Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag"

Transkript

1 7 Mun beita mér áfram gegn aðild að Evrópusambandinu 10 Íslenskir sauðfjárbændur eiga að framleiða meira 12 Menn verða að fá umbun fyrir framleiðsluna Tillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu var lögð fram á Alþingi 25. maí síðastliðinn. Eins og kunnugt er var sú tillaga boðuð í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna sem kynnt var 10. maí síðastliðinn. Drög að tillögunni voru kynnt þingflokkunum á Alþingi fyrir nokkru og hefur málið valdið allmiklum deilum. Þingmenn Framsóknarflokks hafa til að mynda lýst því yfir að þeir styðji ekki tillöguna í þeirri mynd sem hún var kynnt þeim í upphafi. Tillagan sem leit svo ljós síðastliðinn mánudag er lítt breytt frá upphaflegu drögunum og ætla má því að Framsóknarþingmenn séu henni enn andsnúnir. Það gæti því farið að þrengjast um stuðning við tillöguna því við stjórnarmyndun Samfylkingar og Vinstri grænna lýstu fimm þingmenn Vinstri grænna því fortakslaust að þeir væru henni andsnúnir og myndu greiða atkvæði gegn aðildarumsókn. Ekki er útilokað að fleiri þingmenn flokksins 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag Margir spá því að íslenska ferðasumarið verði gjöfult í ár. Bæði munu erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og kreppuþjakaðir Íslendingar spara við sig utanlandsferðirnar og ferðast innanlands í auknum mæli. Bændablaðið fjallar um ferðaþjónustu til sveita, Beint frá býli og Opinn landbúnað á bls , gistingu, mat og afþreyingu við allra hæfi. Mynd: Brian Pilkington geri slíkt hið sama enda er yfirlýst stefna Vinstri grænna sú að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Þá hafa þingmenn bæði Sjálfstæðisflokks og Borgarahreyfingarinnar gagnrýnt málatilbúnaðinn og alls ekki í hendi að þeir muni styðja tillöguna. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Ekki ljóst hvernig tryggja á öflugan landbúnað á Íslandi Í athugasemdum við tillöguna kemur fram að víðtækt samráð verði haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir umsóknina, meðal annars á sviðum landbúnaðar og byggðamála. Ríkisstjórnin muni skipa viðræðunefnd á faglegum forsendum sem hafi sér til fulltingis breiðan samráðshóp fulltrúa hagsmunaaðila til ráðgjafar og sem verði upplýstir jafnóðum um framvindu viðræðna. Áhersla skuli lögð á gagnsæi og reglubundna upplýsingagjöf til almennings og Íslenska ferðasumarið Umdeild tillaga um aðildarviðræður komin fram Bændur algjörlega mótfallnir Evrópusambandsaðild hagsmunaaðila. Jafnframt eru nokkrir af grundvallarhagsmunum Íslands tíundaðir. Meðal þeirra eru að tryggja verði forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og að tryggja forræði yfir fiskveiðiauðlindinni. Einnig er tiltekið að meðal grundvallarhagsmuna Íslands sé að: Tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis. Ekki kemur fram hvernig staðið skuli að því að tryggja hagsmuni landbúnaðarins. Í viðtali á bls. 7 hér í blaðinu lýsir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra því að settir verði skilmálar sem þurfi að uppfylla í aðildarviðræðum. Þeir skilmálar verði unnir af ráðuneytinu í samstarfi við Bændasamtökin og búgreinafélögin auk annarra aðila. Jón segir jafnframt í umræddu viðtali að hann ætli áfram að beita sér gegn aðild að sambandinu en hann er einn fimm þingmanna Vinstri grænna sem lýst hefur yfir að hann styðji ekki þingsályktunartillöguna um aðildarumsókn. Forsvarsmenn bænda lýsa sig andsnúna Bændasamtök Íslands hafa lagst einarðlega gegn því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Á síðasta Búnaðarþingi var meðal annars samþykkt svohljóðandi ályktun: Búnaðarþing 2009 leggst eindregið gegn því að Ísland gerist aðili að ESB og hafnar aðildarviðræðum við sambandið. Ljóst er að bændum hugnast alls ekki að sótt verði um aðild. Í viðtali í síðasta Bændablaði sagði Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, meðal annars að hann teldi að innganga í Evrópusambandið myndi hafa gríðarlega slæmar afleiðingar fyrir mjókurframleiðsluna og landbúnað í heild sinni. Í viðtali á bls. 12 í blaðinu nú tekur Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í sama streng. Ásmundur E. Daðason, þingmaður Vinstri grænna, tekur enn harðari afstöðu og segir að það verði forgangsmál hjá sér að berjast gegn aðildarumsókn. Því er ljóst að næstu vikur verða ekki tíðindalausar í þessari umræðu. fr Hverjir njóta landbúnaðarstyrkja ESB? Rúmlega helmingur allra útgjalda Evrópusambandsins er til landbúnaðarmála. Þar er ekki um neina smáaura að ræða eins og gefur að skilja. Hins vegar hefur reynst afar erfitt að fá um það nákvæmar upplýsingar hverjir það eru sem njóta þess stuðnings sem landbúnaðinum er ætlaður og enn erfiðara að fá uppgefið hver tengsl styrkþeganna við landbúnaðinn eru í raun og veru. Í Bretlandi og Danmörku eru starfandi samtök sem hafa það að markmiði að auka gegnsæi og upplýsingagjöf um styrktakerfið sem tengist sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (CAP). Þau hafa reynt að varpa ljósi á það hvert þeir milljarðar króna sem árlega er útdeilt í Brussel renna. Mjög er misjafnt hvernig aðildarríkin verða við kröfunni um að birta lista yfir þá sem hæstu styrkina njóta og þegar þeir birtast eru þeir oftar en ekki ónákvæmir og ófullnægjandi. Í grein sem birtist í Bændablaðinu er sagt frá afrakstrinum að starfi samtakanna hvað varðar að safna saman tölum um styrkþega árið Það er athyglisverður lestur. Meðal þess sem þar kemur fram er að fimm af sex stærstu styrkþegum eru ítölsk fyrirtæki, þrjú sykurfyrirtæki og tveir bankar. Sjötta fyrirtækið er fjölþjóðlegur matvælarisi með höfuðstöðvar í Dublin á Írlandi. Þau 15 fyrirtæki sem stærstu styrkina hljóta úr sjóðum ESB árið 2006 fá á bilinu 5-25 milljarða íslenskra króna. Árið eftir birtist nýtt fyrirtæki á þessum lista: Danish Crown sem er danskt að uppruna og eitt stærsta fyrirtæki í framleiðslu og sölu svínakjöts í heiminum. Spurningin er hvernig því gagnast þeir ríflega átta milljarðar króna í samkeppni við íslenska svínabændur ef af inngöngu Íslands í ESB verður. Sjá nánar á bls. 22 Lífeyrissjóður bænda 61 sótti um stöðu framkvæmdastjóra Auglýst var eftir nýjum framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs bænda á dögunum. Umsóknarfrestur er nú runninn út og bárust alls 61 umsókn um starfið. Þessi mikli fjöldi umsækjenda sýnir betur en margt annað erfitt atvinnuumhverfi hér á landi nú um stundir. Reiknað er með að gengið verði frá ráðningu í starfið í fyrrihluta júlí mánaðar.

2 2 Fréttir Engar undanþágur í boði hjá ESB segir Dag Seierstad Það sem Íslendingar geta lært af reynslu Norðmanna af samningsgerð við Evrópusambandið er að þeim munu ekki standa til boða neinar undanþágur frá meginreglum sambandsins. Íslendingum verður boðið til viðræðna á grundvelli Nicesamkomulagsins eða Lissabonsáttmálans ef hann verður orðinn að lögum ESB þegar og ef samningaviðræðurnar fara fram. Þetta sagði norski stjórnmála- og blaðamaðurinn Dag Seierstad á fundi sem Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum boðaði til á Háskólatorgi fyrir nokkru. Auk hans svaraði fyrirspurnum Jostein Lindland framkvæmdastjóri Nei til EU, systursamtaka Heimssýnar í Noregi. Meginspurningin sem Seierstad var beðinn að svara á fundinum var hvort Norðmenn myndu fylgja í kjölfarið ef Íslendingar ganga í ESB. Svar hans var nei. Hann vitnaði til orða Jaglands forsætisráðherra (sem er ESB-sinni) og fleiri norskra stjórnmálamanna sem hafa lýst því afdráttarlaust yfir að Norðmenn muni ekki elta Íslendinga inn í ESB, aðild Íslendinga væri ekki nógu mikilvæg til þess. Seierstad sagði að eftir að hafa sagt nei við Evrópusambandinu í tvígang, 1972 og 1994, væri andstaða meðal norsks almennings við aðild að ESB stöðug. Andstæðingar aðildar hafa verið í meirihluta í öllum könnunum undanfarin fjögur ár. Í nýjustu könnuninni sem birt var um síðustu helgi kváðust 50% vera á móti aðild en 37% hlynntir og er þetta minnsti munur sem verið hefur á fylkingunum um alllangt skeið. Seierstad sagði að núverandi ríkisstjórn væri, eins og sú íslenska, samansett af bæði fylgismönnum og andstæðingum en það væri á hreinu að ekki væri á dagskrá að sækja um aðild. Og þótt þessi stjórn kynni að tapa meirihluta sínum í kosningum í haust væru engar líkur á að aðrir flokkar muni breyta um stefnu. Seierstad sagði að árið 1994 hefði verið greinilegur munur á afstöðu manna eftir búsetu og kyni og að sá munur virtist halda sér. Fylgismenn væru fleiri á Oslóarsvæðinu en á landsbyggðinni og konur væru líklegri til að vera andstæðingar ESB en karlar. Norska verkalýðshreyfingin beitti sér fyrir aðild 1994 þrátt fyrir það að andstæðingarnir hefðu verið ívið fleiri á landsþingi Alþýðusambandsins, forystan hefði einfaldlega ekki tekið mark á því. Seierstad fékk þá spurningu hvort hann gæti séð fyrir sér einhvers konar norræna lausn á gjaldmiðilsvandræðum Íslendinga. Hann tók því ekki fjarri að seðlabankar Norðurlanda tækju upp nánara samstarf sem hefði það að leiðarljósi að verja gjaldmiðla landanna fyrir árásum spákaupmanna. Hins vegar væru engar forsendur fyrir því að Ísland tæki upp norska krónu, til þess væru hagsveiflur landanna of ólíkar, enda blómstrar Noregur þegar olíuverð er hátt, en það veldur vandræðum annars staðar í álfunni. Meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson á Hótel Sögu mun stjórna matreiðsluþáttum í sumar þar sem íslenskar búvörur verða í aðalhlutverki. Matreiðsluþættir með íslenskar búvörur í öndvegi Í sumar verður ráðist í gerð 20 matreiðsluþátta þar sem íslenskar búvörur eru aðalviðfangsefnið. Það er meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu sem stjórnar þáttunum en þeir eru unnir í nánu samstarfi við Bændasamtökin og flestöll búgreinafélög. Þættirnir verða blanda af fræðslu og matreiðslu og bæði vísað í hefðir og nýtísku aðferðir. Allmargir kokkar koma við sögu og farið verður í heimsóknir til bænda og fræðst um framleiðsluna. Markmiðið er að fjalla um hefðbundinn íslenskan heimilismat og sýna fram á þau ótvíræðu gæði sem íslensk búvöruframleiðsla býr yfir. Þættirnir verða sýndir í sumar og haust á vinsælasta vef landsins, mbl.is, og á sjónvarpsstöðinni ÍNN, auk þess að birtast á vefsíðum búgreinafélaganna þegar tímar líða. Styrktaraðilar þáttanna eru Félag kjúklingabænda, Samband garðyrkjubænda, Félag hrossabænda, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamband kúabænda, Svínaræktarfélag Íslands, Félag ferðaþjónustubænda, Beint frá býli, Hótel Saga og Bændasamtökin. Nafn óskast Enn er ekki búið að skíra þættina en tökur hefjast á næstu vikum. Framleiðendur þáttanna biðla nú til lesenda Bændablaðsins að senda inn tillögur að nafni. Það þarf að vera stutt og hnitmiðað með áherslu á íslenskan mat. Tillögur óskast sendar á netfangið bondi.is Mesti reykurinn stígur upp þar sem stjórnherbergið var, viðbyggingin er talin gjörónýt en þar var hvað verst að fást við eldinn. Bruni að Lambanesreykjum í Fljótum Stefnir að enduruppbyggingu eldisstöðvarinnar Ég geri mér ekki grein fyrir hvort hægt verði að nota einhvern hluta af fiskeldisstöðinni áfram eða hvort verður að rífa þetta allt saman og byggja upp að nýju. Tryggingafélagið á eftir að skoða þetta betur þannig að ég veit ekki á þessari stundu hvað ég fæ miklar bætur, en ég stefni á að byggja þarna upp og starfrækja eldi í framtíðinni, sagði Skúli Guðbjarnarson, eigandi eldisstöðvarinnar að Lambanesreykjum í Fljótum, þegar tíðindamaður blaðsins hafði tal af Á lítilli skrifstofu í Hafnarstrætinu í Reykjavík hafa samtökin Heimssýn komið sér haganlega fyrir. Heimssýn er hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum og berst með oddi og egg gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Bændablaðið hitti að máli Sigríði Hallgrímsdóttur nýráðinn framkvæmdastjóra samtakanna sem hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Ég er nýkomin til starfa hér hjá Heimssýn og mun taka þátt í þeim verkefnum sem eru framundan. Þjóðin stendur frammi fyrir einu stærsta máli seinni tíma sem er umræðan um Evrópusambandsaðild. Fljótlega kemur í ljós hvort farið verður í aðildarviðræður við ESB eða ekki en að okkar mati hefur umræðan verið mjög einsleit hingað til. Heimssýn er hreyfing sjálfsstæðissinna í Evrópumálum og félagsmenn eru nú um sex hundruð. Undanfarin ár hafa meginverkefnin verið að reka tvær heimasíður, heimssyn.is og heimssyn.blog.is auk margs konar fundaog fræðslustarfsemi. En nú á að stórefla starfsemina og stefnt er að því að fjölga meðlimum markvisst og fá sem flesta til liðs við okkur, segir Sigríður. Hver eru meginrökin í baráttu félagsins þessi dægrin, nú þegar þingsályktun liggur fyrir Alþingi um að sækja um aðild að ESB? Við gáfum út bækling fyrir nokkru þar sem 12 ástæður eru tilteknar fyrir því að hafna ESB-aðild. Eitt stærsta málið er að Íslendingar varðveiti yfirráðin yfir auðlindum sínum. Allt tal um að við getum fengið varanlegar undanþágur frá stefnu ESB í þeim málum á sér enga stoð, segir Sigríður og gefur ekki mikið fyrir nýjar fréttir um að sjávarútvegsstefna sambandsins fari í endurskoðun sem verði Íslendingum vilholl. Það er ekkert gefið í málum ESB. Þótt þeir breyti um stefnu og lofi öllu fögru hafa þeir áfram úrslitavald yfir sjávarauðlindum aðildarríkjanna samkvæmt Lissabonsáttmálanum sem er eins konar stjórnarskrá ESB og tekur að öllum líkindum gildi síðar á þessu ári. Jafnvel þótt sambandið breytti stefnunni í sjávarútvegsmálum gæti það snúið aftur við blaðinu þegar því hentar. Íslendingar honum í síðustu viku. Eldisstöðin stórskemmdist í eldsvoða á dögunum, en eldurinn kom upp í stjórnherbergi þar sem rafkerfi hússins var. Ljóst er að hluti hússins, þar með talin viðbygging, er gjörónýtur. Norðurendi stöðvarinnar er hinsvegar óbrunninn en mikið skemmdur af reyk. Þar sem eldurinn var aðallega í þaki hússins er talið að flest eldiskerin hafi sloppið og hugsanlega vatnslagnir í eldisrýminu. Skúli var búinn að eiga eldisstöðina í tæp þrjú ár og kominn myndu ekki fá nema þrjú atkvæði af 350 í ráðinu sem tekur endanlegar ákvarðanir um sjávarútvegsmál og myndu litlu ráða. Nú hefur félagsskapurinn ákveðið að útvíkka starfsemi sína og stofna deildir úti á landsbyggðinni. Hvernig verður því starfi háttað? Það er stefnt að því að stofna aðildarsamtök um allt land og við ætlum að vinna markvisst að því að koma okkar skilaboðum á framfæri við sem flesta. Starfið mun byggja á því að auka upplýsingaflæði um mál sem varða ESB og aðild Íslands að því. Það eru margir fletir á málinu og mikilvægt að þingmenn og aðrir taki upplýstar ákvarðanir og átti sig á því að mjög stór hluti þjóðarinnar er ekki hlynntur því að fara í aðildarviðræður. Vilja heldur kjósa um aðildarviðræður Sigríður segir að það eigi eftir að svara mörgum spurningum áður en þjóðin fer af stað í aðildarviðræður. Hún nefnir að kostnaður við umsóknarferlið hafi aldrei verið gefinn upp. Misheppnuð tilraun til að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ kostaði 500 milljónir og kostnaðurinn við að sækja um inngöngu í ESB verður vafalaust miklu hærri. Skúli Guðbjarnarson eigandi stöðvarinnar t.h. á tali við lögreglumann. af stað með bleikjueldi. Í stöðinni voru nokkur þúsund seiði og var hann raunar búinn að festa kaup á nokkru magni til viðbótar sem var ekki komið á staðinn. Eldisstöðin var byggð fyrir um aldarfjórðungi af fyrirtækinu Miklalaxi hf. Þá voru uppi mikil áform um framleiðslu og eldi á laxaseiðum. Húsið var síðar stækkað skömmu fyrir aldamótin þegar Máki ehf. setti þar í gang eldi á fiskinum barra. Eldisstöðin hafði hins vegar staðið ónotuð í nokkur ár þegar Skúli keypti hana. Texti og myndir ÖÞ Evrópusambandið er ekkert fyrir litla Ísland Heimssýn ætlar að stofna deildir um allt land Sigríður Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Heimssýnar, segir að ekkert bendi til þess að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan ESB en hjá okkur sjálfum. Ég held að almenningur þurfi að fá að velja um það hvort farið sé í aðildarviðræður og alla þá vinnu sem þeim tengjast. Eins og staðan er núna þá viljum við frekar að kosið sé um það hvort þjóðin vilji fara í aðildarviðræður í stað þess að vaða beint í þær. Umræðan er blekkingarleikur Sigríður segir að meginatriðið sé að upplýsa almenning um hvað felist í Evrópusambandsaðild. Hún telur að boðskapurinn um ágæti ESB eigi ekki við rök að styðjast. Það er verið að segja við þjóðina að við, þessi litla eyja í norðri, séum að fá allar heimsins undanþágur frá reglum og kvöðum ESB. Því er haldið fram að við getum mótað þetta allt saman sjálf þannig er umræðan en það er blekkingarleikur og ekkert annað. Evrópusambandið, með öllum þeim kvöðum sem því fylgir, passar ekkert fyrir litla Ísland. Það er ekkert sem bendir til þess að okkar hagsmunum sé betur borgið þar heldur en hjá okkur sjálfum. Hvernig hyggist þið ná til nýrra markhópa og ekki síst aldurshópa með ykkar upplýsingar? Hér hjá Heimssýn er mjög breiður hópur fólks af báðum kynjum á öllum aldri og úr öllum starfsstéttum. Það vantar inn í umræðuna mótvægi við þann áróður sem ESB-sinnar hafa verið með. Ég held að flestir séu tilbúnir til að hlusta á allar hliðar þessa stórmáls og taka upplýstar ákvarðanir. Hvernig gerist maður félagi og eru einhver félagsgjöld? Það eru engin skyldufélagsgjöld en fólki er heimilt að styrkja félagið. Fólk getur farið inn á heimssyn.is og skráð sig inn í félagið auk þess að hringja á skrifstofuna. Bændur hafa verið áberandi í baráttunni gegn ESB-aðild. Hvernig sérð þú aðkomu þeirra að Heimssýn? Ég myndi vilja sjá sem flesta úr röðum bænda skrá sig sem félagsmenn í Heimssýn, taka virkan þátt á fundum sem við munum skipuleggja um allt land og dreifa efni frá okkur. Ég ráðlegg bændum að láta heyra í sér, segir Sigríður Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Heimssýnar.

3 Information Technology Solutions Varnarefni frá Frjó Quatro Um Frjó Quatro ehf Fyrirtækið er fætt og uppalið í að þjónusta garðyrkjubændur á íslandi með rekstrarvörur. Á undanförnum árum hefur Frjó Quatro stækkað hratt og aukið vöruflóru sína undanförnum árum. Frjó Quatro þjónar nú fyrirtækjum á öllum sviðum íslenskrar matvælagerðar frá almennum bændum, matvælavinnslum, kjötvinnslum, fiskiskipum, fiskvinnslum til matvöruverslana. Frjó Quatro Bæjarflöt Reykjavík Sími Fax frjo@frjo.is Desis skordýraeitur Efnið vinnur helst á þeim skordýrum sem naga eða sjúga, en skaðar plöntur lítið og því oft notað gegn skordýrum á trjám og runnum. Efnið er ekki kerfisvirkt og því þarf að úða svo að svæðið verði alveg blautt og leki aðeins af því. Úða þarf í þurru veðri gjarnan með volgu vatni. Efnið fæst í 1lítra og 100 millilítra flöskum og blandast um millilítrar í 100 lítra af vatni. Clinic illgresiseyðir. Clinic er oft notað til illgresiseyðingar í trjábeðum, heimkeyrslum, göngustígum en ekki síður til að hreinsa ræktarsvæði. Clinic er kerfisvirkt efni sem berst með safastreymi plöntunar til róta og jarðstöngla og drepur flestar jurtir sem eru í vexti. Efnið eyðist hratt eftir notkun með aðstoð örvera í jarðveginum og er því hægt að planta fljótt aftur í jarðveginn. Úða skal á þurr blöð en ef rignir innan 6 klukkustunda eftir úðun dregur úr virkni efnisins og ekki þýðir að úða á frosnar plöntur. Blöndun á efninu í óunninn jarðveg að uppskeru lokinni er 4 lítrar í lítra af vatni á hektara eða þegar illgresið er í góðum vexti og hefur náð sentímetra hæð að lágmarki. Blöðin blikna (gulna) eftir 2-3 vikur eftir úðun. Efnið fæst í 1lítra og 5 lítra brúsum. Dicopur illgresiseyðir Þetta efni er notað gegn illgresi í grasflötum. Efnið virkar eingöngu á illgresi (tvíkímblaða jutir) en hlífir grasi. Plönturnar þurfa að taka efnið í sig í gegn um blöðin. Efnið er kerfisvirkt og virkar eingöngu á meðan illgresið er í örum vexti eða í lok maí og júní. Efnið eyðist hratt eftir notkun með aðstoð örvera í jarðveginum og er því hægt að planta fljótt aftur í jarðveginn. Blöðin bólgna og rúllast upp áður en þau visna og falla. Þess ber að gæta að ekki eru allar tvíkímblaða jurtir illgresi og þarf að aðgæta að úðinn fari ekki á slíkar plöntur sem eiga að lifa áfram. Efnið er mjög drjúgt og þarf einungis 20 ml á hverja 100 fermetra eða 1,5 til 2,0 lítra á hektara. Efnið fæst í 1lítra eða 250 millilítra flöskum. Sérfræðingar Frjó Quatro

4 4 Garðplöntur.is Ný og glæsileg heima síða um garðplöntur Atli Gíslason, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, opnaði formlega á dögunum nýja og glæsilega heimasíðu á vegum Félags garðplöntuframleiðenda. Á vefnum eru myndir og upplýsingar um flestar þær tegundir sem íslenskar garðplöntustöðvar hafa að bjóða. Heimasíðunni er ætlað að mæta þörfum almennings og fagmanna sem leita sér upplýsinga um garðplöntur og ýmislegt sem tengist þeim. Síðan var opnuð hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum í Ölfusi. Slóðin á hana er Síðustu tvö árin hafa tvö verkefni tekið hug okkar allan, sagði Vernharður Gunnarsson, formaður Félags garðplöntuframleiðenda, af þessu tilefni. Annars vegar er verkefni sem hlotið hefur nafnið Yndisgróður. Þetta er langtímaverkefni sem felst í því að finna hvaða garðplöntur hafa staðið sig best í gegnum tíðina á Íslandi, og skilgreina þær. Síðar mun verkefnið einnig beinast að því að finna nýjar Áfrýjunarnefnd samkeppnismála kvað í byrjun vikunnar upp þann úrskurð að Bændasamtök Íslands hafi brotið gegn samkeppnislögum eins og Samkeppniseftirlitið hafði komist að niðurstöðu um í úrskurði sínum 6. mars sl. Hins vegar lækkaði nefndin sektina sem BÍ ber að greiða úr 10 milljónum í 7,5 milljónir króna. Þá felldi nefndin úr gildi tilmæli eftirlitsins um aðgerðir til að koma í veg fyrir að samskonar brot verði endurtekin. Taldi nefndin tilmælin of almenn og ekki fullnægja skilyrðum stjórnsýsluréttar um skýrleika stjórnvaldsfyrirmæla, auk þess sem þau hafi augsýnilega ekki verið unnin í samráði við Bændasamtökin. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Bændasam tök Íslands hefðu brotið gegn samkeppnislögum með aðgerðum sem miðuðu að því að hækka verð á búvörum. Átti brotið sér stað í tengslum við Búnaðarþing sem haldið var í mars 2008 og fólst einkum í ályktun kjaranefndar bænda þar sem sagði m.a.: Við þessar aðstæður leggur Búnaðarþing 2008 áherslu á að afurðaverð til bænda verður að hækka í samræmi við aukinn tilkostnað. Var brotið talið snúa að búvörum sem ekki lúta opinberri verðlagningu skv. búvörulögum, s.s. kjúklingum, eggjum, grænmeti og svínakjöti. Í áfrýjun sinni töldu Bændasamtökin sig ekki hafa brotið lögin enda falli aðgerðir þeirra ekki undir ákvæði samkeppnislaga. Áfrýjunarnefndin staðfesti hins vegar úrskurð eftirlitsins í þessu atriði. Búnaðarþing heldur velli Nefndin taldi hæfilegt að lækka sekt BÍ í 7,5 milljónir króna og vísaði í því sambandi til þess að um fyrsta brot BÍ væri að ræða og að opinskáar umræður hefðu Atli Gíslason og Helga Ragna Pálsdóttir í Kjarri í Ölfusi, en hún var verkefnisstjóri við gerð nýju heimasíðunnar. garðplöntur sem prýtt geta garða landsmanna. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur nú tekið þetta verkefni upp á sína arma. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkar sektargreiðslu BÍ lengi viðgengist á vettvangi BÍ án afskipta. Í frétt á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins segir að í kjölfar þessa úrskurðar muni eftirlitið setja sig í samband við Bí til að tryggja að settar verði skýrar vinnureglur sem tryggi að á vettvangi BÍ eigi sér ekki aftur stað ólögmætt verðsamráð. Þegar niðurstaða áfrýjunarnefnd ar er skoðuð er von að spurt sé hvernig ákvæði samkeppnis laga horfi við starf semi Bændasam tak anna með hliðsjón af þeim sérstöku skyldum og réttindum sem samtökin hafa samkvæmt sérlögum. Um það segir nefndin að ákvæði búvörulaga leggi umtalsverð verkefni á herð ar BÍ og viðurkennir að Bænda samtökin séu öðrum þræði vettvangur til að fjalla um kjör bænda sem Stéttasamband bænda áður sinnti. Þessu hlutverki sinna samtökin m.a. með sínu Búnaðarþingi þar sem fulltrúum allra bænda landsins gefst tækifæri til umræðu og skoðanaskipta um kjör stéttarinnar. Í úrskurði áfrýjunarnefndar er það orðað sem svo að vegna samkeppnislaga þurfi bændur að draga markalínu milli almennra umræðna, annars vegar, og ályktana og annarra aðgerða hins vegar, sem kunna að ganga gegn bannákvæðum samkeppnislaga. Áfrýjunarnefndin tók undir þá skoðun Samkeppniseftirlitsins að Bændasamtökin teljist til samtaka fyrirtækja, semsagt að búrekstur er skilgreindur sem fyrirtæki. Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ sagði um þessa niðurstöðu áfrýjunarnefndar að það mikilvæga væri að tilmælin í 3. gr. úrskurðarins væru felld úr gildi sem þýði að ekki tókst að sundra Búnaðarþingi, það haldi velli. Auk þess hafi sektin verið lækkuð sem sé alltaf til bóta. Í heild megi segja að niðurstaðan sé áfangasigur fyrir BÍ. ÞH/TB Hópurinn sem fékk viðurkenningu fyrir störf sín við gerð nýju heimasíðunnar, en fjölmargir komu að gerð hennar. Hitt verkefnið hefur hlotið nafn ið Selja. Í því felst að safna myndum og helstu upplýsingum um allar garðplöntur sem íslenskar garðplöntustöðvar bjóða til sölu. Þessum upplýsingum hefur síðan verið safnað inn á gagnagrunn. Með aðgangi að honum geta íslenskar garðplöntustöðvar haft samræmdar merkingar á sölusvæðum sínum, til mikils hagræðis fyrir viðskiptavinina. Fánaröndin, sem íslensk garðyrkja auðkennir framleiðslu sína með, auðkennir einnig íslenskar garðplöntur. Nýja heimasíðan er árangur af þessari vinnu og gerir notendum hennar kleift að kynna sér á aðgengilegan hátt það mikla úrval sem íslenskar garðplöntustöðvar bjóða upp á, sagði Vernharður. MHH Færðu ós Skjálfandafljóts um þrjá kílómetra! Nú nýlega tókst að færa ós Skjálf andafljóts vestur að klettum um eina 3 kílómetra og loka eldri ós sem fljótið hafði grafið eftir sandinum til hafs. Það stóð glöggt að þetta tækist en það tókst eftir hörkuglímu við fljótið og sandinn. Þorgeir Björn Hlöðversson verktaki segir í Skarpi á Húsavík að of snemmt sé að fagna endanlegum sigri, því ef verulegt hlaup kæmi í fljótið gæti það rutt úr vegi þeim hindrunum sem settar hafa verið upp. Landgræðslan stóð straum af kostnaði við framkvæmdirnar. Stefán Skaftason hjá Landgræðslunni, sem lengi hefur glímt við fljótið, var ánægður með árangurinn og sagði að framkvæmdin hefði tekist eins og best verður á kosið. Yfirborðið innan varnargarðs ins hefði lækkað mjög og hætt an á að vatnið brjótist í gegnum sandvirkið er liðin hjá, þannig að fljótið rennur nú eingöngu eftir nýja faveginum sem grafinn var út fyrir viku. Skjálfandafljótið hefur verið að flytja sig austar á síðustu árum og eytt töluverðu landi, og sumir segja að þessar tilfæringar hafi haft áhrif á fiskimið á Skjálfanda. Að sögn Þorgeirs Hlöðverssonar færði fljótið sig austur með sandinum a.m.k. tvívegis á síðustu öld, í kringum Sáð í byggakur við Skagaströnd Við erum að prófa okkur áfram með þetta og ætlum að sjá hvernig gengur, þetta er eins konar tilraunastarfsemi, segir Hallbjörn Bjönsson sem ásamt fleirum tók sig til á dögunum og sáði byggi í um eins hektara landspildu norðan við Vetrarbraut á Skagaströnd. Hallbjörn segir að landssvæði þetta hafi fram til þessa ekki verið nýtt og því upplagt að nýta það undir þessa tilraunaræktun. Við höfum lengi gengið með þessa hugmynd og létum verða af því nú að sá í landið, það er gaman að prófa þetta, segir Hallbjörn. Sáð Stefán Skaftason hjá Landgræðslunni stendur hér við nýja útfallið vestur undir Kinnarfjöllum og svo aftur líklega á stríðsárunum, en kom í bæði skiptin til baka í upprunalegan ós. Það var svo árið 1982 að hann var færður austur um eina 1300 metra, í þeim tilgangi að halda lengur færri gönguleið út fjörurnar. Þegar menn gerðu þessa tilraun voru allir, í ljósi sögunnar, klárir á því að ósinn myndi færa sig aftur vestur. Ósinn hafði frið þarna lengi vel en fór svo, öfugt við það sem menn ætluðu, að færa sig æ lengra austur, um 3 kílómetra, og braut stöðugt meira af landinu. Þorgeir sagði að þetta hefði var þremur byggtegundum, sem heita Tyrill, Skúmur og Kría. Hallbjörn segir árangurinn svo fara eftir því hvernig veður verði á komandi sumri en ekki síður í september þegar líður að uppskerutíma. Við erum mjög norðarlega og hér er lítið skjól, oft vindasamt og annað veðurfar en tíðkast inn til dala. Við erum mjög spenntir að sjá hvort hægt er að rækta bygg við þessar aðstæður, en rennum alveg blint í sjóinn með hver uppskeran kann að vera og gerum okkur ekki neinar sérstakar væntingar þar um, segir Hallbjörn. MÞÞ verið mikið verk og unnið í kapphlaupi við tímann, áður en verulegur vöxtur færi í fljótið. Eftir norðangarra á dögunum var vatnsmagnið í fljótinu komið í algjört lágmark. Þá var hafist handa að grafa farveg í gegn vestur við klettana, en síðan var gamli ósinn stíflaður. Þorgeir leggur áherslu á að við þetta verk hafi jafnt heimamenn sem verktakar notið ómetanlegrar aðstoðar Árna Helgasonar undirverktaka frá Ólafsfirði og hans úrvalsmanna. JS Hér er ýtan að loka gamla útfallinu og eins og sést má engu muna að fljótið brjóti sér leið í gegnum garðinn sem ýtan er að rótast í. En allt fór vel að lokum eins og vera ber í góðum ævintýrum.

5 5 Seiðabúskapur í Eyjafjarðará að ná sér eftir hrun í kjölfar flóða Ágúst Ásgrímsson í Kálfagerði og formaður Veiðifélags Eyjafjarðarár segir að ástæða sé til bjartsýni á veiði í ánni á komandi sumri. Á síðastliðnu ári veiddust um 1000 fiskar í Eyjafjarðará, sem er mun meira en var árið 2007 þegar um 700 fiskar veiddust. Þá er seiðabúskapur á uppleið á svæðum 1 og 2, en hann hrundi gersamlega í kjölfar flóðanna sem urðu í desember 2006, þegar Djúpadalsvirkjun gaf sig. Ágúst segir að niðurstöður hvað seiðastofna í ánni varðar séu í heildina mjög góðar, sérstaklega á efri svæðum Eyjafjarðarár og sé hún nú að jafna sig eftir áfallið í kjölfar flóðanna miklu. Þá nefnir hann einnig að minkaveiðiátak, sem staðið hefur yfir frá árinu 2007, skipti gríðarlega miklu máli fyrir verndun bleikjunnar. Við fórum í vettvangskönnun í október í fyrra og þá sáum við seiði í öllum pollum og bleikjur á öllum breiðum, klárar til hrygningar, segir Ágúst. Merkingar á bleikjum stóðu yfir síðastliðið sumar og þeim verður haldið áfram á komandi sumri. Slöngumerki er stungið í fiskinn með nálarbyssu þétt við miðjan bakuggann. Þá er bleikjan lengdarmæld í vatnsborðinu og síðan sleppt aftur í ána. Um 200 bleikjur voru merktar í fyrra. Það kemur svo í ljós í sumar með veiðum á merktri bleikju hversu mikið hún hefur stækkað og einnig hvort hún haldi sig á sömu slóðum og áður. Í sumar munum við líka merkja bleikjur með staðsetningarbúnaði þannig að hægt verði að fylgjast með ferðum þeirra, segir Ágúst. Þeir veiðimenn sem ná merktum fiski í sjó eru beðnir um að lengdarmæla hann og skrá niður númer þannig að rannsóknir skili sem bestum árangri. Þeir sem veiða merktan fisk í ánni geta komið upplýsingum í veiðiskýrslu. Sjóbleikjan hrygnir seint á haustin á malarbotni og í grófum sandi á frekar lygnum breiðum og lænum, en þær eru mikilvægar fyrir seiðabúskapinn. Á aðalfundi Veiðifélags Eyjafjarðarár á dögunum var samþykkt að lækka verð veiðileyfa nú í kreppunni og þá er leyfilegt að hirða einn fisk í soðið á vaktinni á stöngina, en slíkt var bannað í fyrra. Spúnaveiði á svæðum 1, 2 og 3 er einnig leyfð að nýju og með því er að sögn Ágústs komið til móts við yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Loks má nú veiða allan daginn á svæði 5 í ágústmánuði. Vegagerðin hefur kynnt fyrirhugaða framkvæmd á Hringvegi í Jökuldal, en til stendur að byggja nýja og breiðari brú yfir Ystu Rjúkandi og aðlaga Hringveginn beggja vegna hennar. Þá verður áningastaður byggður í tengslum við framkvæmdina. Framkvæmdin er í heild um 0,9 km löng og liggur um lönd jarðanna Skjöldólfsstaða I og Hjarðarhaga. Framkvæmdin telst ekki matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum og í frétt frá Unnið að bakkavörnum við Hörgá Hörgá hefur í gegnum tíðina oft flæmst víða um bakka sína og valdið skaða á ræktunarlöndum. Bændur hafa því löngum reynt að hamla gegn því með grjótvörnum og öðrum ráðstöfunum. Á dögunum var verið að færa stórgrýti sem fyrir löngu hafði verið sett við austurbakka árinnar á móts við Þelamerkurskóla, en hafði þar misst gildi sitt, og nota það við að beina ánni frá vesturbakkanum á sömu slóðum. Hörgá er 52 km að lengd með 710 km 2 vatnasvið. Rennsli hennar hefur ekki verið mælt en það er mjög sveiflukennt. Vegagerðin áformar að byggja nýja brú í Jökuldal Vegagerðinn kemur fram að hún hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar betri samgöngur og bætt umferðaröryggi. Umferð hefur aukist mjög á þessu svæði undanfarin misseri, árdagsumferð á veginum var um 270 bílar árið 2007, sumardagsumferð 438 bílar og vetrardagsumferð 129 bílar. Sé umferð framreiknuð 20 ára fram í tímann er þannig talið að um 700 bílar verði á ferðinni á veginum að sumarlagi og ríflega 200 að vetrarlagi. Núverandi brú yfir Ystu Rjúkandi var byggð 1971, hún er 22 metra lögn bitabrú í einu hafi en nokkru neðar og lægra í gilinu stendur önnur 8 metra löng brú á hárri fossbrún, byggð árið Ný brú mun liggja yfir ána um 16 metrum ofan við núverandi brúarstæðið, hún verður steypt bitabrúa, um 24 metra lögn í einu hafi og breidd akbrautar 8,5 metrar. Vegrið verður sett á brú og fyllingu Undanfarin misseri hefur verið unnið að fækkun einbreiðra brúa á Fuglaskoðun á laugardaginn Á laugardaginn mun Jóhann Óli Hilmarsson frá Fuglavernd leiðbeina í fuglaskoðun í Sesseljuhúsi umhverfissetri á Sólheimum í Grímsnesi. Skoðunin hefst kl með fræðsluerindi sem verður fram haldið úti í náttúrunni. Fjölmargar fuglategundir gera sér hreiður á Sólheimum vor hvert svo enginn verður svikinn af fuglasöng og fjölbreytileika fuglanna. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Lesið í landið sem Sesseljuhús heldur í samstarfi við Fuglavernd og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Boðið er upp á náttúruskoðun þrjá laugardaga nú á vormánuðum þar sem kennt er að lesa í landið. Þetta eru tilvaldar fræðslustundir fyrir alla fjölskylduna. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Sjá nánar á vef Sesseljuhúss þjóðvegum landsins. Á Hringvegi milli Akureyrar og Egilsstaða hafa á liðnum árum verið aflagðar þrjár einbreiðar brýr og er núverandi brú yfir Ystu Rjúkandi þriðja og síðasta einbreiða brúin á milli þessara staða, Akureyrar og Egilsstaða, og jafnframt sú stysta. Hinar tvær sem eftir munu standa eru brú á Skjálfandafljóti hjá Fosshóli og brúa á Jökulsá á Fjöllum. Áætlað er að framkvæmdir við nýja brú hefjist nú í sumar og að verkinu verði að fullu lokið fyrir 1. desember í ár. Framkvæmin er í samræmi við markmið samgönguáætlunar um að endurbyggja einbreiðar brýr á stofnvegum og auka þannig umferðaröryggi. MÞÞ

6 6 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Matthías Eggertsson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Bændum er brugðið AUGLJÓST ER af tillögudrögum þingsályktunar um aðildarumsókn að ESB að það á að setja íslenska grunnatvinnuvegi þjóðarinnar í gapastokkinn. Ótvírætt er að íslenskur landbúnaður mun veikjast umtalsvert við inngöngu í ESB og gæðum og hollustu innlendrar búvöruframleiðslu yrði kastað fyrir róða. Matvæla- og fæðuöryggi er verulega ógnað og hætt er við að byggðir leggist í eyði og fjöldi fólks sem nú starfar við ýmsan matvælaiðnað missi vinnuna. Það er með hreinum ólíkindum að ný vinstristjórn á Íslandi vilji innleiða hér hina miklu ójafnaðarstefnu sem felst í landbúnaðarkerfi ESB. Þar skara stærstu ríkin eld að sinni köku með því að halda aftur af landbúnaði nýrra aðildarríkja til að skapa sér pláss á mörkuðum þeirra. Svo er talað um opinn og frjálsan markað sem undirlagður er af meðgjöf og forskoti ESB-sjóða sem okkur er ætlað að standa undir. Hve langan tíma tekur það stórfyrirtæki ESB að eignast allt hillupláss stórmarkaðanna hér á landi? Fyrirtæki sem í dag hafa sölsað undir sig gífurlegar fjárhæðir úr sameiginlegum sjóðum ESB. Stórfyrirtæki og landgreifar eru að taka hæstu fjárhæðirnar af landbúnaðarstyrkjum ESB en ekki bændur sem strita við matarframleiðslu. Stórmarkaðir, sem í dag láta innlend matvælaframleiðslufyrirtæki greiða sér sérstakar þóknanir fyrir það eitt að bjóða vörur þeirra, auk ríflegra afslátta og skilaréttar, munu verða mjög auðsveipir til að þurfa ekki að eiga á hættu að fá hingað erlendar verslanakeðjur. Staðreyndin er sú að verð til neytenda lækkar ekki með því að sauma að bændum og framleiðendum vöru, heldur fyrst og fremst með samkeppni á smásölumarkaði. Þingsályktunartillaga ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna er ekki sú bráðaaðgerð sem íslenskt þjóðfélag þarf á að halda í dag. Bændur gengu til samninga við fyrri ríkisstjórn Samtök bænda á Norðurlöndunum hafa um langt árabil átt með sér samstarf á vettvangi NBC Nordens Bondeorganisasjoner Centralråd. Í ár eru liðin 75 ár frá stofnun þessara samtaka, sem samanstóðu í upphafi af þremur löndum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðar bættust Finnar og loks Íslendingar í hópinn. Aðild að samtökunum eiga bæði samtök bænda í hverju landi og samtök samvinnufélaga framleiðenda. Hér á landi hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði tekið þátt í starfinu ásamt Bændasamtökum Íslands. Samstarfinu er hagað þannig að löndin leiða starfið til skiptis, tvö ár í senn. Fyrra árið sem viðkomandi land fer með formennsku er haldinn fundur formanna aðildarfélaga og nánustu samstarfsmanna þeirra í einhverju hinna aðildarlandanna þar sem rætt er um þau málefni sem helst brenna á bændum. Formennskutímabili hvers lands lýkur með því að viðkomandi land heldur svokallaðan stækkaðan formannafund. Á þeim eru allt að um lækkun á útgjöldum hins opinbera til landbúnaðar. Það var vegna þess að þeir töldu nauðsynlegt að hefja hér aðgerðir og uppbyggingu á nýjan leik. Núna er staðan sú, tæpum mánuði síðar, að sá samningur er eina áþreifanlega plaggið um nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum. Bændur greiða þessa dagana atkvæði um samninginn en spyrja sig hvers vegna forysta þeirra gerði slíkan samning þegar enginn annar hreyfir legg né lið. Jú, vegna þess að bændur vilja koma að raunverulegum lausnum, ekki skyndiboðum um allsherjarlausn. LEIÐARINN Allur kraftur fer í umræðu um aðildarumsókn Vinstri grænna og Samfylkingar að ESB. Þingmenn Vinstri grænna eru hlaupandi í allar áttir undan digurbarkalegum yfirlýsingum sínum í kosningabaráttunni um að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu. Ómur orða þeirra á framboðsfundum með bændum lifir enn. Fimm nýja þingmenn fengu þeir vegna þess að þeir ætluðu að standa vörð um sjálfstæði Íslands. Þeim bændum, sem kusu það ágæta fólk, hlýtur að vera brugðið þegar blasir við að undan íslenskum landbúnaði molnar við ESB-aðild. Um úrskurð Samkeppniseftirlitsins ÁFRÝJUNARNEFND SAMKEPPNISMÁLA hefur hrakið að langstærstum hluta úrskurð Samkeppniseftirlitsins um starfsemi BÍ. Hins vegar er athyglisvert hvernig úrskurðurinn er matreiddur af stjórnvaldinu í almenna umræðu. Þar er búin til frétt um niðurstöðuna og reynt að fullyrða að ekkert hafi komið fram sem breyti fyrri afgreiðslu. Úrskurðurinn er hins vegar mjög athyglisverður fyrir Bændasamtökin. Viðurkennt er að Samkeppniseftirlitið fór fram með offorsi gagnvart bændum. Þannig er sektarfjárhæðin lækkuð verulega og felld úr gildi meginúrskurðarorð Samkeppniseftirlitsins um að brjóta þurfi niður samtök bænda og gelda þau í opinberri umræðu um hagsmuni bænda. Fréttatilkynning sem matreidd er fyrir fjölmiðla af eftirlitinu sjálfu gerir því lítil skil. Víst er sárt að sitja undir sekt og sök um lögbrot fyrir það að hafa varið hagsmuni bænda. Eins að vera opinberlega dæmd af viðskiptaráðherra úr ræðustóli Alþingis áður en formlegur úrskurður lá fyrir. Slíkt hlýtur að vera einsdæmi að ráðherra í ríkisstjórn geti leyft sér að dæma félagasamtök með þeim hætti. En fegrunaraðgerð sem að framan er lýst er ekki til að auka trúverðugleika á vandaðri meðferð mála. Vitneskja málsaðila BÍ af úrskurðinum kom úr hádegisfréttum RÚV. Er það þetta sem er kölluð opin stjórnsýsla? Fjölmiðlar duttu síðan í þá gryfju að gefa því ekki gaum sem er raunveruleg niðurstaða. Reynt er að þyngja refsingu Bændasamtakanna með slíkri framsetningu. Ef lesnir eru úrskurðir áfrýjunarnefndar þá heyrir til undantekninga að jafn mikinn viðsnúning sé þar að finna eins og í þessu máli. Eftir situr að Bændasamtökin fá áfram að vera samtök bænda. Hins vegar er Samkeppniseftirliti falið að ræða við þau um starfshætti þeirra, eitthvað sem þau hafa og höfðu fyrir þennan málarekstur skyldu til að gera. Bændasamtökin hafa alla tíð lýst vilja sínum til málefnarlegrar umræðu og bent á sérstöðu sína. Hver verður síðan forgangsröð yfirvalda samkeppnismála? Hver eru viðbrögð þeirra við undirboðum á markaði og langtímaframleiðslu og sölu á vörum undir kostnaði hjá opinberum fjármálastofnunum í samkeppni við bændur? Haraldur Benediktsson Samtök bænda á Norðurlöndunum 75 ára Afmælisins minnst á Íslandi í ágúst Frá fundi NBC á Íslandi árið fundargestir og dagskráin stendur að jafnaði í tvo og hálfan dag þar sem hluti hennar er skoðunarferð þar sem gestirnir kynnast landbúnaði og menningu gestgjafans. Utan hefðbundinna funda fer starfið að mestu leyti fram í framkvæmdanefnd sem í eiga sæti einn fulltrúi frá hverju landi. Auk þess hafa starfað vinnuhópar til skemmri tíma eða fastanefndir um ákveðin mál, s.s. upplýsinga- og kynningarmál, eignarrétt, vandamál bænda vegna rándýra, matvælaverð o.fl. Samtökin eru mikilvægur vettvangur til að skapa tengsl milli bænda á Norðurlöndunum. Skemmst er að minnast yfirlýsingar formanna bændasamtaka í hinum löndunum fjórum sl. haust, þar sem lýst var stuðningi við íslenska bændur á erfiðum tímum og stjórnvöld hvött til að standa við bakið á landbúnaðinum. Fundurinn verður haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu dagana ágúst í sumar og þar verður 75 ára afmælis samtakanna minnst. Dagskrá fundarins í sumar verður að verulegu leyti miðuð við áhrif efnahagskreppunnar í heiminum á bændur og landbúnaðarstefnu. M.a. mun koma á fundinn Roger Johnson formaður National Farmers Union í Bandaríkjunum, en samtökin eru eins konar samtök fjölskyldubúa í Bandaríkjunum. Á fundinum verður einnig gerð grein fyrir niðurstöðum fundar IFAP (Alþjóðasamtaka búvöruframleiðenda) um loftslagsmál, sem haldinn er nú í lok maí í Kaupmannahöfn. Einnig verður fjallað um stöðu alþjóðasamninga um viðskipti með búvörur og samstarf ríkja við Eystrasaltið við að takast á við mengun þess. NBC hefur einnig um árabil á þessum fundi, veitt menningarverðlaun til valins aðila í því landi sem fer með formennsku. Síðast þegar verðlaunin voru veitt á Íslandi (á Akureyri 1999) hlaut þau Páll Lýðsson fræðimaður og bóndi í Litlu-Sandvík. LOKAORÐIN Hvar er þessi kreppa? Við lifum á undarlegum tímum. Það mun vera kreppa í samfélaginu en úti fyrir er sumarblíða (einhver sagði að almættið hefði sleppt vorinu úr þetta árið) og gróðurinn þýtur upp. Lömbin stíga sín fyrstu veikburða skref og allt virðist leika í lyndi. Samt er kreppa. umræður um ástandið. Einn var að koma utan af landi og sagðist ekki hafa orðið var við neina kreppu þar. Það hefur ekkert breyst því landsbyggðarfólk er löngu hætt að nenna að barma sér. Það hefur lifað við samdrátt og bágborið atvinnuástand um áratuga skeið. Það er aðeins í höfuðborginni sem þessi barlómur heyrist, sagði sá sem nýkominn var. Undirrituðum datt þá í hug að ekki virtist ríkja nein kreppa á Austurvelli, nema rétt á meðan hagsmunasamtök heimilanna funda síðdegis á laugardögum. Þess á milli situr fólk þar, sleikir ís og nýtur lífsins í sólinni. Sennilega þarf kreppan að dýpka talsvert mikið til þess að Íslendingar hætti að glenna sig framan í sólina, þá sjaldan hún birtist. Ekki er það ætlun mín að gera fyrir kreppunni, þeim sem misst hafa atvinnuna og/eða hús og bíl. Kreppan er vissulega áþreifanleg og ef marka má umræðuna í þjóðfélaginu verður þess nokkuð langt að bíða að við getum kvatt hana. Nú er mest talað um skort á aðgerðum til bjargar fólki og fyrirtækjum. Þar bítur hvað í annars skott því ríkisstjórnin segist vera að bíða eftir uppgjöri bankanna en þeir sem að því vinna segjast bíða eftir nýrri lagasetningu eða öðrum vísbendingum um það hvernig eigi að taka á málum. Uppákoman sem varð út af meintum hótunum Svíans Mats Josefsson um að segja af sér, yrði ekki þegar í stað gengið í að gera bankana upp, sagði mikla sögu um virkar. Fréttaskýringin í Morgunblaðinu var óborganleg því hún afhjúpaði hefðbundin viðbrögð hver á annan og enginn kannaðist orðið hefur á því að staða bankanna skýrist og þar með hversu mikið við þurfum að borga þegar upp er staðið. Samt skynjaði maður hagsmunapotið sem er í gangi, embættismenn sem ganga óljósra erinda, hagsmunatrölla sem ekki ætla sér að gefa tommu eftir í þeim átökum sem eiga sér stað og stjórnmálamanna sem ýmist stjákla um sviðið, vitandi ekki alveg hvað þeir eigi að gera til þess að styggja sem fæsta, eða skara í glæðurnar til þess að magna eldinn. Á meðan þreyja þeir sem hrunið hefur leikið grátt, það styttist í öllum ólum dag hvern. Við hin borgum reikninginn möglunarlaust og afpöntum utanlandsferðirnar. ÞH

7 7 Í umræðunni Mun áfram beita mér gegn aðild að Evrópusambandinu Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að Íslandi sé best borgið utan ESB Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna tók við lyklavöldum í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu af Steingrími J. Sigfússyni 10. maí síðastliðinn. Jón er ekki ókunnur landbúnaðarmálum en hann er búfræðikandidat að mennt, frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi. Jón var skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal á árunum 1981 til 1999, eða þar til hann settist á þing fyrir Vinstri græna. Jón hefur á Alþingi gert sig gildandi í umræðu um málefni landsbyggðarinnar og landbúnaðar í gegnum tíðina. Hann hefur sömuleiðis verið einn helsti andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu í röðum þingmanna. Blaðamaður Bændablaðsins hitti hinn nýja ráðherra að máli og byrjaði á að spyrja hann hvort hann myndi greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að sótt skuli um aðild að Evrópusambandinu. Ég hef lýst því að ég styðji ekki tillöguna. Ég hef gert grein fyrir því bæði í þingflokki Vinstri grænna og í ríkisstjórn og sú afstaða er opinber. En munt þú greiða atkvæði gegn henni? Eins og tillagan er mun ég greiða atkvæði gegn henni. Hvað telur þú að aðild að sambandinu hafi í för með sér fyrir íslenskan landbúnað? Ég vísa til mjög góðrar greinargerðar og vinnu sem Bændasamtök Íslands hafa unnið í þessum efnum. Ég minni á að Ísland er eyland og við búum hér við mjög sérstæða og dýrmæta landbúnaðarframleiðslu. Við búum líka í landbúnaðarsamfélagi og þessir hlutir gera landbúnað mjög mikilvægan fyrir okkur í atvinnulegu tilliti, með tilliti til fæðu- og matvælaöryggis og ekki síst í samfélagslegu tilliti. Með inngöngu í Evrópusambandið höfum við afar litla möguleika á að standa vörð um þessa dýrmætu hagsmuni okkar. Sömuleiðis er innganga í Evrópusambandið framsal á fullveldi sem ég get ekki stutt. Var þá virkilega ásættanlegt fyrir þig að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessu fororði, að samstarfsflokkurinn myndi leggja þessa tillögu fram? Það er alveg ljóst að stefna Vinstri grænna er sú að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Það er alveg klárt. Ef hins vegar meirihluti Alþingis vill setja þetta mál í einhvern farveg af þessu tagi þá er ekkert óeðlilegt við það. Við munum hins vegar í Vinstri grænum áfram halda á lofti andstöðu okkar. Ef til kemur verður aðildarsamningur lagður fyrir þjóðina og það er auðvitað lýðræðislegt ferli. Mín skoðun liggur alveg fyrir og ég mun áfram beita mér gegn aðild. Ef hins vegar kemur til þess að sótt verði um aðild mun ég auðvitað kappkosta að mitt ráðuneyti leggi fram faglega og góða vinnu til þess að sem best niðurstaða komi út úr slíkum viðræðum. Í tillögunni kemur fram að meðal grundvallarhagsmuna Íslend inga sé að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis. Hvernig verður það gert? Ég geri ráð fyrir að við munum setja fram þá skilmála sem þarf að uppfylla í aðildarviðræðum. Þeir verða þá unnir af ráðuneytinu ásamt Bændasamtökunum og búgreinafélögunum og öðrum aðilum sem þurfa að koma að þessu borði. Er verið að fórna íslenskum landbúnaði ef Ísland gengur í Evrópusambandið? Ég ítreka bara það að ég tel að Ísland og íslenskur landbúnaður eigi að standa utan við Evrópusambandið. Fyrri stjórnvöld uppteknari af ESB en að gæta hagsmuna Íslands Hið umdeilda matvælafrumvarp, sem lagt var fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vorið 2008, er enn óklárað á Alþingi. Bændasamtök Íslands gagnrýndu frumvarpið harðlega þegar það kom fram. Ekki síst voru gerðar alvarlegar athugasemdir við að í frumvarpinu var gert ráð fyrir að hingað til lands yrði leyfilegt að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt frá Evrópusambandslöndunum. Frumvarpið var svo lagt fram öðru sinni skömmu fyrir síðustu jól og hafði þá tekið talsverðum breytingu til batnaðar að mati Bændasamtakanna. Enn sem fyrr var hins vegar í því ákvæði um að flytja mætti til landsins hrátt, ófrosið kjöt. Vinstri græn og Jón Bjarnason meðal þeirra gagnrýndu frumvarpið harðlega og töldu það stefna landbúnaði og lýðheilsu á Íslandi í hættu. Jón segist enn þessarar skoðunar og hyggst koma í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt með þessum hætti. Ég mun leita allra leiða til þess að fellt verði út ákvæðið um að innflutningur á hráu, ófrosnu kjöti verði heimilaður og ég á ekki von á öðru en að ég njóti til þess stuðnings, bæði hjá samstarfsflokknum í ríkisstjórn og á Alþingi. Samkvæmt málalista ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að leggja frumvarpið fram á vorþinginu. Verða gerðar fleiri stórar breytingar á frumvarpinu? Ég geri ekki ráð fyrir því. Það var unnin góð vinna í sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd í vetur sem tekin hefur verið til greina og ég held að frumvarpið sé að flestu leyti orðið ásættanlegt ef frá er talið það sem lýtur að innflutningi á hráu kjöti. Ég ætla mér að finna leið til að það verði ekki innleitt. Hversu langt getur þú gengið í að lofa því að ekki verði leyft að flytja hingað til lands hrátt, ófrosið kjöt? Ég mun gera allt sem ég get til þess að svo verði ekki. Það er ljóst að á sínum tíma gættu íslensk stjórnvöld ekki hagsmuna íslensks landbúnaðar og matvælaöryggis þjóðarinnar með því að halda ekki í undanþágu frá þessum innflutningi. Þegar gengið var í EES á sínum tíma var það með því skilyrði að undanþága fengist frá innflutningi á hráu kjöti og lifandi dýrum. Vissulega átti að endurskoða samninginn en það var ekkert sem benti til þess að fella ætti þessa undanþágu niður. Það verður bara að segjast eins og er að þau stjórnvöld sem hér voru við völd í upphafi aldarinnar höfðu meiri áhuga á tilskipunum Evrópusambandsins heldur en að gæta hagsmuna Íslendinga hvað þetta varðar. Þarna voru gerð mistök og það er dýrt að misstíga sig í þessum efnum. Hrópandi óréttlæti í verðlagningu á raforku Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir breytingar á búvörusamningum á dögunum vegna þess að þeir töldu það ekki hafa tilgang svo lengi sem raforkuverð til þeirra yrði ekki leiðrétt. Núverandi rafmagnsverð veldur því að rekstur garðyrkjustöðva er óhagkvæmur og stendur ekki undir sér. Einungis þarf að veita 38 milljónum króna til greinarinnar til að ástandið verði viðunandi. Jón segir einboðið að það verði að leita allra leiða til að koma til móts við garðyrkjubændur. Með innleiðingu á raforkutilskipun Evrópusambandsins á sínum tíma í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þegar raforkukerfið var markaðsvætt leiddi það af sér mun erfiðara varð að koma að einhverjum jöfnunaraðgerðum. Það er auðvitað alveg hrópandi óréttlæti fólgið í því að stóriðja eins og álver skuli fá hér raforku á spottprís til langs tíma á meðan að innlendur iðnaður eins og garðyrkjan situr við allt annað borð. Forgangsröðunin núna ætti að vera að tryggja afhendingaröryggi á þriggja fasa rafmagni um allt land og leita leiða til jöfnunar í orkuverði. Ég mun því gera mitt til að laga þetta mál en það er nú reyndar svo að verðlagning á rafmagni heyrir undir annað ráðuneyti. En er þetta ekki fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja? Er það ekki stjórnmálamanna að taka ákvörðun um að verðleggja skuli rafmagn til þessa iðnaðar með eðlilegum hætti í ljósi þess að stóru raforkufyrirtækin eru í eigu ríkisins? Nú var raforkukerfið að stórum hluta markaðsvætt sem setur slíku skorður. Ég er hins vegar alveg tilbúinn að endurskoða lagaumhverfi raforkukerfisins og færa það aftur til samfélagslegs grundvallar. Varðandi hins vegar stöðu garðyrkjubænda verður að skoða þær leiðir sem færar eru til skamms tíma en til lengri tíma á að endurskoða hvort þessi markaðsvæðing raforkukerfisins hafi ekki bara verið mikið óráð. Ég studdi það ekki. Höfum ekki ráð á að tapa bændum út úr greininni Efnahagsstaða ríkissjóðs er grafalvarleg og það er ljóst að framundan er mikill niðurskurður í ríkisfjármálum. Með breytingum á búvörusamningum hafa sauðfjárbændur og kúabændur þegar tekið á sig verulega skerðingu tekna. Mun verða skorið frekar niður í landbúnaðarkerfinu og þá hvar? Það var mjög ánægjulegt að takast skyldi að ná þessum samningum. Vissulega eru bændur að færa mikla fórn með því að taka á sig skerðingu vísitölutengingar samninganna. Það má hins vegar líka segja að með þessum breytingum fáist ákveðið öryggi fyrir landbúnaðinn, bæði með framlengingu um tvö ár og ákvæðum um takmörkun á vísitöluskerðingunni. Það verður farið ofan í niðurskurð í ríkisútgjöldum í sumar og það þarf auðvitað að huga að því hvar tekjuöflun liggur. Ég held því að nú þurfi að verja og treysta sess íslensks landbúnaðar. Það verður að velja út einstaka málaflokka í niðurskurði ríkisútgjalda og ekki að beita neinum flötum niðurskurði. Það verður kappkostað að verja störf og það er mikill fjöldi fólks sem vinnur að landbúnaði og í matvælaiðnaði. Forveri þinn í ráðherrastól, Steingrímur J. Sigfússon, sagði við undirritun samninganna að með þeim séu bændur búnir að taka á sig sínar byrðar í komandi efnahagsuppbyggingu. Getur þú tekið undir þau orð hans? Ég mun reyna að standa vörð um landbúnaðinn og búvörusamningana eins og þeir standa nú. Fjárhagsleg staða margra búa er afar erfið nú um stundir. Hvernig á að koma til móts við bændur sem eru í kröggum? Við þurfum á framleiðslu allra bænda að halda þessa stundina. Því eru mjög sterk rök til að beita öllum aðferðum til að styðja við bændur í erfiðleikum. Það þarf meðal annars að tryggja það að sú aðstoð, sem í boði er og verður, fyrir heimilin verði jafnframt í boði fyrir einyrkja í atvinnurekstri, þar með talið bændur. Þarna spila auðvitað inn í enn fleiri þættir, byggðasjónarmið og fæðu- og matvælaöryggi. Við höfum ekki ráð á að tapa bændum út úr greininni vegna fjárhagsörðugleika. Sóknarfærin á landsbyggðinni Hverjir eru helstu vaxtarsprotar íslensks landbúnaðar til framtíðar að þínu mati? Það er fyrst og fremst að aukinn hluti matvælaframleiðslu þjóðarinnar verði innlend framleiðsla. Ég tel að við eigum að auka þann hlut verulega. Við þurfum einnig að auka við skógrækt, kornframleiðslu og fóðurframleiðslu. Allt sem getur orðið til þess að auka innlenda framleiðslu og spara gjaldeyri er jákvætt. Í því liggja þau stóru sóknarfæri sem við höfum. Ég tel sömuleiðis að ferðaþjónusta í landbúnaði muni gegna æ stærra hlutverki í okkar þjóðarbúskap. Sóknarfærin eru því að mínu mati á landsbyggðinni í þessum atvinnugreinum og við verðum að styðja við þá uppbyggingu. fr MÆLT AF MUNNI FRAM Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum skrapp á dögunum stutta flugferð yfir Blönduós og fram í Blöndudal. Hann hringdi, eins og lög gera ráð fyrir, í flugumferðastjórann á Akureyri til að skrá flugið. Sá góði maður, vel kunnugur Magnúsi, kvað það ekki verra að slík tilkynning kæmi í bundnu máli. Magnús svaraði: Yður skal ég óðar svara inn á blað mátt stinga: Ég ætla nú í flug að fara á Friðrik Bjarna Inga. Flugvél Magnúsar ber samkvæmt þessu einkennisstafina TF-FBI. Eitt sinn flaug ég með Magnúsi yfir Vatnsdalinn. Það var góð og eftirminnileg ferð. Það er líka eina skiptið sem ég hef litið niður á Vatnsdælinga. Eitt sinn að haustlagi kom upp lúsafaraldur í skóla eins og verða vill á haustin. Þegar dýrið var greint kom í ljós að ekki var það íslenski stofninn heldur lúsin ættuð frá Spáni eða Portúgal. Um þetta orti Sigfús Agnar Sveinsson á Sauðárkróki: Hér áður fyrr laumaðist lúsin um hús, var lagin fólkið að skadda. En þetta var ekki íslensk lús heldur efnahagsbandalagspadda. Einar Sveinn Frímann er var kennari á Norðfirði fyrir miðja síðustu öld orti um ölkæran kunningja sinn: Ölvun sýnir innri mann. Orðtak þetta margur kann. Ölþefinn ég af þér fann, en innri maður, hvar er hann? Jón Örn Marinósson orti þessa gullvægu vísu. Hún mætti eiginlega heita Vísa með fyrirvara Ekki er gott að yrkja ljóð svo enginn finni galla því varla hefur vísa góð vísdóm fyrir alla. Markús Sigurðsson sendi mér fleiri vísur og kvæði eftir Geir í Eskihlíð. Hér eru tvær og tilefnið er skýrt: Tóm eru hús og tárvot jörð af trega er loftið blandið. Horfnir þeir sem héldu vörð og hugðust rækta landið. Senda má í Svartagil sólargeisla bleika. Á hörpu lífsins hljóðlátt spil hæfir best að leika. Á líkum nótum er lífsspeki og viðhorf Úlfs Ragnarssonar læknis þegar hann yrkir ljóðið Gjafir og fegurstu gjöfina sem gefin verður: Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest, að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, auga sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálar sjóði sakleysi, fegurð og yl. Bestu kveðjur og óskir. Umsjón: Hjálmar Jónsson

8 8 Einn bóndi náði kjöri á Alþingi í kosningunum 25. apríl síðastliðinn. Sá er Ásmundur Einar Daðason, bóndi á Lambeyrum í Laxárdal. Hann er jafnframt yngstur þingmanna. Ásmundur rekur ásamt föður sínum og fjölskyldu gríðarstórt sauðfjárbú á Lambeyrum og því hefur þingmennskan mikil áhrif á hans persónulegu hagi. Blaðamaður Bændablaðsins gerði sér ferð í Dalina og hitti Ásmund að máli á dögunum. Sauðburður var í fullum gangi og í mörg horn að líta fyrir þingmanninn, ekki síst í ljósi þess að hann átti að vera mættur á Alþingi klukkan þrjú síðdegis sama dag. Blaðamaður settist niður á garðabandið í fjárhúsunum með Ásmundi og við undirleik jarms lýsti Ásmundur því hvaða mál hann hyggðist leggja áherslur á inni á Alþingi. Málefni hinna dreifðu byggða, landbúnaður og málefni ungs fólks segir hann að muni varða hans þingmennsku en stóra áherslumálið nú verði að berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu sem hann telur að muni skaða Ísland mjög. Blaðamaður spurði Ásmund hvort hann hefði í raun trúað því í kosningabaráttunni að hann myndi enda sem þingmaður. Ég átti nú ekki von á því. En auðvitað ætlar maður sér árangur. Þegar ég fór í forval Vinstri grænna þá átti ég ekki endilega von á að verða svona ofarlega en þegar ég lenti þar í þriðja sæti þá tók ég ákvörðun um að taka þessa kosningabaráttu mjög alvarlega. Ég fór um allt kjördæmið og var í þessu í heilan mánuð. Hvaða persónulegar breytingar mun þetta hafa í för með sér fyrir þig og þinn búskap? Ég held að það sé alveg ljóst að ég verð að leigja mér íbúð í Reykjavík í haust. Annars verð ég bara í ferðum. Við verðum sjálfsagt líka að gera einhverjar ráðstafanir varðandi búskapinn hérna heima, ráða aukamann því allt sem ég verð við búskapinn er í raun bara bónus. Sömuleiðis hef ég verið í innflutningi á ýmsum rekstrarvörum og ég þarf að finna því einhvern farveg. Ég mun sinna þingmennskunni að fullu og nýta frítíma minn í búskapinn. Hvað rekur 28 ára gamlan bónda með heljarstórt bú til þess að gefa sig út í pólitík? Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík. Ég er alinn upp við mikla pólitíska umræðu og hef fylgst með umræðunni alveg frá því ég var krakki. Ég hef starfað mikið með Vinstri grænum, sat á lista hjá þeim í síðustu tveimur kosningum og var kosningastjóri hér í kjördæminu síðast. Ég er búinn að vera þar virkur síðustu átta ár. Ég geri það til að standa vörð um hagamuni þjóðarinnar, landsbyggðarinnar og landbúnaðarins. Finnst þér málefni hinna dreifðu byggða hafa setið á hakanum síðustu ár? Já, við sjáum það bara að meðan allt var í blóma á höfuðborgarsvæðinu var neikvæður hagvöxtur á stórum hluta landsbyggðarinnar og fólksfækkun. Það er ekki hægt að segja að hinar dreifðu byggðir hafi notið góðærisins. Hvað landbúnaðinn snertir þá hefur ýmislegt jákvætt átt sér stað og ég held að sóknarfæri næstu ára séu í landbúnaði og á landsbyggðinni ef Það mokar enginn flórinn ókeypis fyrir okkur Ásmundur Einar Daðason, eini bóndinn á Alþingi, telur að ef gengið verður í Evrópusambandið missi Ísland frá sér fjöregg þjóðarinnar. Það býr ein þjóð í landinu, óháð kyni, efnahag og búsetu þó það vilji oft gleymast umgjörðin verður rétt. Ef landbúnaðinum verður sköpuð umgjörð þar sem hann getur blómstrað, menn viðurkenna að það þurfi að styðja við landbúnaðinn með ákveðnum hætti og viðurkenni menn að það þurfi að vernda íslenskan landbúnað þá sé framtíðin björt. Þá þurfa menn líka að átta sig á því að til þess verður Ísland að standa áfram utan Evrópusambandsins. Umsókn um ESB aðild það allra vitlausasta á þessum tímapunkti Þú ert eindreginn andstæðingur þess að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og að Ísland gangi þangað inn. Urðu þér það þá vonbrigði hvernig samstarfsyfirlýsing þessara tveggja vinstriflokka sem mynduðu ríkisstjórn tók á þeim málum? Að sjálfsögðu. Í mínum huga er það prinsippmál að við stöndum utan Evrópusambandsins. Þessi samstarfsyfirlýsing varð mér í heild ekki vonbrigði, í henni er margt mjög gott og hefði ekki orðið betra í samstarfi við aðra flokka. Ég nefni stefnu í sjávarútvegsmálum, ég nefni jöfnuð í samfélaginu, hvernig á að taka á ríkisfjármálum og ég held að þessar áherslur hefðu aldrei komist á koppinn nema í samstarfi þessara tveggja flokka. Það urðu mér hins vegar vonbrigði hvernig lendingin varð í Evrópusambandsmálunum. Skaðinn skeði í raun í kosningunum. Nú fer málið fyrir þingið og ef það verður þingstyrkur fyrir málinu verða það mér mikil vonbrigði. Ég mun greiða atkvæði gegn málinu og tala gegn því á Alþingi. Að mínu mati skiptir ekki máli í augnablikinu hvort menn eru fylgjandi eða andvígir Evrópusambandsaðild, því það er það allra vitlausasta sem hægt er að gera á þessum tímapunkti að ganga þarna inn. Verða það þér þá vonbrigði ef samflokksþingmenn þínir munu greiða atkvæði með aðildarumsókn? Í þessu máli fylgir hver sinni samfæringu. Ég hef sagt hvar ég stend. Ég mun tala gegn þessu, ég mun beita mér gegn þessu hvort sem er í mínum flokki eða meðal annarra þingmanna. Ekki landbúnaðurinn sem kallar eftir aðild Áttu von á því að þessi ályktun um aðildarumsókn verði samþykkt á Alþingi? Ég veit það ekki, það er mjög erfitt að spá fyrir um það. Þessi umræða er hins vegar á algjörum villigötum. Hún er teymd áfram á spurningunni um upptöku evru sem ég tel að komi málinu ekkert við. Miðað við ástandið á ríkissjóði núna uppfyllum við alls ekki skilyrði þess að taka upp evru og munum ekki gera næstu ár. Við getum tekið upp annan gjaldmiðil og ég vil skoða þau mál óháð Evrópusambandsaðild. Það er ekki landbúnaðurinn sem kallar eftir þessari aðild. Það kann vel að vera að til skemmri tíma hjálpi það þjóðinni eitthvað að ganga inn í þetta samband en til lengri tíma skaðar það hagsmuni Íslendinga. Staðan er einfaldlega sú, svo að við setjum þetta á mannamál, að flórinn er fullur af skít. Við þurfum að moka hann og ef við ætlum að fá einhvern annan til að gera það fyrir okkur, eins og Evrópusambandið, þá gerir sá aðili það ekki frítt. Við þurfum að láta eitthvað á móti og það verða auðlindirnar og fjöregg þjóðarinnar. Hvað er svona vont við Evrópusambandið? Það er fyrst og fremst það að við undirgöngumst skilyrðislaust allar tilskipanir og lög sambandsins sem eiga alls ekki við hér. Við getum tekið dæmi af matvælafrumvarpinu sem við bændur höfum barist hart gegn. Ef við göngum í Evrópusambandið verður matvælalöggjöf þess tekin upp hér og við munum fá yfir okkur flóðbylgju af innfluttu hráu kjöti án þess að geta neitt gert við því. Við munum verða partur af innri markaði Evrópu og getum ekki hindrað það að hingað til lands verði fluttar vörur sem eru óheilnæmar fyrir land og lýð. Við erum líka að tala um að við neyðumst til að taka upp stuðningskerfi Evrópusambandsins í landbúnaði. Við eigum á hættu að missa yfirráð sjávarauðlindanna frá okkur þannig að ég sé bara ekki kosti þess að ganga þarna inn fyrir fámenna þjóð sem býr að miklum og dýrmætum auðlindum. Hvað gerist varðandi íslenskan landbúnað við inngöngu að þínu mati? Hann breytist gríðarlega. Við verðum að breyta okkar styrkjakerfi. Það verður niðursveifla í kjötverði því hingað mun flæða inn verksmiðjuframleitt hvítt kjöt og fleira. Það er alveg ljóst að íslenskur landbúnaður þarf ákveðna vernd og sú vernd fæst ekki innan veggja Evrópusambandsins. Það er alveg ljóst og allt tal um eitthvað annað er einfaldlega bara rangt. Telurðu að almenningur geri sér grein fyrir þeim hættum fyrir landbúnaðinn sem inngöngu myndu fylgja? Já, ég held það. Ég held að eftir bankahrunið hafi orðið mikil breyting á hugsunarhætti almennings og skilningi á mikilvægi íslensks landbúnaðar. Ég vara hins vegar við því að menn verði værukærir. Ég er ekki viss um að þessi breyting sé nógu djúp, það þarf að fylgja þessu miklu betur eftir og ég er smeykur við að þessar úrtöluraddir sem við þekkjum fari að heyrast aftur þegar ástandið breytist. Fæðuöryggi og að geta framleitt hollan og góðan mat auk byggðasjónarmiða skiptir gríðarlegu máli varðandi alla umræðu um landbúnað. Menn geta ekki talað um fæðuöryggi og öfluga byggðastefnu í einni setningu og talað svo um að lækka tolla og að ganga í Evrópusambandið í þeirri næstu, það er bara svoleiðis. Helst eiturlyfjaframleiðsla sem gat staðið undir jarðakaupum Hvað finnst þér um þá landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið hér á landi síðustu ár? Í fyrsta lagi verðum við að efla fæðuöryggi þjóðarinnar og því miður hefur margt verið gert hér undanfarin ár sem hefur unnið gegn því. Ég nefni til að mynda söluna á Áburðarverksmiðju ríkisins. Það var ekki vel að því staðið og þjónaði í raun ekki nokkrum tilgangi því það veikti fæðuöryggi þjóðarinnar. Í öðru lagi hefur þróun á jarðaverði og möguleikar ungs fólks til að koma inn í greinina verið íslenskum landbúnaði fjötur um fót. Einstaklingar og fyrirtæki fóru um í þessu loftbólu góðæri og söfnuðu tugum jarða, sprengdu jarðaverð upp úr öllu valdi. Staðan var í raun orðin sú að það gat í raun ekkert staðið undir kaupum á þessum jörðum nema kannski helst eiturlyfjaframleiðsla. Fyrir landbúnaðinn í heild sinni var þetta skelfileg aðstaða. Hvernig á þá að snúa þessari vörn í sókn? Vinstri græn lögðu nú á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um takmörkun á eignarhaldi á bújörðum sem var hugsuð til að tryggja það að menn væru ekki að safna jörðum eins og frímerkjum. Það má vera að nú séu aðstæður breyttar en fyrst og fremst þarf að koma til pólitískur vilji til að taka á þessu. Það er mögulegt að auka við nýliðun með einhvers konar stuðningi en til þess þarf pólitískan vilja. Hann þarf að vera raunverulegur og ekki svona yfirborðskenndur kosningavilji sem birtist á fjögurra ára fresti. Þetta verður eitt af mínum fyrstu málum sem ég ætla að leggjast yfir á Alþingi. Ef ungt fólk hefur ekki möguleika á að koma inn í greinina getum við allt eins hætt að framleiða matvæli í dag. Í mínum huga skiptir ekki máli hvort við hættum eftir tuttugu ár eða hættum í dag. Landbúnaður og uppbygging á bújörðum er verk kynslóða, ekki verk einstaklinga og við verðum að horfa á það og hugsa um það svoleiðis. Ekkert malbik, tæplega sjónvarp, lélegur sími og hörmulegt internet Hvaða pólitík ætlar þú að reka inn á Alþingi? Það fer svolítið eftir því hvort sótt verður um Evrópusam bandsaðild eða ekki. Ég mun beita mér fyrir breytingum í þágu hinna dreifðu byggða, fyrir sjávarút veginn og landbúnaðinn. Ég mun beita mér fyrir því að mörg þeirra ríkisfyrirtækja sem voru einkavædd, eins og til dæmis Rarik og Ríkisútvarpið verði færð aftur á hendur ríkisins og horfið verði frá þessari stefnu. Það sem liggur mér næst eru málefni hinna dreifðu byggða og allt sem þeim tengist, hvort sem það er rafmagn, fjarskipti, menntun, samgöngur eða heilbrigðisþjónusta. Ég mun berjast fyrir jöfnuði óháð búsetu. Þetta stendur mér nærri, þú ert komin hingað fram í Laxárdal þar sem ekki er malbik, tæplega sjónvarp, lélegur sími, ekkert gsm-samband og hörmulegt internet og þó stöndum við betur en margir aðrir. Ég held það þurfi því markvisst að ráðast í aðgerðir til að efla hinar dreifðu byggðir. Það er ein þjóð sem býr í þessu landi, óháð kyni, óháð efnahag og líka óháð búsetu og byggð. Það vill stundum gleymast. Hvernig ætlar þú að koma þessum málum í betra horf? Þetta er verk sem ekki verður unnið á einni nóttu. Margt af því sem ég nefni eru hlutir sem erfitt getur orðið að ná í gegn en það er mikilvægt að taka hratt og vel á þessum málum. Mun vinna að hagsmunum ungs fólks Þú ert eini bóndinn á þingi og þú ert jafnframt yngstur þingmanna. Þú berð augljóslega hag landbúnaðar fyrir brjósti en lítur þú einnig á þig sem fulltrúa ungs fólks á Alþingi? Já, ég geri það tvímælalaust. Ég mun beita mér fyrir hagsmunum ungs fólks í hvívetna. Ég held að hvað landbúnaðinn snertir sé það jákvætt fyrir ungt fólk í þeirri grein að ég skuli hafa verið kjörinn þarna inn. Landbúnaður á að vera fyrir þá sem ætla að starfa við greinina til framtíðar en ekki þá sem eru á leið út úr henni. Þess vegna mun ég leggja mín lóð á vogarskálarnar fyrir þann hóp. fr

9 9 Viðbrögðin hafa verið mjög góð, við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna og greinilegt að áhugi fyrir keppninni er mikill, segir Ester Stefánsdóttir stjórnandi hönnunarsamkeppninnar Þráður fortíðar til framtíðar sem nýlega hefur verið kynnt. Markmið samkeppninnar segir hún vera að vekja athygli á íslensku ullinni og hvetja til nýsköpunar í notkun á þessu einstaka hráefni. Hópur norðlenskra kvenna stendur að nýsköpunar- og hönnunarsamkeppninni, en Ester fékk hugmyndina seint á síðasta ári. Þessar konur eru Dóróthea Jónsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit, Anna Gunnarsdóttir hönnuður og listakona, Margrét Lindquist sem unnið hefur til Evrópskra gullverðlauna fyrir grafíska hönnun, Arndís Bergsdóttir hönnuður hrútahúfunnar, Bryndís Símonardóttir fagurkeri og Ester Stefánsdóttir stjórnandi samkeppninnar. Markmið samkeppninnar er að auka áhuga og fjölbreytni í hönnun þar sem notuð er íslensk ull, annað hvort ein og sér eða með öðrum efniviði og verðlauna þá sem fara þar fremstir í flokki. Á þennan hátt er vakin athygli á þeim verðmætum sem liggja í ullinni og íslenskri hönnun og samtímis sköpuð jákvæð umfjöllun og aukið enn á verðmæti þessa einstaka hráefnis, segir Ester. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Landssamtök sauðfjárbænda, Ístex hf. og Glófa ehf. og segir Ester það mikilvægt að hafa fengið svo sterka aðila til liðs við samkeppnina. Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar fatnaður Nýsköpunar- og hönnunarsamkeppnin Þráður fortíðar til framtíðar Athygli vakin á þeim verðmætum sem liggja í íslensku ullinni og hins vegar er opinn flokkur þar sem hvers kyns fylgihlutir, nytjahlutir, list og skrautmunir geta komið við sögu. Skilafrestur er til 30. júní næstkomandi, en þá tekur dómnefnd til starfa. Hana skipa Védís Jónsdóttir frá Ístex, Logi A. Guðjónsson frá Glófa, Birgir Arason frá Félagi sauðfjárbænda í Eyjafirði, Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður og Jenný Karlsdóttir útgefandi Munsturs og menningar. Dómnefnd mun tilnefna 5 verk til verðlauna, en á Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarsveit, sem haldin verður dagana 7. til 10. ágúst næstkomandi, verður sýning á 20 bestu verkunum úr hvorum flokki og verðlaunaafhending fer fram. Til mikils að vinna Það er til mikils að vinna í þessari samkeppni, segir Ester, en vegleg verðlaun eru í boði fyrir fyrsta sæti í hvorum flokki, en auk þess fá þeir sem eiga verk tilnefnd til verðlauna glaðning frá Ístex og Glófa og hvort fyrirtæki um sig áskilur sér rétt til að gera samning um framleiðslu eða birtingu á uppskrift á einu eða fleirum af tilnefndum verkum. Við hvetjum alla þá sem eru með hugmyndir af skemmtilegri hönnun þar sem ullin er í öndvegi að taka þátt, segir Ester. Það er von okkar að vönduð sýning verði til sem hægt verði að senda víðar bæði innanlands jafnt sem utan, við þurfum auðvitað að reyna hvað við getum til að koma íslensku ullinni sem víðast á framfæri, segir Ester. Samkeppnin er opin öllum en nánari upplýsingar um hana sem og leikreglur má finna á vefslóðinni Framkvæmdaaðilar hönnunarsamkeppninnar. Frá vinstri Arndís Bergsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Ester Stefánsdóttir, Margrét Lindqvist, Dóróthea Jónsdóttir og Bryndís Símonardóttir. BMB SELUR MEÐAL ANNARS: 20% afsláttur 115 SMO5L Comma olía 5L Verð áður kr. Verð nú kr. 115 SMO1L Comma olía 1L Verð áður 740 kr. Verð nú 538 kr. Hinar frábæru framtíðarbyggingar frá Sprung. Ryðga ekki eða brenna!! Sem dæmi væri hægt að flytja inn í 2000 m2 hús 8 vikum eftir pöntun TURBO Loftskiljur fyrir allar diesel og bensínvélar. Spara eldsneyti, loftsíukaup og minnka innra slit. Varahlutir í hörpur, færibönd og mulningsvélar Önnumst einnig öflun varahluta í landbúnaðarvélar, vinnuvélar og vörubifreiðar. Sérpantanir eru okkar sérgrein. Hvar sem þið eruð staðsett þá erum við ekki lengra frá en næsta símatæki, eða tölva, BMB KAUP Smiðjuveg 4 A 200 Kópavogur Símar: % afsláttur 9617 OS2404 Vinnuhanskar Verð aðeins 311 kr. Sláandi tilboð fyrir bændur Sleggjur, slaghamrar og fleira á frábæru verði 891 J41H-1000 Slaghamar 1kg Verð 875 kr. 891 H41A-5000 Sleggja 5kg Verð kr. ATH: Sérstök tilboðsverð gilda ekki með öðrum afsláttum. 891 H41A-3000 Sleggja 3kg Verð kr. 30% afsláttur 891 J41H-1000 Slaghamar 1,5kg Verð kr KW 11220b Regnkuldagalli Verð áður kr. Verð nú kr. N1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. Sími KW A Regnkuldagalli Verð áður kr. Verð nú kr. 30% afsláttur Meira í leiðinni

10 10 Heimsmarkaðir að opnast og verð hækkar Sauðfjárbændur eiga að framleiða meira Valdimar Einarsson hvetur Íslendinga til að sækja fram í sauðfjárrækt Á dögunum kom Valdimar Einarsson í heimsókn í Bændahöllina og hélt erindi fyrir Landssamtök sauðfjárbænda og starfsmenn Bændasamtaka Íslands. Valdimar þekkja margir bændur en hann hefur verið búsettur nokkuð samfellt á Nýja-Sjálandi í 25 ár utan tveggja ára sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda hér á Íslandi. Á þessu tímabili hefur hann einnig verið um tveggja ára skeið landbúnaðarráðunautur hjá nýsjálenska landbúnaðarráðuneytinu, í sauð- og geitfjárrækt, og bankastjóri hjá Landsbankanum og Rabobank á Nýja-Sjálandi til Síðan hefur hann rekið sjálfstæða ráðgjafar- og bókhaldsþjónustu sem er sérhæfð fyrir bændur. Hann kom hingað til lands að tilstuðlan Kjötafurðastöðva KS og SKVH og hélt erindi á bændafundum á þeirra vegum, á nokkrum stöðum á landinu. Kjötafurðastöð KS hefur á undanförnum tveimur árum einmitt verið að tileinka sér aðferðir Nýsjálendinga, m.a. í raförvun lambaskrokka, sem skilaði þeim bestri útkomu í úttekt Matís á kjötgæðum og kælingu lambaskrokka í sláturhúsum hér á landi. Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, segir að tilgangurinn með komu Valdimars til Íslands hafi verið að blása bjartsýni í brjóst bænda; upplýsa þá um þróun greinarinnar á heimsvísu og tækifærin í sauðfjárrækt á Íslandi. Íslendingar eiga að framleiða meira Boðskapurinn í erindi Valdimars er í stuttu máli sá að íslenskir sauðfjárbændur eigi að skoða alla möguleika til framleiðsluaukningar á næstu misserum. Ástæðan sé sú að mikið rými sé að opnast á heimsmarkaði, auk þess sem verð muni hækka verulega næstu 6 mánuði. Valdimar þekkir vel til stöðu greinarinnar á Nýja-Sjálandi og í erindi hans kom fram að fyrirsjáanlegt væri að Nýsjálendingar myndu halda áfram að draga úr útflutningi á kindakjöti og vegna stærðar þeirra á heimsmarkaði (sem stærsta útflutningslandið) mynduðust við það góð tækifæri fyrir útflutning annarra landa. Bændablaðið fór þess á leit við Valdimar að fá að leggja nokkrar spurningar fyrir hann varðandi erindi hans og ýmis önnur mál sem varða hag sauðfjárræktarinnar til framtíðar. Hagræðing í sláturiðnaðinum Geturðu dregið upp mynd af því í hverju Íslendingar geta lært af Nýsjálendingum varðandi ræktun og sölu á sauðfé? Ég tel að íslenskir sauðfjárbændur séu í mun betri stöðu til að ná árangri í ræktun, þar sem hún er byggð á almennri þátttöku flestra bænda ef ekki allra og gæðastýringin ein af þeim þáttum sem hafa haft jákvæðustu áhrifin. Ræktunin er einnig rekin á félagslegum grunni og það hefur skapað náið samstarf á milli þeirra sem vinna að faglegri hlið ræktunarinnar og bænda. Í mínum huga er samstarf og skipulag í ræktun á sauðfé á Íslandi fyrirmynd um það hvernig nýsjálenskir sauðfjárbændur geta lært af Íslendingum en ekki á hinn veginn. Það er þó ekki þannig að þessi mál séu í einhverjum ólestri á Nýja-Sjálandi, en ég er ekki viss Valdimar Einarsson flytur erindi sitt fyrir stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda. um að þeir geti náð fram jafn örum framförum og á Íslandi. Fyrir um 15 árum var mun betra skipulag á sölumálum á dilkakjöti á Nýja-Sjálandi, kvóti inn á ESBsvæðið hjálpar mikið til með að skipuleggja sölu inn á þessa markaði, hinsvegar er of mikið um undirboð á milli útflutningsaðila frá Nýja-Sjálandi og það hefur komið niður á verði til bænda. Samdráttur í sauðfjárrækt verður einnig þess valdandi að það er umframgeta í sláturiðnaðinum og þar er nauðsynlegt að ná fram hagræðingu. Verð á heimsmarkaði fer hækkandi, en það er ekki þar með sagt að það eigi að fjármagna eða halda uppi óhagræðingu í greininni. Það er kannski þetta atriði sem skiptir mestu máli fyrir okkur á Íslandi að hækkandi verð á heimsmarkaði skili sér beint til bænda, en án aukinna tekna kemur greinin til með að eiga mjög erfitt uppdráttar. Geturðu lýst í stuttu máli hvernig Nýja-Sjáland stendur að sóttvörnum fyrir sitt búfé. Er sauðfé ennþá frítt við sjúkdóma þar? Hvernig leggst fyrirhugað matvælafrumvarp í þig fyrir hönd íslensks landbúnaðar? Það eru mjög einfaldar reglur á Nýja Sjálandi, ekkert rautt kjöt eða kjúklingakjöt má flytja inn. Þeir flytja inn svínakjöt frá Kanada í litlum mæli og þá aðeins til vinnslu. Reglurnar eru mjög stífar og að því sem ég veit eru engar undantekningar og engin umræða um að það verði nokkurn tíma flutt inn kjöt. Nýja-Sjáland og Ísland eru í mjög sviðaðri stöðu hvað varðar sjúkdóma og mikilvægi þess að viðhalda sóttvörnum. Það er í raun eingöngu riðan sem stendur þar á milli, að öðrum kosti hefði ég engar áhyggjur af að flytja lifandi fé frá Íslandi til Nýja-Sjálands. Hinsvegar er ekkert sem ætti að stöðva innflutning á lifandi fé frá Nýja-Sjálandi til Íslands, þannig að ef Ísland nær að halda sérstöðu sinni eins og Nýja-Sjáland, þá er mjög erfitt að stöðva innflutning á nýsjálensku nauta og dilkakjöti til Íslands af sömu ástæðu. Í mínum huga er það fyrst og fremst tollar og innflutningsgjöldin sem koma til með að vernda íslenska sauðfjárrækt og samkeppnisaðstöðuna, síðan er það auðvitað aukin hagræðing og hækkandi heimsmarkaðsverð á matvælum almennt sem koma til með að viðhalda greininni til lengdar. Við eigum að stefna á að geta keppt við Nýsjálendingana að einhverju leyti. Við eigum einnig að njóta nálægðar markaðarins, þá bæði hérna heima og svo einnig á Evrópumarkaði. Innflutningur á kjöti annarstaðar frá en Nýja-Sjálandi er auðvitað eitthvað sem getur og kemur líklega til með að auka áhættuna verulega á að hingað berist sjúkdómar sem geta hugsanlega valdið tjóni bæði á skepnum og fólki. Auka má framleiðslu um 15-20% með góðu móti Þú talaðir í erindi þínu um að aðstæður á heimsmarkaði væru að breytast þannig að mikið rými væri að opnast með samdrætti Nýsjálendinga og Ástrala í útflutningi. Verð færi hins vegar stöðugt hækkandi. Þar opnist tækifæri fyrir Íslendinga. Hvernig mælir þú með að farið verði í slíka sókn. Höfum við burði til að stórauka framleiðslu og útflutning? Ísland hefur orðið fyrir verulegum hamförum af manna völdum síðustu 20 árin, auðvitað er búið að gera mikið og byggja upp, en skuldirnar eru gífurlegar og líklegt er að Íslendingar þurfi að borga verulegan hluta af þessum skuldum ásamt vöxtum næstu 20 árin. Sauðfjárbændur hafa yfir höfuð ekki skuldsett sig í sama mæli og til dæmis kúabændur. Miðað við hærra verð á útflutningsafurðum eiga að geta komið tækifæri til fjármögnunar á sókn í greininni og við þurfum fyrst og fremst að nýta alla þá aðstöðu sem ekki er nýtt eins og er. Það má líklega auka framleiðsluna um 15% til 20% án þess að kosta miklu til. Þróun í fóðuröflun og vinnuhagræðing við gjafir og sauðburð og þess háttar er komin í þann farveg að auka má verulega fjárfjölda án þess að skapa verulega aukna vinnu. Ég tel að þetta sé verkefni næstu ára að auka framleiðsluna. Það þarf að hagræða gífurlega í mynd smh sláturiðnaðinum, og spurning hvort ekki sé hægt að fækka sláturhúsum þannig að til dæmis þau sláturhús sem náð hafa bestum árangri í hagræðingu slátri þá kannski fyrir aðra vinnslu og söluaðila. Þetta gerist töluvert á Nýja Sjálandi og bara eðlilegur hluti af öllum viðskiptum að unnið sé að hagræðingu með samstarfi samkeppnisaðila. Þarna má vafalaust ná árangri til að hækka verð til bænda og tryggja betur afkomu þeirra sláturhúsa og vinnslu og söluaðila sem eftir standa, með þessum hætti má undirbúa sig undir meiri innflutning á kjöti og bæta samkeppnisaðstöðuna. Það verður aldrei nein vissa til langframa um verð á heimsmarkaði og ekkert hægt að lofa um framtíðina. Sömu lögmál gilda og um aðrar afurðir eins og fisk og fiskafurðir, verð kemur til með að sveiflast. Vonin er þó sú að matvæli standi ofar í píramídanum og að verð muni standa ofar og sveiflast minna inn í framtíðina. Heimamarkaðurinn er alltaf besti markaðurinn fyrir nýsjálenska sauðfjárbændur, alveg eins og á Íslandi sem nýtur að sjálfsögðu nálægðarinnar við markaðinn og verndar vegna sjúkdómavarna. Hægt væri að lækka matvælaverð verulega á Nýja-Sjálandi með innflutningi á ódýru kjúklingakjöti frá Asíu eða Ástralíu og staðan því ekki ósvipuð og á Íslandi. Þú nefndir það í erindi þínu að þú teldir að afurðasalarnir hlunnfæru bændur að einhverju leyti varðandi útflutningskjötið. Það er mjög líklegt að sumir útflutningsaðilar nái mun betra verði til dæmis í Danmörku og Noregi, það er engin markaðslegur hvati fyrir þessa sláturleyfishafa að skila hærri verði ef aðrir sláturleyfishafar fá lægri verð og geta ekki greitt jafn há verð. Þar af leiðir að útflutningur á betri markaði kemur líklega ekki til með að skila sér til bænda að öllu leyti. Til að koma í veg fyrir þetta er spurning hvort sláturleyfishafar eigi ekki að fá leyfi til að flytja út á ákveðna markaði gegn því að það verði verðjafnað á alla markaði til sláturleyfishafa. Sláturleyfishafar og sauðfjárbændur um allt land fá því sama verð fyrir útflutninginn gegn sérleyfi á mismunandi markaði. Endanlegt verð til bænda á hvert kg yrði að sjálfsögðu mismunandi eftir því hvaða skilaverði afurðastöðvarnar ná á innanlandsmarkaði og aðeins yrði gert upp með einu verði til bænda. Ef slíkt samstarf næst ekki eiga allir sláturleyfishafar að eiga kost á því að selja inn á alla markaði með engum takmörkunum. Að þessu leyti vil ég girða útflutninginn af og gefa sauðfjárbændum meiri tök á því að ná hærri verðum með þessu móti. Útflutningsverð í erlendum gjaldeyri Hvernig sérð þú fyrir þér að réttur sauðfjárbænda sé tryggður í því að fá sanngjarnt verð fyrir afurðir þeirra? Það er alveg óhugsandi að sláturleyfishafar greiði ekki fyrir útflutninginn í erlendum gjaldeyri. Sjávarútvegurinn býr við þau skilyrði að ná að geyma sín verðmæti í erlendum gjaldeyri. Þetta er í mínum huga eitt af þeim atriðum sem bændur þurfa að berjast fyrir og eftir því sem ég best veit er ekkert því til fyrirstöðu ef sláturleyfishafar ákveða að greiða fyrir útflutninginn í þeim gjaldmiðli sem hann er seldur í. Bændur eru bundnir í því að greiða til dæmis áburðinn í erlendum gjaldmiðli og því eðlilegt að þeir fái borgað fyrir útflutninginn í erlendum gjaldmiðli. Ég vil eindregið leggja að bændaforystunni að keyra þetta á fullu fram á haust. Það fylgir því mikill áhættukostnaður að geyma fjármuni í íslenskum krónum og nær ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvar krónan kemur til með að lenda. Verð til bænda byggist á því hversu harðir bændur eru í því að fylgja eftir þeim ásetningi að ná fram hærra verði og verða bændur því að vera reiðubúnir að færa sín viðskipti ef betra verð fæst annars staðar. Hinsvegar er númer eitt að fá borgað og skoða þarf stöðu sláturleyfishafa mun betur í haust með tilliti til þess hvort greiðslur nást að fullu fyrir jól, en bændur verða að fá uppgjör sem fyrst, nema ef um annað semst. Það er sorglegt en um leið skiljanlegt að Íslendingar velti fyrir sér inngöngu í ESB bara til þess að ná í evruna. Það er til önnur mun einfaldari og fljótvirkari aðferð sem er að taka upp alla gjaldmiðlana, en með því móti er líklegt að evran, pundið og síðan bandaríkjadollarinn næðu festu á gjaldmiðlamarkaðinum heima. Það er líklegt að aðrir gjaldmiðlar ná kjölfestu í íslensku efnahagslífi og það er að gerast núna vegna þess að trúin á íslensku krónuna er nær engin. Samhliða því þarf að setja nýja krónu sem er gulltryggð á svipaðan hátt og gert var með bandaríkjadollarann til Gengi gömlu krónunnar verður síðan miðað við það hvernig genginu er stýrt á móti gullkrónunni. Ég get ekki séð að íslenska krónan nái sér á strik aftur og sá kostnaður sem fylgir því að reyna að viðhalda henni til lengri tíma er mun meiri en íslenskur efnahagur hefur efni á að standa undir. Eða ætla íslendingar að eyða öllu láninu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í það að viðhalda ónýtum gjaldmiðli. -smh

11 11 URBAN kálfafóstran 25 ára Á þessu ári heldur Urbanverksmiðjan upp á 25 ára starfsafmæli sitt. Helmut Urban stofnandi og eigandi verksmiðjunnar, sem staðsett er í Wüsting í Þýskalandi, lítur til baka með stolti, hann var og er áhugasamur um heilsufar og uppeldi kálfa. Upphafið var þegar hann hannaði og smíðaði árið 1982 mjólkurhræru með hitastillingu fyrir sitt eigið bú og áttaði sig fljótt á vinnusparnaðinum og ekki síst góðu heilsufari kálfanna. Árið 1984 stofnaði hann fyrirtæki sitt og byrjaði að framleiða kálfamjólkurhrærur í hlöðunni hjá sér. Reynsla hans af því sannfærði aðra bændur um ágæti framleiðslunnar og fljótlega var Helmut farinn að selja hana um allt Þýskaland og til annarra landa líka. Þegar fyrsta tölvustýrða kálfafóstran kom á markað árið 1991 fékk hún verðlaun þar ytra. Nýjar útfærslur Ljósleiðari ekki eignfærður Ársreikningur Arnarneshrepps var lagður fram til fyrri umræðu á fundi nýlega. Þar kom fram að tekjur sveitarfélagsins á liðnu ári námu ríflega 102 milljónum króna en gjöld um 122 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða ársins er neikvæð um rúmar 20 milljónir, en rétt er að geta þess að kostnaður sveitarfélagsins vegna lagningar ljósleiðara um allt sveitarfélagið var rúmar 26 milljónir. Er sá kostnaður ekki eignfærður og því er niðurstaðan neikvæð. eru alltaf reyndar fyrst á kúabúi Helmut Urban með það að markmiði að allar tækninýjungar séu vel yfirfarnar. Í dag er Urban þekkt vörumerki á meðal bænda út um allan heim enda hafa Urban U-20 og U-40 kálfafóstrurnar hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt hvað varðar sparnað við vinnu og nákvæmni við kálfafóðrun. Árið 2000 fékk Urban fyrirtækið silfurverðlaun frá DLG (German Agricultural Society). Í tilefni af afmælinu býður Urban upp á sérútbúna U-20 kálfafóstru á sérstöku afmælisverði. Það var árið 2002 sem Landstólpi hóf innflutning og sölu á Urban kálfafóstrum síðan hefur salan aukist stöðugt og í dag eru kálfafóstrurnar orðnar rúmlega 50 talsins. Það hefur verið okkur hjá Landstólpa sönn ánægja að eiga viðskipti við Urban fyrirtækið sérstaklega þar sem leiðir þeirra að vöruþróun og markaðssetningu falla mjög vel að hugmyndafræði okkar. Allar nánari upplýsingar um afmælisútgáfuna á Urban kálfafóstrunni gefur Landstólpi í síma: eða á slóðinni www. urbanonline.de Fréttatilkynning Sprengja í viðtökum við Beint frá býli á samskiptasíðunni Nýverið var stofnaður aðgangur undir heitinu Ég vil kaupa inn BEINT FRÁ BÝLI á samskiptasíðunni com og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Nú eru rúmlega sjö þúsund manns búnir að tengjast málaflokknum og hafa áhuga á að kaupa vörur beint frá bændum. Á síðunni má meðal annars sjá lista yfir bændur, býli og framleiðsluna og nokkrar blaðagreinar sem tengjast heimavinnslu afurða og sölu beint frá bændum. Þetta var svolítil sprengja en kom í raun ekki á óvart því mér finnst andinn í þjóðfélaginu vera þannig að fólk vill kaupa þessa sérvöru beint frá bónda. Fyrst eftir að ég stofnaði síðuna gerði ég ekki annað en að svara símanum og tölvupóstum því ég fékk um fimm þúsund fyrirspurnir frá neytendum á nokkrum dögum. Þetta gefur manni byr undir báða vængi að það sé svo mikil eftirspurn eftir vörunum og hversu góðar undirtektirnar hafa verið. Þetta styrkir okkur líka sem vinnum í þessu í því að það er full þörf fyrir þessi samtök og nú eru fleiri bændur að bætast við, segir Hlédís Sveinsdóttir, formaður Beint frá býli, og bendir á að nú muni endurbætt heimasíða samtakanna brátt líta dagsins ljós. ehg Kjarnaolíur, lífræn ræktun og blómadropar Heilsumeistaraskólinn er nú að bjóða upp á nám í þriðja sinn hérlendis í alþýðugrasaog náttúrulækningum. Heilsumeistaranámið er til þriggja ára og færir nemendum fjölbreytta færni til að verða sannir meistarar í náttúrulegri heilsu og heilun. Skólinn er í Reykjavík en hægt er að stunda námið frá landsbyggðinni og með vinnu og hafa til að mynda nokkrir bændur útskrifast úr skólanum. Skólinn er íslenskur en byggir á erlendri fyrirmynd um nám í náttúrulækningum þar sem litið er til aðferða við heilsubót sem má segja að séu mikið sóttar til náttúrunnar og alþýðuvisku, meðal annars grasalækninga (nýting jurta á ýmsa vegu), mikilvægi fæðunnar og að lesa líkamann í gegnum augun sem greiningarleið. Námið uppfyllir skilyrði laga um græðara samkvæmt Bandalagi íslenskra græðara. Í skólanum er lögð mikil áhersla á það að nemendur læri að vinna með sig og séu öðrum góð fyrirmynd. Skólinn er byggður upp á lotu- og heimanámi þar sem kennt er í fjóra daga annan hvern mánuð að jafnaði. Hægt er að stunda námið frá landsbyggðinni, með vinnu og því líkur með Heilsumeistaradiplóma en nemendur fá einnig ýmis viðurkenningarskjöl frá virtum erlendum kennurum skólans, útskýrir Lilja Oddsdóttir, skólastjóri Heilsumeistaraskólans. Sjálfsvinna og alþýðugrasalækningar Heilsumeistaranámið veitir þekkingu í heilsuvernd sem er án inngripa svo sem skurðaðgerða og lyfja og sem styðst við faglega leiðsögn, kennslu og náttúrulegar aðferðir ásamt efni við uppbyggingu heilsunnar. Námið hefst á allsherjar greiningu og úttekt á heilsu nemandans, (Self Healing module), ásamt meðferðaráætlun undir leiðsögn kennara námsins en þessi sjálfsvinna heldur áfram í gegnum allt námsferlið. Innihald námsins byggist á eftirfarandi grunnþáttum: Augnfræði, lithimnu- og hvítugreining, alþýðugrasalækningar, innlendar og erlendar jurtir, alþýðunáttúrulækningar, svæðameðferð á fætur, kjarnaolíur, efnafræði og meðferðir, blómadropar, Næring, lifandi fæði, lífræn ræktun ofl., retreat að læra og lifa 8 dagar á Sólheimum, lokaverkefni og skýrslur. Þetta er mjög sniðugt nám fyrir fólk allsstaðar að af landinu og ég tala nú ekki um á þessum tímum þegar svo mikilvægt er að geta unnið að sínum málum sjálfum og jafnvel þróað nýjar vörur úr jurtum svo dæmi séu tekin, segir Lilja. Boðið er upp á 3ja ára nám sem hefst 2009 en innritun er til 15. júní. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðunni ehg FÆRÐUBRJÓSTSVIÐA EÐA SÚRT BAKFLÆÐI?... Nýtt!...Nú færðu Losec Mups* án lyfseðils í næsta apóteki! *Omeprazol Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töfl ur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfiðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafla ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfið eftir 14 daga stöðuga notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töflurnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töflurnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva (t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars annt um líf og líðan

12 12 Menn verða að fá ásættanlega umbun fyrir framleiðsluna Óeðlilegt að frumframleiðendur fái ekki meira í sinn hlut heldur en smásalan Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti var á dögunum kjörinn nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Bændablaðið gerði sér ferð upp í Borgarfjörð og hitti Sindra að máli. Sauðburður í Bakkakoti var langt kominn og blaðamaður og Sindri settust niður í kaffistofunni í fjárhúsunum til að ræða framtíðarsýn Sindra varðandi sauðfjárræktina og hvaða verkefni væri brýnast að ráðast í á næstunni. Sindri segist telja augljóst að auka þurfi framleiðslu á lambakjöti hér á landi, bæði til að bæta afkomu bænda og til að tryggja betur fæðuöryggi í landinu. Það telur Sindri að verði ekki gert nema með auknum útflutningi og hann er bjartsýnn á að nú séu tækifæri til þess. Mörg önnur mál eru á döfinni hjá Landssamtökunum og hinum nýja formanni. Meðal annars óttast hann þær afleiðingar sem möguleg innganga í Evrópusambandið myndi hafa fyrri greinina. Sindri hefur haft í nægu að snúast að undanförnu því ekki er nóg með að hann sé nýr á formannsstóli hjá sauðfjárbændum heldur skipaði hann þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu. Það má því segja að félagsmálavafstur og pólitík sé ríkur þáttur í daglegu lífi bóndans í Bakkakoti. Ég hóf búskap 1997 hér í Bakkakoti og varð strax virkur í félagsmálum bænda. Það má eiginlega segja að afskipti mín af bændapólitík hefjist þegar ég fór sem fulltrúi Borgfirðinga á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda árið Ég varð svo fljótlega Velkomin í sveitina Allt sem þú þarft að vita um gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni formaður félags sauðfjárbænda í Borgarfirði og settist í stjórn Búnaðarsamtaka Vesturlands. Síðan var ég kosinn á Búnaðarþing árið Ég var svo kosinn í stjórn Landssamtakanna fyrir fjórum árum. Hvað rekur þig áfram í þessum félagsmálum? Það er eitthvað í manni. Það blundar í mér að vilja hafa áhrif á það sem ég er að gera hverju sinni og láta gott af sér leiða. Ég er félagslyndur maður, hef áhuga á að starfa með fólki og það hefur alltaf verið svo. Eftir að ég hóf búskap jókst síðan bara áhuginn á að hafa áhrif á hvernig mál þróast og koma mínum hugmyndum áfram. Finnst þér sem þér beri skylda til að starfa að félagsmálum bænda? Nei, kannski ekki beint en mér finnst að ef fólk hefur skoðanir og áhuga á málum og vill koma sínu á framfæri eigi það að gefa kost á sér í þessi störf. Ég þekki fjölda fólks sem er vel til þess fallið að koma að félagsmálum en gefur sig ekki út í það og það verður maður bara að virða. Einhver verður hins vegar að vera til þess að starfa að þessu. Mér finnst það gaman og áhugavert að vinna fyrir mína stétt en ég sé samt ekki fyrir mér að ég sé kominn til að vera í þessu um aldur og ævi. Sama má segja um þátttöku mína í landsmálapólitík. Ég held að það sé oft þannig að menn hafi áhuga á þessu á mjög víðu sviði. 140 bæir um allt land bjóða upp á gistingu, máltíðir og afþreyingu. Fjölbreytt gisting: Heimagisting, gistihús, sveitahótel, sumarhús og tjaldsvæði. Verið velkomin! Bændur selja búvörur beint frá býli. Fjölbreytt framboð af íslenskum mat við allra hæfi. Verði þér að góðu! Komdu í heimsókn til bænda og kynntu þér nútímabúskap og fjölbreytta starfsemi í íslenskum sveitum. Fyrir börn og fullorðna á öllum aldri! Bæklingurinn liggur frammi á öllum helstu áningarstöðum á landinu. Pantið bækling á Síðumúli Reykjavík sími Bændahöllinni 107 Reykjavík sími Vinna að framtíðarstefnumörkun hafin Hvaða verkefni eru fyrst á dagskrá hjá þér á formannsstóli? Við höfum auðvitað í hyggju að hitta nýjan landbúnaðarráðherra. Við erum líka að vinna að framtíðarstefnumörkun fyrir greinina í heild sem hófst nú eftir að ég tók við formannsembættinu. Við ætlum að fara vítt yfir sviðið, meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri. Að þessari vinnu koma bæði stjórn samtakanna og varastjórn. Við erum sömuleiðis að klára vinnu við rekstrargrunn greinarinnar sem við munum nota til að gefa út viðmiðunarverð, en við höfum heimild til að gefa slíkt verð út. Slíkan grunn er hægt að nota sem eins konar hitamæli milli ára með rauntölum og sýna hvað aðföng hafa til að mynda hækkað milli ára. Hvernig sérð þú framtíð greinarinnar fyrir þér á allra næstu árum? Hverju vilt þú koma til leiðar til framtíðar? Það er alltaf verið að tala um mikilvægi fæðuöryggis. Í dag framleiðum við um helming þeirra matvæla sem við notum hérlendis. Ég vil að við aukum þann hlut og að við stefnum að því að auka lambakjötsframleiðslu í landinu. Það þarf að gera með því að nýta þann fastakostnað sem þegar er til staðar, byggingar sem standa ónýttar á búunum til að mynda. Menn þurfa að reyna að auka við sig framleiðslu án þess að leggja út í mikinn kostnað. Með því geta bændur fengið auknar tekjur án þess að leggja út í hlutfallslega jafn mikinn kostnað. Það eru heilmikil sóknarfæri í þessu. Þá er eðlilegt að menn spyrji sig hvort það hafi ekki hættu í för með sér, minnugir kjötfjallanna sem fóru á haugana hér í eina tíð. Ég vil hins vegar að við förum að leggja mun meiri áherslu á útflutning. Ég held að nú sé rétti tíminn til að leggja upp í slíka vegferð, ekki síst í ljósi stöðu krónunnar. Þetta þarf hins vegar allt að byggjast á því að menn fái ásættanlega umbun fyrir sína framleiðslu. Eins og staðan er í dag þá er útflutningur á lambakjöti að skila ekki síðri afkomu til afurðastöðvanna heldur en innanlandsmarkaðurinn. En það á ekki við um bændur. Hvernig sérðu fyrir þér að hægt sé að minnka þann mun sem þar er á? Það kann að verða breyting á þessu næsta haust í ljósi þess að búið er að leggja af útflutningsskylduna. Ég er að vona að ekki verði um neitt útflutningsverð að ræða heldur muni menn bara greiða eitt verð. Ég vona að staðan verði sú að það þurfi ekki að skylda einn né neinn til að flytja út lambakjöt heldur verði það bara hagstætt og eftirsóknarvert. Það eru auðvitað draumaaðstæðurnar, öðruvísi verður þetta hvorki fugl né fiskur. Áttu von á því að þetta geti orðið strax í haust? Já, ég held það og hef í raun fulla trú á því. Nægir markaðir til fyrir lambakjöt erlendis Þurfa þá ekki forsvarsmenn bænda að setjast niður með fulltrúum afurðastöðvanna og ræða þessi mál? Við höfum átt mjög góð samskipti við afurðastöðvarnar í ýmsum málum, meðal annars í gegnum markaðsráð kindakjöts. Við getum hins vegar ekki með neinum formlegum hætti kallað þá að neinu borði. Ég hef heyrt í mjög mörgum sláturleyfishöfum núna upp á síðkastið og finn það bara að þeir hugsa með allt öðrum hætti um útflutninginn núna en þeir hafa gert fram til þessa. Þú telur sem sagt að það hafi verið gæfuspor að útflutningsskyldan hafi verið afnumin? Við skulum alla vega segja að hún var felld niður á mjög heppilegum tíma þó að þessir tímar séu mjög óheppilegir í annan stað. Veik staða krónunnar gerir það að verkum að það er auðveldara að vinna nýja markaði. Þurfa sauðfjárbændur að vinna fleiri markaði fyrir lambakjöt? Ég held að það sé ekki vandamálið. Við eigum markaði sem geta tekið við meira magni af kjöti, til dæmis Bandaríkin og Kanada. Menn hafa lýst áhuga á að kaupa slíkt magn þar að við getum sennilega aldrei annað því. Það er að myndast ákveðið gat á heimsmarkaði með lambakjöt vegna samdráttar í framleiðslu á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu og það eru fullt af tækifærum fyrir okkur. Til að geta aukið framleiðslu hérna innanlands þurfum við að auka útflutning og hann verður að skila ásættanlegri afkomu. Það skiptir öllu máli og ef menn vilja að þessi grein dafni hérna þarf að koma til ásættanlegt verð. Það hefur því miður skort upp á það og það hefur dregið í sundur með tekjum sauðfjárbænda og annarra hópa í þjóðfélaginu. Þess vegna verður að leiðrétta þann mun sem orðinn er. Nú er krafa neytenda sú að fá ódýra og góða matvöru. Hvaða möguleika eiga sauðfjárbændur þá til að leiðrétta þennan tekjumun og bæta afkomu sína? Er ekki eitthvað í verðmyndun á lambakjöti sem er óeðlilegt? Við þurfum að fara ofan í saumana á verðmyndun á lambakjöti. Við vitum alveg hvað við bændur erum að fá í okkar hlut. Bændasamtökin reiknuðu þetta út fyrir tveimur árum eða svo. Þá var hlutdeild bónda af smásöluverði um fjörutíu prósent, hlutdeild smásalans fjörutíu prósent og hlutdeild afurðarstöðvanna tuttugu prósent. Mér finnst í raun ekki sanngjarnt að ég sem frumframleiðandi sem framleiði vöru með mjög langan og dýran framleiðsluferil fái jafn mikið í minn hlut og smásalinn. Smásalarnir eru okkur mjög mikilvægir og við þurfum að eiga við þá góð samskipti. Við þurfum hins vegar að eiga samtal við smásalana og athuga hvort það séu aðrir fletir á þessu. Það verður eitt af þeim verkefnum sem ég mun fara í fljótlega, að ræða við þá. Hvernig hugnast þér sú landbúnaðarstefna sem rekin hefur verið síðustu ár? Ég ætla ekki að leyna því að mér finnst mjög mikilvægt að stuðningur ríkisins skili sér til þeirra sem eru að framleiða. Ég er á þeirri skoðun að ef við ætlum að styrkja landbúnað og sauðfjárræktina þá sé skynsamlegt að styðja menn í hlutfalli við framleiðslu. Þar með hafna ég byggðastyrkjum þó mér finnist þeir ágætir sem slíkir. Það er ekkert að því að veita slíkan stuðning en ég tel að það eigi ekki að blanda slíku inn í samninga um starfsskilyrði einstakra búgreina. Ég tel hins vegar að innkoma nýrra aðila í greinina sé alltof erfið. Ég tel að það væri gagnlegra að greiddur væri stuðningur á hvert innlagt kíló eða hvern grip, það myndi auðvelda nýliðun í greininni verulega. Á móti inngöngu í Evrópusambandið Hver er þín skoðun sem sauðfjárbónda og formanns Landssamtakanna á mögulegri aðildarumsókn að Evrópusambandinu? Mín skoðun er sú að hag Íslands sé ekki betur borgið innan sambandsins og því er ég í hjarta mínu á móti því að við göngum þar inn. Ef hins vegar verður af þessu verðum við auðvitað að setja niður samningsmarkmið varðandi landbúnaðinn. Við höfum séð það í þeim löndum sem gengið hafa í sambandið, ég nefni Finnland sem dæmi, að þar hefur afurðaverð til bænda lækkað verulega og bændum fækkað mjög. Við verðum því að setja þau skilyrði ef gengið verður til aðildarviðræðna að landbúnaður hér á landi leggist ekki í rúst. Ég mun auðvitað gæta hagsmuna sauðfjárbænda sem formaður þeirra í þessu ferli. Aðalfundur Landssamtakanna samþykkti ályktun þar sem segir að hag Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins og aðildarviðræðum hafnað. Ég mun auðvitað vinna eftir þeirri stefnu og ég er á móti aðild að sambandinu. fr

13 13 Dekk fyrir landbúnað Sólning býður upp á mikið úrval dekkja undir dráttarvélar og helstu vinnuvélar í íslenskum landbúnaði. Sendum hvert á land sem er. Dráttarvéladekk Vinnuvéladekk Vagnadekk Heyvinnuvéladekk Fjórhjóladekk K ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i , s í m i SÓLNING N j a r ð v í k, Fitjabaraut 12, sími S e l f o s s, Gagnheiði 2, sími Pontus lambamjólk Góð næring fyrir ungviði er grunnurinn að heilbrigði og vexti. Bústólpi hefur hafið innflutning og sölu á lambamjólk frá Lantmännen í Svíþjóð. Hér er um þrautreynda úrvalsvöru að ræða sem ætluð er til fóðrunar á lömbum í tilvikum þar sem ær ná ekki að mjólka lömbunum nóg. Lambamjólk inniheldur öll þau næringarefni sem lömbum eru nauðsynleg og stuðlar þannig að heilbrigði og örum vexti. Fæst í 5kg og 25kg pokum. Söluaðilar: Sími Fax Kaupfélag Steingrímsfjarðar Sími Fax Sími Fax Kaupfélag Vestur Húnvetninga Fax Egilsstöðum Sími Hvolsvelli Sími Selfossi Sími Bústólpi - Fóður og áburður Oddeyrartanga 600 Akureyri Sími Fax

14 14 Hollur er heimafenginn baggi Eða: Landsbyggðin vaknar og grípur til vopna sinna Í liðinni viku var ritstjóra Bændablaðsins boðið til kvöldverðar að Ytra-Felli á Fellsströnd. Þar voru samankomnir nokkrir heimamenn úr Dalabyggð í því skyni að ræða laust og fast um komandi ferðamannatíð þar um slóðir. Tilefnið var að á næstunni eru að hefjast göngu- og hjólaferðir þar sem lagt er upp úr Sælingsdal yfir fjallið á Skarðsströnd, út hana og inn Fellsströndina að upphafsreit. Þær voru prufukeyrðar í fyrra og þóttu takast vel. Það sem er óvenjulegt við þessar ferðir er að það er ekki bara verið að skoða náttúruna og/eða sögustaði með leiðsögn heldur eru hús tekin á heimafólki sem býður í mat og spjall, sýnir gestum hvað það er að fást við og segir sögur. Skipuleggjendur ferðanna eru hjón úr Mosfellsbæ, Jón Jóel Einarsson og Þuríður Maggý Magnúsdóttir, margreyndir göngugarpar. Jón er ættaður úr Sælingsdal og fékk þá hugmynd að skipuleggja ferðir um dali og strandir í samvinnu við heimamenn. Heimamenn í þessu tilviki eru bæði bændur sem búið hafa á þessum slóðum mann fram af manni, konur eins og Halla í Ytri-Fagradal og Stella á Skarði, en einnig fólk úr þéttbýlinu sem fest hefur kaup á húsum eða jarðarskikum í sveitinni, sumt vegna ættartengsla, annað sem hefur engin slík tengsl en féll fyrir töfrum staðarins. Laxdæla og keltneski arfurinn Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um hugmyndir sem eru að verða að veruleika í íslenska ferðasumrinu. Hvarvetna er fólk að bregðast við aðsteðjandi efnahags- og atvinnuvanda með því að skapa sér störf og þá er ferðaþjónustan nærtæk. Tækifærin sem þar gefast eru óendanleg, að því er virðist. Hver sveit og hver bær á sér sögu sem gestir og gangandi vilja gjarnan fá að heyra, helst af munni heimamanna. Nú er lag, því allar spár benda til HEYRT Í SVEITINNI Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður Nú dynja á okkur yfirlýsingar frá Samfylkingunni um inngöngu í ESB, sem leysa muni öll peningavandamál þjóðarinnar og svei mér, þegar þetta er ritað í lok apríl, þá hillir undir að VG ætli að svíkja gefin loforð um að inn í þennan skýjaklúbb færum við ekki. Í það minnsta eru þeir að leita leiða til að réttlæta það að skoða málið með viðræðum við bandalagið. Það er fyrir löngu ljóst að íslenskur landbúnaður mun fá stóra skrokkskjóðu ef af aðild verður og því verðum við að fara að undirbúa okkur undir ójafna samkeppni við stórþjóðir þar sem feluleikur með uppruna afurða og flókið styrkjakerfi er viðhaft. Auðvitað höfum við yfirburði í gæðum og hreinleika afurða, bæði mjólkurafurða, kjöts og ekki síst grænmetis, en dugar það? Því miður eru margir tilbúnir að fórna hollustunni ef hún kostar meira og ekki síst á þessum þrengingatímum sem framundan eru. Þessu er oft um að kenna hugsunarleysi eða því að fólk er ekki meðvitað eða upplýst nægilega um gæðamuninn á íslenskum og innfluttum afurðum, svo ekki sé nú talað um hollustumuninn. Það er ekki nægilega upplýst um að íslenskir grænmetisframleiðendur þurfa ekki að nota ýmis þau eiturefni til varnar skordýrum og plöntusjúkdómum sem verjast þarf í heitari löndum og ekki síst í Hollandi, þaðan sem stór hluti af innfluttu grænmeti kemur. Við notum ekki heldur vaxtarhormóna eða stera og erum laus við ýmsa alvarlega dýrasjúkdóma sem herja og eru landlægir víða í Evrópu og jafnvel í Skandinavíu. Við getum verið viss um að í íslensku nautakjöti leynist ekki Creutzfeldt-Jakob eða aðrir lífshættulegir sjúkdómar. Við búum við mesta hreinleika mjólkurafurða sem fyrir finnst og svo mætti lengi telja. E.t.v. er þarna dregin upp dekkri mynd af erlendum landbúnaðarvörum en ástæða er til, en það sem á undan er talið getur vissulega verið fyrir hendi. þess að landinn muni spara við sig utanlandsreisurnar og ferðast innanlands í sumar. Og gengi krónunnar veldur því að aldrei hefur verið eins ódýrt að ferðast til landsins og nú. Þar sem við sátum yfir gómsætu saltfiskbuffi spunnust umræður um möguleika Dalabyggðar, já íslensks dreifbýlis yfir höfuð, til að laða að sér ferðamenn. Menn veltu fyrir sér sérstöðu Dalanna og varð oftar en ekki litið aftur í söguna. Í kringum síðustu aldamót hófst uppbygging á bæ Eiríks rauða í Haukadal og Leifsbúðar í Búðardal þar sem saga Vínlandsferðanna er rakin. Það átak hefur skilað drjúgri aðsókn ferðamanna og enn er margt hægt að nýta úr sögunni. Laxdæla kom fljótt til tals og ekki gleymdist heldur Sturlunga. Svo hefur það orð lengi legið á byggðum Breiðafjarðar að þar hafi menning Kelta verið meira áberandi en annars staðar í landinu. Ólafsdalur bíður þess að verða leiddur til fyrra öndvegis og þannig mætti áfram telja tækifæri menningartengdrar ferðamennsku. Hátíðir og heimavinnsla Spurningin er því ekki hvort heldur hvernig best sé að nýta tækifærin sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Fjölmennar helgarhátíðir hafa reynst tvíbentur fögnuður, oft sitja heimamenn eftir með allra handa timburmenn og tilefni hátíðanna fer iðulega fyrir ofan garð og neðan hjá misdrukknum hátíðargestum. Vissulega eru til dæmi um vel heppnaðar héraðshátíðir, svo sem Síldarævintýrið á Siglufirði og Fiskidagurinn mikli á Dalvík. Þær byggjast líka á mikilli þátttöku heimamanna sem gefa af sjálfum sér og miðla sinni eigin sögu og þekkingu. Aðrir fara hægar í sakirnar. Dæmi um það er sá mikli áhugi sem nú er meðal bænda að auka heimavinnslu og sölu afurða af búum sínum. Þennan áhuga mátti glöggt merkja á sýningunni Ferðalög og frístundir sem haldin var í Laugardalshöll í byrjun maí og á málþingi um heimavinnslu og svæðisbundna matarmenningu sem fram fór í Norræna húsinu sömu helgi. Í Höllinni kynntu landshlutarnir það sem þeir hafa að bjóða ferðafólki og það vakti athygli hversu stór hlutur bænda er að verða í ferðaþjónustunni. Þeir stóðu þar og kynntu margvíslega ferðamöguleika jafnframt því að gefa fólki að bragða á framleiðslu sinni, hvort sem það var ís, kjöt, bjór eða bleikja. Aðrir stunduðu handverk eða sýndu vinnubrögð við kornrækt og Ágústa á Refsstað sagði börnunum sögur. Auglýst eftir stefnu Málþingið í Norræna húsinu var fjölmennt og endurspeglaði mikinn og vaxandi áhuga á svæðisbundinni matarmenningu hér á landi. Nanna Rögnvaldardóttir sem hefur ritað einhverjar fróðlegustu bækur sem út hafa komið um mat hér á landi ræddi þar um íslenskar matarhefðir og hvað eftir er af þeim. Sá fyrirlestur staðfesti að íslensk matarhefð er mun fjölbreyttara hugtak en þorrabakkarnir gefa tilefni til að ætla. Þeir sem ætla sér að bjóða upp á hefðbundinn íslenskan mat hafa því úr miklu að moða. Besta aðferðin er að rifja upp matinn hjá mömmu og ömmu og prófa sig svo áfram. Fundinn sóttu meðal annars listamenn og hönnuðir sem hafa spreytt sig á því að búa til nýstárlegar matvörur og sælgæti af ýmsu tagi úr jafnhversdagslegu hráefni og skyri, rabarbara og slátri. Sumt af því er væntanlegt á markað og eykur við þá flóru sem þar er að finna. Bændur voru að sjálfsögðu nokkuð uppteknir af því rekstrarumhverfi sem þeim er boðið upp á og á fundinum voru einnig fulltrúar stjórnvalda sem hafa það Eigum við e.t.v. að treysta dómgreind íslenskra neytenda? Ja, af hverju ekki? Það byggist þá á því að fólkið í landinu sé nægilega upplýst um innihald aukaefna í innfluttum afurðum og ekki síst að ósvikið upprunavottorð fylgi, ekki bara að kjöt og grænmeti sé þvegið upp úr íslensku eða dönsku vatni og sé þar með íslenskt eða danskt. Slíkt eru svik við neytendur. Ég hef áður í pistlum rætt um ásýnd og aðkomu að mjólkurframleiðslubæjum og talið að þar ætti af öllum býlum að vera snyrtilegast. Ég er enn þeirrar skoðunar og tel það brýna nauðsyn ef halda á uppi áróðri fyrir hollustu og gæðum mjólkur. Ekki síst þegar hillir undir innflutning á mjólkurafurðum í meira mæli en þekkst hefur, er okkur lífsnauðsyn að efla góða og hreina ásýnd íslenskra afurða og þá kemur framarlega í röðinni falleg ásýnd og snyrtimennska á frumframleiðslustöðunum, þ.e. á býlinu ykkar sem framleiðið vöruna. Gerum nú átak til batnaðar, því þótt víða sé glæsilegt heim að líta eru alltof margir sem þurfa að gera stórt átak og hugsa málin upp á nýtt í komandi harðri samkeppni. Það þarf ekki glæsilegar nýbyggingar og stór útihús, það þarf bara að vera snyrtilegt og fallegt aldurinn og stærðin skipta engu. Svipmyndir frá sýningunni Ferðalög og frístundir sem staðfesti áhuga landans á að ferðast innanlands í sumar. Á efri myndinni fræðast menn um ágæti Holtselshnossins en á þeirri neðri er Ágústa á Refsstað, þjóðleg að vanda með prjónana á lofti að segja sögur að austan. hlutverk að framfylgja reglum um heimaslátrun, heimavinnslu og heimasölu afurða. Þórarinn bóndi á Hálsi í Kjós kom viðstöddum nokkuð á óvart með yfirlýsingu um að í raun væri ekkert erfitt að fylgja reglum stjórnvalda, málið væri bara að ástunda hreinlæti og hafa gæðin að leiðarljósi í framleiðslunni, þá gengi þetta vel. Hins vegar kom fram bæði hjá Marteini Njálssyni frá samtökunum Beint frá býli og Kjartani Hreinssyni dýralækni hjá Matvælastofnun að töluverð óvissa ríkti um leikreglurnar í heimavinnslu afurða. Ástæðan er sú að fyrir Alþingi hefur um nokkra hríð legið frumvarp til nýrra marvælalaga þar sem boðaðar eru umtalsverðar breytingar á eftirlitskerfi íslenskrar matvælaframleiðslu. Meðan það fæst ekki afgreitt ríkir óvissa um framtíðina í þessari grein. Bændur og aðrar sem vilja efla framboð á heimaunnum afurðum halda að sér höndum því það er lítið vit í að fjárfesta í einhverju sem svo verður bannað eða rekstrarlega vonlaust þegar lögin taka gildi. Þrátt fyrir þessa óvissu hefur ríkt velvilji í garð heimavinnslu hjá stjórnvöldum. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er til að mynda farið lofsamlegum orðum um hana og ekki þarf að spyrja um áhuga almennings. Það sem vantar er að athafnir fylgi orðum, að stjórnvöld móti stefnu um það hvernig best verði farið að því að efla heimavinnslu og fullvinnslu afurða. Fyrsta skrefið í því ætti að vera að afgreiða matvælalöggjöfina sem allra fyrst og koma rekstrarumhverfinu á hreint. Menningin á Vopnafirði Enn eitt dæmið um viðleitni landsbyggðarfólks til þess að horfast í augu við sjálft sig og framtíðina er málþing sem haldið var á Vopnafirði 1. maí. Þar sameinuðust Kaupvangur, menningar- og fræðasetur á Vopnafirði, og ReykjavíkurAkademían um málþing undir heitinu Nýtt Ísland landshorna á milli. Þarna var spjallað um ýmsar hliðar á sögu sveitarinnar, bókmenntir, mat og fræðastörf. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var áðurnefnd Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað en hennar erindi nefndist Menningararfur Vopnfirðinga styrkur fyrir samfélagið í dag. Í erindi sínu fjallaði Ágústa um það að þótt staður eins og Vopnafjörður sé fámennur þá eigi hann sér langa og fjölbreytta sögu. Það er ekki bara Vopnfirðingasaga og verslunarsagan, heldur birtist sagan alls staðar, ekki síst í sögum og sögnum fólksins, að ógleymdum byggingum og öðrum mannvirkjum. Þar væri mikinn fjársjóð að finna og raunar merkilegt hve lítið hefði verið gert til að halda þessu til haga. Nefndi hún ýmis dæmi um það sem sýna mætti meiri sóma en gert hefur verið. Henni varð tíðrætt um örnefni sem hún taldi mikla þörf á að varðveita og kenna unga fólkinu. Í þeim væri líka fólgin saga, auk þess sem þau tengdu fólk við uppruna sinn og rætur. Lokaorð hennar voru þessi: Nú er kominn tími til að bæta annars gott uppeldi barnanna hér í byggðarlagi. Hætta að segja þeim að framtíðin verði aldrei hér, grasið sé grænna og gjöfulla annars staðar. Hætta að tala niður til þeirra starfa sem við stundum hér í Vopnafirði. Hvetja þau til náms og þekkingarleitar sem leitt gæti til bættra lífskjara og fjölbreytni í störfum og mannlífi hér heima jafnt sem annars staðar. Hvetja börnin okkar til að leita leiða til að hafa val um hvort þau setjast hér að eður ei. En umfram allt færa þeim menningararfinn svo þau þekki rætur sínar og flytji ekki burt rótlaus og arflaus. Nýja Ísland Svo mörg voru orð Ágústu og sennilega óþarfi að bæta miklu við þau. Eins og nafn málþingsins vísar til er mikið rætt um Nýja Ísland núna, þetta draumaland okkar allra sem á að taka við af því gamla sem hrundi í haust. Eflaust sýnist hverjum sitt um hvert eðli og inntak hins nýja lands á að vera, en þó er alveg á hreinu að í því verður hlutur landsbyggðarinnar ekki minni en í því gamla, sennilega öllu stærri. Þess vegna er svo mikilvægt að efla innviðina, rifja upp sögurnar og síðast en ekki síst: sættast við sveitamanninn sem blundar í okkur öllum. Á næstu síðum er fjallað um sumt af því sem er að gerast í ferðaþjónustu í boði íslenskrar bændastéttar. ÞH

15 15 Ferðaþjónusta BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 28. MAÍ 2009 Fellur sjaldan verk úr hendi Hjónin Jóhann B. Kormáksson og Esther Guðjónsdóttir á Sólheimum í Hrunamannahreppi byggðu nýtt 600 fermetra fjós fyrir fjórum árum. Rúmum sex kílómetrum frá Flúðum í Hrunamannahreppi búa hjónin Jóhann B. Kormáksson og Esther Guðjónsdóttir að bænum Sólheimum. Jóhann er uppalinn á Sólheimum en síðastliðin 15 ár hafa þau Esther haldið við og byggt upp búið af miklum myndarbrag. Þau láta sér ekki aðeins nægja að sinna bústörfunum, heldur opnuðu þau nýlega minjasafnið Kumlið í gamla fjósinu og eru bæði forfallnir bílaáhugamenn en draumur þeirra er að eigið bílasafn verði einhvern daginn að veruleika. Leiðin inn að Sólheimum er einstaklega falleg þar sem líparítskriðurnar í Galtafelli tróna hátt yfir búfénaðnum á túnunum og heyra má ljúfan nið úr Stóru-Laxá, sem rennur rétt hjá. Sólheimar eru eini bærinn í dalnum og kyrrðin er því einstök en þegar nær dregur bænum sést fljótt að ekki er lognmolla í kringum hjónin og sjaldan fellur úr vinnustund á þessum slóðum, og ber meðal annars bílaflotinn á hlaðinu þess merki. Fána Opins landbúnaðar er flaggað við hún og hjónin taka vel á móti blaðamanni Bændablaðsins. Velkomin á Sólheima, segir Esther og Jóhann tekur í sama streng. Eigum við ekki að byrja á að kíkja á fjósið, spyr Esther og blaðamaður jánkar því. Við skiptum yfir í hátæknifjós fyrir fjórum árum og tvöfölduðum afköstin, segir Jóhann um leið og hann lýsir því hvílík bylting það hafi verið að fara yfir í lausagöngufjós þar sem kýrnar ganga upp á stall í mjaltir og þau stjórna mjöltunum í eins konar bás. Með ameríska bíladellu Á Sólheimum eru auk 36 mjólkandi kúa um 150 kindur, 20 hestar, íslenskar hænur og heimilishundurinn Tíkó. Eftir að nýja fjósið var tekið í notkun voru góð ráð dýr hvernig nýta mætti húsplássið í gamla fjósinu en þá datt þeim hjónum sísvona í hug að opna þar minjasafnið Kumlið. Við opnuðum Kumlið fyrir um ári síðan og er það góð viðbót við það sem fyrir er. Ferðalangar sem sækja bæinn heim hafa ekki síður gaman af að skoða alla gömlu munina sem við höfum hér en dýrin. Hér kennir ýmissa grasa en hugmyndin að safninu kviknaði aðallega vegna þess að það var svo mikið til hér uppi á háalofti. Síðan hefur fólk rétt að okkur fleiri sögulega muni, sem við erum ákaflega þakklát fyrir, segir Esther, sem er mikil handverkskona og sinnir ýmsum félagsmálum af kappi. Á síðasta ári opnuðu Esther og Jóhann minjasafnið Kumlið í gamla fjósinu og kennir þar ýmissa grasa, þar er meðal annars þessi sjaldgæfi bolli úr seinni heimsstyrjöldinni og auglýsingaplakat fyrir útihátíð í Þjórsárdal árið Esther ólst upp á Álftanesi en var í sveit m.a. á Ólafsvöllum á Skeiðum og þó að Jóhann sé upprunninn beint úr sveitinni er það Esther sem er bóndinn á bænum. Ég er ekki sveitamaður í mér, heldur er ég járnelskari, segir Jóhann sem hefur alla tíð verið mikill bílaáhugamaður og er Esther enginn eftirbátur hans í þeim efnum. Saman hafa þau gert upp nokkra bíla og eru með nálægt 100 stykki í bílakirkjugarði fyrir ofan bæinn sem sumir bíða þess að verða pússaðir upp. Unnið að uppbyggingu fuglaferðaþjónustu á Suðausturlandi Í vetur hefur hópur fólks frá Djúpavogshreppi og úr Sveitarfélaginu Hornafirði hist og markað stefnu í uppbyggingu fuglaferðaþjónustu. Markmið hópsins er að Suðausturland verði í auknum mæli markaðssett sem áhugavert svæði til fuglaskoðunar. Vinna hópsins hefur leitt til þess að formlega verður stofnaður klasi til að stuðla að framgangi verkefnisins. Tækifæri Suðausturlands eru mikil á þessu sviði, fuglalíf á svæðinu er áhugavert og náttúrufegurð skapar sérstakt umhverfi til fuglaskoðunar. Stór hluti svæðisins fellur undir skilgreind IBA-svæði. Margvíslegur ávinningur felst í fuglaferðaþjónustu. Má þar einkum nefna viðskiptatækifæri í skipulagningu og sölu fugla- og náttúruskoðunarferða, auk þess sem slík starfsemi myndi auka tekjur ferðaþjónustunnar með betri nýtingu á jaðartíma, en fuglalíf á Suðausturlandi er áhugaverðast að vori og hausti. Fugla- og náttúruskoðun myndi auka þekkingu á umhverfinu Draumur hjónanna er að geta einhvern tíma opnað bílasafn en þau hafa sjálf gert upp nokkra bíla og er bílaflotinn á hlaðinu glæsilegur á að líta. Þetta eru aðallega amerískir bílar sem við höfum áhuga á. Ég á til dæmis gamlan Cadillac sem ég keypti mér á ebay fyrir tveimur árum og er það mér minnisstætt að ég náði í hann úr tollinum 11. Forláta kassabíll sem Jóhann smíðaði fyrir nokkrum árum og var notaður í kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. september árið 2006, það var mikil gleðistund, útskýrir Esther og Jóhann bætir við: Nú er loksins verið að leggja til okkar hitaveitu, en við höfum verið með olíukyndingu fram að þessu og erum síðasti bærinn í sveitinni með það. Okkur langar í framhaldinu að huga að því að byggja skemmu fyrir bílasafn hér á planinu en vantar fjármagn í það, það er draumurinn en við sjáum hvað verður. ehg mynd smh og efla umhverfisvitund og svara þannig ört vaxandi þörf fyrir fræðslutengda og sjálfbæra ferðaþjónustu.

16 16 FERÐAÞJÓNUSTA 2009 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 28. MAÍ FERÐAÞJÓNUSTA 2009 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 28. MAÍ 2009 Öngulsstaðir 3 í Eyjafirði eru einn af 140 bæjum sem starfa undir merkjum Ferðaþjónustu bænda. Ferðaþjónusta bænda: Gisting og ótal afþreyingarmöguleikar Í sumar verða Íslendingar mikið á ferðinni innanlands og því vert að vekja athygli á því sem ferðaþjónustubændur bjóða upp á. Auk þess að veita gestum góðan nætursvefn og gott í gogginn þá bjóða ferðaþjónustubændur upp á margs konar afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Bændur hafa frá örófi alda boðið gestum næturgistingu, en það má segja að viðskiptahugmyndin um hina svokölluðu bændagistingu á Íslandi megi rekja til ársins 1965 þegar Flugfélag Íslands fór í samstarf við fimm bæi. Markmiðið var að bjóða erlendum gestum að dvelja á bæjunum og á þann hátt kynnast lífinu í sveitinni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og bændagistingin vaxið og dafnað síðastliðin 44 ár. Í dag eru bæði starfandi hagsmunasamtök ferðaþjónustubænda (Félag ferðaþjónustubænda) og ferðaskrifstofa í eigu bænda sem hefur milligöngu um sölu á bændagistingu til erlendra aðila, bæði einstaklinga og ferðaskrifstofa (Ferðaþjónusta bænda Bændaferðir hf). Um allt land er nú að finna félaga í Ferðaþjónustu bænda, á 140 bæjum og enn bjóða allflestir gestum sínum upp á gistingu. Gistimöguleikarnir eru fjölbreyttir og er það einmitt styrkurinn, þ.e. að hver staður hefur sín sérkenni, bæði hvað varðar eðli og umfang staðarins. Fjölbreyttir gistimöguleikar Afþreying fyrir unga sem aldna! Það sem gerir dvölina í sveitinni ekki síst skemmtilega er afþreyingin og þar hafa ferðaþjónustubændur upp á margt að bjóða. Afþreyingin þarf ekki heldur að vera dýr og hér fyrir neðan má finna hugmyndir um möguleikana þegar ferðast er um landið í félagi með Ferðaþjónustu bænda: Fjölskyldan í fyrirrúmi: Hátt í 30 ferðaþjónustubæir leggja sérstaka áherslu á að taka vel á móti fjölskyldufólki. Á mörgum þeirra eru húsdýr sem gestir geta fengið að kynnast betur í samráði við bændur. Þá er víða lögð áhersla á leikaðstöðu þar sem finna má rólur, sandkassa, trampólín o.s.frv. Hér getur því verið góð leið fyrir fjölskylduna að njóta frítíma saman. Gönguferðir: Merktum gönguleiðum fer fjölgandi hér á landi og á það líka við hjá ferðaþjónustubændum. Þá eru víða óstikaðar gönguleiðum og benda gestgjafar gjarnan gestum sínum á stuttar gönguleiðir t.d. upp á bæjarhólinn eða að ákveðnum kennileitum sem tengjast sögu staðarins. Hestaferðir og hestasýningar: Íslenski hesturinn er vinsæll á meðal gesta og margir hafa áhuga á að komast á hestbak. 19 ferðaþjónustubæir víða um land bjóða upp á lengri og styttri hestaferðir auk þess sem 4 bæir bjóða upp á sérstakar hestasýningar. Golf: Það gæti verið góð tilbreyting að hvíla sig á golfvöllunum á höfuborgarsvæðinu og í staðinn skella sér í golf hjá ferðaþjónustubændum. Það eru 7 bæir með 9 holu golfvelli en á einum stað er að finna 18 holu golfvöll. Veiðileyfi: Ferðaþjónustubændur selja víða veiðileyfi í nálæg vötn og stundum er um sjóstöng að ræða. Á nokkrum stöðum er einnig hægt að leigja bát. Fuglaskoðun: Allstaðar í sveitinni eru fuglar en nokkrir ferðaþjónustubændur hafa komið upp sérstakri aðstöðu til að hægt sé að fylgjast með og kynnast fuglunum betur. Má hér nefna uppflettirit um fugla, kíkir, fuglaskoðunarhús o.fl. Ferðaþjónusta í sátt við umhverfið Ferðaþjónusta bænda hefur hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu að leiðarljósi í starfsemi sinni. Áhersla er lögð á að draga úr neikvæðum áhrifum greinarinnar á umhverfið og jafnframt stuðla að verndun náttúrunnar og vekja athygli á þeirri menningu sem blómstrar á hverjum stað. Í dag eru 7 aðilar innan Ferðaþjónustu bænda með alþjóðlega umhverfisvottun frá Green Globe, en vottun er mikilvægt tæki sem stuðlar að markvissari vinnubrögðum í umhverfismálum og bættri frammistöðu á milli ára. Eftirfarandi félagar innan Ferðaþjónustu bænda eru Green Globe vottaðir: Svo er bara að drífa sig upp í sveit!- Nánar á Gæðamerki samtakanna Beint frá býli Beint frá býli hefur látið útbúa sérstakt gæðamerki sem ætlað er á vörur félagsmanna sem uppfylla ákveðin skilyrði. Vörumerkið gefur skýrt til kynna að vörurnar séu "frá fyrstu hendi" en einnig verður mögulegt að merkja staðsetningu bæjarins sem selur beint frá býli. Fjölbreyttur matur við allra hæfi Mikill áhugi er hjá bændum og neytendum á milliliðalausum viðskiptum með matvörur og handverk úr sveitinni. Samtökin Beint frá býli eru að stíga sín fyrstu skref en félagsmenn þeirra eru tæplega 70. Alls eru 36 bæir sem kynna vörur sínar í bæklingnum Upp í sveit sem er fáanlegur á öllum helstu áningarstöðum á landinu og á vefsíðu Beint frá býli, Bændur sem selja vörur beint frá býli Vesturland Ferjubakki II Ystu-Garðar Háafell Foss Erpsstaðir Þurranes Vestfirðir Staður Æðey - Skálholt Hnjótur Höfði Húsavík Norðurland eystra Holtselsbúið. Hella - Síreksstaðir Miðhús Aðalból II Blöndubakki Klaustursel Möðrudalur Árbær Miðsker Smyrlabjörg Suðurland Fossnes Garður I Þjórsárnes Vogafjós Langamýri Ytra Áland Efsti-Dalur II Garðyrkjustöðin Akur Austurland Kaldbakur - Lágafell Vestra Fíflholt Smáratún - Staðbundnar landbúnaðarafurðir á Snæfellsnesi Aukið aðgengi ferðamanna Hulda Hildibrandsdóttir frá Bjarnarhöfn, í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi, hefur skrifað lokaritgerð á ferðamálabraut við Háskólann á Hólum. Þar er fjallað sérstaklega um Snæfellsnes og möguleikana þar í að auka aðgengi ferðamanna að staðbundnum landbúnaðarafurðum með heimavinnslu og sölu afurða. Ljóst er að margt í efni ritgerðarinnar á þó við menningartengda ferðamennsku um allt land. Hulda segir að val hennar á viðfangsefni hafi verið auðvelt og nærtækt fyrir hana að horfa í því sambandi til heimahaganna. Þá sé hún þeirrar skoðunar að Snæfellsnes búi yfir ákveðnum landfræðilegum yfirburðum hvað varðar möguleika á markaðssetningu. Ég fékk hugmyndina að verkefninu þegar ég las Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason þar sem hann segir meðal annars: Maður ekur eftir þjóðveginum og þýtur fram hjá bæ eftir bæ, gegnum hérað eftir hérað sem byggir afkomu sína á framleiðslu á mat, en hvergi dettur manni matur í hug. Meðfram veginum er jafnvel besti matur í veröldinni en af hverju fær maður hvergi vatn í munninn? (Andri Snær Magnason, 2007:48). Uppruni skiptir máli Á Hákarlasetrinu heima í Bjarnarhöfn hef ég tekið eftir því að fólk sem kaupir harðfisk og hákarl spyr langflest hvaðan er hann eða verkið þið þetta. Þessi menning hefur týnst í landbúnaðinum, það skiptir ekki máli hvort kjötið er að vestan eða austan en þetta hefur af einhverjum ástæðum haldist í harðfisknum og hákarlinum, þ.e. þetta mikilvægi um uppruna og verkun afurðarinnar. Í verkefninu fjalla ég aðallega um heimavinnslu og sölu afurða í sambandi við þetta aukna aðgengi og tek dæmi hvernig þessu hefur verið háttað erlendis. Reglur á Íslandi virðast vera mun strangari en víða í nágrannalöndum okkar og oft má segja að þær séu oftúlkaðar. Sú þróun sláturhúsa að verða æ stærri og færri skilar sér til bænda í hærri tekjum eins og lagt var upp með. Tenging bænda við framleiðsluna er hins vegar algjörlega rofin þegar sláturbíllinn keyrir með lömbin í burtu á haustin. Áður fyrr höfðu bændur atvinnu af því að vinna í héraðssláturhúsunum en í dag starfa þessi stóru sláturhús að miklu leyti aðeins með erlent vinnuafl. Í Noregi er svokölluð tvískipt sláturhúsalöggjöf sem greinir milli stórra sláturhúsa, sem framleiða fyrir bæði innanog utanlandsmarkað, og svo lítilla sláturhúsa sem framleiða aðeins fyrir innanlandsmarkað. Það gerir bændum kleift að stofna sláturhús og selja kjötið beint til neytandans. Neytandinn vill örugga vöru og með þessu móti er rekjanleiki afurðanna meiri sem og gæðin, segir Hulda. Eftirspurn eftir heimaslátruðu Í rannsókn verkefnisins tók Hulda viðtöl við 10 aðila, bæði bændur og fólk úr stoðkerfi ferðaþjónustunnar á Snæfellsnesi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mjög mikil eftirspurn sé eftir heimaslátruðu kjöti hjá bændum. Þeir telja mikilvægt að þeim sé gert kleift að koma til móts við þessa eftirspurn, en eins og staðan er í dag er það mjög erfitt og nánast ómögulegt, segir Hulda. Það kom einnig fram að það eru miklir óvissutímar framundan, aðföng eru að hækka og það er sífellt meiri kostnaður sem fylgir rekstrinum. Það er því mjög mikilvægt að bændur hafi möguleika á því að búa sér til tekjur heimafyrir og þá kemur ferðaþjónusta mjög vel til greina í formi heimavinnslu, beinnar sölu og afþreyingar í kringum það. Slátrun, Velkomin í sveitina! Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf þar eru unnin. Öll býlin í Opnum landbúnaði eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands og eru þverskurður af íslenskum landbúnaði í dag. Gestir eru hvattir til að kynna sér vel þá starfsemi sem fer fram á bæjunum og að hafa samband símleiðis áður en lagt er í hann og panta heimsókn með fyrirvara. Bændur taka gjald fyrir heimsóknir, mismikið eftir eðli og umfangi þjónustunnar. Í langflestum tilfellum er eingöngu hægt að taka við reiðufé og eru gestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga. Sjá nánar á Sveitabæir í Opnum landbúnaði Suðvesturland Bjarteyjarsandur Grjóteyri Hraðastaðir Miðdalur Vesturland Bjarnarhöfn Erpsstaðir Ferjukot Hulda verkar hákarl heima á Bjarnarhöfn. heimavinnsla og bein sala voru þeir þættir sem þóttu hvað allra mikilvægastir í möguleikum bænda í verðmætasköpun og gullni lykilinn að auknu aðgengi ferðamanna að staðbundnum afurðum. Hulda segir að erlendis sé heimaslátrun, vinnsla og sala afurða þekkt leið til að efla hag bænda og allir sem hafa farið eitthvert til útlanda hafa séð bændamarkaði, bændabúðir, pick your own og ýmislegt fleira. Þetta skapar sérstöðu fyrir ferðaþjónustu og það er einnig mjög mikilvægt að bændur hafi möguleika á því að auka virði afurða sinna með þessu móti. Það er mikil vakning í þessu núna á Íslandi og ýmsum verkefnum hefur verið hrundið af stað eins og Beint frá býli, matvælaklasar og fleira sem er allt mjög gott. Það felast miklir möguleikar í þessu aukna aðgengi og við sjáum að bændur eru æ meira farnir að prófa sig áfram með ýmislegt, eins og Hvannarlambið á Ytri-Fagradal og ísframleiðsla á Erpsstöðum eru dæmi um, segir hún. Helgavatn Hvanneyri Skáney Ytri-Fagridalur Norðurland vestra Gauksmýri Keldudalur Syðra-Skörðugil Norðurland eystra Garður Hléskógar Krossar Skarðaborg Stóri-Dunhagi Ytra-Lón Austurland Gilsárteigur II Suðurland Arnarholt Árbakki Ásólfsskáli Egilsstaðakot Engi Espiflöt Fagridalur Friðheimar Helluvað Hrosshagi Sólheimar Stóra-Mörk III Vorsabær II Falin matarmenning Ferðamenn sækjast eftir að kynnast menningu svæða og í gegnum mat kynnistu matarmenningunni. Það er mjög mikil eftirspurn eftir þessari matarmenningu en á Íslandi er hún nánast algjörlega falin ferðamönnum. Með því að efla heimavinnslu og sölu afurða erum við um leið að kynna ferðamönnum fyrir okkar menningu og efla sérstöðu svæða með því að geta boðið upp á eitthvað sérstakt, segir Hulda að lokum. -smh Einstakt enskunámskeið Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn, tala og skilja enska tungu. Fjarnám með ð271/2 tíma enskunámskeiði k ácd ddiskum Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni Vinnubók með enska og íslenska textanum Taska undir diskana Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl singar eða í símum eða

17 18 FERÐAÞJÓNUSTA 2009 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 28. MAÍ 2009 Bjart yfir ferðaþjónustunni á Brunnhóli Ferðaþjónustubærinn Brunnhóll á Mýrum í Hornafirði var nýverið sæmdur Globe umhverfisvottuninni og var auk þess einn fimm bæja sem var veitt sérstök viðurkenning fyrir góðan árangur í gæðaátaki Ferðaþjónustu bænda svokölluðu Better Businessverkefni. Einungis sjö bæir á Íslandi eru vottaðir af alþjóðlegu umhverfisvottunarsamtökunum Green Globe. Tilkynningin um viðurkenningu Ferðaþjónustu bænda kom um áramótin svo að ljóst má vera að Brunnhóll fær gott vegarnesti fyrir komandi sumarvertíð. Árið 1980 keyptu hjónin Jón Kristinn Jónsson og Sigurlaug Gissurardóttir jarðirnar Árbæ og Brunnhól í félagi við hjónin Jóhannes Eggertsson og Vilborgu Þorsteinsdóttur. Tveimur árum síðar kaupa þau svo hlut þeirra þegar þau flytja á jörðina Nýpugarða í sömu sveit og stofnsetja svínabú. Það er gaman að geta þess að jarðirnar Árbær og Brunnhóll voru áður í eigu frændfólks Jóns, af svokallaðri Einholtsætt, en Vilborg amma hans var fædd í Einholti, segir Sigurlaug. Barn að aldri kom svo faðir Jóns í Mýrdalinn og var m.a. bóndi á Ketilsstöðum, þar sem Jón Kristinn ólst upp. Sigurlaug er hins vegar fædd og uppalin á Herjólfsstöðum í Álftaveri. Árið 1975 hófu þau búskap á Dyrhólum í Mýrdal en fluttu á Hornafjörð árið 1980 eins og áður segir. Synirnir í ólíkar áttir einn sneri heim á kúabúið Synir okkar fjórir voru frá unga aldri þátttakendur í búskapnum og vinnuframlag þeirra ómælt. En fljótt kom samt í ljós að hugur þeirra stefni í ólíkar áttir. Vélar og tæki vöktu mestan áhuga tveggja og í dag starfa þeir við slík störf. Annar býr reyndar enn hér heima og er betri en enginn við vélavinnu og viðgerðir á tækjum. Einum lét best að gæta yngri bræðra sinna og er í dag grunnskólakennari. Sá fjórði var alltaf viljugur að sinna mjöltum og skepnuhirðingu og kom ekki á óvart þegar hann, eftir að hafa skoðað heiminn og lært bæði á Hvanneyri og í Danmörku, vildi koma heim og taka við búskapnum og setjast hér að með sína fjölskyldu. Og hvers frekar getur nokkur óskað sér en að börnin taki við búskapnum, segir Sigurlaug en sonur þeirra Sæmundur Jón og kona hans Anne Manly Thomsen reka nú kúabúið í Árbæ sem stendur við Brunnhól. Mjór er mikils vísir Sennilega hefði ég verið greind ofvirk í dag, segir Sigurlaug um ástæður þess að þau sneru sér að ferðaþjónustu og fóru úr hefðbundnum búskap. Upp úr 1980 var í gangi átak í að hvetja bændur til að leita allra leiða til að auka tekjur sínar. Það var um þetta leyti sem ormaskýrslan svokallaða sem BÍ gaf út, var send öllum bændum. En í þessari skýrslu voru tilgreind öll möguleg og ómöguleg tækifæri, sem bændur voru hvattir til að nýta sér. Og þótt margir hafi hlegið að þessari skýrslu, vakti hún umræður meðal bænda um möguleg tækifæri. Á Brunnhól var ónotað íbúðarhús og tók Sigurlaug ákvörðun um að auglýsa húsið til vikuleigu í bæklingi Ferðaþjónustu bænda. Strax á fyrsta ári var töluverð eftirspurn, en meira til dagsleigu en viku, og þróunin varð síðan í þá veru að eftirspurn jókst sífellt. Frá árinu 1986 var því rekin ferðaþjónusta samhliða hefðbundnum búskap, einkum mjólkurframleiðslu. Það lá því beinast við þegar yngri kynslóðin vildi taka við mjólkurframleiðslunni að stækka gistiheimilið. Í slíkt var ráðist árið 2005 og í dag er rekstur þess fullt starf hjá Sigurlaugu og Jóni og auk þess eru þau með 5 6 sumarstarfsmenn. Þegar Sigurlaug er spurð út í hinn góða árangur sem þau hafa náð segir Sigurlaug að fljótt hafi komið í ljós að ýmsu var ábótavant í þekkingu á þessari atvinnugrein. Þau hafi hins vegar ákveðið strax að fylgjast vel með og nýtt sér það fræðslustarf sem boðið er upp á t.a.m. hjá Ferðaþjónustu bænda. Það hefur gert okkur betur meðvituð um hvað góð þjónusta skiptir miklu máli. Einnig höfum við lagt okkur fram um að hlusta á gesti okkar og það hefur einnig gefið okkur verðmætar upplýsingar. Það er mikilvægt að hver einasti gestur finni að hann sé velkominn og þá skiptir engu máli hvort húsið er fullt eða aðeins einn gestur. Ef við ætlum að lengja ferðamannatímann, vor og haust, þá megum við ekki Í Árbæ reka þau Sæmundur Jón og kona hans Anne Manly Thomsen kúabú svo að segja við hliðina á ferðaþjónustubænum Brunnhóli, sem foreldrar Sæmundar reka [sjá hér á síðunni]. Sæmundur flutti heim með fjölskylduna árið 2005 og tók við kúabúinu, en þá hafði hann lært búfræði á Íslandi fyrst og svo í Danmörku. Sæmundur segir að hann hafi alltaf haft áhuga á landbúnaði og því legið beint við að læra fagið. Mér fannst það líka mikilvægt að sjá hlutina frá sem flestum hliðum og í framhaldi af því fór ég í framhaldsnám í Danmörku þar sem ég síðan kynntist Anne. gleyma því að allir eiga rétt á góðri þjónustu, segir Sigurlaug. Þegar svo Ferðaþjónusta bænda fór í átak í umhverfismálum og hvatti bændur til að sækjast eftir umhverfisvottun, ákváðum við frá upphafi að vera með. Svo var einnig um Better Business-verkefnið, sem gengur út á það að svokallaðir huldugestir heimsæki staðina og gefa þeim einkunn eftir fyrirfram ákveðnum stöðlum. Í báðum tilfellum er komin staðfesting utanaðkomandi aðila sem er verðmæti út af fyrir sig en gefur ekki síður mikilvægar upplýsingar um starfsemina. Útsýni frá Árbæ/Brunnhóli Mjólkurbrúsarnir mynda fallega sviðsmynd með Fláajökulinn í baksýn. Umhverfisvitund og ráðdeild Sigurlaug segir að líklega sé umhverfisáhugi hennar samtvinnaður ráðdeild hennar þegar kemur að flokkun og endurnýtingu. Það að fara vel með var einfaldlega það sem ég ólst upp við og lengi býr að fyrstu gerð. Að bera virðingu fyrir sínu nánasta umhverfi, læra örnefni og sögur, hlusta á frásagnir úr daglega lífinu og frá fyrri tíð var bara partur af uppeldinu. Ætli það hafi ekki lagt grunninn að áhuganum. Ef þú ætlar að nýta náttúruna verður þú að bera virðingu fyrir henni. En að vernda náttúruna bara til að vernda hana, Alíslenskt fóður og Jöklaís Jöklaísinn Í Árbæ hefur verið framleiddur heimalagaður ís um nokkurt skeið, Jöklaís, sem þykir sérlega góður. Sæmundur segir að ísframleiðslan hafi komið til af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi að við sáum ekki fram á að fá greitt fullt afurðarstöðvarverð fyrir alla þá mjólk sem við framleiddum og hins vegar sú staðreynd að við gátum ekki framfleytt okkur báðum með núverandi bústærð og allar þær skuldir sem ungt fólk þarf að taka á sig þegar það kemur inn í greinina, segir Sæmundur. Árbær hefur átt í áhugaverðu samstarfi við Matvælasmiðjuna á Höfn við þróun á bragðefnum fyrir ísgerðina. Samstarf okkar við Matvælasmiðju Matís á þessu sviði snýr fyrst og fremst að því hvernig við getum í meira mæli notað innlennt hráefni og þá helst héðan úr héraðinu í ísinn okkar. Sæmundur með Jöklaísinn sem er í sífelldri þróun, m.a. í samstarfi við Matvælasmiðjuna á Höfn. Þetta er ennþá á frumstigi en síðan munum við í framhaldi reyna að skapa okkur enn frekari sérstöðu á markaðnum og höfum við farið í ákveðna ímyndarvinnu í því sambandi. Jón Kristinn og Sigurlaug ferðaþjónustubændur á Brunnhóli. mynd smh Nánast ekkert innflutt fóður Sæmundur hefur farið nokkuð djarfa leið í fóðrun á bænum. Mjólkurkýrnar okkar eru fóðraðar á 99,5% íslensku hráefni, þar sem steinefnablandan er það eina sem er innflutt. Við byrjuðum að fóðra á heilfóðri í upphaf árs 2006 og síðan hefur kornræktin sífellt aukist og fyrir utan heimaræktað korn og vothey er blandað í það fiski- og kalkþörungamjöli, sem að sjálfsögðu er íslenskt. Við værum ekki að þessu ef það borgaði sig ekki en það er alveg rétt að það þýðir ekki að væla undan fákeppni á sama tíma og menn kaupa allar vörur þegjandi og hljóðalaust af sama aðila. Kornrækt hefur verið að eflast mjög í okkar héraði líkt og reyndar víðast hvar á landinu sem er vel. Það er óneitanlega mjög góð tilfinning að geta framleitt allt sitt gróffóður og fóðurkorn sjálfur. Þetta er ekki síður mikilvægt fyrir ímynd okkar varðandi ísframleiðsluna að gera, þ.e. að geta sagt kaupandanum að hann sé að kaupa vöru sem við höfum haft með að gera frá haga til maga. Eins væri hollt fyrir þá, sem halda á lofti sérstöðu íslensku mjólkurinnar, að velta fyrir sér hvort hún sé tilkomin af því fóðri sem hver og einn bóndi notar eða því erfðaefni sem kýrnar hans bera. Reyndar eru íslensku byggyrkin öll ræktuð í Svíþjóð og það sama á við um allt sáðkorn sem við notum á Íslandi. Samlegðaráhrif ferðaþjónustu og landbúnaðar Sæmundur segir framtíðina bjarta í íslenskum landbúnaði haldi menn rétt á spilunum. Það á alveg jafnt við hjá hverjum bónda líkt og í öllu öðru, að maður verður að hafa trú á því sem maður tekur sér fyrir hendur. Annars getur maður eins hætt því strax. Ég sé kannski ekki langt fram í tímann hjá okkur enda geta hlutir breyst hratt á okkar tímum. Samt sé ég fyrir mér að við munum halda áfram hagræðingu í okkar búrekstri, jafnframt því sem við munum gera okkar besta til að koma vörum okkar á framfæri við neytendur og þar nýtast samlegðaráhrif ferðaþjónustu og landbúnaðar hvað best. Það þekkjum við sjálf að í kjörbúðinni heima leitum við að tilboðsvörum en þegar við erum á ferðlögum viljum við upplifa það svæði sem ferðast er um og þá er það ekki verðið sem skiptir mestu máli. -smh það er eitthvað sem ég skil ekki. Þar finnst mér umhverfisumræðan oft hafa verið á villigötum. Við þurfum að temja okkur að sjá hlutina í samhengi. Þar sem flestir gesta Sigurlaugar og Jóns eru erlendir segjast þau varla geta borið íslenska ferðamenn saman við þá þegar kemur að umhverfisvitund. Hins vegar hefur verið hér talsverður fjöldi erlendra ungmenna í vinnu og þar er áberandi hversu umhverfisvitund þeirra er meiri á flestum sviðum en jafnaldra þeirra á Íslandi. Kannski mun þetta breytast núna, þegar við Íslendingar verðum að endurskoða verðmætaog gildismat okkar. Verðmætur Vatnajökulsþjóðgarður Sigurlaug segir Ísland búi yfir miklum möguleikum hvað varðar ferðaþjónustu og ekki síst svæði sem eru nálægt nýjum Vatnajökulsþjóðgarði. Ekkert bendir til annars en að ferðamenn muni áfram halda áfram að fjölmenna til Íslands og flest bendir til að draga muni stórlega úr ferðalögum Íslendinga til útlanda. Það þýðir aðeins aukningu en jafnhliða er mikilvægt að vinna skipulega að því að byggja upp nýja áfangastaði, um leið og þeim eldri er haldið við. Það dregur úr álagi á viðkvæma náttúru, jafnar efnahagslegan ávinning og stuðlar að því að halda honum heima í héraði. Vatnajökull allur og nærsvæði hans hefur um árabil verið sterkt aðdráttarafl varðandi ferðamenn. Og nú þegar svæðið hefur verið gert að þjóðgarði gefur það því enn meira gildi. Þjóðgarður er einfaldlega mjög verðmætt vörumerki. En það eitt og sér nægir ekki. Svæðið verður að skipuleggja og byggja upp þannig að það standist væntingar jafnt heimamanna sem ferðamanna. Þjóðgarður í fjársvelti er verri en enginn, en ég legg áherslu á að það er hægt að byggja upp þjóðgarð án þess að ráðast í kostnaðarsamar byggingar. Að byggja upp aðgengi t.d. með göngu- og hjólreiðastígum, auk þekkingar og fræðslu er að mínu mati forgangsverkefni. Það er síðan undir okkur heimamönnum komið hvernig okkur tekst að hagnýta okkur nálægðina við þjóðgarðinn. Að því er unnið hér í Ríki Vatnajökuls, sem við Austur Skaftfellingar höfum um árabil notað í markaðssetningu. Bjart útlit á Brunnhóli Sigurlaug segir of langt mál sé að telja upp allt sem hægt er að gera þegar dvalið er á Brunnhól. Hér er auðvelt að komast að jökli og á jökul, niður í fjöru, fara í gönguferðir, stuttar sem langar, skoða fugla og hreindýrin eru hér í grenndinni, nema yfir hásumarið. Og svo er alltaf vinsælt að fylgjast með mjöltum og nú er meira að segja hægt að gera það inni á herbergjum, en tengt hefur verið inn á sjónvarpskerfið af vídeomyndavélum sem eru í fjósinu. Og svo má enginn fara hér um án þess að hafa bragðað hinn óviðjafnanlega Jöklaís, sem framleiddur og seldur er hér Beint frá býli og er jafnframt ein af fjölmörgum nýjum afurðum sem framleidd er í Ríki Vatnajökuls. Sigurlaug segir að vel gangi að bóka gistingu fyrir sumarið og hafa bókanir aldrei verið fleiri. -smh

18 19 FERÐAÞJÓNUSTA 2009 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 28. MAÍ 2009 Hjónin á Síreksstöðum eru þátttakendur í samtökunum Beint frá býli Skemmtilegt að taka þátt í að auka fjölbreytni innan landbúnaðarins Hefja sölu á nautatungum, andar- og hænueggjum í sumar Hjónin Sigríður Bragadóttir og Halldór Georgsson búa á Síreksstöðum í Vopnafirði, nánar til tekið í Sunnudal og þar hafa þau stundað búskap í 30 ár, keyptu jörðina áirð Síreksstaðir hafa verið í eigu og ábúð sömu ættar frá því upp úr aldamótunum Sigríður hefur umsjón með Minjasafninu á Bustarfelli, en það er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, en bærinn er að stofninum til frá árinu 1770 og var búið í honum allt fram til ársins Sigríður og Halldór eru þátttakendur í samtökunum Beint frá býli en þau eru að hefja framleiðslu á nautatungum, og ætla einnig að selja andar- og hænuegg. Við hófum hér búskap með sauðfé, fyrst þegar við byrjuðum hér en tveimur árum síðar, 1981, hófum við mjólkurframleiðslu og voru í henni allt til ársins 2006 þegar við hætttum, segir Sigríður Heimasætan á Erpsstöðum, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir, skammtar gestum ís á opnu húsi á sumardaginn fyrsta. Ostur og ís við þjóðveg 60 Ábúendur á Erpsstöðum hyggjast koma upp handverksstað með framleiðslu úr mjólk í öndvegi Ábúendurnir á Erpsstöðum í Miðdölum, hjónin Helga E. Guðmundsdóttir og Þorgrímur E. Guðbjartsson, eru meðal þátttakenda í verkefninu Opinn landbúnaður. Þau héldu opið hús á sumardaginn fyrsta og þá tók blaðamaður hús á þeim og spurði Þorgrím um fyrirætlanir þeirra. Nýja fjósið vekur eftirtekt vegfarenda sem aka eftir þjóðvegi 60 um Bröttubrekku að Búðardal. Það stendur skammt frá veginum og var tekið í notkun um það bil tíu dögum áður en allt hrundi á síðastliðnu hausti. En það er enginn bilbugur á þeim hjónum. Í fjósinu er pláss fyrir 80 kýr og það getur skilað lítrum á ári. Kvótinn er hins vegar ekki nema þriðjungur þess en Þorgrímur hefur engar áhyggjar af því. Í stað þess að hella sér út í kvótakaup ætlar hann að hefja framleiðslu og sölu á ís og ostum. Það eru hæg heimatökin því hann er menntaður mjólkurfræðingur og vann um árabil í mjólkurbúinu í Búðardal. Ég sé fyrir mér handverksstað þar sem við vinnum verðmæti úr góðu hráefni. Hér verður opið hús um helgar og við tökum á móti bæði hópum sem panta fyrirfram og fjölskyldum sem eiga leið hjá. Hér verður hægt að kaupa ís og osta, auk þess sem við ætlum að koma okkur upp minjasafni um mjólkurvinnslu. Í því sambandi vil ég auglýsa eftir munum. Ef einhver lúrir á gömlum skjólum eða mjaltakollinum hennar langömmu má hann hafa samband, segir Þorgrímur. Ísvélin er þegar komin og fékk blaðamaður að smakka á afurðum Halldór Georgsson og Sigríður Bragadóttir á Síreksstöðum í Vopnafirði. Hjónin á Erpsstöðum, Helga E. Guðmundsdóttir og Þorgrímur E. Guðbjartsson. hennar. Auk þess að kaupa ís á staðnum verður hægt að sérpanta fyrir veislur, fyrsta verkefni ísvélarinnar var einmitt að búa til ístertu fyrir fermingarveislu. Hægt er framleiða einar 700 mismunandi bragðtegundir en Þorgrímur segist ætla að byrja með átta tegundir af rjómaís og þrjár af sorbet-ís. Þegar tækjabúnaðurinn fyrir ostagerðina verður kominn geta menn einnig pantað osta. Við byrjum á að framleiða hefðbundna mygluosta, eða desertosta, en svo er allt hægt. Það er líka hægt að vinna osta úr sauða- og geitamjólk, ég reyndi það í Búðardal á sínum tíma og hefði gaman af að gera meira af því. Það er tiltölulega auðvelt að vinna með hana því það er hægt að frysta hana. Það er líka hentugt að vera með ís og osta saman því að í ísinn þarf mikinn rjóma og þá verður til undanrenna sem hægt er að nota í skyr og osta, segir Þorgrímur og lífið virðist brosa við honum, þrátt fyrir allt og allt. ÞH en nú búa þau með sauðfé og eru einnig í nautakjötsframleiðslu. Á síðasta ári fórum við út í það að byggja sumarhús á jörðinni og þau verða tilbúin til útleigu núna í júní, segir hún. Sigríður segir að samtökin Beint frá býli hafa ávallt heillað sig og sér þótt þau spennandi. Ég verð vör við mikinn áhuga hjá landsmönnum að geta keypt eitthvað beint frá bónda líkt og þeir þekkja sem ferðast hafa til annarra landa, segir hún og bætir við að verkefnið Lifandi landbúnaður hafi unnið ötullega að því að kynna verkefnið ásamt Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. En það er vissulega ekki hlaupið að því að fara út í úrvinnslu á kjöti heima á býlinu nema það sé í einhverju magni, því fylgir svo mikill kostnaður, leyfisgjöld og annað sem til þarf, segir Sigríður. Hún nefndir að hugmynd sín með þátttöku í Beint frá býli sé sú að geta nýtt nautatungur úr sínum gripum. Við höfum alla tíð reykt sjálf allt okkar kjöt og einnig nautatungurnar, en reyktar og saltaðar nautatungur eru herramannsmatur sem nota má sem álegg, forrétt eða bara sjóða og borða með kartöflumús, segir hún. Á Síreksstöðum má einnig kaupa andaregg en þau eru, að því er Sigríður best veit, ekki seld á almennum markaði. Hænuegg úr hamingjusömum hænum eru líka vinsæl og við stefnum að því að bjóða þau til sölu líka, segir hún. Ég held að hugmyndin eigi eftir að þróast hjá okkur, ég verð vör við mikinn áhuga og mér sýnist sem þessi þáttur í búskapnum hjá okkur muni vaxa og dafna, segir hún. Hún segir þau hjónin enn vinna af fullum krafti að þessu verkefni og sala á afurðum þeirra beint frá býlinu er ekki hafinn enn, en við vonumst til að geta boðið vörur til sölu í næsta mánuði. Það er í sjálfu sér ekki mikil vinna við afurðina sem slíka, en það gæti auðvitað tekið tíma að koma henni á markað og vinna henni þar sess. Við höfum verið og erum að vinna að ýmsum breytingum á aðstöðunni heima við, en okkar hugmynd er að nota mjólkurhúsið undir starfsemina, segir Sigríður. Hún og Halldór munu sinna verkefninu meðfram öðru, við gerum ekki ráð fyrir að umsetningin verði það mikil, en það er mjög skemmtilegt að takast á við eitthvað nýtt og spennandi og vera þátttakandi í því að auka fjölbreytni innan landbúnaðarins, segir Sigríður. MÞÞ Torfbærinn á Bustarfelli vinsæll viðkomustaður Gamli torfbærinn á Bustarfelli er vinsæll viðkomustaður ferðamanna að sögn Sigríðar Bragadóttur á Síreksstöðum en hún hefur umsjón með honum. Hún segir Bustarfellsbæinn einstakan á margan hátt, en hann er að stofni til frá árinu 1770 og var búið í honum til ársins Bærinn er einn best varðveitti torfbær landsins og í hópi þeirra fegurstu. Hann geymir sögu búskapar og breyttra lífshátta frá aldamótunum 1800 og fram á miðja 20. öld. Við höfum eingöngu safnað munum sem tilheyra gamla bændasamfélaginu áður fyrr og fram að búsetulokum, Safnmunirnir eru þannig á sínum stað ef svo má segja, rétt eins og enn sé búið í bænum, segir Sigríður. Minjasafnið er opið allt sumarið, frá 10. júní til 10. september, frá kl. 10 til 18 alla daga og starfar ungt fólk þar við að sýna bæinn. Ýmsar uppákomur eru yfir sumartímann, eitt þeirra er verkefnið Amman og börnin í bænum en það hefur verið í gangi tvö síðastliðin sumur og verður alla sunnudag á komandi sumri fram í miðjan ágúst. Við förum til baka um 100 ár og sýnum lífið eins og það var í þá daga, amman og börnin klæðast fötum eins og þá tíðkuðust og farið er í leiki, sagðar sögur, prjónað og unnið með ull og fleira, segir Sigríður. Í sumar verður boðið upp á gönguferðir með leiðsögn að Álfkonusteini og í Þuríðargil, sem er í hliðinni ofan bæjarins og þar gera heimamenn sér mat úr sögunni um álfkonum og sýslumannsfrúna sem eitt sinn bjó á Bustarfelli. Til er dúkur sem álfkonan gaf frúnni fyrir að hjálpa sér í barnsnauð. Hann er á Þjóðminjasafninu. Þá verður mikið um að vera á íslenska safnadeginum í júlí, um 20 til 30 manns munu sýna gömul vinnubrögð til sveita, boðið verður upp á kaffi og lummur í baðstofunni og gestum boðið að smakka á heimabökuðu rúgbrauði með smjöri. Góðir gestir frá Danmörku munu leggja heimamönnum lið á safnadaginn. Þá má nefna að kaffihús var opnað við Minjasafnið árið 2006 og þar er hreinlætisaðstaða fyrir gesti safnsins. Hægt er að dreypa á kaffieða kakósopa og gera sér heimabakað brauð að góðu. Dagar myrkurs eru haldnir á Austurlandi í nóvember ár hvert og hefur Minjasafnið tekið þátt með metnaðarfullri dagskrá.

19 20 Utan úr heimi Ólga á evrópskum vinnumarkaði Því hefur lítið verið haldið á lofti hversu veik staða ESB er um þessar mundir, hefur nýlega verið haft eftir John Monks, leiðtoga evrópsku launþegasamtakanna (ETUC). Þessi orð lét hann falla vegna þess óróa meðal fólks sem fram kom við 1. maí-hátíðahöldin í öllum ESB-löndum nýverið. Nýlega staðfesti framkvæmdastjórn ESB að hagkerfi þess, eitt hið stærsta og sterkasta í heimi, gengur nú í gegnum niðursveiflu sem er hin alvarlegasta og dýpsta eftir stríð. Efnahagsstjóri ESB, Joaquin Almunia, sér fram á að atvinnuleysi í sambandinu aukist úr 7% á sl. ári í 9,4% á þessu ári. Og fari svo sem framkvæmdastjórnin óttast verður hlutfallið 11% árið Verst er ástandið á Spáni, þar sem atvinnuleysi er 20,5%. Evrusamstarfinu, sem hófst árið 2001, hefur m.ö.o. ekki tekist að hemja skriðuna sem fjármálakreppan hratt af stað. Hún hófst á verðbréfamörkuðunum, barst þaðan til fyrirtækjanna og bitnar nú á atvinnuástandinu og högum fólks. Verst er ástandið í evrulöndunum Portúgal, Írlandi, Grikklandi og Spáni. En það er ekki að ráði Greftrun í skógi sífellt vinsælli í Þýskalandi Sífellt fleiri Þjóðverjar óska eftir að verða jarðaðir í skógi. Frá nýliðnum aldamótum hefur nýjum greftrunarstöðum, svokölluðum greftrunarskógum, fjölgað hratt í Þýskalandi. Greftrunin fer fram við fyrirfram valið tré í duftkeri sem verður fljótt að mold. Þessi hugmynd kemur upphaflega frá Sviss en hefur borist þaðan hratt bæði til Þýskalands og Austurríkis. Hugmyndin er sú að askan verði að næringu fyrir trén og stuðli að hringrás lífsins. Í Þýskalandi hafa þegar verið stofnaðir um 60 hvíluskógar í þessu skyni. Vaxandi áhugi Útfararstofur hafa brugðist fljótt við þessari nýju viðskiptahugmynd. Fyrirtækið FriedWald GmbH hefur fengið einkaleyfi á vörumerki sínu og fylgist vel með að enginn ásælist það. Það hefur nú þegar stofnað 26 hvíluskóga vítt og breitt um Þýskaland. Samkeppnisfyrirtækið Ruhe- Forst starfar einnig um allt Þýskaland og hefur opnað 35 skóga í sama skyni. Mörg minni greftrunarfyrirtæki hafa einnig verið stofnuð. RuheForst hyggst einnig flytja starfsemi sína til annarra landa. Þannig hefur það verið í sambandi við eigendur skóga í Svíþjóð. Markhópurinn í því sambandi eru Þjóðverjar sem hafa notið sænskra skóga í sumarleyfum sínum. Útfararfyrirtækin stunda nú öfluga kynningarstarfsemi á þessari nýjung, sem einkum er beint að fólki með áhuga á náttúrunni. Sá, sem hefur áhuga á að verða grafinn í hvíluskógi, getur farið og valið sér greftrunarstað við fallegt tré. Að valinu kemur þó einnig skógarvörður svæðisins. Í ljós hefur komið að fólk velur stað þar sem er fjölbreyttur skógargróður og gott samræmi í umhverfinu. Fyrirtækið ábyrgist að skógar þess verði friðaðir í a.m.k. 100 ár. Fyrirtækið FriedWald býður upp á ýmsar gerðir trjálunda, það býður einnig upp á reit þar sem unnt er að grafa allt að 10 duftker í skjóli sama trésins. Greftrunin kostar á bilinu evrur eftir stærð trésins. Að auki er kostnaður við kerið og athöfnina. Landsbygdens Folk betra í þeim löndum ESB sem nota eigin gjaldmiðil, svo sem Englandi, Danmörku og Svíþjóð. Danir vara við að það hægi á hagvextinum hjá þeim, sem og Svíar. Í Englandi stríðir forsætisráðherrann Gordon Brown við kreppu sem hittir flokk hans illa fyrir, en það er fjöldi atvinnulausra. John Monks, sem leiðir samtök launþega í 36 löndum með 90 milljónir félagsmanna, óttast þróun sem leiði til þess að ESB klofni vegna aukins atvinnu- og forystuleysis. Orsökin, sem liggur að baki því, eru mistökin sem gerð voru í stjórn efnahagsmála og reiði fólks yfir því hvernig málum er þar komið. Gjald almennings eru störf fólks, hús þess og heimili og brostnar vonir. Fjármálakreppan er ESB erfið. Margir áhrifamenn hafa varað við verndarstefnu og þjóðernishyggju, sem er eldfim blanda fyrir öll frelsismarkmið sambandsins, einkum hvað varðar frelsi fjármagnsins og vinnuaflsins. En hið nýfrjálsa hugmyndakerfi er nú hins vegar á undanhaldi og verður væntanlega leyst af hólmi af opinberri stjórn og reglugerðum. Áþreifanlegar ákvarðanir hins opinbera eru þó ekki ljósar. Þrátt fyrir björgunaraðgerðirnar, sem ríkisstjórnirnar boða, þá eykst Sýnið fyrirhyggju, komist út úr kreppunni með því að fjárfesta í matvælaframleiðslu, það verður alltaf hungur í heiminum. Þetta má lesa á skiltum meðfram vegum í Chile. Þegar fjármálakreppan skall á og bankar og tryggingafélög riðuðu til falls, þá fjárfestu peningamenn í matvælum. Nú hefur verð á þeim aftur lækkað og fjárfestar hafa fundið sér varanlegri verðmæti. Jarðnæði, þ.e. ræktunarland, er nú efst á óskalista þeirra. Breytingar á veðurfari á jörðinni, fólksfjölgun, fjölgun í millistéttum og tap á ræktunarlandi vegna vaxandi þéttbýlis, aukin selta í jarðvegi og lækkun grunnvatnsstöðu, er allt á kostnað matvælaframleiðslu víða um heim. Þá óttast menn að breytingar á veðurfarinu geti raskað ræktunarskilyrðum á svæðum sem nú eru góð undir bú. Það er því skynsamlegt að dreifa áhættunni. Sádi-Arabía, Kína, Suður-Kórea og Líbýa eru meðal landa sem fjárfesta nú í jarðnæði erlendis. Önnur lönd bjóða fram land undir ræktun á alþjóðamarkaði, svo sem Eþíópía, Madagaskar og Súdan, m.ö.o. oft lönd sem nú eru ófær um að brauðfæða þjóðir sínar en þar sem fólki fjölgar jafnframt hratt. Í ágúst árið 2008 upplýsti forsætisráðherra Eþíópíu í Financial Times að fjárfestar frá Sádí-Arabíu hefðu tryggt sér þar nokkur þúsund hektara af akurlendi. Í Súdan er ríkisstjórnin reiðubúin að selja erlendum fjárfestum 880 þúsund hektara lands. Til samanburðar er ræktunarland í Noregi alls um ein milljón hektara. Sífellt fleiri lönd líta á tryggan aðgang að matvælum sem mikilvæga öryggisfjárfestingu. Kína tapar árlega verulegu ræktunarlandi undir vegagerð og iðnaðarsvæði. Landið ræður aðeins yfir 9% af ræktunarlandi heims en íbúarnir eru fast að því 20% jarðarbúa og kjötneysla þjóðarinnar á mann fer vaxandi. Kínverjar hafa því fjárfest í landi á Filippseyjum, í Kasakstan og Afríkulöndum. Kína átti ekki annarra kosta völ, segir atvinnuleysið, jafnframt því sem sparnaðaraðgerðir hins opinbera ganga gegn vonum um ný störf. Hingað til hafa opinberar stofnanir ekki orðið fyrir þungu höggi. Á hinn bóginn eru það skattgreiðendur sem verða að greiða hjálparaðgerðirnar. Þess vegna óttast verkalýðsleiðtogarnir í Evrópu að næst komi að niðurskurði á opinberum störfum. Sparnaðaraðgerðir ríkis og sveitarfélaga geta aukið atvinnuleysið. Ríkisstjórnin verður að spara til að ná inn peningum fyrir útgjöldum vegna kreppunnar, segir John Monks. Launþegasamtök í Evrópu hafa kosið að hafa hægt um sig í þeirri bylgju nýfrjálshyggju sem flætt hefur yfir Evrópu og ESB eftir fall múrsins. Hin félagslegu viðhorf, sem margir leiðtogar innan ESB hafa rætt um, hafa heldur ekki verið í augsýn í hinu pólitíska landslagi Evrópu. Írar felldu nýja stjórnarskrá með skýrari stjórntæki í þjóðaratkvæðagreiðslu á sl. ári og sú stjórnarskrá náði ekki fram að ganga áður en fjármálakreppan skall á. Nú er kallað á sterka leiðtoga. Það gera þeir sem óttast að samvinna landa ESB geti raknað upp og það leiði til þess að hin gamla spenna í samskiptum ríkjanna nái aftur undirtökunum. fulltrúi kínversku vísindaakademíunnar. Kína, sem losar allra landa mest af koltvísýringi, gerir sér einnig grein fyrir því að hlýnun lofthjúpsins getur skaðað matvælaframleiðslu þjóðarinnar. Ástandið í Sádi-Arabíu er enn alvarlegra. Vegna vatnsskorts stefnir landið nú að því að leggja niður kornrækt sína árið Aldrei áður hefur fullyrðingin matur er vald vegið þyngra. Núverandi hræringar í þessum efnum eru þó e.t.v. ekki annað en gárur á vatni í samanburði við það sem bíður jarðarbúa. Útlitið er einkum alvarlegt í þeim hlutum Asíu sem eru háðir bræðsluvatni frá Himalaya í áveitur sínar. Hækkun hitastigs getur leitt til þess að jöklar Himalaya hverfi en um einn milljarður manna er háður þessu bræðsluvatni. Einkafyrirtæki hafa einnig verið á ferð á þessum markaði. Stórfyrirtækið Daewoo í Suður- Kóreu hefur gert leigusamning um 1,3 milljónir hektara lands á Madagaskar til 99 ára. Það vekur ekki undrun með það í huga að ESB með 27 aðildarlönd, sem hvert um sig glímir við eigin vandamál, er mál út af fyrir sig. Annað mál er hvort evran ráði við efnahagskreppu þar sem útgjöld vegna atvinnuleysisbóta og hjálparaðgerða verði meiri en samstaða ríkjanna ræður við. Þess spyrja margir og vonast eftir vaxtalækkun Seðlabanka Evrópu, en hann hefur fram að þessu frekar haft hugann við verðbólguna en atvinnuástandið. Munur á innláns- og útlánsvöxtum dregur úr eftirspurn eftir lánsfé í mörgum löndum og jafnframt úr hagkvæmninni af evruaðildinni. Enn er þó of dýrt að snúa baki við evrunni, afleiðingarnar yrðu einfaldlega of miklar. Aðildarlöndin verða því að beita ströngu aðhaldi í fjárlögum sínum og treysta á lækkun vaxta og opinbera styrki. Það var Þýskaland sem hafði forystu um sameiginlegan gjaldmiðil í ESB og gaf heiminum von um nýja, sterka mynt. Allt bendir til þess að Þjóðverjar muni loka augunum fyrir hinum mikla mun í löndum ESB hvað varðar opinber útgjöld og snúa bökum saman við Seðlabankann í Frankfurt. En það ólgar á götum úti og í þýskum fyrirtækjum. Leiðtogi launþegasamtaka Þýskalands, Michael Sommer, varaði nýlega ríkisstjórnina við skilaboðunum utan af götunum. Þar rís reiðibylgja fólks, sem spyr, hvernig þetta gat gerst. Svörin eru því miður ekki of uppörvandi. Nationen/Ivan Kristoffersen Jarðnæði er nú álitlegasta fjárfestingin Rússar efla fjölskyldubú til mjólkurframleiðslu Ríkisstjórn Rússlands hefur ákveðið að efla mjólkurframleiðslu í landinu með því að koma á fót um fjölskyldubúum í nautgriparækt. Hið opinbera mun veita fé í verkefnið. Landbúnaðarráðherrann Jelena Skrynnink hefur þegar gert samninga um verkefnið við fimm svæðisstjórnir í Rússlandi, að sögn talsmanns Landbúnaðarráðuneytisins í Moskvu. Þegar á þessu ári verða valdir 50 bændur í verkefnið, sem deilast á milli héraðanna, en þjálfa á þá sérstaklega sem leiðbeinendur í verkefninu. Á hverju búanna verða 100 mjólkurkýr. Kostnaður við hvert kennslubýli er áætlaður 30 milljón rúblur eða um 670 þúsund evrur. Verkefnið á að fjármagna með framlagi frá Landbúnaðarbanka Rússlands og ríkisreknu fyrirtæki í nautgriparækt. Aðaltilgangur með verkefninu er að auka framboð á ferskmjólk í héröðunum, jafnframt því að bæta afkomumöguleika ungs fólks í dreifbýli. Á undanförnum árum hefur kúm fækkað í Rússlandi, á síðasta ári, 2008, um 2%. Á hinn bóginn hefur nyt kúnna aukist um 266 kg á ári, sem er 7% aukning. Landsbygdens Folk Suður-Kórea framleiðir einungis 25% af matvælaþörf sinni. Vinnuaflið hyggst Daewoo sækja til Suður-Afríku. Ríkisstjórnir fátækra landa telja að með svona samningum séu þær að bjarga sér út úr neyðarástandi. Stofnunin Grain, sem er óháð alþjóðleg stofnun um verndun á líffræðilegum fjölbreytileika, telur þessa þróun hins vegar helst eiga skylt við endurvakta nýlendustefnu. Hvað sem öðru líður, þá leiðir þetta til þess að fæðu í heiminum verður enn meira misskipt en áður og þetta verður hrein tímasprengja fyrir þau lönd sem hafa látið útlendingum í hendur dýrmætustu auðlind sína. Hið alvarlega er einkum það að þessi aðferð við að tryggja matvælaöflun hvetur ekki til langtímastefnu í nýtingu jarðvegs- og vatnsauðlinda, heldur opnar fyrir rányrkju og nýjar fjárfestingar annars staðar. Þegar t.d. japanska fyrirtækið Misti hefur keypt 100 þúsund hektara lands í Brasilíu til ræktunar á sojabaunum er hætta á að fyrirtækið sýni ekki næga varkárni í nýtingu á þessu landi, sem er viðkvæmt fyrir jarðvegseyðingu. Heimurinn þarfnast sem fyrst stefnumörkunar sem tryggir sjálfbæra matvælaframleiðslu og tekur þær veðurfarsbreytingar, sem búist er við, með í reikninginn. Búfræðilærðir menn virðast telja það gerlegt; jarðnæði fyrir bændur, ræktunaraðferðir sem vernda jarðveginn, grunnvatnið og líffræðilegan fjölbreytileika, fjárfesting í menntun, samþætting landbúnaðar og skógræktar, stöðugt verðlag á afurðunum, betri meðferð á hráefni í mat og minni notkun þess í dýrafóður, allt eru þetta mikilvæg atriði í þessu sambandi. Um þessar mundir eru ekki til nein alþjóðleg samtök sem halda utan um þetta verkefni. Alþjóða viðskiptastofnunin (WTO) hefur allt önnur verkefni á sinni könnu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna, svo sem Matvæla- og landbúnaðarstofnunina (FAO), skortir umboð til að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum aðgerðum í þessum efnum. En það liggur á að marka nýja stefnu um matvælaframleiðslu í heiminum. Nationen/Ole-Jakob Christensen

20 21 Bændur binda kolefni Landbúnaður Andrés Arnalds Auking koltvísýrings í andrúmslofti á mestan þátt (um 2/3) í því að andrúmsloft jarðar er að hlýna miklu hraðar en hægt er að skýra með þeim náttúrulegum sveiflum í veðurfari sem ætíð eiga sér stað. Fyrir upphaf iðnbyltingarinnar var styrkur koltvísýringsins (CO 2 ) búinn að vera lengi um 280 ppm (hlutar af milljón), en er nú um 380 ppm og fer ört vaxandi. Náið samhengi er milli C0 2 og hitastigs. Til að hamla gegn loftslagsbreytingum af manna völdum verður að fara samhliða tvær leiðir. Annars vegar með því að draga úr loftmengun með öllum tiltækum ráðum, ekki síst frá bruna jarðefnaeldsneytis. Það þarf að gera hvort eð er, því að olíuforði jarðar mun ganga til þurrðar innan fárra áratuga. Hins vegar með því að nota gróður til að umbreyta CO 2 í lífræn efnasambönd sem síðan geymast í gróðri og jarðvegi. stefna öll að slíkum markmiðum. Að mínu mati er farsælasta leiðin til að auka afköst í kolefnisbindingu á Íslandi að stórefla slík verkefni og önnur slík þar sem bændur og aðrir landeigendur eru í forystuhlutverki. Dæmi um áströlsk verkefni í kolefnisbindingu Í Ástralíu, sem víðar, hefur sprottið upp fjöldi fyrirtækja, samtaka og sjálfseignarstofnana til að tengja saman bændur og þá sem þurfa eða vilja taka þátt í vörnum gegn loftslagsbreytingum með kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Verkefnin eru afar mismunandi. Mörg hver eru skógræktartengd, en í vaxandi mæli er bent á mikilvægi kolefnisbindingar í jarðveg, megin geymslustað kolefnisins í heim- fagmálastjóri Landgræðslunnar andres@land.is megináherslu á mikilvægi kolefnisbindingar í jarðvegi til að byggja upp frjósemi lands. Bent er á að með góðri stjórn á landnýtingu sé unnt að þurrka upp meginhluta þess viðbótarkolefnis sem athafnir manna spúa út í andrúmsloftið. Samhliða sé verið að breyta mögulegum ógnvaldi í stórkostlegt tækifæri. Á heimasíðunni kemur einnig fram að ef frjósamur jarðvegur haldi áfram að glatast, þá hætti tegundaval og fleira, sem endalaust virðist deilt um, að skipta máli. Slíkt jafnist á við að endurraða þilfarsstólunum á Titanic! Kolefnishlutlaust Ísland Gríðarlegt magn kolefnis hefur tapast úr íslenskum vistkerfum í aldanna rás vegna uppblásturs og annarrar landhnignunar. Umreiknað yfir í ígildi koltvísýrings er þetta tap kolefnis mörg hundruð sinnum meira en nemur árlegri losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Brýnt er að skila hluta þess aftur til jarðar, og bæta um leið frjósemi lands, skilyrði til landbúnaðar og fæðuöryggi þjóðarinnar. Innlendir orkugjafar munu innan tíðar taka við af olíu og annarri innfluttri orku. Því mun draga mjög úr bruna jarðefnaeldsneytis hér á landi á næstu árum. Allt það kolefni sem út af stæði í bókhaldi þjóðarinnar yfir losun gróðurhúsalofttegunda er hægt að binda í gróður og jarðveg, þ.e. með því að nýta í auknum mæli getu gróðurs til að umbreyta CO 2 í lífræn efni. Alþjóðlega á sér stað mikil umræða um efnahagslega hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og möguleika til fjármögnunar á kolefnisbindingu. Sums staðar, t.d. í Ástralíu, er áhersla lögð á þróun bindikvóta sem bændur gætu skapað og síðan selt eða leigt. Annars staðar er rætt um skatt á losun gróðurhúsalofttegunda, og það fjármagn notað til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Slík nálgun myndi henta Íslendingum vel. Þá væri m.a. unnt að stórefla landbótastarfið og binda um leið mikið magn kolefnis. Kolefniskvótinn yrði þá áfram í eigu stjórnvalda, líkt og nú er, sem ég tel reyndar heppilegast. Hvaða leið sem er farin, þá væri það verðugt markmið að Ísland verði hlutlaust í losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum. Bændur gegna lykilhlutverki Kolefnisbinding á vegum bænda, einkum í samstarfi við stjórnvöld, er það mikil að þeir eiga stóran þátt í því að gera þjóðinni kleift að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar gagnvart Kyotobókun loftslagssamningsins. Að því er virðist fer hins vegar lítið fyrir umræðu innan landbúnaðarins um þessi mikilvægu tengsl milli landbóta og loftslagsverndar. Víða erlendis láta bændur kolefnisbindingarmál hins vegar mjög til sín taka. Kolefnisbinding er sjálfgefin afurð allra landbóta. Meðal fjölþættra markmiða slíkra verkefna er að stöðva jarðvegsrof og græða land, auka virkni vistkerfa, frjósemi lands og hagkvæmi landbúnaðar, vernda eða endurreisa líffræðilega fjölbreytni og auka getu gróðurs og jarðvegs til vatnsmiðlunar, svo að fátt eitt sé nefnt. Samstarfsverkefni eins og Bændur græða landið, Landbótasjóður Landgræðslunnar, landshlutaverkefni í skógrækt o.s.frv. inum. Meðal megináherslna slíkra verkefna er að: 1. Vinna að breiðum umhverfismarkmiðum samhliða því að byggja upp öflugan gróður, 2. Endurreisa vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni með notkun innlendra tegunda, 3. Stöðva jarðvegsrof og endurheimta frjósemi lands, 4. Skapa landbúnaðinum auknar tekjur. Meðal áhugaverðra fyrirtækja sem miðla milli bænda og mengunarvalda er CarbonSmart, sem sett var á laggirnar Á bak við það standa samtök landverndarfélaga (Landcare Australia ). Þau eru langstærstu áhugasamtök Ástralíu og ná til meira en hópa sem hlúa að landkostum bæði í dreifbýli og þéttbýli. Um 45% bænda í Ástralíu eru í þessum öflugu samtökum. Íslensk hliðstæða þeirra myndi samsvara því að skógræktarfélögunum, samtökum skógarbænda og óstofnuðum samtökum landgræðslubænda og landgræðslufélaga væri steypt saman í eina heild, í ein alhliða landverndar og landbótasamtök. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru stuðningsaðilar að verkefninu og meðal verndara þess er þjóðfrægt fólk. Ég heimsótti nýverið höfuðstöðvar CarbonSmart og nokkra kolefnisbændur, og sannfærðist við það um að margt væri í þeirra starfsemi sem hentað gæti okkur. Annað áhugavert verkefni er Renewable Soils, sem leggur Síðasta verkefnið sem hér verður minnst á er Breathe Easy. Það er á vegum Greening Australia, en þau eru öflug umhverfissamtök sem njóta ríkulegs stuðnings stjórnvalda. Lögð er áhersla á að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eins og hægt er, en binda það sem út af stendur í gróður og jarðveg. Þessi samtök eru afkastamesti aðilinn í gróðursetningu trjáa til að bæta fyrir þann mikla skaða sem orðið hefur á vistkerfum Ástralíu frá því landnám Evrópubúa hófst þar fyrir rúmum 200 árum. Megináherslan er á notkun innlendra tegunda til að endurreisa líffræðilega fjölbreytni viðkomandi svæða. Mörg fleiri verkefni mætti nefna, en mikil áhersla er lögð á að vandað sé til verka, að unnið sé eftir ströngum gæðastöðlum og að hægt sé að sýna fram á kolefnisbindinguna með óyggjandi hætti. Bent er á að kaupendur slíks kolefnis, ekki síst á frjálsum markaði, vilji fá tryggingu fyrir því að þeir eigi ekki á hættu að fjárfesta í verkefnum sem á einhvern hátt geta talist skaðleg umhverfinu, s.s. vegna óviðeigandi tegundanotkunar eða breytinga á landslagi. Nánar er fjallað um þessi mál í grein með sama heiti, Bændur binda kolefni, á vefsíðu Landgræðslunnar; is. Þar er einnig að finna vefslóðir ofangreindra og fleiri aðila sem vinna að kolefnisbindingu í Ástralíu. Bændablaðið á netinu... Nýjung á Íslandi SUMAR 6 Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar Uppl. í síma eða á netfangið oskar@sbd.is Zell am See - Zillertal 30. júlí - 6. ágúst Fagra Austurríki og Alparnir skarta sínu fegursta á þessum árstíma þegar allt er í blóma. Eftir flug til München liggur leið okkar til Zell am See, eins af eftirsóttustu ferðamannabæjum Salzburger-lands. Náttstaður okkar þessa viku er í bænum Kaprun þaðan sem verður farið í skemmtilegar skoðunarferðir. Heimsækjum bæinn Kufstein, skoðum Arnarhreiður Hitlers og förum þaðan að einu fegursta vatni Þýskalands, Königsee. Þá er komið að ferð um Groβglockner-Hochalpen veginn þar sem ekið er í yfir 2000 m hæð yfir sjávarmáli og fegurðin er stórfengleg. Ökum um dalinn Zillertal og förum til Kitzbühel þar sem upplagt er að taka kláf upp á Kitzbüheler Horn (1998 m), en útsýnið þaðan er ekki af verri endanum. Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir (Hófý) Verð: kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R s: Spör ehf.

21 22 Á markaði FARMSUBSIDY.ORG eru alþjóðleg samtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni og eru starfrækt í Bretlandi og Danmörku. Fréttamenn og fræðimenn í Evrópu standa aðallega að samtökunum. Markmiðið með starfsemi þeirra er að auka gagnsæi og upplýsingagjöf um styrkjakerfi í tengslum við sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (Common Agricultural Policy CAP). Þau hafa beitt sér fyrir auknu aðgengi að upplýsingum um hverjir þiggi styrki úr CAP til að upplýsa betur borgara ESB um það hvernig skattar þeirra eru notaðir. Samtökin stóðu fyrir opinni ráðstefnu í byrjun maí í Brussel þar sem umfjöllunarefnin voru styrkir ESB til landbúnaðar. FARMSUBSIDY.ORG telja að í skjóli styrkjakerfis ESB í landbúnaði hafi þrifist töluverð spilling og fjársvik þegar um milljarðar kr. eru meðhöndlaðir í stjórnsýslu aðildarríkjanna. Þetta er heildarupphæð allra CAP-styrkja aðildarríkja ESB á árinu Umræða um fjársvik í tengslum við CAP hefur verið nokkuð hávær á síðustu árum og skrifaði t.d. Wyn Grant eftirfarandi í bók sinni The Common Agricultural Policy sem kom út árið 1997:,,Fjársvik hafa verið meinsemd styrkjakerfis CAP. Mismunur á ESB-verði og heimsmarksverði hefur þýtt hærri endurgreiðslur sem hefur orðið óheiðarlegum bændum ómótstæðileg freisting og á Ítalíu leitt til skipulagðrar glæpastarfsemi. Alan Greer fjallar einnig um þetta í bók sinni Agricultural Policy in Europe frá árinu Alan segir að skortur á eftirliti ríkisstjórna með styrkjum til fyrirtækja og einstaklinga hafi verið vandamál. Svindl sé mest í Suður-Evrópu, svo sem Grikklandi, sem komi oftast til af veikleika í stjórnsýslunni. Alan nefnir að árið 2003 hafi níu ríki verið sektuð um samtals 54 milljarða kr. fyrir brot á reglum um mjólkurkvóta. Þá kemur fram hjá Alan að,,opinberar stofnanir [þjóðríkja] séu seinar til að uppgötva svindl, seinar til að greina umfang þess og seinar að grípa til umbóta. Reynslan sé því sú að sáralítið af sektum fyrir brot á styrkjareglum CAP endurheimtist frá ríkjum ESB. Leyndarhulunni svipt af styrkjunum Stór áfangasigur vannst hjá FARM- SUBSIDY.ORG þegar Evrópusambandið setti reglur sem skylduðu öll aðildarríki ESB til að birta hvaða fyrirtæki og einstaklingar Nýlega lauk uppgjöri forðagæsluskýrslna búfjáreftirlitsins í landinu. Í heildina hefur orðið nokkur fjölgun í flestum tegundum búfjár. Þótt fjöldi mjólkurkúa sé litlu meiri en á fyrra, að tölu, er heildartala nautgripa komin í Sauðfénu hefur fjölgað lítillega, er komið í kind og svipað má segja um hrossastofninn, hann er kominn í Geitum heldur áfram að fjölga, þær eru orðnar 563. Alifuglum hefur ekki fjölgað á milli ára og sömuleiðis er svínastofninn aðeins örlítið stærri en árið áður, þ.e gyltur og geltir. Töluverð fækkun hefur orðið í loðdýrastofninum, minkar eru nú að tölu, og í landinu eru aðeins eftir 5 alirefir því að refarækt var aflögð á síðasta búinu snemma á þessu ári. Heyfengur var nokkru meiri en árið áður, losaði 2 milljónir rúmmetra, af því var yfir 90% plastpakkað. Kornræktin jókst CAP milljarðamæringarnir í Evrópu Hverjir eru stærstu þiggjendur landbúnaðarstyrkja í Evrópusambandinu? Nafn Sveitarfélag Heildarstyrkir í evrum Land Italia Zuccheri Spa Bologna Ítalía Eridania Sadam Spa Bologna Ítalía Istituto Centrale Delle Banche Popolari Italiane Roma Ítalía Greencore Group Plc Earlsfort Terrace Írland Dublin 2 S.F.I.R. Spa - Soc.Fondiaria Industriale Romagnola Cesena Ítalía Istituto Centrale Delle Banche Popolari Italiane Roma Ítalía Doux Chateaulin Frakkland Danisco Sugar A/S København K Danmörk Beneo-Orafti Oreye Belgía Saint Louis Sucre Snc Paris Frakkland Comite Regional Pour La Reconversion Qualitative Lattes Frakkland Differee Coöperatie Voedings Tuinbouw Nederland U.A Holland Koninklijke Coöperatie Cosun U.A Holland E.D. & F Man Sugar Holland Azucareras Reunidas De Jaén, S. A. Madrid Spánn CAP milljarðamæringarnir 15 stærstu styrkþegar ESB Á þessum lista eru fyrirtæki í sykurbransanum fjölmennust, eða átta talsins. Tveir ítalskir bankar eru ofarlega á blaði (eða tvö útibú sama banka, að því er virðist) og tvö fyrirtæki falla undir skilgreininguna alhliða matvælafyrirtæki. Annað þeirra er hið fjölþjóðlega Greencore Group með höfuðstöðvar á Írlandi sem Bakkavararbræður munu hafa átt hlut í, hitt er Doux hið franska. Eitt fyrirtækið er samvinnufélag hollenskra garðyrkjubænda og tvö eru samtök framleiðenda, franskra vínbænda og belgískra kornbænda. Tvö efstu fyrirtæki listans tóku til sín yfir 20 milljarða íslenskra króna í styrki árið 2006, en þau sem eru neðst á honum fengu um og yfir fimm milljarða (miðað við að gengi evrunnar sé 170 kr.). fengju styrki frá sambandinu. Þannig bar öllum ríkjum að birta þessar upplýsingar á heimasíðu Evrópusambandsins eigi síðar en 30. apríl sl. Þýskaland lagðist gegn því að þessar upplýsingar yrðu birtar og bar m.a. við lögum um persónuvernd. Framkvæmdastjórn ESB svaraði fullum hálsi og á endanum afhentu Þjóðverjar upplýsingar að hluta, nauðbeygðir. Á heimasíðu FARMSUBSIDY. ORG kemur fram einkunnagjöf samtakanna um hve haldgóðar upplýsingar komu frá hverju landi. Þar sést að þrjú af hverjum fjórum aðildarríkjum ESB eiga eftir að leggja fram fullnægjandi gögn. Þannig gefa fæst lönd upp heimilisfang styrkþega, aðeins nafn þeirra. Að mati samtakanna hafa einungis Danmörk, Tékkland, Austurríki, Holland, Slóvakía, Slóvenía og Svíþjóð skilað inn fullnægjandi upplýsingum. Samtökin hafa komið upp gagnagrunni á vefsíðu sinni þar sem leita má að styrkjum eftir löndum, árum, styrkþegum, tegundum styrkja o.fl. Lofsvert framtak sem eykur gegnsæi í ákvörðunum stjórnvalda og sviptir Nokkur fjölgun búfjár mikið, fór í tonn og sömuleiðis kornhálmur, rúmmetrar. Þá má geta þess að heyfyrningar voru í meðallagi og heldur meiri en árið á undan. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, sem hefur umsjón með þessum þætti í starfi Bændasamtaka Íslands, í umboði Matvælastofnunar á Selfossi, þurftu búfjáreftirlitsmenn og héraðsdýralæknar að hafa afskipti af lélegri fóðrun og aðbúnaði búfjár á ýmsum stöðum á landinu í vetur, allt frá mjólkurkúm í fjósum til útigangshrossa á vetrarbeit. Þótt hrossum sé gefið úti mun meira en áður er sums staðar pottur brotinn og skjól oft léleg sem engin. Það versta er að oft er um að ræða sömu bændurna og sömu þéttbýlisbúana, ár eftir ár, sem er alveg óviðunandi ástand, sagði Ólafur að lokum. Þess má geta að samkvæmt heimildum Bændablaðsins eru dýraverndarlögin í endurskoðun. Jón Baldur Lorange stjórnmálafræðingur, forstöðumaður tölvudeildar BÍ jbl@bondi.is í þessu tilviki leyndarhulu af flóknu og umfangsmiklu styrkjakerfi CAP. Óhætt er að segja að margt athyglisvert komi í ljós við að grúska í gagnagrunninum. Ég ætla að taka hér nokkur athyglisverð dæmi sem staðfesta þá niðurstöðu FARMSUBSIDY.ORG að styrkir CAP renni aðallega til auðugra landeigenda og alþjóðlegra stórfyrirtækja. Tölurnar staðfesta jafnframt það sem Bændasamtök Íslands hafa haldið fram að styrkir CAP renna að mestu til stórbúskapar í eigu alþjóðlegra fyrirtækjasamsteypa og auðugra landeigenda. Þetta er m.a. ástæða fyrir áhyggjum Bændasamtakanna, sem sjá fram á að ekki verði mögulegt að verja fjölskyldubúskaparformið hér á landi vegna uppbyggingar á styrkjakerfi ESB sem er gjörólíkt því íslenska að flestu leyti. Möguleikar dæmigerðra fjölskyldubúa á Íslandi séu litlir í samkeppni í þessu styrkjaumhverfi þegar svo við bætist fákeppni á smásölumarkaði hér á landi. Hér renna styrkirnir til framleiðslu á hágæða landbúnaðarafurðum sem byggja á hreinleika. Innlendir styrkir fara m.a. til að lækka matvælaverð til neytenda og auka gæði og hollustu framleiðslunnar. Danish Crown fékk 8 milljarða í styrki En skoðun nú nánar nokkrar tölur um styrki í gegnum CAP. Allar fjárhæðir miðaðar við að gengi evru sé 170 ísl. kr.: Ítalía sker sig úr að því leyti að þar hirða stórfyrirtæki stærstan hluta styrkjanna. Af 10 hæstu styrkjum CAP í öllum 27 aðildarríkjum ESB renna 5 þeirra til stórfyrirtækja á Ítalíu (Sjá meðfylgjandi töflu). Ítölsk stjórnvöld hafa staðið sig illa í að afhenda umbeðin gögn. Þannig eru ekki komin gögn frá nokkrum héruðum Ítalíu og aðeins fyrir nokkur ár. Árið 2006 fékk fyrirtækið með því annars lýsandi nafni F.IN.A.F. SOC. CONSORTILE A.R.L. í Bologna hæstu styrkina á Ítalíu í gegnum CAP að upphæð rúmlega 4 milljarða kr. Nánari upplýsingar um fyrirtækið eru ekki gefnar frá ítölskum stjórnvöldum hvorki heimilisfang né hverjir eru eigendur. Á árunum fékk fyrirtækið alls 9,5 milljarð kr. í styrkgreiðslur frá evrópskum og ítölskum skattgreiðendum. Annar,,milljarðamæringurinn í hópi CAP styrkþega er ICDBPI, ítölsk bankasamsteypa í Róm, sem fékk 16 milljarða kr. árið 2008 úr sjóðum ESB og stjórnvalda á Ítalíu. Reyndar er nokkuð algengt að bankar séu á lista yfir stærstu styrkþega CAP, svo sem í Frakklandi þegar kemur að byggðastyrkjum. Samtökin FollowTheMoney.eu rannsaka hvort bankarnir séu hinir raunverulegu styrkþegar eða hvort fjármunirnir renni í gegnum bankana til viðskiptavina (sjá samnefnda heimasíðu). Á Ítalíu renna 69% af allri styrkupphæð CAP til 10 hæstu styrkþeganna. Í Bretlandi er sambærileg tala 49%. Hæst er hún í Slóvakíu en þar renna 87% til þeirra 10 efstu. Í Þýskalandi rennur rúmlega helmingur allra styrkja til þeirra 10 stærstu. Þau lönd sem nettó fá hæstu CAP-styrki úr landbúnaðarsjóðum ESB eru Grikkland (364 milljarðar kr.), Spánn (302 milljarðar) og Frakkland (227 milljarðar). Það land sem greiðir mest með sínum landbúnaði er Þýskaland (587 milljarðar). Sænska ríkið greiðir nettó í CAP-styrki um 66 milljarða kr. Finnland fékk um 500 milljónir kr. nettó í CAP-styrki. Allar tölur miðast við árið Það fyrirtæki sem fékk hæstu CAP-styrki í Danmörku árið 2007 var hið fjölþjóðlega stórfyrirtæki Danish Crown. Það er stærsta fyrirtæki í svínaframleiðslu og sölu í Evrópu og næststærst á heimsvísu. Það þáði styrki frá CAP bara umrætt ár að upphæð 8 milljarðar og 129 milljónir kr. Ég býst við að þeir muni ekki eiga erfitt með að gleypa þau örfáu svínabú á Íslandi í einum bita fljótt eftir inngöngu Íslands í ESB. Samkvæmt upplýsingum mínum frá Tékklandi hurfu nær öll svínabú þar í landi sem dögg fyrir sólu skömmu eftir inngöngu landsins í ESB árið Sóknarfæri íslenskra svínabænda á Evrópumarkaði eru ekki sjáanleg í harðri samkeppni við risa eins og Danish Crown sem hefur byggt upp markaðsstarfsemi um allan heim. Áhyggjur Bændasamtakanna af því að svínarækt hér á landi verði hluti af fórnarkostnaði við inngöngu Íslands í Evrópusambandið eiga því við rök að styðjast. Svipaða sögu er að segja um alifuglarækt og mjólkuriðnaðinn. Sykurrækt fær mestu fjármunina úr CAP. Dagblaðið International Herald Tribune birti frétt 6. maí sl. um það hvernig bandaríska stórfyrirtækið Smithfield Food hefur umbylt austurevrópskum landbúnaði með aðstoð hárra styrkja úr CAP. Fjölskyldubúskapur og síbreytilegt styrkjakerfi Bændasamtökin hafa bent á að síbreytilegt styrkjakerfi ESB í landbúnaði valdi óvissu og óstöðugleika í greininni og að áhrif íslenskra stjórnvalda á stefnumótun ESB í landbúnaði yrðu hverfandi. Fjölskyldubúskapur í þeirri mynd, sem við þekkjum hér á landi, fellur illa að núverandi styrkjakerfi ESB. Þá er ljóst, eins og komið hefur fram hér á undan, að stór alþjóðleg afurðasölufyrirtæki og fjársterkir landeigendur,,gera út á styrkjakerfi CAP í ríkum mæli. Þannig er bændum ráðlagt eitt árið að byggja upp mjólkurframleiðslu í skjóli styrkja en næsta árið er nautakjötsframleiðsla í náðinni eins og kollega minn í Hollandi sagði mér frá nýlega. Þriðja árið ákvað síðan ESB að skera niður alla styrki til nautakjötsframleiðslu þegar ódýrt nautakjöt flæddi inn frá láglaunalöndum. Bændur í Hollandi gátu með engu móti brugðist við síbreytilegu styrkjakerfinu og ójafnri samkeppnisstöðu við ódýrar landbúnaðarafurðir. Það gat ekki farið öðruvísi en að bændur þurftu að bregða búi í hundraðatali. Heimildir: Alan Greer (2005), Agricultural policy in Europe. Wyn Grant (1997), The Common Agricultural Policy. Verð á greiðslumarki verðlagsárið Dagsetning gildistöku Sala á greiðslumarki ltr. Uppsafnað frá upphafi verðlagsárs, ltr. Meðalverð síðustu ltr. kr/ltr* 1. september ,22 1. október ,52 1. nóvember desember ,32 1. janúar ,32 1. febrúar ,33 1. mars ,92 1.apríl ,78 1. maí ,41 1. júní ,86 * Að baki meðalverði er að lágmarki miðað við síðustu 500 þúsund lítra.

22 23 Til áhugasamra um Heimafóður verkefnið á Norðaustur- og Austurlandi Hér er átt við verkefni það, sem áður hefur verið fjallað um á síðum Bændablaðsins (8. apríl 2009, bls. 19), nánar til tekið undirbúningsverkefni að áætlaðri smíði og rekstri færanlegrar samstæðu til heykögglunar og kjarnfóðurgerðar á bændabýlum og fleiri nota. Allmörgum bændum á svæðinu frá Eyjafirði, austur um Þingeyjarsýslur og suður yfir Múlasýslur og til og með V-Skaftafellssýslu, hefur verið sent bréf, þar sem þeir eru beðnir um að gefa ákveðin svör um virka þátttöku í verkefninu, ef af smíðinni verður. Um er að ræða um 100 bændur, sem mætt hafa á kynningarfundi um verkefnið á svæðinu og sýnt áhuga á að láta í té eitthvert lágmarksmagn hráefnis a.m.k. næstu þrjú árin og/eða hlutafé. Að auki hefur þónokkrum hópi bænda, sem sýnt hafa verkefninu áhuga og/eða ætla má að e.t.v. séu mjög líklegir til þátttöku, einnig verið sent bréf um það sama ásamt kynningarefni. Þar sem ætla má að þetta sé þó hvergi tæmandi listi, er hverjum sem er, einkum á þessu landssvæði, fagnandi boðin þátttaka í ævintýrinu. Er öllum áhugasömum bent á kynningarefni það, sem tiltækt er á heimasíðu Búgarðs á Akureyri, (smella á Heimafóður á forsíðunni), en auk þess er sjálfsagt að leita upplýsinga hjá verkefnisstjórninni, sem þar er kynnt (Þórarinn í síma , Ingvar í og Stefán í ). Hægt er að skrá sig til þátttöku á heimasíðunni á til þess gert eyðublað, eða hafa samband við áðurnefnda. Meiningin var að skilafrestur á þátttöku rynni út um næstu mánaðamót (1. júní), en sökum þess að annir eru miklar hjá bændum um þessar mundir og sumar bréfasendingar töfðust nokkuð, auk tillits til þeirra, sem eru að sjá þetta nú í fyrsta sinn, væri gott að sem allra flestir skiluðu bréfum inn í fyrstu viku júnímánaðar. Að sjálfsögðu verður ekki skrúfað fyrir þátttakendur, sem koma síðar, en óneitanlega er mikils um vert að hafa sem víðtækasta vitneskju um umfang þátttökunnar áður en til stofnfundar verður blásið eins fljótlega og unnt er upp úr því, en það verður auglýst nánar í ýmsum miðlum, s.s. eins og fréttabréfum á svæðinu og/eða í næsta Bændablaði, 11. júní. Allir sem hlut eiga að máli á þessu svæði, hvort sem það eru einstaklingar, félagsbú eða hvers konar félagasamtök, s.s. eins og búnaðar-, búgreina- eða sveitarfélög og sjá jákvæðar hliðar á málinu, eru eindregið hvött til að skoða þátttöku alvarlega í þessu áhugaverða og gjaldeyrisskapandi verkefni með útvegun á hráefni og/eða fjármagni. Verkefnisstjórnin JÚGURHALDARAR Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Áfram Ísland - Veljum íslenskt! Þú færð límmiðana hjá okkur Íslensk framleiðsla! Hafðu samband við sölumann í Plast, miðar og tæki - VÍKURVAGNAKERRURNAR ÞESSAR STERKU Allar gerðir af kerrum Allir hlutir til kerrusmíða Víkurvagnar ehf Dvergshöfða 27 Sími

23 24 Líf og starf Kynbótastarfið skilar árangri Á undanförnum mánuðum hefur verið beðið með óþreyju eftir nýju kynbótamati. Sérstaklega hefur áhuginn beinst að nautaárgangingum frá 2002, sem ætla má að verði mjög sterkur árgangur og mikils að vænta af í ræktun framtíðarinnar. Nýtt kynbótamat var kynnt á fundi ræktunarhóps nautgriparæktarinnar þann 11. maí sl. og í kjölfar þess uppfært í HUPPU. Nú liggur fyrir uppfært kynbótamat í HUPPU og þar ættu allir skýrsluhaldarar að geta fundið kynbótamat fyrir sína gripi. Að þessu sinni, og verður svo framvegis, var ákveðið að reikna kynbótamat fyrir alla gripi sem eru skráðir í HUPPU og eru það nú ríflega 330 þúsund gripir. Þar á meðal eru allir kvígukálfar sem skráðir voru í HUPPU áður en matið fór fram. Þeir fá ætternismat, sem getur verið leiðbeining fyrir bændur. Þá var einnig gerð sú breyting að reikna kynbótamat fyrir alla eiginleika, óháð því hvort viðkomandi gripur hefur eigin upplýsingar um viðkomandi eiginleika. Í þeim tilvikum er matið ætternismat. Bændur verða því að vera vakandi fyrir því hvort viðkomandi kýr hafa eigin upplýsingar eða ekki, því ætternismatið er ekki eins öruggt og mat sem byggir á ætterni auk eigin upplýsinga. Hins vegar er ætternismatið svo öruggt að það getur verið góð leiðbeining við skipulag kynbótastarfsins á viðkomandi búi. Eins og við var búist reyndist nautaárgangurinn 2002 mjög öflugur og hefur vart sést öflugri árgangur, a.m.k ekki um margra ára skeið. Úr árgangnum hafa verið valdir 5 nautsfeður og flest nautin fá framhaldsnotkun. Besta nautið í árgangnum reyndist Lykill með 119 í kynbótaeinkunn. Lykill er undan Kaðli og Skrá 297 Kynbætur Magnús B. Jónsson nautgriparæktarráðunautur BÍ mbj@bondi.is frá Hæli II. Dætur Lykils eru miklar afurðakýr með góðar mjaltir og skap. Í tengslum við útreikninga kynbótamatsins gerði Ágúst Sigurðsson nokkra úttekt á stöðu kynbótastarfsins. Í ljós kemur að kynbótastarfið er að skila kynbótaframförum fyrir alla þá eiginleika sem eru teknir með í kynbótaeinkunninni. Framfarirnar eru mestar fyrir afurðaeiginleikana en einnig eru miklar framfarir fyrir eiginleikana júgur, spena og mjaltir. Þá kemur í ljós að eftir nokkra afturför í frjósemi er nú aftur að mælast erfðaframför fyrir þeim eiginleika. Á mynd 1 eru dregnar saman niðurstöður fyrir afurðir, frjósemi og heildareinkunn. Innan skamms kemur út ný nautaskrá og þar verða nautin sem fædd eru 2002 mjög áberandi. Af eldri nautum eru aðeins Gangandi 99035, Náttfari 00035, Húsi 01001, Spotti 01028, Kappi 01031, Stokkur og Villingur valin til framhaldsnotkunar. Það er fróðlegt að skoða hvernig nokkrir af helstu nautsfeðrunum standa í nýju mati. Í töflu 1 eru birtar niðurstöður fyrir þá nautsfeður sem nú eru með 110 eða hærra í kynbótaeinkunn. Af töflunni má sjá að margir þessara nautsfeðra eru enn með öflugustu kynbótagripum í stofninum. Val nautsmæðranna er mjög Dagur kanínunnar Landbúnaðarháskóli Íslands ætlar í samvinnu við kanínuræktandann Sigrúnu Elíasdóttur, Ullarselið og Landbúnaðarsafn Íslands að halda upp á Dag kanínunnar á Hvanneyri laugardaginn 13. júní næstkomandi. Hugmyndin er að bjóða upp á dagskrá sem höfðar til kanínubænda sem vilja miðla af þekkingu sinni eða fræðast, sem og almennings til gagns og gamans. Í boði verða stutt fræðsluerindi um kanínur, kanínurækt og nýsköpun. Dýr verða til sýnis og aðbúnaður þeirra. Einnig er vonast til þess að þeir sem hafa unnið vörur eða handverk úr kanínuskinni eða fiðu hafi samband og fái aðstöðu til að leggja það fram til sýnis, enda fjöldi fallegra muna unninn úr þessu hráefni. Kanínum, s.s. angóru-, feld- og kjötkanínum, hefur farið fækkandi undanfarin ár og því kjörið á þessum tíma að rifja upp hvernig ræktun þeirra fer fram og hvernig megi nýta þær afurðir sem verða til við ræktun þeirra. Í lok dags er ætlunin að endurvekja Félag kanínubænda. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagsmenn eru beðnir að hafa samband við Sigrúnu Elíasdóttur (s: , netfangið islandur@yahoo.com) eða Ásdísi Helgu Bjarnadóttur (s: , netfangið asdish@lbhi.is), einnig ef fólk hefur áhuga að taka virkan þátt í kanínudeginum með uppákomu eða hefur afurðir/handverk til kynningar. Sigrún Elíasdóttir með drifhvítan og rauðeygðan skjólstæðing Tafla 1: Kynbótaeinkunnir nokkurra nautsfeðra Naut - Nafn - nr Kynbótaeinkunn Naut - Nafn - nr Kynbótaeinkunn Punktur Hersir Stígur Túni Kaðall Hvítingur Fontur Teinn Völsungur Þrasi Soldán Glanni Þollur Almar Afurðir Frjósemi Heild Mynd 1: Yfirlit yfir erfðaframfarir fyrir afurðamat, frjósemi og heildarkynbótaeinkunn. Margir sjá eflaust einungis blindgötu framávið en við erum á krossgötum og það eru ótrúlega margir möguleikar við hverja götu. Möguleikar þar sem Íslendingar geta sýnt hvað í þeim býr og hvað samstaða er mikilvæg. Eftir mikil áföll hafa Íslendingar yfrileitt sýnt mikla samstöðu, samhyggju og samvinnu sem hefur hjálpað þeim að lifa af í gegnum aldirnar. Efnahagshrunið 2008 er eins og hamfarir sem taka verulega á í þróun landsins og andlegri líðan Íslendinga. Nú er kominn tími til að við notum okkar sameiginlega afl og veljum íslenskt. Við erum sjálfbær með kjöt, fisk, mjólkurvörur og egg, en 40% af grænmeti, 70% af kartöflum og einungis 1% af ávöxtum og korni. Það er því mjög góður grundvöllur að rækta mun meira hér á landi af grænmeti, ávöxtum og korni en við gerum í dag. (Sjá The status and role of the native Icelandic livestock breeds in sustainbale animal production and national food security, Ólafur Dýrmundsson, The Farmers Association of Iceland, 2009) Höfundur greinarinnar leggur til að við byrjum að rækta meira af okkar nauðsynjavörum sjálf, og reynum að gera Ísland að eins sjálfbærri eyju og mögulegt er. Það eru auðvitað ekki sömu ræktunarskilyrði á Íslandi og í heitum suðlægum löndum. En við getum litið til nágrannalanda okkar sem hafa veðurfar sem svipar meira til íslensks veðurfars og séð hvað þeir rækta. Við getum reynt að framkalla svipuð ræktunarskilyrði með þeim auðlindum sem við höfum til ræktunar á Íslandi. Epla- og peruræktun er raunhæfur valkostur. Bæði í Skandinavíu og á Bretlandseyjum er mikil epla- og peruræktun sem áhugavert væri að rannsaka nánar. Með auknu skjóli og hita væri hægt að framleiða mun meira á Íslandi en gert er. Við eigum góðan Lanbúnaðarháskóla sem leggur mikla áherslu á rannsóknarvinnu í starfi sínu. Það er áhugavert að skoða þá nýsköpunarmöguleika sem eru fyrir hendi með samvinnuverkefni milli landbúnaðarræktunar, orkuveitna þar sem frárennslisvatn væri notað til hitunar til þess að framkalla nægileg skilyrði til aukinnar grænmetis-, ávaxta- og kornræktunar hér á landi. Um allan heim skoða menn möguleika á aukinni sjálfbærni mikilvægur þáttur kynbótastarfsins. Þær eru valdar á grundvelli ætternis og eigin afurða. Í kjölfar nýs kynbótamats hafa kröfur til nautsmæðra verið endurskoðaðar með tilliti til nokkurra þátta. Til þess að kýr komist á nautsmæðraskrá þurfa þær að uppfylla eftirtalin lágmarksskilyrði: Kynbótaeinkunn fyrir mjólkurmagn og prótein = 110 eða hærra, fyrir eigin afurðir = 100 eða hærra, fyrir heildarafurðamat = 112 eða hærra, fyrir próteinprósentu = 95 eða hærra og fyrir júgur, spena og mjaltir = 95 eða hærra. Þá þurfa nautsmæður að fá 8 eða hærra fyrir alla júgur- og spenadóma, 17 eða hærra í einkunn fyrir mjaltir og fjóra eða hærra í einkunn fyrir skap. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir nokkrum breytingum frá fyrri nautsmæðralistum. Í HUPPU geta ráðunautar nú unnið upp nautsmæðralista og sent til sæðingamanna og bænda. Við stöndum á krossgötum Möguleikar í landbúnaði Eva Margrét Reynisdóttir arkitekt og hönnuður vellir@hotmail.com 99% Ávextir 99% Korn SJÁLFBÆRNI Framleiðsla í matvælaframleiðslu til þess að draga úr flutningum, auka fæðuöryggi og heilbrigði. Ef við nýtum rétt þær auðlindir sem við eigum og neytendur velja íslenskt eru góðir möguleikar fyrir okkur að verða sjálfbærari og síður háð öðrum þjóðum. Við gætum þannig lifað heilsusamlegra lífi, skapað fleiri atvinnutækifæri og sparað dýrmætan gjaldeyri. Mikilvægt er að hrinda í framkvæmd tilraunarverkefnum á þessu sviði til þess að finna hentugustu leiðir til þess að auka sjálfbærni í íslenskri matvælaframleiðslu. Höfundur er cand polyt, lauk námi frá Háskólanum í Álaborg, arkitektúr og hönnurnardeild, með sérhæfingu í Urban Design. Lokaverkefnið fjallaði um ræktun í þéttbýli þar sem rannsakaðir vöru möguleikar þess að gera austurhluta London að sjálfbærum bæjarhluta í matvælaframleiðslu. 100% Kjöt 100% Mjólkurvörur 100% Fiskur 100% Egg 70% Kartöflur 40% Grænmeti 1% Ávextir 1% Korn Innflutningur 60% Grænmeti 30% Kartöflur

24 25 Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt Nýir þátttakendur í gæðastýringu: Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til Matvælastofnunar á þartilgerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár. Námskeið: Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Fyrirhugað er að halda námskeið á: Stóra Ármóti, mánudaginn 15. júní, Hvanneyri, þriðjudaginn 16. júní, og einhvers staðar á Norðurlandi/Austurlandi föstudaginn 19. júní. Námskeiðin hefjast kl. 10 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18. Námskeiðin eru ætluð þeim framleiðendum sauðfjárafurða sem: eru nýir þátttakendur og/eða hafa ekki sótt námskeið áður eru nýir ábúendur eða eigendur jarða, eru að hefja sauðfjárbúskap, taka við sauðfjárbúi eða gera það síðar á þessu ári eða því næsta. Skráning: Þeir sem óska eftir að sækja fyrirhuguð námskeið eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku til Bændasamtaka Íslands fyrir 11. júní. Unnt er að skrá þátttöku í síma eða á tölvupósti bondi.is. Námskeiðið uppfyllir kröfur Starfsmenntasjóðs BÍ. Bændasamtök Íslands Bændablaðið á netinu... Ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi verður lokuð frá 1. júlí til 30. september. Bændur eru hvattir til að senda ullina tímanlega fyrir lokun. Góðir Íslendingar Er að hefja framleiðslu á grænmetiskössum úr timbri, 25 og 35 kg. Einnig 500 kg. kassa fyrir bændur. Aðrar stærðir eftir óskum kaupenda. Íslensk framleiðsla Uppl. í síma eða á netfangið

25 26 Gat ekki verið án blómanna og þess græna! Spjallað við húsfreyjuna í Freyjulundi Nokkuð hefur verið um það undanfarin ár að fólk sæki í auknum mæli eftir búsetu utan þéttbýlisins en þó samt gjarnan í nánd við það. Sumir hafa þá keypt sér gamla bóndabæi, gert þá upp og jafnvel breytt til annarra nota en áður var. Eitthvað í þeim dúr gerðu einmitt þau hjónin og listamennirnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Jón Laxdal fyrir fimm árum þegar þau eignuðust hvorki meira né minna en heilt félagsheimili að Freyjulundi í Eyjafirði og gerðu það að bústað og vinnustofum. Í danssalnum fyrrverandi þar sem áður voru haldin sveitaböll eru þau hjónin nú með vinnuaðstöðu. Þau halda þó í gamla andann með því að hafa húsið opið öðru hvoru fyrir gesti og gangandi. Ég leit til þeirra fyrr í vor, einmitt á einu slíku opnu húsi, og spjallaði aðeins við Aðalheiði um garðinn og ræktunina við Freyjulund. Tók við kvennaarfi Eins og fram kemur á vefsíðu þeirra hjóna freyjulundur.is þá var þar fyrst reist þinghús árið 1914 og svo byggt við það með löngum hléum og eftir þörfum fram til ársins 1956, en þá eru kvenfélagskonur komnar inn í myndina. Það er Í síðasta Bændablaði var sagt frá krufningu á lömbum árin , alls 755 lömbum, sem fæddust fullburða en lífvana og dóu annað hvort rétt áður en fæðingin hófst eða í fæðingunni sjálfri og lömbum, sem fæddust líflítil en dóu nýfædd. Þessar athuganir benda til þess að hægt sé að draga úr tjóni með breyttum aðferðum við fæðingarhjálp, vöktun og lífgunartilraunir. Algengustu banameinin eru hnjask fyrir og í burði, köfnun eða súrefnisskortur, sýkingar af ýmsum toga og að líkindum selenskortur, sem leggst á hjarta lambanna. Selenskortinn þarf raunar að staðfesta með mælingum, en vitað er að hann er útbreiddur um allt land. Varlega þarf þó að fara með selen því að í of miklu magni er það eitrað. Með því að nota AB-mjólk fyrirbyggjandi og læknandi við sýkingum má draga úr tjóni. Notað er allt frá 5-30 ml af AB mjólk í lömbin nýfædd eftir því hvað smitálagið er mikið. Í AB-mjólk er aragrúi af heppilegum gerlum, sem keppa við þá sem valda sjúkdómum. Aðalatriðið er að sauðburðarmenn geri sér fulla grein fyrir því hvað hafði valdið veikindum og dauða lambanna. Til þess gæti þurft að kryfja mörg af þeim lömbum sem deyja. Meirihluti lambanna, eða um 70%, deyr um burðinn vegna hnjasks eða vegna köfnunar Lömb verða fyrir hnjaski fyrir burð, sem sprengir í þeim lifrina vegna þess að ærnar fá högg á kviðinn af dyrastaf, þegar þær ryðjast út og inn eða fyrir garðaenda. Úr því má draga með því að þrengja dyrnar með keflum (t.d. gúmmírúllum) eða með því að breikka þær. Þær geta komist við í rúningi. Æskilegt er að rýja ekki seinna en í aprílbyrjun. Fóstur geta dáið við átök í bólusetningu á viðkvæmum tíma og við hvers konar handfjötlun sem reynir á ærnar eða þá í burði og loks geta lömbin meiðst við ógætilega fæðingarhjálp, þegar lömbin eru stór. Kviðarhol er þá að meira eða minna leyti mengað blóði frá sprunginni lifur eða þá brjóstholið, ef rif hafa brotnað og stungist inn í lungun. Köfnun verður við það að lambið viðeigandi að enn stendur félagsheimilið fyrrverandi við lund þann sem freyjur úr kvenfélagi sveitarinnar höfðu komið upp með árunum og er hann nú orðinn vel gróinn. Aðalheiður segir þau heimilisfólkið gjarnan rölta þangað, þar sem líka er að finna ástarlund og rifsberjarunna einn ásamt sólberjarunna sem þau hafa plantað. Sjálf hafi hún ekki ætlað í ræktun, hún Aðalheiður, þegar þau Jón fluttu út í sveit, heldur langaði hana frekar út í villta náttúruna. En hún tók fljótt eftir því að eitthvað vantaði á vorin þegar ekkert var að rækta, enda hafði Aðalheiður stundað ræktun í garðinum sínum á Akureyri í tíu ár og segist hreinlega ekki hafa getað lifað án blóma og þess græna þegar hún var komin í Freyjulund! Það hafi því ekki verið um annað að ræða en að byrja á því að planta. Og það gerði hún. Grænmeti við lundinn Þegar ég spyr eftir matjurtum, þá fæ ég þau svör hjá Aðalheiði að rabbabari sé kominn niður og líka graslaukur, til að byrja með. Kankvís á svip segir Aðalheiður mér frá hugmyndum um grænmetisgarð sunnan við lundinn, í skjóli Nokkur ráð á sauðburði Sigurður Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona stendur hér fyrir framan heimili sitt og vinnustað að Freyjulundi í Hörgárbyggð, Eyjafirði, og tekur á móti gestum á opnu húsi. Að baki henni glittir í tjörn og hluta garðsins sem hún er að koma upp við félagsheimilið fyrrverandi. fyrir norðanáttinni og hafgolunni. Fram að því nýtir hún sér hluta af Sauðburður Sigurðarson dýralæknir nær ekki að draga lífsloft til sín, þegar það fer að anda. Lambið fer að anda, þegar súrefni blóðsins fer niður fyrir ákveðið mark, hvort sem það er fætt eða ekki. Þegar naflastrengur slitnar í fæðingu, hættir súrefni að berast lambinu frá blóði móðurinnar um hyldahnappana. Það lokast fyrir naflastreng þegar hann klemmist saman á mjaðmabeini ærinnar í langri og erfiðri fæðingu. Reynið að slaka á og jafnvel snúa lambinu lítið eitt, ef fæðing er erfið, til að loka ekki lengi fyrir blóðrásina. Naflastrengur klemmist stundum saman, þegar marglembingar snúast í móðurlífi, eða ef naflastrengur vefst um fót. Þá minnkar súrefni í blóði lambsins, tungan verður blá og það fer að anda og dregur að sér fósturvökva í stað lífslofts. Þá er kok og stundum líka barki fullt af fósturslími. Það þarf að ná fósturvatninu upp úr slíku lambi um leið og það fæðist með því að soga það með munn við munn aðgferðinni, með hentugri slöngu t.d. magaslöngu eða með því að slá lambinu létt við fót sér eða sveifla því í hringi. Það þýðir ekki að blása lífi í slíkt lamb án þess að hreinsa fósturvökvann úr munni þess, koki og barka. Fósturvatnið fer þá lengra niður og lambið kafnar eða fær lungnabólgu. Örugglega er hægt að draga úr tjóni af völdum hnjasks og köfnunar eða súrefnisleysis, sem er mjög algengt, þegar menn vita, hvað gerst hefur og hvað gera á. Þriðja algengasta orsök lambadauða eru sýkingar Úr þeim er hægt að draga stórlega með því að halda stíum og burðarplássum þurrum og hreinum, tryggja góða loftræstingu, strá ríkulega kalkdufti í stíurnar, hafa nægilegt og gott drykkjarvatn, hafa heitt og kalt vatn í húsunum, góðan og stóran vask, rúmgott borð og lokaðan skáp fyrir lyf og önnur efni, halda vinnuplássi hreinu, gott ljós til að sjá sem best hvað er hreint, þrífa reglulega drykkjarílát. Stytta naflastrenginn niður í 2-3 fingurbreiddir og hvolfa joðblöndu t.d. 5% á hann, vinna gegn sýkingu í meltingarfærum með hreinum ílátum og tækjum nægilegu magni af AB-mjólk í tæka tíð en nota sýklalyf t.d. fjölvirkar penisilíntöflur eða sprautun með penicillíni, ef annað er ekki nógu áhrifaríkt. Best er vitanlega að komast hjá notkun á sýklalyfjum. Sauðburðargleði Undirritaður hefur fengist við rannsókn á orsökum lambadauða o.fl. í maímánuði 2009 á starfssvæði Búnaðarsamtaka Norður Þingeyinga og að þeirra ósk. Krufin hafa verið talsvert á þriðja hundrað lömb og nokkuð af fullorðnu fé af svæðinu frá Tröllaskaga við Eyjafjörð til Langaness. Allir sem vilja á þessu svæði eru velkomnir til fróðleiks og gleði að afloknum sauðburði. Gerð verður grein fyrir niðurstöðunum á SAUÐBURÐARGLEÐI, sem stefnt er að því að halda í Skúlagarði í Kelduhverfi 8. júní að kvöldi. Þar verður rætt um orsakir lambadauðans o.fl. Ljóst er, að lambavanhöld eru þrátt fyrir allt mun minni hér á landi en víðast hvar í öðrum löndum og hægt þó að draga verulega úr tjóni með réttum aðferðum. Fósturdauði í gemlingum er þó meira vandamál hér á landi en annars staðar og virðist bundið við Ísland. Þetta verður rætt á sauðburðargleðinni og upp á ýmsu tekið til skemmtunar og fróðleiks um landshlutann. Sigurður Sigurðarson dýralæknir fjölæringabeði þar sem hún hefur ekki efni á því að kaupa sér það Fæðingarhjálp Það er mikilvægt að burðurinn sé ekki of stór, svo að fæðing verði ekki erfið. Það getur þýtt að lömbin deyja í fæðingunni, sitja föst í burðarliðnum og kafna, einkum þegar vöktun er ekki næg og aðstoð veitt of seint. Hausinn þrútnar af bjúg, tungan bólgnar, öndun tregðast og hættir. Sömu afleiðingar getur það haft, þegar lamb ber ekki rétt að til burðar eða ef tvö lömb koma samtímis til burðar. Það útheimtir það að rétta af lambið og ýta frá útlimum af öðru lambi. Hægt er að draga úr stærð lambanna með því að draga úr fóðri í fáa daga rétt fyrir tal. Það er þó ekki rétt að gera það nema við ær og gemlinga sem ganga með eitt lamb. Rétt er að nýta sér til fulls fósturtalningar og fóðra hæfilega miðað við fjölda lambanna, sem ærin gengur með. Það er þó of seint að gera það, eftir að sauðburður er kominn á fullt. Annað sem hægt er að gera er það, að láta ána standa við burðarhjálpina, ef unnt er, eða láta hana krjúpa framfótum og láta halla hressilega fram í hana. Ef ærin liggur þarf að setja undir hana að aftan. Þá losna menn við þrýsting af meltingarfærunum á legið og rýmka alla möguleika á að ná tökum á lambinu Gróður og garðmenning Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi sem þarf í stærra beð. Þar er fyrirhugað að vera með rófur, kál, kartöflur og annað þetta helsta byrjendadót, eins og Aðalheiður orðar það. Mér finnst þetta skemmtilegt, svona sjálfsþurftarbúskapur, segir hún. Fjölæringar og fiskatjörn Nú á fjórða sumri búsetunnar við Freyjulund er fjölæringabeð sem Aðalheiður kom strax upp orðið þéttvaxið og myndarlegt. Beðið sést vel bæði frá húsinu og eins njóta aðvífandi gestir og heimafólk augnayndis þegar það er í blóma að áliðnu sumri. Ekki langt frá fjölæringabeðinu er fiskatjörn sem Aðalheiður steypti úr afgangssteypu þegar framkvæmdir við húsið stóðu yfir. Sjálfsprottið birkitré hefur skotið upp kollinum við húshornið og fær að standa þar og myndar þannig í framtíðinni ásamt röð af víðirunnum skjól fyrir bílaumferðinni eftir Dalvíkurveginum. Annars vil ég bara hafa þetta svona villt, eins og þetta er hér og ekki vera að planta of miklu, segir Aðalheiður að lokum og heilsar upp á enn eitt hollið af gestum sem streymir að. og rétta það af ef þarf. Notið alltaf hanska við fæðingarhjálp, helst hanska sem ná á upphandlegg. Notið volgt vatn með joðblöndu af styrk sem gefur því sama lit og er á góðu dökku koníaki og notið milda sápuspæni, burðarslím eða sleipiefni annað. Ýmislegt Takið aldrei á dauðum fóstrum eða hyldum með berum höndum (hætta er á fósturláti fyrir konur af kattasmiti, sem er um 80% af öllu fósturláti hér á landi). Látið aldrei penisillín þorna inn í hendina, þvoið það strax af. Annars er hætta á ofnæmi. Ef mikið er verið með joð og það berst oft á bera hönd, er það ekki heldur hættulaust. Nota má kakóduft leyst upp í vatni gegn eitrunum í meltingarvegi. AB-mjólk og hafraseyði eru gagnleg til að koma meltingunni af stað, jafnvel örlítið af þurrgeri með. Gleymið ekki að hitamælir er gagnlegt tæki. Hiti í fullorðinni kind er eðlilegur um 38,5 C og í unglömbum er hann aftur á móti eðlilegur um 39,5 C Slík og þvílík og fleiri húsráð má finna í Sauðbburðarkverinu sem enn er í gildi er fáanlegt hjá Bændasamtökum Íslands.

26 27 Sælureitur í sveitinni Ný frístundabyggð við Mývatn Á síðastliðnu ári var tekin í notkun ný frístundabyggð við Mývatn sem nefnist Birkiland og eru það bændurnir á Vogum III, þau Sólveig E. Hinriksdóttir og Jón Ingi Hinriksson, ásamt mökum, sem reka frístundabyggðina. Þetta er fyrsta frístundabyggðin í sveitinni en sumarhúsalóðir hafa nánast verið ófáanlegar á þessu einstaka svæði til þessa og því er þetta góð viðbót við mannlífsflóruna við Mývatn. Við erum búin að leigja út tvær lóðir af 30. Ég á ekki von á sprengju en vonast til að einn og einn læðist inn, það eru jú allir að passa budduna í dag en við höfum mikla trú á verkefninu. Við unnum að þessu hörðum höndum í fyrra sumar og það voru margir sem komu þá að skoða af öllu landinu og voru mjög jákvæðir. Það er gaman að segja frá því að annar eigandinn að húsi sem er kominn í byggðina er af Norðurlandi, en hinn sem mun reisa hús í sumar er úr Reykjavík, útskýrir Sólveig, sem bendir einnig á að stutt sé í alla þjónustu í sveitinni og að allir geti fundið sér eitthvað til dundurs í Mývatnssveit, hvort sem er að skoða fallega náttúru, nú eða njóta kyrrðarinnar og slappa af. Nánari upplýsingar er hægt að sjá á ehg Umhverfið við Mývatn er einstaklega fallegt, hér sést í norðaustur frá frístundabyggðinni þar sem Námafjall trónir tignarlegt í baksýn. RAFSUÐUVÉLAR Úrval rafsuðuvéla á frábæru verði frá Tékkneska fyrirtækinu Kuhtreiber Gastec býður einnig mikið úrval af: Rafsuðuvír Slípivörum Öryggisvörum Búnaði til logsuðu og logskurðar frá AGA og Harris Gæði í gegn Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík Sími: Þekking og þjónusta

27 28 Líf og lyst Tryggvi hóf búskap á Hvassafelli árið 1990 og bjó þar einn til 1997 en þá komu Guðrún og Hörður Kristófer þeysandi á hvítum fáki alla leið frá Hafnarfirði og settust að á bænum. Sumarið 2008 tóku þau í notkun nýtt fjós með mjaltaþjóni en fram að því var 41 kúa básafjós; fyrst með rörmjaltakerfi en brautarkerfi frá Sauðfé til líkamsræktar og á grillið var hér til 2006 en þá var fénu fórnað fyrir fjósbyggingu. Í haust buðust okkur nokkrar hænur og var það meira en Guðrún gat staðist og er hún því farin að spreyta sig í hænsnarækt. Hænurnar eru hennar einkaeign. Býli? Hvassafell. Staðsett í sveit? Eyjafjarðarsveit, vestanmegin í Eyjafirði, u.þ.b. 26 km sunnan við Akureyri. Ábúendur? Guðrún Harðardóttir og Tryggvi Jóhannsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við hjónin og börnin okkar þrjú; Hörður Kristófer 17 ára, Ragnhildur 10 ára og Ólafur 7 ára. Hundurinn okkar Snúður og kettirnir Fjörður, Manda og Dimma lifa í sátt og samlyndi en eftirsjá er að Snældu, móðursystur kattanna, sem þeir gerðu útlæga og býr hún nú í hæfilegri fjarlægð frá bænum. En við teljum hana eina af fjölskyldunni. Stærð jarðar? Túnin eru 80 ha og næstum allt ræktað innan girðingar. Nýta verður hvern skika og svo höfum við um 40 ha leigutún út um allar sveitir. Tegund býlis? Hér er mjólkur- og nautakjötsframleiðsla Fjöldi búfjár og tegundir? 60 mjólkurkýr og u.þ.b. 150 geldneyti. 14 hænur, 1 hani og stöku sinnum 1 sumarsvín séralið í jólamatinn. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hann hefst og endar í fjósinu. Þess á milli eru árstíðabundin störf, mismikil eins og gengur. Með tilkomu tækninnar hafa fjósverkin orðið léttari og oftar sem aðeins annað okkar sér um þau. Guðrún hefur því tekið að sér hlutastarf í Hrafnagilsskóla og hefur hug á að vinna áfram eitthvað utan búsins ef færi gefst. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörfin eru skemmtileg. Skemmtilegast finnst flestum á heimilinu í fjósi og heyskap. Minnst gaman finnst Tryggva að handtína grjót úr flögum og Guðrúnu að reka kálfa. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Samkvæmt björtustu vonum verður hann með svipuðu sniði. Á bænum er 7 ára framtíðarbóndi sem langar til að fá aftur sauðfé á bæinn. Spurning hvað það tekur hann mörg ár að tala pabba sinn til. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkur finnst félagsmálin í góðum höndum. Stundum hugsar maður með sér, þar sem oft er að okkur vegið, hvort hægt sé að breyta vörn í sókn við erum svo oft í vörn. Það væri óskandi að hægt væri að koma jákvæðari ímynd og umfjöllun um landbúnaðinn til fjölmiðla sem miðlaði því áfram til almennings Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Alveg ljómandi vel. Við verðum að vona það besta og trúa ekki því versta. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Ja, ef maður vissi nú svarið við því gæti maður ráðið sig í útflutningsdeild MS. En ætli skyrið geti ekki átt möguleika og svo eiga framtíð fyrir sér afurðir úr heilbrigðum dýrum og hreinni náttúru. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Skyr, mjólk, egg og ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Skyr og tælenskir réttir með nautakjöti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Flutningur kúnna í nýja fjósið í júní Heimabakaðar kringlur og gómsæt vínarbrauð Guðbjörg Kristín Jónsdóttir bóndi á Hriflu í Köldukinn er bakari góður og var svo elskuleg að ljá okkur girnileg sýnishorn úr uppskriftasafni sínu. Á milli þess sem Guðbjörg sinnir bústörfunum á blönduðu búi sínu vinnur hún í mötuneytinu í Stórutjarnarskóla. Hún hefur gert ótal tilraunir með bakstur og gefur okkur hér uppskriftir að sérbökuðum vínarbrauðum og kringlum. Sérbökuð vínarbrauð Gerdeig: 2 ½ dl mjólk volg 1 ½ dl vatn volgt 1 dl olía 5 tsk. þurrger 100 g sykur 450 g hveiti Hörður Kristófer, Ólafur og Ragnhildur á Spáni í fyrra. MATUR Eggjakrem 2 ½ dl mjólk 1 eggjarauða ½ msk. sykur 20 g hveiti 1 tsk. vanilla Aðferð: Hnoðið öllu saman og látið lyftast í 30 mínútur. Mótið bollur og látið hefast í mínútur. Setjið allt innihald eggjakremsins í pott og hitið, hrærið vel í þar til þykknar. Gerið holur í miðjuna á bollunum og setjið eggjakremið þar í. Bakið við 200 C í 15 mínútur. Búið til glassúr úr flórsykri og vatni og setjið yfir bollurnar. Gott er að strá vel af kókosmjöli yfir. Kringlur Hvassafell, Eyjafirði Friðrik Jóhannsson og Guðrún Harðardóttir í Danmörku árið 2006 þar sem þau kíktu á Agromek-landbúnaðarsýninguna. 5 tsk. þurrger 3 dl volgt vatn 2 msk. olía 2 tsk. salt ½ msk. kúmen ½ egg 8 dl hveiti Aðferð: Hnoðið allt innihaldið saman og látið lyftast í 30 mínútur. Hnoðið niður og mótið kringlur sem eru látnar lyfta sér aftur í 30 mínútur. Penslið vel með vatni og síðan með eggi. Bakaið við 200 C í 10 mínútur. ehg Bærinn okkar Kringlurnar hennar Guðbjargar eru voldugar á að líta og ekki svíkur bragðið af þeim sem kúmenkeimurinn kryddar svo um munar. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

28 29 Fólkið sem erfir landið Soðinn silungur og nýjar kartöflur í uppáhaldi Jón Þór Marinósson býr á bænum Hvítanesi í Hvalfjarðarsveit. Hann hefur ýmislegt fyrir stafni, sinnir bústörfum að hluta heima hjá sér og ekur um á mótorhjóli en í sumar ætlar hann að vinna og njóta þess að vera til. Jón Þór er 16 ára gamall, býr á bænum Hvítanesi í Hvalfjarðarsveit og það leiðinlegasta sem hann hefur gert er að moka skít. Nafn: Jón Þór Marinósson. Aldur: 16 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Hvítanesi í Hvalfjarðarsveit. Skóli: Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Í samfélagsfræði því að kennarinn er hafsjór af fróðleik um allt og ekkert. Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Beljur og kindur. Uppáhaldsmatur: Soðinn silungur og nýjar kartöflur. Uppáhaldshljómsveit: Kiss. Uppáhaldskvikmynd: Braveheart. Fyrsta minningin þín? Fyrsti dagurinn í leikskóla. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ekki í augnablikinu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er 188 cm á hæð og það er stórt. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég prófaði mótorhjólið mitt í fyrsta sinn. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Moka skít. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Vinna og njóta þess að vera til. ehg STUÐU LL frá Miðhúsum Hestagullið Stuðull IS frá Miðhúsum hlaut 8,06 f. byggingu á ungfolasýningu í vor. Gullfríður, hreyfingarfallegur með úrvals lund. Faðir er Eldjárn IS frá Tjaldhólum. Móðir Minning IS frá Velli. Verður til notkunar í Lundarreykjardal í sumar. Einstakt auðgunartækifæri í kreppunni. Uppl. gefa Árni á Skarði í síma og Magnús Halldórsson í síma Skordýraúðun - Meindýraeyðing Guðmundur Óli Scheving Meindýraeyðir Húsfluguúðun Nú er komið að þessu... Ég er ódýrari en... Fagmennska - Árangur Geymdu þessa auglýsingu Pantaðu úðun í síma gudmunduroli@simnet.is Bændur - sumarhúsaeigendur Bjarnastaðir ehf. eru að hefja rekstur á jarðbor. Borum meðal annars eftir heitu og köldu vatni. Upplýsingar gefur Júlíus Guðnason í síma % Afsláttur af málningarvörum

29 30 Smá Land óskast. Vantar beitiland fyrir hross til um þriggja ára, þarf að bera 25 hross í sumarbeit. Staðsetning í Holtum eða þar í kring. Öruggar greiðslur. Uppl. í síma , Bergþór. Óska eftir hollenskum Louët-rokk. Uppl. í síma Mjólkurkvóti óskast, talsvert magn. Staðgreiðsla. Uppl. í síma Ódýr vélavagn óskast (bátakerra). Uppl. í síma Til sölu Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betri verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16. S: eða Rafstöðvar - Varaafl 5 og 30 kw. Eigum á lager 5 og 30 kw. rafstöðvar, 230/400 volt 3ja fasa og einfasa, pöntum aðrar stærðir. Góðar vélar á afar hagstæðu verði. Myndir og nánari uppl. á og í símum eða Örflóra fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, fituskiljur, úti og inni salerni. Framtak- Blossi, símar og Til sölu Deutz Fahr, 4x4, árg. 87 með ámoksturstækjum. Vélin er í mjög góðu lagi í alla staði, ekin 6,600 klst., á nýjum dekkjum að aftan og mjög lítið slitnum dekkjum að framan. Vélin er á Norðurlandi. Verð ,- + vsk. Uppl. í síma Til sölu timbur, ýmsar stærðir og gerðir ásamt undirsláttarefni. Fæst í allskonar skiptum (afurðir). Uppl. í síma Til sölu einnar stjörnu FELLArakstrarvél, lyftutengd. Óska jafnframt eftir Deutz 6507 til niðurrifs. Uppl. í síma Til sölu Peugeot Boxer, turbod, árg. 99, ekinn 198 þús. Hár toppur, góður vinnu- eða ferðabíll. Uppl. í síma Til sölu gömul Solo-eldavél, lítur út sem ný og er með nýtt helluborð. Einnig fylgir nýr rústfrír reykháfur. Verð 150 þús. Uppl. í síma Til sölu Ford 350, árg. 03, ekinn 75 þ.km., 6 manna, 4 hjóla, flottur bíll í topp standi, fæst gegn yfirtöku á íslensku láni upp á 2.1 m. Uppl. gefur Jón Ingi í síma Er með frystikassa til sölu, (ísbílskassi), með mörgum hurðum á hliðum. Pressa sem gengur á 3ja fasa, fæst á 150. þús. Uppl. í síma Til sölu 98 módel af Galloper diesel, beinsk., ekinn aðeins km. Er á ágætum 35" dekkjum, afhendist nýskoðaður. Verð eða tilboð. Uppl. í síma eða á netfangið gjonsson@ossur.com Til sölu Hiab-krani 1165, árg. 77 og tveggja hæða fjárkassi, árg 01, ónotaður, fyrir 180 fjár. Einnig tveir gamlir áburðardreifarar og gamalt herfi, antíkmunir. Uppl. í síma Kúaburstar. Eigum til góða og netta kúabursta. Mjög hentugir fyrir geldneyti. Kr m.vsk. Brimco ehf., s , Hliðgrindur. Hliðgrindur stækkanlegar allt að 1 mtr. Upplagðar líka í gripahúsin. Brimco ehf., s , Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf., s www. brimco.is Kerrur í ýmsum stærðum. Hentugar í flutninginn úr kaupstaðnum, fjárflutninga, heybaggana. Brimco ehf., s , Undirburður í úrvali. Woodypet spónakögglar í 13,6 kg. pokum. Bjóðum einnig spónaköggla í 800 kg. stórsekkjum. Brimco ehf., s , Undirburður í úrvali. Spænir til sölu er í um 25 kg. böllum. Brimco ehf., s , auglýsingar Sími Fax Netfang augl@bondi.is Til sölu OKRH 8-beltagrafa, 24 tonna, árg. 88. Einnig malarharpa, þriggja dekkja, vinnslusvið 4x1,25 og kastbrjótur sem þarfnast viðgerðar ásamt Michigan 175-hjólaskóflu með bilaðri skiptingu, önnur skipting fylgir og CAT-rafstöð, 450 kw í hjólaskúr, þarf að líta á vél. Uppl. í síma Til afgreiðslu á hagstæðu verði JOSKIN galv. haugsugur með eða án sograna, flot dekk. Einnig RECKmykjuhrærur. Uppl. í símum og Á hagstæðu verði: Hnífatætari 2,35 m. Ávinnsluherfi (slóðar) 4 m. Flagjöfnur 3,0 m. Einnig plöntustafir og bakkabelti. Uppl. í símum og Til á eldra verði diskasláttuvélar 2,6m- 3,05m, stjörnumúgavélar 3,4m- 6,8m, heytætlur 7,2m og hjólarakstrarvélar 6m. Uppl. í símum og Á hagstæðu verði: Nissan Navara SE 2006, ekinn 18þ. Chevrolet TrailBlaser 2002, ekinn 74þ. Kia Pride 2002, ekinn 69þ. Uppl. í símum og Til sölu CASE CS 68, árg 99, afturdrifin, ekin 3630 tíma. Uppl. í síma OK MH Plus hjólagrafa árg. '99, ekin 9000 tíma, verð 2,2 millj. Renault 6 hjóla vörub. m/krana árg. '88, verð 650 þús. Kia Sportage árg. '01, ek. 182 þús., nýskoðaður, verð 650 þús. Ýmis skipti skoðuð. Óska eftir flatvagni, pallhúsi og ljósagrind á Nissan Double Cap. Uppl. í síma Einstakt tækifæri til að eignast alvöru rúlluvél í kreppunni! Til sölu Welger RP 220 profi, stök rúlluvél árg. 03, extra breið sópvinda, 23 hnífar, stíflulosunarbúnaður, netbinding, smurkerfi á keðjum og fleira. Ásett verð aðeins 1490 þús. kr. án vsk. Einnig til sölu sjaldséður gripur, MF iðnaðartraktor árg. 89, glussaskiptur með fjórhjóladrifi og ámoksturstækjum, raunhæft tilboð óskast. Fyrstur kemur fyrstur fær! Uppl. í síma Til sölu Stehr 9097, árg 97, 4x4 með framlyftu ásamt rúllugreip og áburðardreifara. Á sama stað óskast dráttarvél með ámoksturstækjum og dekk 480/65/24. Uppl. í síma Erum með landnámshænuunga til sölu nú eins og áður. Tökum einnig egg í útungun fyrir fólk sem vill halda í sitt kyn. Uppl. í símum og eða á netfangið valhus@uppsveitir.is Óska eftir Mjólkurkvóti - beingreiðslur. Vilt þú hætta mjólkurframleiðslu, selja kýrnar en eiga kvótann og hirða beingreiðslurnar fyrirhafnarlaust? Hafðu samband, sími Óska eftir að kaupa jarðtætara, helst pólskan, aðrar tegundir koma til greina. Til sölu fólksbílakerra á 25 þús. Uppl. í síma Vantar mjólkurtank, 1-2 tonna. Áhugasamir sendi póst á albert@ isfiskur.is eða hringja í síma Óskum eftir tonna sturtuvagni í sæmilegu ástandi. Uppl. í síma , Hörður eða , Þórarinn. Mig vantar lítinn skúr sem er góður fyrir hænur, með glugga og einangraður að einhverju eða öllu leyti. Hann má alveg þarfnast lagfæringar og líta illa út ef hann gerir gagn. Uppl. í síma Óska eftir notuðum girðingajárnstaurum. Uppl. í síma , Jóhann. Óska eftir u.þ.b 200 l hitakút. Einnig hitatúpu 4 til 10 kw. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa þökuskurðarvél sem er í þokkalegu ástandi. Uppl. í síma Óska eftir kornakri næstkomandi haust. Skoða allar staðsetningar á landinu. Heiðarleiki og snyrtimennska í garð náttúrunnar heitið. Áhugasamir hafið samband í síma eða tölvupóst á badass@ hive.is Óska eftir Zetor 7745, helst á Austur eða Norðausturlandi. Uppl. í síma Óska eftir iðnaðarsaumavél. Uppl. í síma Óska eftir einnar stjörnu rakstrarvél, taðdreifara og tromlusláttuvél. Uppl. hjá Skarphéðni í síma Óska eftir eldri gerðinni af fjórhjóli, 4x4. Uppl. gefur Guðmundur í síma Tilboð óskast í lítra greiðslumark í mjólk til nýtingar á verðlagsárinu Tilboð sendist til Búnaðarsamtaka Vesturlands Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes, eða á bv@bondi.is fyrir 10. júní nk. Merkt lítrar. Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Er einhver að prjóna ullarbrækur, þessar gömlu góðu eða á einhver þannig ónotaðar sem hann vill selja? Ef svo er hringið í síma Óska eftir ódýrri rúlluvél, helst CLAAS 34 eða sambærilegri vél, má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma Óska eftir ha traktor í skiptum fyrir MF 390T árg. 90 plús milligjöf í peningum. Uppl. í síma Óska eftir ódýrum traktor, 4x4 með tækjum. Má þarfnast viðgerðar. Uppl. í símum og Óska eftir 10 ha spildu fyrir hesta til kaups eða leigu nálægt Reykjavík. Uppl. í síma Óska eftir Bogballe tveggja skífu áburðardreifara. Uppl. í síma eða á netfangið helgi@isbu.is Óska eftir 1000 l mjólkurtank. Uppl. í síma Óska eftir varahlutum í Zetor Uppl. í síma Tilboð óskast í lítra greiðslumark í mjólk til nýtingar á verðlagsárinu Tilboð sendist til Búnaðarsamtaka Vesturlands, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes, eða á bv@bondi.is fyrir 3. júní, merkt lítrar Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Atvinna Óska eftir ára stelpu í sveit til að leika við og hafa ofan af fyrir 7 ára dóttur minni. Þarf einnig að geta hjálpað til með létt heimilisverk. Ég verð að vinna mikið í sumar og verður því prinsessan mín einmana. Búum á Norðvesturlandi og erum með kúabú. Nánari uppl. gefur Stella í símum og og á netfanginu stellajorunn@gmail.com 15 ára strákur óskar eftir vinnu í sveit í sumar. Er á Akureyri, endilega hafið samband í síma Sænsk 24 ára stúlka óskar eftir að vinna að störfum tengt hestum á Íslandi. Hún hefur mikla reynslu af hestamennsku, hefur numið hestafræði, unnið á hestabúgarði og unnið töluvert með íslenska hesta. Getur hafið störf í júní. Uppl. gefur Evelina í síma eða á netfangið eve_wah@hotmail.com 14 ára strákur óskar eftir vinnu í sveit í sumar. Hefur mikinn áhuga á dýrum og sveitinni. Getur hafið störf í byrjun júní. Uppl. í símum og Dýrahald Falleg Border collie-tík þarf að komast í sveit. Hún er undan góðum smalahundum, dugleg og hlíðin. Uppl. gefur Björg í síma Jarðir Til sölu landmikil jörð, Torfufell í Eyjafjarðarsveit, bústofn 300 kindur, hentar fyrir 800 kindur. Auk þess hentug jörð fyrir ferðaþjónustu við Sprengisand. Uppl. í síma Hægt að sjá myndir á síðunni View=110587&sysl&habil&fromOlder=1&HouseId= Veiði Silunganet. Silunganet. Flotnet - sökknet. Mikið úrval. Uppl. hjá Heimavík í síma Þjónusta Bíl- og vélvirkjameistari getur bætt við sig verkefnum, kemur á staðinn, áratuga reynsla. Tek einnig að mér viðhald og nýsmíði í stáli. Er með alhliða verkstæðisbíl. Uppl. í síma þúsund krónur! Erum farin að taka niður pantanir í tamningu á Fremstagili. Mikil reynsla og vönduð vinnubrögð. Uppl. í síma eða á siggi@fremstagil.is Bændablaðið Smáauglýsingar Sumarbústaður í landi Hallkelshóla í Grímsnesi til sölu, byggður eftir 1960 en hús endurnýjað að fullu árið Bústaðurinn er skráður 29,9 fm, klæddur að innan og utan og er stór verönd á tvo vegu. Gróin lóð er kringum bústaðinn sem stendur á 0,6 h. leigulandi. Ekki er rafmagn í bústaðnum en sólarsella ásamt köldu vatni og gasvatnshitara. Uppl. í símum og Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS PIPAR / SÍA / Bændabíll

30 31 OFN engum öðrum líkur! Ekki þörf á loftræstingu Eldar góðan mat Tekur lítið pláss Alltaf tilbúinn til eldunar Einfaldur í notkun Ódýr í rekstri Borgar sig fljótt upp ÝTA Á=> /CMMERCIAL OVEN ÝTA Á=> COMPANY Þá kemur Pre Purcase DVD og þú ýtir á View > Þá koma vídeo, sem sýna: HVAÐ OFNARNIR GETA. S: SÝNINGAROFNAR Krókhálsi 6 Traust dráttarbeisli Ásetning á staðnum. Víkurvagnar ehf Dvergshöfða 27 Sími Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Sendum í póstkröfu um land allt Sýnishorn af fatnaði á Engjateigur Reykjavík - Sími

31 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 11. júní Halldór Gunnlaugsson og Agnes Óskarsdóttir á Hundastapa hjá hinum bjórþyrstu bolum. Bolarnir aldir á bjór Á Hundastapa, á Mýrum í Borgarfirði, hefur staðið yfir athyglisverð tilraun í vetur. Bændablaðið hafði spurnir af því að nautgripirnir þar á bæ lifðu óvenjulegu lífsnautnalífi og drykkju bjór af miklum móð. Bóndi á Hundastapa er Halldór Gunnlaugsson og segir hann að hugmyndin að þessari tilraun hafi fæðst hjá félaga hans Sigurður Þorsteinsyni, sem sá japanskt Kobe-kjöt í kjötborði fyrir jólin Hann hafi strax hringt í Halldór og spurt hvort þeir gætu ekki búið til svipaða vöru. Hann var tilkippilegur og þeir prófuðu þetta á tveimur bolum í vetur sem var slátrað eftir áramótin síðustu. Halldór segir að útkoman sé býsna góð, en líklega þurfi að prófa þetta yfir lengri tíma til að marktæk niðurstaða fáist jafnvel frá því fljótlega eftir burð og nú sé það í skoðun. Núna eru tveir aðrir bolar komnir í bjórinn, en þeim verður slátrað þegar þeir þúsund lítrar sem bárust á föstudaginn sl. klárast. Bolarnir eru látnir drekka eins og þeir geta, lítar á mál, en að sögn Halldórs þamba þeir bjórinn linnulaust. Kobe-kjötið japanska er víðfrægt og þykir óviðjafnanlegt. Auk þess að vera alin á bjór hluta ársins njóta nautin góðs atlætis í hvívetna. Þannig eru þau nudduð með höndum með olíu tvisvar á dag með sérstökum strávafningsburstum í um mínútur. Þá eru þau einnig fóðruð á nýskornu hrísgrjónastrái, rúg og úrvals kjarnfóðri. Halldór segir að skipulagt nudd sé ekki í boði á Hundastapa en þýsku vinnukonurnar gefa sér þó tíma til að klappa þeim annað veifið. Svo fá þeir auðvitað kjarngott heimaræktað bygg. -smh Listamaður af lífi og sál Sigrún Helga Indriðadóttir, sauðfjárbóndi á Stórhóli í Skagafirði, hefur dundað sér við handverk um 15 ára skeið og hefur það tekið ýmsum breytingum á þeim tíma. Nú vinnur hún mikið með leður en gerir einnig myndir með blandaðri tækni þar sem þurrpastell, roð og þæfð ull fléttast saman. Það nýjasta hjá mér eru myndir með blandaðri tækni, þar sem ég mála til dæmis himin með þurrpastel, geri fjöll úr roði, lægra lendi úr þæfðri ull og klippi síðan út dýr með roði og lími á myndina. Ég hef verið að leiðast út í þetta að sauma úr roði og skagfirsku skinni og útkoman hefur verið góð að mínu mati. Útrás fyrir sköpunarþörfina Sigrún Helga er félagi í handverksfélagi Skagafjarðar, Alþýðulist, þar sem hún selur vörur sínar, en einnig hafa þær verið fáanlegar á Möðrudal á Fjöllum. Hún tekur einnig þátt í Brautargengisnámskeiði. Ég byrjaði að vinna úr roði og gerði kort en síðan þróaðist þetta út í myndir. Ég er einnig að skera út myndir af til dæmis Málmey og Drangey í lyklakippur, sem eru fínir minjagripir. Ég geri líka kortaveski og töskur, skreyti tertur með sérstökum litum, vinn úr heimatilbúnum pappír, með liti og ull og í raun allt mögulegt, segir Sigrún Helga sem er fjögurra barna móðir og nýtir tímann fyrir handverkið á meðan þau eru í skólanum: Ég get dundað mér við þetta í um tvo til þrjá tíma á dag ef ég hef næði og það er oftast þegar börnin eru í skólanum. Ég er farin að sjá tekjur af þessu, sem er jákvætt. Þetta gefur mér rosalega mikið og það er sannkölluð útrás fyrir sköpunarþörfina að geta unnið úr Listakonan og bóndinn Sigrún Helga með börnum sínum fjórum við Dynjanda á Vestfjörðum. Sýnishorn af tertum sem Sigrún Helga hefur skreytt listilega vel. þessum hugmyndum og með þetta íslenska efni. Nú er ég komin út í smálambaskinnin og er að velta þeim milli handanna og fá hugmyndir um hvað ég get gert við Veskin gerir Sigrún Helga úr leðri og roði. þetta efni. Tækifærin eru mörg og í raun óþrjótandi og á meðan maður hefur gaman af þessu held ég áfram. ehg Þorsteinn Björnsson tæknistjóri, Svanfríður I. Jónasdóttir bæjarstjóri, Gísli Bjarnason skólastjóri og Bjarni Valdimarsson formaður umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar við undirritunina í Dalvíkurskóla. Grunnskóli Dalvíkurbyggðar Tekur Friðland Svarfdæla í fóstur Á mánudagsmorguninn sl. var athöfn í Dalvíkurskóla þar sem skrifað var undir samkomulag þess efnis að nemendur og starfsfólk skólans taki Friðland Svarfdæla í fóstur. Er samkomulagið liður umhverfisstefnu skólans og grænfánamarkmiðum hans. Samkomulagið felur í sér að nemendur og starfsfólk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar sjá um: Reglulegt eftirlit og viðhald á gönguleiðum, stikum, skiltum og mannvirkjum í friðlandinu. Hreinsun og ruslatínslu hvar sem hennar er þörf innan friðlandsins. Áherslu á umhverfisfræðslu í starfsemi skólans með sérstakri athygli á Friðland Svarfdæla. Dalvíkurbyggð leggur á móti til efni, verkfæri og aðstöðu til verksins. Þessa dagana stendur yfir átak í málum Friðlands Svarfdæla á vegum Náttúruseturs á Húsabakka, fuglaskoðunarhús eru í smíðum og stígar hafa verið lagfærðir. Þá gengst Náttúrusetrið í samstarfi við Byggðasafnið Hvol á Dalvík fyrir svokölluðum fuglaferðum í Friðlandið. Þar kynnast börnin lífríki votlendisins og læra að þekkja nokkrar algengar tegundir votlendisfugla. Ferðin er miðuð við yngri deildir grunnskólans og elstu bekki leikskóla.

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag

Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag 4 Alíslenskir matreiðsluþættir í sjónvarpi og á netinu 10 24 Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? Vaxtarsprotar útskrifaðir á Austurlandi Blaðauki um garðyrkju og gróður fylgir Bændablaðinu

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Hlunnindi skógarbóndans

Hlunnindi skógarbóndans 10 20 34 Þeysireið á Hvítá í Jet-bát Hlunnindi skógarbóndans Bærinn okkar Grindur 17. tölublað 2011 Fimmtudagur 29. september Blað nr. 356 17. árg. Upplag 59.000 Málflutningur formanns SVÞ er rökleysa

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

FORMENNSKA NOREGS 2017

FORMENNSKA NOREGS 2017 FORMENNSKA NOREGS 2017 1 Formennska Noregs 2017 ISBN 978-92-893-4698-6 (PRINT) ISBN 978-92-893-4699-3 (PDF) http://dx.doi.org/10.6027/anp2016-764 ANP 2016:764 Norræna ráðherranefndin 2016 Umbrot: Mette

Læs mere

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

- Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar

- Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar 10 Mjólkurvöruflutningarr meiri en þorskkvótinnn 14 Gætu endurunniðnið allt plast á Íslandi 42 Bærinn okkar Tjörn 8. tölublað 2011 Miðvikudagur 20. apríl Blað nr. 347 Upplag 22.300 Þetta eru systkinin

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere