Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra"

Transkript

1 . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra Júní 1999

2

3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins... 4 Reynslan á Norðurlöndum af sameiginlegri forsjá... 5 Danmörk... 6 Finnland... 6 Noregur... 7 Svíþjóð... 7 Sameiginleg forsjá á Íslandi... 8 Lagaákvæði um sameiginlega forsjá... 8 Samanburður á fyrirkomulagi sameiginlegrar forsjár skv. íslenskum lögum og lögum á hinum Norðurlöndunum... 9 Kostir og gallar sameiginlegrar forsjár... 9 Nokkrar tölfræðilegar upplýsingar um ákvörðun forsjár við lögskilnað Upplýsingar og fræðsla vegna forsjár og umgengnismála Reglur í Noregi og Danmörku um ráðgjöf til foreldra vegna skilnaðar eða sambúðarslita Ráðgjöf til foreldra í Noregi Ráðgjöf til foreldra í Danmörku Ráðgjöf sem stendur íslenskum foreldrum til boða vegna skilnaðar eða sambúðarslita Fjölskylduþjónusta kirkjunnar Fjölskylduráðgjöfin Samvist Kvennaráðgjöfin Félagsþjónustan í Reykjavík Sjálfstætt starfandi ráðgjafar Samantekt um ráðgjöf vegna slita á hjúskap eða óvígðri sambúð Umgengni og úrræði gildandi laga til að koma henni á Lagaákvæði um umgengni Vandamál er tengjast umgengni... 18

4 Samantekt og tillögur Ráðgjöf vegna skilnaðar eða slita á óvígðri sambúð Sameiginleg forsjá verði meginregla Umgengnisvandi eftir samvistarslit foreldra Fylgiskjal 1: Gestir á fundum forsjárnefndar Fylgiskjal 2: Ýmsar staðhæfingar gesta á fundum forsjárnefndar

5 Inngangur Hinn 30. maí 1997 skipaði dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd til að kanna eftirtalin atriði og gefa honum skýrslu um niðurstöður þeirra kannana: 1. Reynslu þá er fengist hefur af sameiginlegri forsjá hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum. 2. Hvort úrræði gildandi laga til að koma á umgengni foreldra og barna séu fullnægjandi, og ef ekki, hvaða leiðir komi þá til álita til úrbóta. 3. Hvaða upplýsingar og fræðsla standa foreldrum til boða í tengslum við skilnaðar-, forsjár- og umgengnismál og hvernig auka megi þá fræðslu ef þess er talin þörf. 4. Hverjar eru raunverulegar samvistir barna við það foreldri sem þau búa ekki hjá. Tildrög nefndarskipunarinnar voru þau að Karlanefnd Jafnréttisráðs ritaði dómsmálaráðherra bréf dags. 7. mars Í bréfinu sagði m.a.: Um nokkurt skeið hafa svo mörg formleg og óformleg erindi borist Karlanefnd Jafnréttisráðs frá feðrum sem telja sig eiga í erfiðleikum vegna forræðis- og umgengnisréttar að ljóst er að um verulegt vandamál er að ræða. Í sömu átt hníga sívaxandi opinber umræða og fjölmiðlaumfjöllun. Karlanefnd Jafnréttisráðs telur miklu skipta að þessum viðkvæmu og erfiðu málum sé þannig fyrir komið að hagur barnanna sé sem best tryggður og reynt sé að draga eins og unnt er úr hættu á deilum milli foreldra. Nefndin vill því beina þeim tilmælum til yðar að skipuð verði sérstök nefnd til að kanna stöðu málsins.... Í nefndina voru skipuð: Dögg Páldsóttir hrl. formaður, Oddný Vilhjálmsdóttir skrifstofustjóri, tilnefnd af Kvenréttindafélagi Íslands og Ólafur Þ. Stephensen stjórnmálafræðingur og formaður Karlanefndar Jafnréttisráðs, tilnefndur af Karlanefnd Jafnréttisráðs. Forsjárnefnd, eins og nefndin hefur kosið að kalla sig, hefur starfað síðan í júní 1997 og hist á 22 fundum. Forsjárnefnd ákvað strax í upphafi starfs síns að skipta viðfangsefninu í tvo verkþætti. Annars vegar þau verkefni sem hún annaðist sjálf og hins vegar verkefni sem hún fól öðrum að vinna. Áfangaskýrsla þessi nær til þeirra verkþátta viðfangsefnisins sem nefndin hefur sjálf annast. Skömmu eftir að forsjárnefnd tók til starfa kom í ljós að dr. Sigrún Júlíusdóttir dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi og stundakennari við sömu deild væru að 3

6 undirbúa rannsókn á sameiginlegri forsjá. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvaða áhrif ný lagaákvæði um sameiginlega forsjá barna við hjónaskilnað og sambúðarslit hefðu haft á foreldrasamvinnu og samskipti foreldra og barna. Lagaákvæði um sameiginlega forsjá voru lögfest árið 1992 og gengu í gildi 1. júlí sama ár. Rannsókninni var því ætlað að kanna reynsluna af sameiginlegri forsjá fyrstu fimm árin sem liðin voru frá gildistökunni. Forsjárnefnd taldi að þessi rannsókn myndi varpa ljósi á það verkefni hennar er varðaði raunverulegar samvistir barna við það foreldri sem þau búa ekki hjá. Nefndin lagði því til við dómsmálaráðherra að rannsóknin fengi fjárstuðning frá dómsmálaráðuneytinu. Ráðherra ákvað að styrkja rannsóknina og var henni því hrundið í framkvæmd. Niðurstaðna er að vænta síðar á þessu ári (1999) en skortur á fé til úrvinnslu rannsóknarinnar hefur tafið niðurstöður hennar. Mun forsjárnefnd skila lokaskýrslu sinni til ráðherra þegar þær niðurstöður liggja fyrir. Við upplýsingaöflun hefur forsjárnefnd víða leitað fanga, bæði innanlands og erlendis. Nefndin fékk til fundar við sig fulltrúa frá dómsmálaráðuneytinu og embætti sýslumannsins í Reykjavík. Til að fá skýra mynd að því hvaða úrræði standa foreldrum til boða í tengslum við skilnaðar-, forsjár og umgengnismál fékk nefndin á sinn fund forsvarsmenn þeirra aðila sem bjóða ráðgjafaþjónustu á þessu sviði, bæði opinberra stofnana og einkaaðila. Þá ræddi nefndin við forsvarsmenn félagsins Ábyrgir feður og Félags einstæðra foreldra. Loks kom umboðsmaður barna til fundar við forsjárnefnd. Í fylgiskjali 1 er að finna lista yfir þá sem nefndin fékk á sinn fund. Í fylgiskjali 2 eru dregnar saman nokkrar þeirra athugasemda sem nefndin fékk á þessum fundum. Forsjárnefnd telur að hún hafi lokið störfum að því er varðar önnur verkefni en könnun á raunverulegum samvistum barna við það foreldri sem þau búa ekki hjá. Hún hefur því ákveðið að skila ráðherra áfangaskýrslu um störf sín ásamt tillögum um þau verkefni sem hún hefur lokið við að vinna. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins Ísland hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr nóvember Samningurinn geymir nokkur ákvæði er taka þarf tillit til og máli skipta þegar fjallað er um forsjár- og umgengnismál. Rétt er því að segja frá þessum ákvæðum. Í 1. mgr. 18. gr. samningsins segir: 4

7 Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Foreldrar, eða lögráðamenn, ef við á, bera aðalábyrgð á uppeldi barns og því að barni sé komið til þroska. Það sem barninu er fyrir bestu skal vera þeim efst í huga. Í mgr. 9. gr. samningsins er og fjallað um þetta efni. Ákvæðið er svohljóðandi: 1. Aðildarríki skulu tryggja að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra, nema þegar lögbær stjórnvöld ákveða samkvæmt viðeigandi lögum og reglum um málsmeðferð að aðskilnaður sé nauðsynlegur með tilliti til hagsmuna barnsins enda sé sú ákvörðun háð endurskoðun dómstóla. Slík ákvörðun kann að vera nauðsynleg í ákveðnum tilvikum, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt af foreldrum sínum, eða þegar foreldrar búa ekki saman og ákveða verður hver skuli vera dvalarstaður þess. 2. Við alla málsmeðferð samkvæmt 1. tölulið þessarar greinar skal veita öllum aðilum sem hagsmuna hafa að gæta kost á að taka þátt í málsmeðferð og að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum. 3. Aðildarríki skulu virða rétt barns sem skilið hefur verið frá foreldri eða foreldrum sínum til að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við þau bæði með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess Reynslan á Norðurlöndum af sameiginlegri forsjá Liðlega tveir áratugir eru liðnir frá því að Svíþjóð, fyrst Norðurlanda, lögfesti ákvæði um sameiginlega forsjá árið 1976 með gildistöku 1. janúar Hin Norðurlöndin fylgdu fast á eftir. Sambærileg lagaákvæði voru lögfest í Noregi 1981, í Finnlandi 1983 og í Danmörku Ísland var síðast Norðurlandanna til að lögfesta ákvæði um sameiginlega forsjá árið Hér á eftir verða raktar þær reglur sem gilda um úrræðið í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. 2 1 Sameiginleg forsjá kallast fælles forældremyndighed á dönsku, felles foreldreansvar á norsku og gemensam vårdnad á sænsku. 2 Efnið sem kemur fram í í þessum kafla byggist annars vegar á upplýsingum úr bókinni Fælles forældremyndighed, samværsvanskeligheder, børnesagkyndig rådgivning. Betænkning afgivet af justitsministeriets forældremyndighedsudvalg. Betænkning nr. 1279, Kaupmannahöfn 1994 og Vårdnad, boende och umgänge. Betänkande av Vårdnadstvistutredningen. SOU 1995:79, Stokkhólmi

8 Danmörk Ákvæði um sameiginlega forsjá voru lögfest í Danmörku árið 1985 og gengu í gildi 1. janúar Lagaákvæði um forsjá og umgengnisrétt voru fram til ársins 1995 í dönsku lögræðislögunum. Á árinu 1995 voru samþykkt lög um forsjá og umgengni og gengu þau í gildi 1. janúar Málsmeðferðarreglur eru á hinn bóginn í hjúskaparlögum og einkamálalögum. Samkvæmt dönskum lögum geta foreldrar í tengslum við hjúskapar- eða sambúðarslit ákveðið að halda áfram að fara sameiginlega með forsjá barns eða barna sinna. Með sama hætti geta foreldrar, í þeim tilvikum þegar annað foreldrið hefur forsjána, ákveðið að hún skuli vera í höndum beggja. Dönsk lög gera ekki ráð fyrir að foreldrar með sameiginlega forsjá geti fengið aðstoð frá opinberum aðilum við að leysa ágreiningsmál sem upp kunna að koma. Rökin fyrir því fyrirkomulagi eru þau að sameiginleg forsjá kalli á samkomulag milli foreldranna um allt það er máli skiptir og að nauðsynlegt sé að þeir geti leyst ágreiningsmál sín með samkomulagi. Ef foreldrarnir annað hvort vilja ekki eða geta ekki leyst ágreiningsmál sín er litið svo á að forsendur sameiginlegrar forsjár séu brostnar. Af þessu leiðir að stjórnvald getur hvorki úrskurðað sameiginlega forsjá gegn andmælum foreldris né neitað að slíta sameiginlegri forsjá sé þess krafist, jafnvel þótt líklegt sé að sameiginleg forsjá væri besta lausnin. Lögin heimila heldur ekki að foreldrar geti fengið úrskurð um hvar barnið skuli búa. Dönsku lögin byggja á þeirri forsendu að nái foreldrarnir ekki samkomulagi um þetta atriði þá skorti grundvöll fyrir sameiginlegri forsjá. Af sömu ástæðum er ekki heldur unnt, ef forsjáin er sameiginleg, að fá úrskurð um umgengnisrétt þess foreldris sem barnið býr hjá. Finnland Finnskar reglur um forsjá og umgengni eru í lögum um forsjá barna og umgengnisrétt sem gengu í gildi 1. janúar 1984 og í hjúskaparlögum. Sérlög eru um meðlagsgreiðslur með börnum. Lagaákvæði um lögræði eru í lögræðislögum. Meginreglan samkvæmt finnskum lögum er sú að við hjónaskilnað er forsjáin sameiginleg. Mál er snerta forsjá skal leysa í samræmi við samkomulag foreldranna nema ástæða sé til að ætla að annað sé barni fyrir bestu. Þetta þýðir í framkvæmd að sameiginlega forsjá er ekki hægt að knýja fram ef foreldrar hafa samið um að annað þeirra skuli hafa forsjá barns. Finnskir dómstólar skulu leysa forsjárdeilur í samræmi við þarfir barns. Það þýðir að dómstóll getur dæmt sameiginlega forsjá, jafnvel í andstöðu við annað foreldrið. Þetta þýðir í raun að dómstólar dæma sameiginlega forsjá jafnvel í andstöðu við annað foreldrið en tölur um hversu oft slíkt er gert liggja ekki fyrir. Dómstólar geta tengt ákvörðun um sameiginlega forsjá við ákvörðun um umgengni. Dómstólar geta einnig gefið fyrirmæli um hlutverk þess sem hefur forsjána, réttindi hans og skyldur og ef barnið lýtur forsjá tveggja eða fleiri um hlutverkaskiptingu milli þeirra. 6

9 Noregur Norskar lagareglur um forsjá og umgengni eru í barnalögum sem gengu í gildi 1. janúar Í hjúskaparlögum eru ákvæði um ráðgjöf og vísa barnalögin til þeirra. Norskt fyrirkomulag sameiginlegrar forsjár skilur sig í nokkrum grundvallaratriðum frá því sem gildir í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi. Samkvæmt norsku barnalögunum geta foreldrar gert samkomulag um sameiginlega forsjá. Ef foreldrarnir, þrátt fyrir slíkt samkomulag, ná ekki samningum um hvar barnið skuli búa, getur hvort þeirra óskað úrlausnar dómstóla um þetta atriði. Dómstóllinn dæmir þá um það hver skuli sjá um daglega umönnun barnsins. Þegar forsjáin er sameiginleg en barnið hefur fasta búsetu hjá öðru foreldrinu getur hitt foreldrið ekki andmælt ákvörðunum foreldrisins er barnið býr hjá er varða daglega umönnun barnsins, s.s. um leikskóladvöl og þess háttar. Foreldrið sem barnið býr ekki hjá getur heldur ekki sett sig upp á móti flutningi hins foreldrisins með barnið í annan landshluta. Það hefur verið orðað svo að stærri ákvarðanir sem hafi þýðingu fyrir barnið kalli á samkomulag milli foreldranna. Þar sem forsjáin er sameiginleg eru þau bæði lögráðamenn. Því fylgir að ákvarðanir er varða fjárhag barnsins þurfa þau að taka sameiginlega. Þetta kemur einkum til álita í þeim tilfellum þegar barnið á sjálft eignir. Þá reynir á sameiginlegu forsjána í tengslum við alvarleg veikindi barns, skólagöngu og menntun. Í þessum tilvikum er talið að foreldrar verði að vera sammála um það sem ákveðið er. Litið hefur verið svo á að foreldri sem barnið býr ekki hjá eigi rétt á því að sækja foreldrafundi í skóla og að öllu leyti að fá upplýsingar með sama hætti og foreldrið sem barnið býr hjá. Norsku lögin geyma ákvæði um umgengnisrétt sem er óháður reglum um forsjá. Nokkur umræða hefur verið í Noregi um heimildir dómstóla til að dæma sameiginlega forsjá gegn andmælum annars eða beggja foreldra. Norsku lögin taka ekki afstöðu til þessa álitaefnis. Greinargerðin með norsku lögunum gerir hins vegar ráð fyrir því að unnt sé að dæma sameiginlega forsjá ef slík ráðstöfun er talin barninu fyrir bestu. Við umræður í norska Stórþinginu kom þó fram sú afstaða að sameiginlega forsjá gegn andmælum foreldris skyldi einungis dæma í undantekningartilfellum. Hæstiréttur Noregs hefur ekki fengið þetta álitaefni til úrlausnar en einn dómur hans virðist byggja á því að slík niðurstaða sé möguleg. Svíþjóð Sænskar reglur um forsjá og umgengni eru í barnalögum sem gengu í gildi 1. janúar Lögin miða við það að þótt foreldrar skilji eða slíti sambúð þá haldi forsjáin áfram að vera sameiginleg nema annað hvort foreldranna geri kröfu um slit þess fyrirkomulags. Krafa um slit sameiginlegrar forsjár verður einungis tekin upp fyrir dómi. Eftir breytingu sem gekk í gildi 1. mars 1991 er dómstólum ekki lengur skylt að taka kröfu um slit sameiginlegrar forsjár til greina. Dómstólar geta nú á grundvelli mats 7

10 um það hvað barninu sé fyrir bestu ákveðið að sameiginlega forsjáin haldi áfram en skilyrði er þó að foreldrið sem fór fram á slitin sé þeirri niðurstöðu ekki mótfallið. Í þeim tilvikum verður dómstólinn að ákveða hvort foreldranna fær forsjána og miða ákvörðun sína við það hvað barninu verði fyrir bestu. Ef foreldrar eru sammála um hvort þeirra skuli hafa forsjána dæma dómstólar að jafnaði í samræmi við slíkt samkomulag. Sameiginleg forsjá á Íslandi Lagaákvæði um sameiginlega forsjá Hinn 1. júlí 1992 gengu í gildi barnalög nr maí Þau komu í stað barnalaga nr. 9/1981. Samkvæmt 1. mgr. 38. gr. barnalaganna frá 1981 skyldi forsjá barns vera óskipt hjá öðru foreldrinu ef þau voru ekki í samvistum. Samkvæmt því var sameiginleg forsjá foreldra, sem ekki bjuggu saman, útilokuð. Við samningu þessara laga kom til álita að heimila foreldrum að semja um sameiginlega forsjá eftir skilnað eða sambúðarslit, að fyrirmynd Svía. Árið 1987 var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á barnalögum sem gerði ráð fyrir að foreldrar gætu samið um sameiginlega forsjá barna sinna. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Með nýju barnalögunum frá 1992 var sameiginleg forsjá foreldra, sem ekki eru í samvistum loks lögfest hér á landi. Samkvæmt barnalögunum kemur sameiginleg forsjá einungis til greina að foreldrar séu sammála um þá skipan. Dómstóll eða dómsmálaráðuneyti geta því ekki dæmt eða úrskurðað um að forsjá skuli vera sameiginleg. Íslenska fyrirkomulagið er því sambærilegt við það fyrirkomulag sem gildir í Danmörku. Heimild til að semja um sameiginlega forsjá er annars vegar í 3. mgr. 32. gr. barnalaga sem fjallar um samning um sameiginlega forsjá eftir skilnað eða sambúðarslit foreldra og í 1. mgr. 33. gr. sem fjallar um samning um sameiginlega forsjá foreldra sem ekki hafa verið í hjúskap eða sambúð og hafa þar af leiðandi ekki farið sameiginlega með forsjána áður. Barnalögin frá 1992 gera ráð fyrir að foreldrar geti við skilnað eða sambúðarslit samið um sameiginlega forsjá, eða forsjá í höndum annars hvors. Staðfesting sýslumanns er skilyrði fyrir gildi samnings um sameiginlega forsjá, sbr. 4. mgr. 33. gr. barnalaga. Sýslumanni ber að leiðbeina aðilum rækilega um skilyrði sameiginlegrar forsjár og réttaráhrif hennar, áður en slíkur samningur er staðfestur. Í samningi um sameiginlega forsjá skal einnig ákveða hjá hvoru foreldra barn skal eiga lögheimili og þar með að jafnaði hafa búsetu. Miðað er við að foreldri sem barnið býr að jafnaði hjá hafi réttarstöðu einstæðs foreldris. Í því felst réttur til að taka við meðlagsgreiðslum úr hendi hins foreldrisins, réttur til bóta almannatrygginga og réttur til barnabóta samkvæmt skattalögum. Gert er ráð fyrir að foreldrar geti samið um skiptingu þessara greiðslna eftir því sem við á. 8

11 Sameiginlegri forsjá getur lokið með samkomulagi foreldra eða með úrlausn dóms eða dómsmálaráðuneytis. Foreldrar geta þannig samið um það að sameiginleg forsjá falli niður og forsjá verði í höndum annars. Sýslumaður verður að staðfesta nýtt samkomulag og gerir það nema samningurinn verði talinn andstæður þörfum barnsins. Foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá geta hvenær sem er krafist þess, annað eða bæði, sbr. 2. mgr. 35. gr. barnalaga, að forsjársamningurinn verði felldur úr gildi. Slíka kröfu skal bera upp við dómsmálaráðuneytið eða dómstóla. Samanburður á fyrirkomulagi sameiginlegrar forsjár skv. íslenskum lögum og lögum á hinum Norðurlöndunum Ef skoðuð eru lagaákvæði sem gilda um sameiginlega forsjá á Norðurlöndunum kemur í ljós að í Finnlandi og Svíþjóð er fyrirkomulag þannig að við skilnað eða sambúðarslit heldur forsjáin áfram að vera sameiginleg nema sérstök ákvörðun sé tekin um annað. Í Noregi byggist sameiginleg forsjá á samningi en andstætt því sem er hér á landi geta foreldrar með sameiginlega forsjá leitað til yfirvalda um úrlausn ágreiningsefna sem upp koma að koma. Í Danmörku og á Íslandi verður, líkt og í Noregi, að taka sérstaka ákvörðun um forsjána og heimilt er að semja um sameiginlega forsjá en ágreiningsefni verða foreldrar að leysa sín í milli. Kostir og gallar sameiginlegrar forsjár Í bókinni Barnaréttur eftir prófessor Davíð Þór Björgvinsson er skýrt frá rökum með og á móti sameiginlegri forsjá eins og þau voru rakin með frumvarpi til breytinga á barnalögum frá 1987 og áður er vikið að. Í bókinni segir um þetta efni: 3 Í greinargerð með frumvarpinu frá 1987 eru rakin allítarlega rökin með og á móti sameiginlegri forsjá. Þar sem löggjafinn hefur þegar tekið afstöðu til þessara röksemda þykir ekki sérstök þörf á að rekja þau ítarlega og verður aðeins fátt eitt talið hér. Á það er bent að sameiginleg forsjá sé til þess fallin að stuðla að betri samskiptum barns við báða foreldra. Með því að tryggja því foreldri, sem barn býr ekki hjá, forsjá, er minni hætta á að samband við það rofni. Þá er lögð áhersla á að deilur um forsjá rísi oft vegna þess að foreldri getur ekki hugsað sér að afsala sér forsjá barna sinna. Með því að tryggja því forsjá ásamt hinu sættir það sig ef til vill frekar við það þó barnið búi annars staðar. Þetta stuðlar að því að skilnaður geti gengið fyrir sig með friðsamlegri hætti en ella myndi vera og fækkar ágreiningsmálum um forsjá. 3 Barnaréttur eftir Davíð Þór Björgvinsson, bls Reykjavík

12 Helsta gagnrýnin á sameiginlega forsjá hefur verið sú, að hún geti haft í för með sér óstöðugleika fyrir barnið og ýmis uppeldisleg vandkvæði fyrir foreldrana. Þá skapi sameiginleg forsjá hættu á því að samið sé um forsjá barnsins á röngum forsendum. Þótt samningur sé gerður í þeirri trú eða undir því yfirskini að sameiginleg forsjá sé best fyrir barnið, er tilgangurinn e.t.v. miklu frekar sá að særa ekki tilfinningar þess foreldris sem ella myndi sjá af forsjá barnsins. Þá hefur því verið haldið fram að með þessu sé eingöngu verið að slá vandamálunum á frest. Benda má á að sænska fyrirkomulagið vegur nokkuð upp á móti þessari gagnrýni. Þar í landi er einfaldlega gert ráð fyrir því sem meginreglu að foreldrar fari sameiginlega með forsjána eftir skilnað eða sambúðarslit, nema sérstakar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Ef sýnt þykir að samstarf foreldranna sé ekki nægilega gott getur annað þeirra krafist þess hvenær sem er að forsjáin sé falin öðru þeirra. Að síðustu má setja fram þau rök fyrir sameiginlegri forsjá að hún sé beinlínis réttlætismál fyrir foreldri og barn. Færa má rök fyrir því hvort ekki sé rétt að snúa einfaldlega spurningunni við og spyrja, hvort ekki þurfi að vera sérstök rök til þess að útiloka sameiginlega forsjá foreldra, sem báðir eru hæfir til að ala upp barn og hafa ekki sýnt sig í öðru en að geta átt gott samstarf um málefni barna sinna innbyrðis og við börnin. Sænska fyrirkomulagið samræmist vel þessu sjónarmiði. Það samræmist einnig vel þjóðréttarsamningum sem Ísland á aðild að, þar sem áhersla er lögð á rétt barnsins til samvista við foreldra sína. Í því sambandi má einkum benda á 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. 1. mgr. 18. gr. og einnig að nokkru 3. mgr. 9. gr. Nokkrar tölfræðilegar upplýsingar um ákvörðun forsjár við lögskilnað Eins og áður hefur verið vikið að eru nú liðin tæp sjö ár frá því að lög heimiluðu samninga milli foreldra um sameiginlega forsjá. Fróðlegt er því að skoða hversu margir foreldrar velja þetta úrræði við hjónaskilnað eða slit á óvígðri sambúð. Rétt er að skoða fyrst tölur um lögskilnaði hjá hjónum sem eiga börn saman. Taflan hér á eftir sýnir að á árabilinu fjölgar lögskilnuðum jafnt og þétt, úr 609 á árunum í Á árabilinu skildu 609 hjón með börn. Að meðaltali áttu því hver hjón 2 börn. Árið 1997 skildu 319 hjón með 545 börn, eða innan við 2 börn að meðaltali. 10

13 Fjöldi lögskilnaða hjá foreldrum með börn Ár 1 barn 2 börn 3 börn 4 börn eða fleiri Samtals lögskiln Heimild: Hagstofa Íslands. Taflan sýnir ennfremur að fjöldi lögskilnaða sveiflast ár frá ári. Fæstir lögskilnaðir eru árið 1995 eða 294 en flestir árið 1991 eða 366. Algengast er að hjón sem skilja eigi eitt barn. Ákvörðun um forsjá við lögskilnað Ár Móðir fær forsjá Faðir fær forsjá Sameigin leg forsjá Aðrir fá forsjá Börn alls Heimild: Hagstofa Íslands. 11

14 Taflan um skiptingu forsjár við lögskilnað sýnir að algengast er að móðir fái þá forsjá barnanna. Á árabilinu fengu mæður forsjá yfir liðlega 90% barnanna. Á árabilinu lækkar hlutfallið niður fyrir 90% og eftir tilkomu sameiginlegrar forsjár lækkar það enn í undir 80% tilvika. Á árabilinu fengu feður forsjá u.þ.b. 7% barna við lögskilnað. Á árabilinu hækkaði þetta hlutfall upp í liðlega 10%. Taflan sýnir að eftir að völ var á sameiginlegri forsjá sem úrræði fjölgar jafnt og þétt þeim hjónum sem semja um það. Árið 1994 sömdu foreldrar um sameiginlega forsjá 23% barna við skilnað, 1995 hækkaði hlutfallið upp í 34%, var svipað 1996 en hækkaði síðan að nýju upp í 39% árið Ekki reyndist unnt að afla sambærilegra talna vegna sambúðarslita og hér að framan eru sýndar vegna hjónaskilnaða. Kannanir sýna á hinn bóginn að sameiginleg forsjá er algengari við sambúðarslit en hjónaskilnað. Þannig sýndi manna úrtak úr hópi foreldra sem slitu sambúð eða fengu lögskilnað á tímabilinu 1. janúar desember 1996 í könnun dr. Sigrúnar Júlíusdóttur og Nönnu Sigurðardóttur að 67% úrtaksins höfðu samið um sameiginlega forsjá eftir sambúðarslit og 33% eftir lögskilnað. 4 Upplýsingar og fræðsla vegna forsjár og umgengnismála Reglur í Noregi og Danmörku um ráðgjöf til foreldra vegna skilnaðar eða sambúðarslita Í Noregi og Svíþjóð eru reglur um ráðgjöf til foreldra vegna skilnaðar eða sambúðarslita. Nefndin kynnti sér þessar reglur og verður nú vikið stuttlega að efni þeirra. Ráðgjöf til foreldra í Noregi Í norsku hjúskaparlögunum sem gengu í gildi 1. janúar 1993 eru ákvæði þess efnis að hjón sem eiga börn undir 16 ára aldri þurfa að koma til fundar hjá ráðgjafa (n. mekling) áður en hjónaskilnaðarmál er tekið til afgreiðslu. Sama gildir um sambýlisfólk sem vegna ágreinings um sambúðarslitin er að leita úrlausnar dómstóla um hann. Tilgangurinn með þessari ráðgjöf er sá að fá foreldrana til að ná samkomulagi um forsjána og umgengnina og hvar barnið eða börnin skuli búa. Samkomulagið verður að vera skriflegt og það skal miðast við það sem barni er fyrir bestu. Ráðgjafinn skal aðstoða foreldrana við að ná slíku samkomulagi. 5 4 Óbirtar niðurstöður, sem kynntar voru forsjárnefnd í árslok Frásögnin af reglum um ráðgjöf í Noregi er byggð á heftinu Mekling for foreldre, sem útgefið er af norska barna- og fjölskyldumálaráðuneytinu. 12

15 En þó foreldrarnir fái aðstoð hjá ráðgjafanum eru það þeir sjálfir sem þurfa að ákveða hvernig samkomulagið skuli vera. Ráðgjöf vegna hjúskapar- og sambúðarslita er í boði á skrifstofum allra félagsmálastofnana í Noregi. Fylkismaðurinn getur einnig bent á aðra ráðgjafa, ef þörf krefur. Þannig eru dæmi um presta og lögmenn sem starfa hjá félagsmálastofnunum sem eru löggiltir ráðgjafar á þessu sviði. Allir ráðgjafar þurfa að búa yfir þekkingu um þau vandamál sem upp geta komið í tengslum við skilnað, viðbrögð barna vegna upplausnar fjölskyldunnar og um lögfræðileg atriði sem tengjast skilnaði og sambúðarslitum. Tilgangurinn með ráðgjöfinni er að koma í veg fyrir að foreldrarnir noti börnin sem vopn vegna deilna þeirra í tengslum við skilnaðinn. Kastljósinu er varpað á börnin og stöðu þeirra: Hvernig er best gengið frá málum m.t.t. hagsmuna barnsins? Þegar foreldrar hafa náð samkomulagi staðfestir ráðgjafinn það með sérstöku vottorði sem látið er fylgja umsókn um skilnað eða sambúðarslit, ásamt öðrum nauðsynlegum papírum. Foreldrar geta fundað með ráðgjafa allt að fjórum sinnum til að fá aðstoð við samkomulagið. En eitt skipti getur nægt ef samkomulag er fyrir hendi. Ráðgjafanum ber, ef þess er óskað af öðru foreldrinu, að staðfesta ráðgjöfina eftir þrjú skipti, jafnvel þótt ekkert samkomulag hafi náðst. Skilyrði um ráðgjöf eiga þó ekki við ef krafist er skilnaðar eða sambúðarslita vegna ofbeldis. Sama gildir ef hjúskapur eða sambúð leysist upp vegna tengsla, s.s. tvíkvænis. Samkomulagið sem næst með aðstoð ráðgjafa er á ábyrgð foreldranna. Ráðgjafinn fylgir því ekki eftir og ber ekki ábyrgð á innihaldi þess eða afleiðingum. Ráðgjafar eru bundnir þagnarskyldu um allt sem þeir fá vitneskju um vegna ráðgjafarinnar. Vakni grunsemdir hjá ráðgjafa um alvarlegan skort á aðbúnaði barns eða misnotkun á barni hvílir á honum tilkynningaskylda til barnaverndaryfirvalda. Reynsla Norðmanna af þessu ráðgjafafyrirkomulagi er góð en árangurinn veltur þó á því hvers eðlils deilan er milli foreldra. Í nýlegri úttekt sem gerð var á reynslunni af ráðgjöfinni kom í ljós að foreldrar sem urðu að leita ráðgjafar, vegna þess að þau voru í hjúskap, töldu einungis í 9% tilvika að ráðgjöfin hafi haft afgerandi áhrif á það að samkomulag náðist. Í hópi foreldra sem urðu að leita ráðgjafar þar sem þau voru á leið til dómstóla með sambúðarslitin kemur allt annað í ljós. Í u.þ.b. helmingi 13

16 þessara tilvika var ágreiningurinn svo mikill að fjögur skipti í ráðgjöf dugðu ekki til að leysa hann. Hins vegar tókst í 41% tilvika í þessum hópi að ná samkomulagi og taldi hópurinn að ráðgjöfin hefði skipt sköpum um það að samkomulag náðist. og virðist það leiða til þess að ágreiningsmál eftir skilnað eða sambúðarslit eru færri. Á þetta ekki síst við um ágreiningsmál er tengjast umgengni. Ráðgjöf til foreldra í Danmörku Hinn 1. janúar 1998 hófst tilraun með ráðgjöf til foreldra sem deila um sameiginleg börn sín. Tilraunin er þannig að foreldrum er frjálst að notfæra þessa ráðgjöf. 6 Tilraunin var gerð í Kaupmannahöfn og stóð í eitt ár. Fjórir lögfræðingar og fjórir sálfræðingar fengu þjálfun sem ráðgjafar og eiga að aðstoða fjölskyldur ef ágreiningur um börnin er svo alvarlegur að illa gengur að leysa hann við venjubundna málsmeðferð. Þátttakan í ráðgjöfinni er frjáls enda eru ekki fyrir hendi lagaheimildir í dönskum lögum til að skylda foreldra til þátttöku í ráðgjöf af þessu tagi. Ráðgjöf sem stendur íslenskum foreldrum til boða vegna skilnaðar eða sambúðarslita Eins og áður hefur verið vikið að fékk nefndin á sinn fund fulltrúa frá helstu aðilum sem bjóða foreldraráðgjöf á Reykjavíkursvæðinu. Hér er um að ræða Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjölskylduráðgjöfina Samvist, Kvennaráðgjöfina, Félagsþjónustuna í Reykjavík og sjálfstætt starfandi ráðgjafa. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar 7 Starfsemi Fjölskylduþjónustu kirkjunnar hófst í ársbyrjun 1992 og var komið af stað að frumkvæði safnaðanna í Reykjavík. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar skilgreinir sig sem þjónustu fyrir hjón, fólk í sambúð, fjölskyldur og einstaklinga sem telja sig vera í vanda vegna samskipta við sína nánustu og finna sjálfir ekki lausn. Boðið er upp á viðtöl og er hvert viðtal að jafnaði klukkustundar langt. Viðtöl geta dreifst á nokkra mánuði. Tekið er fast gjald fyrir hvert viðtal en í sumum tilvikum er gjaldið fellt niður. Af kirkjunnar hálfu er litið á Fjölskylduþjónustuna sem hluta af sálgæslustarfi hennar. Fjölskylduþjónustan býður einnig upp á námskeið og fræðsluerindi um hjónabandið og fjölskyldulífið. Þá hefur Fjölskylduþjónustan haldið 6 Frásögnin af tilrauninni byggir á grein í blaðinu Lige: nu, 5. tbl., desember Samantektin byggir á upplýsingum sem fram komu hjá Þorvaldi Karli Helgasyni forstöðumanni og Elísabetu Bertu Bjarnadóttur félagsráðgjafa er þau komu á fund nefndarinnar og upplýsingum sem þau afhentu nefndinni. 14

17 hjónanámskeið fyrir hjón og sambýlisfólk sem vilja styrkja sambandið og öðlast færni og dýpri skilning á samskiptum sínum og fjölskyldunnar. Auk þess hafa verið haldin námskeið til undirbúnings fyrir hjónabandið. Fjölskylduráðgjöfin Samvist 8 Fjölskylduráðgjöfin Samvist hóf starfsemi síðari hluta ágústmánaðar Ráðgjöfin er rekin á grundvelli samkomulags milli Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að Samvist reki opna fjölskylduráðgjöf án tilvísana fyrir fjölskyldur með börn á aldrinum 0-18 ára. Markmið þjónustunnar er forvarnarstarf þar sem fram fer meðferð og fjölskylduráðgjöf. Þeir sem þjónustunnar nutu greiddu með sama hætti og greitt er fyrir heimsóknir á heimsóknir á heilsugæslustöð, þ.e. kr. 700 fyrir fullborgandi og hálft gjald fyrir öryrkja og aldraða. Á fyrstu 12 mánuðunum sem Samvist starfaði leituðu langflestir (66%) þangað vegna uppeldisráðgjafar, þ.e. erfiðleika eða einkenna hjá barni eða unglingi. Vegna hjóna- og foreldraráðgjafar leituðu 24% til þjónustunnar og 10% vegna annars. Í hópnum sem leitaði til Samvistar á þessum fyrstu 12 mánuðum vegna erfiðleika í samskiptum við fullorðna voru tilefni komunnar erfiðleikar í parasambandinu (hjónabandi, sambúð), leit eftir aðstoð vegna ágreinings um forsjá og umgengni við börn í kjölfar skilnaðar, umgengnisforeldri að óska aðstoðar vegna samskiptaerfiðleika við forsjárforeldri og óska um að hitta barn sitt oftar og forsjárforeldri að óska eftir meira sambandi umgengnisforeldri við barn. Rekstur Samvistar var tímabundið tilraunaverkefni. Í ágúst 1998 var gefin út skýrslan Lokamat á þjónustu Samvistar, fjölskylduráðgjafar Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar. Skýrsluna tók dr. Sigurlína Davíðsdóttir saman fyrir Barnaverndarstofu. Í niðurstöðum segir: Niðurstaða þessarar könnunar er því sú, að þjónustuþegar hjá Samvist séu ánægðir með þjónustuna og að hún skili sér í bættu ástandi hjá fjölskyldum þeirra. Hagkvæmni þjónustunnar er svipuð og annars staðar þar sem lengd vinnuviku og réttindi starfsfólks er svipað og hérlendis og virðist hagkvæmnin heldur vera að aukast. Ábendingar um bætta starfshætti reyndist ekki unnt að finna út úr viðtölunum. Þrátt fyrir jákvætt mat á starfsemi Samvistar var ákveðið að hætta rekstri ráðgjafarinnar og var henni lokað 1. maí Samantektin byggir á upplýsingum sem fram komu hjá Rannveigu Guðmundsdóttur forstöðumanni Samvistar er hún kom á fund nefndarinnar og upplýsingum sem hún afhenti nefndinni. 15

18 Kvennaráðgjöfin 9 Kvennaráðgjöfin var stofnuð 1984 og hefur starfað óslitið síðan. Hún er lögfræðileg og félagsleg ráðgjöf sem ætluð er konum og veitt af konum. Oftast leita konur til Kvennaráðgjafarinnar vegna hjónaskilnaða, slita á óvígðri sambúð, sambúðarerfiðleika, meðlagsmála, umgengnisréttarmála, forsjárdeilna, barnaverndarmála, fjárhagserfiðleika, erfðamála, vanlíðunar og ofbeldis. Vor og haust stendur Kvennaráðgjöfin fyrir hópstarfi kvenna sem standa í skilnaði eða sambúðarslitum. Unnið er að sjálfstyrkingu til að konurnar geti betur tekist á við lífið einar eftir skilnað eða sambúðarslit. Kvennaráðgjöfin hefur gefið út bæklinginn Skilnaður: Nokkrar hagnýtar upplýsingar um skilnað. Bæklingnum er dreift ókeypis. Kvennaráðgjöfin er opin tvisvar í viku, þriðjudaga frá kl. 20:00 til 22:00 og fimmtudaga kl. 14:00-16:00. Ráðgjöfin er án endurgjalds fyrir þann sem eftir henni leitar. Félagsþjónustan í Reykjavík 10 Félagsþjónustan í Reykjavík býður einstaklingum viðtöl hjá félagsráðgjafa og almenna ráðgjöf. Hjá Félagsþjónustunni starfar stoðþjónustudeild og er ágreiningsmálum vísað til þeirrar deildar. Sýslumenn senda til barnaverndarnefndar allar umgengnisdeilur sem þeir ráða ekki við. Erfiðustu umgengnismálin koma því á borð Félagsþjónustunnar og mikill tími fer í að reyna að ná sáttum. Sjálfstætt starfandi ráðgjafar 11 Nokkrir aðilar bjóða upp á fjölskylduráðgjöf, aðallega félagsráðgjafar og sálfræðingar. Fjölbreyttur hópur leitar eftir þessari þjónustu. Kostnaður við ráðgjöfina er hins vegar allmikill og opinberir aðilar taka ekki þátt í kostnaði af þessu tagi. Viðtalið er að jafnaði 75 mínútur og kostar liðlega 4 þús. kr. Flestir taka 6-10 viðtöl. 9 Samantektin byggir á upplýsingum sem fram komu hjá Þorbjörgu I. Jónsdóttur hdl. og Margréti Jónsdóttur félagsráðgjafa er þær komu á fund nefndarinnar og upplýsingum sem þær afhentu nefndinni. 10 Samantektin byggir á upplýsingum er fram komu hjá Maríu Þorgeirsdóttur félagsráðgjafa er hún kom á fund nefndarinnar. 11 Samantektin byggir á upplýsingum er fram komu hjá Sigrúnu Júlíusdóttur og Nönnu Sigurðardóttur sem reka ráðgjöf fyrir fólk í fjölskylduvanda. 16

19 Samantekt um ráðgjöf vegna slita á hjúskap eða óvígðri sambúð Þeir sem nefndin aflaði upplýsinga hjá voru sammála um það að skortur væri á ráðgjöf vegna slita á hjúskap eða óvígðri sambúð. Eins og samantektin hér að framan sýnir er nokkurt framboð á ráðgjöf en hún tengist ekki sérstaklega slitum á hjúskap eða óvígðri sambúð. Reynsla Norðmanna af ráðgjafakerfi þeirra virðist benda til þess að ágreiningsmálum eftir slit á hjúskap eða óvígðri sambúð, ekki síst vegna umgengni, gæti fækkað verulega ef foreldrar leita ráðgjafar vegna deilna sem uppi eru við hjúskaparslitin. Nefndin telur eðlilegt að hér verði gerð sambærileg tilraun og í Danmörku á síðasta ári, þ.e. að boðið verði í tengslum við eitt eða tvö sýslumannsembætti á landinu upp á ráðgjöf til þeirra foreldra sem ákveðið hafa að slíta hjúskap eða sambúð. Ráðgjöfin verði í höndum félagsráðgjafa eða sálfræðinga og lögfræðinga. Reynslan af starfsemi ráðgjafarinnar yrði metin eftir 12 mánaða starfsemi. Umgengni og úrræði gildandi laga til að koma henni á Lagaákvæði um umgengni Umgengnisréttur foreldris sem ekki hafði forsjá skilgetins barns síns var lögfestur með lögum um stofnun og slit hjúskapar nr. 60/1972. Fyrir gildistöku þeirra laga var umdeilt hvort slíkum lögvörðum rétti væri til að dreifa. Enginn slíkur réttur var til fyrir það foreldri óskilgetins barns sem ekki hafði forsjá þess fyrir gildistöku barnalaga frá Á þetta reyndi í hæstaréttardómi 1979:1157. Foreldrar höfðu verið í óvígðri sambúð og eignast barn saman, sem taldist óskilgetið að lögum. Í málinu var m.a. deilt um rétt föður til umgengni við barnið. Meirihluti Hæstaréttar taldi að réttur föður til umgengni við óskilgetið barn yrði ekki leiddur af ákvæðum hjúskaparlaga um umgengni því óvígðri sambúð yrði alls ekki jafnað til hjúskapar í þessu sambandi. Meirihlutinn taldi einnig að umgengnisréttur yrði ekki leiddur af öðrum réttarreglum. Hæstiréttur taldi það gamla skipan að faðir óskilgetins barns ætti ekki umgengnisrétt við barnið án samþykkis móður meðan hún hefði forsjá þess og yrði þeirri skipan ekki breytt nema með lögum. Í sératkvæði var talið að unnt væri að byggja slíkan rétt á þeim almennu sjónarmiðum sem talin voru liggja til grundvallar ákvæðum hjúskaparlaga um umgengni, svo og því að þörf barns og foreldris til umgengni við hvort annað hlyti að vera svipuð hvort sem foreldrar hefðu verið í hjúskap eða óvígrði sambúð. Í sératkvæði var því talið að með stoð í grunnsjónarmiðum í íslenskum barnarétti og lögjöfnun frá ákvæðum hjúskaparlaga væri slíkum lögvörðum umgengnisrétti til að dreifa Barnaréttur eftir Davíð Þór Björgvinsson, bls Bókaútgáfa Orators, Reykjavík

20 Lagaákvæði um umgengnisrétt eiga sér því ekki langa sögu hér á landi. Fyrir setningu hjúskaparlaganna frá 1972 var þó talið að lögvörðum umgengnisrétti væri til að dreifa gagnvart skilgetnum börnum. Afstaðan gagnvart umgengni við óskilgetin börn var sú sem fram kemur í framangreindum hæstaréttardómi. Gildandi lagaákvæði um umgengnisrétt er að finna í 37. gr. barnalaga. Þar kemur fram að það er réttur barnsins að eiga umgengni við það foreldri sem ekki fer með forsjá þess og gagnkvæmt. Foreldri er þannig skylt að sinna umgengni. Barnalög gera ráð fyrir því að foreldrar semji um umgengnisréttinn og að eftir því samkomulagi verði farið nema það sé andstætt hagsmunum, högum og þörfum barnsins að mati sýslumanns. Ef foreldrar deila um umgengnina skal sýslumaður úrskurða um hana, að kröfu foreldris. Í Barnarétti Davíðs Þórs Björgvinssonar er lýst hvaða forsendur búa að baki lagaákvæðum um umgengnisrétt. Þar segir: 13 Hugmyndin með því að lögfesta reglur um umgengnisrétt er að umgengni sé til þess fallin að styrkja samband barns við það foreldri sem ekki hefur forsjá þess. Grundvallarsjónarmiðið er að barn eigi rétt á að hafa samskipti við báða foreldra sína, eftir því sem kostur er. Gengið er út frá því að það sé almennt heppilegt fyrir börn að hafa sem mest samneyti við foreldra sína og löggjafanum beri að stuðla að því. Þetta sjónarmið er sérstaklega áréttað í 2. mgr. 29. gr. bl., þar sem það er talið meðal forsjárskyldna forsjárforeldris að stuðla að umgengni barns við það foreldri sem ekki hefur forsjá. Hér er því ekki aðeins um að ræða rétt foreldris til umgengni við barnið heldur ekki síður rétt barnsins til umgengni við foreldra sína, svo og skyldu foreldra til að rækja þessa umgengni. Í samræmi við þessi meginviðhorf, um að stuðla beri að sem bestum samskiptum barns við það foreldri sem ekki hefur forsjá, nýtur þessi réttur sérstakrar verndar samkvæmt 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í 3. mgr. 9. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins er einnig mælt fyrir um rétt barnsins til að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við báða foreldra sína með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Vandamál er tengjast umgengni Vandamál er tengjast umgengni forsjárlauss foreldris við barn eða börn sín eru einkum tvenns konar. Annars vegar er um að ræða þau tilvik þar sem forsjárlaust foreldri sinnir ekki þeirri skyldu sinni að umgangast barnið. Hins vegar er um að ræða þau tilvik þar sem forsjárlausa foreldrinu er meinað að sinna umgengnisskyldu sinni við barnið, oftast vegna andstöðu foreldrisins sem er með forsjána. 13 Sjá bls í Barnarétti. 18

21 Barnalögin gera ekki ráð fyrir neins konar úrræðum til að tryggja það að forsjárlaust foreldri sem ekki vill sinna umgengni við barn eða börn sín geri slíkt engu að síður. Talið er að slík umgengni geti vart verið barninu til hagsbóta. Mál horfa öðru vísi við þegar forsjárforeldrið kemur í veg fyrir að forsjárlausa foreldrið geti sinnt umgengninni. Um þetta efni segir svo í Barnarétti Davíðs Þórs Björgvinssonar: 14 Slíkur mótþrói getur stafað af ástæðum sem ekki verða alltaf auðveldlega raktar til umhyggju forsjárforeldris fyrir velferð barnsins og er raunar oft andstæður þörfum barns og hagsmunum. Þegar metið er hvernig skuli við því brugðist togast á þörf fyrir einhvers konar úrræði til að fylgja eftir löglegum ákvörðunum um umgengnisrétt og tillitið til hagsmuna barnsins. Ljóst er að hið síðarnefnda setur því takmörk hvers konar þvingunarúrræðum er unnt að beita. Niðurstaðan hefur orðið sú að samkvæmt 38. gr. bl. er eingöngu heimilt að beita dagsektum til að fylgja eftir löglegum ákvörðunum um umgengnisrétt. Með dagsektum er átt við að lagðar eru á sektir fyrir hvern dag sem líður frá því að umgengni var torvelduð í skilningi laganna og þar til ákvörðun stjórnvalda er hlýtt. Fjárhæð dagsekta getur orðið allt að kr fyrir hvern dag. Heimilt er að breyta hámarksfjárhæð dagsekta í samræmi við breytingar á lánskjaravísitölu sem í gildi var 1. júlí Þá segir í 38. gr. bl. að dagsektir verði ekki lagðar á fyrr en málskotsfrestir þeir sem kveðið er á um í 74. gr. bl. eru liðnir eða fullnaðarúrskurður ráðuneytisins liggur fyrir. Dagsektir ber að leggja á með úrskurði, en gefa skal forsjárforeldri kost á að tjá sig um mál áður en úrskurður er kveðinn upp. Dagsektir skal ákveða til allt að þriggja mánaða í senn fyrir hvern dag sem líður frá uppkvaðningu úrskurðar þar til látið er af tálmunum. Dagsektir falla niður þegar sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum. Þá má innheimta dagsektir með fjárnámi samkvæmt kröfu þess foreldris sem hindrað er í að njóta umgengnisréttar og renna þær í ríkissjóð. Í niðurlagsákvæði 38. gr. bl. er skýrt tekið fram að öðrum úrræðum verði ekki beitt til framdráttar umgengnisrétti. Lagaúrræði eru því eingöngu dagsektir. Einnig má geta þess að barnalögin eru túlkuð svo að dagsektum megi eingöngu beita ef brotið er gegn úrskurði sýslumanns um umgengni. Ef brotið er gegn samkomulagi foreldra um umgengni verður dagsektaákvæðinu ekki beitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem forsjárnefnd hefur aflað sér er dagsektaúrræðið í reynd gagnslaust. 14 Bls í Barnarétti. 19

22 Í raun er því forsjárlaust foreldri, sem meinuð er umgengni við barn eða börn sín, úrræðalaust til að knýja fram umgengni við barnið. Samantekt og tillögur Forsjárnefnd telur að reynslan af sameiginlegri forsjá hér á landi, líkt og á hinum Norðurlöndunum, sé almennt góð og ljóst er að úrræðið hefur hlotið allnokkra útbreiðslu, ekki síst meðal foreldra sem búið hafa í óvígðri sambúð. Þó virðist að kynning á þessu úrræði og hvað það felur í sér mætti vera betri. Æskilegt væri að dómsmálaráðuneytið stæði að útgáfu kynningarbæklings um sameiginlega forsjá sem lægi frammi hjá öllum sýslumannsembættum landsins. Það er samdóma álit þeirra sem gerst þekkja að vandamálum vegna umgengni og forsjár sem upp rísa vegna samvistarslita mætti fækka verulega ef foreldrar leituðu ráðgjafar sérfræðinga áður en frá samvistarslitum er gengið. Reynslan frá Danmörku og sérstaklega Noregi, þar sem slík ráðgjöf er skylda, sýnir hversu mikilvæg ráðgjöf er vegna allra framtíðarsamskipta foreldranna. Ýmsir aðilar hér á landi bjóða ráðgjöf af þessu tagi en henni er þó ekki sérstaklega haldið að foreldrum sem standa á þröskuldi sambúðarslita. Forsjárnefnd telur að úrræði gildandi laga til að koma á umgengni foreldra og barna séu alls ófullnægjandi og í raun engin og að brýnt sé að grípa til aðgerða sem duga til að tryggja umgengni barna við forsjárlaust foreldri. Forsjárnefnd hefur því tekið saman eftirfarandi tillögur til úrbóta. 1. Ráðgjöf vegna skilnaðar eða slita á óvígðri sambúð Forsjárnefnd leggur til að foreldrum sem hyggja á sambúðarslit verði með skipulegum hætti bent á gagnsemi þess að leita sér ráðgjafar vegna sambúðarslitanna. Jafnframt leggur nefndin til að strax á þessu ári verði ráðist í tilraunaverkefni við a.m.k. eitt sýslumannsembætti um þverfaglega ráðgjöf fyrir foreldra sem undirbúa hjónaskilnað eða samvistarslit. Þó nefndin teldi æskilegt að slík ráðgjöf væri skylda telur hún þó eðlilegt að á tilraunatímabilinu væri þátttaka í henni frjáls. Fyrirmyndir slíkrar ráðgjafar verði sóttar til Noregs og Danmerkur. Tilraunin verði framkvæmd í 12 mánuði og árangur metinn að tilraunatíma loknum. Leiði mat á tilrauninni í ljós gagnsemi ráðgjafar af þessu tagi, með sama hætti og gerst hefur í Noregi, verði ráðgjöf komið á fót við öll sýslumannsembætti á landinu. 20

23 2. Sameiginleg forsjá verði meginregla Forsjárnefnd telur að stíga eigi skrefið til fulls og gera sameiginlega forsjá að meginreglu við sambúðarslit, sbr. fyrirkomulag í Svíþjóð og Finnlandi og Noregi að hluta. Forsjárnefnd telur slíkt fyrirkomulag samrýmast best 1. mgr. 18. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og er sammála þeim sem telja að meginregla um sameiginlega forsjá sé í raun réttlætismál fyrir foreldri og barn. Forsjárnefnd leggur því til að barnalögum verði breytt til samræmis og við þær breytingar höfð hliðsjón af ákvæðum norskra og sænskra laga í þessu tilliti. Jafnframt telur forsjárnefnd ástæðu til að kanna, í tengslum við þessa meginbreytingu á fyrirkomulagi forsjár, skipan mála í Noregi. Þar geta foreldrar með sameiginlega forsjá fengið úrskurð um ágreiningsatriði sem upp koma. 3. Umgengnisvandi eftir samvistarslit foreldra Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leggur þá skyldu á herðar aðildarríkjum að þau virði rétt barns sem skilið hefur verið frá foreldri til að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Ákvæði barnalaga veita forsjárlausu foreldri enga vernd gagnvart því þegar forsjárforeldrið tálmar umgengni að ástæðulausu og jafnvel með ólögmætum hætti. Forsjárnefnd telur brýnt að gera lagabreytingar til að bæta hér úr og leggur til að eftirfarandi leiðir verði skoðaðar í því sambandi: 1. Heimilt verði að frysta meðlagsgreiðslur til foreldris sem með ólögmætum hætti tálmar umgengni. Forsjárlausa foreldrið greiðir meðlagið eftir sem áður en forsjárforeldrið fær ekki greiðslurnar fyrr en það lætur af umgengnistálmunum. 2. Heimilt verði að fella niður greiðslu barnabóta til foreldris sem með ólögmætum hætti tálmar umgengni. 3. Sýslumanni verði heimilt að kalla foreldri sem tálmar umgengni í viðtal og skylda foreldrana í ráðgjöf. 4. Óheimilt verði að úrskurða forsjárforeldri sem tálmar umgengni viðbótargreiðslur úr hendi forsjárlauss foreldris, s.s. aukið meðlag, framlag vegna fermingar, framlag vegna mikils tannlæknakostnaðar o.s.frv. 21

24 5. Ef forsjárlaust foreldri, sem verður fyrir því að umgengni er tálmað með ólögmætum hætti, höfðar dómsmál til breytinga á forsjá verði litið á tálmun á umgengni sem sérstaka ástæðu til að breyta forsjánni, enda séu báðir foreldrar hæfir til að hafa forsjá barnanna. 22

25 Fylgiskjal 1: Gestir á fundum forsjárnefndar Eftirtaldir komu til fundar við forsjárnefnd: 1. Bergþóra Sigmundsdóttir fulltrúi hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík. 2. Birna Björnsdóttir deildarstjóri hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík. 3. Drífa Pálsdóttir skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. 4. Elísabet Berta Bjarnadóttir félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar 5. María Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. 6. Margrét Jónsdóttir félagsráðgjafi hjá Kvennaráðgjöfinni. 7. Nanna Sigurðardóttir félagsráðgjafi. 8. Ólafur I. Ólafsson, forsvarsmaður samtakanna Ábyrgir feður. 9. Ómar Logi Gíslason, forsjárlaus faðir. 10. Rannveig Guðmundsdóttir forstöðumaður fjölskylduþjónustunnar Samvistar. 11. Dr. Sigrún Júlíusdóttir dósent. 12. Þorbjörg I. Jónsdóttir hdl. ráðgjafi hjá Kvennaráðgjöfinni. 13. Þorvaldur Karl Helgason forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar 14. Þóra Guðmundsdóttir formaður Félags einstæðra foreldra. 15. Þórhildur Líndal umboðsmaður barna. 23

26 Fylgiskjal 2: Ýmsar staðhæfingar gesta á fundum forsjárnefndar Forsjárnefnd fékk allmarga aðila á sinn fund. Samtöl við þessa aðila gáfu nefndinni gleggri mynd en ella af framkvæmd forsjár- og umgengnismála og reynslunni af sameiginlegri forsjá. Rétt þykir að geta nokkurra staðhæfinga sem fram komu í þessum viðræðum nefndarinnar: Ráðleggingar sýslumannsembætta til foreldra sem eru að slíta sambúð eða hjúskap, ekki síst til feðra, væru oft hlutdrægar. 2. Reglur um upplýsingagjöf leikskóla og skóla þarf að endurskoða. 3. Sameiginleg forsjá í raun réttlaust kerfi fyrir feður. 4. Dagsektum aldrei beitt vegna umgengnismála. Öðrum úrræðum ekki heldur. Þannig eru til dæmi um að foreldri með forsjá hafi verið úrskurðað viðbótarmeðlag þó það hafi með markvissum hætti tálmað umgengni. Þess einnig dæmi að forsjárlaust foreldri sem meinað hefur verið um umgengni við barn sitt um árabil sé úrskurðað til að borga þátttöku í aukakostnaði, s.s. vegna fermingar. 5. Forsjárlausir feður eru varnarlausir gagnvart ásökunum um kynferðislega misnotkun barna sinna og slíkar ásakanir jafnvel settar fram að tilefnislausu. 6. Meðferð umgengnismála tekur of langan tíma og foreldri sem torveldar umgengni getur spilað á kerfið með því að flytja milli lögsagnarumdæma. Við slíkan flutning byrjar mál upp á nýtt í nýju umdæmi og meðferð tefst. 7. Verklagsreglur varðandi ákvörðun um viðbótarmeðlag taka lítið tillit til skulda meðlagsgreiðanda. 8. Oftar kvenlögfræðingar sem starfa að sifjamálum hjá sýslumannsembættunum. Karlmenn telja hættu á að kvenlögfræðingar dragi fremur taum mæðranna en feðranna. 9. Einstaklingar sem leita ráðgjafar vegna sambúðarslita kvarta yfir skorti á ráðgjöf hjá embættum sýslumanna. 10. Það er ekki nægilega erfitt að ljúka hjúskap og slíta sambúð. 11. Flest erindi sem berast til umboðsmanns barna tengjast erfiðleikum vegna umgengni í tengslum við skilnað. 15 Fullyrðingarnar eru settar fram með þeim hætti sem þær voru sagðar af viðmælendum nefndarinnar. Forsjárnefnd hefur ekki tekið afstöðu til réttmætis þeirra heldur endurspegla þeir afstöðu gestanna. 24

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál Barnaverndarmál Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir Reykjavík 2004 BARNAVERNDARMÁL Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Starfshópur

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur 13.2. 2 12. Febrúar 2008 Eftirfarandi er athugasemd Félags geislafræðinga vegna Frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegan flutnings á útgáfu starfsleyfa til

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Erindi nr. Þ H i VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS iceland CHAMBER OF COMMERCE Stofnað 1917 Stjórnarskrámefnd Alþingis b/t Ragna Árnadóttir. SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS Reykjavik 26. Janúar 1995. Verslunarráð íslands

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs Hólmfríður Björnsdóttir Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Friðrik Ársælsson Lagadeild Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Ágúst

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Háskólinn á Bifröst Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Núverandi rannsóknarheimildir lögreglu og helstu hugsanlegu breytingar vegna forvirkra rannsóknarheimilda) ML Lokaverkefni Vetur 2011 Nemandi:

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere