[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]"

Transkript

1 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document.]

2 EFNISYFIRLIT Almennur hluti... 3 Um skólann... 3 Lög um grunn. og leikskóla Hlutverk Hríseyjarskóla... 4 Framtíðarsýn... 4 Einkunnarorð: manngildi, þekking og metnaður Leiðir að stefnu skólans... 5 Grunnþættir menntunar... 5 Læsi... 6 Sjálfbærni... 8 Heilbrigði og velferð... 8 Lýðræði og mannréttindi... 9 Jafnrétti... 9 Sköpun Starfsmenn Starfsmenn skólans Hlutverk umsjónarkennara Hlutverk deildarstjóra á leikskóla skipulag leikskóladeildar Mentor og skráning gagna Sérkennsla Samstarf við framhaldsskóla vegna bráðgera nemenda Námsmat Framistöðukvarði Námsgreinahluti Íslenska Helstu áherslur íslenskunámsins í bekk bekkur og 3. bekkur bekkur og 7. bekkur bekkur í íslensku Íslenska sem annað tungumál

3 Stærðfræði Stærðfræði yngstastig og 3. bekkur Miðstig 5. 6 og 7. bekkur Elsta deild 10. bekkur Enska Miðstig bekkur Elstastig 7. og 10. bekkur Danska Miðdeild 6. og 7. bekkur bekkur Listir Myndmennt Bekkur bekkur (Piltar) Bekkur Handmennt bekkur bekkur (Piltar) Bekkur Samfélags og náttúrufræði Bekkur bekkur... Error! Bookmark not defined Bekkur bekkur Lífsleikni Heimilisfræði og 3. bekkur og 6. bekkur (pilta hópur) og 6.7.og 10. Bekkur Íþróttir bekkur Bekkur Sund

4 ALMENNUR HLUTI UM SKÓLANN Skólahald hefur verið í Hrísey síðan árið 1906 á næsta ári eru því 110 ár síðan skólahald hófst í Hrísey. Hríseyjarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli. Hríseyjarskóli flokkast með fámennum skólum. Í grunnskóladeildinni eru 16 nemendur í vetur 9 drengir og 7 stúlkur og 4 börn á leikskóladeild 2 stúlkur og 2 drengir. Skólahúsnæðið var tekið í notkun 1985 og hýsir einnig bókasafnið. Mötuneyti skólans er í Hlein, þar er boðið upp á morgunmat og hádegismat alla daga nema föstudaga. Ný íþróttamiðstöð var tekin í notkun Í íþróttahúsinu er einnig kennslueldhús skólans. Í mörg ár hefur nemendaráð grunnskólans skipulagt félagslíf innan skólans og safnað peningum í ferðasjóð nemenda. Leikskólinn Smábær var opnaður 20. september 1985 við Norðurveg í Hrísey. Hann hefur verið rekinn eftir þörfum bæjarfélagsins og opnunartími því breytilegur ár frá ári. Þann 15. október árið 2000 var Smábær fluttur í húsnæði grunnskólans við Hólabraut. Árið 2007 var leikskólinn sameinaður grunnskólanum og Hríseyjarskóli varð til. Leik- og grunnskóli byggja markmið sín á sama grunni. Nýta skal þekkingu starfsfólks, búnað og húsnæði beggja skólastiga nemendum í hag. Unnið er að sameiginlegum markmiðum fyrir bæði skólastigin svo samfella verði í áherslum, leiðum og námsefni. Nemendur leikskólans kynnast reglum, starfsfólki, nemendum og húsnæði grunnskólans sem er liður í skipulögðu samstarfi milli skólastiganna. Unnið að sameinlegri umhverfisstefnu, sameiginlegt áfallaráð, haldnar sameinlegar skemmtanir t.d. jólaball, vorhátíð, þorrablót, foreldrakaffi ofl. Eftir að Hríseyjarhreppur og Akureyri voru sameinuð í eitt sveitarfélag er Hríseyjarskóli einn af grunnskólum Akureyrar. Því fylgjum við skólastefnu Akureyrarbæjar ásamt því að hlúa að sérstöðu okkar. Hægt er að nálgst skólastefnu Akureyrarbæjar á vefsíðunni: Heimasíða skólans er Skólinn á lokaða facebooksíðu fyrir foreldra. Þar sem samfélagið er mjög velviljað skólanum er auðvelt að tengja skólann við nærsamfélagið, atvinnuvegi og íbúa og nýta þann mannauð sem það hefur að geyma. LÖG UM GRUNN. OG LEIKSKÓLA. Skólinn starfar samkvæmt lögum um leik- og grunnskóla nr. 90/91/2008 og aðalnámsskrám leik- og grunnskóla Menntamálaráðuneytið gefur út aðalnámsskrár sem eru mótandi fyrir uppeldis- og menntunarhlutverk skóla. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þjónar börnum á leikskólaaldri að ósk foreldra/forráðamanna. Skólaskylda er á grunnskólastigi að jafnaði í tíu ár. En getur verið skemmri, sbr. 32. gr. Grunnskólalaga. Öllum börnum á aldrinum 6-16 ára er að jafnaði skylt að sækja grunnskóla. Í leikskóla skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og 3

5 leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta sbr. 2. gr. Laga um leikskóla nr. 90/2008. Hlutverk grunnskóla í samvinnu við heimilin er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun sbr. 2. gr. Laga um grunnskóla nr. 91/2008. HLUTVERK HRÍSEYJARSKÓLA Hlutverk Hríseyjarskóla er að vera aðlaðandi og hlýlegur vinnustaður þar sem nemendum og starfsfólki líður vel. Skólinn á að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi nám frá 1 árs til 16 ára sem stuðlar að alhliða þroska nemenda. Með það að markmiði að þeir verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar, virkir og ábyrgir í samfélaginu. Í skólastarfinu er áhersla á umhverfismál og að því að nemendur okkar ljúki grunnskóla meðvituð um mikilvægi þeirra. Í Hríseyjarskóla er unnið samkvæmt stefnu fræðsluyfirvalda um skóla án aðgreiningar. Lögð er áhersla á: Samkennsluhópa þar sem árgöngum er kennt saman vegna fámennis. Þar er komið á móts við þarfir nemenda á breiðu aldursbili í sama nemendahópnum. Einstaklingsmiðað nám. Þegar nám er einstaklingsmiðað er hverjum og einum nemanda mætt þar sem hann er staddur í námi og þess er vænst að nemendur leggi það af mörkum sem þeir geta í námi sínu. Í Hríseyjarskóla er einstaklingsmiðað nám í kjarnagreinum. Gerðar eru einstaklingsáætlanir í stærðfræði í bekk. Kennsla nemenda með sérþarfir samþætt viðfangsefni námshópa. Samþætting námsgreina t.d. með upplýsingatækni. Sett eru upp verkefni þar sem nemendum gefst kostur á að velja sér leið til að ná inntaki og markmiði kennslustunndarinnar. Fjölbreyttar kennsluaðferðir, þar sem kennarinn hlúir að hverjum nemenda. Sjálfstæð vinnubrögð, sköpun og frumkvæði. Umhverfismennt með þátttöku í grænfánaverkefni. FRAMTÍÐARSÝN Framtíðarsýn skólans er að vera lærdómssamfélag þar sem nemendur, foreldrar og starfsmenn eru virkir þátttakendur og að allir sem komi skólanum á einn eða annan hátt, átti sig á þeim forréttindum sem smæð samfélagsins er og nálægðin við náttúruna. Umgjörð skólans á að vera örvandi fyrir nemendur og starfsfólk hans svo allir fái tækifæri til að nýta hæfileika sína og krafta í jákvæðu og hvetjandi umhverfi. Skólasamfélagið á að skapi góðar minningar fyrir nemendur og að eftir skólagönguna séu þeir ánægðir með upplifun sína og lífsreynslu. Nemendur virkja sköpunarkraft sinn til góðra verka og tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og jákvæð samskipti. Að nemendur átti sig á kostum og fjölbreytileika samfélagsins og að þeir verði læsir á umhverfi sitt. Þessum markmiðum náum við í gegn með einkunnarorðum skólans. 4

6 EINKUNNARORÐ: MANNGILDI, ÞEKKING OG METNAÐUR. LEIÐIR AÐ STEFNU SKÓLANS Manngildi - krefst þess að sá mannauður sem býr í hverjum einstaklingi sé virkjaður. Í manngildinu fellst virðing fyrir manneskjunni. Með því að læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og láta hæfileika hvers og eins njóta sín náum við fram mannauðnum sem býr í hverjum og einum. Virðing er höfð að leiðarljósi í samskiptum manna á milli. Hæfileikar fólksins í samfélaginu eru nýttir og kallað eftir kröftum íbúa til liðsinnis í skólann. Skólinn leggur sig fram um að gefa af sér til samfélagsins. Hér er markmiðið að allir séu jafnir og njóti jafnræðis. Þekking - efla þekkingu nemendanna með fjölbreyttum verkefnum og að kenna nemendum sjálfstæða þekkingarleit. Sá sem ætlar að afla sér þekkingar getur í grófum dráttum gert það með þrennum hætti: af eigin reynslu, með rökhugsun og með því að læra af öðrum. Megi sú þekking sem nemendur öðlast í Hríseyjarskóla vera þeim traustur grunnur til að taka skynsamlegar ákvarðanir í framtíðinni. Til að svo megi verða þurfa nemendur sjálfir að vera sívakandi fyrir nýjum hugmyndum, aðferðum og tilgátum. Metnaður - setja okkur raunhæf markmið sem marka leið okkar í námi og starfi og leggja okkur fram við að ná þeim. Til að sýna metnað þarf maður að vera stoltur af sér og hafa trú á sér og sínu samfélagi. Áherslan er á að nemendur sýni metnað ekki bara í námi heldur líka í daglegu lífi. Að allir geri alltaf eins vel og þeir geta og leggi sig fram í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Við viljum vera stoltir fulltrúar Hríseyjar hvar sem við eru gestkomandi. GRUNNÞÆTTIR MENNTUNAR Í sameiginlegum inngangskafla aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla eru skilgreindir grunnþættir í íslenskri menntun. Grunnþættirnir snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum. Grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011). Grunnþættirnir byggjast á því viðhorfi sem kemur fram í löggjöf um skóla að unnið sé bæði að samfélagslegum markmiðum og markmiðum er varða menntun sérhvers einstaklings. Þeir eru samfélagsmiðaðir þar sem þeim er ætlað að stuðla að auknu jafnrétti og lýðræði og að vinna að því að samfélagið fái vel menntað og heilbrigt fólk, bæði til að taka þátt í samfélagsbreytingum til betri vegar og til þeirra starfa sem unnin eru í samtímanum. Grunnþáttunum er ætlað að undirstrika meginatriði í almennri menntun og stuðla að meiri samfellu í öllu skólastarfi. Þegar skólastarf er metið þarf að skoða hvernig grunnþættirnir setja mark sitt á kennslu, leik og nám (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011). Hugmyndirnar að baki grunnþáttunum eiga að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag. Þeir skulu vera sýnilegir í skólastarfinu öllu og koma fram í inntaki námsgreina og námssviða, bæði hvað varðar þá þekkingu og leikni sem börn og ungmenni skulu afla sér. 5

7 Námssvið geta verið sérhæfing í viðfangsefnum skólastarfs þvert á námsgreinar og skólastig. Grunnþættirnir fléttast inn í aðalnámskrár á öllum skólastigum og fyrirmæli hennar um allt skólastarfið: Efnisval og inntak náms, kennslu og leiks skal mótast af grunnþáttunum. Starfshættir og aðferðir, sem börn og ungmenni læra, eru undir áhrifum hugmynda sem fram koma í umfjöllun um grunnþættina. Vinnubrögð kennara og annarra, sem starfa í skólum, eiga að mótast af grunnþáttunum þannig að stuðlað sé að sjálfstæði, frumkvæði og þróun í skólastarfi. Þegar skólastarf er metið þarf að skoða hvort og hvernig grunnþættirnir hafi sett mark sitt á nám, kennslu og leik og skólastarfið í heild. Aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla eru grunnur að heildstæðri námskrárgerð í skólakerfinu. Skipulag hvers dags, viku, mánaðar og starfsárs skóla þarf að endurspegla þá heildarsýn sem grunnþættirnir móta. Nauðsynlegt er að nálgast viðfangsefnin á heildstæðan hátt af faglegri víðsýni og eftir atvikum samfaglega. Það getur kallað á óhefðbundna kennsluhætti og nýstárlega nálgun í skólastarfi (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011). Útfærsla skólans á grunnþáttunum: LÆSI Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011). Lestur er undirstaða alls náms og aldrei er ofmetið mikilvægi þess að nemendur lesi daglega. Í Hríseyjarskóla fléttast læsi í allt nám og leik, meðal annars með: Aðferðum Leikskóla- og Byrjendalæsis. Hafa greiðan aðgang að bókasafni skólans. Útiveru og vettvangsferðum þar sem lögð er áhersla á að kenna börnum að vera læs á umhverfi sitt, lesa í náttúruna t.d. árstíðir og veðurfar. Áherslu á góð samskipti og samvinnu og að vera læs á líðan og tilfinningar annarra (samskiptalæsi). Áherslu á læsi auglýsinga hjá eldri nemendum, að þeir læri að horfa með gagnrýnum augum, átti sig á tilgangi, merkingu og meiningu þeirra (fjölmiðlalæsi). Áherslu á ritunarþáttinn þar sem ritun og lestur eru órjúfanlegir þættir. Ritað mál er sýnilegt í umhverfinu. Upplýsingatæknikennslu. Bóklestur er hluti af daglegu starfi. Myndlæsi, nemendur túlka myndirnar sínar og annarra og kynnast ólíkum efnivið til sköpunar. 6

8 Vegna þjóðarátaks í lestri hefur Hríseyjarskóli sett markmið varðandi læsi og áherslur í vetur. Þau eru eftirfarandi: Við viljum kveikja neistann sem hvetur börnin til að vilja lesa meira. Opnum heim bókarinnar fyrir nemendum. Aukum lestur nemenda, starfsmanna og foreldra. Lestrarstundir eiga að vera skemmtilegar, þannig að eftir lesturinn á nemendinn að finna til vellíðunnar, standa upp brosandi og langa til að lesa meira. Fylgst er með framförum og lesturinn mældur reglulega og skráður árangur. Skráning á hraða, lesskilning og lesfimi. Unnið er með lestækni s.s. hraðlæsi, lesskilning og upplestur. Fjölbreytt verkefni gömul og ný eru í boði sem höfða til allra nemenda. Verkefni við allra hæfi, ekki of þung og ekki of létt. Gerum bókasafnið að hjarta skólans þar sem nemendur finna til vellíðunnar með bók. Allir nemendur skólans lesa fyrir kennara o Yngsta stig les á hverjum degi. o mið og elstastig les amk. einu sinni í viku Allir nemendur skólans halda lestrardagbók og skrá frjálslestur. Bæði er skráð hljóðlestur og raddlestur. Lögð er áhersla að koma að lestrarstundum t.d. þegar nemendur skrifa. Komið verður á lesara vikunnar. Lestrarboðorð verða send til foreldra í hverri viku. Laufblöðum verður safna á bókatré. Allir taka þátt. 7

9 SJÁLFBÆRNI Menntun til sjálfbærni miðar að því að gera fólki kleift að takast á við viðfangsefni sem lúta að samspili umhverfis, félagslegra þátta og efnahags í þróun samfélags. Algengasti skilningur á hugtökunum sjálfbærni og sjálfbær þróun felur í sér að við skilum umhverfinu til afkomendanna ekki í lakara ástandi en við tókum við því. Við leitumst við að mæta þörfum samtíðar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Hér er einnig stuðst við þá skilgreiningu að sjálfbærni sé jafnvægisástand og sjálfbær þróun sé breytingarferlið þegar verið er að breyta þjóðfélagi, eða minni einingu, og færa það til sjálfbærni. Munur á hefðbundinni skilgreiningu og skilgreiningunni, sem hér er notuð, er fremur áherslumunur en merkingarmunur. Þessi áherslumunur hefur þó þá þýðingu í skólastarfi að leggja má áherslu á að margt smátt gerir eitt stórt, ekki þarf að bíða eftir stóru breytingunum til að geta fagnað þeim smærri (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011). Í Hríseyjarskóla er unnið að sjálfbærni á ýmsan hátt, meðal annars með: Grænfánaverkefnum svo sem flokkun, endurvinnslu, umhverfisvitund og umhverfissáttmála, orku- og vatnssparnaði. Kartöflu- og grænmetisræktun og tengsl hennar við stærðfræðiverkefni. Nýtingu lífræns úrgangs sem fer í hænsnafóður í eyjunni. Útiveru þar sem meðal annars er unnið í náttúrufræði og umhverfismennt. HEILBRIGÐI OG VELFERÐ Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Það ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla. Í skólum þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum. Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011). Í Hríseyjarskóla er meðal annars stuðlað að heilbrigði og velferð með því að: Góður rekstur á mötuneyti (fyrir leik- og grunnskólanemendur), þar sem fer saman gott hráefni, fjölbreytni og hollusta. Áhersla á daglega hreyfingu í kennslu og virkni til þátttöku. Virkja nemendur til að ganga eða hjóla til og frá skóla. Auka vatnsdrykkju og draga úr sykurnotkun. Útiveru og hreyfingu í hreinu lofti. Að nemendur geti nýtt sér leiðir til slökunar við kvíða. Fræðslu, ráðgjöf og eftirliti skólahjúkrunarfræðings. Samverustundir þar sem allur skólinn kemur saman. Samvinnu skólastiganna og yfirsýn um nám og þroska nemenda allan skólaferilinn. Verkum nemenda sem eru sýnileg og virt til þess að auka og efla sjálfsmynd þeirra. 8

10 Virðing og jákvætt hugarfar. Samvinnu við foreldra í ýmsum verkefnum svo sem jólaföndri, árshátíð, vorhátíð og aðkomu að vettvangsferðum og ýmissi fræðslu. LÝÐRÆÐI OG MANNRÉTTINDI Í lýðræði taka einstaklingar afstöðu til siðferðilegra álitamála og virkan þátt í mótun samfélagsins. Í lýðræðisríki þurfa borgararnir að búa við mannréttindi og ráða öllum meiriháttar málum sínum sameiginlega. Forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær. Virðing fyrir manngildi og heilbrigði barna og ungmenna felur bæði í sér virðingu fyrir mannréttindum þeirra og viðurkenningu á hæfileikum þeirra og þroskamöguleikum. Viðhorf, gildismat og siðferði eru ríkir þættir í lýðræðismenntun jafnframt því sem þau atriði fléttast saman við aðra grunnþætti menntunar. Skólum ber að rækta það viðhorf að samfélagið eigi að vera lýðræðislegt og einstaklingarnir gagnrýnir og með framtíðarsýn (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011). Í Hríseyjarskóla er meðal annars unnið að lýðræði og mannréttindum með því að: Í Hríseyjarskóla hafa nemendur og foreldrar góðan aðgang að starfsfólki skólans. Nemendur, foreldrar og grenndarsamfélagið eiga fulltrúa í skólaráði þar sem ákvarðandir um helstu mál skólans eru teknar. Hríseyjarskóli virkjar nemendur til þátttöku í lýðræðislegum skoðanaskiptum og hópastarfi. Í fámenninu er hópa skipting oft þvert á aldur og nemendur fá reynslu í því að vera leiðtogar í hópum. Nemendur eru hvattir til að vera sjálfstæðir einstaklingar og einstaklingsframtakið er mikilvægt en til að geta unnið í hóp þarf nemandinn að geta miðlað skoðunum sínum og hlustað á aðra. Tekið gagnrýni og gagnrýnt. JAFNRÉTTI Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Í skólastarfi skulu allir taka virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis. Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra. Jafnréttismenntun vísar í senn til inntaks kennslu, námsaðferða og námsumhverfis. Jafnrétti er regnhlífarhugtak sem nær til margra þátta. Hér á eftir er upptalning nokkurra þeirra í stafrófsröð: Aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni, þjóðerni. Á öllum skólastigum á að fara fram menntun til jafnréttis þar sem fjallað er um hvernig ofangreindir þættir geta skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011). Í Hríseyjarskóla vinnum við meðal annars að jafnrétti með: 9

11 Allir nemendur skólans eru jafnir. Allt aðgengi um skólann er þannig að nemendur njóti jafnræðis þar sem skólinn er án aðgreiningar. Lögð er áhersla á að mæta þörfum nemendans út frá einstaklingum. Aldursblöndun og samkennsla. Fjölbreyttu námsumhverfi innan skólans sem utan. Einstaklingsmiðuðu námi og námsefni við hæfi hvers og eins. SKÖPUN Nám á sér stað þegar einstaklingur vinnur með áreiti, tengir það fyrri þekkingu og skapar nýja. Þannig er menntun í rauninni sjálfssköpun, leið upplýsts einstaklings til að verða,,meira í dag en í gær. Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins. Sköpunargleði leiðir til námsáhuga þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og gildi þeirra. Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Sköpun er að sjá fyrir það óorðna og framkvæma það. Sköpun byggist á forvitni, áskorun, spennu og leit. Glíman við viðfangsefnið og það að finna lausn getur verið umbun sköpunarinnar í sjálfu sér. Sköpun brýtur hefðbundin mynstur, reglur og kerfi og veitir nýja sýn á fyrirbæri og viðteknar hugmyndir (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011). Í Hríseyjarskóla birtist sköpun meðal annars á þennan hátt: Mikið er lagt uppúr sjálfsprottnum leik þar sem ímyndunarafl og flæði fá að njóta sín. Unnið er með fjölbreyttan og ólíkan efnivið. Með vinnu í listasmiðju þar sem sköpunargleði ræður ríkjum. Í útiveru er efniviður náttúrunnar nýttur til sköpunar. Með samþættingu námsgreina. Með vettvangsferðum. Með viðburðum þar sem nemendur sýna t.d. leikrit, lesa eigin ljóð og syngja. Söngstundir á sal eru haldnar reglulega. Með undirbúningi árshátíðar þegar vinna þarf leikmynd og gera leikrit. Með textílmennt, smíðakennslu, heimilisfræði, upplýsingatæknimennt. Með Leikskóla- og Byrjendalæsi. 10

12 STARFSMENN Skólastjóri Staðgengill skólastjóra Eldhús Ræsting Húsvörður Kennarar leiðbeinendur Deildarstjóri leikskóladeild Kennarar leiðbeinendur STARFSMENN SKÓLANS Ingibjörg Guðmundsdóttir Skólastjóri Dóra Guðmundsdóttir Umsjónarkennari Hrund Teitsdóttir Umsjónarkennari Vilborg Valgeirsdóttir Fagkennari Díana B. Sveinbjörnsdóttir Skólaliði - leyfi til áramóta dianabjorg@visir.is Hrafnhildur Sigurðardóttir Deildarstjóri leikskóla hrafnsig@akmennt.is Helena S. Hilmarsdóttir Hanna Hauksdóttir Steinunn Sigurjónsdóttir Guðrún Sveinsdóttir Þórunn B. Arnórsdóttir Matráður Leikskóla starfsmaður Afleysing leikskóla Skólaliði í afleysingum Í leyfi þetta skólaár 11

13 HLUTVERK UMSJÓNARKENNARA Skólastjóri velur umsjónarkennara fyrir hvern nemendahóp. Hlutverk umsjónarkennara er veigamikið, hann skal öðrum fremur vera tengiliður skólans við heimilin og fylgjast náið með námi nemenda sinna og líðan. Hann leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar þá og ráðleggur um persónuleg mál. Foreldrar, nemendur og umsjónarkennari funda a.m.k. tvisvar sinnum á vetri. Foreldrum er bent á að snúa sér til umsjónarkennara með mál er varða börn þeirra. Nánar er kveðið á um hlutverk umsjónarkennara í erindisbréfi fyrir kennara í Hríseyjarskóla Allir kennara starfa samkvæmt siðareglum kennara: STJÓRNUN OG SKIPULAGNING: HLUTVERK DEILDARSTJÓRA Á LEIKSKÓLA Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra. Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar. Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar. Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar. Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra. UPPELDI OG MENNTUN: Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni. Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum. Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt. FORELDRASAMVINNA: Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl. Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni og ekki varðar trúnað gagnvart öðrum börnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans. Ber ábyrgð á að leitað sé samþykkis foreldra/forráðamanna barns, áður en leitað er aðstoðar annarra sérfræðinga. ANNAÐ: Skipuleggur samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við leikskólastjóra. Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans. 12

14 Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum. SKIPULAG LEIKSKÓLADEILDAR Dagskipulag: 7:45-8:30 Leikskólinn opnar/rólegur leikur 8:30-9:00Morgunverður 9:00-9:40 Samvera 9:40-10:30 Útivera 10:30-11:30 Hópastarf/hreyfistundir/listasmiðja/val o.s.frv. 11:30-12:00 Hádegisverður 12:00-12:45 Hvíld/róleg stund 12:45-14:00 Föndur/val/verkefni/bókasafn/útivera o.s.frv. 14:00-14:30 Síðdegishressing 14:40-16:00 Frjáls leikur/útivera 16:00 Heimferð Áætlanir vetrarins. September: Unnið er með dygðina hjálpsemi þar sem börnin læra um mikilvægi þess að hjálpast að, þau læra að hjálpa sér sjálf og öðrum. Þá er þema mánaðarins haustið, útiveran spilar stórt hlutverk þar og má nefna að íþróttatímar eru flestir útivið. Einnig er farið í litina, reglur á leikskólanum og náttúruna. Uppbrotsdagar eru haustfagnaður, dagur náttúrunnar, appelsínugulur dagur og útidótadagur. Október: Unnið er með dygðina hjálpsemi þar sem börnin læra um mikilvægi þess að hjálpast að, þau læra að hjálpa sér sjálf og öðrum. Þema mánaðarins eru skrímsli, þar læra börnin um líkamann, svo sem hendur, fætur, augu og nef. Uppbrotsdagar eru skrímslabíó, bleikur dagur og bangsadagur. Nóvember: Unnið er með dygðina hjálpsemi þar sem börnin læra um mikilvægi þess að hjálpast að, þau læra að hjálpa sér sjálf og öðrum. Þema mánaðarins eru sögur og ljóð. Börnin hlusta þá á gömul og ný ævintýri og ljóð. Læra sögugerð, þau hvött til að tjá sig og fá æfingu í framkomu. Uppbrotsdagar eru grænn dagur, náttfatadagur, dagur íslenskrar tungu og skrítinn hárdagur. Desember: Unnið er með dygðina glaðværð, þar leggjum við áherslu á að vera glöð með það sem við höfum og hversu gott það er að gleðja aðra. Jólin taka öll völd í desembermánuði en lögð er áhersla á að þessi tími sé ljúfur og góður. Börnin læra um hefðir á Íslandi, jólasöngva, útbúa jólagjafir og jólakort svo fátt eitt sé nefnt. Uppbrotsdagar eru piparkökubakstur, skreytingadagur, ýmsar vettfangsferðir og jólaball. 13

15 Janúar: Unnið er með dygðina glaðværð, þar leggjum við áherslu á að vera glöð með það sem við höfum og hversu gott það er að gleðja aðra. Þema mánaðarins er þorrinn þar sem börnin læra allt um þorrann og lífið á íslandi á árum áður. Hvað sé breytt og hvað sé eins þá og nú. Uppbrotsdagar eru vasaljósadagur, dekurdagur, þorrablót og fjólublárdagur. Febrúar: Unnið er með dygðina glaðværð, þar leggjum við áherslu á að vera glöð með það sem við höfum og hversu gott það er að gleðja aðra. Þema mánaðarins eru ávextir og grænmeti þar sem nemendur læra um heilbrigði og tannvernd, þá mun hreyfing spila stóran part í mánuðinum. Uppbrotsdagar eru bolludagur, sprengidagur, öskudagur, skrítinn ávaxtadagur og rauður dagur. Mars: Unnið er með dygðina þolinmæði. Í dygðinni læra nemendur að ekki er alltaf hægt að fá allt strax, bíða þangað til röðin kemur að þeim og þolinmæði þrautir vinnur allar. Þema mánaðarins eru páskarnir. Farið verður yfir hvað páskarnir standa fyrir, hvað gerðist á páskunum og afhverju haldið er upp á páskana hér á landi. Uppbrotsdagar eru gulur dagur, leikfangalaus vika og dótadagur Apríl: Unnið er með dygðina þolinmæði. Í dygðinni læra nemendur að ekki er alltaf hægt að fá allt strax, bíða þangað til röðin kemur að þeim og þolinmæði þrautir vinnur allar. Þema mánaðarins eru tölurnar og stærðfræði. Þar læra nemendur á tölurnar, frádrátt, samlagningu, formin, að flokka og fleira. Uppbrotsdagar eru náttfatadagur og blár dagur. Maí: Unnið er með dygðina þolinmæði. Í dygðinni læra nemendur að ekki er alltaf hægt að fá allt strax, bíða þangað til röðin kemur að þeim og þolinmæði þrautir vinnur allar. Þema mánaðarins er nærumhverfið. Þar verður farið yfir með nemendum hvað nærumhverfið okkar hefur upp á að bjóða. Farið verður í heimsóknir í fyrirtæki, félagasamtök og söfn. Þá verður saga bæjarins kynnt fyrir nemendum. Uppbrotsdagar eru lambaferð, hjóladagur og garðyrkjudagur. Júní, júlí og águst: Sumarmánuðirnir eru notaðir til útiveru og frjáls leiks. Allir nemendur eiga afmæli í júní og er það því mikill hátíðarmánuður á leikskóladeildinni. MENTOR OG SKRÁNING GAGNA. Hríseyjarskóli heldur nemendaspjaldskrá í Mentor um hvern nemanda. Þar er að finna upplýsingar um foreldra, forráðamenn, heimilisfang, aldur og gengi í skólanum. Leikskólinn nýtir mentorinn eingöngu þannig. Umsjónarkennari skráir skólasókn síns námshóps og hvað lesið var og kennt á skólaárinu. Eintak af einstaklingsnámsskrám og sérstöku skipulagi námsefnis skal vera í vörslu skólastjóra. Prófamöppur fylgja nemendum í gegnum allan skólann. Mentor er upplýsingakerfi fyrir skólasamfélagið, og meginhlutverk þess er að veita skólasamfélaginu lausnir, þekkingu og þjónustu til aukins árangurs. Foreldrar/forráðamenn nemenda Hríseyjarskóla fá lykilorð að fjölskylduvef Mentors sem veitir þeim aðgang að upplýsingum um skólagöngu barna þeirra s.s. stundatöflu, ástundun, einkunnir 14

16 og heimavinnu. Ennfremur vinna foreldrar með börnum sínum að leiðsagnamati í lok haust og vetrar annar og er það grunnur að foreldraviðtölum. Tilvísun til sérfræðiþjónustu SÉRKENNSLA Á fjölskyldudeild starfa sérkennsluráðgjafar og sálfræðingar sem þjónusta leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar. Ef leita þarf aðstoðar varðandi barn sendir skólastjóri tilvísun varðandi barnið til fjölskyldudeildar. Í þeirri tilvísun kemur fram hvernig unnið hefur verið með barnið í leikskólanum/grunnskólanum/heima. Öll gagnasöfnun fer með slíkri tilvísun. Allt er þetta gert í samráði við foreldra en foreldrar geta einnig leitað beint til fjölskyldudeildar. Sérkennsluráðgjafi og/eða sálfræðingur meta hvernig áframhaldandi vinna fer fram í samráði við skólastjóra, umsjónarkennara/deildarstjóra leikskóla og foreldra ef um þroskamat eða önnur greiningarúrræði er að ræða. Sérkennsluráðgjafi fer yfir gögnin og heldur skilafund með sérkennslu teymi skólans sem gerir áætlun um markmið og einstaklingsáætlun. Óskað er eftir aðstoð skóladeildar og fjölskyldudeildar við skimanir sem ber að leggja fyrir nemendur skólans á ýmsum skólastigum. SAMSTARF VIÐ FRAMHALDSSKÓLA VEGNA BRÁÐGERA NEMENDA Skólinn hefur leitast við að bjóða, þeim nemendum 10. bekkjar sem sýnt hafa fram á afburða árangur í námsgreinum, upp á fjarnám frá framhaldsskóla. Skoða þarf hvert tilfelli fyrir sig. NÁMSMAT Í lok hverrar annar eru próf. Í bekk er notast við prófamöppur þar eru öll þau próf sem nemendinn á að þreyja eru í hefti og getur nemandinn unnið í þau að vild á prófatímanum. Tvær kennslustundur á dag fara í námsmatið en að því loknu tekur við venjulegur skóladagur. Fjöldi daga sem nemandinn vinnur með sitt hefti fer eftir aldri hans og kunnáttu. Markmiðið með þessari aðferð er að fram fari nám í tengslum við matið. Nánari upplýsingar um það hvernig námsmati er háttað í hverri grein fyrir sig er að finna faghluta skólanámskrár. Umsögn um stöðu nemenda er gefin í 1., 2. og 3. bekk en gefnar eru einkunnir í heilum og hálfum tölum í bekk. Kennarar nota einnig símat. Þá skrá þeir framvindu námsins. Lestrarpróf eru lögð fyrir alla nemendur í hverjum mánuði og kaflapróf í greinum eins og við á. Skólaeinkunn í lok 10.bekkjar reiknast sem meðaltalseinkunn vetrar - og vorprófa.vetrar- og voreinkunnir skiptast misjafnlega eftir fögum milli vinnueinkunnar, heimavinnu og verkefnaskila. Lögð er áhersla á að nemendur meti vinnu sína sjálfir með matskvörðum í fögum. Nemendur setja sér náms- og félagslegmarkmið í samvinnu við foreldra og umsjónarkennara tvisvar á ári. Í lok hverrar annar funda nemendur með umsjónarkennara og foreldrum þar sem farið er yfir hvort markmiðum hafi verið náð og ný sett. Áhersla er lögð á að meta alla frammistöðu nemandans t.d. á árshátíð, skólaleikum og öðrum uppákomum, en ekki einungis gengi á prófum samkvæmt framistöðukvarða. 15

17 FRAMISTÖÐUKVARÐI Áhugi/vinnusemi Leggur sig fram við námið Getur einbeitt sér. Hefur úthald til að ljúka verkefnum. Nem. leggur sig alltaf fram og einbeitir sér að náminu. Lýkur öllum verkefnum. Nem. leggur sig fram og einbeitir sér að náminu og hefur oftast úthald til að ljúka verkefnum. Nem. er annars hugar og er oft órólegur eða óvikur. Hann lýkur ekki alltaf verkefnum. Nem. er áhugalaus, hann vinnur ekki verkefni sem fyrir hann eru lögð. Hann er órólegur eða óvirkur í kennslustund. Sjálfstæði/frumkvæði Kemur sér af stað í vinnu Getur farið eftir fyrirmælum Leitar aðstoðar Nem. kemur sér sjálfur af stað í vinnu og fer eftir þeim fyrirmælum sem gefin eru. Leitar aðstoðar þegar hann hefur reynt sjálfur að leysa verkefnin. Nem. kemur sér af stað til vinnu og fer eftir fyrirmælum í flestum tilfellum. Hann reynir oftast við verkefnin áður en hann biður kennara um aðstoð. Nem. er oft lengi að koma sér að verki og tekur illa eftir fyrirmælum. Hann reyndir sjaldan við verkefni áður en hann biður um aðstoð. Nem. tekur ekki upp gögn og það tekur hann langan tíma að koma sér að verki. Hann reynir ekki við verkefni áður en hann biður um aðstoð eða er óvirkur. Samvinna/samskipti Getur unnið með öðrum. Getur unnið með kennara. Gerir sér grein fyrir eigin ábyrgð. Virðir samskiptareglur. Nem. getur unnið með öllum bekkjarfélögunum og kennara. Hann er virkur í hópnum án þess að vera með stjórnsemi. Er kurteis og tillitsamur. Nem. getur unnið með flestum bekkjarfélögunum og kennara. Hann vinnur í hópnum eins og til er ætlast. Er kurteis og tillitsamur. Nem. Vinnur einungis í völdum hópi. Hann virðir ekki að öllu leyti samskiptareglur. Nem. gengur illa að vinna með öðrum. Hann lendir í útistöðum við aðra og samlagast hópnum illa. Hann vill fara eigin leiðir og virðir sjaldan samsk.reglur. Vinnubrögð/umgengni Vandar frágang verkefna. Skipulögð vinnubrögð. Gengur vel um eigur sínar og annarra. Nem. vandar frágang verkefna og gengur skipulega um gögnin sín. Gengur vel um eigur sínar og annarra. Nem. vandar frágang verkefna og gengur skipulega um gögnin sín í flestum tilfellum. Gengur vel um í eigur sínar og annarra í flestum tilfellum. Nem. gengur oft hirðuleysislega um gögn sín og verkefni eða gleymir þeim heima. Gengur sjaldan frá eftir sig. Gengur sjaldnast vel um skólann. Nem. er hirðulaus um gögn sín og verkefni. Gengur ekki frá eftir sig. Týnir hlutum og jafnvel skemmir sína hluti og annarra. Gengur illa um. Heimanám Skilar heimanámi Skilar alltaf heimanámi. Skilar oftast heimanámi Skilar sjaldan heimanámi Skilar nánast aldrei heimanámi. Námsframmistaða Öllum markmiðum náð. Einkunn 10-8,5 Flestum markmiðum náð. Einkunn 8,0-6,0 Þarf að taka sig á. Vantar upp á markmið. 6,0-4,5 16

18 NÁMSGREINAHLUTI ÍSLENSKA Í Hríseyjarskóla miðast íslenskukennslan við Aðalnámskrá grunnskóla í íslensku eins og í öllum öðrum skólum. Það er því óþarfi að endurtaka þau hér í skólanámskránni. En námið skiptist í eftirfarandi þætti samkvæmt Aðalnámskránni: Lestur, talað mál og framsögn, hlustun og áhorf, málfræði, bókmenntir og ritun. Allir þessir þættir eru forsenda fyrir góðu og gagnlegu námi. Fyrstu fjögur árin ( og 4.bekkur) er lögð megin áhersla á lestrarkunnáttu, lesskilning, munnlega og skriflega tjáningu. Það sem eftir er grunnskólagöngunnar, ( og 10.bekkur) eykst áherslan á málfræði og setningarfræði en lestur og ritun eru enn veigamiklir þættir í náminu. Þjálfun í íslensku fer einnig fram í öðrum námsgreinum m.a. með þjálfun í töluðu máli, ritun og lestri þar sem nemendur flytja fyrirlestra, kynna verkefni, tala í hópvinnu, (í samfélagsgreinum, náttúrufræði o.fl.) leika á árshátíðum og öðrum uppákomum á vegum skólans. Auk þess kynnast þeir nýjum orðum og hugtökum í ýmsum námsgreinum, s.s. handmennt, myndmennt, og heimilisfræði. En til þess að góður árangur náist þurfa foreldrar að taka virkan þátt í íslenskunámi barna sinna með því að hlusta á þau lesa, lesa fyrir þau og með þeim. Einnig er mikilvægt að fylgjast með og sýna heimanáminu áhuga. HELSTU ÁHERSLUR ÍSLENSKUNÁMSINS Í BEKK Hríseyjarskóli er þátttakandi í Byrjendalæsi sem er byggt á kenningum lestrarfræða um áhrifarík og vönduð vinnubrögð. Íslenskukennslan er samþætt í bekk og nær til allra þátta móðurmálsins. Í bekk talað mál, hlustun, lestur, málfræði og ritun felld saman í eina heild gegnum hugmyndafræði byrjendalæsis. Enn fremur eru sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, orðaforði, setningabygging, málfræði og skrift tengdir inn í ferlið. Meginmarkmið byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem fyrst á skólagöngu sinni. Byrjendalæsi gerir ráð fyrir því að hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka færni í lestri hlið við hlið, því er lögð áhersla á hópvinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt. Unnið er með merkingarbæra texta og bækur sem höfða til nemenda. Tekin verða fyrir þemaverkefni í lotum. Í 4. bekk einstaklingsmiðað nám sem er unnið út frá merkingarbæratexta sem höfðar til nemenda. Unnin eru heildstæð verkefni út frá þeim tengd stafsetingu, lesskiling og skrift, lestrarfærni og málfræðin fléttuð inn í. 1. BEKKUR 17

19 Fjöldi kennslustunda: Tíu tímar á viku í samkennslu með og 4. bekk. Markmið: Að nemendur nái á þessu skólastigi valdi á þeim þáttum móðurmálsins sem Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um. Námsþættir: Að kynna nemendum námsbækur og námsgögn. Aðalviðfangsefni 1. bekkjar er stafainnlögn og lestur. Farið er yfir nokkur lykilhugtök eins og orð og setningar, atkvæði og rím. Unnið er með hlustunar- og/eða lesskilning. Leiðir farnar sem efla sjálfstæði í vinnubrögðum, lestrarfærni og leshraða. Þjálfa ritun og stafdrætti. Foreldrar eru virkjaðir í að hlusta á barnið sitt lesa, lesa fyrir það og sinna daglegum stuðningi við heimanám. Kennsluaðferðir: Stafainnlögn, tveir stafir á viku og verkefni unnin í tengslum við þá. Skrifað, teiknað og föndrað o.fl. samkvæmt hugmyndafræði byrjendalæsis og markvissrar málörvunnar. Kennslugögn: Ýmsar barnabækur þar sem textinn er notaður til að tengja við lestarkennslu. Úrklippu- og verkefnabók, léttlestrarbækur og ýmis verkefni. Námsmat: Læsispróf lögð fyrir þrisvar á vetri. Hraðapróf eru tekin í hverjum mánuði. Lesskilningspróf í lok vetrar- og vorannar. 2. OG 3. BEKKUR Fjöldi kennslustunda: Tíu tímar á viku í samkennslu er í bekk. Markmið: Að nemendur nái á þessu skólastigi valdi á þeim þáttum móðurmálsins sem Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um. Námsþættir: Mikil áhersla er lögð á að auka færni sérhvers nemanda í öllum þáttum lestrar, lestrarlagi, lestrarhraða, lesskilningi og ritun. (Markviss málörvun og Byrjendalæsi höfð að leiðarljósi). Foreldrar eru virkjaðir í að hlusta á barnið sitt lesa, lesa fyrir það og með því og með daglegum stuðningi við heimanám. Kennsluaðferðir: Upprifjun á stöfum og hljóðum. Skrifað, teiknað og föndrað o.fl. samkvæmt Byrjendalæsi. Unnið með talað mál og lögð áhersla á vönduð vinnubrögð, ritun og sköpun. Kennslugögn: Ýmsar barnabækur þar sem textinn er notaður til að tengja við lestarkennslu. Úrklippu- og verkefnabók, léttlestrarbækur og ýmis verkefni. Námsmat: Læsispróf lögð fyrir tvisvar yfir veturinn. Lesskilningspróf og lestrarpróf í lok vetarog vorannar. 4. BEKKUR Fjöldi kennslustunda: Tíu tímar á viku í samkennslu er í bekk. Markmið: Að nemendur nái á þessu skólastigi valdi á þeim þáttum móðurmálsins sem Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um. Unnið er samkvæmt einstaklingsáætlunum. Námsþættir: Leshraði, lesskilningur, stafsetning, hlustun og auka úthald í vinnu og efla sjálfstæð vinnubrögð. Ritun, þjálfa bil á milli orða, há og lágstafi, hugtakakort. Framsögn þjálfa nemendur í upplestri og kynningu á eigin verkefnum sem og tjáningu á tilfinningum. Auk markmiða úr gátlista Hríseyjarskóla. Kennsluaðferðir: Upprifjun á stöfum og hljóðum eins og þarf og hljóðlestur til að bæta hraða. Unnið er skrift, talað mál og hlustun, áhersla vönduð vinnubrögð, ritun og sköpun. Kennslugögn: Ýmsar barnabækur þar sem textinn er notaður til að tengja við lestrarkennslu fer eftir áhuga nemenda. Vinnubókin Ás. Úrklippu- og verkefnabók, léttlestrarbækur og ýmis verkefni. Sögursteinn. 18

20 Námsmat: Lesskilningspróf lok vetrar og vorannar. Orðrún metur lesskiling. Lestrarpróf í hverjum mánuði OG 7. BEKKUR Fjöldi kennslustunda: Sex tímar á viku í samkennslu og 10. bekkjar. Markmið: Að nemendur nái á þessu skólastigi valdi á þeim þáttum móðurmálsins sem Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um. Námsþættir: Lestur, skrift, málfræði, ritun, stafsetning. t.d. orðflokkagreining, stafrófsröð, lýsingarorð, nafnorð, sagnorð, smáorð,andheiti,samheiti, sérnöfn, samnöfn, fallbeyging, stigbeyging. Farið yfir stafsetningarreglur. Foreldrar eru hvattir til að hlusta á barnið sitt lesa, lesa fyrir það og með því Markmið: Að nemandinn: geti lesið ýmsa texta í máli og myndum sér til gagns og ánægju hafi náð tökum á áheyrilegum upplestri og geta tjáð sig munnlega á skýran og skipulegan hátt geti nýtt sér upplýsingar í töluðu máli og myndum geti tjáð sig skriflega á skýran og læsilegan hátt kynnist íslenskum og erlendum bókmenntum af ýmsu tagi og frá ýmsum tímum og þekkja helstu bókmenntafræðileg hugtök og stíltegundir kunni algengustu málfræði- og stafsetningarreglur íslenskunnar og átti sig á uppbyggingu málsins og setningagerð Kennslugögn og bekk: 5. bekkur: Mál til komið, grunnbók og vinnubók, Þetta er málið, fyrri hluti,lesbók og vinnubók Skinna verkefnabók 1 og 2, Tvistur, skrift 5a og 5b. 6. bekkur: Mál í mótun, grunnbók og vinnubók, Þetta er málið, seinni hluti, lesbók og vinnubók, Málrækt 1 og 2, Skrift 6a og 6b, Skrudda 1 og bekkur: Mál til komið, grunnbók og vinnubók, Þetta er málið, seinni hluti, lesbók og vinnubók, Málrækt 1 og 2, Fallorð, Skrudda 1 og 2, Skrift 7a. Allir bekkir eru með: Flökkuskinnu, ritunaræfingar, léttlestrarbækur og ýmis verkefni þeim fylgjandi, ásamt frjálslestrarbókum að eigin geðþótta til lestrar í og utan skóla. Veraldarvefurinn og Stoðkennarinn (hann má líka nýta heima) Námsþættir í og 7. bekk eru: Lestur fjölbreytilegra texta sem eykur orðaforða og skilning, víkkar reynsluheim og veitir upplýsingar og ánægjustundir. Í upplýsingasamfélagi nútímans þar sem margt er í boði er nauðsynlegt að fólk geti nýtt sér upplýsingar í ýmsu formi og tjáð sig skýrt bæði í ræðu og riti. 19

21 Kennsluaðferðir: Reynt að beita fjölbreyttum aðferðum til að glæða áhuga nemenda á ritun og bókmenntum og unnin einstaklings-, hópa- og þemaverkefni. Mikið er um að nemendur vinni saman 2-3 og fylgist að í bókunum. Frásagnir, endursagnir og upplestur úr eigin verkum og annarra. Umræður og skoðanaskipti um valin efni. Lestur verður einnig þjálfaður með sameiginlegum upplestri í ýmsum námsgreinum. Upplestur á ljóðum og rituðu máli, markvissar umræður. Heimanámi er skilað á þriðjudögum en það er: lestur i lestrarbók ásamt verkefnum, Mál í mótun (5.bekkur), ritunarverkefni í Tvisti (5.bekkur). Málrækt 1 og 2, Mál til komið (6. bekkur), Mál er miðill, Málrækt 1 og 2. og Fallorð. Námsmat: Fer ekki eingöngu fram í lok námstímans heldur er það órjúfanlegt frá námi og kennslu. Annarpróf eru lögð fyrir í ritun/stafsetningu, málfræði og lesskilningi. Hraðlestrarpróf eru í hverjum mánuði þar sem framfarir eru metnar. Lestrareinkunn er gefin í fjölda lesinna atkvæða á mínútu. Til viðmiðunar er gert ráð fyrir að nemandi í 5. bekk hafi náð í raddlestri atk./mín og í hljóðlestri atk./mín. Til viðmiðunar á 6. og 7. bekkur að ná atk./mín í raddlestri og hljóðlestur atk. Einnig meta nemendur nám sitt sjálfir í samstarfi við foreldra sína með svokölluðu leiðsagnarmati. Þessu sjálfsmati lýkur við annaskipti en þá fá foreldrar tækifæri til að sjá og ræða framgang námsins. 10. BEKKUR Í ÍSLENSKU Fjöldi kennslustunda: Sex kennslustundir á viku. Samkennsla er með 5.6. og 7. bekk. Markmið: Að nemendinn: Markmið: Að nemendur á þessu skólastigi nái valdi á þeim þáttum móðurmálsins sem Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um. Helstu áhersluþættir íslenskunnar í vetur verða: Auka orðaforða, með tilliti til mismundi blæbrigða Málfræði, orðflokkar Setningafræði Orðmyndun Bókmenntastefnur Myndmál í bókmenntum Vandvirkni, vera gagnrýninn á vinnu sína alltaf að gera sitt besta Gleði og ánægja með vel unnið verk 20

22 Skapandi skrif Greina á milli talaðs máls og ritmáls og átta sig á í hverju er munurinn fólginn Átta sig á, að gott vald á ísl. er undirstaða undir nám í erlendum tungumálum Skilja samhengið á milli ísl. ensku og dönsku. Í nútímaþjóðfélagi er hverjum og einum sérstaklega mikilvægt að hafa gott vald á móðurmáli sínu til að geta komið hugsun sinni og öðru efni á framfæri á skýran og skipulagðan hátt. Einnig er gott vald á móðurmálinu undirstaða náms í erlendum tungumálum. Námsþættir: Lestur, bókmenntir, málfræði, ritun, talað mál, framsögn, hlustun og áhorf. Námsefni: Flökkuskinna, ásamt verkefnum, Gunnlaugssaga, Finnur 2, ásamt uppflettibókunum; Skrif- Hug- og Málfinni. Smáorð verkefnabók, Gullvör 3, í málfræði. Ritunarbókin, Ljóðspeglar ásamt ljóðaverkefnum/þemum. Frjálslestrarbækur að eigin geðþótta. Fjölrit frá kennara. Veraldarvefurinn, m.a. Stoðkennarinn. Kennsluaðferðir: Bein kennsla einn fyrir alla allir fyrir einn Umræður Einstaklingskennsla /vinna Verkefnavinna Samvinnunám Hópavinna Heimanámi er skilað á þriðjudögum þ.e. Gullvör 3, Sagnorð og Smáorð. Námsmat: Símat, jafningjamat, sjálfsmat o. fl. Kannanir í lok hverrar annar (desember og maí).10. bekkur á að ná 300 atk./mín. í raddlestri og atk./mín. Í hljóðlestri. Meginmarkmið greinarinnar: ÍSLENSKA SEM ANNAÐ TUNGUMÁL Skólinn veitir þeim nemendum sem koma frá öðrum löndum kennslu í íslensku og aðstoðar þá eftir bestu getu til þess að ná valdi á íslenskri tungu. Áherslur fyrir aldursstigin: Hver og einn nemandi er metin í upphafi náms og reynt er að aðstoða hann á eigin forsendum og kunnáttu. Námsáætlun, markmið og kennsluaðferðir eru gerð fyrir hvern og einn einstakling eftir þörfum. 21

23 STÆRÐFRÆÐI Hríseyjarskóli vinnur samkvæmt Aðalnámskrá grunnskólanna. Kennslan er skipulögð samkvæmt þeim markmiðum sem þar eru tilgreind. Líta skal á stærðfræðinám nemenda sem samfellt ferli frá 1. bekk til 10. bekkjar þar sem hver nemandi fær eftir fremsta megni að njóta sín í sinni stærðfræðilegu vinnu á sinn eigin hátt. Lögð skal áhersla á að kennarar jafnt sem nemendur vinni stærðfræðinámið í náinni samvinnu þannig að allir aðilar fái sínu fram og ánægja skapist í vinnuumhverfi skólans. Huga þarf að samvinnu leikskólans og 1. bekkjar og starfa náið með starfsfólki leikskólans til að brúa bilið milli skólastiganna. Kennarar skulu hafa það að leiðarljósi í sinni vinnu að halda uppi jákvæðu viðhorfi til stærðfræðinnar og samþætta ýmsar námsgreinar við stærðfræði og draga fram áherslur á stærðfræði daglegs lífs og þannig gera stærðfræðina tengdari raunveruleika barnanna. Almennt fer kennsla í stærðfræði þannig fram að kennari leggur nýtt efni fyrir hvern nemanda og það er útskýrt rækilega, en síðan þjálfa nemendur sig með því að leysa verkefni og kennarinn gengur á milli nemenda og aðstoðar þá. Lögð er áhersla á að nemendur aðstoði hvorn annan. Námsefnið og yfirferð eru miðuð að þörfum hvers og eins. Áhersla er lögð á að nemendi fari vel með þær bækur sem þeim er úthlutað og gangi vel um önnur kennslugögn sem eru í eigu skólans. Einnig er mikilvægt að nemendur hafi meðferðis góðan vasareikni, hringfara, reglustiku, gráðuboga, skæri, rúðustrikuð blöð eða bækur og skriffæri. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og að nota hjálpartæki rétt. Kennslufyrirkomulag: STÆRÐFRÆÐI YNGSTASTIG OG 3. BEKKUR. Í stærðfræði einbeitum við okkur að einu aðal viðfangsefni í senn, oftast í 2 3 vikur. Viðfangsefnin koma fram á kennsluáætlun. Samhliða viðfangsefnunum hverju sinni verða æfingar í reikniaðgerðunum fjórum, samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu, bæði með notkun vasareiknis og uppsetningu dæma í reikningshefti. Námsefninu Sprota er skipt niður í ákveðin viðfangsefni (kafla). Vinna með viðfangsefnin verður sem hér segir: Innlögn Æfingar Útikennsla Stærðfræðispil Þrautalausnir Efni á veraldarvef Námsmat: Megintilgangur námsmats er að afla upplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja til að leggja sig enn betur fram. Eftir hvern kafla er tekið könnunarpróf. Niðurstöður þeirra prófa verða skráðar í möppu og aðgengilegar foreldum þar. 22

24 Kaflakannanir, 40% Virkni í tímum, 10% Sjálfsmat/kennaramat, 10% Vetrarpróf 40%, (í desember og í maí) Í foreldraviðtali í desember fá nemendur munnlegan og skriflegan vitnisburð sem byggir á framistöðukvarða skólans. Námsgögn Námsefni 1. bekkjar Sproti 1a, nemendabók Sproti 1a, æfingahefti Sproti 1a, efni af vef Sproti 1b nemendabók Sproti 1b æfingahefti Sproti 1b efni af vef Viltu reyna? Tölvuforrit og efni á netinu Margvísleg stærðfræðispil Útikennsluverkefni Þrautir og spil. Numicon og hlutbundin göng. Ljósrituð verkefni Námsefni 2. bekkjar: Sproti 2a, nemendabók Sproti 2a, æfingahefti Sproti 2a, efni af vef Sproti 2b nemendabók Sproti 2b æfingahefti Sproti 2b efni af vef Tölvuforrit og efni á netinu Margvísleg stærðfræðispil Útikennsluverkefni Þrautir og spil Numicon og hlutbundin göng. Ljósrituð verkefni Námsefni 3. bekkjar: Sproti 3a, nemendabók Sproti 3a, æfingahefti Sproti 3a, efni af vef Sproti 3b, nemendabók Sproti 3b, æfingahefti 23

25 Sproti 3b, efni af vef Í undirdjúpunum, margföldun og deiling Við stefnum á margföldun Tölvuforrit og efni á netinu Margvísleg stærðfræðispil Numicon og hlutbundin göng. Útikennsluverkefni t.d. í mælingum, rúmmáli og flatarmáli, Þrautir og spil Ljósrituð verkefni Námsefni 4. bekkjar: Sproti 4. A nemendabók Sproti 4. a æfingahefti Sproti 4 B. nemendabók Sproti 4.b æfingahefti. ásamt fylgiefni Margvísleg stærðfræðispil Útikennsluverkefni Þrautir og spil. Numicon og hlutbundin göng. Ljósrituð verkefni Verkefni fyrir vasareikni og ýmis verkefni frá kennara, MIÐSTIG 5. 6 OG 7. BEKKUR Fjöldi kennslustunda: Sex kennslustundir á viku. Samkennsla er með miðstigi bekk. Mestur hluti kennslunnar fer fram innan veggja skólans en einnig verður farið út og nemendur spreyta sig í ýmsum þrautum tengdum viðfangsefnunum. Stærðfræðin er samþætt við aðrar námsgreinar t.d. náttúrufræði, heimilisfræði o.fl. Markmið: Að nemendur á þessu skólastigi nái valdi á þeim þáttum stærðfræðinnar sem Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um. Kennsluaðferðir: Kennari reynir eftir fremsta megni að hátta kennslu sinni þannig að hún sé fjölbreytt og veki áhuga nemenda. Kennsla í stærðfræði fer fram þannig að kennari leggur nýtt efni í sérstökum innlagnartímum. Í framhaldinu spreyta nemendur sig á efninu, sjálfstætt og á eigin hraða, en kennari gengur á milli nemenda og aðstoðar þá. Lögð er áhersla á að nemendur aðstoði hvern annan. Nemendur vinna að úrklippubók um hugtök sem koma fyrir. Skipulag tíma: Fyrsti tími vikunnar er innlagnartími. Þá er unnið eftir áætlun Stikubókana og tekið fyrir viðfangsefni í hverri viku. Síðan eru dæmatímar og einn hugtaka tími þar sem nemendur vinna í úrklippubók eða með kennslugögn. Á föstudögum fá þeir nemendur sem klára áætlun vikunnar umbunartíma. Helstu kennsluaðferðir eru: 24

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn 9. bekkur Kennsluáætlun í dönsku veturinn 2009-2010 Kennarar: Björn Sigurbjörnsson, Kristín Hafsteinsdóttir og Kim Magnús Nielsen. Kennslugögn: Glimrende les- og verkefnabók, Dejlige Danmark les-og verkefnabók

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar 2017 vinátta virðing gleði 1 Leikskól Snæfellsbæjar 1. útgáfa sumarið 2017 Útgefandi: Leikskóli Snæfellsbæjar Krílakt v/brúarhlt 9, s: 4336925 Kríuból v/naustabúð 17,

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði,

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 7. bekkur Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, heimilisfræði, lífsleikni og uppl.mennt Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni.

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni. Námsáætlun Vor 2015 8. bekkur Námsgrein: Íslenska Kennari: Guðrún Þóra Björnsdóttir Áætlun þessi er sett fram með fyrirvara um breytingar Tímabil Hæfniviðmið Efnisþættir Kennsluhættir Námsmat janúarfebrúar

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja Blaðsíða 1 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Efnisyfirlit Innihald Formáli... 5 Inngangur... 5 Hagnýtar upplýsingar... 5 Skólastjórnendur... 5

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Skólanámskrá 2013 2014 8. bekkur Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT... 1 INNGANGUR... 2 ÍSLENSKA... 4 STÆRÐFRÆÐI... 8 NÁTTÚRUVÍSINDI

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Ársskýrsla Grunnskólans á Ísafirði

Ársskýrsla Grunnskólans á Ísafirði 2014-2015 Ársskýrsla Grunnskólans á Ísafirði Grunnskólinn á Ísafirði júní 2015 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR... 1 2. ÝMSAR UPPLÝSINGAR... 6 STJÓRNENDUR GRUNNSKÓLANS Á ÍSAFIRÐI 2014-2015... 6 NEFNDIR, RÁÐ OG

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Kennsluáætlun 9. bekkjar EFNISYFIRLIT

Kennsluáætlun 9. bekkjar EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT Kennsluáætlun 9. bekkjar 2008-2009 1. ÍSLENSKA... 2 1.1 HAUSTÖNN...2 1.2 VORÖNN...3 1.3 GÁTLISTI Í ÍSLENSKU... 5 1.4 BÓKASAFN...8 1.5 FJÖLÞJÓÐADEILD...8 2. STÆRÐFRÆÐI...9 3. SAMFÉLAGSFRÆÐI...9

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt 541 TRYKSAG 457 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Læs mere

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT 1. ÍSLENSKA... 2 1.1 HAUSTÖNN... 2 1.2VORÖNN... 3 1.4 BÓKASAFN... 5 1.5 FJÖLÞJÓÐADEILD... 5 2. STÆRÐFRÆÐI... 6 3. ENSKA... 6 4. DANSKA... 7 5. EÐLIS- OG EFNAFRÆÐI... 8 6. LÍFFRÆÐI... 9 7.

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennari: Freyja Friðbjarnardóttir Námsefni: Tænk, lesbók og vinnubók, kvikmyndir, vefefni, Ipad forrit, söngtextar og fleira. Kenslutímar á viku: 3x 40

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1

Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1 Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1 Einstaklings-, para og Kynning Jeg elsker Danmark hópavinna Lota 2 Skole

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Danmörk haustið 2005 Efnisyfirlit: Inngangur:... 3 Valby Börneasyl / Valby... 5 Dosseringens Vuggestue... 8 Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Skovbörnehave Mariehönen / Virum... 17 Dyreskov Skovbörnehave...

Læs mere

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá -

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Nafn námsskrár: Færni í ferðaþjónustu II Lengd náms: 100 kennslustundir Fjöldi eininga: Allt að 9 einingar Hverjum ætlað: Starfsfólki í ferðaþjónustu 1. útgáfa 2008

Læs mere

Námsáætlun Haust 2015

Námsáætlun Haust 2015 Námsáætlun Haust 2015 Námsgrein: Íslenska Kennari: Anna Guðrún Jóhannesdóttir 6. janúar 6. mars Nemendur; átti sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka, fallorð, sagnorð og smáorð. geti

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan Efnisyfirlit Um efnið... 3 Aðalnámsskrá... 4 Námsefni lagt til grundvallar... 5 Sådan A hluti Yfirlitsblað... 7 Sådan B hluti Yfirlitsblað....

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

GARÐASKÓLI HAUST 2015 NÁM OG KENNSLA Í STÆRÐFRÆÐI 9. BEKKUR FLUGFERÐ

GARÐASKÓLI HAUST 2015 NÁM OG KENNSLA Í STÆRÐFRÆÐI 9. BEKKUR FLUGFERÐ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER 1 L 1 Þ 2 F 2 M 3 F 2 S Vika 32 2 M 3 L 3 Þ 4 F Frídagur Kynningarfundir fyrir Vika 41 Gagn og Gaman 3 M verslunarmanna 3 F forráðamenn 4 S 4 M 5 L 4 Þ 4 F 5 M

Læs mere

Ágúst/Sept. Sept./Okt. Október Nóvember Nóv./Des september Skali 1A október Skali 1A. tugabrot bls við núll bls.

Ágúst/Sept. Sept./Okt. Október Nóvember Nóv./Des september Skali 1A október Skali 1A. tugabrot bls við núll bls. 07.-11. 05.-09. október 02.-06. nóvember 30.-04. Stærðfræði Frumþáttun bls. 30-33 Hornamælingar Samhverfa og hliðrun Almenn brot og Tölur báðum megin bls. 80-93 bls. 116-123 tugabrot bls. 182-189 við núll

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Ágúst September Sept./Október Okt./Nóv. Nóv./Des. Vinnubók október. Smart bls Vinnubók okt.

Ágúst September Sept./Október Okt./Nóv. Nóv./Des. Vinnubók október. Smart bls Vinnubók okt. Ágúst September Sept./Október Okt./Nóv. Nóv./Des. 2.- 6. 30.-4. október 28. okt.-1. nóv. 25.-29. Danska Smart bls. 24-25 Dönsk kvikmyndavika Vinnubók 48-50 12.-16. ágúst Farlige dyr: gruppearbejde Smart

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM Fræðslufundur Félags dönskukennara föstudaginn 9. október 2015 NIC nóvember 2014 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir Danskundervisningen i Island 2 Dansk/nordiske

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands Heildarendurskðun grunnskólalaga Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Nregs g Írlands 23. - 27. któber 2006 Menntamálaráðuneytið Desember 2006 Efnisyfirlit Inngangur...3 Danmörk...4

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere