem veiddur er utan lögsögunnar.,,ég skil ekki hvers vegna íslenska þjóðin á að eiga rétt á að leggja skatt á veiðiheimildir sem útgerðarmenn og sjómenn hafa aflað utan íslensku lögsögunnar þó svo að samið hafi verið um þessar heimildir. Við fengum ekki í veiðirétt nema brot af þeim afla sem við veiddum bæði í Smugunni og á Reykjaneshrygg. Jafnframt er ekkert tillit tekið til þess að eyða þarf dögum í siglingar til þess að komast að og frá fjarlægum miðum eins og Barentshafi með tilheyrandi olíukostnaði. Ég efast um að það fólk sem hrópar hæst um svokallað réttlæti hafi hugmynd um hvernig framlegð myndast í sjávarútvegi. Hún hefur kostað miklar fórnir þeirra sem unnið hafa í atvinnugreininni, sagði Guðrún. Tvær veiðiferðir Á meðfylgjandi töflu sést einnig afli og aflaverðmæti frystitogarans Þórs HF úr Barentshafi eftir hliðstæða veiðiferð sem farin var fyrir einu ári. Þá var aflinn í þessum túr. Við skildum aðeins nokkur kvótatonn eftir til að njóta vafans. Þorskaflinn var tonn, þar af voru tæplega tveir þriðju úr norsku lögsögunni og rúmlega einn þriðji úr þeirri rússnesku. Meðafli var aðallega ýsa, einkum í norsku lögsögunni, og dálítið af ufsa. Þetta er stærsti túr skipsins í Barentshaf í tonnum Veiðar Þórs HF í Barentshafi afli kg Verðmæti kr. Löndun 2. apríl Til frádráttar Hlutur sjómanna 43% Veiðigjald af afla utan lögsögu á þíg. kg Olíukostnaður Áætlað tryggingargjald útgerðar m.v. 7.69% Frádráttur alls Afgangur til að greiða allan annan kostnað Löndun 22. mars Heimild: Stálskip ehf tonn eða 386 tonnum minni en nú en aflaverðmætið var hins vegar tæplega 340 milljónir króna eða 131 milljón meira. Þetta þýðir að fyrir hvert kíló fengust 302,50 krónur að meðaltali úr túrnum í fyrra en 138 krónur nú. Að sögn Guðrúnar er ástæðan tvíþætt, annars vegar breyting á gengi gjaldmiðla og hins vegar lækkun á afurðaverði.»» talið en ekki í verðmætum eins og fram kemur hér annars staðar á síðunni.,,við fórum fyrst í norsku lögsöguna og þar voru upp undir 25 skip að veiðum á sömu slóðum. Í rússnesku lögsögunni voru við einir á slóðinni til að byrja en svo kom Málmey SK þegar veiðum okkar var að ljúka, sagði Þorvaldur.

9 fimmtudagur 11. apríl Kolmunnaveiðarnar fara rólega af stað Vel frystiskipafært Aflabrögðin í marsmánuði Mok í netin um allt land GÍSLI REYNISSON Marsmánuður er iðulega stærsti netamánuðurinn og nýliðinn mánuður var þar engin undantekning. Mokveiði var í netin um allt land. Sem dæmi má nefna að Geir ÞH, sem var hæstur í febrúar, réri Aflahæstu skip og bátar í mars 2013 tölur miðast við afla upp úr sjó Trollbátar Afli Róðrar Mest 1 Steinunn SF Drangavík VE Vestmannaey VE Bergey VE Áskell EA Frár VE Vörður EA Dala Rafn VE Stígandi VE Hringur SH Línubátar Afli Róðrar Mest 1 Jóhanna Gísladóttir ÍS Páll Jónsson GK Sighvatur GK Núpur BA Kristín ÞH Ágúst GK Valdimar GK Tjaldur SH Tómas Þorvaldsson GK Fjölnir SU Dragnótabátar Afli Róðrar Mest 1 Hásteinn ÁR Jón á Hofi ÁR Sigurfari GK Arnar ÁR Fróði II ÁR Örn KE Sólborg RE Guðm. Jenss. SH Siggi Bjarna GK Jóhanna ÁR Steinunn SH Sveinb. Jakobs. SH Esjar SH Maggý VE Portland VE Smábátar yfir 10BT Afli Róðrar Mest 1 Hrólfur Einars. ÍS Halldór NS Dögg SU Fríða Dagmar ÍS Einar Hálfdáns ÍS Óli á Stað GK Oddur á Nesi SI Hópsnes GK Bíldsey SH Bliki ÍS Kristinn ll SH Sirrý ÍS Daðey GK Vilborg ÍS Von GK Samantekt: Gísli Reynisson byggt á tölum Fiskistofu. frá heimahöfn sinni, Þórshöfn, en náði samt að landa rúmlega 170 tonnum. Sæþór EA frá Dalvík komst í tæp 19 tonn í einni löndun. Dragnót Einnig var mjög góð veiði í dragnótina þar sem Hásteinn ÁR Smábátar undir 10BT Afli Róðrar Mest 1 Petra SI. Lína Glaður SH. Lína Herja ST. Lína Eiður ÓF. Net Kári SH. Lína,færi Berti G ÍS. Lína Sleipnir ÁR. Lína Sverrir SH. Lína,færi Hrappur GK. Færi Eydís EA. Lína Stapavík AK. Færi Líf GK. Lína, færi Njörður BA. Lína Brynjar KE Færi Blossi ÍS. Lína Ísfiskstogarar Afli Land. Mest 1 Kaldbakur EA Björgúlfur EA Björgvin EA Snæfell EA Ásbjörn RE Ottó N Þorl. RE Klakkur SK Sturl. H Böðv. AK Þórunn Sveins. VE Páll Pálsson ÍS Netabátar Afli Róðrar Mest 1 Skinney SF Hvanney SF Þórir SF Brynjólfur VE Kristbjörg VE Þórsnes SH Bárður SH Sigurður Ólafs. SF Friðrik Sigurðs. ÁR Glófaxi VE Saxhamar SH Grímsnes BA Ársæll ÁR Magnús SH Geir ÞH Rækjubátar Afli Róðrar Mest 1 Ísbjörn ÍS Sóley Sigurjóns GK Sigurborg SH Gunnbjörn ÍS Röst SK Berglín GK Jökull ÞH Vestri BA Hera ÞH Valur ÍS var hæstur. Jón á Hofi ÁR, sem stundar útilegu á dragnót, komst mest í 90 tonn í einni löndun. Troll Mokafli var hjá trollbátunum og þá sérstaklega hjá Steinunni SF, en báturinn fékk t.d. 300 tonn í 4 róðrum á 7 dögum. Hver róður tók um 36 klukkustundir. Áskell EA kom með tæp 200 tonn í þremur tveggja daga túrum. Kaldbakur EA var hæstur togaranna en hann var að veiðum í Barentshafi og landaði meðal annars í Noregi 162 tonnum. Síðasta löndun skipsins var tæp 290 tonn. Annars var mjög góður togaraafli og 8 togskip náðu yfir 500 tonna afla. Smábátar Aftur á móti var afli smábátanna sem réru með línu mjög slakur og er þessi marsmánuður sá versti í mörg ár. Einungis tveir smábátar náðu yfir 100 tonnum og var annar þeirra netabátur, Halldór NS. Línubátarnir sem réru frá Vestfjörðum voru komnir í steinbítinn en mun betur fiskaðist af honum við sunnanverða Vestfirði en t.d. frá Bolungarvík og Suðureyri. Mjög margir bátanna fóru yfir á handfærin og komst Maggi Jóns KE í 6 tonn í einni löndun á handfærunum. Reyndar var mjög góð handfæraveiði og þá sérstaklega hjá bátum sem réru frá Sandgerði en hátt í 40 handfærabátar lönduðu þar. Petra SI var hæst minni smábátanna og komst í 7,5 tonn í einum róðri. Lína Jóhanna Gísladóttir ÍS var hæst annan mánuðinn í röð af línubátum og kom mest með 153 tonn í einni löndun sem er mesti afli sem báturinn hefur komið með að landi í einni ferð. Mjög góður afli var líka hjá Núpi BA. Af balabátunum og minni bátunum var Hafdís SU hæst með 130 tonn í 20 róðrum og Gulltoppur GK með 113 tonn í 15 róðrum. Rækja Rækjubátunum fjölgaði nokkuð og var alls landað 590 tonnum af rækju af 23 bátum, þar af voru 9 bátar á innanfjarðarækju. Frystitogarinn Ísbjörn ÍS var hæstur. Hákon EA.,,Það er ekki kominn neinn kraftur í kolmunnaveiðarnar fyrir þá sem veiða í bræðslu, en við erum að frysta og þurfum ekki stóra skammta því afkastagetan í vinnslunni er 150 tonn á sólarhring. Hin skipin hafa verið að fá tonn í holi eftir 13 tíma, en við drögum í 4-6 tíma og látum svo reka. Við fáum því nóg í vinnsluna þannig að segja má að það sé vel frystiskipafært, sagði Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni EA, þegar Fiskifréttir náðu tali af honum í gærmorgun. Á annan tug íslenskra skipa voru þá komin á miðin um 100 mílur suður af Færeyjum, nánar tiltekið á gráa svæðið milli lögsagna Skotlands og Færeyja. Auk Hákons voru þar Hoffell, Lundey, Faxi, Ingunn, Aðalsteinn Jónsson, Jón Kjartansson, Hoffell, Vilhelm Þorsteinsson, Huginn og Heimaey, og Bjarni Ólafsson var á leiðinni. Flestir veiða í bræðslu Að sögn Jóns Þórs eru öll skipin að veiða í bræðslu nema Hákon og Vilhelm Þorsteinsson en sá síðarnefndi er að frysta hráefni fyrir eigin þurrkun hjá Laugafiski. Jón Þór sagði að kolmunninn væri mjög góður til frystingar en gallinn væri sá að markaðurinn fyrir þessa vöru væri ekki hagstæður núna.,,það var góður markaður fyrir frystan kolmunna í fyrra og þá var framleitt gífurlegt magn. Þetta er fyrsti kolmunnatúrinn okkar á þessu ári og við ætlum að láta á það reyna hvort það borgi sig að frysta. Í framhaldinu verður svo metið hvað gert verður, sagði Jón Þór Björnsson. Norðmenn með söluherferð í Brasilíu MYND/ ALFONS FINNSSON. Saltfiskur og súkkulaði Síldin á fjörum í Kolgrafafirði Meira en þriðjungur af allri sölu á þurrkuðum saltfiski í Brasilíu fer fram dagana fyrir páskana. Norska sjávarafurðaráðið (Norges sjømatråd) var þá með umfangsmikið kynningarstarf í brasilískum verslunum. Talsmaður Norges sjømatråd segir að það sé tvennt sem Brasilíubúar óski sér helst um páskana: Saltfiskur og súkkulaðiegg. Norðmenn láta sig reyndar súkkulaðiátið litlu varða en leggja þeim mun meiri áherslu á að saltfiskurinn sé norskur. Í helstu borgum Brasilíu, Sao Paulo, Rio de Janeiro, Recife og Salvador, hefur verið skipulagt kynningarátak þar sem 260 manns heimsækja 500 verslanir og reyna að telja brasilíska neytendur á að velja norskan saltfisk umfram annan saltfisk sem í boði er. 37 milljónir í hreinsun Frá hreinsunarstarfinu. Áfallinn kostnaður við hreinsunaraðgerðir vegna síldardauðans í Kolgrafafirði er um þrjátíu milljónir. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjárveitingu til frekari aðgerða en kostnaður við áframhaldandi aðgerðir er áætlaður um 7,2 milljónir króna. Þegar hafi um 15 til 20 þúsund tonn verið grafin í fjörunni og um tonn af grút verið tekin og urðuð á næsta viðurkennda urðunarstað. Það er mat Umhverfistofnunar að enn sé nokkur vandi til staðar vegna grútarmengunar, að því er fram kemur í frétt á vef RÚV.

10 10 fimmtudagur 11. apríl 2013 FISKMARKAÐIR Allir markaðir * Slægður fiskur = S/Óslægður = Ó Teg S/Ó KG KR/KG Alls Blálanga Óslægt ,20 kr kr. Blálanga Slægt ,01 kr kr. Bleikja Slægt ,24 kr kr. Djúpkarfi Óslægt ,00 kr kr. Flök steinbítur ,00 kr kr. Flök/bleikja ,36 kr kr. Flök/bleikja Með roði ,00 kr kr. Flök/þorskur ,00 kr kr. Flök/ýsa ,00 kr kr. Geirnyt Slægt 23 0,00 kr. 0 kr. Gellur ,01 kr kr. Grálúða Óslægt ,00 kr kr. Grálúða Slægt ,86 kr kr. Grásleppa Óslægt ,40 kr kr. Grásleppa Slægt ,10 kr kr. Gullkarfi Óslægt ,16 kr kr. Gullkarfi Slægt 4 166,00 kr. 664 kr. Háfur Óslægt 10 10,00 kr. 100 kr. Harðf. stb ,00 kr kr. Harðf. ýsa ,39 kr kr. Harðf.þorskur ,00 kr kr. Hlýri Hausaður ,54 kr kr. Hlýri Óslægt ,48 kr kr. Hlýri Slægt ,67 kr kr. Hnísa Kjöt ,00 kr kr. Hnísa Óslægt ,00 kr kr. Hrogn/grásleppa ,76 kr kr. Hrogn/grásleppa Óslægt ,00 kr kr. Hrogn/langa ,96 kr kr. Hrogn/þorskur ,52 kr kr. Hrogn/þorskur Runnin ,74 kr kr. Hrogn/þorskur Skorin ,00 kr kr. Hrogn/ufsi ,91 kr kr. Hrogn/ufsi Runnin ,00 kr kr. Hrogn/ýmis ,35 kr kr. Hrogn/ýsa ,99 kr kr. Hvítaskata Óslægt 24 38,00 kr. 912 kr. Hvítaskata Slægt ,71 kr kr. Keila Hausaður 4 33,00 kr. 132 kr. Keila Óslægt ,01 kr kr. Keila Slægt ,62 kr kr. Langa Hausaður ,92 kr kr. Langa Óslægt ,59 kr kr. Langa Slægt ,74 kr kr. Langlúra Lifandi ,00 kr kr. Langlúra Óslægt ,69 kr kr. Langlúra Slægt ,05 kr kr. Lax Slægt ,72 kr kr. Lifur ,04 kr kr. Lifur/skötuselur ,97 kr kr. Lúða Slægt ,41 kr kr. Lýr Óslægt 12 68,00 kr. 816 kr. Lýr Slægt 15 48,40 kr. 726 kr. Lýsa Óslægt ,84 kr kr. Lýsa Slægt ,00 kr kr. Maríuskata Slægt 10 28,00 kr. 280 kr. Náskata Óslægt 93 11,09 kr kr. Náskata Slægt ,95 kr kr. Rauðmagi Óslægt ,84 kr kr. Sandhverfa Óslægt 5 595,00 kr kr. Sandhverfa Slægt 3 595,00 kr kr. Sandkoli Óslægt ,74 kr kr. Sandkoli Slægt ,02 kr kr. Síld Óslægt ,00 kr kr. Skarkoli Óslægt ,05 kr kr. Skarkoli Slægt ,16 kr kr. Skata Óslægt ,16 kr kr. Skata Slægt ,37 kr kr. Skötuselur Óslægt ,41 kr kr. Skötuselur Slægt ,77 kr kr. Skrápflúra Óslægt 63 28,81 kr kr. Skrápflúra Slægt ,00 kr kr. Steinbítur Óslægt ,48 kr kr. Steinbítur Slægt ,58 kr kr. Stórkjafta Slægt ,59 kr kr. Svil ,86 kr kr. Þorskur ,00 kr kr. Þorskur Óslægt ,71 kr kr. Þorskur Slægt ,76 kr kr. Þykkvalúra Óslægt 8 321,75 kr kr. Þykkvalúra Slægt ,94 kr kr. Tindaskata Óslægt ,71 kr kr. Tindaskata Slægt 46 17,17 kr. 790 kr. Ufsalifur ,39 kr kr. Ufsi ,00 kr kr. Ufsi Óslægt ,19 kr kr. Ufsi Slægt ,57 kr kr. Und.þorskur ,00 kr kr. Und.þorskur Óslægt ,96 kr kr. Und.þorskur Slægt ,14 kr kr. Und.ýsa Óslægt ,30 kr kr. Und.ýsa Slægt ,87 kr kr. Ýsa Óslægt ,07 kr kr. Ýsa Slægt ,65 kr kr. Samtals: ,44 kr kr. * Reiknistofa fiskmarkaða 2. apríl - 9. apríl Landsins forni fjandi»» Frá hafísvetrinum Myndina tók Heiðar W. Jones loftskeytamaður á Svalbaki EA 2 frá Akureyri. Hér hafa menn hjakkað vestur yfir Húnaflóann og eru komnir upp undir land á Ströndum. Framundan eru farmskip á leið norður með Ströndum á sömu siglingaleið. Næst togaranum er strandferðaskipið Herðubreið, skosk-smíðað eins og togarinn, sem hér sýnir alla tilburði til þess að vilja ryðja brautina framundan. Þrátt fyrir hið virðulega heiti Herðubreið ætlar skipið að eftirláta togaranum það hlutverk að reka öxlina í hafísinn. Skipinu er því hagrætt, togarinn rennur brátt fram með síðu strandferðaskipsins og forvitnir skipverjar og e.t.v. farþegar fylgjast með. (Mynd og texti af vefsíðunni togarar.123.is). AFLABRÖGÐIN [Vikan 30. mars - 4. apríl] Vestmannaeyjar Þorsteinn ÞH 109 Tro Þorsk 1 Jón Vídalín VE 162* Tro Karfi 1 Brynjólfur VE 111 Net Þorsk 2 Vestmannaey VE 52 Tro Ufsi 2 Bergey VE 43 Tro Þorsk 2 Dala-Rafn VE 50 Tro Þorsk 1 Suðurey VE 20 Tro Ýsa 1 Glófaxi VE 65 Net Þorsk 4 Kristbjörg VE 138 Net Þorsk 4 Frár VE 77* Tro Ufsi 2 Stígandi VE 90 Tro Þorsk 2 Maggý VE 44 Dra Þorsk 4 Drangavík VE 102 Tro Þorsk 2 Þórunn Svein VE 85 Tro Ufsi 2 Víkurröst VE 13.4 Han Þorsk 3 Blíða VE 8.2 Lín Langa 3 Smábátaafli alls: 53.6 Samtals afli: Þorlákshöfn Jón á Hofi ÁR 12 Tro Humar 1 Friðrik Sigu ÁR 51 Net Þorsk 3 Jóhanna ÁR 55 Dra Þorsk 3 Örn KE 40 Dra Þorsk 3 Hásteinn ÁR 89 Dra Þorsk 3 Sendið gamlar myndir! Siggi Bjarna GK 8 Dra Þorsk 1 Sólborg RE 34 Dra Þorsk 1 Aðalbjörg RE 28 Dra Koli 4 Aðalbjörg II RE 26 Dra Koli 4 Fróði II ÁR 10 Tro Humar 1 Bjössi RE 16.7 Lín Þorsk 5 Smábátaafli alls: 43.2 Samtals afli: Grindavík Hrafn Sveinb GK 140 Tro Ufsi 1 Valdimar GK 13 Lín Þorsk 1 Vörður EA 132 Tro Þorsk 2 Sighvatur GK 26 Lín Þorsk 1 Steinunn SF 136 Tro Ufsi 2 Sigurfari GK 47 Dra Þorsk 2 Gulltoppur GK 27 Lín Þorsk 3 Benni Sæm GK 41 Dra Þorsk 2 Siggi Bjarna GK 28 Dra Þorsk 3 Sólborg RE 17 Dra Koli 2 Arnþór GK 25 Dra Þorsk 2 Askur GK 13 Net Þorsk 4 Áskell EA 123 Tro Þorsk 2 Óli á Stað GK 27.5 Lín Þorsk 5 Hrappur GK 4.7 Han Þorsk 3 Hafsvala HF 3.8 Grá Grásl 3 Smábátaafli alls: Samtals afli: Sandgerði Stormur SH 27 Lín Ýsa 4 Fiskifréttir óska eftir áhugaverðum gömlum ljósmyndum úr sjávarútvegi til birtingar á þessari síðu. Senda má þær í tölvupósti (gudjon@fiskifrettir.is) eða í bréfapósti, utanáskrift: Fiskifréttir, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Vinsamlegast látið fylgja með stutta lýsingu á myndefninu. Örn KE 25 Dra Þorsk 2 Sigurfari GK 3 Dra Þorsk 1 Drífa GK 15 Pló Sæbjú 2 Benni Sæm GK 5 Dra Þorsk 1 Hafdís SU 45 Lín Þorsk 6 Birta SH 11 Net Þorsk 2 Von GK 34.8 Lín Þorsk 6 Maggi Jóns KE 9.6 Han Þorsk 4 Guðrún KE 4.3 Grá Grásl 2 Smábátaafli alls: Samtals afli: Keflavík Erling KE 115 Net Þorsk 5 Grímsnes BA 35 Net Þorsk 4 Happasæll KE 32 Net Þorsk 2 Tungufell BA 38 Pló Sæbjú 4 Maron HU 35 Net Þorsk 4 Keilir SI 23 Net Þorsk 4 Hraunsvík GK 13.3 Net Þorsk 2 Smábátaafli alls: 13.3 Samtals afli: Hafnarfjörður Þór HF 550 Tro Þorsk 1 Snæfell EA 95 Tro Karfi 1 Sigurborg II HF 5.7 Han Þorsk 4 Jón Hildiber RE 0.5 Grá Grásl 1 Smábátaafli alls: 21.2 Samtals afli: Kópavogur Hafsól KÓ 5.2 Han Þorsk 3 Gísli KÓ 2.1 Grá Grásl 1 Samtals afli: 7.3 Reykjavík Guðmundur í RE 363 Tro Grálú 1 Helga María AK 286 Tro Karfi 1 Höfrungur II AK 175 Tro Karfi 1 Ottó N Þorlá RE 134 Tro Karfi 1 Ásbjörn RE 135 Tro Karfi 1 Sturlaugur H AK 139 Tro Karfi 1 Þerney RE 282 Tro Karfi 1 Fjóla GK 6.9 Kræ Krækl 1 Ásþór RE 6.7 Han Þorsk 4 Bæjarfell RE 1.1 Grá Þorsk 2 Smábátaafli alls: 37.0 Samtals afli: Akranes Magnús SH 34 Net Þorsk 2 Akraberg SI 14.4 Lín Ýsa 4 Stapavík AK 5.2 Han Þorsk 3 Ísak AK 4.4 Grá Grásl 2 Smábátaafli alls: 42.5 Samtals afli: 76.5 Arnarstapi Kvika SH 5.2 Grá Grásl 2 Samtals afli: 9.0 Rif Örvar SH 44 Lín Þorsk 1 Saxhamar SH 146 Net Þorsk 4 Rifsnes SH 22 Lín Þorsk 1 Magnús SH 40 Net Þorsk 2 Margrét ÍS 10 Dra Koli 2 Guðbjartur SH 17.6 Lín Stein 3 Lilja SH 2.5 Grá Grásl 2 Hafnartindur SH 2.0 Net Þorsk 1 Kári II SH 0.5 Han Ufsi 1 Smábátaafli alls: 51.3 Samtals afli: Ólafsvík Þórsnes SH 8 Net Þorsk 1 Steinunn SH 70 Dra Ýsa 4

11 fimmtudagur 11. apríl Egill SH 12 Dra Ýsa 2 Kristinn II SH 24.9 Lín Stein 5 Mangi á Búðu SH 2.5 Han Þorsk 4 Magnús Ingim SH 0.2 Grá Grásl 1 Smábátaafli alls: 75.9 Samtals afli: Grundarfjörður Hringur SH 66 Tro Þorsk 1 Röst SK 22 Tro Rækja 1 Þinganes SF 4 Tro Rækja 1 Dröfn RE 11 Tro Rækja 2 Birta SH 3.1 Grá Grásl 2 Smábátaafli alls: 3.1 Samtals afli: Stykkishólmur Þórsnes SH 65 Net Þorsk 3 Fjóla SH 4.0 Ígu Ígulk 4 Smábátaafli alls: 4.0 Samtals afli: 69.0 Brjánslækur Óli Magg BA 2.7 Grá Grásl 2 Samtals afli: 2.7 Patreksfjörður Núpur BA 38 Lín Þorsk 1 Brimnes BA 29 Lín Stein 4 Svalur BA 5.3 Lín Stein 1 Fönix BA 3.5 Grá Grásl 1 Smábátaafli alls: 16.3 Samtals afli: 83.3 Tálknafjörður Njörður BA 11.1 Lín Stein 3 Samtals afli: 14.0 Þingeyri Pálmi ÍS 0.6 Grá Grásl 1 Samtals afli: 0.6 Flateyri Steinunn HF 28.7 Lín Stein 5 Samtals afli: 60.7 Suðureyri Gestur Krist ÍS 16.3 Lín Stein 5 Steini afi HU 1.6 Han Þorsk 2 Samtals afli: 48.0 Bolungarvík Þorlákur ÍS 1 Lín Þorsk 1 Páll Helgi ÍS 9 Tro Rækja 4 Eiður ÍS 10 Tro Rækja 3 Hrólfur Eina ÍS 41.7 Lín Stein 6 Albatros ÍS 6.3 Han Þorsk 4 Sædís ÍS 4.5 Grá Grásl 3 Sæbjörn ÍS 3.7 Tro Rækja 3 Smábátaafli alls: Samtals afli: fyrir 25 árum Þjóðhættulegur áróður Ísafjörður Páll Pálsson ÍS 69 Tro Þorsk 1 Gunnbjörn ÍS 21 Tro Rækja 1 Aldan ÍS 11 Tro Rækja 3 Halldór Sigu ÍS 15 Tro Rækja 5 Gunnvör ÍS 14 Tro Rækja 4 Valur ÍS 18 Tro Rækja 5 Stefnir ÍS 69 Tro Þorsk 2 Jói ÍS 2.0 Han Þorsk 2 Kristín ÍS 1.1 Lín Stein 1 Smábátaafli alls: 3.0 Samtals afli: Drangsnes Sigurey ST 13.4 Grá Grásl 3 Samtals afli: 38.3 Hólmavík Hlökk ST 12.9 Grá Grásl 2 Völusteinn ST 1.7 Han Þorsk 3 Hafbjörg ST 1.6 Lín Þorsk 2 Samtals afli: 54.3 Hvammstangi Þorleifur EA 10 Net Þorsk 1 Brák HU 1.2 Han Þorsk 2 Smábátaafli alls: 1.2 Samtals afli: 11.2 Skagaströnd Þorleifur EA 6 Net Þorsk 1 Alda HU 12.0 Lín Þorsk 2 Neisti HU 10.1 Net Þorsk 4 Bergur Sterk HU 9.0 Grá Grásl 5 Bjarmi HU 3.8 Han Þorsk 3 Smábátaafli alls: 58.8 Samtals afli: 64.8 Sauðárkrókur Klakkur SK 89 Tro Þorsk 1 Óskar SK 10.7 Grá Grásl 4 Helga Guðmun SK 2.3 Han Þorsk 2 Smábátaafli alls: 50.2 Samtals afli: Hofsós Skáley SK 10.3 Grá Grásl 4 Geisli SK 1.8 Han Þorsk 2 Samtals afli: 19.3 Siglufjörður Sóley Sigurj GK 14 Tro Rækja 1 Múlaberg SI 24 Tro Rækja 1 Sigurbjörg ÓF 192 Tro Karfi 1 Berglín GK 23 Tro Rækja 2 Magnús Ágúst ÞH 14 Tro Rækja 1 Frosti ÞH 29 Tro Rækja 1 Sigurborg SH 38 Tro Rækja 1 Siglunes SI 10 Tro Rækja 1 Oddur á Nesi SI 27.2 Lín Þorsk 5 Mávur SI 9.4 Grá Grásl 2 Sunna SI 0.9 Han Þorsk 2 Smábátaafli alls: Samtals afli: Ólafsfjörður 13. maí 1988,,Það er svo sannarlega kominn tími til að fiskvinnslan svari fyrir sig. Í fjölmiðlum hafa menn notað rök eins og þau að frysting fisks sé tímaskekkja, að húsmæður vilji fá að horfa í augun á fiskinum áður en þær kaupi hann, að hagkvæmara sé að flytja út óunninn fisk en unninn og fleiri hugmyndaríkar fullyrðingar hafa þar sést... Þeir sem gera lítið úr frystingu fisks hérlendis eru annað hvort vísvitandi að snúa við staðreyndum eða að tala af svona mikilli vanþekkingu. Ég veit ekki hvort er skárra, sagði Friðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í ræðu sinni á aðalfundi SH. Níels Jónsso EA 2 Net Þorsk 1 Eiður ÓF 9.2 Grá Grásl 4 Skjöldur ÓF 3.2 Lín Þorsk 2 Þröstur ÓF 1.5 Han Þorsk 4 Smábátaafli alls: 47.4 Samtals afli: 49.4 Grímsey Þorleifur EA 10 Net Þorsk 1 Hafaldan EA 13.8 Grá Grásl 5 Björn EA 12.7 Lín Þorsk 4 Sigrún EA 1.7 Han Þorsk 5 Smábátaafli alls: 51.6 Samtals afli: 61.6 Hrísey Eydís EA 7.9 Lín Þorsk 3 Samtals afli: 10.7 Dalvík Sæþór EA 12.5 Net Þorsk 4 Jaki EA 7.6 Grá Grásl 4 Kolbeinsey EA 3.3 Lín Þorsk 1 Ásdís EA 1.3 Han Þorsk 2 Samtals afli: 47.7 Árskógssandur Særún EA 10.0 Grá Grásl 5 Samtals afli: 38.3 Hauganes Hulda EA 1.5 Han Þorsk 2 Samtals afli: 1.5 Akureyri Kaldbakur EA 244 Tro Þorsk 1 Finnur EA 2.8 Net Þorsk 4 Gulltoppur I EA 1.2 Lín Þorsk 2 Smábátaafli alls: 7.5 Samtals afli: Grenivík Fengur ÞH 8.1 Grá Grásl 4 Samtals afli: 27.7 Húsavík Kristín ÞH 50 Lín Þorsk 1 Jökull ÞH 23 Tro Rækja 1 Haförn ÞH 3 Net Þorsk 2 Háey II ÞH 15.1 Lín Þorsk 4 Máni ÞH 9.4 Grá Grásl 2 Fram ÞH 6.5 Net Þorsk 5 Smábátaafli alls: Samtals afli: Kópasker Sæbjörg EA 5 Net Þorsk 2 Kristinn ÞH 20.8 Net Þorsk 6 Karólína ÞH 10.7 Lín Þorsk 2 Helga Sæm ÞH 8.9 Grá Grásl 4 Smábátaafli alls: 66.5 Samtals afli: 71.5 Raufarhöfn Þorsteinn GK 30 Net Þorsk 6 Nanna Ósk II ÞH 15.4 Grá Grásl 4 Smábátaafli alls: 44.2 Samtals afli: 74.2 Þórshöfn Geir ÞH 56 Net Þorsk 4 Manni ÞH 14.9 Grá Grásl 5 Guðrún NS 11.6 Lín Þorsk 5 Smábátaafli alls: 61.9 Samtals afli: Bakkafjörður Áfram NS 9.6 Grá Grásl 3 Freydís NS 8.1 Lín Þorsk 4 Kristín NS 0.2 Han Þorsk 1 Samtals afli: 36.2 Vopnafjörður Sæborg NS 12.6 Grá Grásl 3 Viggi NS 5.9 Lín Þorsk 2 Samtals afli: 44.8 Borgarfjörður Eystri Emil NS 7.9 Lín Þorsk 3 Gletta NS 3.4 Han Þorsk 4 Samtals afli: 27.1 Seyðisfjörður Súddi NS 2.3 Han Þorsk 3 Samtals afli: 4.3 Neskaupstaður Björgvin EA 133 Tro Þorsk 1 Björgúlfur EA 121 Tro Þorsk 1 Sandvíkingur NK 1.1 Han Þorsk 3 Hafþór SU 1.0 Grá Grásl 2 Eyji NK 0.2 Pló Kúfis 1 Smábátaafli alls: 2.3 Samtals afli: Eskifjörður Dagný SU 1.1 Net Þorsk 3 Samtals afli: 1.1 Fáskrúðsfjörður Ljósafell SU 103 Tro Þorsk 1 Sæfari ÁR 32 Pló Sæbjú 5 Hannes André SH 33 Pló Sæbjú 4 Sandvíkingur ÁR 22 Pló Sæbjú 5 Litli Tindur SU 9.3 Net Þorsk 3 Sæberg SU 1.9 Han Þorsk 2 Smábátaafli alls: 12.1 Samtals afli: Stöðvarfjörður Dögg SU 17.8 Lín Stein 5 Guðjón SU 3.8 Han Þorsk 4 Samtals afli: 53.6 Breiðdalsvík Benni SU 19.3 Lín Þorsk 4 Guðmundur Þó SU 2.5 Han Þorsk 3 Samtals afli: 36.4 Djúpivogur Tjálfi SU 10.3 Net Þorsk 4 Már SU 2.6 Han Þorsk 3 Samtals afli: 21.8 Hornafjörður Hvanney SF 148 Net Þorsk 5 Skinney SF 124 Net Þorsk 6 Sigurður Óla SF 14 Tro Humar 2 Þórir SF 140 Net Þorsk 6 Guðmundur Si SU 17.0 Lín Þorsk 3 Sævar SF 6.5 Han Ufsi 3 Smábátaafli alls: 79.8 Samtals afli: 505.8

12 TUNGUHÁLSI 10 Þú færð smurolíuna hjá okkur! Mikið úrval - gott verð Olíur Smurolíur Gírolíur Loftkerfaolíur Bílavörur Öryggisgleraugu Rykgrímur Hjálmar Heyrnarhlífar KEMI-BÚÐIN, Tunguhálsi 10 er opin: Mán.-fim. frá 8:00-17:30 Fös. frá 8:00-17:000 Sími fiskifrettir.is Meðalverð á þorski hefur lækkað um 18% frá áramótum Drifbúnaður Þorskverðið fór lægst í um 150 krónur á kílóið Meðalverð á óslægðum þorski fór niður fyrir 150 krónur á kíló á fiskmörkuðum landsins síðastliðinn laugardag. Meðalverð á þorski hefur lækkað um 18% frá áramótum miðað við sama tíma í fyrra. KJARTAN STEFÁNSSON kjartan@fiskifrettir.is V erð á þorski sveiflast mikið á fiskmörkuðum eftir fram boði og eftirspurn. Frá apríl 2010 og fram til síðustu áramóta voru topparnir mikið í kringum 430 til 440 krónur á kíló en verð fór hæst upp í 508 krónur 28. desember síðastliðinn. Nokkr um sinnum sveiflaðist verðið niður í 220 til 230 krónur á kíló á tímabilinu en fór lægst í 217 krónur 1. júlí Lækkun frá áramótum Frá áramótum hefur þorskverð ið farið lækkandi. Meðalverð á óslægðum þorski á mörkuðum frá 1. janúar til 9. apríl er 260 krónur á kíló en var 318 krónur á sama tíma árið Lækkunin nemur um 18%. Á þessu ári fór verðið hæst í 426 krónur á kíló 2. janúar. Í byrjun mars var verð nokkuð hátt, náði til dæmis 354 krónum á kíló 8. mars. Á uppboðinu 27. mars lækk aði verðið hins vegar niður í 190 krónur. Það er í fyrsta sinn sem verðið fór niður fyrir 200 krón ur frá því í apríl Verð hefur sveiflast nokkuð síðan sem sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd. Laugardaginn 6. apríl hrapaði meðalverðið í 148 krónur á kíló. Samsetningin skiptir máli Bjarni Áskelsson hjá Reikni stofu fiskmarkaða sagði í samtali við Fiskifréttir að nokkrir sam verkandi þættir gætu skýrt hina miklu verðlækkun síðastliðinn laugardag. Laugardagar væru Smiðjuvegi Kópavogi Sími Þorskveiðar. MYND/EINAR ÁSGEIRSSON oft erfiðir uppboðsdagar og mik ið framboð hefði verið af þorski virku dagana í síðustu viku. Samsetning aflans gæti einnig skýrt lágt verð. Mest hefði ver ið um netafisk, meðal annars úr netaralli. Einnig hefði ver ið nokkuð um þorsk sem kæmi sem meðafli í grásleppunet. Hæst verð fyrir flugfiskinn Ragnar Kristjánsson, fram kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suð urnesja, tók í svipaðan streng og Bjarni. Hann sagði að mjög mikið framboð hefði verið af fiski í síð ustu viku og það hefði áhrif á hvað verðið var lágt. Verðið lækkaði mest á netafiskinum og stóra fisk inum. Á föstudögum og laugar dögum er ekki eins mikið keypt af þorski fyrir vinnslu á ferskum fiski í flug og aðra daga. Alla jafna er greitt hæst verð fyrir flugfisk inn og þá er mest eftir spurn eftir millifiski af línu bátunum, sagði Ragnar. Ragnar sagði ennfremur að mikið framboð af þorski á mörk uðum erlendis og erfiðleikar í sölu, sérstaklega á saltfiski, kæmi óneitanlega fram í verði á þorski á fiskmörkuðum hér heima. Þá hefði gengi íslensku krónunnar verið að styrkjast og það hefði einnig áhrif á verðið. Verðsveiflur á fiskmarkaði verð á óslægðum þorski 300 kr./kg Handfæravörur 276,22 kr/kg ,20 kr/kg 214,99 kr/kg Ísfell býður fjölbreytt úrval gæðavöru fyrir handfæraveiðarnar: Demparar, girni, gúmmí, nælur með sigurnagla, krókar, sigurnaglar, sökkur og statíf ,42 kr/kg Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 Ísnet Húsavík - Barðahúsi Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut Hafnarfjörður Sími isfell@isfell.is Nemar sem ná til þín.com Frekari upplýsingar í síma eða á i ára

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Rastpladser i Island. Björn Ólafsson, Ásbjörn Ólafsson, Matthildur B. Stefánsdóttir.

Rastpladser i Island. Björn Ólafsson, Ásbjörn Ólafsson, Matthildur B. Stefánsdóttir. Rastpladser i Island Björn Ólafsson, Ásbjörn Ólafsson, Matthildur B. Stefánsdóttir. Indhold 1. Rastpladser: Antal, placering og klassifikation 2. Typer af skilte 3. Vegagerðins datasæt og ideer til en

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Fiskveiðistjórnarkerfi og veiðigjöld á Grænlandi

Fiskveiðistjórnarkerfi og veiðigjöld á Grænlandi Fiskveiðistjórnarkerfi og veiðigjöld á Grænlandi Hilmar Ögmundsson Fjármálaráðuneyti Grænlands Sjávarútvegsráðstefnan, Reykjavík, 17. nóvember 2017 Fiskveiðistjórnunarkerfið. Núverandi lög um fiskveiðar

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld

Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld Ritgerð til MA-prófs í Sagnfræði Helgi Theódór Hauksson Kt.: 080548-2149 Leiðbeinandi: Guðmundur

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

ALDAN. Nýtt uppsjávarveiðiskip, Venus, kom til Vopnafjarðar fyrr á þessu ári. Endurnýjun fiskiskipaflotans heldur áfram, m.a. í Tyrklandi.

ALDAN. Nýtt uppsjávarveiðiskip, Venus, kom til Vopnafjarðar fyrr á þessu ári. Endurnýjun fiskiskipaflotans heldur áfram, m.a. í Tyrklandi. Er húsfélagið í lausu lofti? Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins?» Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga og því frábær

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag 7 Mun beita mér áfram gegn aðild að Evrópusambandinu 10 Íslenskir sauðfjárbændur eiga að framleiða meira 12 Menn verða að fá umbun fyrir framleiðsluna Tillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Fyrsta heimilið. Kynningarblað. Kynningar: IKEA Bauhaus Birgisson Vodafone Elko. MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 2018

Fyrsta heimilið. Kynningarblað. Kynningar: IKEA Bauhaus Birgisson Vodafone Elko. MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 2018 Kynningarblað Fyrsta heimilið MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 2018 Kynningar: IKEA Bauhaus Birgisson Vodafone Elko nordicphotos/getty 2 KYNNINGARBLAÐ Húsnæðiskostir 28. febrúar 2018 MIÐVIKUDAGUR Það er leikur

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Magna Björk er Vestfirðingur ársins 2014 sjá nánar bls. 6 og viðtal í miðopnu. Nýársfagnaður eldri borgara á Hlíf

Magna Björk er Vestfirðingur ársins 2014 sjá nánar bls. 6 og viðtal í miðopnu. Nýársfagnaður eldri borgara á Hlíf Nýársfagnaður eldri borgara á Hlíf sjá bls. 10-11. Stofnað 14. nóvember 1984 Fimmtudagur 8. janúar 2015 1. tbl. 32. árg. Ókeypis eintak Magna Björk er Vestfirðingur ársins 2014 sjá nánar bls. 6 og viðtal

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55,

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Hlunnindi skógarbóndans

Hlunnindi skógarbóndans 10 20 34 Þeysireið á Hvítá í Jet-bát Hlunnindi skógarbóndans Bærinn okkar Grindur 17. tölublað 2011 Fimmtudagur 29. september Blað nr. 356 17. árg. Upplag 59.000 Málflutningur formanns SVÞ er rökleysa

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere