Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627"

Transkript

1 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1

2 Formáli Ritgerðin, sem hér liggur fyrir, er þáttur af athugunum mínum á Tyrkjaráninu. Efnið er viðamikið og af hagkvæmnisástæðum reyndist nauðsynlegt að stúka það niður í afmarkaða þætti. Hér eru það heimildirnar og sagnaritunin sem fengist er við. Vonandi er hér eitthvað nýtilegt, bæði um Tyrkjaránið og sagnaritunina í landinu á 17. öld. Áður hef ég fengist við eina afmarkaða spurningu hverjir Tyrkjaránsmennirnir voru, einkum af hvaða þjóðerni. 1 Næsti áfangi verður samningarnir um endurkaup fanga frá Algeirsborg þar sem fengist verður við óutgefin og ókönnuð skjöl á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn. Síðan er á dagskrá að kanna alþjóðlegt samhengi ránsins. Lengst af þótti mér Tyrkjaránið vera vandræðagripur í Íslandssögunni. Auk þess að vera óhugnanlegt var það eins og aðskotahlutur sem hvergi átti heima í samhengi þjóðarsögunnar. Þegar ég tók að fást nokkuð við sögu Afríku fyrir um fimmtán árum varð ljóst að Tyrkjaránið var þrátt fyrir allt vitnisburður um helstu tengsl Íslands við þessa suðrænu álfu á fyrri öldum. Hernaður er samskiptaform þótt frumstætt sé. Ekki vissi ég þá hve margir þræðir Tyrkjaránsins lágu til Evrópulanda. Þessi hernaðaraðgerð er einnig saga þeirra landa auk þess að vera einstæður kafli í sögu Norður-Afríku, Miðjarðarhafsins og Tyrkjaveldis. Af þessu má vera ljóst að róa þarf á mörg mið til að rekja alla þræði Tyrkjaránsins. Í þessari ritgerð er þó mest dorgað á heimaslóð. Reynt er að skoða hugi þeirra íslensku sagnaritara sem skráðu frásagnir um þessi stórtíðindi. Notaðar eru frumheimildir þar sem þess er kostur og allajafna prentaðar útgáfur þeirra, einkum hin mikla útgáfa Jóns Þorkelssonar, Tyrkjaránið á Íslandi Þar sem fjallað er um sagnaritun í Evrópu á 17. öld, og Danmörku sérstaklega, er þó treyst á athuganir annarra og stuðst við vel virt fræðirit. Að mér tókst að sinna þessu verki á ég að þakka ákvæði í kjarasamningum kennara um árs orlof á launum til að mennta sig frekar. Vinnustundirnar hafa síðan verið einna drýgstar á Árnastofnun í Kaupmannahöfn og á heimili mínu í Lundi. 1 Þorsteinn Helgason, Hverjir voru Tyrkjaránsmenn?, Saga, tímarit Sögufélags. XXXIII Tyrkjaránið á Íslandi Sögufélag gaf út. [Ritstjóri Jón Þorkelsson.] (Sögurit IV.) Reykjavík Framvegis nefnt TÍ. 2

3 Félagar mínir í sagnfræðingastétt hafa jafnan sýnt þessi verkefni mínu áhuga og hvatt mig óspart. Svo hefur raunar einnig verið um aðra sem hafa haft spurnir af þessu tiltæki. Áhuginn á þessum sögulegu viðburðum er augljóslega mikill. Fyrir allt þetta ber að þakka. Að lokum nokkur varnaðarorð: Í þessari ritgerð verða nokkur hugtök höfð um hönd sem mönnum eru ekki töm á okkar tímum eða hafa aðra merkingu en nú tíðkast. Helst er þar að nefna Tyrki sem haft var um alla fylgjendur spámannsins Múhameðs við Miðjarðarhafið og þar á meðal í Norður-Afríku. Þetta byggði m.a. á þeim veruleika að formleg yfirráð Tyrkjaveldis náðu yfir norðurhluta Afríku allt til Marokkó. En stundum voru þegnar Marokkó líka nefndir Tyrkir í evrópskum heimildum og lönd þeirra Tyrkerí eða Barbarí. Síðarnefnda heitið var þó almennast notað um alla Norður-Afríku vestan Egyptalands. Barbaríið dregur að líkindum nafn sitt af Berbum en hefur fengið neikvæðan blæ á seinni tímum. Heiti ritgerðarinnar er fengið að láni hjá Birni á Skarðsá, í formála hans fyrir Tyrkjaránssögu sinni. 3 Lundi, 2. október 1996 Þorsteinn Helgason 3 TÍ

4 Efnisyfirlit I. TYRKJARÁNIÐ 1. Atburðarásin Tyrkjaránið með þjóðinni Hvað athugað skal II. HEFÐIN 1. Evrópsk sagnaritun fram að Sagnaritun í danska konungsveldinu á 17. öld III. HEIMILDIR OG FRÆÐI 1. Íslenskar frumheimildir og afskriftir Glataðar heimildir Þjóðin var fróð Útgáfa Jóns Þorkelssonar Íslensk fræði um Tyrkjaránið Danskar heimildir Tyrkjaránið í erlendum heimildum og fræðiritum Dæmi af týndu skipi IV. HUGMYNDAFRÆÐI SAGNARITUNAR 1. Fyrirmyndir Yfirlýst markmið Að taka saman tíðindi og tilburði Upp á von og ævintýr Varið land Trúarlegur lærdómur Dæmi af píslarsögu Allt er takmörkunum háð V. ALÞJÓÐLEG SAGA VI. SAMANTEKT OG NIÐURSTÖÐUR Heimildaskrá

5 I. TYRKJARÁNIÐ 1. Atburðarásin Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum, var annar upprunninn í borginni Salé í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu en hinn var frá Algeirsborg og birtist á Íslandi hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og þá hvar þeir höfðu viðdvöl á leiðinni liggur ekki augum uppi. Um þessar mundir áttu Hollendingar og Englendingar enn á ný í stríði við Spánarveldið eftir nokkurt friðartímabil á undan. Báðir aðilar sóttust eftir stuðningi erfðafjenda Spánar við Miðjarðarhafið, Marokkómanna og ráðamanna í Algeirsborg. Danakonungur var hins vegar upptekinn í stríði við kaþólska keisaraherinn í Norður-Þýskalandi. Fyrri hópur ránsmanna tók land í Grindavík 20. júní, hertók þar 15 Íslendinga, gerði tvo óvíga og tók tvö skip með áhöfn og annað herfang, stefndi síðan til Bessastaða en skip þeirra steytti á skeri. Urðu þeir frá að hverfa daginn eftir Jónsmessu og héldu til heimahafnar í Salé þar sem fólkið var selt í þrældóm. Foringi ránsmanna og aðmíráll var nefndur Múrat Reis. Hinn hópurinn rændi á Austfjörðum dagana júlí og náði fólki á mörgum bæjum í Berufirði og Breiðdal, ennfremur búsmala, kirkjumunum, silfri og öðru verðmæti auk kaupskips í Djúpavogi sem ránsmenn hirtu varninginn úr en skutu síðan í kaf. Austfjarðaþokan varð sumum búendum til bjargar og þegar til Fáskrúðsfjarðar kom voru allir flúnir. Mótvindur hindraði lengri siglingu norður eftir Austurlandi og sneru ránsmenn við með 110 Austfirðinga innanborðs auk dönsku áhafnarinnar af kaupskipinu en níu voru fallnir í valinn. Nú var haldið vestur með suðurströndinni með annað ræningjaskip í slagtogi sem nýkomið var. Á leiðinni rákust ránsmenn á enska duggu með níu manna áhöfn og knúðu skipsmennina til að vísa sér góða leið til Vestmannaeyja. Sást til þeirra úr Eyjum mánudaginn 16. júlí. Nokkur viðbúnaður var í Vestmannaeyjum en ránsmenn gengu á land á óvæntum stað sem síðan heitir Ræningjatangi og brast flótti í lið eyjamanna. Skipherrann á danska kaupskipinu og kaupmaðurinn í Eyjum björguðust með því að róa lífróður til lands ásamt fylgdarliði sínu. Ræningjarnir fóru nú sínu fram í þrjá daga, smöluðu fólki saman í verslunarhúsin (Dönskuhús) 5

6 og felldu líklega þrjátíu og fjóra í herferðinni, þar á meðal annan sóknarprestinn, séra Jón Þorsteinsson. Hinn presturinn, Ólafur Egilsson, sem var nokkuð við aldur, var hertekinn ásamt konu sinni og börnum. Ránsmenn tóku eitt verslunarskip og annað fémætt, sem þeir fundu, en brenndu loks Landakirkju og Dönskuhús ásamt gömlu fólki sem þeir hirtu ekki um að hafa með sér. Grimmastir þóttu þeir ránsmenn vera sem verið höfðu kristnir en fallið frá trú sinni. Flestar heimildir telja að 242 hafi verið hernumdir í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum. Ránsmenn undu upp segl þann 19. júlí, sigldu með austanfólkið og Vestmannaeyingana til Algeirsborgar og seldu mansali þegar borgarhöfðinginn var búinn að velja úr hópnum svo sem honum bar. Allmargir létust af sjúkdómum í nýju heimkynnunum en nokkrum tókst að kaupa sér frelsi og jafnvel að komast til metorða. Nærri eitt hundrað köstuðu trúnni næstu árin, einkum börn og ungmenni. Samkvæmt skrá, sem Íslendingar í Algeirsborg tóku saman 1635, vissu þeir um 70 fullorðna Íslendinga sem enn voru við trú og góða samvisku og á lífi. Skömmu eftir komuna til Algeirsborgar var séra Ólafur Egilsson látinn laus í þeim tilgangi að hann færi heim til að heimta lausnarfé. Eftir mikla hrakninga komst hann loks til Kaupmannahafnar þar sem ástandið var hörmulegt eftir ófarir konungs og tapaðar eigur krúnunnar. Konungur lagði því ekki mikið til í svipinn en söfnun hófst þó, bæði á Íslandi og í Danmörku, einkum á vegum kirkjunnar en með hvatningu konungsvaldsins. Söfnunin gekk hægt og flókið var að semja um útlausn þrælanna. Liðu níu ár þar til 34 íslenskir fangar voru keyptir lausir í Algeirsborg og byrjuðu reisu sína heim. Sex þeirra létust á leiðinni, einn varð eftir í Lukkustað (Glückstadt) en tuttugu og sjö komu til Íslands. Nokkrir komust heim eftir öðrum leiðum, ýmist á undan eða eftir stóra hópnum. Þekktust þeirra, sem keypt voru heim, var Guðríður Símonardóttir er giftist Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi. Dönsk stjórnvöld gerðu frekari tilraunir til að kaupa þegna sína úr haldi og höfðu nokkurn árangur af því starfi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað af því fríkeypta fólki varð. Strax eftir Tyrkjaránið fóru Íslendingar að skrifa um það og eru miklar heimildir til um þessi stórtíðindi. Tyrkjaránið var álitið refsing guðs fyrir syndugt líferni og reyndu lærðir menn að draga lærdóm af hörmungunum. Guð leggur krossinn upp á til þess að hans blessaða nafn verði lofað og prísað, sagði Ólafur Egilsson. 6

7 2. Tyrkjaránið með þjóðinni Sagan um Tyrkjaránið hefur verið margsögð á Íslandi frá því að þessir atburðir voru fyrst færðir í letur í bréfum, ferðasögum og frásögum skömmu eftir að þeir gerðust. Margar missagnir hafa jafnan fylgt sögunni, allt til þessa dags, jafnvel þar sem frumheimildirnar gefa ekki tilefni til. Til dæmis gleymist oft að greina ránsmannaflokkinn í tvennt en í staðinn er hann ranglega talinn allur kominn frá Algeirsborg. 4 Tyrkjaránið er minnisstæð hrollvekja í Íslandssögunni. Það er svo lifandi í hugum Íslendinga að óhætt þykir í dagblöðum að nota það sem viðmið sem allir eiga að kannast við. 5 Er ekki fráleitt að ætla að það sé þekktara meðal almennings en Örlygsstaðabardagi eða Þjóðfundurinn svo að dæmi séu tekin. Sjaldan er saga landsins sögð í heild sinni án þess að Tyrkjaránið sé talið með. Það er jafnan á blaði þegar saga einstakra byggðarlaga er rakin, t.d. Grindavíkur og Bessastaða en einkum þó Vestmannaeyja þar sem ránsmenn herjuðu um alla byggðina og tiltölulega fáir sluppu undan. 6 Í Eyjum hafa atburðirnir lifað í huga fólks allt til þessa dags 7 enda eru 4 Nýleg dæmi um þetta: a. Jón Þ. Þór, Saga Grindavíkur frá landnámi til Grindavíkurbær Í þessum kafla, sem fjallar um rán Marokkómanna í Grindavík, eru það nefnt strandhögg sjóvíkinga sunnan úr Alsír en þó eru þeir taldir snúa aftur til heimahafnar í Kyle á norðurströnd Afríku. Kyle er oftar kölluð Salé og er í Marokkó, nú hluti af höfuborginni, Rabat. b. Einar Laxness, Íslands saga, s-ö. (Alfræði Vöku-Helgafells.) Reykjavík Þar eru ránsmenn allir taldir koma frá Alsír en á meðfylgjandi korti eru þeir þó sýndir koma bæði frá Algeirsborg og Salé. Borgirnar eru báðar settar í ríkið Alsír. c. Íslenskur söguatlas. 1. bd. Frá öndverðu til 18. aldar. Ritstj. Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansso n. Reykjavík Mjög keimlík frásögn og kort og í b. Þessi ranghermi eru skiljanleg meðan ekki sést neinn merkingarmunur á þessum tveim stöðum, t.d. það að önnur var innan Tyrkjaveldis og hin utan. 5 Tvö dæmi frá 1992: Grein um deilu Íslendin ga og Tyrkja um það hvaða sérstafir skuli haldast í alþjóðlegum stafastöðlum er einfaldlega nefnd Tyrkjaránið. Morgunblaðið, Grein sem Dagfari skrifar um forræðisdeilu Sophiu Hansen og Tyrkjans Halim Al kallar hann Tyrkjarán hið nýja. DV, Eitt dæmi frá 1995: Fyrir landsleik Íslands og Tyrklands í knattspyrnu var auglýst með heilsíðuauglýsingum í dagblöðum: Mætum öll og látum Tyrkina ekki ræna okkur aftur. Morgunblaðið, 8. og 11. okt Athyglisvert er að í öllum þessum dæmum er vísað til ránsmanna sem landsmanna í Tyrklandi, ekki í Norður-Afríku. Enda hafa Tyrkir nútímans goldið málsins. Þegar bók um íslenska hestinn kom út í Þýskalandi 1990 lagði útgefandinn til að sleppt yrði þjóðsögunni um hestinn sem sló tvo Tyrki í hel í Grindavík vegna þess að slík saga væri ekki vel séð í landi sem væri fullt af tyrkneskum innflytjendum. (Bréf bókarhöfundarins, Úlfs Friðrikssonar, til höfundar þessarar ritgerðar, 6. júní 1995.) 6 Þetta þarf þó að athuga nánar eftir þeim (takmörkuðu) upplýsingum sem til eru um íbúafjölda í Vestmanneyjum fyrir og eftir rán. Í bréfi Benedikts Halldórssonar, sem skrifað er skömmu eftir ránið, er talið að 60 hafi verið eftir af 500 íbúum eyjanna. Þetta er ágiskun út í bláinn eins og fleira í þessu bréfi og síðar verið vikið að. 7 Þetta hef ég eftir samtölum við nokkra Vestmannaeyinga sem segja t.d. að Tyrkirnir hafi komið fyrir í leikjum barna. Þarna er fróðlegt rannsóknarefni. 7

8 kennileiti og örnefni til staðar að minna fólk á landgöngustaði, flóttaleiðir, skjól og virki: Ræningjatangi þar sem ránsmenn lentu bátum sínum, Hundraðsmannahellir sem sagt er að margir eyjaskeggjar hafi dulist í og bjargað þannig lífi sínu, Sængurkonusteinn en þar ól flóttakona barn og Tyrki hlífði henni og breiddi yfir hana klæði, segir þjóðsagan; Skansinn, varnarvirkið sem hlaðið var að mestu eftir Tyrkjarán 8. Á seinni hluta 18. aldar var enn höfð vakt allar sumarnætur á Helgafelli í Vestmanneyjum og áttu vökumen að gæta að hvort þeir sæu nockur ófridar líkinde, styckium skoteð af skipum eða Bátar frá þeim að lande róa... 9 Þjóðsögur og örnefni eru til víðar á landinu sem minna á tyrkneska ránsmenn, jafnvel í tengslum við staði sem þeir komu sannanlega aldrei á. Jón Árnason segir um Tyrkja frá Algier við flokkinn ræningjasögur í þjóðsagnasafni sínu um miðja 19. öld: sagt er að Grímseyíngar kunni enn ýmsar sögur um rán þeirra hér, og til skamms tíma hefir það verið venja þar, að prestar hafi á tilteknum dögum predikað móti Tyrkjum. 10 Fráleitt er að Tyrkir hafi komið til Grímseyjar og ekki komust þeir heldur til Stöðvarfjarðar að því er samtímaheimildir greina. Óskráð örnefnasaga hefur þó varðveist um ránsmenn á þeim slóðum. Tyrkir áttu að hafa skotið á eftir fólki sem flýði upp í kvos í fjallinu Steðja á Stöðvarfirði. En það orsakaði hrun úr fjallinu og féll stór grjótskriða yfir Tyrkina og grandaði þeim, en heimamenn sakaði ekki. Enn er stórgrýtisurð mikil þarna neðan undir, og heitir hún Tyrkjaurð Sjá m.a. Tyrkjaránið á Íslandi. Sögufélag gaf út. Reykjavík XXIX-XXXV. 9 S. Magnüssen Holm [Sæmundur Magnússon Hólm], Westman=øe Beskrivelse Konunglega bókasafnið, Khöfn. Ny kgl samling to. 10 Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. Safnað hefir Jón Árnason. 1. bd. Leipzig Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. II. Reykjavík Magnús Þórðarson fv. loftskeytamaður í bréfi til höfundar, Söguna hefur hann eftir föður sínum, Þórði Magnússyni útvegsbónda á Einarsstöðum. Um þjóðsögur og örnefni sem tengjast Tyrkjum, Tyrkjaráni og Tyrkja-Guddu, sjá einkum: a) Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. I. Reykjavík , 458, , 640. II. Reykjavík III. Reykjavík , 597, 611. IV. Reykjavík , 161. b) Huld. Safn alþýðlegra fræða íslenzkra. Útgefendur: Hannes Þorsteinsson, Jón Þorkelsson, Ólafur Davíðsson, Pálmi Pálsson, Valdimar Ásmundsson. Önnur útg. I. Reykjavík c) Íslenzkar þjóðsögur. Safnað hefur Ólafur Davíðsson. I. Akureyri c) Íslenzkar þjóð-sögur og -sagnir. Safnað hefur og skráð Sigfús Sigfússon. XII. Reykjavík d) Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Einar Ól. Sveinsson tók saman. Reykjavík e) TÍ, XXVI-XXXIV. 8

9 Eitthvað er um orðtök og talshætti í íslensku sem minna á Tyrki. 12 Skáld og listamenn hafa fjallað um Tyrkjaránið út frá örlögum hernumda fólksins, ekki síst um hlutskipti Guðríðar Símonardóttur sem í alþýðumunni fékk nafnið Tyrkja-Gudda. Nýlegt dæmi er leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur, Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms, sem frumflutt var í Hallgrímskirkju 1995 og gefið út á prenti í kjölfarið á sýningunni. 13 Á sama ári söng Sverrir Stormsker á plötu eigið lag við kersknisvísu sína, Tyrkja-Guddu. Af myndlistarverkum má nefna málverk Jóhannesar Kjarvals, Tyrkja-Guddu (í eigu Hótels Holts) sem með teiknandi pensildráttum sýnir andlitsmynd Guðríðar og fullbúið seglskip til hliðar. Ennfremur má telja stórt málverk sem Þorvaldur Skúlason málaði fyrir sögusýningu í Menntaskólanum í Reykjavík vegna lýðveldisstofnunar 1944 og kallast Tyrkjaránið, verk sem sækir greinilega innblástur í annað málverk sem fjallar um skyndiárás þrem öldum síðar, Guernicu Picassos. Kvikmyndamenn hafa einnig sýnt málinu áhuga. Mér er persónulega kunnugt um fimm mismunandi aðila sem hafa haft áform á prjónunum um heimildarmyndir með mismunandi miklu skáldskaparívafi en með Tyrkjarán að bakgrunni eða aðalefni. Engar hafa þær séð dagsins ljós enn sem komið er. Spurnir hef ég af tveim íslenskum rithöfundum sem eru með skáldsögur í bígerð með veruleika Tyrkjaránsins að baksviði. Þeir ætla að að byrja sögur sínar þar sem heimildunum sleppir og búa til örlög handa þeim löndum sem eftir urðu í Barbaríinu. 12 Að standa eins og hundtyrki við Hamarsá, er orðtak sem mun notað á Austfjörðum um ráðlausan mann, skv. Kristjönu Bergsdóttur. Bréf Önnu Agnarsdóttur til höfundar, dags Heimildir greina að Tyrkir hafi orðið að snúa við þegar kom að Hamarsá þar sem hún var ófær en hefðu rænt allan Álftafjörð ella. 13 Steinunn Jóhannesdóttir, Heimur Guðríðar. Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms. Reykjavík

10 3. Hvað athugað skal Tyrkjaránið á Íslandi 1627 er margþætt rannsóknarefni og má nálgast það frá mörgum sjónarhornum. Það er hluti af þjóðarsögu Íslendinga, það kemur ófrávíkjanlega við sögu danska konungsríkisins en það varpar einnig ljósi á atburði og ástand í Evrópu, við Miðjarðarhaf og raunar veraldarsöguna - eins og veraldarsagan getur skýrt myndina af Tyrkjaráninu. Því skal slegið fram hér strax að heimildirnar um Tyrkjaránið séu óvenjumiklar, hvort sem miðað er við tímaskeið atburðanna eða viðlíka tíðindi erlendis. Sautjánda öldin er hins vegar öskubuska í sagnfræðinni, á Íslandi eins og víðar í Evrópu. Af miðöldum, sem á undan fara, stafar nokkrum ljóma og margir sinna þeim eins og vert er. Átjánda öldin er upplýstur tími og vænleg til könnunar. En þar á milli er þokusamt og villugjarnt og fáar stikurnar sem fræðimenn hafa rekið niður til að vísa veginn. Ýmislegt þykir engu að síður áhugavert á sautjándu öld enda var margt á seyði. Hafa allmargir þættir verið kannaðir og skal þar nefna þrjátíu ára stríðið, borgarastríð og byltingar á Englandi, einveldisþróunina, 14 vísindabyltinguna og galdrafárið. Á Norðurlöndum hafa átökin milli danska konungsríkisins og vaxandi veldis Svía ávallt verið rannsóknarefni. Það sem hefur vafist fyrir mönnum er að draga upp heildarmynd af tímabilinu; mönnum þykir það ruglingslegt og ósamstætt. Þessi skortur á heildarmynd getur hins vegar reynst kostur ef að er gáð því rannsakandinn verður óbundnari og þarf ekki að játast undir fastmótaðar kenningar, nauðugur viljugur. Heimildirnar um Tyrkjaránið hafa dregið upp heildstæða mynd af ráninu og Íslendingar hafa tekið þeim og trúað eins og þær koma fyrir. Þetta er þó varasamt þar sem meirihluti þeirra eru frásagnarheimildir og í þeim rúmast margs konar hugmyndafræðileg skekkjutilefni. Ennfremur hefur lítið verið gert til að tengja saman íslenskar og erlendar heimildir. Þeim erlendu fræðimönnum, sem hafa haft spurnir af Tyrkjaráninu, hefur þótt það merkilegt. Engu að síður fellur það oftast í skuggann af öðrum stórtíðindum á sama tíma og einkum þrjátíu ára stríðinu. Er það í samræmi við ætlun ránsmanna frá upphafi; ránið skyldi ekki auglýst. Forsendan fyrir því að þessi djarfa herferð tókst var að hún hvarf í skuggann fyrir hernaðaraðgerðum evrópskra stórvelda á sama tíma. 14 Hér skal einungis nefnt eitt norrænt verkefni sem var eitt meginefnið á 19. þingi norrænna sagnfræðinga í Odense 1984, Magtstaten i Norden i 1600-tallet og dens sociale konsekvenser. Frá þessu er m.a. sagt í Skiss till maktstatsprojekt. Sektionsrapport till XX nordiska historikerkongressen Reykjavik Åbo

11 Af þessum ástæðum hefur smám saman orðið ljóst að heimildirnar eru rannsóknarefni út af fyrir sig og raunar nauðsynlegt að skoða þær í krók og kring svo að þær leiði ekki rannsakandann á villugötur. Hins vegar má vænta þess að hugmyndafræðilegu skekkjutilefnin gefi ýmsar upplýsingar um aldaranda og hugarfar. Í þessari ritgerð er viðfangsefnið því heimildakönnun, athugun rithefðar og greinargerð fyrir sagnaritun og rannsóknum. Á þessum grunni verður síðan byggt við annað tækifæri þegar atburðarásin verður rakin í þaula, skoðuð og skilgreind. Athugunarefnin í þessari ritgerð eru einkum eftirfarandi: Atburðarás Tyrkjaránsins var rakin hér á undan svo að þau atriði komi fram í upphafi sem nauðsynlegt er að þekkja til vegna þess sem á eftir kemur. Jafnframt var dregin upp mynd af þeim stað sem þessir átakaviðburðir hafa í þjóðarvitund Íslendinga. Í fyrsta hluta er skyggnst um ritvöllinn í Evrópu frá endurreisnartíma til 17. aldar og sagnaritun í Danmörku sérstaklega skoðuð. Þá er athugað hvernig Íslendingar tengdust dönskum menntaheimi og hvaða straumum íslenskir sagnaritarar höfðu tækifæri til að kynnast. Í öðrum hluta er fjallað um innlendar og erlendar heimildir um Tyrkjaránið og aðra samtímaviðburði og aðstæður sem skýrt geta ránið, ennfremur um rannsóknir fræðimanna sem málið varðar. Til að létta róðurinn var gerð skrá yfir heimildir um Tyrkjaránið sem vitað er um, einkum íslenskar, bæði upprunaleg gögn og afskriftir þeirra, varðveitt skjöl og glötuð, og þeim raðað í tímaröð eftir ritunartíma. Þessi skrá er nauðsynleg forsenda rannsóknarinnar en hún er jafnframt vinnuplagg og verður bætt og aukin eftir því sem heildarrannsókninni miðar áfram, t.d. með því að bæta erlendum heimildum við hana í meira mæli. Prentaðar útgáfur heimildanna verða nokkuð kannaðar og þá fyrst og fremst hin mikla útgáfa Jóns Þorkelssonar og vinnubrögð hans athuguð. Kannað verður hvaða vitneskju erlendir fræðimenn hafa um Tyrkjaránið á Íslandi og hvaðan sú vitneskja er komin. Sagt verður frá erlendum heimildum sem snerta Tyrkjaránið, prentuðum og óprentuðum og hver von er til að áður ókunn skjöl komi í leitirnar. Loks er í þriðja hluta tekið dæmi af hvað mismunandi heimildir geta upplýst um fjölda skipa í Grindavíkurráninu. Í fjórða hluta er fengist við hugmyndafræði. Leitað er að yfirlýstum markmiðum sagnaritara Tyrkjaránsins eins og þau birtast í formálum og athugasemdum helstu sagnaritaranna, þ.e. Kláusar Eyjólfssonar, Ólafs Egilssonar og Björns á Skarðsá og athugað hvaða fyrirmyndir þeir gátu haft, í hvaða reynslusjóð þeir gátu leitað. Þá er gætt að þeim böndum sem frásagnir þeirra voru bundnar, hvað knúði sagnamennina til verka, hvort þeir 11

12 skrifuðu vísvitandi áróðursrit og hvaða lærdóm þeir vildu að menn drægju af skrifum þeirra. Þá er tekið dæmi af því hvernig fjallað er um dauða sr. Jóns Þorsteinssonar píslarvotts í mismunandi heimildum og út frá því er gælt við spurninguna: Hvað er sannleikur? Í Fimmta hluta er skyggnst um og litið á nokkur aðferðafræðileg viðfangsefni og tengsl Tyrkjaránsins við hræringar í samtíð atburðarins. Reynt er að finna Tyrkjaráninu stað sem fyrirbæri á fyrri hluta 17. aldar. Til þess þarf að leita skilgreininga og athuga stöðu sjórána á þessum tíma, ennfremur þróun þjóðréttar og kenninga um hann. Í sjötta hluta er endahnúturinn hnýttur með samantekt, niðurstöðum og heimildaskrá. 12

13 II. HEFÐIN 1. Evrópsk sagnaritun fram að 1600 Ramminn um íslensku Tyrkjaránsfrásagnirnar er um margt gamalkunnugur. Sumt má rekja allt til mælskulistar sem á uppruna sinn hjá Grikkjum til forna ef ekki lengra aftur, margt er kristilegur arfur frá miðöldum og annað má sérstaklega heimfæra á húmanismann á lokaskeiði miðalda, endurreisninni, og má þó segja að víða tengist þetta í eina heild. Auk þess eiga sagnirnar um Tyrkjaránið sinn sess í órofinni íslenskri rithefð. Hún er að sínu leyti grein á evrópskum menntameiði en með mörgum sérkennum. Einhvers konar sagnfræði hafði tíðkast í Evrópu frá fornöld. Miðaldamenn ástunduðu hana og gerðu greinarmun á historae, þ.e. res factae, og skáldskap, fabulae, en slík rit töldust res fictae. 15 Krafan um að hafa heimildir fyrir frásögn var þekkt. Engu að síður var sagnaritunin lengst af bundin venjum og reglum heimspekinnar, mælskulistarinnar og guðfræðinnar. Hún átti að vera áhrifarík eins og ræða mælskumanns og hún skyldi vera lærdómsrík og siðbætandi, hún átti að sýna leiðandi hönd guðs í allri atburðarás og hún mátti gjarna sýna endurtekningu eða hliðstæðu í samtímanum eða nálægri tíð við atburði sem sagt var frá í gamla testamenti biblíunnar. Hefð mótaðist fyrir skiptingu sögunnar í tímabil sem miðaðist við gamla testamentið, ekki síst Daníelsbók, þar sem heimsveldin risu og hnigu og náðu hámarki með Rómaveldi. Það var enn talið standa á 16. öld, að breyttu breytanda, þar sem páfadæmi og keisaraveldi voru uppistaðan. 16 Mótmælendur á 16. öld vörpuðu ekki slíkum hefðum fyrir róða. Siðbótarfrömuðurinn Lúter gerði þetta kerfi að sínu og sá hliðstæður í sögunni: Árás Karls V á Róm 1527 samsvaraði eyðingu Babýlonar og þegar Tyrkir réðust á Evrópu kom fram það sem sagði um Góg og Magóg í 20. kafla Opinberunarbókar Jóhannesar: Þegar þúsund ár eru liðin mun Satan verða leystur úr fangelsi sínu Sverrir Tómasson, Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum. Rannsókn bókmenntahefðar. Reykjavík Dickens, A.G. og Tonkin, John, The Reformation in Historical Thought. London Haddock, B.A., An Introduction to Historical Thought. London Zakai, Avihu, Reformation, History, and Eschatology in English Protestantism. History and Theory. Vol. XXVI, nr.3,

14 En hvað um annálana sem voru eitt algengasta form söguritunar á miðöldum og fram til síðustu alda? Varla gerðu annálaritarar annað en að lýsa markverðum og sérkennilegum atburðum og hengja þá á ákveðin ártöl án þess að hafa stórfelld hugmyndakerfi í huga? Bent hefur verið á að við þessa ritun hafi þeir einmitt verið að lýsa veigamikilli skoðun kristinnar kirkju - að sagan sé gjörð guðs í tímanum, atburðirnir raðist eins og tölur á band undir forsjá hans. Tímaröðin var mjög mikilvæg í trúarhugsuninni svo og stjörnufræðin sem gerði mönnum kleift að reikna tímann rétt út. 18 Á 16. og 17. öld örlar á aukinni heimildarýni, meiri nákvæmni og hlutlægni. Sagnfræðin er í umbrotum til að slíta sig frá heimspekinni, guðfræðinni og mælskulistinni. Hún verður sérstök háskólagrein í nokkrum háskólum í Þýskalandi upp úr ; í Oxford Þetta voru þó ekki nema sprotar og gamla hefðin var enn sterk. Degory Wheare, sem fyrstur settist í stól sagnfræðings í Oxfordháskóla árið 1623, bar virðingu fyrir heimildum en áleit engu að síður að history is nothing but moral philosophy, clothed in examples. 21 Ljóst er að áhuginn á sögu jókst á seinni hluta 16. aldar. Sumar ástæður eru tæknilegar: uppfinning prentlistarinnar og ódýrari pappír. Aðrar orsakir eru hugmyndalegar. Í byrjun 17. aldar velti heimspekingurinn Francis Bacon fyrir sér hinum aukna menntaáhuga: when it pleased God to call the Church of Rome to account for their degenerate manners and ceremonies... at one and the same time it was ordained by the Divine Providence that there should attend withal a renovation and new spring of all other knowledges. 22 Þarna er Bacon auðvitað að lýsa húmanismanum sem vani er að kenna við endurreisn og siðskiptahreyfingarnar voru vissulega hluti af. Ýmsar sögulegar spurningar urðu brýnar þegar Lúter, Kalvín og fleiri siðbótarmenn drógu óskeikulleik páfavaldsins í efa: Á hvaða sögulega grunni byggði páfinn forsögn sína? Nú lá á að greina hvort ákveðin skjöl væru ekta eða fölsuð. Textarýni var brýnni en áður, ekki síst á biblíustaði. 18 Werner, Karl Ferdinand, Les «structures» de l'histoire à l'âge du christianisme. Storia della Storiographia. 1986, Dickens, A.G. og Tonkin, John, The Reformation in Historical Thought Haddock, B.A., An Introduction to Historical Thought Tilv. hjá Haddock, B.A., An Introduction to Historical Thought Tilv. hjá Zakai, Avihu, Reformation, History, and Eschatology in English Protestantism. History and Theory. Vol. XXVI, nr

15 Mótmælendur þurftu að móta nýja sögu, framhjá alvaldi Rómar. Nokkrir nýjungamenn um þetta leyti, sem á seinni tímum hafa þótt skarpastir sagnfræðingar, þekktu bæði herbúðir kaþólskra og mótmælenda. Þeir höfðu slitið sig að nokkru frá yfirboðurum sínum og öðlast meiri yfirsýn og sjálfstæði í hugsun. Kalvínistar í Frakklandi eignuðust nokkra gagnrýna sagnaritara svo sem La Popelinière sem kvað markmið sagnfræðinnar vera að réciter la chose comme elle est advenue. 23 Á því væru hins vegar mörg vandkvæði vegna þess hve sagnfræðingurinn væri bundinn í báða skó af ríki og kirkju. Feneyingurinn Paolo Sarpi er orðlagður fyrir Sögu kirkjuþingsins í Trento, sem út kom í London 1619, en þar spyr hann gagnrýnna spurninga og byggir á fjölbreyttum heimildum, ritheimildum af ýmsu tagi og viðtölum við þátttakendur. 24 Loks ber að nefna Frakkann Jean Bodin (Bodinus, d. 1596) sem víðlesinn var fyrir bók sína Methodus ad facilem historiarum cognitionem. Þar mælir hann gegn mælskulistarkröfunni um skemmtun og ætlar sagnfræðinni sjálfstætt hlutverk. Einkum hafði hann þó áhuga á lögum og réttarfari og þróun þess. Áhrifaríkust er líklegast heildarsýn hans því Bodin keppti að því að gefa heildarmynd af þjóðunum, greina sérkenni þeirra og þróun og skilgreina hugtök stjórnmála og laga. Hann bætti við kenningar fornhöfundanna um áhrif loftslags á þjóðirnar, gerði þær fjölbreyttari og bætti við lýsingum á norðlægum þjóðum sem byggðu á reynslu en ekki lauslegum sögusögnum. 25 Hann var gagnrýninn á kenningar um heimsveldin sem enduðu allar á Róm í einhverri mynd. Margt hafði gerst síðan, sagði Bodin. Ekki væri hægt að ganga fram hjá stórveldum samtímans svo sem því spænska og tyrkneska öldin í Evrópu, eða tímabil sem hefst nokkru fyrir 1600 og lýkur á seinni hluta 17. aldar, hefur fengið ýmiss konar eftirmæli en algengast mun á seinni áratugum að kenna hana við kreppu. 27 Þar er átt við samdrátt í fólksfjölda, efnahagslega stöðnun, vaxandi ríkisútgjöld og skuldasöfnun, 23 Tilv. hjá Huppert, George, The Renaissance Background of Historicism. History and Theory. Vol. V Dickens, A.G. og Tonkin, John, The Reformation in Historical Thought Hassinger, Erich, Empirisch-rationaler Historismus. Seine Ausbildung in der Literatur Westeuropas von Guiccardini bis Saint-Evremond. Bern og München Huppert, George, The Renaissance Background of Historicism Umræða um kreppueinkenni áratugina kringum 1600 var undirbúin í franska sagnfræðitimaritinu Annales eftir stríð af mönnum á borð við Fernand Braudel. Síðan fékk rökræðan markvissa stefnu með grein eftir Eric Hobsbawn í enska tímaritinu Past and Present Fjölmargar aðrar fylgdu í kjölfarið og voru þær loks gefnar út í bókarformi 1965 undir heitinu Crisis in Europe, Framlag Niels Steensgaard í Historisk Tidsskrift 1966, Det Syttende Århundredes Krise þykir hið merkasta. Sjá um þetta m.a. Rabb, Theodore K., The Struggle for Stability in Early Modern Europe. New York

16 styrjaldir og jafnvel samviskukreppu. Nú hefur sagnaritunin bæst við í kreppulýsinguna. 28 Þessum kreppustimpli má ekki taka of bókstaflega; hann er m.a. til orðinn vegna þess að mönnum þótti hart að hafa ekki heiti yfir tímabilið frá endurreisn/siðaskiptum til upplýsingaraldar. Á þessu skeiði gerðist margt merkilegt í menningarefnum en um leið býsna ósamstætt. Grundvöllur var lagður að barokkhreyfingunni í myndlist en jafnhliða tíðkuðust klassísk viðhorf og ljósmyndaraunsæi hollenska skólans. 29 Öld sem státar af Cervantes, Shakespeare, Velásquez, Bernini, Rubens og Rembrandt, svo að nokkrir séu nefndir, lifði ekki í eintómum kreppuþurrki. Og á Norðurlöndum var margt að gerast. Stjórnartíð Kristjáns IV einkenndist af mikilli framkvæmdasemi og í norður-evrópskri pólítík létu Danir til sín taka, svo og Svíar á dögum Gústafs Adolfs. Stundum er 17. öldin kennd við vísindabyltingu en hún var jafnframt galdraöld. Þessi ósamstæðu einkenni hafa vafist fyrir mönnum lengi: Myrk lífsskoðun og hjátrú hlaut hér á landi að ráða miklu, ekki síður en í öðrum löndum; 17. öldin er byltingartími, hið forna og nýja er að berjast, svo sönn þekking og gömul hindurvitni blandast saman; útlendur og innlendur fróðleikur hrærist saman í undarlegan óskapnað, en í myrkrinu sjást þó allmargar bjartar stjörnur gegnum skýjarofin... Þegar líður á öldina gyllir morgunroði vísindanna hina efstu tinda, en þó birtir ekki algjörlega fyrr en á miðri 18. öld, þá rekur morgungolan burtu þokuslæðurnar og töframyndirnar hverfa. 30 Hér talar pósítifisti síðustu aldamóta sem er með það á hreinu hvar vísindunum sleppir og hindurvitnin taka við. Brautyðjendur vísindabyltingarinnar á 17. öld sáu ekki þessi skýru skil. Þeir rannsakendur,sem telja má bjartar stjörnur, höfnuðu ekki endilega því sem við teljum vera yfirnáttúrulegt. Jean Bodin, sem fyrr er nefndur vegna rökhyggjuhugsunar sinnar, lét sannfærast af galdratrú samtímans, skrifaði rit um djöfla og galdra og beitti sér fyrir ofsóknum gegn meintum galdramönnum Dickens, A.G. og Tonkin, John, The Reformation in Historical Thought. 5.kaflinn í bókinni heitir: An Age of Crisis: The Seventeenth Century. 29 Þorsteinn Helgason, Leskaflar í listasögu. Reykjavík Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga Íslands. Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun og rannsóknir, fyrr og síðar. Kaupmannahöfn II Þetta er alkunnugt, sjá t.d. Den Store Danske Encyclopædi. 3.bd. København

17 Tyge (Tycho) Brahe gerði merkar vísindalegar uppgötvanir í stjörnufræði en hann hafði einnig trú á því að stjörnurnar hefðu áhrif á mannlífið; stjörnuspekin lifði þannig góðu lífi í ranni vísindanna. En Brahe var ekki einsýnn í þessu máli. Hann áleit að stjörnurnar hefðu áhrif á mannlífið en ákvörðuðu það ekki. Guð gat tekið í taumana og maðurinn hafði einnig sitt að segja enda með frjálsan vilja. Kristin kirkja hafði yfirleitt verið á móti stjörnuspekinni, allt frá dögum Ágústínusar með vissum undantekningum þó. Þar á meðal var siðskiptafrömuðurinn Melanchton, arftaki Lúters. Hann lagði aldrei í ferðalag til Danmerkur, þótt hann ætti erindi, vegna þess að stjörnurnar voru honum ekki hagstæðar til slíkrar ferðar. 32 Þegar dregið var fram í dagsljósið að ímynd nútímavísindanna, sjálfur Newton, hefði gert allmiklar athuganir á gullgerðarlist (alkemíu) rak marga í rogastans og menn reyndu að skýra þetta sem hliðarspor eða veikleika. En gullgerðarlistin krafðist tilrauna og náttúruvísindamenn 17. aldar færðu þessar tilraunir í skipulegra form og tóku smám saman af þeim dularhjúpinn. 33 Gullgerðarlist og náttúruvísindi þurftu ekki að vera óvinir. Francis Bacon var einn af frumkvöðlum vísindahyggjunnar en gerði ráð fyrir að sannar upplýsingar yrðu fengnar úr tveim lindum sem ekki stönguðust á: For all knowledge admits of two kinds of information; the one inspired by divine revelation, the other arising from the senses. 34 Önnur meginbraut vísindabyltingarinnar var rökhugsunin og hinn kerfisbundni efi. René Descartes er einn helsti talsmaður þessarar aðferðar. Eftir að hafa dregið í efa allan grundvöll þekkingar sem margir höfðu byggt á í sælli trú gat hann að lokum reist úr rústunum með því að hafa rökhugsunina sjálfa sem nýjan grundvöll: En þó ég vildi nú hugsa sem svo, að allt væri rangt, rann þegar í stað upp fyrir mér, að ég, sem hugsaði, hlyti að vera eitthvað. Og mér varð ljóst, að þessi sannindi, ég hugsa, þess vegna er ég til 32 Wittendorff, Alex, Tyge Brahe. København Koch, Carl Henrik, Francis Bacon og det 17. århundredets videnskabelige revolution. København Tilv. hjá Haddock, B.A., An Introduction to Historical Thought

18 voru svo traust og örugg, að hóflausustu tilgátur efasemdarmannanna fengju ekki um þau þokað Hægt og sígandi fór að kræla á viðhorfum í anda Bacons og Descartes í sagnarituninni. Nokkur dæmi hafa verið nefnd hér á undan en segja má að gamalt og nýtt blandist mjög á þessu tímaskeiði eins og á öðrum fræðasviðum. Francis Bacon reyndi sjálfur fyrir sér í sagnfræðinni og reit sögu Hinriks VII. Hann kannaði þó ekki frumheimildir og verk hans bera mörg einkenni mælskulistarinnar þar sem ræður eru lagðar í munn söguhetjanna. 36 Grunnbygging miðaldasagna lifði einnig góðu lífi. Þegar Walter Raleigh (sem að vísu var ekki yfirlýstur fræðimaður) skrifaði History of the World, sem kom út 1614, er divine Providence alls staðar nálæg og gamla heimsveldakenningin lögð til grundvallar Descartes, René, Orðræða um aðferð. Íslenzk þýðing eftir Magnús G. Jónsson með inngangi og skýringum eftir Þorstein Gylfason. Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík Hay, Denys, Annalists and Historians. Western Historiography from the Eighth to the Eighteenth Centuries. London Dickens, A.G. og Tonkin, John, The Reformation in Historical Thought

19 2. Sagnaritun í danska konungsveldinu á 17. öld Til hvaða fyrirmynda gátu sagnaritarar Tyrkjaránsins leitað á fyrri hluta 17. aldar? Fyrst er að telja að ritun var lifandi hefð á Íslandi sem aldrei hafði rofnað. Fyrri skoðanir fræðimanna um að mikil skil hafi orðið eftir ritun fornsagnanna hefur verið dregin í efa. 38 Að vísu urðu vissar breytingar (hvenær eru þær ekki?) en sumar í þá átt að auka ritunina. Prentun hófst á 15. öld en hún hafði ekki áhrif nema á lítinn hluta bókmenntanna, andstætt því sem gerðist víðast um Evrópu, því fátt var prentað annað en guðsorðabækur fyrr en leið á 18. öld. Hins vegar var mikið handskrifað og með því að pappír varð ódýrari en verið hafði færðist mikill vöxtur í skriftirnar. Pappírsafskriftir breiddust út og urðu almennari eign en skinnbækur og prentuð rit. Þar við bættist hin nýja hreyfing sunnan úr álfu sem kennd hefur verið við húmanisma. Með honum jókst fornfræðiáhuginn og meiri áhersla var lögð á einstaklinginn og veraldleg metnaðarmál hans. Einn afleggjari húmanismans var áhugi á sögu þjóðanna. Í norðurhluta Evrópu tók þessi áhugi á sig þá mynd að reynt var að rekja samfellda sögu norðlægra þjóða og tengja hana við klassíska menningu við Miðjarðarhaf. Þegar einn af sporgöngumönnum þessar ritunar í Danmörku leit yfir farinn veg 1651 skrifaði hann til Brynjólfs biskups: Nil unqvam mihi gratius futurum, qvam ut intelligam me hisce præclara ex[c]itasse ingenia ad res patriæ deperditas recuperandum et gloriam septentrionalium vindicandam. 39 Intet kan nogensinde være mig kærere end Fornemmelsen af ved disse Arbejder at have opvakt herlige Aander til at generhverve Fædrelandets tabte Ejendom og til at holde Nordboers Hæder i Hævd. 40 Að vísu var það ekki nýtt að ritfærir menn settu saman bækur til að mæra fyrirmenn og jafnvel heilar þjóðir. Í riti, sem gengur undir heitinu 38 Driscoll, Matthew, Sagas attributed to sr. Jón Oddsson Hjaltalín ( ). Studies in the production, dissemination, and reception of popular literature in 18th - and 19th century Iceland. Lincoln College, University of Oxford. Óprentuð doktorsritgerð iii, Ole Worm til Brynjólfs biskups, Ole Worms Correspondence With Icelanders. Ritstj. Jakob Benediktsson. København Breve fra og til Ole Worm. Þýð. H.D. Schepelern. III. København

20 fyrsta málfræðiritgerðin og skrifuð er á Íslandi líklega um miðja 12. öld, segir m.a.: Í flestum löndum setja menn á bækur annað tveggja þann fróðleik er þar innan lands hefur gjörst eða þann annan er minnissamlegastur þykir þó að annars staðar hafi heldur gjörst eða lög sín setja menn á bækur hver þjóð á sína tungu. 41 Þennan stein klöppuðu menn nú af meiri ákafa en áður. Á 16. og 17. öld eignuðust Frakkar, Skotar, Englendingar og margir aðrir sögu afreksverka sinna og þá einkum konungatal. Kristján III Danakonungur og Gustaf Vasa í Svíþjóð bættust í þennan hóp á 16. öld og réðu menn til að skrifa sögu sína og forfeðranna. Rígurinn milli þessara grannkonunga flýtti mjög þessari þróun. Johannes Magnus skrifaði Gothorum Sveonumque historia sem sem út kom 1554 (2. útg. 1558) og þar eru taldir 143 konungar Svíþjóðar, frá Magog sonarsyni Nóa til Gústafs Vasa. Snarlega var maður ráðinn til að skrifa Refutatio af hálfu Dana. Hans Svaning hét hann og hafði m.a. numið hjá Melanchton siðskiptafrömuði í Wittenberg. 42 Upp frá þessu var jafnan ráðinn historicus regis til að skrá Danmerkursögu því nauðsynlegt þótti að Danir ættu eins og aðrar þjóðir en ordentlig historie oc kronnicke 43 svo sem stendur í skipunarbréfi Niels Krag 1594 og í flestum slíkum bréfum upp frá því. Árangurinn varð að vísu misjafn. Mörgum brautryðjendunum óx verkefnið í augum því margar kröfur þurfti að uppfylla. Konungana þurfti að lofa, rekja ættir þeirra til Hebrea og segja landnámssögu þjóðanna í flutningum frá Asíu, finna tímaröð og tímatal sem vit væri í, safna efni úr kanslíum og aflögðum klaustrum. Svo komu kröfur úr sitthvorri átt, annars vegar um glæsilegan skrúðstíl og hins vegar um strangari heimildarýni sem menn þekktu vel frá Englandi, Hollandi og Frakklandi. Inn í þetta umhverfi komu Íslendingar. Raunar tók allnokkurn tíma að koma lagi á menntamálin á Íslandi eftir siðaskipti. Sem dæmi má nefna að Marteinn Einarsson var ekki menntaðri en svo, þegar hann var kjörinn til biskups í Skálholti 1548, að hann varð að sitja á skólabekk í 41 The First Grammatical Treatise. Hreinn Benediktsson (útg.). Reykjavík Sjá einnig Sverrir Tómasson, Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum Jørgensen, Ellen, Historieforskning og Historieskrivning i Danmark indtil Aar København Sjá einnig um þetta Damsholt, Torben, Den nationale magtstat Danmarks historie. 10. bd. (Historiens historie.) København Jørgensen, Ellen, Historieforskning og Historieskrivning i Danmark indtil Aar

21 Kaupmannahöfn í hálft ár áður en Peder Palladius Sjállandsbiskup treysti sér til að vígja hann til embættis. 44 Ástandið batnaði þó smám saman og munaði talsverðu um að íslenskir námsmenn fengu forgang að garðsvist samkvæmt konungsbréfi Friðriks II 23. desember Þetta var umfram þá 100 námsmenn sem annars fengu fyrirgreiðslu skv. stofnskrá (fundats) háskólans. Í konungsúrskurði um þetta mál segir m.a.: Vider, at eftersom I underdanigst lader give os tilkjende, hvorledes de Islændere, som begive sig hid til Universitetet at studere, ikke er saa formuende, at de længe kunde dennem der, og at det er dennem langt at tøve, indtil de kunne bekomme Kost under de 100 Studenter efter Fundatsens Lydelse, og at ingen Islændere nedskikkes at studere, om hvilke jo tilforn skal være god Forhaabning, at det ikke bliver unyttelig spildt, hvis Naade og Frihed dennem til Bedste kunde vederfares: da er vi naadigst tilfreds, at hvilke fattige som hidkommer at studere, maa for nogen andre bekomme deres Kost og Underholdning under de 100 Studenter, naar nogen Plads ledig bliver og ikke med dennem regnes den Tid, som de tilforn skulde complere, før de maatte her indtages efter Fundatsens Lydelse. 45 Íslenskum stúdentum í Kaupmannahöfn fjölgaði eftir þetta þannig að þeir voru nærri tveir á ári að meðaltali frá lokum 16. aldar. 46 Ekki var þó um stöðugan straum að ræða ef marka má konungsbréf til Herlufs Daa hirðstjóra árið 1618 þar sem hann er beðinn að hreyfa við biskupunum um að þeir sendi a.m.k. einn mann á ári í háskólann. 47 Og ekki gátu Íslendingar gengið í fótspor Dana sem gerðu háskólanám að skilyrði fyrir prestsembætti árið Slíkt gerðist ekki á Íslandi fyrr en á seinni hluta 19. aldar. 44 Rørdam, Holger Fr., Kjøbenhavns Universitets Historie i Kong Christian den Tredies Tid ( ). (Kjøbenhavns Universitets Historie fra 1537 til Første Del.) Kjøbenhavn Rørdam, Holger Fr., Kjøbenhavns Universitets Historie i Kong Frederik den AndensTid ( ). (Kjøbenhavns Universitets Historie fra 1537 til Anden Del.) Kjøbenhavn Jónas Gíslason, Utanfarir Íslendinga til háskólanáms fyrir Árbók Háskóla Íslands Ritstj. Þórir Kr. Þórðarson. (Fylgirit.) Reykjavík Rørdam, Holger Fr., Kjøbenhavns Universitets Historie under Regjeringsraadet og i Kong Christian IV's første Tid ( ). (Kjøbenhavns Universitets Historie fra 1537 til Tredie Del.) Kjøbenhavn Rørdam, Holger Fr., Kjøbenhavns Universitets Historie i Kong Frederik den AndensTid ( )

22 En Íslendingar eignuðust engu að síður nokkra menntafrömuði og sumir þeirra urðu rektorar og biskupar á Hólum og í Skálholti og höfðu af þeim sökum áhrif á Íslandi með kennslu, útgáfu og ritstörfum og tengslum sínum við menntamenn erlendis, einkum í Kaupmannahöfn. Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup lýsti nauðsyn þess að hafa sem lærðastan mann í biskupsembætti í bréfi til alþingis vegna biskupskjörs í Skálholtsstifti árið 1588: nú á þessum tímum, á hverjum svo sem mentir og bóklegar listir aukast; svo koma þar upp og svo í bland margar rángar kenningar og villur, svo sem er Sacramentista og annarra... Með því að lærdómur er kominn í land vort og eykst árlega, lof sé guði, þá er það ekki einasta gagnlegt og nytsamlegt, að sá sé vel lærður, sem það æðsta embætti hefur, heldur og til sæmdar og heiðurs við vorn skóla, og svo hjá útlenzkum þjóðum sæmd og heiður öllu landinu að hafa sem lærðastan mann í slíku embætti, sem bæði hefur ment og lærdóm guðs orð að kenna og svo mörgum lastskriptum svar að gefa, sem út eru geingnar um vort föðurland eður gánga kunna Nokkrir íslensku háskólamannanna urðu gjaldgengir í samfélagi menntamanna í Höfn þegar á námsárunum og héldu tengslunum með heimsóknum og bréfaskriftum. Bréf Guðbrands er meðmælabréf með einum þeirra, Oddi Einarssyni. Hann útskrifaðist frá Kaupmannahafnarháskóla 1584 og er í heimildum tvisvar skráður fundarstjóri á opinberum þrætufundi (dispútasíu) Aftur rifjaði hann upp kynnin við menntasamfélagið í Höfn þegar hann beið þar biskupsvígslu veturinn Í Skálholti sat hann til dauðadags árið Annan íslenska lærdómsmann má nefna sem víðkunnastur varð þeirra allra. Það var Arngrímur Jónsson sem m.a. var skólameistari á Hólum. Þessir tveir, og einkum þó Arngrímur, urðu brautryðjendur í lýsingum á Íslandi til mótvægis við skrumskælingar í nokkrum erlendum ritum. 51 En hlutverk þeirra og margra annarra fróðleiksmanna á Íslandi varð fjölþættara næstu áratugina vegna þess að Íslendingar bjuggu yfir fornum sagnasjóði sem bæði danskir og sænskir 49 Jón Halldórsson, Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal. (Sögurit II.) I. Skálholtsbiskupar Reykjavík Rørdam, Holger Fr., Kjøbenhavns Universitets Historie i Kong Frederik den AndensTid ( ) Oddur Einarsson, Íslandslýsing. Qualiscunque descriptio Islandiae. Reykjavík (Formáli Jakobs Benediktssonar.) 9. 22

23 sagnaritarar fengu áhuga á til að geta rennt frekari stoðum undir fornsögu sína. Farsælust og víðtækust urðu tengsl íslenskra lærdómsmanna við Ole Worm sem var prófessor í læknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla en fékkst við fleiri greinar eins og títt var um lærdómsmenn. Einkum var hann hugfanginn af rúnaletri og vann ötullega að því að reyna að ráða það og skilja. Hann var laginn að virkja aðra til starfa, leitaði ráða og gaf ráð og var í bréfasambandi við fræðimenn, einkum Dani, á Ítalíu, Hollandi, Englandi og Þýskalandi. Það er þó til marks um takmarkanir á frjálsri fræðimennsku að hann ráðlagði dönskum námsmanni að taka ekki doktorspróf á Ítalíu því að óstaðfast fólk í heimalandinu væri víst með að álykta að sá er slíkt gerði væri ofurseldur páfanum.hins vegar gæti hann mælt með Þýskalandi eða Montpelier í Frakklandi. 52 Í áhuga sínum á rúnum eygði Ole Worm möguleika á því að íslenskar fornbókmenntir gætu varpað á þær ljósi. Þetta reyndist mýraljós að mestu en af þessu spruttu þó mikil fræða- og skoðanaskipti sem ýttu mjög undir áhuga á ritarfi Íslendinga og á sögulegum fræðum almennt og textarýni bæði í Danmörku og Íslandi. Arngrímur Jónsson hafði þegar unnið það brautryðjendastarf að kynna íslensku heimildirnar í prentuðum ritum sínum á latínu og hann var kunnugur konunglegum sagnariturum sem nýráðnir voru til starfa í Danmörku, Niels Krag og arftaka hans, Jon Jacobsen Venusin. Um miðbik 17. aldar sátu á báðum biskupsstólum menn með mikinn áhuga á sögu landsins. Skálholti stjórnaði Brynjólfur Sveinsson og hafði á sér mikið lærdómsorð. Á Hólum tók Þorlákur Skúlason við af Guðbrandi Þorlákssyni sem lést Tyrkjaránsárið Þorlákur hafði Ole Worm að einkakennara í Kaupmannahöfn og er þaðan runnið samband hans við Íslendinga. Nýkominn heim eftir endurnýjuð kynni af akademíska andrúmsloftinu í Höfn veturinn harmar hann örlög sín innan um bændadurga á hjara veraldar: 52 Ole Worm til Niels Christensen Foss, 1.5./ Breve fra og til Ole Worm. I

24 Qvemadmodum nihil mihi accidit in vitâ jucundius qvam vestra, vir clarissime, vestriqve similium (hoc est vitæ sanctimoniâ et eruditione conspicuorum) conversatio et congressus, ita nihil ê converso contingit mihi tristus qvam qvod ab eo subinde divellor et in hunc mundi angulum misero qvodam meo fato detrudor, ubi inter homines rudes, Ligesom der ikke er timedes mig noget behageligere her i Livet end Samtaler og Selskab med Eder, berømmelige Mand, og med Eders Lige (nemlig Folk, der udmærker sig ved rent Levned og ved Lærdom), saaledes har det omvendt heller ikke været mig noget tristere end Gang paa Gang at blive revet væk derfra, idet jeg av en ond Skæbne, som er importunos et agrestes mihi est degendum min, fortrænges til denne Afkrog af Verden, hvor jeg maa leve blandt raa, uforskammede og bondske Mennesker. 54 Hér tekur Þorlákur auðvitað stórt upp í sig að málskrúðsstíl lærðra manna þó að kjarninn geti verið meining hans. En hann vílar ekki lengi og tekur að spila úr því sem til er og efla fræðimennsku á Norðurlandi. Hann safnar efni, þýðir og miðlar til Ole Worm. En í önnum biskupsembættisins gefst ekki mikill tími til fræðastarfa og hann ræður mann til þeira verka, sinn historicus, Björn Jónsson bónda á Skarðsá. Björn gerði hvorttveggja, að sinna fornum fræðum með því að skrifa upp gömul rit, draga þau saman og rita skýringar og söguleg yfirlit, og skrifa framhald, semja sagnarit úr nútímanum og nálægri tíð, mestallt að undirlagi Þorláks biskups. Brynjólfur Sveinsson var meiri fornfræðingur en unni þó hvers kyns fræðimennsku. Samanlagt var staða mennta og fræða með ágætum in hunc mundi angulo á dögum þessara tveggja biskupa að mati Jóns Halldórssonar sem skrifaði sögu biskupanna á árunum eftir 1720: 55 M. Brynjólfur lagði stóra ástundan á og þyrmdi eingum kostnaði til að fá hina beztu skrifara til að uppskrifa, optast með stórt settletur, allar gamlar sögur, annála og hvers kyns íslenzkar fræðibækur, svo 53 Þorlákur Skúlason til Ole Worm, Ole Worm s Correspondence With Icelanders Þorlákur Skúlason til Ole Worm, Breve fra og til Ole Worm. I Jón Halldórsson, Biskupasögur Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal. I. (Formáli Jóns Þorkelssonar.) Reykjavík XXV. 24

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri 1770 1771 og síðari 1785 1787 Hrefna Róbertsdóttir Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveitt skjalasöfn hinna svokölluðu

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Hugvísindasvið Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Ritgerð til B.A.prófs Áslaug Lovísa Bílddal Gunnarsdóttir Janúar 2011

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Hagræn hugsun á átjándu öld

Hagræn hugsun á átjándu öld Hugvísindasvið Hagræn hugsun á átjándu öld Hugmyndafræði Magnúsar Ketilssonar sýslumanns Ritgerð til B.A.-prófs Jón Torfi Arason Janúar 2018 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hagræn hugsun á átjándu

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 Sauðskinn, saffían & shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 1 Sauðskinn, saffían og shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum Læknablaðið hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg,

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Hrafn Sveinbjarnarson líkn og lækningar

Hrafn Sveinbjarnarson líkn og lækningar Hrafn Sveinbjarnarson líkn og lækningar Suðurganga Hrafns Í ritgerð sinni um suðurgöngur Íslendinga í fornöld segir Einar Arnórsson, að leið Hrafns sé ekki lýst nákvæmlega. Hann er þó sagður hafa sótt

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere