Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild"

Transkript

1 Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004 Ágrip Í byrjun 19. aldar var lítil áhersla á stærðfræðimenntun í eina skólanum á Íslandi sem var fyrst á Hólavöllum í Reykjavík en síðar að Bessastöðum. Það breyttist er Björn Gunnlaugsson stærðfræðingur var ráðinn til starfa við Bessastaðaskóla árið Árið 1871 var lærðum skólum í Danmörku skipt í málaog sögudeild annars vegar og stærðfræði- og náttúrufræðideild hins vegar. Árið 1877 var Lærða skólanum, sem fluttur var til Reykjavíkur, sett ný reglugerð. Með henni varð skólinn að máladeild í skólakerfi danska ríkisins. Þá var verulega dregið úr stærðfræðikennslu þeirri sem Björn hafði byggt upp á árunum Skólamálanefnd, sem skipuð hafði verið til að undirbúa reglugerðina, taldi ekki fært að skipta skólanum í tvær deildir. Hún hafði ætlað að halda meginnámsgreinum beggja deilda, latínu og stærðfræði, að mestu óbreyttum, en skapa að öðru leyti rúm fyrir nútímatungumálin ensku og frönsku. Í greininni segir frá bréfaskriftum landshöfðingja og ráðherra Íslands í Kaupmannahöfn sem urðu til að vikið var frá tillögum skólamálanefndarinnar og dregið úr stærðfræðikennslu. Greint er frá eftirhreytum málsins er kennarar létu í ljós álit sitt á reglugerðinni og fengu henni breytt að nokkru. Ennfremur er leitast við að greina þau rök sem fram komu í málinu út frá kenningum um helstu ástæður fyrir stærðfræðimenntun í ljósi sögunnar. Stærðfræðikennsla í upphafi 19. aldar Upplýsingamenn 18. aldar beittu sér fyrir útgáfu rita til uppfræðslu almennings. Meðal þeirra var bók Ólafs Stefánssonar, síðar stiftamtmanns, (1785): Stutt Undirvísun í Reikníngslistinni og Algebra. Samantekin og útgefin handa Skólalærisveinum og øðrum ýnglíngum á Íslandi. Bók Ólafs fjallar m.a. um almenn brot, tugabrot, hlutföll (þríliðu), bókstafareikning, 1. og 2. stigs jöfnur [11]. Í skýrslu Magnúsar Stephensen og Chr. Vibe frá 1800 um latínuskólana segir að kennarar fái kennslu í talnafræði í hendur einhverjum lærisveinanna og segi hann þeim til er hana vilja læra en kennarar séu sjaldan viðstaddir kennsluna. Þeir einir komist áfram í reikningsnámi sem sérstaka löngun hafi til þess og verði þeir þá sjálfir að sjá sér fyrir kennslu. [7] Árni Helgason, prófastur í Görðum, segir í endurminningum sínum um stærðfræðikennslu í Hólavallaskóla, sem starfaði : Boðið var að piltar skyldu læra Geographia og Arithmetica, en hvorugt var þar kennt í minni tíð, engin danska, engin íslenska, en okkur bara sagt, að við ættum að læra þetta, og það gekk þá upp og niður. Öllum sem komust í efra bekk var gefin stiptamtmanns Ólafs Arithmetík, en það var í sjálfra piltanna valdi, hvort þeir luku upp bókinni nokkurntíma eða aldrei. [4] Bessastaðaskóli Kaupmannahafnarháskóli hafði sett lágmarkskröfur um stærðfræðikunnáttu árið 1818 en íslenskir stúdentar fengu undanþágu frá þeim. Árið 1822 kvörtuðu danskir prófessorar yfir þessu í bréfi. [24] Sama ár, 1822, var Björn Gunnlaugsson, sem nam stærðfræði við Hafnarháskóla, ráðinn kennari við Bessastaðaskóla. Í upphafi fyrsta eða annars skólaárs síns hélt Björn ræðu um nytsemi stærðfræðinnar þar sem hann sagði meðal annars [13]: Til þess að geta lifað, og lifað þægilegu lífi, verðum vér að nota þau gæði sem guð hefur oss í náttúrunni fyrirbúið, til að nota náttúrunnar gæði verðum vér að þekkja hennar gang; til að geta þekkt hennar gang verðum vér eða að minnsta kosti nokkrir af oss að rannsaka hann; til að rannsaka hann verðum vér að reikna hann út oft og tíðum með mathesi applicata; til að

2 18 Kristín Bjarnadóttir reikna með mathesi applicata verðum vér að þekkja mathesin puram og það til hlítar; og til þess að þekkja hana að gagni verðum vér að kynna oss öll veltingabrögð hennar að svo miklu leyti sem oss er mögulegt; og höfum vér ekki allir tækifæri og tómstundir til þess, þá verðum vér að senda nokkra njósnarmenn út sem gjöri það fyrir oss. Sérhvör þjóð ætti því að hafa sína mathematicos til að senda þá út í náttúruna sem njósnarmenn á undan sér til að rannsaka hennar leyndardóma og sem vísi síðan þjóðinni á eftir hvört hún leita skuli til að finna þau gæði sem í henni eru fólgin. [5] Af þessari skemmtilegu ræðu má ráða að Björn hefur litið svo á að kunnátta í stærðfræði þjónaði hagsmunum þjóðarinnar í heild. Björn Gunnlaugsson gjörbreytti stærðfræðikennslunni í Bessastaðaskóla. Skólapiltar voru að jafnaði 6 ár í skóla. Aðstæður voru á ýmsan hátt erfiðar. Til dæmis var aðeins kennt í tveimur bekkjum, neðri og efri bekk. Nemendur sátu að jafnaði þrjú ár í hvorum bekk. Samt sem áður virðist Birni hafa tekist að mestu að halda úti kennslu sambærilegri við það sem gerðist í öðrum latínuskólum í danska konungdæminu. Hann notaði danskar kennslubækur og má sjá af skólaskýrslum að hann fylgdist vel með og hafði yfirleitt nýjustu útgáfur bókanna til hliðsjónar við kennsluna. Í efri bekknum skipti hann um námsefni annað hvort ár. Í skýrslu Björns Gunnlaugssonar um skólaárið segir: Hjá efrabekkingum yfirfór ég rúmmálsfræðina (Geometria), sem eptir gríska nafni sínu heitir Jarðmæling.... Í neðrabekk kénndi ég talnalist,... Það gérði ég með því að lærisveinarnir æfðu sig í að reikna út dæmin sem í bókinni standa, sumir á töblunni til skipta, en hinir í sætum sínum. Þannig yfirfórum við þær 4 reikningstegundir í heilu og brotnu, viðkénndum og óviðkénndum tölum, samt þriggjaliðareglu í heilum tölum og brotnum, einnin öfuga þriggjaliðareglu og rétta samsetta þríliðu. [14] Úr skýrslu Björns Gunnlaugssonar skólaárið : Hjá efrabekkingum yfirfór eg Reikníngsfræði og Algebru... með sömu aðferð, sem í hitt eð fyrra. Í neðrabekk, Talnalist eptir Ursins reikníngsbók, með sömu aðferð sem í fyrra.... Þeir sem leingst voru komnir í reikningi reiknuðu þaraðauki æfingardæmin Nyttige og curiøse Opgaver til Övelse bls [14] Með þessu lagi tókst Birni að ná a.m.k. tveggja ára yfirferð í efri bekk. Í neðri bekk var honum erfiðara um vik þar sem þangað komu stöðugt inn nýir og óundirbúnir nemendur. Það gat einnig átt sér stað í efri bekk eins og hann segir í skýrslu frá skólaárinu þar sem hann segist hafa farið yfir tugabrot, bókstafareikning og rótardrátt: Dette var jeg nødsaget til at læse, uagted det også læses i nederste Classe, da nogle nykomne Discipler ikke have hørt dette, fordi Mathematik ikke er endnu blevet almindelig i Privatskoler, men disse Discipler havde lært saa megen Latin og Græsk at de maatte sættes enddog øverst i den øverste Classe. Stærðfræði í Lærða skólanum í Reykjavík Björn Gunnlaugsson fluttist með skólanum til Reykjavíkur árið 1846 og hélt þar áfram kennslu í stærðfræði. Samkvæmt reglugerð um Lærða skólann frá 1850 skyldi kenna talnafræði, þ.e. reikning og algebru, og stærðfræði, þ.e. flatarmálsfræði, þykkvamálsfræði (stereometri), flatþríhyrningafræði (trigonometri) og stjörnufræði. Bekkjunum fjölgaði strax í þrjá og fljótlega í fjóra eftir að skólinn fluttist til Reykjavíkur. Þeir voru orðnir fimm áður en Björn hætti árið 1862, en þó voru þriðju bekkir tveir, A og B, kenndir í tvö ár. Stærðfræði var kennd sameiginlega í báðum bekkjum að hluta til og efnið þá endurtekið annað hvort ár. Björn naut óskoraðrar virðingar sem vísindamaður og nemendum þótti vænt um hann. Þess má minnast að Jónas Hallgrímsson tileinkaði Birni Gunnlaugssyni þýðingu sína á Stjörnufræði Ursins árið [20] Hann hefur þó líklega ekki verið strangur kennari. Páll Melsted sagði t.d. um hann: Meiri stærðfræðingur mun vart hafa verið á þessu landi en Björn Gunnlaugsson og gat kennt stærðfræðina vel en hann gekk ekki eftir því að við lærðum hana. [12]

3 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild 19 Þrátt fyrir slík ummæli verður ekki annað séð en að íslenskir stúdentar hafi staðið sig vel í stærðfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Tafla yfir árangur 19 íslenskra stúdenta á fyrsta lærdómsprófi við Hafnarháskóla sýnir að frammistaða þeirra í stærðfræði, bæði algebru og rúmfræði, þolir vel samanburð við t.d. sögu og guðfræði, jafnvel latínu og grísku. Árangur þeirra var lakari í dönsku en í stærðfræði, sem eðlilegt er. [15] Björn Gunnlaugsson lét af störfum árið 1862 og lést árið 1876, þá 88 ára. Ástæður fyrir stærðfræðimenntun Próf. Mogens Niss hefur skilgreint nokkrar meginástæður fyrir því að halda úti stærðfræðimenntun. [10] Í flestum þjóðfélögum er henni ætlað að: stuðla að tæknilegri, félagslegri og efnahagslegri þróun samfélagsins viðhalda og þróa menningararf og hugmyndafræði samfélagsins búa einstaklinga undir að takast á við líf sitt í menntun og starfi, einkalífi, félagslífi og sem virkir þegnar í þjóðfélaginu. Undirbúningur einstaklinga undir háskólanám, skv. kröfum Hafnarháskóla, virðist hafa verið ráðandi ástæða fyrir stærðfræðimenntun á tímum Björns Gunnlaugssonar. Björn nefnir sjálfur hag þjóðarinnar af því að eiga stærðfræðinga til að senda út í náttúruna til að vísa henni á þau gæði sem í henni eru fólgin. Þörf þjóðfélagsins fyrir stærðfræðimenntun til að stuðla að tæknilegri, félagslegri og efnahagslegri þróun var þó óvíða nefnd í íslenskri umræðu á þeirri tíð. Jóni Sigurðssyni verður tíðrætt um náttúrufræði í grein sinni, Um skóla á Íslandi, 1842, en hann nefnir ekki stærðfræði og gerir ráð fyrir óbreyttri kennslu í henni, trúlega með tilliti til Hafnarháskóla. [9] Tillaga skólamálanefndar 1876 og reglugerðin 1877 Samkvæmt reglugerð frá 1850 höfðu þessi erlendu tungumál verið kennd við Lærða skólann í Reykjavík: Danska, þýska, latína, gríska og hebreska. Enska og franska voru valgreinar samkvæmt þeirri reglugerð en æðimiklar hornrekur. [8] Á seinni hluta 19. aldar urðu æ háværari kröfur í Danmörku og á Íslandi um kennslu í nútímatungumálum, frönsku og ensku. Árið 1871 var dönskum menntaskólum skipt í mála- og sögudeild og stærðfræði- og náttúruvísindadeild, væntanlega í því skyni að rýma til fyrir nýju tungumálunum. Árið 1875 var skipuð skólamálanefnd sem falið var að undirbúa nýjar reglugerðir fyrir Lærða skólann, Prestaskólann og fyrirhugaðan gagnfræðaskóla að Möðruvöllum í Hörgárdal. Í nefndinni sátu Pétur Pétursson biskup, sr. Þórarinn Böðvarsson alþingismaður, Jón Þorkelsson rektor lærða skólans, dr. phil. Grímur Thomsen alþingismaður og H. E. Helgesen yfirkennari Barnaskólans í Reykjavík. Nefndin var skipuð 24. október 1875 en álitsskjal hennar er dagsett 5. október Meginatriði álitsins varðandi Lærða skólann voru: Gerð var tillaga um eina deild í skólanum vegna fæðar skólasveina. Stærðfræði verði með svipuðum hætti og áður, dregið úr latneskum stíl, hebreska lögð niður og trúfræði lokið í 4. bekk. Danska verði kennd fyrstu fjögur árin eins og áður, enska fyrstu fjögur árin, franska verði kennd öll sex árin en þýsku skyldi aðeins kenna sem valgrein í efsta bekk (síðustu tvö árin). Með stofnun máladeildar í Danmörku var dregið úr almennum kröfum um undirbúning í stærðfræði sem skilyrði fyrir námi við Hafnarháskóla. Skólamálanefndin gerir samt tillögur um að stærðfræði verði kennd áfram með sama lagi og áður í Lærða skólanum í Reykjavík, væntanlega með tilliti til undirbúnings undir nám á sviði raunvísinda. Landshöfðinginn, Hilmar Finsen, sendi tillögur skólamálanefndarinnar til Nellemanns, ráðherra Íslands í Kaupmannahöfn, með bréfi, dagsettu 20. október Bréfið var alls 35 blaðsíður, þar af 17 síður um Lærða skólann. Í bréfinu lýsir landshöfðingi áhyggjum yfir því hve erfitt verði fyrir nemendur að læra bæði stærðfræði og latínu og leggur til að stærðfræði ljúki eftir fjórða námsár og þýska verði þá skyldugrein. Lærði skólinn verði þá eins og danskar máladeildir. Hann nefnir ekki dönsku:... den sproglig-historiske Undervisning maa ansees for den, der efter de for Haanden værende Forhold, er bedst skikket til at forberede Skolens Disciple til den Fagdannelse, som de senere agte at erhverve sig, og som, efter de herværende Forhold, i Reglen vil söges opnaaet ved at tage de som Kvalificationer, for at opnaae Embede heri Landets foreskrevne Embedseksamina enten ved de herværende höiere Dannelses-Anstalter,

4 20 Kristín Bjarnadóttir nemlig Præsteskolen og Lægeskolen eller, for Juristers og Filologers Vedkommende, ved Universitetet i Kjöbenhavn;... Det vil höre til de meget sjeldne Undtagelser, at en Student fra den herværende Skole vil söge en videre gaaende Uddannelse ved Universitetet i de Fag, for hvilke den mathematisk naturvidenskabelige Undervisning maa betragtes som den bedste Forberedelse, og her i Landet have vi ikke Læreanstalter, hvor saadan Uddannelse kan erhverves. [22] Rök landshöfðingja varða undirbúning undir störf og embætti í því þjóðfélagi sem þá var, de for Haanden værende Forhold. Í landinu var þá prestaskóli og læknaskóli. Þörf Íslands fyrir menntun á sviði raunvísinda og tækni virðist ekki hafa verið landshöfðingja ofarlega í huga. Nellemann, ráðherra, sendir tillögurnar áfram til konungs með bréfi, dagsettu 10. júlí 1877, þar sem hann segir: Hvad... angaar det af Kommissionens udarbejdede Regulativ for Undervisningen i den lærde Skole har Ministeriet i det Væsenlige kunnet tiltræde samme, idet man dog, tildels i Overensstemmelse med hvad Landshövdingen har ytret, har anset adskillige Ændringer for nödvendige, af hvilke jeg fornemmelig skal tillade mig at fremhæve fölgende, der ere af en mere indgribende Betydning: at der undervises i Dansk igjennem alle Klasser idet dette Sprog maa anses for det nærmeste af de fremmede Sprog, og det er af den störste Vigtighed, at det læres grundigt, da det er Forretningssprog for mange af de islandske Embedsmænd; at Religion læres gjennem alle Klasser...; at Naturlære ogsaa læres i överste Klasse i Forbindelse med Astronomi. Optagelsen af disse 3 fag som Gjenstand for Undervisningen i överste Klasse, medens Kommissionen har foreslaaet dem afsluttede med Udgangen af 4 Klasse, vil efter Ministeriets Mening ikke kunne medföre nogen Overlastelse for Disciplene, da det paa den anden Side maa anses for rettest at Undervisningen i Mathematik i Stedet for at meddeles igjennem alle Klasser, afsluttes med 4 Klasse. Fremdeles foreslaas fölgende Ændringer i Kommissionens Forslag at Tydsk gjöres til Gjenstand for tvungen Undervisning i överste Klasse, medens Kommissionen overlader det til Disciplene om de ville deltage i Undervisningen i dette Sprog; at Övelserne i latinsk Stil fortsættes i 4 Klasse i Stedet for at slutte med 3 Klasse... at Skrivning optages som Fag i de laveste Klasser;... at der som Fag ved Afgangspröven i Henhold til det Foranstaaende optages Dansk, Tydsk, Religion og Naturlære med Astronomi, medens Geometri og Arithmetik udstedes;... [25] Reglugerð þess efnis, að stærðfræði verði ekki kennd tvö síðustu árin, danska, trúarbragðafræði og þýska verði skyldunámsgreinar þau ár og latneskur stíll haldi áfram í fjórða bekk í stað þess að verða lokið eftir þriðja bekk, eins og nefndarálitið gerði ráð fyrir, var gefin út hinn 12. júlí [18] Eftirmál reglugerðarinnar 1877 Þýskukennari Lærða skólans, Halldór Kr. Friðriksson, var jafnframt alþingismaður. Á fundi Alþingis sumarið 1877 lagði hann tvær spurningar fyrir landshöfðingja: Í fyrsta lagi, hvers vegna kennurum og yfirstjórn skólans hafi ekki verið gefinn kostur á að segja skoðun sína á nýju reglugerðinni áður en hún var lögtekin, og í öðru lagi hvernig ætti að koma henni til framkvæmdar á komandi hausti. Í upphafi framsögu sinnar ræddi Halldór um almenna menntun. Tilgangur hennar væri að styrkja gáfurnar, glæða tilfinningarnar, skerpa skilninginn og yfir höfuð að auka sjóndeildarhring mannsins þannig að hann gæti séð allt smátt og stórt í hverjum hlut. Allar hinar menntuðustu þjóðir væru samdóma um það, að hin gömlu mál, saga og stærðfræði væru alveg nauðsynlegar námsgreinar til almennrar menntunar. Þá gagnrýndi Halldór að þýskunni skuli hafa verið sleppt að miklu leyti, að kennsla í ensku og frönsku hæfist samtímis og ennfremur að talsverðu af því er áður hefði verið kennt í stærðfræði ætti nú að fella niður. Segja mætti að ekki ættu allir að vera stærðfræðingar, en með þessu væri töluvert skarð

5 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild 21 höggvið í hina almennu menntun. Stærðfræðin hefði mikla þýðingu, því að hún væri eins konar kennsla í hugsunarfræði fyrir manninn. Halldór hélt því fram að engar þær stofnanir væru til í Frakklandi, Englandi eða Þýskalandi, er væru á sama stigi og Lærði skólinn, að ekki væri kennt þar fyllilega allt það í stærðfræði er kennt hefði verið í Lærða skólanum fram að þessu. Landshöfðingi svaraði því til að þar sem í nefndinni hefði setið annar af yfirstjórnendum skólans [biskup] og rektor hans, þá hefði hann ekki talið ástæðu til að bera álitsskjal nefndarinnar undir yfirkennara skólans eða aðra kennara. Grímur Thomsen alþingismaður, sem setið hafði í skólamálanefndinni, tók undir þetta og sömuleiðis Þórarinn Böðvarsson. Grímur sagði ennfremur að nefndin hefði mjög gjarnan viljað koma öllum þremur [tungu]málunum inn í skólareglugerðina en þá hefði orðið einu máli fleira en í dönsku skólunum, þ.e. danska, og því hefði þurft að sleppa einu tungumáli. Enskan og franskan hefðu verið taldar nauðsynlegastar, franskan vegna mikilla afskipta embættismanna af frönskum fiskimönnum. [1] Svör Gríms Thomsens benda til þess að það hafi verið hann sem réð mestu um það að franska varð fyrir valinu sem fyrsta erlenda tungumálið eftir dönsku, enda var Grímur menntaður í enskum og frönskum bókmenntum. Hinn verulegi munur sem var á álitsskjali nefndarinnar og þeirri reglugerð sem gefin var út, kom ekki til umræðu, svo að líklegt er að álitsskjalið, sem kom út í bókarformi, hafi ekki birst fyrr en síðar á árinu. Árið 1879 ályktaði Alþingi að landshöfðingi skipi í nefnd alla hina föstu kennara skólans ásamt tveimur öðrum mönnum, sem færastir þykja til þess starfa, til að endurskoða reglugerðina fyrir hinn Lærða skóla í Reykjavík 12. dag júlímánaðar 1877 og gera uppástungur um breytingar á henni. Flutningsmaður tillögu að ályktuninni var Halldór Kr. Friðriksson. [2] Halldór nefndi sérstaklega hlut hinna gömlu mála, sögu og stærðfræði í almennri menntun. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Halldóri hefur eflaust sviðið það sem þýskukennara að kennslugrein hans væri að miklu leyti þurrkuð úr. Rök hans um að stærðfræðin væri eins konar kennsla í hugsunarfræði fyrir manninn og með því að skerða kennslu í henni sé töluvert skarð höggvið í hina almennu menntun, eru mjög áhugaverð vegna þess hve sjaldséð þau eru í íslenskri umræðu. Hér eru komin ein af þrennum meginrökum fyrir stærðfræðimenntun sem M. Niss nefnir í grein sinni. Kennararnir sendu bréf dagsett 20. nóvember 1882 til stiftsyfirvalda. Þar fara þeir fram á að skipt sé um stöðu þýsku og frönsku og stærðfræðin fari í fyrra horf. Í bréfi kennara segir: Hinar verulegustu breytingar á skiptingu námsgreinanna, sem vjer höfum stungið upp á, eru þær, að stærðfræði verði látin halda áfram í gegn um allan skólann, og þarnæst að þýzka verði kennd 4 fyrstu árin í staðinn fyrir 2 hin síðustu, en að franska aftur á móti verði að eins kennd 2 síðustu árin. Það eru þær breytingar, sem kennararnir fyrir sitt leyti leggja mesta áherzlu á. Að því er snertir stærðfræðina, þá eru kennararnir á því, að það sje mjög svo óheppilegt, að skólapiltar, eins og nú stendur, eigi fá neina kennslu í hinni almennu flatþríhyrningafræði nje heldur neina vísindalega kennslu í þykkvamálsfræði og bera til þess ýmsar ástæður. Fyrst er það, að vjer álítum menntun þá í stærðfræði, sem skólinn veitir, vera ónóga í sjálfu sjer, ef þessar greinir hennar eru eigi kenndar og skulum vjer sjerstaklega taka fram að flatþríhyrningafræðin styður mjög kennsluna í eðlisfræði og stjörnufræði og að hún bindur enda á og fullkomnar stærðfræðiskennsluna í skólanum, svo að þar við fæst nauðsynlegur undirbúningur fyrir hvern þann, sem vill halda áfram stærðfræðisnáminu við æðri menntastofnun. Þar næst eru hinar umræddu greinar stærðfræðinnar að áliti kennaranna mjög svo þýðingarmiklar fyrir hið verklega líf, enda hyggjum vjer þeim mun meiri ástæðu til bera, að kenna þær í hinum lærða skóla, sem þær ekki eru kenndar í neinum öðrum skóla hjer á landi nú sem stendur, og landsmenn þannig ekki eiga neinn kost á að afla sjer þekkingar í þeim nema með sjálfskennslu. En til þess, að skólinn geti veitt kennslu í almennri flatþríhyrningafræði og þykkvamálsfræði, er nauðsynlegt, að láta stærðfræðiskennsluna ganga gegnum allan skólann.... bæði danska og trúarbrögð gæti að skaðlausu sjeð af þeim tíma, sem til þeirra gengur í 2 hinum efstu bekkjunum. Eptir hinni eldri reglugjörð ( 4,2) var danska að eins kennd 4 fyrstu skólaárin, og bar þó ekki á öðru, en að stúdentar væru fullfærir bæði að skilja dönsku

6 22 Kristín Bjarnadóttir og gjöra sig skiljanlega. Reynslan hefur því sýnt, að óhætt muni, að láta dönskukennsluna hætta við lok hins 4. skólaárs eins og vjer höfum lagt til. Eins er það sannfæring kennaranna, að viðunandi kunnáttu í trúarbrögðum megi ná á 4 hinum fyrstu skólaárum, einkum þareð piltarnir vanalega eru vel að sjer í þeim, þegar þeir koma í skóla. Ef báðar þessar námsgreinir ásamt þýzkunni eru látnar hætta í 4. bekk, vinnst svo mikill tími í 2 efstu bekkjunum, að eigi að eins verður rúm fyrir stærðfræðiskennslu í þeim bekkjum, heldur má og auka þar kennsluna í eðlisfræði,... [22] Björn M. Ólsen segir í viðauka við bréfið að hann telji að vafasamt sé að þær breytingar, sem farið sé fram á, vegi upp á móti þeim glundroða og ruglingi, er þær hljóti að valda á meðan þær séu að komast á. Samt sem áður telur hann rétt að hafa nú þegar skipti á frönsku og þýsku. Undir bréfið rita Jón Þorkelsson rektor með tilvísun til meðfylgjandi athugasemda, Björn M. Ólsen, Halldór Kr. Friðriksson, Halldór Guðmundsson stærðfræðikennari, Steingrímur Thorsteinsson, Benedikt Gröndal, sem kenndi náttúrufræði, og Sigurður Sigurðarson. Rök kennaranna hníga að þrennu: Viðhaldi menningararfsins:... vjer álítum menntun þá í stærðfræði, sem skólinn veitir, vera ónóga í sjálfu sjer flatþríhyrningafræðin... bindur enda á og fullkomnar stærðfræðiskennsluna í skólanum... Undirbúningi undir frekara nám:... svo að þar við fæst nauðsynlegur undirbúningur fyrir hvern þann sem vill halda áfram stærðfræðisnáminu við æðri menntastofnun. Tæknilegri þróun í samfélaginu:... eru hinar umræddu greinir stærðfræðinnar að áliti kennaranna mjög svo þýðingarmiklar fyrir hið verklega líf... Rökin um að stærðfræðimenntun geti stuðlað að tæknilegri þróun koma hér fram í fyrsta skipti í þessari umræðu, að því er séð verður, en hafði áður verið vikið að í ræðu Björns Gunnlaugssonar í upphafi starfsferils hans í Bessastaðaskóla. Hvorki landshöfðingja né ráðherra Íslands virðast hafa hugkvæmst þau rök þegar þeir beittu áhrifum sínum á þróun íslenskra skólamála. Á þessu tíma var landið án allrar samgöngutækni og annarra mannvirkja sem til framfara horfðu. Þótt menn hafi þá verið farnir að finna fyrir skorti á tæknilegri þekkingu var engin sátt um að uppspretta hennar yrði í Lærða skólanum. Jón Þorkelsson, rektor, sem sat í skólamálanefndinni, segir í meðfylgjandi athugasemdum í sérstöku bréfi að hann styðji skipti á frönsku og þýsku, en magnið í stærðfræði segir hann duga þeim sem ekki ætla að ganga á polytechniska skólann í Kaupmannahöfn: 1. Það kvantum, sem nú er heimtað eftir reglugjörðinni, mun vera nálega hið sama, sem kent er í dönskum skólum í hinni mállegu og sögulegu deild (den sproglige-historiske Afdeling), sem ávalt er miklu fjölmennari enn hin stærð- og náttúrufræðilega (den mathematisk-naturvidenskabelige Afdeling). Þetta kvantum er að minni ætlan þeim nægilegt, sem eigi ætla að ganga á polytechniska skólann í Kaupmannahöfn. Þeir Íslendingar, sem hingað til hafa á hann gengið, eru mjög fáir, og ef ályktað er af tölu þeirra má gera ráð fyrir, að varla muni meira enn einn Íslendingr ganga á polytechniska skólann á hverjum tíu árum. Þeir hinir fáu, sem á hann gengi, yrði að útvega sér aukakenslu í stærðfræði. Ef sú stundatafla, sem nú gengr til kenslu í stærðfræði, yrði aukin um 6 stundir (frá 19 stundum til 25) þá hlyti það að mestu leyti að verða á kostnað málanna; enn eg fyrir mitt leyti legg mesta áherzlu á kensluna í þeim; enn því færri stundir sem þeim eru ætlaðar, því ófullkomnari verðr kenslan í þeim. Eg get því eigi lagt til, að kenslan í stærðfræðinni verði aukin frá því sem nú er. 2. Kennararnir fara fram á, að danska gangi eigi í gegnum allan skólann heldr hætti kenslan í henni við árspróf í 4. bekk. Mín skoðun er, að eitt af hinum lifandi málum, fyrir utan móðurmálið, eigi að kenna svo vel, að stúdentar geti talað það og ritað nokkurn veginn vel. Ef nú er litið á það samband, sem Ísland stendr í við Danmörku, og sér í lagi á það samband, sem hinn lærði skóli stendr í við háskólann í Kaupmannahöfn, þar sem kenslan fer fram á dönsku, þá getr varla verið nokkur efi á því, að danskan sé það af hinum útlendu nýju málum, sem eigi að kennast bezt við hinn lærða skóla, og svo vel, að Íslendingar geti haft fullkomin not af kenslunni við háskólann, jafnskjótt og þeir koma til hans. Af þessum ástæðum þykir mér óráðlegt að takmarka kensluna í dönsku með því að ætla henni

7 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild 23 færri kenslustundir enn hún hefir nú. Mér virðist því eigi ráðlegt, að taka dönskukensluna burt úr 5. og 6. bekk. [23] Rök Jóns rektors fjalla um undirbúning einstaklinga undir háskólanám og störf, séð frá sjónarhóli samtíðar eins og rök landshöfðingja. Rektor, sem var málfræðingur og kenndi latínu, sat í skólamálanefndinni og átti þátt í ritun álitsskjalsins. Freistandi er að álykta að hann hafi orðið í minnihluta í nefndinni. Fram kom í umræðum á Alþingi að hann hafði ekki kynnt álit nefndarinnar fyrir yfirkennara sínum, Halldóri Kr. Friðrikssyni, né öðrum kennurum, heldur virðist hann hafa einbeitt sér að því að koma á þeim breytingum, sem hann taldi æskilegar, áður en álitið yrði að reglugerð með því að beita áhrifum sínum í gegnum landshöfðingja. Grímur Thomsen og Þórarinn Böðvarsson vörðu reglugerðina á Alþingi sumarið 1877 og með bréfi Jóns Þorkelssonar rektors kemur í ljós að hann hefur ekki kært sig um þá stærðfræði sem upphaflega var áformuð í álitsskjali skólamálanefndarinnar. Þá eru einungis eftir þeir Pétur Pétursson biskup og Helgi E. Helgesen skólastjóri sem hafa getað borið stærðfræðina fyrir brjósti. Björn Gunnlaugsson var orðinn aldraður maður og saddur lífdaga er reglugerðin var samin, en sú hugsun hvarflar að, að ekki hafi verið hreyft við stærðfræðinni á meðan Björn var í lifanda lífi af virðingu við hann. Björn lést 17. mars 1876, en vinnan við skjalið hófst í október 1875 og lauk í október Málalok Málalok urðu þau að reglugerðinni var breytt árið Þýska kom í stað frönsku og var kennd í öllum bekkjum, en franska einungis síðustu tvö árin. [8] Stærðfræðin dróst saman og henni var lokið eftir fjögurra ára nám í stað sex ára áður. Eflaust þurfti þjóðfélagið á nýju tungumálunum að halda en mátti það við að missa stærðfræðina? Þekkingin hvarf úr landinu um 42 ára skeið þar til stærðfræðideild var stofnuð árið Erfið prófdæmi voru samt ekki vandfundin. Hér er dæmi úr gagnfræðaprófi 1914: [16] ( ) , , 04 11, 34 : , 12 4, , , 788 Áhrif á menntun seinni tíma Yfirstjórn menntamála krefst nokkurrar framsýni, sem landshöfðingi virðist ekki hafa haft til að bera árið Aðeins 16 árum eftir setningu reglugerðarinnar fyrir Lærða skólann var fyrsti landsverkfræðingur Íslands, Sigurður Thoroddsen, ráðinn til starfa. Hann átti erfitt uppdráttar og hafði fáa sem enga kunnáttumenn sér til aðstoðar. Framundan voru ein mestu framfaraár í sögu Íslands og smám saman fjölgaði íslenskum verkfræðingum. Þeir áttu nokkurn þátt í baráttunni fyrir því að stofnuð yrði stærðfræðideild sem loks varð að veruleika eftir fyrri heimstyrjöld. Árið 1928 var aðgangur að skólanum takmarkaður við 25 nemendur á ári, síðar Gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem stofnaður var 1928, gilti þó sem aðgangur að lærdómsdeild. Alls brautskráðust á fjórða hundrað nemendur úr stærðfræðideild frá Menntaskólanum í Reykjavík á árunum [17] og um 100 nemendur frá stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri fram til sama tíma. [6] Landspróf miðskóla var tekið upp með nýjum fræðslulögum árið Hlutverk þess var að vera inntökupróf í menntaskóla og Kennaraskóla Íslands og jafna með því aðgengi nemenda að langskólanámi. Í Kennaraskólanum hafði til þess tíma einungis verið kenndur almennur reikningur og jöfnur. [19] Kennsla í stærðfræði við Háskóla Íslands hófst ekki fyrr en með kennslu í verkfræði árið Stúdentar úr stærðfræðideild voru því nánast hinir einu sem höfðu kunnáttu til að kenna algebru til landsprófs miðskóla. Árið 1951 var gefin út reglugerð um BA-nám við Háskóla Íslands. Alls brautskráðust 26 manns með BA-próf í stærðfræði og eðlisfræði á árunum [21] Af þeim urðu 19 kennarar og 15 þeirra kenndu í gagnfræðaskóla. Einungis 5 manns vörðu allri starfsævinni í gagnfræðaskóla. Flestir stærðfræðikennarar í landsprófi höfðu stúdentspróf úr stærðfræðideild og 1-2 ára nám í lögfræði, læknisfræði, viðskiptafræði, guðfræði, verkfræði eða öðrum greinum auk uppeldis- og kennslufræði. Á 7. áratug 20. aldar óx þeirri skoðun mjög fylgi, m.a. fyrir tilstilli OEEC, síðar OECD, Efnahagsog framfarastofnunar Evrópu, að stærðfræðimenntun stuðlaði að tæknilegri, félagslegri og efnahagslegri þróun. Þessir straumar bárust m.a. til Íslands. Tækniskóli Íslands var stofnaður árið Fljótt kom í ljós að nemendur hans voru eftirbátar jafnaldra sinna í öðrum löndum hvað varðaði kunnáttu í stærðfræði og

8 24 Kristín Bjarnadóttir raungreinum. Svonefndri nýstærðfræði var tekið opnum örmum og námsefni var endurnýjað samkvæmt þeirri stefnu á öllum skólastigum. Vandkvæðin leystust þó ekki svo auðveldlega. Kennsla þessara greina hefur oft sætt gagnrýni frá þeim tíma. Fræði, sem eru séreign fárra, eru oft vanmetin og valda tortryggni. Velta má upp þeirri spurningu hvort Íslendingar hefðu verið betur undirbúnir undir landsprófskennslu í stærðfræði frá 1946, stofnun tækniskóla og nýja strauma í stærðfræðikennslu á 7. áratug 20. aldar ef stærðfræði hefði áfram verið aðalgrein Lærða skólans og Hins almenna menntaskóla í Reykjavík við hlið latínu á þeim árum sem landið var að búast til sjálfstæðis, á árabilinu Summary: This article accounts for letters between the Governor of Iceland, situated in Iceland, and the minister of Icelandic affairs, situated in Copenhagen, in connection with a new regulation that was stipulated in 1877 for the Icelandic Learned School in Reykjavík, the only school at that time in Iceland. By this regulation the school became a language-history-stream in the Danish school system. It resulted in reduction in the mathematic education, carefully built up in the school by Björn Gunnlaugsson in There is also an account of the repercussions of this change and an attempt is made to analyze the arguments raised in the light of theories about the main reasons for mathematics education in various societies in the course of history. Heimildir [1] Alþingistíðindi 1877, [2] Alþingistíðindi 1879, 408, 499. [3] Árbók Háskóla Íslands [4] Árni Helgason ( ): Frásagnir um skólalíf á Íslandi um aldamót 18. og 19. aldar. 1. Skólahættir í Skálholti og í Reykjavíkurskóla hinum forna. Í Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju, IV, bls Kaupmannahöfn og Reykjavík. [5] Björn Gunnlaugsson (1993): Um nytsemi mælifræðinnar. Í Fréttabréfi íslenzka stærðfræðafélagsins, Vol. 5(1), Reykjavík. [6] Gísli Jónsson (1981). Saga Menntaskólans á Akureyri , II. Akureyri. [7] Guðlaugur R. Guðmundsson (2000): Skólalíf. Starf og siðir í latínuskólunum á Íslandi Reykjavík. [8] Heimir Þorleifsson (1975): Saga Reykjavíkurskóla, I. Reykjavík. Bókaútgáfa menningarsjóðs. [9] Jón Sigurðsson (1994): Hversu tilgángi skólanna megi framgengt verða á Íslandi. Í Sverrir Jakobsson (ritstj.): Af blöðum Jóns forseta, bls Reykjavík. [10] Niss, Mogens (1996): Goals of Mathematics Teaching. Í International Handbook of Education, Dordrecht. Kluver Academic Publishers. [11] Ólafur Stefánsson (1785): Stutt Undirvísun í Reikníngslistinni og Algebra. Samantekin og útgefin handa Skólalærisveinum og øðrum ýnglíngum á Íslandi. Kaupmannahöfn. [12] Páll Melsteð (1912): Endurminningar Páls Melsteð. Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn. [13] Reynir Axelsson (1993): Ræða eftir Björn Gunnlaugsson. Í Fréttabréfi íslenzka stærðfræðafélagsins, 5(1), Reykjavík. [14] Skírsla um Bessastaða-Skóla fyrir skólaárið , , samin af Jóni Jónssyni Lect. Theolog. R. af Dbr. Viðeyjarklaustur. [15] Skýrsla um hinn lærða skóla í Reykjavík skólaárið Reykjavík. [16] Skýrsla um Hinn almenna mentaskóla skólaárið Reykjavík. [17] Skólaskýrslur Menntaskólans í Reykjavík Reykjavík. [18] Stjórnartíðindi A. Auglýsing um reglugjörð fyrir hinn lærða skóla í Reykjavík Reykjavík. [19] Stjórnartíðindi 1934: Reglugerð fyrir Kennaraskólann í Reykjavík, Reykjavík. [20] Ursin, C., F. (1842): Stjörnufræði, ljett og handa alþíðu. Þýðandi: Jónas Hallgrímsson. Viðeyjarklaustur. [21] Skjalasafn Háskóla Íslands: B.A. próf í heimspekideild , PH1:3. [22] Þjóðskjalasafn Íslands: Íslenska stjórnardeildin. Skólamál. Isl. Journal nr [23] Þjóðskjalasafn Íslands: Íslenska stjórnardeildin. S. VI, 6. Skólamál. Isl. Journal 680. [24] Þjóðskjalasafn Íslands: Skjalasafn kirkjustjórnarráðsins SK/4 (örk 23). [25] Þjóðskjalasafn Íslands: Skjalasafn landshöfðingja LhJ 1877, N nr Tillögur ráðgjafans um reglugjörð fyrir hinn lærða skóla. Um höfundinn: Kristín Bjarnadóttir lauk M.Sc. prófi í stærðfræði frá University of Oregon árið Hún stundar nú doktorsnám í stærðfræðimenntun við Háskólann í Hróarskeldu. Kristín hefur kennt stærðfræði og eðlisfræði við grunnskóla og framhaldsskóla og var ráðin lektor við Kennaraháskóla Íslands árið Kennaraháskóli Íslands Stakkahlíð 105 Reykjavík krisbj@khi.is Móttekin: 16. ágúst 2004

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Embættisskjöl og embættisfærsla landshöfðingja á Íslandi 1873 til 1904

Embættisskjöl og embættisfærsla landshöfðingja á Íslandi 1873 til 1904 Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Embættisskjöl og embættisfærsla landshöfðingja á Íslandi 1873 til 1904 Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Embættisskjöl

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

1 of 5 10/25/2011 3:39 PM. Spurning. Ritstjórn

1 of 5 10/25/2011 3:39 PM. Spurning. Ritstjórn 1 of 5 10/25/2011 3:39 PM Spurning Ritstjórn 2 of 5 10/25/2011 3:39 PM Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) kennari, vísindamaður og menntafrömuður var fæddur í Viðvík í Skagafirði, 31. október 1877. Eftir

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum Læknablaðið hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg,

Læs mere

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55,

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu Nanna Þorbjörg Lárusdóttir Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu 1688-1770 Embættið og uppbygging skjalasafnsins Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Hagræn hugsun á átjándu öld

Hagræn hugsun á átjándu öld Hugvísindasvið Hagræn hugsun á átjándu öld Hugmyndafræði Magnúsar Ketilssonar sýslumanns Ritgerð til B.A.-prófs Jón Torfi Arason Janúar 2018 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hagræn hugsun á átjándu

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 Sauðskinn, saffían & shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 1 Sauðskinn, saffían og shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere