Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns"

Transkript

1 BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013

2 BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013

3 2

4 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur Forsjá Söguleg þróun forsjár Inntak forsjár Sameiginleg forsjá Söguleg þróun sameiginlegrar forsjár Tafla 1: Þróun sameiginlegrar forsjár Tafla 2: Lögskilnaðir og forsjá barna úr hjónabandi Inntak sameiginlegrar forsjár Þýðing lögheimilis Ákvörðunartaka foreldra um málefni barns Almennt um ákvörðunartöku Heimildir til ákvörðunartöku Jafnt búsetuform Er ástæða til þess að jafna réttarstöðuna enn frekar? Lokaorð Heimildaskrá

5 1 Inngangur Í samfélaginu eins og það er í dag verður ekki komist hjá þeirri staðreynd að foreldrar barns búa ekki alltaf saman. 1 Mikilvægt er fyrir börn að eiga góð samskipti við foreldra sína og er jafnan litið svo á, meðal annars í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (hér eftir Barnasáttmálinn), að slík samskipti séu eitt af grundvallarréttindum barnsins. 2 Gengið er út frá þeirri meginreglu í Barnasáttmálanum að foreldrar beri að einhverju leyti sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna, sbr. 1. mgr. 18. gr. Ákvæðið endurspeglar þær breytingar sem orðið hafa á viðhorfum til hefðbundinna hlutverka kynjanna á undanförnum áratugum og er skylt 5. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gagnvart konum sem leggur áherslu á að viðurkenna sameiginlega ábyrgð karla og kvenna á uppeldi og þroska barna sinna. 3 Samhliða vaxandi áherslu á jafnrétti og jafna stöðu beggja kynja hafa báðir foreldrar tekið virkari þátt í uppeldi barna sinna óháð því hvernig samvistum þeirra er háttað. 4 Á undanförum árum hefur orðið algengara að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barna sinna þrátt fyrir að búa ekki saman og hefur lagaþróun verið í þá áttina að jafna stöðu beggja foreldra til að stuðla að því að þeir taki jafna ábyrgð á umönnun og velferð barns. 5 Reglan um rétt foreldra til að fara með forsjá yfir börnum sínum er ein af grundvallarreglum barnaréttarins en í henni felst réttur foreldra til þess að ráða persónulegum högum barns síns. Ætla verður foreldrum rúma heimild til þess að ákveða hvers konar uppeldi þeir kjósa börnum sínum og er það í samræmi við 71. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. 6 Í kjölfar þess að algengara er að foreldrar sem ekki búa saman fari sameiginlega með forsjá barna sinna hefur ákveðin óvissa skapast um hlutverk hvors foreldris fyrir sig og var með lögum nr. 61/2012, sem tóku gildi þann 1. janúar 2013, tekið af skarið í þessum efnum og reynt að afmarka verkaskiptingu foreldra með skýrari hætti. 7 Hér á eftir verður fjallað um ákvörðunartöku foreldra um málefni barna sinna. Sérstaklega verður vikið að því hvernig staðið verður að ákvörðunartöku foreldra sem fara með sameiginlega forsjá en búa ekki saman. Samhengisins vegna verður í upphafi fjallað um forsjá, sögulega þróun og inntak hennar. Því næst verður tekin fyrir sambærileg umfjöllun um 1 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Þskj. 70, lögþ , bls. 1 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 3 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Aðför vegna umgengistálmana, bls Þskj. 70. lögþ , bls. 1 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 6 Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 30 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 3

6 sameiginlega forsjá. Að því búnu verður fjallað um þýðingu lögheimilis áður en vikið verður að ákvörðunartökunni þar sem meðal annars verður fjallað um heimildir hvors foreldris fyrir sig til að ráða málum barns síns til lykta. Loks verður fjallað um jafnt búsetuform og hvort sé ástæða til að jafna réttarstöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá en búa ekki saman, enn frekar. 2 Forsjá 2.1 Söguleg þróun forsjár Íslensk löggjöf um stöðu barna að lögum og tengsl þeirra við foreldra sína var mjög brotakennd fram til ársins 1921, þegar lög nr. 46/1921 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna og lög nr. 57/1921 um afstöðu foreldra til skilgetinna barna voru sett. 8 Á þessum tíma var í lögum kveðið á um hugtakið foreldravald, þar sem áhersla var lögð á vald forelda yfir börnum sínum. Kom þetta skýrt fram í 3. mgr. 20. gr. laga nr. 57/1921, en þar sagði að umráðaréttur foreldra yfir börnum sínum nefndist foreldravald, enda væri foreldrum heimilt að halda börnum sínum til hlýðni með valdi. Í sömu lögum var gert ráð fyrir því að foreldrar sem væru í samvistum færu sameiginlega með forsjá barna sinna en það leiddi af 1. og 2. mgr. 20. gr. laganna. Var þetta í samræmi við lögræðislög nr. 60/1917 en samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna réðu foreldrar í sameiningu yfir ósjálfráða börnum sínum. 9 Um forráð óskilgetinna barna var meginreglan hins vegar sú að þau skyldu vera hjá móður samkvæmt lögum nr. 46/1921 en í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga sagði að samkvæmt náttúrunnar lögmáli yrði að fela móðurinni uppeldi barna hennar umfram föðurinn. Í 1. mgr. 32. gr. sömu laga sagði einnig að móðir óskilgetins barns hefði sömu réttarstöðu og foreldri skilgetins barns til að hafa barn hjá sér og ráða því að öðru leyti. 10 Í kringum sjötta áratuginn var hafist handa við endurskoðun á ýmsum atriðum í barnalöggjöf á öllum Norðurlöndunum og meðal annars farið að ræða um stöðu barna gagnvart foreldrum sem ekki bjuggu saman, fyrst og fremst hvort og að hvaða marki viðurkenna ætti umgengnisrétt í slíkum tilvikum. Leiddi þessi þróun til þess að sett voru barnalög nr. 9/1981, og var það fyrsta heildstæða löggjöfin hér á landi á þessu sviði. 11 Þar var fyrst kveðið á um hugtakið forsjá, en því var ætlað að koma í stað hugtaksins foreldravald sem þótti taka of mikið mið af eldri rétti og ekki samræmast þeirri þróun sem orðið hafði í 8 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls. 8. 4

7 barnarétti um bæði rétt og skyldu foreldra til að fara með forsjá barns. Þar var einnig skýrt kveðið á um gagnkvæman rétt barns og forsjárlauss foreldris til umgengni, óháð því hvort foreldrar bjuggu saman eða ekki, en réttur foreldris til umgengni við barn var fyrst lögfestur hér á landi með 47. gr. laga nr. 60/1972 um réttindi og skyldur hjóna. Þótti það hins vegar ekki koma til álita að foreldrar færu með sameiginlega forsjá nema þegar þeir væru í hjúskap eða óvígðri sambúð. Var þetta í samræmi við viðhorf flestra norrænna ríkja á þessum tíma. 12 Heimild foreldra til að semja um að fara með sameiginlega forsjá barns án þess að búa saman var svo lögfest með barnalögum nr. 20/ Rúmlega áratug síðar voru sett núgildandi barnalög nr. 76/2003 (hér eftir bl.), þar sem lögfest voru ýmis nýmæli, enda mikil þróun orðið á sviði barna- og fjölskylduréttar. 14 Eftir að núgildandi lög tóku gildi hefur þeim nokkrum sinnum verið breytt, m.a. með lögum nr. 69/2006 um breytingu á nokkrum lögum á sviði sifjaréttar, þar sem sameiginleg forsjá var styrkt enn frekar og sú meginregla lögfest að foreldrar fari áfram með sameiginlega forsjá barns eftir skilnað eða sambúðarslit nema annað sé ákveðið, sbr. 31. gr. bl. 15 Með breytingarlögum nr. 61/2012 var lögfest 28. gr. a. bl. sem fjallar um inntak sameiginlegrar forsjár en þar er kveðið á um, með skýrari hætti en áður, hlutverk forsjárforeldra sem búa ekki saman. 16 Var talið nauðsynlegt að setja skýrari reglur hvað þetta varðar, enda sífellt aukist að foreldrar fari sameignlega með forsjá þrátt fyrir að búa ekki saman. Með lögum nr. 61/2012 var einnig lögfest það mikilvæga nýmæli að dómari hafi heimild til að ákveða að forsjá barns skuli vera sameiginleg þrátt fyrir andstöðu annars foreldris, telji dómari þær aðstæður fyrir hendi að það geti þjónað hagsmunum barnsins, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 34. gr. bl. Þessi heimild var afar umdeild við breytingu laganna, enda gengið út frá því fyrir gildistöku þeirra að samkomulag væri forsenda sameiginlegrar forsjár. 17 Með breytingarlögunum var einnig lögfest heimild fyrir foreldra til að fá dóm um það hjá hvoru foreldri barn skuli eiga lögheimili, án þess að þurfa að deila um forsjána. Áður fyrr höfðu foreldrar ekki annan kost en að höfða mál fyrir dómi og krefjast breytinga á forsjá ef ágreiningur var um lögheimili barns. 18 Foreldrar þurfa því ekki lengur að vera sammála um allt er varðar líf barnsins svo þeir geti farið sameiginlega með forsjá þess. 12 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 14 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 16 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls

8 2.2 Inntak forsjár Forsjá getur verið lögbundin, umsamin eða samkvæmt dómi. Forsjá er ýmist í höndum annars eða beggja foreldra, en aldrei fara fleiri en tveir með forsjá barns. 19 Foreldrar sem eru í hjúskap eða hafa skráð sambúð sína í Þjóðskrá fara sameiginlega með forsjá barns, sbr. 29. gr. bl. Eins og áður segir gildir sú meginregla að foreldrar sem slíta samvistum fara áfram sameiginlega með forsjá barns en geta þó samið sín á milli að forsjáin verði í höndum annars þeirra. Hafi foreldrar hvorki verið í hjúskap eða skráðri sambúð við fæðingu barns, fer móðir þess ein með forsjána, sbr. 2. mgr. 29. gr. bl., en foreldrum er frjálst að semja um að forsjáin verði sameiginleg, sbr. 1. mgr. 32. gr. bl. Að meginstefnu felur hugtakið forsjá í sér rétt og skyldu foreldra til að ráða yfir persónulegum högum barns og lögráðum þess. Í 1. tl. 51. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 er að finna eins konar skilgreiningu á hugtakinu forsjá, en þar segir að foreldrar barns, sem ólögráða er fyrir æsku sakir, og þeir sem barni koma í foreldra stað ráði persónulegum högum þess og að þessi lögráð nefnist forsjá. 20 Í 28. gr. bl. er fjallað um inntak forsjár. Í 1. mgr. ákvæðisins er megináhersla lögð á rétt barns til að njóta forsjá foreldra sinna og skyldu foreldra til að fara með forsjá barna sinna. Í 2. mgr. ákvæðisins er forsjárskylda foreldra einnig undirstrikuð og skulu þeir sýna barni sínu umhyggju og virðingu og sinna forsjár- og uppeldisskyldum sínum í samræmi við hvað hentar hag og þörfum barnsins best. Þá er í 3. mgr. ákvæðisins fjallað um skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn hvers kyns ofbeldi og vanvirðandi háttsemi. Er þetta í samræmi við 1. mgr. 1. gr. bl. um bann við að beita barn ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi, sem og 19. og 34. gr. Barnasáttmálans þar sem fjallað er um nauðsyn þess að vernda börn gegn ofbeldi. Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi með lögum nr. 19/2013 sem tóku gildi þann 13. mars Samkvæmt 4. mgr. 28. gr. bl. ber foreldrum að stuðla að menntun barna sinna í samræmi við hæfileika þeirra og áhugamál og ala með þeim iðjusemi og siðgæði. Fram kemur í 5. mgr. ákvæðisins að forsjá feli sé bæði rétt og skyldu foreldris til að ráða persónulegum högum barns. Hér eins og endranær verða ákvarðanir foreldra að taka ríkt mið að því hvað er barni fyrir bestu, þá með tilliti til aldurs, þroska þess og vilja. Er það í samræmi við 2. mgr. 1. gr. bl. og 3.gr Barnasáttmálans. Þá er á því hnykkt að forsjárforeldri hafi rétt til að ráða búsetustað barns og fara með lögformlegt fyrirsvar barns. 21 Að lokum segir í 6. mgr. 19 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls

9 ákvæðisins að foreldrar skuli hafa samráð við barn sitt áður en málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins gefur tilefni til og skal afstaða barnsins fá aukið vægi eftir því sem það eldist og þroskast. Af þessu er ljóst að ákvæðið fjallar einungis á almennan hátt um það hvað felst í hugtakinu forsjá enda óraunhæft að ætlast til að löggjöfin geti gert skil á því með tæmandi hætti hvað felst í að fara með forsjá barns. 22 Samhliða 28. gr. laganna gildir 28. gr. a. sem lögfest var með lögum nr. 61/2012, en þar er sérstaklega fjallað um inntak sameiginlegrar forsjár. Að hluta til gildir ákvæðið um alla foreldra sem fara saman með forsjá barns en þar er meðal annars sérstaklega fjallað um verkaskiptingu foreldra sem búa ekki saman. 23 Forsjá snýst þannig fyrst og fremst um réttarstöðu foreldra, ábyrgð þeirra og skyldur gagnvart barni sínu. Segja má að hugtakið forsjá sé tvíþætt, þar sem gera má greinarmun á annars vegar rétt og skyldu foreldra til að annast uppeldi eða umönnun barns og hins vegar rétt og skyldu til þess að taka ákvarðanir um líf barnsins Sameiginleg forsjá 3.1 Söguleg þróun sameiginlegrar forsjár Í barnalögum nr. 9/1981 var kveðið á um að forsjá skyldi vera óskipt hjá öðru foreldrinu væru þau ekki í samvistum. Við samningu þeirra laga kom þó til athugunar að heimila foreldrum að semja um sameiginlega forsjá eftir skilnað eða sambúðarslit, en það var ekki fyrr en árið 1987 sem lagt var fram frumvarp til laga um breytingu á barnalögum sem gerði ráð fyrir þessari heimild. Frumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga. 25 Hér á landi, sem og annars staðar á Norðurlöndunum, var það almennt viðhorf á þessum tíma að best væri að einn uppalandi bæri meginábyrgð á uppeldi barns, væru foreldrar þess ekki í samvistum. 26 Með lögum nr. 20/1992 var, eins og áður segir, lögfest sú heimild að foreldrum væri frjálst að semja um að fara með sameiginlega forsjá barns án þess að búa saman. Gert var ráð fyrir því strax í upphafi að foreldrar kæmu sér saman um það hjá hvoru þeirra barnið skyldi eiga lögheimili og áhersla lögð á að foreldrar skyldu taka allar meiri háttar ákvarðanir um líf barnsins í sameiningu. Það foreldri sem barn átti lögheimili hjá, lögheimilisforeldri, hafði þó rýmri heimildir en umgengnisforeldri til að taka ýmsar ákvarðanir. Á þessum tíma var samkomulag foreldra talinn órjúfanlegur þáttur í sameiginlegri forsjá og þannig gengið út frá því að ef foreldrar 22 Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 30 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 23 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls. 8. 7

10 voru ekki sammála um umgengni eða meðlag væri grundvöllur sameiginlegrar forsjár niður fallinn. 27 Við setningu barnalaga nr. 76/2003 komu fram sjónarmið um að forsjá barns yrði sjálfkrafa sameiginleg eftir skilnað eða sambúðarslit foreldra. Þá kom einnig fram að réttast væri að foreldrar ræddu saman um málefni barna sinna í tengslum við samvistarslitin og leiddu hugann að því hvaða forsjárskipan væri raunverulega barni fyrir bestu. Fagleg rök þóttu ekki styðja að breytingar yrðu gerðar á því hvernig sameiginleg forsjá kæmist á við skilnað eða sambúðarslit en engu að síður var sameiginleg forsjá styrkt með því að heimila sýslumanni að úrskurða í tilteknum ágreiningsmálum foreldra sem fóru með sameiginlega forsjá. Þýddi þetta að forsendur sameiginlegrar forsjár voru ekki sjálfkrafa brostnar þrátt fyrir ágreining foreldra um umgengni eða meðlag. Við gildistöku laga nr. 69/2006 höfðu viðhorf sameiginlegrar forsjár styrkst mjög og rétt þótti að lögfesta sameiginlega forsjá eftir skilnað og sambúðarslit sem meginreglu. 28 Af þessari meginreglu, sem er að finna í 1. mgr. 31. gr. bl., leiðir að foreldrar þurfa ekki að gera með sér sérstakan samning um forsjána sem slíka en geta þó samið um að forsjáin verði í höndum annars þeirra telji þeir hagsmunum barns best borgið á þann hátt Tafla 1: Þróun sameiginlegrar forsjár Af neðangreindri töflu má sjá þróun sameiginlegrar forsjár frá árinu 1992 til ársins Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Vefsíða Hagstofu Íslands, 8

11 Ljóst er að þróunin er mikil og frá því meginreglan var lögfest hefur framkvæmd forsjárskiptingar gjörbreyst Tafla 2: Lögskilnaðir og forsjá barna úr hjónabandi Af töflu 2 má síðan sjá þróun á því hvort foreldrið fer með forsjána. Glögglega má greina minni breytingar þar á en mun algengara er að móðir fari með forsjána heldur en faðir, sé forsjáin ekki í höndum beggja foreldra Inntak sameiginlegrar forsjár Sameiginleg forsjá getur verið lögbundin, umsamin eða samkvæmt dómi. Eftir að sameiginleg forsjá var lögfest sem meginregla eftir skilnað og sambúðarslit, er það orðið algengasta fyrirkomulag forsjárskiptingar. Eins og áður segir er fjallað um inntak sameiginlegrar forsjár í 28. gr. a. bl. sem lögfest var með lögum nr. 61/2012 og gildir samhliða 28. gr. Foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna skulu taka allar meiri háttar ákvarðanir sem varða líf barns í sameiningu. Búi foreldrar ekki saman, en fara þó sameiginlega með forsjá barns, hefur það foreldri sem barn á skráð lögheimili hjá heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 28. gr. a. Sameiginleg forsjá foreldra sem búa ekki saman snýst þannig fyrst og fremst um það að hvaða leyti foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barns Vefsíða Hagstofu Íslands, 32 Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 27 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 9

12 Eins og fram hefur komið hefur nú verið lögfest sú heimild fyrir dómara að dæma sameiginlega forsjá, telji hann aðstæður til þess vera fyrir hendi, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 34 gr. bl. Þegar heimildin var lögfest var meðal annars litið til 7. gr. Barnasamningsins þar sem segir að barn eigi almennt rétt á að þekkja báða foreldra sína og njóta umönnunar þeirra, sem og 18. gr. samningsins um að stuðla beri að því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna. Barnasamningurinn gerir þó ekki kröfu um að dómstólar eigi að geta dæmt sameiginlega forsjá gegn vilja annars eða beggja foreldra en framangreind ákvæði bera með sér að það sé almennt barni fyrir bestu að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi þess og þroska. 33 Þau rök voru einnig færð fram að hafi dómari ekki heimild til að dæma sameiginlega forsjá geti hann ekki í öllum tilvikum tekið ákvörðun sem telja yrði barni fyrir bestu, enda þyrfti hann þá í einhverjum tilvikum að dæma öðru foreldri forsjána þrátt fyrir að báðir foreldrar væru jafn hæfir til að fara með forsjárhlutverkið, og það væri því raunverulega barni fyrir bestu ef forsjáin væri sameiginleg. 34 Vissulega hefur það oft verið tilfellið í framkvæmd. Þá var vísað til þess við lögfestingu heimildarinnar, að í einhverjum tilvikum hafi ágreiningur foreldra ekki snúist um forsjána sjálfa, heldur til dæmis lögheimili barns eða umgengni og í þeim tilvikum hafi dómari þurft að dæma öðru hvoru foreldrinu forsjána þar sem þessi heimild var ekki fyrir hendi. 35 Nú hefur dómari einnig heimild til að dæma um hjá hvoru foreldri barn skuli eiga lögheimili, án þess að gera þurfi breytingar á forsjánni, eins og áður hefur komið fram. Því verður þó að gefa gaum að sameiginleg forsjá samrýmist ekki endilega hagsmunum barns í öllum tilvikum. Dómari þarf því að skoða aðstæður vandlega áður en hann ákveður hvort það komi til greina að dæma sameiginlega forsjá. Dómara ber meðal annars að líta til þeirra atriða sem talin eru upp í 2. málsl. 2. mgr. 34. gr. bl. 36 Alls staðar á Norðurlöndunum hefur verið lögfest heimild fyrir dómara til að ákveða sameiginlega forsjá að kröfu annars foreldris, en þó eru áherslur hvers lands fyrir sig ólíkar. 37 Óumdeilt er að það er barni fyrir bestu að foreldrar þess nái sem bestri samstöðu þegar teknar eru ákvarðanir er varða líf og málefni barns. Farsæl sameiginleg forsjá krefst stöðugs samstarfs foreldra, sveigjanleika, tillitssemi og gagnkvæmrar virðingar. 38 Náist slík samvinna ekki getur það haft skaðleg áhrif á barn, enda mikilvægt að það búi við öryggi, stöðugleika og 33 Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 28 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 34 Þskj. 1427, 140. lögþ , bls. 5 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 35 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 29 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 38 Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 30 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 10

13 aðstæður sem stuðla að vænlegum þroska þeirra. Búi barn við aðstæður þar sem samskipti foreldra einkennast af stöðugum átökum, verður að telja það barni fyrir bestu að foreldrar dragi að mestu leyti úr samskiptum við hvert annað. 39 Ekki má hins vegar líta svo á að sameiginleg forsjá eigi ekki rétt á sér þótt foreldrar séu ekki alltaf sammála um allt í lífi barnsins, takist á og jafnvel þurfi að leita aðstoðar til að leysa úr ágreiningi. Lykilatriðið er að foreldrar nái að halda barni fyrir utan slíkan ágreining og geti tryggt að hann komi ekki í veg fyrir eða dragi úr möguleikum barns á að alast upp við örugg og þroskavænleg skilyrði Þýðing lögheimilis Undanfarna áratugi hefur vaxandi áhersla verið lögð á sameiginlega forsjá foreldra og sífellt fleiri foreldrar fara sameiginlega með forsjá þrátt fyrir að búa ekki saman. Í kjölfarið hefur óvissa um hlutverk hvors foreldris fyrir sig aukist. 41 Á öllum Norðurlöndunum hefur verið leitast við að afmarka verkaskiptingu þeirra foreldra, sem búa ekki saman, en fara með sameiginlega forsjá. Meginástæða þess að slík ákvæði hafa verið lögfest er að reyna að koma í veg fyrir óvissu og draga úr eða koma í veg fyrir ágreining sem orðið getur milli foreldra um ýmis atriði í uppeldi barns. 42 Hins vegar er ekki hægt að ætlast til að löggjöfin geti mælt fyrir um það til hlítar hvaða ákvarðanir hvort foreldri fyrir sig hefur heimild til að taka. 43 Þrátt fyrir að foreldrar fari með sameiginlega forsjá, er ekki þar með sagt að þeir verði að hafa samráð um alla þætti í lífi barnsins. Öðru foreldranna er heimilt að ráða til lykta ýmsum málum með samþykki hins eða í fjarveru þess. Á þetta við einkum við um minni háttar ákvarðanir er snerta daglegt líf barns, en gert er ráð fyrir því að foreldrar hafi samráð þegar kemur að stærri ákvörðunum. 44 Víðast hvar á Norðurlöndunum er gengið út frá þeirri meginreglu að þótt foreldrar fari sameiginlega með forsjá, búi barnið fyrst og fremst hjá öðru þeirra. Það foreldri sem barn á skráð lögheimili hjá hefur stærra hlutverki að gegna eða rýmri heimildir til að taka ákvarðanir er snerta daglegt líf barnsins, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 28. gr. a. bl. Það er þannig ljóst að réttarstaða foreldra sem fara sameiginlega með forsjá en búa ekki saman er ekki sú sama. 45 Hlutverk foreldra mótast þannig af því, annars vegar hvað telja megi til meiri háttar ákvarðana sem forsjárforeldrar þurfa að standa að í sameiningu og hins vegar hvaða ákvarðanir séu þess 39 Mai Heide Ottesen og Sofie Stage: Dom til fælles forældremyndighed: En evaluering af forældreansvarsloven, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 28 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 41 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 30 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 44 Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 30 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 11

14 eðlis að nauðsynlegt sé að annað foreldrið geti tekið af skarið og tekið slíka ákvörðun án þess að þurfa samþykki hins. 46 Réttarstaða lögheimilisforeldris, er því að mörgu leyti sterkari en réttarstaða umgengnisforeldris. Helsti munurinn er eins og áður segir ríkari réttur til ákvörðunartöku um málefni barns og hefur lögheimilisforeldri til dæmis réttarstöðu einstæðs foreldris þegar kemur að innheimtu og móttöku meðlags og annarra opinberra greiðslna. 47 Í 56. gr. bl. segir að sá sem standi straum af útgjöldum við framfærslu barns hafi heimild til að krefjast meðlags enda hafi viðkomandi forsjá barns eða barn búi hjá honum samkvæmt lögmætri skipan. Réttarstaða foreldris sem barn á ekki skráð lögheimili hjá er veikari að því leyti að það hefur ekki eins ríkan rétt til ákvörðunartöku eins og lögheimilisforeldri. Umgengnisforeldri er skylt að greiða meðlag með barni til 18 ára aldurs sbr. 1. mgr. 53. gr. bl. og 61. gr. bl. Umgengnisforeldri hefur þó heimild til að taka þær nauðsynlegu ákvarðanir um daglegt líf barnsins sem fylgja umgengninni, sbr. 3. mgr. 46. gr. bl. Hins vegar ber að árétta að foreldri hefur aðeins þessa heimild á meðan umgengninni stendur. Virðist þessi veikari staða fyrst og fremst ráðast af lögheimili barns og má því gera ráð fyrir breytingu þar á ef heimilt væri að lögum að barn gæti átt tvö lögheimili. 4 Ákvörðunartaka foreldra um málefni barns 4.1 Almennt um ákvörðunartöku Eins og fram hefur komið hefur með vaxandi áherslu á sameiginlega forsjá undanfarna áratugi, aukist óvissa um hlutverk hvors foreldris fyrir sig, en með 28. gr. a. bl. hefur verið reynt að afmarka að einhverju leyti verkaskiptingu þeirra foreldra sem fara með sameiginlega forsjá en búa ekki saman. Í 1. málsl. 1. mgr. 28. gr. a segir að foreldrar skuli taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða líf barns. Á þetta við hvort sem foreldrar búa saman eða ekki. Í 2. málsl. 1. mgr. ákvæðisins kemur fram að búi foreldrar ekki saman, hafi það foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf þess. Hér átt við ákvarðanir eins og hvar barn skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf. Hins vegar er lögð áhersla á það í 3. málsl. 1. mgr. að foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá barns skuli ávallt leitast við að hafa samráð áður en 46 Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 30 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 47 Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 32 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 12

15 málefnum þess er ráðið til lykta. Þannig er ekkert því til fyrirstöðu að foreldrar hagi því þannig sín á milli að þau standi í sameiningu að öllum ákvörðunum sem varða barn. 48 Á öllum Norðurlöndum er rík áhersla er lögð á samstöðu og samvinnu foreldra og mikilvægi þess að foreldrar nái sáttum eða geti samið um forsjá, búsetu og umgengni með það að leiðarljósi hvað sé barni fyrir bestu. Þannig er það hin almenna regla í norrænum rétti að foreldrar skuli standa sameiginlega að meiri háttar ákvörðunum varðandi líf barns. Litið er svo á að það foreldri sem barn á skráð lögheimili hjá geti tekið ýmsar ákvarðanir um daglegt líf barns, en það er mismunandi eftir ríkjum hvað fellur þar undir 49 Í Noregi er það talið ráðast af tilteknu mati hverju sinni hvaða ákvarðanir geta talist meiri háttar ákvarðanir. Þar er einnig lögð áhersla á að foreldrar skuli taka ákvarðanir í sameiningu meðal annars um alvarlegri heilbrigðisþjónustu er varða barn og hvar barnið skuli ganga í skóla eða hljóta menntun. Takist það ekki, hefur það foreldri sem barn á fasta búsetu hjá ríkari heimild til ákvörðunartöku. 50 Í Danmörku er til dæmis byggt á því að foreldrar þurfi ekki að vera sammála um öll atriði er varða barnið en þeir verða hins vegar að hafa möguleika á að geta unnið saman svo hægt sé að finna lausn sem er barni fyrir bestu, komi upp ágreiningsmál. 51 Í 2. mgr. 28. gr. a. bl. segir að ef annað forsjárforeldri er hindrað að sinna forsjárskyldum sínum, eru nauðsynlegar ákvarðanir hins um persónulegar ákvarðanir barns gildar. Þetta ákvæði getur til dæmis átt við ef foreldri dvelst fjarri heimili í lengri tíma eða við aðrar aðstæður þar sem því er ómögulegt að sinna forsjárskyldum sínum. Hinu foreldrinu er þá heimilt að taka nauðsynlegar ákvarðanir er varða barnið. Eins og fram kemur í ákvæðinu er það bundið við nauðsynlegar ákvarðanir eða ákvarðanir sem geta talist þýðingamiklar og því er almennt gerð sú krafa að ákvarðanir, sem geta beðið þar til foreldri er ekki lengur hindrað til að sinna forsjárskyldum sínum, geri það. Ákvæðið á ekki við um minni háttar ákvarðanir enda þarf almennt ekki atbeina beggja foreldra til töku slíkra ákvarðana Heimildir til ákvörðunartöku Eins og áður segir er í 1. málsl. 1. mgr. 28. gr. a. bl. lögð áhersla á það að foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá skuli standa að því í sameiningu að taka allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn. Hvergi í lögum er skilgreint til hlítar hvað telst til meiri háttar ákvarðana og verður að telja að erfitt sé að skilgreina slíkt með tæmandi hætti. Dæmi eru þó í lögum að 48 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 22 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 50 NOU 2008:9, Med barnet i fokus, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 23 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 52 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls

16 samþykki annars eða beggja foreldra þurfi við sérstakar ákvarðanir, sbr. til dæmis 3. mgr. 28. gr. a. bl. og 24. og 25. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í 2. málsl. 1. mgr. 28. gr. a. er að einhverju leyti tekið af skarið um hvað teljist til afgerandi ákvarðana um daglegt líf barns, en það foreldri sem barn á lögheimili hjá hefur heimild til að taka slíkar ákvarðanir. Rökin fyrir því að slík heimild lögheimilisforeldris var lögfest eru fyrst og fremst þau að nái foreldrar ekki samkomulagi verður að tryggja að þörfum barns fyrir öryggi, stöðugleika, þroskavænleg skilyrði og samfellu í umönnun verði mætt. 53 Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá en búa ekki saman verða þeir að meta það sérstaklega út frá hagsmunum barns og þörfum þess hvernig umgengni barns við það foreldri sem barn á ekki lögheimili hjá skuli hagað. Sama hvernig foreldrar ákveða að haga forsjánni, ber þeim að ákveða hjá hvoru foreldri barnið skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði fasta búsetu, sbr. 31. gr. og 32. gr. bl. Það foreldri sem barn á ekki lögheimili hjá er bæði rétt og skylt að sækjast eftir umgengni við barn sitt og á sama tíma er foreldri sem barn á lögheimili hjá skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldrið, nema hún sé andstæð hag og þörfum barns að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds. Algengast er að foreldrar, með sameiginlega forsjá, semji um umgengni hverju sinni, og ber þeim að gera það með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Greini foreldra á um umgengni úrskurðar sýslumaður um umgengnina, sbr. 47. gr. bl. Sýslumaður skal ávallt taka slíka ákvörðun eftir því sem er barni fyrir bestu. Við ákvörðun um umgengni er mikilvægt að taka tillit til aldurs og þroska barns. Fara verður varlega með að ákveða umgengni mjög rúma, þ.e. marga daga í einu, þegar börn eru mjög ung. Ætla má að því yngri sem börn eru, því meiri þörf hafa þau fyrir stöðuleika og ró í lífinu. Eftir því sem börn eldast og þroskast virðast þau ráða betur við rýmri umgengni, en þó verður að meta það hverju sinni hvað henti hag barnsins best. Foreldri sem barn á skráð lögheimili hjá er heimilt að ákveða búsetustað barns, eða hvar það skuli eiga lögheimili. Ekki er gert ráð fyrir því að samþykki beggja foreldra þurfi vegna breytinga á lögheimili barns innanlands. Lögheimilisforeldri hefur þannig heimild til að taka slíka ákvörðun einhliða. Annars staðar á Norðurlöndunum er farin sama leið, nema í Svíþjóð, en þar verða foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá barns báðir að samþykkja breytingu á lögheimili innanlands. 54 Lögheimilisforeldri hefur þó ekki algjörlega frjálsar hendur hvað þetta varðar, en ef ætlunin er að flytja með barn erlendis, þarf samþykki beggja foreldra, sbr. 53 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 34 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 14

17 3. mgr. 28. gr. a. Í Danmörku getur foreldri sem barn býr hjá ákveðið að flytja með barn, innan lands og utan, án samþykkis hins foreldrisins, þrátt fyrir sameiginlega forsjá. 55 Ákvörðun um hvar barnið sækir leikskóla, grunnskóla eða dagsgæslu helst að mörgu leyti í hendur við lögheimili barns. Ríkari heimild lögheimilisforeldris til að taka ákvörðun um þetta er því eðlileg í ljósi þess að það ræður því hvar barnið á lögheimili og tekur slík þjónusta yfirleitt mið af búsetustað barns. 56 Þá segir einnig í 2. málsl. 1. mgr. 28. gr. a. að lögheimilisforeldri hafi heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um venjulega og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Með venjulegri heilbrigðisþjónustu er átt við minni háttar heilbrigðisþjónustu svo sem ungbarnaeftirlit, læknisaðstoð vegna minni háttar kvilla og tannlæknaþjónusta. Með nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu er átt við þjónustu sem heilbrigðisstarfsmenn mæla með. Undir slíka þjónustu geta fallið hvers konar rannsóknir, greining, lyfjagjöf og aðgerðir. 57 Erfið staða getur skapast milli foreldra ef þeir eru ósammála um hvers konar læknismeðferð eigi að veita barni. Ágreiningur getur orðið meðal annars vegna ákvarðana um bólusetningu eða lyfjagjöf. Þegar aðstæður sem þessar koma upp verður að hvetja foreldra sérstaklega til að hafa samráð áður en ákvörðun er ráðið til lykta. Takist slíkt ekki hefur lögheimilisforeldri heimild til að taka úrslitaákvörðun. Gera verður ráð fyrir að ríkar heimildir lögheimilisforeldris til að taka slíka ákvörðun, takmarkist við að þjónustan teljist nauðsynleg fyrir heilbrigði og þroska barnsins að mati heilbrigðisstarfsmanns. Ef um er að ræða þjónustu sem ekki verður talin nauðsynleg en hefur afgerandi eða varanleg áhrif á líf barns, þarf að öllum líkindum samþykki beggja forsjárforeldra. 58 Lögheimilisforeldri hefur einnig ríkari heimild til að taka ákvarðanir um reglubundið tómstundastarf barns. Með reglubundnu tómstundastarfi er meðal annars átt við tónlistarnám, íþróttir og annað félagsstarf. Umgengnisforeldri ber að virða þessar ákvarðanir og sjá til þess að barnið njóti tómstundanna einnig á meðan það dvelst hjá því. Rétt er að minnast hér á 3. mgr. 46. gr. bl. um rétt umgengnisforeldris til að taka ákvarðanir um aðrar tilfallandi tómstundir og skemmtanir á meðan umgengni varir. 59 Í 3. mgr. 28. gr. a. bl. er foreldrum sem fara með sameiginlega forsjá sett ákveðin takmörk, en þar segir að öðru foreldrinu sé óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis 55 Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 34 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 56 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls (enn óbirt í A-deild Alþt.). 58 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls

18 bl. 62 Þá er einnig áskilið í lögum að barn skuli hafa sitt að segja þegar kemur að því að taka hins, og á það við um bæði lögheimilisforeldri og umgengnisforeldri. Hér skiptir engu um hvort um sé að ræða ákvörðun um að flytja með barn úr landi eða ákvörðun um utanlandsferð. Hins vegar er ákveðinn greinarmunur gerður í lögunum á þessu tvennu. Ákvörðun um að flytja með barn úr landi er nokkuð afdrifarík og gera verður ráð fyrir því að foreldrar sem ekki geta komist að samkomulagi um slíkt verði að leysa ágreining sinn með því að óska eftir breytingum á lögheimili barnsins eða jafnvel breytingu á forsjá. Greini foreldra hins vegar á um utanlandsferð hefur sýslumaður heimild til að úrskurða um rétt foreldris til að fara með barn í ferðalag, sbr. 51. gr. a. bl. 60 Markmiðið með þessu ákvæði, sem er nýmæli sem lögfest var með lögum nr. 61/2012, er að tryggja að annað foreldri geti ekki staðið í vegi fyrir því að barn geti farið í frí eða stuttar utanlandsferðir með hinu forsjárforeldri sínu. 61 Árétta ber að 28. gr. a. er ekki tæmandi og falla hér undir allar ákvarðanir sem almennt geta talist þýðingamiklar og haft áhrif á daglegt líf barns. Almennt er ekki talið að foreldrar þurfi að hafa samráð um minni háttar ákvarðanir, enda gæti það skapað ákveðna togstreitu í lífi barnsins ef foreldrar þess þyrftu að taka allar ákvarðanir, hverju nafni sem þær nefnast, í sameiningu, svo sem um klæðaburð, matarvenjur og aðrar minniháttar ákvarðanir. Ágreiningur getur að sjálfsögðu skapast varðandi ákvarðanir af þessu tagi, meðal annars vegna ólíkra lífsskoðana og sjónarmiða foreldra, eins og til dæmis trúarbragða. Foreldrar eru þá hvattir til að taka tillit til skoðana hvors annars og leitast við að ná sáttum, komi upp sú staða að foreldrar ná ekki samkomulagi um minni háttar ákvörðun. Foreldrar hafa þó ekki alveg frjálsar hendur þegar kemur að því að taka ákvarðanir um uppeldi barna sinna, en í lögum eru ýmsar skyldur lagðar á herðar þeirra svo barnið hljóti uppeldi sem telja verður sem þroskavænlegast fyrir það sjálft og því fyrir bestu. Dæmi um þetta má nefna skólaskyldu, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, framfærsluskylda foreldra, sbr. 53. gr. bl. og skyldu lögheimilisforeldri til að stuðla að því að barn njóti umgengni við foreldri sem það á ekki lögheimili hjá, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 46. gr. ákvarðanir um málefni þess, hvort sem um er að ræða meiri eða minni háttar ákvarðanir. Samkvæmt 6. mgr. 28. gr. bl. ber foreldrum að hafa samráð við barn sitt áður en málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins gefur tilefni til. Skal afstaða barnsins fá aukið vægi eftir því sem barnið eldist og þroskast. 31. gr. norsku barnalaganna frá 60 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls

19 8. apríl 1982, nr. 7 kveður á um samskonar rétt barns til taka þátt í ákvörðunum um málefni þess. Ákvæði þessi eiga sér stoð í 1. mgr. 12. gr. Barnasáttmálans þar sem börnum er tryggður réttur til að mynda sínar eigin skoðanir í öllum málum sem þau varða. Þá skal réttmætt tillit tekið til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Þroskastig hvers barns er mismunandi og því er ekki tekin afstaða til ákveðins aldurs, heldur verður að meta hvert einstaka tilvik. Með þessu undirbúa foreldrar barn sitt til að axla ábyrgð sem einstaklingur í samfélaginu þegar það hefur náð 18 ára aldri. 63 Foreldrar verða þó að vega það og meta hverju sinni hvenær ákvarðanir eru barni fyrir bestu og hvenær ekki, og yfirleitt eru þeir betur í stakk búnir til að leggja mat á það heldur barnið sjálft. Það getur því verið siðferðilega réttlætanlegt að skerða sjálfsákvörðunarrétt barna og frelsi, vegna heilla og hamingju þeirra sjálfra. 64 Árétta ber að hér er um rétt barna að ræða en ekki skyldu. Skyldan hvílir hins vegar á foreldrum að tryggja börnum tækifæri til þess að taka þátt í ákvarðanatöku er varðar þau sjálf. Skýra verður 6. mgr. 28. gr. svo að í henni felist almennt boð um að foreldrar hafi barn sitt með í ráðum þegar persónulegum málefnum þess er ráðið til lykta og því eldra sem barn verður því ríkara tillit skuli taka til vilja þess Jafnt búsetuform Sameiginleg forsjá hefur það ekki sjálfkrafa í för með sér að barn dveljist jafnt til skiptis hjá báðum foreldrum sínum eða að umgengnin sé mikil. 66 Margir vilja setja samasemmerki á milli sameiginlegrar forsjár og þess sem kallað er jöfn umgengni, en það er alls ekki svo í öllum tilvikum og jafnvel oftar en ekki sem umgengnin er ekki jöfn, þrátt fyrir sameiginlega forsjá. Umgengni foreldris við barn getur þannig verið mikil eða lítil óháð því hvort forsjáin sé sameiginleg eða ekki. 67 Nokkuð hefur færst í vöxt að foreldrar semji um jafna umgengni, en með því er átt að umgengin er jöfn þeim tíma sem barn dvelur hjá lögheimilisforeldri. Yfirleitt virðist samið um það fyrirkomulag að barn dveljist viku og viku í senn hjá hvoru foreldri. 68 Jöfn umgengni hefur almennt reynst börnum vel, en leggja verður ríka áherslu á að slíkt er alls ekki barni fyrir bestu í öllum tilvikum. Ekki er hægt að fullyrða að því meiri sem umgengni er því betur þjóni það hagsmunum barnsins. Þarfir barna eru í grundvallaratriðum mismunandi á ólíkum 63 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls

20 aldursskeiðum og taka verður tillit til þess. Þá verður alltaf að taka ríkt tillit meðal annars búsetu eða nálægðar heimila foreldranna, skólagöngu, tómstunda, sérþarfa og vilja barns. 69 Grundvöllur fyrir jafnri umgengni er almennt talinn betri, búi foreldrar nálægt hvoru öðru þannig að það hafi sem minnsta röskun á meðal annars félagslíf barns, þegar það dvelst til skiptis hjá foreldrum sínum. Í Danmörku var með lögum frá 6. júní 2007 um forsjá foreldra, lögfest heimild til að úrskurða um jafna umgengni, það er í sjö daga af hverjum fjórtán. 70 Í Noregi er litið svo á að dómstólum sé heimilt að dæma jafna umgengni í allt að sjö dögum af hverjum fjórtán. Þar er þó sérstaklega undirstrikað að ekki megi gefa það til kynna að meiri umgengni sé í öllum tilvikum barni fyrir bestu og að foreldrar mega ekki fá þau skilaboð að jöfn umgengni sé meginreglan. Gæta verður þess að jöfn umgengni þjónar ekki best hagsmunum allra barna og verður til dæmis að taka ríkt tillit til aldurs og þroska hvers barns. Litið er svo á jöfn umgengni þjóni almennt ekki hagsmunum mjög ungra barna, heldur skuli þau frekar hafa fasta búsetu hjá öðru foreldri með reglulegum samskiptum við hitt foreldrið sem vari þó ekki í langan tíma í senn. Einnig þjónar jöfn umgengi ekki alltaf eldri börnum sem oft eru upptekin við skóla, tómstundir og annað. 71 Í Finnlandi hafa dómarara heimild til að dæma jafna umgengni. Athyglisvert er að nefna að þar í landi geta dómarar meðal annars ákveðið í forsjármálum að annað foreldri skuli hafa vald til þess að ákveða tiltekna þætti forsjárinnar og hitt foreldrið hafi þá vald til að ákveða aðra þætti. 72 Mikið hefur verið í umræðunni hér á landi hvort gera eigi breytingar á lögum þannig börn geti haft jafna búsetu, eða búið formlega á tveimur stöðum. Um það hefur verið rætt hvort lögfesta eigi heimild í lögum um svo kallaða tvöfalda lögheimilisskráningu, sem felur í sér að barn geti átt tvö skráð lögheimili. Samhliða þessu hefur það einnig verið rætt hvort gera eigi börnum það kleift að búa á tveimur stöðum með öðrum hætti, til dæmis jafnri búsetu án þess að barn hafi tvö skráð lögheimili. Umræðan um búsetu barns snýst fyrst og fremst um hagsmuni barnsins, hvort það sé því fyrir bestu að eiga eitt lögheimili sem hafi það meðal annars í för með sér að það foreldri sem barn á skráð lögheimili hjá hefur rýmri heimildir en það foreldri sem barn býr ekki hjá, til að ráða tilteknum málum til lykta, komi upp ágreiningur Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 23 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 71 Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 25 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 72 Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 25 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 73 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls

21 Þróunin hér á landi hefur verið sú að 85-95% foreldra sem hafa skilið eða slitið samvistum, fara með sameiginlega forsjá og fer þeim börnum sem dvelja jafnt hjá báðum foreldrum sífellt fjölgandi. Oftast er það svo að barn dvelur viku og viku í senn hjá hvoru foreldri. Skiptar skoðanir eru um hvort slíkt sé barni fyrir bestu og því hefur stundum verið haldið fram að barn muni skorta stöðugleika í lífinu sé það mikið að flakki milli tveggja heimila. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á að líðan barna sem búa jafnt hjá báðum foreldrum sínum á tveimur heimilum, er jafn góð og barna sem búa á einu heimili hjá báðum foreldrum. 74 Þrátt fyrir að foreldrar semji um slíkt fyrirkomulag bjóða lögin ekki upp á þann möguleika að barn geti átt sérstaka tvöfalda skráða búsetu. Þetta getur skapað ákveðið misræmi milli foreldra þar sem ýmis réttaráhrif fylgja lögheimili barns, svo sem réttur til barnabóta og meðlag úr hendi þess foreldris sem barn á ekki lögheimili hjá. 75 Sem rök fyrir því að barn geti átt tvö lögheimili hefur sérstaklega verið nefnt að ýmis opinber stuðningur fyrir barn miðist eingöngu við lögheimili barns og renni alfarið til lögheimilisforeldris. Margvísleg réttaráhrif á ýmsum sviðum fylgja skráningu lögheimilis og má sem dæmi nefna að skyldur sveitarfélaga til þjónustu innan velferðarkerfisins eru að mestu bundnar við lögheimili eða búsetu í tilteknu sveitarfélagi, sbr. lög nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, lög nr. 90/2008 um leikskóla og 91/2008 um grunnskóla. 76 Einnig má nefna að heimilistryggingar eru almennt bundnar við lögheimili og börn einungis tryggð ef lögheimilisforeldri er tryggt, með örfáum undantekningum. 77 Hvergi á Norðurlöndum er gert ráð fyrir heimild til þess að foreldrar geti samið um að barn geti haft tvö skráð lögheimili og telja verður að flest rök mæli gegn því. Norðmenn hafa hins vegar gengið hvað lengst í þessum efnum. 78 Samkvæmt 36. gr. norsku barnalaganna frá 8. apríl 1981, nr. 7, geta foreldrar gert samkomulag um það að barn skuli hafa fasta búsetu hjá öðru hvoru foreldri eða báðum. Komist foreldrar ekki að samkomulagi getur dómari ákveðið hjá hvoru foreldri barn skal eiga fasta búsetu og telji hann aðstæður liggja fyrir hendi getur hann ákveðið að barn skuli eiga fasta búsetu hjá báðum, eða jafna búsetu. Foreldrum sem fara með sameiginlega forsjá en búa ekki saman, er þannig heimilt að gera með sér samkomulag um svokallaða sameiginlega búsetu (n. delt bosted). Sameiginleg búseta getur verið í margs konar útfærslum og þýðir ekki endilega að barn búi jafnt hjá hvoru foreldri. Algengast virðist vera að foreldrar semji um að barn búi í viku og viku hjá hvoru foreldri en það ekki 74 Þskj. 70, lögþ , bls. 1 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 75 Þskj. 1427, 140. lögþ , bls. 6 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 76 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalögin nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Vefsíða Sjóvá-Almennar trygginga, 78 Þskj. 1427, 140. lögþ , bls. 6 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 19

22 óvenjulegt að barn búi hjá hvoru foreldri í lengri tíma. Allt saman fer þetta eftir samkomulagi foreldra og er þeim í raun frjálst að semja um lengd búsetutíma á hvern þann hátt sem þeir kjósa, svo lengi sem hagur barnsins er hafður í fyrirrúmi. 79 Samningur um sameiginlega búsetu hefur það för með sér að foreldrum ber að taka sameiginlega ákvarðanir um málefni barnsins og öðru foreldri er óheimilt að fara með barn úr landi án samþykkis hins. Hér er ekki um að ræða tvö lögheimili, heldur ákvörðun sem hefur áhrif á réttarstöðu bæði foreldra og barns. Ákveðnar aðstæður þurfa hins vegar að vera fyrir hendi svo sameiginleg búseta geti hentað barni, til dæmis að foreldrar verða að búa nálægt hvoru öðru, geta unnið vel saman, m.a. með skóla, leikskóla og öðrum, vera tilbúnir til að breyta fyrirkomulaginu í takt við aðstæður og þarfir barns og barnið sjálft verður að óska eftir þessu fyrirkomulagi og líða vel með það. 80 Í Svíþjóð er foreldrum heimilt að semja um jafna búsetu (s. växelvis boende) og eins hefur skapast venja um að dómstólar geti jafnframt dæmt jafna búsetu telji það barninu fyrir bestu Er ástæða til þess að jafna réttarstöðuna enn frekar? Form fjölskyldna hér á landi og alls staðar í heiminum eru af ýmsum toga og eru samskipti barna og foreldra því að mörgu leyti illa fallin til lagasetningar og margt þar sem fellur utan sviðs lagana, til dæmis persónuleg samskipti. Ljóst liggur fyrir að náin og jákvæð tengsl foreldris og barns eru barninu sérstaklega mikilvæg, en lögin eru aftur á móti ekki til þess fallin að taka til þessa sviðs. 82 Löggjöfin getur ekki tekið tillit til alls þess fjölbreytileika sem einkennir fjölskyldur landsins og því er inntak sameiginlegrar forsjár skilgreint fremur almennt í lögunum, því ómögulegt er að hún geti séð fyrir öll þau tilvik sem upp geta komið. Þar af leiðandi er það vandkvæðum bundið að skilgreina nákvæmlega í lögum hvað felst í hlutverki og réttindum lögheimilisforeldris annars vegar og umgengnisforeldris hins vegar. Það er af þessum ástæðum sem umræðan um jafna búsetu barna hefur undið upp á sig undanfarin ár, og þá helst til þess að jafna stöðu þeirra foreldra sem fara með sameiginlega forsjá en búa ekki saman. Sú umræða um að lögfesta heimild um tvöfalda lögheimilisskráningu, höfðar því að vissu leyti frekar til hagsmuna foreldra heldur en hagsmuna barnsins sjálfs. Virðist megináhersla vera lögð á það að bæta aðstöðumun foreldranna og hagsmunir þeirra frekar hafðir að leiðarljósi. 79 NOU 2008:9, Med barnet i fokus, bls Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 24 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 81 Þskj. 1374, 139. lögþ , bls. 24 (enn óbirt í A-deild Alþt.). 82 Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál Barnaverndarmál Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir Reykjavík 2004 BARNAVERNDARMÁL Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Starfshópur

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði -

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Ólafur Einar Ómarsson Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristján Gunnar Valdimarsson Lagadeild Háskóla Íslands Maí 2017 Formáli Þetta rit

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði- Daði Ólafsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Erla Svanhvít Árnadóttir hrl. Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Viðurlög í fíkniefnamálum

Viðurlög í fíkniefnamálum BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot Silja Rán Arnarsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ágúst 2016 BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum

Læs mere

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar Efnisyfirlit. 1.0 Inngangur... 3 1.1 Almennt... 3 1.2 Afmörkun ritgerðarefnis og umfjöllunarefni... 4 1.3 Fræðikerfi lögfræðinnar... 6 2.0 Umhverfisvernd... 8 2.1 Almennt... 8 2.2 Réttarheimildir... 9

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Háskólinn á Bifröst Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Núverandi rannsóknarheimildir lögreglu og helstu hugsanlegu breytingar vegna forvirkra rannsóknarheimilda) ML Lokaverkefni Vetur 2011 Nemandi:

Læs mere

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Erindi nr. Þ H i VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS iceland CHAMBER OF COMMERCE Stofnað 1917 Stjórnarskrámefnd Alþingis b/t Ragna Árnadóttir. SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS Reykjavik 26. Janúar 1995. Verslunarráð íslands

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere