SAG 203. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn. Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "SAG 203. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn. Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson"

Transkript

1 SAG 203 Nýir tímar Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta Verkefnasafn Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson Netútgáfa Mál og menning Reykjavík

2 Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn Netútgáfa Mál og menning Reykjavík, 2007 Höfundar (sbr. nánari upplýsingar um hlut hvors höfundar fyrir sig í Nýjum tímum, bls. 4): Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson. Verkefnasafnið fylgir bókinni Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Það er til afnota fyrir kennara og nemendur og aðra þá sem nota bókina. Um verkið gildir hefðbundinn höfundarréttur og því er óheimilt að fjölfalda það eða dreifa því, að hluta eða í heild, í öðru skyni en til notkunar með bókinni Nýir tímar. 2

3 I. DRAUMAR UM BETRA LÍF I.2 : Napóleonsöldin Athugunarefni í texta 1. Taktu saman annál yfir ævi og feril Napóleons. 2. Hvaða viðfangsefni einkenndu einkum valdaskeið Napóleons sem fyrsta ræðismanns? 3. Hvað einkenndi einkum tíma hans á keisarastóli? 4. Glöggvaðu þig á því hvernig veldi Napóleons var uppbyggt þegar hann stóð á hátindi valda sinna. 5. Hvernig hafa menn viljað skýra hversu sigursæll Napóleon lengst af var á vígvöllunum? Umræðuefni #1. Tengsl Napóleons við frönsku byltinguna og arfleifð hennar eru ekki einföld. Hann hefur ýmist verið kallaður sonur hennar og sáðmaður eða líkmaður hennar og grafari. Hvernig má réttlæta eða rökstyðja einkunnir og umsagnir af þessu tagi? Viðbótarlesning: Sverrir Kristjánsson. Franska byltingin og Napóleon. Andvari #2. Hvers vegna skyldi Jósef Göbbels, áróðursmeistari Hitlers, hafa lagt blátt bann við að nefna Napóleon á nafn í blöðum og útvarpi í Þýskalandi veturinn ? Geturðu ímyndað þér annan evrópskan herkonung í sams konar banni á þeim tíma? #3. Veltu fyrir þér samspili byltingar- og Napóleonsstyrjaldanna við tilurð og útbreiðslu þjóðernishyggju í Evrópu. Heimildaverkefni *1. Lögbók Napóleons (Code Napoleon) hafði mikil áhrif á sinni tíð. Á það jafnt við um Frakkland sem ýmis önnur lönd Evrópu. Rannsakaðu ákvæði hennar á einhverju afmörkuðu sviði, til dæmis um réttarstöðu kvenna miðað við karla. *2. Taktu saman fyrirlestur um Rússlandsherferð Napóleons og afleiðingar hennar fyrir stöðu hans. Heimildir: Jón Guðnason. Mannkynssaga , bls , einkum þó bls. 93 o.áfr. Reykjavík, Leonard Cooper. Í heljarklóm rússneska vetrarins. Þrjár sögulegar innrásir, bls Reykjavík, Kåre Tønnesson. Saga mannkyns. Byltingatímar , bls Reykjavík

4 Afburðamenn og örlagavaldar. Æviþættir 20 mikilmenna sögunnar (þáttur um Napóleon). Jón R. Hjálmarsson. Af spjöldum sögunnar. 22 þættir um fræga menn og mikla atburði (þáttur um Napóleon). Auk þess er bent á þann möguleika að leita heimilda á netinu. I.3 : Stjórnmál austan hafs og vestan Athugunarefni í texta 1. Hvaða aðilar voru áhrifamestir á Vínarfundinum? 2. Hvers konar skipan komst á í Þýskalandi eftir 1815? 3. Berðu saman aðstæður í nyrðri og syðri nýlendum Englendinga vestanhafs. 4. Gerðu yfirlit yfir þau óánægjuefni sem leiddu til uppreisnar í nýlendum Englendinga vestanhafs. 5. Hvert er inntak valdgreiningarkenningarinnar og hver er höfundur hennar? 6. Hvernig er háttað valdaskiptingunni milli hinna þriggja þátta ríkisvaldsins skv. stjórnarskrá Bandaríkjanna og hvernig hlýtur hver þeirra um sig umboð sitt? 7. Hvert er inntak Monroekenningarinnar og hvert var tilefni þess að hún var sett fram? 8. Hvers vegna voru Englendingar andvígir stuðningi bandalagsins helga við Spánarkonung í viðleitni hans að endurheimta yfirráðin yfir nýlendum Spánverja vestan hafs? Umræðuefni #1. Hvaða viðhorf og sjónarmið voru efst í huga þeirra sem mestu réðu um niðurstöður Vínarfundarins? #2. Hvernig er háttað möguleikum einstakra aðila í stjórnkerfi Bandaríkjanna til að tempra eða jafnvel stöðva ákvarðanir annarra handhafa ríkisvaldsins? #3. Hvað olli því að þrjú stórveldi Evrópu, Rússland, England og Frakkland, komu til liðs við Grikki í frelsisstríði þeirra, þótt uppreisn Grikkja stríddi augljóslega gegn ríkjandi viðhorfum á Vínarfundinum og græfi undan þeirri skipan sem þar var ákveðin? Heimildaverkefni *1. Kynntu þér efni og inntak sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna á grundvelli eftirfarandi texta. Útdráttur úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 4

5 Sjálfstæðisyfirlýsingin var samþykkt hinn 4. júlí árið Við teljum eftirfarandi augljósan sannleika: Að allir menn eru skapaðir jafnir, að skaparinn hefur gætt þá réttindum sem ekki verða frá þeim tekin og að þar á meðal eru rétturinn til lífs, frelsis og til að leita sér farsældar. Að til tryggingar þessum réttindum stofna menn með sér landsstjórnir, og helgast umboð þeirra til stjórnar af samþykki þegnanna. Hagi landsstjórnarmenn störfum sínum á þann veg að fari í bága við áðurgreind markmið, er þjóðinni rétt að setja slíka valdsmenn af og koma á nýrri stjórnskipan á þeim grunni og í þeirri mynd sem vænlegust er talin til að tryggja hagsæld og hamingju. Að vísu er hyggilegt að umbreyta ekki gamalgróinni landsstjórn fyrir dægurmál eða vegna mála er litlu varða. Reynslan sýnir að mönnum er tamara að þrauka meðan þolanlegt má teljast en taka sér þann rétt að breyta skipan sem þeir hafa vanist. En þegar hvort rekur annað að staðaldri, rangsleitni og yfirgangur, og engum fær dulist tilgangurinn, að brjóta menn til hlýðni við harðstjórn og einræði, þá er þeim í senn rétt og skylt að létta af sér slíkri landsstjórn og finna önnur meðul til að tryggja öryggi sitt til frambúðar. Íbúar þessara nýlendna hafa lengi þraukað við þjáningar, en nú er orðið óhjákvæmilegt fyrir þær að breyta þeirri stjórn sem þær hafa búið við. Saga núverandi Bretakonungs er saga endurtekinna lögbrota og ofbeldis, og allar hafa aðgerðir hans beinlínis miðað að því að leggja ríkin okkar undir hreina harðstjórn. Þessu til staðfestingar leggjum við fram sannanir sem umheimurinn getur metið á hlutlægan hátt: Bretakonungur hefur haldið úti föstum her í landi okkar á friðartímum án þess að löggjafarsamkundur einstakra ríkja hafi lagt blessun sína yfir það. Hann hefur bundist samtökum við óviðkomandi aðila (þ.e. breska þingið) til að þröngva upp á okkur löggjöf sem samræmist ekki stjórnskipan okkar og brýtur í bága við gildandi lög hérlendis, og þessa löggjöf sem svo kallast, hefur hann staðfest með undirskrift sinni. Hann hefur í raun sagt sig frá stjórn nýlendnanna þrettán með þeirri yfirlýsingu sinni að þær njóti ekki lengur verndar hans og með því að heyja stríð gegn þeim. (...) Sem fulltrúar Bandaríkja Norður-Ameríku lýsum við því yfir sjálfstæði nýlendnanna þrettán, enda stendur réttur þeirra ótvírætt til frelsis og sjálfstæðis. Jafnframt lýsum við yfir að þær eru óbundnar af hvers konar trúnaði gagnvart bresku krúnunni og öllum stjórnmálatengslum þeirra við Bretland er slitið að fullu.... Athugunarefni 1. Hvernig birtast grundvallarhugmyndir stjórnmálaheimspekinga upplýsingarinnar í sjálfstæðisyfirlýsingunni? *2. Hvaða sýn á stjórn Spánverja í Rómönsku Ameríku kemur fram í eftirfarandi texta? Frelsishetjan Simon Bolivar varð að flýja til Jamaica og dveljast þar um hríð, svo að spænska lögreglan handsamaði hann ekki. Þar samdi hann bréf, sem ætlað var að hafa áhrif á almenningsálitið í Bretlandi, svo að líkur ykjust á því að Bretar styddu uppreisn og frelsisbaráttu nýlendubúa gegn Spánverjum. Tengslin milli Ameríku og Spánar hafa rofnað. Hatur okkar í garð Spánverja er dýpra en úthafið sem aðskilur okkur. Hvernig má það vera? Til skamms tíma sóttum við nánast allt til Spánar: hlýðnisafstöðuna, hagsmunasamstöðu, sömu trú og viðhorf, gagnkvæmt dálæti og samstöðu um að halda á lofti frægðarverkum forfeðranna. Af þessu spratt trúnaður, sem virtist mundu verða ævarandi. (...) En nú er öldin önnur: Okkur er hótað dauða, og við lifum í skugga dauðans, vansæmdar og alls þess sem illt má kalla. Þær hremmingar eru naumast til, sem við höfum ekki mátt sæta af hendi stjúpu okkar Spánar. Við brutum af okkur hlekkina, og erum nú frjálsir menn, en þá reynir óvinur okkar að hreppa okkur í þrældóm að nýju. Íbúar Ameríku hafa um aldaraðir verið algerlega áhrifalausir í stjórnmálum. Þeir voru ekki til þegar stjórnmál voru annars vegar. Hlutskipti okkar er enn verra en þrælsins og því er það svo torsótt fyrir okkur að öðlast frelsi og njóta þess. Ríki og mannfólk sæta undirokun ýmist með því að stjórnvöld misbeita valdi sínu eða vegna einhverra eiginleika sinna. (...) Við höfum verið ofurseld stjórn, sem hefur ekki bara svipt okkur öllum réttindum, heldur litið svo á að við ættum að vera ómyndug um aldur og ævi, þegar stjórnarmálefni eru annars vegar. Það var ekki einu sinni svo vel að við fengjum íhlutunarrétt um sveitarstjórnarmál, svo að við gætum fengið innsýn í hvernig stjórnkerfi starfa. Þá hefði sjálfsmynd okkar styrkst og við fyrir vikið áunnið okkur virðingu almennings, en hún gegnir miklu hlutverki á byltingartímum. Eins og stjórn Spánverja er nú háttað hér um slóðir, er þjóðfélagsstaða Ameríkumanna engu betri en staða þræls sem ekki er lengur vinnufær. Já, ástand mála nú er kannski verra en nokkru sinni fyrr. En þó er 5

6 ekki nema hálf sagan sögð. Við þessar aðstæður eru Ameríkumenn reyrðir í viðjar hvimleiðustu boða og banna: Það er bannað að rækta evrópskar korntegundir, einokunarfyrirtæki konungs eru yfir og allt um kring og það er bannað að koma á fót iðnaði, jafnvel þótt sambærilegur iðnaður fyrirfinnist ekki á Spáni. Þessu til viðbótar koma svo sértæk verslunarfríðindi Spánverja, sem jafnvel taka til verslunar með nauðsynjavöru, og sú staðreynd að landamærin milli einstakra spænskra nýlendna í Ameríku eru lokuð til að koma í veg fyrir verslun, samgang og hugmyndastreymi. Á ég að fræða ykkur um það hvers konar framtíð okkur er ætluð? Jú, við eigum einfaldlega að rækta indígó, maís, kaffi, sykurreyr, baðmull og kakó, ala kvikfé á sléttunum stóru, veiða villibráð í skógunum og grafa gull úr jörðu til að setja í þá óseðjandi peningahít sem Spánn er. Það hefur aðeins gerst í algerum undantekningartilvikum að heimamenn gegndu embættum varakonungs eða landstjóra, sárafáir úr okkar röðum hafa verið erkibiskupar eða biskupar og enginn okkar hefur komist í utanríkisþjónustuna. Í hernum náðum við ekki lengra en að verða liðsforingjar af lágri tignargráðu... Í stuttu máli sagt gátum við þar að auki hvorki orðið embættismenn né stjórnendur lánastofnana, sárasjaldan kaupmenn, enda taldist slíkt lögbrot samkvæmt gildandi lögum. (...) Þeir sem fæddir eru í Ameríku hafa ekki notið lögbundinna réttinda sinna, því að lög Karls keisara 5. um réttindi nýlendubúa hafa verið þverbrotin. Þegar herir Frakka steyptu af stóli duglausri ríkisstjórn Spánar, má segja að við höfum orðið munaðarleysingjar. Erlendir valdsmenn höfðu lengi látið okkur finna fyrir duttlungum sínum. Nú átti að tæla okkur með fyrirheitum um að forn réttindi okkar skyldu í heiðri höfð og það var smjaðrað fyrir okkur með loforðum sem alltaf stóð til að svíkja. Við bárum í brjósti ugg um framtíðina; stjórnleysi vofði yfir, því að ekki var til staðar nein lögmæt, réttsýn og frjálslynd stjórn. Því sigldum við að lokum inn í öngþveiti byltingarinnar.... Heimild Frå Natur och Kultur: Revolutionernas tid I, Uppsala, I.4 : Stjórnmálastefnur: Íhald, frjálslyndi, lýðræði Athugunarefni í kafla 1. Hverjir voru hugmyndafræðilegir frumkvöðlar íhaldsstefnu, frjálslyndisstefnu og lýðræðis í stjórnmálum? 2. Hverjar voru megináherslur í efnahags- og atvinnustefnu frjálslyndra á fyrri hluta 19. aldar? 3. Taktu saman stutta greinargerð um afstöðu frjálslyndra til stjórnarfars og stjórnmálaréttinda almennings á fyrri hluta 19. aldar. 4. Hver var arfleifð jakobínismans í evrópskum stjórnmálum og hvað varð um hann? 5. Greindu helstu áfanga í þróun breskra stjórnmála í lýðræðisátt fram um Taktu saman stutt yfirlit um aðdraganda og atburði júlíbyltingarinnar í Frakklandi Hvernig reiddi af byltingum í öðrum löndum sem kviknuðu í kjölfar hennar? Umræðuefni #1. Hvers vegna skyldi Edmund Burke hafa verið jafngagnrýninn á frönsku byltinguna og raun ber vitni? #2. Rýndu í þær breytingar sem urðu á stéttagrundvelli og kjósendahópi íhaldsflokka og frjálslyndra flokka á síðasta fjórðungi 19. aldar. Athugaðu í framhaldi af því hvaða áhrif þessar breytingar höfðu á stjórnmálaafstöðu þessara flokka. Hvernig viltu skýra þá ummyndun sem þarna varð? 6

7 Heimildaverkefni *1. Hér fer á eftir stuttur kafli úr ritinu Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith. Kynntu þér efni kaflans og taktu síðan til skoðunar þau athugunarefni sem fram eru borin að honum loknum. Adam Smith um lögmál markaðarins Eftirfarandi kafli er tekinn úr ritinu Auðlegð þjóðanna (1776). Gerum ráð fyrir að um sé að ræða 100 hanskaframleiðendur. Allir kysu þeir helst að hækka verð á framleiðslu sinni til að tryggja sér viðbótargróða. Það er hins vegar ekki framkvæmanlegt. Ef einhverjir skerast úr leik og hækka ekki verðið fá þeir viðskiptavinina til sín, því að þeir bjóða hagstæðasta verðið. Áformið um verðhækkun í gróðaskyni gengi því aðeins upp, að allir framleiðendurnir sammæltust um sömu verðhækkun. Slíkt ástand mundi þó einungis vara skamma hríð, uns t.d. einhver skósmiður fengi þá hugmynd að hefja framleiðslu á hönskum og seldi þá við eins lágu verði og honum væri unnt. Ef það gerðist næði hann flestum viðskiptavinunum til sín. Þannig sjá markaðslögmálin um að verðlag vöru og þjónustu sé ekki hærra en sem svo að jafngildi tilkostnaði að viðbættum eðlilegum gróða. Markaðslögmálin tryggja einnig að hæfilegt framboð sé á hvers konar varningi. Sem dæmi má hugsa sér að neytendur vildu meira framboð á hönskum, en hefðu ekki að sama skapi áhuga á að eignast stöðugt nýja skó. Þá mundi fólk verja meira fé til að kaupa hanska, en skósala væri dræm. Ef ónógt framboð væri á hönskum, hækkaði verð á þeim sjálfkrafa vegna hinnar miklu eftirspurnar. Á hinn bóginn færi verð á skóm lækkandi, því að eftirspurn væri lítil. Þegar verð á hönskum hækkar, eykst líka gróðinn. Ábatinn af því að framleiða skó færi á hinn bóginn minnkandi. Þetta færi varla lengi framhjá hanskaframleiðendunum, og þeir mundu ráða fleira fólk til starfa, og fleiri hanskagerðarmenn hygðu að eigin rekstri. Margir skósmiðir yrðu aftur á móti atvinnulausir, því að skóframleiðsla gæfi of lítið í aðra hönd. Þannig sæju markaðslögmálin sjálfkrafa til þess að framleiðsla á hönskum yrði aukin og dregin saman á skóm í fullu samræmi við óskir neytenda. Það er þetta samhengi sem kallast lögmál framboðs og eftirspurnar. Það sýnist einfalt, en varpar ljósi á margt: Í fyrsta lagi skýrir það hvers vegna einkaframtakið ber ætíð niður þar sem það á sama tíma þjónar hagsmunum heildarinnar. Í annan stað skýrir það hvernig neytendur sjá sjálfkrafa til þess að framleiddar séu þær vörur sem þeir þarfnast. Í þriðja lagi sýnir það að hátt verðlag er sjúkdómur sem læknast sjálfkrafa. Fyrir það fjórða segir það okkur hvers vegna gróðinn verður alltaf viðlíka mikill í flestum atvinnugreinum. Allt gerist þetta sjálfkrafa, ef allir sjá markaðinn til friðs og láta vera að grípa með truflandi hætti inn í það sem þar gerist. Athugunarefni 1. Hvað á Adam Smith við með lögmálum um framboð og eftirspurn? 2. Hvaða viðhorf hefur Adam Smith til hlutverks ríkisvaldsins á sviði efnahagsmála? 3. Hvernig líta menn á hugmyndir hans nú á dögum? Bent skal á að rit Adams Smiths, Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna, kom út í íslenskri þýðingu árið

8 *2. Farðu vandlega gegnum texta mannréttindayfirlýsingar frönsku byltingarinnar og reyndu í framhaldinu að glöggva þig á því hvernig grundvallaratriðum hennar og áherslum reiddi af í pólitískum ólgusjó 19. aldar. Mannréttindayfirlýsing frönsku byltingarinnar Hún var samþykkt í ágúst 1789 og myndaði síðan innganginn að stjórnarskrá þeirri sem Frakkar settu sér árið Menn eru bornir í þennan heim frjálsir og jafnir að réttindum og skulu vera það upp frá því. 2. Öll stjórnmálaleg samtök miða að því að varðveita þau náttúrlegu réttindi manna sem eigi verða af hendi látin. Þessi réttindi eru frelsi eignarréttur, friðhelgi fyrir kúgun og réttur til uppreisnar gegn harðstjórn. 3. Öll stjórnvöld verða eðli málsins samkvæmt að sækja umboð sitt til þjóðarinnar. 4. Frelsi felst í því að mega aðhafast allt það sem ekki veldur öðrum skaða. Möguleikar sérhvers manns til að njóta náttúrlegra réttinda sinna takmarkast því einungis við það að aðrir þjóðfélagsþegnar geti orðið hins sama aðnjótandi. Takmarkanir þær sem hér um ræðir verður að ákvarða með lagaboði. 5. Einungis má banna með lögum þær athafnir manna sem skaðvænar eru þjóðfélaginu. Ekki má leggja hömlur á athafnir sem samrýmast lögum og engan má þvinga til athafna sem lög mæla ekki fyrir um. 6. Lögin eru tjáning almannaviljans. Allir þjóðfélagsborgarar eiga rétt á að koma að lagasetningunni, annaðhvort með beinum hætti eða fyrir meðalgöngu kjörinna fulltrúa sinna. 7. Engan mann má ákæra, fangelsa né halda föngnum, nema hann hafi gerst brotlegur við lög, og skal þá í slíkum tilvikum fara að lögum um þau efni. Hver sá sem hvetur til, gerist sekur um eða fyrirskipar misbeitingu valds eða lætur slíkt viðgangast skal sæta refsingu. En hver sá borgari sem handtekinn er eða stefnt er fyrir rétt skal taka slíku mótþróalaust. Mótþrói varðar við lög. 8. Lög skulu aðeins hafa að geyma refsiákvæði að því marki sem telja verður algerlega óhjákvæmilegt. Engan má dæma til refsingar án heimildar í lögum sem samþykkt voru og birt áður en brotið var framið og beitt hefur verið með réttum hætti. 9. Allir teljast saklausir uns sekt þeirra hefur verið sönnuð. Ef óhjákvæmilegt reynist að hneppa mann í fangelsi, skal kveða skýrt á um það í lögum að ekki megi beita hann harðræði umfram það sem þarf til að handtaka hann. 10. Enginn skal sæta ofsóknum vegna skoðana sinna, og á það einnig við um trúarskoðanir, nema þær séu tjáðar með þeim hætti að raskað sé þeim almannafriði og reglu sem kveðið er á um í lögum. 11. Hugsana- og tjáningarfrelsi er einhver hinn dýrmætasti réttur mannsins. Sérhver þjóðfélagsþegn skal því njóta mál-, rit- og prentfrelsis, með þeim fyrirvara einum að hann skal svara til saka fyrir hugsanleg brot gegn lögum um þessi efni. 12. Koma verður á fót opinberum stjórnvaldsstofnunum, svo að tryggja megi mannréttindi og önnur réttindi borgaranna. Valdastofnanir þessar eiga að þjóna almenningi, en ekki vera tæki til sérhagsmunagæslu fyrir þá sem þar veljast til starfa. 13. Óhjákvæmilegt er að leggja á almenna skatta, ef halda á uppi stjórnvaldsstofnunum og standa undir kostnaði við stjórnkerfið. Gæta skal jafnræðis við álagningu skatta, og hver maður greiða skatt í réttu hlutfalli við getu sína. 14. Allir þegnar þjóðfélagsins eiga rétt á því, annaðhvort með beinum hætti eða fyrir meðalgöngu kjörinna fulltrúa sinna, að leggja mat á nauðsyn skattheimtu ríkisins. Í því felst samþykktarréttur gagnvart skattheimtunni, réttur til að fylgjast með notkun skattfjárins og réttur til ákvörðunar um skattstig, niðurjöfnun, innheimtu og gildistíma skattalaga. 15. Þjóðfélagsþegnunum er rétt að krefja alla embættismenn um reikningsskil vegna embættisfærslu sinnar. 16. Ef réttindi borgaranna í einhverju þjóðfélagi eru ekki tryggð, og þar ríkir ekki valdgreining milli ólíkra valdhafa, verður að líta svo á að slíkt þjóðfélag hafi enga stjórnarskrá. 17. Eignarrétturinn er helgur réttur og gegn honum má ekki brjóta. Engan má svipta eignarrétti sínum, nema brýn almannaheill krefji. Slíkar ákvarðanir verður að taka með lögmætum hætti, og fyrir skulu koma sanngjarnar bætur sem ákveðnar eru fyrirfram. Heimild Ressursperm Verden 1, Oslo

9 *3. Taktu saman stuttan fyrirlestur um John Stuart Mill. Heimildir John Stuart Mill. Frelsið. Reykjavík, 1970 (sjá sérstaklega forspjall að bókinni). John Stuart Mill. Kúgun kvenna. Reykjavík, 1997/2003 (sjá sérstaklega inngang að bókinni). Gunnar Skirbekk og Nils Gilje. Heimspekisaga, bls Reykjavík, Ólafur Jens Pétursson. Hugmyndasaga, bls Reykjavík, Bryan Magee. Saga heimspekinnar, bls Reykjavík, Lars-Arne Norborg. Saga mannkyns. Evrópa í hásæti , bls. 180 o.áfr. Reykjavík, John Stuart Mill. Nytjastefnan. Reykjavík, Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hvar á maðurinn heima? Fimm kaflar úr sögu stjórnmálakenninga, bls Reykjavík, Einnig skal bent á þann möguleika að afla sér heimilda á netinu. I.5 : Þjóðernisstefnan og áhrif hennar Athugunarefni í texta 1. Glöggvaðu þig á hugmyndum Johanns Gottfrieds Herders um þjóðerni. 2. Í námsbókinni er komist svo að orði að pólitísk þjóðernisstefna hafi ýmist orkað sem bindiefni eða sprengiefni. Við hvað er átt með slíkri staðhæfingu? Dragðu fram dæmi niðurstöðu þinni til stuðnings. 3. Dragðu saman í einni málsgrein kjarnann úr kröfugerð og stefnu byltingarmannanna árið Taktu saman stutt yfirlit um orsakir febrúarbyltingarinnar í Frakklandi og gerðu síðan yfirlit í annálsformi um þróun hennar þar til yfir lauk. 5. Dragðu upp mynd af stjórnlagaþinginu í Frankfurt og starfi þess. Hver var meginskýringin á því að starf þess bar ekki þann árangur sem að var stefnt? 6. Hvernig var háttað gerð og uppbyggingu tvíríkisins Austurríkis-Ungverjalands? 7. Niðurstaðan af umfjöllun um byltingarnar 1848 var sú að beinn ávinningur þeirra í samtímanum hafi verið takmarkaður. Gerðu stutt yfirlit yfir þann ávinning sem þó náðist til frambúðar. 8. Taktu saman sameiningarsögu Ítalíu í stuttu máli. 9. Gerðu yfirlit yfir þá almennu þætti í umhverfi og aðstæðum sem a) stuðluðu að sameiningu þýsku ríkjanna, b) torvelduðu slíka sameiningu. 10. Gerðu annál yfir þá atburðarás sem hófst með því að Bismarck var skipaður kanslari í Prússlandi og lauk með krýningu Vilhjálms 1. til keisara í Þýskalandi. 9

10 11. Taktu saman lista yfir þær kristnu smáþjóðir á Balkanskaga sem brutust undan yfirráðum Tyrkja á 19. öld og stofnuðu sjálfstæð ríki. Hverjar þessara þjóða voru slavneskar og hverjar ekki? Umræðuefni #1. Veltu fyrir þér ólíkum afbrigðum þjóðernishyggju og mismunandi þróunarstigum hennar. Er mögulegt að heimfæra þessa umræðu að einhverju leyti upp á þær aðstæður sem sköpuðust upp úr 1990 á því svæði sem fyrrum var Júgóslavía? #2. Reyndu að greina hvað var líkt og hvað var ólíkt í inntaki og áherslum byltingarinnar í þýsku ríkjunum annars vegar og löndum Austurríska keisaradæmisins (Austurríki, Ungverjaland, Ítalía) hins vegar. #3. Í ýmsum ríkjum Evrópu finnast hópar eða landshlutar sem berjast fyrir viðurkenningu á sérstöðu sinni, sjálfstjórn eða jafnvel sjálfstæði. Má í því sambandi nefna Bretland, Belgíu, Noreg, Svíþjóð, Frakkland og Spán. Hverjir eru þessir hópar og landshlutar og um hvað snýst baráttan í einstökum tilvikum? #4. Hver telur þú að sé sterkasti þátturinn í þjóðernisvitund Svisslendinga? #5. Í námsbókinni er komist svo að orði að það hafi haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þýsku þjóðina og raunar Evrópu alla að Frankfurtarþinginu mistókst að sameina Þýskaland friðsamlega á frjálslyndum og lýðræðislegum grunni. Þar er líka tekið svo til orða að frjálslyndur meirihluti á prússneska þinginu hafi selt pólitískan frumburðarrétt sinn og byrjað að trúa stáli þegar hann að lokinni sameiningu Þýskalands með hervaldi löghelgaði ólögmæta skattheimtu Bismarcks til hernaðarþarfa. Má í þeim atburðum sem þarna er lagt mat á sjá einhver frjókorn og fyrirboða stóratburða sem áttu eftir að hafa afdrifarík áhrif á sögu Evrópu á 20. öld? Heimildaverkefni *1. Í kennslubókinni er komist svo að orði að áhrifa frá byltingunni 1848 hafi gætt allt norður í Dumbshaf. Með því er verið að ýja að atburðum sem urðu hér uppi á Íslandi misserin á eftir og þóttu sýna meiri höfðingjadirfsku og uppreisnargirni en áður var tíðkanlegt. Atburðir þeir sem hér um ræðir eru dómkirkjuhneykslið, norðurreið Skagfirðinga og pereatið. Verkefnið felur í sér að nemendur, einn eða fleiri, semji og flytji fyrirlestur um hvert þessara efna á grundvelli tiltækra heimilda. Í uppflettiriti Einars Laxness, Íslandssaga, er þessum atburðum lýst stuttlega, en hér á eftir er bent á frekari heimildir: 10

11 Dómkirkjuhneykslið Jónas Jónsson. Saga Íslendinga VIII, 1. Tímabilið Fjölnismenn og Jón Sigurðsson. Reykjavík, 1955, bls (einkum bls. 409 o.áfr.). Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson. Íslandssaga til okkar daga. Reykjavík, 1991, bls Aðalgeir Kristjánsson. Endurreisn alþingis og þjóðfundurinn. Reykjavík, 1993, bls og Guðjón Friðriksson. Nýjustu fréttir. Saga fjölmiðlunar á Íslandi frá upphafi til vorra daga. Reykjavík, 2000, bls Norðurreið Skagfirðinga Ólafur Oddsson. Norðurreið Skagfirðinga vorið Saga XI, 1973, bls Runólfur Björnsson. Norðurreið Skagfirðinga Réttur, 33. árg., 4. hefti 1949, bls Kristmundur Bjarnason. Íslensk þjóðmál Andvari, 1. hefti 1964, bls Pereatið Heimir Þorleifsson. Saga Reykjavíkurskóla. II. Skólalífið í Lærða skólanum. Reykjavík, 1978, bls Hannes Pétursson. Steingrímur Thorsteinsson. Reykjavík, 1964, bls (einkum bls. 49 o.áfr.). Aðalgeir Kristjánsson. Brynjólfur Pétursson. Ævi og störf. Reykjavík, 1972, bls. 255 o.áfr. Aðalgeir Kristjánsson. Endurreisn alþingis og þjóðfundurinn. Reykjavík, 1993, bls Jónas Jónsson. Saga Íslendinga VIII, 1. Tímabilið Fjölnismenn og Jón Sigurðsson. Reykjavík, 1955, bls *2. Fyrirlestur um Otto von Bismarck og sameiningu Þýskalands. Einn eða fleiri nemendur semji og flytji fyrirlestur um efnið. Heimildir Lars-Arne Nordborg. Saga mannkyns. Evrópa í hásæti , bls , 243 og 252 o.áfr. Sverrir Kristjánsson. Frá Vínarborg til Versala. Erindasafnið. Reykjavík, Sverrir Kristjánsson. Blóð og járn fyrir einni öld. Andvari, Sjá einnig Ritsafn 3, bls Reykjavík, Sverrir Kristjánsson. Fyrir hundrað árum. Ritsafn 3, bls Sjá einnig Tímarit Máls og menningar, 1948, 1. hefti. 11

12 Einnig skal bent á þann möguleika að leita sér heimilda á netinu. I.6 : Mannréttindaþróun Athugunarefni í texta 1. Glöggvaðu þig á réttarstöðu kvenna í vestrænum samfélögum í byrjun 19. aldar eins og henni er lýst í kaflanum. 2. Hvernig má skýra að bandarískar konur voru í fararbroddi í réttindabaráttu kvenna á upphafsskeiði hennar? 3. Taktu saman stutta greinargerð um hreyfingu súffragettanna í Bretlandi og baráttuaðferðir þeirra. 4. Að hvaða leyti markaði hin sósíalíska kvennahreyfing sér sérstöðu í réttindabaráttu kvenna? 5. Hvert var tillag karla á borð við John Stuart Mill og August Bebel til réttindabaráttu kvenna? 6. Hvenær tók gagnrýni á þrælaverslun og þrælahald að gæta fyrir alvöru og með hvaða rökum gagnrýndu menn þessi fyrirbæri? 7. Hvaða ríki urðu fyrst til að banna þegnum sínum þrælaverslun og hvenær gerðist það? 8. Taktu saman yfirlit yfir orsakaþætti borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum. Umræðuefni #1. Leggðu mat á hvort róttækar baráttuaðferðir súffragettanna hafi orðið málstað þeirra til framdráttar eða ekki. Reyndu í framhaldi af því að heimfæra þessa umræðu upp á baráttu ýmissa hreyfinga og andófshópa nú á tímum. Hvað með umhverfisverndarsinna, baráttuhópa fyrir mannréttindum, dýraverndunarsinna og andófsmenn gegn alþjóðavæðingunni? Hvað með ástand mála í Palestínu og Írak og viðbrögðin við því? Heimildaverkefni *1. Meðfylgjandi yfirlit sýnir hvenær konur í einstökum löndum fengu kosningarétt. a) gerðu skrá í tímaröð (með ártali) yfir það hvenær konur fengu kosningarétt í einstökum Evrópuríkjum. b) má út frá fyrrnefndri skrá og yfirlitinu í heild, einnig því hvaða lönd þar vantar, draga einhverjar ályktanir um samhengi milli þess hvaða trúarbrögð eru ríkjandi í þessum löndum og hins, hvenær konur öðluðust þennan rétt? 12

13 Kosningaréttur kvenna Eftirfarandi yfirlit sýnir hvenær konur fengu kosningarétt til jafns við karla í einstökum löndum: Ár Land 1893 Nýja-Sjáland 1902 Ástralía 1906 Finnland 1913 Noregur 1915 Danmörk, Ísland 1917 Sovétríkin 1918 Austurríki, Þýskaland 1919 Holland, Lúxemborg, Pólland, Tékkóslóvakía 1920 Bandaríkin, Kanada 1921 Svíþjóð 1922 Írland 1928 Bretland 1929 Ekvador 1930 Suður-Afríka (hvítar konur) 1931 Spánn, Sri Lanka 1932 Brasilía, Taíland 1934 Kúba, Tyrkland, Úrúgvæ 1935 Búrma 1938 Búlgaría, Filippseyjar 1942 Dóminíska lýðveldið 1944 Frakkland 1945 Gvatemala, Indónesía, Japan, Panama, Trínidad og Tóbagó, Ungverjaland 1946 Benín, Ítalía, Júgóslavía, Líbería, Rúmenía 1947 Argentína, Malta, Tógó, Venesúela, Víetnam 1948 Belgía, Ísrael, Norður-Kórea, Suður-Kórea 1949 Chile, Kostaríka, Indland, Sýrland 1950 Barbados, El Salvador 1951 Nepal 1952 Bólivía, Grikkland 1953 Kína, Jamaíka, Mexíkó 1954 Kólumbía 1955 Eþíópía, Gana, Níkaragva, Perú 1956 Búrkína Fasó, Egyptaland, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Kamerún, Kongó-lýðveldið, Laos, Madagaskar, Malí, Máretanía, Miðafríkulýðveldið, Níger, Pakistan, Senegal, Súdan, Tsjad, Túnis 1957 Haítí, Hondúras, Líbanon, Malasía 1958 Albanía, Alsír, Írak, Sómalía 1959 Kýpur, Máritíus, Marokkó 1960 Lýðveldið Kongó (áður Zaire), Nígería 1961 Búrúndí, Gambía, Paragvæ, Rúanda, Síerra Leóne, Tansanía 1962 Úganda 1963 Íran, Kenýa, Líbýa 1964 Afghanistan, Malaví, Sambía 1965 Botsvana, Singapúr 1966 Gvæjana, Lesótó 1967 Suður-Jemen 1968 Svasíland 1970 Fídjieyjar 1971 Sviss 1972 Bangla Desh 1974 Jórdanía 1976 Portúgal 1984 Liechtenstein 13

14 *2. Kynntu þér textann í ræðu þeirri sem Abraham Lincoln hélt við Gettysburg. *3. Kynnið ykkur eftirfarandi heimildatexta og takið til athugunar þær spurningar sem þeim fylgja. Yfirlýsing um afstöðu. Fyrsta kvenréttindasamkundan frá árinu 1848 Við teljum eftirfarandi augljósan sannleika: Að allir karlar og konur eru sköpuð jöfn, að skaparinn hefur gætt þau réttindum sem ekki verða frá þeim tekin, og að þar á meðal eru rétturinn til lífs, frelsis og til að leita sér farsældar. Saga mannkyns er sagan um það hvernig karlar hafa æ ofan í æ brotið á rétti kvenna og níðst á þeim beinlínis í því skyni að halda þeim í harðstjórnarfjötrum. Þessu til sönnunar leggjum við hér á borðið staðreyndir sem allir réttsýnir menn geta kynnt sér. Karlar hafa aldrei leyft konum að njóta þess ótvíræða réttar að greiða atkvæði í almennum kosningum. Karlar hafa knúið konur til að lúta löggjöf sem þær hafa ekki átt neinn hlut að því að setja. Karlar hafa synjað konum um réttindi sem jafnvel fáfróðustu og lítilsigldustu karlar njóta hvort heldur þeir eru heimamenn eða útlendingar. Karlar hafa þannig neitað konum um frumburðarrétt borgaranna, atkvæðisréttinn, með þeim afleiðingum að engar konur eiga sæti á þeim vettvangi þar sem lög landsins eru rædd og samþykkt. Og síðan hafa þeir, ekki síst í krafti þessa réttleysis, kúgað konur á allan hátt. Karlar hafa komið því svo fyrir að samkvæmt einkamálarétti eru giftar konur ekki til fyrir lögunum. Karlar hafa svipt konur öllum eignarrétti, jafnvel ráðstöfunarrétti yfir þeim tekjum sem konan aflar sjálf. Karlar hafa gert konur að ábyrgðarlausum einstaklingum í siðferðislegu tilliti, þar eð þær geta án refsingar framið mörg afbrot að því tilskildu að eiginmaðurinn sé nærstaddur. Samkvæmt hjúskaparsáttmálanum verða konur að undirgangast hlýðni við eiginmenn sína; þeir öðlast eins konar herradóm yfir eiginkonunum og þar með rétt til að svipta þær frelsi sínu og refsa þeim. Karlar hafa gert hjónaskilnaðarlöggjöfina þannig úr garði að réttur kvenna til lífshamingju er að engu hafður. Lögin hvíla á þeirri fölsku forsendu að karlar hafi yfirburði yfir konur, og þau leggja körlunum allt vald í hendur. Giftar konur eru algerlega réttlausar. Ef ógiftar konur hafa yfir einhverjum eignum að ráða, eru þær skattlagðar til að halda uppi stjórnkerfi sem virðir konur einskis nema þá sem hentugan skattstofn. Karlar einoka nálega öll þau störf sem eitthvað gefa í aðra hönd, og í þeim störfum sem konum á annað borð leyfist að sinna eru launin afar lág. Karlar loka öllum leiðum kvenna til að efnast og geta sér gott orð, en einmitt það telja þeir vænlegast til frægðar sjálfum sér. Aldrei hefur nokkur kona fengið að gegna stöðu háskólakennara í guðfræði, læknisfræði eða lögfræði. Karlar hafa í reynd gert konum ókleift að afla sér staðgóðrar menntunar, þar sem þeim er meinaður aðgangur að öllum æðri menntastofnunum. Karlar hafa hleypt konum að kirkjulegu starfi og störfum hjá hinu opinbera, en á báðum stöðum eru þær í hlutverki undirtyllunnar. Þeir þykjast hafa sjálfan Pál postula á bak við sig þegar þeir meina konum að gegna prestsembættum eða koma opinberlega fram í nafni kirkjunnar þótt örfáar undantekningar séu frá hinu síðarnefnda. Karlar hafa brenglað vitund fólks með því að halda því fram að ekki gildi sömu siðgæðislögmál fyrir karla og konur. Og þessir siðgæðismælikvarðar eru þannig að brjóti kona gegn þeim, er hún útskúfuð úr mannlegu félagi, en gerist karlmaður sekur um það sama, er slíkri hrösun ekki bara sýnt umburðarlyndi, heldur telst hún ekkert tiltökumál. Þegar við nú hefjumst handa við að taka á því verkefni sem fyrir liggur göngum við út frá því sem vísu að það sem við segjum og gerum verði rangtúlkað og út úr því snúið og reynt verði að hafa okkur að athlægi. En við munum einskis láta ófreistað til að ná settu marki. Við munum leita liðveislu annarra málstað okkar til framdráttar, við munum dreifa bæklingum, senda fylkisþingum og þjóðþingum bænarskrár og reyna að fá klerka og dagblöð til að tala okkar máli. Við væntum þess að samkunda okkar verði upphaf fundaraðar um land allt. Athugunarefni 1. Hvaða ákærur gegn karlveldinu eru bornar fram í plagginu? 2. Hvaða aðgerðum hyggjast konurnar beita til framdráttar markmiðum sínum? 14

15 Heimild Women together: A History in Documents of the Women s movement in the US. Ritstj. Judith Papachristou. N.Y., August Bebel um kvenfrelsi og kvenréttindi Eftirfarandi tilvitnanir eru sóttar í bókina Konan og sósíalisminn sem út kom árið Þótt hin borgaralega kvennahreyfing fengi framgengt öllum kröfum sínum um jafnrétti kvenna og karla, dygði það eitt út af fyrir sig ekki til að afnema það þrælahald sem hjónabandið er í reynd fyrir fjölmargar konur. Það sama á við um vændið, og áfram yrði mikill meirihluti giftra kvenna kominn upp á fjárhagslega náð þeirra karla, sem hefðu húsbóndavald yfir þeim. Fyrir allan þorra kvenna skiptir fjarska litlu máli, þótt nokkrar þúsundir kynsystra þeirra úr efnastéttum þjóðfélagsins leggi stund á æðra nám, gerist læknar eða hljóti starfsframa sem embættismenn. Það hefur harla lítil áhrif til breytinga á stöðu kvenna almennt. Áþján kvenna er tvíþætt. Annars vegar eru þær háðar körlum félagslega; þótt formlegt jafnrétti að lögum bæti að vísu nokkuð úr skák losna þær ekki úr þessari stöðu. Á hinn bóginn eru konur ósjálfstæðar fjárhagslega. Það á við um allar konur, og einkum þó konur í verkalýðsstétt, enda njóta verkakarlar ekki neins fjárhagslegs sjálfstæðis. (...) Þær baráttukonur fyrir kvenréttindum, sem ná vilja raunverulegum og afgerandi árangri verða því að sverjast í fóstbræðralag með þeim, sem ganga fram undir því merki, að framtíðarheill samfélagsins ráðist af því að félagsleg vandamál þess verði leyst. Hverjir eru það aðrir en þeir sem eru sósíalistar? Sósíaldemókrataflokkurinn er einn flokka um það að hafa kröfuna um fullt jafnrétti karla og kvenna á stefnuskrá sinni. Sósíaldemókratar eru eini flokkurinn (aðrir tala að vísu á svipuðum nótum í áróðursskyni), sem í stefnuskrá sinni telur algera nauðsyn bera til þess að konur fái fullt og óskorað frelsi og þær verði leystar úr viðjum kúgunar og undan því að vera öðrum háðar. Mannkynið getur þá fyrst talist frjálst þegar bæði kyn búa við jafnrétti og frelsi í félagslegu tilliti. Um vændi Hjónabandið er ein birtingarmynd kynlífs í borgaralegu þjóðfélagi, vændið önnur. Hjónabandið er eins konar sýningargluggi, vændið er svo aftur hin hliðin á peningnum. Fái karlar hvötum sínum ekki svalað innan vébanda hjónabandsins, leita þeir yfirleitt til vændiskvenna. Og þeir karlar, sem vilja af einhverjum ástæðum ekki ganga í hjónaband, róa á sömu mið. Þeir karlar, sem eru ókvæntir, ýmist af frjálsum vilja eða vegna aðstæðna (hafa kannski orðið fyrir vonbrigðum í hjúskap), eru mun betur settir en konur, þegar að því kemur að svala holdsins fýsnum. Karlar hafa ávallt litið svo á, að þeir ættu rétt á því að hafa aðgengi að vændiskonum. Hins vegar skortir ekkert á taumlausa dómhörku þeirra við hrösun konu, sem ekki leggur stund á vændi. Karlar virðast blindir fyrir því, að munurinn á hvatalífi karla og kvenna er ekki svo ýkja mikill og konur hafa líka sínar þarfir í þessu efni. Í krafti drottnunarstöðu sinnar knýja karlar konurnar til að bæla niður sterkustu eðlishvatir sínar. Hreinlífi er síðan gert að mælikvarða á þá virðingu, sem konur njóta í samfélaginu, og það látið ráða úrslitum um, hversu góður ráðahagur þær teljast. Athugunarefni 1. Hvers vegna gagnrýnir Bebel kröfugerð hinnar borgaralegu kvennahreyfingar með þeim rökum að hún sé ekki nægilega víðtæk? 2. Hvert er viðhorf Bebels til vændis? 15

16 Staða bandarískra blökkumanna Lög um bann við því að kenna þrælum að lesa og skrifa, þótt kenna megi þeim að þekkja tölustafi. [Lög þessi eru frá Norður-Karólínu, en þau má kalla dæmigerð fyrir öll suðurríki Bandaríkjanna] Þar eð kennsla í lestri og skrift er til þess fallin að vekja óánægju meðal þrælanna og ýta undir uppreisn og óeirðir, sem augljóslega mundu valda borgurum ríkisins tjóni, hefur löggjafarþing Norður-Karólínu samþykkt og staðfest eftirfarandi lagaákvæði: 1. Hver sá frjáls maður sem hér eftir kennir eða gerir tilraun til að kenna einhverjum þræl í þessu ríki að lesa eða skrifa getur sætt ákæru og refsingu af hálfu þar til bærra dómstóla í ríkinu. Heimilt er þó að kenna þrælum að þekkja tölustafi. Einnig varðar við lög að selja þrælum bækur hverju nafni sem þær nefnast og dreifa til þeirra bæklingum. Sé sakborningur fundinn sekur, og það er hvítur karl eða kona sem á í hlut, skal viðkomandi einstaklingur dæmdur annaðhvort til fangelsisvistar eða sektargreiðslu á bilinu dollarar, að mati réttarins. Eigi frjáls svertingi í hlut skal dómstóllinn ákvarða hæfilega refsingu, ýmist sektargreiðslu, fangelsisvist eða hýðingu með svipu. Sé síðasti kosturinn valinn skulu svipuhöggin eigi vera fleiri en 39 og eigi færri en Gerist það hér eftir að þræll kenni eða reyni að kenna öðrum þræl lestur eða skrift, má draga viðkomandi fyrir næsta dómara. Ekki er þó saknæmt að þræll kenni öðrum þræl að þekkja tölur. Þræla sem dæmdir eru brotlegir við lög þessi skal hýða með 39 svipuhöggum á bert bakið. (...) Sýnishorn úr bænakveri handa þrælum [Samið var sérstakt bænakver til notkunar við guðsþjónustur í kirkjum þar sem hvítir prestar þjónuðu söfnuðum blökkumanna]. Spurning: Hver kemur í veg fyrir að höggormar og annað það sem illt er valdi þér meini? Svar: Það gerir guð. Spurning: Hver færði þér húsbændur þína? Svar: Það var guð sem færði mér þau. Spurning: Hver skipar þér að hlýðnast þeim? Svar: Guð segir að það eigi ég að gera. Spurning: Hvaða bók mælir fyrir um þetta? Svar: Biblían. Spurning: Hvað einkennir allt það sem guð gerir? Svar: Guð er alltaf réttlátur. Spurning: Er vinnan guði þóknanleg? Svar: Já, guð lætur sér aldrei verk úr hendi falla. Spurning: Eru englarnir eitthvað að iðja? Svar: Já, þeir sinna því sem guð leggur fyrir þá að gera. Spurning: Er vinnan líf þeirra og yndi? Svar: Já, þeir gangast upp í því að þóknast guði. Spurning: Hver er afstaða guðs til þíns starfa? Svar: Sá sem ekki vinnur á heldur ekki mat að fá. Spurning: Urðu Adam og Eva að vinna? Svar: Já, þau áttu að annast aldingarðinn. Spurning: Var það erfitt verk? Svar: Nei, það var leikur einn. Spurning: Hvers vegna er svo erfitt að yrkja jörðina núna? Svar: Þar er syndin að verki. Spurning: Af hverju ertu letingi? Svar: Því veldur mín syndum spillta sál. Spurning: Hvernig veist þú að sál þín er syndum spillt? Svar: Ég skynja það hvern einasta dag. 16

17 Athugunarefni 1. Hvers vegna skyldi hafa mátt kenna þrælum tölur og talnameðferð, en ekki lestur? 2. Hvernig var trúarbrögðunum beitt til að kúga þrælana? Heimild L. Fishel og B.Quarles. The Negro American. N.Y., Aðstæður blökkumanna í Bandaríkjunum eftir borgarastyrjöldina Þrettánda breytingin á stjórnarskrá Bandaríkjanna ( the thirteenth amendment ) Eftir borgarastyrjöldina var yfirlýsingunni um frelsi þrælum til handa fylgt eftir með samþykkt þrettándu stjórnarskrárbreytingarinnar árið grein. Héðan í frá er þrælahald eða nauðungarvinna bönnuð í Bandaríkjunum og alls staðar þar sem þau hafa lögsögu. Eina undantekningin frá þessu eru þau tilvik þegar menn eru í refsingarskyni dæmdir til nauðungarvinnu að réttum lögum. Lagaákvæði er vörðuðu blökkumenn Eftir borgarastyrjöldina leysti nýtt leigubýlakerfi þrælahaldið af hólmi. Leigubýlakerfi þetta ól, þegar fram liðu stundir, af sér hálfgildings bændaánauð. Á sama hátt voru eldri lög og reglur er vörðuðu stöðu þræla innleidd að nýju í breyttri mynd undir heitinu Blökkumannalögin (Black Codes). Sem dæmi um slíka löggjöf fara hér á eftir Blökkumannalög frá Louisiana frá árinu grein. Ennfremur skal hér kveðið á um það að negrar sem finnast á ferli utan heimilis vinnuveitanda síns eftir klukkan tíu að kveldi án þess að hafa undir höndum skriflegt leyfi hans skuli greiða fimm dollara sekt. Sé sektin ekki greidd skal viðkomandi vinna nauðungarvinnu við vegagerð á vegum ríkisins eða sæta líkamlegri refsingu í samræmi við það sem síðar segir. 3. grein. Ennfremur skal hér mælt svo fyrir að enginn negri megi eiga, eða leigja, hús í þessu ríki. Sá negri sem brýtur gegn þessu ákvæði skal tafarlaust borinn út og knúinn til að finna sér vinnuveitanda. Hver sá sem kann að leigja negra hús eða ljá honum afnot af húsi skal sektaður um fimm dollara fyrir hvert einstakt brot gegn þessum ákvæðum. 4. grein. Hér skal ennfremur mælt svo fyrir að allir negrar skuli vera vistráðnir hjá fyrri eigendum sínum eða einhverjum öðrum hvítum manni, og skal húsbóndinn bera ábyrgð á þeim. Vinnuveitandi sá sem í hlut á getur þó veitt negrum þeim sem hér um ræðir skriflegt leyfi til að selja sig á leigu allt að viku í senn (...) 5. grein. Hér skal ennfremur mælt svo fyrir að negrum sé óheimilt að efna til hvers konar funda eða samkomuhalds innan endimarka ríkisins. Þó getur lögreglan í ákveðnu umdæmi veitt sérstakt skriflegt leyfi til samkomuhalds í umdæminu að degi til, milli sólarupprásar og sólarlags. Banni þessu er engan veginn beint gegn því að negrar geti sótt almennar guðsþjónustur hjá prestum úr röðum hvítra manna. (...) 6. grein. Hér skal ennfremur mælt svo fyrir að öllum negrum sé óheimilt að prédika guðs orð í sinn hóp eða annast guðsþjónustur, nema með sérstöku skriflegu leyfi viðkomandi lögregluyfirvalda. (...) 7. grein. Hér skal ennfremur mælt svo fyrir að þeir negrar einir sem gegna herþjónustu megi bera vopn, nema vinnuveitandi viðkomandi manns veiti honum sérstakt leyfi til þess og leyfisveitingin hafi verið staðfest og fengið uppáskrift viðkomandi lögreglustjóra. (...) 9. grein. Hér skal ennfremur mælt svo fyrir að gerist negri sekur um ölvum á almannafæri, skuli hann greiða fimm dollara í sekt. Sé sektin ekki greidd skal hann vinna fimm daga í vegavinnu eða sæta líkamlegri refsingu grein. Framangreind ákvæði taka jafnt til karla sem kvenna úr hópi svertingja. 17

18 Fimmtánda breytingin á stjórnarskrá Bandaríkjanna ( the fifteenth amendment ) 1. grein. Hvorki alríkið né einstök ríki Bandaríkjanna mega afnema eða skerða kosningarétt bandarískra borgara með vísun til kynþáttar, litarháttar eða fyrri stöðu einhverra einstaklinga sem þræla. Athugunarefni 1. Hvaða hömlur lagði löggjöf Louisianaríkis á persónufrelsi blökkumanna? 2. Veltið fyrir ykkur, hvort lagaákvæði þessi stangast á við þrettándu stjórnarskrárbreytinguna frá árinu Hvernig tókst hvítum ráðamönnum í suðurríkjunum að fara á svig við ákvæðin í fimmtándu stjórnarskrárbreytingunni frá og með síðustu áratugum 19. aldar? (Sjá m.a. kennslubókina, bls og bls ) Heimild R. Heffner (ritstj.). A Documentary History of the United States, 1975, og G. Osofsky (ritstj.). The Burden of Race, I.7 : Draumar um réttlátt samfélag Athugunarefni í texta 1. Hverjir voru helstu hugmyndasmiðir hins útópíska sósíalisma og hvað einkenndi hugmyndir þeirra? 2. Hvað felst í hugtakinu þráttarhyggja (díalektík)? Hvað skildi á milli hugmynda Marx og Hegels í því efni? 3. Skilgreindu hugtakið söguleg efnishyggja. 4. Lýstu í stuttu máli uppskrift Marx að baráttuleið verkalýðsins til þjóðfélagslegra áhrifa og valda. 5. Hverjar voru grundvallarhugmyndir anarkismans og hverjir voru helstu hugmyndafræðingar hans? 6. Hverjar voru grundvallarhugmyndir syndikalismans? Má greina einhver tengsl milli syndikalisma og fasisma? 7. Taktu saman pistil um stofnun Annars alþjóðasambands verkamanna og starf þess til Hvað felst í hugtakinu endurskoðunarstefna og hver var upphafsmaður hennar? Umræðuefni #1. Veltu fyrir þér samhenginu milli framvaxtar og þróunar iðnaðarkapítalismans og tilkomu marxismans sem pólitískrar hugmyndafræði. #2. Í Kommúnistaávarpinu er staðhæft að saga mannkyns sé saga stéttabaráttu. Hvernig heimfæra höfundar þess kenningu sína upp á þróun mannfélagsins allt frá 18

19 frumkommúnisma til kapítalísks samtíma síns? Hvernig er háttað stéttaskiptingu og stéttaandstæðum í samfélagi nútímans eða búum við kannski í stéttlausu þjóðfélagi? #3. Er með einhverjum hætti unnt að heimfæra grundvallarhugmyndir Marx um arðrán og kúgun upp á samskipti auðugra iðnríkja og alþjóðlegra auðhringa við þróunarlönd nútímans? Heimildaverkefni *1. Undirbúðu fyrirlestur þar sem lýst er í stórum dráttum þeim hugmyndum um fyrirmyndarsamfélag sem fram koma í Ríkinu eftir Platon og Útopíu eftir Thomas More. Heimildir Platon. Ríkið I-II. Reykjavík, 1991 (sjá einkum inngang). Ágúst H. Bjarnason. Saga mannsandans. Hellas, Reykjavík, 1950, bls Gunnar Dal. Grískir heimspekingar. Reykjavík, 1975, bls (einkum síðasti hluti). Gunnar Skirbekk og Nils Gilje. Heimspekisaga. Reykjavík, 1999, bls. 61 o.áfr. Ólafur Jens Pétursson. Hugmyndasaga. Reykjavík, 1989, bls og 128. Ágúst H. Bjarnason. Saga mannsandans. Vesturlönd. Reykjavík, 1954, bls Auk þessa er bent á þann möguleika að afla sér heimilda á netinu. *2. Kynntu þér eftirfarandi heimildatexta og leitaðu á grundvelli þeirra svara við þeim spurningum sem fylgja textunum. Úr Kommúnistaávarpinu Öreigalýðurinn mun beita pólitísku valdi sínu til þess að svipta borgarastéttina smám saman öllu auðmagni, sameina öll framleiðslutæki í höndum ríkisins, þ.e. öreigalýðsins, er hefur skipulagt stéttarveldi sitt, og efla og margfalda framleiðslutækin svo fljótt sem unnt er. Þetta getur fyrst í stað því aðeins orðið, að ofbeldi sé beitt við borgarastéttina, að því er varðar eignarrétt hennar og framleiðsluhætti. Það verður því beitt ráðstöfunum, sem virðast vera ónógar og ófærar frá hagfræðilegu sjónarmiði, en verða í þróun byltingarinnar aflvaki annars meira og eru óhjákvæmilegar til þess að velta um öllu framleiðsluskipulaginu. Þessar ráðstafanir munu auðvitað verða með ólíkum hætti í ýmsum löndum. Í þeim löndum, sem lengst eru komin í þróuninni, mun yfirleitt vera hægt að beita þeim ráðstöfunum, sem nú skulu taldar: 1. Eignarnám á lóðum og lendum, en jarðrentan falli til þarfa ríkisins. 2. Háir og stighækkandi skattar. 3. Afnám erfðaréttarins. 4. Eignir allra flóttamanna og uppreisnarmanna verði gerðar upptækar. 5. Stofna skal þjóðbanka með ríkisfjármagni og algeru einkaleyfi til seðlaútgáfu og sameina þannig fjárlánastarfsemina í höndum ríkisins. 6. Flutningakerfið skal sameinað í höndum ríkisins. 7. Fjölga skal þjóðarverksmiðjum og framleiðslutækjum, rækta lönd og græða eftir sameiginlegri áætlun. 8. Jöfn vinnuskylda allra þegna. Mynda skal vinnusveitir iðnlærðra manna, einkum handa landbúnaði. 19

20 9. Sameina rekstur akuryrkju og iðnaðar og vinna að því, að mismunur á borgum og sveitum hverfi smám saman. 10. Opinbert og ókeypis uppeldi allra barna. Afnám barnavinnu í verksmiðjum í þeirri mynd, sem hún tíðkast. Samræma skal uppeldið framleiðslustörfunum o.s.frv. Þegar þróunin er komin svo langt á veg, að stéttamismunurinn er horfinn og öll framleiðsla er í höndum samvirkra einstaklinga, tekur ríkisvaldið að týna pólitísku eðli sínu. Pólitískt vald er í raun réttri skipulagt vald einnar stéttar til að sitja yfir hlut annarrar. Þegar öreigalýðurinn verður í baráttu sinni við borgarastéttina að sameinast á stéttarvísu, gerist drottnandi stétt í byltingu og afnemur með stéttarvaldi sínu hina gömlu framleiðsluhætti, þá afnemur öreigalýðurinn í sama mund tilveruskilyrði stéttaandstæðnanna. Hann afnemur stéttirnar yfirleitt og afnemur því einnig sína eigin stéttardrottnun. Í stað hins gamla borgaralega þjóðfélags með stéttum sínum og stéttaandstæðum rís þá upp samfélag manna, þar sem frjáls þróun hvers einstaklings er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildarinnar. Heimild Karl Marx og Friðrik Engels. Kommúnistaávarpið. Reykjavík, 1949 og Aftast í bókinni er ritgerðin Aldarminning Kommúnistaávarpsins eftir þýðandann, Sverri Kristjánsson. Athugunarefni 1. Hvaða aðferðum á verkalýðsstéttin (öreigarnir) að beita að lokinni valdatöku sinni til að stýra þjóðfélagsþróuninni í átt til kommúnisma? 2. Hvað skyldu Marx og Engels eiga við þegar þeir taka svo til orða að frjáls þróun einstaklingsins [sé] skilyrði fyrir frjálsri þróun heildarinnar? Af öðrum ritum Marx og Engels sem til eru á íslensku má nefna: Karl Marx og Friðrik Engels. Þýska hugmyndafræðin. Reykjavík, Karl Marx og Friedrich Engels. Úrvalsrit I-II. Reykjavík, Ennfremur skal hér bent á eftirfarandi rit: Karl Marx og hagfræði hans. Reykjavík, (Ritgerðir eftir ýmsa höfunda.) Jóhann Páll Árnason. Þættir úr sögu sósíalismans. Reykjavík, Anarkistinn Mikhail Bakúnín Við byltingarsinnaðir anarkistar berjumst fyrir menntun alls almennings, svo að alþýða manna verði frjáls og sem flestir geti orðið hlutgengir á vettvangi samfélagsins. Þess vegna erum við andvígir ríkisvaldinu og öllum valdatækjum þess. (...) Sérhver ríkisstjórn, og ríkisvaldið sem slíkt, eru eðlis síns og stöðu vegna eins og sjálfstæðar höfuðskepnur, óháðar alþýðu manna og yfir hana settar. Þessir aðilar hljóta því að leitast við að neyða upp á alþýðuna lögum og stefnu sem henni eru framandi. Þess vegna erum við andvíg öllu ríkisvaldi, öllum ríkisstjórnum og ríkjamyndun yfirleitt. Við álítum að alþýða manna geti ekki notið frelsis og farsældar, nema hún ráði sjálf tilveruskilyrðum sínum. Í því felst að þjóðfélagið verði skipulagt neðanfrá, með frjálsum samtökum einstaklinganna, í einingar sem njóta fullrar sjálfsstjórnar. Þá er öllu opinberu forræði úthýst, en áhrif einstaklinga og flokka fá aftur á móti að njóta sín að fullu. Þetta er staðföst framtíðarsýn okkar, sem köllum okkur félagslega byltingarmenn, og þess vegna kalla menn okkur anarkista eða stjórnleysingja. Við mótmælum þeirri nafngift ekki, því að við erum í raun og sann andvígir allri valdstjórn, og við vitum að allt vald spillir, jafnt þeim sem fara með það, sem þeim er verða að lúta því. Skaðvænleg áhrif valdstjórnar eiga þátt í að breyta sumum mönnum í metorðasjúka og ágjarna harðstjóra sem arðræna alþýðu manna í eigin þágu eða stéttar sinnar, meðan annarra bíður hlutskipti þrælsins. (...) 20

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja

Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja Greining efnahagssviðs SA Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður SFF dagurinn, 27 nóvember 2014 Hver borgar? 1. Íslenski fjármálamarkaðurinn 2. Hvað skýrir

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2 Ásmundur G. Vilhjálmsson lömaður Skiptin á skattlaninarréttinum milli heimilisfestarlands o keldulands 1 ) 2 183 1 Hutakið kelduland er hér notað yfir það sem á öðrum Norðurlöndum er kallað kildeland en

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1 Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1. En kort sammenfatning vedrørende kommunernes ret til pålægning af skat. Den første januar 2004 fandes der 105 kommuner i Island. Kommunerne

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012

Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012 Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Reykjavík, 18. febrúar 2012 Efni: Umsögn Skjásins ehf. vegna breytinga á lögum um Ríkisútvarpið

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

PRISER I UDLANDET Priser gælder fra 1. juli 2014.

PRISER I UDLANDET Priser gælder fra 1. juli 2014. Afghanistan 3,95 11,45 11,45 14,00 6,50 10,00 2,50 100 kr. Albanien 3,95 7,95 7,95 14,00 3,20 6,00 2,50 60 kr. Algeriet 3,95 11,45 11,45 14,00 6,50 10,00 2,50 100 kr. Andorra 3,95 7,95 7,95 14,00 3,20

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s Klart språk i Norden Titel: Forfatter: Islandsk klarsprog som forskningsområde Ari Páll Kristinsson Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s. 41-44 URL: http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/ksn/issue/archive

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere

PRISER I UDLANDET 3Business Priser gælder fra 26. september 2016.

PRISER I UDLANDET 3Business Priser gælder fra 26. september 2016. i et Afghanistan 3,16 11,20 11,20 11,20 11,20 3,20 80,00 Albanien 3,16 7,32 7,32 11,20 4,12 3,20 60,00 Algeriet 3,16 11,20 11,20 11,20 11,20 3,20 80,00 Amerikanske Jomfruøer 3,16 * 9,56 * 9,56 11,20 9,56

Læs mere