Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag"

Transkript

1 4 Alíslenskir matreiðsluþættir í sjónvarpi og á netinu Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? Vaxtarsprotar útskrifaðir á Austurlandi Blaðauki um garðyrkju og gróður fylgir Bændablaðinu í dag Sjá bls Matvælafrumvarpið lagt fram í þriðja skipti Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja í þriðja skipti fyrir Alþingi frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýja matvælalöggjöf, matvælafrumvarpið svokallaða. Frum varpið var fyrst lagt fram vorið 2008 í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og mætti þá mikill andstöðu, ekki síst af hálfu Bændasamtakanna. Ekki tókst að klára málið þá og var það lagt fyrir á nýjan leik í desember á síðasta ári af Einari Kristni Guðfinnssyni sem þá var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Frumvarpinu hafði þá verið allmikið breytt og komið til móts við sjónarmið Bændasamtakanna að ýmsu leyti. Eftir sem áður var hins vegar í frumvarpinu ákvæði sem heimilaði að flytja hingað til lands hrátt, ófrosið kjöt. Við það sætta Bændasamtökin sig alls ekki. Heimildir Bændablaðsins herma að tekið sé fyrir innflutning á hráu, ófrosnu kjöti. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gagnrýndi á sínum tíma málið harkalega og hvað það vega að íslenskum landbúnaði. Hvatti hann til þess að frumvarpinu væri hafnað. Í viðtali í Bændablaðinu 28. maí síðastliðinn sagði Jón að hann hygðist leita allra leiða til að fellt yrði út úr frumvarpinu ákvæði um að innflutningur á hráu, ófrosnu kjöti yrði heimilaður. Í viðtalinu sagði Jón jafnframt: Ég held að frumvarpið sé að flestu leyti orðið ásættanlegt ef frá er talið það sem lýtur að innflutningi á hráu kjöti. Ég ætla mér að finna leið til að það verði ekki innleitt. Nú er frumvarpið sem sagt komið fram á nýjan leik. Upplýsingar Bændablaðsins herma að sett hafi verið inn ákvæði til að hindra innflutning á hráu kjöti með það fyrir augum að tryggja matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar sem og lýðheilsusjónarmið. Ekki hafa þó fengist upplýsingar um hvernig slíkt ákvæði hljóðar en samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins er í raun með öllu tekið fyrir innflutning á hráu, ófrosnu kjöti til landsins. 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag Bændasamtök Íslands hafa sent utanríkismálanefnd Alþingis umsögn um þingsályktunartillögur um umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Annars vegar er um að ræða þingsályktunartillögu ríkis stjórnarinnar um að sótt skuli um aðild að sambandinu og hins vegar þingsályktunartillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að hafinn verði undirbúningur að umsókn. Umsögn Bænda samtak anna er svohljóðandi: Stjórn Bændasamtaka Íslands fjallaði um þessar tillögur til þingsályktunar á stjórnarfundi sínum þann 8. júní. Bændasamtök íslands eru alfarið á móti aðildarviðræðum um ESB og leggja til að hvorug þessara tillagna fái framgang. Í greinargerð með umsögninni kemur fram að Bændasamtök Íslands hafa um árabil afdráttarlaust tekið afstöðu gegn aðild að ESB. Þessa eindregnu stefnu byggja samtökin á upplýsingum sem þau hafa aflað sér árum saman. Af staðan hafi styrkst af viðræðum við bændur og skoðunum aðildarfélaga um allt land. Almenn andstaða aðila í landbúnaði Landssamband kúabænda og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sendu einnig inn umsögn um tillögurnar. Í þeirri umsögn segir meðal annars: Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum um líkleg áhrif þess fyrir íslenska nautgriparækt ef Ísland gengi í Evrópusambandið, má fullyrða að aðild hefði í för með sér grundvallarbreytingu til hins verra fyrir íslenska nautgriparækt og íslenska mjólkurvinnslu. Þá hafnaði aðalfundur Landssambands kúa bænda 2009 aðild að ESB, og stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði hefur sömuleiðis hafnað aðild Íslands að ESB. Það er því sameiginleg niðurstaða Landssambands kúabænda og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði að leggja til við Alþingi að það hafni umræddum þingsályktunartillögum. Þá sendi stjórn Félags kjúklingabænda jafnframt inn umsögn um tillögurnar þar sem alfarið er lagst gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Stjórnin telur að: þessi búgrein [kjúklingarækt] muni leggjast af á Íslandi þar sem engar líkur séu á að varanlegar undanþágur náist í tollamálum. Í umsögninni kemur jafnframt fram að stjórn Félags kjúklingabænda styðji að öðru leyti umsögn BÍ varðandi aðildarumsókn að ESB, þar sem andstaða við aðild er rökstudd. Þá munu Landssamtök sauðfjárbænda Það er girnilegt spínatið hjá garðyrkjubændunum í Sólbyrgi í Reykholtsdal í Borgarfirði. Bændur standa sameinaðir gegn ESB-aðild Bændasamtökin og búgreinasamtök hafna þingsályktunartillögum um aðildarumsókn. Leggja á af allar hugmyndir um inngöngu í ESB segir formaður Bændasamtakanna senda utanríkismálanefnd bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við umsögn Bændasamtaka Íslands. Ekki tekist að hrekja rök bænda gegn aðild Það er því ljóst að samstaða bænda í umsögnum um þingsálykt un artillögur um aðildarviðræður við Evrópusambandið er sterk. Har aldur Benediktsson formaður Bænda samtak anna leggur mikla áherslu á að svo sé raunin. Það er afar mikilvægt að bændur standi saman í andstöðu gegn þessum tillögum. Það hefur ekki tekist að hrekja þau rök sem að bændur hafa sett fram gegn aðild að Evrópusambandinu. Aðild myndi veikja íslenskan landbúnað gríðarlega og sumar búgreinar myndu leggjast alveg af. Það er því nauðsynlegt að leggja af allar hugmyndir um inngöngu í sambandið. fr

2 2 Fréttir Stefnt að þúsund nýjum störfum í skógrækt Allt að eitt þúsund ný störf gætu orðið til við uppgræðslu á grænum svæðum skógræktarfélaganna í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands en félagið hefur hrundið af stað verkefni í samstarfi við Vinnumálastofnun, ríkið og sveitarfélögin þar sem stefnt er að því að skapa sumarstörf fyrir atvinnulaust fólk. Stefnt er að því að skapa fjölbreytt störf sem tengjast skógrækt, gróðursetningu, stígagerð og uppbyggingu á grænum útivistarsvæðum. Breytingar á búvörusamningum staðfestar Alþingi samþykkti 18. júní síðastliðinn breytingar á búvörulögum. Þar með er ljóst að þær breytingar á búvörusamningum sauðfjár- og kúabænda sem undirritaðar voru 18. apríl sl. og síðar samþykktar í almennri atkvæðagreiðslu bænda hafa verið staðfestar. Mikill stuðningur var við samningana meðal bænda og samþykktu ríflega 80 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samningana. Samningarnir voru samþykktir á Alþingi með stuðningi allra flokka. Tveir þingmenn Borgarahreyfingarinnar greiddu ekki atkvæði en hinir tveir studdu málið. Enginn greiddi atkvæði á móti. Næsta Bændablað, það síðasta fyrir sumarfrí, kemur út 9. júlí Eins og kunnugt er tóku ný lög um Bjargráða sjóð gildi 23. apríl síðastliðinn. Með þeim breyt ingum sem þá voru gerðar á lögunum var aðkoma sveitarfélaga að sjóðnum afnumin og stendur nú yfir uppgjör á eignum sjóðsins sem stefnt er á að ljúki fyrir árslok Í bráða birgðaákvæði með lögunum segir að stjórn sjóðsins sé á árinu 2009 heimilt að ráðstafa fjármunum úr almennri deild sjóðsins til að draga úr hættu á uppskerubresti sem gæti leitt af sér óæskilegan samdrátt í búvöruframleiðslu. Verða þeir fjármunir nýttir til þess að styrkja bændur til áburðarkaupa. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn sjóðsins er ekki ljóst hvaða fjárhæð verður unnt að verja í þetta verkefni þar sem enn er unnið að mati á eignum og skuldbindingum vegna uppgjörs á sjóðnum. Á hinn bóginn telur stjórnin rétt að upplýsa um umsóknarferlið gagnvart bændum Erlingur í Norðurljósum hlaut hvatningarverðlaunin Í tengslum við aðalfund Atvinnuþróunarfélagsins voru hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 2009 veitt. Þessi viðurkenning hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2002 og er þetta því í áttunda skipti sem verðlaunin eru veitt. Að þessu sinni var það Erlingur B. Thoroddsen hjá Hótel Norðurljósum sem hlaut viðurkenninguna fyrir eftirtektarverðan árangur í rekstri ferðaþjónustu og óbilandi frumkvæði að nýsköpun, sem nýtast mun svæðinu sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn um ókomin ár. Erlingur er, sem kunnugt er, frumkvöðull að heimskautsgerðinu sem rísa mun á Melrakkaásnum ofan við Raufarhöfn. Erlingur þakkaði fyrir sig með skemmtilegri tölu og kvaðst þakklátur fyrir þessa viðurkenningu. Hefðbundnar atvinnugreinar og tækifæri framtíðar rædd hjá AÞ Miklir möguleikar fyrir hendi varðandi útflutning á kjöti og íslenskum landbúnaðarvörum Hefðbundnar atvinnugreinar og tækifæri framtíðar, var yfirskrift málþings sem efnt var til í tengslum við aðalfund At vinnuþróunarfélags Þingeyinga, sem haldinn var á Raufar höfn nýverið. Flutt voru fjögur fram söguerindi; Hörður Sigur bjarnarson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsa vík, ræddi um ferðaþjónustu, Áki Guðmundsson, framkvæmda stjóri Halldórs fiskvinnslu á Bakkafirði, ræddi um sjávarútvegsmál, Kristinn Pétursson, fyrrverandi verkefnisstjóri Dreka svæðisins ehf., ræddi um olíuvinnslu á svæðinu og Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópa skeri, ræddi um horfur í land búnaði og greindi frá starfsemi fyrirtækisins. Hörður Sigurbjarnarson lýsti m.a. reynslu sinni af eigin starfi og ræddi framtíð greinarinnar. Í máli hans kom fram að hann telur fáar greinar geta skapað ríkissjóði gjaldeyristekjur jafn hratt og ferðaþjónustu. Hann sagði það hins vegar nauðsynlegt fyrir ferðaþjónustu á svæðinu að efla innviðina og um leið lengja ferðamannatímabilið. Áki Guðmundsson talaði um sjávarútvegsmál, rakti stuttlega þróun mála í greininni og ræddi aðgerðir stjórnvalda og hugmyndir um hina umdeildu fyrningarleið. Kristinn en nánari reglur um hugsanlega úthlutun fjármuna er ekki unnt að setja fyrr en niðurstöður um uppgjör gagnvart sveitarfélögum liggur fyrir. Eftirfarandi þurfa bændur að hafa í huga hyggist þeir sækja um stuðning úr Bjargráðasjóði: sem sannarlega er keyptur og notaður á vaxtarárinu 2009 (til og með 10. ágúst 2009). Hafi bóndi keypt áburð eftir 10. ágúst 2008 til notkunar á árinu 2009 má þó leggja þann reikning til grundvallar sé skilyrðum að öðru leyti fullnægt. tún- og akuráburðar sem inniheldur að lágmarki 11% N. Varðandi gróðurhúsaáburð og fljótandi áburð er miðað við að N, P, og K gildi blöndu eða eingildra tegunda samanlagt sé í samræmi við þarfir, að lágmarki 7% N í því samhengi fyrir gróðurhúsaplöntur en 11% Úrskurðað um þjóðlendur á svæði 7 suður Pétursson kynnti hvað felst í olíuleit og hugsanlegri olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu. Mörg tækifæri felast í þjónustu við leitina og þá ekki síður ef hún ber árangur. Kristinn sagði þjónustu geta verið staðsetta hvar sem væri, burtséð frá hvar þjónustuhöfn er staðsett og lagði ríka áherlsu á mikilvægi þess að horfa á heildarhagsmuni og vera samstíga um þetta verkefni. Björn Víkingur Björnsson ræddi horfur í landbúnaði og fjallaði um starfsemi Fjallalambs. Hann greindi m.a. frá sölu afurða fyrirtækisins á erlendan markað og kvaðst bjartsýnn á framtíðina. Björn Víkingur sagði að á liðnum mánuðum hefðu orðið ýmsar breytingar á neysluvenjum þjóðarinnar; meira væri sótt í ódýrara hráefni en áður og vörur sem áður hefði verið erfitt að selja væru farnar að rjúka út, en síður það sem kostaði meira fé. Vinnsla á kjöti úr ódýrara hráefni hefur því aukist, sem og þróun á ýmiss konar vörum úr því. Björn Víkingur sagði að því miður hefði þróunin orðið í þá átt að auka þyngd þessarar vöru með vatni og öðrum íblöndunarefnum. Búið að selja nokkur tonn á Evrópumarkað Björn Víkingur gerði einnig að umtalsefni þá miklu möguleika sem felast í íslenskum landbúnaði, Óbyggðanefnd birti úrskurð sinn um svokallað svæði 7 suður á suðurhluta vestanverðs Norðurlands 19. júní síðastliðinn. Var svæðinu skipt upp í fimm mál. Á svæðinu var fjallað um alls 29 landsvæði og er niðurstaða óbyggðanefndar sú að 13 svæðanna séu þjóðlendur að öllu leiti, sjö svæði séu þjóðlendur að hluta og eignarlönd að hluta og níu eignarlönd að öllu leyti. Í flestum tilfellum teljast þjóðlendurnar einnig afréttir að hluta eða að öllu leiti. Vilji aðilar málsins ekki una úrskurði óbyggðanefndar geta þeir höfðað einkamál innan sex mánaða frá því að úrskurðurinn verður birtur í Lögbirtingarblaðinu. Heyra mátti á lögmönnum málsaðila sem staddir voru við uppkvaðninguna að þeir byggjust fastlega við að sú yrði raunin í einhverjum tilfellum. Ólafur Björnsson lögfræðingur sagði í samtali við Bændablaðið að í tveimur tilfellum væru umbjóðendur hans þegar búnir að ákveða að áfrýja úrskurði óbyggðanefndar. Eigendur Hofs hafa ákveðið að leita til dómstóla varðandi Hofsafrétt og hið sama má segja um eigendur Æsustaðatungna í Eyjafirði. Það hefur ekki verið ákveðið með önnur svæði en mér þykir nú líklegt að fleiri ákveði að fara dómstólaleiðina. Óbyggðanefnd hefur nú til meðferðar mál er varða landsvæði á Tröllaskaga (svæði 7 norður), en fjármálaráðherra hefur þegar lýst þjóðlendukröfum íslenska ríkisins þar. Berist óbyggðanefnd gagnkröfur vegna þeirra er aðalmeðferð málanna fyrirhuguð í haust. Bændablaðið Smáauglýsingar Leiðbeiningar vegna umsókna um styrk til áburðarkaupa úr Bjargráðasjóði fyrir aðrar plöntur til matvæla- eða fóðurframleiðslu. rekstri á lögbýli og greiði búnaðargjald. framlögðum reikningum til leiðbeiningamiðstöðvar síns búnaðarsambands fyrir 10. ágúst Héraðsráðunautur mun gera úttekt á reikningunum, þ.m.t. kanna réttmæti þeirra og hvort um eðlilega notkun er að ræða miðað við aðstæður. leiðbeiningamiðstöðvarnar skila til Bændasam taka Íslands eigi síðar en 1. september arreglur og ákvarðar um afgreiðslu umsókna. Stefnt er að því að ljúka þeirri afgreiðslu fyrir lok september ekki hvað síst varðandi útflutning á kjöti og öðrum landbúnaðarafurðum. Aðstæður fyrir útflutning væru mjög góðar um þessar mundir. Þannig hefði Fjallalamb hafið sölu á pakkaðri frosinni vöru til Evrópu eftir áramótin og hefðu nokkur tonn þegar verið seld. Þetta fer vel af stað og ég hef trú á því að þessi markaður eigi eftir að stækka á komandi árum, sagði Björn Víkingur. Flutt er út dýr og vönduð vara á dýran markað og telur hann að á þeim vettvangi liggi tækifæri, m.a. væri gott fyrir fyrirtæki á borð við Fjallalamb að geta brugðist við samdrætti innanlands með því að flytja vörur á markað í útlöndum. Fjallalamb fór af stað með upprunamerktar afurðir í haust og getur neytandinn þá rakið vöruna til bónda. Þetta var m.a. gert til að færa neytendur nær framleiðendum, að sögn Björns Víkings. Eftir hrun efnahagskerfisins síðastliðið haust hefðu menn líka fundið hversu mikilvægt er að búa við öflugan íslenskan landbúnað; þjóðin hefði bakkað aftur til grunnatvinnuveganna. Við verðum að átta okkur á því að sumar Evrópuþjóðir eru ekki sjálfum sér nægar um landbúnaðarafurðir. Hvar værum við nú og hver væri staðan varðandi gjaldeyrisforða okkar, ef við hefðum þurft að flytja þessi matvæli inn? spurði Björn Víkingur.

3 3 góðar líkur á nýjum mörkuðum Afurðalán fyrir komandi sláturtíð í höfn Norðlenska hefur náð samningi við Landsbankann um afurðalán vegna komandi sláturtíðar. Þannig hefur fyrirtækið náð að fjármagna kaup á afurðum næsta haust og segir Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri það ánægjulegt að samningar hafi tekist. Menn voru hræddir um að engin afurðalán fengjust, lán liggja ekki á lausu í bönkunum um þessar mundir, segir hann. Þá nefnir Sigmundur að stýrivextir séu nú 12% en hafi verið 18% í fyrrahaust þegar gengið var frá afurðalánum, staðan sé því nokkru betri hvað það varðar og batni enn, lækki stýrivextir svo sem boðað hefur verið. Þeir bændur, sem samningsbundnir eru Norðlenska varðandi afurðir, fá að sögn Sigmundar greitt samkeppnishæft verð miðað við aðra sláturleyfishafa. Við höfum skuldbundið okkur til að greiða svipuð verð og aðrir bjóða, þannig að okkar viðskiptavinir vita að hverju þeir ganga, segir hann og bætir við að nú sé fyrirtækið farið að kalla eftir sláturfjárloforðum frá bændum og hvetur þá til að hafa samband sem fyrst. Það auðveldi skipulagningu sláturtíðar, sem að þessu sinni mun hefjast örlítið seinna en í fyrrahaust. Útflutningur kjöts á vegum Norðlenska hefur aukist töluvert að undanförnu en lágt gengi krónunnar gerir það að verkum að útflutningur er hagstæður um þessar mundir. Gott verð hefur fengist fyrir útflutning. Færeyjamarkaður er félaginu mikilvægur, þá eru seld slög til Bretlands og í vetur voru seld lambabein til Ghana, þar sem þau eru nýtt í súpur. Aukinn útflutningur hefur orðið á lambakjöti til Noregs, en sem stendur er allt kjöt sem Norðmenn vilja búið. Norðlenska er bundið samningi um sölu á 600 tonnum til Noregs og segir Sigmundur að þeir muni uppfylla samninginn eftir komandi sláturtíð, en hann gildir frá síðustu áramótum til þeirra næstu. Norðmenn vilja einungis kjöt af riðulausum svæðum og í ákveðnum flokkum, að sögn Sigmundar. Það er vissulega gremjulegt að hafa ekki meira magn, þegar ljóst er að þessi markaður er fyrir hendi, en við munum ná að uppfylla samninginn fljótlega í haust. Hann segir að ýmsir markaðir séu fyrir hendi varðandi útflutning, þannig hafi Kanadamenn sýnt áhuga, en enn sem komið er ekki nefnt neitt verð. Útflutningsskylda fellur niður frá og með næsta hausti og segir Sigmundur nokkra óvissu ríkja varðandi hvernig mál þróist. Umframmagn af kjöti nemur um 1600 tonnum á ári, þ.e. það sem ekki fer til neyslu innanlands. Neysla á kjöti dregst saman hér á landi, samdrátturinn nemur um 1,6% miðað við sl. 12 mánuði. Efnahagsþrenginar hafi sitt að segja, færra fólk sé í landinu en var og þá hafi fólk minna fé handa á milli og velji því fremur ódýrari vörur. MÞÞ Stórlaxastofninn í sögulegu lágmarki honum ekki hlíft, segir Óðinn Sigþórsson Aðaláherslur okkar núna snúast um stórlaxastofninn, en hann er í sögulegu lágmarki og við höfum verulegar áhyggjur af því, segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, en aðalfundur félagsins var haldinn á Laugarvatni á dögunum. Óðinn segir að snúist mál ekki til betri vegar varðandi stórlaxinn geti sú hætta skapast að hann hverfi alfarið úr þeim ám þar sem honum er ekki hlíft við veiði. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun þar sem þeim eindregnu tilmælum er beint til veiðifélaga og leigutaka að sameinast um átak til að veiðimenn sleppi stórlaxi í ríkari mæli en gert hefur verið til þessa. Landssamtökin hvetja veiðifélög um land allt til að setja fortakslausar reglur um sleppingar á stórlaxi. Óðinn segir að ástandið varðandi stórlaxinn hafi verið viðvarandi í rúma tvo áratugi og aldrei varað svo lengi fyrr, áður hafi komið sveiflur niður á við en þær ekki staðið mjög lengi. Það versta er að við sjáum ekki fyrir endann á þessu ástandi, segir hann Óhagstæð umhverfisskilyrði eigi sinn þátt í ástandinu og við þau ráði menn ekki. Hann segir menn velta fyrir sér hvort eitthvað í arfgerð laxa eigi hlut að máli, þ.e. hvað ráði því hvort laxar skili sér úr hafi í ár eins árs eða tveggja ára, sem smá- eða stórlaxar. Við teljum mikilvægt að minnka veiðiálagið á stórlaxi og sleppa þeim í meira mæli en gert hefur verið og eins þurfa menn að stýra netaveiðum meira en gert er, segir Óðinn og bætir við að menn hafi rætt þetta í mörg ár og tilmæli þar að lútandi komið frá Veiðimálastofnun þrjú undanfarin ár. Við þeim hafi mörg veiðifélög brugðist, en betur megi víða gera. Á fundinum var einnig rætt að nú væri mikilvægara en nokkru sinni að standa vörð um þau verðmæti sem felast í íslenskum veiðiám og vötnum. Í kjölfar efnahagsþrenginga sem nú ganga yfir væri slíkt afar mikilvægt. Þar sem þetta efnahagsástand virðist ætla að leika okkur Íslendinga verr en flestar, ef ekki allar þjóðir, er nokkuð ljóst að markaðstækifærin eru nú um stundir frekar erlendis en innanlands, sem mun skapa dýrmætar gjaldeyristekjur fyrir þjóðina, segir í ályktun sem samþykkt var á fundinum. Óðinn segir að nú sé internetið nýtt í auknum mæli til að selja veiðileyfi, bæði dýr og ódýr og hafi gefist vel. Nýverið komst sambandið í tengingu við öflugasta veiðisöluvef heims. Við hlökkum til að sjá hvað hann gefur af sér, segir Óðinn. Hann segir tækifærin fyrst og fremst nú liggja í erlendum veiðimönnum, enda hafi efnahagsástandið áhrif á þennan markað líkt og aðra. Erlendir veiðimenn hafi á tímabili verið hraktir burtu frá íslenskum ám, þegar allt lék í lyndi og bankar, stofnanir og fyrirtæki keyptu mikið af veiðileyfum. Nú þurfum við að endurvinna þennan markað, hann er fyrir hendi og þar eru tækifærin, segir Óðinn. Við höfum upp á margt að bjóða; fallegt umhverfi, góða veiði og heilbrigða fiskistofna. MÞÞ Mikið úrval véla til afgreiðslu strax Notaðar vélar Mc Hale Fusion I árg 2005 Krone 1250 árg dráttarvélar dráttarvélar rúlluvélar Schaffer 3033 SV árg framsláttuvélar sláttuvélar knosarasláttuvélar Fjölbreytt úrval pökkunarvéla heyþyrlur múgavélar Krókheysisvagnar og gámar Fjölbreyttir fjármögnunarmöguleikar í íslenskum krónum og erlendum myntum í boði Opnunartími: Mán - fim. kl fös Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: Vicon RF 1601 OC 23 árg 2007

4 4 Hugmynd um uppbyggingu Náttúruminjasafns Unnt að hefja metnaðarfullt starf án mikils tilkostnaðar Ný hugmyndafræði varðandi uppbyggingu á Náttúruminjasafni Íslands hefur undanfarna mánuði verið útfærð og mótuð á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Þekkingarseturs Þingeyinga og fjölmargra aðilar sem starfa að náttúrutengdu safna- og sýningarstarfi í Þing eyjarsýslum. Hugmyndin byggir á því að safnið verði byggt upp í samstarfi við þá aðila sem þegar standa að metnaðarfullum sýningum og fræðslustarfi um náttúru Íslands. Þannig megi byggja upp fjölbreytta metnaðarfulla sýningu og fræðslu mun fyrr og án gríðarlegs kostnaðar við nýbyggingu í upphafi. Til verði net samstarfsaðila um allt land og í beinni tengingu við hina lifandi náttúru. Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga segir megin styrk hinnar nýju hugmyndar þann, ekki síst við núverandi aðstæður og efnahagsþrengingar, að með þessu móti verði unnt að hefja metnaðarfullt sýningar- og fræðslustarf undir merkjum safnsins án þess að ráðast þurfi í kostnaðarsamar byggingaframkvæmdir. Náttúruminjasafn Íslands hefur verið rekið í bráðabirgðarhúsnæði í Reykjvík um árabil og safnkostur þess er á hrakhólum, engin sýning er nú á vegum þess. Ekki er ORF Líftækni fær leyfi til útiræktunar Umhverfisstofnun hefur samþykkt að veita ORF Líftækni hf. leyfi til útiræktunar í tilraunaskyni á erfðabreyttu byggi með ströngum skilyrðum og undir eftirliti Umhverfisstofnunar. Í niðurstöðu stofnunarinnar segir að í mati á fyrirliggjandi gögnum komi fram að hverfandi líkur séu fyrir hendi á útbreiðslu hins erfðabreytta byggs út fyrir tilraunareit og á mögulegri víxlfrjóvgun erfðabreytta byggsins við annað bygg eða plöntur í nágrenni sleppistaðar. Jafnframt telur Umhverfisstofnun að hverfandi líkur séu á að þau græðisprótein sem fyrirhugað er að nota skv. framkominni umsókn muni valda neikvæðum áhrifum á lífríki á ræktunarstað eða nágrenni hans. Umhverfisstofnun telur einnig að aðgerðir til að tryggja afmörkun ræktunarreits séu fullnægjandi með þeim skilyrðum sem stofnunin setur og koma fram í niðurstöðum. Skilyrði leyfisins eru tíunduð í fréttatilkynningu á vef Umhverfisstofnunar. Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, hefur sagt að sáning hæfist sem fyrst en ekki væri hægt að búast við uppskeru í haust þar sem tíminn væri orðinn mjög naumur. útlit fyrir nú að ráðist verði í miklar og dýrar framkvæmdir við að byggja húsnæði undir starfsemina. Náttúruminjasafið er ekki sýnilegt þjóðinni með neinum hætti um þessar mundir. Við teljum að með því að nýta þá fjármuni sem safnið hefur mætti efna til samstarfs við t.d. söfn vítt og breitt um landið, þannig yrði Náttúruminjasafnið starfrækt víða um landið. Í þeim efnum yrði horft til styrkleika hvers svæðis fyrir sig og sérstöðu þess, segir Reinhard og nefnir sem dæmi hugsanlega fuglasýningu við Mý vatn, samstarf við Hvalasafnið og Selasetur Íslands. Sýningar safns ins yrðu þannig í miklum tengslum við náttúru landsins, hugsanleg fuglasýning við Mývatn virkað því eins og eins konar gluggi út í lifandi náttúru. Nálægð við ýmsar náttúruperlur, náttúrufyrirbæri og villt dýr skapi fjölmarga möguleika og tækifæri til að auka upplifun og fræðslu í tengslum við starfsemi safnsins. Hugmyndir norðanmanna ganga líka út á að höfuðsetur safnsins yrði á Húsavík, það yrði hýst skrifstofa og yfirlitssýning með fræðslu og kynningu fyrir safnið. Sýningarstarfsemin getur svo verið víða um landið í samstarfi við heimamenn, söfn og sýningar sem þegar eru til staðar, en lotið faglegri stjórn Náttúruminjasafnsins. Helsti ávinningurinn af þessari tillögu er sá að unnt er að koma starfseminni af stað með skömmum fyrirvara, án mikils tilkostnaðar og safnið yrði landsmönnum loks sýnilegt. Nýir tímar kalla á nýja hugsun, segir Reinhard, en hvergi er í lögum um Náttúruminjasafn Íslands kveðið á um ákveðna staðsetningu þess, né heldur að sýningar þess þurfi allar að vera undir sama þaki. MÞÞ Ályktun Búnaðarfélags Auðkúluhrepps um aðild að Evrópusambandinu Aðalfundur Búnaðarfélags Auð kúluhrepps haldinn að Auð kúlu 8. júní 2009 varar eindregið við að Íslendingar gangi í Evr ópusambandið. Aðalfundurinn skorar á Ís lend inga að þjappa sér saman um ís lenskar framleiðslugreinar til lands og sjávar. Ályktun Búnaðarfélags Auðkúluhrepps um búskap á Hrafnseyri Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps, haldinn að Auðkúlu í Arnarfirði 8. júní 2009, ályktar að skora á ríkisstjórnina að hún beiti sér fyrir því að jörðin Hrafnseyri, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, verði auglýst laus til ábúðar sem allra fyrst. Greinargerð Þegar síðustu ábúendur á Hrafnseyri skiluðu af sér staðnum vorið 2005, eftir 40 ára búskap, var tekin sú ákvörðun að leggja af sauðfjárbúskap á jörðinni og fullvirðisréttur hennar, að andvirði sex og hálf milljón króna, seldur. Þegar þetta átti sér stað, var landbúnaður á Íslandi litinn hornauga af mörgum. Og þá voru svokallaðir peningamenn í óða önn að kaupa upp fjöldann allan af bújörðum á landinu sér til gamans. En nú er uppi annar óður og menn líta á landbúnaðinn sem eina af vonarstjörnum í þrengingum þjóðarinnar. Að leggja af búskap á Hrafnseyri voru afdrifarík mistök sem voru þó að vissu leyti skiljanleg miðað við tíðarandann sem ríkjandi var til skamms tíma. En mistök er hægt að leiðrétta. Og nú er lag. Á Hrafnseyri eru öll skilyrði til að þar megi reka notagott sauðfjárbú á vestfirskan mælikvarða við núverandi húsakost sem vel ætti að duga um sinn. Auk þess er stofn að æðarvarpi til staðar. Nýbyggingar geta beðið betri tíma. Þjóðin þarf á því að halda að nýta það sem fyrir er vítt og breytt um landið. Nú eru mörg sóknarfæri í sauðfjárrækt og þau þarf að hagnýta á skynsamlegan hátt. Aðalfundurinn telur það algjöra tímaskekkju að hafa starfsmann á fullum launum vegna Hrafnseyrar, sem aðeins er á staðnum nokkrar vikur á ári og hann hafður mannlaus meginhluta ársins. Byggja þarf staðinn ungu fólki með áhuga og hugsjónir í brjósti, þannig að búskapur verði aftur stundaður á Hrafnseyri þegar 17. júní 2011 rennur upp. Bjarni G. Kristinsson yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu (t.v.) stýrir Eldum íslenskt en við hlið hans er Gunnar Karl Gíslason matreiðslumeistari á veitingastaðnum Dill. Hér eru þeir á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi en bræðurnir Magnús Helgi og Þorsteinn Loftssynir eru í baksýn. Matreiðsluþættirnir Eldum íslenskt komnir í loftið 60 nafnatillögur bárust Í byrjun vikunnar voru matreiðsluþættirnir Eldum íslenskt frumsýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN og á vefnum mbl.is. Í þáttunum, sem verða alls 20 talsins, er unnið með íslenskar búvörur og ýmsir meistarakokkar útbúa gómsæta rétti á fjölbreyttan hátt, bæði á gamla mátann og með nýstárlegri aðferðum. Farið er í heimsókn til bænda og fræðst um það hvernig maturinn verður til og hvað þeir leggja áherslu á í sinni framleiðslu. Einnig koma sérfræðingar frá Matís við sögu og kenna áhorfendum ýmis brögð, m.a. við úrbeiningu og meðhöndlun matvæla. Nokkrir viðmælendur gefa svo innsýn í sinn hugarheim og svara því hvað íslenskur matur er í þeirra huga og rifja upp skemmtilegar sögur tengdar minningum um mat. Bændablaðið auglýsti eftir nafni á þættina fyrir tæpum mánuði síðan og alls bárust 60 nafnatillögur. Eftir yfirlegu var ákveðið að velja einfaldasta nafnið, Eldum íslenskt en meðal annarra spennandi tillagna voru Sveitakrásir, Matarbúrið og Íslenska eldhúsið. Nokkrar fornar tillögur komu líka fram eins og Á hlóðarsteininum og Búdrýgindi sem bíða betri tíma. Þættirnir eru unnir í samstarfi margra aðila en þeir sem kosta gerð þeirra eru Félag kjúklingabænda, Samband garðyrkjubænda, Félag hrossabænda, Landssamtök sauðfjárbænda, Félag eggjaframleiðenda, Landssamband kúabænda, Valur Norðri Gunnlaugsson sérfræðingur hjá Matís stendur hér við myndarlegt úrval af grænmeti. Hann gefur áhorfendum góð ráð, t.d. um geymslu og val á grænmeti. Svínaræktarfélag Íslands, Félag ferðaþjónustubænda, Beint frá býli, Hótel Saga og Bændasamtökin. Eldum íslenskt verður á dagskrá ÍNN á mánudagskvöldum kl. 20:00 og eru endursýndir alls ellefu sinnum sama sólarhring auk þess að verða sýndir sex sinnum helgina á eftir. Á Morgunblaðsvefnum eru þættirnir að sjálfsögðu alltaf aðgengilegir en þar má líka finna uppskriftir og ýmsan annan fróðleik tengdan mat. TB Óli Þór Hilmarsson sérfræðingur hjá Matís og Guðmundur Guðmundsson kennari við Hótel- og veitingaskólann ræða um ágæti hrossakjöts. Óli Þór mun kenna handtök við úrbeiningu, marineringu og ýmislegt fleira í þáttunum en Guðmundur sér um að elda upp á hefðbundna mátann. Farið er í heimsóknir til bænda og þeir teknir tali um framleiðsluna. Hér eru upptökur í gangi í fjósinu á bænum Langholtskoti þar sem bændurnir Valdís Magnúsdóttir og Unnsteinn Hermannsson ráða ríkjum. myndir TB

5 5 SUMAR TILBOÐ TAKMARKAÐ MAGN - AÐEINS EINN AF HVERRI GERÐ 91, 105 og 130 hö. til afgreiðslu 91 hö Mótor, 4 cyl. 91 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli Bremsur í olíubaði Loftpressa Framdekk 360/70R24 Afturdekk 18,4R34 14 gírar áfram 4 aftur á bak. 540/1000 snúningar á aflúrtaki Þyngdarklossar að aftan og framan Samhæfðir Farþegasæti kg lyftigeta á beisli Lyftu- og dráttarkrókur 24V start (2 rafgeymar) Geislaspilari 105 hö Mótor, 4 cyl. 105 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli 16 gírar áfram 8 aftur á bak. Samhæfðir Farþegasæti Mótor, 6 cyl. 130 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli 16 gírar áfram 8 aftur á bak. Samhæfðir Farþegasæti Bremsur í olíubaði Loftpressa 540/1000 snúningar á aflúrtaki kg lyftigeta á beisli Lyftu- og dráttarkrókur 130 hö Bremsur í olíubaði Loftpressa 540/1000 snúningar á aflúrtaki kg lyftigeta á beisli Lyftu- og dráttarkrókur * * Framdekk 360/70R24 Afturdekk 18,4R34 Þyngdarklossar að aftan og framan 24V start (2 rafgeymar) Geislaspilari Framdekk 420/70R24 Afturdekk 18,4R34 Þyngdarklossar að aftan og framan 24V start (2 rafgeymar) Geislaspilari Nánari tæknilegar upplýsingar eru á eða í síma * m * Verð eru án VSK. til bænda á lögbýlum VÉLADEILD ehf. DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs.

6 6 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Matthías Eggertsson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Samstaða Breytingar á búvörusamningum hafa nú verið staðfestar á Alþingi. Athyglisverð afgreiðsla, þar sem nánast allur þingheimur stóð saman að staðfestingu á samkomulagi bænda og landbúnaðaráðherra. Bændur taka eftir að allar stjórnmálahreyfingar standa saman og staðfesta mikilvægi landbúnaðar, innlendrar matvælaframleiðslu. Þegar á reynir er skilningur á mikilvægi landbúnaðar. Þannig hafa nú verið staðfestir búvörusamningar til lengri tíma. Þrátt fyrir margar skoðanir og ólík viðhorf stjórnmálamanna, sýnir framgangur málsins að bændur geta með samstöðu sinni skapað skilning á eðli og mikilvægi atvinnugreinarinnar og í þeirri stöðu sem nú er uppi hafa bændur, með samstöðu sinni, tekið ábyrga afstöðu. Afstöðu og samstöðu, sem dregur vel fram mikilvægi þess að hlusta eftir sjónarmiðum bænda. Því er mikilvægt að vel takist til við stjórn efnahagsmála á næstu árum. Framlag bænda til stöðugleika, átaks í ríkisfjármálum er eftirtektarvert. Nú hafa komið fram, í stórum dráttum, útlínur þess mikla samdráttar og aðhalds sem þarf í fjármálum hins opinbera. Þar er ljóst að um verulegan samdrátt er að ræða í mörgum verkefnum og málaflokkum. Þá eru komnar hugmyndir bankanna um úrlausnir fyrir fyrirtæki í greiðsluvanda. Mikilvægt er að tími ákvarðana í nýju bönkunum komi nú sem allra fyrst. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins hef ur að undanförnu fjallað um ýmsar hliðar Evrópu sambandsins og áhrif hugsanlegrar að ildar að því fyrir íslenskt samfélag. Á sunnudaginn var komið að neytendamálum og reynt að draga upp mynd af því hvaða áhrif aðild að ESB hefði á verðlag og vexti. Það var að mörgu leyti ágæt umfjöllun en fréttamaðurinn datt hins vegar í sama pytt og margir aðrir sem fjallað hafa um þetta mál að undanförnu. Í upphafi fréttarinnar var rætt um áhrif þess á verðlag matvæla hér á landi ef tollar á innfluttum matvælum verða lagðir af. Eins og svo oft áður var vitnað í tvær skýrslur sem báðar sýna verulegan mun á matarverði hér og í Evrópusambandinu. Gallinn við þessar skýrslur er sá að önnur þeirra er fimm ára gömul og hin kom út snemma árs 2008, en byggðist á verðlagi ársins Eins og allir vita sem fylgst hafa með heimsmálunum undanfarin misseri eru þessar skýrslur orðnar algerlega úreltar. Í fyrsta lagi urðu stórkostlegar hækkanir á verðlagi landbúnaðarafurða og aðfanga til landbúnaðar Nú hafa fleiri gengið fram og tekið undir og vakið athygli á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu. Þannig lætur forstjóri Matís, Sjöfn Sigurgísladóttir, afdráttarlaust í ljósi skoðun sína á mikilvægi þess að standa vörð um hagsmuni hennar og hvetur til vandaðra vinnubragða við innleiðingu á matvælalöggjöfinni. Þriðja frumvarpið um málið er nú boðað til Alþingis. Núverandi landbúnaðarráðherra hefur úr miklum efnivið að moða. Fá mál hafa fengið jafn ítarlega umfjöllun. LEIÐARINN Af þeirri umfjöllun hefur margt mátt læra. Bændasamtökin hafa með umsögnum sínum nálgast verkefnið á málefnanlegan og faglegan hátt. Bændur hafa þar staðið þétt saman um grundvallarhagsmuni landbúnaðarins og landsins. Að beita öllum ráðum til að verjast innflutningi vöru sem ógnað gæti heilsu landsmanna og búfjárstofna. Landbúnaðarráðherra og fleiri stjórn málamenn hafa með framgöngu sinni í umfjöllun um frumvarpið sýnt að þeir skilja hve mikið er í húfi að vel takist til. Í nýju frumvarpi sem Jón Bjarnason væntanlega leggur fram er þess vænst að góður skilningur á slíkum grundvallaratriðum komi fram, eins og hann hefur áður skilmerkilega haldið fram í umræðu. Samstaða bænda í umsögnum um þingsályktunartillögur um aðildarviðræður að ESB er sterk. Bændur hafa, m.a. á síðum Bændablaðsins, haldið fram málefnalegri umræðu um hagsmuni landbúnaðarins í tengslum við umræður um aðild að ESB. Engum hefur tekist að hrekja grundvallarrök bænda í þeim málflutningi. Nú reynir á að menn átti sig, hlúi að því sem vel er gert í landinu og láti af áætlunum um að kollvarpa grundvallarforsendum fyrir byggð í landinu. Samstaða um traustari forsendur atvinnurekstrar, atvinnu og afkomu heimila er nauðsynlegur. Þá er nú meira áberandi umræða í stórum og virtum fjölmiðlum á heimsvísu um framtíð matvælaframleiðslu. Heims umræðan er æ oftar upptekin af fyrir komu lagi landbúnaðar og möguleikum hans til að brauðfæða heiminn. Enn á ný koma fram upplýsingar, t.d. frá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, um hve naumt er með matarbirgðir heimsins. Innan tuttugu ára er spáð vandræðum. Því er samstaða um íslenskan landbúnað aldrei mikilvægari en nú. Umræða um matvælaverð, sérstaklega á tímum samdráttar kaupmáttar, þarf að hafa slíkar staðreyndir uppi við. Höfum við ekki lært þá lexíu að innviðir samfélags okkar eru m.a. byggðir á starfi íslenskra bænda? Ekki síst nú í sumar þegar verið er að fjalla um afdrifarík mál á Alþingi ríður á að við stöndum vörð um fæðu- og matvælaöryggi okkar til framtíðar horft. HB Lækkar verðið örugglega? á árunum Þær gengu síðan til baka, en þó ekki nema að hluta. Verðlag á matvælum í heiminum er enn talsvert hærra en það var árið 2006 og ef marka má skrif í erlendum blöðum eru afar litlar líkur á að það lækki meira á næstunni. Þessar hækkanir höfðu nokkur áhrif hér á landi, en þó urðu verðhækkanir á innlendum matvælum hvergi nærri eins miklar og víða í nágrannalöndum okkar. Í öðru lagi vantar inn í báðar þessar ágætu skýrslur gengisþróunina eins og hún hefur verið frá því snemma árs Fram að því var gengi íslensku krónunnar mjög hátt, óeðlilega hátt, segja flestir. Það leiddi til þess að samanburður á verðlagi hér á landi og í Evrópu sýndi að það var miklu hærra hér en þar. Nú er þetta gerbreytt eins og lítil könnun sem Bændablaðið gerði í vetur sýndi glöggt. Þegar bornar voru saman nokkrar algengar vörur í fimm evrópskum borgum kom í ljós að verðið á þeim var litlu hærra í Reykjavík en í Barcelona þar sem það var lægst. Í Berlín, Kaupmannahöfn og Osló var verðið hærra. LOKAORÐIN Bændur, garðyrkja og krabbamein Hún var athyglisverð fréttin sem birtist í Morgunblaðinu í gær og fjallaði um áhættu fólks á því að fá krabbamein og hvernig hún tengist starfsstéttum. Þarna voru á ferð niðurstöður úr viðamikilli norrænni könnun þar sem um 15 milljónir manna, þar á meðal Íslendingar, tóku þátt. Niðurstaðan varð sú að þeir sem eru í minnstri hættu á að fá krabbamein eru bændur og garðyrkjumenn. Vissulega er áhættan misjöfn eftir kynjum en könnunin leiddi í ljós að bændur og garðyrkjumenn af báðum kynjum reyndust vera í minnstri áhættu. hvern lesanda segja: Það þarf nú ekki fokdýrar rannsóknir til þess að sýna fram á þetta, það liggur í hlutarins eðli að störf í faðmi náttúrunnar eru heilsusamlegri en en það er hins vegar ágætt þegar við fáum vísindalega staðfestingu á því að það sem við teljum sjálfsagðan hlut, sé sjálfsagður hlutur. Á hinum enda áhættuskalans eru hópar sem engan undrar að séu þar. Þjónar, starfsmenn í tóbaksframleiðslu og aðrir sem þurfa að vera í daglegri snertingu við áfengi og tóbak. Einnig þeir sem starfa í greinum þar sem þekktir mengunarvaldar á borð við asbest koma daglega við sögu. Yðar einlægur athugar alltaf hvernig blaðamenn koma út úr svona rannsóknum því þeir eru oftast nær í áhættuhópi, hvort sem það er á því að fá krabbamein, hjartaáfall eða streitu. Og jú, blaðakonur reyndust vera krabbameini varðar, einkum er hættan mikil á því að þær fái lifrarkrabba. Það ku stafa af of frjálslegri umgengni við áfengi. Ljótt er að heyra. ÞH Kaupmátturinn gleymist Við þetta má svo bæta því að þegar borið er saman matar verð hér á landi og í Evrópu eða Banda ríkjun um gleymist yfirleitt að taka kaup mátt launa með í reikninginn. Eins og allir vita er verðlag á búvör um hátt í Noregi, en samt eru Norð menn fljótari en flestar aðrar þjóðir að vinna fyrir mat sínum. Norsku bændasamtökin hafa um ára bil gert könnun þar sem borið er saman verð á tiltekinni matarkörfu í tæplega 20 Evrópuríkjum og Bandaríkjunum. Þegar litið er á verðið eitt og sér er Noregur hæstur. En þegar athugað er hversu lengi iðnaðarmaður á meðallaunum er að vinna fyrir þessari körfu eru Þjóðverjar og Hollendingar einu þjóðirnar sem eru fljótari en Norðmenn að vinna fyrir körfunni. Þær þjóðir sem þurfa að vinna lengst til þess að eiga fyrir körfunni eru í Austur-Evrópu, næst koma Spánn og Bandaríkin. Því miður nær þessi könnun ekki til Íslands, hér vantar tilfinnanlega nýjar rannsóknir á þróun verðlags. Það blasir hins vegar við að útreikningar sem miðast við þriggja ára gamlar tölur eða þaðan af eldri segja afar lítið um ástandið eins og það er nú. Þess vegna er mjög varasamt að fullyrða neitt um það hvort verðlag hér á landi myndi hækka eða lækka ef ákveðið verður að ganga í Evrópusambandið. Við vitum það einfaldlega ekki. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna fræðimenn sem eiga að vita betur endurtaka í sífellu niðurstöður úr skýrslum, sem þeir vita að standast ekki tímans tönn, án þess að minnast á gerbreyttar forsendur. ÞH

7 7 Í umræðunni Þing norsku bændasamtakanna 2009 í Bodø Dagana júní sl. héldu norsku bændasamtökin, Norges Bondelag sinn árlega aðal fund, - Bondetinget. Að þessu sinna stóð fundurinn ein um degi lengur en venjulega þar sem verið var að leggja lokahönd á, fjalla um og afgreiða,,stefnumörkun og starfsáætlun samtakanna (Norges Bondelags Prinsip program) fyrir tímabilið Bændaþingið er fulltrúafundur hvar sitja hátt í 200 fulltrúar félaga auk fulltrúa frá samvinnusamtökum bænda. Norsku bændasamtökin eru frjáls félagasamtök bænda og félaga þeirra, með rúmlega félagsmenn og hefur félögum farið jafnt og þétt fjölgandi undan farin ár. Félagsaðildinni fylgja ýmiss konar fríðindi og marg vísleg sérkjör á vörum og þjón ustu. Í þessu sambandi má til gamans geta þess að í almennum umræðum spurði einn full trúinn, hvenær kæmi að því að félagsmenn í bændasamtökunum fengju sérkjör við kaup á tilbúnum áburði. Hér verður stuttlega gerð grein fyrir veigamestu málefnum og áherslum aðalfundar samtakanna og reynt að draga fram hvað helst brennur á norskum bændum nú um stundir: Helstu viðföngin Eins og áður sagði stóð fundurinn einum degi lengur nú vegna stefnumótunarvinnu og afgreiðslu á henni. Leiðarvísir næstu 4 árin, Stefnumörkun Norges Bondelag : Hér er um mikið, ítarlegt og efnislega ekki auðlesið plagg að ræða ( en sem allir félagskjörnir fulltrúar á héraðs- og landsvísu hafa fengið tækifæri til að skoða, gera tillögur um og koma með athugasemdir við og hafa áhrif á lokaútfærslu. Hér er að finna öll þau málefni, stór og smá, sem allir félagsmenn hafa gert tillögur um. Samræmingarvinna á lokastigi er því töluverð. Það má vissulega spyrja sig hversu gagnlegt eða árangursríkt slíkt plagg er, en því verður ekki á móti mælt að hér er um lýðræðislegt verkefni og verkfæri að ræða sem veitir stjórn samtakanna og starfsmönnum nokkurt aðhald um hvaða þætti skuli leggja áherslu á í starfsemi samtakanna á hverjum tíma, en um leið vegvísir frá grasrót samtakanna. Norges Bondelag er fjölmenn félagsmálahreyfing og skriðþung skúta sem getur haft töluverð áhrif í samfélaginu sé henni haganlega og markvisst stýrt. Staða landbúnaðarins í norsku samfélagi Dagskrá aðalfundurinn fer þannig fram að á eftir venjubundnum opnunarserimóníum flytur formaður samtakanna (Pål Haugstad) yfirlitsræðu um starfsemina og árangur á Nýkjörinn formaður Norges Bondelag, Nils Bjørke frá Voss á Hörðalandi. liðnu ári. Síðan ávarpar landbúnaðarráðherra samkomuna og að því búnu eru almennar umræður, en þeim er gefinn allgóður tími í dagskránni. Allir sem vilja geta kvatt sér hljóðs en ræðutími hvers og eins er takmarkaður við 3 mín. Rauður þráður í starfsemi og málatilbúnaði samtakanna er: að treysta og viðhalda landbúnaðarframleiðslu óbreyttri frá því sem nú er um allan Noreg, beita tollvernd til að tryggja innlenda matvælaframleiðslu minnka launabil milli bænda og annara stétta ofuráhersla er lögð á það meginhlutverk norsks landbúnaðar að framleiða mat og að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar og heimsins, áhersla á að vakta og vinna gegn veðurfarsbreytingum og hlýnun jarðar, mikil áhersla á vatns- og jarðvegsvernd og að standa traustan vörð um varðveislu alls ræktunarlands að viðhalda og nýta menningarlandslag í norskum byggðum sem lífsviðurværi bænda og eftirsóknarverð almannagæði. dýravelferð og að verja beitilönd fyrir ágangi rándýra standa vörð um og þróa áfarm reglur um óðalsrétt, bú- og rekstrarskyldu á bændabýlum og stærðartakmarkanir. Ýmis átaksverkefni eru í gangi á vegum samtakanna og það sem virtist einna hæst bera nú, er átak undir slagorðinu Kjærlighet til NORSK MAT. Harald Milli, framkvæmdastjóri Norges Bondelag til margra ára, var gerður að heiðursfélaga þegar hann lauk störfum fyrir samtökin. Væntanlegar stórþingskosningar í haust Í september í haust verða stórþingskosningar í Noregi. Mikilvægt áhersluverkefni samtakanna nú og fram að kosningum er að markvisst að freista þess að hafa jákvæð áhrif á stefnu stjórnmálaflokkanna þannig að hið nýja stórþing og væntanleg ríkisstjórn vinni með og styðji við almenna stefnumörkun og baráttumál norskra bænda. Hin rauðgræna ríkisstjórn sem nú situr hefur að sögn verið landbún að inum frekar jákvæð og tekið undir stefnu stjórnar bænda samtak anna í mikilvægum málum. Núverandi stjórnarandstöðu flokkar; Hægriflokkurinn og Fram faraflokkurinn boða hins vegar nýjar og verulega breyttar áherslur í norskum landbúnaði sem m. a. felast í verulegum niðurskurði opinberra framlaga til landbúnaðar, umtalsverðri stækkun og þá um leið fækkun búa, aukinni samkeppni á matvælamarkaði og markaðsvæðingu. Með því telja þessir tveir flokkar að lækka megi matvælaverð í landinu. Skoðanakannanir nú sýna að stjórn og stjórnarandstaða hafa svipað fylgi. Norskur landbúnaður er matvælaframleiðandi og trygging fyrir mat Í ræðu formanns kom skýrt fram stefna samtakanna um mikilvægi eigin matvælaframleiðslu og að hún á breiðan hljómgrunn meðal norsku þjóðarinnar. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun eru 86 af hundraði Norðmanna fylgjandi því að norskum landbúnaði sé viðhaldið í því umfangi sem hann nú er. 8 af hverjum 10 norðmönnum styðja að hið opinbera veiti árlega gegnum fjárlög milljarða nkr. til að viðhalda matvælaframleiðslunni allstaðar í landinu. Norskur almenningur stendur þétt við bakið á landbúnaðinum. Alþjóðleg þróun landbúnaðar, WTO viðræðurnar/esb aðild Forsvarsmenn norsku bændasamtak anna gráta ekki að WTO-samningaviðræðurnar (Doharunden) hafi strandað og almenn afstaða sam takanna er að tími væntinga um að markaðsöflin séu besta tækið til að koma á eðlilegum alþjóðaviðskiptum með landbúnaðrvörur sé liðinn. Ógnvænleg staða á matvælamörkuðum heims, stöðugur og viðvarandi matvælaskortur og hungursneyð eru alvarlegt ákall til landbúnaðar allstaðar í heiminum um að bregðast við.,,við á norðurslóðum höfum margt af því sem heimurinn þarfnast nú. Óvænt leiðtogaskipti í norsku bændasamtökunum Fyrir nokkru varð ljóst að Pål Haugstad, sem tók við formannsstarfi norsku bændasamtakanna fyrir ári myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Sú ákvörðun kom nokkuð á óvart en þó virðist ljóst að hluti meðstjórnarmanna beitti sér fyrir því og taldi að Pål hefði ekki veitt samtökunum nægilega skarpa og harða forystu. Á hinn bóginn kom fram í kveðjuræðu fráfarandi formanns að samtökin yrðu að beita sér fyrir nýjum og nútímalegri vinnubrögðum og hafa kjark til að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt. Viðtakandi formaður var áður 2. varaformaður, heitir Nils Björke og kemur frá Voss á Hörðalandi. Framkvæmdastjóraskipti Harald Milli, sem verið hefur starfs maður samtakanna síðan 1975 og framkvæmdastjóri um alllangt skeið hættir störfum um næstu mánaðamót. Á veglegri hátíðarsamkomu að kvöldi fyrsta fundardagsins voru honum þökkuð mikil og óeigingjörn störf fyrir samtökin og síðar á fundinum var hann gerður að heiðursfélaga Norges Bondelag. Í lokaorðum sínum til fundarins sagði Harald Milli m.a. við skulum vera stolt af því að framleiða heimsins mikilvægustu vöru. Fólkið er sammála okkur um það. Við þurfum sterk samvinnusamtök á markaðnum og það eru bændur sjálfir sem ákveða hve sterk þau verða. Byggjum brýr yfir til stjórnmálamanna og samtaka, það er forsenda lífvænlegs atvinnuvegar. Enginn lifir einn. Rætt var við Harald í síðasta Bændablaði en við starfi hans sem framkvæmdastjóri Norges Bondelag tekur maður að nafni Per Gunnar Skorge. GG MÆLT AF MUNNI FRAM Hannes Pétursson, skáld, sat við skriftir og fylgdist með fjórum hrútum á garðbletti sunnan við húsið. Þeir voru gæðalegir og hæglátir í öllum háttum. Hannesi varð hlýtt til þeirra og orti: Latir meður hnoð og hnus hengslast um með góðleg fés hrútar mínir: Matteus, Markús, Lúkas, Jóhannes. Alkunn voru afburða áramótaávörp Kristjáns Eldjárns, forseta, á nýársdag. Sjálfur var hann þó ekki alltaf jafn ánægður með þau. Eftir að hafa flutt eitt þeirra orti hann. Enginn pipar, ekkert salt, allt er í basli og mæðu. En tíminn breiðir yfir allt, einnig þessa ræðu. Guðmundur Böðvarsson á Kirkjubóli orti. Dó á fjöllum geislaglit, glóir mjöll á dröngum skógarhöll með haustsins lit hló þar öll af söngvum. Mikið vinfengi var með Guðmundi og Sigurði Jónssyni frá Haukagili, sveitunga hans. Ingibjörg, kona Guðmundar prjón aði peysu sem þau sendu Sig urði, ásamt eftirfarandi vísu Guðmundar: Læknist kveisa, lifni fjör, lánist reisa og messa, en veiðileysa og fýluför forðist peysu þessa. Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst, mörg í vorum djúpu dölum drottning hefur bónda fæðst Matthías Jochumsson Vísa hver sem vel er gerð víða nýtur hylli, leggur upp í langa ferð landshornanna á milli. Guðrún Benónýsdóttir Þegar við mér gröfin gín og gengur sól að viði, láttu ei Drottinn ljós til mín, lof mér að sofa í friði. Guðmundur Kamban Hægt ég feta hálan veg, heldur letjast fætur. Kuldahretum kvíði eg, komnar veturnætur. Rósberg G. Snædal Kynngimögnuð munu frá mæla gögn í eyra. Stundum þögnin yndi á öllum sögnum meira. Erlingur Jóhannsson Lágt er þetta litla kot, léleg þykir stofan. Héðan má þó hafa not af himninum fyrir ofan. Sig. Sigurðsson frá Arnarholti Árin tifa, öldin rennur, ellin rifar seglin hljóð; fennir yfir orðasennur, eftir lifir minning góð. Hjörtur Kristmundsson Og þú munt leita og leita, hvort langt eða stutt þig ber, að nýrri tækni og töfrum uns týnir þú sjálfum þér. Kristján frá Djúpalæk Sigli ég hátt í sólarátt, söng minn dátt ég þreytti hug minn átti hafið blátt, hitt ég fátt um skeytti. Jónas Tryggvason Heyrðu, drottinn, sárt ég syng, særð af hungri löngu. Sendu björg á Bleikáling börnunum mínum svöngu. Guðríður Jónsdóttir Engan kvíða ég á mér finn eða stríð í sinni, þó hafi tíðum heimurinn horn í síðu minni. Jón Árnason, Víðimýri

8 8 Agnar Gunnarsson oddviti Akrahrepps. Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur undanfarið efnt til funda víða um land þar sem hreyfingin er kynnt, stofnuð ný svæðisbundin félög og farið yfir Evrópumálin, m.a. hvað felst í aðild Íslendinga að Evrópusambandinu að mati samtakanna. Einn slíkur fundur var haldinn á Hótel Varmahlíð í Skagafirði á dögunum þar sem framsögumenn voru Ragnar Arnalds formaður Heimssýnar, Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður, Agnar Gunnarsson oddviti í Akrahreppi, Ragnar Rögnvaldsson, sem talaði fyrir yngri kynslóðina og Rögnvaldur Ólafsson, Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð. Heimssýn eru þverpólitísk samtök, sem stofnuð voru fyrir 7 árum. Nú er unnið að því að byggja félagið upp víða um land, m.a. með því að stofna svæðisbundin félög, því nú ríður á að sögn formannsins að fá sem flesta til liðs við málstaðinn. Ragnar Arnalds nefndi í upphafi máls síns að fyrir Alþingi lægi nú þingsályktunartillaga þess efnis að send yrði inn umsókn í Evrópusambandi og þótti honum tillagan á margan hátt undarleg nú þegar allar kannanir utan ein sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur aðild að sambandinu. Þótti Ragnari eðlilegra að hefja málið með könnunarviðræðum, kanna stöðuna og hvað Íslendingar fengju með aðild að sambandinu. Sagði hann eðlilegt að fyrst yrði skoðað hvað væri í pakkanum áður en sótt yrði um inngögnu. Ragnar sagði að nú væri ekki rétti tíminn til að sækja um aðild, að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar á miklum óvissutíma, er þetta virkilega mikilvægasta málið sem þjóðin stendur frammi fyrir nú, spurði hann og þótti vænlegra að horfa til skuldastöðu heimilanna og hruns íslensku krónunnar. Þá nefndi hann að þeir sem teldu að evran myndi bjarga einhverju í ástandinu þyrfti að bíða lengi þar til Íslendingar gætu tekið þann gjaldmiðil upp. Landið uppfyllti ekki nauðsynleg skilyrði til upptöku evru og langt væri þar til svo yrði. Ísland hefði aldrei uppfyllt öll fimm skilyrðin sem til þarf og nú væri ljóst að langt væri í að rekstrar- og skuldastaða ríkissjóðs Íslands yrði með þeim hætti að hægt yrði að taka upp evru, hún myndi því ekki koma í bráð. Rögnvaldur Ólafsson Flugumýrarhvammi í Akrahreppi. Þá sagði Ragnar nauðsynlegt að fólk áttaði sig á því hvað fælist í því að ganga í sambandið; fullveldi Íslands yrði framselt til Evrópusambandsins, sjálfstæði þjóðarinnar væri í húfi og því mikilvægt að menn tækju ekki ákvarðanir út frá skammtíma hagsmunum. Innganga í sambandið þýddi afsal fullveldis, yfirráð yfir landhelginni yrðu ekki lengur í okkar höndum, höggið fyrir íslenskan landbúnað yrði gríðarlegt og atvinnuleysi væri mikið innan aðildarríkjanna. Þá hafði hann efasemdir um að Íslendingar kæmu sínum málum í gegn, þannig fengjum við t.d. þrjú atkvæði af 350 í ráðherraráðinu svo að dæmi sé tekið. Verið að kúga okkur til að borga svo brestirnir komi ekki í ljós Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður nefndi í upphafi að tillaga sú sem ríkisstjórnin hefði lagt fram varðandi inngöngu í Evrópusambandið gengi alltof langt og væri að auki illa unnin og því hefði stjórnarandstaðan lagt fram aðra tillögu og ábyrgðarfyllri. Taldi Gunnar Bragi að meirihluti væri fyrir þvi á þingi að ganga til viðræðna við sambandið, en aftur á móti ekki fyrir aðild. Sjálfur væri hann á móti aðild og Er aðild að Evrópusambandinu virkilega mikilvægasta málið sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag, spurði Ragnar Arnalds formaður félagsins á fundinum. Þessir þrír virðast vera að velta því fyrir sér, en lengst til hægri er Ragnar Rögnvaldsson, einn frummælenda. Hlýtt á erindi á fundi Heimssýnar í Varmahlíð í Skagafirði, Gunnar Bragi Sveinson er lengst til vinstri á myndinni. Ekki rétti tíminn til að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar á miklum óvissutímum Ég segi hiklaust, það á að stoppa þennan andskota af strax! sagði Guðmundur Valtýsson bóndi á Eiríksstöðum í Húnavatnssýslu sem hér er til hægri á myndinni með Erlendi Hansen á Sauðárkróki. fengi ekki séð hverju við fengjum áorkað innan sambandsins miðað við þær fórnir sem þyrfti að færa. Augljóst væri að eini ávinningur Evrópusambandsins við inngöngu Íslands væru auðlindir okkar, við höfum margt sem þá vantar, sagði Gunnar Bragi. Fjallaði hann líka um Ice-save málið og sagði Evrópuríkin kúga Íslendinga til að greiða reikninginn, fyrst og fremst vegna þess að regluverk sambandsins væri meingallað og myndi koma í ljós ef farið væri ofan í málið. Hræðsla við að kerfið bresti við slíka skoðun hefði orðið til þess að Íslendingar væru kúgaðir til að greiða Ice-save reikninginn. Þeir verða að halda regluverkinu saman, en það er ekki okkar mál, það stendur upp á sambandið að laga þessa galla. Það er verið að kúga okkur til að borga svo brestirnir komi ekki í ljós, sagði Gunnar Bragi. Ef við borgum er okkur lofað inngöngu, þetta yrði þá dýrasti aðgöngumiði sem nokkurt ríki hefur keypt sér inn í sambandið. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur! Ragnar Rögnvaldsson var fulltrúi ungu kynslóðarinnar á fundinum en hann fjallað m.a. um að Íslendingar myndu hafa mjög lítil áhrif á gang mála innan sambandsins og því væri vandséð hver ávinningur okkar yrði. Við myndum glutra niður yfirráðum yfir auðlindum okkar og fengjum ekki inn í þjóðarbúið bráðnauðsynlegar tekjur af þeim. Taldi Ragnar að við fengjum ekki varanlegar undanþágur frá ýmsum málum er vörðuðu okkar hagsmuni og fjöldi starfa myndi glatast í kjölfar þess að landbúnaður yrði ekki svipur hjá sjón eftir inngöngu. Þeir fáu kostir sem fylgdu inngöngu næðu engan veginn að vega upp gallana. Agnar Gunnarsson oddviti Akrahreps fjallaði m.a. um baráttu Íslendinga við að verja auðlindir sínar en þeim mættum við undir engum kringumstæðum stofna í hættu. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur, sagði hann og taldi farsælla að Íslendingar tækju Gestir fundarins gerðu sér kaffi og köku að góðu á milli þess sem þeir hlýddu á framsöguerindi og umræður. sjálfir á sínum vanda. Agnar sagði að við yrðum áhrifalaus innan sambandsins og þótti umræður um að nú væri lag að sækja um þegar Svíar væru í forsvari álíka gáfulegar og þegar unglingur teldi meiri líkur á að komast inn á ball af því hann þekkti dyravörðinn. Agnar hvatti menn til að hlusta á sína innri rödd og láta ekki áróður hafa áhrif á sig. Fyrir fáum árum hefðu menn trúað blint á fjármálakerfið og talið banka og verðbréfamiðlun framtíðina, fiskveiðar og landbúnaðar heyrðu sögunni til. Annað hefði komið á daginn og nær væri að styðja við þessar grunnatvinnugreinar þjóðarinnar en að leggja þær í rúst. Höfnum aðild líkt og Uppkastinu var hafnað forðum Rögnvaldur Ólafsson, Flugumýrar hvammi í Akrahreppi gerði að umtalsefni hvernig Evrópu sambandið myndi fara með þessa grunnatvinnuvegi okkar. Við fengjum eflaust tveggja til fimm ára aðlögunartíma, en Evrópu sambandið er enginn góðgerðarstofun, ef það hefur áhuga fyrir okkar auðlindum mun það seilast í þær og þá verður illa fyrir okkur komið, sagði hann. Hvað landbúnað varðar sagði hann horfur ekki góðar, væru Íslendingar aðilar að Evrópusamband inu og ætti það við flestar búgreinar sem meira og minna yrðu laskaðar á eftir. Taldi hann fæðuöryggi þjóðarinnar stefnt í voða, samdráttur yrði í úrvinnslugreinum með tilheyrandi atvinnuleysi og bændum myndi einnig fækka til muna líkt og gerst hefði í Finnlandi. Samkeppni í smásöluverslun væri nánast engin hér á landi og barátta um hillupláss færi eflaust á þann veg að þær vörur sem verslunin flytti sjálf inn hefðu vinninginn. Í lok ræðu sinnar hvatti Rögnvaldur landsmenn til að hafna aðild að sambandinu, líkt og þeir hefðu gert fyrir um 100 árum varðandi Uppkastið svonefnda. Ég vona að sama niðurstaða fáist, verði kosið um aðild, sagði Rögnvaldur. Ætla þeir að svíkja kjósendur sína? Ég segi hiklaust, það á að stoppa þennan andskota af strax! sagði Guðmundur Valtýsson bóndi á Eiríksstöðum í Húnavatnssýslu sem brá sér bæjarleið til að sækja fund Heimssýnar. Við höfum ekkert að gera með að leggja fé og tíma í þetta mál, bætti hann við og vísaði til þingályktunartillögu um að Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hvatti hann alla sem vettlingi geta valið að leggjast á sveif með samtökunum og berjast gegn aðild. Var hann furðu lostinn yfir tillögunni, sem fram væri komin þetta skömmu eftir kosningar og kvaðst ekki skilja að kjósendur Vinstri grænna myndi sætta sig við þetta. Það var hamrað á því fyrir kosningar að flokkurinn væri á móti aðild, en nú virðist annað uppi á teningnum, ætlar flokkurinn að svíkja kjósendur sína, alla þá sem flykktust að honum vegna eindreginnar andstöðu við Evrópusambandið? spurði Guðmundur. MÞÞ

9 9 Velkomin í sveitina Allt sem þú þarft að vita um gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni Bæklingurinn liggur frammi á öllum helstu áningarstöðum á landinu. Pantið bækling á i i 140 bæir um allt land bjóða upp á gistingu, máltíðir og afþreyingu. Fjölbreytt gisting: Heimagisting, gistihús, sveitahótel, sumarhús og tjaldsvæði. Verið velkomin! Bændur selja búvörur beint frá býli. Fjölbreytt framboð af íslenskum mat við allra hæfi. Verði þér að góðu! Komdu í heimsókn til bænda og kynntu þér nútímabúskap og fjölbreytta starfsemi í íslenskum sveitum. Fyrir börn og fullorðna á öllum aldri! Síðumúli Reykjavík sími s Bændahöllinnii 107 Reykjavík sími Erfiðisvinna hefur aldrei verið auðveldari. Fristadts vinnufatnaðurinn fæst í N1. N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 N1 verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. Sími Meira í leiðinni

10 10 Skýrsla um mögulegan samdrátt í útstreymi gróðushúsalofttegunda lögð fram Stærstu tækifærin eru í landbúnaði og landnotkun Aukin landgræðsla, skógrækt og endurheimt votlendis skila langmestum árangri. Með því að moka ofan í fjórðung skurðanna má draga úr útstreymi sem nemur tonnum af CO 2 á ári Umhverfisráðuneytið gaf nýlega út skýrslu um útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og tillögur til að draga úr því. Þar er að finna talsvert ítarlegar tillögur ásamt kostnaðaráætlun um aðgerðir sem hægt er að grípa til í ýmsum greinum samfélagsins, svo sem fiskveiðum, samgöngum, iðnaði og landbúnaði. Ljóst er að í þeim tillögum liggja hvað stærstu tækifærin í breyttri landnotkun, það er landgræðslu, skógrækt og síðast en ekki síst endurheimt votlendis. Skýrslan er unnin af nefnd sem skipuð var af umhverfisráðherra á vordögum Formaður hennar var Brynhildur Davíðsdóttir umhverfis- og auðlindafræðingur en auk hennar sátu í nefndinni átta sérfræðingar, þeirra á meðal Daði Már Kristófersson hagfræðingur og fyrrum ráðunautur Bændasamtaka Íslands. Nefndinni var falið að fjalla um möguleika þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda og leggja mat á hvort þeir væru tæknilega framkvæmanlegir og raunhæfir hvað kostnað varðar. Jafnframt átti hún að kanna möguleika á að beita öðrum mótvægisaðgerðum, svo sem bindingu kolefnis. Stóriðjan skiptir miklu máli Tillögurnar eru margs konar og beinast jafnt að breyttum viðhorfum almennings og stjórnvalda, svo sem um að greiða fyrir og auka hjólreiðar og göngur á kostnað bifreiða. Einnig er horft til margvíslegra tæknilegra úrbóta, svo sem að gera bíla sparneytnari og knýja þá með lífeldsneyti, vetni eða rafmagni. Í sjávarútvegi væri líka hægt að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda með því að breyta vélum skipa og hætta olíunotkun í loðnubræðslum. Framtíðarsýn skýrslunnar er tvenns konar, annars vegar er horft til ársins 2020 og hins vegar til ársins Einnig eru dregnar upp myndir sem eru breytilegar eftir því hvort álframleiðsla eykst eða stendur í stað á núverandi stigi. HRUN ÍSLENSKA bankakerfisins á síðasta hausti og víðtæk áhrif þess á íslenskt atvinnu- og efnahagslíf er veruleiki sem yfirskyggir flest annað hér á landi þessar vikurnar. Deilt er um að hve stórum hluta það sem þarna gerðist hafi verið fyrirsjánlegt og hvort með réttum aðgerðum hefði mátt minnka skaðann. Mikið vatn mun renna til sjávar áður en niðurstaða fæst í slíkri umræðu. Þá er rætt um áhrif kreppu á heimsvísu sem víðar gerir mikinn usla en hér á landi. Við höfum einnig séð aðra kreppu nálgast á síðustu árum. Það er sú umhverfisvá sem blasir við vegna þeirra loftslagsbreytinga sem eru að gerast og spáð er að aukist hratt á næstu árum vegna gróðurhúsaáhrifa. Þessar breytingar má rekja til mannlegra athafna á um liðnum áratugum og öldum, Magn gróðurhúsaloftegunda í andrúmslofinu jókst feikilega mikið á síðustu öld, öðru fremur vegna þess að efnahagsframþróun hefur mikið byggt á nýtingu og bruna jarðeldsneytis (kola, olíu og gass). Þetta vandamál viðurkenna æ fleiri að sé að líkindum það stærsta sem við okkur blasir á næstu áratugum. Um er að ræða vanda sem ekki verður leystur nema með margvíslegu samkomulagi á Þar í liggur verulegur munur því útstreymi frá stóriðju, einkum álverum, er gífurlegt. Í því sem hér fer á eftir verður farið yfir þá möguleika sem eru á því að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði og með breyttri landnotkun. Breytingar í landbúnaði Þegar horft er á súlurit yfir heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda og möguleika á að draga úr því sést glöggt að breytt landnotkun felur í sér langmestu möguleikana. Verði gripið til allra þeirra aðgerða sem taldar eru upp í skýrslunni er það mat skýrsluhöfunda að hægt verði að draga úr nettóútstreymi um rúmlega helming árið Af þeirri minnkun stafar meira en helmingur af breyttri landnotkun. Að viðbættum þeim möguleikum sem felast í aðgerðum hjá bændum eru 63% allra mögulegra aðgerða gegn útstreymi fólgin í landbúnaði og landnotkun. Um landbúnað segir í skýrslunni að útstreymi frá honum einskorðist við útstreymi frá dýrum og landbúnaðarlandi. Þar er einkum um að ræða tvær tegundir, metan (CH 4 ) og hláturgas (N 2 O), og samanburður við önnur lönd sýnir að útstreymi á hvern íbúa er síst minni hér en í nágrannalöndum okkar. Möguleikar á að draga úr því liggja einkum í eftirtöldu. Breytt fóðrun. Þar er rætt um að auka styrk fóðurs hjá jórturdýrum, þ.e. auka kjarnfóðurgjöf eða bæta gróffóðrið, til þess að breyta hlutföllum edik- og própíonsýru í vömb dýranna. Breytingar á fóðrun hafa hins vegar þann galla að erfitt er að koma á samræmdum aðgerðum og enn erfiðara að mæla árangurinn. Bætt meðferð búfjáráburðar. Þar er eftir nokkru að slægjast, einkum í því að geyma mykju í lokuðum geymslum svo hægt sé að safna hauggasinu og nýta það til orkuframleiðslu í stað þess að það fari út í andrúmsloftið. Bætt nýting búfjáráburðar. Við slíkar geymsluaðstæður verður einnig til betri búfjáráburður sem hægt er að nýta til þess að draga úr innkaupum á tilbúnum áburði en hann er einnig uppspretta útstreymis gróðurhúsalofttegunda. Vitnað er til nýrra rannsókna Þórodds Sveinssonar sem sýna að hægt væri að ná enn meiri árangri með slíkum aðferðum en áður var talið. Þá þarf að huga að réttum dreifingartíma og samsetningu áburðarins. Það er mat skýrsluhöfunda að með því að beita öllum þessum aðferðum innan skynsamlegra og raunhæfra takmarka væri hægt að draga úr útstreymi frá landbúnaði um 12% sem jafngildir tonnum af CO 2 ígilda á ári. Kostnaður við hvert tonn er mismikill eftir aðferðum. Breytt fóðrun er dýrust, kostnaður við hana er metinn á kr. á hvert tonn CO 2. Bætt meðferð búfjáráburðar kostar um 400 kr. á tonnið en bætt nýting hans skilar hins vegar hagnaði sem nemur kr. á tonnið, en það skýrist einkum af sparnaði í innkaupum á tilbúnum áburði. Breytt landnotkun Stóru sóknarfærin eru hins vegar í breyttri landnotkun, aukinni skógrækt og landgræðslu og endurheimt votlendis. Eins og alþjóð veit er Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar Þetta súlurit sýnir hversu miklu má ná fram með mismunandi aðferðum við því að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda fram til App elsínurauðu svæðin eru þær aðgerðir við landgræðslu og skógrækt sem nú eru í gangi en brúnu svæðin sýna þá möguleika sem auknar aðgerðir gætu skilað. heimsvísu. Lausnir kalla um leið á breytta orkunýtingu á öllum stigum og einnig breytt viðhorf og athafnir hvers einstaklings í daglegri umgengni við umhverfi sitt. Í blaðinu er fjallað um nýútkomna skýrslu sérfræðingahóps á vegum Umhverfisráðuneytisins sem hefur vegið og metið margvíslega möguleika okkar Íslendinga til að breyta losun og bindingu gróðurhúsaloftegunda á næstu árum. Það ætti að vera borgarleg skylda sem flestra að kynna sér þessi mál. Til að öðlast staðgóða þekkingu í þessum málum, grundvelli loftslagsbreytinganna, hefur því miður ekki verið um auðugan garð að gresja hér á landi. Umhverfisráðuneytið hefur gefið út sérfræðiskýrslur sem sumar geta tæplega talist léttmeti. Ýmsir veðurfræðingar hafa einnig lagt sitt af mörkum í almennri fræðslu og er líklega ekki á neinn hallað þó að nafn Páls Bergþórssonar fyrrum veðurstofustjóra sé nefnt í því samhengi. Veruleg ástæða er til að vekja athygli á bók sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út síðastliðið haust. Bókin fékk í haust ekki þá athygli sem henni hiklaust ber. Þetta er bók sem heitir Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar og er eftir Halldór Björnsson loftslags- og jarðeðlisfræðing sem starfar á Veðurstofu Íslands. Í þessari bók eru undirstöðuþættir þessara mála settir fram á skýran og aðgengilegan hátt með góðri tengingu við líðandi stund. Bókin ætti því öllu áhugafólki um að auka þekkingu sína á þessum málum að vera mjög auðlesin. Þess vegna er eindregið mælt með henni við alla sem vilja auka þekkingu sína á þessum málum. Bókin skiptist í nokkra kafla. Sá fyrsti fjallar um lofthjúp jarðar og þau eðlisfræðilögmál sem þar ráða mestu og mynda það sem við í daglegu tali nefnum veður. Næsti kafli fjallar um loftslagsbreytingar af mannavöldum og er þar fjallað um þekkingaröflun síðustu áratuga sem hafa staðfest á óyggjandi hátt áhrif gróðurhúsalofttegundanna til aukningar í lofthita og veðurfarsbreytinga á síðustu áratungum. Þriðji kaflinn sem heitir flækjur fjallar um ýmsa þætti sem flækja enn frekar ýmis af þeim orsakasamböndum sem fjallað er um í fyrri köflunum. Í fjórða kaflanum er fjallað um loftslagsspár fyrir 21. öldina, fyrst hnattrænt en síðan sérstaklega hvað slíkar spár segja um líklegar loftslagsbreytingar hér á landi. Í fimmta kaflanum töluvert unnið hér á landi við skógrækt og landgræðslu. Í skýrslunni er bent á að það mætti hins vegar vel auka við það sem gert er. Landgræðsla. Núverandi umfang landgræðsluaðgerða er um 75 km 2 á ári, en skýrsluhöfundar segja að auðveldlega megi tvöfalda það land sem ræktað er á hverju ári. Það er tæknilega mögulegt, ekki síst í ljósi þess að tækin til þess að stunda landgræðslu eru til að heita má á hverjum bæ. Með tvöföldun landgræðslu væri hægt að auka kolefnisbindingu um tonn af CO 2 á ári og kostnaður við tonnið er metinn á kr Skógrækt. Þar hafa stjórnvöld sett sér það markmið að skógar þeki a.m.k. 5% lands undir 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Til þess að ná því marki um miðja öldina þyrfti að þrefalda árlega skógrækt frá því sem nú er. Í skýrslunni er miðað við að skógrækt muni tvöfaldast en með því móti væri hægt að draga úr útstreymi sem nemur tonnum á ári. Kostnaður við hvert tonn er metinn á rúmlega kr. Endurheimt votlendis. Framræstar mýrar hér á landi eru um km 2 að flatarmáli og skiptist nýting þeirra þannig að tún eru UMHVERFISRIT BÓKMENNTAFÉLAGSINS GRÓÐURHÚSAÁHRIF og LOFTSLAGSBREYTINGAR Halldór Björnsson er síðan sagt frá viðbrögðum við spánni, en skýrslan sem nefnd er í byrjun greinarinnar er ein enn viðbótin í þeim efnum. Að lokum eru stutt lokaorð og leyfi ég mér að lokum að birta síðustu malsgreinina þar sem segir í stuttu máli mjög skýrt meginatriðin í þessum málum. Umfjöllun í þessari bók er að mest leyti tæknileg. Fyrir mér er aukið skynbragð á gangverk veðurkerfa og hafstrauma, bætt loftslagsspá og frekari skilningur á afleiðingum loftslagsbreytinga umfram allt tæknilegt viðfangsefni. Að svo miklu leyti sem viðbrögðin snúast um aðlögun að loftslagsbreytingum og breytingar á þeirri tækni sem efnahagslíf km 2, beitilönd km 2 en 900 km 2 eru í lítilli notkun. Í skýrslunni er ekki reiknað með því að fórna túnum og beitilöndum, en ef hægt væri að semja við landeigendur, sem flestir eru bændur, um að endurheimta þær framræstu mýrar sem nú eru í lítilli notkun næðist verulegur árangur í því að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Alls má draga úr árlegu útstreymi sem nemur tonnum af CO 2 með þessum hætti. Í skýrslunni er vitnað til rannsókna sem gerðar hafa verið á vegum Landbúnaðarháskóla Ís lands en þær benda til þess að ekki sé farið að draga úr útstreymi mýra 40 árum eftir að framræslu þeirra lauk. Þessu útstreymi lýkur hins vegar um leið og vatnsstaða nær fyrri hæð. Kostirnir við þessa aðgerð eru margir. Þetta er í fyrsta lagi afar fljótlegt og krefst ekki mikils tæknibúnaðar eða fjárfestinga. Tækin eru til út um allt svo það er tæknilega ekkert því til fyrirstöðu að ljúka þessu verki á fáum árum, jafnvel ekki nema fimm árum. Í öðru lagi er þetta ódýr kostur. Kostnaður við hvert tonn af CO 2 sem hættir að streyma upp úr mýrunum gömlu er metinn á 900 kr. og er þá búið að reikna með bótum til landeigenda fyrir að fórna landi sínu með þessum hætti. Mörg tækifæri fyrir bændur Skýrsla hópsins er mikil að vöxtum og í anda sannrar umhverfisverndar var hún ekki prentuð út fyrir blaðamenn heldur þeim bent á að nálgast hana á vef ráðuneytisins: www. umhverfisraduneyti.is/adgerdaskyrsla2009. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði á fundinum að næsta skref yrði að kalla eftir tilnefningum hagsmunaaðila í nýjan hóp sem koma á fram með tímasettar áætlanir um aðgerðir til þess að ná þeim markmiðum sem sett eru fram í þessari skýrslu. En þangað til hún liggur fyrir mætti ýmislegt gera. Til dæmis gætu blaðamenn og hún sjálf hætt að mæta akandi á fundi heldur ferðast á tveim jafnfljótum eða reiðhjólum. Samkvæmt síðustu fréttum tók ráðherrann þessa ábendingu jafnvel einum of hátíðlega. En hvað sem því líður sýnir skýrslan fram á að bændur eiga mörg tækifæri í því að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda og þess vegna hægt að ræsa vélarnar strax og moka ofan í skurði. ÞH Höfundur bókarinnar, Halldór Björns son loftslags- og jarðeðlisfræð ingur. heimsins byggist á, er einnig um tæknilegt viðfangsefni að ræða. En í grundavallaratriðum eru loftslagsbreytingar ekki tæknilegt vandamál, heldur siðferðilegt. Þær vekja spurningar um réttlæti í heimi þar sem fátækar þjóðir líða fyrir athafnir iðnríkja, þær vekja spurningar um það hvort vistkerfi hafi tilverurétt óháð notkun okkar af þeim, og loks vekja þær spurningar um rétt óborinna kynslóða á því að heimurinn sem þær erfa sé vistlegur. Veruleiki loftslagsbreytinga og viðbrögð við þeim ætti því að vekja okkur til umhugsunar um hvert við stefnum og hver við erum. Og það er líklega dýpsta spurningin af þeim öllum. JVJ

11 Laxá Krafla Blanda Végarður A P GÓÐ KAUP Bændablaðið Smáauglýsingar SP-902B, stærð 107x107 sm. sturtuklefi - margar gerðir Sp-302C, 90x90 sm. og 96x96 sm. Sp-302B, 90x90 sm. og 96x96 sm. Ljósifoss Búrfell Frábært land til ferðalaga Saunaofnar ýmsar gerðir. Saunahús - Saunavörur SP-20SN, stærð 123x123 sm Infra rauður saunaklefi Velkomin á sýningar Landsvirkjunar: Dimmir hratt á draugaslóð Blöndustöð Andlit Þjórsdæla Búrfellsstöð Afl úr iðrum jarðar í Kröflustöð Hvað er með Ásum? í Laxárstöð List Kristjönu Samper í Ljósafossstöð Orkan frá Kárahnjúkum í Végarði Merktu þína uppáhalds áfangastaði inn á kortið. Er ekki upplagt að koma við hjá okkur í leiðinni? Möguleiki á að taka reykrör upp úr vél eða aftur úr henni. Öryggisgler fyrir eldhólfi. Trekkspjald fylgir. Stöðvar Landsvirkjunar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar um heimsókn til Landsvirkjunar eru á og í síma Árangur fyrir alla Kerran er á 12" (30,5cm) felgum. Burðargeta 530 kg. - eigin þyngd 66 kg. GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. S

12 12 Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Guðný Vésteinsdóttir hlutu sérstaka viðurkenningu á uppskeruhátíðinni fyrir verkefni sitt Holt og hæðir. Höfum fengið góð viðbrögð og nú er bara að bretta upp ermarnar Þær Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Guðný Vésteinsdóttir hlutu sérstaka viðurkenningu á uppskeruhátíðinni fyrir verkefni sitt Holt og hæðir. Verkefnið felst í stofnun matvælavinnslufyrirtækis með áherslu á sultugerð úr fjölbreyttum hráefnum sem og vinnslu á austfirskum skógarafurðum, skógarsveppum og birkisafa. Framleiddar verða sultur úr rabbarbara og berjum til stóreldhúsa, mötuneyta, veitingastaða og hótela. Þá er einnig ætlunin að þróa vörulínu í neytendapakkningum, fyrstu vörur fara á markað í ágúst næstkomandi. Við höfum um langt skeið velt fyrir okkur, líkt og margir aðrir, hvernig mætti nýta betur afurðir skóga á Héraði en nú er gert. segja þær Bergrún Arna og Guðný. Þegar þær svo fréttu af því að Impra ætlaði að bjóða upp á námskeið á Austurlandi um stofnun og rekstur fyrirtækja ákváðu stöllurnar að slá til, og við sjáum ekki eftir því. Námskeiðið nýttist okkur afar vel enda afburða leiðbeinendur til staðar sem voru boðnir og búnir Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað í Vopnafirði vann á Vaxtarsprotanámskeiðinu að verkefni sem kallast Kaupvangskaffi, en það snýst um undirbúning opnunar og rekstrar kaffihúss í hinum sögufræga húsi, Kaupvangi í Vopnafirði. Nú er búið að opna kaffihúsið, en jafn framt samdi Ágústa við Vopna fjarðarhrepp um að hafa umsjón með upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn á staðnum. Forsaga þess að ég fór á Vaxtarsprota-námskeið var að ég varð 65 ára í byrjun árs og fór í tilefni þess að hugleiða að það liði nú hratt að starfslokum hjá mér. Einn áratugur í viðbót á fullri ferð væri bara bónus á góða starfsævi, segir Ágústa sem lagt hefur gjörva hönd á margt á sínum ferli, unnið skrifstofu- og verslunarstörf, lengst af verið bóndi og húsfreyja, uppalandi, fræðari, leiðsögu- og safnamaður. En hvað átti ég eftir að gömlum draumunum? Jú, ég átti eftir að reka sjálf kaffihús! Húsnæðið var til staðar og námskeið í boði, svo af hverju ekki að rjúka bara í að láta þann draum rætast?, spyr Ágústa sem var ekki að tvínóna við hlutina, heldur skráði sig á námskeiðið enda þótti henni lítið mál fyrir eldhressa konu á besta aldri að aka í Egilsstaði frá Vopnafirði nokkrar ferðir yfir háveturinn, ekki nema rúmir 200 km hverju sinni! að leiðbeina þátttakendum um alla skapaða hluti. Við erum afar þakklátar fyrir þann stuðning sem við fengum, segja þær. Bergrún Arna og Guðný segjast hafa fengið góða innspýtingu til að fullhanna hugmynd sína sem þessa dagana er að verða að veruleika með stofnun fyrirtækis og vinnslu afurða af Héraði. Áhersla verður lögð á sultugerð úr fjölbreyttum hráefnum sem og vinnslu á ýmsum skógarsveppum til stórnotenda. Framleiðslan fer fram á Héraði sem og tínsla afurða. Áhugasamir eigendur rabbarbaragarða styðja við bakið á okkur og er hráefnisöflun farin af stað og undirbúningur fyrir vinnslu í gangi. Ef vel gengur verður starfsfólk ráðið tímabundið í vinnu, að mestu yfir sumar- og haustmánuði. Ráðið verður í eitt hlutastarf á ársgrundvelli hjá fyrirtækinu. Við höfum fengið góð viðbrögð og nú er bara að bretta upp ermarnar. Neytendur eru sífellt að verða meðvitaðri um uppruna og innihald þeirrar vöru sem þeir kaupa og því erum við bjartsýnar á þessa viðbót á markaðinn, segja þær. Hún segir að námskeiðið hafi verið mjög skemmtilegt og fróðlegt og gaman að vinna með fólki á öllum aldri víða af Austurlandi að ýmsum verkefnum. Leiðbeinendur voru G.Ágúst Pétursson, Sigurður Steinþórsson og Elín Aradóttir sem hélt utan um allt saman af stakri prýði eins og hún á ætt til að sögn Ágústu. Hún bætir við að námsefnið hafi verið mjög vel undirbúið og skýrt lagt fram og aðstoð var í boð hjá Þróunarfélaginu og Impru. Í kynningu á námskeiðið var tekið fram að leiðbeinandi myndi á námstíma heimsækja nemanda, en aldrei hvarlaði að mér að Vopnafjörður væri ekki undanskilinn slíkri heimsókn. Nei, Elín Aradóttir var ekki í vandræðum með að finna nemendur sína og aka heim til þeirra, þrátt fyrir að þeir hefðu kosið að búa fjarri hringveginum og stærstu þéttbýlisstöðum, segir hún. Það getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og sannaðist það á mér. Ég hef um áratugaskeið unnið mest ein að mínum hugmyndum og nýtti mér því ekki nægjanlega þá hjálp sem bauðst á milli kennsludaga. Varð það til þess að útfærsla námsefnis hefði mátt vera betri hjá mér en hugmyndin Kaupvangskaffi, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn skerptist og lagaðist að raunveruleikanum og þeim möguleikum sem bjóðast hér á Vopnafirði til rekstur af þessu tagi, segir Ágústa. Uppskeruhátíð á vegum verkefnisins Vaxtarsprota var haldin á Egilsstöðum á dögunum, en alls voru þátttakendur 19 að þessu sinni og unnu þeir að 15 verkefnum. Öll lúta verkefnin að ákveðnum viðfangsefnum og atvinnusköpun í heimabyggð. Markmið hátíðarinnar var að vekja athygli á verkefnum þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu á Austurlandi og einnig að skapa formlega umgjörð um lok verkefnisins á þessu misseri. Hátíðin, sem haldin var í Hátíðarsal Menntaskólans á Egilsstöðum, var vel sótt, en alls voru viðstaddir um 70 manns. Frá því að Vaxtarsprotaverkefnið hóf göngu sína hafa 129 manns lokið námskeiðum á vegum verkefnisins að þátttakendum frá Austurlandi meðtöldum. Þessir aðilar hafa unnið að 98 verkefnum í allt. Meirihluti þessar verkefna eru ný af nálinni, en einnig hefur verið þó nokkuð um að forsvarsmenn starfandi fyrirtækja hafi nýtt sér verkefnið til frekari framþróunar á sinni starfsemi. Nú þegar hefur Vaxtarsprotaverkefnið því átt þátt í Hvað átti ég eftir af gömlu draumunum? Verkefnið Vaxtarsprotar hvetur og styður við atvinnusköpun í sveitum landsins Hópurinn sem lauk námskeiði á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins á vormisseri 2009, ásamt verkefnisstjóra. að koma fjölmörgum atvinnuskapandi verkefnum á laggirnar víða í sveitum landsins. Elín Aradóttir verkefnisstjóri Vaxtarsprota segir að markmiðið með verkefninu sé að styðja við atvinnusköpun í sveitum og hvetja íbúana til dáða í þeim efnum. Verkefni þátttakenda að þessu sinni voru fjölbreytt, innan ólíkra atvinnugreina og á mismunandi stigum þróunar, sumir eru að hefja eitthvað alveg nýtt en eins hafa þátttakendur líka verið úr hópi forsvarsmanna starfandi fyrirtækja og hafa nýtt sér námið til frekari uppbyggingar á sinni starfsemi, segir Elín. Að venju voru verkefni þátttakenda nú af ýmsu tagi, m.a. á sviði matvælaframleiðslu og fullvinnslu heima á býli, svo sem kinda- og hreindýrakjöts, á sviði ferðaþjónustu, svo sem vetrarferða á jeppum og gönguferðum um Austurland ásamt hestaferðum við ysta haf. Þá voru verkefni tengd framleiðslu á jurtasmyrslum og jurtaolíu, hunangsframleiðslu, sultugerð og vinnslu á austfirskum skógarafurðum, bæði til matargerðar og timburvinnslu. Þá má nefna ljósmyndastarfsemi, m.a. sölu á ljósmyndum og ljósmyndatengdum varningi, ráðgjafarstarfsemi, m.a. þjónusta á sviði ráðgjafar um gæða- og öryggismál, heilbrigðis- og umhverfismál og verkefni tengd heimaorku sem knúin er vindi og vatni. Loks var unnið að verkefnum sem lutu að verktakastarfsemi á sviði garðyrkju- og umhverfismála, þar sem áhersla verður lögð á betri nýtingu yfir vetrartímann og eins var unnið að verkefni í tengslum við kaffihúsarekstur á Vopnafirði. Verkefnið, sem er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, hóf göngu sína á árinu 2007, en hefur síðan komið til framkvæmdar víða um land. Verkefnið á Austurlandi fór fram í samvinnu við Búnaðarsamband Austurlands, Þróunarfélag Austurlands og Þekkingarnet Austurlands. Þátttakendum í verkefninu hefur staðið til boða margvíslegur stuðningur. Boðið hefur verið upp á námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, einstaklingsbundna leiðsögn, auk þess sem ýmsir styrkjamöguleikar hafa verið kynntir. MÞÞ Ágústa Þorkelsdóttir á tröppunum á Kaupvangi þar sem hún er að opna kaffihús og móttöku ferðamanna. Torg tækifæranna Kaupvangskaffi er rekið í sögufrægu húsi sem byggt var 1883 fyrir verslunarfélag Örum og Wulf. Sú danska verslun lauk sögu sinni í húsinu 1918 og Kaupfélag Vopnfirðinga tók við eignunum og rak verslun í húsinu til Þá tók við hnignunarskeið sem stóð til aldamóta að drifið var í endurbyggingu Kaupvangs eins og húsið heitir nú og þar er rekið menningar- og fræðslusetur. Húsið er staðsett í miðju kauptúninu, blasir við hverjum manni og bíður upp á margvíslega möguleika til menningar-, fræðslu- og samfélagsstarfsemi. Þarna er torg tækifæranna, margs konar atvinnu- og verslunarstarfsemi í nágrenni og nægt húsrými fyrir nýjar hugmyndir til fjölbreytni í atvinnu og mannlífi, segir Ágústa en þátt taka í þessu verkefni fjölskylda hennar og Sigríður Bragadóttir sem hafa verið með í að koma hugmyndinni í framkvæmda, og standa sem klettar að baki mér. Múlastofa, heiðruð minningu þeirra bræðra Jónasar og Jóns Múla Árnasona er í húsinu og þar er einnig unnið merkilegt starf í Vesturfaramiðstöð Austurlands. Þekkingarnet Austurlands hefur starfstöð í Kaupvangi og hefur lyft grettistaki í fullorðinsfræðslu og aðstoð við nemendur í fjarnámi, ásamt með yfirstjórn skráningar sögu heiðarbýlanna og söfnun til sögu Vopnafjarðar. Þáttur í þeirri söfnun er Myndagrúsk eldri borgara, þar sem áhugamenn um myndir og myndefni, fólk úr félagi eldri borgara hefur unnið markvisst að skráningu mynda undir stjórn Halldórs K. Halldórssonar fyrrverandi kaupfélagsstjóra. Nú er búið að opna Kaup vangskaffi og jafnframt ljósmyndasýn ing una Myndagrúsk, þar sem eru 60 myndir, flestar hópmyndir af Vopnfirðingum og hefur tekist að bera kennsl á um 98% þeirra sem á myndunum eru. Í sumar verða ýmsar uppákomur í Kaupvangskaffi, svo sem upplestur, söngur, tónleikar og fleira sem létt getur lund landans og gefur lífinu lit.

13 13 Aðalfundur Landssamtaka raforkubænda 2009 og hefst fundurinn kl. 09:30. Dagskrá: 1. Setning fundarins og skipun starfsmanna 2. Morgunverður í boði Orkubús Vestfjarða. Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir frá starfsemi þess. 3. Skýrsla stjórnar 4. Guðjón Axel Guðjónsson skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu talar um mögulega inngöngu í Evrópubandalagið stofnunar talar um Verðmyndun rafmagnsins: Vinnsla, - einnig inn á fjármögnun smávirkjana eftir bankahrunið. skipti orkuframleiðenda og landeigenda og reynslu raforkubónda 10. Árgjald 11. Kosinn einn maður í stjórn og annar í varastjórn auk tveggja skoðunarmanna 12. Önnur mál Að fundinum loknum gefst fundarmönnum kostur á að skoða virkjanir Orkubús Vestfjarða í Tungudal og Engidal Kristjáns Haraldssonar og Birkis Friðbertssonar. GRÆNAR KONUR Bændur athugið Minnum á rekstrarvörurnar frá Mepa MEPA clean MEPA alcali MEPA des fyrir mjaltakerfi, 23 kg fyrir róbóta, 27 kg á bursta í róbótum, 21 kg Lítil græn skref stórstígar framfarir HELLUSKEIFUR AUGLÝSA Útsölustaðir fyrir Helluskeifur eru; Baldvin og Þorvaldur, Selfossi, Búval, Klaustri, Byggingarfélagið Klakkur, Vík, Kaupfélag Borgfirðinga, Pakkhúsið Hellu, Söðlasmíðaverkstæðið Rauðalæk, Verslunin Bakki, Kópaskeri, Verslun K 9 Keflavík og hjá Helluskeifum Stykkishólmi en þar geta allir pantað í síma Veljum íslenskt, það er allra hagur. Varist eftirlíkingar. Beltavagnar Bændablaðið á netinu... Remfló ehf. er leiðandi fyrirtæki í sölu mjaltakerfa, kjarnfóðurbása og mjólkurtanka. Innan fyrirtækisins er starfrækt verslun með varahluti og rekstrarvörur. Austurvegur Selfoss Sími: Fax: sala@remflo.is - Sjálfhlaðandi beltavagnar í miklu úrvali. Ótrúlegt úrval aukahluta sem tengja má við vagnana. Komið - prófið - sannfærist Dalvegi 6-8 // Kópavogi // S: Góð greiðslukjör Net og plastlager á eftirfarandi stöðum Baldur Grétarsson bóndi Kirkjubæ Egilsstöðum Sími: Farsími: Sigurbjörn Karlsson Smyrlabjörgum Höfn í Hornafirði Sími: Jóhannes Ingi Árnason Snæbýli Kirkjubæjarklaustri Sími: Farsími: Kristinn Stefánsson Raufarfelli Hvolsvelli (dreifb.) Sími: Farsími: Grafvélar ehf Dynskálum Hellu Sími: Farsími: Ágúst Ingi Ketilsson Brúnastöðum Selfossi Sími: Farsími: Ari Ingimundarson Hvanneyri 311 Borgarnesi Sími: Farsími: Brynjólfur Guðmundsson Hlöðutúni Borgarnesi Farsími: Eggert Kjartansson Hofsstöðum Borgarnesi Sími: Farsími: María G Líndal Neðri-Hundadal Búðardal Sími: Kristján Hans Sigurðsson Lyngbrekku Búðardal Farsími: Haraldur Bjarnason Haga II Patreksfirði Sími: Farsími: Jón Kristófer Sigmarsson Hæli Blönduósi Sími: Farsími: Þröstur Guðnason Skammbeinsstöðum Hellu Sími: Farsími: Búvís ehf 600 Akureyri Sími: Farsími: Búvís ehf Sveinungsvík 675 Raufarhöfn Sími:

14 14 Ætlaði ekki að verða félagsmálabóndi Formaður garðyrkjubænda segir markaðinn kalla eftir meiri framleiðslu. Efnahagsástandið kemur í veg fyrir uppbyggingu og stendur framþróun í greininni fyrir þrifum Bændablaðið heldur áfram að taka hús á formönnum búgreinafélaganna. Það er vel við hæfi þar sem nú fylgir blaðinu blaðauki um garðyrkju og gróður, að rætt skuli við formann Sambands garðyrkjubænda. Bændablaðið kom við á Laugalandi í Borgarfirði og hitti formanninn og gúrkubóndann Þórhall Bjarnason að máli. Það hefur margt gengið á að undanförnu hjá garðyrkjubændum. Eftirspurn eftir framleiðslu þeirra hefur verið mikil, eftir að bankahrunið varð. Hinu er ekki að leyna að garðyrkjubændur berjast við að standa af sér ágjöfina í kreppunni. Deilur um rafmagnskostnað hafa leikið stórt hlutverk að undnaförnu og hafa tekið mikinn tíma í starfi Þórhalls. Í samtali við blaðamann reifar Þórhallur stöðu greinarinnar, þau verkefni sem eru yfirstandandi og framtíðina. Blaðamaður byrjar á að spyrja Þórhall um félagsmálavafstur hans. Ég hef verið formaður Sambands garðyrkjubænda frá árinu Ég hafði ekki setið áður í stjórn sambandsins en ég hafði þó nokkuð unnið í stjórnum afurðasölufyrirtækjanna. Ég sat níu ár í stjórn Sölufélags garðyrkjumanna og komið að öðrum stjórnum, hjá Ágæti og Bönunum. Það var mjög góður undirbúningur fyrir formannsembættið. Faðir minn var líka formaður Sambands garðyrkjubænda í sex ár og ég hafði því lengi fylgst með þeirra starfi. Það kom mér því fátt á óvart. Þannig að þú hefur lengi tekið þátt í félagsstarfi bænda? Já, en það var ekki það sem ég ætlaði mér. Það var heillandi að vera í stjórn afurðasölufyrirtækis en ég ætlaði mér ekki að verða svona félagsmálabóndi. Þetta tekur auðvitað tíma og orku frá bústörfunum og maður hefur vissar áhyggjur af því að þetta komi niður á rekstrinum. Það gerir það að einhverju leyti, bæði leynt og ljóst. Það eru kannski einhver viðhaldsverkefni sem maður kemst ekki í af því maður er með hugann við annað. Hvers vegna ákvaðst þú þá að gefa kost á þér í þetta starf? Var það af einhverri skyldurækni við greinina? Það var gengið mjög hart eftir því við mig að gefa kost á mér. Það var að segja má ákveðinn óróleiki í sambandinu og menn voru svolítið að skylmast um mismunandi hagsmuni. Kannski lét ég til leiðast af einhverri skyldurækni þess vegna. Finnst þér þá sem þér hafi tekist að lægja þær öldur? Já, ég held það. Sambandið samanstendur auðvitað af fjórum aðildarfélögum, Félagi blómaframleiðenda, Félagi garðplöntuframleiðenda, Félagi grænmetisframleiðenda og Landssambandi kartöflubænda. Það eru mismunandi hagsmunir í hverri grein. Fyrir blómaræktendur skipta tollarnir mestu máli á meðan að grænmetisframleiðendur eru með aðlögunarsamning við ríkið svo dæmi séu tekin. Þetta er þó líka styrkur fyrir greinina, hún er fjölbreytt og það koma alltaf upp nýir möguleikar. Fólkið í greininni er líka með mismunandi bakgrunn og það er greininni mikill styrkur. Öll uppbygging sett á ís eftir bankahrunið Hver er þinn bakgrunnur í garðyrkjunni? Hvenær tekur þú við búskap hér á Laugalandi? Ég er alinn hér upp. Ég og kona mín Erla Gunnlaugsdóttir keyptum fyrst tæplega helming í stöðinni árið 1986 og svo keyptum við hana alla árið Þetta er hlutafélag sem var stofnað 1942 af afa Þórhallur Bjarnason í gróðurhúsi sínu á Laugalandi. mínum og afabróður. Foreldrar mínir, Bjarni Helgason og Lea Þórhallsdóttir tóku síðar við rekstrinum. Þau voru í raun fyrst úr minni fjölskyldu sem lifðu alfarið af þessum búskap. Fram að því var stöðin rekin úr Reykjavík. Ég er garðyrkjufræðingur að mennt, tók fyrst eitt ár á Reykjum og fór svo út til Danmerkur og kláraði almenna námið þar. Síðan tók ég tveggja ára framhaldsnám í garðyrkjutækni þar úti. Það hefur nýst mér mjög vel í starfi mínu sem formaður Sambands garðyrkjubænda. Kom aldrei neitt annað til greina en að verða garðyrkjubóndi? Jú, ég var nú allt eins með hugann við eitthvað annað. Ég fór eiginlega í garðyrkjuskólann til að prófa og þá varð ekki aftur snúið. Þegar ég fór svo út í skólann í Danmörku þá var maður kominn í þetta umhverfi og það efldi mann bara. Þú hefur síðan rekið þetta með þinni fjölskyldu? Já, börnin hafa verið með okkur í þessu. Þetta eru svona fjögur ársstörf þó að það sé aðeins meira á sumrin heldur en um vetur. Við framleiðum eingöngu gúrkur hérna á fermetrum og mest er það með lýsingu þó það sé ekki alveg allt. Við skerum gúrkur hér á hverjum einasta degi ársins. Ég er ekki mjög ginnkeyptur fyrir því að vera í blandaðri framleiðslu en ég veit þó alveg að það er ekki endilega gefið að við verðum alltaf í gúrkuframleiðslu. Maður er svona með augun opin fyrir öðrum möguleikum. Eru einhverjar áætlanir um að stækka stöðina? Já, ég var kominn af stað með byggingu, það stendur grunnur hérna niður frá en efnahagsástandið hefur sett allar slíkar fyrirætlanir á ís að sinni. Það er galli vegna þess að markaðurinn kallar í raun eftir meiri framleiðslu. Maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Afkoman orðin neikvæð Mikið hefur verið talað um erfiða stöðu í landbúnaði vegna efnahagslegra örðugleika. Bankahrunið bættist við hækkandi aðfangaverð undanfarinna ára og nú er svo komið að margir bændur berjast við að halda sjó í kreppunni. Þórhallur segir að sama staða sé hjá garðyrkjubændum og öðrum bændum. Það hefur verið jákvæð afkoma í inniræktuninni fram að hruninu. Við höfum að vísu ekki alveg nýjar tölur en við höfum því miður grun um að afkoman sé orðin neikvæð núna, fyrst og fremst vegna mikillar skuldsetningar. Það má ekki gleyma því að það hefur orðið gríðarleg uppbygging í greininni á síðustu árum. Með aukinni lýsingu í ræktun hefur veltan margfaldast en vegna hækkandi fjármagnskostnaðar og aðfangaverðs má segja að nú séu menn bara að reyna að halda í horfinu og bíða af sér þessa erfiðleika sem eru að ganga yfir. Hvað varðar blómaræktina þá má segja að þar voru mjög erfiðir tímar þangað til á allra síðustu árum. Það var gríðarleg innbyrðis samkeppni þar og það má segja að þar hafi verið hálfgerð offramleiðsla. Það birtist svo í neikvæðri afkomu sem að kom í veg fyrir uppbyggingu í greininni. Þetta var byrjað að breytast fyrir kreppu því að ræktendum hafði fækkað verulega. Þá var staðan orðin sú að það var orðin jákvæð afkoma í greininni en eftir kreppu eru býsna margir í erfiðum málum. Það má svo sem segja að flest fyrirtæki séu í slíkri stöðu. Þannig að staðan þar er kannski ekki verri en hjá öðrum fyrirtækjum? Nei, kannski ekki. Þau fyrirtæki sem að þurfa að flytja inn mikið af aðföngum erlendis frá eru auðvitað í erfiðri stöðu vegna gengismála. Það má segja að allir séu að berjast við að standa af sér þessa erfiðleika og svo sjáum við hvernig staðan verður þegar fer að rofa til. Kartöflubændur hafa kvartað allmikið, og þá fyrst og fremst yfir verðlaginu. Vandamál þeirra tel ég að sé að hluta samstöðuleysi. Þeir eru dreifðir og hafa ekki þjappað sér saman til að standa gegn stóru innkaupafyrirtækjunum. Það held ég að sé þeim alveg nauðsynlegt. Það er eftirspurn eftir íslenskum kartöflum og þær seljast á markaði þannig að það eru góðir möguleikar fyrir kartöflubændur til að sækja á. Enn sem komið er má samt segja að þetta sé fyrst og fremst markaður kaupenda. Hvað með garðplöntuframleiðendur, hvernig gengur þeim? Það hefur verið þokkaleg staða, það fer vissulega eftir tímabilum. Ef það er gott vor þá selja þeir vel, það eru kannski svoleiðis árstíðasveiflur. Er þá hægt að segja að meginniðurstaðan sé sú að garðyrkjubændur séu í sömu stöðu og önnur fyrirtæki í landinu, hvorki betri né verri? Það er kannski hægt að segja að þar sem skuldsetning er mikil, erlend lán og annað þá er staðan vissulega erfið. Menn reka sig ekki lengi með neikvæðri afkomu. Það á hins vegar líka við um önnur fyrirtæki í landinu eins og þú segir. Enn pattstaða í rafmagnsmálum Garðyrkjan hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu vegna hækkandi rafmagnskostnaðar. Það er talað um að hækkandi rafmagnskostnaður sé hreinlega að sliga greinina og standi uppbyggingu sem kallað er eftir í garðyrkjunni verulega fyrir þrifum. Forsvarsmenn Sambands garðyrkjubænda hafa ítrekað átt fundi með ráðamönnum og forsvarsmönnum RARIK en lítið hefur þokast. Garðyrkjubændur neituðu meðal annars að skrifa undir breytingar á búvörusamningum á dögunum vegna þessa. Þórhallur segir að það sé enn uppi pattstaða í málinu. Við höfum gengið fyrir bæði ráðherra og þingnefndir. Við áttum ágætis viðræður við Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra á dögunum og hann hefur skilning á þessari stöðu. Ég vona bara að hann beiti sér af þunga til að finna lausn á málinu. Ég veit að hann hefur komið skilaboðum áfram, það vantar ekki. Þetta gengur hins vegar ákaflega hægt, það er ekki verið að hlaupa í verkin. Þið forsvarsmenn garðyrkjubænda hafið sagt að þetta geti verið spurning um mánuði í rekstri margra fyrirtækja. Er verið að setja menn á hausinn? Þetta bætist auðvitað bara ofan á þessa neikvæðu afkomu sem við erum búnir að tala um. Þetta stendur líka framþróun greinarinnar fyrir þrifum. Aukin lýsing í garðyrkjunni hefur gefið greininni framhaldslíf og aukið framleiðsluna. Ég óttast að þetta verði til þess að sú þróun muni stoppa, menn muni draga úr rafmagnsnotkun. Við teljum okkur hafa mjög góðan málstað að verja og höfum bent á óeðlið í því að við séum ekki skilgreindir sem notendur í þéttbýli með lægri kostnað en dreifbýli. Það virðast allir vera jákvæðir í okkar garð en því miður gengur þetta hægt. Það þarf að beita mikilli þolinmæði í þessu. Ég bind nú vonir við að þetta hafist á endanum en ég bý mig undir mikla þolinmæðisvinnu. En ef að þetta gengur áfram svona hægt, ef við sjáum ekki breytingar til að mynda á þessu ári hvað gerist þá? Þið segið að fjárþörfin sé 39 milljónir til handa greininni á ári svo að þetta komist í skikkanlegt horf. Þolir greinin einhverja bið í þessum efnum? Við höfum bent á að lagabreytingin sem var gerð á sínum tíma sé okkur mjög óhagstæð. Í stað þess að horfa á einhverja hausatölu sem miðast kannski við tvöhundruð manns viljum við að það sé horft til viðskiptanna. Það myndi geta brúað þetta bil fyrir okkur. Þessi reglugerð sem á sér stoð í raforkulögunum er gölluð. Þar var ekki gert ráð fyrir því að það væri einhver dreifbýlisbóndi sem að notaði meira rafmagn heldur en stórir þéttbýlisstaðir. Ég til að mynda nota umtalsvert meira rafmagn heldur en byggðin öll uppi á Bifröst sem er nú hérna hinu megin við ána. Eru þetta þér ekki vonbrigði, hversu hægt þetta gengur? Jú, það versta við þetta er hvað það fer ofboðslegur tími í þetta og orka. Það er hálfömurlegt að málstaðurinn virðist ekki skipta máli, enda flestir sammála um að hann sé góður, heldur tíminn sem maður setur í þetta og þrýstingurinn sem settur er á fólk. Við höfum gert margt í þessum málum. Við beittum miklum þrýstingi í kosningunum og það er stanslaust verið að beita þrýstingi, biðja um fundi og ýta á menn. Auðvitað eru ráðamenn að glíma við erfið mál en manni finnst þetta ganga óskaplega hægt. Jón Bjarnason fullvissaði okkur um að við hefðum hans stuðning í þessu og ég bind svo sem vonir við að hann fylgi málinu eftir. Dugnaður og hyggjuvit fólks ýtir þróun greinarinnar áfram Þú talar um að þú óttist um framþróun greinarinnar. Ef að tekst að leysa þessi rafmagnsmál og menn standa af sér kreppuna á þá garðyrkjan ekki mikil sóknarfæri? Jú, vissulega. Það vantar grænmeti á markað í dag. Við eigum orðið erfiðara með að leggja út í fjárfestingar til að svara kalli markaðarins vegna þessarar stöðu. Þrátt fyrir kreppuna þá selst varan okkar, fólk borðar áfram grænmeti. Innflutningur er líka orðinn dýrari og það er kallað eftir aukningu á okkar framleiðslu. Það má segja að húsið sem ég stefndi að því að byggja vanti til að mynda inn í framleiðsluna. En fyrir utan eftirspurn eftir meiri ræktun eru þá möguleikar á nýsköpun í greininni? Vissulega. Það er verið að kanna möguleika á því að rækta papriku í meira mæli með lýsingu. Það er verið að gera tilraunir með heilsárslýsingu á henni og það eru vísbendingar um að paprika geti orðið eins og gúrkur og tómatar á íslenskum markaði. Það er heill hellingur fluttur inn af papriku, mikill meirihluti af innanlands neyslunni. Það eru ótal möguleikar í garðyrkjunni. Það er ýmislegt smátt sem menn eru að prófa sig áfram með og það getur allt orðið að einhverju stærra. Dugnaður og hyggjuvit fólks í þessari grein rekur þetta áfram og ég treysti því að svo verði áfram. Blómarækt í stórhættu við Evrópusambandsaðild Nú liggja fyrir þinginu frumvörp um umsókn að Evrópusambandinu. Hverju myndi innganga þar inn breyta fyrir garðyrkjuna? Garðyrkjan býr að sumu leyti við aðra aðstöðu en ýmsar aðrar búgreinar. Ýmislegt í greininni er í raun í beinni samkeppni við innfluttar vörur án sérstaks stuðnings og jafnvel með lítilli eða engri tollvernd. Ég hugsa að grænmetisræktin myndi svo sem lifa af en það verður högg fyrir hana. Það verður augljóslega frekari samþjöppun og garðyrkjubændum mun fækka. Maður hefur mestar áhyggjur af blómaframleiðendum. Þeir lifa af tollverndinni og það er þekkt frá Norðurlöndunum að blómin eiga verulega erfitt uppdráttar innan Evrópusambandsins. Ég var í Finnlandi á dögunum og hitti þar stóran rósabónda. Hann sagði mér að finnsk rósarækt hefði hrunið niður í 20 til 25 prósent af því sem hún var fyrir inngöngu og héldi áfram að dragast saman. Það er bara veruleg hætta á að hún leggist af. Gætum við þá séð fyrir okkur að innlend blómarækt myndi hverfa sem atvinnugrein ef gengið yrði í Evrópusambandið? Já, það er mjög líklegt. Það eru möguleikar á að eitthvað lifi en það er smávægilegt. Það verður ekki keppt við tollalausan innflutning á blómum inn til Evrópusambandsins frá Kenía og öðrum slíkum löndum. Er andvígur ESB-aðild Hvað með aðrar greinar? Það er erfitt að segja hvernig kartöfluræktinni mun reiða af. Það mun grisjast eitthvað úr greininni. Fólk vill væntanlega áfram kaupa íslenskar kartöflur og íslenskt grænmeti en það er alls óvíst að það verði í einhverju því mæli sem stæði undir stóriðnaði. Kannski gengi það bara fyrsta mánuðinn á uppskerutíma. Það mun verða stunduð einhver garðyrkja áfram en það verða höggin stór skörð í hana. Leggst Samband garðyrkjubænda þá gegn aðild að Evrópusambandinu? Við höfum fylgt stefnu Bændasamtakanna og menn eiga að sýna samstöðu í þessu máli. Innganga yrði verulega íþyngjandi fyrir garðyrkjuna og ég sjálfur er á móti inngöngu. Það sem er fyrir á Íslandi eru gjaldmiðilsmálin og ég veit ekki hvernig á að leysa þau. Ég held að við munum hverfa inni í Evrópusambandinu. Mér finnst ekki heldur góður tími til að sækja um núna. Ég held að íslenska stjórnsýslan hafi öðru að sinna nú um stundir og ég hef í raun áhyggjur af því að stjórnsýslan sé ekki í stakk búin til að gæta hagsmuna okkar. Hver heldur þú að sé framtíð garðyrkjunnar? Ég trúi því að það verði áfram samþjöppun í greininni og einingarnar verði stærri og færri. Ég held samt að það verði áfram möguleikar á smærri einingum og framþróun. Fyrirtækin þurfa hins vegar að eflast til að standast samkeppnina. fr

15 15 Garðyrkja og gróður BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 25. JÚNÍ 2009 Sólbyrgi eina garðyrkjustöðin sem framleiðir íslenskt spínat Ekki hægt að biðja um neitt betra Ung hjón úr Vestmannaeyjum keyptu garðyrkjustöð í Borgarfirði án þess að hafa nokkurn tíman kynnst garðyrkju áður Á Kleppsjárnreykjum uppi í Reykholtsdal í Borgarfirði er garðyrkjustöðin Sólbyrgi. Þangað fluttu í byrjun síðasta árs ung hjón frá Vestmannaeyjum, Kristjana Jónsdóttir og Einar Pálsson ásamt þremur börnum sínum. Þau Kristjana, sem alltaf er kölluð Nanna, og Einar tóku við rekstri stöðvarinnar og í lok desember á síðasta ári keyptu þau síðan Sólbyrgi. Það kúnstuga við þessa sögu er að hvorugt þeirra hjóna hafði nokkru sinni áður komið að rekstri garðyrkjustöðvar áður, né nokkurri garðyrkjuvinnu utan venjubundinni umhirðu einbýlishúsalóða. Bændablaðið heimsótti á dögunum þessi dugmiklu hjón sem láta ekki reynsluleysið aftra sér í sinni ræktun. Í skemmtilegu samtali komst blaðamaður að því að Sólbyrgi er eina garðyrkjustöðin sem ræktar spínat á markað. Þar eru jafnframt gerðar tilraunir með allra handa grænmeti, maískólfa, regnbogagulrætur og í raun allt sem þeim hjónum dettur í hug. Blaðamaður byrjaði á að spyrja hvað í ósköpunum fengi ungt fólk sem aldrei hefur komið nálægt garðyrkju til að flytja frá Vestmannaeyjum í Borgarfjörð, kaupa garðyrkjustöð og hefja búskap? Þetta er góð spurning og svolítið flókið að svara henni. Við vorum í sveit sem krakkar og sveitalífið heillaði. Eins og staðan hefur verið undanfarin ár hefur varla verið viðlit að finna sér jörð til kaups og byrja að búa en svo duttum við niður á þetta. Það hafa öll sumarfrí undanfarin ár farið í að skoða einhverja svona möguleika. Þetta er auðvitað bilun -Þið hafið sem sé verið á leiðinni í búskap lengi? Já, þetta er búið að vera draumurinn, að komast í sveitina. Partur af þessu er auðvitað að geta búið með fjölskyldunni á sama stað og maður vinnur á. Að vera sjálf síns herra og engum háður. Þetta er hins vegar auðvitað bilun, að fara út í svona. -Hvernig gekk ykkur eiginlega að kaupa Sólbyrgi, það hlýtur að hafa verið erfitt á þessum tímum eftir bankahrunið? Vissulega var það svo. Við komum hingað í janúar á síðasta ári og það varð eiginlega ekki aftur snúið eftir það. Við kaupum í desember á síðasta ári, við hittum á góðan tímapunkt. Við fengum tilboð í húsið okkar úti í Eyjum og þá var bara að hrökkva eða stökkva. Við ákváðum að stökkva og svo skulum við segja þér eftir ár hvort við sjáum eftir því eða ekki. -Þið sjáið nú samt ekki eftir því í augnablikinu að vera komin hingað upp í Reykholtsdal? Nei, alls ekki. Við finnum ekki fyrir grammi af heimþrá. Auðvitað er þetta alveg galin vinna, meira en maður áttaði sig á. Það er samt einhvern veginn alveg ofsalega sérstakt að vakna á morgnana og labba út á hlað og vera komin í vinnuna, vitandi að maður er að gera þetta fyrir sjálfan sig og sína afkomendur. Þekktu einn strák í námi á Bifröst en engan annan í Borgarfirði -Var það tilviljun að þið keyptuð hér en ekki einhvers staðar annars staðar? Eigið þið einhverjar tengingar hingað? Nei, það var algjör tilviljun. Við þekktum engan í öllum Borgarfirði og höfðum enga tengingu. Við þekktum einn strák úr Vestmannaeyjum sem var í námi á Bifröst og þar með var það upptalið. Allir hafa hins vegar tekið okkur alveg frábærlega. Fólk er mjög ánægt með að það sé komið fólk sem er að reka áfram búskapinn hérna en ekki að breyta þessu í sumarbústaðaland eins og hefur orðið um ansi margar jarðir hérna í Borgarfirði. -Var garðyrkjan það sem togaði mest í ykkur eða komu aðrar búgreinar til greina þegar þið voruð að leita að jörð? Hefðbundna sveitin heillaði nú meira. Við höfðum varla komið inn á garðyrkjustöð áður og höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum að gera. Við tókum við þarna í janúar í alverstu veðrum sem komið höfðu í manna minnum. Það var vissulega dálítið trist, það brotnaði til að mynda alveg ofboð af gleri í upphafi. Við gætum vandræðalaust bæði tekið sveinsprófið í rúðu ísetningu núna. Nú getum við hins vegar varla hugsað okkur að gera annað. -Þið höfðuð ekki lært þetta í skóla, aldrei unnið við þetta áður. Hvernig fóruð þið af stað? Við gengum til verks eins og við hefðum aldrei gert annað. Við höfum ráðunautana til aðstoðar, ógrynni af upplýsingum á netinu og hjónin sem bjuggu hér á undan okkur hafa verið okkur gríðarlega hjálpsöm. Það má kannski segja að mín menntun [Einars, innsk. blms.] sem vélstjóri og bifvélaverki hafi nýst mjög vel, þetta hefur verið mikil viðhaldsvinna. Hitt kemur með reynslunni. Þórhallur á Laugalandi, Georg hjá Flúðasveppum, starfsmenn Sölufélagsins nágrannar okkar, fjölskylda og vinir hafa líka verið óþreytandi við að rétta okkur hjálparhönd. Ekki bundin á klafa venjunnar -Í hvaða ræktun eruð þið? Það voru ræktaðar gulrætur hérna þegar við tókum við og við höfum haldið því áfram. Við byrjuðum síðan í vor að rækta spínat og þegar að gulrótauppskeran verður búin þá ætlum við að fara meira í það. Stefnan er að geta ræktað spínatið allt árið, það ber betur lýsingu til að mynda ef við förum út í það. Hér er engin lýsing enn sem komið er en stefnan er auðvitað að koma því þannig fyrir að einhverju leiti. Það skiptir auðvitað máli varðandi reksturinn. Það er auðvitað óöryggi í því að þurfa að treysta nánast einvörðungu á eina uppskeru í gulrótunum því þegar reksturinn er svona skuldsettur eins og hann er hjá okkur þá má auðvitað eiginlega ekkert út af bregða. Þess vegna væri mjög gott að geta náð aðeins meiri fjölbreytni í reksturinn og geta þá unnið við þetta allt árið. Svo höfum við verið að fikra okkur áfram, við höfum prófað hitt og þetta. Við erum til dæmis að rækta maís sem gefur góðar vonir og ýmislegt sem við erum að skoða. Meiningin er að reyna að nýta húsin eins og hægt er og þann tíma sem við höfum. Spínatið er til að mynda einfaldara að eiga við heldur en gulræturnar, það er ekki eins mannaflsfrekt og við erum auðvitað mest í þessu tvö. -Hvernig er afkoman hjá ykkur? Það er kannski ekki komin reynsla á það, við erum í raun að taka upp fyrstu uppskeruna núna frá því að við eignuðumst stöðina sjálf. Viðtökurnar við spínatinu hjá okkur hafa til dæmis verið afar góðar núna í upphafi og það gefur okkur góðar vonir um framhaldið en þetta er auðvitað viðkvæm vara og það má ekki mikið út af bregða. -Hvernig stóð á því að þið ákváðuð að fara út í spínatræktunina? Við fórum á haustfund garðyrkjunnar og þar voru kynntar tölur um innflutt grænmeti. Það er gríðarlegt magn innflutt af spínati til landsins og við hugsuðum sem svo að auðvitað væri alveg hægt að rækta það hér á landi eins og annað. Við erum líka ekki bundin á klafa neinna venja í þessu þannig að við kannski leyfum okkur að prófa það sem okkur dettur í hug. -Þannig að þið eruð óhrædd við framhaldið? Hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkur? Vonandi tekst okkur að halda áfram að þróa ræktunina hjá okkur og byggja upp stöðina. Draumurinn er að fara í lýsingu á í það minnsta hluta af húsunum og að halda áfram að prófa okkur áfram. Hver veit hvað við munum rækta í framtíðinni. Fyrst og fremst ætlum við bara að halda áfram að vinna við þetta og njóta þess að vera saman, fjölskyldan í návígi við náttúruna. Það er ekki hægt að biðja um neitt betra.

16 16 GARÐYRKJA OG GRÓÐUR BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 25. JÚNÍ 2009 Á Engi í Laugarási í Biskupstungum hafa þau Ingólfur Guðnason og Sigrún Reynisdóttir stundað búskap með grænmeti og kryddjurtir frá árinu 1985 og strax frá byrjun tekist á við ögrandi viðfangsefni í ræktuninni. Í upphafi voru ýmsar kryddjurtir sem þau hófu ræktun á taldar framandi en eru nú sjálfsagðar í hinni alþjóðlegu matargerð sem Íslendingar hafa tileinkað sér á síðustu árum. Aðlögun að lífrænni ræktun hófst árið 1996 og öll framleiðsla á Engi er nú lífrænt vottuð. Nú í sumar hófst athyglisverð tilraun hjá þeim þegar ræktun hófst á ýmsu asísku grænmeti. Margar ástæður fyrir þessari ræktun Asískt grænmeti hefur verið flutt inn frá Austurlöndum og selt í sérverslunum. Það hefur náð auknum vinsældum og fer neytendahópurinn sífellt stækkandi. Bæði er það fólk frá fjarlægum stöðum jarðar og fjölmennur hópur sem hefur áhuga á nýjungum í matargerð sem sækir í þetta hráefni. Það hefur gengið misvel með innflutning, skipaflutningar eru ekki raunhæfur kostur og flugfraktin er dýr og tekur tíma, þannig að varan er ekki alltaf í góðu ásigkomulagi eftir ferðina, segir Ingólfur um tildrög þess að þau fóru að huga að þessari ræktun. Mörgum þykir einnig nóg um að ferskvara sé flutt þannig um hálfan hnöttinn og alls ekki vistvænt og við erum að reyna að koma til móts við það sjónarmið. Aukin fjölbreytni í íslenskri garðyrkju var einnig hvati að þessari tilraunaræktun og gjaldeyrissparnaður verður sömuleiðis nokkur, segir hann. Tælenskt brokkolí, okra-aldin, sinnepskál og pak-choi Ingólfur segir að lagt hafi verið upp með tegundir sem eru vinsælar í asískri matargerð, sem reyndar sé að breiðast út um allan heim. Úrvalið einskorðast þó ekki við Suðaustur-Asíu heldur einnig tegundir sem eru vinsælar í Norður- Afríku og Indlandi. Dæmi um tegundir eru tælenskt brokkolí, nokkrar áður óþekktar tegundir af gúrkuættinni sem verður spennandi að nota, okra-aldin sem eru að ná útbreiðslu um allan heim að heita má, tælensk basilíka, sinnepskál og ýmsar framandlegar salattegundir sem eru mjög ljúffengar og fallegar. Þá er þarna pak-choi, Stefna að afhendingu þriggja milljóna plantna Skógræktarstöðin Barri hf. á Egilsstöðum er stærsti framleiðandi skógarplantna á Íslandi. Helstu viðskiptavinir stöðvarinnar í dag eru Héraðs- og Austurlandsskógar, Norðurlandsskógar, Landgræðsluskógar, Suðurlandsskógar og Skjól skógar en auk þess hafa verið framleiddar plöntur fyrir önnur stór skógræktarverkefni. Barri framleiðir einnig plöntur fyrir almennan markað í vaxandi mæli, auk útflutnings til Fær eyja og Grænlands. Í dag er framleiðslan á tveimur stöðum, Valgerðarstöðum 4 í Fellum við Egilsstaði og á Tumastöðum í Fljótshlíð. Aðstaðan á Tumastöðum er leigð af Skóg rækt ríkisins á Suðurlandi, en þar er fyrir hendi áratuga reynsla af plöntuframleiðslu. Árið 2007 var ákveðið að flytja fyrirtækið úr mið bæ Egilsstaða í Valgerðarstaði við Fellabæ. Þar voru reist tvö 2000 fermetra gróðurhús og frysti- og kæligeymsla Ingólfur við tælenskt brokkolí Auk þess eru í ræktun á Engi t.a.m. okra-aldin, sinnepskál og pak-choi. Eitt og annað er þegar komið á markað. Ingólfur Guðnason og Sigrún Reynisdóttir á Engi Íslensk lífræn ræktun á asísku grænmeti sem heitir á íslensku blaðkál og hefur aðeins verið reynt hér í görðum, einnig kínahreðkur og fleiri tegundir sem fæstar hafa fengið íslensk heiti. Að sögn Ingólfs eru sumar þessara tegunda aðeins komnar á markað en aðrar eru í uppeldi og tíminn leiðir í ljós hvernig þær hafast við. Allar eigi það sameiginlegt að geta bætt íslensku grænmetisflóruna, eflt garðyrkjuna á Íslandi og dregið úr innflutningi. Hann segir að við val á tegundum hafi verslunin Asian við Suðurlandsbraut verið mjög hjálpleg, en þar er hægt að kaupa þetta grænmeti og einnig matvöru frá fjarlægum heimshlutum. fyrir allt að þrjár milljónir plantna, auk húss sem hýsir starfsmannaaðstöðu, skrifstofu og sáningar- og pökkunaraðstöðu. Við erum að þróa nýja vinnuferla við ræktun ina og erum þar með að létta vinnuna og vélvæða. Ræktunin fer að mestu fram á sérhönnuðum lyftara tækum grindum, sem þýðir að góðir lyftaramenn eru lykilstarfsmenn. Markmiðið er að fækka skiptum sem mannshöndin lyftir bökkunum. Hér áður lyfti mannshöndin bakkanum um 9-11 sinnum en núna um 4-6 sinnum, en það fer þó eftir þeim plöntugerðum sem verið er að rækta hverju sinni, segir Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Barra. Barri hefur yfir að ráða um 34 þúsund rúmmetra húsnæði á Valgerðarstöðum þar sem verið er að rækta 14 tegundir plantna. Nýjung hjá þeim er að pakka og frysta plöntur í pappakössum. Um 250 til 300 milljónir plantna eru frystar með þeirri aðferð á Norðurlöndunum árlega. Fyrsti lífræni bændamarkaðurinn Í byrjun júlí verður opnaður á Engi fyrsti lífræni bændamarkaðurinn hér á landi. Ætlunin er að hafa til sölu afurðir sem framleiddar eru á Engi en þar erum við að tala um tugi tegunda af grænmeti og kryddjurtum, auk þess sem við verðum með grænmeti og búsafurðir frá öðrum framleiðendum sem stunda lífræna ræktun. Markaðurinn verður opinn um helgar og lengur ef þörf krefur. Gestir geta skoðað ýmislegt framandi eins og epla- og kirsuberjatré í tveimur gróðurhúsum, íslensk haughænsn, jurtagarð með sýnishorni af krydd-, ilm-, og lækningajurtum, fengið sér sæti og drukkið jurtate og haft það gott. Gestir geta einnig virt Þetta er nýjung hér á landi, að frysta plöntur í pappakössum, en við afhendum þær frosnar á brettum. Þær verða aldrei fyrir meira en fjögurra til fimm gráðu frosti, en með þessu losnum við við hitasveiflur á veturna. Mikilvægt er að plönturnar séu búnar að mynda frostþol áður en þeim er pakkað og með þessu á rótarkerfið að verða betra á þessum plöntum heldur en þeim sem þurfa að þreyja veturinn úti á ræktunarplani.við erum með rekkakerfi fyrir 650 vörubretti en það geta verið allt að 7500 plöntur á brettinu. Við eigum að geta fryst 2-3 milljónir plantna, eftir bakkagerðum. Þessir kassar eru þannig að hægt er að setja þá í belti og planta beint úr þeim. Í fyrra afhentum við frá fyrirtækinu tæplega þrjár milljónir plantna og nú stefnum við að því að komast yfir þriggja milljón plantna markið, útskýrir Skúli. ehg fyrir sér þúsund fermetra völundarhús, gert úr íslenskum gulvíði, en slíkan völundargarð er ekki að finna annars staðar á Íslandi. Stöðug uppbygging á Engi frá 1985 Ingólfur og Sigrún eru bæði Reykvíkingar að uppruna. Þau stofnuðum garðyrkjustöðina Engi sem fyrr segir árið 1985 og byggðu hana upp frá grunni; fengu úthlutað landspildu sem var búið að skipuleggja sem garðyrkjulóð og bættu smátt og smátt við. Við byrjuðum að gróðursetja tré til skjóls og prýði og reistum gróðurhús og höfum unað hag okkar vel hérna. Við höfum reynt að takast á við mynd smh ögrandi viðfangsefni í ræktuninni, hófum til dæmis fljótlega ræktun á kryddjurtum, sem nú eru sjálfsagðar í allri matargerð en voru nánast óþekkt vara i fyrstu. Klettasalat, eða rucola, höfum við ræktað í meira en 10 ár og við höfum gert ræktunartilraunir með lækningajurtir sem áttu m.a. sinn þátt í þróun Angelica- hollustuvörunnar frá Saga-Medica. Fyrir þremur árum gróðursettum við kirsuberjatré og eplatré í óupphituð gróðurhús og fylgjumst spennt með framvindunni. Lítilsháttar uppskera fékkst á síðasta ári og sumarið lofar góðu. Þetta þykir okkur gaman að gera, segja hinir tilrauna glöðu lífrænu garðyrkjubændur á Engi. -smh

17 17 GARÐYRKJA OG GRÓÐUR BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 25. JÚNÍ 2009 Orkusetur iðnaðarráðuneytisins og Vistvæn Orka ehf. þróa ljósdíóðulampa fyrir garðyrkju Verulegur orkusparnaður garðyrkjustöðva Garðyrkjubændur nota rafmagn í miklum mæli til raflýsingar í gróðurhúsum sínum. Til að hægt sé að framleiða íslenskt grænmeti allt árið um kring er raflýsing nauðsynleg. Í ljósi þess að íslensk framleiðsla á grænmeti hefur líklega aldrei verið mikilvægari eða meiri er ljóst að öll framfaraskref í þá átt að draga úr raforkukostnaði hljóta að vera fagnaðarefni fyrir í íslenska garðyrkju. Samstarf Orkuseturs og Vistvænnar Orku Orkusetur iðnaðarráðuneytisins og Vistvæn Orka ehf. hafa nú hafið samstarf um lokasmíði og prófanir á ljósdíóðulömpum sem þróaðir eru á Íslandi. Fyrirtækið Vistvæn Orka ehf. hefur unnið að þróun hagkvæmra gróðurhúsalampa sem byggja á LED ljósdíóðutækni og ætlaðir eru fyrir garðyrkjubændur sem hafa matjurta- og blómarækt að atvinnu. Vonir eru bundnar við að með þessari tækni verði unnt að ná fram verulegum orkusparnaði sem dregur úr rekstrarkostnaði garðyrkjustöðva. Gríðarleg orkunotkun garðyrkjustöðva Í tilkynningu frá Orkusetri iðnaðarráðuneytisins kemur fram að orkunotkun til gróðurhúsalýsingar í atvinnuskyni hafi verið um 62 GWst árið Þetta samsvarar raforkunotkun 13 þúsund heimila. Þar segir ennfremur að raforkukostnaður vegi þungt í þessari atvinnugrein en til að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar niðurgreiði ríkið kostnað við raforkudreifingu. Árið 2008 greiddi ríkið um 167 milljónir í niðurgreiðslur á raforkudreifngu til greinarinnar. Það ætti því að vera hagsmunamál beggja aðila að reyna með öllum hætti að lækka raforkukostnað garðyrkubænda og ríkis. Fjölþættir kostir ljósdíóðulampa Meðal kosta sem munu fylgja nýju ljósdíóðulömpunum er hár endingartími, eða allt að klst., mikill raforkusparnaður í samanburði við háþrýsta natríumlampa (HPS) og innbyggð þjófavörn, en sem kunnugt er hafa þjófar ásælst natríumlampana mjög. Í lok apríl sl. var greint frá kynningu Sambands garðyrkjumanna og Tækniskólans á verkefnum nemenda við skólann við hönnun á lýsingu fyrir 1420 m² gróðurhús að Lambhaga í Mosfellsbæ. Fjórir hópar unnu að fjórum mismunandi lausnum. Sú lausn sem þótti vænlegust var einmitt LED ljósdíóðutækni. Arðsemisútreikningar voru gerðir fyrir 10 ára tímabil, þar sem bæði er tekið tillit til fjárfestingar- og rekstrarkostnaðar. Verkefnin byggðust á kerfisbundinni söfnun upplýsinga af netinu m.a. með vísun í tilraunir með lampana og hvernig unnt er að hagnýta þá við íslenskar aðstæður. Prófanir í haust Prófanir á LED löpunum verða gerðar í haust og má vænta fyrstu niðurstaðna fyrri hluta vetrar. Orkusetur mun birta allar niðurstöður og kynna fyrir garðyrkjubændum um leið og staðfest tölfræðigögn liggja fyrir. -smh Stærsta garðyrkju- og blómasýning landsins í Hveragerði Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ verður haldin í Hveragerði dagana júní og er þetta stærsta sýning sinnar tegundar sem haldin hefur verið hérlendis. Aðgangur er ókeypis inn á sýninguna og ýmislegt spennandi verður í boði fyrir jafnt unga sem aldna. Stjórn sýningarinnar reiknar með um gestum að lágmarki, enda er sýningarsvæðið í alfaraleið fyrir ferðamenn og í aðeins um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborginni. Sýningin er samstarfsverkefni Hvera gerðis bæjar, Sambands garð yrkjubænda, Landbúnaðarháskólans, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags skrúðgarðyrkjumeistara, Félags blómaskreyta, Garðyrkjufélags Íslands, Landsvirkjunar og Steypustöðvarinnar. Fjöldi viðburða verður sýningardagana á sviði garðyrkju, umhverfismála, íslenskrar framleiðslu og handverks. Sýningar, markaðir og ýmsar keppnir verða allan sýningartímann. Meðal dagskrárliða verða til að mynda laukaball fyrir yngstu kynslóðina, heimsmet verður sett í lengstu blómaskreytingunni, blómaskrúðgöngur verða farnar, samkeppni verður um hönnun smágarða og sólblómasamkeppni meðal íbúa bæjarins, sýning um sögu garðyrkjunnar, matjurtaræktun og margt fleira. Jafnframt verður boðið upp á rúnaristur, opið grill og skátaleiki á tjaldsvæðinu svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sýningunni. ehg Íslensk blómarækt rúmast ekki innan ESB Sveinn A. Sæland ræðir um stöðu blómaframleiðenda Sveinn A. Sæland, býr á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum og er formaður Félags blómaframleiðenda. Þar eru blóm ræktuð á um 6300 m², en Espiflöt er meðal stærstu blómaframleiðenda landsins. Þar eru um tegundir í ræktun og í heildina um 200 afbrigði. Á Íslandi eru blóm ræktuð á um 45 þúsund m². Sveinn segir að kynbætur fari ekki fram á Íslandi en fræ og græðlingar sé keypt inn eftir tíðaranda hverju sinni Hollendingar séu leiðandi í blómaræktun í Evrópu. Blómin eru svo framræktuð í um vikur fram að skurði, en sumar tegundir, eins og rósir, þarf að framrækta mun lengur jafnvel allt að 5-6 ár. Þá er ræktað undir ljósum, svokallaðri vaxtarlýsingu, allan ársins hring og hægt að spila inn á markaðinn. Aðaltímabil blómaframleiðenda er fyrri partur árs, fram á mitt ár, þar sem koma miklir toppar í sölu. Seinni hluti ársins er jafnari og selst þá mest af blómum til einkaneyslu og tækifærisgjafa, segir Sveinn. Á Espiflöt eru 12 manns starfandi en uppskeran er ein og hálf til tvær milljónir blóma á ári. Árið 2007 var ráðist í stækkun á Espiflöt þegar reist var stórt nútímalegt gróðurhús þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Sveinn segir að um 30% stækkun sé að ræða og þar nýtist tölvustýrður tæknibúnaðurinn einstaklega vel við stjórnun á hita, lýsingu, rakastigi og koltvísýringi. Hann segir að umtalsverð hagræðing náist með þessari stækkun. Við getum aukið afköst gríðarlega í ræktun á þeim tegundum sem eru það sem kalla má vélrænar eins og til dæmis liljum en þær eru stór hluti í okkar ræktun, segir hann. geislafífill, eða gerbera, er einnig fyrirferðamikið blóm á Espiflöt og að sögn Sveins líklega það sem mest er ræktað þar núna. Við ræktum geislafífilinn í um 20 litbrigðum. Þetta er sívinsælt blóm en fyrir um árum var það nærri alveg Sveinn og geislafífill Mest er ræktað af geislafíflinum (gerbera) á Espiflöt og í um 20 litbrigðum. dottið út af markaði. Síðan þá hefur það verið í stöðugri uppsveiflu og virðist falla vel inn í tíðaranda nútíma hönnunar sem er stílhrein og einföld, segir Sveinn. Engin framtíð fyrir íslenska blómarækt innan ESB Sveinn segir að einhugur sé innan félags blómabænda varðandi afstöðuna til inngöngu í Evrópusambandið. Við sjáum almennt ekki fyrir okkur framtíð íslenskrar blómaræktar innan ESB. Horfum við þá til reynslu nágrannalanda okkar þar sem blómarækt hefur að stórum hluta hrunið eftir inngöngu. Það verða að eiga sér stað stórfelldar breytingar ef það á að geta gengið upp. Stærðarmunurinn á okkar garðyrkjustöðvum og þeim sem við þyrftum að keppa við er svo gríðarlegur að við ættum enga möguleika. Raforkuverð til okkar þyrfti að gerbyltast ef það á að vera raunhæft að geta keppt við hin risastóru fyrirtæki í Suður-Ameríku, Afríku, Mið-Austurlöndum og í löndum gömlu Sovétríkjanna. Þar á sér stað misnotkun á vinnuafli sem jafnvel stærstu fyrirtækin í Evrópu geta ekki keppt við. Raforkukostnaðurinn stendur í vegi fyrir útrás Vegna þróunar í gengismálum hefur innflutningur á afskornum blómum minnkað talsvert frá því í haust, að sögn Sveins, en á móti hafa rekstrarliðir hækkað. Við náum ekki þeim hækkunum sem þyrfti til að vega upp á móti kostnaði við innkaup á aðföngum eins og staðan er í dag, segir Sveinn og talar fyrir sjálfan sig. Hann bendir þó á að sumir hafi komið betur út úr þessu og segir að blómasala ekki hafa minnkað þrátt fyrir efnahagslægð. Þá er ánægjulegt að hlutfall mynd smh íslenskra blóma á markaðnum hefur aukist. Ætli innflutt blóm séu ekki um 10% eftir gengishrunið, en voru áður í kringum 20-30%. Sveinn segir að íslenskir framleiðendur færu létt með að metta íslenska markaðinn því á Íslandi sé þekking og aðstæður eins og best verður á kosið. Tæknilega erum við afskaplega vel í stakk búnir til að auka mjög framleiðsluna, en það háir okkur hvað markaðurinn er lítill. Sem stendur er lítillega flutt út til Grænlands en til þess að veruleg sóknarfæri gætu skapast þyrfti raforkukostnaður að lækka talsvert. -smh

18 18 GARÐYRKJA OG GRÓÐUR BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 25. JÚNÍ 2009 Friðrik og Georg skoða útkomuna á ræktun rauðu paprikunnar undir raflýsingunni. Á Jörfa eru einnig ræktaðar gular og appelsínugular paprikur. Brautryðjendastarf unnið á Jörfa í raflýsingu á papriku Garðyrkjustöðin Jörfi er stofnuð 1977 og í gróðurhúsum þar eru tómatar og paprika í ræktun. Í útirækt er hvítkál, kínakál, spergilkál og blómkál. Paprikulitirnir eru rauðir, gulir og appelsínugulir. Allar paprikur verða fyrst grænar og fá litinn fullþroskaðar. Raflýsing hefur verið í paprikurækt síðustu 5 árin á Jörfa og segja má að þar hafi verið unnið ákveðið brautryðjendastarf. Aðaleigandi stöðvarinnar er Georg Ottósson og Friðrik R. Friðriksson er framkvæmdastjóri. Raflýsing á papriku var lítið þekkt í heiminum þegar ákveðið var að ráðast í tilraunir í þá veru á Jörfa. Árangurinn var misjafn í fyrstu en hefur gengið betur seinni árin.við væntum þess að ná viðunandi uppskeru og betri nýtingu út úr gróðurhúsunum og draumurinn er að fullnægja innanlandsmarkaði allt árið alla 12 mánuðina í stað þeirra tíu sem verið hefur en þróun rafmagnsverðs er stærsti óvissuþátturinn í framtíð raflýsingar í garðyrkju á Íslandi. Að sögn Friðriks höfðu Finnar gert ákveðnar tilraunir fyrir nokkrum árum en síðan hafi þær að mestu lognast út af. Nú eru Finnar hins vegar aftur teknir til við þessar tilraunir vegna þess að raforkuverð hjá þeim hefur lækkað verulega. Þeir eru komnir í samstarf við Íslendinga, við Samband garðyrkjumanna og Landbúnaðarháskóla Íslands að mynd smh Reykjum þar sem nýtt er afbragðs aðstaða í tilraunagróðurhúsi þar. Fulltrúi Finna hér á landi, hún Mona, lítur jafnan við hjá okkur á Jörfa til að fylgjast með þróun mála hjá bændum. Að sögn Friðriks er allt ræktunarefni á Jörfa íslenskt; Hekluvikur, mómold, rotmassi frá Flúðasveppum, heitavatnið, vökvunarvatnið er það sama og neysluvatnið í Hrunamannahreppi og kolsýran er íslensk og náttúrulega unnin úr heita vatninu. Þá eru lífrænar varnir notaðar gegn öllum meindýrum. Hann segir að um leiða og viðunandi tækni með áburðargjöf finnist muni Jörvi sækja um lífæna vottun. -smh Garðræktarfélags Reykhverfinga sem er einn stærsti tómataframleiðandi landsins er starfrækt á Hveravöllum í Reykjahverfi S-Þing. Gróðurhúsin á Hveravöllum eru um 6900 fermetrar. Á þessu ári nemur heildarframleiðslan allt að 340 tonnum og þar af eru tómatar um 220 tonn, gúrkur 105 tonn og paprikur15 tonn. Þá eru framleidd sumarblóm sem seld eru á vorin. Páll Ólafsson framkvæmdastjóri Garðræktarfélags Reykhverfinga segir að í byrjun árs 2006 hafi verið byrjað á framkvæmdum sem miðuðu að því að lýsa upp húsin og nú er búið að lýsa upp um 2900 fermetra. Við stækkuðum umtalsvert það svæði sem við lýsum upp og nýjast viðbótin var tekið í notkun í byrjun árs, um 800 fermetrar, segir Páll. Í kjölfar þess að verð á raforku var hækkað um 25% um síðustu áramót segir hann að rafmagnsreikningurinn hafi rokið upp. Við finnum verulega fyrir þessu, það munar töluvert um það í þessu rekstri. Við erum mjög ósáttir, garðyrkjubændur með þessa hækkun á raforku Að okkar mati er bara verið að leggja stein í götu innlendrar garðyrkjuræktar og það finnst okkur skjóta skökku við á þessum erfiðu tímum í þjóðfélaginu, segir Páll. Hann segir að ekki sé grundvöllur að bæta við sig lýsingu í gróðurhúsum sínum eins og nú er ástatt. Og líklega hefðum við hugsað okkur tvisvar um áður en Garðræktarfélag Reykhverfinga einn stærsti tómataframleiðandi landsins Hátt verð á rafmagni leggur stein í götu garðyrkjubænda við tókum viðbótarlýsingu í notkun í byrjun árs, hefðum við vitað af yfirvofandi hækkun á raforkuverði, segir hann. Páll telur að alla markaðslega hugsun vanti í Rafmagnsveitur ríkisins. Það vanti allan hvata til að nota mikið af rafmagni. Páll segir þetta ástand bagalegt, allar markaðslegar forsendur séu garðyrkjubændum hagstæðar um þessar mundir, framleiðslan gangi ágætlega, og neytendur eru mjög á bandi íslenskrar framleiðslu, en það er ríkið sem er vandamálið, allt annað er í góðu horfi og væri rafmagnið ekki svona dýrt tel ég að við gætum aukið okkar framleiðslu töluvert. Saga félagsins spannar rúma öld Garðræktarfélag Reykhverfinga á sér langa sögu en starfsemi hófst þar árið 1904 og er þar með eitt af elstu hlutafélögum landsins með samfellda starfsemi í rúma öld. Fyrstu ár sín stóð félagið nær einungis að kartöflurækt við hverina og 1910 var uppskeran um 370 tunnur, en Þingeyingum þótti mikið hagræði á þeim tíma að geta fengið þessa vöru keypta á heimaslóðum. Sótti þá fólk úr nærsveitum vinnu við hverina haust og vor. Auk kartöfluræktarinnar hafði félagið dálitla rófnarækt, túnrækt og engjaheyskap. Um tíma var heyöflun allstór liður í rekstrinum. Haustið 1933 var fyrsta gróðurhúsið byggt og var stærð þess 50 fermetrar og þremur árum síðan var byggt annað hús helmingi stærra. Þar með hófst tómata-og gúrkurækt og horfið var frá heyöflun og kartöflurækt. Það var mikill áfangi og eftir á sögðu menn að komið hefði ný landbúnaðarframleiðsla, ný og holl fæða suðrænnar ættar og með félaginu hefði atvinna í héraðinu aukist. MÞÞ

19 19 GARÐYRKJA OG GRÓÐUR BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 25. JÚNÍ 2009 Akureyringar una glaðir við ræktun eigin matjurta í skjólsælum reit ofan Krókeyrar Fólk sér nú tilgang í því að telja kartöflur og kálhausa Áhugi þéttbýlisbúa á ræktun matjurta fer ört vaxandi. Í skjólsælum reit ofan gömlu Gróðrarstöðvarinnar á Krókeyri hafa verið útbúnir um 215 skikar þar sem bæjarbúar una glaðir við að rækta eigin matjurtir, en mikil eftirspurn var eftir reitunum þegar þeir voru auglýstir til umsóknar á liðnum vetri. Ég hef lengi gengið með þessa hugmynd, segir Jóhann Thorarensen, verkstjóri í ræktunarstöð Akureyrarbæjar, sem varpaði hugmyndinni fram við bæjaryfirvöld skömmu eftir áramót. Vel var tekið í erindi Jóhanns og segir hann bæinn eiga heiður skilinn fyrir vikið. Um leið og snjóa leysti var hafist handa við að útbúa matjurtagarðana og þeir síðan auglýstir. Við vissum auðvitað ekki fyrirfram hver viðbrögðin yrðu, en útbjuggum um 100 garða, ég hafði gert mér ákveðnar vonir um að umsækjendur yrðu svona í kringum 50 talsins og hefði orðið sæll og glaður með það. Leikar fóru hins vegar svo að á fyrsta sólarhring frá því opnað var fyrir umsóknir voru allir garðarnir roknir út og biðlisti hafði myndast. Við tókum okkur því til og bættum við fleiri görðum, við urðum að bregðast við þessari miklu eftirspurn og þegar upp var staðið gátum við boðið vel yfir 200 garða. Við gátum því unnið upp allan biðlistann, en þegar er fólk búið að skrá sig fyrir reitum á næsta ári, segir Jóhann. Skólagarðar fyrir fullorðna Á árum áður var Jóhann umsjónarmaður með Skólagörðum Akureyrar og segir hann hugmynd sína, að bjóða almenningi lítinn reit til að rækta eigin matjurtir, komna þaðan. Um sé að ræða eins konar skólagarða fyrir fullorðna. Um ódýrari framkvæmd er þó að ræða, því hver og einn einstaklingur eða fjölskylda sér um sinn garð þegar best hentar og enginn umsjónarmaður fylgir pakkanum. Það er aldagömul aðferð að rækta ofan í sig grænmeti, segir Jóhann og bætir við að rannsóknir sýni jafnframt að slíkt starf sé gefandi auk þess að vera gagnlegt. Enda ríki mikil ró og spekt í matjurtagörðum Akureyringa og þar uni allir glaðir við sitt. Hver skiki er 15 fermetrar að stærð, nokkrir þó 30 fermetrar. Innifalið í 6000 króna gjaldi hefur verið tilbúinn garður, aðgangur að vatni, kartöfluútsæði, kál- og kryddplöntur og sáningarplöntur eins og gulrætur, hreðkur, spínat, næpur og salat. Radísurnar eru farnar að kíkja upp úr moldinni. Fleiri görðum bætt við næsta sumar Þar sem áhugi bæjarbúa reyndist svo mikill sem raun ber vitni eru uppi áform um að bæta við fyrir næsta vor og segir Jóhann ágætis möguleika fyrir hendi til stækkunar. Við getum örugglega bætt við um 50 til 80 reitum fyrir næsta ár. Það er pláss hér skammt norðan við okkur, á þessari sömu torfu. Við eigum bara eftir að leggja þangað vatnsleiðslu og laga aðeins til. Áhugann fyrir ræktun matjurta nú segir Jóhann ef til vill tengjast efnahagsástandinu og vera einn af jákvæðu punktum kreppunnar. Þetta ástand hefur komið fólki niður á jörðina aftur, fólk sér nú tilgang í því að telja kartöflur og kálhausa, ekki bara fást við fánýtan pappír eins og þótti svo fínt í eina tíð, segir hann. Jóhann segir að fólk á öllum aldri sé með matjurtagarða í brekkunni ofan Krókeyrar, sá elsti er 86 ára gamall og þeir yngstu um 25 ára. Flestir hugsa vel um garðinn sinn, það er eiginlega sama á hvaða tíma sólarhrings maður kemur hér við, alltaf er einhver að huga að garði sínum, vökva eða reita illgresi eða annað sem til fellur við umhirðuna, segir Jóhann. Jóhann Thorarensen átti hugmyndina að því að gefa almenningi kost á að rækta matjurtir í bæjarlandinu, stofna eins konar skólagarða fyrir fullorðna og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Michael Jón Ryan er einn þeirra sem stunda ræktun matjurta af krafti. Hér huga þeir Jóhann að garðinum. Þessar heiðurskonur eru greinilega fullar af metnaði og hugsa vel um reitinn sinn. Gera má ráð fyrir að uppskeran fari að líta dagsins ljós upp úr verslunarmannahelgi en fyrstu radísurnar eru þegar farnar að koma upp. Fyrirhugað er að efna til uppskeruhátíðar í ágúst, enda segir Jóhann að samkomulag ræktenda sé einstaklega gott og því hlakki menn til að hittast að loknu vel heppnuðu sumri og bera saman bækur sínar. MÞÞ

20 20 Utan úr heimi Fiskrækt sífellt mikilvægari atvinnugrein Samkvæmt upplýsingum frá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, eru 70% af fiskimiðum heims ofnýtt og margar fisktegundir í hættu vegna ofveiði. Jafnframt eykst fiskneysla bæði í iðnríkjum og þróunarlöndum. Hvernig getur það farið saman? Að áliti umhverfisstofnunarinnar Worldwatch Institute gerist það með aukinni fiskrækt. Yfir 40% af framboði fisks og annars sjávarfangs, en þar á meðal eru skeljar, rækjur og fleiri tegundir, eiga rætur að rekja til fiskræktar. Hin stóraukna fiskrækt í sífellt stærri einingum á sér hins vegar neikvæðar hliðar. Úrgangur frá eldinu og fóðurafgangar berast út í umhverfið, sömuleiðis sýklar og varnarefni (lyf) gegn sjúkdómum. Fiskur, sem sleppur, æxlast með villtum fiski sömu tegundar og það dregur úr erfðabreytileika. Á hinn bóginn vex ræktaði fiskurinn hraðar en hinn villti og nýtir fóðrið betur. Á móti því vegur að fóður eldisfisksins er að nokkru leyti unnið úr fiskimjöli og fiskiolíu, svo sem úr ansjósu, síld og lýsu, sem nýta má beint til matar fyrir fólk. Í Asíu hefur úrgangur frá hrísgrjónarækt verið nýttur til fiskeldis öldum og árþúsundum saman. Úrgangurinn frá fiskeldinu hefur síðan verið notaður sem áburður á hrísakra. Hrísgrjónabændur nýta sér það einnig að fiskurinn étur skordýralirfur, illgresi og þörunga sem annars drægju úr vexti hrísgrjónanna. Laxinn er orðinn kjúklingurinn í höfunum, segir norski haflíffræðingurinn Henning Roed. Laxeldi má einnig líkja við holdanautarækt á Amasónsvæðinu í Brasilíu. Framleiðslan er ódýr vegna þess að ekki er tekið tillit til neikvæðra áhrifa hennar á umhverfið og lífríkið. Unnt er að gera fiskræktina sjálfbærari með því að bæta fóðurnýtingu hennar. Hlutur fiskimjöls í fóðri laxins hefur dregist saman úr 60% árið 1985 í 35% á sl. ári og unnið er að því að minnka hlut þess enn frekar. Það eru þó takmörk fyrir því hve mikið er unnt að draga úr honum vegna áhrifa fóðurs á gæði eldisfisksins til matar. Stór fiskeldisfyrirtæki er unnt að reka á vistvænan hátt, ekki síður en hin minni. Stærsta fyrirtækinu í austanverðu Kanada, Cooke Aquaculture, hefur tekist að koma á vistvænum rekstri hjá sér. Eldið fer fram í 15 stórum tönkum. Undir þeim eru búr með skeljum og allur úrgangur frá laxinum fellur þangað niður. Undir skeljunum eru síðan ræktaðir þörungar. Úrgangur einnar tegundarinnar er þannig næring hinnar næstu. Mengun frá kerfinu er haldið í lágmarki með því móti, jafnframt því sem kostnaði er haldið niðri. Skelin vex þarna 40% hraðar en úti í náttúrunni og minni vandamál eru með sjúkdóma í laxinum. Í Noregi hefur fengist álíka reynsla af sambýli lax og skeljar og þar hefur að miklu leyti tekist að útrýma fúkkalyfjum í fiskeldi. Með því að flytja ræktunina stað úr stað og viðhafa strangar takmarkanir á flutningi á lifandi fiski er leitast við að koma í veg fyrir dreifingu fisksjúkdóma. Þar varðar það háum sektum að eldisfiskur sleppi út í náttúruna. Lokuð kerfi, þar sem fiskurinn lifir í vatni sem er hreinsað reglubundið, hefur sannað ágæti sitt. Því miður kostar það verulega orkunotkun enn sem komið er. Vísindamaður við Háskólann í Maryland, Yonathan Zohar, spáir því að eftir 20 ár verði mest af fiskeldi á landi í lokuðum kerfum. Með endurnýjanlegu vatni og síum, þar sem örverur lifa, hefur náðst góður árangur í ræktun eldisfisks og það án þeirra vandkvæða sem uppeldi í sjó hefur í för með sér. Hagkvæmni þessa eldis liggur þó enn ekki fyrir. Landbygdens Folk/U.B Lindström Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, FAO, hefur hafið samstarf við góðgerðarsjóð Bill og Melinda Gates, Gates Fondation, í baráttunni við hungur í heiminum. Sjóðurinn hefur nýlega Andstaða gegn erfðabreyttri ræktun vex í Evrópu Samtök landsvæða og héraða í Evrópu, sem eru andvíg erfðabreyttri ræktun, komu saman á fundi í Luzern í Sviss í lok apríl sl., en Svisslendingar eru eina þjóð Evrópu sem hefur samþykkt almenna ályktun gegn erfðabreyttri ræktun og erfðabreyttum afurðum í landi sínu. Sú samþykkt var gerð árið 2005 með fimm ára gildistíma og hefur nú verið ákveðið að framlengja hana um þrjú ár. Þátttakendur á fundinum voru 250 og þar kom fram að 166 svæði í Evrópu hafa hafnað erfðabreyttri ræktun, sem er fjölgun um 30 svæði frá síðasta fundi samtakanna árið Austurríki, Ungverjaland, Frakkland, Grikkland og nú síðast Luxemburg og Þýskaland hafa notað sér verndarákvæði gegn erfðabreyttri ræktun með því að álykta gegn ræktun á erfðabreytta maísafbrigðinu Mon810, sem er eina erfðabreytta yrkið sem ESB hefur leyft ræktun á. Einstök svæði í ESB hafa ekki löggjafarvald. Þegar þau álykta gegn erfðabreyttri ræktun eru áhrif þess einkum pólitísk, í fyrsta lagi með því að hafa áhrif á eigin rík- Ný samtök danskra bænda velja sér formann Michael Brockenhuus-Schack, óðalsbóndi í Ringsted á Sjálandi, hefur verið valinn fyrsti formaður nýrra samtaka danskra bænda, Landbrug og Fødevarer. Það gerðist á stofnfundi samtakanna í lok maí sl. Aðilar að hinum nýju samtökum eru Dansk Landbrug, Landbrugsrådet, Danske Slagterier, Dansk Svineproduksjon og meginhluti af Mejeriforeningen. Fyrri formaður Dansk Landbrug, Peter Gæmelke, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. Landsbygdens Folk isstjórnir og í öðru lagi með því að þrýsta á stjórn landbúnaðarmála á viðkomandi svæði. Sem dæmi má nefna að frönsk héröð hvetja nú til aukinnar ræktunar próteinjurta til að draga úr innflutningi á erfðabreyttum sojabaunum. Landbúnaðarráðherra Austurrík is, Nikolaus Berlakovich, og full trúar stjórnvalda í Sviss, sem sátu fundinn, bentu á að hefðbundin ræktun nytjajurta gæfi forskot í samkeppni og mikilvægt væri að neytendur treystu matnum sem þeir neyttu. Í samræmi við það beitir Austurríki sér eindregið fyrir því að styrkja rétt hvers lands innan ESB til að hafna erfðabreyttri ræktun. Margir fundarmanna bentu á að með því að taka upp erfðabreytta ræktun væri stigið afgerandi skref til nýrra búskaparhátta. Percy Schmeiser, bóndi í Kanada, sat fundinn. Hann átti í margra ára málaferlum við erfðatæknifyrirtækið Monsanto, sem kærði hann fyrir ólöglega notkun á erfðabreyttu fræi sem fyrirtækið hafði einkaleyfi á. Hann varði sig með því að erfðabreytt fræ hefði borist inn á Hvers vegna rauk verð á matvælum upp árið 2007 og framan af ári 2008? Hvers vegna lækkaði það aftur á síðari hluta sama árs? Og hvers vegna er verðið núna aftur á uppleið? Þess spurði blaðakonan Doan Bui við franska vikublaðið Le Novel Observateur sjálfa sig og lagði land undir fót til að kanna málið, þ.e. samhengið milli framboðs og eftirspurnar á matvörum og völd hinna einstöku hagsmunahópa á þeim markaði. Á krepputímum gerast verðbreytingar hratt og hvergi hraðar en á matvælum. Svolítið offramboð og verðið hrynur, svolítill skortur og verðið þýtur upp. Þegar það gerist víða í heiminum samtímis, eins og átt hefur sér stað á síðustu tveimur árum, magnast áhrifin. Eða eins og Simon Cawkwell, einn af spekúlöntunum akra hans án þess að hann hefði átt nokkurn þátt í því og hafði sigur í málaferlum um ólöglega notkun á erfðabreyttu fræi. Percy Schmeiser benti á að erfðabreytt ræktun dreifði sér hömlulaust, bæði með fræi í jarðvegi og í geymslum, þegar hún hefði einu sinni verið leyfð. Frómar óskir um að snúa til baka gagnast ekki. Þetta er einkum afdrifaríkt fyrir smábændur í þróunarlöndum. Ónothæft skipulag Erfðabreyttar jurtir hafa nú verið í almennri ræktun í 13 ár. Í Bandaríkj unum, sem hafa verið í forystu í rannsóknum og framleiðslu á erfðabreyttu fræi, hefur notkun á illgresiseyðinum glyfosfat (Roundup) aukist um 28% á þessu tímabili. Í Brasilíu, sem leyfði erfðabreytta ræktun fyrir nokkrum ár um, jókst notkun jurtavarnarefna um 75% á árunum 2000 til Þá aukast útgjöld við frækaup við erfðabreytta ræktun án þess að uppskera vaxi að sama skapi. Skipulag nútímalandbúnaðar er ónothæft til frambúðar, sagði dr. í London, sagði við blaðakonuna: Þessi kreppa er mjög góð fyrir mig; því örari verðbreytingar, því betra fyrir mig. Meðan gagnaðilinn bregst við, þá aukast verðsveiflurnar. Eins dauði er annars brauð, í orðsins fyllstu merkingu. Á sama tíma og spekúlantarnir í London, Genf og á Chicagomarkaðnum neru saman lófum fjölgaði hinum vannærðu í heiminum. FAO telur að fjöldi vannærðra fari yfir einn milljarð í ár. Lækkun á búvöruverði dregur úr framleiðslunni. Hvort sem verð á matvælum hækkar eða lækkar, þá bitnar það mest á hinum fátækustu en hinir efnuðu hagnast á því. Þetta heitir hnattræn markaðsstjórn. Það eru nefnilega liðirnir milli þeirra sem sá og uppskera og hinna sem kaupa sér í matinn sem hækka í verði. Ef þú heldur að þrælahald Hans Herrn, forseti stofnunarinnar The Millennium Institute, á fundinum. Ráðandi framleiðsluhættir eru ekki sjálfbærir. Í suðrinu viðgengst rányrkja á landi en í norðrinu ofnotkun aðfanga (áburðar og varnarefna) við ræktunina. Í suðrinu og í fátækum löndum í norðrinu ríkir hungur en í ríkum löndum er ofþyngd fólks vandamál. Lönd í suðrinu selja ræktunarland sitt, annað hvort beint eða með einhliða ræktun sojabauna og maís, í löndum svo sem Argentínu og Brasilíu eða á baðmull í Vestur- Afríku. Þörf er á búvöruframleiðslu til eigin nota í litlum einingum til að komast hjá pólitísku og efnahagslegu hruni samfélaga, segir dr. Hans Herrn. Fundinum lauk með lokaályktun þar sem krafist var banns við ræktun erfðabreyttra jurta í ESB. Þrýstingur á framkvæmdastjórnina vex, bæði frá ríkisstjórnum, fylkjum, sveitarfélögum, bændum og neytendum. Bonde og Småbruker/Ole-Jakob Christensen Spákaupmennska með matvæli Samvinna í baráttunni gegn hungri í heiminum veitt FAO um 5,6 milljarða dollara framlag til þessarar baráttu. Fulltrúar FAO og sjóðsins hittust nýlega í Rómaborg til að ræða um hlutverki landbúnaðar í baráttunni gegn hungri og fátækt. Nauðsynlegt er að bregðast fljótt við þegar allt að því milljarður manna býr við sult í heiminum, segir framkvæmdastjóri FAO, Jacques Diouf, á heimasíðu FAO. Hann bendir á að jafnframt þurfi að auka varanlega búvöruframleiðslu í heiminum. Við getum ekki sætt okkur við að hungur sé útbreitt í heiminum. Tryggur aðgangur að fæðu er grundvallaratriði, ekki einungis fyrir fátækar fjölskyldur um allan heim, heldur fyrir hagþróun, frið og öryggi í heiminum. Verkefnið er að framleiða fæðu handa þremur milljörðum manna, sem jarðarbúum mun fjölga um fram til 2050, segir Jacques Diouf. Bondebladet Kúariða í Kanada Nýtt tilfelli af kúariðu hefur verið staðfest í Kanada. Það er 16. tilfellið frá því veikinnar varð þar vart árið 2003, að sögn þarlendra blaða. Að þessu sinni fannst veikin í sex vetra gamalli mjólkurkúa. Smituppsprettan er óþekkt en grunur beinist að fóðri kýrinnar. Reglur um fóðursölu hafa verið hertar hvað eftir annað í Kanada og fyrir tveimur árum fullyrtu stjórnvöld að treysta mætti kanadísku fóðri næstu tíu árin. Bondebladet sé úr sögunni þá máttu hugsa þig um tvisvar, sagði dómsmálaráðherrann á Fílabeinsströndinni. Verð á matvælum, sem tekur milljónir bænda marga mánuði að framleiða, er ákveðið af manni sem situr fyrir framan tölvuskjá í annarri heimsálfu. Það segir sig sjálft að Doan Bui hefur á ferðum sínum land úr landi aldrei fundið neinn sem sinnir þessum viðskiptum og viðurkennir að hann beri ábyrgð á því sem hann gerir. Spákaupmennskan er sjálf forsendan fyrir því að markaðurinn virki, segir Jim Rogers, einn af hinum stóru spákaupmönnum og bætir við að það sé hlægilegt að ásaka þá og út í hött frá viðskiptalegu sjónarmiði. Jim Rogers hefur sérhæft sig í verðbreytingum á matvörumarkaði. Hann lifir á því að spá í það hvort hveitiverðið hækki eða lækki komandi mánuð. Matvælaframleiðsla, það er framtíðin, segir hann: Hveiti, akrar og vatn, eitthvað raunverulegt. Fjárfestu í því og þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Spákaupmennska í matvælum er kjörstarf, af því að verðið sveiflast. Vatn og jarðvegur eru trygg verðmæti. Víða lækkar grunnvatnsstaðan ógnvænlega. Loftslagsbreytingar geta leitt til þess að jöklarnir í Himalaya bráðni og svipti mörghundruð milljónir manna áveituvatni og vatni til heimilisnota. Og þegar skortur verður á vöru, þá hækkar hún í verði. Smábændur og hinir jarðnæðislausu standa þá illa að vígi, hvort sem það er gagnvart olíupálmaplantekrum á Borneó eða ökrum í eigu Kínverja í Laos, sem stjórnarher Laos gætir. Matur og landbúnaður hefur lengi verið talinn óáhugaverður, bæði pólitískt og efnahagslega. Sá tími er nú liðinn. Bonde og Småbruker/Ole-Jakob Christensen

21 21 Ferguson í heyskap, ekki löngu eftir landnám sitt. DEKK Dráttarvéladekk - Radial Stærð Verð frá m/vsk og svo kom Ferguson Vorupplýsingar í sauðfjárræktinni Þann 18. júlí nk. kemur út á vegum bókaútgáfunnar Uppheima á Akranesi bókin og svo kom Ferguson. Í ár eru liðin rétt sextíu ár frá því fyrstu Fergusondráttarvélarnar komu til Íslands. Af því tilefni öðrum fremur hefur Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri tekið bókina saman með aðstoð fjölda heimildarmanna. Bókin er gefin út með stuðningi Landbúnaðarsafns Ís lands og rennur hluti andvirðis bókarinnar til safnsins. Gráu Ferguson-vélarnar mörkuðu upp haf vél- og aflvæðingar á fjölmörgum búum og engin ein gerð dráttar véla hefur notið viðlíka vin sælda hér á landi. Ferguson dráttarvélarnar eru því órjúfanlegur hluti af sögu og þróun íslenskra sveita upp úr miðri síðustu öld á tímum mestu búháttabreytinga frá því land byggðist. Ört vaxandi þjóð, sem bjó við áður óþekkta velmegun að lokinni heimsstyrjöld, krafðist stóraukinna afkasta í landbúnaði afkasta sem ekki varð náð nema með vélvæðingu sveitanna. Þar skiptu dráttarvélarnar sköpum og að öðrum ólöstuðum var það Ferguson sem úrslitum réði. Bjarni Guðmundsson er eins og kunnugt er hafsjór af fróðleik um þessa umbrotatíma og hefur hér unnið einstakt verk við skráningu þeirra með Ferguson í brennipunkti. Bókin, sem er í senn aðgengileg og skemmtileg aflestrar er í stóru broti, öll litprentuð og prýdd miklum fjölda merkilegra ljósmynda víðs vegar að. Þeim sem fræðast vilja um íslenskt samfélag á 20. öld berst hér kærkomin viðbót í þá heildarmynd og bókin er fjársjóður fyrir þá sem njóta þess að rifja upp liðna tíð. Höfundurinn, Bjarni Guðmundsson við stjórnvölinn á Gamla Grána Margir skýrsluhaldarar í sauðfjárræktinni hafa þegar skilað vorupplýsingum sínum til uppgjörs þó að stærri sé hópurinn sem er nú að ganga frá þeim upplýsingum og því tímabært að minna á atriði í sambandi við frágang á skráningu upplýsinganna. Mjög áríðandi er að lamsnúmer séu skráð á nákvæmlega sama hátt og er á merkjunum og kemur til með að vera lesið af þeim í sláturhúsi. Þetta er grundvöllur þess að mögulegt sé að nýta sér þá feikilegu hagræðingu sem fólgin er í flutningu sláturupplýsinganna á rafrænu formi frá sláturhúsi til uppgjörs í skýrsluhaldinu. Hitt atriðið er meira smáatriði. Góðu heilli þá halda flestir fjáreigendur enn í þann menningarþátt að gefa gripunum nöfn, í það minnsta hrútunum. Nú þegar farið er að færa alla nýju hrútana í bækurnar á grunni ásetningsnúmera sýnist mér of mikið um að það gleymist að færa nöfnin á veturgömlu hrútunum á hrútasíðuna fremst í bókinni. Það þarf að gera til að nafnið fylgi gripnum í skýrsluhaldinu. JVJ Dráttarvéladekk - Nylon Dráttavéla framdekk Vagnadekk / / / / / / / / / / / /60 R Smádekk - Grasmunstur Verð frá m/vsk 13x x x x x x x x x x x Kambdekk - 3RIB Verð frá m/vsk Fínmunstruð dekk x / x x Tjaldvagna og fellihýsa dekk Stærð Verð frá m/vsk x x x /80 R /55 R /80 R /70 R /80 R /60 R /80 R /80 R /50 R Verð geta breyst án fyrirvara Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi Austurland Bifreiðav. Sigursteins Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ Breiðdalsvík N1 Réttarhálsi KM. Þjónustan Búardal Vélsmiðja Hornafjarðar N1 Fellsmúla Dekk og smur Stykkishólmi Bíley Reyðarfirði N1 Reykjavíkurvegi Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi Réttingav. Sveins Neskaupsstað N1 Ægissíðu Vélaverkst. Sveins Borðeyri N1 Bíldshöfða Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Græðir sf. Varmadal, Flateyri Norðurland Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri Framrás Vík Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélaverkstæðið Iðu Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bílaþjónustan Hellu Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási,Hellu Hvolsdekk Hvolsvelli /70 R /70 R /70 R /70 R /65 R /65 R /65 R /65 R /70 R /85 R /70 R /70 R /70 R /65 R /65 R R R Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga Kjalfell Blönduósi Bílaverkstæði Óla Blönduósi Vélav. Skagastrandar Skagaströnd Pardus Hofsósi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk N1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Suðurnes N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði SÍMI

22 22 Á markaði Framleiðsla og sala mjólkur þróun og staða Hvað verðmæti varðar er mjólkurframleiðslan ásamt nautakjötsframleiðslu mikilvægasta bú greinin, skilar um 47% af heildar verðmætum búvara með bein greiðslum og um 40% af heildar verðmætum án beingreiðslna. Um 700 bú framleiða nú mjólk og er því ekki fjarri að áætla að hátt í þrjú þúsund manns hafi framfæri sitt af framleiðslunni einni (3-4 á bú). Að auki starfar fjöldi fólks við úrvinnslu og sölu afurða, auk þess að þjónusta reksturinn á einn eða annan hátt. Framleiðsla og sala mjólkur hefur vaxið jafnt og þétt sl. áratug. Er það ekki Sala á mjólk í maímánuði 2009 síst að þakka árangri í aukinni sölu fituríkra afurða eftir samdrátt á tíunda áratug 20. aldar. Meðfylgjandi línurit sýnir þróun í sölu mjólkur og mjólkurafurða í lítrum á íbúa frá Heildargreiðslumark mjólkur á verðlagsárinu 2008/2009 er 119 milljónir lítra en var 117 milljónir lítra fyrir síðasta verðlagsár. Eftir fyrstu níu mánuði verðlagsársins nam heildarinnvigtun 93,9 milljónum lítra eða 78,95% af greiðslumarki. Á sama tíma í fyrra var alls búið að framleiða 92,9 milljónir lítra eða 79,43% greiðslumarksins. Framleiðsla í apríl sl. var 11,3 millj. lítra, eða nánast sú sama og Efnahagsmál Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands í apríl Í maí var framleiðslan hins vegar 11,5 milljónir lítra á móti 11,8 millj. l sem svarar til 3% samdráttar. Meðfylgjandi graf sýnir þróun innvigtunar eftir mánuðum. Sala í lítrum og kg Breyting frá fyrra ári, % Maí 2009 Síðustu 3 mánuðir Síðustu 12 mánuðir Maí 3 mánuðir 12 mánuðir Mjólk umreiknuð í prótein ,91 0,15-0,04 Mjólk umreiknuð í fitu ,68 2,36 1,98 Sala mjólkur í lítrum á íbúa frá Viljayfirlýsing um verkefnið Matvælamiðstöð Austurlands var undirrituð í blíðskaparveðri við Mjólkurstöðina á Egilsstöðum á mánudag. Verkefnið miðar að því að byggja upp þróunarsetur fyrir smáframleiðslu matvæla á Austurlandi, vöruþróun og rannsóknir og nýta til þessarar starfsemi rými í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum. Síðustu misseri hafa áhugasamir aðilar um smáframleiðslu matvæla á Austurlandi leitað leiða til þess að nýta rými í húsi Mjólkurstöðvarinnar á Egilsstöðum. Mikil gerjun hefur átt sér stað og fjöldi hugmynda verið skoðaðar. Þessi vinna hefur farið fram undir stjórn Þróunarfélags Austurlands ásamt mjólkurframleiðendum á Héraði, Búnaðarsambandi Austurlands og Auðhumlu. Til liðs við verkefnið hafa nú komið Matís og sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Ákveðið hefur verið að gefa verkefninu nafnið Matvælamiðstöð Austurlands. Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp þróunarsetur fyrir smáframleiðslu matvæla á Austurlandi, þ.e.a.s. koma á smáframleiðslu, vöruþróun og rannsóknum á afurðum úr héraði og nýta rými mjólkurstöðvarinnar á Egilsstöðum í þeim tilgangi. Það rými í mjólkurstöðinni sem ekki Innvigtun mjólkur eftir mánuðum á yfirstandandi verðlagsári. Verð á greiðslumarki verðlagsárið Dagsetning gildistöku Sala á greiðslumarki ltr. Uppsafnað frá upphafi verðlagsárs, ltr. Meðalverð síðustu ltr. kr/ltr* 1. september ,22 1. október ,52 1. nóvember desember ,32 1. janúar ,32 1. febrúar ,33 1. mars ,92 1.apríl ,78 1. maí ,41 1. júní ,86 * Að baki meðalverði er að lágmarki miðað við síðustu 500 þúsund lítra Verð á greiðslumarki Verð á greiðslumarki hefur lækkað úr 304 kr/lítra í upphafi verðlagsárs í 255 kr/lítra eða um 16%. Háir vextir, skerðing búvörusamninga og erfitt rekstrarumhverfi hefur allt átt sinn þátt í þessari þróun. Bændur hafa fyrir sitt leyti nú staðfest breytingar á búvörusamningum, frá 18. apríl sl., og frumvarp til laga um lögfestingu þeirra var samþykkt á alþingi nú í vikunni. Verkefninu Matvælamiðstöð Austurlands hleypt af stokkunum Húsnæði mjólkurstöðvarinnar nýtt undir smáframleiðslu, vöruþróun og rannsóknir er notað til mjólkurvinnslu nú mun verða nýtt í þessum tilgangi. Auðhumla mun leggja til húsnæðið og verður samið sérstaklega um það, sem og þann búnað sem tiltækur er. Samstarfsaðilar Þeir sem undirrituðu viljayfirlýsinguna og skáluðu í mjólk að henni lokinni voru (frá vinstri): Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, Magnús Ólafsson, forstjóri Auðhumlu, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, formaður Búnaðarsambands Austurlands og Jóhann G. Jóhannsson, formaður félags kúabænda á Héraði og Fjörðum. munu í sameiningu vinna að því að tryggja framgang verkefnisins svo hægt verði að nýta aðstöðuna í mjólkurstöðinni m.a. til þróunarstarfs, kennslu, námskeiða og tilraunastarfsemi í matvælaiðnaði.

23 23 Af fákeppni og græðgi Í BLAÐINU 11. júní skrifar Elías Gíslason (EG) heildsali í umboði hóps æðardúnsútflytjenda, setur fram samsæriskenningu að verð hafi fallið meira en kreppa skýri, allt sé einhverjum að kenna. Þetta er órökstutt, dylgjur. Í allt fyrrahaust barðist ég með verð sem kaupandi nokkur sagði langt fyrir ofan þau mörgu en einkennilega jöfnu tilboð, öll innan 30 evra bils, sem hann hafði á borðinu. Ég gat ekki selt fyrr en eftir áramót er ég fór niður í það sem aðrir voru löngu komnir í. Hins vegar áfellist ég engan sem lækkað hefur verð til að losna við gamlar birgðir til að hafa í sig og á, nokkuð sem ég af brýnni nauðsyn gerði 2007 en aðrir voru á undan mér 2008 að gera. Ég nam markaðsfræði í Bandaríkjunun og hef ég áður bent á að sölu fyrirkomulagið, fjöldi innlendra heildsala og fáir erlendir kaupendur geti aldrei verið ann að en niðurboðskerfi enda ganga kaupendur á röðina í leit að lægsta verði. Skyldu æðarbændur því leita valkosts og mættu þeir spyrja minkabændur um reynslu af Kopenhagen Fur, uppboðshúsinu sem sér um skinnasölu til 600 kápuframleiðenda. Dúnsölutregða var reglan áður en við, utan hóps, neyddumst til að hefja útflutning þar sem hópurinn stóð sig ekki. Sú tálsýn að hægt sé að pína markað upp með samstöðu um hátt verð er villuljós því eftirspurn er lítil, markaður örsmár, bara Japan, en evrópsku fyrirtækin selja íslenska dúninn þangað í krafti eigin ímyndar. Sjálf Evrópa er hverfandi markaður, milliliður. Héldu menn í óraunsætt verð myndi þröngan munaðarmarkað í kreppu ekki svengja eftir þessari vöru heldur leitaði hann annað, hið dýra hillupláss smásölunnar fylltist öðru, varan gleymdist og spurn hyrfi endanlega. Hér má minna á að Japanir nota æðardún ekki bara í sængur heldur einnig kápur þannig að uppboðshugmyndin er raunhæf en mink og æðardúnn má flokka saman sem íhluti í framleiðslu lúxusfatnaðar. Slíkt sölufyrirkomulag stækkaði markaðurinn gríðarlega, sala æðardúns yrði stöðug og verð jafnt en þá yrði ekki lengur komist hjá vöruþróun (dúnþvotti, gæðaflokkun) og markaðssetningu. Ástæða framsetningar staðlausrar kenningar hópsins er ljós af samsetningu hans, þar á enginn afkomu undir dúni. Í óskammfeilni áfellast þau þá sem lifa af dúni, þá sem hafa einbeitt sér að dúni en stunda hann ekki sem hobbí, gjöfula hliðartekjulind án tilkostnaðar. Heildsalarnir óttast nýtt sölufyrirkomulag sem gerði þá óþarfa. Nú fellur allur kostnaður við dúninn á bændur og hreinsendur, hverjum stikkfrí heildsalar ætla óútskýrt að lifa á loftinu. Í góðu ári tekur hópurinn tugi milljóna króna fyrir að skrifa dúnnótuna, fleytir rjómann af puði bænda; endalausri, kauplausri fjaðratínslu sveitakvenna. Skrif hópsins eru óskammfeilni, græðgi, en EG hefur haft á orði að banna ætti bændum sjálfum að flytja út dún. Brýningar hans missa marks, minkur hefur meiri umhyggju fyrir hænu en EG fyrir bændum. Hvað varðar gæði dúns EG, lýsti hann þeim á aðalfundi ÆÍ í hittifyrra, sífelldar kvartanir. Mér bauðst að vera í hópnum sem gekk bara út á verðsamráð gagnvart bændum, samráð sem þeir strax sviku gagnvart mér, var þá sjálfhætt. Jón Sveinsson dúnbóndi, -hreinsari, -útflytjandi RÚLLUPLAST NET OG GARN Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Góðir Íslendingar Þakka fyrir góðar móttökur Framleiðum grænmetiskassa úr timbri, kg. Einnig 500 kg. kassa fyrir bændur. Aðrar stærðir eftir óskum kaupenda. Til sölu á Gónhóli, Eyrarbakka, Sveitamarkaði á Flúðum, Laxá í Leirársveit og í Mosskógum, Mosfellsdal. Íslensk framleiðsla Uppl. í síma eða á netfangið Veggspjald af íslenska hundinum Nýtt og glæsilegt veggspjald af íslenska fjárhundinum er komið út. Rúlluplast... heybindigarn n og net í úrvali! Tvær stærðir eru í boði, 88 sm X 61 sm og A3. Verð er kr af stærri gerðinni og kr. 900 af litlu spjöldunum. Að auki bætist við sendingarkostnaður. Hringdu í síma eða sendu tölvupóst t á netfangið jl@bondi.is til þess að panta veggspjald. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá sendan greiðsluseðil. eðil. Rúlluplast Visqueen 50 cm - hvítt Visqueen 75 cm - hvítt Heybindigarn Piippo Heybindigarn 1000 m/kg Piippo Heybindigarn 400 m/kg Piippo Heybindigarn 130 m/kg Netrúllur PIIPPO netrúlla - 1,23 x 3150 m PIIPPO netrúlla - 1,30 x 3150 m PIIPPO Hybrid - 1,23 x 4000 m ÞÓR HF Reykjavík: Ármúla 11 Sími Akureyri: Lónsbakka Sími

24 24 Fyrstu kynni mín af Magnúsi á Gils bakka voru á aðalfundi Stéttarsambands bænda árið 1985 er hald inn var á Laugarvatni. Ég sat þann fund sem fulltrúi fyrir mitt hérað. Magnús var þarna fundarstjóri og vakti strax athygli mína. Myndarlegur, teinréttur og gaf af sér góðan þokka. Þá var einnig athyglisvert að fylgjast með honum sem fundarstjóra. Hann stjórnaði með festu en líka sanngirni og auðséð var að þarna fór yfirburða fundarstjóri. Þau ár, sem ég átti eftir að sitja sem fulltrúi á þessum fundum, stjórnaði Magnús. Ég hef ekki kynnst nema örfáum mönnum um ævina sem standa jafnfætis honum í því hlutverki. Það tókst fljótlega með okkur nokkur kunningsskapur sem síðar varð að vináttu. Magnús var í stjórn Stéttarsambandsins á þessum árum. Ég vissi vel af því að til hans var leitað um að taka að sér forustu fyrir þau samtök. Enginn efaðist um hæfileika Magnúsar til þess. Hann aftók það algjörlega, vildi ekki binda sig, vildi ekki vera það mikið að heiman eins og slíkt starf útheimti. Ég settist á Búnaðarþing árið Þar var Magnús fyrir og einnig þar var hann atkvæðamikill. Á þessu Búnaðarþingi lá fyrir að Ásgeir Bjarnason myndi hætta í stjórn Búnaðarfélags Íslands. Við, sem komum ný á þetta þing, vorum sammála þeim hugmyndum að Magnús á Gilsbakka yrði stjórnarmaður og ég var einn af þeim sem ræddu við hann um það hvort hann yrði ekki formaður. Hann tók því víðs fjarri. Fjórum árum síðar voru gerðar breytingar á lögum BÍ þar sem fjölgað var stjórnarmönnum, úr þremur í fimm. Magnús var þá sá eini sem hafði verið í fyrri stjórn. Tveimur dögum fyrir stjórnarkjörið mætti ég Magnúsi þar sem hann var að koma út úr herbergi sínu. Hann sagði um leið og hann sá mig, segðu við mig orð. Ég fór inn til hans. Hann sagði formálalaust. Nú ferð þú í næstu stjórn BÍ. Ég maldaði eitthvað í móinn. Hann sagði mér hvernig hann teldi að næsta stjórn yrði skipuð og þú verður þar. Þegar ég gekk út var mér ljóst að svona yrði þetta, Magnús réð. Þetta var góður hópur sem kominn var saman við stjórnarborðið undir forustu Jóns Helgasonar. Við nutum þess í ríkum mæli að eiga aðgang að þekkingu Magnúsar í langflestum málum er vörðuðu íslenskan landbúnað. Reynsla hans var mikil. Magnús hafði verið og var kallaður til þegar semja þurfti lög og reglugerðir um landbúnað. Hann hafði einstakt minni og vil ég í því sambandi rifja upp tvennt. Þessi nýja stjórn ákvað að fara í ferðalag um landið og halda fundi með stjórnum búnaðarsambanda og Minning Magnús Sigurðsson, Gilsbakka Fæddur 27. september 1924 Dáinn 6. júní 2009 starfsmönnum þeirra. Í ferðina fóru Jón Helgason, Magnús Sigurðsson, Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, og undirritaður. Þá var einnig í hópnum Stefán Skaftason ráðunautur, en hann fjallaði um atvinnuuppbyggingu og atvinnutækifæri til sveita. Þetta var ánægjuleg ferð og einstaklega fróðleg. Auk þess að hitta allt þetta fólk þá kynntumst við landinu einstaklega vel. Og það var alveg sama hvar við fórum, alltaf vissi Magnús hvað fólkið hét á bæjunum og hvernig þar var búið, en þetta var ekki nóg, hann vissi um þjóðsögur og sagnir vítt um land. Hitt atvikið, sem undirstrikar hið einstaka minni hans, gerðist á einum stjórnarfundinum. Við vorum að ræða eitthvert mál og í því sambandi þurfti að rifja upp hvað áður hafði gerst. Við litum á Magnús og hann sagði hvað sig minnti, en sagðist ekki vera alveg viss, væri farinn að tapa minni. Ég sagði að bragði að ég hefði nú ekki reynt hann að því. Jú, það er nú svona, ég fann það í fjárraginu í haust að ég var ekki alveg viss með allt féð, að ég myndi ætternið aftur til fjárskiptanna ( ). Ég varð orðlaus. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að koma eitt sinn í heimsókn að Gilsbakka til Magnúsar og konu hans, Ragnheiðar. Þar sannfærðist ég um það, sem ég taldi mig vita, hvað Gilsbakki var Magnúsi kær og allt umhverfið þar, enda einstakt bæjarstæði, hvað útsýni og fegurð snertir. Þetta var staðurinn hans og þarna vildi hann vera. Með Magnúsi er fallinn sá maður sem hafði um alllangan aldur einna mest áhrif fyrir íslenska bændastétt og ávallt vildi gæta réttsýni og síðast en ekki síst vinna að hag og framtíð íslenskra sveita. Við, sem kynntumst Magnúsi, minn umst hann með virðingu og þökk. Ég votta Ragnheiði, börnum og barnabörnum innilega samúð mína. Gunnar Sæmundsson Með Magnúsi á Gilsbakka er í mínum huga genginn einhver fjölhæfasti og öflugasti fulltrúi íslenskrar bændastéttar og bændamenningar. Í öráum orðum vil ég þakka ógleymanleg samskipti við hann um langt árabil. Þau voru öðru fremur í tengslum við margvísleg félagsmálastörf hans fyrir íslenska bændur en einnig að ég hygg eitt hjartfólgnasta áhugamál okkar beggja, íslenskan sauðfjárbúskap. Magnús sóttist ekki eftir forystustörfum í málefnum bænda en varð samt að lokum við eindregnum áskorunum um að leggja þar hönd á plóg. Ég kynntist honum m.a. sem búnaðarþingsfulltrúa og stjórnarmanni hjá Búnaðarfélagi Íslands. Þar var ég svo heppinn að vera starfsmaður búfjárræktarnefndar þingsins þar sem Magnús hafði formennsku lengi með höndum. Það var ákaflega lærdómsríkt að kynnast því hve fljótur hann var að greina aðal- og aukaatriði hvers máls og koma skýrri afstöðu til mála fram í meitluðu og vönduðu máli á svipstundu. Þar naut sín jafnframt ákaflega mikil og víðfeðm þekking hans í nánast öllum málum, skörp greind og fádæma vald á íslenskri tungu. Stjórnarmanna BÍ minnist ég sem mikilla öndvegismanna, en engum þeirra kynntist ég samt sem jafn áhugasömum um dagleg verkefni starfsmanna og Magnúsi. Það var ómetanlegt að geta rætt við hann um þau og þegið góð ráð og ábendingar um það sem betur mætti fara. Fjölmargir minnast hans sem fundarstjóra á aðalfundum Stéttarsambands bænda. Styrk fundarstjórn hans er mönnum ógleymanleg. Aldrei minnist ég þess að nokkur maður, nokkru sinni treysti ekki dómgreind hans og leiðsögn um meðferð mála. Því urðu afgreiðslur þessara umfangsmiklu funda, sem oft þurftu að vinna Fullkomnasta öryggisrannsóknastofa á landinu vígð að Keldum Fyrir nokkru var vígð ný öryggisrannsóknastofa að Keldum, sú flóknasta tæknilega séð sem sett hefur verið upp þar og er aðstaðan sú fullkomnasta sinnar tegundar á Íslandi. Þetta breytir stórlega allri aðstöðu til rannsókna fyrir okkur, til dæmis varðandi sjúkdómaskimanir í íslensku búfé, en við getum nú framkvæmt fleiri af þeim prófum sem við höfum áður þurft að senda frá okkur til útlanda. Eins ef koma upp grunsamlegir sjúkdómar eins og fuglainflúensa eða gin- og klaufaveiki, þá erum við búin að setja upp greiningarpróf. Ef upp koma miltisbrandstilfelli myndum við fara með sýni þarna inn, en þetta er mun betri aðstaða en við höfum haft. Öll öryggisaðstaða er þannig uppbyggð og hugsuð í húsinu til verndar starfsmönnum og umhverfi. Við erum að taka húsin í notkun og hefja vinnu í þeim og þau munu nýtast í ýmiss konar annarri rannsóknavinnu, segir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur. ehg undir miklu álagi, ótrúlega hnökralausar. Hollráð hans innan Stétt arsambandsins og Framleiðsluráðs land búnaðarins á níunda áratugnum, þegar þrengingar í íslenskum land búnaði voru hvað mestar, veit ég að voru meiri en flestra annarra á þeim vettvangi í þessum brothættu málum. Heima í fjárhúsunum á Gilsbakka var Magnús samt mestur konungur í ríki sínu. Öllum þeim, sem kynntust honum á þeim vettvangi, verður ógleymanlegt að ganga þar um garða og krær með honum. Þar geislaði starfsánægjan, frásagnarsnilldin og ótakmörkuð þekking á bústofninum meira og betur en á nokkrum öðrum vettvangi. Fyrstu kynni mín af Magnúsi voru þar. Haustið 1971 kynntist ég Borgarfirði fyrst þegar ég starfaði sem aðstoðamaður hjá Halldóri Pálssyni á Hesti. Eitt síðdegi ákvað hann að við húskarlar hans skyldum fara að Gilsbakka með honum til að fylgjast þar með fjárragi og skoða fé. Heimsóknin er ógleymanleg. Þarna voru þessir snillingar (Magnús og Halldór) í ríki sínu. Sérstaklega minnist ég þess þegar þeir voru að handfjatla fullorðnu forystusauðina sem þarna voru, en þá var óvíða að sjá á þeim árum, en voru þarna sem hinir ókrýndu konungar íslensku afréttarlandanna. Samstarf og vinátta Magnúsar og Halldórs var gamalgróin og hennar naut við meðan báðir lifðu. Vert er að minnast á þessari stundu að hún mun hafa hafist með rannsóknarstörfum Halldórs á mæðiveikinni í uppsveitum Borgarfjarðar á upphafsárum þessa mikla vágests seint á fjórða áratugnum. Þar naut hann nákvæmni og næmrar athyglisgáfu Magnúsar sem unglings við öflum upplýsinga. Þarna var verið að vinna fyrstu erfðarannsóknir í tengslum við búfé í heiminum. Þetta vísindasvið, sem þá var öllum fjarlægt, er í dag eitt það umfangsmesta á sviði landbúnaðar. Full ástæða er að halda til haga frumkvöðlastarfi Íslendinga í því verki og þar er hlutur Magnúsar ómældur. Ferðir mínar í þetta ríki Magnúsar á Gilsbakka hafa síðan orðið margar. Fræðsla hans um bú og bústofn á hverri stundu ómetanleg. Þá var ekki síður ómetanlegt að njóta frásagna hans og fræðslu um fjárbúskap fyrr á síðustu öld og fjárskiptin um miðja þá öld. Þar hef ég ekki meira af öðrum lært. Í fjárbúskapnum á Gilsbakka kynntist maður öllum bestu og grónustu þáttum þeirrar ræktunarmenningar. Magnús þekkti öll deili á hverjum einstaklingi, hver einstaklingur hafði sitt nafn. Nafngiftir fjárins voru þaulhugsaðar og geymdu oft mikla sögu um einstaklinginn og uppruna hans. Magnúsi var ákaflega umhugað um að miðla þessari þekkingu til unga fólksins á bænum. Það á áreiðanlega sinn þátt í þeim logandi áhuga sem yngri kynslóðirnar höfðu á fénu og þekktu það vel. Þessum lifandi áhuga hef ég nánast hvergi kynnst sterkar en í fjárhúsunum á Gilsbakka. Síðasta ferðin var á liðnu hausti. Enn var Magnús í hringiðunni, glaður og reifur og naut þess að greina frá uppruna hvers hins föngulega, vöðvastælta og lag prúða einstaklings sem fór um hendur mínar. Um leið var mér einnig miðlað fræðslu og skilningi um ýmsa þætti úr nýjasta bókmenntaverkinu úr Síðunni, sem þá hafði nýverið komið fyrir augu almennings, með leiftrandi frásagnargáfu Magnúsar. Fyrir þessi ómetanlegu og ógleymanlegu kynni er nú þakkað að leiðarlokum. Íslenska moldin mun taka á móti Magnúsi Sigurðssyni hlýjum faðmi. Þar endurheimtir hún einn af þeim mönnum sem best munu hafa skilið hana og lifað í góðu sambýli við hana. Aðstandendum heima á Gilsbakka og víðar eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Jón Viðar Jónmundsson Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir. Aðrir með söng sem aldrei deyr. Þorsteinn Valdimarsson Ég kynntist Magnúsi á Gilsbakka upp úr 1980 eftir að ég fór að starfa í Bændahöllinni en hann var þar tíður gestur vegna stjórnarsetu sinnar í Búnaðarfélagi Íslands og setu á Búnaðarþingi. Árið 1996 tók ég viðtal við hann sem birtist í 5. og 6. tbl. Freys, ásamt frosíðumyndum og syrpu litmynda frá Gilsbakka, sem Ragnheiður, kona Magnúsar, hafði tekið. Í viðtalinu jós hann af þekkingarsjóði sínum en eftir á er mér minnisstæðust lýsing hans á Gilsbakka, gögnum jarðarinnar og gæðum. Auðfundin var sterk tenging hans við jörðina. Staða Magnúsar í samfélagi hans var með sérstökum hætti. Líkja mátti honum við herragarðseiganda sem situr óðal sitt en stendur jafnframt vörð um hagsmuni samfélags síns. Hið sérstaka var að hann sóttist ekki eftir þessu hlutverki þó að það yrði hlutskipti hans, bæði í heimahéraði og innan samtaka bænda. Verkefnin tók hann að sér sem þjónustu við þá sem fólu honum umboð sitt. Það gerðu þeir fyrir traust sitt á þekkingu hans, dómgreind og drengskap. Þá var nærvera hans þannig að þeir, sem umgengust hann, fundu sig meiri og stærri á eftir. Rauður þráður í störfum hans var bættur hagur og menningarleg reisn héraðsins og bændastéttarinnar. Til marks um það var að þá frekast var hann til kallaður þegar mál voru viðkvæm og vandmeðfarin. Menn töldu að um ráð hans þyrfti ekki að binda. Eitt skilyrði setti Magnús fyrir félagsmálaþátttöku sinni. Það var að hún raskaði ekki búskap hans heima á Gilsbakka. Það var sú uppspretta sem gaf honum orku til annarra verka. Magnús var um árabil fundarstjóri á aðalfundum Stéttar sambands bænda. Þar þurfti á agaðri stjórn að halda, fundarsetur langar og gátu dregist fram á nótt. Þá gátu átök orðið þar snörp enda oft um lífshagsmuni bænda að tefla. Í hlutverki fundarstjóra á þessum fundum bjó Magnús yfir miklum styrk, sem allir fundarmenn virtu og lutu. Staka, sem Stefán Valgeirsson, þá aðalfundarfulltrúi, orti, segir meira en mörg orð um líðan manna á einum slíkum fundi: Þetta er mesta þrælahald, þrotlaus fundarseta. Magnús hefur mikið vald, menn fengu þó að éta. Með sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í Bændasamtök Íslands árið 1995 lét Magnús af störfum fyrir félagssamtök bænda. Við tók hjá honum gifturíkur kafli í félagsstarfi aldraðra í Borgarfirði; kórstarf, ferðalög og varðveisla gamals fróðleiks. Marga gladdi einnig ljóðagetraun sem samtökin efndu til á aðventu og barst með blænum vítt út fyrir hérað. Magnús á Gilsbakka lét sig litlu skipta hvort nafn hans kæmist á blað. Lítið liggur eftir hann í prentuðu máli og blaðaviðtöl við hann voru fá. Þeim mun drýgri var hann til ráðuneytis og yfirlestrar fyrir aðra. Hugtakið menning er hið mesta ólíkindatól. Það innifelur sérhverja fagra list en einnig hina daglegu önn; frið, farsæld og sátt. Áhrifa Magnúsar mun þar lengi gæta. Matthías Eggertsson

25 25

26 26 Það er mjög notalegt að vera hér og hlusta á lækinn Rölt með Magnhildi Sigurðardóttur um gamla skógarreitinn við Safnasafnið á Svalbarðseyri Kæri lesandi. Þau hjónin Magnhildur Sigurðardóttir og Níels Hafstein reka Safnasafnið á Svalbarðsströnd gegnt Akur eyri. Safnið er nú á tólfta starfs árinu. Eins og fram kemur á vefsíðu þess þá eru hér hýst bæði alþýðulistaverk og nútímamyndlist, brúðusafn og leikfangasafn, endurgerð kvenfataverslun frá 1907 og eitt og annað fleira. Eitt húsið sem safnið er í var upprunalega þinghús, samkomuhús og skóli sveitarinnar en 2006 létu þau Magnhildur og Níels flytja gamla kaupfélagshúsið neðan af eyrinni og reisa veglega tengibyggingu á milli þessara tveggja gömlu húsa. Norðan og neðan við þennan myndarlega húsavinkil liggur gamall skógarreitur sem Magnhildur og Níels hafa tekið í fóstur og hlúð að síðustu ár með góðfúslegu leyfi eigenda. Reiturinn sem var kominn í órækt fær nú vel að njóta sín, ekki síst eftir að reistar voru tvær litlar trébrýr yfir Valsá sem tengja skógarreitinn við safnið í skemmtilegri gönguleið. Ég fékk Magnhildi til þess að skjótast með mér í reitinn og segja frá inn á milli þess sem hún tók á móti aðvífandi fólki af sinni alkunnu gestristni og fyrstu dropar 17. júní-rigningarinnar féllu. Birkiplöntur reiddar úr Vaglaskógi Reiturinn er tæplega hundrað ára gamall, þótt fyrr hafi verið byrjað að rækta plöntur í honum. Reiddar voru birkiplöntur á hestum úr Vaglaskógi árið 1902 og ræktaðar upp á smá skika áður en reiturinn er svo formlega stofnaður Landið undir reitinn gáfu hjónin í Tungu, Guðný og Helgi Laxdal, Sinueldar og skógarbrunar eru tíðir hér á landi. Á síðustu tveimur árum urðu 287 útköll slökkviliða vegna gróðurelda. Þessar tölur segja okkur að það er löngu orðið tímabært að upplýsa þá, sem eiga grasgefin lönd og skóga, um hvernig standa má að brunavörnum og ekki síður hvernig bregðast á við ef eldar koma upp, segir Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, en nú nýlega kom út bókin Gróðureldar. Brunamálastofnun gefur bókina út í samvinnu við Eignarhaldsfélagið Brunabót, EBÍ, en um er að ræða kennslubók og fræðsluefni um gróðurelda fyrir viðbragðs- og hagsmunaaðila. Bókin er rúmlega 100 síður og byggð á sænskri kennslubók eftir Richard Hansen. Sænska bókin hefur verið endursögð og löguð að íslenskum aðstæðum. Sett hafa verið inn íslensk dæmi og köflum um veðurfar og gróður breytt þannig að þeir lýsi staðháttum á Íslandi. Einnig hefur verið bætt við efni um almannavarnir og stjórnskipulag við almannavarna ástand, svo og efni um notkun þyrlu við neyðar- og björgunarþjónustu, en þetta efni er fengið frá Al mannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni. Björn segir að allt eins megi gera ráð fyrir að upp komi skógarbrunar á næstu árum og því um að gera fyrir skógareigendur að kynna sér málið. Vonandi verða þeir litlir og viðráðanlegir. En til að vera við öllu búnir, þá hafa skógarbændur Gróður og garðmenning Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi með gjafabréfi eða afsali 1901 en ræktunin var líklega að mestu í umsjón Ungmennafélagsins Æsk unn ar og Kvenfélags Svalbarðsstrandar. Reiturinn var áður tölu vert nýttur til hátíðarhalda, til dæmis á 17. júní og eins á Lýð veldishátíðinni Núna sækja börnin af Svalbarðseyri og Valsárskóla dálítið í reitinn og Leikskólinn Álfaborg heldur þar hátíð í júlí. Nemendur Valsárskóla hafa í samvinnu við Safnasafnið búið til verk til sýninga í reitnum, t.d. fuglalistaverk, en sýna nú inni, í s.k. Svalbarðsstrandarstofu. Áður fyrr veiddu börnin á Tungu, Túnsbergi og Meðalheimi urriða í Valsá sem rennur enn spræk á landamerkjunum milli safnsins og reitsins. Óskilgreind planta á ferð Það er mjög notalegt að vera hér og hlusta á lækinn, segir Magnhildur þar sem við komum að innganginum að reitnum og niðurinn af Valsánni yfirgnæfir nærri umferðahávaðann af þjóðvegi eitt. Rétt við innganginn, áður en komið er að efri brúnni hefur Magnhildur komið fyrir fjölæringum sem sóma sér vel á reitarmörkunum. Þar á undirbúið sig eins vel og kostur er til að koma í veg fyrir að litlir skógarbrunar verði að stórbruna. Helsta hættan á stórum gróðureldum hér á landi er á stórum, samfelldum svæðum þar sem mikil sina er. Eldsmaturinn er mikill og oftar en ekki liggja skógar að þessum svæðum, segir Björn og bætir við að þegar beit í úthaga minnki aukist hætta á gróðureldum. Það þarf ekki mikið til að kveikja eld, jafnvel andartaks gáleysi með sígarettu sem fleygt er út um bílglugga getur haft í för með sér mikinn skaða, segir hann. Slökkvilið segir hann misvel í stakk búin til að ráða við gróðurelda. Ég tel þó að flest þeirra ráði vel við alla litla og meðalstóra bruna. Þegar um er að ræða stærri bruna býst ég við að slökkvilið samræmi aðgerðir sínar. Björn segir bókina um gróðurelda mikinn feng fyrir það starf sem lagt hafi verið í varðandi undirbúning á eldvörnum í skógrækt á Íslandi og segir Brunamálastofnun eiga heiður skilinn fyrir framtakið. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þeim fyrir samstarfið í aðdraganda að útgáfu bókarinnar, sem var bæði skemmtilegt og fróðlegt. Gamla hliðið að skógarreitnum við Safnasafnið á Svalbarðseyri enn skemmtilega opið en þó ekki lengur í notkun vísar upp í Vaðlaheiði. meðal er ein óskilgreind planta, hvíthærð og mjólkurjurtarleg, sem á sér nokkra sögu og hefur sáð sér víðar en bara þarna í beðinu. Magnhildur: Þegar ég bjó á Freyjugötunni í Reykjavík var þar stór garður og mikið af fjölærum plöntum. Við sáum um garðinn, ég og Guðmunda Kristinsdóttir, móðursystir Errós, en um hana var síðar stofnaður minningarsjóður. Hún bjó á hæðinni fyrir neðan okkur í húsinu, systir hennar var gift á Kirkjubæjarklaustri og Guðmunda kom örugglega stundum með blóm þaðan og gróðursetti í garðinum. Þessi planta er nú kannski ekki sniðug til frásagnar af því að ég man ekki nafnið á henni, ég gaf hana mömmu í Húnavatnssýslunni og kom með hana hingað þannig að hún hefur verið á ferðalagi og líklega endað hér. Ég fæ svo legg af plöntunni hjá Magnhildi til greiningar og kemst að þeirri niðurstöðu að hér geti verið um að ræða hindarfífil af körfublómaætt eða aðra skylda jurt. Þegar við röltum rétt innfyrir reitarmörkin taka svo við musterisblóm sem einnig komu úr Húnavatnssýslunni og mjaðjurtin sem vex gjarnan þarna við ána fara vel saman þarna þessi villta og hin úr siðmenningunni. Rænfangið eða regnfangið kórar með þeim og minnir á gamlar garðajurtir sennilega frá kvenfélagskonum. Gamalt og nýtt mætist í skógi Það er nokkur list fólgin í því í ræktun að leyfa hlutunum að gerast af sjálfu sér og halda að sér höndum í að vera að verki eða að gera réttu hlutina á réttum tíma. Auðvitað er slíkt oft smekksatriði en hér í reitnum er vissulega vel heppnað samspil á milli fallinna trjástofna og sleginna grasbletta. Villt og frjálslegt yfirbragð trjáreitsins sem samanstendur fyrst og fremst af birki, lerki og einhverju af víði og reyni fær að njóta sín vel. Birki sem vex kræklótt og þvert, lárétt, fær að standa og er ekki fjarlægt. Hér og þar stendur sjálfsprottinn reynir. Grasflatirnar gera staðinn eilítið auðveldari yfirferðar, líka fyrir þau sem ekki geta svo léttilega fetað Mikilvægt að byggja upp þekkingu á gróðureldum og slökkvistarfi vegna þeirra Í inngangi bókarinnar kemur fram að á sögulegum tíma hafi á Íslandi orðið tiltölulega fáir mjög stórir gróðureldar, einn stórbruni á 200 ára fresti lætur nærri. Þann 30. mars til 2. apríl 2006 urðu gróðureldar á Mýrum í Borgarbyggð. Þar var um meiriháttar elda að ræða en alls brunnu um 67 km 2 lands. Breytt veðurfar, breytt gróðurfar, breytingar í landbúnaði og loftslagsbreytingar undanfarna áratugi hafi orðið til þess að búast megi við aukinni tíðni stórra gróðurelda á Íslandi. Því sé mikilvægt að byggja upp þekkingu á gróðureldum og slökkvistarfi vegna þeirra og vonast Brunamálastofnun til þess að bókin komi að góðum notum, jafnt fyrir slökkviliðsmenn sem og aðra sem koma að þessu viðfangsefni, hvort sem það er með skipulagi landsvæða eða beinu slökkvistarfi. Gróðureldar eru mikil ógn og slökkvistarf vegna þeirra hefur áhrif á umhverfið. Hætt er við að slökkvistarfið valdi meira tjóni á náttúrunni en gróðureldurinn sjálfur ef ekki sig í gegnum lággróðurinn, skógarbotninn. Gömlu hornsteinarnir sem mörkuðu útjaðra reitsins standa enn að mestu, þjóna ekki lengur fyrri tilgangi en fá að vera. Það þarf ekki alltaf að taka allt. Það sama gildir um gamla hliðið og innganginn. Líkt og í miðju reitsins sést enn móta fyrir skeifukambi þar sem kvenfélagskonur settu áður fyrr niður sumarblóm, í þeirri miðju þar sem hátíðarhöldin hafa væntanlega farið fram. Þær grilluðu í reitnum um daginn. Og þrír myndlistamenn opnuðu sýningu þar fyrir nokkrum dögum og verk þeirra á víð og dreif. Fífilfánastöng og túnfífill. Sigurskúfurinn breiðir úr sér og þekur skógarbotninn á köflum. Rifsberjarunnar í fullum blóma njóta sín undir birki og reyni. Hér er gott að fara norður fyrir ána og njóta reitsins, segir Magnhildur. Og sjá hvað getur orðið eftir hundrað ár ef við erum dugleg að rækta svona reiti upp og gerum þá að skemmtilegum stöðum. Lítill reitur á korti en stór þegar staðið er í honum. Breytingar á veður- og gróðurfari, í landbúnaði og á loftslagi auka tíðni gróðurelda Kennslubók með fræðsluefni um gróðurelda komin út Mikill fengur vegna starfs við undirbúning að eldvörnum í skógrækt Forsíða bókarinnar um gróðurelda og brunavarnir í gróðurlendi. er rétt að farið. Þess vegna er mikilvægt að þekkja þær neikvæðu afleiðingar, sem felast í slökkvistarfinu, til þess að geta forðast óheppilegar aðferðir, taka tillit til umhverfisins og lágmarka skaðann. Á síðustu áratugum hefur verið plantað skógi í miklum mæli á Íslandi. Eftir því sem skógurinn eldist þéttist hann og verður jafnframt illfær vegna þess að greinar hans eru samanfléttaðar frá skógarbotni og upp úr. Slíkur skógur er langhættulegastur með tilliti til skógarelda og því þörf á að athuga hvernig varnir gegn þeim eru. Kostnaður við slökkvistarf slíkra elda er mikill, það er mannfrekt og kallar á aðstoð sjálfboðaliða með tæki og búnað sem alla jafna er ekki notaður við slökkvistarf. Í stórum gróðureldum getur jafnvel þurft að kalla til þyrlu með tilheyrandi kostnaði. Stórir gróðureldar snerta almenning, þeir fá mikla umfjöllun, auk þess sem umtalsvert tjón getur hlotist af þeim, t.d. á skógræktarsvæðum eða í sumarhúsabyggð. Fræðsla er einn af mikilvægustu þáttunum til að takmarka gróðurelda og ráða niðurlögum þeirra og í þeim tilgangi er bókin gefin út. Um ritstjórn textans sáu Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, Elísabet Pálmadóttir, sviðsstjóri slökkviliðasviðs Brunamálastofnunar, Þórður Bogason, slökkviliðsmaður SHS og Þröstur Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. MÞÞ

27 27 Eru framtíðarkýrnar þegar til? ENN SKAL fram haldið að segja frá og velta fyrir sér efni úr bókinni um framtíðarkýrnar. Fyrirsögn greinarinnar er bein þýðing á kafla sem nokkrir af þekktum kynbótafrömuðum í nýsjálenskri nautgriparækt hafa skrifað um þróun í nautgriparækt og kynbótastarfi þar í landi. Mjólkurframleiðslan á Nýja- Sjálandi hefur um margt mikla sérstöðu sem skýrist af mörgum ástæðum; náttúrulegum aðstæðum, markaðsaðstæðum o.s.frv. Ræktun kúnna hefur að sjálfsögðu mótast af þessum aðstæðum. Framleiðslan byggir á að breyta grasi í mjólk (nánast alveg byggt á beit) og nær öll framleiðslan fer til útflutnings. Framleiðslan er árstíðabundin. Skipulegt ræktunarstarf á sér lengri sögu en hjá flestum þjóðum og hefur lengi verið mjög markvisst og öflugt. Á síðustu 15 árum hefur verið feikileg aukning í mjólkurframleiðslunni, mjólkurkúm fjölgað um 1,5 milljónir gripa og eru þær nú um fjórar milljónir. Ræktunarmarkmið þeirra er af þessari ástæðu skilgreint á nokkuð annan hátt en víðast. Grunnur þess er skilgreindur sem afrakstur bóndans af 4,5 tonnum af beit. Þessi skilgreining var tekin upp fyrir um einum og hálfum áratug og leiddi m.a. til þess að verulegt tillit er tekið til stærðar kúnna. Þetta leiddi til mikilla sviptinga í nautgriparæktinni þá, en gerði um leið mögulegan beinan samanburð á þeim tveimur aðalkynjum sem þar er að finna, þ.e. Jersey og Friesian (svartskjöldóttar). Þær miklu breytingar sem þar hafa síðan orðið á kúakynjunum verður fjallað um í lok greinarinnar. Einkenni hinna harðgerðu fram tíðarkúa þeirra telja bókarhöfundar vera: 1. Geta til burðar reglulega, með árs millibili. 2. Hæfni til að skila afurðum af grasi við breytilegt hitastig. 3. Hæfni til að viðhalda líkamsforða til að mæta skortstímabilum í fóðri. 4. Stærð í hófi til að draga úr viðhaldsþörfum og forða beitarskemmdum. 5. Auðveldur burður, góð hreysti, sterkir fætur til að tryggja langar gönguleiðir frá mjaltagryfjum til beitarhólfa og góð ending, þannig að mögulegt sé að nýta þau aldursár kúnna þegar þær skila að öðru jöfnu hámarksafurðum. Í framhaldinu fjalla þeir nánar um einstaka eiginleika. FRJÓSEMI KÚNNA skiptir öðru og meira máli þarna en í flestum öðrum framleiðslukerfum í heiminum. Mikið náttúruval hefur verið til áratuga fyrir þessum eiginleika. Búskaparvenja var, þar til hin mikla kúafjölgun síðustu ára hófst, að setja aðeins á þá kvígukálfa sem fæddir voru snemma á burðartímanum (hugtak hliðstætt sauðburði eigum við víst ekki um burð kúnna hér á landi af eðlilegum ástæðum). Einnig var öllum kúm, sem höfðu ekki fest fang hverju sinni til að halda reglulegum burði innan tilskilinna marka, fargað. Þetta hefur leitt til að nýsjálensku kýrnar hafa í samanburði við kýr í öðrum löndum mikla sérstöðu hvað varðar styttri tíma milli burða en þekkist í öðrum löndum. Þar eru það Írar sem næstir koma en þeir búa við þær aðstæður sem mest líkjast þessum. Munurinn í samanburði við aðrar þjóðir er umtalsverður. Það, að þessir yfirburðir eru stofnbundnir og afrakstur ræktunar síðustu áratuga, hefur á síðustu árum verið mjög rækilega staðfest í samanburðartilraunum Kynbótastarf Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands víða um heim (einhverjir minnast frásagna af tilraunum á Írlandi). Bókarhöfundar segja að yfirburðir Jersey-kúnna umfram þær svartskjöldóttu sé viðurkenndur. Hjá svartskjöldóttu kúnum gæti, eins og í mörgum löndum, blöndunar við bandaríska Holstein-gripi á síðustu áratugum. Þannig hafi blóðhlutdeild þeirra aukist úr um 1% um 1970 í um 40% núna. Þeir sýna að af þessu hafi leitt neikvæða þróun í frjósemi hjá svartskjöldóttu kúnum. Þeir ræða talsvert aðlögun að breytilegum umhverfisaðstæðum (hita og raka), en slík umhverfisáhrif eru umtalsverð vegna lengdar landsins frá norðri til suðurs og landshlutaáhrif í framleiðslu þannig mun meiri en við þekkjum t.d. hér á landi. Þessir þættir verða ekki raktir hér. HOLDASTIG hafa á síðari árum verið notuð í auknum mæli til að meta ástand kúnna með líkamsforða. Í ljós hefur komið mikill erfðabreytileiki í þáttum sem þessu tengjast. Það sem höfundar telja samt merkilegast er, að hjá nýsjálensku kúnum hefur skapast annars konar samband á milli breytinga í holdafari en hjá mjólkurkúm á Vesturlöndum. Hjá okkur þekkjum við samband afkastagetu og breytinga í holdafari snemma á mjólkurskeiðinu. Hjá nýsjálensku kúnum er þessu öfugt farið, þannig að þetta samband er á síðari hluta mjólkurskeiðsins. Höfundarnir skýra það út frá því að við þeirra framleiðsluaðstæður séu það kýrnar sem hafi getu til að taka af líkamsforða á síðari hluta mjólkurskeiðsins, þegar skorts á beit fer verulega að gæta, sem hafi forskotið. Náttúruvalið fyrir frjósemi sem áður er rætt á einnig einhvern þátt í þessum mun. ENDING KÚNNA er þáttur sem Nýsjálendingar hafa lengi horft til. Við þeirra framleiðsluaðstæður lifa kýrnar lengur en í flestum öðrum löndum og við hina miklu fjölgun á síðustu árum hefur meðalaldur kúnna enn aukist umtalsvert. Hin hraða fjölgun er vart möguleg nema endingin sé góð en einnig hafa verið ónotaðir möguleikar til að auka hana. Veigamesti förgunarþáttur er, eins og hér á landi, júgurhreysti og er hlutfall júgurbólgu sem förgunarástæðu mjög líkt og gerist hér á landi. Þeir nota frumutölumælingar sem eiginleika til að mæla júgurhreysti og er það eiginleiki með verulegt vægi hjá þeim í ræktunarstarfinu. Í ræktunarstarfinu reyna þeir að mæla þau erfðaáhrif á endingu sem eftir standa þegar búið er að taka tillit til áhrifa annarra eiginleika, sem eru í heildareinkunninni (afurðir, frjósemi, frumutala, stærð), á endingu kúnna. Athyglisvert er einnig að Nýsjálendingar reikna annars vegar kynbótaeinkunn fyrir kýrnar, sem notuð er í ræktunarstarfinu, en auk þess er reiknuð sérstök framleiðslueinkunn fyrir kýrnar, sem bændur nota til að meta hvaða kúm skuli farga. Þetta er óvíða gert, þó að lengi hafi verið þekkt að það séu hin réttu vinnubrögð í þessum efnum. Eitthvað skrifaði ég um þetta fyrir þremur áratugum og muni ég rétt, þá meira með tilvísun til sauðfjárræktar en nautgriparæktar. Bókarhöfundar velta fyrir sér kálfadauða, sem þeir segja rúm 7% við þeirra aðstæður. Þar veifa þeir sömu rökum og ég hef gert hér á landi, að vegna mjög lágs arfgengis eiginleikans og vitandi um afgerandi umhverfisþætti sem betur mætti sinna, væri vafasamt að leggja mikla áherslu á hann í ræktunarstarfinu. AÐ LOKUM fjalla þeir nokkuð um þróun í sambandi við kúakyn í landinu. Í þessu sambandi rifjast upp fyrir mér umræða frá því fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar ég dvaldist þarna tímabundið. Við næsta borð á skrifstofunni sat þar bandarískur prófessor, sem þarna dvaldi einnig tímabundið og hafði mikinn áhuga á blendingsrækt hjá búfé. Hann taldi að þarna mætti finna mjög áhugaverða hluti í sambandi við blendingsrækt í raunhæfum framleiðslukerfum. Áhugi þarlendra vísindamanna á að draga þetta fram í dagsljósið var ekki tiltakanlega mikill þá, en þarna held ég samt að hafi verið byrjunin á að skoða þennan þátt, sem þarlendir bændur höfðu stundað í nokkrum mæli en hafa stóraukið á síðustu árum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem sýnir þróun hlutfalls mjólkurkúa af aðalkynjunum tveimur og blendingum á milli þeirra. Fjölmargar rannsóknir þar í landi hafa dregið skýrt fram yfirburði blendingskúnna í framleiðslunni. Tilraunir hafa sýnt nokkurn blendingsþrótt fyrir flesta framleiðslueiginleika og þegar heildaráhrifin eru mæld í framleiðslunni verða áhrifin umtalsverð, þannig að yfirburðir blendingskúnna í hagkvæmni í framleiðslunni verða mjög skýrir. Höfundar bókarinnar segja nokkuð breytilegt hvaða skipulag bændur hafi í þessari ræktun. Margir noti til skiptis naut af sitt hvoru kyni, en aðrir velji naut af hreinu kyni til að nota á blendingskýrnar, með tilliti til stærðar þeirra, til að draga sem mest úr breytileika í stærð kúnna. Á síðustu árum er auk þess í auknum mæli farið að nota blendingsnaut í ræktuninni, til að tryggja nýtingu allra gripa í ræktunarstarfinu. Þeir segja nú blendingsnaut vera orðin yfir 20% af heildarfjölda ungnautanna sem sett eru í afkvæmaprófun á hverju ári. FYRIR TÆPUM tveimur áratugum varpaði ég fram þeirri hugmynd að kæmi til innflutnings á öðru mjólkurkúakyni hingað til lands, ætti að velta fyrir sér möguleikum þess að byggja upp skipulega blendingsrækt. Þá voru Nýsjálendingar ekki farnir að birta þær niðurstöður sem nú liggja fyrir um blendingsrækt hjá mjólkurkúm þar í landi. Því meira sem ég skoða af þessum niðurstöðum sannfærist ég um að þessa leið beri okkur að skoða. Á það má benda að hún mundi um leið tryggja það viðhald íslenska kúastofnsins sem flestir munu sammála um að okkur beri skylda til að sinna, komi til innflutnings. RAFSUÐUVÉLAR Úrval rafsuðuvéla á frábæru verði frá Tékkneska fyrirtækinu Kuhtreiber Gastec býður einnig mikið úrval af: Rafsuðuvír Slípivörum Öryggisvörum Búnaði til logsuðu og logskurðar frá AGA og Harris Gæði í gegn Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík Sími: Þekking og þjónusta Bændur - sumarhúsaeigendur Allir lesa bbl.is Bjarnastaðir ehf. eru að hefja rekstur á jarðbor. Borum meðal annars eftir heitu og köldu vatni. Upplýsingar gefur Júlíus Guðnason í síma

28 28 Líf og lyst Látur, Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi Bærinn okkar Frá vinstri: Jón og kona hans Lína Þóra, Sigmundur og Sigmundur yngri, Jóhanna og að lokum Jóhanna yngri og kærasti hennar Hannes Lárus. Sigmundur G. Sigmundsson og Hulda Kristjánsdóttir keyptu jörðina árið Sigmundur H. Sigmundsson, sem er fjórða barn þeirra af sjö, bjó með föður sínum og fjölskyldu á jörðinni til 1997 að hann tók við henni og býr þar nú með fjölskyldu sinni. Býli? Látur. Staðsett í sveit? Við Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi. Ábúendur? Sigmundur H. Sigmundsson og Jóhanna M. Karlsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Það er bóndinn og húsfreyjan, elsta dóttirin Kristín búsett á Hólmavík ásamt manni og tveimur sonum. Næstur er Jón búsettur í Hnífsdal með konu og tveimur sonum. Svo er Jóhanna yngri, nemi við FB búsett í Reykjavík með kærasta sínum og loks Sigmundur yngri, nemi við GÍ á Ísafirði. Tegund býlis? Blandaður búskapur. Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með 32 mjólkandi kýr, 70 geldneyti, 52 kindur sem gáfu af sér um 100 lömb þetta árið, 7 hesta í smalamennsku og til gamans, fjárhundar og einn heimalingur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á mjöltum, svo fer það eftir tíma árs hvort farið er í fjárhús eða gengið til annarra starfa og í lok dags er endað á kvöldmjöltum og öðrum verkum sem þarf að klára. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sigmundi finnst skemmtilegast í heyskapnum. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það fer eftir þróun í landsmálum. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Markaðssetning með áherslu á hreinleika vörunnar. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, rjómi, síld og hangikjöt. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast þegar rúlluverkun hófst á bænum okkar Brauðtertur eru hennar sérsvið Svava Daðadóttir er saumakona í herrafataverslun JMJ og Joe's á Akureyri en hún er ekki einungis lagin við saumavélina heldur einnig við matreiðslustörfin. Þegar Svava var yngri hafði hún engan áhuga á matseld en það breyttist þegar hún kynntist manni sínum Gesti Ragnari Davíðssyni, bakara, sem er mikill matargúrú að hennar sögn. Svövu finnst skemmtilegast að útbúa létta fiskrétti en brauðtertur eru þó hennar sérsvið og hennar uppáhaldsréttur er smjörsteiktur humar í krydduðu hrærðu eggi og raspi að hætti móður hennar. Heit mexíkósk brauðterta 1 rúllutertubrauð 300 g kjúklingur 3 egg, harðsoðin 1 rauð paprika 1 lítil aspasdós 1 laukur lítil dós rjómasmurostur 1 dós sýrður rjómi 3 msk. mexíkönsk ostasósa 4 msk. salsasósa 2 litlar tortillakökur tortillaflögur Aðferð: Rífið ostinn. Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið. Hitið rjómaostinn örlítið, hrærið honum síðan saman við sýrða rjómann, salsasósuna og ostasósuna. Takið örlítið frá MATARKRÓKURINN af sósunni. Brytjið eggin, laukinn, paprikuna og aspasinn smátt og setjið út í sósuna ásamt kjúklingnum. Smyrjið þessu á brauðtertubotninn. Setjið tortillakökurnar yfir og rúllið upp. Smyrjið afgangnum af sósunni og setjið örlitla salsasósu yfir rúlluna. Stráið muldum tortillaflögum og rifnum osti yfir rúlluna. Hitið í ofni við 180 C í mínútur. Ostakjötsúpa 500 g nautahakk 500 g smurostur 1 laukur spergilkál paprika 1/4 matarrjómi 3 stórir súputeningar 7-8 dl. vatn salt og pipar eftir smekk. Aðferð: Brúnið hakkið og laukinn á pönnu. Bætið ostinum út í og setjið í pott. Látið allt sem á að fara í réttinn í pottinn og sjóðið í hálftíma. Best að setja rjómann síðast. Einnig er gott að setja soðnar kartöflur í bitum út í eða það grænmeti sem hugurinn girnist eða ísskápurinn býður upp á. ehg Heita mexíkóska brauðtertan er afar girnileg og er tilvalið að útbúa hana fyrir veislur eða saumaklúbbinn Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

29 29 Fólkið sem erfir landið Fer í sumarbúðir og nýtur lífsins Einar Örn Gíslason er búsettur í Hrísey og æfir þar frjálsar íþróttir. Uppáhaldshljómsveitin hans eru Ljótu hálfvitarnir og kjötfarsbollur eru það besta sem Einar Örn lætur inn fyrir sínar varir. Sjálfur er hann laginn við bakstur, enda er það sérgrein hans í heimilisfræði í skólanum. Nafn: Einar Örn Gíslason. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Bogmaður. Búseta: Brimnes, 630 Hrísey. Skóli: Grunnskólinn í Hrísey. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Baka í heimilisfræði. Hvað er uppáhalds dýrið þitt? Hundar og kettir. Uppáhaldsmatur: Kjötfarsbollur. Uppáhaldshljómsveit: Ljótu hálfvitarnar. Uppáhaldskvikmynd: Engin sérstök. Fyrsta minningin þín? Ég man það ekki, það þvælast svo margar aðrar fyrir. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, frjálsar íþróttir. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Fara á leikjasíður. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Smiður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að stýra slöngubát með 100 hestafla utanborðsmótor í botni. Hvað er það leiðinlegasta sem þú Einar Örn Gíslason er 10 ára gamall Hríseyjarbúi sem lætur sér ekki leiðast í sumar og fer meðal annars í sumarbúðir. hefur gert? Látið mér leiðast. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Já, fara í sumarbúðir. ehg Næsta Bændablað kemur út 9. júlí Vatnsdælur Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið eða bátinn GP 60 Garðdæla fyrir aukinn þrýsting BPP 4500 Dæla með þrýstikút og þrýstijafnara Sjálfboðaliðar í Flóaskóla Sú nýbreytni varð innan veggja Flóaskóla á nýliðnum vetri að þar störfuðu nokkrir sjálfboðaliðar við hin ýmsu störf. Sjálfboðaliðarnir komu m.a. að vinnu á bókasafni skólans, aðstoðuðu yngri börn við lestur og hjálpuðu umsjónarkennara í bekkjarvinnu á yngra stigi. Nemendur og starfsfólk Flóaskóla eru sammála um að störf sjálf boðaliðanna hafi aukið fjölbreytni og auðgað skólastarfið, haft góð áhrif á skólabraginn og aukið tengingu skólans við samfélagið. Flóaskóli hefur lagt mikla áherslu á að eiga gott samstarf við foreldra nemenda sem og samfélagið allt og hefur starf sjálfboðaliðanna haft góð áhrif á það. Góður stuðningur hefur verið við skólann í samfélaginu og hafa íbúar sveitarfélagsins sýnt skólastarfinu mikinn áhuga. Fuglaskoðun í Höfðaskógi á laugardaginn Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Fuglavernd standa fyrir fuglaskoðunarferð um Höfðaskóg og nágrenni laugardaginn kemur kl. 10. Lagt verður af stað frá bækistöðvum Skógræktarfélagsins og Trjáræktarstöðvarinnar Þallar við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Leiðsögumenn verða þaulvanir fuglaskoðarar. Kynning verður á starfsemi Fuglaverndar og hreiðurkassar fyrir mismunandi tegundir garðfugla boðnir til sölu. Einnig mun Þöll kynna áhugverðan gróður í fuglagarðinn. Gangan tekur um tvær klukkustundir og er ókeypis. Nánari upplýsingar eru veittar í síma: Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: , Steinar Björgvinsson: Á myndinni eru sjálfboðaliðarnir á skólaslitum Flóaskóla en þar voru þeim þökkuð óeigingjörn störf í þágu skólans. Sjálfboðaliðarnir eru allir núverandi eða fyrrverandi íbúar í Flóahreppi. Standandi frá vinstri eru Hjördís Olga Þórðardóttir nú búsett á Selfossi, Sólveig Þórðardóttir Skúfslæk II, Elfa Kristinsdóttir Vatnsholti 1, Halla Aðalsteinsdóttir Kolsholti 1 og sitjandi fremst á myndinni er Kristín Þ. Ólafsdóttir Ferjunesi. Á myndina vantar Geir Baldursson sem bú sett ur er á Selfossi en hann var upp tek inn við vinnu þegar myndin var tekin. SPD 9500 Dæla - fyrir óhreint vatn SPP 60 Inox Ryðfrí og öflug borholu- og brunndæla SCD Dæla - fyrir ferskvatn. Stillanlegur vatnshæðarnemi. SKEIFAN 3E-F SÍMI FAX Stillanlegur vatnshæðarnemi

30 30 Smá Húsnæði Þýskt félag frá Berlín leitar eftir húsnæði fyrir allt að 8 manns sumarið 2010 á Suður- eða Vesturlandi. Þaðan á að fara í ferðir á hálendið. Framleiðnisjóður Best væri einhvers konar sumarhús landbúnaðarins styður: eða aukahús í sveit með 3-4 svefnherbergjum, stofu, eldhúsi og baði. atvinnuuppbyggingu Þeim langar til að leigja húsnæðið frá nýsköpun júní til septemberloka. Uppl. sendist þróun á netfangið sturtla@gmx.net eða í auglýsingar rannsóknir síma endurmenntun í þágu landbúnaðar. Sími Fax Jarðir Kynntu þér málið: Netfang augl@bondi.is Óskum eftir að taka á leigu jörð á Veffang: Suðurlandi. Þarf ekki að vera stór. Netpóstfang: fl@fl.is Uppl. í síma eða á netfangið tignir@simnet.is Sími: Til sölu Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betri verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16. Uppl. í síma eða á www. snjokedjur.is Örflóra fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, fituskiljur, úti og inni salerni. Framtak-Blossi, símar og Til sölu Hitachi ex17 smágrafa, árg 01, keyrð u.þ.b vinnustundir, 3 skóflur og ágæt belti. Verð 1 millj. + vsk. Uppl. í síma Góð og traust ristarhlið, 20t burðargeta, 4 x 2,5. Auðvelt að setja niður. Sjá nánar á eða uppl. í síma Til sölu Fella-heyþyrla TH540, árg. 98. Uppl. gefur Jóhann í síma Til sölu MF 240 árg. 83, óslitin afturdekk, ásamt jeppadekkjum R15LT á 6 gata felgum. Einnig fæst gefins Border Collie-tík. Uppl. í síma Kúaburstar. Eigum til góða og netta kúabursta. Mjög hentugir fyrir geldneyti. Kr m.vsk. Brimco ehf., s , Hliðgrindur. Hliðgrindur stækkanlegar allt að 1 mtr. Upplagðar líka í gripahúsin. Brimco ehf., s , Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf., s , www. brimco.is Álbrautir í úrvali. Ýmsar lengdir. Burðargeta 400 kg.- 4 tonn. Brimco ehf., s , Til sölu Isuzu Trooper árg. 94, 3,1 (gamla vélin), 7 manna á nýjum Hankook-dekkjum. Flaggskip sambandsins, frábær í sveitina og gaurinn gengur fyrir steinolíu. Þokkalegt ástand, ekinn 290 þús. km., skipti á fólksbíl í svipuðum verðflokki. Verð 250 þús. Uppl. í síma Byggingarefni á helmingi af skráðu verði. Steinull 1000 fm, útveggjaklæðning 700 fm, franskir gluggar, nokkrar stærðir, tilvalið í sumarhús. Gólfhitaeinangrunarplötur, 400 fm., og nokkrar innihurðir í körmum. Einnig 2 arnar á aðeins 50 þús. stk. Uppl. í síma Ef einhver getur notað Fella Ladupheyhleðsluvagn og/eða Duksbaggafæriband þá gæti þetta fengist gefins eða fyrir mjög lítið. Uppl. í síma Alfa Laval-skádæla á og Gunderstad-dreifari á , fæst saman á Uppl. í síma Til sölu eru kg. sekkir með stúta að ofan og neðan, tilvalið undir fræ, korn og fl. Uppl. í símum og Er með nokkra Ursus 360 til niðurrifs. Eru úrbræddir en hægt að fá ýmislegt í varastykki. Einnig til sölu Farmarolsláttuvél í varahluti. Uppl. gefur Örn í síma Heyhleðsluvagn til sölu. Hef til sölu CLAAS Spring 300 heyhleðsluvagn. Verð 250 þús. Uppl. í síma Rúllubindigarn, 750 m/kg., 2 rúllur í pakka, verð 2000 kr. án vsk. Baldur sf., uppl. í símum og Til sölu CASE-samstæða, árg. 05, notkun innan við 2 þús. rúllur og CASE-traktor IH-MXU 110, árg. 05, ekinn rúmar 400 klst., án tækja. Uppl. gefur Elías í síma Til sölu stór bandsög, verð 80 þús., Mitsubishi 3 tonna vörubíll, verð 200 þús, MF 575, 150 þús., Land Rover, 35 þús., Nallatraktor, David Brown, 3 haugtankar, haugsuga, CLAASrúllubindivél, McHale-pökkunarvél og sláttutraktor. Á sama stað óskast frystikista. Uppl. í síma Til sölu Bellon-diskasláttuvél, vinnslubr. 2,40, árg. 99, vél í góðu lagi. Verð 180 þús. + vsk. Uppl. í síma Flagheflar Breidd 2,5 m. Verð kr , með vsk. mínus 10% afsl. Uppl. í síma H. Hauksson ehf. Sturtuvagnar 10 tonna. Verð kr með vsk. 12 tonna. Verð kr með vsk. Uppl. í síma H. Hauksson ehf. Stálgrindarhús Stálburðarvirki + stállangbönd. Stærð 19,7 x 30,5 m. Verð kr ,- með vsk. mínus 10% afsl. Uppl. í síma H. Hauksson ehf. Ruddasláttuvél Breidd 275 cm Verð kr ,- með vsk. Uppl. í síma H. Hauksson ehf. Flatvagnar / rúlluvagnar Stærð palls. 2,5 x 8,6 m Verð kr ,- með vsk. Uppl. í síma H. Hauksson ehf. Til sölu JOSKIN-haugsugur, RECKmykjuhrærur, diskasláttuvél 3,05 m, stjörnumúgavélar 3,4 m - 6,8 m, heytætlur 7,2 m, hjólarakstrarvélar 6 m, plöntustafir og bakkabelti. Uppl. í símum og Til sölu er Stehr 9094, 4x4, með framlyftu og Zetor 7245, 4x4, með vendingi og ámoksturstækjum. Einnig smábaggapökkunarvél. Uppl. í síma Notaðar vélar í úrvali. Til sölu Moelhús sem eru einingar úr vinnubúðum. Húsin eru 7,4m * 2,4m. Margar gerðir í boði. Tveggja herbergja hús, hús með einu herbergi, klósetti og sturtuaðstöðu, eldhús, borðsalir, snyrtieiningar, fatageymslur ofl. Hentugt í ferðaþjónustu, veiðihús, aðstöðuhús fyrir tjaldsvæði, geymslur, sumarhús ofl. Auðveld í flutningi hvert á land sem er. Verð þús. per hús + vsk. Uppl. í símum og Til sölu Agronic-rúlluvélar, rúlluplast og net, afrúllarar og talíur. Uppl. hjá Búvís í síma Óska eftir Óska eftir traktor, Zetor eða MF, 4x4, með ámoksturstækjum. Uppl. í síma Óskum eftir kornvalsi sem hentar fyrir þurrkorn, sturtuvagni tonn og fjórhjólakerru. Endilega hafið samband á netfangið midhvammur@ emax.is eða í síma Óska eftir Toyota Hilux double cab dísel. Er að leita c.a. að árg , breyttur eða óbreyttur. Uppl. í síma Óska eftir 2 cylindra Lister-rafstöð, 5 kw eða meira. Uppl. í síma Óska eftir lítið notuðum rafmagnslyftara eða lítið notuðu rafmagnsbatteríi, Steinbuck Evro TEG, lyftigeta 1200 kg., er á 3 hjólum. Skálpur s.d. Stóru Sandvík 801 Selfoss. Uppl. í símum , Hannes og , Siggi. Óska eftir vinstri hurð á Case XL 795, önnur týpunúmer koma til greina. Uppl. í símum og Varahlutir. Vantar biluð tæki til niðurrifs, Polaris sexhjól um árg. 99, Krone 125-rúlluvél, árg. um 92 og Zetor 7745 árg. um 89. Uppl. í síma Vantar notaða rennihurð 3 x 3 með brautum. Uppl. gefur Reynir í síma Óska eftir Zetor 9540, 4x4, með frambúnaði og framaflsúttaki, eða sambærilegri frambúnaðarvél. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa l haugsugu, helst galvaníseraða. Uppl. í símum og Óska eftir gamalli Volkswagen bjöllu í þokkalegu ástandi eða öðrum fornbíl. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa mjaltabás í þokkalegu ástandi. Uppl. í síma Óskum eftir tveggja stjörnu miðjumúgavél. Uppl. í símum , Gunnar og , Sigþór. Óska eftir notuðum valtara eða sturtuvagni. Uppl. í símum eða Diskasláttuvél og stjörnurakstrarvél óskast fyrir lítinn pening. Þarf að vera í góðu standi og þokkalega útlítandi. Uppl. í síma Óska eftir IMT-dráttarvél í varahluti. Uppl. í símum og Óska eftir sturtuvagni, haugsugu eða haugtanki og dráttarvél, má vera biluð. Uppl. í síma Vantar á skrá notaðar vélar í umboðssölu. Jötunn Vélar ehf. Sími Atvinna Starfskraftur óskast á kúabú í Skagafirði við öll almenn sveitastörf. Uppl. í síma Hreinræktaðir Border Collie-hvolpar til sölu. Uppl. í síma Áfram Ísland - Veljum íslenskt! Dýrahald Þú færð límmiðana hjá okkur Íslensk framleiðsla! Hafðu samband við sölumann í Plast, miðar og tæki - Safnarar Safna og kaupi litlar íslenskar vínylplötur. Er að leita að 45 snúninga vínylplötum frá útgáfum eins og SG og Íslenskum tónum og HSH og annað í þeim dúr. Kaupi líka vínylplötusöfn. Vinsamlega hringið í síma eða skrifið póst á netfangið plotusafnari@gmail.com Sumarhús Orlofsíbúð til leigu á Akureyri, 3 svefnherbergi með rúmum fyrir fjóra, auk þess 2 dýnur. Leigist án sængurfata og líns. Verð fyrir nóttina er 10 þús. kr. og fyrir vikuna 40 þús. kr. Uppl. hjá Jóhönnu í síma Veiði Silunganet. Silunganet. Breitt felling meiri veiði. Flotnet sökknet. Heimavík s Kornakur óskast til veiða n.k. haust. Allar staðsetningar Sunnanlands skoðaðar. Uppl. óskast á akuroskast@gmail.com Þjónusta Vantar þig pípara? Tek að mér alla almenna pípulagningavinnu, nýlagnir og breytingar. Uppl. í síma , Hjörleifur. Bændablaðið Smáauglýsingar Nýr umboðsaðili : Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík S: DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS PIPAR / SÍA / Bændabíll

31 31 Gamansögur úr Árnesþingi Nýlega kom út hjá Bókaút gáfunni Hólum bókin Sandvíkur- Skrudda, gamansögur úr Árnesþingi, safnað af Páli Lýðssyni í Litlu-Sandvík en heimildarmenn eru fjölmargir. Páll safnaði þessum sögum um langt árabil en hann hafði ekki gengið frá útgáfu efnisins þegar hann féll frá í umferðarslysi 8. apríl Við tók ritnefnd, sem sonur Páls, Lýður, átti m.a. sæti í. Hér á eftir fara nokkrar sögur úr bókinni: Langanesbyggð hefur á síðustu tveimur árum unnið að undirbúningi að Strandabúi við Bakkafjörð. Við Bakkafjörð eru starfandi tvö sauðfjárbú, en alls 32 bú eru í eyði. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri, ræddi aðeins um Strandabúið í framsögu sinni á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga á dögunum. Jón Ingimundarson Núpi lengst til vinstri, þá Björg Guðmundsdóttir Núpi, Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri Fjallalambs og Benedikt Kristjánsson Þverá. Ábúendur á Þverá og Núpi hlutu viðurkenningar Fjallalambs Á hverjum aðalfundi veitir Fjallalamb innleggjendum viðurkenningar, fyrir hæsta meðalverð annars vegar og mestu meðaltalsframför í kynbótum síðastliðinna þriggja ára hins vegar. Svo var einnig á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega Hafa áttað sig á þeirri náttúruauðlind sem landið er MÞÞ Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Viðhaldsþjónusta Þjónustuverkstæði fyrir DeLaval mjaltakerfi Veitum þjónustu við bændur alla daga. Hafið samband við okkur í síma eða beint við Ingvar Olsen í síma Viðhaldsþjónusta Þjónustuverkstæði fyrir vinnu- og búvélar er staðsett að Draupnisgötu 6 Akureyri. Við erum einnig með tvo viðgerðarbíla ávallt á ferðinni. Hafðu samband í síma Olíur fyrir bændur Við hjá eigum á lager gott úrval af gæðaolíum fyrir dráttar- og vinnuvélar. Hvort sem um ræðir olíur á mótor, drif, vökvakerfi eða gír. Hafið samband við sölumenn okkar í síma og leitið upplýsinga. Gleráreyrar Akureyri sími Gleráreyrar Akureyri sími Gleráreyrar Akureyri sími Bændur og búalið Hinir vönduðu vinnugallar frá 66 Norður með merki íslensks landbúnaðar fást hjá Bændasamtökunum. Verð kr m. vsk. + sendingarkostnaður. Pantanir í síma eða á netfangið jl@bondi.is Vilt þú fá Bændablaðið sent heim að dyrum? Ársáskrift kostar aðeins kr Afsláttur fyrir eldri borgara. Uppl. í síma

32 Í nærri 15 ár hefur samlíf dýra og barna verið í hávegum haft á leikskólanum Krakkakoti á Álftanesi í Bessastaðahreppi, þar sem börnin hafa fylgst með og annast páfagauka, fiska, kanínur, hænur, froska og naggrísi í gegnum tíðina. Á Krakkakoti eru sex deildir með 120 börnum. Að sögn Hjördísar Ólafsdóttur leikskólastjóra eru það áhugasömustu börnin sem taka mestan þátt í umhirðu dýranna. Deildirnar sex skiptast á að sjá um dýrin viku í senn, gefa þeim að borða, tína fram eggin og safna í lífrænan úrgang fyrir kanínurnar og hænurnar. Það sem ekki er hægt að nýta til að gefa dýrunum fer í moltugerðina okkar, en við erum Grænfána-leikskóli og mjög stolt af því hvernig til hefur tekist með endurvinnslu og að nota nánast eingöngu það sem til fellur í föndur í stað þess að kaupa mikið inn til þess, útskýrir Hjördís brosandi. Bera virðingu fyrir öllu sem lifir Það fylgir því óneitanlega mikil aukavinna að vera með svo ríka dýraflóru á Krakkakoti en leikskólastjórinn hefur verið dugleg að líta inn um helgar, enda hugsjónastarf. Á sumrin hafa ýmist unglingar í unglingavinnunni séð um dýrin eða þau verið send í gott fóstur yfir hásumarið. Dýrin komu til okkar í upphafi án þess að við værum eitthvað sérstaklega að bera okkur eftir þeim. Árið 1995 gáfu velunnarar okkur nokkrar hænur og þannig fór þetta af stað. Við urðum að fá leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu, sem kemur hér reglulega og fylgist með. Þegar fuglaflensufárið var sem mest hér fyrir nokkrum árum fengum við fósturheimili fyrir hænurnar um tíma. Eftir það fengum við nýjar íslenskar hænur og einn hana með, en hann var árásargjarn og því skiluðum við honum þangað sem við fengum hann. Ég hef komið hér um helgar og fylgst með dýrunum en á sumrin höfum við fengið unglingavinnuna til að annast þau. Þegar við lokum nú í sumar fara dýrin í heimsókn í Krýsuvík, segir Hjördís. Leikskólastjórinn segir að dýrin séu ótrúlega gott tæki á haustin til 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Börnin og dýrin una sér vel á leikskólanum Krakkakoti að dreifa athyglinni þegar aðlögun yngstu barnanna á sér stað. Börnin eru ekki þvinguð í að hugsa um dýrin frekar en starfsfólkið, það eru þeir áhugasömustu sem taka þátt í því og fá að njóta sín. Mörgum finnast dýrin spennandi, en stefna okkar hér er að við berum virðingu fyrir öllu því sem lifir en um leið nýtum við okkur það sem náttúran getur gefið okkur. Okkur finnst við þurfa að hafa Fjölmenni á kanínudegi Fjöldi manns lagði leið sína að Hvanneyri 13. júní síðastliðinn til að taka þátt í degi kanínunnar. Allan daginn fóru fram fræðslufyrirlestrar þar sem fullt var út úr dyrum. Meðal fyrirlesara voru Guðni Indriðason, er fjallaði almennt um kanínurækt og eiginleika kanína, Jón Eiríksson frá Vorsabæ, sem flutti sögu loðkanínuræktar Stjórn Kanínuræktarfélags Íslands, talið frá vinstri: Ingibjörg, Guðni, Sigrún, Gunnar og Jóhann. umhverfið fagurfræðilegt og að hér sé sem eðlilegast samlíf manns og náttúru. Börnin fá líka að kynnast því þegar lífi dýranna lýkur og taka þátt í því, en við erum með lítinn kirkjugarð þar sem nokkur þeirra hvíla. Dýrin eru án efa sérstaða okkar og við finnum mikinn Leikskólastúlkurnar Silja, Svandís Helga, Elma Katrín, Sara og Sigdís stilla sér upp fyrir ljósmyndara inni á svæði hænanna en sjá má kanínukofann í baksýn. velvilja gagnvart því hjá foreldrum, sem mörg hver taka einnig ríkan þátt í að fylgjast með dýrafjölskyldunni í Krakkakoti. ehg Jón Eiríksson í Vorsabæ, fyrrum stjórnarmaður í Landssambandi kanínubænda sem lagðist af fyrir nokkrum árum, er hann greindi frá sögu loðkanínuræktar á Íslandi. Að loknum stofnfundi Kanínu rækt arfélags Íslands færði hann hinu nýstofnaða félagi eignir og innistæður Landssambandsins fyrir hönd stjórn ar þess. á Íslandi, Ingibjörg Ing ólfsdóttir í Ásgarði greindi frá sinni ræktun og reynslu og Sigrún Elíasdóttir fór yfir stöðu ræktunarinnar í dag. Einnig var boðið upp á fyrirlestur um nýsköpun og stofnun lítilla fyrirtækja. Inni í gömlu fjóshlöðunni mátti líta margar tegundir kanína, s.s. fjölbreytta liti af Castor Rex, Lionade, Loop og loðkanínur. Einnig mátti skoða og þreifa á mismunandi verkuðum kanínu- og héraskinnum og skoða vörur úr skinnum og fiðu. Spunnin var fiða á staðnum og handbrögðin sýnd af Ritu Freyju Bach frá Ullarselinu. Ungmenni staðarins buðu krökkum í leiki og andlistmálun. Einnig gat fólk spreytt sig á að greina Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 9. júlí Kanínan Dúlli dúskur er í miklu uppáhaldi jafnt barna sem foreldra á leikskólanum Krakkakoti. Sjáðu, við fundum orma í moldinni, sögðu Ísabella, Thelma og Freyja galvaskar við blaðamann Bændablaðsins. fugla- og plöntutegundir og fengið sér kaffi og vöfflur til styrktar Landbúnaðarsafni Íslands. Veðurblíðan lék við fólk. Í lok dags var svo haldinn stofnfundur Kanínuræktarfélags Íslands (KRÍ) þar sem samþykkt voru lög félagsins, verkefni mótuð og kosin stjórn. Í stjórn félagsins voru kosin þau Sigrún Elíasdóttir Ferjubakka, formaður, Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir Ásgarði, ritari og Guðni Indriðason Laufbrekku, gjaldkeri. Í varastjórn voru kosnir Jóhann Helgi Hlöðversson og Gunnar Þór Árnason. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagsmenn KRÍ eru beðnir að hafa samband við stjórnarmenn. Þau verkefni sem munu ganga fyrir hjá nýstofnuðu félagi er að koma upplýsingum um kanínurækt og félagsskapinn á netið, halda námskeið í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og vinna að innflutningi kynbóta- og ræktunardýra til að bæta kanínustofnana í landinu.

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag 7 Mun beita mér áfram gegn aðild að Evrópusambandinu 10 Íslenskir sauðfjárbændur eiga að framleiða meira 12 Menn verða að fá umbun fyrir framleiðsluna Tillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

- Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar

- Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar 10 Mjólkurvöruflutningarr meiri en þorskkvótinnn 14 Gætu endurunniðnið allt plast á Íslandi 42 Bærinn okkar Tjörn 8. tölublað 2011 Miðvikudagur 20. apríl Blað nr. 347 Upplag 22.300 Þetta eru systkinin

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Hlunnindi skógarbóndans

Hlunnindi skógarbóndans 10 20 34 Þeysireið á Hvítá í Jet-bát Hlunnindi skógarbóndans Bærinn okkar Grindur 17. tölublað 2011 Fimmtudagur 29. september Blað nr. 356 17. árg. Upplag 59.000 Málflutningur formanns SVÞ er rökleysa

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere