ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt"

Transkript

1 ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik 25(3) árið Öll umræða í henni um lög, námskrá og aðra stefnumörkun, á við danskar aðstæður og þarlend skrif. En margt er líkt með skyldum og íslenskir kennarar ættu að endurþekkja ýmislegt í þessari umræðu og því að hafa af henni fullt gagn sem og öðrum hlutum greinarinnar. Verði á hlutum er ekki breytt heldur miðað við þær dönsku aðstæður sem sagt er frá og danskar krónur, án þess að það sé tekið sérstaklega fram á hverjum stað. Mér finnst ég mestmegnis geta kennt þannig að ég taki bæði tillit til nemenda sem gengur vel og hinna sem ekki gengur eins vel. En í 6. bekknum mínum er telpa sem er 3-4 árum á eftir hinum og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera fyrir hana. Hvað getum við gert fyrir þá nemendur sem standa allra verst að vígi? Það var reyndur kennari sem spurði. Og á endurmenntunarnámskeiðum sem ég hef haldið undanfarin ár hefur oftast verið spurt hliðstæðra spurninga. Það gefur vel til kynna erfiðleika reyndra kennara sem reyna að mæta þörfum allra nemenda. Þessi grein er tilraun til að draga þau börn sem verst standa að vígi inn í umræðuna um stærðfræðiörðugleika. Ég ætla að gera það með því að segja sögu af minni eigin fjölskyldu. Hugleiðingum mínum um nám barna, sem stríða við verulega námsörðugleika, finnst mér ég koma best á framfæri á þann hátt. Eftir frásögnina fjalla ég stuttlega um nýju skólalögin í Danmörku og hvað þar er sagt um stærðfræðiörðugleika. Í lokin kem ég aftur að frásögninni og spyr hvað megi af henni læra. Frásögn Við erum stödd á Stórabeltisferjunni milli Sjálands og Fjóns (nú liðin tíð). Þetta er í sumarleyfinu í júlí Persónur eru Eva 10 ára og móðir hennar (sem skrifar þessa grein). Við vorum að ljúka við að borða morgunmat í matsalnum. Eva var farin að teikna. Ég var að lesa síðasta númer af Matematik. Þar skrifar Leif Ørsted grein til foreldra og kennara um hve mikilvægt það sé að nám eigi sér stað hjá þeim sem er að læra. Að börn læri ekki öll jafnhratt. Að hæfileikar og áhugamál séu breytileg. Að það skipti máli að gera kleift að nota þá heilbrigðu skynsemi sem nemendur búa yfir. Að maður læri best þegar manni líður vel. Ég les áfram. Á öðrum stað í blaðinu eru börn beðin um að skrifa um alla þá stærðfræði sem þau upplifa eða nota á einum degi. Við Eva sitjum hér. Hún með teikninguna sína og ég með blaðið mitt. Eva er frábær 10 ára telpa. Hefur yndi af að spyrja, er opin, fróðleiksfús og full af orku, tilbúin til að finna út hvað sem er, kann að undrast, kemur með athugasemdir, rökræðir. og er mongólíti. Það er svo augljóst hvað henni líður vel. Stærðfræðihæfileikar hennar eru litlir, áhugi á tölum og að leysa þrautir er mikill, öðru hverju. Hún er fær um að nýta heilbrigða skynsemi. En hún gerir það hægt. 1

2 Ef ég ætti, eins og stungið er upp á í Matematik, að skrifa niður hve mikla stærðfræði Eva notar þennan dag í fríinu okkar, gæti ég fyllt allt þetta hefti. Það gengur auðvitað ekki svo ég vel einstakan atburð. Við höfðum rætt um að kaupa ís í brauðformi eftir morgunmatinn. Eva: Nú er ég tilbúin að kaupa ísinn. Ég: Ertu búin að gá að því hvort þú ert með nóga peninga? Allir peningarnir eru settir á borðið. Eva aðgætir hvað hver peningur heitir. Ætli þetta sé nóg? Ég hugsa: Peningarnir fimm á borðinu eru við þessar aðstæður eitt það óhlutbundnasta sem hugsast getur fyrir Evu. Hvernig í ósköpunum getur hún fundið út hvort hún eigi nóg fyrir ís sem kostar 10 krónur? Hvernig get ég hjálpað henni að breyta fimmkrónu peningunum í einnar krónu peninga úr því að ég er ekki með neina slíka? Ég reyni að nýta það sem er innan seilingar og rétti upp alla fingur því að þá er hún vön að nota þegar hún telur. Ég: Hve margir eru hér? Eva: Enginn! Auðvitað! En heimskuleg spurning. Og glæsilegt svar. Ég: Hve margir fingur eru hér? Eva: 5 Ég: Það eru 5 fingur hér (ég sýni þá) og það eru 5 krónur hér (og bendi á). Þetta er endurtekið með hina höndina og hinn 5 krónu peninginn. Og þá voga ég mér að taka stökkið og spyr: Er þetta nóg? Eva: 10! Það er nóg! Án þess að hika. Og með hrifningu þess sem sjálfur hefur leyst viðfangsefnið. Þetta snérist um ís í brauðformi. Og þetta snérist um færa sér í nyt heilbrigða skynsemi. Upplifunin var sterk. Það var hún m.a. vegna þess að við höfðum svo ótal sinnum keypt eitthvað án þess að Eva hefði nokkurn áhuga á því hve mikið hún ætti að borga. Um langt skeið hefur það 2

3 verið nóg viðfangsefni að finna út hvernig maður fer að því að versla í búð. Maður finnur hvað maður ætlar að kaupa, fer í röðina, hellir peningunum úr buddunni og fær eitthvað til baka. Jafnvel fær maður stundum meira til baka en maður var með. Af einhverjum ástæðum er dagurinn í dag sá sem hún tekur stökkið. Og ég veit það þegar ég sit þarna í matsalnum og spyr: Ertu með nóga peninga Eva? Áður hefur Eva bara dregið mig með sér að afgreiðsluborðinu. Það hefur verið mitt vandamál hvort við hefðum nóga peninga. Í dag er hún tilbúin að eigna sér vandamálið. Ég veit það þar sem við sitjum þarna saman en hvorki ég né nokkur annar mun geta sagt örugglega hvers vegna þessi dagur var dagurinn. Nú er nokkuð um liðið og árið er Eva er 16 ára. Við erum aftur á leið frá Sjálandi yfir á Fjón í sumarfrí. Og aftur ætlum við að versla. En nú er ekki nóg að vita hvort við eigum næga peninga til að kaupa ís. Það á líka að kaupa Andrés-blað. Og Eva vill gjarnan vita hve mikla peninga hún eigi alls, ekki aðeins hvort hún eigi nóg fyrir því sem hún ætlar að kaupa. Hún flokkar peningana sína, krónur sér, tveggjakrónu peninga sér, fimmkrónu peninga sér o.s.frv. Hún veit að það er auðveldara að byrja að telja tuttugukrónu peningana fyrst, síðan tíukrónu peningana o.s.frv. Og hún veit að talnarunurnar sem hún þylur við hverja peningsgerð eru mismunandi. Hún kann ekki ennþá talnarunur fyrir tveggjakrónu peninga og tuttugukrónu peninga. En hún flokkar og telur. Og stundum kemst hún að réttri niðurstöðu! En í dag nennir hún ekki að klára talninguna. Í staðinn spyr hún hvað ég eigi margar myndir eftir á filmunni í myndavélinni. Hún er sjálf byrjuð að taka myndir. Hún vill gjarnan vita hve margar eru eftir. Það stendur 6 á vélinni og á filmunni eru 24 myndir. Þrautin er ekki einföld. Eva kann enga leið til að leysa hana. Hún þarf að finna eitthvert hjálpartæki til þess að hugsa með. Við byrjum að teikna og ræða. Við hjálpumst að. Lesandinn getur nú sjálfur búið til eina af mörgum frásögnum sem gætu lýst því sem þarna átti sér stað. Síðar í greininni er vitnað nokkrum sinnum í þessar tvær sögur. En lítum á nýju skólalögin og það sem vekur mesta athygli í þeim, námsaðgreining. Árið 1995 litu ný skólalög dagsins ljós. Og 1996 komu út hefti fyrir einstakar námsgreinar. Þar var að finna markmið námsgreinarinnar, meginsvið þekkingar og færni, námskrá og leiðbeiningar um kennslu. Allt liggur þetta nú fyrir. Skoðanir manna hafa einkum verið skiptar varðandi námsaðgreiningu, markmið og námsmat. Eigi námsaðgreining að vera stefnumarkandi atriði, eins og sagt er, hefur það augljóslega verulegar afleiðingar fyrir stærðfræðiörðugleika. Lítum aðeins á það sem sagt er: Um námsaðgreiningu Námsaðgreining fær nú stefnumarkandi hlutverk í kennslu þar sem til grundvallar eru lagðar mismunandi forsendur, möguleikar, þarfir og áhugi hinna einstöku nemenda. Þetta er gert til að 3

4 nýta í samstarfi fjölbreytileika þeirra við að ná fram bæði sameiginlegum markmiðum og einstaklingsbundnum. Markmið allrar kennslu er að þroska sjálfstæða hæfni og forsendur nemendanna og leiðin til þess felst í því að nýta möguleika þeirra. Úr grunnskólalögunum 18. grein: Skipan kennslunnar í öllum námsgreinum, þ.m.t. val á kennsluháttum og vinnubrögðum, aðferðum, námsgögnum og kennsluefni, á að vera í samræmi við markmið grunnskólans og fjölbreytileikinn á að vera slíkur að komið sé til Nr.2 Nr.4 móts við þarfir og forsendur hvers einstaks nemanda. Það er hlutverk skólastjórnenda að tryggja að bekkjarkennari og aðrir kennarar bekkjarins skipuleggi og undirbúi kennslu þannig að hún veiti öllum nemendum eðlilega vitræna ögrun. Í hverjum bekk og hverri námsgrein starfa kennari og nemandi saman við að ákveða þau markmið sem ætlunin er að ná. Vinna nemandans miðast við þessi markmið. Ákvörðun um hvernig unnið er, hvaða aðferðir notaðar og hvaða efni er lært, á eftir því sem frekast er unnt að vera tekin í samstarfi kennara og nemenda. Úr markmiðum fyrir stærðfræði Nr.2 Kennslu skal haga þannig að nemendur byggi upp stærðfræðilega þekkingu og kunnáttu sína út frá eigin forsendum. Úr námskrá (2.-4. bekkur) Hver einstakur nemandi á að fá möguleika til að þróa eigin aðferðir til þess að ákveða fjölda við samlagningu og frádrátt (4.-8. bekkur) Í vinnu með náttúrlegar tölur þróa nemendur áfram eigin aðferðir við útreikning. Staðlaðar aðferðir eru kynntar ef það kann að einfalda vinnuna. Ennfremur er í lögunum lögð rík áhersla á samhengið milli uppbyggingar einstaklingsins á þekkingu og mikilvægis samstarfs við uppbyggingu þekkingar. Og að lögin gildi fyrir alla nemendur. Stærðfræðiörðugleikar Hvað segja nýju lögin um stærðfræðiörðugleika? Eiginlega segja þau ekki neitt beint. Engu að síður er talsvert um slíkt fjallað. Að val á kennsluháttum og vinnubrögðum, aðferðum, námsgögnum og efni skuli í öllum námsgreinum vera svo fjölbreytilegt að það svari til þarfa og forsenda einstakra nemenda borið saman við að hver einstakur nemandi eigi að eiga þess kost að þróa eigin aðferðir gera miklar kröfur til kennara um að taka fullt tillit til bæði bráðgerra nemenda og hægfara við alla kennsluna, allt frá fyrstu skipulagsdrögum og út í gegnum framkvæmdina. Lögin taka sem sagt afstöðu gegn kennslu þar sem megintillit er tekið til miðjuhópsins og síðan bætt upp fyrir það með sérkennslu handa þeim nemendum sem lenda í stærðfræðiörðugleikum vegna þess að þeim er ekki gefinn gaumur í kennslu sem þeir eru þó hluti af. 4

5 Já, en er eðlilegt að lög taki afstöðu gegn slíkri kennslu? Er ekki þvert á móti gott að börn sem búa við þessa örðugleika fái sérkennslu? Á vissan hátt má játa því. Sérhvert barn á heimtingu á sérstakri kennslu. Vandinn er hins vegar sá að mikil hætta er á því í sérkennslu að unnið sé út frá örðugleikunum í stað þess að leggja vinnuna upp út frá möguleikunum. Sé það rétt að sjálfstæð hæfni nemandans eflist við að hans eigin möguleikar séu nýttir, er vafasamt að leggja til grundvallar það sem nemandinn hefur sýnt að hann getur ekki. Hinn vandinn er sá að þegar talað er um örðugleika hugsa menn ósjálfrátt sem svo að einhver eigi þessa örðugleika. Allt eins og nemendur eiga viðfangsefni (og við viljum gjarnan að nemendur eigni sér stærðfræðileg viðfangsefni þegar við erum að kenna stærðfræði), geta þeir átt örðugleikana. Og þar með höfum við staðsett ábyrgðina á þessum örðugleikum hjá nemandanum sjálfum. Það er í ósamræmi við þær hugmyndir að þekking verði til í samskiptum fólks. Ef hið síðara er rétt hljóta örðugleikar við að skapa þekkingu og öðlast hana einnig að verða til í samskiptum fólks. Örðugleikana er þar af leiðandi. ekki hægt að staðsetja hjá nemandanum einum og sér heldur verður að líta á þá í samhengi. Reynsla mín segir mér að stór hluti sérkennslu hafi byggst á röngum forsendum vegna þess að athygli hefur verið beint að örðugleikum í stað þess að skoða möguleika vitrænnar ögrunar. Og vegna þess að fólk hefur talið að sérstakar námsaðferðir eigi við varðandi börn sem læra hægar en önnur börn. Frásögnina af Evu tók ég ekki með í þessi skrif til þess að gera þau persónulegri heldur til þess að leggja áherslu á að jafnvel þegar maður er staddur yst í dreifingunni sem Leif Ørsted talar um í greininni sinni, já jafnvel svo langt úti að um er að ræða nemanda sem alla jafna ekki er í almennum skóla, þá lærir maður samt alveg eins og önnur börn. Og allt eins og þau, á maður kröfu á að það sem maður fæst við beri í sér merkingu, að maður sé sjálfur virkur í námsferlinu og að maður taki sjálfur þátt í að setja markmið og geri sér grein fyrir hvernig manni miðar að þeim. Að nota orðið stærðfræðiörðugleikar getur hindrað kennara í að líta á viðkomandi nemanda sem hæfan einstakling með möguleika sem kennaranum ber skylda til að grundvalla starfið á. Ég hef reynt að leggja áherslu á að sérhver nemandi er hæfur einstaklingur. Og að nýju skólalögin og námskráin í Danmörku setji það í grundvallarsess við að setja námsaðgreiningu sem meginstefnu og að draga hvert einasta barn inn í hugsun um markmið og mat á hvernig gangi. Um framsetningarmáta En varla getur það gert sömu kröfur til kennara að kenna nemanda sem á létt með stærðfræði og nemanda sem lendir í erfiðleikum með stærðfræði? Væntanlega er einhver munur á því? Að sjálfsögðu er það rétt. Mismuninn er hægt að skoða frá mismunandi sjónarhornum. Ég vel að líta á þetta út frá framsetningarmáta stærðfræðilegrar þekkingar, spurningunni um hvernig stærðfræðileg þekking er sett fram. Í mörgum skólum í Danmörku er löng og góð hefð komin á það í stærðfræðináminu að nota hluti til að hugsa með og framkvæma. Við N. Zahles kennaraskólann í Kaupmannahöfn, þar sem ég starfa, vinnum við með u.þ.b. 50 mjög hæfum æfingakennurum í stærðfræði. Í hugum þeirra og bekkjarstarfi er hvers kyns efniviður, teikningar og bæði talað mál og ritað 5

6 allt saman framsetningarmátar fyrir stærðfræðilega þekkingu, sem fengist er við að byggja upp. Og þetta allt nota bæði kennarinn og nemendur sem verkfæri. Um þetta mætti skrifa margt gott. Það sem mér er svo hugleikið, í því sem við glímum nú við, er að litið sé á þennan mismunandi framsetningarmáta sem verkfæri nemandans við að skapa sína eigin þekkingu - og ekki sem þrep í þróunarferli sem kennarinn heldur að hann/hún viti hvernig muni ganga fyrir sig. (Sjá Dan B. Eriksen: Personlige og sociale sider ved elevers tilegnelse af faglig viden og kunnen i folkeskolens matematikundervisning, side ). Við höfum tilhneigingu til að líta á hluti í náminu, t.d. peninga, sem ákveðinn framsetningarmáta. Við höfum líka mikla reynslu af að nota þá. En langt er í frá að það gildi um alla hluti. Látum frásögnina hér á undan hjálpa okkur til að taka eftir því. Þar var hið hlutbundna vitneskjan um að ís í brauðformi kostaði 10 krónur. Og það hlutfirrta voru peningarnir sem lágu á borðinu. Fimm krónur eru á vissan hátt hlutbundnari en myntirnar sem liggja á borðinu. Orðasambandið fimm krónur er hluti af virkum orðaforða Evu. Hún er vön að nota það, leggur ekki sömu merkingu í það og við hin fullorðnu, en hefur reynslu af því hvað hægt er að kaupa fyrir fimm krónur. Það segir henni eitthvað. Þar sem aftur fimmkrónu peningurinn á borðinu er 1 hlutur en táknar 5. Við þessar aðstæður er það eins hlutfirrt og hugsast getur. Við kennslu nemenda, sem læra hægt, er mikilvægt að hlusta vel á þá til þess að átta sig á hvernig nemandinn hugsar og hvað hjálpar honum til að hugsa. Það eru ekki endilega þau hjálpargögn sem kennarinn hafði hugsað sér að ætti að nota fyrst. Það er ekki létt að fullyrða hvað sé hlutbundið (konkret) og hvað hlutfirrt (abstrakt) í huga hins einstaka nemanda við einhverjar tilteknar aðstæður. Þetta á við um nemandann sem lærir mjög hægt - og þetta á líka við um aðra nemendur. Að skipta um samhengi (kontext) Hvernig átti að breyta fimmkrónu peningunum tveimur í krónupeninga þegar ég var ekki með neina slíka við höndina? Mín tilraun til þess var að nota það sem var við höndina og sýna Evu útrétta fingurna sem hún var vön að nota þegar hún taldi. Vona svo að það gengi að breyta yfir í fingur. Þeir eru innan seilingar. Eva er vön að nota þá. En þetta stökk mistókst. Ég: Eva: Hve margir eru hér? Enginn! Eva var að reyna að átta sig á hve margir peningarnir væru og hélt sér fast við að um það fjallaði viðfangsefnið. Hún lét mig ekki rugla sig þegar ég fór allt í einu að tala um allt aðra hluti. Sem voru utan landamæra Evu. Voru utan við skynsamlega röksemdafærslu hennar. Hún getur auðveldlega sjálf skipt um eins og ég var að gera og gerir það oft. Hún notar til skiptis fingur og hluti, frásagnir og teikningar og vasareikni þegar hún finnur út hve margir. Nemandi, sem lærir hægt, þarf mun meira á því að halda, en sá sem lærir hratt, að kennarinn skapi möguleika fyrir hann til að stjórna sjálfur sínu námi. Það er nemandinn sem veit best hvað hann getur nýtt sér til að hugsa með. En það er kennarinn sem á að vita og þekkja til hinna fjölbreytilegu möguleika sem fyrir hendi eru. 6

7 Reynslan úr starfi sýnir að það er einmitt erfitt að skipta um faglegt samhengi ef kennarinn er sá sem lætur sér detta það í hug. Þetta samræmist ágætlega fræðilegri þekkingu á að skilning megi skýra út sem hæfileikann til að setja fram og gera grein fyrir venslum mismunandi framsetningarmáta. Það er einmitt það að skipta um framsetningarmáta sem krefst skynjunar (erkendelse) á að um er að ræða það sama. Skiptin sjálf eru erfið. En að að slík skipti á samhengi opni jafnan þeim, sem þau ná til, nýja vídd í skilningi, dregur einmitt skýrt fram þann vanda sem kennarinn glímir stöðugt við: Ef skipti á samhengi takast, eykur það vídd við skilninginn. Ef þau takast ekki, stöðvast sú hugsun sem nemandi er þegar að fást við. Ástæðan fyrir því að vel gekk að lokum í þetta skipti þótt ég skipti um efni (samhengi) og yfir í eitthvað sem Eva tengdi ekki við aðstæðurnar var kannske sú að Eva eins og öll önnur börn, sem vilja komast að einhverju, þau búa yfir ótrúlegum vilja til að ná fram ósk sinni um nám. Bara ef kennarinn býr ekki til of háar hindranir. Það sem nemandinn vill gjarnan ná, er frumkrafturinn í öllu námi, óháð því hvort hann lærir hratt eða hægt. - og svo bíður ís í brauðformi. Lokaorð Tilgangurinn með þessari grein er að draga þau börn, sem veikast standa að vígi, inn í umræðuna um stærðfræðinám. Ég hef reynt að sýna að þau þurfa ekki sérstakar kennsluaðferðir. Að þau eigi forsendur og möguleika allt eins og önnur börn. Að þau byggi upp þekkingu sína og kunnáttu á sama hátt og önnur börn. Að það sé enn mikilvægara fyrir kennara en elle að byggja á forsendum slíks nemanda og möguleikum og að finna hvaða verkfæri hann geti best nýtt sér til að hugsa með. Nýju skólalögin - og einkum þó stærðfræðiheftið (faghæfte i matematik) sem kom í kjölfarið - bera með sér sýn á nám sem er eins og það sem stendur í þessari grein. En hvernig framkvæmdin verður á eftir að koma í ljós. Kennari býr við erfiðar starfsaðstæður og pólitískar umræður gera þær ekki auðveldari, umræður sem beina fyrst og fremst kastljósi að því að duglegi nemandinn læri of lítið. Umræða þar sem það er nánast sjálfgefið að sé hugsað um nemandann sem erfitt á með nám hljóti sá duglegi að gleymast. Það er jafnvel sagt að um allt of langt skeið hafi verið tekið of mikið tillit til þeirra sem erfitt eiga með nám. Ætlan mín með greininni er líka að setja fram efasemdir um að hér sé um andstæður að ræða. 7

8 Heimildir: 1. Dorrit Christensen og Kirsten Rasmussen. Undervisningsdifferentiering - set gennem praksis. Danmarks lærerforening, Dan B. Eriksen, Personlige og sociale sider ved elevernes tilegnelse af faglig viden og kunnen i folkeskolens matematikundervisning. 3. Vagn Rabøl Hansen, Inge Horn og Ole Robenhagen. Undervisningsdifferentiering 1 - idé og grundlag. Danmarks pædagogiske institut, Ole Harrit, Mogens Jansen og Hans Jørgen Kristensen. Undervisningsministeriet, Marit Johnsen Høines. Begynderopplæringen Fagdidaktik for matematikkundervisningen i klasse. Caspars forlag, Matematik. Faghæfte 1. Undervisningsministeriet. Folkeskoleafdelingen,

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Sjálfsprottinn söngur barna

Sjálfsprottinn söngur barna Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir Efnisyfirlit

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Et værdigt redskab for værdigt indhold

Et værdigt redskab for værdigt indhold Verðugt tæki fyrir verðugt inntak Upplýsingatækni hefur á undanförnum árum lagt til margvísleg tæki til að nota í stærðfræði en einnig má nota þau til að læra stærðfræði. Nemendur á miðstigi grunnskólans

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

Æfingar og ráð til að takast á við streitu

Æfingar og ráð til að takast á við streitu STÚDENTAÞJÓNUSTA HR STR EI Æfingar og ráð til að takast á við streitu TA 1 Nánari upplýsingar um stúdentaþjónustu HR: hr.is/studentathjonusta Bæklingur þessi heitir á frummálinu Stress. Útgefandi: Studenterrådgivningen,

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere