Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Relaterede dokumenter
Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Kökur, Flekar,Lengjur

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

komudagur f2

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

3 km damer. Vallø Lystrup Magleby skov 3 km. piger. Bøge skov

esurveyspro.com - Survey Detail Report

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

Matcher. Stilling. Gruppe H1

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

HOLD NAVN POINT SKYDETID

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

RESULTAT FRA JAGTFELTSKYDNING I NORDSKOV PÅ FYNSHOVED LØRDAG DEN 2. SEPTEMBER 2017

Diplom DELTAGER DISTANCE TID

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Døstrup IF Svinget Hobro Klublotto vinderne

,76 Ralph Køster,, Helsingør Firma Idræt ,93 Jan Dahl,, FKBU ,67 Erik Pedersen,, FKS-Odense

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

Plads Score Medl.nr. Navn Præmie

Old Boy Træf Skud Flemming Thøger Pedersen

Danmarks Jægerforbund Resultat individuelle Placering Nr Navn Foreningsnummer Forenings by Total

Reykjavikurborg Erindi nr. Þ / komudagur /S - // Z<'// Alþingi Reykjavík 14*. nóvember 2011 b.t. atvinnunefndar Austurstræti 8-10

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

Hansen Niels Kristian B1 (Bh) Lind-Holm Stefan B1 (Bh) Henriksen Lise B1 (Bh) Nielsen Jesper Riis B1 (Bh)

3. Ægteparturnering den 29. august SUM Placering. 1. Ægteparturnering den 19. april. 2. Ægteparturnering den 7. juni. Navn Judith & Harry Jensen

Resultat sæson

Sommertræf 2006 Fredericia. Mercedes-Benz Klub Danmark. Deltagerliste.

Strandstævne Rømmø 25. august

DGI Sydvest Hold Finale

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

LØBET 24. marts 2018

vinterturnering cal 22,

31.marts 2003 Makkerpar

Strandstævne Rømmø 25. august. M1 Pulje 1 Bane 1-2. Navne: Klub: 1: 2: 3: 4: 20'ere: Plus: Minus: Ialt: Plads: Bente Gemmer Kurt R.

Augustenborg Klubstævne 24 & 25 Januar 2015

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Forårs Mesterskab. Bane. Placering indv. Total indv. # Navn: Klub: 1 2 3

Danmarks Jægerforbund Resultat hold

John Christensen Jæger Kl. 08: Michael Linde Hey Jæger Kl. 08: Benny Trab Larsen Jæger Kl. 10: Jesper Maibom Jæger Kl.

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

- kennaraleiðbeiningar

Resultater fra opstartsstævnet i Auning 19. april 2017

LF-Mesterskab m riffel

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

DM Krocket Par. Møldrup den 10 september

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

Jökulsárlón og hvað svo?

Aarhus Brandvæsen, Januar Ledelsen. Staben. Beredskabschef Lars Hviid. Afdelingsleder Per Dyrvig Forebyggende Afdeling

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Resultater for Feltskydningen på Fyns Hoved Lørdag den 24. august 2019 DAME SKYTTER

Kjarasamningar í Danmörku

RUDER CUP Gyttegaard Golfklub SAMLET RESULTAT. Singler Doubler I alt 36,00 12,00 48,00

Diplom DELTAGER DISTANCE TID

Opdateret startliste for Kreds-/By-stævne 30. januar 2011

RESULTATLISTE DDSN 15m Pistolturnering Individuelle resultater

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

RESULTATLISTE FOR. 15m Riffelstævne 2010 Nykøbing F. Skytteforening

Herreklub torsdagsmatch 6. juni 2013, frit valg af teested

Resultater for Feltskydningen på Fyns Hoved Søndag den 25. august 2019 DAME SKYTTER VETERAN SKYTTER

Landsudstillingen Brædstrup - Februar Bedømmelser. Klasse: 1

Landsmesterskab A-rækken

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Lolland-Falsters Skytteforbund Medlem af Dansk Skytte Union under Danmarks Idræts-Forbund

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Danskemesterskaber m riffel

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

DEN 23. OG 24. OKTOBER 2004 I GLADSAXE BOWLINGHAL

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Resultatliste - DM Geværterræn 2016 Individuel

Turnering : Hold 2hk 2005/6. Ole Knudsen Morten Frank Jensen ,38 0 0, Korrigeret 1877

Jægerspris Badminton Klub. Jægerspris Badminton Klub Møllevej Jægerspris

Plas. Kl. NAVN Ald. Grp. Total Møde Løb DAMER D Donna Siely Christophersen H25 1 J Lars Holm J Kim Jensen 44 1

Placering Navn Klub Total 1 Casper Thaarup TRRI Christian Vildhøj FAGI Heino H. Eriksen SGI 165 T4 Simon Hansen-Nord HOI 166 T4 Jesper

Regionsmesterskab 2016 Krolf

Landsmesterskab A-rækken

Spillere tilmeldt turneringen

Transkript:

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga PERSÓNUKJÖR VIÐ SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Aðalfundur SASS 16. október 2009 Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Glæra 1 Ágætu Sunnlendingar og gestir. Það er ánægjulegt að fá að taka þátt í þessum fundi og fylgjast með þeirri umræðu sem fram fer á vettvangi sunnlenskra sveitarstjórnarmanna. Það rifjar upp góðar minningar frá fyrri tíð. Ég ætla að hlaup á hundavaði yfir umræðuefni sem hefur verið ofarlega á baugi meðal sveitarstjórnarmanna síðustu vikurnar og tengist umfjöllun um lýðræðisumbætur, bæði á sveitarstjórnarstiginu og hjá ríkinu. Margir tengja þessa umræðu við svokallaðar raddir fólksins eða búsáhaldabyltinguna títtnefndu, sem fram komu í kjölfar bankahrunsins fyrir um það bil einu ári. En umræðan um lýðræðisumbætur á sér lengri aðdraganda á vettvangi sveitarfélaganna. Síða 2 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

LÝÐRÆÐISUMBÆTUR Lýðræðishópur sambandsins Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar Glæra 2 Á 20. landsþings sambandsins vorið 2006 var samþykkt ályktun þar sem því var beint til stjórnar sambandsins að skipa vinnuhóp til að skoða leiðir til að auka á lýðræði í sveitarfélögum og leiðir til að bæta starfsumhverfi og starfskjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum. Lýðræðishópurinn var skipaður í febrúar 2007 og í honum sitja þessir ágætu einstaklingar: Magnús B. Jónsson, Soffía Lárusdóttir og Dagur B. Eggertsson og með þeim hefur starfað Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá sambandinu. Umfjöllunarefni hópsins hafa verið: Kjör sveitastjórnarmanna; Tímasetning sveitastjórnakosninga; Siðareglur á sveitastjórnarstigi og Lýðræði og persónukjör. Lýðræðishópurinn lagði til við 23. landsþing sambandsins sl. vor að ekki væri ástæða til þess að breyta tímasetningu sveitarstjórnarkosninga. Landsþingið mælti aftur á móti með því, að tillögu hópsins, að sveitarstjórnir setji sér siðareglur og að sett verði á fót sameiginleg siðanefnd á vettvangi sambandsins. Þá var samþykkt að beina því til stjórnar sambandsins að láta taka saman yfirlit um kosti og galla mismunandi leiða til að efla lýðræði og stuðla að beinni aðkomu og þátttöku íbúa við stjórn og ákvarðanatöku á vettvangi sveitarstjórna. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 3

Lýðræðishópurinn hefur í framhaldinu rætt um almennar atkvæðagreiðslur og persónukjör við sveitarstjórnarkosningar og látið taka saman yfirlit um mismunandi leiðir við persónukjör. Í vor var svo mynduð ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboð sem var með í samstarfsyfirlýsingu sinni og eitthundrað daga áætlun eftirfarandi stefnu: Lagt fram frumvarp um persónukjör og haft samráð við sveitarfélög um útfærslu þess í tengslum við komandi sveitarstjórnarkosningar. Myndaður var samráðshópur ráðuneyta, fulltrúa þingflokka á Alþingi og svo fengum við Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræðisviðs, að fljóta með sem fulltrúar sambandsins og sveitarfélaganna. Persónukjörið komst því heldur betur á dagskrá og er enn á dagskrá, því á ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag var enn og aftur rætt um frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna og málinu vísað til þingflokka ríksstjórnarinnar. Síða 4 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

93 191 698 659 662 600 463 294 436 466 474 533 518 516 518 432 PERSÓNUKJÖR Á ÍSLANDI Óhlutbundin kosning Hlutbundin listakosning 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 2006 Glæra 3 En það er ekkert nýtt undir sólinni og persónukjör hefur verið viðhaft í sveitarstjórnarkosningum á Íslandi um langa hríð. Allar götur fram til 1994 var meirihluti sveitarstjórnarmanna hér á landi kjörinn óhlutbundinni kosningu, þ.e. með persónukjöri. Þessa persónukjörsaðferð þekkja eflaust margir hér inni þar sem kjósendur rita nöfn þeirra á kjörseðilinn sem þeir vilja sjá í viðkomandi sveitarstjórn. Í sjálfu sér ekki létt verk fyrir kjósendur, því í sveitarfélagi með 5 manna sveitarstjórn eiga þeir að rita nöfn 5 aðalmanna og 5 varamanna ásamt heimilisföngum, þó að færri nöfn ógildi ekki atkvæðaseðil. Menn hafa síðan raðast inn í sveitarstjórn eftir fjölda atkvæða sem hver og einn hefur hlotið. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 5

PERSÓNUKJÖR Á ÍSLANDI Útstrikanir Endurröðun Glæra 4 Og þá hafa kjósendur haft þann kost að endurraða frambjóðendum á listum við hlutfallskosningar með því að númera upp á nýtt og að auki átt þann neikvæða kost að strika yfir nöfn frambjóðenda sem þeir vilja alls ekki sjá í sveitarstjórn. Þessir möguleikar hafa reyndar ekki mikil áhrif í sveitarstjórnarkosningum, nánast engin, og þarf a.m.k. helmingur kjósenda að gera sömu breytingarnar til þess að röð manna breytist á viðkomandi lista. Aftur á móti var ákvæðum um þessa möguleika kjósenda til þess að breyta röð frambjóðenda breytt í lögum um kosningar til Alþingis árið 2000 og áhrif þeirra aukin verulega. Það hefur orðið til þess að sífellt fleiri kjósendur hafa nýtt sér þessa möguleika til áhrifa á endanlega röðun frambjóðenda og við þekkjum nærtæk dæmi þar sem röð frambjóðenda hefur breyst með útstrikunum. Síða 6 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

PERSÓNUKJÖR VÍÐA Glæra 5 Kjósendur vítt og breitt um heiminn hafa möguleika á því að beita persónukjöri við kosningar til sveitarstjórna eða þjóðþinga með einum eða öðrum hætti. Persónukjör er jafn gamalt hugmyndum um hlutfallskosningar og var fyrst þróað á fyrri hluta 19. aldar en náði þó ekki útbreiðslu fyrr en á 20. öldinni. Til eru ýmsar útgáfur af persónukjöri. Fræðimenn hafa flokkað kosningakerfi heimsins í sex flokka eftir því hversu miklu hlutverki persónukjörið gegnir. Í flokki A eru persónukjörskerfi þar sem kjósendur geta valið frambjóðendur þvert á flokka eða lista, eins og á Írlandi, á Möltu og Vanuatu. Í flokk B er sterk útgáfa persónukjörs má þar nefna Finnland, Grikkland, Eistland o.fl. ríki Í flokki C er veik útgáfa persónukjörs t.d. í Belgíu, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Þar á eftir koma svo lokaðir flokkslistar, eins og á Íslandi, kerfi með einmenningskjördæmum og blönduð kerfi reka svo lestina. Við skulum líta aðeins betur á persónukjörskerfin í öðrum norrænum ríkjum til fróðleiks og skemmtunar. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 7

SVÍÞJÓÐ Framboðslistar Raðaðir flokkslistar Persónukjör Krossað við eitt nafn Glæra 6 Í Svíþjóð eru listar raðaðir flokkslistar. Kjósandi má setja kross við einn frambjóðanda á listanum sem kosinn er og frambjóðandi þarf að komast yfir 5% þröskuld til þess að persónuatkvæðin hafi áhrif. Kjósendum sem taka þátt í persónukjörinu í Svíþjóð hefur farið fækkandi frá því að það var tekið upp árið 1998 þá nýttu ríflega 35% kjósenda möguleikann til persónukjörs við sveitarstjórnarkosningar en í kosningunum 2006 um 28%. Það má velta því fyrir sér hvort sænsku flokkarnir hafi aðlagað sig óskum kjósenda með því að stilla þannig upp að kjósendur hefðu minni ástæðu til þess að gera breytingar. Síða 8 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Sæt x til højre til en listebetegnelse (et partinavn) eller kandidatnavn. Sæt kun ét kryds på stemmesedlen. A. Socialdemokratiet 1. Pia Foght, Helsinge 2. Bo Jul Nielsen, Græsted-Gilleleje 3. Ulla Dræbye, Helsinge 4. Tina Cordrey, Græsted-Gilleleje 5. Erik Kjærsgaard, Helsinge Gribskov Kommune 6. Carsten Eriksson, Græsted-Gilleleje Kommune 7. Susanne Palner, Helsinge 8. Inger Rudebeck, Græsted-Gilleleje 9. Annelise Rasmussen, Helsinge 10. Gerda Moth Greve, Helsinge 11. Donald Axel, Helsinge 12. Bill Lundstrøm, Helsinge 13. Erik Rahbek, Helsinge B. Det Radikale Venstre Thomas Frandsen, Tisvilde Peter Sørensen, Gilleleje Karl Terpager Andersen, Vejby Lars Bakke Olsen, Gilleleje Kirsten Frandsen, Tisvildeleje Christian Stoltze Laursen, Dronningmølle Jens Zwicky, Helsinge Erik Arends, Gilleleje Else Priisholm, Tisvildeleje Bodil Espersen, Rågeleje Rasmus Villefrance, Helsinge Lene Abel, Gilleleje Michael Bundgaard Nielsen, Annisse Nord Henrik Sturtzel Sørensen, Gilleleje Arne Skovgaard Nielsen, Skærød Steffen Rosenkjær Kristiansen, Helsinge Ynse de Boer, Helsinge Michael Porsager, Ramløse C. Det Konservative Folkeparti Jan Ferdinandsen, Gilleleje Hans Viggo Pedersen, Vejby Kjeld Sandstød, Gilleleje Jacob Albers, Annisse Nord Jens Sloth, Gilleleje Michael Boed, Helsinge Karsten Andersen, Gilleleje Gitte Romme, Helsinge Bodil Larsen, Gilleleje Bent Bagger Sørensen, Annisse Kaj Larsen, Saltrup Jørgen Kragh, Vejby Leon Hougaard Jensen, Blistrup Carina Andersen, Søborg Alexander Milan Ferdinandsen, Gilleleje F. Socialistisk Folkeparti 1. Flemming Møller, Annisse 2. Børge Sørensen, Gilleleje 3. Tove Kühl, Helsinge 4. Cannot Kroner, Helsinge 5. Lars Bjarne Pedersen, Tisvildeleje 6. Kirsten Juul, Smidstrup 7. Bente Pedersen, Helsinge 8. Jens Hofmann, Helsinge 9. Susanne Berthelsen, Græsted 10. Knud Christensen, Ramløse 11. Ulla Jensen, Esbønderup H. Lokaldemokratisk Liste Henrik Brevadt Birgith Larsen Dan Theede O. Dansk Folkeparti 1. Mads Brinch Jespersen, Gilleleje 2. Peter Jarl Sahlberg, Helsinge 3. Jonna Præst, Græsted 4. Jørgen Mortensen, Helsinge 5. Ole Præst, Græsted 6. Henning Westermann, Helsinge 7. Theodor Schmidt, Udsholt 8. Gurli Poula Pedersen, Dr.Mølle V. Venstre, Danmarks Liberale Parti 1. Jannich Pedersen 2. Svend Gottlieb 3. Morten Jørgensen 4. Birgit Roswall 5. Alice Hansen 6. Nick Madsen 7. Michael Bruun 8. Ole Christian Pedersen 9. Lau Jensen 10. Jørn W. Phigalt 11. Carsten Petersen 12. Birgitte Brinkløv 13. Kim Valentin 14. Lisbet Larsen 15. Inge Walmar 16. Claus B. Nielsen 17. Villy Nielsen 18. Niels Ole Larsen 19. Per Holm 20. Flemming Trojel 21. Helle Bartels 22. Lasse Røssell 23. Ricky Berner 24. Steen Pedersen 25. Heidi Madsen 26. Kirsten Lillemor Madsen 27. Kim Hinrich 28. Johnny Braginski Ø. Enhedslisten - De Rød-Grønne 1. Mette Tolstrup 2. Casper B. Nielsen 3. Peter Eckardt Å. Det Åbne Demokrati Arnt Pedersen DANMÖRK Framboðslistar Raðaðir flokkslistar Óraðaðir listar Persónukjör Krossað við eitt nafn Gribskov Kommune Kommunevalget 2005 Sæt x til højre til en listebetegnelse (et partinavn) eller kandidatnavn. Sæt kun ét kryds på stemmesedlen. A. Socialdemokratiet 1. Pia Foght, Helsinge 2. Bo Jul Nielsen, Græsted-Gilleleje 3. Ulla Dræbye, Helsinge 4. Tina Cordrey, Græsted-Gilleleje 5. Erik Kjærsgaard, Helsinge 6. Carsten Eriksson, Græsted-Gilleleje Kommune 7. Susanne Palner, Helsinge 8. Inger Rudebeck, Græsted-Gilleleje 9. Annelise Rasmussen, Helsinge 10. Gerda Moth Greve, Helsinge 11. Donald Axel, Helsinge 12. Bill Lundstrøm, Helsinge 13. Erik Rahbek, Helsinge B. Det Radikale Venstre Thomas Frandsen, Tisvilde Peter Sørensen, Gilleleje Karl Terpager Andersen, Vejby Lars Bakke Olsen, Gilleleje Kirsten Frandsen, Tisvildeleje Christian Stoltze Laursen, Dronningmølle Jens Zwicky, Helsinge Erik Arends, Gilleleje Else Priisholm, Tisvildeleje Bodil Espersen, Rågeleje Rasmus Villefrance, Helsinge Kommunevalget 2005 Glæra 7 Í Danmörku eru listar ýmist raðaðir eða óraðaðir. Aðeins má setja einn kross á kjörseðilinn, annað hvort við lista eða frambjóðanda. Kross við frambjóðanda telst til atkvæða listans. Á óröðuðum lista ræður fjöldi krossa við nafn endanlegri röð frambjóðenda, en kross við nafn á röðuðum flokkslista hefur ekki sama vægi, enda fá efstu menn nokkra forgjöf frá viðkomandi flokki eða framboðslista. Í Danmörku hefur óröðuðum listum fjölgað og þátttaka kjósenda í vali á frambjóðendum hefur farið vaxandi, en allt frá 1990 hefur um helmingur þeirra nýtt sér þennan rétt. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 9

NOREGUR Framboðslistar Raðaðir flokkslistar Atkvæðaálag á efstu menn Persónukjör Krossað við nöfn Má skrifa nöfn af öðrum listum Glæra 8 Í Noregi eru listar raðaðir flokkslistar en kjósendur geta haft áhrif á endanlega röð með því að setja kross við einn frambjóðanda eða fleiri. Flokkurinn getur þó varið efstu menn með því að setja á þá atkvæðaálag sem getur numið allt að 25% af atkvæðum listans. Einnig er kjósanda heimilt að veita frambjóðendum á öðrum listum persónuleg atkvæði með því að rita nöfn þeirra neðst á kjörseðil, en það skerðir atkvæði listans sem kosinn er það fylgir því sem sagt pólitísk ábyrgð að ýta undir frambjóðendur á öðrum listum. Síða 10 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

FINNLAND Framboðslistar Stafrófsraðaðir listar Frambjóðendur númeraðir Persónukjör Númer frambjóðanda Glæra 9 Kosningarkerfið í Finnlandi er dæmi um listakosningu þar sem persónukjör hefur mikið vægi. Listar eru í stafrófsröð og eru aðeins til upplýsingar fyrir kjósendur um það hverjir eru í framboði og hver númer frambjóðenda eru. Listar eru ekki prentaðir á kjörseðil heldur rita kjósendur númer þess eina frambjóðanda sem þeir kjósa á seðilinn. Um leið eru þeir að greiða þeim lista sem frambjóðandinn tilheyrir atkvæði sitt. Fjöldi atkvæða hvers frambjóðanda ræður endanlegri röðun og listinn fær samanlögð atkvæði allra frambjóðenda sem tilheyra viðkomandi lista. Góðir fundarmenn! Samráðshópurinn sem forsætisráðuneytið setti á laggirnar á sl. sumri til þess að ræða og undirbúa frumvörp um persónkjör við sveitarstjórnarkosningar og Alþingiskosningar ræddi ýmsar útgáfur persónukjörs en mjög fljótlega voru lagðar línur um það að horft skyldi til aðferðarinnar sem Írar hafa notað um langa tíð. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 11

FORGANGSRÖÐUNARAÐFERÐ Single Transferable Vote = STV Þróað kosningakerfi Vannýtt atkvæði færð Íslensk útgáfa listakosning áfram Glæra 10 Forgangsröðunaraðferð við persónukjör er á ensku nefnd Single Transferable Vote, skammstafað STV og er talin eitt þróaðasta kosningakerfi sem þekkist og á það rætur sínar að rekja til Danmerkur og Bretlands á fyrri hluta 19. aldar. STV hefur fest rætur nokkuð víða í hinum enskumælandi heimi og tvinnar saman persónukjör og flokksval. Á Írlandi hefur þetta kerfi verið notað frá árinu 1921 og er þar notað alfarið við kosningar hvort sem það er til þjóðþings, til Evrópuþingsins, við sveitarstjórnarkosningar eða í forsetakosningum, enda er einn heildarlagabálkur um kosningar þar í landi. Það er mikilvægur eiginleiki þessarar aðferðar að vannýtt atkvæði eru færð milli frambjóðenda í samræmi við forgangsröðun kjósendanna. Kjósandi raðar frambjóðendum með tölustöfunum 1, 2, 3 o.s.frv. Hann þarf þó ekki að raða nema einum eða tveimur eða þremur en talnaröðin verður að vera órofin. Forgangsröðunin endurspeglar óskir kjósandans um það í hvaða röð frambjóðendur eiga að vera. Uppgjörið er þannig útfært að lesið er í vilja kjósenda til hins ýtrasta. Lendi kjósandinn í minni hluta þannig að sá frambjóðandi, sem hann lagði mesta áherslu á, nær ekki kjöri er litið á aðrar óskir kjósandans um val á frambjóðendum. Ekki reyndist vera almennur vilji hjá fulltrúum þingflokkanna í samráðshópnum til þess að ganga svo langt að þessu sinni að heimila kjósendum að forgangsraða frambjóðendum þvert á lista. Síða 12 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Það er því ekki verið að hrófla með neinum hætt við listakosningu og hlutfallskosningakerfinu hér á landi. Eingöngu er lagt til að kjósendum verði gefið fullt vald til að velja þá sveitarstjórnarmenn sem þeir vilja helst að nái kjöri af þeim lista sem þeir veita atkvæða sitt. Listar frambjóðenda til persónukjörs eru því boðnir fram óraðaðir og þeim stillt upp í stafrófsröð en hlutað um efsta mann. Og í þessu felst frávikið í þessari íslensku forgangsröðunaraðferð frá STV-aðferðinni sem gengur út á það að velja einstaklinga þvert á lista. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 13

Kjörseðill við sveitarstjórnarkosningar í Rangárþingi 15. maí 980 Kjósandi skal merkja með krossi framan við bókstaf þess lista sem hann greiðir atkvæði sitt. Kjósandi getur forgangsraðað frambjóðendum á efri hluta þess lista sem hann greiðir atkvæði með því að rita framan við nöfn frambjóðanda tölustafi frá 1 og upp í 7. Ekki er nauðsynlegt að forgangsraða öllum frambjóðendum. Ekki skal gera aðrar breytingar á kjörseðlinum. C L isti... N L isti áhugamanna um samfélagsmál Q L isti............ Hjörtur Hámundarson............ Njáll Þorgeirsson............ Skarphéðinn Njálsson............... Bergþóra Skarphéðinsdóttir.................. Gunnar Hámundarson............... Grímur Njálsson............... Hallgerður Höskuldsdóttir...... 8 Grani Gunnarsson 9 Kári Sölmundarson 10 Þorgerður Njálsdóttir 11 Þráinn Sigfússon 12 Sigmundur Lambason 13 Ketill Sigfússon 14 Mörður Valgarðsson Glæra 11 Meðan á vinnu samráðshópsins stóð sl. sumar skemmtu starfmenn sambandsins sér við að prófa forgangsröðunaraðferðina og efnt var til persónukjörs kjósenda ákveðins lista í tilbúnu sveitarfélagi sem tímasett var fyrir um það bil 1000 árum. Og hér sjáum við hugmynd að kjörseðli sem var notaður í þessari tilraunarkosningu. C og Q listar buðu aðeins fram lágmarksfjölda frambjóðenda í 7 manna sveitarstjórn á persónukjörshlutanum, en N-listinn, listi áhugamanna um samfélagsmál, valdi að raða í 7 neðri sæti listans. Forgangsröðunarkerfið er auðvelt fyrir kjósandann og má í því sambandi benda á að athöfn kjósandans er lík því og tíðkast hefur í prófkjörum hér á landi þar sem þátttakendur hafa númerað tiltekinn fjölda frambjóðenda, þ.e. forgangsraðað þeim. Í forgangsröðunarkerfinu er talning atkvæða eitthvað flóknari í einstökum smáatriðum en við eigum að venjast í núverandi kosningarkerfi. Hún er aftur á móti rökrétt og ætti þar með að vera vel skiljanleg öllum að grunni til. Talningin er tímafrekari en nú er, en með því að tölvuvæða hana má leysa það vandamál og stytta verulega þann tíma sem það tekur að fá endanleg úrslit kosninganna, þ.e.a.s. hverjir frambjóðenda á persónukjörshluta listans hafa hlotið kosningu og í hvaða röð. En lítum á niðurstöður í persónukjörinu í Rangárþingi: Síða 14 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

NIÐURSTAÐA Tilraunakosning í Rangárþingi a) Alls greidd atkvæði í persónukjöri 148 b) Ógild atkvæði 5 c) Gild atkvæði í persónukjöri 143 d) N-listinn fær kjörna x fulltrúa (d'hondt's) 4 e) Reiknaður sætishlutur = c / (d+1) 28,6 Glæra 12 Rétt er að taka fram að N-listinn fékk fleiri atkvæði en 148, einhvern ótiltekinn fjölda atkvæða sem dugðu honum til þess að fá 4 menn kjörna eða hreinan meirihluta. Allir kjósendur listans nýttu sér aftur á móti ekki rétt sinn til þess að forgangsraða frambjóðendum, létu öðrum það eftir að raða á listann. Bendi á mikilvæga tölu, svokallaðan sætishlut sem frambjóðendur þurfa að ná til þess fá sæti í sveitarstjórninni. Sætishlutur er sama sem gild atkvæði í persónukjöri deilt með fjölda sæta plús einn í þessu tilviki 28,6. En nú kemur að skemmtilegasta hluta talningarinnar. Hér koma nokkrar glærur sem sýna okkur í hnotskurn hvernig þetta gengur fyrir sig. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 15

Hjörtur Njáll Skarphéðinn Bergþóra Gunnar Grímur Hallgerður FÆRSLA ATKVÆÐA 35 30 34 25 27 20 15 18 22 19 19 10 5 0 4 Glæra 13 Rauða línan er sætishluturinn 28,6 og hér sjáum við hvernig atkvæði féllu í fyrsta sæti. Hallgerður fær 34 atkvæði og hlýtur kosningu strax þar sem hún fer yfir sætishlutinn. Næstir koma svo Hjörtur með 27, Skarphéðinn 22, Bergþóra og Gunnar með 19 atkvæði hvort og Njáll þar á eftir með 18. Grímur Njálsson rekur svo lestina með 4 atkvæði í fyrsta sæti. Síða 16 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Hjörtur Njáll Skarphéðinn Bergþóra Gunnar Grímur Hallgerður FÆRSLA ATKVÆÐA 35 30 25 27 28,6 20 15 18 22 19 19 10 5 0 4 Glæra 14 Og nú þarf að færa umframatkvæði Hallgerðar til þeirra sem var forgangsraðað í 2. sæti á eftir henni í réttum hlutföllum. Enginn nær sætishlut og því er næst skoðað hver er með fæst atkvæði og það reynist vera Grímur Njálsson. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 17

Hjörtur Njáll Skarphéðinn Bergþóra Gunnar Grímur Hallgerður FÆRSLA ATKVÆÐA 35 30 25 27 28,6 20 15 18 22 19 19 10 5 0 Glæra 15 Grímur er nú fjarlægður og atkvæði hans eru þá færð á þá frambjóðendur sem voru í öðru sæti hjá honum og í 3. sæti hjá Hallgerði ef um það var að ræða. Enginn nær sætishlut enn og því er skoðað hver nú er með fæst atkvæði og það er Njáll Þorgeirsson. Síða 18 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Hjörtur Njáll Skarphéðinn Bergþóra Gunnar Grímur Hallgerður FÆRSLA ATKVÆÐA 35 30 25 27 28,6 20 15 10 5 0 22 19 19 Glæra 16 Atkvæði Njáls eru nú færð og þá skreppa Bergþóra og Hjörtur yfir rauðu línuna 28,6. Og svo eru umframatkvæði Bergþóru færð og þá nær Gunnar Hámundarson sætishlutnum. Þar með er ljóst hvernig þetta fór allt saman. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 19

SAMANBURÐUR Röðun Forgangsröðunaraðferð Prófkjörsaðferð 1. sæti Hallgerður Höskuldsdóttir Hallgerður Höskuldsdóttir 2. sæti Bergþóra Skarphéðinsdóttir Bergþóra Skarphéðinsdóttir 3. sæti Hjörtur Hámundarson Skarphéðinn Njálsson 4. sæti Gunnar Hámundarson Gunnar Hámundarson 5. sæti Skarphéðinn Njálsson Njáll Þorgeirsson 6. sæti Njáll Þorgeirsson Hjörtur Hámundarson 7. sæti Grímur Njálsson Grímur Njálsson Glæra 17 Hér sjáum við niðurstöðun og til samanburðar hvernig úrslit hefðu orðið ef prófkjörstalningu hefði verið beitt. Prófkjörsaðferðin er meirihlutaaðferð þar sem sami meirihluti getur ráðið allri röð listans en forgangsröðunaraðferðin er hlutfallsaðferð sem tryggir minnihlutanum sinn skerf við úthlutun sæta. Í raun má líta svo á að sú tillagan sem hér er á ferðinni um persónukjör, forgangsröðunin, gangi út á að breyta fyrirkomulaginu við persónukjör fremur en að verið sé að innleiða slíkt fyrirkomulag í fyrsta sinn. Persónukjör hefur hins vegar ýmsa kosti fram yfir prófkjör, þar á meðal að í persónukjöri er hægt að tryggja að engir hafa áhrif á samsetningu lista aðrir en þeir sem kjósa listann, sem er ekki hægt að tryggja í prófkjörum. Að auki tekur aldrei nema lítill hluti kjósenda þátt í prófkjörum enda vilja margir ekki gefa með þeim hætti upp hvaða flokk þeir styðja. En með persónukjöri af því tagi sem hér er lagt til er öllum gefinn kostur á því að velja sér frambjóðendur af þeim lista sem þeir kjósa við leynilegar kosningar. Síða 20 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

HLUTFALL KVENNA Óhlutbundnar Hlutbundnar 27% 33% 33% 36% 2002 2006 Glæra 18 Bent hefur verið á að í persónukjöri sé á engan hátt tryggt að jafnræði verði á milli kynjanna í efstu sætum framboðslista. Það eru engar rannsóknir fyrirliggjandi sem sýna það að eitt kosningakerfi sé óhagstæðara konum en önnur kerfi. Fyrst og fremst er það samfélagsgerðin, menningin og flokkarnir sem ráða því hver framgangur kvenna er í kosningum. T.d. er hlutur kvenna við óbundnar sveitarstjórnarkosningar hér á landi, þ.e. persónukjör, ekki miklu lakari en hlutur kvenna við hlutbundnar listakosningar. Í kosningunum 2006 voru 93 fulltrúar kjörnir persónukjöri við óbundnar kosningar og þar af 31 kona eða 33,3%. Kjörnir fulltrúar í hlutbundnum listakosningum voru 436 og þar af 158 konur eða 36,2%. Íslenskar rannsóknir benda til þess að konum gangi ekki verr en körlum í prófkjörum sé tekið tillit til þess í hvaða sæti þær bjóða sig fram. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 21

FORGANGSRÖÐUNARAÐFERÐ Endurspeglar vilja kjósenda Öll atkvæði hafa áhrif Glæra 19 Fullyrða má að engin þekkt aðferð við persónukjör nái með eins afgerandi hætti að endurspegla vilja kjósenda til þess hvaða frambjóðendur skuli ná kjöri og forgangsröðunaraðferðin. Er uppgjörsaðferðin það fullkomin að segja má að nær hvert einasta atkvæði hafi áhrif í persónukjörinu Síða 22 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

MARKMIÐ PERSÓNUKJÖRS Efling lýðræðis Aukin áhrif kjósenda Dregið úr flokksræði Glæra 20 En hver eru markmiðin með þeirri tillögu sem lögð var fram í sumar og er enn til umfjöllunar á Alþingi? Í greinargerð með frumvarpinu sem lagt var fram af dómsmálaráðherra er lögð áhersla á að markmiðið sé að efla lýðræði. Þannig er m.a. brugðist við háværum röddum um lýðræðisumbætur, sem heyrst hafa á undanförnum misserum. Með persónukjöri eru áhrif kjósenda á það hvaða einstaklingar fá umboð þeirra til setu í sveitarstjórnum aukin um leið og dregið er úr áhrifum flokkanna. Kjósendum er gefið fullt vald til að velja þá sveitarstjórnarfulltrúa sem þeir vilja helst að nái kjöri af þeim lista sem þeir greiða atkvæði sitt. Má í því samhengi segja að persónukjör dragi úr flokksræði eða möguleikum flokkanna til þess að ákveða sjálfir hvaða fulltrúar þeirra nái kjöri í kosningum. Eftir stendur þó að það er flokkanna að ákveða hvaða einstaklinga þeir bjóða fram til persónukjörs og hvaða aðferðum þeir beita við val á þeim hópi og geta þeir því þrátt fyrir persónukjör haft umtalsverð áhrif á það hvaða einstaklingar nái kjöri fyrir þeirra hönd. En hvort markmiðin nást með þeirri tegund persónukjörs sem tillagana gengur út á er svo annað mál og vissulega hefði verið mikill akkur í því að hafa lengri tíma til þess að skoða betur þau persónukjörskerfi sem notuð eru víða um heim, bera þau saman og ræða kosti þeirra og galla. Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Síða 23

Glæra 21 Ef tíminn leyfir svara ég fyrirspurnum, en læt standa hér á skjánum tvær myndir frá kosningum á Írlandi. Ég þakka gott hljóð. Síða 24 Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar