Kennsluleiðbeiningar

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Kennsluleiðbeiningar"

Transkript

1 Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN 09775

2 Inngangur Inngangur Við samningu Tænk var unnið út frá drögum að nýrri aðalnámskrá grunnskóla. Kennarahandbók Kennarahandbók skiptist í fimm hluta. 1. Almennt um námsefnið. Stutt umfjöllun um uppbyggingu námsefnisins. 2. Kennsluleiðbeiningar með nemendabókinni og vinnubókinni. Tekið er fyrir hvert þema með ábendingum um kveikjur, ítarefni, vefslóðir og hugmyndir að fleiri verkefnum. 3. Lausnir á verkefnum og ábendingar um útfærslur á verkefnum. 4. Hlustunaræfingar á PDF til útprentunar. 5. Samtalsæfingar á PDF til útprentunar. Almennt um námsefnið Tænk! er ætlað sem grunnefni til dönskukennslu í 8. bekk. Efnið samanstendur af lesbók og vinnubók auk geisladisks með 44 hlustunaræfingum. Aftast í kennsluleiðbeiningunum eru 24 samtalsæfingar til ljósritunar. Í lesbók má sjá tákn sem gefa til kynna að samtalsæfing tengist orðaforða á ákveðinni síðu. Í Tænk! er mikil fjölbreytni bæði í textavali og verkefnum. Textarnir eru mismunandi að lengd og þyngd. Haft var að leiðarljósi að nemendur þjálfist í að beita lestraraðferðunum fjórum (leitar-, yfirlits-, nákvæmnis- og hraðlestri) og að þeir venjist á að geta sér til um merkingu orða út frá samhengi. Á eftir flestum lestextum eru ritunarverkefni tengd orðaforða þeirra. Vinnubókin byggist á lesskilningsog orðaforðaverkefnum sem einnig eru fjölbreytt að þyngd og gerð. Við gerð lesskilningsverkefna voru mismunandi lestraraðferðir hafðar í huga. Gert er ráð fyrir að lestraraðferðir hverju sinni stýrist af verkefnunum. Þess vegna er mikilvægt að vinna með lesbók og verkefnabók samhliða. Til að koma til móts við þarfir sem flestra nemenda er æskilegt að sem mest fjölbreytni sé í námsefni og kennsluháttum. Fjölbreytni og magn lestexta og verkefna gefa möguleika á einstaklingsmiðuðu námi. Samsetning hóps og geta einstakra nemenda hlýtur að stýra vali kennarans á textum og verkefnum. Það er því ekki nauðsynlegt að allir nemendur vinni allt námsefnið. Geisladiskur með textum úr lesbók fylgir námsefninu og er ætlaður nemendum með lestrarörðugleika. Einnig er hægt að nálgast lestextana á heimasíðu Námsgagnastofnunar sem gefur nemendum möguleika á að stækka letrið eftir þörfum. Í námsefninu hefur verið stuðst við danskar kommureglur frá Þær má finna á heimasíðu Dansk sprognævn :

3 Inngangur Nemendabók Lesbókin skiptist í sex þemu og þrjár smásögur. Textarnir byggjast á grunnorðaforða þemans og er raðað upp eftir þyngdarstigi. Við uppröðunina var stuðst við lix-útreikninga. Með textunum eru orðskýringar á dönsku. Orðin sem eru útskýrð eru dökkletruð í textanum og höfð í kassa neðst á síðu. Gert er ráð fyrir að smám saman muni nemendur þjálfast í að nýta sér orðskýringarnar. Með flestum textum fylgja ritunaræfingar sem byggjast á orðaforða textans. Áhersla er lögð á að hafa ritunaræfingarnar fjölbreyttar og koma þannig til móts við nemendur á mismunandi getustigum. Æfingarnar má oftast finna neðst á síðu, merktar með blýanti. Smásögur Smásöguþemað aftast í textabókinni inniheldur þrjár smásögur sem tengjast orðaforða í ákveðnum þemum. Et bord er et bord, tengist orðaforða í Hjemmet. Den legetøjsløse stakkel, tengist orðaforða í Dig mig og vi to. Konfirmationen, tengist orðaforða í Konfirmation. Við lestur smásagnanna þjálfast nemendur í að lesa án þess að skilja hvert orð og læra þannig að geta sér til um merkingu orða út frá samhengi. Í lestrarbókinni eru verkefni tengd smásögunum og eru þau öll byggð upp á sama hátt: Áður en lesið er. Áhugi nemenda á sögunni vakinn. (kveikja) Á meðan lesið er. Markmiðið með þessum verkefnum er að leiða nemendur í gegnum söguna, án þess að ætlast til að þeir skilji hvert orð. Eftir lestur. Unnið með efni sögunnar og orðaforða. Vinnubók inni er lögð áhersla á fjölbreytt verkefni. Verkefnin skiptast í lesskilningsverkefni, orðaforðaverkefni og hlustunarverkefni. Með lesskilningsverkefnunum eru nemendur þjálfaðir í mismunandi lestraraðferðum. Orðaforðaverkefnin eru fjölbreytt og til þess gerð að auka orðaforða nemenda. Verkefnunum er ætlað að tryggja fjölbreytni og gefa tækifæri til þess að velja verkefni eftir áhuga og/ eða færni hvers og eins. Hvort nemendur vinna öll verkefnin eða hluta þeirra hlýtur þó alltaf að vera í samráði við kennara. Nokkrar hlustunaræfingar fylgja hverjum kafla og þar er lögð áhersla á mismunandi færni.

4 Inngangur Náms og kennsluaðferðir Í námsefninu er gert ráð fyrir að unnið sé með alla færniþætti og þeir fléttaðir saman. Þannig á námið og kennslan að endurspegla eðlilega notkun málsins. Það þarf þó að gæta þess að kennslan einkennist ekki um of af einhliða færniþjálfun, heldur miði að því að gefa nemendum tækifæri til að nota málið sem tæki til tjáskipta. Námsefnið samanstendur af textum og verkefnum sem þjálfa hlustun, tal, lesskilning og ritun. Auk þess er í efninu lögð sérstök áhersla á að efla markvisst orðaforða nemenda. Í námsefninu er lögð áhersla á fjölbreyttar vinnuaðferðir. Gengið er út frá að nemendur venjist því að vinna jafnt í hópum, pörum og hver fyrir sig allt eftir eðli verkefnisins. Mörg verkefni fylgja hverjum kafla og þannig er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins. Myndefni Myndefni er sérstaklega hentugt til tungumálakennslu, þar sem myndir höfða vel til flestra nemenda. Nota má myndir í námsefni, pappírsmyndir og lifandi myndir. Flestir nemendur átta sig á myndefni og eiga auðvelt með að setja sig inn í aðstæður tengdar því. Í námsefninu er mikið af myndefni sem ætlað er að styðja við textana og um leið að auka fjölbreytni í kennsluaðferðum. Markmið með myndefni getur verið að: Útskýra innihald texta og styðja við orðaforðatileinkun. Virkja bakgrunnsþekkingu nemenda. Hvetja, virkja og vekja áhuga nemenda. Þjálfa munnlega og skriflega færni. Nokkrar hugmyndir að vinnu með myndefni Umræður kennara og nemenda um mynd t.d. Hvad forestiller billedet? Hvad mon teksten handler om? Hvad ser du på billedet? Perspektiv (forgrund/baggrund). Hvordan påvirker billedet os? Hvilken kultur viser billedet? Osv. Einnig er hægt að Lýsa persónum á mynd. Spyrja Hvað gerðist fyrir 10 mínútum? Spyrja Hvað gerist eftir 10 mínútur? Semja samtal út frá mynd. Fara í hlutverkaleik. Búa til leikþátt. Láta persónuna á myndinni segja frá sjálfri sér. Skrifa texta við myndina. Skrifa eins mörg orð og maður getur út frá mynd á fimm mínútum og t.d. keppa um hver er með flest orð.

5 Inngangur Spyrja persónu á mynd spurninga. Sessunautur svarar spurningunum. Skrifa um mynd eða hluta af mynd. Vinna með tengsl milli mynda 1. Kennari sýnir tvær myndir alls óskyldar, t.d. flugvél og kaffibolla. 2. Nemendur vinna í pörum og finna tengsl milli þessara tveggja mynda. Þeir skrifa eða segja stutta sögu. 3. Sögurnar eru sagðar eða lesnar upp. Hugmyndir að vinnu með teiknimyndir og sögur Nemendur skrifa texta í talbólur við myndasögur. Nemendur semja teiknimyndasögu með texta út frá efni sem búið er að vinna með. Nemendur segja frá mynd sem þeir hafa fundið á neti, í blaði eða hafa teiknað sjálfir. Paravinna. Nemandi A er með alla söguna og lýsir myndum fyrir B. B er með söguna klippta í sundur og raðar upp eftir fyrirmælum A. Nemendur spyrja og svara á dönsku. Hugmyndir að orðaforðaleikjum og verkefnum Memory-spil samstæðuspil: 1. Kennari eða nemendur útbúa Memory-spil úr orðaforða þemans. A. Nemendur teikna eða líma mynd á annað kortið. Á hitt skrifa þeir orðið á dönsku. Spilið gengur út á að para saman. B. Spjöldum er raðað á hvolf. C. Kennari/nemandi tekur upp kort og les orðið eða segir hvað er á myndinni. Hann tekur upp annað kort af borðinu. Ef það er ekki sama orðið þá leggur hann bæði spjöldin niður og B á nú leik. D. Sá sem fær flestar samstæður vinnur. 2. Nemendur búa til stafarugl hver fyrir annan. 3. Nemendur búa til eins mörg orð og þeir geta úr einu orði þemans t.d. køkkenstol: Stol køkken ø kok en enke kø o.s.frv. Úr þessu getur orðið keppni 4. Kennari skrifar þrjú lýsingarorð á töflu. T.d. farlig tung stor. Nemendur koma með tillögur að nafnorðum á dönsku sem öll þrjú lýsingarorðin geta átt við. Svör gætu verið: en bil en motorcykel en isbjörn. Nemendur vinna síðan saman í hópum og koma með tillögur að lýsingarorðum sem skrifuð verða á töflu. Aðrir hópar koma svo með tillögur að nafnorðum. 5. Kennari skrifar orð úr þemanu á töfluna. Ath. að orðin séu grunnorðaforði og hafi komið fyrir nýlega. Nemendur mega horfa í smástund á orðin áður en kennari þurrkar þau út. Nú eiga nemendur að reyna að muna eins mörg orð og þeir geta og skrifa þau niður. 6. Kennari/nemandi skrifa 10 stafi á töflu. Athuga þarf að hafa tvo til þrjá sérhljóða. Nemendur eiga að búa til eins mörg orð og þeir geta úr stöfunum en hvern staf má aðeins nota einu sinni.

6 Rend og hop med din krop 1. Rend og hop med din krop Í þemanu er fjallað um líkamann útlit og ýmis sérkenni hollar og óhollar lífsvenjur Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um líkamann, hollar og óhollar lífsvenjur. 2. Orðablóm tengt grunnorðaforða. 3. Mynd af tveimur ólíkum persónum og umræða um hvernig fólk er ólíkt, bæði í útliti og lífsvenjum. 4. Rætt um staðalímyndir og hvernig við teljum að Danir líti út, eru þeir líkir eða ólíkir okkur. Hægt er að finna myndir á netinu og kanna málið. Til minnis:

7 Rend og hop med din krop Min krop A Nemendabók bls. 4 Vinnubók A bls. 4 6 Verkefni A Nemendur geta bætt fleiri líkamshlutum inn á myndirnar. Verkefni B Hér er tilvalið að kynna fyrir nemendum nútíð sagna. Athugið að nemendur eiga að teikna viðeigandi líkamshluta á fyrri línuna. Min krop B Nemendabók bls. 5 Vinnubók bls Verkefni A Hér gæti kennnari lesið æfinguna upp fyrir nemendur með leikrænni tjáningu. Þannig átta nemendur sig betur á hvaða orð eiga að standa á línunum. Hlustunaræfing 1 Gott er að gera stutt hlé milli líkamshluta, svo nemendur hafi tíma til að skrifa. Hlustunaræfing 2 Gott er að rifja upp orðin yfir veikindi áður en hlustun hefst. Til minnis:

8 Rend og hop med din krop Mine plusser og mine minusser Nemendabók bls. 6 Vinnubók bls Samtalsæfing 1 Tegn et rumvæsen. Markmið: Að þjálfa orðaforða um líkamshluta. Þema: Rend og hop med din krop. Form: Paravinna. Um æfinguna. 1. Allir nemendur fá bæði örk 1A og 1B. Báðir nemendur teikna mynd af geimveru á örk 1A en mega ekki sjá mynd hvors annars. Sjálfsagt er að hvetja nemendur til að hafa myndina skemmtilega og reyna að koma sem flestum líkamshlutum inn á myndina. 2. Nemandi lýsir mynd sinni á dönsku og hinn teiknar hana upp. Nemandi má biðja um nánari lýsingu á myndinni en auðvitað á dönsku. 3. Nemendur skipta um hlutverk. Verkefni B Hér er tilvalið að kynna lýsingarorð og jafnvel vinna meira og markvissara með þau. Verkefni C Nemendur þurfa að átta sig á reglulegum endingum lýsingarorða áður en verkefnið er leyst. Verkefni E Nemendur eiga að raða bókstöfunum upp á nýtt og mynda lýsingarorð. Hlustunaræfing 4 Það getur þurft að gera stutt hlé á milli setninga svo nemendur nái að skrifa orðin.

9 Rend og hop med din krop Din mening er vigtig Nemendabók bls. 7 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 7 Nemendur eiga að skrifa í stílabók fimm kosti og þrjá galla sem þeir telja sig hafa. Samtalsæfing 2 Hvem er din klassekammerat? Markmið: Að þjálfa orðaforða um útlit og áhugamál. Þema: Rend og hop med din krop. Form: Paravinna og e.t.v. hópavinna. Um æfinguna 1. Allir nemendur fá örk Pör spyrja hvort annað um þau atriði sem beðið er um. Nemendur verða að orða spurninguna en ekki bara segja stikkorðin. T.d. navn: Hvad hedder du? Alder: Hvor gammel er du? O.s.frv. Nemendur punkta hjá sér svörin: Benda má nemendum á að skrifa stikkorð en ekki heilar setningar. 3. Nemendur segja frá viðmælanda sínum í litlum hópum eða yfir bekk. Best er ef nemendur geta kynnt viðmælanda sinn án þess að lesa upp af blaðinu. Hlustunaræfing 5 Nemendur vinna verkefni A áður en þeir hlusta, til þess að átta sig á orðunum sem koma fram í verkefni B. Í hlustuninni er mikilvægt að gera hlé inn á milli svo nemendur nái að teikna andlitin.

10 Rend og hop med din krop Fire unge mennesker Nemendabók bls. 8 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 9 Áður: Hér er unnið með sendibréf. Gott er að þjálfa uppsetningu sendibréfa. Ungt fólk í Danmörku byrjar oftast bréf með því að segja Hej eða kære og kveðja með því að segja t.d. hilsen, kærlig hilsen, knus. Samtalsæfing 3 Hvem er blevet væk? Markmið: Að þjálfa orðaforða um útlit og skapgerð. Þema: Rend og hop med din krop. Form: Paravinna. Um æfinguna. 1. Nemendur fá sitt hvort blaðið. Annar örk 3A og hinn örk 3B. 2. Nemendur eiga að bera saman myndir og finna út hvaða myndir vantar hjá hvorum fyrir sig. Mikilvægt er að fara yfir hvernig orða má spurningar og svör áður en nemendur byrja.þegar nemandi hefur fundið út hvaða mynd vantar hjá honum á hann að teikna hana inn í tóman reit eftir lýsingu hins nemandans. Dæmi: A spyr: Har du en sur pige med langt lyst hår? B svarar: Ja det har jeg. Men har du en sur gammel dame? o.s.frv. Nemendur teikna myndirnar sem þeim vantar eftir lýsingu inn í auðu reitina. Verkefni B Nemendur reyna í fyrstu að fylla í eyðurnar sjálfir. Eftir það geta þeir notað lesbókina sér til aðstoðar. Hlustunaræfing 6 Þessi hlustun er svolítið erfið og gæti þurft að spila hana nokkrum sinnum. Auk þess getur verið gott að gera hlé inn á milli, svo nemendur nái að skrifa orðin. 10

11 Rend og hop med din krop Han kan dø af grin Nemendabók bls. 10 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 10 Áður: Hér er gert ráð fyrir að nemendur vinni með hugkort. Gott væri að leggja áherslu á notkun hugkorta í ritun almennt. Einnig er tilvalið að leyfa nemendum að vinna svipað verkefni í hóp. Til minnis 11

12 Rend og hop med din krop Rød i hovedet og hvad så? Nemendabók bls. 11 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 11 Á blaðsíðunni er bréf. Nemendur eiga að svara bréfritara og gefa honum/henni góð ráð. Áður: Hér er unnið með sendibréf, sjá sams konar verkefni í Fire unge mennesker. Samtalsæfing 4 Gæt en klassekammerat Markmið: Að þjálfa orðaforða um útlit og sérkenni. Þema: Rend og hop med din krop. Form. Hópavinna þrír til fjórir nemendur. Um æfinguna. Æfingin er spurningakeppni. Vel má hugsa sér að hafa lið, stigagjöf og að nemendur megi spyrja fyrir fram ákveðins fjölda spurninga. 1. Hver nemandi fær örk Einn nemandi í hópnum hugsar sér persónu í bekknum. 3. Hinir í hópnum eiga að finna út hvern verið er að hugsa um með því að spyrja um útlit og sérkenni. T.d. har han/hun briller? Har han/hun langt hår? Sá sem situr fyrir svörum má aðeins svara ja eða nej. Nemendur geta notað orðin í kassanum sem fylgja æfingunni. Athugið Nauðsynlegt er að benda nemendum á að nota jákvæð eða hlutlaus orð þegar bekkjarfélögum er lýst. Hlustunaræfing 7 Mikilvægt er að vinna verkefni A áður en nemendur hlusta, til þess að æfa orðaforðann sem fram kemur í hlustuninni. Eftir verkefnið mætti vel hugsa sér að vinna áfram með endingar lýsingarorða þar sem aðaláherslan er á lýsingarorð í æfingunni. 12

13 Rend og hop med din krop Vidste du? Nemendabók bls. 12 Vinnubók bls Samtalsæfing 5 Hvem taler jeg om? Markmið: Að þjálfa orðaforða um lýsingu á svipbrigðum. Þema: Rend og hop med din krop. Form: Paravinna eða hópavinna. Um æfinguna. 1. Allir fá örk 5 2. Nemendur í pörum eða hóp skiptast á að lýsa einu andliti. 3. Hinn nemandinn eða aðrir í hópnum giska á við hvern er átt. Dæmi: Han smiler så man kan se hans tænder. Hvem er det? Æfingunni er lokið þegar öllum andlitum hefur verið lýst. Æfing A Orðin í krossgátunni eru þau orð sem vantar í setningarnar fyrir ofan hana. Æfing C Hér er tilvalið að kynna grunnreglur um stigbreytingu lýsingarorða. Til minnis 13

14 Rend og hop med din krop Man skal have 6 stykker om dagen Nemendabók bls. 13 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 13 Áður/eftir: Hver nemandi getur spurt einnar nýrrar spurningar yfir bekkinn. Nemendur svara með því að rétta upp hönd. Kennari eða nemandi getur skráð niðurstöður á töflu. T.d. hvem kan lide grønne vindruer? hvem kan ikke lide løg? o.s.frv. Hlustunaræfing 8 Hlustunaræfing 9 Í lið 6 segir strákurinn að hann borði hollt og óhollt. En lífsstíll hans er heilbrigður samkvæmt því sem fram kemur. Til minnis 14

15 Rend og hop med din krop Børn og unge drikker for meget sodavand Nemendabók bls. 14 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 14 Nemendur eiga að skrifa í stílabók um drykkjarvenjur sínar. T.d. hvað, hversu mikið og hvers vegna. Samtalsæfing 6 Jeg elsker appelsiner Markmið: Að þjálfa orðaforða um mataræði og lífsstíl. Þema: Rend og hop med din krop. Form: Paravinna. Um æfinguna. 1. Nemendur leggja spurningarnar hvor fyrir annan og skrifa svörin í stikkorðum. T.d. Hvad er din yndlingsfrugt? Hvad er din yndlingsgrønsag? o.s.frv. 2. Nokkrir nemendur segja frá viðmælanda sínum yfir bekkinn eða í litlum hópum. Til minnis 15

16 Rend og hop med din krop Vand er godt for velværet Nemendabók bls. 15 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 15 Hægt er að útfæra verkefnið sem hlutverkaleik. Nemendum er skipt í hópa. Hver nemandi túlkar eina persónu á myndinni og hópurinn sýnir stuttan leikþátt. Verkefni A. Nemendur eiga einungis að setja númerið á setningunni inn í eyðurnar, ekki orðin. Hlustunaræfing 10 Til minnis 16

17 Rend og hop med din krop Test dig selv! Er du sund nok? Nemendabók bls. 17 Vinnubók bls. 39 Samtalsæfing 7 Et Interview Markmið: Að þjálfa orðaforða um lífsstíl og fleira. Þema: Rend og hop med din krop. Form: Einstaklingsverkefni. Nemendur ganga á milli. Um æfinguna Allir nemendur fá örk 7A og 7B. Nemendur ganga á milli og spyrja hvern nemenda einnar spurningar. Nemendur skrifa niður svörin þar sem við á. Ábendingar Ef til vill þarf að setja tímamörk á æfinguna. T.d. gefa nemendum 10 mínútur til að ganga á milli. Nemendur geta ef til vill gert munnlega grein fyrir niðurstöðum. Hugsanlega væri hægt að taka svörin saman og setja á veggspjöld. Til minnis 17

18 Rend og hop med din krop Hugmyndir að aukaverkefnum Teikna stórar myndir eða veggspjöld af líkama og setja inn helstu heitin. Lýsa á jákvæðan hátt öllum nemendum bekkjarins og skrifa á veggspjöld. Einnig má festa diska á bak hvers nemenda og allir hinir skrifa á diskinn á dönsku eitthvað jákvætt um viðkomandi. Finna sælgæti og matvörur frá Danmörku. Jafnvel hægt að koma með umbúðir og festa á veggspjöld. Kennari útskýrir hvað nemendur eiga að gera og nemendur gera eins. T.d. Stå op, løft højre hånd op i luften og ræk tungen ud af munden. Nemendur geta svo stjórnað leiknum sjálfir. Könnun í bekknum um hversu marga ávexti/grænmeti nemendur borða á dag. Einnig er hægt að spyrja um uppáhalds grænmeti/ávexti nemenda eða drykkjarvenjur og svefn. Búa til klippimynd um holla eða óholla lífshætti. Útbúa lítinn bækling i forritinu publisher um efni tengt þemanu. Fróðleikur Fødevarestyrelsen i Danmark anbefaler, at voksne og børn over 10 år spiser 600 gram af frugt og grønt, mens børn fra 4 10 år bør spise gram frugt og grønt afhængig af alderen. Undersøgelser viser, at 600 gram frugt eller grønt om dagen nedsætter risikoen for kræft og hjertekarsygdomme. I gennemsnit svarer én frugt eller grønsag til 100 gram. 600 gram frugt og grønt er altså seks stykker om dagen. Á Íslandi er mælt með fimm ávöxtum/grænmeti á dag. 18

19 Rend og hop med din krop Tengt efni Hvad siger du? B Höfundar Ása Kristín Jóhannsdóttir og Erna Jessen. Lytteøvelse: 32. Sygdomme 34. En undersøgelse om spisevaner Ung i 8. klasse Höfundar: Marianne Folmer Nielsen og Ulla Brink. Nemendabók: Det ser sejt ud bls. 4 I familien bls.16 Og det er Danmark (dvd og verkefnamappa) Höfundar: Elísabet Valtýsdóttir, Erna Jessen og Hlín Helga Pálsdóttir. Myndskeið nr. 4. På apoteket A På apoteket B God bedre bedst (kennsluforrit/vefefni). Höfundar: Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Krop og sjæl. Snak Løs Höfundur: Birte Harksen Kroppen bls Personbeskrivelser bls. 47 Grammatik (handbók) Höfundar: Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Lýsingarorð bls 5 13 Grammatik 1 vefefni Höfundar: Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Grammatik 2 vefefni Höfundur: Linda Sigurðardóttir 19

20 Rend og hop med din krop Áhugaverðar slóðir Til minnis 0

21 Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm tengt grunnorðaforða um fjölskyldu. 3. Orðablóm tengt grunnorðaforða um vini og vináttu. 4. Umræður á dönsku um mismunandi fjölskyldur og fjölskylduhagi. 5. Einföld könnun innan bekkjar/hóps um t.d. systkini, afa og ömmur o.s.frv. Til minnis 21

22 Dig, mig og vi to Familien Nemendabók bls. 18 Vinnubók bls Ritunarverkefni á bls. 18 Nemendur búa til ættartré í stílabók. Hlustunaræfing 11 Til minnis 22

23 Dig, mig og vi to At have søskende Nemendabók bls. 19 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 19 Áður: Það gæti auðveldað nemendum ritunina að nota hugkort áður en þau byrja ritunarverkefnið, annaðhvort í pörum eða hópum. Þannig eru nemendur búnir að safna saman orðum um efnið til þess að vinna með áfram. Samtalsæfing 8 Snak om familien Markmið: Að þjálfa orðaforða um fjölskyldutengsl. Þema: Dig,mig og vi to. Form: Paravinna. Um æfinguna 1. Allir nemendur fá örk Nemendur spyrja til skiptis um myndirnar. Dæmi: A spyr: Hvor mange er I i din familie? B svarar: Vi er fire i min familie. Det er min mor, min far, min søster og mig. Eða A spyr: Hvor mange søskende har du? B svarar: Jeg har kun en lillesøster. 3. Nemendur skiptast á að spyrja. Athugið Í lokin mætti hugsa sér að nemendur spyrðu hvor annan um þeirra eigin fjölskyldur. Hlustunaræfing 12 Þar sem samtalið er frekar langt getur verið gott að gera hlé á einum eða tveimur stöðum í seinni skiptin. Æfing E Einungis á að breyta undirstrikuðu orðunum þannig að textinn verði jákvæður. Þó er sjálfsagt að nemendur skrifi allan textann upp. 23

24 Dig, mig og vi to Nanna har 13 søskende første del Nemendabók bls. 20 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 20 neðst til vinstri. Áður: Hér mætti rifja upp orðaforða úr fyrsta þemanu tengdan veikindum. Nemendur nota stílabók. Samtalsæfing 9 Hvem er hvad i familien? Markmið: Að þjálfa orðaforða um fjölskyldutengsl og ýmis staðaratviksorð. Þema: Dig mig og vi to. Form: Paraæfing. Um æfinguna. 1. Annar nemandinn fær örk 9A og hinn örk 9B. 2. Nemendur skiptast á að spyrja hvor annan um myndirnar til þess að geta fyllt inn í rammana. Dæmi: A spyr t.d. Hvem er forrest og længst til venstre på dit billede? B svarar: Det er Nemendur skrifa rétt orð inn í eyðurnar. 4. Nemendur skiptast á að spyrja þar til búið er að fylla inn í allar eyður. Athugið Fara þarf vel í staðaratviksorðin í kassanum áður en nemendur byrja á verkefninu. Æfing A Orðin unger og rollinger eru ekki fjölskylduorð en tengjast orðaforða um börn. Þess vegna er vel hægt að skrifa þau í orðablómið eða tengja þau orðinu børn. Hlustunaræfing 12 24

25 Dig, mig og vi to Nanna har 13 søskende anden del Nemendabók bls. 21 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 20 neðst til hægri og bls. 21 Hér mætti leyfa nemendum að velja annaðhvort ritunarverkefnið. Áður: Ræða á dönsku um hvernig venjulegur dagur hjá nemendum byrjar og hvaða skyldur þau hafa á heimilinu. Þannig eru nemendur búnir að safna saman orðum um efnið til þess að vinna með áfram. Samtalsæfing 10 Hvem gør hvad i hjemmet? Markmið: Þjálfa orðaforða um almenn heimilisstörf. Þema: Dig, mig og vi to. Form: Paraæfing. Um æfinguna. 1. Annar nemandinn fær örk 10A og hinn örk 10B. Pör fá sína æfinguna hvort. 2. Nemendur skrifa upplýsingar um sjálfa sig í næst neðsta rammann á blaðinu. 3. Nemendur skiptast á upplýsingum til að geta fyllt í það sem vantar inn á þeirra blað. Dæmi: A spyr B: Hvad laver Lise om dagen? B svarar: Hun rydder op på sit værelse. A skrifar upplýsingarnar í rammann. 4. Nemendur skiptast á að spyrja þar til búið er að fylla inn í allar eyður. Athugið Ráðlegt er að fara í tímasetningarnar fyrir ofan rammana áður en nemendur byrja. Æfing A Nemendur setja sig í spor Nönnu og svara spurningunum út frá textanum, eins og þeir væru hún. Hlustunaræfing 13 25

26 Dig, mig og vi to Forældre Nemendabók bls Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 22 Nemendur skrifa í stílabók texta að lágmarki 50 orð sem fjallar um fjölskylduna þeirra. Nemendur geta notað orðin í textanum sér til hjálpar. Samtalsæfing 11 Familien kryds og tværs Markmið: Að þjálfa orð um fjölskyldutengsl, vandret og lodret. Þema: Dig, mig og vi to. Form: Paraæfing. Um æfinguna. 1. Annar nemandinn fær örk 11A og hinn 11B. 2. Nemendur spyrja hvor annan um þau orð sem vantar í þeirra krossgátu. Nemendur mega ekki segja orðið sjálft, heldur verða að útskýra það á annan hátt. Dæmi: A spyr: Hvilket ord skal der stå i 5 loddret? B svarar: Det er min fars mor. 3. Nemendur skiptast á að spyrja þar til búið er að fylla inn í allar eyður. Athugið Nemendum verður að vera ljóst hver munurinn er á vandret og lodret. Æfing B Ef til vill má vinna meira með myndirnar. Nemendur geta t.d. skrifað sögu út frá myndunum eða leikið stuttan leikþátt. Æfing C Í stafaruglinu standa orðin lóðrétt, lárett og aftur á bak. Hlustunaræfing 14 26

27 Dig, mig og vi to Brevkassen Nemendabók bls Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 25 Hér mætti leyfa nemendum að velja annað ritunarverkefnið. Nota má myndina við ritunarverkefnið sem hugmynd að samtalsæfingu milli systkinanna. Einnig mætti búa til teiknimyndasögu, hvað gerðist á undan og á eftir? Æfing A Orðin standa í réttri röð í lesbókinni. Hlustunaræfing 15 Nemendur eiga að svara spurningunum á íslensku. Til þess að þeir nái að skrifa er mikilvægt að gera hlé á milli spurninga í seinni skiptin sem hlustað er. Til minnis 27

28 Dig, mig og vi to Vi er venner for livet Nemendabók bls Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 27 Hvað er góður vinur? Nemendur skrifa nokkrar setningar í stílabók. Nota setningarnar í kassanum Hvad er en god ven? sér til hjálpar. Hlustunaræfing 16 Frásögnin er nokkuð erfið, svo nauðsynlegt getur verið að hlusta á hana nokkrum sinnum. Til minnis 28

29 Dig, mig og vi to Vi snakker da også Nemendabók bls. 28 Vinnubók bls Ritunaræfingar bls. 28 Nemendur búa til spurningar með textann til viðmiðunar og skiptast svo á spurningunum. Samtalsæfing 12 Venner og venskaber Markmið: Að þjálfa orðaforða um vináttu. Þema: Dig, mig og vi to. Form: Paraæfing. Um æfinguna 1. Annar nemandinn fær örk 12A og hinn örk 12B. 2. Nemendur skiptast á upplýsingum til þess að geta fyllt inn í eyðurnar. Dæmi: A spyr: Hvad siger Tomas om drenge? B svarar: De har mange venner. A skráir upplýsingarnar í viðeigandi reit. 3. Nemendur skiptast á að spyrja þar til búið er að fylla í allar eyðurnar. Hlustunaræfing 17 Til minnis 29

30 Dig, mig og vi to Gode klassekammerater betyder meget Nemendabók bls. 29 Vinnubók bls. 60 Æfing B Orðin standa í réttri röð í textanum. Æfing C Fyrsta orðið í setningunni er gefið upp, með stórum staf. Forskellige klasser Nemendabók bls. 29 Vinnubók bls. 61 Ritunarverkefni bls. 29 Hópverkefni. Nemendur búa til veggspjald þar sem fram kemur hvernig þeir geti gert bekkinn sinn enn betri. Til minnis 30

31 Dig, mig og vi to Hugmyndir að aukaverkefum Leiðarbók (logbog). Nemendur skrifa tvær þrjár línur um fjölskylduna sína á hverjum degi í eina viku. Nemendur þurfa ekki að skila þessu inn eða birta frekar en þeir vilja. Nemendur koma með einhvern hlut sem tengist vini eða fjölskyldumeðlimi. Þeir segja frá hlutnum (í pörum, hópum eða í bekknum) og hvernig hann tengist þessum einstaklingi. Pennavinir. 1. Nemendur skrifa stutt sendibréf, segja lítillega frá sjálfum sér og áhugamálum sínum og lýsa eftir pennavini. Nemendur eiga ekki skrifa undir bréfið. 2. Bréfin eru sett í kassa og nemendur draga sér bréf sem þeir svo svara. Ef tími er til mætti leyfa þeim að velja sér bréf sem passar við þeirra áhugamál. 3. Bréfin eru að lokum hengd upp tvö og tvö saman. Nemendur finna sín bréf og skrifa undir. Hægt er að gera fjölskyldutré með myndum af dönsku konungsfjölskyldunni. Nemandi A lýsir fjölskyldutengslum sínum fyrir B sem teiknar upp ættartré eftir lýsingunni. Síðan skipta nemendur um hlutverk. Fróðleikur Nafnið á þemanu kemur úr gömlu rími. Dig, mig og vi to sejlede i en træsko. Da vi kom til Langeland var vor træsko fuld af vand. Da vi kom til Rom var vor træsko tom. 31

32 Dig, mig og vi to Tengt efni Hvad siger du? A Höfundar: Hlín Helga Pálsdóttir og Svandís Ólafsdóttir. Lytteøvelser: 1. Tre venner 11. Morgenpligter Ung i 8. klasse Höfundar: Marianne Folmer Nielsen og Ulla Brink. Nemendabók: I familien bls. 6 7 Camillas veninde bls. 8 9 I familien bls Í kennsluleiðbeiningum með efninu eru nokkur verkefni til ljósritunar sem henta með þemanu. Og det er Danmark (dvd) Höfundar: Elísabet Valtýsdóttir, Erna Jessen og Hlín Helga Pálsdóttir. 7. Hjemme hos familien Nielsen (verkefni til ljósritunar fylgja) Snak Løs Höfundur: Birte Harksen Familien bls Áhugaverðar slóðir

33 Hjemmet 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða um hvaða lágmarkskröfur við gerum til húsnæðis. Birta myndir af mismunandi húsum og ræða um þau. Sýna mynd af dæmigerðum dönskum húsum Hvernig er þau ólík húsum á Íslandi? (Það má finna myndir af húsum á www. google.dk/billeder/danske huse) Hvað gerir fólk inni á heimili? Orðablóm og umræður. Til minnis 33

34 Hjemmet Boliger Nemendabók bls. 30 Vinnubók bls Ritunarverkefni. Áður en nemendur vinna verkfnið er gott að fara yfir ólíkar gerðir húsnæðis. Til dæmis en ejendom, en lejlighed, en boligblok, et rækkehus, et enfamilieshus, et tofamilieshus, en villa, moderne, gammeldags, en etage. Hlustunaræfing 18 Til minnis 34

35 Hjemmet Sådan bor jeg Tobias 13 år, første del Nemendabók bls. 31 Vinnubók bls Samtalsæfing 13 Tegn et hus Markmið: Að þjálfa orðaforða um um húsbyggingar. Þema: Mit hjem. Form: Paraæfing. Um æfinguna 1. Báðir nemendur fá örk 13A og 13B. 2. Nemendur teikna hvor sitt húsið. 3. Annar nemandinn lýsir sínu húsi og hinn teiknar og öfugt. Æfing F Hér á að mynda orð með stöfunum úr orðinu SKRIVEBORD, þannig að stafirnir komi einvers staðar inni í nýja orðinu lóðrétt. Hlustunaræfing 19 Æfingin er í tveimur hlutum. Í fyrra skiptið svara nemendur verkefni eitt. Síðan hlusta þeir aftur og svara verkefni tvö. Athugið að æfingin er lesin tvisvar á diskinum. Til minnis 35

36 Hjemmet Sådan bor jeg Tobias anden del Nemendabók bls. 32 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls 32 Áður en nemendur vinna ritunarverkefnið er gott að ræða á dönsku um myndirnar á bls. 30. Þannig rifja nemendur upp þann orðaforða sem þeir þurfa á að halda. Talæfing bls. 32 Nemendur geta sagt frá hlutnum sem þeir koma með að heiman í pörum, litlum hópum eða yfir bekkinn. Ritunarverkefni bls. 33 Nemendur búa til teikningu af heimili sínu og skrifa inn á hana hvað herbergin heita. Æfing D Áttirnar vinstri og hægri miðast við að nemandinn horfi á myndina, ekki að hann ímyndi sér að hann sé staðsettur inni í henni. Hlustunaræfing 20 Til minnis 36

37 Hjemmet Mit hjem Anette 14 år, første del Nemendabók bls Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 34 Nemendur teikna herbergi Anette og skrifa inn á hana hvað húsgögnin heita. Talæfing bls. 34 Nemendur vinna í pörum eða litlum hópum. Nemendur skiptast á að lýsa einhverju húsgagni og hinir eiga að geta hvert húsgagnið er. Æfing F Sums staðar eru fleiri en einn möguleiki á réttu svari. Hlustunaræfing 21 Til minnis: 37

38 Hjemmet Mit hjem Anette 14 år, anden del Nemendabók bls Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 35 Nemendur skrifa minnst átta atriði um myndina á bls. 35 í stílabók. Áður en nemendur vinna ritunarverkefnið er gott að ræða um myndina á bls.35 á dönsku og jafnvel gera orðablóm á töflu með orðaforða tengdum myndinni. Samtalsæfing 14 Rod í stuen Markmið: Að þjálfa orðaforða um hluti á heimilum ásamt orðaforða um staðsetningar. Þema: Mit hjem. Form: Hópavinna, fjórir nemendur. Um æfinguna Nemendur eiga að finna út hvar hlutirnir sem taldir eru upp neðst á þeirra blaði eru staðsettir með því að spyrja hina í hópnum. 1. Allir í hópnum fá sitt hvora myndina (A B C D). Hópurinn fær eitt fyrirmælablað. 2. Nemendur eiga að spyrja hvor annan hvar hlutirnir eru og teikna þá eða skrifa inn á myndina sína. Æfing D Hér eru þrjú herbergi (hringir) sem skrifa á nöfn á húsgögnum og hlutum inn í. Sumir hlutir eru einungis í einum hring (herbergi), aðrir í tveimur og nokkrir hlutir geta verið í öllum þremur og eru þá skrifaðir í miðjuna. 38

39 Hjemmet Vores hjem i fremtiden Nemendabók bls Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 37 Nemendur skrifa í stílabók um það hvernig þeir sjá heimili sitt eftir 20 ár. Minnst þrjú atriði. Nemendur geta stuðst við fjölbreyttan orðaforða í textanum. Talæfing bls. 37 Nemendur velja eitt efni úr rammanum og tala um það í minnst 30 sek. Þetta verkefni hentar vel fyrir pör eða litla hópa. Æfing D Svörin er að finna í textanum. Til minnis 39

40 Hjemmet Robotter i hjemmet Nemendabók bls. 38 Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 38 Nemendur skrifa fimm til sex setningar um myndina af vélmennunum. Æfing E Fyrsta orðið í setningunni er gefið upp með stórum staf. Æfing F Verkefnið er ekki byggt á orðaforða námsefnisins. Það er í þyngri kantinum og aðallega hugsað sem aukaverkefni fyrir duglega nemendur. Hlustunaræfing 22 Áður en hlustað er getur verið gott að ræða á dönsku um myndirnar. Þannig geta nemendur áttað sig á myndunum og rifjað upp orðaforða tengdan þeim. Til minnis 40

41 Hjemmet Hvad er dit yndlingsmøbel Nemendabók bls. 39 Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 39 Nemendur skrifa minnst fimm setningar um uppáhalds húsgagnið sitt. Ef til reynist þetta einhverjum erfitt og má þá hugsa sér að skrifa um fleiri húsgögn en minna um hvert Samtalsæfing 15 Min stue mit værelse Markmið: Að þjálfa orðaforða um húsgögn og staðsetningu. Þema: Hjemmet. Form: Paravinna. Um æfinguna 1. Annar nemandinn fær örk 15A og 15D og hinn örk 15B og 15C. 2. Á mynd 15A er stofa full af hlutum. 3. Á mynd 15B er mynd af sömu stofu en búið er að taka hlutina út og setja fyrir neðan myndina. 4. Nemandi A lýsir stofunni sinni. T.d. Min ene højtaler hænger på væggen bag ved døren. 5. Nemandi B teiknar hlutinn inn á sína mynd eftir lýsingu (15B). Hann getur þurft að spyrja nánar t.d. hvilken dør og A svarar døren til venstre. 6. Nemendur skipta um hlutverk og nú lýsir nemandi B unglingaherberginu (15C) og A teiknar inn á sína mynd (15D). Æfing C Orðin eru í réttri röði í textanum. Hlustunaræfing 23 Áður en hlustað er getur verið gott að ræða um myndina á dönsku. Kennari getur t.d. spurt: Hvor er sæben? Hvad ligger på gulvet foran toilettet? Þannig er orðaforðinn rifjaður upp og myndin skoðuð. 41

42 Hjemmet Hugmyndir að verkefnum Nemendur ímynda sér að skólastofan sé tóm. Engin húsgögn ekkert fólk. Þeir útfæra síðan hugmynd af nýrri stofu munnlega og/eða skriflega. Hurtigskrivning. Nemendur fá fimm mínútur til þess að skrifa stuttan texta um t.d. heimili sitt, framtíðarheimilið eða uppáhalds herbergi. Markmiðið er að þjálfa og kalla fram grunnorðaforðann í þemanu. Nemendur setja merkimiða með heiti hlutanna á húsgögn og hluti i kennslustofunni. Tengt efni Hvad siger du? A Höfundar: Hlín Helga Pálsdóttir og Svandís Ólafsdóttir. Lytteøvelse : 2. Boligen 5. Værelser Ung i 8. klasse Höfundar: Marianne Folmer Nielsen og Ulla Brink. Nemendabók: Camilla Gammelgaar bls. 2 3 Martin Larsen bls Ung i 8. klasse - Kennsluleiðbeiningar: Lidt om Nørrebro bls. 4 Nokkur verkefni til ljósritunar henta vel með þemanu God bedre bedst (kennsluforrit/vefefni). Höfundar: Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Hjemmet: Og det er Danmark (dvd og verkefnamappa) Höfundar: Elísabet Valtýsdóttir, Erna Jessen og Hlín Helga Pálsdóttir. Myndskeið nr. 11. For sent i skole Snak Løs Höfundur: Birte Harksen. Har du set bls

43 Hjemmet Áhugaverðar slóðir

44 Konfirmation 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver unge konfirmeret? Hvorfor bliver nogle ikke konfirmeret? Myndir af íslenskum og dönskum fermingarbörnum sett á myndvarpa/skjávarpa. Hver er helsti munur á t.d. klæðaburði hárgreiðslu? 1. Haka við billeder. 2. Skrifa konfirmation og ýta á søg. ( skjávarpi hentugur) Til minnis 44

45 Konfirmation Mettes konfirmation Nemendabók bls. 40 Vinnubók B bls. 4 Ritunarverkefni á bls. 40 Ekki er víst að allir nemendur fermist. Því er mikilvægt að nemendur geti valið um ritunarverkefni. Í staðinn fyrir að skrifa um fermingu geta þeir t.d. skrifað um afmæli eða hátíðir tengdar öðrum trúarbrögðum. Mettes tale Nemendabók bls. 41 Vinnubók B bls. 5 7 Hlustunaræfing 24 Frásögnin er löng, svo nauðsynlegt getur verið að hlusta á hana nokkrum sinnum. Til minnis 45

46 Konfirmation Hjælp, jeg skal konfirmeres Nemendabók bls Vinnubók B bls Samtalsæfing 16 Konfirmation Markmið: Að þjálfa orðaforða Þema: Konfirmation Form: Paravinna Um æfinguna 1. Nemendur fá örk 16A eða 16B Hvað segja unglingarnir um ferminguna. Nemendur eiga að ná sér í upplýsingarnar sem vantar í töflur A eða B með því að spyrja hvor annan. Dæmi: A spyr: I hvilken kirke blev Anja konfirmeret? B svarar: nemandinn finnur svarið í sinni örk og A fyllir út í sína töflu. B spyr: Hann finnur spurningu á sinni töflu. A svarar: nemandinn finnur svarið í sinni örk og B fyllir út í sína töflu. Nemendur geta spurt hvor annan sömu spurninga og koma fram í textanum. Þannig festa þeir orðaforðann betur og undirbúa um leið sams konar ritunarverkefni í vinnubók. Verkefni A Nemendur setja óákv. greini þar sem það á við. Verkefni B Nemendur finna svörin í textanum á bls Verkefni C Nemendur sem munu fermast svara spurningum 1 5. Nemendur sem ekki munu fermast svara spurningum

47 Konfirmation Blå mandag Nemendabók bls. 44 Vinnubók B bls. 11 Verkefni B Nemendur geta haft skiptar skoðanir um hvað tilheyrir Blå mandag. Ekkert svar er því réttara en annað. Svörin gætu verið kveikjan að umræðum. Den perfekte dag Nemendabók bls Vinnubók B bls Nemendabók Talæfing bls. 45 Nemendur velja sér eitt efni af þeim sex sem gefin eru upp í rammanum og talar um það fyrir framan bekkinn eða smærri hóp í 30 sekúndur. Verkefni A Orðin koma fram í textanum í réttri röð. Verkefni B Nemendur svara spurningum á íslensku. Verkefni C Ef til vill mætti láta nemendur skrifa sín eigin SMS og aðrir í hópnum geta svarað þeim. Einnig mætti hugsa sér að nemendur sjálfir geri verkefni eins og í bókinni. Þeir skrifa þá SMS skilaboð en slíta þau í sundur. Sessusnauturinn getur svo púslað þeim saman. Hlustunaræfing 25 Til þess að gera æfinguna léttari er gott að láta nemendur lesa yfir spurningarnar, áður en þeir hlusta. 47

48 Konfirmation Lidt om konfirmation Nemendabók bls Vinnubók bls /vinnubók A. Fyrri hluti textanna er í lesbókinni (merktir bókstaf) og eiga nemendur að tengja þá við seinni hlutann sem er í verkefnabókinni (merktir tölustaf). Fyrirsagnirnar eru uppgefnar og standa í verkefninu. Nemendur setja réttan bókstaf/tölustaf fyrir aftan fyrirsögnina. Hlustunaræfing 26 Þessi æfing er erfið. Æskilegt er að nemendur lesi setningarnar vel yfir áður en þeir hlusta. Einnig er gott að hlusta á upplesturinn nokkrum sinnum. Á neti Nemendur finna fleiri athyglisverðar upplýsingar eða sögur um fermingu á netinu. Þeir kynna niðurstöðurnar fyrir hópnum/bekknum. Samtalsæfing 17 Blå mandag spillet Markmið: Að þjálfa orðaforða Þema: Konfirmation Form: Paravinna/hópavinna Hvem kommer først over målstregen? Sådan gør I: Find en spillebrik hver. Brug en terning. Hvis I lander på et billede, skal I følge instruktionerne. 48

49 Konfirmation Hugmyndir að verkefnum 1. Nemendur geta skrifað ræðu til foreldra sinna eða vina þar sem þau lýsa ánægju sinni og þakklæti fyrir velheppnaða veislu. Hægt er að styðjast við ræðuna í lesbókinni. 2. Nemendur vinna veggspjöld með orðaforða þemans. Hægt er að klippa út myndir og auglýsingar úr blöðum sem tengjast fermingum (eða öðrum veislum þar sem það á við). Gott er að hafa í huga að undirbúningur að fermingu hefst í byrjun mars og því er ágætt að hefja söfnun á efni á þeim tíma til frekari úrvinnslu. 3. Nemendur útbúa boðskort fyrir veisluna sína, sjá fyrirmynd í Hvad siger du? B bls Hægt er að útbúa veggspjöld með óskalistum og myndum tengdum þeim. Nemendur skrifa heiti hlutanna og jafnvel verðmerkingu. Fermingin Fróðleikur (Info) Í fermingarveislum, eins og í öllum stórveislum hjá Dönum eru haldnar margar ræður og sungnir söngvar sem eru samdir um og fyrir fermingarbarnið. Algengast er að boðið sé til matarveislu og þá oft í leigðum sal. Fermingarbarnið heldur oftast þakkarræðu sem það sjálft semur. Veisluborðið er oftast skreytt með blómum og dönskum fánum. Danir nota hvert tækifæri til að skreyta með danska fánanum. Blå mandag Blå mandag nefnist dagurinn eftir fermingu, eins og kemur fram í textanum. Mjög algengt er að fermingarbörnin noti þennan dag til þess að fara í bæinn og eyða fermingarpeningunum. Þau fara t.d. í Tívolí, í bíó eða út að borða. Einnig fara þau í verslanir og kaupa sér föt eða annað áhugavert dót. Oft fer allur fermingarhópurinn saman, eða þau fara nokkur saman í minni hópum. Fermingarbörnin fá alltaf frí frá skóla þennan dag. 49

50 Konfirmation Tengt efni Hvad siger du? B eftir Ásu Kristínu Jóhannsdóttur og Ernu Jessen. Lytteøvelse: 31. Indbydelseskort 32. Konfirmationen 33. Blå mandag Ung i 8. klsasse eftir Marianne Folmer Nielsen og Ullu Brink. Nemendabók: Konfirmation bls Sang til Martin på konfirmationsdagen bls Kennsluleiðbeiningar: Nokkur verkefni til ljósritunar henta með þemanu Og det er Danmark eftir, Elísabetu Valtýsdóttir, Ernu Jessen og Hlín Helgu Pálsdóttur. þáttur 25. Konfirmation. Áhugaverðar slóðir 50

51 Fritid Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin á töfluna. Kennari og nemendur geta raðað orðunum upp í dálka eftir eðli þeirra, t.d. tölvur, íþróttir, listir, störf o.s.frv. Þjóðaríþróttir Dana og Íslendinga. Fyrir hvaða íþróttir eru Danir/Íslendingar þekktastir? Þekkja nemendur einhverja danska íþróttamenn sem hafa skarað fram úr? Umræður um tómstundir í Danmörku og á Íslandi, samanburður á aðstöðu, tíma ofl. Til minnis 51

52 Fritid Keder du dig? Nemendabók bls. 48 Vinnubók B bls Í textanum er fjölbreyttur orðaforði og vel mætti hugsa sér að vinna með hann á ýmsan hátt. Ef til vill mætti skoða sagnir í nútíð og boðhætti og útbúa æfingar tengdar því. Ritunaræfing bls. 48 Nemendur skrifa minnst fimm setningar um hvað þeir gætu gert ef þeir væru einir heima á sunnudegi og leiddist. Samtalsæfing 18 En gætteleg Markmið: Að þjálfa orðaforða um íþróttir og tómstundir. Þema: Fritid Form: Paravinna/hópvinna Um æfinguna 1. Allir nemendur fá örk Nemandi hugsar sér eina persónu á blaðinu. 3. Hinn/hinir reyna að komast að því hvaða persónu nemendinn er að hugsa um með því að spyrja spurninga. Dæmi: Kan du lide at spille guitar? o.s.frv. Aðeins má svara með ja/nej. 4. Nemendur skiptast á að spyrja og svara. Athugasemdir: Gott er að rifja upp orðin í verkefninu áður en nemendur byrja að tala saman. Hugmynd Nemendur geta teiknað svipaða mynd og er í lesbókinni bls. 48 og skrifað um sjálfan sig. Ef til vill mætti útbúa veggspjald með slíkri mynd, þar sem nemendur skrifa hugmyndir sínar á pappír, klippa þær út og líma á veggspjaldið. 52

53 Fritid Æfing A Ef til vill vefst fyrir nemendum hvað fritidsord er. Hér er hugsunin sú að í innri hringinn komi nafnorð sem tengist fritid. Svarmöguleikar geta verið allnokkrir. Í ytri hringnum er gert ráð að nemendur skrifi sagnir sem tengjast nafnorðunum, t.d bøger/læse. Æfing C Gott er að rifja upp boðhátt áður en nemendur leysa verkefnið. Hlustunaræfing 27 Nemendur setja kross á réttan stað í töflunni á bls. 18. Til minnis 53

54 Fritid God til at tegne Nemendabók bls. 49 Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 49 Ekki eru allir nemendur jafn tilbúnir til þess að teikna myndir. Þá gætu nemendur klippt myndir úr blöðum og festa á veggspjald þannig að úr verði mynd með texta. Einnig mætti láta nemendur semja samtal út frá orðaforða textans. Hlustunaræfing 28 Hér eiga nemendur að teikna tvær myndir eftir upplestri. Nauðsynlegt er að gera hlé á milli allra lýsinga til að nemendur fái tíma til þess að teikna. Hårdt arbejde Nemendabók bls. 50 Vinnubók bls Ritununaræfing bls. 50 Ritunarverkefnið er bara hugmynd og hugsanlega mætti breyta fyrirmælunum þannig að nemendur skrifi annars konar skilaboð eða sms. Til minnis 54

55 Fritid Et supertalent Nemendabók bls. 51 Vinnubók bls Talæfing bls. 51 Þegar nemendur hafa lokið talæfingunni gætu þeir spurt hver annan svipaðra spurninga um eigin áhugamál. Hlustunaræfing 29 Hlustunin er í tveimur hlutum. Athugið að æfingin er lesin upp tvisvar sinnum á diskinum. Í seinni hlutanum má benda nemendum á að lesa setningarnar yfir áður en þeir hlusta. Lommepenge og fritidsjob Nemendabók bls. 52 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 52 Hugmynd: Nemendur geta skrifað og flokkað heimilistörf eftir því hver vinnur þau á heimili þeirra. Æfing A Verið getur að línur séu of margar í einhverjum dálki. Æfing B Mögulega er enginn munur á listum nemenda. Hlustunaræfing 30 Nemendur merkja við réttar fullyrðingar. Æfing F Þetta verkefni getur reynst mörgum nemendum erfitt. Hugsanlega mætti þýða orðin yfir á íslensku og nemendur myndu síðan leita að orðunum í textanum. 55

56 Fritid Min yndlingssport Nemendabók bls. 53 Vinnubók bls Samtalsæfing 19 Quiz Markmið: Að bera fram spurningar á dönsku. Kanna þekkingu hver hjá öðrum um ýmislegt tengt frístundum. Þema: Fritid Form: Paraæfing/hópæfing Um æfinguna Annar nemandinn fær örk 19A og hinn örk 19B Nemendur skiptast á að spyrja. Athugasemdir Ef til vill má halda keppni þar sem einn spyr og hópurinn keppist um að svara. Ritunarverkefni bls. 55 Kennari getur rifjað upp uppsetningu sendibréfs með áherslu á ávarp og kveðju. Æfing A Nemendur eru eflaust ekki alveg sammála um hvaða mánuðir tilheyri ákveðnum árstíðum. T.d. mætti hugsa sér að einhverjir teldu september til vetrarmánaða. Aðalatriðið er að nemendur læri heiti á mánuðum og árstíðum. Æfing B Sumar myndirnar geta tengst fleiri en einni árstíð. Æfing C Benda má á að ekki kemur nein mynd eða ákveðið mynstur út úr orðunum. Hlustunaræfing 31 Nemendur setja númer á réttan stað. Hlustunaræfing 32 Nemendur ljúka fullyrðingunum. 56

57 Fritid En brækket næse Nemendabók bls. 56 Vinnubók bls Samtalsæfing á bls. 56 Aðalatriðið í æfingunni er ekki að nemendur tali allir í 30 sekúndur, heldur er sjálfsagt að aðlaga tímann getu hvers og eins. Einnig má hugsa sér að miða við ákveðinn fjölda setninga. Hlustunaræfing 33 Æfingin er tvískipt og vinna nemendur verkefni A áður en þeir hlusta. Æfingin er löng og því er gott að gera stutt hlé á milli spurninga. Æfing G Setningarnar geta bæði staðið lárétt og lóðrétt. Einungis á að skrifa í kassann fyrsta stafinn í orðinu sem vantar. Til minnis 57

58 Fritid Sport for og imod Nemendabók bls. 57 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 57 Verkefnið býður upp á að nemendur skiptist á skoðunum munnlega. Hver og einn nemendi getur sagt eina til tvær setningar með eða á móti íþróttum. Einnig mætti láta nemendur draga miða þar sem á stendur hvort þeir séu með eða á móti íþróttum og láta þá rökstyðja það. Æfing E Stjörnur i pris og omkostninger: Ein stjarna stendur fyrir þá íþrótt sem er ódýrast að stunda og þrjár stjörnur fyrir þá sem dýrast er að stunda. Stjörnur i sværhedsgrad: Ein stjarna stendur fyrir léttustu íþróttagreinina og þrjár fyrir þá erfiðustu. Auk þess sem nemendur þurfa að átta sig á hvaða íþróttagrein hentar hverjum og einum er einnig lögð áhersla á að geta rökstutt með mismunandi orðalagi. Hlustunaræfing 34 Mikilvægt er að rifja upp töluorðin áður en nemendur hlusta. Sjá Grammatik bls. 39 og verkefni Grammatik 1 á vef Námsgagnastofnunar, æfingar 46 a og b. Til minnis 58

59 Fritid Lidt af hvert Nemendabók bls. 58 Vinnubók bls Æfing A Nemendur eiga að finna rétta fyrirsögn á textunum í lesbókinni. Æfing B Hér mætti einnig finna orð sem líkjast orðum úr öðrum tungumálum eins og t.d. íslensku. Hlustunaræfing 35 Hlustunin er í tveimur þáttum. Áður en nemendur hlusta eiga þeir að reyna sjálfir að setja orðin inn í eyðurnar. Í seinni hlutanum hlusta nemendur á frásögnina og athuga hvort þeir hafi skrifað rétt orð inn. Athugið að í línu 3 er lesið rangt, þar er sagt de en ekki det. Samtalsæfing 20 Find 6 forskelle Markmið: Að þjálfa orðaforða um áhugamál. Þema: Fritid Form: Paravinna Um æfinguna 1. Annar nemandinn fær örk 20A og hinn 20B. 2. Nemendur eiga að finna 6 atriði á myndunum sem ekki eru eins á báðum blöðum. Best er að nota tölurnar og bókstafina til að átta sig á hvaða mynd er verið að tala um hverju sinni. 3. Nemendur skiptast á að spyrja. Dæmi: A segir. På billede 1 er der en pige som lytter til en Walkman/iPod Hvem er dit billede af? B segir: Jeg har også en pige som lytter til en Walkman/iPod. 4. Nemendur skrifa á línurnar lýsingar á því sem er ólíkt á myndunum. 59

60 Fritid Hej allesammen Nemendabók bls Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 60 Hér gætu nemendur unnið í hópum og farið í spurningaleikinn Hvem svarer først? Einn spyr t.d. Hvem drak en spandfuld Cola? Hinir eiga að keppast um að svara. Hugsanlega mætti gefa stig. Hlustunaræfing 36 Nemendur setja númer við þær myndir sem talað er um. Myndirnar eru fleiri en númerin. Æfing E Nemandinn á að ímynda sér að hann gangi að heiman í átt að félagsmiðstöðinni. Hann má einungis stíga á orð tengd íþróttum og tómstundum. Nemandinn byrjar á hjem og stígur svo á musik o.s.frv. Athugið að línan má aldrei slitna. Til minnis 60

61 Fritid Hugmyndir að aukaverkefnum 1. Nemendur skipta sér í hópa og búa til veggspjöld með orðum og mögulega myndum sem tengjast einni ákveðinni íþrótt eða tómstundaáhugamáli. Nemendur geta leitað að orðum í kennslubókinni, á Netinu, í orðabókum eða blöðum. 2. Nemendur eða kennari geta útbúið spurningakeppni úr íþróttum. 3. Nemendur eða kennari skipuleggja leikfimi þar sem öll fyrirmæli fara fram á dönsku. 4. Nemendum er skipt í hópa eða pör. Þeir leita upplýsinga um eina íþrótt á Netinu og kynna hana fyrir samnemendum. Kynna má íþróttina á margvíslegan hátt, með t.d. PowerPoint, fréttatilkynningum eða veggspjöldum. 5. Nemendur finna íþróttaskóla eða íþróttafélög í Danmörku þar sem hægt er að stunda ákveðnar íþróttir. 6. Nemendur fylla út umsókn um skólavist á íþróttaskóla í Danmörku. Kennari getur útbúið umsóknareyðublöð, sótt þau á Netið eða nálgast þau í Norræna húsinu. Fróðleikur Danir standa framarlega í ýmsum íþróttum, m.a. handbolta, fótbolta, badminton og róðri. Håndbold er en dansk opfindelse. Manden bag er gymnastiklærer Holger Nielsen, der i 1898 lod sine elever på Ordrup Gymnasium spille håndbold og i 1907 udgav han et hæftemed de første regler. 61

62 Fritid Tengt efni Hvad siger du? A. Hlín Helga Pálsdóttir og Svandís Ólafsdóttir. Kafli 13: Fritidsinteresser Hvad siger du? B. Ása Kristín Jóhannsdóttir og Þórunn Erna Jessen Lytteøvelse 7: Mine interesser Lytteøvelse 8: Fritid Lytteøvelse 9: I fritiden Lytteøvelse 10: Sportsinteresser Lytteøvelse 11: Sport Lytteøvelse 44: Pligter og penge Snak løs. Birte Harksen. Sport bls Og det er Danmark Myndbandsefni. Elísabet Valtýsdóttir, Þórunn Erna Jessen og Hlín Helga Pálsdóttir. Kaflar nr. 19 Fritidsinteresser og 22 Hvad skal du lave? Ung i 8. klasse. Marianne Folmer Nielsen og Ulla Brink bls 30 31: Fritidsjob God bedre bedst (kennsluforrit) Krop og sjæl. Grammatik. Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir bls. 39 Vefslóðir

63 Mystik Mystik Í þemanu er fjallað um Yfirnáttúruleg efni svo sem drauga, geimverur og dularfull fyrirbæri. Hugmyndir að kveikju Þar sem ólíklegt er að nemendur hafi orðaforða á dönsku yfir dularfull fyrirbæri getur verið nauðsynlegt að hafa umræður í kveikju á íslensku. Hvaða yfirnáttúruleg fyrirbæri hafið þið heyrt um á Íslandi? Hvaða önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri hafið þið heyrt um? Hefur einhver upplifað eitthvað yfirnáttúrulegt? Umræður á dönsku um fyrstu myndina í þemanu. Til minnis 63

64 Mystik Har du oplevet noget mystisk? Nemendabók bls. 62 Vinnubók bls Talæfing/Ritunaræfing bls. 62 Nemendur búa til 5 6 spurningar. Spyrja sessunaut og svara síðan hans spurningum. Hugmyndir að ritunarverkefnum 1. Nemendur skrifa nokkrar setningar um hvaða frásögn er trúverðugust og hvers vegna. 2. Nemendur skrifa nokkrar setningar um fyrstu myndina í þemanu og nota jafnvel orðaforðann úr kveikjunni. Hlustunaræfing 37 Svörin mega vera á dönsku eða íslensku. Til minnis 64

65 Mystik Bange for mørket Nemendabók bls. 63 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 63 Nemendur skrifa um hvað þeir eru hræddir við og hvers vegna. Hugmynd að ritunarverkefni Nemendur geta búið til samtalsæfingu úr textanum þar sem annar spyr Emmu um myrkfælni og hinn svarar fyrir Emmu og svo öfugt. Samtalsæfing 21 Fyld ord i hullerne Markmið: Að þjálfa orðaforða um drauga og myrkfælni. Þema: Mystik Form: Paraæfing Um æfinguna 1. Annar nemandinn fær örk 21A og hinn 21B. 2. A les upp æfinguna sem stendur efst á hans/hennar blaði. 3. B skrifar niður orðin sem vantar inn í eyðurnar. 4. B. les upp æfinguna neðst á hans/hennar blaði. 5. A skrifar orðin sem vantar í eyðurnar. 6. Nemendur bera saman orðin, eða fara yfir hvor hjá öðrum. Hlustunaræfing 38 Merkja við það sem við á. Það á ekki að merkja við allar setningarnar. 65

66 Mystik Spøgelser Nemendabók bls. 64 Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 64 Nemendur skrifa stutta sögu þar sem spurningarnar eru notaðar sem stuðningur. Hugmynd að ritunarverkefni Nemendur skrifa um sinn eigin draug og nota ef til vill ritunarverkefnið í lesbókinni sem fyrirmynd. Æfing E Áður en nemendur vinna verkefnið er gott að rifja upp forsetningar sem tengjast staðsetningu eins og undir, yfir, í, ofan á o.s.frv. Einnig má nota myndina til að þjálfa tal, með því að lýsa henni. Hugmynd að talæfingu Hugsanlega mætti búa til úr myndinni þraut þar sem nemendur vinna í pörum og strika út 3 5 hluti á myndinni. Nemendur tala saman um myndirnar án þess að sjá þær hvor hjá öðrum og finna út hvaða hluti vantar á myndirnar hjá hvorum um sig. Til minnis 66

67 Mystik De dødes ånder går igen Nemendabók bls. 65 Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 65 Nemendur teikna mynd í samræmi við textann í bókinni. Samtalsæfing 22 Spøgelsesslottet Markmið: Að þjálfa orðaforða, tengdan draugum, og staðaratviksorð. Þema: Mystik Form: Paraæfing Um æfinguna: Annar nemandinn fær örk 22A og hinn 22B. Á mynd A vantar 7 atriði. Nemendur finna út hvað vantar með því að bera saman myndirnar. Hlustunaræfing 39 Frásögnin er frekar löng svo gott er að hlusta á hana nokkrum sinnum. Til minnis 67

68 Mystik Fingeren Nemendabók bls. 66 Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 66 Endurritun sögu. Hugmynd að ritunarverkefni/teikning Nemendur geta unnið teiknimyndasögu með talbólum úr sögunni. Hlustunaræfing 40 Þetta verkefni er diktaglos verkefni. 1. Nemendur hlusta á byrjun á sögu. 2. Nemendur hlusta aftur og punkta hjá sér aðalatriði. 3. Nemendur sitja saman í pörum eða fámennum hópum og skrifa fyrripart sögunnar eins nákvæmlega og þeir geta á dönsku. Til þess nota þeir orðin sem þeir punktuðu hjá sér. 4. Nemendur koma sér saman um hvað sögupersónan sá. 5. Nemendur semja endi á söguna. 6. Umræður um hvernig nemendur enduðu söguna. Er du let at skræmme? Nemendabók bls. 67 Vinnubók bls. 65 Æfing A Nemendur telja saman stigin í lesbókinni, ef þeir hafa flest graskersstig lesa þeir um graskerspersónuleikann sem á best við þá o.s.frv. 68

69 Mystik Søuhyre med egen fanklub Nemendabók bls. 68 Vinnubók bls Ritunarverkefni bls. 68 Nemendur skrifa bréf til aðdáendaklúbbs. Hugmynd að verkefni Nemendur leita að frekari upplýsingum um Lock Ness skrímslið á dönskum heimasíðum. Upplýsingarnar má nota til að búa til fréttir, auglýsingaspjöld eða viðvaranir sem hengja má upp. Hlustunaræfing 41 Nemendur heyra tvær sögur. Setja merki við rétt svör. Til minnis 69

70 Mystik Den afskyelige snemand Nemendabók bls. 69 Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 69 Nemendur skrifa póstkort. Samtalsæfing 23 Find et monster Markmið: Að þjálfa lýsingarorð og ýmis útlitsorð. Þema: Mystik Form: Para eða hópvinna Um æfinguna Allir fá örk 23. Einn nemandi hugsar sér eitt skrímsli á blaðinu. Hinir nemendurnir reyna að finna út hvaða skrímsli A er að hugsa um með því að spyrja spurninga. Dæmi: Hvor mange øjne har dit monster? Nemendur skipta um hlutverk. Æfing B Verkefnið er erfitt en góð áskorun fyrir duglega nemendur. Nemendur eiga að finna dularfullu setninguna. Orðin í henni geta staðið lóðrétt og lárétt en tengjast alltaf næsta orði. Þegar nemendur hafa fundið setninguna skrifa þeir hana í kassana. Að lokum finna þeir bókstafina sem merktir eru með tölustaf og skrifa þá inn í kassana neðst. 70

71 Mystik X rimer på heks Nemendabók bls. 70 Vinnubók bls Hlustunaræfing 42 Fantasiens drager Nemendabók bls. 70 Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 71 Nemendur teikna mismunandi dreka og skrifa lýsingu á þeim. Hvaðan eru þeir? Eru þeir góðir eða vondir? o.s.frv. Æfing C Til að einfalda verkefnið getur kennari lesið það upp fyrir nemendur. Hlustunaræfing 43 Er vi alene? Nemendabók bls. 72 Vinnubók bls Ritunaræfing bls. 72 Nemendur skrifa stutta frétt um ufo. Einnig geta þeir tekið fréttaviðtal hver við annan og sýnt bekknum það sem leikþátt eða upptöku af leikriti. Hlustunaræfing 44 71

72 Mystik Jesper mødte en ufo Nemendabók bls. 73 Vinnubók bls Samtalsæfing 24 Mystik Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dularfullum fyrirbærum. Þema: Mystik. Form: Paravinna. Um æfinguna 1. Annar nemandinn fær örk 24A, hinn 24B. 2. Nemendur eiga að búa til samtal út frá fyrirmælum. 3. A byrjar á nr.1, þá tekur B nr.1 á sínu blaði. Dæmi: Jeg har set et spøgelse. Heldur áfram: Nej! hvor så du det? 4. Nemendur geta síðan búið til samtal út frá eigin reynslu. Ritunarverkefni/leikþáttur 1. Nemendur gera teiknimyndasögu með talbólum úr frásögninni. 2. Nemendur búa til klippimynd. 3. Nemendur taka upp leikna mynd á vídeóupptökuvél. Æfing C Fyrsta orðið í setningunni hefst á stórum staf. 72

73 Mystik Hugmyndir að fleiri verkefnum 1. Nemendur velja sér einn texta úr þemanu og notað orðaforðann úr honum til þess að semja ljóð. 2. Nemendur vinna í pörum og velja sér eina veru úr þemanu, t.d. norn eða draug. Þeir semja viðtal við veruna. Annar leikur veruna en hinn blaðamann. Viðtalið er tekið upp á t.d. myndband/ geisladisk eða í tölvu. 3. Nemendur skrifa frétt um einhverja dularfulla veru úr þemanu. 4. Nemendur teikna margar ólíkar verur og skrifa lýsingar á þeim, hvaðan þær koma, hvaða eiginleika þær hafa o.s.frv. Myndirnar eru svo hengdar upp. 5. Historieroulette. Kennari útbýr historieroulette úr þemanu. Sjá fyrirmynd aftast í þemanu um fritid. Fróðleikur (Info) Í Danmörku er Sankthans sama og Jónsmessa á Íslandi sem er 23. júní. Hefð er fyrir því að kveikja bál á strönd eða opnu svæði þar sem er nóg pláss. Efst á bálkestinum er komið fyrir norn sem búin er til úr spýtum, heyi, hálmi og gömlum fötum. Fólk safnast saman þegar skyggja fer og þá er kveikt í bálkestinum. Þá er sungið og grillað bæði pylsur og brauð/snobrød. Snobrød er búið til þannig að brauðdeigi er vafið utan um pinna og síðan bakað yfir eldi eða grilli. Hefð er fyrir því að syngja lagið Midsommersangen með hljómsveitinni Shubidua. Hægt er að finna textann við lagið t.d. á heimasíðunni: 73

74 Mystik Tengt efni Grammatik. Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Forsetningar bls Grammatik 1. Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Verkefni 45. Grammatik 2. Linda Sigurðardóttir. Verkefni Hvad siger du?c. Elísabet Valtýsdóttir og Vilborg Ísaksdóttir. Hlustunaræfing 31. Og det er Danmark. Elísabet Valtýsdóttir, Erna Jessen og Hlín Helga Pálsdóttir. Þáttur 23 Sankt Hans. Vefslóðir Bigfoot: om ufoer: denafskyeligesnemand: allerhelgen : 74

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn 9. bekkur Kennsluáætlun í dönsku veturinn 2009-2010 Kennarar: Björn Sigurbjörnsson, Kristín Hafsteinsdóttir og Kim Magnús Nielsen. Kennslugögn: Glimrende les- og verkefnabók, Dejlige Danmark les-og verkefnabók

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla Kristín Jóhannesdóttir Arnbjörg Eiðsdóttir 1 Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla 1. útgáfa 2005 2. útgáfa 2006 Búið að laga villur í verkefnum 3a, 3b, 4, 10, 24, 32, 42, 43 og 44 6276 Ritstjóri:

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan Efnisyfirlit Um efnið... 3 Aðalnámsskrá... 4 Námsefni lagt til grundvallar... 5 Sådan A hluti Yfirlitsblað... 7 Sådan B hluti Yfirlitsblað....

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennari: Freyja Friðbjarnardóttir Námsefni: Tænk, lesbók og vinnubók, kvikmyndir, vefefni, Ipad forrit, söngtextar og fleira. Kenslutímar á viku: 3x 40

Læs mere

GRAMMATIK 2. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla

GRAMMATIK 2. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla * Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla 1. útgáfa 2006 2. útgáfa 2007 Verkefni 1 15 Nafnorð = Substantiver 16 37 Lýsingarorð = Adjektiver 38 43 Forsetningar = Præpositioner 44 46 Persónufornöfn

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Sådan A. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan A.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan A Efnisyfirlit Kynning 3 Tafla 4 Jeg og min familie 5 Postkort fra Island 6 Mad 8 Kalender 9 Min fødselsdag 11 Jul i Danmark 12 Regning-

Læs mere

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Grammatik Námsgagnastofnun 1 Grammatik ISBN 9979-0-0988-8 2005 Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir 1. útgáfa

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Skólanámskrá 2013 2014 8. bekkur Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT... 1 INNGANGUR... 2 ÍSLENSKA... 4 STÆRÐFRÆÐI... 8 NÁTTÚRUVÍSINDI

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni.

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni. Námsáætlun Vor 2015 8. bekkur Námsgrein: Íslenska Kennari: Guðrún Þóra Björnsdóttir Áætlun þessi er sett fram með fyrirvara um breytingar Tímabil Hæfniviðmið Efnisþættir Kennsluhættir Námsmat janúarfebrúar

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði,

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 7. bekkur Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, heimilisfræði, lífsleikni og uppl.mennt Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði

Læs mere

Vinnie Vampyr. Ordbog. Mig en pige. Dreamteam. Hundrede helt & aldeles firkantede historier. Hvad lillebror kunne huske

Vinnie Vampyr. Ordbog. Mig en pige. Dreamteam. Hundrede helt & aldeles firkantede historier. Hvad lillebror kunne huske Mig en pige Hvad lillebror kunne huske Ordbog Pinligt! Lærervejledning Dreamteam Når det bliver mørkt kelettet på hjul Vinnie Vampyr Hundrede helt & aldeles firkantede historier Höfundaréttur á sögum í

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Athugaðu að prófið er 9 blaðsiður. Lestu vel öll fyrirmæli og vandaðu frágang!

Athugaðu að prófið er 9 blaðsiður. Lestu vel öll fyrirmæli og vandaðu frágang! Fjölbrautaskólinn við Ármúla Lokapróf - Dagskóli Haustönn 2005 Miðvikudaginn 7. desember Kl. 13:00 14:30 DAN 102 NAFN: KENNARI: Leyfð hjálpargögn eru engin! A. Ólesinn texti 20% B. Lesinn texti 20% C.

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Ágúst/Sept. Sept./Okt. Október Nóvember Nóv./Des september Skali 1A október Skali 1A. tugabrot bls við núll bls.

Ágúst/Sept. Sept./Okt. Október Nóvember Nóv./Des september Skali 1A október Skali 1A. tugabrot bls við núll bls. 07.-11. 05.-09. október 02.-06. nóvember 30.-04. Stærðfræði Frumþáttun bls. 30-33 Hornamælingar Samhverfa og hliðrun Almenn brot og Tölur báðum megin bls. 80-93 bls. 116-123 tugabrot bls. 182-189 við núll

Læs mere

VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU

VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU!"# $ % & ' ( ) % Efnisyfirlit MYNDASKRÁ...3 KYNNING...4 ÁÐUR EN HALDIÐ ER AF STAÐ...5 UPPBYGGING VERKEFNANNA...5 KORT AF NÁGRENNI LÆKJARBREKKU...6 VERKEFNASAFN...7 ÍSJAKALEIKUR...8

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM Fræðslufundur Félags dönskukennara föstudaginn 9. október 2015 NIC nóvember 2014 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir Danskundervisningen i Island 2 Dansk/nordiske

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT 1. ÍSLENSKA... 2 1.1 HAUSTÖNN... 2 1.2VORÖNN... 3 1.4 BÓKASAFN... 5 1.5 FJÖLÞJÓÐADEILD... 5 2. STÆRÐFRÆÐI... 6 3. ENSKA... 6 4. DANSKA... 7 5. EÐLIS- OG EFNAFRÆÐI... 8 6. LÍFFRÆÐI... 9 7.

Læs mere

Sjálfsprottinn söngur barna

Sjálfsprottinn söngur barna Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir Efnisyfirlit

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Kennsluáætlun 9. bekkjar EFNISYFIRLIT

Kennsluáætlun 9. bekkjar EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT Kennsluáætlun 9. bekkjar 2008-2009 1. ÍSLENSKA... 2 1.1 HAUSTÖNN...2 1.2 VORÖNN...3 1.3 GÁTLISTI Í ÍSLENSKU... 5 1.4 BÓKASAFN...8 1.5 FJÖLÞJÓÐADEILD...8 2. STÆRÐFRÆÐI...9 3. SAMFÉLAGSFRÆÐI...9

Læs mere