Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað"

Transkript

1 Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

2 Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til staðar? 7 Einelti: hverjir koma við sögu? 8 Hlutverk yfirmannsins gagnvart gerendum eineltis 9 Hvernig getur þú hjálpað starfsmanni sem er lagður í einelti? 11 Það sem yfirmaður getur gert á einstaka stigum eineltis og ágreinings 12 Myndun, samsetning og siðfræði hópa 15 Þegar yfirmaður leggur í einelti 16 Stefna gegn einelti 18 Form og inntak eineltisstefnu 18 Ferlið 20 Ef þú vilt vita meira 23 Um bæklinginn Síbreytilegar kröfur og áskoranir eru daglegir viðburðir á flestum vinnustöðum. Í erli vinnudagsins getur þetta valdið starfsmönnum miklu álagi. Þessi bæklingur tilheyrir röð hjálparrita sem gefin eru út af BAR FOKA, Branchearbejdsmiljørådet Finans / Offentlig Kontor & Administration (Starfsumhverfisráð á sviði fjármála og opinberrar stjórnsýslu í Danmörku). Markmið þessara rita er að skilgreina hvernig vinnustaðir geta styrkt mannauðinn og ættu þau bæði að gagnast stjórnendum og starfsmönnum vinnustaða. Í framhaldi af könnun á líðan, vinnuumhverfi og heilsu starfsfólks í útibúum banka og sparisjóða sem gerð var að tilhlutan SÍB árið 2002 var ákveðið af stjórn SÍB að ráðast í að þýða þetta rit og gefa það út sem innlegg í umræðu um einelti á vinnustöðum og leiðir til að takast á við það. SÍB væntir þess að sú aðferðafræði sem hér er sett fram megi verða til þess að opna frekar umræðu um hverskonar áreitni og einelti á vinnustöðum. Einnig væntir SÍB þess að til verði verklag sem gagnast bæði stjórnendum og almennum starfsmönnum í umfjöllun um einelti og við lausn á málum sem upp kunna að koma. 2 Einelti

3 Einelti Hvernig nýtist bæklingurinn? Bæklingur þessi getur komið að þrenns konar notum, þ.e. við að: Greina einelti Hindra og stöðva einelti með því að taka á ágreiningi Móta, innleiða og framfylgja stefnu gegn einelti Bæklingurinn tekur ekki á tengdum vandamálum, svo sem kynferðislegri áreitni og kynþáttamisrétti. Þá er ekki fjallað um líkamlegt ofbeldi eða hótanir um slíkt ofbeldi, sem þó getur flokkast undir einelti. Hugmyndir að bættum lausnum þegar um ágreining er að ræða Bæklingurinn er ekki tæmandi leiðarvísir, en gefur hins vegar ýmsar útskýringar og hugmyndir um aðferðir sem yfirmenn geta nýtt sér og lagað að sínum aðstæðum. Fjallað verður um einelti út frá sjónarhorni stjórnunar og samvinnu, frekar en út frá sálfræðilegu sjónarmiði. Í bæklingnum eru gefin ráð um það hvernig yfirmenn, trúnaðarmenn og aðrir starfsmenn geta tekið á eða komið í veg fyrir einelti með árangursríkri stjórnun ágreinings. Þessi ráð ættu bæði að gagnast vinnustaðnum og þeim einstaklingum sem þar starfa. Einelti 3

4 Yfirlit Hvað er einelti? Almenn skilgreining á einelti Talað er um einelti þegar einn eða fleiri einstaklingar sýna sýna öðrum einstaklingi eða einstaklingum ýmist reglubundið og yfir langt tímabil eða nokkrum sinnum og með grófum hætti neikvæða framkomu sem hann eða þeir upplifa sem særandi eða niðurlægjandi. Hin neikvæða framkoma eða hegðun telst þó aðeins til eineltis ef þeir einstaklingar sem hún beinist að geta ekki fyllilega varið sig. Stríðni flokkast ekki sem einelti ef báðir aðilar líta á hana sem góðlátlegt gaman og hið sama gildir um einstaka árekstra milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Það sem einelti segir um vinnustaðinn Ef einelti þrífst á vinnustað getur það verið merki um starfstengda annmarka, t.a.m. að: skipuleggja megi vinnuna betur samsetning starfshópa mætti vera betri bæta megi starfsanda og félagslegan stuðning stjórnendur skorti vitneskju um árekstra eða samskiptaerfiðleika stjórnendur geti lært meira um stjórnun ágreinings sá stjórnunarstíll sem ríkir hafi neikvæð áhrif á starfsumhverfið Áhrif eineltis á vinnustaði Einelti bitnar ekki einungis á þolendum heldur hefur það einnig neikvæð áhrif á vinnufélaga og starfið sjálft, þar sem: vinnustaðurinn missir starfsmenn sem ekki sætta sig við hið bágborna vinnuumhverfi sem eineltið skapar. Algengt er að þolendur eineltis segi upp störfum sínum og hafi þá áður verið mikið fjarverandi stökum veikinda. Starfsmenn sem leggja í einelti, eyða orku sem nýta mætti á uppbyggjandi hátt. Vandamál verða viðvarandi í stað þess að leysast Yfirmenn sem leggja í einelti, hafa hamlandi áhrif á vinnugleði, samskipti, þekkingarmiðlun og þróun og hafa því slæm áhrif á afkomu fyrirtækisins. Þolendur og vitni Kannanir frá Danmörku og á öðrum Norðurlöndum sýna að 2-5% starfsmanna verða fyrir einelti. Könnun frá Noregi sýnir að einelti kemur bæði niður á þolendum og vitnum. Í könnuninni upplifðu 14% aðspurðra einelti sem daglegan streituvald og 21% taldi að einelti hefði neikvæð áhrif á heilsu þeirra og líðan. (Eva Gemzøe Mikkelsen, 2000, sbr. heimildaskrá). Tvennskonar einelti Ágreiningseinelti nefnist sú tegund eineltis sem stafar af ágreiningi milli tveggja eða fleiri aðila á vinnustað. Sé ágreiningur ekki leystur á farsælan hátt fer hann með tímanum að snúast um einstaklinga frekar en það mál sem menn greinir á um. Annar aðilinn nær yfirtökum í valdabaráttunni (þ.e.a.s. vinnur) og eltir uppi og reynir að tortíma þeim sem tapaði með einelti. Talað er um árásareinelti þegar þolendur hafa ekkert gert sem gæti réttlætt athæfi þeirra sem standa að eineltinu. Þeir lenda í einelti vegna þess að: þeir eru sérstaklega berskjaldaðir þeir tilheyra minnihlutahóp sem sumir álíta óvelkominn drottnandi einstaklingur vill sýna vald sitt þeir verða blórabögglar í ferli þar sem hópur á vinnustað fær útrás fyrir gremju sína og vanmátt. Dæmi um árásareinelti er þegar yfirmaður leggur undirmann í einelti. Af þessum tveimur afbrigðum eineltis, þá er ágreiningseinelti algengara. 4 Einelti

5 Hverjir lenda í einelti? Í heimi barnanna er ljóst að sérkennilegt útlit getur eitt og sér gefið tilefni til stríðni og jafnvel til eineltis. Félagsleg aðlögun, hópamyndun og valdabarátta getur virst harðskeyttari hjá börnum en hjá fullorðnum. Í heimi hinna fullorðnu hafa þættir eins og aðlögun, hópamyndun og valdabarátta fleiri blæbrigði og eru ekki eins ljósir. Því er erfitt er að benda á eitt tiltekið atriði sem fyrirfram má segja að geri einstakling að hugsanlegum þolanda eineltis. Hverjar eru ástæður eineltis? Einelti er flókið ferli þar sem gerandi meinar ekki endilega illt með athæfi sínu jafnvel þó svo geti virst. Ein hugsanleg skýring á einelti er sú að gerandinn vilji ná betri stöðu. Eineltið kemur nefnilega þeim sem leggur í einelti í betri stöðu í óleystum ágreiningi eða í valdabaráttu. Einelti er aðferð þó óásættanleg sé til að ná markmiði. Markmiðin geta verið margbreytileg, dulin eða opinber, en snúast öll um stöðu eða völd. Dæmi um ástæður eineltis: Finni gerandinn að stöðu hans eða hlutverki sé ógnað, getur hann kosið að ráðast á samkeppnisaðila sinn, baktala hann og vera með í ráðabruggi gegn honum. Þetta má gera undir því yfirskini að um sé að ræða málefnaleg andmæli eða umhyggju fyrir velferð fyrirtækisins. Ef til vill hverfur þá ógnin og staða gerandans er tryggð. Nýr yfirmaður getur virkað sem ógn við hóp starfsmanna. Starfsmennirnir geta óttast að breytingar verði þegar nýi yfirmaðurinn hefur störf. Þeir standa saman og vinna gegn öllu sem hann reynir að gera, baktala hann og saka hann um dugleysi. Vilji einstaklingur vera óformlegur leiðtogi hóps, verður hann að láta bera á sér, taka frumkvæði og skapa samstöðu. Slíkt getur tekist með því að velja fórnarlamb, sem verður þá sameiginlegt verkefni hópsins og gefur gerandanum tilefni til að sinna sjálfskipuðu leiðtogahlutverki sínu. Vilji einstaklingur komast hjá því að vera sjálfur útskúfaður getur hann tekið þátt í einelti á öðrum einstaklingi og þannig verið meðtekinn í hópnum. Öfundi einstaklingur vinnufélaga sinn af því að sá er ef til vill myndarlegri, betur klæddur, gáfaðri eða skilvirkari í vinnunni þá getur einelti verið úrræði. Með því að leggja í einelti skapar einstaklingurinn sýn um að vera hafinn yfir þann einstakling sem hann í raun öfundar. Vilji yfirmaður losna við starfsmann en lendir í erfiðleikum með það getur hann reynt að gera starfsmanninum lífið leitt. Starfsmaðurinn gæti þá orðið vansæll og sjálfur valið að segja upp. Einelti 5

6 Aðferðir Hvernig má greina einelti? Einelti snýst um neikvæðar athafnir sem ítrekað er beint að einum eða fleiri einstaklingum. Vert er að nefna að einelti er oft óljóst og dulið. Því er talað um einelti, hvort sem þolandinn er meðvitaður eða ómeðvitaður um vandann. Þá er talað um einelti, hvort sem aðrir á vinnustaðnum kjósa að horfast í augu við vandann eða ekki. Í töflunni hér fyrir neðan er að finna ýmis birtingarform eineltis. Þessa töflu má nota á vinnustöðum í umræðum um það hvort og þá í hve miklum mæli einelti á sér stað. Nánar tiltekið, þá nýtist taflan... sem verkfæri yfirmannsins til að skilja vandann til að kortleggja vandann sem verkfæri í umræðum sem innlegg í vinnustaðagreiningu eða fræðslu meðal starfsmanna Alls ekki Stundum Já, oft Gerist þetta á okkar vinnustað? Endurtekið baktal Stríðni sem beinist að ákveðnum einstaklingi og hefur þann tilgang að gera viðkomandi að aðhlátursefni Ítrekaðar neikvæðar athugasemdir við vinnu ákveðins einstaklings Útskúfun eða einangrun einstaklings - menn láta eins og hann sé ekki til, snúa sér aldrei að viðkomandi og spyrja ekki, heilsa ekki, tala ekki við og setjast ekki hjá honum Einstaklingur er settur út í kuldann og er einn á báti án nokkurs stuðnings Sífellt eftirlit með vinnu einstaklings Úthlutun verkefna sem líkja má við refsingu, þegar hugað er að getu og hæfni einstaklingsins (verkefni of einföld eða of flókin). Einstaklingnum ýtt til hliðar þannig að viðkomandi stendur utan við starfshópinn. Illgirni, þ. e. a. s. athafnir sem fyrst og fremst hafa þann tilgang að valda særindum. Einstaklingur er látinn afskiptur í vanlíðan sinni. Bann lagt á það að ákveðnir faghópar eða einstaklingar sjái um verkefni undir því yfirskini að þá skorti nauðsynlega hæfni Menn veita hver öðrum mótspyrnu eða reyna að hindra árangur hvers annars án málefnalegra ástæðna. Ítrekuð áhersla um árangur og mikið og stöðugt vinnuálag, án þess að tillit sé tekið til þeirra sem eiga að sinna vinnunni. Kúgun sem felst í hæðni gagnvart undirmönnum og gagnrýni á samstarfsfélaga í áheyrn annarra. 6 Einelti

7 Hvernig veit yfirmaður að einelti er til staðar? Á fundum og í samtölum við starfsmenn getur yfirmaður sagt frá athugunum sínum. Hafi hann ástæðu til að ætla að einelti sé til staðar getur hann t.d. rætt við áhrifamikla einstaklinga, sýnt þeim dæmi um birtingarform eineltis (t.d. dæmi í töflu á bls. 6) og spurt: Er eitthvað af þessu að gerast hér hjá okkur? Ég sá um daginn að... Einnig getur hann notað dæmin á starfsmannafundi og sagt: Það er mikilvægt fyrir vinnustað okkar að öllum líði vel og að við höfum gott vinnuumhverfi. Við skulum byrja á því að sjá hvort hægt er að útiloka nokkur vandamál. Ég er hér með lista yfir birtingarform eineltis. Þið eruð kannski til í að kíkja á hann, ræða saman og láta mig vita á eftir hvort eitthvað er þarna sem þið kannist við. Athugið líka hvort eitthvað sé til staðar hjá okkur sem gæti ýtt undir einelti... Finnist yfirmanninum að starfsmaður sé lagður í einelti getur hann fundið sér ástæðu til að tala við viðkomandi og jafnvel bjóða honum viðtal. Í viðtalinu segir yfirmaðurinn frá því sem hann hefur séð, nefnilega athafnir og atburði sem í eðli sínu eru særandi eða niðrandi. Yfirmanninum ber að forðast að nota orðið einelti þar sem orðið eitt og sér getur virkað móðgandi - að verið sé að stimpla þolandann sem fórnarlamb. Góður yfirmaður Góður yfirmaður er eins og góður kennari sem fylgist með öllum nemendum sem tekur eftir því hverjir taka til máls og hverjir þegja og tekur eftir samspili milli nemenda, þ.e. hverjir það eru sem leika sér/vinna saman og hverjir lenda útundan, hverjir hafa sterka stöðu og hverjir ekki. Hann kemst að því hvar hann nýtur stuðnings meðal sterkra /sjálfstæðra nemenda. Möguleikar yfirmannsins Yfirmaðurinn getur komist að því hvort einelti er til staðar með því að: Vita að hverju hann á að leita (nota t. d. töfluna með dæmum um einelti). Gera sínar eigin athuganir. Spyrja sterka /sjálfstæða einstaklinga út í málið. Ræða við þá sem virðast vera þolendur. Halda starfsmannafund um vinnuumhverfi, þar sem eitt umræðuefnið er einelti. Hefja má samtalið með eftirfarandi hætti: Takk fyrir að koma. Ég þarf á aðstoð þinni að halda til að finna út og skilja dálítið sem ég hef orðið var við... Mér finnst hinir ekki snúa sér mikið að þér og þegar þú kemur með tillögu þá fellur hún oft ekki í góðan jarðveg. Kannast þú við það sem ég er að tala um...? Hver heldur þú að ástæðan gæti verið?... Hvernig gæti ég komið til aðstoðar?... Einelti 7

8 Aðferðir Einelti: Hverjir koma við sögu? Oftast koma nokkrir einstaklingar að einelti: Yfirmaður sem grípur ekki inn í Gerendur eineltis Þolandi Aðgerðarlaus vitni Aðgerðarleysi yfirmanns Erfitt getur verið fyrir yfirmanninn að tala við einstaklinga (meinta gerendur) sem hljóma neikvæðir og/eða sýna slæma framkomu. Snúi þolandi sér að yfirmanni er honum ef til vill sýnd samkennd, en ekki er víst að hann hljóti raunverulegan stuðning eða hjálp. Hlutverk þolanda Hugsanlegt er að þolandinn átti sig ekki strax á því sem er að gerast. Viðkomandi á erfitt með að trúa því að hann sé lagður í einelti. Ef til vill skammast hann sín fyrir það að vera fórnarlamb og ýtir þeirri staðreynd frá sér. Ef til vill reynir hann að ímynda sér að kvalarar hans séu í raun almennilegir og meini ekkert íllt. Á þennan hátt getur hann réttlætt það gagnvart sjálfum sér að hann geri ekki gagnárás. Gagnvart kvölurum sínum lætur þolandinn sig hafa eineltið en sýnir þó um leið að honum er ekki sama um það (verður leiður, roðnar, tárast). Hlutverk aðgerðarlausra vitna Vinnufélagar eru til staðar og sjá það sem fram fer en gæta þó hlutleysis. Þeir grípa ekki inn í til að aðstoða þolandann og oft segja þeir heldur ekki yfirmanninum frá neinu. Á þennan hátt geta þeir óafvitandi stuðlað að einangrun þolandans og þar með eineltinu. Ef til vill óttast þeir að taka upp mál sem þeir telja að séu illleysanleg. Þá er mögulegt að þeir að fái samkennd með gerendunum eða að þeir skilji sjónarmið þeirra. Með tímanum hefur eineltið neikvæð áhrif á þolandann og fer hann að sýna sínar neikvæðu hliðar. Þegar slíkt gerist finnst félögunum kannski að þolandinn hafi sjálfur kallað eineltið yfir sig. Ef til vill óttast líka vitnin að þau verði sjálf þolendur og finnst betra að vita af öðrum í því hlutverki. 8 Einelti

9 Hlutverk yfirmannsins gagnvart gerendum eineltisins Yfirmaðurinn getur bætt hæfni sína í að hindra og taka á einelti með því að kynna sér (læra um) eftirfarandi viðfangsefni: Stjórnun ágreinings, erfið samtöl, málamiðlun (að koma á sáttum milli deiluaðila og bæta samskipti þeirra), teymisvinnu og stefnu gegn einelti. Með því að efla hæfni sína á þessum sviðum er yfirmaðurinn betur í stakk búinn að: Sinna leiðtogahlutverkinu og taka á árekstrum og einelti Fá gerendur til að láta af athæfi sínu Koma þolandanum út úr fórnarlambshlutverkinu Gera ábyrgðarlaus vitni að virkum og ábyrgum vinnufélögum Að sinna leiðtogahlutverkinu og taka á árekstrum og einelti Þú þarft að undirbúa þig sálrænt, að komast að því hvað þér sjálfum finnst um einelti. Ef til vill er það þín skoðun að einelti sé ekki til staðar eða að það sé eitthvað sem þig langar ekki til að skipta sér af. Ef til vill efast þú um hæfileika þína og úrræðí til að leysa ágreining með árangursríkum hætti. Þegar þú þekkir tilfinningar þínar veist þú við hvað þú ert að fást við innra með þér, segðu þá við sjálfa(n) þig að þú sért með alvarlegt vandamál í höndunum sem þarf að leysa, vinnustaðarins vegna á sama fagmannlega hátt sem þú notar við lausn annarra vandamála. Að hindra einelti Með því að vera meðvitaður um vandann, t.d. í gegnum skráningar og innleiðingu á eineltisstefnu er mögulegt að hindra viss eineltistilvik; Sjá nánar um eineltisstefnu á bls Gott er að hafa ákveðna stefnu þegar og ef þú þarft að taka á eineltismálum. Ræddu við trúnaðarmann þinn um það hvernig best er að hefja stefnumótandi vinnu. Frumkvæðið að slíkri vinnu gæti líka komið frá trúnaðarmanninum sjálfum eða talsmanni stéttarfélags. Að vernda hugsanlega þolendur Allir geta orðið þolendur eineltis. Til dæmis nýr starfsmaður sem kemur inn í gamlan og fastmótaðan starfshóp, nýr yfirmaður eða kona á karlavinnustað. Til að tryggja aðlögun nýja starfsmannsins og sporna við einelti má velja sérstakan leiðbeinanda fyrir hann. Viðkomandi leiðbeinandi þarf að njóta virðingar í starfshópnum og hafa sterkan persónuleika. Hann verður að þekkja menningu vinnustaðarins en um leið að geta litið hana gagnrýnum augum og vera meðvitaður um að henni þurfi e.t.v. að breyta. Hann þarf að þekkja vinnufélagana og vita hvar gætu mögulega skapast vandamál. Fyrsta mánuðinn þarf leiðbeinandinn að hitta nýja starfsmanninn a.m.k. vikulega, opna nýjar dyr fyrir honum, kynna hann fyrir starfsmönnum sem gagnlegt getur verið að þekkja o. sv. frv. Ef ekki er til stefna í nýliðamálum (þ.m.t. móttöku nýliða) er ástæða til að skoða vel kosti þess að innleiða slíka stefnu. Einelti 9

10 Aðferðir Að fá gerendur til að láta af athæfi sínu Hafir þú sjálf(ur) séð gerandann stunda athæfi sitt (hvort sem um er að ræða árásareinelti eða ágreiningseinelti) getur þú boðað hann á fund við þig. Undirbúningur fundar: Ef ekki er til staðar stefna gegn einelti þá skaltu ræða við þinn yfirmann og trúnaðarmann á vinnustaðnum og fá þá til að styðja við þá ákvörðun þína að ræða við meintan geranda. Sjáir þú fram á að samtalið verði erfitt (t.d. að viðmælandinn verði grófur eða neiti öllu) skaltu æfa þig. En ekki sleppa því að halda samtalið. Þannig ferð þú að: Þú kemur þér strax að málinu. Segðu frá því sem þú hefur tekið eftir og hvað þér finnst ámælisvert (ekki: það eru sumir sem segja að... ). Þú ferð ekki að rökræða við starfsmanninn heldur ræðir aðeins það sem þú hefur séð. Þú spyrð starfsmanninn beint út hvernig hann ætli sér að láta af athæfinu. Þú undirstrikar að hann verði að láta af athæfinu og að hann muni fá skriflega viðvörun eða vera færður til í starfi ef þú fréttir að ekkert gerist (sé vinnustaðurinn með stefnu í eineltismálum getur þú sagt frá ráðstöfunum sem gripið sé til þegar starfsmenn sýna óviðunandi hegðun). Þú spyrð gerandann hvað hann ætlar sér nákvæmlega að gera í málinu ( Hvað gerir þú þá núna?, Hvað segirðu við hina?, Hvernig muntu haga þér gagnvart honum/henni í framtíðinni? ) Þú biður gerandann að álykta og taka saman það sem þið hafið rætt um. Að grípa inn í þegar margir standa að einelti Þú skalt ekki fara í það að skamma þá alla saman á staðnum. Þú gætir lent í að kalla fram hópvarnarviðbrögð sem myndi gera stöðuna verri. Slík aðgerð gæti jafnframt verið auðmýkjandi fyrir þolandann þar sem það væri sama og að auglýsa umkomuleysi hans. Þú ert ekki lengi að taka samtal við hvern einstakling í hópnum (einnig þolandann) þar sem þú... segir frá því sem þú hefur séð og telur vera óviðunandi deilir áhyggjum þínum af þolandanum og reynir að höfða til umhyggju starfsmannsins fyrir þolandanum. spyrð hvern og einn að því hvernig hann ætli sér að sporna við eineltinu. spyrð hvern og einn að því hvernig þú getur orðið að liði, hvort það sé eitthvað í starfsumhverfinu sem gæti hafa stuðlað að eineltinu og þyrfti eða mætti breyta. Þú getur e. t. v. haft trúnaðarmanninn með í þessum samtölum. 10 Einelti

11 Hvernig getur þú hjálpað starfsmanni sem er lagður í einelti? Þú ræðir sérstaklega við þolandann. Mikilvægt er að samtal ykkar stuðli ekki að því að viðkomandi festist í fórnarlambshlutverkinu. Með því móti værir þú að viðhalda ástandinu. Einstaklingurinn sem í hlut á, hefur ef til vill orð á sér að vera erfiður og virkar kannski ögrandi á þig. Einnig er mögulegt að þú skiljir ekki að einstaklingurinn hafi umborið eineltið og tjáir honum e.t.v. undrun þína og stráír þar með salti í sár hans. Þú skalt ekki ræða málið á fundi þar sem samstarfsfélagar þolandans eru viðstaddir. Aðferð þessi væri auðmýkjandi fyrir þolandann og að öllum líkindum gagnslaus. Til þess að árangur náist, þá þarftu ávallt að hafa í huga hver tilgangur inngripsins er: að fá þolandann til að Að gera aðgerðarlaus vitni að virkum og ábyrgum samstarfsfélögum Yfirmenn geta gert aðgerðarlaus vitni að virkum félögum með því að setja meðal þeirra sterka /vel liðna manneskju sem getur gefið gott fordæmi og sýnt hvernig grípa má inn í. Þá geta vitni lært að sýna styrk sinn, t. d. í gegnum sjálfsstyrkingarnámskeið. Stefna í eineltismálum eða samskiptareglur vinnustaðar geta einnig skapað ramma í kringum það sem starfsmenn eru sammála um að sé óviðunandi. Vitni geta þá vísað í slíkan ramma þegar þau grípa inn í... viðurkenna vandann og upplýsa þig um það hvernig þú getur komið að liði. Mæltu þér mót við viðkomandi helst ekki á áberandi hátt og helst á stað þar sem hann finnur til öryggis. Útskýrðu vel hver tilgangur fundarins er. Segðu t. d.: Mér finnst vinnustaður okkar ekki hafa sýnt þér tilhlýðilega virðingu, að þú hafir þess vegna ekki þrifist sem skyldi og að vinnustaðurinn hafi kannski ekki notið til fullst hæfileika þinna. Ég vil gjarnan leiðrétta þetta, en ég þarf á þinni hjálp að halda til að komast áfram.... Hlustaðu á tillögur hans. Sýndu að þú takir hann alvarlega og að þú lítir málið alvarlegum augum. Hlustaðu einnig ef hann vill ræða ákveðnar persónur og fá útrás fyrir skapraunir sínar. Leyfðu honum að tala út. Taktu eftir öllu sem kemur fram þó þú vitir að þetta er einungis ein hlið málsins. Láttu vera að leiðrétta hann. Segðu aðeins frá þinni sýn á málið ef hann spyr. Greindu frá möguleikum sem þú sérð í stöðunni og hlustaðu á skoðun hans á þeim eða segðu honum að þú ætlir að fara heim og hugsa um lausn á málinu. Komdu á nýjum fundi þar sem þið ræðið og komist að samkomulagi um mögulega lausn á málinu. Fyrirtækið getur stutt við þolendur með því að tryggja að þeir viti hvar hjálp er að finna. Fyrirtækinu ber að gera tiltekinn starfsmann ábyrgan fyrir starfsumhverfinu, einhvern sem allir þekkja og geta snúið sér að. Þetta getur verið liður í stefnu varðandi einelti (sjá kaflann Stefna gegn einelti, bls ).... Sko, við höfum jú rætt saman um og skráð í stefnu okkar að svona tölum við ekki/högum við okkur ekki gagnvart hvert öðru.... Einelti 11

12 Aðferðir Það sem yfirmaður getur gert á einstaka stigum ágreinings og eineltis Stjórnun ágreinings með það að markmiði að hindra einelti Mörg eineltistilvik verða til út frá hagsmunaárekstrum sem ekki leysast og þróast út í persónulega árekstra, líkt og fram kemur í eftirfarandi líkani: Ágreiningsstiginn: 7. Til verða 3 pólar 6. Fjandskapur festist í sessi 5. Fjandskapur verður til 4. Samræður stöðvast 3. Ágreiningur stigmagnast 2. Ágreiningur færist á persónulegt stig (snýst um persónur frekar en málefni) 1. Hagsmunaárekstur eða e.k. ósamkomulag Fyrir yfirmanninn er mikilvægt að finna út hvar í stiganum ágreiningurinn er staddur. Út frá því getur hann valið viðeigandi úrræði. Á næstu síðum er að finna upplýsingar um þrepastiga eineltis og dæmi um það sem einelti getur gert á einstaka stigum vandans. Þegar yfirmaðurinn grípur ekki inn - vítahringurinn Mikilvægt er að yfirmaður taki á ágreiningsmálum. Því fyrr sem hann grípur inn í því betra. Ef yfirmaður þorir ekki að taka á ágreiningi af ótta við útkomuna, þá öðlast hann aldrei reynslu í stjórnun ágreinings. Hljóti hann ekki slíka reynslu, þá þróar hann ekki hæfni sína. Finnist honum hann skorta hæfni, þá kemur hann sér undan því að taka á ágreiningi. Hann verður óöruggur, óttast að missa stjórn og aðhefst því ekki neitt... Andstæðan við þennan vítahring: Með því að taka á ágreiningi með virkum aðgerðum getur yfirmaður viðað að sér mikilvægri og jákvæðri reynslu. 12 Einelti

13 Þrepastigi (ferli) eineltis Afgerandi viðburður Breyting á valdahlutföllum innan hóps Inngrip af hendi yfirmanna Neikvæður orðstír þolandi stimlaður sem erfiður einstaklingur Starfsslit þolandi yfirgefur vinnustaðinn. Þrep Þróun eineltisins Afgerandi viðburður Breyting á valdahlutföllum Inngrip af hendi yfirmanna Neikvæður orðstír þolandi stimplaður sem erfiður einstaklingur Starfsslit þolandi yfirgefur vinnustaðinn. Heimild: Eva Gemzøe Mikkelsen, 2000 Ferlið getur farið af stað vegna einhverskonar tímamótaviðburðar (t.d. skipulagsbreytingar, sameiningarferlis, sparnaðarráðstafana eða stöðuveitingar) eða meiriháttar ágreinings. Mismunandi væntingar geta skapast í kringum breytinguna. Sumir hafa búist við einni útkomu, aðrir við annari. Ein útkoman verður að veruleika og hóparnir sem áður voru jafnir hafa nú breyst í sigurvegara og tapara. Slíkt getur haft í för með sér að sigurvegarinn auðmýkir taparann eða að taparinn lýsi yfir óánægju sinni og neiti allri samvinnu. Ef til vill gerist þetta hvort tveggja. Þar sem aðilar voru áður ósammála á málefnalegu plani verður ágreiningurinn nú einnig persónulegur. Yfirmaðurinn grípur inn í og tekur málstað annars aðilans, þ.e. sigurvegarans. Sigurvegarinn fagnar þessu og gerir lítið úr taparanum. Þetta getur jafnvel gerst á dulinn og útsmoginn hátt. Taparinn verður þrjóskur og stendur við sitt. Athæfi taparans veldur því að aðrir sjá hann sem erfiðan einstakling. Hann hlýtur hvergi stuðning og verður með tímanum andlega og/eða líkamlega veikur. Hann gefst upp í baráttunni en sigurvegarinn heldur áfram að auðmýkja hann. Að lokum yfirgefur taparinn vinnustaðinn. Einelti 13

14 Aðferðir Möguleikar yfirmanna á að grípa inn á hverju þrepi eineltisins Afgerandi viðburður Breyting á valdahlutföllum Inngrip af hendi yfirmanna Neikvæður orðstír - þolandi stimlaður sem erfiður einstaklingur Starfsslit - þolandi yfirgefur vinnustaðinn. Ræktið starfsumhverfið og komið á jákvæðri/fyrirbyggjandi vinnustaðarmenningu. Leggið áherslu á gott starfsumhverfi og tryggið sameiginlegan grundvöll fyrir þróun og breytingar. Þróun felur í sér breytingar og breytingar hafa bæði kosti og galla. Sjáið til þess að bæði kostir og gallar snerti alla á vinnustaðnum. Forðist að láta ákveðinn hóp tapa og að hópur sigurvegara geri lítið úr þeim sem tapa. Verjið tíma og orku í innanhússfræðslu þar sem þið ræðið skipulag, samvinnu og starfsumhverfi. Gerðu þér í hugarlund hverjir eiga eftir að upplifa breytinguna sem kost og ekki síður hverjir muni sjá upplifa hana sem ókost og að horft hafi verið fram hjá skoðunum þeirra. Gefðu skýrt til kynna að þessum einstaklingum verði ekki gleymt eða að þeir hljóti slæma meðferð. Sjáðu til þess að sá hópur sem tapar hagnist að einhverju leyti á breytingunni og veittu honum mikla athygli á breytingatímabilinu. Þú hefur komist að því að sjónarmið annars aðilans fellur betur að hagsmunum fyrirtækisins og að ekki sé hægt að uppfylla óskir beggja aðila. Talaðu þá við aðilana hvorn fyrir sig og sendu frá þér skýr skilaboð. Mundu einnig að segja frá ástæðum. Ræddu við þann sem hefur borið lægri hlut um hvað hann gæti óskað sér í sambandi við breytingarnar og vertu eins liðlegur og hægt er. Ítrekaðu að þú leggir áfram mikið upp úr góðri samvinnu milli aðilanna. Undirstrikaðu við sigurvegarann að hinn aðilinn geti einnig vel við unað og leitaðu eftir tillögum um það hvað einstaklingurinn geti gert til að bæta stöðuna. Fylgstu náið með þróuninni. Skaðinn er skeður, og nú þarf að aðstoða við endurhæfingu. Gættu þess að vinna ekki gegn þessu markmiði með því að líta á einstaklinginn sem vandamál. Forðastu að persónugera vandann og reyndu að nálgast hann á raunsæjan og uppbyggilegan hátt. Veltu því fyrir þér hvort eineltið hafi með stöðu eða starf þolandans að gera. Hugsaðu t.d. um það hvort nýr einstaklingur í sama starfi hefði fengið sömu meðferð og þolandinn. Ef svo er, hugleiddu þá að skipuleggja starfið öðruvísi. Taktu auðmjúka afstöðu fyrir hönd fyrirtækisins. Undirstrikaðu að fyrirtækið hafi ekki staðið sig nógu vel fyrst að þessi staða hefur komið upp. Þolandinn hefur þjáðst nógu mikið. Ef til vill þarf starfsmaðurinn á tilbreytingu að halda. Ef hann er færður til í starfi, þá þarf slík aðgerð að vera starfsmanninum í hag. Annar möguleiki er að starfsmaðurinn haldi stöðu sinni en verði í náinni samvinnu við einstaklinga sem virða hann og veita honum stuðning. Ræddu við félagana hvernig þeir geti stuðlað að því að fá einstaklinginn inn í hópinn. Ef þér sýnist að einstaklingurinn hafi orðið fyrir andlegum eða líkamlegum skaða getur þú lagt til lækniseða sálfræðihjálp. Þriðji möguleiki er að einstaklingurinn hætti/segi upp. Sjáðu til þess að starfsmaðurinn geti yfirgefið fyrirtækið með virðingu og gangi út í sitt nýja líf með reisn. Bjóddu honum aðstoð við að finna aðra vinnu og námskeið í persónulegri þróun, ef hann sjálfur nefnir slíka möguleika. Hafðu samráð við trúnaðarmanninn ef þú telur að þolandinn hafi borið starfstengdan skaða. Ef svo er, þá ber þér að láta einstaklingnum í té leiðbeiningar um hvernig hann geti borið sig að. Heimild: Eva Gemzøe Mikkelsen, Einelti

15 Myndun, samsetning og siðfræði hópa Það er mönnum eðlislægt að mynda hópa. Í heilbrigðu hópsamfélagi ríkir gott jafnvægi þar sem einstaklingurinn getur tjáð og athafnað sig í samræmi við hæfileika sína og þarfir, og enginn getur misnotað vald sitt gagnvart honum. Í slíkum hópum er oft vel tekið á ágreiningi. Gremja, misskilningur eða reiði kafnar í fæðingu þar sem menn geta rætt óviðunandi atriði og gert eitthvað í málinu ef nauðsyn krefur. Í hópi þar sem góður andi ríkir koma fram fleiri þættir, svo sem úrvinnsla verkefna (stjórnun og framkvæmd), tilfinningaleg stjórnun (mannlegum gildum viðhaldið), andstaða, sjálfsgagnrýni og endurnýjun. Það sem jafnframt einkennir góðan starfshóp er: sameiginleg markmiðasetning sterkri liðsheild samvirkni, þ.e. árangursrík samvinna samkennd og samheldni Siðfræði hópsins Yfirmaðurinn getur aðstoðað vinnuhópinn við að vera meðvitaðri um gildi þess að hafa og framfylgja nokkrum siðareglum. Hópurinn á sjálfur að búa til slíkar reglur en eftirfarandi, en nokkur dæmi um slíkar reglur eru: Við erum opin gagnvart nýjum verkefnum, úrlausnum og tillögum hvers annars. Við leysum verkefnin saman og deilum þekkingu okkar og reynslu. Við komum til móts við hvert annað, sýnum hvert öðru umburðarlyndi og styðjum við væntingar hvers annars um áhugaverða og skemmtilega vinnu. Góð hópsamsetning Yfirmanninum ber að sýna samspili innan hópsins áhuga og ræða við hópinn um það hvernig samvinnan virkar. Yfirmaðurinn getur hindrað einelti með því að tryggja góða hópsamsetningu og að allir í hópnum hafi hlutverk. Yfirmaðurinn getur rætt þetta viðfangsefni við starfsfólkið undir yfirskriftinni Hvað er góður vinnuhópur? og hafið umræður um það hvernig hópurinn getur sinnt verkefnum eins og að útiloka misbeitingu valds og að tryggja samvinnu, sjálfsgagnrýni og þróun. Til þess að tryggja jafnvægi innan hópsins getur einnig verið nauðsynlegt að flytja einstaklinga úr hópnum og bæta öðrum við í staðinn. Sé hópurinn í ójafnvægi er hætt við því að einhverjir lendi undir. Ójafnvægið getur stafað af því að einblínt er á framleiðni, það er að segja góðan afrakstur verkefna, án þess að verkefnin sem slík séu rædd. Allir verða að leggja hart að sér og vinna eftir ákveðnu kerfi. Þeir sem eiga erfitt með þetta verða auðveldlega fórnarlömb. Í þessu dæmi vantar sterkan talsmann fyrir það sjónarmið að vinnan eigi jafnframt að vera eitthvað sem menn hafa löngun til að gera og sé framkvæmanleg á fleiri en einn hátt. Séu markmið starfsins að auki óljós, getur þetta skapað enn fleiri ágreiningsefni. Ójafnvægið getur einnig stafað af því að vinnan sjálf inniheldur fáar eða engar áskoranir. Orkan fer ekki í starfið heldur verður samveran í brennidepli og einnig atriði eins og hverjum líkar við hvern, sem sennilega leiðir til þess að klíkur myndast. Hér geta þau sem standa utan við sterka klíku orðið fórnarlömb. Einelti 15

16 Aðferðir Þegar yfirmaðurinn leggur undirmenn í einelti Yfirmaðurinn er í sterkari stöðu en aðrir í starfshópnum og hefur möguleika á að misbeita valdi sínu gagnvart einstaka starfsmönnum. Í fræðilegri umfjöllun um einelti er því oft haldið fram að yfirmenn séu líklegri en aðrir á vinnustaðnum til að leggja í einelti. Yfirmenn þurfa jú að gera kröfur til starfsmanna sinna, veita þeim endurgjöf og bregðast við slökum árangri. Óhjákvæmilega mun yfirmaðurinn gera einhverja leiða og vonsvikna. Það sem yfirmaður þarf að skoða Það er aðeins eðlilegt að yfirmann langi til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og ná árangri og að hann noti vald sitt í slíkum þeim tilgangi. En mundu að: Yfirmaðurinn er fyrirmynd annarra á vinnustaðnum. Viðmót hans gagnvart öðrum mun veita öðrum innblástur - hvetja aðra til að sýna sams konar viðmót, hvort sem það er gott eða slæmt. Reyndu ávallt að stuðla að því að starfsfólkið hlakki til að mæta í vinnuna. Sýndu starfsmönnum þínum virðingu. Stuðlaðu að því að starfsmenn þróist og nái að blómstra. Ef þú átt erfitt með ofangreind atriði: Myndaðu tengsl við starfsmann sem hefur tilfinningu fyrir mjúku málunum og láttu hann leiðbeina þér. Yfirmaður getur hrint einelti af stað. Hafi hann ekki leynt þeirri skoðun sinni að ákveðinn hafi ekki staðið sig og geti búist við uppsögn eða stöðulækkun, þá getur eftirfarandi gerst: Þeir starfsmenn sem kannski borðuðu hádegisverð með hinum óheppna eða töluðu reglulega við hann útskúfa honum núna. Þeir forðast hann og láta eins og þeir sjái hann ekki. Hegðun þeirra má útskýra með hræðslu, heigulskap eða misskildri hollustu við yfirmanninn: nú er viðkomandi í ónáð hjá yfirmanninum og þar af leiðandi er hann heldur ekki viðeigandi félagsskapur fyrir þá. Aðrir starfsmenn sem þekkja viðkomandi aðeins lítillega horfa á. Þetta er dæmi um einelti sem yfirmaðurinn hefur óbeint kallað fram. Eins og með alla sem leggja í einelti, gildir það um yfirmenn að þeir fá útrás fyrir gremju sína og hræðslu. Yfirmaður sem er hræddur við faglega samkeppni getur tekið upp á því að gera lítið úr duglegum starfsmönnum, árangri þeirra eða menntun. Yfirmaður sem er óöruggur með sjálfan sig getur tekið upp á því að láta það bitna á starfsmönnum í formi ósanngjarnra krafna og niðrandi gagnrýni. Vert er að hafa í huga að athæfi yfirmanna getur stundum borið einkenni eineltis, þ.e. þegar þeir sýna starfsmönnum sínum tillitsleysi sem hugsanlega stafar af því að þeir eru sjálfir undir álagi. 16 Einelti

17 Yfirmaður sem leggur í einelti, gerir lítið úr starfsmanninum, ræðst að virðingu hans og gagnrýnir fagmennsku hans gagnrýnir starfsmanninn í áheyrn annarra (burtséð frá því hvort gagnrýnin er réttlætanleg eða óréttlætanleg) synjar öllu sem starfsmaðurinn segir grefur undan hæfni starfsmannsins og heldur upplýsingum, sem nauðsynlegar eru fyrir framkvæmd vinnunnar, leyndum fyrir honum sýnir starfsmanninum skeytingarleysi og lætur hann afskiptalausan lætur starfsmanninn hafa tilgangslaus verkefni fylgist grannt með starfsmanninum gagnrýnir, skammar eða hæðist að starfsmanni í áheyrn annarra lætur hvað eftir annað álagið sem hann er undir bitna á undirmönnum sínum og sýnir hörku ef starfsmenn leita eftir viðræðum eða hjálp hugsar stíft um það að deildin nái markmiðum sínum, án þess að sýna þeim sem vinna að markmiðunum áhuga eða tillitssemi forðast að vera gagnrýndur og tekur gagnrýni illa kúgar starfsmenn sína með opinberri gagnrýni og reiðiköstum á fundum Yfirmenn sem leggja í einelti hafa slæm áhrif á vinnustaðinn, ekki einungis vegna þess að eineltið gerir vinnustaðinn minna aðlaðandi heldur einnig vegna þess að það bitnar á starfsmönnunum og þar með framleiðni vinnustaðarins, skilvirkni hans og gæðum. Hjá stærri fyrirtækjum hefur einelti einnig neikvæð áhrif á samvinnu milli deilda. Ef yfirmaður, sem er þinn samstarfsfélagi, leggur í einelti... Taktu vel á móti starfsmanni sem snýr sér til þín og kvartar yfir því að félagi þinn leggi menn í einelti. Hlustaðu á kvörtunina og biddu starfsmanninn að nefna dæmi, máli sínu til stuðnings. Segðu starfsmanninum frá möguleikum hans í stöðunni - og þínum eigin möguleikum. Kannski þarf hann að láta málið í hendur trúnaðarmanns. Kannski þarft þú að tala við félaga þinn eða fara ofar í valdastiganum, þ.e. tala við þína yfirmenn. Ræddu við félaga þinn þar sem þú ert talsmaður þolandans og láttu félaga þinn skilja að þú lítur málið alvarlegum augum. Félaga þínum finnst hugsanlega þú fara inn á hans svæði en þú gerir þetta með hag fyrirtækisins í huga. Vilji félagi þinn ekki ræða þetta verður þú að fara ofar í valdastiganum. Ráð til yfirstjórnar hjálp til handa yfirmönnum: fræðsla Skoðaðu vinnustaðinn í heild sinni. Eru vissar yfirmannsstöður sérstaklega erfiðar? Ef svo er, þá getur fyrirtækið getur boðið yfirmönnum í þessum stöðum fræðslu og þjálfun í málamiðlun og stjórnun ágreinings. Almennt er það gott fyrir vinnustaðinn að yfirmenn fái innsýn í mikilvægi þess að stjórna ágreiningi, ýmist í gegnum fræðslu eða einkaþjálfun. Einelti 17

18 Stefna gegn einelti Form og innihald stefnu varðandi einelti Árangursríkt tæki til að hindra og taka á einelti er svokölluð eineltisstefna. Slík stefna hefur tvöfaldan tilgang: Annars vegar gefur hún til kynna afstöðu stjórnenda gagnvart einelti og hefur þar með mikilvægt forvarnargildi. Hins vegar er hún stoðtæki yfirmanna og starfsmanna, þar sem hún gefur leiðbeiningar um það hvernig bregðast skuli við einelti. Komi upp mál þar sem gera þarf umfangsmiklar ráðstafanir er mikilvægt að gerandinn sé upplýstur um það hegðun hans sé ekki liðin á vinnustaðnum og að tekið verði á henni. Fara má ýmsar leiðir til að koma á stefnu gegn einelti. Valið getur staðið á milli þess að: útbúa stefnu sem gagngert varðar að einelti og fella hana inn í starfsmannastefnuna tengja forvarnir gegn einelti við starfsmannastefnu eða gildi fyrirtækisins tengja eineltisstefnu við heildarstefnu fyrirtækis kortleggja einelti með aðferðum eins og vinnustaðagreiningu Stefnuyfirlýsing Til þess að festa stefnuna í sessi og tryggja trúverðugleika hennar, er gott að hefja hana með sérstakri yfirlýsingu. Stefnuyfirlýsing (dæmi): Við álítum einelti óviðunandi í okkar fyrirtæki. Við viljum vera virk í því að hindra einelti og grípa inn í ef einelti á sér stað. Við munum taka kvörtunum vegna eineltis alvarlega. Við munum rannsaka þær gaumgæfilega og fylgja þeim eftir og gera nauðsynlegar ráðstafanir. Styðja má stefnuyfirlýsinguna með gildum fyrirtækisins, svo sem að sýna beri öllum starfsmönnum virðingu og umburðarlyndi að vinnugleði og virðing hjálpi til við að laða að og halda áhugasömu og hæfu starfsfólki Í þessum bæklingi verður sjónum beint að fyrsta möguleikanum. Farið er í það hvernig móta má eineltisstefnu, hvað hún þarf að fela í sér, hverjir eiga að vinna að henni og hvernig megi framfylgja henni. 18 Einelti

19 Skilgreining á einelti Skilgreining á einelti þarf að fjalla um hegðun en ekki um einstaklinga sem sýna hegðunina. Á þennan hátt er viðurkennt að einelti getur stafað af hugsunarleysi. Forðast verður að stimpla einstakling, þar sem slíkt getur haft í för með sér að viðkomandi fari í baklás og/eða að ágreiningur stigmagnist. Einelti getur verið hluti af vinnustaðarmenningunni. Ef svo er, þá er mikilvægt að endurskoða menninguna. Einelti þarf ekki að koma við alla. Sumir taka varla eftir því, aðrir eru með þykkan skráp og enn aðrir geta bitið frá sér. Þó er ekki æskilegt að sjá aðeins vandamál í tilvikum þar sem þolandinn getur ekki varið sig og verður andlega og/eða líkamlega veikur. Það verður að slá því föstu að einelti sé almennt óviðunandi. Vinna þarf gegn athæfinu og breyta því. Skilgreining gæti litið svona út: Miðlæg og staðbundin stefna Mikilvægt er að yfirstjórn komi almennri skilgreiningu skýrt á framfæri í meginstefnu fyrirtækisins. Á stærri vinnustöðum með breytilegri vinnustaðarmenningu getur verið nauðsynlegt að laga skilgreininguna að hverri starfsdeild. Líkt og menn eru ólíkir þá er einnig munur á milli deilda og munur á siðferði og þolmörkum starfsmanna. Mikilvægt er að stefna falli að menningu hvers vinnustaðar/starfsdeildar og að starfsmönnum finnist þeir eiga í henni. Um leið þarf að koma fram í stefnunni hver það er sem ber ábyrgð á því að henni sé framfylgt. Kvartanir og viðbrögð við einelti Í stefnu þarf að koma skýrt fram hvert starfsmenn geta leitað og hvernig þeir eiga að bera sig að, verði þeir fyrir einelti. Einnig þarf að koma skýrt fram hvaða aðgerðir koma til greina þegar mál eru tilkynnt. Þá þarf að upplýsa þolendur um það hvað getur gerst ef þeir kvarta; hvaða afleiðingar kvörtunin getur haft á fyrirtækið. Einelti snýst um: ítrekaðar árásir á starfsmann eða starfsmenn sem ekki byggja á málefnalegum grunni heldur þjóna tilgangi sem vinnustaðurinn getur ekki liðið (þ.e. að móðga, niðurlægja eða særa starfsmanninn). Einelti felur í sér: að grafið er undan virðingu einstaklings, bæði sem starfsmanns og sem manneskju. neikvæð áhrif á árangur starfsmanna, afkomu fyrirtækis og orðstír þess. Einelti 19

20 Stefna varðandi einelti Ferlið Á flestum vinnustöðum er ef til vill ekki skýrt tilefni til að móta stefnu gegn einelti. Þegar farið er af stað með stefnumótandi vinnu er því ráðlegt að útskýra fyrir starfsmönnum hugmyndir yfirmanna og væntingar þeirra gagnvart stefnunni. Þá getur einnig verið ráðlegt að skoða jákvæða reynslu vinnustaðarins af breytingum og hafa slíka reynslu að leiðarljósi. Ef það er áþreifanlegt tilefni... Stefnur eru oft mótaðar til að bregðast við áþreifanlegum vandamálum. Þannig er mögulegt að stefna gegn einelti sé mótuð sem andsvar við áþreifanlegu dæmi eða dæmum sem menn vilja forðast að endurtaki sig. Fyrirtækið getur hér með tekið á sig sökina fyrir það að illa fór en um leið undirstrikað að allir verði í sameiningu að hjálpast að við að hindra ný tilvik. Allir geta orðið sammála um að þau atvik sem átt hafa sér stað séu dapurleg og óviðunandi. Myndun vinnuhóps Eins og í upphafi annarra verkefna getur verið góð hugmynd að mynda vinnuhóp, samsettan af einstaklingum úr mismunandi deildum eða úr einni deild og þá bæði af stjórnendum og almennum starfsmönnum. Vinnuhópurinn getur: mótað og sett fram hugmyndir og tillögur gert drög að stefnu rætt stefnuna við baklandið aðstoðað við að kortleggja vandann og skapa umræðu um einelti tekið þátt í því að miðla endanlegri útgáfu af stefnunni Svona byrjum við Notið ykkar eigin vinnustað sem útgangspunkt. Fáið hugmyndir frá öðrum en forðist að afrita stefnu annarra. Skoðið hvernig vinnustaðurinn fer vanalega af stað í verkefnum. Það getur verið í gegnum vinnustaðagreiningar eða einhvers konar hópastarf (t.d. rýnihópavinnu). Veljið þá leið sem vanalega virkar! 20 Einelti

21 Stefnu hrundið í framkvæmd Til að tryggja að einelti verði tekið alvarlega í fyrirtækinu getur verið ráðlegt að gera einn starfsmann ábyrgan fyrir málum sem upp koma. Þessi starfsmaður þarf að hafa stöðu og myndugleika til að höndla allar kvartanir sem berast. Þessi aðili getur verið yfirmaður úr miðlægu sviði fyrirtækisins eða manneskja sem almennt nýtur virðingar innan fyrirtækisins. Fræðsla Stjórnendur, trúnaðarmenn og jafnvel allir starfsmenn geta fengið þjálfun og fræðslu á sviðum er tengjast eineltisstefnunni, s.s. í stjórnun ágreinings og málamiðlun. Þá er mikilvægt að starfsmaðurinn hafi eftirfarandi eiginleika: lýðræðislegt viðhorf persónuleg heilindi persónulegan áhrifamátt Það er mjög mikilvægt er að þennan einstakling langi til að taka verkefnið að sér. Viðkomandi má gjarnan vera einstaklingur sem þegar er virkur og finnst viðfangsefnið mikilvægt fyrir vinnustaðinn. Verkefni þessa aðila, ábyrgð og hlutverki þarf að lýsa í eineltisstefnu fyrirtækisins. Hlutverk yfirmanna og trúnaðarmanna Yfirmenn verða að læra að greina einelti og að grípa inn í þegar nauðsyn krefur. Þeir verða einnig að geta tekið við kvörtunum, hlustað, skilið, komið aftur á skynsamlegum samskiptum milli ágreiningsaðila, samið, sætt deiluaðila og sýnt dómgreind. Enn fremur verða þeir að geta gert nauðsynlegar ráðstafanir þannig að tilefnið til kvörtunarinnar hverfi. Síðast en ekki síst verða yfirmennirnir að læra að forðast athæfi þar sem þeir sjálfir leggja menn í einelti. Þeir eiga að þola það að starfsfólk gagnrýni þá fyrir neikvæða framkomu og einelti og fara í uppbyggilegar viðræður um hvernig má breyta framferði þeirra til hins betra. Sé ekki hægt að meðhöndla kvörtunina almennilega í deildinni - t. d. af því að málið er flókið eða prinsipmál eða af því að það er einmitt yfirmaðurinn sem er verið að kvarta út af, þá getur starfsmaðurinn snúið sér að næsta yfirmanni. Varðandi hlutverk trúnaðarmanna má segja að þeir eiga að kunna það sama og yfirmennirnir þannig að þeir séu hæfir til að fást við ágreining og að fyrirbyggja einelti. Einelti 21

22 Eftirfarandi aðilar tóku þátt í gerð þessa bæklings: Mogens Agervold, prófessor Psykologisk Institut Århus Universitet Annie Høgh, seniorforsker, cand. psych. Arbejdsmiljøinstituttet Anne-Grete Jelstrup, rithöfundur Lisette Jespersen, cand. psych. Jespersen & Laursen, starfs- og félagssálfræðingar Lise Keller, verkefnisstjóri Arbejdsmiljøsekretariatet Rigmor Laulund, faglegur meðferðaraðili HK Århus Hans-Otto Loldrup, ritstjóri 22 Einelti

23 Ef þig langar að vita meira Heimildaskrá Ståle Einarsen, Helge Hoel, Dieter Zapf and Cary L. Cooper, Bullying and Emotional Abuse in the Workplace, Taylor & Francis, ISBN Ståle Einarsen og Eva Gemzøe Mikkelsen, Mobning i arbejdslivet. Hvad er det og hvad ved vi om det?, Ritdóm í tímaritinu Nyt om ARBEJDSLIV, nr. 1, 2000, Annie Høgh, m.fl., Mobning på arbejdspladsen - En kritisk gennemgang af dansk og international forskningslitteratur, En værktøjskasse om mobning, Branchearbejdsmiljørådet for service- og tjenesteydelser, 2002, Anne-Grete Jelstrup & Hans-Otto Loldrup, De onde og de dumme. En bog om destruktiv ledelse, Frydenlund. ISBN Seks værktøjer fra BAR FOKA; Konflikthåndtering, Forandringer på arbejdspladsen, Manglende indflydelse, Den vanskelige samtale, Fravær og personalegennemtræk og For stort arbejdspres. Sjá ritin á: Þau eru til sölu hjá ASC sími Leiðbeiningar danska vinnueftirlitsins D.4.2, 2002, Mobning og seksuel chikane, Beskæftigelsesministeriets bekendtgørelse nr. 492 af 20. juni 2002 om arbejdets udførelse 9a (om mobning og seksuel chikane) og kapitel 2a (om arbejdspladsvurdering) AMI s spørgeskema til kortlægning af psykisk arbejdsmiljø. Arbejdsmiljøinstituttet, At-vejledning D.4.1, 2000, Kortlægning af psykisk arbejdsmiljø og At-meddelelse Voldsrisiko i forbindelse med arbejdets udførelse, 1997, Lise Keller, Undgå chikane på jobbet, 2002, Grein á Komiteen for Sundhedsoplysning, Mobning på arbejdet - til den mobningsramte og arbejdspladsen, 2003, Hver er BAR FOKA? Branchearbejdsmiljørådet Finans / Offentlig Kontor & Administration (FOKA) samanstendur af fulltrúum frá vinnuveitendum og starfsmönnum. Hópurinn skipuleggur aðgerðir sem geta bætt efnislegt og sálfélagslegt starfsumhverfi í geiranum. Í BAR FOKA sitja fulltrúar frá eftirfarandi stofnunum Finansministeriet Kommunernes Landsforening Amtsrådsforeningen Københavns Kommune Frederiksberg Kommune Finanssektorens Arbejdsgiverforening Akademikernes Centralorganisation fi ing á íslensku: SSF me leyfi útgefenda. A sto vi fl ingu og fræ ilega sta færslu texta: Dr. Brynja Bragadóttir Útgefandi: BAR FOKA Samantekt: BAR FOKA og Andersen Management International A/S, sími Hönnun: Bysted A/S Prentun: Quickly Tryk Hefti er prenta á umhverfisvænan pappír Mynd: Bysted A/S Upplag: Copyright: Afrita má hefti ef heimild kemur greinilega fram. Ekki má afrita til notkunar í atvinnuaugnami i Sækja má hefti á dönsku á netinu: Materiale_mobning/Mobning.aspx ISBN Vörunr Prentvinnsla: ODDI umhverfisvottuð prentsmiðja Einelti 23

24 Áherslur í starfi SSF Kjarasamningur tryggir samkeppnishæf kjör og betri lífeyrisréttindi Launa- og kjarakannanir auðvelda félagsmönnum að meta eigin stöðu Ráðgjöf í álitamálum um laun, kjör og lífeyrisréttindi Jafnréttismál og fjölskylduvænn vinnutími auka lífsgæði félagsmanna Menntunarsjóður styður félagsmenn til símenntunar sem eykur verðmæti þeirra á vinnumarkaði Styrktarsjóður til forvarna og stuðnings í veikindum Gott samstarf við fyrirtækin, aðildarfélög og trúnaðarmenn Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, vilja með útgáfu þessa vandaða rits um einelti undirstrika þá ríku ábyrgð sem stjórnendur og fyrirtæki bera á því að fyrirbyggja að einelti geti þrifist á vinnustöðum. Jafnframt vill SSF leggja áherslu á mikilvægi þess að efla og viðhalda jákvæðu andrúmslofti sem ómissandi hluta af árangursríku vinnuumhverfi. Nethyl 2 E 110 Reykjavík Sími: Fax: Netfang: Veffang:

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir. á vinnustöðum Reykjavíkurborgar ÁREITNI OG EINELTI

Viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir. á vinnustöðum Reykjavíkurborgar ÁREITNI OG EINELTI Viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir á vinnustöðum Reykjavíkurborgar ÁREITNI OG EINELTI 1 Efnisyfirlit Ávarp borgarstjóra 3 1. Starfsmannastefna 4 2. Í hverju felst einelti, kynferðisleg áreitni og önnur

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK STOFNUN STJÓRNSÝSLUFRÆÐA OG STJÓRNMÁLA Í SAMRÁÐI VIÐ STARFSMANNASKRIFSTOFU FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS UPPHAFLEGA GEFTIÐ

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Sådan A. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan A.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan A Efnisyfirlit Kynning 3 Tafla 4 Jeg og min familie 5 Postkort fra Island 6 Mad 8 Kalender 9 Min fødselsdag 11 Jul i Danmark 12 Regning-

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Hvað er kennitöluflakk?

Hvað er kennitöluflakk? Hvað er kennitöluflakk? Kennitöluflakk felur í sér að viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum þróun norrænna fjölskyldumiðstöðva

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Indsatser for udsatte unge

Indsatser for udsatte unge Gode eksempler fra det nordiske arbejdsmarked dansk íslenska norsk svensk suomi 2 Gode eksempler fra det nordiske arbejdsmarked Forord 5 På tværs af casene 6 Formáli 11 Það sem dæmin eiga sameiginlegt

Læs mere

SAG 203. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn. Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson

SAG 203. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Verkefnasafn. Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson SAG 203 Nýir tímar Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta Verkefnasafn Gunnar Karlsson Sigurður Ragnarsson Netútgáfa Mál og menning Reykjavík 2007 1 Nýir tímar. Saga Íslands og

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000. LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift

Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000. LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000 LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift HANDSKRIFT VIÐ ALDAMÓTIN 2000 Håndskrift ved år 2000 Leiðbeining unnin af Nordisk Idégruppe for Håndskrift Útgafan

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

FORMENNSKA NOREGS 2017

FORMENNSKA NOREGS 2017 FORMENNSKA NOREGS 2017 1 Formennska Noregs 2017 ISBN 978-92-893-4698-6 (PRINT) ISBN 978-92-893-4699-3 (PDF) http://dx.doi.org/10.6027/anp2016-764 ANP 2016:764 Norræna ráðherranefndin 2016 Umbrot: Mette

Læs mere

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Grammatik Námsgagnastofnun 1 Grammatik ISBN 9979-0-0988-8 2005 Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir 1. útgáfa

Læs mere

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI F R A M K VÆ M D A D E I LD SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Þ Ó R A R I N N M A G N Ú S S O N V E R K F R Æ Ð I N G U R Efnisyfirlit Formáli bls. 2 Inngangur bls. 3 Kafli 1 - Eldvarnir bls. 5 Kafli 2 - Félags-

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012

Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012 Alþingi Erindi nr. Þ 140/2482 komudagur 15.5.2012 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Reykjavík, 18. febrúar 2012 Efni: Umsögn Skjásins ehf. vegna breytinga á lögum um Ríkisútvarpið

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere