05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN"

Transkript

1 EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN 24 / HEIMILDIR

2 STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD Kolbrún Vigfúsdóttir Reykjavík, 2005 Hönnun: A4/Helga Gerður Magnúsdóttir Prentun: Svansprent...? Útgáfa handbókarinnar er styrkt af Vísindasjóð i Félags leikskólakennara. 2 / STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD

3 INNGANGUR Börn af erlendum uppruna eru stækkandi hópur í leikskólanum og með honum koma ný og spennandi verkefni inn í starf leikskólans, auk þess eykur hann mannlífsflóruna í leikskólanum öllum til gagns og gamans. Eitt af hlutverkum leikskólans gagnvart þessum hópi er að kenna börnunum íslenska tungumálið. Ef ná á árangri í kennslu og örvun íslenskunnar er nauðsynlegt að fylgjast með framförum barnanna í nýja tungumálinu. Stöðluð próf henta illa til að meta stöðu og framfarir barna sem eru að tileinka sér annað tungumál og því er nauðsynlegt að tileinka sér leiðir sem taka tillit til þeirra mörgu þátta sem geta haft áhrif á máltöku og framfarir í nýja tungumálinu. STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD / 3

4 EFNI HANDBÓKAR Þessi handbók er ætluð leikskólum sem hjálpartæki við að meta stöðu og framfarir barna af erlendum uppruna í íslensku. Hér er ekki um að ræða próf, heldur byggist aðferðin á skráningu á atferli og málnotkun barnanna. Aðferðin byggist á einföldu módeli og gefnar eru fjórar hugmyndir um hvernig hægt er að vinna skipulaga að skráningu á málþroska og atferli barnanna. Handbókinni fylgja listar sem hægt er að nota við að skipuleggja og halda utan um skráninguna. Í upphafi handbókarinnar eru sett fram nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar meta á máltöku annars tungumáls. SKÝRINGAR Á NOKKRUM HUGTÖKUM SEM NOTUÐ ERU Í HANDBÓKINNI >> Móðurmál, stundum nefnt fyrsta tungumál. >> Annað (önnur) tungumál, hér er átt við tungumál sem einstaklingurinn lærir á eftir móðurmálinu. >> Tvítyngd börn, hér er átt við börn sem eiga annað móðurmál en íslensku og eru að tileinka sér íslensku sem annað tungumál. >> Yrt samskipti, hér er átt við samskipti milli kennara og barns þar sem lögð er áhersla á talað mál. >> Heimamenning, hér er átt við menningu og gildi foreldra sem börnin alast upp við. >> Þögla tímabilið, þegar börn koma inn í nýtt málumhverfi eru þau stundum þögul í vikur eða mánuði. 4 / STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD

5 Skráning sem mat á færni og framförum barna í nýju tungumáli er ekki tæki, það er ferli sem stöðugt er í gangi. MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS Að tileinka sér nýtt tungumál er stórt verkefni fyrir ung börn og margir þættir geta haft áhrif á það ferli. Þar má m.a nefna persónuleika og sjálfstraust barnsins, félagslegar aðstæður, móðurmál og menningarlegan bakgrunn fjölskyldunnar. Stöðu og framfarir barns sem er að tileinka sér annað tungumál er ekki hægt að meta á sama hátt og þegar um máltöku móðurmáls er að ræða. Mikilvægt er líka að hafa í huga að máltaka barna sem eru að tileinka sér tvö eða fleiri tungumál í einu getur tekið lengri tíma. Ekki er nóg að fylgjast eingöngu með máltöku eins tungumáls, það gefur takmarkaðar upplýsingar um málþroska barnsins. Þess vegna er nauðsynlegt að vera í góðu sambandi við foreldra og fá upplýsingar frá þeim um málþroska barnsins. Hvað á að meta - hvað vil ég vita um þetta barn? MÁLÞROSKI ER TENGDUR MÖRGUM ÞROSKAÞÁTTUM Þegar meta á færni og framfarir barns sem er að læra annað tungumál er mikilvægt að horfa á fleiri þroskaþætti en málþroska.vandamál sem tengjast vitsmunaþroska, félags- og tilfinningaþroska og líkamlegum þroska hafa áhrif á máltöku bæði móðurmáls og annars tungumáls. Möguleiki barns til að efla vitsmunalega færni sína getur takmarkast tímabundið vegna vanhæfni til að skilja og nota tungumálið, einnig getur félags- og tilfinningaþroska barns skort örvun þar sem barnið nýtur ekki eðlilegra samskipta við önnur börn. Jafnvel getur líkamlegur þroski tafist vegna þess að barnið hefur ekki áhuga á, eða þorir ekki að leika við önnur börn. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með færni barnsins á öllum þessum sviðum, þar sem allar þroskaþættir eru tengdir og háðir hver öðrum. Hæfileikinn til að tjá sig og skilja aðra er kjarninn í hugtakinu málþroski.virðist einfalt, STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD / 5

6 en þetta er líka færni sem aldrei er fullkomnuð. Góður málþroski og kunnátta í öðru tungumáli inniber að geta í töluðu og rituðu máli tjáð það sem maður vill tjá, ekki bara það sem maður getur tjáð. Allir sem reynt hafa vita hvernig upplifun það er að geta aðeins sagt það sem maður kann en ræður ekki við að segja allt það sem maður vill segja. MÓÐURMÁL OG HEIMAMENNING Góður grunnur í móðurmáli, einu eða tveim, er undirstaða þess að börn geti tileinkað sér nýtt tungumál á auðveldan og árangursríkan hátt, en börn alast líka upp við mismunandi heimamenningu sem einnig hefur áhrif á máltöku þeirra á nýja tungumálinu. Ekki má líta á það sem vandamál þegar barnið talar ekki íslensku af sömu færni og innfædd börn á sama aldri. Rangur framburður er ekki talgalli, barn sem hefur af einhverjum ástæðum ekki fullkomna færni til að nota nýja tungumálið í samskiptum á ekki við vandamál að stríða. Margar orsakir geta valdið því að barn virðist seint til að tileinka sér nýja tungumálið, t.d. lítil málörvun á móðurmálinu og/eða nýja tungumálinu. Einnig getur andleg líðan barnsins eða félagslegar aðstæður fjölskyldunnar haft áhrif á máltökuna. Nauðsynlegt er að horfa á alla þessa þætti þegar reynt er að meta stöðu og framfarir barna í íslensku sem öðru tungumáli. Eitt sem mikilvægt er að gera sér grein fyrir þegar meta á tvítyngt barn er að skoða hvaða skyldleiki er milli móðurmáls barnsins og íslenskunnar, t.d. málfræði, framburður, stafróf og hljóðkerfi. Það sem á við um einn, á ekki endilega við um annan. Mannleg samskipti litast af menningarlegum bakgrunni og það sem einn kallar góð samskipti hefur ekki sömu merkingu hjá öðrum, þetta er einnig mikilvægt að hafa í huga því börn frá öðrum heimsálfum hafa e.t.v. vanist annarri framkomu við kennara og /eða leikfélaga en því sem þekkist hér á landi. Börn 6 / STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD

7 geta alist upp við að það sé óviðeigandi að hefja samræður eða horfa beint í augu fullorðinna og einn getur þurft lengri tíma en annar til að svara spurningum fullorðinna. Þannig mætti áfram telja en mikilvægast er að gera sér grein fyrir að allir eru einstakir og allir eiga sér bakgrunn sem er einstakur. Einnig er gott að hafa í huga að hefðir í málörvun barna eru ekki eins hjá öllum sem og samskipti barna og fullorðinna almennt. Frásagnaraðferðir og samræður geta líka verið menningarbundnar. Börn þurfa aðstæður þar sem tækifæri gefst til að segja frá, hlusta og spyrja spurninga. MÁLUMHVERFI Barn lærir nýtt tungumál af öllu því sem það heyrir og sér í leikskólanum og í samskiptum við kennara og börn í öllu almennu starfi. Leikskólinn þarf að bjóða börnum gott og hvetjandi málumhverfi,þar sem þau fái tækifæri til að nota tungumálið, segja frá, hlusta, gera grein fyrir hugmyndum og hugsunum, ræða saman og skiptast á skoðunum. Í stórum og smáum hópum, með jafnöldrum og fullorðnum. Barn sem ekki segir frá af eigin frumkvæði, gerir það e.t.v. ef það fær hvatningu, því það krefst sjálfsöryggis að þora að reyna og taka þarf tillit til þess að þar getur oft verið um mikinn mun að ræða milli einstaklinga. Einstaklingar eru misjafnir, einn er sjálfsöruggur meðan annar er óöruggur. Kennarinn þarf að spyrja sig. Hversu vel þekki ég börnin. Gef ég hverju barni nægan tíma. Tek ég eftir framförum barnanna og leyfi ég þeim að þróast eftir getu og áhuga hvers og eins.tek ég tillit til heimamenningar barnanna, hvernig er samstarf mitt við foreldra. Met ég mína eigin frammistöðu. STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD / 7

8 boðskapur sendur rangt svar boðskapur sendur aftur rétt svar boðskapur skilinn MATSAÐFERÐIR Stöðluð próf henta illa eða ekki til að meta færni og framfarir barns sem er að tileinka sér nýtt tungumál. Í fyrsta lagi skilur barnið lítið eða ekki það tungumál sem notað er í prófinu. Í öðru lagi getur verið um ólíka bakgrunnsmenningu að ræða sem veldur því að barnið skilur ekki eða vill ekki taka þátt í þeim verkefnum sem lögð eru fyrir.auk þess er hætta á að barnið og/eða sá sem prófar kunni ekki að lesa óyrt atferli hvors annars, slíkt getur leitt til misskilnings af beggja hálfu. Öll þessi atriði geta valdið því að barnið kemur ekki vel út úr prófi. Þegar um er að ræða börn eða fullorðna sem ekki hafa fullt vald á íslensku er mikilvægt að fullvissa sig um að boðskapurinn sé rétt skilinn af báðum, sendanda og móttakanda. Þess vegna benda margir á að skráning á atferli barnsins og færni þess til að nota tungumálið sé betri leið til að safna upplýsingum um daglegt nám og starf barnsins. Slík skráning er síðan notuð til að leggja mat á stöðu og framfarir barnsins í nýja tungumálinu. Skráningin gefur auk þess betri möguleika á að mæta þörfum einstaklinganna og aðstæðum á hverjum stað. Kennarar og leiðbeinendur í leikskólanum geta aðlagað aðferðina eftir því sem hentar skipulagi í leikskólans. Hver leikskóli velur sínar leiðir við skráningu, eftir því sem hentar hverjum og einum. Þar sem því verður við komið er gott ef þeir starfsmenn sem vinna með barninu geta komið á einn eða annan hátt að því verkefni að safna upplýsingum. 8 / STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD

9 Öðrum hentar betur að einn starfsmaður sjái um þessa skráningu, en betur sjá augu en auga og því er mikilvægt að fá sýni fleiri en eins á færni og framkomu barnsins. Skýr mynd af stöðu og framförum barns fæst því aðeins að þær upplýsingar sem gengið er útfrá séu fengnar bæði í leikskólanum og frá foreldrum barnsins. Margir leikskólakennarar hafa það fyrir reglu að gera athuganir og skráningu á atferli barnanna í leik og starfi, s.s. hvernig þau tala og tjá sig, hvernig þau vinna ein eða í hópi og hvaða þekkingu og færni þau eru að þroska. Með þjálfun getur kennari náð leikni í að gera athuganir og mat á framförum barns í öðru tungumáli. Útfrá þekkingu sinni á máltöku móðurmáls getur kennarinn áætlað hvaða útkomu er eðlilegt að vænta miðað við aldur barnsins, en auk þess þurfa kennarar að hafa nokkra þekkingu á máltöku annars tungumáls og hvernig börn tileinka sér annað tungumál á mismunandi hátt. Við mat á börnum sem eru að læra annað tungumál er nauðsynlegt að taka tillit til viðhorfa sem tengjast menningu foreldra og geta haft áhrif á það hvernig börn leika sér, læra og tengjast öðru fólki. Athugandinn þarf því að kynna sér heimamenningu barnsins eins vel og mögulegt er til að geta mætt barninu og skilið atferli þess. Óyrt skilaboð frá börnum sem eiga ólíkan menningarbakgrunn eru oft misskilin t.d. er það ekki einhlítt að börn horfi í augu fullorðinna þegar talað er við þau. STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD / 9

