Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum"

Transkript

1 Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau mál, t.d. (1,2) en ekki ber þeim alltaf saman um þróun mála, svo sem það hver hafi sett fram hvaða hugmynd um þau fyrstur eða hvernig beri að túlka niðurstöður athugana. Það er þó greinilegt, að norðurljósin eru meðal þeirra rannsóknasviða í eðlisfræðum þar sem norrænir vísindamenn hafa lagt mikið að mörkum, og koma nokkrir þeirra hér við sögu. Á þessu stórfenglega náttúrufyrirbrigði voru ýmsar skýringar settar fram gegnum aldirnar. Flestar voru þó byggðar á ágiskunum, jafnvel frá einstaklingum sem þekktu norðurljósin einungis af afspurn. Upp úr 1850 lá fyrir nægilegt magn áreiðanlegra athugana á tíðni norðurljósanna á ýmsum stöðum á jörðinni og tímabilum, til þess að menn gætu farið að gera sér vísindalegar hugmyndir um eðli þeirra og vensl við önnur fyrirbrigði. Fram kom meðal annars að tíðni norðurljósa fylgdi sveiflum í fjölda sólbletta, og B. Stewart í Edinborg setti fram þá kenningu að bæði segultruflanir og norðurljós stöfuðu frá rafstraumum í efstu lögum gufuhvolfsins. (1) A. Brekke og A. Egeland: Nordlyset. Gröndahl og Sön s Forlag, Oslo (2) W. Schröder: Das Phänomen des Polarlichts. Wissenschaftliche Buchgesellschaft, Darmstadt Norðurljósaathuganir Sophusar Tromholts í Reykjavík (Að hluta úr grein L.K. og Trausta Jónssonar í Jökli 46, 1988). Inngangur Tilraunir til að kanna eðli norðurljósa voru miklum erfiðleikum háðar meðan ljósmyndaog fjarskiptatækni var skammt á veg komin. Höfðu hæðarmælingar t.d. gefið niðurstöður allt milli 1 km og 1600 km; greinargóðar lýsingar voru til á ljósum sem náðu niður undir sjávarmál, sjá t.d. frásögn í (2). Ýmsir töldu því lengi vel norðurljósin tengjast að einhverju leyti atburðum neðst í lofthjúpi jarðar; einn áhangandi slíkra sjónarmiða var hinn sænsk-finnski eðlisfræðingur K.S. Lemström sem líkti þeim við hrævarelda eða hægfara eldingar. Birti hann upp úr 1870 teikningar af þesskonar ljósagangi sem hann kvaðst hafa séð yfir fjöllum. Annað sem ruglaði vísindamenn í ríminu, var það að sýnilega ljósið frá norðurljósunum var að mestu af öðrum bylgjulengdum en það ljós sem þekktar lofttegundir gáfu frá sér í loga eða rafneista. Um 1880 voru menn farnir að átta sig á því, að til rannsókna á ýmsum atriðum í náttúru heimskautasvæðanna dygðu ekki athuganir stakra leiðangra: þar væru að verki hnattræn ferli sem yrði að kanna á mörgum stöðum samtímis. Varð þetta kveikjan að alþjóða heimskautaárinu : þá voru settar upp tólf stöðvar til rannsókna á veðurþáttum, norðurljósum, segulsviði og ýmsu öðru.

2 Tromholt Meðal þeirra sem tóku þátt í athugunum heimskautaársins nyrst í Noregi, var danskur kennari að nafni Sophus Tromholt ( ); hann dvaldi um árabil þar í landi vegna áhuga síns á norðurljósunum. Mælingar Tromholts þar á hæð norðurljósa ( km) voru nærri réttu lagi, og er talinn hafa verið fyrstur manna til að ná ljósmynd af norðurljósum þótt gæði hennar væru ekki mikil. Tromholt ritaði m.a. alþýðlega bók um rannsóknadvöl sína nyrðra og aðra bók um almenna stjarnfræði; þær urðu vinsælar og komu einnig út á fleiri tungumálum. Hann birti að auki mikið af blaða- og tímaritagreinum, þýddi bækur úr ensku, tók mikinn fjölda ljósmynda af Sömum sem þykja merk heimild, og samdi kver með eldspýtnaþrautum og öðrum leikjum fyrir börn. Engin mælingastöð var á Íslandi á heimskautaárinu , en Tromholt aflaði styrkja til að búa á Ísland allan hinn næsta vetur og kanna norðurljós hér. Birtust nokkrar athuganir hans í tímaritinu Nature (1). Meðal annars hafði hann áhuga á að setja upp búnað uppi á fjalli til að framleiða norðurljós með útstreymi rafmagns, eins og fyrrnefndur Lemström hafði spáð að væri mögulegt. Gerði hann tilraunir með það fyrst á Skólavörðuholti, en svo á kolli Esju ofan Mógilsár í febrúar 1884 (1,2). Vírspólu sem umlukti um fjögur þúsund ferfet og á voru yfir eitt þúsund mjóir gaddar, var haldið uppi með 31 staur sem hann fékk mannsöfnuð til að hjálpa sér að koma fyrir. Síðan lá einangraður vír úr henni langleiðina niður eftir fjallinu og var tengdur þar í einfaldan rafhlöðubúnað. Tromholt kveðst hafa fylgst með fjallinu í kíki öðru hvoru eftir þetta, en ekki séð neina jákvæða svörun. T.v.: Þýðing á fyrirlestri eftir S. Tromholt, T.h.: Tromholt, úr heimild (3) Meðan Sophus Tromholt var hér í bænum vetrarlangt, fylgdist hann með norðurljósum en fannst þau fremur í daufara lagi. Um vorið ferðaðist hann um til að skoða goshveri og fleira. Hann flutti erindi fyrir almenning um tunglið, og var efni þess gefið út sérprentað í litlu kveri, 43 bls. Bók sem hann ritaði um Íslandsför sína (2) er mjög skemmtileg aflestrar. Tromholt hélt áfram lengi enn norðurljósarannsóknum, og að honum látnum kom út á bók 1902 ítarleg samantekt hans um þau norðurljós sem sést höfðu í Noregi

3 Lemström-kenningin um rafútleiðslu frá fjöllum hefur ekki alveg gleymst, þótt raunvísindamenn gefi sjálfsagt lítið fyrir hana. Á ferðinni var hér á landi fyrir nokkrum árum (3) þýskur listamaður sem leitaði slíkra fyrirbrigða til að taka ljósmyndir af. Heimildir (1) S. Tromholt: greinar um norðurljós o.fl. á Íslandi. Nature 29, , 420 og ; 30, 80-81, (2) S. Tromholt: Breve fra Ultima Thule. C. Gravenhorst, Randers, 1885, 344 bls. Kafli um þá rannsókn sem nefnd er í (1), birtist í íslenskri þýðingu í jólablaði Alþýðublaðsins (3) Aðalbjörn Sigurðsson: Útstreymisapparat á toppi Esjunnar. Morgunblaðið 29. apríl Danski norðurljósaleiðangurinn til Akureyrar, veturinn (Grein upphaflega birt í Fréttabréfi Eðlisfræðifélags Íslands 1985 og í Heima er best Hér er aukið við myndefni, kaflaheitum, og viðbæti) Adam Paulsen og kenning hans Adam F.W. Paulsen var fæddur 1833 í Nyborg í Danmörku. Hann lauk magistersprófi í eðlisfræði 1866 og var um tíma kennari, en tók að sér að stýra dönskum leiðangri til rannsókna í veðurfræði o.fl. við Godthaab á Grænlandi á alþjóðlega heimskautaárinu Paulsen var stuttu síðar ráðinn forstjóri dönsku veðurstofunnar (Meteorologisk Institut) og gegndi því embætti við góðan orðstír til dauðadags 1907 (1,3,4). Adam Paulsen Dan Barfod la Cour Meðal annars voru smíðuð á veðurstofunni undir stjórn Adams Paulsens margvísleg sjálfritandi mælitæki til nota í veður- og hafrannsóknum, og voru einhver þeirra sett upp á Íslandi. Hann ritaði einnig bækur um eðlisfræði og veðurfræði; er þekktust þeirra Naturkræfterne (6) sem fyrst kom út Í Grænlandsleiðangrinum hafði Paulsen fengið mikinn áhuga á norðurljósum og fyrirbrigðum tengdum þeim. Árið 1894 setti hann fram eigin kenningu um tilurð þeirra (2,5,6). Í stuttu máli byggðist hún m.a. á þeirri tilgátu að í efri loftlögum væru neikvætt

4 hlaðnar jónir sem sendu frá sér stuttbylgju-ljósgeisla svipaða katóðugeislum (sem mönnum varð ekki ljóst fyrr en 1897 að væru rafeindir). Þessir norðurljósageislar áttu að fá sameindir loftsins til að ljóma (fluorescere), þ.e. losa sig við orku sem þær hefðu áður fengið úr sólarljósinu. Við ljómunina yrði loftið rafleiðandi. Studdi Paulsen kenningu sína ýmsum athugunum varðandi hæð og hreyfingar norðurljósanna, skýjamyndun, breytingar á lóðréttu rafsviði niður við jörð, og flökt áttavitanálar meðan á ljósunum stóð. Kenning Paulsens varð fljótlega fyrir gagnrýni, ekki síst frá Norðmönnunum K. Birkeland og C. Störmer, sem töldu norðurljósin vera af völdum rafeinda sem sólin sendi frá sér. Sú kenning hefur reynst haldbetri en kenning Paulsens, sem þó hefur ekki verið fráleit á sínum tíma og gæti m.a. að nokkru átt við annað ljósfyrirbrigði í lofthjúpnum, svokallaða airglow (11). Norðurljós í Godthaab 15. nóv Mynd þessi er fremst í 2. útg. Naturkræfterne (6). Leiðangurinn Adam Paulsen taldi nú þurfa nýjar og ítarlegri athuganir á norðurljósunum, og varð úr að hann réðist í leiðangur til Akureyrar síðsumars 1899, við fjórða mann. Var hann þá orðinn 66 ára og sjóndapur, en stýrði leiðangrinum af dugnaði og tók mikinn þátt í erfiðum störfum hans. Aðal-mælitækin voru nýjar franskar litrófssjár með kvarslinsum, til ljósmyndunar útfjólublárra geisla frá norðurljósunum. Settu þeir félagar um haustið upp fimm smáhýsi við Akureyri (7,17) auk eins á Vaðlaheiði (sem þó fauk fljótlega) og annars á Súlum. Húsin við Akureyri voru tengd saman með málþræði eða ljósmerkjum til þess að hægt væri að finna hæð norðurljósanna með samtíma hornamælingum. Sömuleiðis var fylgst með segultruflunum, og mælt rafsvið í loftinu. Til þess notaði Paulsen með góðum árangri geislavirk efni sem hann hafði fengið frá Pierre Curie í París (8, bls. 48). Voru slík efni þá alveg nýuppgötvuð. Meðal afreka leiðangursins og íslenskra manna sem hann aðstoðuðu, var að fara með búnað á tíu hestum upp á Súlutind í október Sátu svo leiðangursmenn þar við litrófssjána í tjaldi vikum saman og hefur líklega ekki veitt af, því að ljósmyndaplötur

5 voru þá ekki eins næmar og síðar varð. En strax í janúarlok 1900 gat Adam Paulsen sent danska Vísindafélaginu niðurstöður um bylgjulengdir og hlutfallslegan styrk margra litrófslína sem ekki voru áður fundnar í norðurljósum (10). Eftir lok leiðangursins í apríl 1900 voru gerðar nákvæmar samanburðarmælingar í rannsóknastofu í Potsdam (9) og því slegið föstu að þarna væri um að ræða litróf köfnunarefnis. Mun Paulsen hafa verið einna fyrstur manna til að fá þessa niðurstöðu (15) og var hún staðfest frekar við leiðangur veðurstofunnar til norður-finnlands veturinn eftir. Byrjun á grein Paulsens í Comptes Rendus 1900 (11). P. Pellin var þekktur tækjasmiður í París, og E. Mascart hafði m.a. gert mælingar á litrófslínum útfjólublárrar geislunar sólar. Í leiðangrinum veturinn eftir var notað silfurbergsprisma í stað kvarsprisma. Framhaldið Adam Paulsen gat nú hafist handa við að bæta norðurljósakenningu sína. Kom ný gerð hennar út 1906 (12), þar sem hann tók m.a. upp kenningu Birkelands að hluta en gagnrýndi einnig margt í kenningum Birkelands og annarra. Notfærði Paulsen sér þá niðurstöðu úr Akureyrarleiðangrinum, að sum norðurljós næðu allt að 400 km hæð, til að gera ráð fyrir að efri löftlögin gætu hitnað mjög og þanist upp á við við viss skilyrði. Sömuleiðis taldi hann að þar uppi myndaðist mjög virk blanda loftsameinda og jóna, sem borist gæti niður í veðrahvolfið eða til suðlægari svæða með vindum og valdið norðurljósum þar. Adam Paulsen lést hinsvegar árið eftir og lauk ekki við bók um norðurljósin sem hann hafði í smíðum. Norðurljósarannsóknir lögðust að mestu af í Danmörku næstu tvo áratugi (1), og úrvinnslu gagnanna frá Akureyri og Finnlandi varð heldur aldrei full-lokið. Hugmyndir Paulsens og niðurstöður viku smám saman fyrir öðrum haldbærari, og sýndi Störmer þannig fram á það upp úr 1913 að hæð norðurljósa var langoftast um 100 km. Þó átti kenning Paulsens nokkru fylgi að fagna fram yfir 1920 (2). Danski norðurljósaleiðangurinn hefur líklega verið fyrsta skiptið sem eðlisfræðimenntaðir menn komu til Íslands gagngert til rannsókna í fræðigreininni. Er óhætt að segja að leiðangurinn hafi náð tilgangi sínum og orðið til nokkurra framfara á sviði norðurljósa-rannsókna. Það virðist þó strax hafa orðið einkenni slíkra leiðangra, að hversu vel sem þeir séu skipulagðir, eigi úrvinnsla mæliniðurstaðna í vök að verjast vegna annarra aðkallandi verkefna, fjárskorts, eða breytinga á starfsliði stofnana. Getur því mestur hluti niðurstaðnanna oft lent í glatkistunni. Þátttakendurnir

6 Einn þeirra þriggja ungu manna sem fylgdu Adam Paulsen í Akureyrar-leiðangrinum, var Harald Moltke greifi og listmálari. Gerði hann, bæði í þessari ferð og í Finnlandsleiðangrinum , mörg málverk af norðurljósunum. Hafa þau síðan þótt bestu myndir sem til eru af þessu undri náttúrunnar, og fóru eftirprentanir þeirra víða. Áttu þær eflaust þátt í að vekja áhuga ýmissa eðlisfræðinga á rannsókn norðurljósa. Þriðji þátttakandinn í leiðangrinum var Dan B. la Cour sem lauk magistersnámi í eðlisfræði 1902 og varð veðurstofustjóri Dana (1, 3). Hann var merkur vísindamaður og t.d. hannaði hann ýmsar tegundir segulsviðsmæla sem voru í notkun víða um heim í áraraðir, þar á meðal í segulmælingastöð Raunvísindastofnunar Háskólans í Mosfellsbæ. Dan la Cour var einn helsti stjórnandi hins alþjóðlega heimskautaárs , og starfaði þá Poul sonur hans við athuganastöð sem sett var upp við Snæfellsjökul (14). Sá fjórði, Ivar B. Jantzen stud. polyt., var í móðurætt frá Grenjaðarstað (7). Hann var síðar lengi forstjóri seðlaprentsmiðju Dana og brautryðjandi í rekstrarhagfræði. Viðbætir 2006 Nýlega hefur birst grein um Adam Paulsen og norðurljósarannsóknir hans eftir tvo starfsmenn dönsku veðurstofunnar (15). Telja þeir hann hafa sett fram ýmsar hugmyndir fyrstur manna varðandi eðli norðurljósanna, sem enn standist. Hafi þær verið staðfestar löngu síðar af mælingum með eldflaugum og gervihnöttum, en framlag Paulsens þá verið að mestu gleymt. Myndir H. Moltkes af norðurljósunum við Akureyri og víðar eru aðgengilegar á Internet-vefsetri Meteorologisk Institut. Allavega hafa a.m.k. þrjár þeirra birst í íslenskum ritum (16, 17, 18). Í ævisögu Moltkes (Livsrejsen, útg. 1936), er lýst verunni á Akureyri. Í bók Gylfa Gröndals, Fólk í fjötrum (Rvk. 2003, bls. 97) er þess getið að Olgeir Júlíusson (faðir Einars alþingismanns) hafi keypt timburhús af frönskum norðurljósaleiðangri um aldamótin, og innréttað sem íbúðarhús á Barði (Eyrarlandsvegi 25) við Akureyri. Sjálfsagt var þarna um leiðangur Paulsens að ræða, og e.t.v. hefur nafnið la Cour villt fyrir heimildarmönnum Gylfa varðandi þjóðernið. Þakkir Ég þakka dr. Þorsteini Sæmundssyni, Birnu Ólafsdóttur og Ottó J. Björnssyni gagnlegar ábendingar um heimildir. Heimildir (1) K. Andersen (ritstj.) Meteorologisk Institut gennem hundrede År. Det Danske Meteorologiske Institut, Kbh (2) E. Andreen og H. Holst. Elektriciteten. XXV. Kapítuli: Norr- och södersken. 3je upplagan. Fröléen og Co., Stockholm (3) Dansk Biografisk Leksikon. Gyldendal, Kbh (4) D. La Cour: Adam Frederik Wivet Paulsen. Fysisk Tidsskrift, 5, 85-86, (5) A. Paulsen: Sur la nature et l origine des aurores polaires. Kgl. Danske Vidensk. Selskab, Oversigt 1894, 2, , Einnig í Ciel et Terre 16,

7 (6) A. Paulsen: Naturkræfterne I-II. Í 2. útgáfu á vegum P.G. Phillipsens Forlag, Kbh er CIII. kapítuli: Nordlysets natur. Sjá og A. Paulsen: Nordlysets Straalingsteori. Nyt Tidsskr. Fysik og Kemi 1, , 1896 og P. Freuchen: Nordlys. Naturen og Mennesket 16, , (7) Stefnir, Akureyri: 21. ág., 19. okt., 29. nóv. og 8. des. 1899; 9. jan., 10. feb. og 5. mars Sjá einnig Árbók Ferðafélags Íslands 1991, bls (8) Marie Curie: Pierre Curie. Ensk þýðing eftir C. og V. Kellogg. Dover Books, New York, (9) A. Paulsen: Resultats de quelques mesures faites par M. Scheiner de parties correspondantes des spectres de l aurore polaire et de la lumière cathodique de l azote. Kgl. Danske Vidensk. Selskab Oversigt 1901, 1, 91-93, (10) A. Paulsen: Sur le spectre des aurores polaires. Comptes Rendus Acad. Sci. Fr. 130, , Einnig: Études spectrographiques de l aurore boréale. Kgl. Danske Vidensk. Selskab Oversigt 1900, 2, og 3, , (11) J.W. Chamberlain: Physics of the Aurora and Airglow. Academic Press, New York, (12) A. Paulsen: Sur les récentes théories de l aurore boréale. Kgl. Danske Vidensk. Selskab Oversigt 1906, 2, , (13) P.B. Freuchen: Om Nordlys. Fysisk Tidsskrift 5, 89-95, (14) Leó Kristjánsson og Trausti Jónsson: Alþjóða-heimskautaárin tvö og rannsóknastöðin við Snæfellsjökul Jökull 46, 35-47, (15) T.S. Jörgensen og O. Rasmussen: Adam Paulsen, a pioneer in auroral research. Eos Trans. Am. Geophys. Union 87(6), 61 og 66, (16) Þorvaldur Thoroddsen: Landfræðissaga Íslands, IV. bindi endurútgáfu, Ormstunga, Rvk. 2006, bls (17) F. Ponzi: Ísland á 19. öld. Almenna bókafélagið, Rvk Steindór Steindórsson: Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs. Örn og Örlygur, Rvk Í báðum bókunum eru einnig myndir tengdar veru leiðangursins á Súlutindi. (18) Sigurður Ægisson: Norðurljós. Morgunblaðið 7. jan. 2001, bls. B10-B14. Norðurljósarannsóknir í Dýrafirði og 1910 (Grein þessi birtist fyrst í Fréttabréfi Eðlisfræðifélags Íslands 1985 og í Heima er bezt Hér eru gerðar á henni nokkrar breytingar, m.a. á myndefni) Inngangur Í fyrri grein höfundar var sagt frá leiðangri Adams Paulsens og samstarfsmanna frá dönsku veðurstofunni til norðurljósarannsókna við Akureyri veturinn Taldi Paulsen sig hafa í leiðangrinum aflað ýmissa gagna er styddu kenningu hans um þetta náttúrufyrirbrigði. En eins og þar kom einnig fram höfðu Norðmenn undir forystu Kristians Birkeland prófessors í Kristianiu, allt aðrar hugmyndir um uppruna norðurljósanna og tengdra fyrirbrigða. Birkeland stóð einmitt þann sama vetur fyrir leiðangri til Kaafjord í Norður-Noregi, í svipuðum tilgangi og Paulsen. Rannsóknir Birkelands

8 Birkeland hafði (eins og áður er nefnt varðandi heimskautaárið ) áttað sig á því að rannsóknir frá einni einstakri stöð væru alls ekki nógar til þess að skilja mætti orsakir norðurljósanna. Árangursríkara yrði að skrá samtímis athuganir á mörgum stöðum bæði í norðurljósabeltinu (sem er kringum segulskaut jarðar og liggur m.a. um Ísland) og sunnar. Einnig þyrfti að bera niðurstöðurnar saman við eðlisfræðileg líkön. Veturinn var ráðist í slíkt átak, og var það kostað að hluta af norska ríkinu en að hluta úr eigin vasa Birkelands og nokkurra efnamanna. Í fyrsta lagi voru reknar um veturinn fjórar nýjar mælingastöðvar: ein í Kaafjord og aðrar á Novaya Zemlya, á Axelsey við Svalbarða og á Íslandi. Í öðru lagi aflaði Birkeland sér gagna úr 21 segulmælingastöð víðsvegar um heiminn frá tilteknum tímum þennan vetur. Í þriðja lagi var mjög endurbætt aðstaða Birkelands til að framleiða norðurljós í lofttæmdum rafstraums-klefa með segulmagnaðri kúlu í miðju og glugga á: var klefinn fyrst 70 lítrar að stærð, svo 300 lítrar og loks 1000 lítrar. Í fjórða lagi gerðu Birkeland og kollega hans C. Störmer margháttaða nýja útreikninga, bæði á brautum agna frá sólinni kringum jörðina og á segulsviðsáhrifum slíkra agnastrauma við yfirborð jarðar. Íslenska stöðin Rannsóknastöð Norðmannanna á Íslandi var sett upp hjá hvalveiðistöð norska Victorfélagsins á Framnesi við bæinn Höfða norðan Dýrafjarðar, og starfaði frá því í nóvember 1902 til miðs apríl Um mælingarnar sá Sem Sæland, amanuensis í Kristianiu sem tekið hafði þátt í fyrrnefndum Kaafjord-leiðangri. Sæland til aðstoðar var ungur Íslendingur, Lárus Björnsson verkamanns við hvalstöðina Magnússonar. Mælitækin voru aðallega fullkomið sett síritandi þýskra segulmæla, en einnig veðurathugunartæki, mælar til að kanna rafleiðni í andrúmslofti (af völdum geimgeisla o.fl.), nákvæm klukka og teodolit til stjörnuathugana. Tveir kofar voru byggðir og stóðu segulmælitækin í öðrum, á súlum úr niðursöguðu skipsmastri. Mælingarnar í Dýrafirðinum tókust ágæta vel, en veður var þar óvenju óstöðugt þennan vetur svo að skýjaþykkni háði lengst af norðurljósaathugunum. Segultruflanirnar á Íslandi skiptu miklu máli við útreikninga Birkelands á straumkerfum í háloftunum. Minna gagn varð af rafmælingunum, enda eru alls ekki til staðar þau nánu orsakatengsl sem í þá tíð voru álitin vera milli þessara fyrirbrigða í andrúmsloftinu og segulsviðstruflana. Norðurljósarannsóknum var einnig haldið áfram af öðrum, og meðal annars gaf Svíinn S. Arrhenius (3) út samantekt um tíðni norðurljósa á Íslandi og Grænlandi. Þar segir hann gögn sín frá Íslandi vera byggð á einni athugunarstöð 1873, tveim og fjórum Ekki segir Arrhenius hvar þær voru, en að líkindum voru það aðalveðurathugunarstöðvarnar sem danska veðurstofan setti upp í öllum landsfjórðungum: í Stykkishólmi, Berufirði, Vestmannaeyjum og Grímsey. Af hugmyndum Birkelands Niðurstöður hins mikla átaks Birkelands og samstarfsmanna komu út í tveim þykkum bindum (1) og er eintak þeirra á Landsbókasafni. Fleiri bindi voru ráðgerð, en komu ekki út. Er um þetta rit sagt í síðari heimild, að meðal merkra ályktana Birkelands hafi verið

9 skipting segulstorma á jörðu (sem orsakast af stórum gosum á sólinni) í mismunandi gerðir, og er ein kölluð substorms. Meðfylgjandi mynd sýnir dæmi um upphaflegar hugmyndir Birkelands um lárétta rafstrauma í háloftunum, en 1908 stakk hann upp á að straumarnir lægju samsíða kraftlínum jarðsegulsviðsins (sem hallast meira en 70 frá láréttu á okkar slóðum). Í heimildum frá síðasta áratug er sagt, að eftir 1963 hafi gervihnettir staðfest hugmyndir hans um slíka strauma í efstu lögum andrúmsloftsins og þeir heiti nú eftir honum. T.v.: Hluti mælingastöðvarinnar í Dýrafirði. T.h: Útreiknaðir straumar í háloftunum sem orsökuðu meiriháttar segultruflanir í Dýrafirði og á fleiri stöðvum 15. des Birkeland hafði samkvæmt formála í (1) á prjónunum að setja upp enn fleiri rannsóknastöðvar í heimskautahéruðunum, þar eð hann taldi rannsóknirnar varpa ljósi á mörg meginatriði í eiginleikum sólarinnar, geimefnis, og efri loftlaga jarðar. Meðal þess sem hann reyndi einnig að skýra með kenningum sínum og tilraunum, voru hringir Satúrnusar, halar halastjarna, og uppruni alheimsins. Birkeland taldi mjög líklegt, að halastjarna Halleys (sem hefur umferðartíma 76 ár á mjög aflangri braut sinni) mundi geta haft áhrif á lofthjúp jarðar og á agnastrauma frá sólu, er hún væri í næsta nágrenni okkar í maímánuði Ritaði hann greinar og dreifibréf með hvatningu til jarðvísindamanna um að gera sem ítarlegastar athuganir á segultruflunum, jarðstraumum, ljósfyrirbrigðum í andrúmsloftinu og öðrum atburðum sem tengja mætti halastjörnunni. Gerði Birkeland síðan sjálfur athuganir á fjallstindi ofan við Kaafjord í maí og júní Áhugi hans beindist svo næstu árin að hinu daufa ljósskini frá geimryki ( zodiacal light ) sem aðeins sést á suðlægari slóðum, en hann lést á ferðalagi heim frá Egyptalandi og er talinn hafa ofreynt sig við rannsóknir sínar þar.

10 T.v.: Mynd Kr. Birkelands ( ) er á norskum 200 króna seðli. Verkfræðingur að nafni S. Eyde nefndi við hann upp úr 1900 fyrirætlun sína um að nota langa háspennurafneista til að framleiða saltpétur úr andrúmslofti. Með hjálp tækja Birkelands þróaðist úr þeirri hugmynd stóriðja í vatnsvirkjunum, áburðarframleiðslu o.fl. í Noregi (Norsk Hydro). T.h.: Hluti töflu úr grein Arrheniusar (3) um vísitölur sólbletta í fremri dálki og fjölda norðurljósa sem sáust hvert ár á Íslandi í þeim aftari. Nokkur fylgni er þar á milli. Angenheister kemur til sögunnar Einn þeirra vísindamanna sem fengu áhuga á halastjörnunni, var Gustav Angenheister, þá aðstoðarkennari í jarðeðlisfræði við háskólann í Göttingen. Angenheister hélt með mælitæki (2) til Íslands vorið 1910, þar eð búist var við sérstaklega miklum áhrifum halastjörnunnar í norðurljósabeltinu. Voru tæki hans til segul- og rafsviðsmælinga heldur meiri og betri en útbúnaður hins fyrra leiðangurs Birkelands. Að auki hafði hann m.a. einfalt tæki til að mæla skautun dagsljóssins frá himninum. Angenheister og samstarfsmaður hans, A. Ansel, gerðu stans í Reykjavík á leið sinni vestur og könnuðu þar málefni silfurbergsnámunnar í Reyðarfirði fyrir þýska sjóntækjaframleiðendur. Þann 27. apríl komust þeir til Þingeyrar og settust að í hvalstöðinni á Framnesi sem þá var yfirgefin. Mælingar hófust 4. maí og biðu þeir Angenheister þess að jörðin færi gegnum hala halastjörnunnar að morgni hins 19. maí. Höfðu aðrir reyndar spáð heimsendi af hennar völdum, og varð ýmsum ekki svefnsamt um nóttina. Fátt sást þó til halastjörnunnar þar vestra þegar til kom, og komu engar óeðlilegar breytingar fram á mælum Þjóðverjanna þessa daga. Að vísu var segulsviðið órólegt þá, en þær truflanir stóðu greinilega í sambandi við mikinn fjölda virkra bletta á sólu. T.v. : Úr frétt um halastjörnu-málið í vikublaðinu Vestra á Ísafirði, 30. apríl T.h.: Gustav H. Angenheister ( ).

11 Af þessum og öðrum athugunum í maí 1910 hafa menn væntanlega getað dregið þá ályktun að stjörnuhalinn væri allt of þunnur til að hafa mælanleg áhrif á jörðu niðri. Lauk mælingunum í Dýrafirði um mánaðamótin, en gerðar voru nokkrar segulmælingar á viðkomustöðum á heimleið (sjá grein mína í Jökli 43, 1993). Stuttu eftir Íslandsleiðangurinn varð Angenheister prófessor að nafnbót, og tók hann 1914 við stjórn rannsóknastöðvar á Samoa. Eftir heimkomu 1921 settist hann að í Potsdam um skeið, en varð svo forstöðumaður jarðeðlisfræðideildar Göttingenháskóla 1928 og gegndi því embætti uns hann lést í stríðslok (4). Þekktastur er Angenheister fyrir rannsóknir á yfirborðsbylgjum frá jarðskjálftum. Tengsl við síðari leiðangra og atburði Síðan 1910 hefur margt merkra niðurstaðna um segulsviðstruflanir, háloftarannsóknir og norðurljós aflast á Íslandi, bæði af erlendum leiðöngrum, íslenskum vísindamönnum, og varanlegum stöðvum sem m.a. Japanir og Evrópumenn hafa sett upp hér. Ekki voru þær rannsóknir þó í beinum tengslum við hinar sem hér hafa verið taldar upp, en að lokum má til gamans rekja nokkra atburði í óbeinum tengslum við leiðangrana og Sem Sæland varð síðar eðlisfræðiprófessor og fyrsti rektor Tækniháskólans í Þrándheimi, þingmaður um skeið og lengi rektor Oslóarháskóla. Í afmælisgrein um Björn Guðmundsson skólastjóra á Núpi í Dýrafirði sextugan (í tímaritinu Viðar, 4 árg. 1939) er sagt að hann hafi kynnst Sæland (þá væntanlega ) og farið til Noregs og Danmerkur í kennaranám , að hluta fyrir hvatningu hans. Ekki hef ég vitneskju um örlög Lárusar Björnssonar aðstoðarmanns Sælands. Að líkindum voru tvö skyldmenni A. Ansels hér við þyngdarsviðsmælingar í merkum leiðangri O. Niemczyk o.fl. til rannsókna á jarðsprungum Síðan var Gustav Angenheister, sonur og nafni hins fyrrtalda, prófessor í jarðeðlisfræði við háskólann í München Starfsmenn þaðan gerðu segulsviðsmælingar í jarðfræðilegum tilgangi hér um 1970, og stóðu framarlega í miklu fjölþjóða jarðsveifluog jarðstraumaverkefni á Íslandi 1977 (RRISP-verkefnið). Nokkrir Íslendingar hafa dvalið við nám eða rannsóknir í jarðeðlisfræðideild Münchenarháskóla á undanförnum áratugum, og fengið þar hina bestu fyrirgreiðslu. Má því segja, að halastjörnurannsóknirnar í Dýrafirði 1910 hafi á endanum orðið íslenskum jarðvísindum að talsverðu gagni. Í tengslum við endurkomu Halley-halastjörnunnar 1986 könnuðu bandarískir jarðvísindamenn gömul segulmælingagögn (5), og töldu vel hugsanlegt út frá þeim að einhver röskun á efstu loftlögum jarðar hafi orðið af völdum hennar Heimildir (1) K. Birkeland: The Norwegian Aurora Polaris Expedition Volume 1: On the Cause of Magnetic Storms and the Origin of Terrestrial Magnetism. First Section, 1908, Second Section, H. Aschehoug & Co., Christiania, alls 801 bls. og 42 kort. (2) G. Angenheister og A. Ansel: Die Island-Expedition im Frühjahr Nachr. Königl. Gesellsch. Wissensch. Göttingen 1912, Math. Phys. Klasse, Heft 1, og nokkur kort, 1912.

12 (3) S. Arrhenius: Die Nordlichter in Island und Grönland. Medd. från Kungl. Vetenskapsakademiens Nobelinstitut 1(6), 1-27, (4) O. Förtsch: Gustav Heinrich Angenheister. Gerlands Beitr. Geophys. 61(4), , (5) C.T. Russell o.fl.: Effect of possible passage through Halley s magnetic tail on geomagnetic activity. J. Geophys. Res. 92, , Geomagnetic activity during the passage of the Earth through Halley s tail in Nature 333, , 1988.

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2012 LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og Í byggð

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands FS153-98071 Reykjavík 2001 Fornleifastofnun Íslands 2001. Mynd á forsíðu: Möðruvellir 1836, e. Auguste Mayer. 2 Efnisyfirlit

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55,

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld

Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld Ritgerð til MA-prófs í Sagnfræði Helgi Theódór Hauksson Kt.: 080548-2149 Leiðbeinandi: Guðmundur

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Hagræn hugsun á átjándu öld

Hagræn hugsun á átjándu öld Hugvísindasvið Hagræn hugsun á átjándu öld Hugmyndafræði Magnúsar Ketilssonar sýslumanns Ritgerð til B.A.-prófs Jón Torfi Arason Janúar 2018 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hagræn hugsun á átjándu

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 Sauðskinn, saffían & shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 1 Sauðskinn, saffían og shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Hugvísindasvið Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Ritgerð til B.A.prófs Áslaug Lovísa Bílddal Gunnarsdóttir Janúar 2011

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

2 Þingnes við Elliðavatn

2 Þingnes við Elliðavatn Vinnuskýrslur fornleifa 2004 2 Þingnes við Elliðavatn og Kjalarnesþing Rannsóknasaga 1841-2003 Guðmundur Ólafsson Reykjavík 2004 Forsíðumynd: Yfirlitskort af minjasvæðinu á Þingnesi, samkvæmt uppmælingum

Læs mere

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum-

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum- Arnarnesvegur í Kópavogi -mat á umhverfisáhrifum- Fornleifakönnun Elín Ósk Hreiðarsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS172-02041 Reykjavík 2002 Arnarnesvegur Fornleifastofnun Íslands 2002 Forsíðumynd er

Læs mere