Jón Ólafsson úr Grunnavík

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Jón Ólafsson úr Grunnavík"

Transkript

1 Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík INNGANGUR List Halldórs Laxness rís að margra mati hæst í Íslandsklukkunni og það er ótvírætt að þessi þríleikur er það af verkum skáldsins sem hefur borið nafn hans einna lengst meðal erlendra þjóða. Skáldsagan byggist á raunverulegu fólki, lífi þess og atburðum sem urðu snemma á 18. öld. Eins og höfundurinn tekur skýrt fram í inngangi Íslandsklukkunnar má þó ekki lesa verkið sem eiginlega sögulega skáldsögu heldur lúta persónurnar og atburðarásin innri lögmálum sögunnar sem skáldverks. Sumar persónur halda nöfnum sínum en aðrar fá ný, og auðvitað eru nýjar persónur kynntar til sögunnar sem aldrei hafa lifað. Enn fremur eru örlög þeirra og tímarammi verksins í hendi höfundarins og sveigja sig að þörfum hans. Því er ekki að neita að sagan er öll mótuð af þeirri mynd sem höfundurinn og samtímamenn hans gerðu sér, og sem menn gera sér sjálfsagt enn, af sögu lands og þjóðar á 18. öld þótt sagnfræðingar geti e.t.v. borið vitni um annan sannleik. Þeir sem lesið hafa Íslandsklukkuna gleyma seint Jóni Hreggviðssyni, þess um jarðbundna íslenska almúgamanni sem kannski, kannski ekki, drap kóngs ins böðul. Minnisstæður lesandanum verður líka assessor Arnas Arnæus, hinn hógværi og ögn fjarræni lærdómsmaður sem leitar að rifrildum úr fornum handritum í rúmstæðum gamalla kvenna en ber ekki gæfu til að fá þeirrar konu sem hann ann mest, Snæfríðar Eydalín. Hún minnir á sterkar og stoltar kven persónur Íslendingasagnanna þegar hún velur fremur þann versta en þann næstbesta úr því hún fær ekki Arnas. Mörgum þykir hún vera 70 Íslandsklukkan, bls. 4 (ótölusett). Sbr. inngang Kristjáns Karlssonar að Íslandsklukkunni (1969), einkum bls. 3 5 (ótölu settar), og Guðrúnu Ásu Grímsdóttur 2001, bls

2 hin eiginlega aðalpersóna sögunnar enda er hún það í einum þriðjungi þessa þríleiks. En það eru ekki einvörðungu aðalpersónur sögunnar sem setjast í minni lesandans. Margar aukapersónur eru líka málaðar sterkum litum. Um eina þeirra fjallar þessi grein. Það er maður sem fáir þekkja nú öðruvísi en sem sögupersónu í þessari miklu sögu Halldórs Laxness. Þegar sá dæmdi brotamaður Jón Hreggviðsson kemur til Kaupmannahafnar eftir langa og krókótta för frá Íslandi og kveður dyra hjá assessor Arnasi Arnæusi tekur á móti honum vægast sagt einkennilegur maður. Fyrsta myndin sem lesandinn fær af honum er þessi: Íslendíngur nokkur stóð í dyrunum, rauðbirkinn, lángleitur, strýhærður, með geldíngsaugu, litlausar brár og snoðnar augabrúnir, ekki laus við riðu; hann var í ermabættum kjól. Maðurinn var að vísu ekki nógu mikill fyrir sér til að geta verið herramannsþjónn, en kækir hans voru hinsvegar ekki múgamanns; hann hnussaði í sífellu og drap titlínga, rak hnykk á höfuðið einsog til að hrista af sér mýbit og brýndi á sér nefið með vísifíngrinum; þegar minnst varði fór hann að klóra sér á öðrum kálfanum með ristinni á hinum fætinum. Það var vandséð hvort hann var gamall eða úngur. (Íslandsklukkan, bls. 119) Hann heitir Jón Guðmundsson og er skrifari Arnasar Arnæusar. Hann er frá Grindavík og er að manna lærðra sið kenndur við heimabyggð sína upp á latínu, Grindvicensis. Að eigin sögn er hann vissulega talinn lærður í norrænum fræðum, doctus in veteri lingva Septentrionali, en bætir við að rannsóknir á furðufyrirbærum, scientia mirabilum rerum, séu hans hjartansmál. Við fáum nánari mynd af honum á næstu blaðsíðum og enn frekar í þriðja hluta skáldsögunnar, Eldur í Kaupinhafn. Við lesum um þann kæk hans að hnussa og gapa og nudda ristinni við kálfann; nánast sjúklega tortryggni hans gagnvart landsmanni sínum Jóni Marteinssyni sem hann er viss um að leynist bak við næsta tré eða runna; áhuga hans á kynjadýrum, tröllum og öðrum furðuverum sem hann skráir alla nýja vitneskju um í fyrirhugað rit sitt Physica Islandica. Honum er lýst sem broslegri, eða ef til vill frekar grátbroslegri, persónu sem verður sérstaklega skýrt þegar hann er borinn saman við hinn grófa og karlmannlega Jón Hreggviðsson eða heimsmanninn Arnas Arnæus. Þegar hann verður orðvana gagnvart órétti sem húsbóndi hans er beittur er honum jafnað saman við fisk: og eftir sið fiska margopnaði hann munninn og lokaði honum aftur án þess nokkuð gerðist. Og þarna stendur hann frammi fyrir Arnasi Arnæusi álútur og baraxlaður, hnussandi og metjandi [ ] og var byrjaður að brýna á sér nefið og lyfta annarri ristinni. Hjákátlegir kækir hans eru nefndir oftar en einu sinni og smám saman fær maður skýra mynd af fátækum, sérvitrum, skrýtnum, taugaveikluðum og misheppnuðum lærdómsmanni, manni sem maður ýmist hlær að eða vorkennir. JÓN ÓLAFSSON ÚR GRUNNAVÍK En hver var hann eiginlega, þessi Jón Guðmundsson frá Grindavík, eða réttara sagt: hver var maðurinn sem Halldór Laxness notaði sem fyrirmynd að persónu sinni í Íslandsklukkunni? Hann hét réttu nafni Jón Ólafsson og kenndi sig við prestssetrið Grunnavík í Jökulfjörðum þar sem faðir hans hafði setið í upphafi 18. aldar. 5 Jón fæddist árið 1705 en faðir hans dó í stórubólu árið 1707 þegar Jón var tveggja ára að aldri. Fimm árum seinna var drengnum komið í fóstur hjá einum af ríkustu mönnum landsins, hinum lærða lögmanni Páli Vídalín norður í Víðidalstungu. Hjá honum ólst hann upp. Erlendur bróðir Jóns ólst upp hjá bróður Páls lögmanns, Jóni biskupi Vídalín, höfundi Vídalínspostillu, og varð sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, bjó í Súðavík, í Ögri og loks á Hóli í Bolungarvík. Jón menntaðist heima hjá Páli lögmanni sem síðan kostaði skólagöngu hans í Hólaskóla árin Að loknu námi vann Jón fyrir lögmanninn til ársins 1726, m.a. sem skrifari en þann starfa hafði hann reyndar haft á hendi allt frá því hann var 12 ára. 6 Þegar þarna var komið hafði hann einnig byrjað að stunda þýðingar, bæði úr latínu á íslensku og öfugt. 7 Um þessar mundir var Árni Magnússon ( ) þ.e. Arnas Arnæus Íslandsklukkunnar prófessor í Kaupmannahöfn. Hann hafði varið ævi sinni Íslandsklukkan, bls Sama heimild, bls Ævisaga hans er prentuð í Ársriti Sögufélags Ísfirðinga 47 (2007), bls Guðrún Ása Grímsdóttir 1994, bls Jón Helgason 1926, bls. 34 o. áfr

3 til að bjarga íslenskum handritum frá glötun, bæði með því að kaupa þau á Íslandi og fá þau að láni til að láta skrifa upp. Hann hafði þess vegna ævinlega íslenska skrifara í þjónustu sinni og valdi þá af mikilli kostgæfni. Árið 1724 vantaði hann skrifara og hafði sennilega heyrt syni Páls lögmanns, sem þá voru í Danmörku, segja frá hinum unga Jóni Ólafssyni. Árni hafði einnig séð bækur sem Jón hafði skrifað og þótti mikið koma til fallegrar rithandarinnar. Að minnsta kosti skrifaði hann árið 1725 vini sínum og fyrrverandi samstarfsmanni Páli lögmanni og bað um að fá Jón Ólafsson í þjónustu sína, ef hann vildi það sjálfur. Jón sigldi 3. október sama ár frá Íslandi, kom á Körmt í Noregi 19 dögum síðar og fór þaðan eftir þriggja vikna dvöl til Kaupmannahafnar. Þangað kom hann 8. desember. Þá var Jón tvítugur að aldri. Jón bjó síðan í Kaupmannahöfn til ársins 1743, fyrir utan sumarið 1735 sem hann varði á Íslandi og veturinn eftir, en þá dvaldist hann í Noregi. Hann vann fyrir prófessor Árna Magnússon þangað til hann dó í janúar Eftir það stundaði Jón ýmis ritstörf, vann við uppskriftir og las prófarkir og frá 1732 var hann styrkþegi sjóðsins sem var stofnaður eftir Árna Magnússon. Jón hafði byrjað á ýmsum verkum strax eftir að hann kom til Hafnar, þýddi m.a. þýskt rit um stjörnufræði þegar árið 1727, og á komandi árum vann hann m.a. að riti um rúnir og öðru um íslenska stafsetningu. Hann þýddi riddarasöguna Flóvents sögu á latínu, vann að útgáfu á Íslendingabók Ara fróða og hóf umfangsmesta verk sitt, sem hann vann síðan að alla æfi, en það var mikil íslensk-latnesk orðabók. Hann skrifaði upp alla Snorra-Eddu, sem þá hafði enn ekki komið út á prenti í upphaflegri gerð, 9 samdi litla kennslubók í íslensku, vann að lýsingu á íslenskri tungu, samdi bók um menntun og framfarir á Íslandi, 10 skrifaði nokkrar greinar um náttúrufræði, yfirlit um íslenska rithöfunda og margt annað sem ekki er rými til að telja hér upp. Jón stundaði nám í guðfræði við Hafnarháskóla og tók embættispróf þaðan Cosmographia eftir Barthold Feind: M. Bartoldi Feindes Cosmographia, það er alheimsfræði eður fróðleiksbók um himin og jörð í tvo parta samantekin [ ], þýðing á fyrri hluta verksins. 9 Laufás-Edda, sem er umskrifuð gerð Snorra-Eddu frá fyrstu árum 17. aldar, kom út í Kaupmannahöfn árið Hagþenkir, útg. Þórunn Sigurðardóttir Fyrsta tilraun hans til að fá embætti á Íslandi gekk ekki eftir og ekki fékk hann heldur neitt starf þegar hann var á Íslandi árið Eftir það virðist áhugi hans á því hafa dofnað. Hann hélt áfram að vinna fyrir Árnanefnd en sumarið 1743 sagði hann skyndilega upp starfi sínu og hélt til Íslands. Þar bjó hann næstu átta árin. Ein af ástæðunum fyrir þessari skyndilegu heimför mun hafa verið óvinátta sem hafði blossað upp milli hans og gamals vinar, Jóns Marteinssonar ( ), sem nefndur var hér að framan sem ein af persónum Íslandsklukkunnar. 12 En sú staðreynd, að Jón fékk litla eða enga hvatningu til að gefa út þau verk sem hann hafði unnið að í 18 ár sem skrifari hjá Árna Magnússyni og síðan sem styrkþegi sjóðs í hans nafni, hefur þó vafalítið vegið þungt í ákvörðun hans. Á Íslandi vann Jón sem skrifari og þýðandi. Hann kynntist þar konu og eignaðist með henni dóttur en hann festi ekki rætur í sínu gamla heimalandi og árið 1751 sneri hann til baka til Danmerkur. Svo virðist sem hann hafi þegar á Íslandi byrjað að þjást af einhverjum andlegum kvilla, ef til vill þunglyndi. Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn, sem skrifaði árið 1925 doktorsritgerð um nafna sinn, hikar þó ekki við að segja að hann hafi þjáðst af geðveiki sem hafi versnað á meðan hann dvaldist á Íslandi. 13 Hvað um það; við vitum að Jón var ekki fullfrískur þegar hann kom til Hafnar eftir átta ára fjarvist. Jón bjó í Danmörku til æviloka. Hann kom aldrei aftur til Íslands og fór varla út fyrir borgarmúra Kaupmannahafnar þau 28 ára sem hann átti ólifuð. Barnsmóður sína og dóttur sá hann ekki aftur, en til eru bréf til dótturinnar sem sýna að hann sinnti þeim. Hann vann fyrir Árnanefnd en fékk ekki sömu vinnuskilyrði og áður fjármál hans voru a.m.k. mun lakari en þau höfðu verið; að sögn Jóns Helgasonar e.t.v. vegna þess að forstöðumenn sjóðsins treystu því ekki að hann gæti séð um fjármál sín. 14 Af bréfum Jóns og minnisnótum má ráða að hann varð æ niðurdregnari með hverju árinu, einmana og bitur. Hann dó 17. júní 1779, tæplega 74 ára að aldri. 11 Jón Helgason 1926, bls Jón Helgason 1926, bls. 32 o. áfr. 13 Jón Helgason 1926, bls Jón Helgason 1926, bls

4 RITVERK JÓNS ÓLAFSSONAR Á langri starfsævi skrifaði Jón Ólafsson þúsundir og aftur þúsundir blaðsíðna, fyrst og fremst um íslenskar bókmenntir og íslenska tungu en einnig um náttúruvísindi, persónusögu og margt annað. Samt lifði hann ekki að nokkur hinna stærri verka hans kæmu á prent. Einungis þrjú smáverk voru gefin út: Árið 1770 birtist grein eftir Jón í ritinu Nye Tidender om lærde Sager, Notice om Bogtrykkeriets oprindelse i Island. Sjö árum síðar var ævisaga Ögmundar biskups Pálssonar eftir Jón prentuð í Danske Magazin: Biskop Øgmund i Skalholt paa Island, som døde i Sorø Hans Levnet, og að lokum kom árið 1756 greinin Conspectus historicus Dano-norvegicoislandicus super historias veteres idiomate islandico conscriptas í tímaritinu Nordisk Tidskrift for Oldkyndighed. Fyrir utan háttalykil Lofts ríka Guttormssonar (d. 1432) með athugasemdum Jóns Ólafssonar, sem kom út í Kaupmannahöfn 1793, 15 var ekkert verka Jóns prentað fyrr en 1813 þegar grein um fornmannahauga kom úr í tímaritinu Antiqvariske Annaler. Á 19. öld voru sex verk gefin út. Það mikilvægasta var endursögn Jóns á fyrsta hluta Heiðarvíga sögu (1829, 1847, 1899) sem verður rædd nokkuð nánar síðar í þessari grein. Stutt ævisaga Árna Magnússonar sem Jón hafði sett saman ( Biographiske Efterretninger om Arne Magnussen ) kom út í Nordisk Tidskrift for Oldkyndighed árið 1836, og í Annaler for Nordisk Oldkyndighed og Historie var árið 1853 prentuð dönsk þýðing á Tractatus diagraphicus de studio antiqvitatum sem er yfirlit um ritverk sem Jón þekkti til um íslenska tungu og sögu Íslands og honum þótti nauðsynlegt að yrðu gefin út. 16 Í Danske Samlinger for Historie, Topographi, Personal- og Literaturhistorie var prentuð dönsk þýðing á frásögn Jóns af brunanum mikla í Kaupmannahöfn árið 1728, Relatio af Kaupenhafnarbrunanum um hana verður einnig fjallað ögn nánar hér á eftir. Árið 15 Hátta-Lykill Lopts ríka Guttormsonar, Er bió á Mödruvöllum i Eyiafirdi. Sá er hann quad til Kristínar Odds-dóttur fridlu sinnar. Asamt med Athugasemdum Jóns sál. Olafssonar Grunnvíkings, um Bragar-hættina. Útgefinn i Kaupmannahöfn 1793 ad forlagi Syslumannsins Haldórs Jacobssonar. 16 Þýðandi og útgefandi var prófessor E.C. Werlauff sem gaf það út sem Propædeutisk Veiledning til Studium af de nordiske Oldsager. Þeirri þýðingu hefur síðar verið snarað á íslensku (Jón Ólafsson 1999) var svo áðurnefnd latnesk þýðing Jóns á Flóvents sögu prentuð í París og 1897 kom loks út ævisaga fóstra Jóns, Páls Vídalíns, sem inngangur að útgáfu Jóns Þorkelssonar á kvæðum Páls. Á 20. öld komu út um það bil 20 verk eftir Jón, þar á meðal þýðing hans á Nikulás Klím eftir Ludvig Holberg (1948) og áðurnefnt verk hans um menntun og framfarir á Íslandi, Hagþenkir (1996), en fyrir utan þessi þrjú er um að ræða fremur stuttar ritsmíðar. Eitt verk, endursögn Jóns á fyrsta hluta Heiðarvíga sögu, var prentað a.m.k. fimm sinnum. Snemma á 10. áratug 20. aldar var stofnað félag, Góðvinir Grunnavíkur- Jóns, sem hefur sem meginmarkmið að standa vörð um fræðimannsheiður Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (Lög Góðvina Grunnavíkur-Jóns 3). Félagið hefur staðið fyrir nokkrum ráðstefnum um Jón Ólafsson og verk hans, gefið ráðstefnurit árið 1994, safnrit með nokkrum smáverkum eftir Jón árið 1999, dagbók Jóns og frásögn hans af brunanum í Kaupmannahöfn (2005), bók með ritgerðum Jóns um fiskafræði og steinafræði (2007) og þar að auki hafa félagsmenn birt verk um eða eftir Jón í ýmsum ritum og haldið um hann fyrirlestra. Einungis lítill hluti alls þess sem Jón setti saman á hálfrar aldar starfsævi hefur hingað til komist á prent, ef til vill um 40 verk, flest smá. Margt af því sem hann setti saman á síðari hluta ævi sinnar er vissulega varla hæft til útgáfu. Sem fyrr segir var Jón ekki heill heilsu seinni hluta ævinnar og þá skrifaði hann margt sem ekki væri neinn tilgangur með að gefa út, að minnsta kosti ekki í heild sinni, og þar að auki breytti hann og umskrifaði mikið í eldri verkum sínum allt fram til dauðadags, margt af því til verri vegar. NOKKUR VERK Hér að framan voru rakin nokkur ritverk eftir Jón Ólafsson. Ég geri varla ráð fyrir að nein þeirra séu lesendum þessarar greinar kunn. Í því sem hér fer á eftir hyggst ég gera dálítið nánari grein fyrir nokkrum þessara verka. Fyrst fjalla ég um tvær af smærri ritsmíðum hans sem þó eru meðal þeirra mikilvægari. Síðan ræði ég langstærsta höfundarverk hans, orðabókina áðurnefndu sem því miður mun trauðla koma út í nánustu framtíð, og kannski aldrei. Að lokum tek ég fyrir bók sem varpar merku ljósi yfir Jón sem sannan 76 77

5 upplýsingarmann. Margt mætti segja um önnur verk hans en þetta verður látið nægja að sinni. ELDUR Í KAUPINHAFN Í október 1728 brann stór hluti Kaupmannahafnar. Þessi eldsvoði hefur fengið óvænt rými í sögu Íslands vegna þess að umtalsverður hluti ómetanlegs bókasafns Árna prófessors Magnússonar varð eldinum að bráð. Lengi héldu menn að þó nokkur ómetanleg, forn skinnhandrit hefðu glatast í brunanum en sennilegt er nú talið að þeim hafi flestum verið bjargað. Það sem brann var fyrst og fremst verðmætt safn Árna af prentuðum bókum sem og forn skjöl (diplóm), bréf og afrit fornra texta. 17 Eigi að síður er víst að margt sem aldrei verður aftur fengið varð þarna að ösku. Þegar Kaupmannahöfn brann 1728 hafði Jón Ólafsson verið skrifari Árna Magnússonar í þrjú ár. Hann bjó hjá Árna þegar eldsins varð fyrst vart kvöldið 20. október. Jón var meðal þeirra sem harðast unnu að því að bjarga bókum Árna, ásamt íslenskum námsmanni, Finni Jónssyni, sem seinna varð biskup í Skálholti. Í janúar 1729 skrifaði Jón síðan nákvæma skýrslu um eldsvoðann, Relatio af Kaupenhafnar brunanum, sem skeði í október Þessi skýrsla er afar mikilvæg heimild sem danskir sagnfræðingar hafa notað í rannsóknum sínum á þessum örlagaríka atburði. Dönsk þýðing kom út, sem fyrr segir, í Danske Samlinger for Historie, Topographi, Personal- og Literaturhistorie en íslenski frumtextinn var ekki prentaður fyrr en 2005 þegar Sigurgeir Steingrímsson gaf hann út í bók ásamt ýmsum öðrum textum, Jóns Ólafssonar og annarra, sem varpa ljósi á brunann. Sagan eður ævintýrið af Nicolausi Klím, sem var í fyrstunni norskur að ætt en stúdent að athöfn; fór síðan í undirheima og varð þar megtugur keisari yfir mörgum þjóðlöndum; en að lyktum steyptist úr völdum, hvarf aftur í sitt föðurland og varð klukkari og kirkjuvaktari að Krosskirkju í Björgvin í Norðvegi. Prentuð í Kaupmannahöfn og Leipzig á þýsku að forlagi Jakob Preusses, En útlögð á íslenskt tungumál Og eftir þeirri útleggingu er exemplar þetta ritað að Rauðaskriðu, anno (Lbs to, eiginhandarrit Jóns Ólafssonar. Mynd: Landsbókasafn-Háskólabókasafn.) HEIÐARVÍGA SAGA Ein þeirra ómetanlegu bóka sem glötuðust um aldur og ævi í eldinum 1728 var handrit með fyrsta hluta Heiðarvíga sögu en sú saga er oft talin elst allra 17 Sjá t.d. Springborg 2000, bls Sjá nánar Jón Helgason 1926, bls. 40 o. áfr

6 Íslendingasagna. 19 Árið 1683 hafði maður að nafni Jón Eggertsson ( ) tekið með sér eina varðveitta eintakið af þessari sögu frá Íslandi til Svíþjóðar. Þegar í kringum 1790 reyndi Árni Magnússon að fá handritið að láni til Kaupmannahafnar til þess að láta afrita það fyrir sig 20 en það var ekki fyrr en 1725 sem leyfi fékkst til þess. Til allrar hamingju, má segja, fékk Árni aðeins hluta af handritinu, 12 blöð sem höfðu að geyma fyrri helming sögunnar. 21 Árni lét Jón Ólafsson skrifa upp blöðin um áramótin En tíu mánuðum síðar gerðist það sem ekki mátti gerast: bæði frumhandritið og uppskrift Jóns urðu eldinum að bráð. Ekkert afrit var til af sögunni í Svíþjóð og nú var helmingur þessa ómetanlega bókmenntaverks að eilífu horfinn úr íslenskri bókmenntasögu. En rúmu ári eftir að Jón afritaði textann fyrir prófessor Árna settist hann niður og tókst á hendur það einstaka og ótrúlega verk að festa á blað eftir minni innihald hina horfnu skinnblaða. 22 Þessi texti hefur síðan verið tekinn upp í allar útgáfur sögunnar og án hans mundum við ekki þekkja fyrri hluta hennar af öðru en því sem lesa má úr stuttu yfirliti sem séra Jón Halldórsson í Hítardal hafði gert, einnig eftir minni, að beiðni Árna Magnússonar tuttugu árum áður, árið Jón Ólafsson hafði ekkert annað að styðjast við en eigið minni og hinn stutta útdrátt Jóns Halldórssonar auk svolítils orðalista yfir fornyrði sem hann hafði tekið saman þegar hann skrifaði verkið upp í hið fyrra sinn árið áður. Heiðarvíga saga er eða réttara sagt var meðal hinna lengri Íslendingasagna. Sá texti sem Jón Ólafsson dró fram úr minni sínu nær yfir fyrstu 15 af alls 43 köflum sögunnar, tæplega 30 prentaðar blaðsíður í útgáfu sögunnar í Íslendinga sögur og þættir, 2. bindi, bls (seinni hlutinn er þar á bls ), 23 og það sætir furðu hve vel Jón hefur munað söguna. Eins og Jón Helgason hefur bent á þekkti Jón Ólafsson 19 Sjá t.d. Véstein Ólason 1993, bls. 111 o. áfr. 20 Sigurður Nordal 1938, bls. C. 21 Hinn helmingurinn er nú varðveittur í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi (Sthm. perg. 4to nr 18). 22 Inntak Saugu-brotsens af Vïga-Styr. Fræðilega útgáfu má finna í Kålund Til samanburðar má nefna að útdráttur Jóns Halldórssonar kemst fyrir á rúmum þrem prentsíðum í sömu útgáfu, 3. bindi, bls Alla söguna ásamt endursögn Jóns Ólafssonar má lesa á netslóðinni alls ekki til staðhátta í þeim landshluta sem sagan gerist í og að auki hafði liðið heilt ár frá því hann afritaði söguna þangað til hann tók til við seinni skriftirnar. Minni unga mannsins hefur því verið óvenjulega gott. 24 ORÐABÓKIN Árið 1734 byrjaði Jón Ólafsson á sínu stærsta verki sem hann vann síðan að meira og minna allt sitt líf. Það var íslensk orðabók með latneskum skýringum. 25 Fram að þessu hafði engin góð orðabók verið skrifuð fyrir íslenska tungu; þær sem voru til voru allar mjög takmarkaðar eða á einhvern hátt lítt nothæfar. Meðal þeirra var orðabók, eða ef til vill fremur drög að orðabók, eftir Guðmund Andrésson frá Bjargi í Miðfirði sem hann samdi á árunum en kom ekki út fyrr en 1683, tæpum 30 árum eftir dauða höfundarins (Lexicon Islandicum Sive Gothicæ Runæ vel Lingvæ Septentrionalis Dictionarium). Hún hefur einkum orðið alræmd fyrir sæg af prentvillum 26 en hafði þó lengi talsvert gildi, einkum fyrir erlenda fræðimenn sem lögðu sig eftir forníslensku. Önnur orðabók var Mono-syllaba Is-landica â Jona Rvgman Collecta sem kom út í Uppsölum 1676 og er eftir Jón Jónsson frá Rúgsstöðum í Eyjafirði, sem kallaði sig Rúgmann eftir að hann settist að í Svíþjóð Hún tekur einungis upp stystu orð málsins, þau sem eru eitt atkvæði og ekkert annað. Jafnvel þó að þau orð sem þessi bók geymir séu að sjálfsögðu betri en ekkert er augljóst að ekki er hægt að hafa mikil not af henni. Þriðja bókin, einnig prentuð í Uppsölum, var Index lingvæ veteris scytho-scandicæ sivæ gothicæ 27 eftir prófessor Olof Verelius ( ) frá árinu Hún líður því miður fyrir slaka kunnáttu höfundarins í íslenskri tungu en er þó ekki með öllu ónothæf. (Um þessar orðabækur má benda á umfjöllun Jóns Helgasonar 1926, bls. 96 o. áfr.) 24 Um Heiðarvíga sögu og þátt Jóns Ólafssonar í henni má fræðast nánar hjá Jóni Helgasyni 1926, bls ), Sigurði Nordal 1938, bls. cvi o. áfr., og í Íslendinga sögur og þættir 2 (1987), bls Sjá Jón Helgason 1926, bls. 99 og Jakob Benediktsson Sbr. Jón Helgason 1926, bls Allur titillinn er: Index lingvæ veteris Scytho-Scandicæ sive Gothicæ ex vetusti ævi monumentis, maxi-mam partem manuscriptis, collectucs atqve opera Olai Rudbecki editus

7 Jón Ólafsson stígur hér inn á fræðasvið sem enn var að verulegu leyti ónumið land að því er íslenskt mál varðaði. Í fyrstu atrennu tók hann fyrir öll orð sem hefjast á sérhljóði og hann hafði líka byrjað á orðum sem hefjast á samhljóða þegar hann fór til Íslands Milli 1743 og 1751 vann hann ekki að orðabókinni, svo vitað sé, en hóf verkið á ný þegar hann kom til baka til Kaupmannahafnar og lauk fyrstu drögum Allt til dauðadags hélt hann síðan áfram að bæta við orðum og skýringum við önnur. Hann hafði skilið eftir mikið rými fyrir ný orð í handriti sínu og það var þetta pláss, ásamt spássíum, sem hann fyllti nú í. Því miður hefur mikið af því sem hann bætti við eftir 1757 afar takmarkað gildi og sumt er í reynd rangt og hreinir hugarórar, til komnir í kjölfar af hugmyndar sem Jón bjó sér til um skyldleika orða, sennilega í kringum Orðabókarhandritið er næstum blaðsíður sem segir meira en mörg orð um ótrúlega atorku Jóns. Bygging verksins og umfang útilokar sjálfsagt að það verði nokkurn tíma gefið út; bókin er að hluta skipulögð í kringum orðstofna, með samsetningum og afleiddum orðum undir höfuðorði sínu, en að hluta er orðunum raðað eftir fyrsta bókstaf en þá ekki endilega í réttri stafrófsröð. Þar að auki hefur hún að geyma langa kafla, jafnvel heilar ritgerðir, um atriði sem höfundurinn hafði farið að hugsa um á meðan hann skrifaði. Fyrir nokkrum áratugum voru öll aðalorðin í handritinu skráð á seðla fyrir orðabók Háskólans og eru þeir nú í seðlasafni hennar, um seðlar. 30 Enn er þó langt í frá að þessu sérkennilega verki hafi verið sinnt sem skyldi. (Nánar má lesa um orðabók Jóns hjá Jóni Helgasyni 1926, bls ; Guðrúnu Kvaran 1988; og Jakobi Benediktssyni 1994.) HAGÞENKIR Árið 1737 skrifaði Jón Ólafsson bók sem hann nefndi Hagþenki. Verkið er ætlað landsmönnum Jóns og er skrifað með hag og velferð þeirra í huga. Það fjallar í meginatriðum um uppeldi og menntun barna, um æðri menntun og 28 Jakob Benediktsson 1994, bls Sjá Veturliða Óskarsson Guðrún Kvaran 1988, bls. 54, myndir á bls. 52 o. áfr. um ýmsa hagnýta þekkingu, svo sem handverk, jarðrækt o.s.frv., og um þau not sem Ísland hefði af slíkri þekkingu. 31 Að baki verkinu býr hugmyndafræði upplýsingarinnar sem þá var hafin í Evrópu, sem og píetismans og hinnar svokölluðu stjórndeildarstefnu (kameralisma) sem var hagfræðistefna með rætur í Þýskalandi. Einkum voru þar á ferð kröfur fyrrnefndu stefnunnar um bætta menntun og almennt læsi og hinnar síðarnefndu um öflug ríkisafskipti af efnahagslífi og samfélagsþróun. 32 Þess má geta að það var fyrst nokkrum árum eftir að Jón skrifaði Hagþenki sinn að íslenskir prestar fengu nasasjón af píetismanum með eftirlitsferð Ludvigs Harboe til Íslands á árunum og tilskipunum og lagaboðum sem urðu fyrir tilstuðlan hans. 33 Hagþenkir var fyrsta verkið af þessu tagi sem samið er fyrir Íslendinga 34 og það var ekki fyrr en seint á 18. öld sem önnur íslensk verk í anda upplýsingarinnar komu til. Verkið ber þess vitni að Jón var víðlesinn um það efni sem hann tók til umfjöllunar. M.a. hafði hann lesið bækur eftir enska heimspekinginn Francis Bacon ( ), svissneska biblíuskýrandann Jean le Clerc ( ), hollenska húmanistann og guðfræðinginn Erasmus frá Rotterdam ( ), þýska orðabókarhöfundinn Benjamin Hedrich ( ), norska rithöfundinn Ludvig Holberg ( ), þýska sagnfræðinginn Samuel Pufendorf ( ) og þýska upplýsingarmanninn Christian Thomasius ( ), og hann nefnir bækur sem hann áleit að menn þyrftu nauðsynlega að þekkja á Íslandi og nota í uppbyggingarstarfi, t.d. Engelska åkermannen och fåraherden eftir sænska biskupinn og orðabókarhöfundinn Jacob Serenius ( ) frá Jón Helgason segir í doktorsritgerð sinni að Hagþenkir sé samið í nokkru flaustri (bls. 159). Vel kann að vera að það sé réttmæt lýsing á verkinu eins og það liggur fyrir nú. En ef Jón hefði átt kost á því að gefa út verkið í lok 4. áratugar 18. aldar hefði hann án nokkurs vafa umbylt textanum og snyrt 31 Þórunn Sigurðardóttir 1996, einkum bls. x og xxiv; Þórunn Sigurðardóttir Þórunn Sigurðardóttir 1996, bls. x o. áfr. 33 Þórunn Sigurðardóttir 1996, bls. xi xii; Páll Eggert Ólason og Þorkell Jóhannesson 1943, bls. 172 o. áfr. 34 Þórunn Sigurðardóttir 1996, bls. xxiv; nokkur verk af líkum toga höfðu verið sett saman á latínu, sjá sama rit, bls. ix. 35 Jón Helgason 1926, bls

8 hann. En sem oftar var lukkan langt frá Jóni Ólafssyni úr Grunnavík. Við vitum ekki hvers vegna verkið var ekki gefið út; í núverandi gerð er textinn nálægt hæfilegri lokagerð og ekki hefði tekið mikinn tíma fyrir Jón að ganga frá honum til prentunar. Ef til vill fékk hann ekki næga hvatningu til að gefa út verkið, kannski átti hann ekki útbært fé til þess. Við vitum líka að árið 1745 lánaði hann vini sínum Skúla Magnússyni verkið en Skúli ( ) var landfógeti á Íslandi og áhrifamestur veraldlegra höfðinga þar um þær mundir. Þeir Jón höfðu kynnst í Kaupmannahöfn á fjórða áratugnum. Handritið fékk Jón aldrei til baka en í kringum 1770 virðist Skúli hafa haft það með sér í ferð til Kaupmannahafnar og þá hefur Jón skrifað stutta athugagrein í það. 36 Vel má giska á og telja líklegt að Skúli fógeti, helsti framfaramaður á seinni hluta 18. aldar á Íslandi og drifkrafurinn á bak við Innréttingarnar í Reykjavík, hafi haft góð not af þessari bók og framfarasinnuðum skoðunum Jóns Ólafssonar. Bæði Skúli Magnússon og síðar Jón Sigurðsson ( ), fornfræðingur og sjálfstæðishetja, virðast hafa verið mjög ánægðir með Hagþenki sem segir sitt um gildi þess. Hagþenkir var að endingu gefinn út árið 1996 og annaðist Þórunn Sigurðardóttir bókmenntafræðingur útgáfuna. LOKAORÐ Hér hefur ekki verið staldrað mikið við þá þætti í persónugerð Jóns Ólafssonar úr Grunnavík sem Halldór Laxness nýtti sér við sköpun sögupersónu sinnar Jóns Grindvicensis, og það var heldur ekki ætlun mín. Í þessu yfirliti hef ég frekar reynt að gefa sannari og um leið sanngjarnari mynd af Jóni, jafnvel þó að hún hljóti að verða heldur brotakennd í stuttri grein. Ég hef staldrað við fáein verk Jóns og létt væri að draga fram fleiri. Ég hefði getað sagt frá fréttabréfum hans til Íslands sem hann sendi landsmönnum sínum um langt árabil, fyrst og síðan , en þau voru mjög mikilvæg fyrir vitnesku Íslendinga um umheiminn. 37 Ég hefði líka 36 Jón Helgason 1926, bls. 59 o. áfr. 37 Guðrún Ása Grímsdóttir 2001, bls. 137, 143; sami höf. 2007, bls ; sbr. einnig sama höf. 1999, bls Fréttaútdrættir Jón Ólafssonar eru samtals um

9 getað lýst algerlega fráleitum kenningum hans um orðsifjafræði sem héldu honum föngnum meira og minna síðustu æviárin, eða á hinn bóginn sagt frá því hvernig málfræðingar nútímans geta eigi að síður nýtt sé þau verk til gagns og orðið margs vísari um íslenskt mál og ekki síður um það hvernig 18. aldar maður sá það fyrir sér. Minning Jóns hefur varðveist í gagnrýninni en eigi að síður mikilvægri greinargerð Jóns Helgasonar í doktorsritgerð hans frá 1925, sem og í verulega skekktri persónulýsingu Halldórs Laxness í Íslandsklukkunni sem á engan hátt lýsir skörpum og stálminnugum manni á þrítugsaldri sem þá átti framtíðina fyrir sér. Vissulega hefðu þeir sem hafa samúð og samkennd með þessum sérkennilega lærdómsmanni frekar viljað að myndin sem nútímamenn hafa af honum hefði verið önnur og jákvæðari en sú sem þeir Halldór Laxness og vinur hans Jón Helgason sköpuðu. Og það er einmitt það sem félagið Góðvinir Grunnavíkur-Jóns hefur að markmiði. En um leið get menn verið sammála um að sögupersónan sem Halldór Laxness skapaði í skáldsögu sinni, studiosus antiqvitatum Jón Guðmundsson frá Grindavík, er óaðskiljanlegur þáttur í stórbrotnu verki hans, persóna sem okkur þykir líka vænt um og sem auðgar verkið. 38 HEIMILDIR OG ÍVITNUÐ RIT Guðrún Ása Grímsdóttir Um Jón Ólafsson úr Grunnavík. Hræringur úr ritum Grunnavíkur-Jóns, bls Ritstj. Friðrik Magnússon og Guðrún Kvaran. Orðmennt og Góðvinir Grunnavíkur-Jóns, Reykjavík. Guðrún Ása Grímsdóttir (útg.) Úrval bréfaskrifta Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá Kaupmannahöfn til Íslands Vitjun sína vakta ber, bls Ritstj. Guðrún Ingólfsdóttir og Svavar Sigmundsson. Góðvinir Grunnavíkur-Jóns og Háskólaútgáfan, Reykjavík. Guðrún Ása Grímsdóttir Lærður Íslendingur á Turni. Af Jóni Ólafssyni þéttskrifaðar síður; bréfin sem hann sendi til hinna og þessara á Íslandi eru úrval úr þessum fréttaútdráttum. 38 Eldri gerð af þessari grein var birt á sænsku í tímaritinu Scripta Islandica árið Hún hefur nú verið endurskrifuð að nokkru leyti. Grunnvíkingi. Gripla 12, bls Guðrún Ása Grímsdóttir (útg.) Jón Ólafsson úr Grunnavík: Fréttaskrif úr Kaupmannahöfn. Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 47. bls Guðrún Kvaran Sérsöfn Orðabókar Háskólans. Orð og tunga 1, bls Íslandsklukkan = Halldór Laxness Halldór Laxness Íslandsklukkan. 3. útg. Helgafell, Reykjavík. [Fyrsta útg ] Íslendinga sögur og þættir 1 3. Ritstj. Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Svart á hvítu, Reykjavík Jakob Benediktsson Glíman við orðabók Jóns Ólafssonar. Hræringur úr ritum Grunnavíkur-Jóns, bls Ritstj. Friðrik Magnússon og Guðrún Kvaran. Orðmennt og Góðvinir Grunnavíkur-Jóns, Reykjavík. Jón Helgason Jón Ólafsson frá Grunnavík. Safn Fræðafjelagsins 5. Kaupmannahöfn. Jón Ólafsson [1737]. Hagþenkir. Þórunn Sigurðardóttir gaf út. Góðvinir Grunnavíkur-Jóns og Hagþenkir, Reykjavík. Jón Ólafsson [1752]. Inngangsorð að fornum fræðum. Guðrún Kvaran þýddi. Vitjun sína vakta ber, bls Ritstj. Guðrún Ingólfsdóttir og Svavar Sigmundsson. Góðvinir Grunnavíkur-Jóns og Háskólaútgáfan, Reykjavík. Jón Ólafsson [1728]. Relatio af Kaupinhafnarbrunanum sem skeði í október Dagbók og fleiri skrif. Sigurgeir Steingrímsson gaf út. Góðvinir Grunnavíkur-Jóns, Reykjavík. Jón Ólafsson [1737]. Náttúrufræði. Fiskafræði Steinafræði. Guðrún Kvaran og Þóra Björk Hjartardóttur gáfu út. Góðvinir Grunnavíkur-Jóns, Reykjavík. Jón Þorkelsson (útg.) Vísnakver Páls lögmanns Vídalíns ( ). Kaupmannahöfn. Kålund, Kr. (útg.) Heiðarvíga saga. Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur 31. Kaupmannahöfn. Lög Góðvina Grunnavíkur-Jóns. [Handrit.] Ólafur Jónsson [1707]. Ævisaga. Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 47, bls Páll Eggert Ólason og Þorkell Jóhannesson Saga Íslendinga

10 Tímabilið Menntamálaráð og Þjóðvinafélagið, Reykjavík. Prentuð rit Jóns Grunnvíkings. Vefslóð: RitJOl.htm Sigurður Nordal Formáli. Borgfirðinga sögur, bls. v clv. Íslenzk fornrit, 3. bindi. Útg. Sigurður Nordal og Guðni Jónsson. Hið Íslenzka fornritafélag, Reykjavík. Springborg, Peter De islandske håndskrifter og håndskriftsagen. Scripta Islandica 51, bls Veturliði Óskarsson Contractismus Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Hræringur úr ritum Grunnavíkur-Jóns, bls Ritstj. Friðrik Magnússon og Guðrún Kvaran. Orðmennt og Góðvinir Grunnavíkur-Jóns, Reykjavík. Vésteinn Ólason Íslendingasögur og þættir. Íslensk bókmenntasaga, 2. bindi, bls Ritstj. Böðvar Guðmundsson, Sverrir Tómasson, Torfi H. Tulinius og Vésteinn Ólason. Mál og menning, Reykjavík. Þórunn Sigurðardóttir (útg.) Jón Ólafsson úr Grunnavík. Um religions tilstandið í Danmörk og nálægum löndum á þessum tímum, circa annum Vefnir Tímarit félags um átjándu aldar fræði, 3. vefrit Vefslóð: 88

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Hagræn hugsun á átjándu öld

Hagræn hugsun á átjándu öld Hugvísindasvið Hagræn hugsun á átjándu öld Hugmyndafræði Magnúsar Ketilssonar sýslumanns Ritgerð til B.A.-prófs Jón Torfi Arason Janúar 2018 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hagræn hugsun á átjándu

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri 1770 1771 og síðari 1785 1787 Hrefna Róbertsdóttir Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveitt skjalasöfn hinna svokölluðu

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu Nanna Þorbjörg Lárusdóttir Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu 1688-1770 Embættið og uppbygging skjalasafnsins Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 Sauðskinn, saffían & shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 1 Sauðskinn, saffían og shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s Klart språk i Norden Titel: Forfatter: Islandsk klarsprog som forskningsområde Ari Páll Kristinsson Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s. 41-44 URL: http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/ksn/issue/archive

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn?

Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn? Hugvísindasvið Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn? Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar Ritgerð til M.A.-prófs Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Læs mere

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26 Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á umfjöllun Jónasar Hallgrímssonar um ást og eftirsjá í nokkrum ljóðum hans. Leitað var fanga í bréfum hans og samtíðarmanna, ljóðin skoðuð með tilliti til þess

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

2. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

2. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 2. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Á vefnum er varpað ljósi á ýmislegt sem aflaga hefur farið í málfari Íslendinga. Hver málfarsmoli fjallar um eitt atriði og kemur með tillögu til

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 10. HEFTI RITSTJÓRAR KRISTJÁN ÁRNASON RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR REYKJAVÍK 2012 Són er helguð óðfræði og ljóðlist Útgefendur og ritstjórar Kristján Árnason Tómasarhaga

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København Hugvísindasvið Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København Oversættelse af minimalistisk tekst samt teorier og analyse Ritgerð til BA-prófs Laufey Jóhannsdóttir September 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Hugvísindasvið Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Ritgerð til B.A.prófs Áslaug Lovísa Bílddal Gunnarsdóttir Janúar 2011

Læs mere

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Læs mere

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum Læknablaðið hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg,

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum 4.9.2007 11:06 1 Einar G. Pétursson Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum Þetta byrjaði allt vestur á Fellsströnd í Dölum. Ég er fæddur og uppalinn í Stóru-Tungu,

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere