Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá -

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá -"

Transkript

1 Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá -

2 Nafn námsskrár: Færni í ferðaþjónustu II Lengd náms: 100 kennslustundir Fjöldi eininga: Allt að 9 einingar Hverjum ætlað: Starfsfólki í ferðaþjónustu 1. útgáfa 2008

3 Efnisyfirlit Inngangur... 1 Forsendur náms... 2 Markmið og skipulag... 6 Útskýringar á framsetningu námslýsinga Lota 1: Persónuleg færni Kynning á námi og vinnubrögðum Sjálfsþekking og sveigjanleiki Tjáning og framkoma Vinnubrögð og vinnuvernd Lota 2: Almenn færni Tungumál Tölvur og upplýsingatækni Lota 3: Fagleg færni Vinnustaðurinn Varan og viðskiptavinurinn Umhverfismál og ferðaþjónusta Lota 4: Sérsvið í ferðaþjónustu Afþreying Afþreying og öryggi Farartæki og akstur Samfélags- og staðarþekking Fyrsta hjálp Vettvangsnám Lokaverkefni Námslok og mat Bílaleigur Móttakan Ökutæki Samfélags- og staðarþekking Vettvangsnám Lokaverkefni... 37

4 Námslok og mat Hópbifreiðar Farþegar Ökutæki, akstur og umferð Samfélags- og staðarþekking Fyrsta hjálp Vettvangsnám Lokaverkefni Námslok og mat Hótel- og veitingagreinar Móttakan Þjónað til borðs Þrif og hreinlæti á vinnustað Samfélags- og staðarþekking Fyrsta hjálp og öryggismál Vettvangsnám Lokaverkefni Námslok og mat Mat til styttingar á námi í framhaldsskóla... 56

5 Inngangur Inngangur Lýsing Færni í ferðaþjónustu II er hannað fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu. Námið, sem er sjálfstætt framhald af Færni í ferðaþjónustu I, er 100 kennslustundir að lengd og skiptist í fjórar lotur; 1) persónulega færni 20 kest., 2) almenna færni 20 kest., 3) faglega færni 20 kest. og 4) sérsvið 40 kest. Færni í ferðaþjónustu II er ætlað að efla færni starfsmanna til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á ýmsum sviðum ferðaþjónustu. Að námi loknu eiga þátttakendur að hafa meira sjálfstraust og getu til að sinna þeim verkefnum sem starfið krefst og hafa dýpkað þekkingu sína á sérhæfðu starfssviði. Einnig að þekkja styrkleika sína og veikleika og vera færari um að bera ábyrgð á eigin símenntun. Námsleið þessi er einkum ætluð þeim sem starfa, eða vilja starfa í ferðaþjónustu, eru 20 ára og eldri og hafa ekki lokið framhaldsskóla. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi Færni í ferðaþjónustu II til styttingar á námi í framhaldsskóla til allt að 9 eininga. Meta má námið á móti allt að 9 einingum í vali, 9 einingum á kjörsviði og/eða til almennra greina eftir styrkleika viðkomandi. Aðdragandi Að beiðni Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar tók Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að sér að greina menntunarþarfir í ferðaþjónustu og semja námsskrá sem svaraði þeim þörfum. Starfsmenntasjóður félagsmálaráðuneytisins styrkti vinnu við þarfagreininguna og mannaskiptaáætlun Leonardó-starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins styrkti námsferðir sem tengdust henni. Framsetning og notagildi Í námsskránni eru námsmarkmiðin almennt orðuð í þeim tilgangi að koma til móts við einstaklingsbundnar og fyrirtækjabundnar þarfir á mjög breiðu sviði ferðaþjónustu. Ekki eru tök á að setja inn sértæk markmið á öllum sviðum en gengið út frá því að markmiðin megi setja eftir aðstæðum og verksviði viðkomandi starfsmanns. Námsskráin er gefin út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði námsins og gera það gagnsærra þannig að hægt sé að meta það sem jafngilt námi í framhaldsskóla. Hún er fyrst og fremst ætluð námsmönnum, leiðbeinendum og fræðsluaðilum sem standa að náminu. Hún er einnig ætluð þeim sem meta vægi námsins til starfs eða áframhaldandi náms. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gerir kröfur til allra sem fá heimild til að nota námsskrána að þeir framfylgi formlegu gæðakerfi sem hún þróar eða viðurkennir. Sjá gæðaviðmið Fræðslumiðstöðvarinnar og samstarfsaðila á Færni í ferðaþjónustu II

6 Forsendur náms Forsendur náms Fyrirkomulag Við hönnun og skipulagningu námsleiðarinnar Færni í ferðaþjónustu II var lögð áhersla á að þátttakandi læri að læra og efli sjálfstraust sitt í starfi. Nám er einstaklingsbundið og ekki til ein aðferð sem hentar öllum við allar aðstæður en gott skipulag og fjölbreyttar námsaðferðir auka líkur á góðum árangri. 1 Námsárangur er ekki aðeins vitnisburður um frammistöðu einstaklings heldur einnig vitnisburður um aðstæður til náms og árangur af samvinnu námsmanna og leiðbeinenda. Engar sérstakar kröfur eru gerðar um skólagöngu áður en nám á þessari námsleið hefst. Námsmenn eru fullorðið fólk, á misjöfnum aldri, með mislangan starfsaldur, í ólíkum störfum. Reynsla þeirra er því fjölbreytt og misjafnt hve langt er um liðið frá því að þeir voru síðast í skóla. Námsefni, framsetningu og framvindu náms verður að sníða að forsendum námsmanna, þ.e. forþekkingu þeirra og þörfum til þess að þeim verði ljósari tilgangur og notagildi námsins auk þess að þeir túlka og tileinka sér þekkingu með hliðsjón af reynslu sinni og áður fenginni þekkingu. Aðbúnaður og aðstaða til náms verður að hæfa fullorðnu fólki. Æskilegt er að fræðsluaðili setji sérstakan umsjónarmann námsins til þess að efni námsþátta skarist ekki heldur skírskoti meðvitað til annarra námsþátta eða samþætti eftir því sem við á. Færni leiðbeinanda Leiðbeinandi skilgreinir þarfir, tilgang og markmið starfs síns með námsmönnum með tilliti til forþekkingar þeirra, markmiða þeirra og aðferða til náms. Í upphafi kannar leiðbeinandi þekkingu og viðhorf námsmanna til efnisins. Hann miðar efnistök sín og framsetningu við niðurstöðu könnunar sinnar auk þess sem hann gerir sér far um að framsetning efnis sé ekki einhæf heldur taki mið af mismunandi námsnálgun og námstækni. Leiðbeinandi verður að búa yfir samskiptafærni til að tengjast námsmönnum og vinna traust þeirra. Hann á að skapa vinsamlegt andrúmsloft og sýna hinum fullorðna námsmanni reynslu hans og þekkingu fulla virðingu. Enn fremur þarf leiðbeinandi að gera sér ljósar ástæður námsmanns fyrir að taka þátt í náminu og markmiðum hans með því. Leiðbeinandi verður einnig að gera sér grein fyrir algengum hindrunum eins og kvíða og óöryggi í námi fullorðinna og bregðast á viðeigandi hátt við þeim. Leiðbeinanda ber að örva og hvetja námsmenn og leggja sig fram um að svara þörfum þeirra fyrir útskýringar og endurgjöf. Hann verður að gera sér ljóst að eðlislægar forsendur til að læra eru mismunandi. Þess vegna er gerð krafa til þess að framsetning hans sé ekki einhæf eða vélræn heldur lagi sig að mismunandi færni þeirra með það fyrir augum að auðvelda þeim nám. Enn fremur þurfa framsetning og viðfangsefni að hafa sem mesta skírskotun til veruleika og reynslu námsmanna. 1 Sigrún Jóhannesdóttir Nám er sköpun ekki neysla. Í Gátt 2006, ársriti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Ýmiss konar efni um hraðkennslunámskeið, sjá 2 Færni í ferðaþjónustu II 2008

7 Námsmenn eiga að fá tækifæri til að spreyta sig á margvíslegan hátt. Verkefnavinna, atvikakönnun, hlutverkaleikir, verklegar æfingar upp á eigin spýtur eða í hópi, rökræður, umræður og sjálfsmat eru dæmi um aðferðir sem leiðbeinandi getur beitt í því skyni að sem flestir finni námstækni og námshraða við hæfi sitt. Mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og leggi á ráðin um hvað megi efla og bæta. Leiðbeinandi á að hafa færni til að meta árangur námsmanna án þess að nota hefðbundin próf. Í stað hefðbundinna prófa metur hann reglulega námsferlið og námsárangur og gerir grein fyrir niðurstöðum matsins. Tengiliður þjálfun á vinnustað Námið Færni í ferðaþjónustu II er skipulagt út frá því grundvallarviðhorfi að það sé samstarfsverkefni námsmanns, vinnuveitanda og skóla, því er æskilegt að námsmenn starfi í ferðaþjónustu samhliða náminu og að vinnuveitandi tilnefni tengilið sem styður námsmanninn í námsferlinu. Tengiliðurinn þarf að hafa umtalsverða starfsreynslu og góða innsýn í störf í ferðaþjónustu. Hann þarf að hafa jákvætt viðhorf til námstækifæra sem í hlutverki hans felast og til möguleika á þekkingarauka almennt á vinnustaðnum. Tengiliðurinn veitir námsmanninum fyrst og fremst leiðsögn og stuðning. Hann hefur mikilvægu hlutverki að gegna til að auðvelda og örva yfirfærslu þekkingar milli skóla og vinnustaðar ásamt því að hjálpa, hvetja, leiðbeina, hlusta, hrósa og meta. Hlutverk tengiliðar og umfang leiðsagnar hans verður að sníða eftir aðstæðum hverju sinni. Þar sem því verður við komið skal jafnóðum raungera nám í skóla á vinnustað með aðstoð tengiliðar. Með því að nýta raunveruleg dæmi af vinnustað til úrvinnslu í skóla fæst námshvetjandi tenging sem eykur frumkvæði námsmanna til að læra hver af öðrum 2. Með þjálfun á vinnustað fær námsmaður tækifæri til þess að æfa sig á eigin hraða, í umhverfi sem hann þekkir og líður vel í og í samstarfi við samstarfsmenn. Námið verður ekki einangruð, einstaklingsbundin aðgerð heldur verður sýnilegra og hvetjandi fyrir námsmanninn. Sé námsmaður ekki starfandi innan ferðaþjónustu hefur hann ekki sama möguleika á að raungera nám sitt, þess í stað lærir hann af starfstengdum viðfangsefnum annarra námsmanna og í námsheimsóknum skipulögðum af fræðsluaðila ef því verður við komið. 2 Arbejdspladslæring forudsætninger, strategi/metoder og resultater. Skýrsla unnin af faghópi NVL og er hún á vefslóðinni Færni í ferðaþjónustu II

8 Færni í ferðaþjónustu Ferðaþjónusta elur af sér fjölbreytt störf og sker sig að mörgu leyti úr annarri þjónustu. Viðfangsefni eða vara ferðaþjónustu er að miklu leyti óáþreifanleg og tengist mjög upplifun ferðamanna af landi og þjóð. Framleiðsla og afhending vöru í ferðaþjónustu fer venjulega fram á sama tíma. Af þessum ástæðum skiptir samskiptaleikni mjög miklu máli enda hafa samskipti við starfsfólk ferðaþjónustunnar umtalsverð áhrif á heildarupplifun ferðamannsins. Störfin krefjast því ekki aðeins faglegrar og almennrar færni heldur einnig persónulegrar færni og því er mikilvægt að slíkri þjálfun sé fléttað inn í allar lotur námsins. Með persónulegri færni er meðal annars átt við samskipta- og samvinnufærni, úrlausnarfærni, siðferðilega færni, námsfærni (símenntunarviðhorf) og breytingafærni. Námsaðferðir Stefnt er að kennsluháttum sem byggjast á jafningjaviðhorfi þar sem námsmenn eru bæði viðtakendur og veitendur í náminu, jafnt í skóla sem og á vinnustað. Mikilvægt er að leiðbeiningar og námsfyrirkomulag sé til fyrirmyndar um færni sem mikið er lagt upp úr á vinnustað. Þar má nefna vinnusiðferði sem birtist til að mynda í stundvísi, vinnusemi, faglegum metnaði, staðfestu og heilindum. Einnig vinnubrögð sem birtast í skýrri verkefnisstjórnun, tímastjórnun, skýrum markmiðum, marksækni, eftirfylgni, samskiptaleikni, farsælli lausn ágreiningsmála og sveigjanleika. Kennsluaðferðir og námsefni miðast við að skapa sem raunverulegast starfsumhverfi. Námsgreinar eru samþættar þar sem því verður við komið til að endurspegla að námsmenn þurfa að beita mörgum mismunandi færni- og þekkingarþáttum í hverju verkefni sem þeir inna af hendi í starfi sínu. Námsmat Námsmenn gangast ekki undir formleg próf. Námsmat byggist á símati, þ.e. að fylgst er jafnt og þétt með að hve miklu leyti námsmenn hafa náð skilgreindum markmiðum í námsskrá. Einnig þarf matið að nýtast námsmönnum sem best til að fylgjast með og stýra framförum sínum í náminu. Námsmat byggist fyrst og fremst á að meta færni við að nýta nýja þekkingu og færni í starfi. Mat og mælikvarðar miðast við að gefa námsmanni skýrt til kynna hversu vel gekk að ná markmiðunum. Hafi námsmaður ekki náð skilgreindu lágmarki við fyrsta mat fær hann önnur tækifæri til að sanna færni og þekkingu því að nauðsynlegt er að matið stjórnist af umbótahugsun með það að leiðarljósi að gera gott betra. Rétt er að gefa svigrúm til mistaka og forðast dóma og óþarfar flokkanir. Aðferðir við námsmat verða að vera í samræmi við kennsluaðferðir, umfang viðkomandi námsþáttar í náminu og markmið námsins. Margir mismunandi möguleikar eru á að meta frammistöðu. Má þar nefna verkefni unnin í skóla, heima eða á vinnustað, námsdagbók, virkni almennt og frammistöðu í kennslustundum og starfi. Mikilvægt er að viðhafa fjölbreytni í námsmati þannig að matið endurspegli sem best margbreytileika raunverulegrar starfsfærni. 4 Færni í ferðaþjónustu II 2008

9 Lokaverkefni Náminu lýkur með samþættu faglegu lokaverkefni sem metið er af leiðbeinendum undir umsjón umsjónarmanns námsins. Leiðbeinandi undirbýr námsmenn í upphafi náms undir vinnu við lokaverkefni sem m.a. samanstendur af námshandbók sem unnið er að gegnum allar námslotur. Námsmenn halda námsdagbók og nota úr henni valið viðeigandi efni í námshandbókina. Áhersla í lokaverkefni er valin við upphaf fjórðu námslotu. Færni í ferðaþjónustu II

10 Markmið og skipulag Markmið og skipulag Tilgangur með náminu er: Að efla almenna, faglega og persónulega færni námsmanna til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í ferðaþjónustu. Að auka færni námsmanna í ferðaþjónustu, þ.e. þjónustuvitund, vöruþekkingu og verkkunnáttu í atvinnugreininni með það að markmiði að efla gæði í ferðaþjónustu. Að styrkja faglegar forsendur námsmanna til að taka á sig aukna ábyrgð á ýmsum sviðum ferðaþjónustu. Að efla þekkingu og þor námsmanna til að takast á við ný námstækifæri á vettvangi starfs eða náms. Lokamarkmið hverrar námslotu: Persónuleg færni: Að námsmenn hafi færni til að tjá sig af öryggi, séu sjálfstæðir, áreiðanlegir og hugmyndaríkir, hafi aðlögunarhæfni og breytingaþol og hafi tileinkað sér jákvætt viðhorf til starfs í ferðaþjónustu, metnað og faglegt stolt. Almenn færni: Að námsmenn hafi aukið færni sína í tungumálum og upplýsingaleikni þannig að þeir séu hæfari til að sinna störfum sínum og hafi tileinkað sér vinnubrögð, viðhorf og getu til að stunda nám í víðustu merkingu þess orðs. Fagleg færni: Að námsmenn hafi þekkingu og færni til að sinna mismunandi verkþáttum og markhópum í ferðaþjónustu á viðeigandi og faglegan hátt, veiti góða þjónustu og skilji samhengi milli gæða og velgengni í rekstri ferðaþjónustu. Færni á sérsviði: Að námsmenn hafi þekkingu og færni á skilgreindu sérsviði ferðaþjónustu sem hver og einn hefur valið að efla sig í þannig að þeir geti unnið sjálfstætt og jafnvel stýrt verkþáttum á sínu sérsviði. Samþætting námsþátta Á hverju færnisviði eru 2-8 námsþættir. Stefnt skal að samþættingu námsþátta innan hvers hluta og milli námshluta í því augnamiði að koma til móts við þarfir námsmanna. 6 Færni í ferðaþjónustu II 2008

11 Dæmi um skipulag náms Dæmi um skipulag náms Hér að neðan er lýst tillögu að skipulagi námsins. Í náminu skal leggja aðaláherslu á að ná markmiðum þess en skipulag getur verið með ýmsum hætti. Fræðsluaðilum er því heimilt að víkja frá því skipulagi sem hér er lýst ef það hentar betur svo fremi sem markmiðum námsins er náð. Með skipulagi er bæði átt við skiptingu í námshluta, skiptingu tíma milli einstakra námsþátta og samþættingu námsþátta sem tekur mið af forþekkingu og þörfum námsmanna. Lagt er til að tími milli námsviðveru sé nýttur til þjálfunar á vinnustað undir leiðsögn þegar það á við. Mögulegt er að dreifa náminu yfir lengra tímabil en æskilegt er að samfella í námi tapist ekki við það. Æskilegt er að umsjónarmaður námsins sjái um fyrsta námsþáttinn, kynningu á námi og vinnubrögðum. Valkostir á sérsviði takmarkast við eftirspurn. Fræðsluaðili býður upp á a.m.k. einn valkost og skal þátttakendum vera ljóst við upphaf náms hvaða valkosti er um að ræða. Lota 1: Persónuleg færni Kynning á námi og vinnubrögðum... 3 kest. Sjálfsþekking og sveigjanleiki... 4 kest. Tjáning og framkoma... 6 kest. Vinnubrögð og vinnuvernd... 7 kest. Samtals kest. Lota 2: Almenn færni Tungumál kest. Tölvur og upplýsingatækni kest. Samtals kest. Lota 3: Fagleg færni Vinnustaðurinn... 6 kest. Varan og viðskiptavinurinn... 7 kest. Umhverfismál og ferðaþjónusta... 7 kest. Samtals kest. Færni í ferðaþjónustu II

12 Lota 4: Val um sérsvið a. Afþreying Afþreying og öryggi... 5 kest. Farartæki og akstur... 5 kest. Samfélags- og staðarþekking kest. Fyrsta hjálp... 6 kest. Vettvangsnám... 4 kest. Lokaverkefni... 6 kest. Námslok og mat... 4 kest. Samtals kest. b. Bílaleigur Móttakan kest. Ökutæki... 4 kest. Samfélags- og staðarþekking kest. Vettvangsnám... 4 kest. Lokaverkefni... 6 kest. Námslok og mat... 4 kest. Samtals kest. c. Hópbifreiðar Farþegar... 5 kest. Ökutæki, akstur og umferð... 5 kest. Samfélags- og staðarþekking kest. Fyrsta hjálp... 6 kest. Vettvangsnám... 4 kest. Lokaverkefni... 6 kest. Námslok og mat... 4 kest. Samtals kest. 8 Færni í ferðaþjónustu II 2008

13 d. Hótel- og veitingagreinar Móttakan... 5 kest. Þjónað til borðs... 4 kest. Þrif og hreinlæti á vinnustað... 3 kest. Samfélags- og staðarþekking kest. Fyrsta hjálp og öryggismál... 4 kest. Vettvangsnám... 4 kest. Lokaverkefni... 6 kest. Námslok og mat... 4 kest. Samtals kest. Færni í ferðaþjónustu II

14 Útskýringar á framsetningu námslýsinga Útskýringar á framsetningu námslýsinga Í námslýsingunum, sem hér fara á eftir, er eftirfarandi framsetning notuð við að gera grein fyrir innihaldi og aðferðum í hverjum hluta fyrir sig. Fremst eru leiðsagnarorð. Þau eru tilvísun í hugtök sem fram komu í þarfagreiningu og gefa notendum námsskrárinnar almenna hugmynd um áhersluþætti á viðkomandi sviði. in eru miðuð við þrjá grunnþætti árangursríks náms: a) viðhorf / tilfinningar b) þekkingu / skilning c) færni / leikni Þau eru orðuð sem lýsing á árangri námsmanns í lok námshlutans. Lýst er birtingarmynd lærdóms (e. learning outcome) sem að er stefnt en ekki ferli námsins. Þannig verða markmiðin um leið mælikvarði á árangur. Umsögn/sagnorð viðkomandi markmiðs gefur til kynna stig þekkingar og færni. Eftirfarandi skýringar á hugtökum gefa nánari hugmynd um að hverju er stefnt. Námsmaður vísar til/getur bent á: Hefur kynnst hugmyndum nægilega til að geta vísað til þeirra í öðru samhengi, hér er einungis átt við yfirborðsþekkingu. Námsmaður gerir grein fyrir: Getur lýst munnlega og/eða skriflega tilteknum aðstæðum, samhengi, ferli eða framkvæmdum. Námsmaður útskýrir eða ber saman: Hefur yfirsýn, skynjar samhengi, notar rök. Námsmaður leggur mat á: Hefur skoðanir, er með mótað viðhorf, rökstyður skoðanir. Námsmaður skilgreinir: Útskýrir hugmyndakerfi, setur í samhengi og gefur yfirsýn. Hér er átt við dýpri og heildstæðari þekkingu. Dæmi um aðferðir/námsefni Undir þessum lið eru gefnar hugmyndir um heppilegar aðferðir og/eða efni til að ná námsmarkmiðunum. Í kennsluáætlunum, sem leiðbeinendur dreifa til námsmanna, koma fram ýmis sértæk námsmarkmið. 10 Færni í ferðaþjónustu II 2008

15 Lota 1: Persónuleg færni Lota 1: Persónuleg færni Lokamarkmið námslotu Að námsmenn hafi færni til að tjá sig af öryggi, séu sjálfstæðir, áreiðanlegir og hugmyndaríkir, hafi aðlögunarhæfni og breytingaþol og hafi tileinkað sér jákvætt viðhorf til starfs í ferðaþjónustu, metnað og faglegt stolt. Námsþættir Lota 1: Persónuleg færni Kynning á námi og vinnubrögðum... 3 kest. Sjálfsþekking og sveigjanleiki... 4 kest. Tjáning og framkoma... 6 kest. Vinnubrögð og vinnuvernd... 7 kest. Samtals kest. Tímafjöldi fyrir hvert færnisvið er til viðmiðunar þar sem stefnt skal að samþættingu sem tekur mið af forþekkingu og þörfum námsmanna. Færni í ferðaþjónustu II

16 Kynning á námi og vinnubrögðum Kynning á námi og vinnubrögðum 3 kennslustundir Kynning, traust, virðing, jákvæðni, ábyrgð, vinnubrögð í námi, samþætting náms og starfs, fagmennska, skipulag, námstækni, markmið, námsdagbók. Námsmaður þekkir markmið námsins og setur sér eigin markmið um árangur sem gagnast honum og vinnustað hans. vísar til hagnýtra atriða sem skipta máli við upphaf námsins. hefur kynnst samnemendum sínum, starfsmönnum og kennurum og er tilbúinn til samstarfs og samskipta. gerir grein fyrir árangursríkum aðferðum til að efla sig í námi. setur sér markmið með náminu í samráði við yfirmann sinn eða tengilið. útskýrir framsetningu og aðrar kröfur um lokaverkefni námsins, s.s. námshandbók. gerir grein fyrir til hvers er ætlast af honum í náminu og vísar til innihalds námsskrárinnar Færni í ferðaþjónustu II. Dæmi um aðferðir/námsefni Mælistika og námsstoðkerfi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, námssamningar, námsdagbók, sjálfsþekkingarpróf, fjölgreindaraðferðir, námsnálgun. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. 12 Færni í ferðaþjónustu II 2008

17 Sjálfsþekking og sveigjanleiki Sjálfsþekking og sveigjanleiki 4 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Sjálfsþekking, sveigjanleiki, tilfinningagreind, sjálfsstyrkur, að standa með sjálfum sér, sjálfstæði, aðlögunarhæfni, breytingaþol, frumkvæði, gagnrýnin/skapandi hugsun, árangursþörf. Námsmaður útskýrir mikilvægi sveigjanleika í starfi í þeim tilgangi að auka aðlögunarhæfni og breytingaþol. leggur mat á eigin styrk og takmarkanir. tekur sjálfstæðar ákvarðanir og leitar eftir samvinnu við vandasöm verkefni. bregst við ófyrirséðum atvikum í starfi á viðurkenndan hátt. beitir árangursríkum aðferðum til að efla sig í starfi. setur sig í spor annarra og sýnir umburðarlyndi og samkennd á viðeigandi hátt. útskýrir jákvætt viðhorf til breytinga á vinnustað. tekur frumkvæði til umbóta og verka á vinnustað. Dæmi um aðferðir/námsefni Greiningardæmi, lausnaleikir, leiðtogaaðferðir (kann, get og vil), lífsreynslusögur, gestafyrirlesarar. Kynnt og prófað: Gagnrýnin hugsun (lóðrétt hugsun) og skapandi aðferðir (lárétt hugsun). Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. Færni í ferðaþjónustu II

18 Tjáning og framkoma Tjáning og framkoma 6 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Tjáning, líkamsstaða, líkamstjáning, raddblær, öndun, streita, framsögn, samskipti, samtalstækni, virk hlustun, jákvæðni, framkoma, hegðun, ákveðniþjálfun, málfar. Námsmaður gerir grein fyrir árangursríkum leiðum að öruggum og gagnlegum samskiptum og sýnir í verki jákvæð og árekstrarlaus samskipti. orðar skoðanir sínar og hugsanir á skýran hátt. gerir grein fyrir áhrifum líkamstjáningar í samskiptum. útskýrir hvað felst í því að koma fram af heilindum og bregðast við af jákvæðni í daglegum samskiptum. leggur mat á framkomu sína og samskipti við aðra. leggur mat á hæfni sína til að mynda tengsl við samstarfsfólk og viðskiptavini. gerir grein fyrir starfi og þjónustu á vinnustað sínum. Dæmi um aðferðir/námsefni Hlutverkaleikir, tengslaleikir, umræður og virk þátttaka, greiningardæmi, einstaklings-, para-, og/eða hópvinna. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. 14 Færni í ferðaþjónustu II 2008

19 Vinnubrögð og vinnuvernd Vinnubrögð og vinnuvernd 7 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Verklag, fagmennska, skipulag, vinnuframlag, frumkvæði, samstarf, starfsánægja, sjálfsþekking, breytingaviðhorf, vinnuvernd, líkamsbeiting, hreinlæti, öryggismál. Námsmaður gerir grein fyrir mikilvægi frumkvæðis og faglegra vinnubragða í ferðaþjónustu og leggur mat á færni sína til að vinna markvisst og skipulega að skilgreindum verkefnum á sínu sviði. endurspeglar fagmennsku og starfsánægju með stundvísi, samviskusemi, heilindum og jákvæðu viðhorfi og stolti af starfi sínu. vinnur skipulega og markvisst að skilgreindum verkefnum. leggur mat á eigið vinnuframlag og frammistöðu, tekur ábyrgð á framförum sínum. vísar til reglna um almenn vinnubrögð í öryggismálum og vinnur eftir viðbragðsáætlun vinnustaðar í öryggismálum. útskýrir geymsluaðferðir og meðhöndlun ýmissa efna með tilvísun í þau lögmál sem eiga við og notar efni og tæki á hagkvæman hátt (raftæki, hreinlætisvörur, vélar, kælibúnað, hitabúnað o.fl.). útskýrir nauðsyn og undirstöðu hreinlætis á vinnustað. gerir grein fyrir grunnþætti hentugrar líkamsbeitingar og vinnuaðstöðu við algeng störf í ferðaþjónustu. bendir á ráðstafanir til verndar heilsu sinnar og annarra við meðferð tækja og efna. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Dæmisögur, greiningardæmi, fyrirmyndir, umræður, gestafyrirlesarar, lausnaleikir, sjálfsefling, leiðtogafærni, verklegar æfingar í líkamsbeitingu, verkefnavinna: einstaklingsbundin vinna, para- og/eða hópvinna. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. Færni í ferðaþjónustu II

20 Lota 2: Almenn færni Lota 2: Almenn færni Lokamarkmið námslotu Að námsmenn hafi aukið færni sína í tungumálum og upplýsingaleikni þannig að þeir séu hæfari til að sinna störfum sínum og hafi tileinkað sér vinnubrögð, viðhorf og getu til að stunda nám í víðustu merkingu þess orðs. Námsþættir Lota 2: Almenn færni Tungumál kest. Tölvur og upplýsingatækni kest. Samtals kest. Tímafjöldi fyrir hvert færnisvið er til viðmiðunar þar sem stefnt skal að samþættingu sem tekur mið af forþekkingu og þörfum námsmanna. 16 Færni í ferðaþjónustu II 2008

21 Tungumál Tungumál 10 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Fyrir námsmenn með íslensku að móðurmáli eiga markmiðin við um erlent tungumál en fyrir erlenda námsmenn er átt við færni í íslensku. Starfstengdur orðaforði, erlent tungumál/íslenska fyrir erlenda starfsmenn, upplýsingasöfnun, upplýsingagjöf. Námsmaður hefur hagnýtan orðaforða sem tengist ferðaþjónustu á íslensku og/eða erlendu tungumáli. gerir grein fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, helstu sérkennum og þjónustu þess. bregst við einföldum texta og/eða upplýsingum sem tengjast starfinu. svarar algengum fyrirspurnum ferðamanna um stoð- og ferðaþjónustu við ferðamenn á svæðinu. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Munnlegar æfingar, hlutverkaleikir, samþætt og raunhæf hóp- eða einstaklingsverkefni í samræmi við þarfir námsmanna og ferðaþjónustu á vinnustað þeirra. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. Færni í ferðaþjónustu II

22 Tölvur og upplýsingatækni Tölvur og upplýsingatækni 10 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Tölvupóstur, tölvusamskipti, tölvuforrit, veraldarvefurinn, upplýsingaleit, framsetning, vefsíður, leitarvélar. Námsmaður er fær um að nota tölvur og upplýsingatækni að því marki sem starf hans krefst. umgengst rafræn gögn af öryggi og vísar til helstu öryggisreglna sem á vinnustaðnum gilda. notar tölvupóst á viðeigandi hátt og í samræmi við gildandi verklagsreglur. gerir grein fyrir þeim tölvuforritum sem notuð eru í starfinu, er fær um að nota þau og tileinka sér nýjungar. aflar upplýsinga, í þágu ferðamanna, á almennum þjónustuvefjum og upplýsingaveitum ferðaþjónustu, íslenskum sem og erlendum. getur bent á aðferðir við gerð einfalds kynningarefnis til útprentunar eða á vefsíðu. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Sjálfstætt, samþætt og raunhæft hóp- eða einstaklingsverkefni, í samræmi við þarfir þátttakanda og ferðaþjónustu á vinnustað hans. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. 18 Færni í ferðaþjónustu II 2008

23 Lota 3: Fagleg færni Lota 3: Fagleg færni Lokamarkmið námslotu Að námsmenn hafi þekkingu og færni til að sinna mismunandi verkþáttum og markhópum í ferðaþjónustu á viðeigandi og faglegan hátt, veiti góða þjónustu og skilji samhengi milli gæða og velgengni í rekstri ferðaþjónustu. Námsþættir Lota 3: Fagleg færni Vinnustaðurinn... 6 kest. Varan og viðskiptavinurinn... 7 kest. Umhverfismál og ferðaþjónusta... 7 kest. Samtals kest. Tímafjöldi fyrir hvert færnisvið er til viðmiðunar þar sem stefnt skal að samþættingu sem tekur mið af forþekkingu og þörfum námsmanna. Færni í ferðaþjónustu II

24 Vinnustaðurinn Vinnustaðurinn 6 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Vinnuumhverfi, réttindi og skyldur, samskipti, vinnustaðamenning, fjölmenning, leiðtogahæfni, liðsheild, samstarf, samkeppni, þjónustuvilji, ímynd, árangur, streita, áreitni, einelti, fyrirmyndarvinnustaður. Námsmaður útskýrir hvaða þættir móta árangursríkt vinnuumhverfi á vinnustað og þekkir helstu réttindi og skyldur starfsmanna sem og atvinnurekenda. sýnir ábyrga og faglega starfshætti og gerir grein fyrir í hverju það felst. gerir grein fyrir góðum starfsanda og hvernig er stuðlað að honum. útskýrir hvað þarf til að byggja upp traust samskipti á vinnustað. hvetur og leiðir samstarfsfólk að þeim árangri sem stefnt er að. gerir grein fyrir tengslum vinnustaðamenningar og ímyndar við árangur. vísar til hlutverks og starfsemi stéttarfélaga og starfsmenntasjóða. getur bent á helstu réttindi og skyldur starfsmanna og atvinnurekenda samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og laga. getur vísað til helstu upplýsinga í kjarasamningum. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Greiningardæmi, æfingar, hlutverkaleikir, myndmiðlun, fyrirlestrar og umræður. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. 20 Færni í ferðaþjónustu II 2008

25 Varan og viðskiptavinurinn Varan og viðskiptavinurinn 7 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Áþreifanleg vara, óáþreifanleg vara, markhópur, menningarmunur, fyrstu kynni, þarfir, kurteisi, vöruþekking, vörukynning, söluferli, sölusálfræði, sölusiðfræði, trúverðugleiki, heiðarleiki, fagmennska, ráðgjöf, þjónustugæði, alþjóðlegir staðlar, framúrskarandi þjónusta, teymisvinna, samkeppnisaðilar, ráðgefandi sölutækni. Námsmaður gerir grein fyrir vöru ferðaþjónustu, útskýrir hvaða þættir liggja að baki framúrskarandi þjónustu sem um leið hafa áhrif á árangur ferðaþjónustufyrirtækis í samkeppnisumhverfi. útskýrir vörur ferðaþjónustu og þá þjónustu sem veitt er í samræmi við þær. gerir grein fyrir leiðum til að meta þarfir hugsanlegra viðskiptavina og hvernig upplýsingum um vöru í ferðaþjónustu er komið á framfæri við ólíka markhópa á viðeigandi hátt. útskýrir grunnþætti spurninga- og sölutækni og mörk almennra siðareglna í sölusiðfræði við mismunandi aðstæður. útskýrir aðferðir til að eiga í jákvæðum og leiðbeinandi samskiptum gegnum síma og/eða tölvu. ber saman ólík þjónustustig og gerir grein fyrir ávinningi þess að fara fram úr væntingum viðskiptavinar (þ.e. að veita framúrskarandi þjónustu). gerir grein fyrir sambandi milli hagnaðar/kostnaðar og framboðs/eftirspurnar hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. gerir grein fyrir afleiddum áhrifum þjónustu á ferðaþjónustufyrirtækið, landsvæðið og landið sem ferðaþjónustusvæði/-land. vísar til samhengis milli samkeppni og samstarfs í ferðaþjónustu. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Greiningardæmi. Hlutverkaleikir. Samþætt, raunhæf hóp- eða einstaklingsverkefni unnin með þarfir ferðaþjónustufyrirtækis í huga. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. Færni í ferðaþjónustu II

26 Umhverfismál og ferðaþjónusta Umhverfismál og ferðaþjónusta 7 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Sjálfbær ferðaþjónusta, vistvernd í verki, vottun Green Globe, virk umhverfisstjórnun, ímynd ferðaþjónustufyrirtækis. Námsmaður útskýrir umhverfismál tengd ferðaþjónustu og sýnir vistvernd í verki. leggur mat á markmið sjálfbærrar ferðaþjónustu og tekur mið af þeim í starfi. gerir grein fyrir vistvernd í því augnamiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. gerir grein fyrir hugmyndafræði grænna innkaupa/græns bókhalds. gerir grein fyrir stöðu umhverfismála í ferðaþjónustufyrirtækjum. bendir á lausnir og nýjar leiðir varðandi umhverfismál í ferðaþjónustufyrirtækjum. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Umræður, vettvangsferð í ferðaþjónustufyrirtæki, samþætt verkefni unnið í hópi eða einstaklingsbundið. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. 22 Færni í ferðaþjónustu II 2008

27 Lota 4: Sérsvið í ferðaþjónustu Lota 4: Sérsvið í ferðaþjónustu Lokamarkmið námslotu Að námsmenn hafi þekkingu og færni á skilgreindu sérsviði ferðaþjónustu sem hver og einn hefur valið að efla sig í þannig að þeir geti unnið sjálfstætt og jafnvel stýrt verkþáttum á sínu sérsviði. Valkostir Hér er lýst fjórum sérsviðum í ferðaþjónustu: a. Afþreying b. Bílaleigur c. Hópbifreiðar d. Hótel- og veitingagreinar Nemandi velur eitt sérsvið en valkostir takmarkast af framboði fræðsluaðila. Framkvæmd Hluti náms á sérsviði er vettvangsnám sem unnið er á vinnustað eða á annan hátt samkvæmt skipulagi umsjónarmanns námsins. Námi lýkur með lokaverkefni sem námsmaður hefur unnið markvisst að allar námsloturnar, m.a. með söfnun upplýsinga í námsdagbók. Framsetning lokaverkefnis er námshandbók sem námsmaður útbýr í samræmi við sitt sérsvið/val. Tímafjöldi fyrir hvert færnisvið er til viðmiðunar þar sem stefnt skal að samþættingu sem tekur mið af forþekkingu og þörfum námsmanna. Færni í ferðaþjónustu II

28 Afþreying Afþreying Lokamarkmið með námi í afþreyingu Að námsmenn geri grein fyrir starfsemi afþreyingarþjónustu og útskýri verksvið starfsmanna. beri saman góða og framúrskarandi þjónustu, geri grein fyrir því hvernig lagt sé mat á þarfir viðskiptavina og hvernig á að koma til móts við þær. leggi mat á það hvað stuðli að þægindum, jákvæðri upplifun og öryggi ferðamanna, noti viðeigandi búnað sem stuðlar að öryggi farþega og útskýri þær öryggisreglur sem unnið er eftir. geri grein fyrir náttúru, sögu og menningu svæðis. tileinki sér og nýti nýjar upplýsingar til þess að auka gæði þjónustunnar. útskýri mikilvægi jákvæðra samskipta fyrir árangur í starfi. Námsþættir Lota 4a. Afþreying Afþreying og öryggi... 5 kest. Farartæki og akstur... 5 kest. Samfélags- og staðarþekking kest. Fyrsta hjálp... 6 kest. Vettvangsnám... 4 kest. Lokaverkefni... 6 kest. Námslok og mat... 4 kest. Samtals kest. Tímafjöldi fyrir hvert færnisvið er til viðmiðunar þar sem stefnt skal að samþættingu sem tekur mið af forþekkingu og þörfum námsmanna. 24 Færni í ferðaþjónustu II 2008

29 Afþreying og öryggi Afþreying og öryggi 5 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Fjölbreytni, móttaka viðskiptavina, þjónusta, öryggi, hópefli og leikir, lipurð, hlýja, þægindi. Námsmaður gerir grein fyrir verksviði starfsmanns í afþreyingarferðaþjónustu, útskýrir hvað stuðlar að þægindum, jákvæðri upplifun og öryggi ferðamanna. útskýrir mismunandi tegundir afþreyingar. gerir grein fyrir hvað felst í undirbúningi ferðamanna fyrir afþreyinguna (s.s. upplýsingar um öryggisreglur og fræðsla sem eykur á jákvæða upplifun). gerir grein fyrir verksviði sínu í afþreyingu og er fær um að skipuleggja það. útskýrir mikilvægi þess að halda tímaáætlun. gerir grein fyrir viðeigandi leiðum til að bregðast við ýmsum aðstæðum, s.s. með leikjum og hópefli. útskýrir áhrif framúrskarandi þjónustu og upplifunar viðskiptavina á árangur fyrirtækis. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Greiningardæmi, æfingar, hlutverkaleikir, myndmiðlun og umræður. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. Færni í ferðaþjónustu II

30 Farartæki og akstur Farartæki og akstur 5 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Farartæki á sjó, vatni og landi, almennur útbúnaður, öryggisútbúnaður, ábyrgð, verklagsreglur, vistvænn akstur. Námsmaður útskýrir hvað felst í því að búnaður (afþreyingar- og öryggisbúnaður) sé í góðu ásigkomulagi og fullnægi kröfum um öryggi og gerir grein fyrir verkferlum til að tryggja það. útskýrir verklag og reglur við skoðun og prófun á sérhæfðum afþreyingar- og öryggisbúnaði. skoðar og sannreynir öryggisbúnað farar-, ökutækis. útskýrir viðkomandi afþreyingu og útbúnað hennar með markhópinn í huga. gerir grein fyrir vistvænum akstri. gerir grein fyrir öryggisreglum og viðbragðsáætlun ferðaþjónustufyrirtækisins og er fær um að bregðast við óvæntum atvikum samkvæmt verklagi hennar. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Greiningardæmi, verkleg þjálfun, hlutverkaleikir, myndmiðlun og umræður. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. 26 Færni í ferðaþjónustu II 2008

31 Samfélags- og staðarþekking Samfélags- og staðarþekking 10 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Staðhættir, ferðamannastaðir, ferðamöguleikar og framboð, náttúra, saga, menning, samfélag. Námsmaður greinir frá því sem er einkennandi, sérstakt og eftirsóknarvert fyrir ferðamenn á svæðinu í sögu, menningu, samfélagi og náttúru. gerir grein fyrir helstu þáttum sögu, menningar, samfélags og náttúru svæðis. gerir grein fyrir helstu ferðamannastöðum og gönguleiðum og aðgengi að þeim. útskýrir stoð- og ferðaþjónustu svæðis. vísar til og notar handbækur og gagnaveitur við upplýsingaleit. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Fyrirlestrar, umræður, vettvangsferð, samþætt og raunhæft verkefni unnið í hópi, para- eða einstaklingsvinnu, námsefni frá leiðbeinanda, landakort, ferðabæklingar og veraldarvefurinn. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. Færni í ferðaþjónustu II

32 Fyrsta hjálp Fyrsta hjálp 6 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna og taka mið af vinnuumhverfi þeirra. Björgun, flutningur af slysstað, áfallahjálp, þríhyrningakerfið, endurlífgun, blæðingar, lost, hjartasjúkdómar, meðvitundarleysi, hryggáverkar, höfuðhögg, öndunarfæravandamál, beinbrot, liðhlaup, eitranir, ofnæmisviðbrögð, ofkæling, kal, ofhitnun, rafmagnsslys, sár og brunasár, slysatilkynningar. Námsmaður útskýrir verklags- og öryggisreglur vegna slysa og bregst rétt við þeim slysum sem algengust eru í vinnuumhverfi hans. útskýrir grundvallarreglur fyrstu hjálpar. útskýrir ferli við tilkynningu slysa. gerir grein fyrir aðferðum við að veita slösuðum/sjúkum einstaklingi fyrstu hjálp á vettvangi. gerir grein fyrir algengum viðbrögðum vitna að áföllum og slysum og ráðum til að bregðast við þeim. útskýrir mikilvægi þess að viðhalda þekkingu sinni í fyrstu hjálp. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Greiningardæmi, verklegar æfingar, hlutverkaleikir, myndmiðlun og umræður. Námsefni: Skyndihjálp og endurlífgun: Rauði kross Íslands Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. 28 Færni í ferðaþjónustu II 2008

33 Vettvangsnám Vettvangsnám 4 kennslustundir Þjálfun á vinnustað er æskileg samhliða öllum námsþáttum í Færni í ferðaþjónustu II en auk þess taka námsmenn þátt í skilgreindu vettvangsnámi (4 kest.) innan síns sérsviðs í samráði við tengilið eða útfært á annan hátt í samráði við fræðsluaðila. Námsmaður leggur mat á hvað felst í fagmennsku í starfi við afþreyingarferðaþjónustu, s.s. við móttöku gesta og þjónustu við þá ásamt umsjón með viðeigandi tækjum afþreyingarinnar og ökutækjum. Námsmaður hefur sannreynt ferðaþjónustu og stoðþjónustu hennar á svæðinu. sýnir hæfni á vettvangi í námsþáttum Færni í ferðaþjónustu II. beitir þekkingu sinni og færni á markvissan hátt í starfi. upplifir ferðaþjónustu og stoðþjónustu hennar á svæðinu af eigin raun. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Leiðarlýsingar, kort, veraldarvefurinn, verklegar æfingar á vettvangi, hlutverkaleikir, myndmiðlun og umræður. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. Færni í ferðaþjónustu II

34 Lokaverkefni Lokaverkefni 6 kennslustundir Starfstenging, val, fagmennska, samþætting, yfirsýn, þekking, færni, námshandbók, skipulag. Námsmaður sýnir fram á að hann hafi tileinkað sér þá þekkingu, færni og viðhorf sem stefnt er að með náminu í heild. Hann er fær um að vinna sjálfstætt og með öðrum og sýnir öguð og fagleg vinnubrögð. Framkvæmd Námsmaður ákveður áherslu í lokaverkefni við upphaf námslotunnar í samstarfi við fræðsluaðila og vinnustað. Námsmaður heldur námsdagbók í öllum lotum námsins og notar m.a. valið efni úr henni í námshandbók sem er lokaafurð verkefnisins. Námshandbókin er uppistaðan í lokamati leiðbeinanda á vinnu námsmannsins en virkni í kennslustundum gegnir þar einnig lykilhlutverki. Lokaverkefnið er einstaklingsverkefni. Í lokin kynnir námsmaður verkefni sitt fyrir hópnum, leiðbeinendum og e.t.v. fleirum skv. skipulagi fræðsluaðila. Námsmaður vinnur lokaverkefni í samræmi við eftirfarandi kröfur: skipuleggur lokaverkefni fyrir fram í samráði við leiðbeinanda og tengilið á vinnustað. vinnur samþætt lokaverkefni sem felur í sér grundvallarþekkingu og færni á sérsviði. aflar þeirra upplýsinga sem þörf er á. útskýrir þær vinnuaðferðir sem beitt er. leysir vandamál, sem upp koma, í samráði við leiðbeinendur. sýnir samstarfshæfni. Námsaðferð Námsmaður ber ábyrgð á lokaverkefninu og skilum þess. Leiðbeinandi aðstoðar og leiðbeinir. 30 Færni í ferðaþjónustu II 2008

35 Námslok og mat Námslok og mat 4 kennslustundir Mat á námsleið, símat, námshandbók, sjálfsmat, framfarir, skipulag, þjálfun á vinnustað, framhald á námi, símenntun. Að námsmenn beri saman stöðu sína í lok námsins við þau markmið sem þeir settu sér í upphafi. Námsmenn fara yfir hverju námið hefur skilað hverjum einstökum, hópnum í heild og vinnustöðum þeirra. leggur mat á eigin markmið og framfarir á jákvæðan hátt. gerir grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að meta sjálfan sig og aðra. Námsaðferð Leiðbeinandi stjórnar umræðum og leggur t.d. fyrir gátlista, umsagnarblöð eða annað sem hjálpar til þess að námsmenn geti unnið skipulega að mati sínu. Færni í ferðaþjónustu II

36 Bílaleigur Bílaleigur Lokamarkmið með námi í starfsemi bílaleiga Að námsmenn geri grein fyrir starfsemi bílaleiga og útskýri verksvið starfsmanna. beri saman góða og framúrskarandi þjónustu, geri grein fyrir því hvernig lagt er mat á þarfir viðskiptavina og hvernig á að koma til móts við þær. útskýri hvernig skoðun og prófun öryggisútbúnaðar farartækja bílaleigunnar fer fram. geri grein fyrir náttúru, sögu og menningu svæðis. tileinki sér og nýti nýjar upplýsingar til þess að auka gæði þjónustunnar. útskýri mikilvægi jákvæðra samskipta fyrir árangur í starfi. Námsþættir Lota 4b. Bílaleigur Móttakan kest. Ökutæki... 4 kest. Samfélags- og staðarþekking kest. Vettvangsnám... 4 kest. Lokaverkefni... 6 kest. Námslok og mat... 4 kest. Samtals kest. Tímafjöldi fyrir hvert færnisvið er til viðmiðunar þar sem stefnt skal að samþættingu sem tekur mið af forþekkingu og þörfum námsmanna. 32 Færni í ferðaþjónustu II 2008

37 Móttakan Móttakan 12 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Bifreiðar, skráningar- og bókunarkerfi, leigusamningar, reikningar, umferðarreglur, leiðbeinandi ráðgjöf, símsvörun, tryggingar, öryggismál. Námsmaður gerir grein fyrir verksviði starfsmanns í móttöku, útskýrir mikilvægi þess að veita framúrskarandi þjónustu og vinna markvisst og skipulega. útskýrir hvað felst í jákvæðum samskiptum við viðskiptavini á vinnustað, í síma og tölvupósti. gerir grein fyrir verkferlum við skráningu á þörfum viðskiptavina. gerir grein fyrir notkun skráningar- og bókunarkerfis vinnustaðarins. gerir grein fyrir skyldum leigutaka/leigusala og gerð leigusamninga. gerir grein fyrir verkferlum við einfaldar bókhaldsfærslur, útskrift reikninga og móttöku greiðslu. útskýrir hvað felst í að veita ferðamönnum leiðbeiningar og ráðgjöf um umferð og umferðarreglur á Íslandi og upplýsingar um stoð- og ferðaþjónustu nánasta umhverfis. gerir grein fyrir bifreiðum fyrirtækisins og útbúnaði þeirra. gerir grein fyrir helstu skilmálum varðandi tryggingar bílaleiga og viðbrögðum við óhöppum sem upp geta komið hjá leigutaka. útskýrir áhrif framúrskarandi þjónustu og upplifunar viðskiptavina á árangur fyrirtækis. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Greiningardæmi, hlutverkaleikir, verklegar æfingar, umræður, sjálfstætt, samþætt og raunhæft verkefni unnið í hópi, para- eða einstaklingsvinnu. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. Færni í ferðaþjónustu II

38 Ökutæki Ökutæki 4 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Ökutæki, þvottur, þrif, öryggisútbúnaður, vistvænn akstur, verklagsreglur, ábyrgð. Námsmaður útskýrir verklagsreglur sem tryggja að ökutæki til útleigu séu í góðu ásigkomulagi og fullnægi kröfum sem gerðar eru um þau. gerir grein fyrir verklagi við skoðun á föstum útbúnaði ökutækja og hvernig bregðast skuli við frávikum. skoðar og sannreynir öryggisbúnað ökutækis. gerir grein fyrir vistvænum akstri. gerir grein fyrir viðbragðsáætlun ferðaþjónustufyrirtækisins og bregst við óvæntum atvikum samkvæmt henni. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Greiningardæmi, verklegar æfingar, hlutverkaleikir, myndmiðlun og umræður. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. 34 Færni í ferðaþjónustu II 2008

39 Samfélags- og staðarþekking Samfélags- og staðarþekking 10 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Staðhættir, ferðamannastaðir, ferðamöguleikar og framboð, náttúra, saga, menning, samfélag. Námsmaður greinir frá því sem er einkennandi, sérstakt og eftirsóknarvert fyrir ferðamenn á svæðinu í sögu, menningu, samfélagi og náttúru. gerir grein fyrir helstu þáttum sögu, menningar, samfélags og náttúru svæðisins. gerir grein fyrir helstu ferðamannastöðum og gönguleiðum og aðgengi að þeim. útskýrir stoð- og ferðaþjónustu svæðisins. vísar til og notar handbækur og gagnaveitur við upplýsingaleit. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Fyrirlestrar, umræður, vettvangsferð, samþætt og raunhæft verkefni unnið í hópi, para- eða einstaklingsvinnu, námsefni frá leiðbeinanda, landakort, ferðabæklingar og veraldarvefurinn. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. Færni í ferðaþjónustu II

40 Vettvangsnám Vettvangsnám 4 kennslustundir Þjálfun á vinnustað er æskileg samhliða öllum námsþáttum í Færni í ferðaþjónustu II en auk þess taka námsmenn þátt í skilgreindu vettvangsnámi (4 kest.) innan síns sérsviðs í samráði við tengilið eða útfært á annan hátt í samráði við fræðsluaðila. Námsmaður leggur mat á hvað felst í fagmennsku við starf hjá bílaleigu, s.s. við móttöku viðskiptavina, útleigu ökutækja ásamt umsjón með ökutækjum til útleigu. Námsmaður hefur sannreynt ferðaþjónustu og stoðþjónustu hennar á svæðinu. sýnir hæfni á vettvangi í námsþáttum Færni í ferðaþjónustu II. beitir þekkingu sinni og færni á markvissan hátt í starfi. upplifir ferðaþjónustu og stoðþjónustu hennar á svæðinu af eigin raun. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Leiðarlýsingar, kort, veraldarvefurinn, verklegar æfingar á vettvangi, hlutverkaleikir, myndmiðlun og umræður. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. 36 Færni í ferðaþjónustu II 2008

41 Lokaverkefni Lokaverkefni 6 kennslustundir Starfstenging, val, fagmennska, samþætting, yfirsýn, þekking, færni, námshandbók, skipulag. Námsmaður sýnir fram á að hann hafi tileinkað sér þá þekkingu, færni og viðhorf sem stefnt er að með náminu í heild. Hann er fær um að vinna sjálfstætt og með öðrum og sýnir öguð og fagleg vinnubrögð. Framkvæmd Námsmaður ákveður áherslu í lokaverkefni við upphaf námslotunnar í samstarfi við fræðsluaðila og vinnustað. Námsmaður heldur námsdagbók í öllum lotum námsins og notar m.a. valið efni úr henni í námshandbók sem er lokaafurð verkefnisins. Námshandbókin er uppistaðan í lokamati leiðbeinanda á vinnu námsmannsins en virkni í kennslustundum gegnir þar einnig lykilhlutverki. Lokaverkefnið er einstaklingsverkefni. Í lokin kynnir námsmaður verkefni sitt fyrir hópnum, leiðbeinendum og e.t.v. fleirum skv. skipulagi fræðsluaðila. Námsmaður vinnur lokaverkefni í samræmi við eftirfarandi kröfur: skipuleggur lokaverkefni fyrir fram í samráði við leiðbeinanda og tengilið á vinnustað. vinnur samþætt lokaverkefni sem felur í sér grundvallarþekkingu og færni á sérsviði. aflar þeirra upplýsinga sem þörf er á. útskýrir þær vinnuaðferðir sem beitt er. leysir vandamál, sem upp koma, í samráði við leiðbeinendur. sýnir samstarfshæfni. Námsaðferð Námsmaður ber ábyrgð á lokaverkefninu og skilum þess. Leiðbeinandi aðstoðar og leiðbeinir. Færni í ferðaþjónustu II

42 Námslok og mat Námslok og mat 4 kennslustundir Mat á námsleið, símat, námshandbók, sjálfsmat, framfarir, skipulag, þjálfun á vinnustað, framhald á námi, símenntun. Að námsmenn beri saman stöðu sína í lok námsins við þau markmið sem þeir settu sér í upphafi. Námsmenn fara yfir hverju námið hefur skilað hverjum einstökum, hópnum í heild og vinnustöðum þeirra. leggur mat á eigin markmið og framfarir á jákvæðan hátt. gerir grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að meta sjálfan sig og aðra. Námsaðferð Leiðbeinandi stjórnar umræðum og leggur t.d. fyrir gátlista, umsagnarblöð eða annað sem hjálpar til þess að námsmenn geti unnið skipulega að mati sínu. 38 Færni í ferðaþjónustu II 2008

43 Hópbifreiðar Hópbifreiðar Lokamarkmið með námi fyrir hópferðabílstjóra Að námsmenn geri grein fyrir starfsemi hópferðafyrirtækja og útskýri verksvið starfsmanna. beri saman góða og framúrskarandi þjónustu, geri grein fyrir því hvernig lagt sé mat á þarfir viðskiptavina og hvernig á að koma til móts við þær. leggi mat á það hvað stuðli að þægindum, jákvæðri upplifun og öryggi ferðamanna, noti viðeigandi búnað sem stuðlar að öryggi farþega og leggi mat á öryggisreglur sem unnið er eftir. geri grein fyrir náttúru, sögu og menningu svæðis. tileinki sér og nýti nýjar upplýsingar til þess að auka gæði þjónustunnar. útskýri mikilvægi jákvæðra samskipta fyrir árangur í starfi. Námsþættir Lota 4c. Hópbifreiðar Farþegar... 5 kest. Ökutæki, akstur og umferð... 5 kest. Samfélags- og staðarþekking kest. Fyrsta hjálp... 6 kest. Vettvangsnám... 4 kest. Lokaverkefni... 6 kest. Námslok og mat... 4 kest. Samtals kest. Tímafjöldi fyrir hvert færnisvið er til viðmiðunar þar sem stefnt skal að samþættingu sem tekur mið af forþekkingu og þörfum námsmanna. Færni í ferðaþjónustu II

44 Farþegar Farþegar 5 kennslustundir skulu skilgreind að lokinni könnun á þörfum og forþekkingu námsmanna. Móttaka farþega, framúrskarandi þjónusta, ráðgjöf, aðstoð, farangur, lipurð, hlýja, þægindi, öryggi. Námsmaður gerir grein fyrir verksviði hópbifreiðastjóra og útskýrir hvað stuðlar að þægindum, jákvæðri upplifun og öryggi ferðamanna. gerir grein fyrir atriðum sem stuðla að þægindum, jákvæðri upplifun og öryggi farþega. gerir grein fyrir verksviði sínu og er fær um að skipuleggja það. útskýrir mikilvægi þess að halda tímaáætlun. veitir ráðgjöf og miðlar fróðleik um svæði sem við á. gerir grein fyrir viðbragðsáætlun ferðaþjónustufyrirtækisins og hvernig bregðast skuli við óvæntum atvikum samkvæmt verklagi hennar. útskýrir áhrif framúrskarandi þjónustu og upplifunar viðskiptavina á árangur fyrirtækis. Dæmi um námsaðferðir/námsefni Greiningardæmi, verklegar æfingar, hlutverkaleikir, myndmiðlun og umræður. Aukin og markvissari færni næst með þjálfun námsmanna og leiðsögn á vinnustað. 40 Færni í ferðaþjónustu II 2008

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1

Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1 Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1 Einstaklings-, para og Kynning Jeg elsker Danmark hópavinna Lota 2 Skole

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni.

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni. Námsáætlun Vor 2015 8. bekkur Námsgrein: Íslenska Kennari: Guðrún Þóra Björnsdóttir Áætlun þessi er sett fram með fyrirvara um breytingar Tímabil Hæfniviðmið Efnisþættir Kennsluhættir Námsmat janúarfebrúar

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Skólanámskrá 2013 2014 8. bekkur Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT... 1 INNGANGUR... 2 ÍSLENSKA... 4 STÆRÐFRÆÐI... 8 NÁTTÚRUVÍSINDI

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir. á vinnustöðum Reykjavíkurborgar ÁREITNI OG EINELTI

Viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir. á vinnustöðum Reykjavíkurborgar ÁREITNI OG EINELTI Viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir á vinnustöðum Reykjavíkurborgar ÁREITNI OG EINELTI 1 Efnisyfirlit Ávarp borgarstjóra 3 1. Starfsmannastefna 4 2. Í hverju felst einelti, kynferðisleg áreitni og önnur

Læs mere

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt 541 TRYKSAG 457 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK STOFNUN STJÓRNSÝSLUFRÆÐA OG STJÓRNMÁLA Í SAMRÁÐI VIÐ STARFSMANNASKRIFSTOFU FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS UPPHAFLEGA GEFTIÐ

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennari: Freyja Friðbjarnardóttir Námsefni: Tænk, lesbók og vinnubók, kvikmyndir, vefefni, Ipad forrit, söngtextar og fleira. Kenslutímar á viku: 3x 40

Læs mere

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan Efnisyfirlit Um efnið... 3 Aðalnámsskrá... 4 Námsefni lagt til grundvallar... 5 Sådan A hluti Yfirlitsblað... 7 Sådan B hluti Yfirlitsblað....

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði,

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 7. bekkur Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, heimilisfræði, lífsleikni og uppl.mennt Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum Birna Arnbjörnsdóttir Háskóla Íslands Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1. Inngangur Á haustmánuðum 2008 leitaði Norræna ráðherranefndin til Danmarks

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar 2017 vinátta virðing gleði 1 Leikskól Snæfellsbæjar 1. útgáfa sumarið 2017 Útgefandi: Leikskóli Snæfellsbæjar Krílakt v/brúarhlt 9, s: 4336925 Kríuból v/naustabúð 17,

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Sund- og baðstaðir. Handbók

Sund- og baðstaðir. Handbók Sund- og baðstaðir Handbók UMHVERFISMERKI 141 381 Prentgripur SUND- OG BAÐSTAÐIR Handbók UMBROT Einar Guðmann UMHVERFISSTOFNUN Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík SÍMI 591 2000 SÍMBRÉF 591 2010 umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Lán er ekki veitt til náms sem er liður í launuðu starfi samkvæmt ráðningarsamningi. Þetta gildir m.a. um launað framhaldsnám lækna.

Lán er ekki veitt til náms sem er liður í launuðu starfi samkvæmt ráðningarsamningi. Þetta gildir m.a. um launað framhaldsnám lækna. ánasjóður íslenskra námsmanna I. Kafli Lánshæft nám 1.1. Almennt. Sjóðurinn veitir námslán til framhaldsnáms við viðurkennda skóla eða menntastofnanir sem veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi.

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere