Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir"

Transkript

1 Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent Febrúar 2011

2 Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent Febrúar 2011

3

4 ÞAKKARORÐ Skrif þessarar ritgerðar hafa verið afar ánægjuleg og lærdómsrík. Ég vil þakka leiðbeinanda mínum Hrefnu Friðriksdóttur kærlega fyrir fyrirmyndar leiðsögn og gott samstarf. Sérstaklega vil ég þakka tengdaföður mínum, Jóni Birgi Péturssyni fyrir mikla aðstoð. Einnig vil ég þakka Arnari Birgi Jónssyni fyrir einstaklega mikinn stuðning. Að lokum vil ég hjartanlega þakka öllum þeim er standa mér næst fyrir þann mikla stuðning sem þau hafa veitt mér í gegnum laganám mitt. Reykjavík, 5. janúar 2011 Anna María Káradóttir 2

5 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur Börn sem brjóta af sér Almennt Þróun á réttindum barna á alþjóðlegum vettvangi og alþjóðlegar reglur um unga afbrotamenn Nánar um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins Ísland og Barnasamningurinn Lögfesting Barnasamningsins Barnaverndarkerfið og refsivörslukerfið Almennt Markmið og hlutverk barnaverndarkerfisins Markmið og hlutverk refsivörslukerfisins Samanburður á skipulagi og hlutverki barnaverndarkerfisins og refsivörslukerfisins 24 4 Samspil barnaverndarnefnda og refsivörslukerfisins Almennt Upphaf barnaverndarmáls og sakamáls Tilkynningarskylda og upphaf barnaverndarmáls Upphaf sakamáls Samanburður á upphafi barnaverndarmáls og sakamáls Réttarstaða barns í barnaverndarmáli og sakamáli Réttarstaða barns í barnaverndarmáli Réttarstaða sakbornings Samanburður á réttarstöðu barns í barnaverndarmáli og sakamáli Könnun barnaverndarmáls og rannsókn sakamáls Könnun

6 4.4.2 Rannsókn Samanburður á könnun barnaverndarmáls og rannsókn sakamáls Viðtal barnaverndarnefnda og skýrslutaka lögreglu Viðtal barnaverndarstarfsmanna við barn og forsjárhafa Skýrslutaka hjá lögreglu Samanburður á viðtali barnaverndarnefndar og skýrslutöku lögreglu Úrræði til bráðabirgða meðan á könnun eða rannsókn stendur Úrræði til bráðabirgða og neyðarráðstafanir barnaverndarnefnda Þvingunarráðstafanir lögreglu Samanburður á bráðabirgðaúrræðum barnaverndarnefnda og lögreglu Samspil í framkvæmd Framhald máls eftir lok könnunar og rannsóknar Almennt Stimplun Greinargerð og áætlun í barnaverndarmáli Niðurstaða rannsóknar og framhald máls Samanburður á framhaldi mála eftir lok könnunar og lok rannsóknar Úrræði vegna afbrota barna sem eru án frelsissviptingar Almennt Stuðningsúrræði barnaverndarnefnda inn á heimili Úrræði refsivörslukerfisins vegna afbrota barna sem eru án frelsissviptingar Almennt Niðurfelling saksóknar Ákærufrestun Sáttamiðlun Meðferð máls fyrir dómi, ákvörðun refsingar og ítrekunaráhrif

7 4.8.9 Skilorðsbundnir dómar Afplánun með samfélagsþjónustu Samanburður á úrræðum barnaverndarkerfisins og refsivörslukerfisins sem fela ekki í sér frelsissviptingu Úrræði í formi frelsissviptingar Almennt Úrræði barnaverndarlaga utan heimilis Óskilorðsbundin fangelsisrefsing Afplánun utan fangelsis Reynslulausn Samanburður á úrræðum barnaverndarkerfisins og refsivörslukerfisins sem fela í sér frelsissviptingu Lokaorð HEIMILDASKRÁ DÓMASKRÁ

8 1 Inngangur Allmörg börn og ungmenni brjóta lög á uppvaxtarárum sínum og sumir vilja meina að það sé jafnvel eðlilegur hluti af persónuþroska einstaklings. Hvernig samfélagið bregst við er í stöðugri þróun og breytist með tilliti til aðstæðna á hverjum tíma. 1 Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (hér eftir SRB eða Barnasamningurinn) er lögð áhersla á að aðildarríki viðurkenni rétt barns sem er grunað eða fundið sekt um brot á refsilögum til meðferðar sem styrkir vitund þess um eigin göfgi og manngildi, sem treystir virðingu þess fyrir mannréttindum og mannfrelsi annarra, og sem tekur tillit til aldurs barnsins og þess að æskilegt sé að stuðla að aðlögun þess og því að það gegni jákvæðu hlutverki í samfélaginu. Einnig eru gerðar þær kröfur til aðildarríkjanna að þau komi á fót heildarskipan um afbrotamál barna. Þegar barn fremur afbrot skiptir miklu máli að veita því stuðning og grípa til réttra aðgerða fljótt eftir að afbrot hefur átt sér stað til þess að koma í veg fyrir að barnið lendi á frekari braut afbrota í framtíð sinni. Barnaverndarkerfið gegnir lykilhlutverki þegar kemur að afbrotum barna en í þessum málum reynir einnig sérstaklega á samstarf við lögreglu og aðra aðila í refsivörslukerfinu. Grundvallarmunur er á þessum kerfum þar sem ólík sjónarmið og reglur gilda. Ef ætlunin er að bregðast við afbrotum barna í samræmi við grundvallarregluna um það sem best hagar þörfum barnsins þá kallar það á samfellu og samræmd vinnubrögð barnaverndarnefnda og viðkomandi aðila í refsivörslukerfinu. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvernig samspil og samstarf þessara tveggja kerfa er háttað þegar barn fremur afbrot. Í ritgerðinni verður jafnframt greint frá helstu einkennum hvors kerfis fyrir sig og þau borin saman. Í upphafi ritgerðarinnar verður fjallað almennt um atriði er varða afbrot barna. Umfjöllun ritgerðarinnar nær til allra barna en það er áherslumunur á málsmeðferð sakhæfra barna og ósakhæfra barna þar sem refsivörslukerfið kemur ekki nema að litlu leyti að málum ósakhæfra barna. Vikið verður stuttlega að sakhæfisaldri ásamt því að líta á þróun á réttindum barna á alþjóðavettvangi. Gerð verður nánari grein fyrir Barnasamningnum sem og öðrum alþjóðlegum reglum sem tryggja börnum, sem fremja afbrot, tiltekna vernd. Í þriðja kafla ritgerðarinnar verður almennt fjallað um skipulag og hlutverk barnaverndarkerfisins og refsivörslukerfisins og þau borin saman. Áhersla verður lögð á að lýsa gildandi rétti og verður því ekki vikið að sögulegum atriðum. 1 Hrefna Friðriksdóttir:,,Hva gjør vi med våre unge lovbrytere?, bls Sjá einnig: Ársskýrsla Fangelsismálastofnunar fyrir árið 1998, bls

9 Í fjórða kafla ritgerðarinnar hefst svo umfjöllun um samspil barnaverndarnefnda- og refsivörslukerfisins þar sem meðferð barnaverndarmáls og sakamáls verður rakin skref fyrir skref og borin saman. Í byrjun fjórða kafla verður fjallað um upphaf barnaverndarmáls og sakamáls. Þar næst verður vikið að réttarstöðu barns í barnaverndarmáli og sakamáli. Farið verður yfir framkvæmd könnunar barnaverndarmáls og rannsóknar lögreglu á sakamáli, þar sem m.a. verður fjallað um viðtal barnaverndarnefnda og skýrslutöku lögreglu. Einnig verður vikið að bráðabirgðaúrræðum barnaverndarnefnda og þvingunarúrræðum lögreglu í slíkum málum. Eftir það hefst umfjöllun um hvað tekur við eftir könnun barnaverndarnefndar og rannsókn lögreglu og framhald málanna nánar athugað. Stuttlega verður fjallað um kenningar um stimplun. Þá verður fjallað um úrræði þegar börn fremja afbrot en flokka má úrræðin eftir því hvort þau feli í sér frelsissviptingu eða ekki. Í þeim köflum þar sem kerfin verða borin saman verður vikið að athugun höfundar á málum þriggja einstaklinga þar sem rannsakað var samspil barnaverndarkerfisins við aðila refsivörslukerfisins (hér eftir vísað til sem athugun höfundar á samspili barnaverndar- og refsivörslukerfisins). Rannsóknarúrtakið var valið á þann hátt að í fyrstu var farið yfir fjöldamörg dómsmál, ýmist héraðsdóma eða dóma Hæstaréttar þar sem sakhæf börn voru dæmd fyrir refsiverðan verknað og að loknum lestri dómanna var ákveðið að rannsaka nánar afbrotasögu þriggja einstaklinga, framvindu málanna og samvinnu barnaverndar- og refsivörslukerfisins. Óskað var eftir leyfi til aðgangs að gögnum hjá tiltekinni barnaverndarnefnd, lögreglu og Fangelsismálastofnun. Jafnframt var sótt um leyfi til Persónuverndar til vinnslu persónuupplýsinganna. 2 Með tilliti til þess hvað þetta eru fá mál verður farin sú leið að fjalla ekki um öll málin í sömu köflunum til að koma í veg fyrir að upplýsingarnar verða gerðar persónugreinanlegar. Þessi athugun veitir nauðsynlega innsýn í mál barna sem fremja afbrot og gefur möguleika á að draga lærdóm af því hvernig þessum málum er háttað í framkvæmd. Þar að auki verður víða í fjórða kafla vikið að áhugaverðri tölfræði sem gefa ætti skýra mynd af því samfélagslega vandamáli sem afbrot barna eru. Í fimmta kafla verður efnið að lokum dregið saman og gert grein fyrir helstu niðurstöðum. 2 Persónuvernd veitti umbeðið leyfi dags. 16. ágúst 2010 til vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt 3. og 7. tölul. 4. gr. reglna nr. 712/2008, sbr. 33. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 7

10 2 Börn sem brjóta af sér 2.1 Almennt Í 3. mgr. 76. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir stjskr.) segir að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að stjórnskipunarlögum nr. 97/1995 er tekið fram að ákvæðið feli í sér vissa stefnuyfirlýsingu og leggi fyrst og fremst þá skyldu á löggjafann að setja lög til að veita börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. 3 Hér er rétt að byrja á að skilgreina hugtakið barn. Með barni er átt við einstakling yngri en 18 ára, sbr. 1. mgr. 3. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 (hér eftir bvl. eða barnaverndarlög). Hugtakið barn er skilgreint með sama hætti í 1. gr. SRB. Til samræmis við það verða menn lögráða við 18 ára aldur, þ.e. sjálfráða og fjárráða, sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Barn á rétt á forsjá foreldra sinna og bera þeir einnig forsjárskyldur gagnvart barni uns það verður sjálfráða við 18 ára aldur, sbr. 5. mgr. 28. gr. barnalaga nr. 76/2003. Að auki lýkur framfærsluskyldu við þann aldur, sbr. 1. mgr. 61. gr. sömu laga. Í íslenskum rétti er sakhæfi skilyrði refsiábyrgðar einstaklinga. Sakhæfisskilyrði varða persónulegt hæfi sakbornings til þess að þola refsingu. Um er að ræða tvenns konar skilyrði, geðrænt sakhæfi og sakhæfisaldur og ber að sýkna af refsikröfu ef annað hvort skilyrðanna er ekki uppfyllt. Börn eru sakhæf þegar þau hafa náð 15 ára aldri, sbr. 14. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hér eftir hgl. eða hegningarlög) og ber þar af leiðandi ekki að refsa barni, sem fremur afbrot, áður en það nær 15 ára aldri. Í sakamálum eru almennt taldar löglíkur fyrir því að sakborningar séu sakhæfir, nema tilefni þyki til annars. Í sumum tilvikum er geðheilsa sakborninga könnuð, en alltaf eru lögð fram gögn um aldur þeirra (sakavottorð). 4 Aðallega hefur verið á bent á þau rök fyrir refsileysi barna yngri en 15 ára að yngri börn búi ekki yfir reynslu og þroska til þess að skilja eðli og afleiðingar refsiákvörðunar. Einnig geta börn yfirleitt ekki greitt sektir og eru því varnaðaráhrif fésekta ekki mikil. Auk þess má ætla að refsivist sé börnum mun þungbærari en fullorðnum og þykir því óréttlátt og ómannúðlegt að refsa börnum. 5 Þegar ósakhæf börn fremja afbrot reynir fyrst og fremst á málsmeðferð og úrræði barnaverndarlaga. Um sakamál á hendur sakhæfum börnum fer eftir lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 (hér eftir skml. eða sakamálalög). Úrræði barnaverndarlaga geta einnig 3 Alþt , A-deild, bls Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III, bls Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III, bls

11 komið til framkvæmda gagnvart sakhæfum börnum þar sem barnaverndarlög ná til barna fram að 18 ára aldri, sbr. 1. mgr. 3. gr. bvl. Þá er um að ræða allmargar sérreglur í íslenskum rétti sem eiga við í málsmeðferð í afbrotum barna sem vikið verður nánar að í 4. kafla ritgerðarinnar. Grundvallarregla barnaréttar um það sem barni er fyrir bestu er ein af meginreglum barnaverndarstarfs, sbr. 1. mgr. 4. gr. bvl. 6 Regluna er einnig að finna í 1. tölul. 3. gr. SRB en þar segir að það sem börnum er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir taka ákvarðanir sem þau varða. Reglan um hagsmuni barnsins er áréttuð í mörgum ákvæðum Barnasamningsins. Benda má í þessu sambandi sérstaklega á 37., 39., og 40. gr. SRB sem fjalla um meðferð mála þar sem börn komast í kast við lögin en vikið verður sérstaklega að þeim ákvæðum síðar í kaflanum. Í þessum kafla verður sjónum einkum beint að þróun á réttindum barna á alþjóðlegum rétti og fjallað verður um alþjóðlegar reglur sem varða réttindi ungra afbrotamanna. Einnig verður fjallað nánar um Barnasamninginn og stöðu hans hér á landi. 2.2 Þróun á réttindum barna á alþjóðlegum vettvangi og alþjóðlegar reglur um unga afbrotamenn Það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar að sjónarmið og skoðanir um réttindi barna fengu mikið vægi í alþjóðlegri umræðu. Á 20. öldinni, sem kölluð hefur verið,,öld barnsins, breyttist viðhorf til stöðu barna. Ekki var lengur litið á börn sem þögla viðtakendur heldur sem afmarkaðan hóp er hafði sérstaka stöðu sem þátttakendur í þjóðfélaginu og höfðu sín eigin réttindi og þarfir. 7 Samhliða þróun á réttarstöðu barna varð einnig mikill framgangur á alþjóðlegum vettvangi í málefnum barna sem brotið höfðu af sér. Fyrsta alþjóðlega yfirlýsingin sem fjallaði um rétt barns til umönnunar og verndar var Genfaryfirlýsingin, samþykkt af Þjóðabandalaginu árið Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var síðan samþykkt árið 1959 en þar er að finna grundvallarreglur um réttindi barna með áherslu á sérstaka vernd þeirra og umönnun, meðal annars regluna um að hafa að leiðarljósi það sem barni er fyrir bestu. 8 6 Alþt , A-deild, bls Hrefna Friðriksdóttir:,,Samningur um réttindi barnsins, bls Sjá einnig: Hrefna Friðriksdóttir:,,Sjálfræði og réttindi barna, bls Hrefna Friðriksdóttir: Samningur um réttindi barnsins, bls og

12 Í alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi 9 (hér eftir SBSR) frá árinu 1966, er að finna ákvæði sem fjallar um verndarráðstafanir í þágu barna, sbr. 24. gr. SBSR en samningurinn nær til allra einstaklinga, þar með talið barna. Ákvæðið er fyrst og fremst jafnræðisregla en þar er tekið fram að öll börn skulu eiga rétt á þeim verndarráðstöfunum sem þau þarfnast vegna aðstæðna þeirra sem ófullveðja, af hendi fjölskyldu sinnar, þjóðfélagsins og ríkisins án nokkurrar mismununar. 10 Í fyrsta sinn á alþjóðlegum vettvangi var með SBSR einnig að finna ákvæði um aðskilin réttarkerfi barna og fullorðna. Nánar tiltekið segir í b-lið 2. mgr. 10. gr. samningsins að ákærðir, ófullveðja menn skuli vera aðskildir frá fullorðnum mönnum og skuli færðir svo fljótt sem unnt er til dómsálagningar. Að auki kemur fram í 4. mgr. 14. gr. að sé um að ræða ófullveðja menn skuli málsmeðferð vera slík að tekið sé tillit til aldurs þeirra og þeirrar viðleitni að stuðla að endurhæfingu þeirra. 11 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að árið 1979 yrði ár barnsins og hvatti allar þjóðir til að styrkja stefnu sína í málefnum barna. Talin var þörf fyrir bindandi alþjóðasamningi að þjóðarétti sem stæði vörð um öll réttindi barna og tryggði sameiginlegar aðgerðir ríkja til að tryggja stöðu barna í heiminum. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna setti í kjölfarið á stofn opinn vinnuhóp um gerð alþjóðasamningsins um réttindi barna. 12 Á sjötta þingi Sameinuðu þjóðanna um fyrirbyggingu glæpa og meðferðarúrræði afbrotamanna árið 1980 var gert ákall um undirbúning á lágmarksreglum um réttarkerfi barna. Eftir gildistöku SBSR tók fjöldi ríkja uppá því að þróa aðskilið réttarkerfi barna og ungmenna frá réttarkerfum fullorðna einstaklinga. Eftir því sem fleiri ríki hófu að aðskilja réttarkerfi barna frá hinu almenna réttarkerfi varð þörfin á alþjóðlegum lagaramma um þennan málaflokk augljós. Slíkur lagarammi myndi nýtast ríkjum sem viðmið við það verk að innleiða sín eigin lög um réttindi barna. Árið 1985 innleiddi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna loks Beijing-reglurnar eða reglur um lágmarksskilyrði sem fullnægja skal við meðferð á málum ungra sakborninga. 13 Reglurnar innihalda grunnhugmyndir um hvernig réttarkerfi í málum barna sem brotið hafa af sér eiga að virka og hvernig þau geta á sanngjarnan og mannúðlegan hátt tekið á málum ungmenna sem komast í kast við lögin. Beijing-reglurnar skiptast upp í sex hluta og fjalla um meginreglur, rannsókn og saksókn, 9 Fullgiltur af Íslands hálfu árið 1979, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 10/ Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur, bls Geraldine Van Bueren: The International Law on the Rights of the Child, bls Hrefna Friðriksdóttir: Samningur um réttindi barnsins, bls og Beijing-reglurnar, A/RES/40/33 frá 29. nóvember

13 dómsálagningu og lúkningu máls, meðferð utan stofnana, stofnanameðferð og að lokum rannsóknir, áætlanir, stefnumótun og niðurstöður. 14 Eftir rúman áratug lauk vinnuhópur Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna verkefni sínu og var Samningurinn um réttindi barnsins, einn yfirgripsmesti alþjóðasamningur sem gerður hefur verið, samþykktur þann 20. nóvember Árið 1990 settu Sameinuðu þjóðirnar fleiri reglur um unga afbrotamenn. Annars vegar var um að ræða reglur um vernd ungmenna sem svipt hafa verið frelsi sínu eða Havanareglurnar. 16 Reglunum er ætlað að festa í sessi lágmarksstaðla samþykkta af Sameinuðu þjóðunum þess efnis að ungir afbrotamenn sem beittir hafa verið frelsissviptingu njóti almennra mannréttinda. Markmið reglnanna er að koma í veg fyrir skaðleg áhrif frelsissviptingar og hlúa að möguleikum viðkomandi barns til þess að snúa aftur út í samfélagið, sbr. 3. gr. reglnanna. Hins vegar var um að ræða viðmiðunarreglur um varnir gegn afbrotum ungmenna eða Ríjad-leiðbeiningarreglurnar. 17 Í Ríjad-leiðbeiningarreglunum kemur meðal annars fram að forvarnarstarf gegn afbrotum ungmenna er mikilvægur hluti af því að fyrirbyggja glæpi almennt í samfélaginu. Framangreindar reglur eru einungis viðmiðunarreglur sem ekki eru bindandi, heldur er miðað við að þær styðjist við reglur í löggjöf aðildarríkjanna sem varða unga afbrotamenn. Árið 1997 mælti Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna með svokölluðum Leiðbeiningarreglum um aðgerðir refsivörslukerfisins vegna barna. 18 Reglunum eru ætlað að vera leiðbeinandi við að innleiða ákvæði í Barnasamningnum er varða réttarfar í sakamálum ungmenna og aðrar reglur Sameinuðu þjóðanna um sama málefni, sbr. 4. gr. reglnanna. Í Evrópsku fangelsisreglunum sem voru samþykktar af Evrópuráðinu árið 2006 er að finna tilmæli til aðildarríkja Evrópuráðsins um að þau hagi löggjöf, stefnumótun og framkvæmd fangelsismála í samræmi við reglurnar. 19 Þar eru reglur sem eiga við um börn í fangelsum. Í 1. mgr. 11. gr. reglnanna er tekið fram að börn yngri en 18 ára eigi ekki að vista í fangelsi fyrir fullorðna heldur á stofnun sem er sérstaklega til þess ætluð. Í 4. mgr. 35. gr. reglnanna segir jafnframt að börn skuli vista í hluta fangelsis sem er aðskilinn frá þeim hluta þar sem fullorðnir eru nema það sé talið ganga gegn hagsmunum barnsins. 14 Geraldine Van Bueren: The International Law on the Rights of the Child, bls Hrefna Friðriksdóttir: Samningur um réttindi barnsins, bls. 289 og Havana-reglurnar, A/RES/45/113 frá 14. desember Ríjad-leiðbeiningarreglurnar, A/RES/45/112 frá 14. desember Leiðbeiningarreglur um aðgerðir refsivörslukerfisins, ályktun Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 97/30 frá 21. júlí Evrópsku fangelsisreglurnar,tilmæli Evrópuráðsins Rec(2006)2 frá 11. janúar

14 Evrópskar reglur um unga afbrotamenn voru síðan samþykktar af Evrópuráðinu árið Þeim reglum er meðal annars ætlað að taka mið af ofangreindum alþjóðlegum reglum. Í reglunum er tekið fram að nauðsynlegt sé að vernda rétt og velferð ungra afbrotamanna og þróa barnvænlegt réttarkerfi í aðildarríkjunum. Markmið reglnanna er að hafa í heiðri réttindi og öryggi ungra afbrotamanna sem sæta refsingum eða öðrum ráðstöfunum og efla líkamlega, andlega og félagslega velferð þeirra. Árið 2010 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins Leiðbeinandi reglur um barnvænlegt réttarkerfi. 21 Reglurnar taka til allra barna sem eiga samskipti við réttarvörslukerfið, óháð því hvort þau hafa stöðu brotaþola, sakbornings eða vitnis. Reglurnar miða að því að tryggja réttindi barna við meðferð mála í réttarvörslukerfinu, þar með talið rétt barna til upplýsinga, lögfræðiaðstoðar og annarrar almennrar verndar, að gefnu tilliti til þroska barnsins og aðstæðna í hverju máli fyrir sig, sbr. 3. gr. í 1. kafla reglnanna. Af framangreindu er ljóst að gríðarleg þróun hefur átt sér stað hvað varðar almenn réttindi barna. Þrátt fyrir fyrir það er enn í dag tekist á um það hvort áherslu skuli leggja á þarfir barna eða réttindi þeirra, rétthæfi og getu Nánar um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins Alls hafa 193 ríki fullgilt Barnasamninginn, öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna fyrir utan Bandaríki Norður-Ameríku og Sómalíu. Við gerð Barnasamningsins var leitað málamiðlana allra ríkjanna um ákvæði hans og umfang réttinda, og er það ein af ástæðum þess hve langan tíma tók að móta samninginn endanlega. 23 Sérstaða Barnasamningsins felst meðal annars í því að hann viðurkennir sjálfstæð réttindi barna en í honum eru ekki einungis tryggð borgaraleg réttindi barna heldur einnig félagsleg, menningarleg og efnahagsleg réttindi þeirra. Gert er ráð fyrir því að börn séu ekki þrýstihópur í þjóðfélaginu og þar sem þau hafa ekki getu né þroska er öðrum falið að skilgreina hagsmuni þeirra og fylgja þeim eftir. 24 Barnasamningurinn byggist á fjórum grundvallarreglum og öll ákvæði hans eru túlkuð og skýrð með þær að leiðarljósi. 25 Aðildarríki skulu kerfisbundið innleiða þessar meginreglur í réttarkerfi er varða ungmenni sem hafa framið afbrot en þær má finna í 2., 3., 6. og 12. gr. SBR. Jafnframt er lögð sú skylda á aðildarríki að innleiða grundvallarreglur SBR er varða 20 Evrópskar reglur um unga afbrotamenn, tilmæli Evrópuráðsins CM/Rec (2008)11 frá 5. nóvember Leiðbeinandi reglur um barnvænlegt réttarkerfi, frá 17. nóvember Hrefna Friðriksdóttir: Samningur um réttindi barnsins, bls Hrefna Friðriksdóttir: Samningur um réttindi barnsins, bls og Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls Barnasáttmálinn, bls

15 börn sem brotið hafa af sér. Grundvallarreglur samningsins er að finna í 37., 39. og 40. gr. SBR. 26 Fyrsta meginreglan er jafnræðisreglan um að tryggja rétt barna án mismununar, sbr. 2. gr. SBR. Aðildarríkin verða að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að öll börn sem brjóta lögin séu meðhöndluð jafnt. Beina skal sérstakri athygli að viðkvæmum hópi barna og minnihlutahópum, svo sem börnum af öðrum þjóðarbrotum og síafbrotamönnum. 27 Í öðru lagi segir í 3. gr. SBR að hagsmunir barnsins skulu ávallt hafðir í fyrirrúmi þegar gerðar eru opinberar ráðstafanir sem það varða. Áður hefur verið vikið að mikilvægi þessarar grundvallarreglu en hana ber ekki síst að hafa í huga þegar ólík réttindi sáttmálans stangast á. Í þriðja lagi fjallar 6. gr. SBR um skilyrðislausan rétt barns til lífs, afkomu og þroska. Þessi sjálfsagði réttur hvers barns ætti að leiðbeina og hvetja aðildarríki í þróun árangursríkrar stefnumótunar og áætlunar í forvarnarstörfum vegna afbrota barna, þar sem ljóst er að afbrot hefur mjög neikvæðar afleiðingar á þroska barnsins. Enn fremur ætti þessi grundvallarréttur að leiða til stefnu sem tekst á við afbrot barna með það að leiðarljósi að styðja uppvöxt og þroska barnsins. Í fjórða og síðasta lagi er það meginreglan um að virða skoðanir barns eftir aldri þess og þroska í málum sem það varða, sbr. 12. gr. SRB. Þetta ákvæði er byltingarkennt fyrir þær sakir að það á sér ekkert fordæmi á alþjóðlegum vettvangi. Þessi tiltekna meginregla leiðir til þess að virða skuli að fullu rétt barns til þess að tjá sig óhindrað í réttarkerfinu, á öllum stigum málsmeðferðarinnar. 28. Samfélagið að styrkja börn með því að veita þeim rétt til þátttöku, vernda þau með því að láta þeim ekki eftir að ráða öllu sjálf og meta í hvert sinn hvað þeim er fyrir bestu. 29 Í 37. gr. SBR er fjallað um börn sem svipt eru frelsi sínu og um refsingu barna. Lagt er bann við pyndingum og grimmilegri, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu barna, sbr. a-lið ákvæðisins. Einnig er í sama lið lagt bann við því að ákveða dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi án möguleika á lausn fyrir afbrot sem yngri einstaklingar en 18 ára hafa framið. Í b-lið ákvæðisins segir að ekkert barn skuli ólöglega eða gerræðislega svipt frelsi sínu. Handtaka, varðhald og fangelsun barns skuli eiga sér stað í samræmi við landslög og skal slíku aðeins beitt sem síðasta úrræði og í skemmsta tíma sem til greina kemur. Þetta ákvæði er í samræmi við meginregluna í 6. gr. SBR um réttinn til lífs til þess að tryggja og 26 Almennt álit Barnaréttarnefndar nr. 10: Children s rights in Juvenile Justice, frá 25 apríl 2007, CRC/C/GC/10, bls Almennt álit Barnaréttarnefndar nr. 10: Children s rights in Juvenile Justice, frá 25 apríl 2007, CRC/C/GC/10, bls Almennt álit Barnaréttarnefndar nr. 10: Children s rights in Juvenile Justice, frá 25 apríl 2007, CRC/C/GC/10, bls Sjá einnig: Barnasáttmálinn, bls Hrefna Friðriksdóttir:,,Sjálfræði og réttindi barna, bls

16 virða andlegan þroska barns. Beiting frelsissviptingar hefur mjög neikvæðar afleiðingar á andlegan þroska barns og getur valdið erfiðleikum fyrir barnið að verða aftur hluti af samfélaginu. Ákvæði 37. gr. SRB nær til allra barna sem brotið hafa lög og einnig til barna sem hafa verið vistuð á stofnunum vegna umönnunar, verndar, meðferðar á geðrænum vandamálum, eiturlyfjafíknar eða vegna námsörðugleika. 30 Í c-lið 37. gr. kemur fram að aðildarríki skulu gæta þess að farið verði mannúðlega með hvert það barn sem svipt er frjálsræði sínu og af virðingu fyrir meðfæddri göfgi manna og með þeim hætti að tekið sé tillit til þarfa einstaklings á þeim aldri sem um ræðir. Auk þess er gerður áskilnaður um að halda barni, sem svipt er frelsi aðskildu frá fullorðnum, nema ef talið er að því sé fyrir bestu að gera það ekki. Enn fremur á barn á grundvelli sama ákvæðis rétt á að halda tengslum við fjölskyldu sína með bréfaskriftum og heimsóknum, nema sérstaklega standi á. Ákvæði 39. gr. SBR fjallar um líkamlegan og sálrænan bata og samfélagslega aðlögun barna sem njóta endurhæfingar og hafa meðal annars komist í kast við réttarkerfið, sbr. 37. og 40. gr. SBR. 31 Ákvæðið gerir grein fyrir því hvernig bati og ný aðlögun að samfélaginu þurfi að eiga sér stað í umhverfi sem hlynnir að heilsu, sjálfsvirðingu og göfgi barnsins. Í 40. gr. SBR er fjallað sérstaklega um börn sem brjóta af sér og stjórn í málum sem varða brot ungmenna. Greinin nær til rannsóknar, handtöku, ákæru, allrar meðferðar áður en mál kemur fyrir dóm, réttarhalda og dómsúrskurðar. 32 Líkt og kom fram í inngangi ritgerðarinnar segir í 1. mgr. 40. gr. að aðildarríkin viðurkenni rétt hvers barns sem er grunað, ásakað eða fundið sekt um brot á refsilöggjöf, til meðferðar sem styrki vitund þess um eigin göfgi og manngildi, sem treysti virðingu þess fyrir mannréttindum og mannfrelsi annarra og sem taki tillit til aldurs barnsins og þess að æskilegt sé að stuðla að aðlögun þess og því að það gegni jákvæðu hlutverki í samfélaginu. Í 3. mgr. sömu greinar eru gerðar þær kröfur til aðildarríkjanna að þau komi á fót heildarskipan um afbrotamál barna. Þar segir að aðildarríki skuli hvetja til þess að settar séu lagareglur, og reglur um málsmeðferð, skipuð stjórnvöld og settar séu á fót stofnanir sérstaklega fyrir börn sem eru grunuð, ásökuð eða fundin sek um refsilagabrot. Ástæðan fyrir þessari kröfu er einkum sú að þegar kemur að ákvarðanatöku sem tengist málum er varða réttarkerfi barna, á hagur barnsins ávallt að vera settur í forgang. Börn eru ólík fullorðnum að því leyti að þau hafa ekki sama líkamlegan og andlegan þroska, auk þess að hafa ólíkar menntunarlegar- og andlegar þarfir. Af þessum sökum er ekki hægt að 30 Almennt álit Barnaréttarnefndar nr. 10: Children s rights in Juvenile Justice, frá 25 apríl 2007, CRC/C/GC/10, bls Barnasáttmálinn, bls. 66. Sjá einnig: Rachel Hodgin og Peter Newell: Implement handbook for the Convention on the rights of the child, bls Barnasátmálinn, bls

17 gera börn jafn ábyrg fyrir gjörðum sínum og fullorðna þegar viðkomandi brýtur lög. Þetta og fleira veldur því að þörf er á sérstöku réttarkerfi og sérstökum meðferðarúrræðum fyrir börn. Hagur barnsins verður alltaf að vera í forgangi, sbr. 3. gr. SRB, á undan venjulegum markmiðum refsiréttar, þ.e. endurgjaldsstefnu í formi refsinga. Leggja skal áherslu á endurhæfingu og uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice) þegar átt er við unga glæpamenn. Þetta á að vera mögulegt án þess að almannaheill sé stefnt í hættu. 33 Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna (hér eftir BRN eða Barnaréttarnefndin), sem starfar á grundvelli 43. gr. SRB, hefur lagt áherslu á að yfirgripsmikil stefna í málefnum barna sem brotið hafa af sér verður að taka á forvörnum gegn afbrotum barna, inngripum með eða án málshöfðunar, tilteknum sakhæfisaldri, réttlátri málsmeðferð og frelsissviptingu, þar með talið gæsluvarðhaldi og afplánun. 34 Nánar verður fjallað um Barnaréttarnefndina í kafla Ísland og Barnasamningurinn Barnasamningurinn var fullgiltur hér á landi árið Íslenska ríkið gerði engan fyrirvara við samninginn en setti m.a. fram þá yfirlýsingu að engin ákvæði væru fyrir hendi í íslenskum lögum um aðskilnað ungra fanga frá þeim eldri líkt og kveðið er á um í c-lið 37. gr. SRB. 36 Hlutverk Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna er að fylgjast með framkvæmd SRB, fara yfir innsendar skýrslur aðildarríkjanna um framkvæmd samningsins og koma með tillögur til úrbóta fyrir aðildarríkin. 37 Aðildarríki SRB eru skuldbundin til að senda Barnaréttarnefndinni skýrslur um það sem þau hafa gert til að koma í framkvæmd réttindum SRB, og einnig hvernig miðað hefur í beitingu þeirra, sbr. 44. gr. SRB. Ísland hefur skilað þremur skýrslum til BRN, nú síðast í júní Þegar þetta er skrifað hefur BRN ekki gefið álit sitt á henni 38 og verður af þeim sökum athyglinni því beint að lokaathugasemdum BRN frá árinu 2003 við aðra skýrslu Íslands um framkvæmd SRB. Í athugasemdum nefndarinnar varðandi ungmenni og afbrot segir að engin heildarskipan gildi í landinu um afbrotamál hvað varðar ungmenni. Mælist nefndin til þess að á Íslandi verði komið á sérstöku réttarfarskerfi í sakamálum sakhæfra barna, þar á meðal sérstökum ungmennadómstól. BRN tók það líka fram að Ísland skyldi tryggja að einkum 37., 39., og Almennt álit Barnaréttarnefndar nr. 10: Children s rights in Juvenile Justice, frá 25 apríl 2007, CRC/C/GC/10, bls Almennt álit Barnaréttarnefndar nr. 10: Children s rights in Juvenile Justice, frá 25 apríl 2007, CRC/C/GC/10, bls Sjá auglýsingu nr. 18/1992 í C-deild Stjórnartíðinda. 36 Barnasáttmálinn, bls Barnasáttmálinn, bls Sjá skýrslurnar á vefsíðu innanríkisráðuneytisins, 15

18 gr. samningsins, einnig Bejing reglurnar, Ríjad-leiðbeiningarreglurnar, Havana-reglurnar og Leiðbeiningarreglur um aðgerðir refsivörslukerfisins vegna barna, yrðu felldar inn í sakamálaréttarfar landsins hvað varðar löggjöf og framkvæmd. BRN ítrekaði það að Ísland tryggði með lögum ákvæði c-lið 37. gr. SRB um aðskilnað barna og fullorðna í varðhaldi. 39 Árið 2005 svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn á Alþingi um framkvæmd SRB og til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hefði gripið til að koma til móts við meðal annars ofangreindar athugasemdir BRN. Tekið var fram að athuguð hefðu verið úrræði vegna afbrota ósakhæfra ungmenna, sem laut að tilraunaverkefninu Hringnum en ákveðið hefði verið í kjölfar þess verkefnis að innleiða svokallaða sáttamiðlun í íslenskt réttarkerfi. Nánar verður vikið að því sáttamiðlun í kafla Einnig var tekið fram að ýmis sérákvæði væru í lögum sem tækju sérstaklega á réttarstöðu ungra afbrotamanna og þar af leiðandi þætti ekki ástæða til þess að koma á fót sérstöku réttarfari. Varðandi ungmennadómstóla var tekið fram að það væri í andstöðu við íslenska réttarþróun og yrði afturför sem gera myndi kerfið þyngra, seinvirkara og dýrara. Ýmis úrræði væru í lögum fyrir dómstóla til þess að kalla til sérfræðinga í málum sem varða ungmenni. 40 Einnig hafa þau rök verið færð fram að ekki sé grundvöllur fyrir sérstakan ungmennadómstól sökum fámennis og lítils fjölda mála, er varða ungmenni, 15 ára og eldri. 41 Almennt hefur þróunin verið sú að fækka sérdómstólum á Íslandi og málsmeðferðartími hefur þótt viðunandi. Að mati yfirvalda hafa fleiri rök mælt gegn því að hér á landi verði komið á fót sérdómstól og því hefur það ekki verið stefna ríkisins að stofna slíkan dómstól sem hefði það verkefni að fjalla um málefni barna. 42 Hinn 13. júní 2007 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um aðgerðaáætlun fyrir árin til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Í þingsályktuninni ályktaði Alþingi meðal annars að skipa samráðshóp undir forystu félags- og tryggingamálaráðuneytisins en hópurinn samanstendur af fulltrúa ráðherra félags- og tryggingarmála, heilbrigðismála, dómsmála- og mannréttinda, fjármála og menntamála. 43 Hlutverk samráðshópsins er m.a. að 39 Lokaathugasemdir Barnaréttarnefndar CRC/C/15/Add.203, 31. janúar 2003, bls Alþt , A-deild, bls Ingibjörg Benediktsdóttir:,,Staða sakhæfra barna á aldrinum ára sem sakborninga: málsmeðferð og möguleg refsiúrræði, bls Skýrsla nefndar um unga afbrotamenn, bls Samkvæmt breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 73/1969, sbr. 121/2010 er mælt fyrir um breytingar á skipulagi ráðuneyta. Annars vegar verður til innanríkisráðuneyti við sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og hins vegar velferðarráðuneyti við sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Breytingarnar tóku gildi 1. janúar Þskj lögþ , bls. 8 (enn óbirt í A-deild Alþt.). Hér eftir verður þó framveigis vísað til þeirra heitis ráðuneytanna sem þau báru áður en breytingarnar tóku gildi. 16

19 stuðla að samræmingu og eftirfylgni aðgerðaáætlunarinnar til þess að fara yfir tilmæli BRN frá árinu 2003 og koma með tillögur um úrbætur í samræmi við athugasemdir nefndarinnar. 44 Í þingsályktunartillöguninni var sérstaklega vikið að aðgerðum í þágu barna og ungmenna með hegðunarerfiðleika og vímuefnavanda og meðal annars lagt til að auka fjölbreytni meðferðarúrræða sem veitt skulu á heimili barnsins og vettvangi fjölskyldunnar í því sambandi. 45 Þetta var framkvæmt með innleiðingu svokallaðrar fjölkerfameðferðar MST, árið 2008 en nánar verður fjallað um það úrræði í kafla Einnig var lagt til að efla stuðning við börn og ungmenni sem lokið hafa meðferð á stofnunum. 47 Tekið var fram að endurskoða ætti núgildandi fyrirkomulag um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, þar sem Barnaverndarstofa, fyrir hönd ríkisins, veitir meðferð í barnaverndarmálum en barnaverndarnefndir, á vegum sveitarfélaga, sjá um eftirfylgd og stuðning með börnum sem hafa lokið meðferð, og gera það markvissara með það fyrir augun að börnin fái viðeigandi stuðning. 48 Þegar þetta er ritað hefur félags- og tryggingamálaráðherra óskað eftir skýrslu frá ofangreindum samráðshópi Lögfesting Barnasamningsins Lögfesting Barnasamningsins er nú í undirbúningi í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 16. mars Í ljósi tvíeðliskenningarinnar er nauðsynlegt að lögfesta alþjóðlega samninga til þess að þeir hafi bein réttaráhrif hér á landi. 51 Stangist alþjóðalög á við innlend lög ganga hin íslensku framar og því hefur verið mælt með því að lögfesta Barnasamninginn. 52 Ótvírætt er að með lögfestingu Barnasamningsins verður vægi hans meira hér á landi þar sem stjórnvöld og dómstólar verða að taka mið af honum við úrlausnir mála sem varða börn. 53 Upphaflega var stefnt að því að samningurinn yrði lögfestur þann 20. nóvember Það varð hins vegar ekki raunin meðal annars vegna þess að skilyrði c-liðar 37. gr. SBR hafði 44 Alþt. 2007, A-B og efn., bls Alþt. 2007, A-B og efn., bls Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árin , bls. II. 47 Alþt. 2007, A-B og efn., bls Alþt. 2007, A-B og efn., bls Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingar á barnaverndarlögum þar sem m.a. má finna nýmæli um breytt fyrirkomulag á vistun barna utan heimilis og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga því tengdu. Sjá:,,Frumvarp um breytingar á barnaverndarlögum, 49 Þskj. 726, 138. lögþ , bls. 1 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 50 Alþt , A-deild, bls Björg Thorarenssen, Stjórnskipunarréttur, bls Barnasáttmálinn, bls Alþt , A-deild, bls

20 ekki verið tryggt með lögum. 54 Í kjölfarið var settur á fót starfshópur til að skoða fyrirkomulag á vistun ungra fanga og koma með tillögur að fyrirkomulagi sem væri í samræmi við Barnasamninginn. 55 Í nýútkominni skýrslu starfshópsins eru að finna tillögur sem starfshópurinn telur að uppfylli skilyrði c-liðar 37. gr. SBR um að ungir fangar skuli ekki vistaðir meðal fullorðinna. 56 Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvort fallið verði frá yfirlýsingu íslenska ríkisins, að engin ákvæði væru fyrir hendi í íslenskum lögum um aðskilnað ungra fanga, og Barnasamningurinn lögfestur en ítarlega verður fjallað um tillögur starfshópsins í kafla Skýrsla vinnuhóps um afplánun sakhæfra barna, bls ,,Starfshópi falið að gera tillögur að vistun ungra fanga í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 56 Skýrsla vinnuhóps um afplánun sakhæfra barna, bls

21 3 Barnaverndarkerfið og refsivörslukerfið 3.1 Almennt Barnaréttarnefndin hefur ítrekað að í réttarkerfi sem tekst á við afbrot barna er mikilvægt að settar verði á fót sérstakar deildir innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómstóla, sem og sérstakra verjenda í málefnum barna eða annarra fulltrúa sem veita barni lagalega eða aðra viðeigandi aðstoð. Jafnframt mælist BRN til þess að sérstakri þjónustustarfsemi, svo sem skilorðseftirliti, ráðgjöf og eftirfylgni verði komið á fót, auk sérhæfðra stofnana sem stuðla að nauðsynlegri meðferð. Í slíku réttarkerfi ætti ávallt að stuðla að virkum samfelldum úrræðum og samspili allra stofnana. 57 Í samræmi við ofangreint er áhugavert að kanna hversu margar stofnanir koma að málum ungra afbrotamanna hér á landi en í þessum kafla verður varpað ljósi á hlutverk og skipulag þessara kerfa og þau atriði síðan borin saman. 3.2 Markmið og hlutverk barnaverndarkerfisins Meginmarkmið barnaverndarlaga er að öll börn á Íslandi búi við viðunandi aðstæður. Í þessu felst að barnaverndaryfirvöld eiga að stuðla að því að aðstæður einstakra barna, sem yfirvöld hafa afskipti af, séu viðunandi. Það er breytilegt eftir hverjum tíma hvaða aðstæður teljast viðunandi og fer það almennt eftir efnahag, siðferðislegu gildismati og breytilegum kröfum um nauðsynleg lífsgæði. Barnaverndarlögin eiga að tryggja að börn sem eru í sérstökum vanda fái nauðsynlega aðstoð þar sem sérstaklega er lögð áhersla á tvö tilvik. Annars vegar börn sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði af hálfu forsjáraðila eða annarra sem hafa afskipti af þeim og hins vegar börn sem stefna heilsu og þroska í hættu vegna eigin háttsemi en afbrot barna falla meðal annars undir það tilvik. 58 Þetta er hins vegar flóknara í framkvæmd, þar sem oft er raunin sú að þessir tveir flokkar barnaverndarmála eru ekki aðskildir heldur er algengt að barnið sé í samræmi við þessi tvö tilvik, bæði í hlutverki þolanda og geranda Almennt álit Barnaréttarnefndar nr. 10: Children s rights in Juvenile Justice, frá 25 apríl 2007, CRC/C/GC/10, bls Alþt , A-deild, bls Skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007. Könnun á starfsemi Breiðarvíkurheimilisins , bls

22 Ljóst er að barnaverndarmál hafa ákveðna sérstöðu þar sem þau eru að mörgu leyti ólík flestum öðrum stjórnsýslumálum og eru í eðli sínu flókin og margþætt. 60 Í barnaverndarrétti reynir á stjórnsýslureglur en auk þess sálfræðileg og félagsfræðileg viðmið sem nauðsynlegt er að líta til til við mat á þörfum og aðstæðum barns. 61 Í 1. mgr. 2. gr. bvl. segir að leitast skuli við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Með þessum orðum er löggjafinn að leggja áherslu á það sjónarmið að fjölskylda barns gegni lykilhlutverki í uppeldi þess og hagsmunir barna séu oftast nær best tryggðir með því að stöðuleiki ríki í uppvexti þeirra og að þau alist upp hjá eigin fjölskyldu. Í barnaverndarstarfi skal ávallt stefna að því að reyna að ná tökum á vandanum með því að skapa viðunandi aðstæður innan fjölskyldu barnsins í samstarfi og samráði við hana, áður en önnur úrræði eru reynd gegn vilja viðkomandi. 62 Löggjöf um barnavernd byggist á því að finna jafnvægi á milli þessara tveggja ólíku sjónarmiða, annars vegar að virða rétt foreldra og forráðamanna til þess að ráða sjálf aðbúnaði og uppeldi barna sinna, og hins vegar að tryggja hagsmuni barnanna og þá vernd sem þau þarfnast. 63 Í II. kafla bvl. er fjallað um yfirstjórn barnaverndarmála. Barnaverndaryfirvöld eru félagsog tryggingamálaráðuneytið, Barnaverndarstofa, kærunefnd barnaverndarmála og barnaverndar-nefndir, sbr. 2. mgr. 3. gr. bvl. 64 Barnavernd heyrir undir félags- og tryggingamálaráðuneytið og fjallað er um hlutverk þess í 5. gr. bvl. Félags- og tryggingamálaráðuneytið ber ábyrgð á stefnumótun á þessu sviði og hefur jafnframt eftirlit með starfi Barnaverndarstofu. Ráðuneytið ber einnig ábyrgð á að tiltæk séu meðferðarheimili, neyðarmóttökur og önnur úrræði skv. 79. gr. bvl. Auk þess á það að sjá til þess í samræmi við 10. og 11. gr. bvl. að barnaverndarnefndir séu starfandi í öllum sveitarfélögum. 65 Að auki skipar ráðuneytið kærunefnd barnaverndarmála. Heimilt er að skjóta úrskurðum og einstökum ákvörðunum barnaverndarnefnda og einnig tilteknum ákvörðunum sem Barnaverndarstofa tekur um réttindi og skyldur einstaklinga til kærunefndarinnar, sbr. 1. mgr. 6. gr. bvl. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið til æðra stjórnvalds. 60 Hrefna Friðriksdóttir:,,Hlutverk kærunefndar barnaverndarmála samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, bls Björg Thorarensen o.fl.: Um lög og rétt, bls. 486 og Alþt , A-deild, bls Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls Einnig gegna dómstólar ákveðnu hlutverki í barnaverndarmálum. Sérstaklega þegar börn eru vistuð utan heimilis, sbr. 27. og 28. gr. bvl., í barnaverndarmálum sem m.a. lúta að afbroti barns en nánar verður fjallað um það í 4. kafla ritgerðarinnar. 65 Alþt , A-deild, bls

23 Barnaverndarstofa og barnaverndarnefndirnar sjá um daglega stjórn barnaverndarmála. 66 Um hlutverk Barnaverndarstofu er fjallað í 7. gr. bvl. Barnaverndarstofa er sjálfstæð stofnun sem fer m.a. með yfirumsjón og stjórnsýslu barnaverndarstarfs sem er á ábyrgð ríkisins. 67 Helstu verkefni hennar eru meðal annars að samhæfa og efla barnaverndarstarf, sem og hlutast til um að fram fari þróunar- og rannsóknarstarf á sviði barnaverndar, sjá um fræðslu og ráðgjöf fyrir barnaverndarnefndir og hafa jafnframt eftirlit með störfum þeirra. Barnaverndarnefndirnar senda Barnaverndarstofu skýrslur um starfsemi sína ár hvert og Barnaverndarstofa getur einnig skoðað meðferð einstakra mála við vissar aðstæður, sbr. 8. gr. bvl. Það er einnig hlutverk Barnaverndarstofu að sjá um uppbyggingu úrræða samkvæmt 79. gr. bvl. fyrir börn sem vistast utan heimilis. Þannig hefur Barnaverndarstofa yfirumsjón og eftirlit með rekstri meðferðarheimila og stofnana samkvæmt XIII. kafla laganna. Nánar verður vikið að starfsemi þessara meðferðarheimila í 4. kafla ritgerðarinnar. Jafnframt er Barnaverndarstofu heimilt að bjóða barnaverndarnefndum sérhæfða þjónustu. Um er að ræða sérstaka þjónustu eða sérhæfð úrræði, sem barnaverndarnefndum ber að öðru jöfnu að hafa tiltæk. 68 Svokölluð fjölkerfameðferð eða MST eins og stuttlega var vikið að í kafla 2.4. er dæmi um sérhæft úrræði af þessu tagi en nánar verður vikið að því úrræði í 4. kafla ritgerðarinnar. 69 Um barnaverndarnefndir er fjallað í III. kafla bvl. Grunnábyrgð barnaverndarmála samkvæmt gr. bvl. er í höndum barnaverndarnefnda á vegum sveitarfélaganna. Sveitarstjórnir, héraðsnefnd eða stjórn byggðasamlags skulu kjósa barnaverndarnefnd, sbr. 2., 3. og 4. mgr. 10. gr. bvl. Barnaverndarnefndir eru sjálfstæðar gagnvart sveitarstjórnum og er það ítrekað í 13. gr. bvl. Íbúafjöldi sveitarfélaga að baki hverri barnaverndarnefnd skal ekki vera undir Sé íbúafjöldi sveitarfélags undir þessum fjölda verða fleiri sveitarfélög að sameinast um þetta hlutverk. Einnig má fela félagsmálanefnd sveitarfélagsins störf barnaverndarnefndar og er það víða gert. 70 Félagsmálanefnd fer með stjórn og framkvæmd félagsþjónustu í hverju sveitarfélagi í umboði sveitarstjórnar, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Ef félagsmálanefnd sveitarfélags fer með störf barnaverndar er mikilvægt að nefndin geri skýran greinarmun á hlutverki sínu í barnaverndarmálum og öðrum málum sem 66 Björg Thorarensen o.fl.: Um lög og rétt, bls Alþt , A-deild, Alþt , A-deild, bls Þskj lögþ , bls. 56 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 70 Björg Thorarensen o.fl.: Um lög og rétt, bls

24 henni eru falin til úrlausnar lögum samkvæmt, sbr. 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 56/2004 um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd (hér eftir rgl. um málsmeðferð fyrir bvn). Barnaverndarnefnd skal ráða sérhæft starfslið eða tryggja sér aðgang að viðeigandi sérþekkingu með öðrum hætti, sbr. 1. mgr. 14. gr. bvl. Barnaverndarnefnd er heimilt að semja við stofnanir, svo sem á sviði félags-, skóla- og heilbrigðisþjónustu, um sameiginlegt starfsmannahald og sérfræðiþjónustu, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Barnaverndarnefnd er heimilt að fela starfsmönnum sínum könnun og meðferð einstakra mála og getur jafnframt framselt tilgreindum starfsmönnum vald til að taka einstakar ákvarðanir samkvæmt bvl., sbr. 3. mgr. sömu greinar. Í dæmaskyni má nefna að í Garðabæ er starfandi svokallað fjölskylduráð, félagsmálaráð fer með verkefni barnaverndar í Kópavogi og í Hafnarfirði eru sérstök barnaverndarnefnd. Reykjavíkurborg hefur hins vegar sérstaka barnaverndarnefnd og sjálfstætt starfsmannahald. 71 Barnaverndarnefndirnar eða nefndir sem bera ábyrgð á barnaverndarmálum eru alls 30 talsins. 72 Til samræmis má benda á að sveitarfélög á Íslandi eru nú alls Starfsmenn allra barnaverndarnefnda á landinu voru alls 114 á árinu Almennt er fjallað um hlutverk barnaverndarnefnda í 12. gr. bvl. Í stuttu máli má segja að hlutverk nefndanna sé í meginatriðum eftirlitshlutverk, þ.e. könnun á aðstæðum einstakra barna þegar tilefni er til og stuðningshlutverk í formi úrræða sem lögin bjóða til að tryggja einstökum börnum viðunandi uppeldisskilyrði Markmið og hlutverk refsivörslukerfisins Varðandi hlutverk refsivörslukerfisins er hér við hæfi að vísa í orð Jónatans Þórmundssonar: Öll hegðun einstaklings í samfélagi manna mótast að meira eða minna leyti af þeim viðbrögðum eða andsvörum, sem hann væntir af öðrum einstaklingum eða samfélaginu sem stofnun. Öll samskipti manna í félagslegu umhverfi eru háð margs konar boðum (reglum). Slík boð gera ráð fyrir sömu eða svipuðum viðbrögðum allra einstaklinga í tilteknu samfélagi, þegar ákveðnar aðstæður eru fyrir hendi [...]. Frávik [ ] sem eru fólgin í einhvers konar brotum eða óhlýðni við ríkjandi boð [...] leiða oftast til viðurlaga. 76 Sum þessara svokölluðu frávika flokkast sem afbrot. Afbrot er sú háttsemi einstaklings sem refsing er lögð við í gildandi lögum hverju sinni. Þar af leiðandi eru bæði hugtökin afbrot 71 Anni G. Haugen: Beiting úrræða í barnaverndarmálum, mörkin milli stuðnings og þvingunar og ákvörðunarferlið, bls. 8. Sjá einnig:,,barnaverndarnefndir landsins, 72 Þskj lögþ , bls. 57 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 73,,Upplýsingar um sveitarfélög, 74 Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árin , bls Alþt , A-deild, bls Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum, bls

25 og refsing breytileg og afstæð hugtök. 77 Refsiákvæði má finna í hegningarlögum og fjölmörgum sérrefsilögum. Viðurlög flokkast í refsingar og önnur viðurlög. 78 Tegundir refsinga eru fangelsi og fésektir, sbr. 1. mgr. 31. gr. hgl. Í VII. kafla hgl. er fjallað um önnur viðurlög, þ.e. um öryggisráðstafanir, sviptingu borgararéttinda og upptöku eigna. Niðurfellingu saksóknar, skilorðsbundna ákærufrestun, skilorðsdóma og samfélagsþjónustu má líta á sem sérstök afbrigði viðurlaga eða sjálfstæðar viðurlagategundir. 79 Það er hlutverk ríkisins, þ.e. aðila refsivörslukerfisins, að vernda samfélag manna með uppljóstrun og rannsókn á afbrotum, sækja þann til saka sem framið hefur refsiverðan verknað og loks dæma viðkomandi til refsingar, ef til þess kemur, í samræmi við brotið og framfylgja henni. Með refsivörslukerfinu er hér átt við lögregluyfirvöld, ákæruvald og Fangelsismálastofnun sem heyra öll undir dómsmála- og mannréttindaráðuneytið. Dómstólar og verjendur sakborninga koma hér einnig við sögu en hér verður ekki vikið sérstaklega að hlutverki þeirra. Ríkið heldur uppi starfsemi lögreglu, sbr. 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 (hér eftir lrl.). Landið skiptist í 15 lögregluumdæmi og með lögreglustjórn fara lögreglustjórar og sýslumenn, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. lrl. Ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglunnar í umboði dómsmála- og mannréttindaráðherra, sbr. 4. gr. lrl. Meðal hlutverka lögreglu er að rannsaka sakamál og kemur það víða fram í lögum, sbr. t.d. 1. mgr. 52. gr. skml. en rannsókn lögreglu er undir undir yfirstjórn ríkissaksóknara, sbr. 3. mgr. 21. gr. skml. Til stendur að leggja fram nýtt frumvarp til laga um breytingu á lrl. sem fjallar um fækkun lögregluumdæma. 80 Lagt er til að lögreglumdæmum verði fækkað úr 15 í 6 og yfirstjórn lögreglu verður þá samhliða aðskilin frá sýslumannsembættum en samkvæmt núgildandi skipulagi eru 13 sýslumenn einnig lögreglustjórar. 81 Núverandi staða er sú að hvert lögregluumdæmi skiptist niður í nokkur svæði. Sem dæmi má nefna að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fer með lögreglustjórn á svæði sem nær yfir Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaupstað, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Sveitarfélagið Álftanes, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. lrl. Lögreglustöðvar á 77 Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum, bls Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum, bls Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum, bls Frumvarpið var lagt fram á 138. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. Sjá:,,Fækkun á lögregluembættum : 81,,Dómsmála- og mannréttindaráðherra mælti fyrir sex frumvörpum á Alþingi : innanrikisraduneyti. is/dmr/frettir/nr/

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál Barnaverndarmál Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir Reykjavík 2004 BARNAVERNDARMÁL Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Starfshópur

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa?

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Skilorðsbundin ákærufrestun ungmenna skv. 56. gr. hgl. og samanburður við önnur úrræði íslenska og danska réttarkerfisins. -Meistararitgerð

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Viðurlög í fíkniefnamálum

Viðurlög í fíkniefnamálum BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot Silja Rán Arnarsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ágúst 2016 BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar Efnisyfirlit. 1.0 Inngangur... 3 1.1 Almennt... 3 1.2 Afmörkun ritgerðarefnis og umfjöllunarefni... 4 1.3 Fræðikerfi lögfræðinnar... 6 2.0 Umhverfisvernd... 8 2.1 Almennt... 8 2.2 Réttarheimildir... 9

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Háskólinn á Bifröst Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Núverandi rannsóknarheimildir lögreglu og helstu hugsanlegu breytingar vegna forvirkra rannsóknarheimilda) ML Lokaverkefni Vetur 2011 Nemandi:

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. HEIMILDASKRÁ Alþingistíðindi. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. Arvid Frihagen: Villfarelse og ugyldighet i forvaltningsretten. Osló 1966. Aslak Syse: Materielle

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs Hólmfríður Björnsdóttir Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Friðrik Ársælsson Lagadeild Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Ágúst

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði -

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Ólafur Einar Ómarsson Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristján Gunnar Valdimarsson Lagadeild Háskóla Íslands Maí 2017 Formáli Þetta rit

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði- Daði Ólafsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Erla Svanhvít Árnadóttir hrl. Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Félag íslenskra bifreiðaeigenda

Félag íslenskra bifreiðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda www.fib.is komudagur Nefndasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Reykjavík, 2. febrúar 2007 Umsöen frá Félaei íslenskra bifreiðaeigenda um frumvarp til umferðarlaea.

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Erindi nr. Þ H i VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS iceland CHAMBER OF COMMERCE Stofnað 1917 Stjórnarskrámefnd Alþingis b/t Ragna Árnadóttir. SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS Reykjavik 26. Janúar 1995. Verslunarráð íslands

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010

Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010 Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010 Standast þær greinar laga um ráðherraábyrgð sem fyrrverandi forsætisráðherra, Geir Hilmari Haarde, er gert að sök að hafa brotið gegn, kröfur um

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere