Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón"

Transkript

1 Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2010

2 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur Grundvöllur réttarins Brostnar forsendur gr. skaðabótalaga er sérregla Ákvæði laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Samanburður við danskt réttarkerfi Ákvæði 11. greinar dönsku skaðabótalaganna frá Breytingar á 11. grein árið Inntak réttarins Almenn atriði Efnisreglur í eldri rétti grein skaðabótalaga nr. 50/ Nánar um skilyrði 11. gr. skbl. - dómaframkvæmd Ófyrirséðar afleiðingar Veruleg hækkun á mati á miska eða örorku Þýðing fyrirvara við útgáfu fullnaðarkvittunar Niðurstöður Heimildaskrá Dómaskrá

3 1 Inngangur Það er meginregla í íslenskum skaðabótarétti að bætur til handa tjónþola fyrir varanlegt líkamstjón, þ.e. miska og örorku eru ákveðnar í einu lagi enda er skaðabótakrafan eingreiðslukrafa. 1 Þrátt fyrir það hefur verið talið að í sérstökum tilvikum eigi tjónþoli rétt á því að slíkar ákvarðanir verði enduruppteknar og var sá réttur lögfestur í 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 (hér eftir skammstafað skbl.). 2 Í þeim tilvikum reynist heilsufar tjónþola verra en áætlað var við greiðslu skaðabóta og því er tjón hans vanbætt. Byggist því réttur tjónþolans ekki síst á því meginmarkmiði skaðabótalaga að allt raunverulegt fjártjón tjónþola vegna líkamsmeiðsla skuli bæta. 3 Það er verkefni þessarar ritgerðar að rannsaka þennan rétt og skýra inntak hans. Ætlunin er að bera hann saman við sambærilegar reglur á Norðurlöndum auk þess sem samspil hans við aðrar íslenskar réttarreglur verður skoðað. Loks verður fjallað ítarlega um þau skilyrði sem sett eru fyrir endurupptöku ákvörðunar um bætur. Ritgerðin er þannig uppbyggð að í kafla 2 verður farið yfir þann grundvöll sem rétturinn byggir á og fjallað um tengsl hans við aðrar reglur af svipuðum toga. Í kafla 3 verður fjallað um hliðstæðan rétt í dönskum rétti og hann borinn saman við íslenskan rétt. Í kafla 4 er gerð grein fyrir inntaki réttarins og í kafla 5 er ítarleg umfjöllun um meginskilyrði þess að endurupptaka sé leyfð. Þar er dómaframkvæmd Hæstaréttar gerð ítarleg skil. Í kafla 6 er síðan að finna umfjöllun um þýðingu fyrirvara þegar tekið er við greiðslu bóta og loks eru niðurstöður ritgerðarinnar raktar í kafla 7. 2 Grundvöllur réttarins 2.1 Brostnar forsendur Í athugasemdum sem fylgdu með frumvarpi til skaðabótalaga kemur eftirfarandi fram um 11. gr. laganna: Eftir frumvarpinu má að kröfu tjónþola taka upp að nýju ákvörðun um bætur fyrir varanlegan miska eða örorkubætur ef ófyrirsjáanlegar breytingar verða á heilsu tjónþola, þannig að ætla má að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var talið. Þessi skilyrði fyrir endurupptöku eru í samræmi við almennar reglur fjármunaréttar. 4 (leturbreyting höfundar) 1 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls Alþt , A-deild, bls

4 Þegar höfundar frumvarpsins vísa til almennra reglna fjármunaréttar má draga þá ályktun að þeir séu að vísa til þeirrar ógildingaheimildar samninga sem felst í því þegar forsendur samnings bresta. Þá eru forsendur samnings ástæður samningsgerðar sem ekki hafa verið gerðar að skilyrði. 5 Því er nærtækt að álykta sem svo að löggjafinn álíti heilsufar tjónþola vera forsendu þess hversu háar bætur hann fær greiddar til sín með samningi við tjónvald eða með dómi. Bresti þessi forsenda, þ.e. að heilsufar tjónþola reynist verra en við samningsgerðina, þykir eðlilegt að slík ákvörðun verði tekin aftur með tilliti til nýrra upplýsinga. Almennt þarf mikið að koma til svo að samningi verði vikið til hliðar á grundvelli brostinnar forsendu, enda er um undantekningu að ræða á þeirri meginreglu að samninga beri að halda. 6 Dómstólar hafa farið afar varfærnislega þegar þeir meta hvort samninga beri að ógilda á grundvelli brostinna forsenda og hafa í framkvæmd mótast viss skilyrði fyrir því að beita megi brostinni forsendu sem ógildingarástæðu. Forsendan þarf því að vera veruleg og ákvörðunarástæða 7 þess er vill bera hana fyrir sig, sbr. t.d. Hrd. 2006, bls (285/2006) þar sem fram kemur: Verður þegar af þeirri ástæðu fallist á með áfrýjanda að veruleg forsenda fyrir samningi hans við stefnda hafi með þessu brostið og honum því verið rétt að rifta samningnum. 8 Þá hefur það einnig verið talið skilyrði að gagnaðili samnings hafi vitneskju um forsenduna. 9 Þegar ofangreind einkenni brostinna forsenda eru skoðuð og borin saman við skilyrði 11. gr. skbl. um að ófyrirsjáanlegar breytingar verði á heilsufari tjónþola og að hækkun á miskaeða örorkustigi þurfi að vera veruleg er skyldleikinn augljós, sbr. fyrrnefnd ummæli í athugasemdum með frumvarpi til skaðabótalaga. Réttur tjónþola til endurupptöku grundvallast því á þessum almennu ólögfestu reglum fjármunaréttarins um brostnar forsendur og hjálpar það við skýringu á honum og inntaki hans gr. skaðabótalaga er sérregla Reglur íslensks fjármunaréttar um brostnar forsendur eru ólögfestar. Ekki er minnst á þær í lögum nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og ekki er hægt að gagnálykta frá ákvæðum þeirra á þann hátt að brostnar forsendur séu ekki ógildingarástæða í íslenskum rétti Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls Einnig: Hrd. 1938, bls. 565 og Hrd. 2003, bls (557/2002) 9 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls

5 Með 11. gr. skbl. ákvað löggjafinn að lögfesta reglu, sem þegar átti sterkar rætur í reglum um brostnar forsendur, og gera hana að sérreglu um hvernig beita eigi reglunum um brostnar forsendur í þeim tilvikum þegar tjónþoli verður fyrir breytingum á heilsufari eftir uppgjör skaðabóta fyrir líkamstjón. 11 Sú staðreynd að löggjafinn hafi með skaðabótalögum ákveðið að gera 11. gr. að sérreglu um brostnar forsendur hefur margvíslega þýðingu fyrir túlkun og notkun ákvæðisins. Í túlkunarfræðum hafa slíkar sérreglur verið kallaðar lex specialis. 12 Þýðing reglunnar um lex specialis er sú að þegar tvö lagaákvæði, eða tvær reglur, lenda saman þá skal fara eftir þeirri reglu sem sérregla er. Róbert Spanó segir svo í riti sínu um túlkun lagaákvæða um ástæðu þess: Ástæðan er fyrst og fremst sú að ástæðulaust væri fyrir þann sem setti regluna (löggjafann eða ráðherra) að setja sérreglu um tilvikið X ef hún á ekki við úrlausn einstakra mála að ganga framar almennari reglu sem virðist taka til sama tilviks auk fleiri tilvika. 13 Af ofangreindu má draga þá ályktun að þar sem 11. gr. skbl. er sérregla um hvað þurfi að koma til að þær forsendur bresti, sem hafðar eru til hliðsjónar við mat á því hversu háar skaðabætur skuli greiða, þá eigi aðrar ólögfestar reglur fjármunaréttarins um brostnar forsendur ekki við. Í Hrd. 18. september 2008 (614/2007) kemst Hæstiréttur svo að orði: Líta verður svo á að í 11. gr. skaðabótalaga sé sérregla um áhrif þess að forsendur, sem lagðar hafa verið til grundvallar við ákvörðun skaðabóta, reynist síðar brostnar. Getur því ekki komið til álita óháð þessu ákvæði að ógilda samning um uppgjör bóta með stoð í ólögfestum reglum fjármunaréttar um brostnar forsendur, sem áfrýjandi hefur meðal annars stutt kröfu sína við. Af þessum ummælum í dómi Hæstaréttar má ætla að ekki tjói fyrir tjónþola að bera fyrir sig almennar reglur um brostnar forsendur þegar 11. gr. skbl. sleppir. 14 Reyndar má draga í efa að það gerist oft að tjónþoli sjái sér hag í því að bera slíkt fyrir sig, enda virðist 11. gr. skbl. ekki gera meiri kröfur til endurupptöku en almennar reglur um brostnar forsendur. 15 Aftur má benda á ummæli í athugasemdum með frumvarpi að greinargerð skaðabótalaga að ætlun löggjafans sé að hafa skilyrðin í samræmi við almennar reglur fjármunaréttar. 16 Þó er víst að ef í einhverjum tilvikum verður talið að 11. gr. skbl. samrýmist ekki fullkomlega 11 Samanber Hrd. 18. september 2008 (614/2007) 12 Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls Sjá Hrd. 14. maí 2009 (530/2008) þar sem þessi regla er staðfest. 15 Sjá þó umfjöllun um þetta efni í 5. kafla. 16 Alþt , A-deild, bls

6 almennum reglum um brostnar forsendur þá leiði lex specialis til þess að hún gildi fremur en hinnar almennu reglur Ákvæði laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Í XXVI. og XXVII. kafla laga númer 91/1991 um meðferð einkamála (hér eftir skammstafað eml.) er að finna ákvæði um endurupptöku óáfrýjaðra mála og mála sem Hæstiréttur hefur dæmt í. Skilyrðin fyrir slíkri endurupptöku eru á margan hátt svipuð og skilyrði til endurupptöku þeirra mála sem ritgerð þessi fjallar um, enda liggja að vissu leyti sömu sjónarmið til grundvallar. 18 Þrátt fyrir fyrrnefnd ákvæði eml. gerði löggjafinn það ljóst að með setningu 11. gr. skaðabótalaga væri hann ekki á neinn hátt að takmarka eða skerða mögulegan rétt tjónþola til endurupptöku mála samkvæmt áðurnefndum reglum. 19 Hér skal bent á að ákvæði XXVI. og XXVII. kafla eml. gilda aðeins um þau mál sem enda með dómi og því koma þau ekki til skoðunar í málum sem lýkur með samningi milli aðila um skaðabætur fyrir líkamstjón. Gildir þar 11. gr. skbl. ein. Þessar réttarreglur eiga því að tryggja að réttur aðila til endurupptöku sé ekki mismunandi eftir því hvort uppgjörið fór fram með dómi eða samningi aðila. 20 Þrátt fyrir ætlun löggjafans að tryggja jafnræði milli tjónþola sem þurfa á endurupptöku á ákvörðun bóta að halda, þá er það visst rannsóknarefni að athuga hvort reglur eml. veiti í einhverjum tilvikum rýmri rétt til endurupptöku en 11. gr. skbl. í þeim málum þar sem tjónþoli getur valið á milli þeirra, þ.e. í málum þar sem fyrri ákvörðun skaðabóta lauk með dómi, annaðhvort óáfrýjuðum héraðsdómi eða dómi Hæstaréttar. Má hugsa sér mál þar sem skilyrði 11. gr. skaðabótalaga um ófyrirséðar afleiðingar eða verulega hækkun á miska- eða örorkustigi séu ekki fyrir hendi. Þá liggur beint við að málið fáist ekki endurupptekið samkvæmt 11. gr. en þrátt fyrir það getur vel hugsast að skilyrði fyrrnefndra reglna einkamálalaga eigi við um mál tjónþolans. Má sem dæmi nefna Hrd. 2006, bls (234/2006) sem reifaður er nánar í kafla 5.1. Þar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að í upphaflegu örorkumati hefði tjón tjónþola verið vanmetið. Þrátt fyrir það var talið að breyting á heilsufari tjónþola til hins verra hafi ekki verið ófyrirséð þó segja mætti að upphaflegt mat væri rangt. Þar með var skilyrðum 11. gr. ekki fullnægt og endurupptaka ekki heimil. Hér komu reglur eml. ekki til greina vegna þess að uppgjör upphaflegu skaðabótanna fór fram 17 Sjá frekar umfjöllun um álitaefni tengt þessu í kafla Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls Alþt , A-deild, bls Jens Möller: Erstatningsansvarsloven med kommentarer, (5. útgáfa), bls Athugast skal að þessu ákvæði var breytt í dönsku lögunum árið Sjá frekari umfjöllun í kafla

7 með samningi. Hugsanlegt er að hefðu þær verið ákveðnar með dómi og sá dómur byggði á upphaflegu matsgerðinni þá gæti tjónþoli átt betri möguleika á að fá málið endurupptekið á grundvelli 167. gr. eða 169. gr. eml. Þegar ofangreint er skoðað má segja að í vissum tilvikum sé réttur samkvæmt einkamálalögum rýmri til endurupptöku mála heldur en 11. gr. skbl. Þann mun ber þó ekki að taka of hátíðlega, því ekki er um það að ræða að önnur greinin útiloki hina eins og áður kom fram. 11. gr. skbl. er sett með það fyrir augum að verja tjónþola fyrir ófyrirséðri og verulegri hækkun á örorku eða miska og tryggja þannig að tjón hans sé fullbætt. Aftur á móti, ef að tjónþoli semur við tjónvald (eða tryggingafélag hans) um uppgjör bóta og samþykkir þar með örorkumat þá er hann bundinn við það. 21 Í ofangreindum Hrd. 2006, bls (234/2006) samþykkti tjónþoli fyrir sitt leyti upphaflegt örorkumat og við samninga þarf hann að standa. Hafi honum aftur á móti verið dæmdar bæturnar á grundvelli matsins er eðlilegt að hann geti fengið málið endurupptekið og sýnt fram á galla þess. Reglur eml. eru því víðtækari en regla 11. gr. skbl. þegar kemur að endurupptöku mála sem afgreidd voru með dómsmáli og er það eðlilegt, því í raun getur margt annað farið úrskeiðis en breytingar á heilsufari tjónþola og því rétt að hann missi ekki vernd sína samkvæmt einkamálalögum við setningu 11. gr. skbl. 3 Samanburður við danskt réttarkerfi 3.1 Ákvæði 11. greinar dönsku skaðabótalaganna frá Við setningu íslensku skaðabótalaganna var helst leitað fyrirmyndar í dönsku réttarkerfi, og voru dönsku skaðabótalögin fyrirmynd þeirra íslensku. 22 Sést þetta á því að uppsetning og efnisskipan lagabálkanna er mjög svipuð, t.d. er ekkert rætt um bótagrundvöllinn í þeim ólíkt því sem gerist í öðrum norrænum lagabálkum um skaðabótarétt. 23 Ekki er minnst á möguleika á endurupptöku mála hvorki í norrænu né sænsku lögunum og eru fræðibækur fáorðar um þann rétt. Því er réttast að bera saman íslenska ákvæðið og það danska, enda greinilegt að þau eiga mesta samleið. Þegar litið er til ákvæðisins um endurupptöku í dönsku skaðabótalögunum, en það er að finna í 11. gr. laganna (rétt eins og í íslensku lögunum), sést að íslenska ákvæðið er því sem næst orðrétt þýðing á því danska sem var í gildi til 2001 er ákvæðinu var breytt. Hljóðar það svo: 21 Svo lengi sem samningurinn er gildur, að sjálfsögðu. 22 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls

8 En afsluttet sag om godtgørelse for varigt mén eller erstatning for erhvervsevnetab kan på skadelidtes begæring genoptages, hvis der indtræder uforudsete ændringer i skadelidtes helbredstilstand, således at skadelidtes méngrad eller erhvervsevnetabsprocent må antages at være væsentlig højere end først antaget. Ved genoptagelse af sagen kan spørgsmålet om fastsættelsen af méngraden og erhversevnetabsprocenten igen begæres forelagt for Arbejdsskadestyrelsen, jfr. 10. Greinilegt er að gerð eru sömu skilyrði fyrir endurupptöku og gilda nú íslenskum rétti (sbr. kafla 4), þá aðallega skilyrðin um að breyting á heilsufari tjónþola sé ófyrirsjáanleg ( uforudsete ændringer i skadelidtes helbredstilstand ) og að mat á miskastigi eða örorkustigi sé verulega hærra en áður var talið ( således at skadelidtes méngrad eller erhvervsevnetabsprocent må antages at være væsentlig højere end først antaget ) 24 Í umfjöllun danskra fræðimanna um þetta ákvæði hefur verið talið að regla þessi sé sérregla í dönskum skaðabótarétti og mæli fyrir með tæmandi hætti um endurupptöku í málum er varða afleiðingar líkamstjóns. 25 Benda þeir á, eins og raunin er líka í íslenskum rétti, að þau tilvik endurupptöku sem falla utan reglunnar er hægt að sækja á grundvelli almennra regla einkamálaréttarfars, en ekki með rýmkandi skýringar reglunnar sjálfrar. 26 Verður ekki séð að beiting reglunnar í dönskum rétti (þangað til hún var numin úr gildi) sé á neinn hátt frábrugðin því sem gerst hefur í íslenskum rétti og því rétt að hafa hana til hliðsjónar við skýringu íslensku reglunnar. 3.2 Breyting á 11. grein árið 2001 Eins og áður hefur komið fram var ákvæðinu um endurupptöku breytt í dönsku skaðabótalögunum árið Breytingarnar eru töluverðar og fela þær meðal annars í sér að nú er hægt að endurupptaka mál vegna breytinga á öðrum hluta skaðabótakröfunnar en varanlegs miska og varanlegrar örorku. Skiptir þá máli að einhverjar breytingar liggi til grundvallar þeim hluta skaðabótakröfunnar sem við á. 27 Þá er það gert að skilyrði að ekki sé hægt að endurupptaka ákvörðun um örorku hafi hún verið metin 15% eða meiri í upphaflegu mati. Það fellur utan efnis þessarar ritgerðar að fjalla ítarlega um þessar breytingar, hér er kastljósinu beint að íslenskum rétti. Rétt er þó að hafa í huga hvort ástæða sé til að fylgja í fótspor danska réttarkerfisins og breyta reglunum um endurupptöku í þessa átt, en sú umræða bíður betri tíma. 24 A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, 5. udgave, bls A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, 5. udgave, bls Jens Möller: Erstatningsansvarsloven med kommentarer, (5. útgáfa), bls Bo von Eyben og Helle Isager: Lærebog í erstatningsret, bls

9 4 Inntak réttarins 4.1. Almenn atriði Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir líkamstjón hefur óumdeilt verið til staðar í íslenskum rétti áður en hann var lögfestur með 11. gr. skbl. 28 Má því til stuðnings benda á dóma sem gengu fyrir gildisstöku skaðabótalaga, svo sem Hrd. 1986, bls og Hrd. 1988, bls. 677 en í báðum dómum var gert ráð fyrir frekari bótarétti tjónþola þrátt fyrir að lokauppgjör bóta hafi farið fram. Fjallað verður frekar um þessa dóma seinna í ritgerðinni. Með 11. gr. skaðabótalaga var því lögfest gildandi efnisregla í íslenskum rétti. Þegar hefur verið minnst á aðalskilyrðin fyrir endurupptöku og eru þau aðallega tvö; að breytingar á heilsufari tjónþola séu ófyrirséðar og verulegar. Rétt er að fjalla um nokkur önnur skilyrði fyrir endurupptöku áður en rýnt er í aðalefnisskilyrðin. Fyrst ber að nefna að aðeins er um rétt tjónþola að ræða til að fá ákvörðun endurupptekna. Tjónvaldur hefur því ekki rétt til að krefjast endurupptöku ákvörðunar, jafnvel þótt fyrir liggi að tjón tjónþola sé mun minna en gert var ráð fyrir við greiðslu skaðabóta. 29 Hér skal þó bent á að eftir atvikum gæti tjónvaldur fengið málið endurupptekið samkvæmt reglum einkamálalaga, sem um var rætt í kafla 2.3, ef skilyrði þeirra reglna eru uppfyllt. Annað efnisskilyrði er að um líkamstjón sé að ræða. Ber að benda á þá augljósu staðreynd að ákvörðun bóta fyrir munatjón, afleitt eða almennt tjón fæst ekki endurupptekin samkvæmt þessari reglu. Sem fyrr útilokar greinin þó ekki að reglum einkamálalaga um endurupptöku verði beitt í slíkum tilvikum. 30 Þriðja efnisskilyrðið er að um varanlegar afleiðingar líkamstjóns sé að ræða. Tekur ákvæðið því fyrir það að endurupptekin verði ákvörðun fyrir tímabundnar afleiðingar, svo sem bætur fyrir tímabundið atvinnutjón, þjáningabætur eða bætur fyrir útlagðan sjúkrakostnað. Liggur það í eðli tímabundinna afleiðinga að þær eiga allar að vera fram komnar við stöðugleikapunkt, en það er sá tími sem mat skaðabóta fer fram. 31 Það á því ekki að vera örðugt að meta tímabundnar afleiðingar og greiða bætur fyrir þær. Þó hefur það gerst, að ófyrirséðar tímabundnar afleiðingar komi fram eftir uppgjör skaðabóta og hefur þá verið talið að beita megi 11. gr. skbl. með lögjöfnun og greiða bætur fyrir tímabundnar afleiðingar líkamstjóns. Þá hefur verið vísað til þeirra ummæla í greinargerð með frumvarpi skaðabótalaga að reglan eigi sér stoð í almennum reglum fjármunaréttar og sé hún því ekki 28 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, 5. udgave, bls Jens Möller: Erstatningsansvarsloven med kommentarer, (5. útgáfa), bls Athugast að ákvæðinu var breytt í Danmörku árið Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls

10 tæmandi regla á þessu sviði. 32 Þar með sé óheimilt að gagnálykta frá henni. Eina dæmið um þetta er að finna í óáfrýjuðum Hérd. Rvk. 3. desember 2004 (E-2205/2004) en þar krafði tjónþoli tjónvald um bætur fyrir tímabundið atvinnutjón sem kom til eftir uppgjör skaðabóta. Segir dómurinn meðal annars:... er ljóst að reglurnar um brostnar forsendur geta, eðli málsins samkvæmt, að jafnaði ekki átt við ákvörðun bóta fyrir tímabundið atvinnutjón vegna tímabils sem liðið er þegar lokauppgjör fer fram. Hins vegar eiga framangreindar reglur, og þar með rök 11. gr. laga nr. 50/1993, fyllilega við um endurupptöku bóta fyrir ófyrirsjáanlegt tímabundið atvinnutjón og þjáningar sem til kemur eftir að lokauppgjör hefur farið fram. Er því hér um að ræða sambærileg tilvik og fjallað er um í 11. gr. laga nr. 50/1993. Með hliðsjón af því að ekki er fyrir að fara settum lagaákvæðum, venjum eða fordæmum um þetta atriði, er fullnægt skilyrðum til að beita 11. gr. laga nr. 50/1993 fyrir lögjöfnun. Ljóst er að efast má um fordæmisgildi þessa dóms, sérstaklega í ljósi þess að í áðurnefndum Hrd. 18. september 2008 (614/2007) komst Hæstiréttur svo að orði að 11. gr. skbl. væri sérregla (lex specialis) og að tjónþoli geti ekki borið fyrir sig ólögfestar reglur um brostnar forsendur þegar henni sleppir. 33 Þá verður að telja hæpið að beita 11. gr. skbl. með lögjöfnun, 34 þar eð tekið er sérstaklega fram í greinargerð með frumvarpi laganna að greinin taki aðeins til varanlegra afleiðinga líkamstjóns. 35 Ákvörðun löggjafans að setja sérreglu um brostnar forsendur við greiðslu skaðabóta felur í sér að aðeins í sumum tilvikum geti komið til endurupptöku. Í ákvæðinu eru þeir liðir skaðabótakröfunnar sem þetta gildir um tæmandi taldir (varanleg örorka og varanlegur miski) og var löggjafanum í lófa lagið að láta greinina taka einnig til ófyrirsjáanlegs tímabundins líkamstjóns, hefði vilji staðið til að veita því sömu vernd. Til samanburðar má benda á umfjöllun um þessa reglu í dönskum rétti, en í Danmörku þótti rétt að breyta lögum til að veita rétt til endurupptöku fyrir tímabundið líkamstjón þar sem skýring gömlu greinarinnar hafði útilokað að hún næði yfir annað en miska og örorku. 36 Eins og fyrr segir var löggjafinn hér að setja sérreglu og er því réttara að gagnálykta frá henni og telja þau tilvik er tjónþoli hafi rétt til endurupptöku skaðabóta vegna líkamstjóns vera 32 Sjá um þetta Hrd. 2003, bls (433/2002) þar sem vísað var til þess að aðilar málsins reistu uppgjör skaðabóta fyrir tímabundið atvinnutjón á rangri forsendu og þýddi ekki að bera fyrir sig að ekki mætti endurskoða ákvarðanir hvað tímabundnar afleiðingar varðar. 33 Sjá umfjöllun um þennan dóm og áhrif þess að 11. gr. skbl. teljist sérregla í kafla Sjá Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 314 þar sem hann fjallar um skilyrði lögjöfnunar, en þau eru 1) að tilvikið sé ólögmælt í rúmri merkingu orðsins, 2) að tilvikið verði að vera eðlislíkt eða samkynja þeirri reglu sem á að lögjafna frá og 3) þá verður könnun á ytra samhengi lagaákvæðisins að leiða í ljós að ekki standi í vegi lögjöfnunar mikilvæg lagarök eða aðrar meginreglur (þá sérstaklega settra laga). Í tilviki 11. gr. skbl. verður að gera athugasemd við að lögjöfnun frá 11. gr. standist fyrsta liðinn hér, þar eð löggjafinn kaus aðeins að mæla fyrir um varanlegar afleiðingar. Þá má efast um að tímabundnar afleiðingar teljist eðlislíkar eða samkynja varanlegum afleiðingum, en eðli þeirra og útreikningur bóta fyrir þær eru á margan hátt ólík. 35 Alþt , A-deild, bls Jens Möller: Erstatningsansvarsloven med kommentarer, (5. útgáfa), bls

11 tæmandi talin í ákvæðinu. Þetta styður fyrrnefndur Hrd. 18. september 2008 (614/2007) og verður því að telja vafasamt að hægt sé að endurupptaka mál vegna tímabundinna afleiðinga líkamstjóns. Ekki verður séð að Hæstiréttur hafi tekið á þessu álitaefni hingað til. 37 Því verður að álykta sem svo að komi ekki til breyting á 11. gr. skbl. þá verði ekki hægt að endurupptaka ákvörðun fyrir tímabundið líkamstjón sem kemur til fyrir eða eftir uppgjör skaðabótanna. Er því mikilvægt að tjónþolar geri fyrirvara um slíka bótaliði þegar þeir taka við greiðslu frá tjónvaldi, sbr. umfjöllun í 6. kafla, ætli þeir sér að eiga möguleika á að fá greiðslu frekari bóta. Fjórða efnisskilyrðið er að breyting á örorkustigi komi til vegna breytinga á heilsufari tjónþola. Ekki er um endurupptöku að ræða ef örorkustig hans breytist vegna annarra þátta en heilsufars hans. 38 Varanleg örorka er í raun starfsorkuskerðing tjónþola, sem leiðir af líkamstjóninu. 39 Eðli málsins samkvæmt getur hún breyst af öðrum ástæðum en hrakandi heilsu, t.d. sökum þess að sú starfsgrein sem tjónþoli starfar í leggst af og hann hefur ekki þjálfun í starfi sem gefur sömu tekjur. Þá væri væntanlega um breytingu á örorku að ræða, en tjónþoli hefur ekki rétt á frekari bótum frá tjónþola vegna slíkra breytinga Efnisreglur í eldri rétti Eins og áður hefur komið fram var enginn ágreiningur um það í íslensku réttarkerfi fyrir gildistöku skaðabótalaga að tjónþoli hefði í vissum tilvikum rétt til endurupptöku ákvörðunar bóta fyrir varanlegt líkamstjón. Af dómum fyrir gildistöku laganna má ráða að skilyrði þess að til endurupptöku kæmi væri að um ófyrirséðar afleiðingar líkamstjóns væri að ræða. Var þá sérstaklega litið til læknisfræðilegra gagna sem stuðst hafði verið við þegar skaðabætur voru gerðar upp. Ef þau gáfu á einhvern hátt til kynna að möguleiki væri á að heilsa tjónaþola myndi versna í framtíðinni var almennt talið að ekki væri heimild til endurupptöku. 41 Sjá til dæmis Hrd. 1986, bls. 1128: K, sem var sendiferðabílstjóri, lenti í árekstri við steypubifreið árið Hann hlaut meiðsl af, aðallega slæm meiðsl á fótum. Leiddu þessu meiðsl til ítarlegra læknismeðferða og oft var reynt að koma málum hans í lag. Í læknisvottorði frá 1974 sagði meðal annars að nokkrar líkur séu 37 Hér má þó benda á önnur úrræði tjónþola, svo sem að gera fyrirvara þegar hann tekur á móti fullnaðargreiðslu eða jafnvel að endurupptaka málið eftir reglum einkamálalaga. 38 Alþt , A-deild, bls Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls Sjá sem dæmi óáfrýjaðan Hérd. Rvk. 1. desember 2004 (E-10472/2004) þar sem sýknað var af kröfu um endurupptöku þar sem breytingar á örorku var ekki að rekja til slyss sem tjónþolinn hafði lent í. 41 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls

12 til þess að brjóskskemmdir í hnjánum leiði síðar meir til slitbreytinga í liðunum fremur en ella hafði orðið. Eftir útgáfu þessa vottorðs var samið um greiðslu bóta og tók umboðsmaður K við bótum úr hendi tryggingafélagsins og gerði við það enga fyrirvara. Þegar síðan heilsu K fór hrakandi höfðaði hann á ný mál á hendur tryggingafélaginu til greiðslu frekari bóta. Var því hafnað á þeim grundvelli að læknisfræðileg gögn gæfu til kynna mögulega versnandi einkenni og þar sem K, eða umboðsmaður hans, hefði ekki gert fyrirvara um slíkt við móttöku greiðslu skaðabóta þá gæti hann ekki sótt frekari bætur á hendur félaginu. Af fyrrgreindum dómi má glögglega sjá það skilyrði að um ófyrirséðar afleiðingar sé að ræða. Ef læknisfræðileg gögn bera með sér möguleika á versnandi heilsufari verður tjónþoli að gera fyrirvara um slíkt í lokauppgjöri við tjónvald ætli hann sér að eiga rétt til frekari bóta. 42 Þá virðist það hafa verið viðurkennt að skilyrði þess að mál fengist endurupptekið væri að afleiðingar slyssins hefðu orðið mun alvarlegri en gert var ráð fyrir þegar samið var um fullnaðarbætur fyrir tjónið. Sjá um þetta Hrd. 1995, bls. 2288: Atvik málsins voru þau að S, sem var leigubílstjóri, lenti í árekstri við annan bíl árið Meiddist hann töluvert og hlaut greiðslur frá tryggingafélagi sem hljóðuðu upp á 20% örorku. Hann kenndi sér enn frekar meins árum saman eftir slysið og fór svo að hann krafðist frekari bóta úr hendi tryggingafélagsins vegna þessara meiðsla. Í héraði var sýknað sökum þess að álitsgerð sem hann lagði fram þótti ekki færa sönnur á að eymsli hans mætti rekja til slyssins. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm um annmarka skýrslunnar. Þá farast Hæstarétti svo orð: Þá verður ekki af álitsgerðinni ráðið, hverjar nýjar afleiðingar slyssins hafi komið fram, frá því er áfrýjandi gerði samkomulag við vátryggingafélagið. Áfrýjandi hefur því ekki sýnt fram á, að afleiðingar slyssins hafi í verulegum atriðum orðið alvarlegri en gera mátti ráð fyrir, þá er hann samdi um fullnaðarbætur við félagið. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms og sýkna stefndu af öllum kröfum áfrýjanda. (leturbreyting höfundar) Einnig má benda á Hrd. 2003, bls. 943 (411/2002), en hann fjallar um atvik sem áttu sér stað fyrir gildistöku skaðabótalaga. Þar komst Hæstiréttur að því að 5% hækkun á varanlegri örorku teldist ekki veruleg og því var skilyrðum endurupptöku ekki fullnægt gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 Hér hefur þeim efnisreglum sem giltu fyrir gildistöku skaðabótalaga verið lýst. Hljóma þær þannig að tjónþoli hefur rétt til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón, ef heilsufari hans hefur hrakað á ófyrirséðan og verulegan hátt. Með setningu 11. gr. skaðabótalaga má sjá að ekki var ætlunin að breyta þessum efnisreglum í eldri rétti gr. skaðabótalaga hljóðar svo: Að kröfu tjónþola er heimilt að taka upp að nýju ákvörðun um bætur fyrir varanlegan miska eða örorkubætur. Skilyrði endurupptöku er að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsu 42 Sjá frekari umfjöllun um fyrirvara og þýðingu hans í kafla Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls

13 tjónþola þannig að ætla megi að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var talið. Ef mál er endurupptekið er heimilt að skjóta ákvörðun um miskastig eða örorkustig aftur til úrlausnar örorkunefndar, sbr. 10. gr. Orðalag ákvæðisins gefur til kynna að löggjafinn hafi ætlað að festa í sessi eldri réttarreglur um endurupptöku bóta, að minnsta kosti hvað varðar aðalskilyrðin tvö. Verður ekki séð af dómum Hæstaréttar að setning laganna hafi breytt miklu um réttarframkvæmd er varðar þau skilyrði endurupptöku. 44 Þó hefur lögfestingin haft í för með sér áðurnefnd áhrif að nú telst þessi réttur vera sérregla innan hinna almennu reglna um brostnar forsendur og verður því að túlka hana eftir því, sbr. umfjöllun í kafla 2.2. Í kafla 4.1 var komist að þeirri niðurstöðu að það sé vafamál hvort hægt sé að beita 11. gr. skbl. með lögjöfnun og útiloka þar með að hægt sé að fá endurupptöku máls fyrir ófyrirsjáanlegar tímabundnar afleiðingar líkamstjóns. Það virðist ekki vera svo að Hæstiréttur hafi talið slíka reglu (um endurupptöku ákvörðunar bóta fyrir tímabundið líkamstjón) vera til staðar fyrir lögfestingu 11. gr. skaðabótalaga. Má þar benda á Hrd. 2001, bls (1/2001) en þar krafðist tjónþoli aukabóta vegna bæði aukinnar örorku sem og tímabundinnar örorku (nú tímabundið atvinnutjón). Honum voru dæmdar bætur vegna örorkunnar þar sem hann hafði gert fyrirvara um hana þegar hann tók við bótum upphaflega. Hann hafði ekki gert fyrirvara um tímabundnar afleiðingar og hlaut því ekki aukabætur vegna þess. Er greinilegt að Hæstiréttur metur það hér að tjónþoli verði að gera fyrirvara um slíkt í upphaflegu uppgjöri bóta og lítur ekki til reglunnar um endurupptöku ákvörðunar skaðabóta sem, eins og fyrr segir, var viðurkennd í íslenskum rétti. 45 Af dómum sem gengu fyrir gildistöku skaðabótalaga verður heldur ekki ráðið að litið hafi verið á að reglan næði yfir tímabundnar afleiðingar, alltént þá finnst ekki dómur þar sem krafa um slíkt er tekin til greina. Því verður ekki litið svo á að mikil efnisbreyting hafi orðið við lögfestingu 11. gr. skbl. sem síðan leiddi til þessarar túlkunar í Hrd. 18. september 2008 (614/2007), heldur hafi rétturinn verið á reiki og þetta álitamál því ekki að fullu til lykta leitt. 44 Þó hefur dómaframkvæmd orðið skýrari og greinilegri mynd hefur komist á skilyrði endurupptöku. Sjá kafla 5, þar sem ítarlega er fjallað um dómaframkvæmd. 45 Nánar verður fjallað um réttaráhrif slíks fyrirvara í kafla 6, en þar kemur fram að tjónþoli getur tryggt sér rétt til frekari bóta ef hann gerir fyrirvara um slíkt og þarf hann þá ekki að standast skilyrði endurupptöku. 13

14 5 Nánar um skilyrði 11. gr. skbl - dómaframkvæmd 5.1 Ófyrirséðar afleiðingar Eins og áður segir eru meginefnisskilyrðin fyrir rétti tjónþola til endurupptöku ákvörðunar tvö, að versnandi heilsufar hans sé vegna ófyrirséðra afleiðinga og að heilsufar hans sé í verulegum atriðum verra en upphaflega var talið. Hvað varðar skilyrðið um ófyrirséðar afleiðingar þá má benda á fyrrnefndan dóm Hrd. 1986, bls um sendiferðabílstjórann sem slasaðist í árekstri við steypubifreið. Var þar lykilatriði í úrlausn dómsins að þær afleiðingar sem síðar komu til vegna slyssins voru ekki ófyrirséðar, þ.e. möguleikans á þeim var getið í læknisfræðilegum gögnum. Úr nýlegri dómaframkvæmd má benda á Hrd. 5. mars 2009 (326/2008): E varð fyrir líkamstjóni þann 8. október 1995 og voru honum greiddar skaðbætur þann 12. ágúst 1998, vegna varanlegs miska og töluverðar örorku. Voru þær bætur greiddar á grundvelli álitsgerðar örorkunefndar. Var talið að um lokauppgjör hafi verið að ræða. Nokkrum árum eftir greiðsluna fór E að finna til frekari óþæginda og gekkst hann undir ýmsar rannsóknir. Fékk hann nýtt álit örorkunefndar þann 10. janúar 2006, en í því kom fram að ekki hefðu komið fram neinar breytingar á heilsu tjónþola sem ekki hefði mátt búast við þegar fyrra mat nefndarinnar fór fram. Við þetta vildi E ekki sætta sig við og fékk dómkvadda tvo matsmenn, sem mátu ástand E svo að varanleg örorka hefði breyst (úr 60% í 80%) en varanlegur miski væri óbreyttur. Voru matsmennirnir eingöngu fengnir til að meta varanlega örorku og varanlegan miska E, en voru ekki sérstaklega beðnir um að skila áliti hvort þær breytingar teldust vera ófyrirséðar. Segir Hæstiréttur um þetta atriði: Ekki var óskað eftir mati á þeirri breytingu sem kynni að hafa orðið á varanlegum afleiðingum slyssins frá því álitsgerð örorkunefndar 30. júní 1998 lá fyrir, svo sem rétt hefði verið. Þá voru matsmenn ekki sérstaklega beðnir um að svara því hvort ófyrirsjáanlegar breytingar hefðu orðið á heilsufari áfrýjanda. Áfrýjandi hefur því ekki sýnt fram á að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á varanlegum miska eða varanlegri örorku hans frá 30. júní 1998, sem rekja megi til slyssins. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest. (leturbreyting höfundar) Var tjónvaldur og tryggingafélag hans því sýknuð af kröfum E. Hér er Hæstiréttur í raun að beita þeirri sönnunarreglu sem myndaðist með fyrrnefndum dómi um sendibílstjórann. Ófrávíkjanlegt skilyrði endurupptöku er vissulega að um ófyrirséðar afleiðingar sé að ræða og verður tjónþoli að sanna að þær breytingar, sem orðið hafa á heilsufari hans, hafi ekki á neinn hátt verið fyrirséðar frá fyrra mati á örorku eða varanlegum miska. Er það í samræmi við meginreglur einkamálaréttarfars. 46 Við slíka sönnun er þá helst litið til hvað upphafleg álitsgerð og önnur læknisfræðileg gögn segja til um heilsufar tjónþola og væntanlegar breytingar á því. 47 Enn fremur er hægt að kveða til matsmenn til að meta breytingar og verður þá, samkvæmt þessum dómi, að biðja þá 46 Eiríkur Tómasson: Réttarfar, bls Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls

15 sérstaklega um að meta hvort breytingar á heilsufari tjónþola, ef einhverjar eru, hafi verið ófyrirséðar. Var það gert í Hrd. 2006, bls (234/2006): M varð fyrir umferðarslysi árið S, tryggingarfélag tjónvalds, greiddi M bætur á grundvelli örorkumats sem framkvæmt var í kjölfar slyssins. Hún kenndi sér þó enn eymsla og fékk árið 2004 tvo dómkvadda matsmenn til að meta á nýjan leik afleiðingar slyssins. Mátu þeir afleiðingar slyssins mun meiri en í fyrra matinu. Stefndi, S, fékk dómkvadda yfirmatsmenn í héraði. Töldu þeir að afleiðingar slyssins hefðu vissulega verið vanmetnar í fyrra örorkumatinu, en tóku fram að ekki hefðu verið neinar ófyrirsjáanlegar breytingar á heilsufari M eftir að það mat fór fram. Taldi héraðsdómur, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna hans, sannað að afleiðingarnar væru ekki ófyrirséðar og þar með að skilyrðum 11. gr. skbl. væri ekki fullnægt. Í þessum dómi ræðst niðurstaðan á mati Hæstaréttar á innihaldi matsgerðanna. Hér ræður úrslitum að yfirmatsgerð tekur sérstaklega á mun á metinni örorku og varanlegum miska í fyrri tveimur álitsgerðunum, en segir að þar sé ekki um ófyrirséðar breytingar að ræða. Fyrri álitsgerðin sé því einfaldlega röng. Hér kemur fram munur á þeim reglum einkamálalaga um endurupptöku mála, sem fjallað var um í kafla 2.3 og 11. gr. skaðabótalaga. Mætti hugsa sér að hafi fyrra matið verið notað í dómsmáli um greiðslu þeirra skaðabóta, þá ætti tjónþoli möguleika á endurupptöku málsins samkvæmt ákvæðum einkamálalaga. Svo var þó ekki og tók tjónþoli við greiðslu bótanna með samningi. Geta þá hvorki reglur einkamálalaga né skaðabótalaga átt við um endurupptöku málsins. Það reið því á fyrir tjónþola að sanna að afleiðingarnar sem fram komu væru ófyrirséðar, en það tókst honum ekki, því fyrri matsgerðin átti að taka tillit til þeirra afleiðinga. 48 Í lok þessarar umfjöllunar um skilyrðið um ófyrirséðar afleiðingar og hvenær þær eru fyrir hendi er rétt að benda á Hrd. 14. nóvember 2009 (530/2008), enda er sá dómur gott dæmi um hversu mikilvægar álitsgerðir eru fyrir úrslit mála og þá ekki síst mat dómsins á sönnunargildi þeirra. Í dómnum tókust á þrjár matsgerðir: Í dómnum krafðist S frekari bóta fyrir umferðarslys sem hann varð fyrir þann 25. október 1996, en hann fékk greiddar bætur vegna þess í apríl 2000 frá V, tryggingafélagi tjónvalds, á grundvelli matsgerðar. Málið er nokkuð flókið, þar eð tjónþoli lenti í tveimur öðrum slysum á árunum á eftir. Kenndi hann sér meins í baki og höfði, og hlaut hann einhvern heilaskaða. Dómkvaddi hann tvo matsmenn til að meta áhrif þessa, sem tengdu það fyrsta slysinu. Töldu matsmenn að í upphaflegri álitsgerð, sem skaðabætur voru byggðar á árið 2000, væri tjón S vanmetið og tengdu þeir meðal annars heilaskaða hans við fyrra slysið. Voru kvaddir til 48 Sé miðað við fyrri umfjöllun um skýringarkosti við túlkun greinarinnar þá verður þessi dómur að teljast eðlilegur. Þótt vissulega séu sanngirnisrök fyrir því að tjónþoli eigi að geta fengið mál endurupptekið þar sem matsgerð er röng, eða örorka vanmetin, þá verður að líta til þess að 11. gr. skbl. er sérregla og verður hún ekki skýrð svo rúmt. Í dómnum var reyndar bent á að tjónþoli hafi notið aðstoðar lögmanns við uppgjörið og má ætla að sú staðreynd hafi þá þýðingu að tjónþoli geti ekki borið fyrir sig gallaða álitsgerð sem hann hefur samþykkt. Sjá nánari umfjöllun í 6. kafla. 15

16 yfirmatsmenn sem ekki voru á sama máli og mátu örorku hans og miska á sama hátt og fyrstnefnda matsgerðin. Um þessa hlið málsins sagði héraðsdómur, sem Hæstiréttur síðan staðfesti: Í ljósi niðurstöðu yfirmats verður ekki talið að stefnanda hafi tekist að sýna fram á að hann hafi orðið fyrir frekara tjóni í títtnefndu slysi en hann fékk að fullu bætt í apríl Eru málsástæður hans um endurupptöku bótaákvörðunar á grundvelli 11. gr. skaðabótalaga, um brostnar eða rangar forsendur fyrir bótaákvörðun og ógildingarsjónarmið á grundvelli m. a. 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 því haldlausar að fenginni þeirri niðurstöðu. Ber að sýkna stefndu þegar af þessari ástæðu. Í dómnum er skýrt að það sem ræður úrslitum um hvort til endurupptöku kemur er hvernig matsgerðum er háttað og hvort þar komi fram eitthvað um þá breytingu á heilsufari tjónþola sem síðar verður. Stundum geta matsgerðir greint á og verður þá dómari, mögulega með sérfróðum meðdómendum, 49 að leggja mat á þær og sönnunargildi þeirra. 5.2 Veruleg hækkun á mati á miska eða örorku Hitt efnisskilyrðanna tveggja er að veruleg hækkun á miska eða örorku verður að vera til staðar svo tjónþoli fá mál sitt endurupptekið. 50 Er þetta, eins og áður segir, í samræmi við þær almennu reglur sem gilda um rangar og brostnar forsendur, þar kemur fram að til að reglum um brostnar forsendur verði framfylgt þurfi forsendan að vera veruleg, þ.e. að smávægileg atriði geti ekki leitt til forsendubrests. 51 Þess vegna veitir smávægileg breyting á heilsufari tjónþola ekki rétt til endurupptöku á máli hans, enda fylgja slíkri endurupptöku viss óþægindi og kostnaður og varla er hentugt að eltast við hvert smáatriði afleiðinga slysa sem ekki er alveg eins og gert var ráð fyrir við örorkumat. Enda er örorkumat ávallt bundið einhverjum óvissuþáttum. 52 Fyrir gildistöku skaðabótalaga var greinilega byggt á þessari reglu um verulega hækkun, sbr. áðurnefnda Hrd. 1995, bls og Hrd. 2003, bls. 943 (411/2002) sem reifaðir eru í kafla 3.2. Eftir gildistöku lagana hafa dómstólar síðan skilgreint hvað felst í orðunum verulega hærri en áður var talið og hafa þar litið til þeirrar dómvenju sem seinni dómurinn skapaði. Voru línurnar lagðar í Hrd. 2003, bls (514/2002): Ó slasaðist við störf sín á fiskiskipi í eigu útgerðar E hf. Hann aflaði sér álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að varanlegur miski hans og varanleg örorka væri 15 stig og 15%. Voru deilur um lokauppgjör, en Ó fékk þó á endanum greitt út fyrir 15 stiga miska. Seinna meir leitaði Ó aftur til örorkunefndar sem úrskurðaði að varanlegur miski væri 20 stig en varanleg örorka 33%. Bauðst tryggingafélag E hf. að greiða honum örorkuna en neitaði auka greiðslu 49 Reyndar var deilt um það fyrir Hæstarétti í þessu máli hvort dómara bæri að skipa sérfróða meðdómendur með sér. Var ekki fallist á það í þessu tilviki. Umfjöllun um það álitamál fellur annars utan þessarar ritgerðar. 50 Alþt , A-deild, bls Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls

17 vegna miska. Höfðaði Ó þá mál og í þeim þætti málsins sem skiptir hér máli hér komst Hæstiréttur að því að ekki bæri að endurupptaka málið með þessum orðum: Stefndi hefur ekki vefengt þá niðurstöðu yfirmatsmanna að varanlegur miski áfrýjanda sé 20% eða 5% meira en lagt var til grundvallar í uppgjörinu 27. nóvember Slík breyting á miskastigi getur ekki talist veruleg í skilningi 11. gr. skaðabótalaga, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 27. febrúar 2003 í máli nr. 411/2002. Með því að heimild brestur samkvæmt þessu til að taka upp fyrri ákvörðun bóta til áfrýjanda fyrir varanlegan miska verður hafnað þeim lið í dómkröfu hans, sem að þessu lýtur. Verður samkvæmt þessum dómi og þeim fyrrnefnda sem dómurinn vísar til að telja að mál verði ekki endurupptekið sé breytingin 5 stig eða minni. Þessu fordæmi var fylgt í Hrd. 2003, bls (199/2003) en þar hækkuðu endurmetin örorka og miski bæði um fimm stig við seinna mat. Vísaði Hæstiréttur þar til Hrd. 2003, bls (514/2002) og komst að gagnstæðri niðurstöðu við héraðsdóm sem taldi skilyrðum endurupptöku fullnægt. 53 Eftir að það var skýrt mælt fyrir um að fimm stig væru ekki veruleg hækkun verður ekki séð að reynt hafi á þessa hlið reglunnar í Hæstarétti, utan eins dóms þar sem reyndi á hvort túlka ætti regluna þannig að viss hlutfallshækkun teldist veruleg. Hrd. 18. september 2008 (614/2007): S lenti í umferðarslysi árið Hlaut hún meiðsl af og í kjölfarið fékk hún bætur úr hendi tryggingafélagsins T, á þeim grundvelli að varanlegur miski hennar væri fimm stig og varanleg örorka 5%. Eftir uppgjörið fór heilsu hennar hrakandi og varð það til þess að hún gekkst undir annað örorkumat. Varð niðurstaða þess að varanlegur miski væri átta stig og varanleg örorka 8%. Í kjölfarið höfðaði S mál á hendur T og krafðist þess að fá greiðslu frekari bóta úr hendi T á grundvelli 11. gr. skbl. Hélt hún því fram að hækkunin á varanlegum miska og örorku væri hlutfallslega mun hærri en áður, eða um 60%. Hélt hún því fram að við túlkun á skilyrðinu um verulega hækkun yrði ekki hjá því komist að líta til hlutfallslegrar hækkunar á varanlegum miska og örorku. Þetta féllst Hæstiréttur ekki á og sýknaði T með þessum orðum: Samkvæmt 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 má taka upp að nýju ákvörðun um bætur fyrir varanlegan miska eða örorku ef ófyrirsjáanlegar breytingar verða á heilsufari tjónþola þannig að ætla megi að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var talið. Þegar metið er hvort skilyrðum þessa ákvæðis sé fullnægt er ekki unnt að horfa til þess hversu miskastig eða örorkustig hefur hækkað hlutfallslega frá því mati, sem lagt var til grundvallar við upphaflega bótaákvörðun, heldur verður að taka mið af hækkuninni sem slíkri í stigum talið. Þótt varanlegur miski og varanleg örorka áfrýjanda sé sem svarar 60% hærri samkvæmt örorkumatinu 29. mars 2005 en talið var í matinu frá 19. mars 2003 verður samkvæmt þessu að horfa til þess að hækkunin var um þrjú stig varðandi hvorn þáttinn eða úr fimm í átta. Sú hækkun verður ekki talin veruleg í skilningi 11. gr. skaðabótalaga, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar 22. maí 2003 í máli nr. 514/2002 og 4. desember 2003 í máli nr. 199/2003. Hefur Hæstiréttur því hafnað því að hægt sé að miða við hlutfallslega hækkun þegar skoðað er hvort hækkun á miska eða örorku teljist vera veruleg og verður að telja þá reglu eðlilega með vísan til fordæma réttarins og lögskýringagagna með 11. gr. skbl. Hefði þurft að 53 Þess ber þó að geta að héraðsdómurinn var kveðinn upp tæpum mánuði áður en Hrd. 2003, bls Virðist hann þó ekki taka tillit til fordæmisins í Hrd. 2003, bls. 943, væntanlega vegna þess að þar reyndi ekki á 11. gr. skbl. heldur regluna sem gilti fyrir lögfestingu hennar. 17

18 tala með skýrum hætti um það í greininni ef ætlunin væri að túlka verulega hækkun á miska eða örorku sem hlutfall af fyrra mati. Ekki verður séð að Hæstiréttur hafi tekið á þessum hluta 11. gr. skbl. fyrir utan áðurnefnda dóma. Verður því vart séð hvaða lágmark rétturinn leggur til grundvallar þegar kemur að því að meta hvað telst veruleg hækkun, en augljóst er að ekki teljast fimm stig vera veruleg hækkun. Í raun gefur leit í íslensku réttarkerfi aðeins tvo dóma (utan héraðsdómsins sem Hæstiréttur sneri við í Hrd. 2003, bls (199/2003)) þar sem endurupptaka samkvæmt 11. gr. skbl. hefur verið heimiluð með beinum hætti. 54 Er þar annars vegar um að ræða Hérd. Rvk. 29. apríl 2009 (E-6834/2007) þar sem breyting upp á 3 miskastig og 10% varanlega örorku var talin fullnægja skilyrðum endurupptöku. Í Hrd. 18. mars 2010 (413/2009) var málinu reyndar vísað frá héraðsdómi sökum annmarka á málatilbúnaði stefnanda í héraði og hefur Hæstiréttur því ekki tekið efnislega afstöðu til þessa máls. Þá má benda á óáfrýjaðan Hérd. Rvk. 22. maí 2006 (E-6833/2004) þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skilyrðum endurupptöku væri fullnægt, en þá var um að ræða hækkun upp á 15 stig fyrir varanlegan miska og 35 prósentustig fyrir varanlega örorku. Verður að fallast á að slík breyting teljist veruleg. 6 Þýðing fyrirvara við útgáfu fullnaðarkvittunar Í kafla 3.2 hér að framan var stuttlega minnst á þá reglu, sem talin var gilda fyrir gildistöku skaðabótalaga, að ætli tjónþoli sér að eiga rétt á frekari bótum vegna meiðsla sem nefnd eru í upphaflegum læknisfræðilegum gögnum þá verði hann að gera fyrirvara um þau við lokauppgjör bótanna. 55 Var í þessu tilviki minnst á Hrd. 1986, bls. 1128, sem fjallar um sendiferðabílstjóra sem slasast. Þar kom skýrt fram í læknisfræðilegum gögnum, sem fylgdu álitsgerð vegna fyrsta örorkumats bílstjórans, að möguleiki væri á þeim eymslum sem hann kvartaði undan. Hæstiréttur taldi að ástæða hefði verið til þess að gera fyrirvara við uppgjörið um að þessi meiðsli myndi versna þegar umboðsmaður tjónþola gaf út fullnaðarkvittun til greiðanda skaðabótanna. Þar sem það var ekki gert gat tjónþoli ekki borið fyrir sig rétt til 54 Hér má þó minnast stuttlega á einn dóm, Hrd. 2004, bls (179/2004) en þar hækkaði örorka tjónþola um 15% og varanlegur miski um 10 stig frá upphaflegu örorkumati. Héraðsdómur sýknaði tjónvald af kröfum tjónþola um endurupptöku en Hæstiréttur ómerkti dóminn og sendi aftur heim í hérað sökum þess að héraðsdómari skipaði sér ekki sérfróða meðdómsmenn. Málið var þó aldrei tekið aftur upp í héraði þar sem tjónvaldur og tryggingafélag hans gengust að kröfum tjónvalds og greiddu aukabætur áður en til þess kom. 55 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls

19 endurupptöku þar sem skilyrðinu um ófyrirséðar afleiðingar var ekki fullnægt. Í Hrd. 2001, bls (75/2001) var tekist á um svipað atriði: A lenti í umferðarslysi á árinu 1995 og fór fram uppgjör vegna skaðabóta við vátryggingafélag hennar. Hún naut aðstoðar lögmanns sem gaf út fullnaðarkvittun og var hún án fyrirvara um varanlega örorku. Tveimur og hálfu ári seinna gerði A frekari kröfu á hendur vátryggingafélaginu vegna varanlegrar örorku. Bar hún því við að fyrra uppgjör hafi í raun verið ólögmætt sökum nýs dómafordæmis Hæstaréttar. Um það sagði héraðsdómur, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna hans: Til grundvallar úrlausn málsins verður lagt að stefnandi sé samkvæmt almennri reglu kröfuréttar bundin við bótauppgjör lögmanns síns sem var án fyrirvara um hina umdeildu bótaþætti. Af því leiðir að afstaða til þess, sem fram er haldið af stefnanda um ólögmæti umrædds ákvæðis, hefur ekki þýðingu við úrlausn málsins. 56 Í Hrd. 1991, bls. 449 urðu úrslitin önnur: K, sem var sjómaður, slasaðist við vinnu sína í desember Gerði hann fyrirvara við móttöku bóta þess efnis, að litið væri á þessa greiðslu sem innborgun og gerði hann fyrirvara um frekari bætur. Heilsufar K versnaði nokkuð eftir þetta og rak hann mál til innheimtu frekari bóta. Eftir nokkurt þóf var talið að varanleg örorka hans hefði aukist um 5% og taldi Hæstiréttur að þar sem K hafði gert fyrirvarann þá ætti hann rétt til greiðslu frekari bóta. Þá er rétt að minnast á Hrd. 2001, bls (1/2001), en þar voru úrslit málsins svipuð og í dómnum frá Þar lenti tjónþoli í líkamstjóni og gerði uppgjör með fyrirvara um að örorkustig hans breyttist ekki. Eftir bótauppgjörið reyndist örorkustig hans hafa hækkað um 5% og hlaut hann frekari bætur, sökum fyrirvarans. Ekki var fallist á endurupptöku fyrir aðra liði, svo sem miskabætur, þar sem ekki hafði verið gerður fyrirvari um slíkt. Af ofangreindum dómum má draga þá ályktun að þegar tjónþoli gefur út fullnaðarkvittun þá eigi hann alla jafna ekki rétt á frekari bótum, nema hann geri fyrirvara á réttan hátt um það að hann áskilji sér rétt til frekari greiðslu bóta vegna tiltekins atriðis í bótauppgjörinu. 57 Hvað varðar túlkun á rétt gerðum fyrirvara má benda til síðari tveggja dómanna sem nefndir eru að ofan, en þar var talið að fyrirvarinn væri nægjanlega vel úr garði gerður svo tjónþoli gæti krafist frekari bóta. Hvað varðar hugtakið kvittun þá skilgreinir Lögfræðiorðabók hugtakið svo: Viðurkenning frá kröfuhafa þess efnis að skuldari hafi greitt inn á skuld sína eða greitt hana að fullu. 58 Sem dæmi um hvað telst ekki vera fullnaðarkvittun má nefna Hrd. 1988, bls. 677, en þar hafði tjónþoli gefið út kvittun vegna greiðslu vátryggingafélags, þar sem það 56 Ekki var heldur talið að 11. gr. skaðabótalaga ætti hér við, skilyrði hennar voru ekki uppfyllt. 57 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls Lögfræðiorðabók með skýringum, bls 231, sbr. bls Hér skal bent á að á bls. 153 skilgreinir bókin hugtakið fullnaðarkvittun sem fyrirvaralausa viðurkenningu kröfuhafa. Er augljóst að með hugtakinu fullnaðarkvittun í umfjöllun hér er átt við það sem orðabókin skilgreinir sem kvittun 19

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Leiðbeinandi: Unnur Edda Sveinsdóttir Desember 2014 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1 Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1. En kort sammenfatning vedrørende kommunernes ret til pålægning af skat. Den første januar 2004 fandes der 105 kommuner i Island. Kommunerne

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Félag löggiltra endurskobenda Reykjavík 25. apríl 2005 Tilv. FLE 19-2005 Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd c/o Stefán Árni Auðólfsson, nefndarritari

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. HEIMILDASKRÁ Alþingistíðindi. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. Arvid Frihagen: Villfarelse og ugyldighet i forvaltningsretten. Osló 1966. Aslak Syse: Materielle

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA Islándska Bankföreningen Bankers' Association of lceland Alþingi, Reykjavík, 1. febrúar 1996 Alþingi efiiahags- og viðskiptanefiid, /9 ( 0 -* jo Þórshamri v. Templarasund,

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar Efnisyfirlit. 1.0 Inngangur... 3 1.1 Almennt... 3 1.2 Afmörkun ritgerðarefnis og umfjöllunarefni... 4 1.3 Fræðikerfi lögfræðinnar... 6 2.0 Umhverfisvernd... 8 2.1 Almennt... 8 2.2 Réttarheimildir... 9

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur 13.2. 2 12. Febrúar 2008 Eftirfarandi er athugasemd Félags geislafræðinga vegna Frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegan flutnings á útgáfu starfsleyfa til

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2 Ásmundur G. Vilhjálmsson lömaður Skiptin á skattlaninarréttinum milli heimilisfestarlands o keldulands 1 ) 2 183 1 Hutakið kelduland er hér notað yfir það sem á öðrum Norðurlöndum er kallað kildeland en

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Inngangur stefna ASÍ í húsnæðismálum... 2 Breytinga er þörf!... 3 Lýsing á einstökum þáttum danska húsnæðislánakerfisins... 7 Almenn lýsing... 7

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 37

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012

Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012 Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Reykjavík, 18. febrúar 2012 Efni: Umsögn Skjásins ehf. vegna breytinga á lögum um Ríkisútvarpið

Læs mere

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1373 794. mál. Frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015 2016.) I. KAFLI Markmið. Aðstoðarhæft nám. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Lán er ekki veitt til náms sem er liður í launuðu starfi samkvæmt ráðningarsamningi. Þetta gildir m.a. um launað framhaldsnám lækna.

Lán er ekki veitt til náms sem er liður í launuðu starfi samkvæmt ráðningarsamningi. Þetta gildir m.a. um launað framhaldsnám lækna. ánasjóður íslenskra námsmanna I. Kafli Lánshæft nám 1.1. Almennt. Sjóðurinn veitir námslán til framhaldsnáms við viðurkennda skóla eða menntastofnanir sem veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi.

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Erindi nr. Þ / Grant Thomton

Erindi nr. Þ / Grant Thomton Löggiltir endurskoðendur - skattasvið A iþm gi. Erindi nr. Þ / Grant Thomton kom udagur 2S.v. 2005" w ant i nornton Alþingi B.t. Efnahags- og viðskiptanefndar Kirkjustræti 2 150 Reykjavík Reykjavík, 25.

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting RÁÐUNAUTAFUNDUR 2 Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum og Laufey Bjarnadóttir

Læs mere