10 HVAÐ - HVERNIG Hvaða gögnum á að safna? Nauðsynlegt er að safna fjölbreyttum gögnum um barnið í daglegum leik og starfi leikskólans. Skoða þarf málnotkun, atferli, verklega færni og aðra þekkingu barnsins í leikskólanum.tekur barnið eðlilegan þátt í leik, á hverju byggist þátttaka barnsins, tekur barnið þátt í samræðum, skilur það fyrirmæli. Hvernig eru teikningar og annað skapandi starf sem barnið vinnur með. Þó barn tjái sig ekki með orðum, þarf kennarinn að skrá hvort honum sýnist barnið skilja það sem sagt er við það, getur það svarað á viðeigandi hátt eða ekki. Þetta er sérstaklega mikilvægt gagnvart börnum sem eru að læra annað tungumál og eru á því sem kallað er þögla tímabilið. Á því tímabili tala börnin lítið eða ekkert en skilningur þeirra er að þróast og þau eru að safna þekkingu um nýja tungumálið. Auk þess að safna upplýsingum um barnið í leikskólanum, er nauðsynlegt að byggja upp gott foreldrasamstarf þar sem traust ríkir milli foreldra og leikskóla það eykur líkurnar á að leikskólinn fá réttar upplýsingar um barnið. Foreldrar gefa mikilvægar upplýsingar um máltöku móðurmáls, persónuleika, félagslega færni og almennan þroska auk margs annars, sem allt skikptir máli fyrir máltöku annars tungumáls. SKIPULAG OG FRAMKVÆMD Kennarahópurinn reynir að finna auðvelda og árangursríka leið til að safna upplýsingum og koma sér saman um hvað henti hverjum og einum best. Öruggt þarf að vera að öllum börnum sé veitt athygli, alltaf er viss hætta á að hljóðu börnunum sé ekki gefin nægur gaumur. Meginregla við söfnun upplýsinga er að kerfið sé einfalt og auðvelt í notkun. Ef gerð er skynsamleg áætlun, ætti kennarinn að geta þróað einfalt kerfi til að ná fram markmiðunum. Árangursrík aðferð er að gera athugun þar sem fylgst er með og skráðar upplýsingar um einn þátt í einu, t.d. orðaforða eða málskilning, einnig þurfa kennarar að temja sér að hripa niður stutt minnisatriði um barnið, þegar þeir sjá eða heyra eitthvað nýtt eða athyglisvert í tali barnsins eða atferli. Gott er að taka upp á hljóðsnældu eða myndband, sýnishorn af máli barnsins til að geta skoðað hvort framburður, orðaforði og málfræði þróast viðeigandi hátt. Skipulag og framkvæmd mats á stöðu og framförum barns sem er að tileinka sér íslensku sem annað tungumál má hugsa sem hring. (Sjá módel) 10 / STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD

11 MÓDEL 1. áætlun einstaklingsnámskrá söfnun gagna niðurstaða / mat foreldraviðtal 4. skráning 1. ÁÆTLUN Byrjað er á því að skoða stöðu barnsins. Hvað er barnið gamalt? Hvað er það búið að vera lengi í leikskólanum? Hvert er móðurmál barnsins? Er barnið tvítyngt (ísl/erlent tungumál) eða eintyngt (erlent tungumál) Gera sér mynd af barninu, hver er líkleg staða þess í íslensku? Gerð síðan áætlun um hvaða upplýsingum á að safna, á hvað löngum tíma, hvenær á að safna þessum upplýsingum, hvernig á að safna þeim og hver safnar upplýsingunum. 2. SÖFNUN GAGNA Hvaða upplýsingum á að safna? Ákveða þarf hvaða upplýsingum á að safna, um orðaforða, málskilning, félagslega færni o.s.frv. Hvað á skráningin að ná yfir langan tíma, vikur eða mánuði. Hvenær á að safna þessum upplýsingum, í leikstundum, vinnustundum, matartíma o.s.frv. Hvaða aðferðir á að nota við skráninguna, (sjá aðferðir við að safna gögnum bls. 14). Hver á að sjá um skráninguna. Fyrst og fremst er lögð áhersla á að safna upplýsingum um hvernig barnið notar tungumálið, en auk þess upplýsingum um félagsleg samskipti, verklega færni o.fl. Rétti tíminn? Að finna tíma getur reynst vandi, þar sem allir hafa yfrið nóg að gera og margar aðrar skyldur. Í byrjun ætti bara að gera fáar athuganir á viku en þegar starfsfólk er orðið vant getur það fjölgað þeim. Hvernig á að gera? Algeng mistök eru að ætla sér að gera of mikið. Ekki reyna að fylgjast með of mörgum börnum í einu og ekki taka fyrir of mörg atriði. Tvö til fjögur börn í hverri viku þar sem eitt atriði er skoðað fyrst og fremst t.d. orðaforði, málskilningur, málfræði. Mikilvægt er að afmarka verkefnið vel. Leggja þarf áherslu á að safna upplýsingum um hvernig barnið notar tungumálið í og við hinar ólíkustu aðstæður. Hvernig það leitar upplýsinga, gefur STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD / 11

12 upplýsingar, hvernig það nær fram markmiðum sínum og óskum. Hvernig það nær athygli og hvernig það notar tungumálið sér til skemmtunar. Færni í að tjá sig með orðum er ekki eitthvað sem maður annað hvort getur eða getur ekki, það er færni sem heldur áfram að þroskast og þróast eða af einhverjum ástæðum gengur til baka eða tekur óvænta stefnu. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast með framförum barnsins í yrtum samskiptum þar sem þau skipta miklu máli fyrir máltöku annars tungumáls. Auk athugana (skipulagðra og óskipulagðra) á framförum barnsins er nauðsynlegt að skipuleggja öðru hvoru aðstæður þar sem kennarinn skoðar heildar færni barnsins til að nota tungumálið og hversu góðan málskilning það hefur. Sérstaklega á þetta við um elstu börnin í leikskólanum. Hvaða aðferð sem maður notar er mikilvægt að athuganir séu skráðar og hver og einn verður að finna sína leið við að skrá eins kerfisbundið og mögulegt er. Hver og einn verður líka að skapa sitt eigið kerfi s.s. skammstafanir, merki um endurteknar athafnir o.s.frv. Þegar kennarinn hefur skapað sitt eigið kerfi verður starfið léttara og tekur minni tíma. Að þróa árangursríkt mat er ekki endilega auðvelt og algengustu mistökin eru að reyna að gera of mikið í einu. 3. FORELDRAVIÐTAL Mat á færni og framförum barnsins byggist á ítarlegum upplýsingum um barnið, þar með talið upplýsingum frá foreldrum um hvernig barnið er statt í máltöku móðurmálsins, hvaða aðferðir foreldrar nota til að viðhalda móðurmálinu. Foreldrar fá upplýsingar frá leikskólanum um hvernig barninu gengur að tileinka sér íslensku og hvað leikskólinn telur æskilegt að leggja áherslu á í því sambandi. 4. SKRÁNING GAGNA Hver nemandi hefur sína möppu. Í möppunni er allar þær upplýsingar sem safnað hefur verið yfir ákveðið tímabil. Það eru upplýsingar sem fengnar eru með atferlisathugunum, viðtölum, allar nótur sem kennarar hafa tekið niður í daglegu starfi, myndir sem barnið hefur teiknað, sögur og ljóð sem það hefur samið, myndir og upplýsingar frá foreldrum. Á eins til þriggja mánaða fresti eru gögnin greind, listuð upp og skráð umsögn um stöðu barnsins. 12 / STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD

13 5. NIÐURSTAÐA - MAT Þegar umsjónakennari barnsins hefur greint innihald möppunnar tekur hann niðurstöður og metur stöðu barnsins og framfarir í íslensku út frá þeim. Sérstaklega er mikilvægt að skoða hvað barnið getur og kann. Á því þarf áframhaldandi vinna að byggjast. Kennarinn verður að meta færni og framfarir barnsins með því að skoða hvað það getur gert á sinn eigin einstaka hátt. 6. EINSTAKLINGSNÁMSKRÁ Þegar kennari hefur metið stöðu barnsins í íslensku út frá þeim upplýsingum sem hann hefur safnað í leikskólanum og hjá foreldrum, setur hann markmið inn í námskrá barnsins í samráði við foreldra, eða heldur áfram með þau markmið sem fyrir eru. Í námskránni kemur fram hvernig starfsmenn leikskólans ætla að vinna með barninu næstu mánuði. Það getur t.d. verið áætlun um að auka orðaforða barnsins, málskilning, þekkingu á ákveðnum sviðum eða styrkja félagslegan þroska þess. Í einstaklingsnámskránni kemur einnig fram hvaða verkefni foreldrar ætla að vinna með heima. Ef leikskólinn er t.d. að vinna að því að auka orðaforða barnsins geta foreldrarnir lagt áherslu á það sama á móðurmálinu. Allar athuganir verða að vera eins hlutlausar og mögulegt er. Fyrirfram ákveðin viðhorf til barns mega ekki draga úr hlutleysi. Barn sem lítið ber á getur haft styrkleika sem auðvelt er að sjást yfir. Sá sem er duglegur að tjá sig munnlega getur átt erfiðara með verkelga þætti en kennarinn á von á o.s.frv. Hvernig sem unnið er þarf alltaf að hafa í huga að mat er ekki gert til þess að bera saman færni barnanna. STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD / 13

14 FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM Fyrirfram skipulögð athugun þar sem kennarinn er ekki þátttakandi Kennarinn er búinn að ákveða hvaða færni hann vill skoða t.d. orðaforða eða málskilning. Hann er líka búinn að velja aðstæður t.d. leikstund eða matmálstíma þar sem annar kennari sér um samskiptin. Þar sem hann er ekki þátttakandi getur hann punktað niður athugasemdir jafn óðum og þarf ekki að skipta sér af samskiptum hópsins eða grípa inní aðstæður. Fyrirfram skipulögð athugun þar sem kennarinn er þátttakandi Auðvelt er að setja upp aðstæður þar sem þessi aðferð gengur vel upp. Ágætt að setjast niður með nokkrum börnum, sem eiga íslensku að móðurmáli og tvítyngdum, þar sem þau eru t.d. að teikna eða mála. Verkefnið gefur mörg tækifæri til samræðu bæði milli barna og milli kennara og barna. Hægt er að hafa hjá sér bók eða blað til að hripa niður athugasendir. Óskipulagðar athuganir þar sem kennarinn er þátttakandi Oft á dag koma upp aðstæður í leikskólanum þar sem auðvelt er að beita þessari aðferð. Við matarborðið fer fram mikil umræða um margskonar málefni sem oft er stýrt af börnunum sjálfum. Einnig í fataklefa, útivist, leikstundum, og vettvangsferðum, svo eitthvað sé nefnt. Kennarinn skráir niður athugasemdir eins fljótt og hægt er eða þegar tækifæri gefst. Undirbúið viðtal við barn til að meta málskilning og fleira 14 / STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD

15 Valið er rólegt umhverfi þar sem ekki er hætta á ónæði. Viðtalið við barnið snýst um atburð sem það er nýbúið að upplifa í leikskólanum, bók sem barnið þekkir og hefur áhuga á, vettvangsferð, leikstund eða eitthvað annað. Gott er ef kennarinn hefur ekki tekið þátt atburðinum / upplifuninni þar sem það getur aukið áhuga barnsins á að segja kennaranum frá. Viðtal er líka hægt að undirbúa í samráði við foreldra. Foreldrar ásamt barninu velja hlut eða bók sem barnið vill sýna kennaranum í leikskólanum. Nauðsynlegt er að taka viðtalið upp á hljóðsnældu svo kennarinn geti einbeitt sér að því að tala við barnið. Að loknu viðtali skráir kennarinn viðtalið nákvæmlega eins og það kemur fram, s.s. öll hlé og hik barnsins, allar endurtekningar, ranga eða rétta orðnotkun og málfræði. Barnið þarf að hafa áhuga og ánægju af þessu verkefni, annars getur því farið að líða eins og það sé í prófi TIL FREKARI ATHUGUNAR Ef ekki fást nema takmarkaðar upplýsingar frá barni og ekki kemur fram það sem ætlunin var að skoða, er stundum nauðsynlegt að tala við barnið meðan á athuguninni stendur. Spyrja það spurninga og hvetja það til að gera eitthvað sem sýnir hvað það kann af því sem kennarinn vill skoða. T.d. ef barnið vill ekki segja sögu, þá getur verið nauðsynlegt að setja upp aðstæður og biðja barnið að segja sögu eða endurtaka / segja frá einhverju sem það hefur upplifað. Þetta má gera á marga vegu, ein leið er að láta barnið eiga samskipti við leikbrúðu sem spyr barnið hvort það vilji segja sér sögu. Þessi aðferð er fljótlegri að því leyti að þá þarf kennarinn ekki að bíða eftir að barnið segi söguna að eigin frumkvæði eða noti ákveðinn orðaforða. Þessi óformlega hvatning gefur miklar upplýsingar um orðaforða barnsins og hvort það getur notað tungumálið á viðeigandi hátt. Margskonar skapandi starf barnsins gefur einnig mikilvægar upplýsingar um málþroska þess, s.s. sögur sem barn segir kennaranum (skáldar) slíkar sögur er gott að skrifa niður eða taka upp á hljóðsnældu og geyma til seinni greiningar. Ljóð barnanna gefa upplýsingar um orðaforða, færni í að nota tungumálið á skapandi hátt og færni í að rýma orð. Listaverk barnanna geta gefið margskonar upplýsingar um þroska barnsins, m.a. um málskilning. Kennarinn getur t.d. beðið barnið að lýsa fyrir sér hvað sé á myndinni. Vinna með leikbrúður og leikræn tjáning gefur sömuleiðis upplýsingar sem nauðsynlegt er að nota þegar meta skal færni og framfarir barnsins í öðru tungumáli. STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD / 15

16 Hjá eldri börnunum er mikilvægt að skoða málskilning, hversu vel skilja börnin lesinn texta, geta þau endursagt texta eða fyllt inn í texta. Þetta má auðveldlega skoða með því að lesa sömu bókina nokkrum sinnum, eða þangað til barnið þekkir orðið vel efni hennar. Barnið á síðan að endursegja söguna eftir því sem það getur. Bókin þarf að vera myndskreytt svo barnið geti fylgt myndunum eftir og sagt söguna útfrá þeim. Einnig er hægt að fá hóp af börnum til að rifja upp framhaldssögu sem verið er að lesa eða búa til sögu eftir myndum. LISTAR SKRÁNINGARBLAÐ EINSTAKLINGSÁÆTLUN Á listunum koma fram þau atriði sem mikilvægt er að skoða til að fylgjast með stöðu og framförum barnanna í íslensku. Efnið er einnig gott að nota við gerð einstaklingsáætlunarinnar. Form fyrir skráningarblað og form fyrir einstaklingsáætlun fylgir með listunum. Frjálst er að skoða fleiri atriði en þau sem fram koma á listunum. 16 / STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD

17

18

19

20

21

22 EINSTAKLINGSNÁMSKRÁ Nafn barns:... Nafn foreldra:... Nafn kennara:... Dagsetning:... Næstu... vikur/mánuði leggur leikskólinn og foreldrar áherslu á að vinna með eftirtalda þætti. LEIKSKÓLINN:... FORELDRAR:

23 SKRÁNINGARBLAÐ Nafn barns:... Dasetning:... Aðstæður (verkefni staðsetning þátttakendur):... ATHUGUN: NIÐURSTÖÐUR:......

24 HEIMILDIR Dickinson, D.K. og Tabors, P.O Beginning Literacy with Language. Baltimore, Paul. H. Brookes. Isager, M Medina.Vurdering af tosprogede småbörns andetsprogsudvikling. Odense, Special-pædagogisk forlag. McLaughlin, B., Blanchard, A.G. og Osanai, Y Assessing language development in bilingual preschool children. Program Information Guide Serie, 22, 1-20.Vefslóð: Skolverket Tabors, P.O One Child,Two Languages. Children learning english as a second language. Baltimore, Paul. H. Brookes. 24 / STAÐA > FRAMFARIR > FRAMHALD

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum?

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum? Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:28 PM Side 1 Heyrir þú í Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna....vinum þínum? www.rexton.dk Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:29 PM Side

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn 9. bekkur Kennsluáætlun í dönsku veturinn 2009-2010 Kennarar: Björn Sigurbjörnsson, Kristín Hafsteinsdóttir og Kim Magnús Nielsen. Kennslugögn: Glimrende les- og verkefnabók, Dejlige Danmark les-og verkefnabók

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM Fræðslufundur Félags dönskukennara föstudaginn 9. október 2015 NIC nóvember 2014 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir Danskundervisningen i Island 2 Dansk/nordiske

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum þróun norrænna fjölskyldumiðstöðva

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK STOFNUN STJÓRNSÝSLUFRÆÐA OG STJÓRNMÁLA Í SAMRÁÐI VIÐ STARFSMANNASKRIFSTOFU FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS UPPHAFLEGA GEFTIÐ

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan Efnisyfirlit Um efnið... 3 Aðalnámsskrá... 4 Námsefni lagt til grundvallar... 5 Sådan A hluti Yfirlitsblað... 7 Sådan B hluti Yfirlitsblað....

Læs mere

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni.

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni. Námsáætlun Vor 2015 8. bekkur Námsgrein: Íslenska Kennari: Guðrún Þóra Björnsdóttir Áætlun þessi er sett fram með fyrirvara um breytingar Tímabil Hæfniviðmið Efnisþættir Kennsluhættir Námsmat janúarfebrúar

Læs mere

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s Klart språk i Norden Titel: Forfatter: Islandsk klarsprog som forskningsområde Ari Páll Kristinsson Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s. 41-44 URL: http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/ksn/issue/archive

Læs mere

Sådan A. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan A.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan A Efnisyfirlit Kynning 3 Tafla 4 Jeg og min familie 5 Postkort fra Island 6 Mad 8 Kalender 9 Min fødselsdag 11 Jul i Danmark 12 Regning-

Læs mere

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla Kristín Jóhannesdóttir Arnbjörg Eiðsdóttir 1 Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla 1. útgáfa 2005 2. útgáfa 2006 Búið að laga villur í verkefnum 3a, 3b, 4, 10, 24, 32, 42, 43 og 44 6276 Ritstjóri:

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Pennalhus. Kirsten Haastrup

Pennalhus. Kirsten Haastrup Viðfang iðfangsefni fni í rúmfræði í 2. bekk Stærðfræðikennslan á að ganga út frá daglegu lífi og athöfnum barnanna, og hvað er þá eðlilegra en að láta pennaveskið, sem börnin koma á hverjum degi með í

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Trafiksikkerhedsinspektion i Island NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Oversigt Hvorfor er TS-inspektion vigtig? Ny handbog Registreringsprocess

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000. LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift

Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000. LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000 LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift HANDSKRIFT VIÐ ALDAMÓTIN 2000 Håndskrift ved år 2000 Leiðbeining unnin af Nordisk Idégruppe for Håndskrift Útgafan

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá -

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Nafn námsskrár: Færni í ferðaþjónustu II Lengd náms: 100 kennslustundir Fjöldi eininga: Allt að 9 einingar Hverjum ætlað: Starfsfólki í ferðaþjónustu 1. útgáfa 2008

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

De første skridt i skolen

De første skridt i skolen Fyrst stu skrefin í skóla. Myndir ndir, sögur og bakg akgrunn unnur ur. Skóladagurinn í byrjendabekknum getur haft mörg og fjölbreytileg áhrif á gesti sem þangað koma. En einstöku atriðin og viðburðirnir

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennari: Freyja Friðbjarnardóttir Námsefni: Tænk, lesbók og vinnubók, kvikmyndir, vefefni, Ipad forrit, söngtextar og fleira. Kenslutímar á viku: 3x 40

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

ÍSLANDS. 1. tölublað Ungt fólk með gigt Bólgugigt og hjartaáföll aukin áhætta Ekki gefast upp þó þér sé illt

ÍSLANDS. 1. tölublað Ungt fólk með gigt Bólgugigt og hjartaáföll aukin áhætta Ekki gefast upp þó þér sé illt gigtingigtarfélag ÍSLANDS 1. tölublað 2012 Ungt fólk með gigt Bólgugigt og hjartaáföll aukin áhætta Ekki gefast upp þó þér sé illt Göngum frá verknum HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - Actavis 111171 Íbúfen Bólgueyðandi

Læs mere

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI F R A M K VÆ M D A D E I LD SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Þ Ó R A R I N N M A G N Ú S S O N V E R K F R Æ Ð I N G U R Efnisyfirlit Formáli bls. 2 Inngangur bls. 3 Kafli 1 - Eldvarnir bls. 5 Kafli 2 - Félags-

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Grammatik Námsgagnastofnun 1 Grammatik ISBN 9979-0-0988-8 2005 Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir 1. útgáfa

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja Blaðsíða 1 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Efnisyfirlit Innihald Formáli... 5 Inngangur... 5 Hagnýtar upplýsingar... 5 Skólastjórnendur... 5

Læs mere

TIL NEMANDA. Bók nr. Tekin í notkun. Skóli. Útlán: dags. Skil: dags. Nemandi/bekkur

TIL NEMANDA. Bók nr. Tekin í notkun. Skóli. Útlán: dags. Skil: dags. Nemandi/bekkur Grammik TIL NEMANDA fiessi bók er eign skólans flíns og flú hefur hana a láni. Bækur eru d rar og flví mikilvægt a fari sé vel me flær. Gættu fless vel a skrifa ekki í flessa bók. Bók nr. Skóli Tekin í

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Nicotinell forðaplástur Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar

Læs mere