Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Umsögn um frumvarp um náttúrupassa"

Transkript

1 Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi , 455. mál, þskj Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um töku gjalds fyrir aðgang að svæðum eða stöðum víðs vegar um landið vekur upp spurningar um samspil við ákvæði annarra laga sem kveða á um heimildir manna til farar um landið og dvalar þar. Hér er vísað til þeirra heimilda sem oftast eru kenndar við almannarétt en um þær er kveðið á í náttúruverndarlögum nr. 44/1999 og vatnalögum nr. 15/1923. Þær spurningar lúta m.a. að því hvort frumvarpið muni þrengja að almannaréttinum og um leið rýmka heimildir landeigenda til að setja almenningi skilyrði fyrir för og dvöl á landi sínu. Það vekur athygli að í athugasemdum við frumvarpið er ekkert vikið að þessu atriði. Við fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi mátti skilja á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að frumvarpið væri hlutlaust gagnvart samspili þessara réttinda og sú gjaldtaka sem frumvarpið mælti fyrir um breytti ekki réttarstöðunni að þessu leyti.2 Ég mun í þessari umsögn fyrst gera grein fyrir almannaréttinum og inntaki hans og tengslum við eignarrétt landeigenda. Þá mun ég víkja að umræðum á Norðurlöndunum um hugsanlegar lagabreytingar til að bregðast við vandamálum sem stafa af auknum fjölda ferðamanna. Þessu næst mun ég beina sjónum að afstöðu frumvarpsins til samspils almannaréttar og eignarréttar og síðan leggja mat á áhrif þess ef frumvarpið verður að lögum í óbreyttri mynd. Ýmsar athugasemdir mætti auk þessa gera við einstakar greinar frumvarpsins en ég mun afmarka umfjöllun mína um þau atriði sem að ofan eru nefnd. 2 Um almannarétt 2.1 Hvað er alm annaréttur? Almannaréttur er talinn vera sá réttur sem almenningi er áskilinn til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til farar um land og vötn o.fl. samkvæmt náttúruverndarlögum.3 Uppruna almannaréttarins á Íslandi má rekja til allt aftur til þjóðveldisaldar og er ákvæði af þessum toga að finna bæði í Grágás og Jónsbók.4 1 Höfundur er lektor við háskólann á Bifröst og hefur sérhæft sig í eignarétti. 2 Í framsöguræðu sinni sagði ráðherra m.a.:...þetta er lögfræðilegt álitaefni þar sem vegast á tvenn af grundvallarréttindum borgaranna; almannarétturinn, sem ég hef farið hér yfir og er varinn af náttúruverndarlögum, þó með þeim takmörkunum sem ég nefndi, og eignarrétturinn, sem varinn er af stjórnarskrá. Það verður ekki útkljáð í frumvarpi til laga um náttúrupassa. Það verður að útkljá annars staðar, fyrir dómstólum vegna þess að um þarna eru skiptar lögfræðilegar skoðanir sem ég ber virðingu fyrir." 3 Lögfræðiorðabók m eðskýringum. Bókaútgáfan Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík Þau ákvæði sem hér um ræðir eru einkum úr Landabrigðisþætti Grágásar 50, (sjá Grágás, Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík 1992) og Búnaðarbálki Jónsbókar 20, 24 og 58 (sjá Jónsbók, Lögbók Íslendinga. Már Jónsson tók saman. Reykjavík 2004). 1

2 Í fyrstu heildstæðu náttúruverndarlögunum sem sett voru á Íslandi, lögum nr. 48/1956, voru lögfest ákvæði um almannarétt. Frumvarpið sömdu þeir Ármann Snævarr prófessor og dr. Sigurður Þórarinsson. Af athugasemdum með frumvarpinu má skýrt ráða að ákvæði þess um almannarétt eru byggð á ályktunum frumvarpshöfunda um gildandi rétt en uppruna almannaréttarreglna rekja þeir allt til ákvæða Grágásar og Jónsbókar.5 Ákvæði fyrstu náttúruverndarlaganna um almannarétt fólu þannig í sér lögfestingu þeirra reglna sem taldar voru gilda í íslenskum rétti en þær byggðu á venjurétti sem verið hafði við lýði í landinu allt frá fyrstu öldum byggðar þess. Almannarétturinn á sér því langa sögu í íslenskum rétti og djúpar rætur í réttarvitund Íslendinga. Reglur fyrstu náttúruverndarlaganna um almannarétt lutu að þremur þáttum, í fyrsta lagi að umferð almennings um lönd utan þéttbýlis, í öðru lagi að heimild almennings til dvalar á slíkum löndum í því skyni að njóta náttúrunnar og í þriðja lagi að heimild almennings til berjatínslu. Skýr forsenda almannaréttarins var að umgengnin ylli landeiganda eða rétthafa ekki óhagræði. Einnig var í lögunum almennt ákvæði um skyldu til góðrar umgengni og varúðar svo náttúrunni yrði ekki spillt að þarflausu. Þessi fyrstu lögfestu ákvæði um almannarétt hafa ekki tekið grundvallarbreytingum í yngri lögum og virðist sem sátt hafi ríkt um þær meginreglur sem þau hafa að geyma. Það er helst að togast hafi verið á um rétt manna til að fara um afgirt óræktuð eignarlönd í byggð og dvelja þar og hefur sá réttur hefur ýmist verið þrengur eða rýmkaður með nýjum lögum á þeirri rúmu hálfu öld sem liðin er. 2.2 Er alm annaréttur séríslenskt fyrirbæ ri? Almannarétturinn er ekki séríslenskt fyrirbæri. Reglur um rétt almennings til frjálsrar farar og dvalar um landsvæði í eigu annarra eru til í rétti margra ríkja. Á Norðurlöndunum eiga slíkar reglur sér langa sögu eins og á Íslandi þó misjafnt sé hvort þær eru lögfestar eða óskráðar og byggi þá á venjurétti Takm örkun eignarréttar Í umræðum um eignarrétt örlar gjarnan á þeim misskilningi að vernd sú sem 72. gr. stjórnarskrárinnar felur í sér leiði til þess að eignarrétturinn sé alltumlykjandi og óskerðanlegur með öllu nema bætur komi fyrir. Þetta er ekki rétt enda er viðurkennt í íslenskum rétti að eignarréttinum verði með lögum sett margvísleg takmörk án þess að bótaréttur stofnist.7 Þetta á ekki síst við um eignir sem hafa ríka samfélagslega þýðingu, t.d. land og auðlindir. Mörg 5 Alþingistíðindi 1955, A-deild, bls Sjá hér t.d. Reusch, Marianne: Allemannsretten. Flux, Osló 2012, bls Í Noregi eru almannaréttarreglurnar lögfestar í sérstökum lögum, lov om friluftslivet (friluftsloven) en þau eru að stofni til frá 1957 en hafa tekið breytingum. Í Svíþjóð eru almannaréttarreglurnar ólögfestar en eiga stoð í sænsku grunnlögunum, regeringsformen, og til þeirra er vísað í umhverfislögunum, miljöbalken nr. 1998:808. Í Damörku er almannaréttarreglurnar að finna í náttúruverndarlögum eins og hér á Íslandi, sjá naturbeskyttelsesloven, LBK 951/ Sjá t.d. Björg Thorarensen; Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi. Codex, Reykjavík 2008, bls

3 ákvæði sem skerða eignarrétt yfir landi með einum eða öðrum hætti er að finna í íslenskum lögum, m.a. í löggjöf um umhverfis- og náttúruvernd. Fræðimenn hafa bent á að til eignar í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar verði yfirleitt ekki talin önnur fjárhagsleg réttindi en þau sem í lögfræði hafa verið talin einstaklingsréttur eða einkaréttur.8 Einkaréttur felur í sér rétt einhvers til að ráða framar öðrum yfir ákveðnum gæðum og njóta arðs af þeim.9 Í þessu felst m.a. að eigandi fer með yfirráð yfir eigninni og hefur heimild til að meina öðrum að hafa not af henni nema lög takmarki þann rétt með einhverjum hætti. Hér að framan er þess getið að íslensk lög hafa frá öndverðu heimilað almenningi frjálsa för um lönd annarra og dvöl þar, að minnsta kosti ef þau eru óræktuð og ógirt. Landeigendur hafa frá fornu fari þurft að deila tilteknum heimildum eignarréttarins með almenningi á slíkum landsvæðum. Að þessu leyti hafa réttindi landeigenda ávallt verið takmörkuð samkvæmt íslenskum rétti og þær takmarkanir verða þeir að þola bótalaust. Þetta kemur t.d. skýrt fram í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrstu náttúruverndarlögunum, lögum nr. 48/ Er alm annarétturinn ókeypis? Af því sem rakið er hér að framan má draga þá ályktun að landeigendur á Íslandi hafi frá öndverðu ekki haft þær heimildir eða þau réttindi yfir landi, a.m.k. ógirtu og óræktuðu landi, sem getur verið grundvöllur gjaldtöku af almenningi fyrir aðgang að því. Almannarétturinn hefur og ávallt verið ókeypis, hann er samkvæmt lögum ekki háður skilyrðum öðrum en þeim að ganga vel um náttúruna og virða hagsmuni landeigenda. Landeigendur geta ekki nema með sérstakri heimild bundið réttinn öðrum skilyrðum svo sem að heimta gjald fyrir að nýta hann. Þetta er í fullu samræmi við norrænan rétt. Torgny Hastad prófessor lýsir almannaréttinum í Svíþjóð t.d. á þennan hátt: Allemansratten ger alla ratt att gratis fardas och tillfalligt uppehalla sig pa annans mark och att dar tillgodogöra sig vissa naturprodukter, framst bar, svamp och inte fridlysta blommor".11 (Leturbreyt. höf.) Norski fræðimaðurinn Inge Lorange Backer skrifar í grein sinni Allemannsretten i dag: Allemannsrettene er gratis. Grunneieren kan bare kreve betaling nar det er hjemmel for det."12 8 Þorgeir Örlygsson: Kaflar úr eignarétti I. Handrit. Reykjavík 1998, bls. 6. Sjá einnig Gaukur Jörundsson: Um eignarnám. Reykjavík 1969, bls Lögfræðiorðabók m eðskýringum. Bókaútgáfan Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík Alþingistíðindi 1955, A-deild, bls Hastad, Torgny: Behövs reformer av allemansratten? Í Áhman, Karin (ritstj.): Allemansrátten i förandring. Symposium Norstedts Juridik, Stokkhólmi 2013, bls Backer, Inge Lorange: Allemansretten i dag. Lov og Rett 2007 (8), bls Sjá einnig: Reusch, bls. 289 og áfr. 3

4 2.5 Hverjir njóta alm annaréttarins? Samkvæmt 12. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999 er almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Ekki verður gerður greinarmunur á Íslendingum og útlendingum í því sambandi. Þá hefur fólk sem ferðast um landið í skipulögðum hópferðum sama rétt til umferðar um landið og þeir sem ferðast á eigin vegum. Í gildandi náttúruverndarlögum er sérstakt ákvæði um skipulagðar hópferðir í atvinnuskyni þar sem mælt er fyrir um að haft verði samráð við eiganda lands eða rétthafa um umferð og dvöl á landi hans og boðið að tjaldað skuli á skipulögðum tjaldsvæðum eftir því sem við verður komið. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því er varð að náttúruverndarlögum nr. 44/1999 segir að ákvæðinu sé á engan hátt ætlað að hafa í för með sér þrengri rétt manna sem séu í slíkum hópferðum til umferðar um landið en annarra Aukinn fjöldi ferðam anna Á Norðurlöndunum hefur á síðustu árum talsvert verið rætt um það hvort takmarka ætti almannaréttinn í ljósi síaukins fjölda ferðamanna og þess að ferðaþjónustufyrirtæki skipuleggja í auknum mæli hópferðir á landsvæðum í eigu annarra. Fleiri lönd en Ísland glíma við þann vanda að vaxandi ferðamannastraumur skapar mikið álag á fjölsóttustu staðina þannig að náttúra þeirra liggur undir skemmdum. Það er því fjöldinn sem orsakar skaðann enda þótt hver og einn ferðamaður gangi óaðfinnanlega um og haldi sig innan þeirra marka sem lög setja almannaréttinum.14 Þannig hafa komið fram hugmyndir um að setja reglur sem skilja á milli réttinda hins einstaka ferðamanns eða almennings annars vegar og heimilda einstaklinga og lögaðila til að skipuleggja í atvinnuskyni ferðir um landsvæði í eigu annarra hins vegar. Árið 1996 var norsku útilífslögunum breytt og meðal annars bætt við þau markmiðsgrein. Á norska þinginu var þá rædd sú tillaga að setja í greinina ákvæði þess efnis að almannarétturinn væri einstaklingsréttur og að ekki væri heimilt að skipuleggja ferðir í atvinnuskyni á landareign annarra nema með samþykki eiganda. Þessi tillaga náði þó ekki fram að ganga.15 Sænski prófessorinn Bertil Bengtsson hefur sett fram hugmynd að mögulegri útfærslu á slíkri takmörkun með viðbót við 1. mgr. 1. gr. 7. kafla sænsku umhverfislaganna (viðbótin er skáletruð): Naturen ar tillganglig för alla enligt vad som galler om allemansratten. Ratten fár dock inte utnyttjas varaktigt eller intensivt i naringsverksamhet utan samtycke av den som ager eller annars innehar fastigheten.16 Í Danmörku hefur ámóta takmörkun nú þegar verið sett í reglugerð um aðgang almennings til að ferðast og dveljast í náttúrunni sem sett er með stoð í dönsku náttúruverndarlögunum. Í lþ , 528. mál, þskj Sjá t.d. Reusch, bls Sjá um þetta t.d. Bj0rnvik, Arve Martin: Kommersiell utnyttelse av allmennhetens frie ferdselsrett. Tidsskrift fo r Rettsvitenskap 1999, bls Bengtsson, Bertil: Lagstiftning om allemansratten? Í Áhman, Karin (ritstj.): Allemansratten i förandring, bls

5 gr. hennar segir að þegar um er að ræða skipulagðar ferðir/starfsemi (d. aktiviteter) þurfi leyfi landeiganda ef þátttakendur eru yfir 30. Fyrir skólabekki, skáta og aðra þess háttar hópa er miðað við 50 þátttakendur.17 Sú leið að takmarka almannaréttinn á þann hátt að hann gildi ekki um skipulagðar hópferðir í atvinnuskyni opnar möguleika á að landeigendur taki gjald fyrir slíka starfsemi sem skipulögð er á þeirra landi. Það er þó ljóst að afmörkun og eftirfylgni slíkrar reglu gæti orðið talsverðum vandkvæðum bundin.18 Þetta er án efa ein ástæða þess að þessar tillögur hafa enn ekki náð fram að ganga í Noregi og Svíþjóð. Eins hefur verið bent á að reglur sem þrengja að almannaréttinum með þessum hætti gætu komið niður á frjálsum félagasamtökum t.d. ferðaog útivistarsamtökum sem taka einhvers konar lágmarksgjald fyrir þátttöku í ferðum.19 3 Afstaða frum varps um náttúrupassa til samspils almannaréttar og eignarréttar Frumvarp um náttúrupassa felur í sér heimildir til að taka gjald af almenningi, bæði Íslendingum og útlendingum, fyrir að fara um og dvelja á þeim stöðum sem aðild eiga að náttúrupassa. Samkvæmt athugasemdum við frumvarpið er meginhugmyndin að baki því sú að þeir greiði sem njóti". Það virðist augljóst að þessi stefna frumvarpsins felur í sér grundvallarbreytingu á því megininntaki almannaréttarins að almenningur eigi rétt á að fara um landið og dvelja þar til að njóta náttúrunnar án þess að greiða fyrir það gjald. Ýmislegt í frumvarpinu bendir til þess að til grundvallar því liggi sú ályktun um gildandi rétt að landeigendum sé almennt heimilt að taka gjald fyrir aðgang að landi sínu. Hér má nefna tvö atriði: 1. Í 3. mgr. 4. gr. frumvarpsins segir að eigendum eða umsjónaraðilum ferðamannastaða sem eiga aðild að náttúrupassa sé óheimilt að taka annað aðgangsgjald af þeim sem þá sækja en náttúrupassa. Gagnályktun frá þessu ákvæði leiðir til þeirrar niðurstöðu að þeim sem ekki eru aðilar að náttúrupassa sé heimilt að taka gjald fyrir aðgang að sínum ferðamannastöðum. Engar skýringar eru þó í athugasemdum við greinina í frumvarpinu á því hvernig beri að túlka ákvæðið að þessu leyti. 2. I kafla 2.2 í frumvarpinu er fjallað um mögulegar gjaldtökuleiðir þar á meðal þá að hver innheimti fyrir sig, þ.e. landeigendur sem og ríkið [taki] upp gjaldtöku hver á sínum ferðamannastað". Í þeirri umfjöllun er ekki gerð grein fyrir því hvernig sú leið gæti samrýmst ákvæðum náttúruverndarlaga um almannarétt og mætti af umfjölluninni ráða að hún sé talin í fullu samræmi við gildandi rétt. Ummæli á heimasíðu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, þar sem tillagan um náttúrupassa eru kynntar, eru enn afdráttarlausari. Á síðu þar sem listaðar eru upp spurningar og svör um náttúrupassann er spurningunni hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku á einstökum 17 Bekendtg0relse om offentlighedens adgang til at færdes og opholde sig i naturen nr. 1317/2011, 1. mgr. 7. gr.: Organiserede aktiviteter kræver ejerens tilladelse, hvis deltagerantallet overstiger 30, for aktiviteter for skoleklasser, spejdere og lignende, hvis deltagerantallet overstiger 50, selv om færdsel og ophold sker i overensstemmelse med reglerne i naturbeskyttelsesloven." 18 Sjá hér t.d. Hastad, bls. 89, og Bj0rnvik, bls Bj0rnvik, bls

6 ferðamannastöðum svarað svona: Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði."20 Engin rök eru þó færð fyrir þessari staðhæfingu.21 Umhverfisstofnun mun hafa gefið út álit sitt á því hvort gjaldtaka einstakra landeigenda standist gildandi rétt og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki.22 Ekki er að sjá að fræðimenn sem fengist hafa við eignarétt hafi fjallað um þetta atriði eða yfirleitt talið þetta sérstakt álitaefni í íslenskum rétti enda hefur fram að þessu verið gengið út frá því, hér eins og annars staðar á Norðurlöndunum, að almannarétturinn væri ókeypis. Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið má segja að forsendur náttúrupassafrumvarpsins að því er varðar samspil almannaréttar og eignarréttar samkvæmt gildandi rétti séu afar villandi ef ekki beinlínis rangar. 4 Áhrif frum varps um náttúrupassa á almannaréttinn Þegar reynt er að meta áhrif náttúrupassafrumvarpsins á almannaréttinn þarf annars vegar að líta til þess hversu víðtæk og almenn gjaldtakan sem frumvarpið felur í sér er og hins vegar hvert samspil ákvæða frumvarpsins við ákvæði gildandi laga um almannarétt verður ef frumvarpið verður að lögum. Til að skoða fyrra atriðið verður að kanna í fyrsta lagi hverjir þurfi náttúrupassa og hvar. 4.1 Hverjir þurfa náttúrupassa? Samkvæmt 2. gr. frumvarpsins skal einstaklingur sem náð hefur 18 ára aldri afla sér náttúrupassa gegn gjaldi heimsæki hann ferðamannastað á Íslandi sem á aðild að náttúrupassa, sbr. 4. gr. Undanþegnir eru þeir sem eiga lögheimili á ferðamannastað eða sækja þar vinnu svo og eigendur slíkra staða. Meginreglan felur því í sér skyldu fyrir alla einstaklinga 18 ára og eldri til að afla náttúrupassa ef þeir heimsækja ferðamannastaði sem eiga aðild að náttúrupassa og er vísað til 4. gr. um afmörkun þeirra. 4.2 Hvar þ a rf að hafa náttúrupassa? 1. mgr. 4. gr. frumvarpsins hljóðar svo: 20 Sótt 18. febrúar Við fyrstu umræðu um náttúrupassafrumvarpið á Alþingi kom fram í máli iðnaðar- og viðskiptaráðherra að aflað hefði verið lögfræðiálits þar sem færð hefðu verið rök fyrir því að gjaldtaka landeigenda væri heimil. Ekki er að sjá að álit með þessari niðurstöðu hafi verið birt. Hins vegar er á sömu vefsíðu ráðuneytisins birt minnisblað lögmannsstofu sem hefur að geyma samantekt um þau ákvæði laga sem heimila gjaldtöku af ferðamönnum en þar er engin afstaða tekin til þessa álitaefnis Sótt 18. febrúar Bréfið sem hefur að geyma þessa niðurstöðu Umhverfisstofnunar virðist ekki aðgengilegt á heimasíðu stofnunarinnar. 6

7 Allir ferðamannastaðir í eigu eða umsjón opinberra aðila eiga sjálfkrafa aðild að náttúrupassa. Með ferðamannastað er átt við ákveðinn skilgreindan stað í náttúru Íslands sem hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn vegna náttúru og sögu, sbr. lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Hugtakið ferðamannastaður Það sem er ákvarðandi fyrir það hvort tiltekinn staður telst ferðamannastaður í skilningi 1. mgr. 4. gr. er hvort hann hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn vegna náttúru og sögu. Um nánari útlistun er vísað til frumvarps sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og fjallar um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn. Í 2. tölul. 2. gr. þess frumvarps er hugtakið ferðamannastaður skilgreint með áþekkum hætti og hér en jafnframt eru skilgreind þar hugtökin ferðamannasvæði og ferðamannaleið. Í skilgreiningu náttúrupassafrumvarpins er notað orðalagið ákveðinn skilgreindur staður" en ekki er ljóst hvað átt er við með því. Spurning er hvort vísað er til landfræðilegrar afmörkunar eða hvort tilvísunina til frumvarps umhverfisráðherra um landsáætlun beri að skilja þannig að undir skilgreininguna falli þeir ferðamannastaðir sem aðild eiga að landsáætlun samkvæmt því frumvarpi. Í hvorugu frumvarpinu er þetta skýrt nánar. Hér verður að benda á að samkvæmt 7. gr. síðarnefnda frumvarpsins falla allar ferðamannaleiðir, ferðamannastaðir og ferðamannasvæði í eigu hins opinbera sjálfkrafa undir landsáætlun og verkefnaáætlun. Í því felst þannig ekki nánari afmörkun en í náttúrupassafrumvarpinu sjálfu. Skilgreining 1. mgr. 4. gr. náttúrupassafrumvarpsins á hugtakinu ferðamannastaður er þannig afar opin og víð. Erfitt hlýtur að reynast að afmarka hvaða staðir falla þar undir. Jafnvel mætti færa fyrir því rök að mest allt Ísland gæti fallið undir skilgreininguna. Ekki er gert að skilyrði að margir ferðamenn hafi áhuga á eða heimsæki staðinn og skilja verður ákvæðið svo að öll náttúrufarsatriði geti verið forsenda þess að staðurinn hafi aðdráttarafl. Sem dæmi mætti nefna víðerni en mikill áhugi virðist á þeim hjá ferðamönnum sem til Íslands koma.23 Miðað við það mætti t.d. ætla að fjöldinn allur af stöðum á hálendi Íslands gætu talist ferðamannastaðir Ferðamannastaðir sem sjálfkrafa eiga aðild að náttúrupassa Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 4. gr. eiga allir ferðamannastaðir í eigu eða umsjón opinberra aðila sjálfkrafa aðild að náttúrupassa. Um þetta segir í athugasemdum við 4. gr. að með ákvæðinu sé sett fram skilgreining á þeim ferðamannastöðum sem gjaldtakan nær til, þ.e. ferðamannastaðir sem aðild eiga að náttúrupassa. Sem dæmi um skilgreinda ferðamannastaði eru nefndir þjóðgarðarnir þrír, þ.e. þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og Snæfellsnesþjóðgarður, og tvö friðlönd, friðland að Fjallabaki og friðland í Svarfaðardal.24 Auk 23 Sjá t.d. könnun á ferðavenjum erlendra ferðamanna sumarið 2014 Ferðamálastofa: 17 ferdamalastofa erlendirferdamenn an vaka maskinuskyrsla islenska.pdf 24 Það vekur athygli að hér er friðland að Fjallabaki nefnt sem dæmi um ferðamannastað. Í athugasemdum við 2. gr. landsáætlunarfrumvarpsins er friðland að Fjallabaki nefnt sem dæmi um ferðamannasvæði en 7

8 þess er nefnt að staðir í umsjón Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins gætu talist skilgreindir ferðamannastaðir. Samkvæmt skilgreiningunni eiga í fyrsta lagi allir ferðamannastaðir í eigu opinberra aðila sjálfkrafa aðild að náttúrupassa. Það þýðir að allir staðir í þjóðlendum sem fallið geta undir skilgreiningu ákvæðisins á hugtakinu ferðamannastaður eru sjálfkrafa hluti af náttúrupassafyrirkomulaginu. Það sama á við um alla slíka á eignarlöndum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Í öðru lagi eiga aðild að náttúrupassa allir ferðamannastaðir íumsjón opinberra aðila. Það þýðir að ferðamannastaðir á landsvæðum í eigu einkaaðila sem eru í umsjón opinberra aðila eru sjálfkrafa aðilar að náttúrupassa. Ekki er nánar útlistað í athugasemdum við greinina í frumvarpinu hvað átt er við með umsjón opinberra aðila. En eins og áður segir eru þar nefndir sem dæmi staðir í umsjón Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins. Hér hlýtur einnig að þurfa að líta til staða sem teljast til náttúruverndarsvæða en samkvæmt 28. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999 eru þau í umsjón Umhverfisstofnunar nema annað sé tekið fram í lögum. Náttúruverndarsvæði eru samkvæmt skilgreiningu í 3. gr. náttúruverndarlaga: a) friðlýst svæði, þ.e. þjóðgarðar, friðlönd, fólkvangar og náttúruvætti, b) önnur svæði og náttúrumyndanir á náttúruminjaskrá og c) afmörkuð svæði á landi og sjó sem njóta verndar samkvæmt öðrum lögum vegna náttúru eða landslags. Ætla má að flest þessara svæða falli undir þá lýsingu að hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn vegna náttúru og geti því talist til ferðamannastaða í skilningi náttúrupassafrumvarpsins. Margir þeirra eru í eigu opinberra aðila og falla af þeim sökum sjálfkrafa undir náttúrupassa. Sumir eru hins vegar í eigu einkaaðila. Til að gefa hugmynd um fjölda náttúruverndarsvæða má geta þess að friðlýst svæði á Íslandi eru rúmlega 100 og önnur svæði á náttúruminjaskrá (sbr. b-liður í upptalningunni hér að framan) eru rúmlega 330 talsins.25 Eins og áður segir er í 2. gr. frumvarpsins kveðið á um skyldu fyrir alla einstaklinga sem náð hafa 18 ára aldri að afla sér náttúrupassa gegn gjaldi ef þeir heimsækja þá staði sem geta fallið undir afmörkun 1. mgr. 4. gr. Skyldan er fortakslaus og hvergi í frumvarpinu er kveðið á um undanþágu frá henni varðandi einhverja þá staði sem falla undir hina víðu afmörkun ákvæðisins Ferðamannastaðir sem geta sótt um aðild að náttúrupassa Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. náttúrupassafrumvarpsins geta ferðamannastaðir í eigu annarra en opinberra aðila orðið aðilar að náttúrupassakerfinu og verða þá að sækja um það til Ferðamálastofu.26 Í texta ákvæðisins er reyndar ekki getið um staði í umsjón opinberra aðila en eins og áður er rakið eiga þeir sjálfkrafa aðild að náttúrupassanum, sbr. 1. mgr. 4. gr. Hlýtur Landmannalaugar og Hrafntinnusker nefnd sem dæmi um ferðamannastaði innan þess svæðis. Hér virðist því ekki fullkomið samræmi Ástæða er til að gera athugasemd við orðalagið að staðir" geti sótt um aðild. Staðir geta sem slíkir ekki verið aðilar að réttindum eða borið skyldur. 8

9 því að verða að ætla að ákvæði 2. mgr. 4. gr. taki eingöngu til ferðamannastaða sem hvorki eru í eigu eða umsjón opinberra aðila. Ferðamálastofa skal samkvæmt ákvæðinu taka ákvörðun um aðild á grundvelli þeirra markmiða sem fram koma í 1. gr. frumvarpsins og skilgreiningar á ferðamannastað skv. 1. mgr. Ekki eru frekari leiðbeiningar um grundvöll ákvarðanatöku Ferðamálastofu. Hér að framan var bent á það að skilgreiningin á hugtakinu ferðamannastaður er afskaplega víð og lítt afmarkandi og veitir því ekki skýrar leiðbeiningar um það hvaða staði kæmi til álita að samþykkja inn í náttúrupassakerfið. Ekki verður séð að markmiðsákvæði frumvarpsins veiti þar mikla hjálp. Hafa verður í huga að ákvörðun Ferðamálastofu um aðild að náttúrupassakerfinu er í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Það er því óheppilegt að ekki séu skýrari leiðbeiningar um þau sjónarmið sem Ferðamálastofa ætti að byggja ákvarðanir sínar um aðild að kerfinu á. 4.3 Listi Ferðam álastofu sam kvæ m t 4. mgr. 4. gr. Í 4. mgr. 4. gr. náttúrupassafrumvarpsins segir að Ferðamálastofa skuli á hverjum tíma halda úti uppfærðum og aðgengilegum lista yfir þá ferðamannastaði á Íslandi sem eiga aðild að náttúrupassa í samræmi við 1. og 2. mgr. Samkvæmt orðalagi ákvæðisins ætti listi Ferðamálastofu að ná til allra þeirra staða sem hægt er að fella undir skilgreiningu 1. mgr. 4. gr. og þeirra staða sem samþykktir yrðu inn í kerfið á grundvelli 2. mgr. Það mætti ráða af athugasemdum við frumvarpið og af framsöguræðu iðnaðar- og viðskiptaráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að það væri lagt í vald Ferðamálastofu að velja þá staði sem fara eigi á listann, að minnsta kosti til að byrja með og að stofan geti svo aukið við hann samkvæmt eigin mati á því hvert aðdráttarafl staðanna er. Í almennum athugasemdum við frumvarpið (kafla 3.1) segir að á fyrstu árum gildistíma náttúrupassa, megi gera ráð fyrir að á lista yfir ferðamannastaði sem eiga aðild að náttúrupassa verði taldir upp helstu ferðamannastaðir á landinu. Þegar fram í [sæki megi] búast við að fleiri ferðamannastaðir bætist á listann, bæði í opinberri eigu og einkaeigu, þ.e. eftir því sem uppbyggingu nýrra ferðamannastaða [miði] áfram." Þessi ummæli eru ekki í samræmi við eðlilega orðskýringu ákvæða frumvarpsins. Eins og að framan er getið verður orðalag 1. mgr. 4. gr. vart skilið öðruvísi en svo að ótal margir staðir á Íslandi séu sjálfkrafa hluti náttúrupassakerfisins og og ekkert kemur fram í frumvarpinu um heimild Ferðamálastofu til að þrengja þá afmörkun frumvarpsins með einhverjum hætti, til dæmis með því að miða hana við uppbyggingu staðanna, ástand þeirra eða fjölda ferðamanna sem þangað sækja. Þegar iðnaðar- og viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpinu sagði hún eftirfarandi um það á hvaða stöðum yrði krafist náttúrupassa: Þetta eru tíu til tólf staðir sem við vitum svona í megindráttum hverjir eru. Þetta eru þeir staðir þar sem ásókn ferðamanna er þegar mikil. [...] Þetta eru staðir eins og Gullfoss, Skógafoss, Dimmuborgir, Skaftafell og já Þingvellir."27 Hér virðist það sama uppi á teningnum, ummælin samrýmast ekki eðlilegri orðskýringu lþ , 455. mál, 59. fundur 29. jan

10 frumvarpsins. Það kann að vera að ráðherrann eigi við að eftirlitsmenn verði eingöngu á þessum stöðum til að byrja með en það breytir ekki því að skylda til að hafa náttúrupassa nær til miklu fleiri staða. 4.4 Sam spil ákvæða um náttúrupassa og ákvæða náttúruverndarlaga um alm annarétt Yrði frumvarp um náttúrupassa að lögum myndu þau ganga framar gildandi náttúruverndarlögum nr. 44/1999. Bæði leiðir það af því að þau myndu teljast sérlög gagnvart almennum ákvæðum gildandi náttúruverndarlaga um almannarétt (reglan um lexspecialis) og einnig af því að yngri lög ganga almennt framar eldri lögum (reglan um lex posterior). Hér er hins vegar einnig á það að líta að samþykkt hafa verið ný náttúruverndarlög sem hafa enn ekki tekið gildi. Samkvæmt ákvörðun Alþingis munu þau taka gildi 1. júlí Nýju náttúruverndarlögin hafa að geyma sambærileg ákvæði um almannarétt og gildandi lög þó svolitlar breytingar hafi verið gerðar. Yrði frumvarp um náttúrupassa að lögum og tæki gildi áður en að gildistöku nýrra náttúruverndarlaga kæmi vaknar aftur spurningin um forgang og hvort ný náttúruverndarlög myndu við gildistöku sína ganga framar á grundvelli lex posterior reglunnar. Því er til að svara að í íslenskum rétti hefur verið litið þannig á að þegar forgangsreglurnar lex posterior og lex specialis takast á gildi almennt að sérregla í eldri lögum víki til hliðar almennri reglu yngri laga nema sérstök sjónarmið leiði til annarrar niðurstöðu.28 Ákvæði nýrra náttúruverndarlaga um almannarétt myndi samkvæmt þessu ekki hagga við ákvæðum laga um náttúrupassa. 5 Niðurstaða Hér hefur verið fjallað um frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa. Bent hefur verið á að eðlileg lögskýring 1. og 2. mgr. 4. gr. frumvarpsins leiði til þeirrar niðurstöðu að gjaldskyldan sem frumvarpið kveður á um sé afar víðtæk. Hér skiptir máli annars vegar hversu víð skilgreining hugtaksins ferðamannastaður í frumvarpinu er og hins vegar hvernig ákvæðin um aðild að náttúrupassanum eru sett fram. Í reynd er gjaldskyldan svo víðtæk að spurning er hvort meginreglunni um frelsi almennings til farar um óræktað land og dvalar þar verði ekki í reynd kastað fyrir róða verði frumvarpið að lögum. Í umræðum um frumvarpið hefur verið bent á að gjaldið fyrir náttúrupassann sé ekki hátt og þar með sé fyrirkomulagið ekki mjög íþyngjandi fyrir landsmenn. Í því sambandi verður að benda á að fjárhæð gjaldsins skiptir ekki meginmáli þegar metin eru áhrif frumvarpsins á almannaréttinn. Fyrirkomulagið sem það mælir fyrir um felur í sér grundvallarbreytingu á réttindum almennings sem viðurkennd hafa verið frá upphafi byggðar á Íslandi. Hætt er við að svo afgerandi skerðing eins og sú sem felst í frumvarpinu myndi fela í sér endalok þessa forna réttar. Í umsögninni var vikið að hugmyndum sem fram hafa komið á Norðurlöndunum um það hvernig hægt væri að bregðast við þeim vanda sem skapast af síauknum ágangi á vinsæla 28 Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar. Háskólinn í Reykjavík og JPV útgáfa 2008, bls

11 ferðamannastaði og veldur jafnvel náttúruspjöllum auk óhagræðis fyrir landeigendur. Þær hugmyndir eiga það sammerkt að standa vörð um kjarna almannaréttarins. Enn hafa þær þó ekki leitt til lagabreytinga í Noregi og Svíþjóð enda þarf að skoða rækilega afleiðingar slíkra breytinga áður en í þær er ráðist, m.a. fyrir almenning, landeigendur, ferðaþjónustuna, skóla og frjáls félagasamtök. Frumvarp um náttúrupassa snertir m.a. mikilvæg réttindi almennings. Ekki er að sjá að afleiðingar þess hafi verið metnar að öðru leyti en því sem snýr að efnahagslegum þáttum. Nauðsynlegt er að ígrunda slíka lagasetningu mun betur en virðist hafa verið gert við samningu þessa frumvarps. Tel ég því mjög varhugavert að samþykkja það. Reykjavík, 20. febrúar 2015 Aagot Vigdís Óskarsdóttir 11

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Félag löggiltra endurskobenda Reykjavík 25. apríl 2005 Tilv. FLE 19-2005 Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd c/o Stefán Árni Auðólfsson, nefndarritari

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA Islándska Bankföreningen Bankers' Association of lceland Alþingi, Reykjavík, 1. febrúar 1996 Alþingi efiiahags- og viðskiptanefiid, /9 ( 0 -* jo Þórshamri v. Templarasund,

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar Efnisyfirlit. 1.0 Inngangur... 3 1.1 Almennt... 3 1.2 Afmörkun ritgerðarefnis og umfjöllunarefni... 4 1.3 Fræðikerfi lögfræðinnar... 6 2.0 Umhverfisvernd... 8 2.1 Almennt... 8 2.2 Réttarheimildir... 9

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

SAG 203. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn. Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson

SAG 203. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn. Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson SAG 203 Nýir tímar Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta Verkefnasafn Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson Netútgáfa Mál og menning Reykjavík 2007 1 Nýir tímar. Saga Íslands og

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s Klart språk i Norden Titel: Forfatter: Islandsk klarsprog som forskningsområde Ari Páll Kristinsson Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s. 41-44 URL: http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/ksn/issue/archive

Læs mere

Hvað er kennitöluflakk?

Hvað er kennitöluflakk? Hvað er kennitöluflakk? Kennitöluflakk felur í sér að viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Erindi nr. Þ / Grant Thomton

Erindi nr. Þ / Grant Thomton Löggiltir endurskoðendur - skattasvið A iþm gi. Erindi nr. Þ / Grant Thomton kom udagur 2S.v. 2005" w ant i nornton Alþingi B.t. Efnahags- og viðskiptanefndar Kirkjustræti 2 150 Reykjavík Reykjavík, 25.

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1 Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1. En kort sammenfatning vedrørende kommunernes ret til pålægning af skat. Den første januar 2004 fandes der 105 kommuner i Island. Kommunerne

Læs mere

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur 13.2. 2 12. Febrúar 2008 Eftirfarandi er athugasemd Félags geislafræðinga vegna Frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegan flutnings á útgáfu starfsleyfa til

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2 Ásmundur G. Vilhjálmsson lömaður Skiptin á skattlaninarréttinum milli heimilisfestarlands o keldulands 1 ) 2 183 1 Hutakið kelduland er hér notað yfir það sem á öðrum Norðurlöndum er kallað kildeland en

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012

Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012 Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Reykjavík, 18. febrúar 2012 Efni: Umsögn Skjásins ehf. vegna breytinga á lögum um Ríkisútvarpið

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag

Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag 4 Alíslenskir matreiðsluþættir í sjónvarpi og á netinu 10 24 Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? Vaxtarsprotar útskrifaðir á Austurlandi Blaðauki um garðyrkju og gróður fylgir Bændablaðinu

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. HEIMILDASKRÁ Alþingistíðindi. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. Arvid Frihagen: Villfarelse og ugyldighet i forvaltningsretten. Osló 1966. Aslak Syse: Materielle

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1373 794. mál. Frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015 2016.) I. KAFLI Markmið. Aðstoðarhæft nám. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 37

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag 7 Mun beita mér áfram gegn aðild að Evrópusambandinu 10 Íslenskir sauðfjárbændur eiga að framleiða meira 12 Menn verða að fá umbun fyrir framleiðsluna Tillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Leiðbeinandi: Unnur Edda Sveinsdóttir Desember 2014 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa?

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Skilorðsbundin ákærufrestun ungmenna skv. 56. gr. hgl. og samanburður við önnur úrræði íslenska og danska réttarkerfisins. -Meistararitgerð

Læs mere