ORKUBÚ VESTFJARÐA. Hitaveita á Tálknafirði. Varmadælurekstur -frumarðsemismat -greinargerð

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "ORKUBÚ VESTFJARÐA. Hitaveita á Tálknafirði. Varmadælurekstur -frumarðsemismat -greinargerð"

Transkript

1 Hitaveita á Tálknafirði Varmadælurekstur -frumarðsemismat -greinargerð Júní, 2016

2 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Núverandi borhola á Sveinseyri Hitunarkostnaður OV Dreifikerfi Stofnkostnaður hitaveitu Niðurgreiðslufé Nýtnistuðull varmadælu COP Ofnakerfi Arðsemismat miðlægs varmadælukerfis Valkostur 1, miðlæg varmadæla (HP a ) Rekstraráhrif COP HPa Rekstraráhrif hitaveitugjaldskrár/hitunarkostnaðar Rekstraráhrif raforkuverðs til varmadælu Rekstraráhrif tengigjalda notenda Valkostur 2, húsvarmadæla (HP b ) Hitunarkostnaður frá húsvarmadælu Stofnkostnaður hitaveitu Rekstraráhrif hitaveitugjaldskrár/hitunarkostnaðar Rekstraráhrif hlutfalls niðurgreiðslufjár Húsvarmadæla án hitaveitu (HP c ) Valkostur 3, jarðvarmaveita Rekstraráhrif hitaveitugjaldskrár/hitunarkostnaðar Samantekt Miðlæg varmadæla HP a Húsvarmadælur HPb Jarðhitaveita Niðurstaða Heimildaskrá: WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 2 af 29 Júní, 2016

3 GREINARGERÐ. 1. Inngangur Fyrir liggur greinargerðin [11] Hitaveita á Tálknafirði, frumáætlun/arðsemismat, WVS-verkfræðiþjónusta ehf. (WVS), desember 2011, sem miðaði við að boruð yrði ný jarðhitahola í Tálknafirði og þéttbýlið Tálknafjörður tengt hitaveitu um aðveitupípu/stofnpípu og einfalt dreifikerfi. Orkubú vestfjarða (OV) og Tálknafjarðarhreppur hafa falið WVS að endurskoða áætlunina miðað við að boruð verði ný jarðhitahola og jafnframt í stað þess, að núverandi borhola LL-01 verði nýtt og volgt vatn frá henni tengt varmadælu, sem tengd yrði dreifikerfi hitaveitu. Valið er að skoða tvo valkosti í uppbyggingu varmadælukerfa. Valkostur 1: Ein miðlæg varmadæla HP a /1,4 MW t, sem tengd yrði volgu jarðhitavatni um stofnpípu frá núverandi borholu og tengd tvöföldu lokuðu dreifikerfi hitaveitu. Valkostur 2: Sérstök húsvarmadæla HP b /12 kw t yrði tengd í húsrými hvers notanda og þær varmadælur tengdar volgu jarðhitavatni um stofnpípu frá núverandi borholu um einfalt hefðbundið opið dreifikerfi. Valkostur 3: Boruð verði ný borhola í námunda við núverandi jarðhitasvæði og byggð hefðbundin jarðhitaveita með einföldu opnu dreifikerfi hitaveitu. Allar fjárhæðir sem fram koma í þessari greinargerð eru áætlaðar miðað við verðlag í maí 2016, vt.nv. 435,5 stig, bygg.vt. 130,8 stig, gengi EUR 140,0 og eru án VSK. Frumáætlun má ekki leggja til grundvallar fjárfestingum eða framkvæmdum. Leiði frumáætlun til að valkostur þyki áhugaverður, skal fara fram forhönnun á valkostinum áður en ákvörðun er tekin um lokahönnun og framkvæmdir. Leitað hefur verið beint til erlendra framleiðenda varðandi varmadæluvalkosti og stofnkostnað þeim tengdum. 2. Núverandi borhola á Sveinseyri Á Sveinseyri/Sveinseyrarhlíð í Tálknafirði er borhola LL-1, boruð 1977 og dýpkuð í 550 m árið Vatnshiti við borun var rúmlega 50 C en lækkaði niður fyrir 40 C þegar opnað var fyrir rennsli úr holunni. Efnafræði vatnsins sýnir blöndun við kalt grunnvatn. Mælt súrefnisinnihald vatnsins O 2 (2016) er 3 mg/l við rennsli sem gaf 44,7 C. Skv. mælingum í holunni 2013 [17] og 2016 [24] má áætla að við allt að 30 l/sek rennsli frá holu, haldist vatnshiti um 44,0 C. Telja verður að vegna hás súrefnisinnihalds vatnsins, sé vatnið tærandi á hefðbundið stál St 37. Tæringarhraði er þó mjög háður vatnshitanum. Ef ekki með sértækum aðgerðum reynist unnt að stöðva innrennsli kalds grunnvatns í holuna verður að líta svo á að hverkyns upphitun jarðhitavatnsins sé ekki valkostur til nýtingar. 3. Hitunarkostnaður OV Valið er að greina núverandi hitunarkostnað á gjaldskrársvæði OV fyrir gefið 400 m 3 viðmiðunarhús. Uppsett hitunarafl er áætlað 12 kw t og orkunotkun til hitunar kwh/ári. Verð eru með orkuskatti, niðurgreiðslum og án VSK. Á mynd 1 má sjá talnalega greiningu hitaveitukostnaðarins m.v. 30 C og 40 C hitafall í ofnum sbr. [20]. Meðal hitunarkostnaður með hitaveitu er kr/ári (100%) og vegið orkuverð k t =9,29 kr/kwh. HITAVEITA m.v. ΔT r =30 C Fastagjald ,- kr/ári kwh/árix7,54 kr/kwh ,- kr/ári 995 m 3 /árix33,85 kr/m ,- kr/ári Alls hitaveita: ,- kr/ári k t,30 = 9,41 kr/kwh HITAVEITA m.v. ΔT r =40 C Fastagjald ,- kr/ári kwh/árix7,54 kr/kwh ,- kr/ári 746 m 3 /árix33,85 kr/m ,- kr/ári Alls hitaveita: ,- kr/ári k t,40 = 9,17 kr/kwh WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 3 af 29 Júní, 2016

4 Mynd 1. Hitaveita, greining hitunarkostnaðar. Það sem einkennir gjaldskrártaxta OV fyrir hitaveituhitun er að við eðlilega nýtingu ofnkerfa ΔT r =30-40 C, vega kaup á heitu vatni 8-10% af hitunarkostnaði. Á mynd 2 má sjá talnalega greiningu rafhitunar sbr. [21]. Rafhitunarkostnaður er kr/ári (100%) og vegið orkuverð k e =9,37 kr/kwh. RAFHITUN OV Sala: Fastagjald 0,- kr/ári kwh/árix5,40 kr/kwh ,- kr/ári Samtals sala: ,- kr/ári Dreifing: Fastagjald 18,048,- kr/ári kwh/árix5,52 kr/kwh ,- kr/ári kwh/árix2,07 kr/kwh-niðurgr ,- kr/ári Samtals dreifing: ,- kr/ári Alls rafhitunarkostnaður: k e = ,- kr/ári 9,37 kr/kwh WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 4 af 29 Júní, 2016

5 Mynd 2. Rafhitun, greining hitunarkostnaðar. Telja verður að núverandi hitunarkostnaður á gjaldskrársvæði OV m.v. 400 m 3 viðmiðunar húsrými, sé sá sami fyrir rafhitun og hitaveituhitun. 4. Dreifikerfi Dreifikerfi hitaveitna eru að grunni til tvenns konar, opin dreifikerfi og lokuð dreifikerfi. Opin dreifikerfi eru ríkjandi meðal íslenskra hitaveita og gjarnan nefnd einföld dreifikerfi. Þau miða við að aðeins sé lögð hitaveitulögn til að fæða heitt hitaveituvatn til hvers notanda (framlögn). Þegar varminn hefur verið nýttur úr vatninu í húsofnum, er það leitt í niðurfallskerfi húsa. Bakvatn er ekki endurnýtt af hitaveitu. Landfræðileg lega notenda opinna kerfa einkenna högun dreifikerfa. Lokuð dreifikerfi eru lögð hjá fjarvarmaveitum og gjarnan nefnd tvöföld dreifikerfi. Þau miða við að lagðar séu tvær hitaveitulagnir til hvers notanda, annars vegar til að fæða heitt hitaveituvatn til notandans (framlögn) og hins vegar að leiða vatnið aftur frá notandanum eftir að varminn hefur verið nýttur úr vatninu í húsofnum (baklögn). Bakvatn er endurhitað í varmastöð hitaveitunnar og endurnýtt fyrir dreifikerfið. Landfræðileg lega notenda lokaðra kerfa einkenna ekki högun dreifikerfa. Hvort heldur dreifikerfin eru einföld eða tvöföld, eru þau ýmist lögð úr foreinangruðum stál- eð plastpípum (PEX). Þegar valið er að leggja tvöföld dreifikerfi úr foreinangruðu PEX er leitast við að leggja sem mest af kerfinu þannig að bæði framlögn og baklögn séu foreinangraðar undir sömu hlífðarkápunni. Efniskostnaður verður lægri við þessa tilhögun og varmatöp í dreifikerfi verða minni. Ekki eru framleiddar foreinangraðar PEX-pípur yfir PEX50 undir sömu hlífðarkápunni, en allt að PEX90 er notað í dreifikerfi hitaveitna. Áætlað er að dreifikerfi hitaveitu á Tálknafirði verði gert úr foreinangruðum PEX-pípum í gildleikunum PEX25/90 til PEX90/160. Þetta leiðir til þess að ef leggja á lokað dreifikerfi á Tálknafirði úr foreinangruðum PEX-pípum, verður um 40% af dreifikerfinu lagt sem tvær aðskyldar pípur í skurði. Áætlaður stofnkostnaður við lagningu dreifikerfis hitaveitu á Tálknafirði er eftirfarandi. Verð eru án VSK: WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 5 af 29 Júní, 2016

6 Opið dreifikerfi, Lokað dreifikerfi, 1,64 mkr/hústengingu. 2,18 mkr/hústengingu. 5. Stofnkostnaður hitaveitu Á mynd 3 má sjá stofnkostnaðargreiningu við byggingu hitaveitukerfis fyrir Tálknafjörð. Hvort heldur valinn er kerfisvalkostur 1 (HP a ) eða kerfisvalkostur 2 (HP b ) er grunnkostnaður sá sami. Kaupverð varmadælna, byggingakostnaður stöðvarhúsa og dreifikerfa er hins vegar nokkuð misjafn. Miðað við að kostnaður við öll varmadælukaup beggja kerfisvalkosta falli undir kerfisuppbygginguna er áætlaður heildar stofnkostnaður valkostanna eftirfarandi. Verð eru án VSK. Mynd 3. Stofnkostnaðargreining hitaveitu með varmadælum. Miðað við að kostnaður við öll varmadælukaup beggja kerfisvalkosta falli undir kerfisuppbygginguna er áætlaður heildar stofnkostnaður valkostanna eftirfarandi. Verð eru án VSK. Valkostur 1 (HP a ), Valkostur 2 (HP b ), 4,15 mkr/hústengingu. 4,17 mkr/hústengingu. 6. Niðurgreiðslufé Skv. [19] má áætla að það niðurgreiðslufé sem ríkissjóður skv. gildandi lögum leggur til byggingar hitaveitu á Tálknafirði muni nema samt. mkr. 238,3 mkr. Er þessi fjárhæð jafngildi niðurgreiðslna ríkissjóðs til rafhitunar á Tálknafirði reiknað til 12 ára. Skv. gildandi reglugerð um ráðstöfun niðurgreiðslufjárins, skal a.m.k. 35% þess greiðast til hitaveitunotendanna. Er almennt litið svo á að fjárhæðinni sé ætlað að koma til móts við nýja hitaveitunotendur hvað varðar kostnað við aðlögun hitakerfa húsa að hitaveitu. Niðurgreiðslufé 100%, Niðurgreiðslufé 35%, 2,20 mkr/notanda. 0,78 mkr/notanda. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 6 af 29 Júní, 2016

7 7. Nýtnistuðull varmadælu COP Virkni varmadælu verður til af samvirkni fimm megin kerfiseininga sbr. mynd 4. Kerfiseiningar: Uppgufari-Kælihliðin sem tekur til sín varma úr t.d. volgu vatni frá borholu eða dreifik. hitaveitu (P u ). Þéttir-Hitahliðin sem gefur frá sér varma til t.d. dreifik. hitaveitu eða kælihliðar húsvarmadælu (P þ ). Kælivökvi-Hringrásarvökvi sem flytur varma/orku frá Uppgufara til Þéttis, knúinn af Þjöppu sem tengd er Rafmótor. Þjappa-Knúin með rafafli í lokaðri kælivökvarás, sem nýtist sem varmi í Þétti (P e ). Þensluloki-Stillir af þrýsting í kælivökvarásinni til enduruppgufunar hans í Uppgufara. Mynd 4. Einfölduð mynd af innri virkni varmadælu. Mismunandi rekstraraðstæður varmadælna hafa áhrif á innri nýtni þeirra og þar af leiðandi reksturskostnað (rafmagnskostnað). COP (Coefficient Of Performance) varmadælna gefur til kynna innri nýtni þeirra. Hærri COP leiðir af sér hagkvæmari reksturs varmadælunnar. Eftirfarandi líkingar og mynd 5 sýna fræðilega skilgreiningu á COP. P þ =P u +P e (1.1) COP=P þ /P e (1.2) Þegar varmadæla er rekin með COP=5 má líta svo á, að þegar keypt er 1 kwh til rafmótors þjöppunar (P e ), þá gefur Þéttirinn frá sér 5 kwh til hitunar. Uppgufarinn dregur 4 kwh úr volga vatninu við að kæla það. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 7 af 29 Júní, 2016

8 Mynd 5. Greining COP fyrir varmadælu. Fjölmargir þættir tengdir rekstraraðstæðum varmadælna hafa áhrif á COP og almennt gildir m.a. eftirfarandi til bættrar nýtni þ.e. hærri COP. Hærri vatnshiti inn á Uppgufara og minni kæling volga vatnsins, þ.e. hærri meðalhiti uppgufara. Lægri vatnshiti frá Þétti til dreifikerfis eða ofnkerfis, þ.e. lægri meðalhiti Þéttis. Minni mismunur á milli meðalhita Uppgufara og meðalhita Þéttis. Skynsamlegt val á kælivökva, þrepaskiptingu varmadælunnar og stjórnkerfi. 8. Ofnakerfi Þegar ofnkerfi eru hönnuð fyrir olíu- eða raftúbuhitun er almennt miðað við háan vatnshita frá hitagjafa, allt að 80 C til 90 C. Þannig næst full hitun húsnæðis með minni heildar ofnfleti, þ.e. minni ofnum en ef vatnshiti er lægri. Þegar húsrými með ofnkerfi sem hannað er fyrir raftúbuhitun er tengt hitaveitu með vatnshita 60 C til 80 C, leiðir það til heitavatnsþarfar frá hitaveitunni sem er meira en sem nemur fyrra hringrásarrennsli kerfisins. Áætla skal að stækka þurfi heildar ofnflöt núverandi vatnsofnakerfa á Tálknafirði þannig að ásættanleg nýting náist á hitaveituvatninu. Hve mikil stækkunin skal vera, er háð vatnshitanum sem þeim er ætlað að vinna við. Áætla má að ofnflötur húsa þurfi t.d. að vera allt að 100% stærri ef vatnshitinn frá hitagjafanum (dreifikerfi/húsvarmadæla) verður 60 C í stað 70 C. Almenna reglan er að lægri ofnhiti krefst stærri ofna til sömu heitavatnsnotkunar. Minni ofnar leiða af sér aukna heitavatsnotkun, en gjarnan óbreyttra orku/varmanotkun. 9. Arðsemismat miðlægs varmadælukerfis Til að meta arðsemi rekstrarvalkostanna tveggja er valið að setja upp sjálfstæðar kostnaðar- og rekstraráætlanir fyrir hvorn valkost og meta innri ávöxtun sjóðstreymis þeirra IRR (Internal Rate of Return). Einstakir tekju- og gjaldaliðir eru áætlaðir sem og einstakir stofnkostnaðarliðir. Tekið er tillit til áætlaðra tengigjalda notenda og hlutdeildar áætlaðrar hitaveitu í niðurgreiðslufé ríkissjóðs. Horft er til kröfu um bæði 6% og 7% innri ávöxtun sjóðstreymis yfir bæði 25 ára og 40 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. Valið er að sýna stofnfjárþörf á 1. rekstrarári áætlaðrar hitaveitu þannig að ávöxtunarkrafan verði tryggð, sem fall af völdum rekstrarlegum breytistærðum. Stofnfjárþörf er að auki tengigjöldum notenda. Rekstrarlegar breytistærðir: Rekstrarnýtni varmadælu COP. Hitakostnaður notenda (gjaldskrá hitaveitu OV). Orkuverð til varmadælu (gjaldskrá OV). Heildar tengigjöld notenda (gjaldskrá hitaveitu). WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 8 af 29 Júní, 2016

9 10. Valkostur 1, miðlæg varmadæla (HP a ) Í þessum rekstrarvalkosti er miðað við að staðsetja eina P HPa =1,4 MW t miðlæga varmadælu (HeatPump/HP) við þéttbýlismörk Tálknafjarðar. P HPa =1,4 MW t er svokallað uppsett afl varmadælunnar og er hærra en það raunafl sem rekstraráætlanir eru miðaðar við en raunafl tekur mið af dreifingu útihita/gráðudaga í Tálknafirði. Volgu vatni yrði dælt frá núverandi borholu LL-1 á Sveinseyri um aðveitupípu/stofnpípu til Uppgufara varmadælunnar HPa. Dreifikerfið yrði lagt tvöfalt og tengt Þétti HPa. Ofnkerfi notenda verða áfram lokuð hringrásarkerfi, sem tengjast munu hinu lokaða dreifikerfi um varmaskipti (HeatExchanger/HEx). Áætla skal að framhiti frá dreifikerfinu verði breytilegur eftir árstíðum til bestunar á hagkvæmni í rekstri HP a og að nokkrar endurbætur þurfi að fara fram á núverandi ofnkerfum notenda til aðlögunar vatnshita/framhita dreifikerfisins á kaldasta tíma. Áætlað er að neysluvatn notenda verði tengt hinu lokaða dreifikerfi um sértæka neysluvatnsvarmaskipta Rekstraráhrif COP HPa Fjölmargir þættir hafa áhrif á nýtni varmadælna (COP). Áætla má að við ríkjandi aðstæður í Tálknafirði verði unnt að reka HP a með COP á bilinu 4,0-6,0. Á myndum 6 og 7 má sjá hvaða áhrif COP mun hafa fyrir rekstur áætlaðrar hitaveitu á Tálknafirði. Valið er að skoða stofnframlagsþörf rekstursins við breytilegt COP miðað við eftirfarandi gefnar forsendur. Forsendur 10.1 Öll hús tengd hitaveitu. Tengigjöld notenda, kr ,- Hitunarkostnaður hitaveitu 100%. Gjaldskrá raforku OV til varmadælu 100%. Hlutdeild hitaveitu í niðurgreiðslufé 65% Mynd 6. Rekstraráhrif COP m.v. 25 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 9 af 29 Júní, 2016

10 Mynd 7. Rekstraráhrif COP m.v. 40 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. Í stuttu máli 10.1: Ef gerð er krafa til rekstursins um IRR=7% til 25 ára og að COP verði 5,0 þarf að leggja til uppbyggingar hitaveitunnar á 1. rekstrarári hennar samt. mkr. 134, Rekstraráhrif hitaveitugjaldskrár/hitunarkostnaðar Á myndum 8 og 9 má sjá hvaða áhrif breytileg gjaldskrá þ.e. hitunarkostnaður notenda hefur á rekstur áætlaðrar hitaveitu á Tálknafirði. Valið er að skoða stofnframlagsþörf rekstursins við breytilegan hitunarkostnað frá núverandi fullri gjaldskrá hitaveitu OV (100%) og niður um 25% til lækkunar (75%). Forsendur 10.2 COP=5,0. Öll hús tengd hitaveitu. Tengigjöld notenda, kr ,- Gjaldskrá raforku OV til varmadælu 100%. Hlutdeild hitaveitu í niðurgreiðslufé 65%. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 10 af 29 Júní, 2016

11 Mynd 8. Áhrif gjaldskrár/hitunarkostnaðar á arðsemi hitaveitu m.v. 25 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 11 af 29 Júní, 2016

12 Mynd 9. Áhrif gjaldskrár/hitunarkostnaðar á arðsemi hitaveitu m.v. 40 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. Í stuttu máli 10.2: Ef gerð er krafa til rekstursins um IRR=7% til 25 ára og að COP verði 5,0 þarf að leggja til uppbyggingar hitaveitunnar á 1. rekstrarári hennar samt. mkr. 166,0 ef núverandi gjaldskrá (100%) yrði lækkuð um 10% (90%) Rekstraráhrif raforkuverðs til varmadælu Á myndum 10 og 11 má sjá hvaða áhrif breytilegt raforkuverð til varmadælunnar þ.e. raforkugjaldskrá OV hefur á rekstur áætlaðrar hitaveitu á Tálknafirði. Valið er að skoða stofnframlagsþörf rekstursins við breytilega raforkugjaldskrá frá núverandi fullri gjaldskrá OV (100%) og niður um 25% til lækkunar (75%). Forsendur 10.3 COP=5,0. Öll hús tengd hitaveitu. Tengigjöld notenda, kr ,- Hitunarkostnaður hitaveitu 100%. Hlutdeild hitaveitu í niðurgreiðslufé 65%. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 12 af 29 Júní, 2016

13 Mynd 10. Áhrif raforkugjaldskrár OV á arðsemi hitaveitu m.v. 25 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 13 af 29 Júní, 2016

14 Mynd 11. Áhrif raforkugjaldskrár OV á arðsemi hitaveitu m.v. 40 ára rekstrartímabil/afskriftartíma.. Í stuttu máli 10.3: Ef gerð er krafa til rekstursins um IRR=7% til 25 ára og að COP verði 5,0 þarf að leggja til uppbyggingar hitaveitunnar á 1. rekstrarári hennar samt. mkr. 116,0 ef núverandi raforkugjaldskrá til varmadælu (100%) yrði lækkuð um 10% (90%) Rekstraráhrif tengigjalda notenda Á myndum 12 og 13 má sjá hvaða áhrif breytilegt tengigjald notenda hefur á rekstur áætlaðrar hitaveitu á Tálknafirði. Valið er að skoða stofnframlagsþörf rekstursins við breytileg tengigjöld notenda á bilinu 0,25 mkr. til 1,5 mkr. Tengigjald er hér heildar tengigjald. Forsendur 10.4 COP=5,0. Öll hús tengd hitaveitu. Hitunarkostnaður hitaveitu 100%. Gjaldskrá raforku OV til varmadælu 100%. Hlutdeild hitaveitu í niðurgreiðslufé 65%. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 14 af 29 Júní, 2016

15 Mynd 12. Áhrif tengigjalda notenda á arðsemi hitaveitu m.v. 25 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 15 af 29 Júní, 2016

16 Mynd 13. Áhrif tengigjalda notenda á arðsemi hitaveitu m.v. 40 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. Í stuttu máli 10.4: Ef gerð er krafa til rekstursins um IRR=7% til 25 ára og að COP verði 5,0, þarf að leggja til uppbyggingar hitaveitunnar á 1. rekstrarári hennar samt. mkr. 64,0 ef heildartengigjöld notenda yrðu mkr. 1, Valkostur 2, húsvarmadæla (HP b ) Í þessum rekstrarvalkosti er miðað við að staðsetja sérstaka húsvarmadælu P HPb =12 kw t hjá hverjum notanda. P HPb =12 kw t er svokallað uppsett afl húsvarmadælunnar og er hærra en það raunafl sem rekstraráætlanir eru miðaðar við, en raunafl tekur mið af dreifingu útihita/gráðudaga í Tálknafirði. Volgu vatni yrði dælt frá núverandi borholu LL-1 á Sveinseyri um aðveitupípu/stofnpípu til dreifikerfis hitaveitunnar. Dreifikerfið yrði lagt einfalt og tengt Uppgufara húsvarmadælunnar HP b. Ofnkerfi notenda verða áfram lokuð hringrásarkerfi, sem tengjast munu Þétti húsvarmadælunnar án sérstaks varmaskiptis (HeatExchanger/HEx). Áætla skal að notendur breyti vatnshita frá Þétti húsvarmadælna sinna eftir árstíðum til bestunar á hagkvæmni í rekstri HP b og að nokkrar endurbætur þurfi að fara fram á núverandi ofnkerfum notenda til aðlögunar vatnshitanum Áætlað er að neysluvatn notenda verði tengt hinu lokaða dreifikerfi um sértæka neysluvatnsvarmaskipta og eftir atvikum tengt hitaskerpingu um núverandi neysluvatnsbúnað Hitunarkostnaður frá húsvarmadælu Valið er að greina núverandi hitunarkostnað á gjaldskrársvæði OV fyrir gefið 400 m 3 viðmiðunarhús. Uppsett hitunarafl húsvarmadælu er áætlað 12 kw t og orkunotkun til hitunar kwh/ári. Verð eru með orkuskatti, niðurgreiðslum og án VSK. Á mynd 14 má sjá talnalega greiningu hitaveitukostnaðarins m.v. 20 C hitafall í Þétti húsvarmadælna HP b sbr. [20]. Hitunarkostnaður með húsvarmadælu er kr/ári og vegið orkuverð kt=10,91 kr/kwh. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 16 af 29 Júní, 2016

17 HP b Rafm. OV Sala: Fastagjald Sala rafm. Dreifing: Fastagjald Dreifing rafm. Alls rafmagnskostnaður: 0,- kr/ári ,- kr/ári 18,048,- kr/ári ,- kr/ári ,- kr/ári Hitaveita OV Fastagjald Orkugjald Vatnsgjald m.v. ΔT r =20 C Alls hitaveita: ,- kr/ári ,- kr/ári ,- kr/ári ,- kr/ári Hitunarkostnaður með HP b /12 kw t ,- kr/ári K HPb,20 = 10,91 kr/kwh Mynd 14. Varmadæluhitun, greining kostnaðar.. Það sem einkennir núverandi gjaldskrá OV til varmadæluhitunar er að 75% árskostnaðar félli til vegna heitavatnsnotkunar og 25% vegna raforkunotkunar. Þetta gæti leitt til hærri hitunarkostnaðar ef ofnakerfi eru ekki vel aðlöguð vatnshitanum frá Þétti varmadælunnar. Jafnframt minnkar hvati til kaupa á varmadælum með háum COP. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 17 af 29 Júní, 2016

18 11.2 Stofnkostnaður hitaveitu Ef tengdar yrðu húsvarmadælur hjá notendum má áætla að heildar stofnkostnaður hitaveitu lækki um 28% eða um allt að 1,14 mkr/hústengingu, sem er rúmlega það sem áætla má að 12 kw t húsvarmadæla kosti í innkaupum með uppsetningu og tengingu. Ef miðað yrði við að 35% niðurgreiðslufjár verði látið renna til notendanna og að hitaveitan taki 65% til kerfisuppbyggingarinnar, má skv. gr. 6 áætla að allt að 0,78 mkr rynnu að meðaltali til notenda Rekstraráhrif hitaveitugjaldskrár/hitunarkostnaðar Ef miðað yrði við að notendur önnuðust sjálfir uppsetningu húsvarmadæna í sínum húsum, 35% niðurgreiðslufjár verði látið renna til notendanna og að hitaveitan taki 65% til kerfisuppbyggingarinnar, má áætla að engin stofnframlagsþörf komi fram í rekstri veitunnar og að IRR verði 6,6% yrir 25 ára rekstrartímabil/afskriftatíma. Á mynd 15 og 16 má sjá hvaða áhrif breytileg gjaldskrá þ.e. hitunarkostnaður notenda hefði á rekstur áætlaðrar hitaveitu á Tálknafirði. Valið er að skoða stofnframlagsþörf rekstursins við breytilegan hitunarkostnað frá núverandi fullri gjaldskrá hitaveitu OV (100%) og niður um 25% til lækkunar (75%). Forsendur 11.3 Húsvarmadælur greiddar af notendum. COP=5,0. Öll hús tengd hitaveitu. Tengigjöld notenda, kr ,- Gjaldskrá raforku OV til varmadælu 100%. Mynd 15. Áhrif gjaldskrár/hitunarkostnaðar á arðsemi hitaveitu m.v. 25 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 18 af 29 Júní, 2016

19 Mynd 16. Áhrif gjaldskrár/hitunarkostnaðar á arðsemi hitaveitu m.v. 40 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. Í stuttu máli 11.3: Ef miðað er við að notendur annist sjálfir uppsetningu húsvarmadælna og að gerð yrði krafa til hitaveiturekstursins um IRR=7% til 25 ára og að COP verði 5,0 m.v. ΔTu=20 C hitafall í Uppgufara húsvarmadælu, þarf að leggja til uppbyggingar hitaveitunnar á 1. rekstrarári hennar samt. mkr. 37,0 ef núverandi gjaldskrá (100%) yrði lækkuð um 10% (90%) Rekstraráhrif hlutfalls niðurgreiðslufjár Ef miðað yrði við að notendur önnuðust sjálfir uppsetningu húsvarmadælna í sínum húsum og miðað yrði við að 35% niðurgreiðslufjár verði látið renna til notendanna og að hitaveitan taki 65% til kerfisuppbyggingarinnar, má áætla að engin stofnframlagsþörf komi fram í rekstri veitunnar og að IRR verði 6,6% Á myndum 17 og 18 má sjá hvaða áhrif breytileg gjaldskrá þ.e. hitunarkostnaður notenda hefði á rekstur áætlaðrar hitaveitu á Tálknafirði. Valið er að skoða áhrif hlutdeildar hitaveitunnar í niðurgreiðslufé frá núverandi fullri gjaldskrá hitaveitu OV (100%) og niður um 25% til lækkunar (75%). Forsendur 11.4 Húsvarmadælur greiddar af notendum. COP=5,0. Öll hús tengd hitaveitu. Tengigjöld notenda, kr ,- Gjaldskrá raforku OV til varmadælu 100%. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 19 af 29 Júní, 2016

20 Mynd 17. Áhrif hlutdeildar niðurgreiðslufjár á gjaldskrá/hitunarkostnað notenda m.v. 25 ára rekstrartíma. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 20 af 29 Júní, 2016

21 Mynd 18. Áhrif hlutdeildar niðurgreiðslufjár á gjaldskrá/hitunarkostnað notenda m.v. 40 ára rekstrartíma. Í stuttu máli 11.4: Ef miðað er við að notendur annist sjálfir uppsetningu húsvarmadælna og að gerð yrði krafa til hitaveiturekstursins um IRR=7% til 25 ára og að COP verði 5,0 m.v. ΔTu=20 C hitafall í Uppgufara húsvarmadælu, þarf hitaveitan að taka til sín 80% af heildar niðurgreiðslufé ef núverandi gjaldskrá (100%) yrði lækkuð um 10% (90%) Húsvarmadæla án hitaveitu (HP c ) Nefndur skal kostur til lækkunar hitunarkostnaðar á Tálknafirði, sem felst í því að virkja ekki núverandi holu LL-1 á Sveinseyri, leggja ekki aðveitupípu/stofnpípu né dreifikerfi hitaveitu, en að notendur tengi húsvarmadælur HP c hver í sínu húsi, sem nýttu útiloft til kælingar í Uppgufara. Notkun slíkra varmadælna hefur rutt sér umtalsvert til rúms í norður Evrópu á síðustu árum og framleiðslugæði varmadælubúnaðarins jafnframt. Unnt er að velja á milli tveggja varmadælukosta. Annars vegar kost sem nýtir varmann úr útilofti á Uppgufara og skilar honum frá Þétti á formi upphitaðs innilofts (loft/loft-varmadælur). Hins vegar kost sem nýtir varmann úr útilofti á Uppgufara og skilar honum frá Þétti á formi upphitaðs vatns s.s. hringrásarvatns ofnakerfis (loft/vatn-varmadæla). Sömu tæknilögmál og áður hafa verið nefnd eiga við um þessa gerð varmadælna s.s. COP. Ekki verður séð að varmdælur sem nýta varmann úr útilofti geti orðið hagkvæmur kostur fyrir húseigendur til fullrar árshitunar húsa. Hins vegar má reikna ásættanlega arðsemi í rekstur slíkra varmadælna til lækkunar húshitunarkostnaðar með rafhitun þegar varmadæla sem grunnhitun er samrekin með t.d. rafhitun. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 21 af 29 Júní, 2016

22 Telja verður að íslenskar reglugerðir taki ekki tillit til þessa kosts til upphitunar íbúðarhúsnæðis s.s hvernig niðurgreiðslum til rafhitunar verður háttað, né hvernig farið skuli með niðurgreiðslufé ríkissjóðs. Við þessa gerð varmadælna, skal staðsetja Uppgufarann utanhúss á hagstæðum stað. Ekki verður séð að byggingareglugerð setji slíkum staðsetningum nokkrar skorður, en frá m.a. viftu varmadælnanna stafar nokkur hljóðmengun eða allt að 30 db a frá innieiningu (Þétti) og allt að 45 db a fyrir útieiningu (Uppgufara). Varmadælur vinna allt niður í -20C útilofthita á skertum afköstum. Ef valin er loft/loft-varmadæla er unnt að staðsetja Þéttinn á miðlægum stað í húsrýminu. Nokkuð vanda- og kostnaðarsamt getur orðið að dreifa lofthitanum til einstakra herbergja húsrýmisins. Kostir: Ekkert hitaveitukerfi. Valkvæð nýting notandans. Lágmarks varmatöp. Óbreytt ofnakerfi. Ókostir: Tæknirekstur á hendi notendans. Útihiti lægstur við mestu upphitunarþörf. COP lægstur við lægstan útihita. Varmaafköst varmadælu lægst við lægstan útihita. Hljóðmengun inni og úti. Óvissa: o Niðurfelling VSK af varmadælukaupum. o Tilhögun niðurgreiðslna til rafhitunar. o Ráðstöfun niðurgreiðslufjár. o Staðsetningarheimild fyrir Uppgufara. 12. Valkostur 3, jarðvarmaveita Í þessum rekstrarvalkosti er miðað við að boruð verði ný borhola allt að m djúp í námunda við núverandi virkjunarsvæði, sem með 6 djúpdælu gæfi allt að 20 l/sek af um 75 C heitu vatni. Áætlað meðal vatnsborð í dælingarholu er 120 m. Áætlaður stofnkostnaður við jarðborun er mkr. 60,0. Í greinargerð [11] er tilsvarandi áætlun gerð og hún í þessari greinargerð endurreiknuð til þess verðlags sem tilgr. er í 1. gr. Á mynd 19 má sjá stofnkostnaðargreiningu við byggingu jarðvarmaveitu fyrir Tálknafjörð. Allar áætlaðar kostnaðartölur byggja á uppfærðum einingaverðum úr verðbanka WVS. Fyrir liggur greinargerð frá ÍSOR/2016 [24] með tillögum um næstu skref í jarðhitarannsóknum, sem óskað hafði verið eftir af OV. Fram kemur að á jarðhitasvæðinu séu vísbendingar um að finna megi jarðhitakerfi með allt að 75 C vatnshita. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 22 af 29 Júní, 2016

23 Mynd 19. Jarðvarmaveita, hlutfall stofnkostnaðar Rekstraráhrif hitaveitugjaldskrár/hitunarkostnaðar Á myndum 20 og 21 má sjá hvaða áhrif breytileg gjaldskrá þ.e. hitunarkostnaður notenda hefur á rekstur áætlaðrar jarðvarmaveitu á Tálknafirði. Valið er að skoða stofnframlagsþörf rekstursins við breytilegan hitunarkostnað frá núverandi fullri gjaldskrá hitaveitu OV (100%) og niður um 25% til lækkunar (75%). Forsendur 12.1 Öll hús tengd hitaveitu. Tengigjöld notenda, kr ,- Hlutdeild hitaveitu í niðurgreiðslufé 65%. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 23 af 29 Júní, 2016

24 Mynd 20. Áhrif gjaldskrár/hitunarkostnaðar á arðsemi jarðvarmaveitu m.v. 25 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 24 af 29 Júní, 2016

25 Mynd 21. Áhrif gjaldskrár/hitunarkostnaðar á arðsemi jarðvarmaveitu m.v. 40 ára rekstrartímabil/afskriftartíma. Í stuttu máli 12.1: Ef gerð er krafa til rekstursins um IRR=7% til 25 ára þarf að leggja til uppbyggingar hitaveitunnar á 1. rekstrarári hennar samt. mkr. 28,0 ef núverandi gjaldskrá (100%) yrði lækkuð um 10% (90%). WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 25 af 29 Júní, 2016

26 13. Samantekt Miðlæg varmadæla HPa IRR=7%/25 ár Stofnframlagsþörf (mkr) COP=5,0 134 Hitunarkostnaður 90% 166 Raforkugjaldskrá 90% 116 Tengigjald mkr. 1,0 64 Húsvarmadælur HPb IRR=7%/25 ár Stofnframlagsþörf (mkr) Hitunarkostnaður 90% 37 Húsvarmadælur HPb IRR=7%/25 ár Niðurgreiðslufjárhlutdeild Hitunarkostnaður 90% 80% Jarðvarmaveita IRR=7%/25 ár Stofnframlagsþörf (mkr) Hitunarkostnaður 90% Miðlæg varmadæla HP a Kostir: Nýting núverandi jarðvarma. Dreifikerfisvatn aðskilið frá jarðhitavatni. COP varmadælu óháð útihita. Miðlægur rekstur varmadælu. Annar kröfum um neysluvatn. Bakvatn frá Þétti til sérnýtingar. Ókostir: Dýrt dreifikerfi (tvöfalt). Aukin dreifikerfistöp. Bygging og rekstur varmastöðvar. Rekstrarafkoma háð gjaldskrá raforkuverðs Húsvarmadælur HPb Kostir: Nýting núverandi jarðvarma. Lágmarks stofnkostnaður dreifikerfis (einfalt). Lágmarks dreifikerfistöp. Bakvatn notenda til sérnýtingar þeirra. Einhlítari kerfisrekstur. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 26 af 29 Júní, 2016

27 COP varmadælu óháð útihita. Hitunarkostnaður lítið háður raforkugjaldskrá. Ókostir: Jarðhitavatn í dreifikerfi. Notendaháður varmadælurekstur (COP). Hljóðmengun innanhúss. Annar ekki kröfum um neysluvatn Jarðhitaveita Kostir: Almennir hitaveitukostir. Lítið háð óvissu um raforkugjaldskrá. Aðkoma Orkusjóðs. Rekstraröryggi. Leysir neysluvatnsþörf. Bakrásarvatn til ráðstöfunar fyrir notendur. Þekkt lagaumhverfi. Ókostir: Óvissa í jarðhitaleit. Óvissa um langtímaþróun jarðhitasvæðis. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 27 af 29 Júní, 2016

28 14. Niðurstaða Telja verður að rekstur miðlægrar varmadælu sem annar 100% aflþörf dreifikerfis hitaveitu fyrir lítinn varmamarkað eins og á Tálknafirði verði þungur án umtalsverðs utanaðkomandi fjármagns. Kerfisreikningar sýna, að með því að velja minni miðlæga varmadælu þ.e. nær grunnaflsþörf kerfisins og bæta við reglandi toppafli frá varmakatli, þá sé unnt að ná fram aukinni rekstrarhagkvæmni. Það er þó háð því að orkuverð til toppaflsframleiðslu sé umtalsvert lægra en núverandi raforkuverð/svartolíuverð og gæti vart orðið til nema frá t.d. sorpbrennslu, framleiðanda lífgass sbr. [22] o.fl. Jafnframt verður að telja að umtalsverð rekstraráhætta fylgi rekstri miðlægrar varmadælu í hitaveitukerfi vegna óvissu í raforkuverði og hve háð hún er raforkunotkun. Sveitarfélag sem byggi yfir eigin vatnsaflsvirkjun til framleiðslu á hagkvæmri raforku til varmadælureksturs væri sterk heild í þessu sambandi. Telja verður að uppsetning húsvarmadælna sé ekki óraunhæfur valkostur að því gefnu, að niðurgreiðslufjármagni úr ríkissjóði verði í auknum mæli veitt beint til notendanna sjálfra. Þó verður ekki annað séð, en að í báðum valkostum muni krafan um skynsamlega arðsemi hitaveiturekstursins kalla á að tekjustofn áætlaðrar hitaveitu miði við óbreyttan hitunarkostnað notenda á orkuveitusvæði OV. Varmadælur sem nýta útiloft til kælingar í Þétti geta verið hagkvæmur kostur til lækkunar rafhitakostnaðar í samrekstri með rafhitun. Nokkur óvissa ríkir um laga- og reglugerðarumhverfi þessara varmadælna og þær vart raunhæfur valkostur nema í jaðartilvikum. Telja verður, að því gefnu að unnt verði að finna nægilegt jarðhitavatn í Tálknafirði með ásættanlegum tilkostnaði, að sá valkostur sé sá hagkvæmasti og um leið rekstrarlega sá öruggasti. Í [23] kemur fram að vísbendingar séu um að finna megi jarðhitakerfi á jarðhitasvæðinu, sem gæti gefið allt að 75 C vatnshita. Óvissa um þróun fjármagnskostnaðar er þó ávallt rekstrarleg ógnun sem og langtíma vatsöflunargeta jarðhitasvæðisins. WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 28 af 29 Júní, 2016

29 Heimildaskrá: [11] Hitaveita í Tálknafirði, frumhönnun/arðsemismat-greinargerð, WVS ehf./des [12] Orkuöflun til húshitunar í Vestmannaeyjum, Orkustofnun/OS-87016/JHD-01, apríl [13] Samband íslenskra hitaveitna, 4. ársf., Varmadælur-fjármál, tæknimál, ms/bb, júní [14] Varmepumper í fjernvarmesystemet, Dansk Fjernvarme/ph/jt, [15] Varmepumper på decentrale kraftvarmeværker. En gennemgang af nyligt installerede varmepumper. Teknologisk Institut, Energi og Klima, Køle- og Varmepumpeteknik, september [16] Eldrevne varmepumper til et geotermisk anlæg. Dansk Fjernvarmes Geotermiselskab. Ingeniorhojskolen í Kobenhavn-University College-Bæredugtig Energiteknik.. BS-BAC18-71-E12, desember [17] Rennslismæling í holu LL-01 í Sveinseyrarhlíð í Tálknafirði, Jarðfræðistofa Hauks Jóhannessonar, greinargerð JHJ-2014/006, apríl [18] Skrár um orkunotkun til húshitunar, Orkubú vestfjarða, [19] Skrár um niðurgreiðslur til húshitunar á Tálknafirði, Orkustofnun, maí [20] Verðskrár Orkubús vestfjarða ohf., dags [21] Verðskrá raforkusala Orkubús vestfjarða ohf., dags [22] Fjórðungssamband vestfirðinga, Sóknaráætlun vestfjarða, Uppbyggingarsjóður, [23] Jarðhitarannsóknir vegna hitaveitu á Tálknafirði-næstu skref, minnisblað, ÍSOR-ks/mó, 25. apríl [24] Efnasýnataka á Tálknafirði og Patreksfirði-frumniðurstöður, minnisblað, ÍSOR-fó, 16. febrúar WVS-verkfræðiþjónusta ehf. bl. 29 af 29 Júní, 2016

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Varmanýting frystiskipa til raforkuframleiðslu og kælingar

Varmanýting frystiskipa til raforkuframleiðslu og kælingar Varmanýting frystiskipa til raforkuframleiðslu og kælingar Tæknilýsing búnaðar og möguleikar til olíusparnaðar Stefán Steindórsson Ragnar Ásmundsson Orkusjóður veitti styrk til verksins ÍSOR-2011/012 ÍSLENSKAR

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Frádráttur frá tekjum í atvinnurekstri Rekstrarkostnaðarhugtakið Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 7 Vægi 7 til 8-9 Tekjur í atvinnurekstri? um þær er fjallað

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

ÞORLÁKSHAFNARLÍNUR 2 OG 3 Í SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI

ÞORLÁKSHAFNARLÍNUR 2 OG 3 Í SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI ÞORLÁKSHAFNARLÍNUR 2 OG 3 Í SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI Frummatsskýrsla Júlí 2010 SAMANTEKT Framkvæmdir og forsendur Fyrirhuguð er uppbygging orkufrekrar iðnaðarstarfsemi við Þorlákshöfn og stefnir Sveitarfélagið

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Skattar o. fl. Almennur fróðleikur Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki tvö Vægi 4 til 5 Skattar, saga: Hefur nokkuð breyst? Skattar eða álagning skatta hefur fylgt

Læs mere

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES 2 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.... 6 1.1. Aðdragandi.... 6 1.2. Aðalskipulag.... 8 1.3. Deiliskipulag í gildi.... 8 1.4. Önnur svæði.... 8 1.. Samkeppnistillaga....

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere