Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála"

Transkript

1 ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigurður Tómas Magnússon

2

3 Útdráttur Í 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er kveðið á um hlutlæga bótaskyldu íslenska ríkisins vegna þvingunarráðstafana á grundvelli IX XIV. kafla laganna. Með ákvæðinu er hverjum þeim, sem hefur mátt þola þvingunarráðstafanir vegna rannsóknar eða meðferðar sakamáls, tryggður réttur til bóta ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi, án þess þó að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. Þá er ákvæðinu ætlað að bæta fjártjón jafnt sem miska. Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða til hvers dómstólar líta við ákvörðun fjárhæða miskabóta á grundvelli 228. gr. Ekki verður ráðið af sakamálalögunum né forsögu þeirra hvaða atriði það eru sem fallið geta undir miska samkvæmt ákvæðinu. Erlendis, meðal annars í Danmörku, hafa verið settar reglur um staðlaðar fjárhæðir miskabóta en á Íslandi hafa dómarar ávallt ákveðið fjárhæð miskabóta á grundvelli matskenndra sjónarmiða í hverju tilviki fyrir sig. Meginefni ritgerðarinnar grundvallast á rannsókn á öllum birtum dómum sem fallið hafa í héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti Íslands, þar sem fallist hefur verið á bótaskyldu íslenska ríkisins á grundvelli 228. gr. sakamálalaga síðan ákvæðið tók gildi í janúar Skoðaðar voru forsendur og sjónarmið að baki ákvörðunum um fjárhæð miskabóta. Þá var reynt að meta hvort samræmi væri í ákvörðun fjárhæða miskabóta sem dæmdar hafa verið á grundvelli ákvæðisins í sambærilegum málum í héraði og fyrir Hæstarétti. Í þeim tilvikum sem ósamræmi var talið vera fyrir hendi var reynt að leita skýringa á orsökum ósamræmisins. Rannsóknin leiddi í ljós að nokkurt misræmi sem erfitt er að skýra virðist vera í dómaframkvæmd hvað varðar fjárhæðir miskabóta í sambærilegum málum. Í ritgerðinni var leitast við að svara því hvort einhverra aðgerða væri þörf til að samræma dómaframkvæmd á þessu sviði. i

4 Abstract According to article 228 in Act no. 88/2008 on Criminal Procedure, the Icelandic government is responsible for damages, both special (economic) and noneconomic, due to compulsory measures as stated in chapters IX XIV. The provision ensures a right to compensations for compulsory measures due to police procedure in the case of dismissal or acquittal, unless the defendant was found not responsible in law. This thesis looks to identify, in regards to what, justices determine suitable compensations based upon article 228. Neither the Criminal Procedure Act nor its antecedent make it possible to ascertain damages pertaining thereto. In Danish law, among others, compensation is determined in accordance with rules about standard amounts, whereas here in Iceland justices' determination about compensation amounts has always been subjectively based. The primary focus of the thesis is an analysis of all published verdicts issued in the District Court of Reykjavík and the Supreme Court of Iceland where the Icelandic government was found liable according to article 228 of the Criminal Procedure Act, since January 2009, when the law came into effect. The reasoning for compensation amounts in the verdicts was analyzed and an attempt made to evaluate whether there is a concordance between compensation amounts in corresponding cases. Where there was thought to be inconsistency in compensation amounts, an attempt was made to seek out the grounds for the difference in amounts. The results of this study showed that there are quite some inconsistencies in compensation amounts between corresponding cases that is difficult to explain. Finally suggestions were made for whether further measures are needed in order to provide a uniform administration of justice regarding damages for compulsory measures. ii

5 Formáli Ritgerð þessi er 30 ECTS-eininga lokaritgerð til meistaraprófs í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Var hún unnin undir handleiðslu Sigurðar Magnúsar Tómassonar, prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir gott samstarf, uppbyggilegar athugasemdir og áhugans sem hann sýndi viðfangsefninu frá upphafi. Einnig vil ég nýta tækifærið og þakka fjölskyldu minni og vinum fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum námið. Þá vil ég þakka strákunum mínum tveim, Hrappi Birki og Stíg Snæ, sérstaklega fyrir að hafa ávallt stutt og elskað mig í gegnum námið, meira að segja í verkefnatörnum og prófalestri. Ívari vil ég þakka fyrir alla þolinmæðina og hjálpina í skrifunum en seinast en ekki síst allan stuðninginn í gegnum námið sem og í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég veit ekki hvar ég væri án hans. Ritgerð þessi er tileinkuð strákunum mínum tveim. Hanna Guðmundsdóttir 2. desember 2016 iii

6 Efnisyfirlit ÚTDRÁTTUR... I ABSTRACT... II FORMÁLI... III EFNISYFIRLIT... IV MYNDA- OG TÖFLUSKRÁ... VI LAGASKRÁ... VII DÓMASKRÁ...VIII 1 INNGANGUR ÞVINGUNARRÁÐSTAFANIR ALMENNT UM ÞVINGUNARRÁÐSTAFANIR EINKENNI ÞVINGUNARRÁÐSTAFANA FRAMKVÆMD ÞVINGUNARRÁÐSTAFANA ÞVINGUNARRÁÐSTAFANIR IX. XIV. KAFLA Haldlagning Leit og líkamsrannsókn Símhlustun Ýmsar rannsóknaraðgerðir Handtaka Gæsluvarðhald og aðrar sambærilegar ráðstafanir BÆTUR VEGNA ÞVINGUNARRÁÐSTAFANA HLUTLÆG SKAÐABÓTAÁBYRGÐ RÍKISINS SÖGULEGT YFIRLIT Sakamálaréttarfar 18. aldar og fram til ársins Fyrstu heildstæðu lögin Þróun og sögulegt yfirlit bótaákvæðisins Núgilandi lög um meðferð sakamála NORRÆN LÖGGJÖF DANSKUR RÉTTUR SAMANBURÐUR VIÐ ÍSLENSKAN RÉTT STAÐLAÐAR FJÁRHÆÐIR BÓTA UPPSETNING REGLNANNA iv

7 5 BÓTAKRÖFUR OG MEÐFERÐ ÞEIRRA Á ÍSLANDI RÍKISLÖGMAÐUR OG HLUTVERK HANS Fjöldi mála seinustu ára HLUTVERK DÓMSTÓLA DÓMARANNSÓKNIN UPPBYGGING DÓMARANNSÓKNARINNAR BÆTUR FYRIR HANDTÖKU OG SETU Í FANGAGEYMSLU Almennt um þá dóma sem fallið hafa Dómur Hæstaréttar er varðar bætur fyrir handtöku og setu í fangageymslu Dómar héraðsdóms er varða bætur fyrir handtöku og setu í fangageymslu BÆTUR FYRIR HANDTÖKU OG LÍKAMSRANNSÓKN Almennt um þá dóma sem fallið hafa Dómar héraðsdóms er varða bætur fyrir handtöku og líkamsrannsókn BÆTUR FYRIR GÆSLUVARÐHALD EÐA AÐRAR SAMBÆRILEGAR RÁÐSTAFANIR Almennt um þá dóma sem fallið hafa Dómar Hæstaréttar er varða bætur fyrir handtöku og gæsluvarðhald Dómar héraðsdóms er varða bætur fyrir handtöku og gæsluvarðhald BÆTUR FYRIR LEIT Almennt um þá dóma sem fallið hafa Dómar Hæstaréttar er varða bætur fyrir leit Dómar héraðsdóms er varða bætur fyrir leit BÆTUR FYRIR SÍMHLUSTUN Almennt um þá dóma sem fallið hafa Dómur Hæstaréttar er varðar bætur fyrir símhlustun Dómar héraðsdóms er varða bætur fyrir símhlustun BÆTUR FYRIR ÝMSAR ÞVINGUNARRÁÐSTAFANIR Almennt um þá dóma sem fallið hafa Dómar Hæstaréttar er varða bætur fyrir ýmsar þvingunarráðstafanir Dómar héraðsdóms er varða bætur fyrir ýmsar þvingunarráðstafanir SAMANTEKT OG NIÐURSTÖÐUR SAMANTEKT NIÐURSTÖÐUR DÓMARANNSÓKNAR ÞÖRF Á REGLUM UM STAÐLAÐAR BÆTUR Á ÍSLANDI HEIMILDASKRÁ v

8 Mynda- og töfluskrá MYND 1: BROT ÚR FYRSTA KAFLA REGLANNA UM STAÐLAÐAR MISKABÆTUR Í DANMÖRKU SEM GILDA FYRIR ÞVINGUNARRÁÐSTAFANIR SEM BEITT ER ÁRIÐ MYND 2: FJÖLDI MÁLA HJÁ DÓMSTÓLUM SEM FALLIÐ HAFA Á GRUNDVELLI 228. GR. SAKAMÁLALAGA FRÁ SETNINGU ÞEIRRA MYND 3: DÆMDAR FJÁRHÆÐIR MISKABÓTA Í HVERJU MÁLI FYRIR SIG OG SAMANBURÐUR VIÐ HVERJAR BÆTURNAR HEFÐU VERIÐ Í DÖNSKUM RÉTTI MIÐAÐ VIÐ REGLURNAR UM STÖÐLUÐU MISKABÆTURNAR EINS OG ÞÆR VORU ÁRIÐ SEM ÞVINGUNARRÁÐSTÖFUNUM VAR BEITT MYND 4: DÆMDAR FJÁRHÆÐIR BÓTA Í ÞREMUR MISMUNANDI MÁLUM VEGNA GÆSLUVARÐHALDSSETU OG FARBANNS OG ÞÆR BORNAR SAMAN VIÐ ÞÆR BÆTUR SEM DÆMDAR HEFÐU VERIÐ Í SÖMU MÁLUM EF FARIÐ HEFÐI VERIÐ EFTIR DÖNSKU STÖÐLUÐU MISKABÓTUNUM SEM GILTU ÞAÐ ÁR SEM ÞVINGUNARRÁÐSTÖFUNUM VAR BEITT MYND 5: DÆMDAR FJÁRHÆÐIR MISKABÓTA Á DAG FYRIR SETUNA Í GÆSLUVARÐHALDI Í HÆSTARÉTTI MYND 6: DÆMDAR FJÁRHÆÐIR BÓTA FYRIR HVERN DAG VEGNA GÆSLUVARÐHALDS Í FIMM MISMUNANDI MÁLUM SEM ÖLL FÉLLU Í LOK ÁRS 2015 EÐA Í ÁR. Í FYRSTA OG FJÓRÐA MÁLINU Í RÖÐINNI VORU ENGAR LÆKKUNARÁSTÆÐUR TALDAR VERA FYRIR HENDI EN Í HINUM MÁLUNUM VORU BÆTURNAR LÆKKAÐAR Á GRUNDVELLI SÍÐARI MÁLSLIÐAR 2. MGR GR. SML MYND 7: DÆMDAR FJÁRHÆÐIR MISKABÓTA Á HVERN DAG VEGNA GÆSLUVARÐHALDSSETU Í ÞREMUR MISMUNANDI MÁLUM SEM FALLA Á INNAN VIÐ ÁRI MYND 8: DÆMDAR MISKABÆTUR FYRIR HVERN DAG SEM FRELSISSVIPTINGIN VARIR Í ÞEIM HÉRAÐSDÓMUM SEM REIFAÐIR VORU Í KAFLANUM MYND 9: DÆMDAR FJÁRHÆÐIR BÓTA VEGNA LEITAR Í ÞREMUR MISMUNANDI MÁLUM MYND 10: DÆMDAR FJÁRHÆÐIR MISKABÓTA VEGNA SÍMHLUSTUNAR Í ÞREMUR DÓMUM, TVEIR Í HÆSTARÉTTI OG EINN Í HÉRAÐI, BORNAR SAMAN VIÐ HVERJAR MISKABÆTURNAR HEFÐU VERIÐ EF FARIÐ HEFÐI VERIÐ EFTIR DÖNSKU STÖÐLUÐU BÓTUNUM SEM VORU Í GILDI ÞAÐ ÁR SEM ÞVINGUNARRÁÐSTÖFUNUM VAR BEITT TAFLA 1: TÖLUR VARÐANDI BÓTAMÁL FEGNAR FRÁ EMBÆTTI RÍKISLÖGMANNS vi

9 Lagaskrá Íslensk lög Lög nr. 92/1989 um framkvæmdarvald ríkisins í héraði Lög nr. 90/1996 um lögreglu Lög nr. 27/1951 um meðferð opinberra mála Lög nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála Lög nr. 88/2008 um meðferð sakamála Lög nr. 51/1985 um ríkislögmann Lög nr. 28/1893 um skaðabætur fyrir gæsluvarðhald og afplánun refsingar að ósekju Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 breytingarlög: Lög nr. 83/1997 um breytingar á sérákvæðum í lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Lög nr. 36/1999 um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála Lög nr. 103/2016 um breytingar á lögum um meðferð sakamála Dönsk lög og reglur Retsplejeloven nr. 1255/2015 Lov nr. 243/1978 om ændring af retsplejeloven m.v. Meddelelse nr. 1/2009 erstatning i henhold til retsplejelovens kapitel 93 a Meddelelse nr. 1/2010 erstatning i henhold til retsplejelovens kapitel 93 a Meddelelse nr. 1/2011 erstatning i henhold til retsplejelovens kapitel 93 a Meddelelse nr. 1/2012 erstatning i henhold til retsplejelovens kapitel 93 a Meddelelse nr. 1/2013 erstatning i henhold til retsplejelovens kapitel 93 a Meddelelse nr. 1/2014 erstatning i henhold til retsplejelovens kapitel 93 a Meddelelse nr. 1/2015 erstatning i henhold til retsplejelovens kapitel 93 a Meddelelse nr. 1/2016 erstatning i henhold til retsplejelovens kapitel 93 a Alþingistíðindi Alþt , A-deild, þskj. 27 Alþt , A-deild, þskj. 27, 24. mál Alþt , A-deild, þskj. 12, 12. mál Alþt , A-deild, þskj. 18, 18. mál Alþt , A-deild, þskj. 824, 475. mál Alþt , A-deild, þskj. 700, 98. mál Alþt , A-deild, þskj. 1357, 189. mál Alþt , A-deild, þskj. 482, 354. mál Alþt , A-deild, þskj. 1026, 354. mál Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál Alþt , A-deild, þskj. 1153, 233. mál vii

10 Dómaskrá Dómar Hæstaréttar Hrd. 8. mars 2012 í máli nr. 492/2011 Hrd. 26. mars 2013 í máli nr. 601/2012 Hrd. 23. maí 2013 í máli nr. 11/2013 Hrd. 13. júní 2013 í máli nr. 172/2013 Hrd. 26. september 2013 í máli nr. 109/2013 Hrd. 12. mars 2015 í máli nr. 431/2014 Hrd. 28. maí 2015 í máli nr. 802/2014 Hrd. 17. september 2015 í máli nr. 61/2015 Hrd. 19. nóvember 2015 í máli nr. 146/2015 Hrd. 19. nóvember 2015 í máli nr. 147/2015 Hrd. 15. september 2016 í máli nr. 789/2015 Hrd. 13. október 2016 í máli nr. 11/2016 Dómar héraðsdóms Reykjavíkur Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 29. desember 2009 í máli nr. E-8580/2009 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 2011 í máli nr. E-2967/2010 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 15. júní 2012 í máli nr. E-3019/2011 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 21. september 2012 í máli nr. E-353/2012 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 13. desember 2012 í máli nr. E-23/2012 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2013 í máli nr. E-1904/2012 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2013 í máli nr. E-3056/2012 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2013 í máli nr. E-2173/2012 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 7. nóvember 2013 í máli nr. E-3594/2012 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 18. júní 2014 í máli nr. E-2382/2013 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 20. nóvember 2014 í máli nr. E-3590/2013 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2014 í máli nr. E-2384/2013 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 19. mars 2015 í máli nr. E-1572/2014 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 30. mars 2015 í máli nr. E-665/2015 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 2015 í máli nr. E-1575/2014 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 2015 í máli nr. E-2835/2014 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 25. nóvember 2015 í máli nr. E-823/2014 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 25. nóvember 2015 í máli nr. E-335/2015 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 22. desember 2015 í máli nr. E-121/2015 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 23. desember 2015 í máli nr. E-3919/2014 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar 2016 í máli nr. E-3224/2014 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 25. janúar 2016 í máli nr. E-436/2015 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 2016 í máli nr. E-1822/2015 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 2016 í máli nr. E-1986/2012 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 2016 í máli nr. E-2008/2015 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 30. mars 2016 í máli nr. E-4451/2014 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 27. apríl 2016 í máli nr. E-1057/2015 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 28. september 2016 í máli nr. E-1467/2015 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 6. október 2016 í máli nr. E-23/2016 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 15. nóvember 2016 í máli nr. E-59/2016 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 7. desember 2016 í máli nr. E-1359/2016 viii

11 1 Inngangur Í lögum um meðferð sakamála nr. 88/ er mælt fyrir um aðgerðir eða ráðstafanir sem lögreglu er heimilt að grípa til í þágu rannsóknar og meðferðar sakamála, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. 2 Þessi úrræði eða fyrirmæli, hafa jafnan verið nefnd einu nafni þvingunarráðstafanir í þágu rannsóknar sakamála, og eiga það sameiginlegt að þeim er beitt óháð vilja þeirra sem þær beinast að auk þess sem þær fela í sér skerðingu á mikilvægum réttindum manna. 3 Löggjafinn hefur lengi talið rétt að leitað sé leiða til að bæta einstaklingum tjón sem hlýst af slíkum aðgerðum. Með tímanum mótuðust ákveðin viðhorf í þjóðfélaginu, sem síðar voru lögfest og fela nú í sér hlutlæga bótaábyrgð íslenska ríkisins gagnvart tjóni einstaklinga sem rekja má til þessara ráðstafana. Voru reglur þessar reistar á þeim sjónarmiðum að rétta þyrfti hlut þeirra sem hallað hafði á vegna þess háttar aðgerða stjórnvalda. 4 Í núgildandi lögum er mælt fyrir um það í 228. gr. sakamálalaga að maður, sem borinn hefur verið sökum í sakamáli, eigi rétt til bóta vegna þvingunarráðstafana, ef mál hans hefur verið fellt niður samkvæmt 145. gr. sömu laga eða ef hann hefur verið sýknaður með endanlegum dómi, án þess þó að það hafi verið gert vegna þess að hann hafi verið talinn ósakhæfur. Þetta gildir jafnt yfir alla svo lengi sem ekki sé talið að viðkomandi hafi stuðlað að eða valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Þannig er mælt fyrir í lögum um víðtækan rétt til bóta handa hverjum þeim sem telur sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum þvingunarráðstafana en ekki eru sett frekari skilyrði í ákvæðinu fyrir þessari hlutlægu bótaábyrgð ríkisins. Í 228. gr. sakamálalaga er gert ráð fyrir því að dæma megi einstaklingum bætur fyrir ófjárhagslegt tjón eða miska 5 svo og fjártjón. Eðli málsins samkvæmt eiga önnur sjónarmið við um mat á ófjárhagslegu tjóni og tjóni sem metið verður til peninga eftir almennum hlutlægum mælikvarða. 6 Almenna reglan varðandi bæði fjárhagslegt og ófjárhagslegt tjón í bótarétti er þó sú að tjónþoli þarf að sanna að hann hafi orðið fyrir tjóni og þá hvert tjón hans er. 7 Á hinn bóginn getur verið uppi sú staða að þrátt fyrir að tjón hafi verið sannað liggi ekki fyrir full sönnun um umfang þess eða að erfitt sé að meta það til peninga. Þegar staðan er slík hefur yfirleitt tveimur úrræðum verið beitt við ákvörðun á fjárhæð bóta. Annars vegar hefur, 1 Hér eftir nefnd sml. eða sakamálalög eftir því sem á við. 2 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar: rannsókn : þvingunarráðstafanir (Codex 2012) sama heimild Alþt , A-deild, þskj. 12, 12. mál, athugasemdir við XVIII. kafla. 5 Í ritgerðinni verður talað jöfnum höndum um ófjárhagslegt tjón og miska eftir því sem við á. 6 Arnljótur Björnsson, Skaðabótaréttur: kennslubók fyrir byrjendur (2. útg., Orator 1999) sama heimild

12 við slíkar aðstæður, verið talið að dómstólar geti dæmt bætur að álitum en með því er átt við að til grundvallar ákvörðun fjárhæð bóta liggi ekki örugg áætlun eða útreikningur á fjárhagslegum afleiðingum tjónsatviks. Hins vegar hefur verið farin sú leið að bætur séu staðlaðar en í því felst að fjárhæð þeirra er ákveðin eftir samræmdum fyrirfram ákveðnum reglum. Slíkar reglur eru þó eðli málsins samkvæmt ekki eins sveigjanlegar og reglur sem stefna að því að meta atvik í hverju tilfelli fyrir sig og með því sníða bætur einstaklingsbundið eftir tjóni. 8 Ekki verður ráðið af sakamálalögum né forsögu þeirra hvaða atriði það eru sem fallið geta undir miska samkvæmt 5. mgr gr. laganna sem kveður á um að dæma skuli bætur jafnt fyrir fjártjón sem miska, sbr. dóm héraðsdóms Reykjavíkur 25. nóvember 2015 í máli nr. E- 823/2014. Vegna þessa hefur verið farin sú leið að dómstólum og viðeigandi stjórnvöldum er gefinn frjáls taumur til að meta fjárhæðir bóta á grundvelli 228. gr. í hverju bótatilviki fyrir sig. 9 Reglur um staðlaðar bætur fyrir ófjárhagslegt tjón hafa ekki verið settar hérlendis ólíkt því sem gert hefur verið í nágrannalöndunum. Vakna þá upp spurningar um það hvernig fjárhæðir miskabóta vegna þvingunarráðstafana séu ákveðnar hjá dómstólum landsins. Hvernig meta dómstólar ófjárhagslegt tjón bótakrefjenda á grundvelli ákvæðisins? Er samræmi í þeim bótafjárhæðum sem dæmdar eru á grundvelli 228. gr. sakamálalaga og ef svo er ekki, af hverju stafar það ósamræmi? Í ritgerð þessari verður leitast við að svara þessum spurningum með því að líta til þeirra dóma Hæstaréttar Íslands og héraðsdóms Reykjavíkur er varða kröfur um bætur á grundvelli 228. gr. sakamálalaga og fallið hafa síðan núgildandi ákvæði tók gildi í ársbyrjun Rannsakaðir verða birtir dómar á báðum dómstigum þar sem fallist hefur verið á bótaskyldu ríkisins á grundvelli ákvæðisins. Leitast verður við að greina á hvaða grundvelli niðurstöður dómstólanna um ákvarðanir á bótafjárhæðum fyrir þvingunarráðstafanir eru byggðar og hvort samræmi sé á milli þeirra fjárhæða sem ákvarðaðar eru. Í öðrum kafla verður fjallað með almennum hætti um þvingunarráðstafanir samkvæmt IX XIV. kafla sakamálalaga í þágu rannsókna og meðferða sakamála og um þær heimildir laganna sem lögreglu og öðrum yfirvöldum eru fengnar við rannsókn þessara mála. Hugtakið þvingunarráðstöfun verður skilgreint og farið yfir skilyrði og einkenni slíkra ráðstafana. Þá verður hverri ráðstöfun, sem hægt er að krefjast bóta fyrir á grundvelli 228. gr. laganna, gerð skil og farið yfir einkenni og skilyrði hverrar fyrir sig. 8 sama heimild Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, athugasemdir við 228. gr. 2

13 Í þriðja kafla er fjallað um uppruna og sögu bótaákvæðisins sem nú er í 228. gr. sakamálalaga í íslenskum lögum. Þeim breytingum sem hafa verið gerðar á ákvæðinu í gegnum tíðina verða gerð skil. Þá verður fjallað með almennum hætti um þróun þeirra skilyrða sem sett hafa verið fyrir bótum samkvæmt ákvæðinu. Loks verður fjallað um ákvæðið eins og það stendur í núgildandi lögum. Farið verður yfir þau skilyrði sem sett eru fyrir bótum á grundvelli þess, og þær undantekningar sem gerðar eru á bótaréttinum teknar fyrir. Í fjórða kafla er fjallað um norræna löggjöf. Danskur réttur verður tekinn til umfjöllunar en í frumvarpi því er varð að sakamálalögum kemur fram að litið sé til samsvarandi ákvæða í dönskum réttarfarslögum við samningu 228. gr. laganna. Auk þess sem litið er til þess að í danskri löggjöf hafa síðan rétt fyrir aldamótin verið gefnar út ár hvert reglur um staðlaðar fjárhæðir bóta sem greiða á fyrir miska sem hlýst af sambærilegum rannsóknaraðgerðum þarlendis. Þá verða þessar reglur um staðlaðar miskabætur skoðaðar. Í fimmta kafla er fjallað um bótakröfur og meðferð þeirra hérlendis. Fjallað verður um ríkislögmann og hlutverk hans en samkvæmt lögum nr. 51/1985 um ríkislögmann 10 fer embætti hans með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Þá er einnig komið inn á hlutverk dómstóla þegar ekki nást sættir um bótafjárhæð innan embættisins. Í sjötta kafla er rannsókn á dómum er snúa að bótakröfum á grundvelli 228. gr. gerð skil. Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands frá gildistöku núgildandi ákvæðis er skoðuð en vegna þess hversu fáir hæstaréttardómar hafa fallið er dómaframkvæmd héraðsdóms Reykjavíkur einnig skoðuð. Skoðaðar verða niðurstöður dómara um ákvarðanir um fjárhæðir bóta, og rökstuðningur fyrir dæmdum bótafjárhæðum. Loks verður tekið til skoðunar hvort samræmi sé í bótafjárhæðunum sem dæmdar eru í málum sem telja verður sambærileg. Ef um ósamræmi þykir vera að ræða verður skoðað hvort unnt sé að skýra það með einhverjum hætti. Að lokum er svo í sjöunda kafla að finna samantekt og niðurstöður. 2 Þvingunarráðstafanir 2.1 Almennt um þvingunarráðstafanir Í IX. XIV. kafla sakamálalaga er að finna úrræði eða fyrirmæli þau sem lögreglu er heimilt að grípa til við rannsókn sakamála, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, sem jafnan eru nefnd 10 Hér eftir nefnd rll. eða lög um ríkislögmann eftir því sem við á. 3

14 einu nafni þvingunarráðstafanir í þágu rannsóknar sakamála. 11 Ekki skal þó rugla þvingunarráðstöfunum við þvingunarúrræði sem stjórnvöld geta gripið til þegar stjórnvaldsákvörðun felur í sér boð eða bann við að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert Einkenni þvingunarráðstafana Með þvingunarráðstöfunum sakamálalaga er átt við ráðstafanir sem teljast til rannsóknaúrræða lögreglu svo sem haldlagningu, leit, líkamsrannsókn, símhlustun, handtöku og gæsluvarðhald, sbr. IX. XIV. kafla laganna. Það sem einkennir þvingunarráðstafanir sakamálalaga er einkum talið vera tvennt. Í fyrsta lagi einkennast þvingunarráðstafanir af því, líkt og nafnið bendir til, að um er að ræða ráðstafanir sem knúnar verða fram með valdi, það er andstætt vilja þeirra sem þær beinast að. 13 All algengt er þó að þvingunarráðstafanir séu framkvæmdar með samþykki þess sem þær beinast að. Þótt slíkt samþykki geti verið gefið af fúsum og frjálsum vilja á það eflaust við í mörgum tilvikum að slíkt samþykki eigi rætur sína að rekja til vitneskjunnar um að ef það yrði ekki gefið yrði ráðstöfunin, sem um ræðir, knúin fram með valdi. Af þeirri ástæðu þykir eðlilegra að telja ráðstafanir á borð við haldlagningu, leit og handtöku til þvingunarráðstafana, þótt samþykki liggi þeim til grundvallar. 14 Í öðru lagi einkennast þvingunarráðstafanir af því að þær fela í sér skerðingu á mannréttindum. Þannig eru mikilvæg réttindi manna á borð við eignarrétt, persónufrelsi og friðhelgi einkalífs sem að öðru jöfnu njóta ríkrar réttarverndar að lögum skert með þvingunarráðstöfunum. 15 Hér skiptir ekki máli hvort sú skerðing sem er beitt sé talin lítilsverð, svo sem þegar manni er bönnuð brottför úr landi í tiltekinn tíma á grundvelli 1. mgr gr. sml Framkvæmd þvingunarráðstafana Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. sakamálalaga teljast sakamál öll þau mál sem handhafar ákæruvaldsins höfða til refsingar lögum samkvæmt og sæta meðferð eftir ákvæðum laganna, nema öðruvísi sé mælt fyrir í lögum. Í 2. mgr. 52. gr. sml. segir að það er lögregla sem hefur rannsókn vegna áætlaðrar refsiverðrar háttsemi en samkvæmt 1. mgr. sömu greinar er rannsókn sakamála í höndum lögreglu nema öðruvísi sé mælt fyrir í lögum. Markmið rannsókna lögreglu er að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða 11 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) Eiríkur Tómasson, Þróun íslensks sakamálaréttarfars í Ragnheiður Bragadóttir (ritstj.), Afmælisrit: Jónatan Þórmundsson sjötugur (Codex 2007) Eiríkur Tómasson, Þvingunarráðstafanir Í Þágu Meðferðar Sakamáls (2. útg., Úlfljótur 2009) Hans Gammeltoft-Hansen, Strafferetspleje II (1. udg., 1. opl, Jurist- og Økonomforbundets Forl 1989) 79 80, eins og vísað er í; Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) sama heimild. 4

15 að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferðar fyrir dómi, sbr. 53. gr. sml. Þó oftast sé gripið til þvingunarráðstafana í þessum tilgangi getur markmiðið verið annað. Þannig er í XIV. kafla sakamálalaga fjallað um gæsluvarðhald sem getur verið beitt til þess að upplýsa brot, sbr. a. lið 1. mgr. 95. gr., en getur einnig verið beitt til að tryggja návist sakbornings svo hægt sé að ljúka máli hans, sbr. b. og c. lið 1. mgr. 95. gr. sml. 17 Þvingunarráðstafanir eru oftast framkvæmdar af lögreglu. 18 Vegna þess að þvingunarráðstafanir skerða, sem fyrr segir, mikilvæg réttindi manna hefur verið talið að lögregla geti ekki gripið til þeirra nema heimild sé til þess í lögum. 19 Ljóst er að ýmsar aðgerðir lögreglu, sem ekki hafa í för með sér skerðingu á mannréttindum, eins og þær sem miða einkum að því að halda uppi lögum og reglu, til dæmis á almannafæri, flokkast því ekki undir þvingunarráðstafanir Þvingunarráðstafanir IX. XIV. kafla Haldlagning IX. kafli sakamálalaga snýr að haldlagningu. Í honum er fjallað um það úrræði lögreglu að leggja hald á muni í eigu eða í vörslu sakbornings eða annarra manna í þágu rannsóknar og meðferðar sakamáls. 21 Í haldlagningu felst að maður, hvort sem er eigandi eða vörsluhafi munar, er sviptur umráðum yfir honum í einhvern tíma en haldlagning getur varað í mislangan tíma. 22 Haldlagning er lögregluaðgerð og er lögreglu heimilt að leggja hald á muni án dómsúrskurðar, sbr. 1. mgr. 69. gr. sml. sbr. þó 2. mgr sömu greinar. Þar segir að séu munir í eigu eða vörslum annars manns en sakbornings og ekki sé hætta á að þeir fari forgörðum eða þeim verði skotið undan skuli haldlagning ákveðin með úrskurði dómara nema fyrir liggi ótvírætt samþykki eiganda eða vörsluhafa. Önnur skilyrði þurfa ekki að vera fyrir hendi svo lagt verði hald á muni en eigandi eða vörsluhafi þeirra getur þó alltaf borið lögmæti haldlagningar undir dómara, sbr. 3. mgr. 69. gr. sml. og almenna ákvæðisins í 2. mgr gr. sml. 23 Haldlagning varir þó yfirleitt ekki lengur en málsmeðferðin sjálf, það er þangað til máli er endanlega 17 sama heimild Páll Sigurðsson (ritstj.), Lögfræðiorðabók: með skýringum (Codex : Lagastofnun Háskóla Íslands 2008). 19 Eiríkur Tómasson, Yfirlit yfir þvingunarráðstafanir í þágu meðferðar opinberra mála Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, athugasemdir við IX. kafla. 22 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) Eiríkur Tómasson, Þvingunarráðstafanir Í Þágu Meðferðar Sakamáls (n. 13)

16 lokið, annaðhvort með því að mál er látið falla niður eða þegar endanlegur dómur er kveðinn upp Leit og líkamsrannsókn X. kafli sakamálalaga inniheldur sérstök fyrirmæli um líkamsrannsóknir og leit, hvort sem er líkamsleit eða húsleit, sem framkvæmdar eru í þágu rannsóknar sakamáls Leit í húsum Í 73. gr. laganna segir að lögreglu sé heimilt, í þágu rannsóknar og án dómsúrskurðar, að loka húsum, einstökum herbergjum og fleiru og varna mönnum för um þau í því skyni að ekki verði hróflað við vettvangi brots og öðrum ummerkjum sem komið gætu að notum við rannsókn. Samkvæmt 1. mgr. 74. gr. er lögreglu heimilt að leita í húsum sakbornings, geymslustöðum, hirslum, skipum, loftförum, bifreiðum eða öðrum farartækjum í því skyni að handtaka hann, rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á munum sem hald skal leggja á. Í 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/ segir: Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Vegna þessa rýmkaða orðalags stjórnarskrárinnar sem notast við orðalagið í húsakynnum í stað í húsum ber að skýra þessa upptalningu hugtaka í 1. mgr. 74. gr. sml. rúmt. Þannig ætti ákvæðið jafnframt til útihúsa í sveit, þó þau væru í töluverðri fjarlægð frá bæ. Sama á við um hvert annað farartæki þó það sé ekki með í upptalningu ákvæðisins. 27 Samkvæmt 2. mgr. 74. gr. sml. er heimilt að leita í húsum annars manns en sakbornings þegar brot hefur verið framið þar eða sakborningur er handtekinn þar. Heimildin nær einnig til þess ef rökstuddur grunur leikur á að sakborningur haldi sig þar eða þar sé að finna muni sem hald skal leggja á. Skilyrði fyrir því að unnt sé að framkvæma húsleit má finna í 3. mgr. 74. gr. sml. Þar kemur fram að skilyrði fyrir húsleit sé að rökstuddur grunur leiki á að framið hafi verið brot sem sætt getur ákæru og sakborningur hafi verið þar að verki, enda séu augljósir rannsóknarhagsmunir í húfi. Það er enn fremur skilyrði húsleitar í húsum annarra manna en sakbornings samkvæmt 2. mgr. að rannsókn beinist að broti sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum. 24 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, athugasemdir við X. kafla. 26 Hér eftir nefnd stjskr. eða stjórnarskrá eftir sem við á. 27 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2)

17 Meginreglan er sú að húsleit geti einungis farið fram ef þegar liggi fyrir dómsúrskurður en samkvæmt 1. mgr. 75 gr. sml. skal leit ákveðin með úrskurði dómara nema með þeirri undantekningu að ótvírætt samþykki eiganda eða umráðamanns liggi fyrir. Aðrar undantekningar frá meginreglunni má finna í 2. og 3. mgr. sömu greinar en samkvæmt 2. mgr. má hefja leit án dómsúrskurðar ef leit þolir ekki bið þar sem hætta er á sakarspjöllum eða ef leitað er að manni sem handtaka skal og honum er veitt eftirför eða hætta er á að hann komi sér undan ef beðið er úrskurðar. Samkvæmt 3. mgr. er leit heimil án dómsúrskurðar ef um er að ræða leit á víðavangi og í húsakynnum eða farartækjum sem eru opin almenningi eða hver sem er getur gengið átölulaust um Líkamsleit og líkamsrannsókn Í gr. sml. er að finna fyrirmæli um líkamsleit og líkamsrannsókn. Greinarmunur er gerður á þessum tveim rannsóknarúrræðum lögreglu í lögunum enda gilda um þau mismunandi reglur Líkamsleit Líkamsleit er leit að utanaðkomandi hlutum sem maður ber á sér eða í sér, sem heimiluð hefur verið með úrskurði dómara eða samþykki þess sem í hlut á, og framkvæmd er í þágu rannsóknar sakamáls. 29 Í 1. og 2. mgr. 76. gr. sml. er fjallað um hvenær grípa megi til líkamsleitar í þágu rannsóknar. Samkvæmt 1. mgr. má leita á sakborningi ef nauðsynlegt þykir til að taka af honum muni sem hald skal leggja á. Í síðari málslið sömu greinar er heimild til að leita á öðrum en sökuðum manni. Skilyrði fyrir líkamsleit í báðum tilfellunum er að sá sem ætlun er að leita á hafi framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu samkvæmt almennum hegningarlögum eða tveggja ára fangelsi samkvæmt öðrum lögum. 2. mgr. 76. gr. sml. hefur að geyma heimild lögreglu til að leita innvortis á sakborningi ef talið er að hann feli þar muni eða efni sem hald skal leggja á. Skilyrði fyrir leit er að rökstuddur grunur liggi fyrir um að sakborningur hafi framið brot sem varðað getur sex ára fangelsi að lögum. Þá segir einnig í 1. mgr. 78. gr. að líkamsleit samkvæmt 1. eða 2. mgr. 76. gr. skuli ákveðin með dómsúrskurði nema fyrir liggi ótvírætt samþykki þess sem í hlut á. Þó er tekið fram í 1. mgr. 76. gr. að sé brýn hætta á því að bið eftir úrskurði dómara valdi sakarspjöllum, megi lögregla framkvæma líkamsleit. 28 sama heimild Páll Sigurðsson (n. 18). 7

18 Líkamsrannsókn Líkamsrannsókn er rannsókn sem gerð er á líkama manns eða einstökum líkamshlutum, til dæmis blóði, og framkvæmd er í þágu sakamáls með úrskurði dómara eða samþykki þess sem í hlut á. 30 Það hefur færst mjög í vöxt hin síðari ár að stuðst sé við rannsóknir á líkama manna eða einstökum líkamshlutum þegar verið er að reyna að upplýsa sakamál. 31 Samkvæmt 1. mgr. 77. gr. sml. er lögreglu heimilt að taka blóð- og þvagsýni og önnur lífsýni úr sakborningi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn í þágu rannsóknar sem gerð verður honum að meinalausu. Þá er að auki sett það skilyrði fyrir lífsýnarannsókn af þessu tagi að rökstuddur grunur leiki á að sakborningur hafi framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum Símhlustun Í XI. kafla sakamálalaga má finna fyrirmæli um aðgerðir er varða símhlustun eða önnur sambærileg úrræði í þágu rannsókna. 32 Samkvæmt 1. mgr. 80. gr. sml. er heimilt að leggja fyrir fjarskiptafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl eða önnur fjarskipti við tiltekinn síma, tölvu eða annars konar fjarskiptatæki. Þá er í 1. mgr. 81. gr. sömu laga meðal annars mælt fyrir um heimild til að leggja fyrir fjarskiptafyrirtæki að heimila að hlustað sé á eða tekin séu upp símtöl eða önnur fjarskipti við tiltekinn síma. Samkvæmt 82. gr. sml. er heimilt að taka upp samtöl eða nema annars konar hljóð eða merki með því að nota til þess sérstaka hljóðupptökutækni eða sambærilega tækni, taka myndir af fólki, hvort sem er ljósmyndir eða kvikmyndir, og koma fyrir búnaði á eða inni í bifreið eða öðru farartæki, í varningi eða á manni til að veita honum eftirför eða í öðrum lögmætum tilgangi án þess að þeir sem í hlut eiga viti af því. Ljóst er að fyrirmæli um þær þvingunarráðstafanir sem mælt er fyrir um í þessum kafla eiga það sameiginlegt að þær skerða friðhelgi einkalífs, það er frelsi manna til athafna og tjáningar í einkalífi sínu. 33 Þannig eiga þær, að frátaldri þeirri ráðstöfun sem talin er upp í 80. gr. sml., það sameiginlegt að til þess að þær þjóni tilgangi sínum er óhjákvæmilegt að til þeirra sé 30 sama heimild. 31 Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, athugasemdir við 77. gr. 32 Þann 16. september síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi lög nr. 103/2016 um breytingar á lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Breytingarnar, sem snúa aðeins að skilyrðum fyrir beitingu þvingunarráðstafanna XI. kafla laganna, eiga að taka gildi 1. janúar Mun umfjöllun í meginmáli ritgerðar miðast við núgildandi lög en þó mun höfundur leitast við að taka stutta umfjöllun í neðalmálsgrein um hvert og eitt skilyrði laganna ef breytingar verða á skilyrðinu á næsta ári. 33 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2)

19 gripið án þess að þeir sem þær beinast að viti af þeim. Vegna þessa hefur bæði löggjafinn 34 og Hæstiréttur í dómaframkvæmd sinni 35 ítrekað að nauðsynlegt sé að setja heimild lögreglu og ákæruvalds til að beita þessum úrræðum þröngar skorður. 36 Löggjafinn hefur í þeim efnum brugðið á það ráð að skipa þvingunarráðstöfunum kaflans í tvo flokka, sbr gr. sml, þar sem sett eru misströng skilyrði fyrir heimildum til að beita þeim ráðstöfunum sem tilheyra mismunandi flokkum. 37 Í fyrsta lagi er það gert að fortakalausu skilyrði fyrir úrræðunum að til þeirra þurfi úrskurð dómara, sbr. 1. mgr. 84. gr. sml. Eina undantekningin frá þessu skilyrði er þegar veita á upplýsingar samkvæmt 80. gr. sml. og fyrir liggur samþykki umráðamanns eða eiginlegs notanda síma, tölvu eða annars konar fjarskiptatækis. 38 Í öðru lagi er sett það skilyrði fyrir aðgerðum samkvæmt gr. sml. að ástæða sé til þess að ætla að upplýsingar, sem skipt geta miklu fyrir rannsókn máls, muni fást með þeim hætti, sbr. 1. mgr. 83. gr. sml. Í þriðja lagi er sett það skilyrði að brot þess sem rannsókn beinist að þarf að varða átta ára fangelsi að lögum 39 eða ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess, sbr. 2. mgr. 83. gr. sml. 40 Loks kemur skýrt fram í 2. mgr. 85. gr. sml. að lögreglustjóri eða eftir atvikum héraðssaksóknari 41 sjái um að tilkynna þeim sem aðgerð beindist að, svo sem eiganda eða umráðamanni fjarskiptatækis, húsnæðis eða farartækis, um aðgerðina svo fljótt og verða má Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, athugasemdir við XI. kafla. 35 Sjá dóm Hæstaréttar 27. ágúst 2012 í máli nr. 562/2012 þar sem fram kom að heimild til að afla gagna samkvæmt 80. gr. sml. væri íþyngjandi rannsóknarúrræði sem fæli í sér undantekningu 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og af þeim sökum yrði ákvæðið ekki skýrt rýmra en leiðir af texta þess. Sjá einnig dóm Hæstaréttar 16. mars 2001 í máli nr. 89/2001 þar sem sýslumaðurinn í Hafnarfirði krafðist þess að T hf. yrði gert skylt að upplýsa lögregluna í Hafnarfirði um alla umferð og notkun ótiltekinna símtækja fyrirtækisins á tilteknu tímabili. Við úrlausn málsins þótti Hæstiréttur verða að leggja til grundvallar að heimildum til að beita rannsóknarúrræðum um símhlustun væru settar þröngar skorður vegna tillits til friðhelgi einkalífs manna, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þar sem með kröfu sýslumanns væri gengið lengra en rúmaðist innan þessara heimilda var henni hafnað. 36 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, athugasemdir við XI. kafla. 38 sama heimild, athugasemdir við 84. gr. 39 Með breytingarlögum nr. 103/2016 verður skilyrðið að brot þess sem rannsókn beinist að varði sex ára fangelsi að lögum. 40 Með breytingarlögum nr. 103/2016 er að auki mælst fyrir að með sama skilyrði verði gripið til þessara aðgerða ef rannsókn beinist að broti á 109. gr., 175. gr. a, 206. gr., 210. gr. a, 210. gr. b, 226. gr., 1. mgr gr., 233. gr. og 264. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/ Í breytingarlögum nr. 103/2016 er mælst fyrir um að það sé aðeins lögreglustjóri sem tilkynnir þeim sem aðgerð hefur beinst að um aðgerðina. Auk þess er bætt við 2. mgr. 85. gr. eftirfarandi: enda sé tryggt að það skaði ekki frekari rannsókn málsins. 42 Í breytingarlögum nr. 103/2016 er settur tímafrestur á tilkynningu lögreglustjóra um aðgerða þar sem segir að aldrei skuli fresta tilkynningu um aðgerð lengur en í 12 mánuði frá því að henni lauk. 9

20 2.4.4 Ýmsar rannsóknaraðgerðir Í XII. kafla sakamálalaga eru ýmsum rannsóknaraðgerðum gerð skil sem gripið verður til í þágu rannsókna og sem ekki verða með góðu móti felldar undir aðra kafla laganna Handtaka Í XIII. kafla sakamálalaga er að finna ítarleg fyrirmæli um handtökur. Handtaka er frelsissvipting í tiltölulega skamman tíma í þágu rannsóknar eða meðferðar sakamáls ellegar til að halda uppi lögum og reglu. 44 Samkvæmt 1. mgr. 90. gr. sml. er lögreglu rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, til að tryggja návist hans eða öryggi hans eða annarra, ellegar til að koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum. Verða nokkur skilyrði að vera fyrir hendi svo lögregla megi grípa til handtöku samkvæmt ákvæðinu. Fyrsta skilyrðið er að maður hafi framið brot. 45 Þá er ekki talið nægilegt að maður sé einungis grunaður um refsivert brot heldur verður að vera um að ræða brot sem geti sætt ákæru. Auk þessara skilyrða er talið nauðsynlegt til að handtaka megi mann á grundvelli ákvæðisins að rökstuddur grunur leiki á að maður hafi framið slíkt brot. 46 Handtökuheimildir lögreglu eru ekki tæmandi taldar í sakamálalögum heldur er heimild lögreglu til að handtaka mann og færa hann á lögreglustöð líka að finna í lögreglulögum nr. 90/1996. Mikilvægt er að átta sig á því að handtökuheimild lögreglu samkvæmt 90. gr. sakamálalaga á aðeins við þegar handtaka er liður í meðferð sakamáls, einkum þegar maður er grunaður um refsivert brot. 47 Þannig ræður það því að handtaka, sem og önnur rannsóknarúrræði, séu talin til þvingunarráðstafana í þágu meðferðar sakamáls, að úrræðið sem um ræðir sé, í raun, liður í meðferð slíks máls. Með því móti er það ekki talið til þvingunarráðstöfunar í þágu meðferðar sakamáls ef lögregla handtekur ölvaðan mann án þess að hann sé grunaður um refsivert brot. Þó um sé að ræða handtöku sem slíka þá telst slík handtaka ekki vera þvingunarráðstöfun í þágu meðferðar sakamáls og félli því ekki undir 1. mgr. 90. gr. sml. 48 Þá væri ekki hægt að sækja bætur á grundvelli 228. gr. sml. vegna slíkrar handtöku. Þar sem í handtöku felst frelsisskerðing skal, samkvæmt meðalhófsreglunni, handtaka standa eins stutt og kostur er. Sé það upplýst að handtaka sé ólögmæt eða í ljós kemur að ekki er 43 Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, athugasemdir við XII. kafla. 44 Páll Sigurðsson (n. 18). 45 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) sama heimild sama heimild sama heimild

21 þörf að halda hinum handtekna lengur í þágu rannsóknar, ber að láta hann lausan þegar í stað. 49 Í 94. gr. sml. kemur fram sú meginregla að leiða skal mann sem hefur verið handtekinn fyrir dóm innan 24 klukkustunda frá því að hann var sviptur frelsi. Frá þessari meginreglu eru aðeins gerðar tvær undantekningar í ákvæðinu. Annars vegar ef veður, ófærð eða aðrar þvílíkar ástæður, koma í veg fyrir það sé mögulegt en þá skal gera það jafnskjótt og kostur er, sbr. 2. málsl. 94. gr. sml. Hins vegar ef ekki er unnt að taka skýrslu af hinum handtekna vegna þess að hann er undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Þó má aldrei draga lengur en í 30 klukkustundir að leiða hann fyrir dómara af þeirri ástæðu, sbr. 3. málsl. 94. gr. sml Gæsluvarðhald og aðrar sambærilegar ráðstafanir Í XIV. kafla sakamálalaga er að finna fyrirmæli um gæsluvarðhald og aðrar sambærilegar ráðstafanir, svo sem vistun á sjúkrahúsi eða í viðeigandi stofnun og farbann, sbr gr. laganna Gæsluvarðhald Gæsluvarðhald er sú þvingunarráðstöfun sem gengur lengst í að skerða réttindi manna og eru af þeim sökum settar þröngar skorður. 50 Gæsluvarðhald er tímabundin frelsissvipting sem beitt er í þágu rannsóknar eða meðferðar sakamáls á grundvelli dómsúrskurðar þegar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi. 51 Í gæsluvarðhaldi felst að maður er sviptur frelsi í tiltekinn tíma eða allt frá einum degi og upp í marga mánuði. 52 Þrátt fyrir að gæsluvarðhald og fangelsisrefsing séu nokkuð áþekk úrræði þar sem bæði byggja á ákvörðun dómara er mikilvægt að greina úrræðin í sundur enda eru þau að öðru leyti ólík. Þannig er fangelsisrefsing dæmd þegar sakborningur er sakfelldur fyrir refsivert brot. Gæsluvarðhaldi er á hinn bóginn beitt áður en sakborningur hefur verið fundinn sekur fyrir dómi. Auk þess er gæsluvarðhald oftast notað í þágu rannsóknar þó því geti einnig verið beitt í réttarfars- og refsivörsluskyni Skilyrði gæsluvarðhalds og undantekningar frá þeim Í 1. mgr. 95. gr. sml. segir að sakborningur verði því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald ef fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við, enda hafi hann náð 15 ára aldri. Þannig eru í greininni talin upp 49 sama heimild sama heimild Páll Sigurðsson (n. 18). 52 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) sama heimild. 11

22 þau þrjú almennu skilyrði sem verða að vera fyrir hendi til að þess að maður verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. 54 Það er að fyrir hendi sé rökstuddur grunur að sakborningur hafi framið afbrot. 55 Þá verður brotið að varða fangelsisrefsingu en með því er átt að fangelsisrefsing sé innan refsimarka þess lagaákvæðis sem um ræðir. 56 Að lokum kemur fram í niðurlagi 1. málsl. 1. mgr. 95. gr. að sakborningur verði að hafi náð 15 ára aldri til að hægt sé að dæma hann í gæsluvarðhald. Með því móti verður börnum, yngri en 15 ára, aldrei gert að sæta gæsluvarðhaldi. 57 Öll skilyrðin þrjú verða að vera fyrir hendi svo að hægt sé að dæma menn í gæsluvarðhald. Auk þess þarf að minnsta kosti eitt af hinum sérstöku skilyrðum sem fram koma í a. d. lið 1. mgr. 95. gr. að vera til staðar. Sérstöku skilyrðin eru útlistuð í a. d. lið en fela í stuttu máli í sér að úrskurða megi sakborning í gæsluvarðhald ef ætla megi að hann muni torvelda rannsókn mál, sbr. a. lið, eða ef ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn, sbr. b. lið, eða ef ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi, sbr. c. lið, eða ef telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna, sbr. d. lið. Í 2. mgr. 95. gr. sml. má finna undantekningu frá því að einu af hinum sérstöku skilyrðum a. d. liðar verði að vera fullnægt til að mögulegt sé að úrskurða sakborning í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í ákvæðinu segir að ef sterkur grunur leikur á að sakborningur hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað 10 ára fangelsi megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald enda sé brotið þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Ákvæðið er þannig frábrugðið hinum sérstöku skilyrðum a. d. liðar 1. mgr. sömu greinar að því leyti að hér er ekki um að ræða að maður sé úrskurðaður í gæsluvarðhald af brýnum rannsóknar-, réttarfars- eða réttarvörslusjónarmiðum, heldur að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þrátt fyrir að vikið sé frá hinum sérstöku skilyrðum a. d. liðar leiðir það af eðli máls að hin almennu skilyrði 1. mgr. 95. gr. þurfa enn að vera til staðar til að hægt sé að beita 2. mgr. Auk þess er hert á kröfunni um styrkleika grunsemda sem og að sakborningur þarf að hafa gerst sekur um mjög alvarlegt 54 Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, athugasemdir við 95. gr. 55 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) sama heimild sama heimild

23 brot. 58 Vísast hér til orðalags ákvæðisins um að sterkur grunur þurfi að leika á að sakborningur hafi framið afbrot varðandi aukna kröfu um styrkleika grunsemdanna og þess að refsirammi lagaákvæðisins sem sakborningur þarf að hafa gerst brotlegur gagnvart þarf að geta varðað 10 ára fangelsisrefsingu. Vegna þessa síðara skilyrðis um alvarleika brotsins tekur 2. mgr. 95. gr. einungis til alvarlegustu brota almennra hegningalaga, svo sem manndráps, nauðgunar, meiri háttar líkamsmeiðinga og ráns. 59 Með þessu móti er reynt að gæta þess samræmis sem 3. mgr. 95. gr. segir til að þurfi að vera á milli gæsluvarðhalds á grundvelli ákvæðis og væntanlegrar refsingar fyrir brotið sem hefur verið framið Sambærileg úrræði Samkvæmt 100. gr. sml. er dómara heimilt að mæla fyrir um farbann eða vistun sakbornings á sjúkrastofnun eða viðeigandi stofnun í stað þess að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Til þess að dómari geti mælt fyrir um úrræði samkvæmt greininni verða skilyrði gæsluvarðhalds samkvæmt 1. eða 2. mgr. 95. gr. að vera fyrir hendi. Þó þarf ekki að marka ráðstöfuninni ákveðinn tíma eins og mælt er fyrir um að gert sé ef um gæsluvarðhald er að ræða. 61 Sjónarmiðin að baki úrræðunum í ákvæðinu eru að gæta skuli meðalhófs þegar grípa eigi til ráðstöfunar á borð við gæsluvarðhald vegna þeirrar tilfinnanlegu skerðingar á persónufrelsi sem það felur í sér fyrir þann sem því sætir. Með því móti er dómara heimilt að beita úrræðum sem þjónað geta sama tilgangi og eru ekki jafnþungbær og gæsluvarðhald en ná þó sama markmiði, aðeins með öðru og vægara móti Bætur vegna þvingunarráðstafana 3.1 Hlutlæg skaðabótaábyrgð ríkisins Lengi vel hefur verið mælt fyrir um í lögum um hlutlæga skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins vegna háttsemi af hálfu yfirvalda, svo sem lögreglu, ákæruvalds eða dómara, sem saklausir menn hafi mátt þola í tengslum við rannsókn eða meðferð sakamáls eða vegna dóms í slíku máli. 63 Í núgildandi sakamálalögum er mælt fyrir um bótaábyrgð ríkisins í XXXVII. kafla. Skylda ríkisins til greiðslu bóta samkvæmt kaflanum er ekki háð því að tjón stafi af ásetningi 58 sama heimild Eiríkur Tómasson, Þvingunarráðstafanir Í Þágu Meðferðar Sakamáls (n. 13) Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, athugasemdir við 100. gr. 62 sama heimild, athugasemdir við 100. gr. 63 sama heimild, athugasemdir við XXXVII. kafla. 13

24 eða gáleysi þeirra yfirvalda sem tjóninu hafa valdið. 64 Þá skiptir ekki máli hvort lögmælt skilyrði til aðgerða hafa brostið eða að ekki hefur verið nægilegt tilefni, þegar til stóð, að grípa til þeirra aðgerða sem um ræðir. 65 Á þann veg er hverjum þeim sem telja að þvingunarráðstafanir lögreglu og annarra yfirvalda, samkvæmt IX. XIV. kafla sakamálalaga, hafi brotið gegn réttindum sínum, tryggð sérstök úrræði í lögunum til þess að ná fram rétti sínum Sögulegt yfirlit Sakamálaréttarfar 18. aldar og fram til ársins 1951 Um miðja 18. öld urðu ákveðin straumhvörf í íslensku réttarfari eða hvernig mál voru rekin fyrir dómstólum hér á landi en fram að því hafði ekki verið gerður neinn greinarmunur á einkamálum og opinberum málum eða sakamálum. 67 Vegna áhrifa frá kaþólsku kirkjunni, byrjuðu smátt og smátt að myndast sérstakar reglur um meðferð opinberra mála eða sakamála. 68 Sú meðferð hefur verið nefnd rannsóknarréttarfar en helstu einkenni þess voru að skyldan til að upplýsa mál hvíldi á dómara. Þannig var það í höndum dómara að hefja rannsókn máls og gerði hann það að eigin frumkvæði en jafnframt stýrði hann þeirri rannsókn þar til henni var lokið. Loks var það sami dómari sem kvað upp dóm í málinu. 69 Á þann veg var ekki gerð skýr afmörkun á milli ákæruvalds og dómsvalds. 70 Þó nokkuð hafi verið um breytingar á þessari réttarfarsskipan á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar hélst hún í megindráttum óbreytt til ársins Einhverjum árum fyrir miðja 20. öld var mönnum þó orðið nokkuð ljóst að þau dómsköp sem tíðkuðust á Íslandi, bæði fyrir einkamál og opinber mál, voru að mörgu leyti orðin úrelt. 72 Auk þessa höfðu sum lagafyrirmæli, sem talið var skylt að fara eftir, aldrei verið gefin út með löggiltum íslenskum texta. 73 Var í kjölfarið ákveðið að leggjast í vinnu við gerð nýs frumvarps til nýrra heildarlaga um meðferð opinberra mála á Íslandi. 64 Eiríkur Tómasson, Sakamálaréttarfar (n. 2) sama heimild Björg Thorarensen, Mannréttindarákvæði stjórnarskrárinnar 17 < mannrettindi.doc> skoðað 8. nóvember Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, almennar athugasemdir við frumvarp. 68 Einar Arnórsson, Meðferð opinberra mála [1951] Tímarit lögfræðinga 77, Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, almennar athugasemdir við frumvarp. 70 Eiríkur Tómasson, Þróun íslensks sakamálaréttarfars (n. 12) sama heimild Alþt , A-deild, þskj. 27, almennar athugasemdir við frumvarp. 73 Alþt , A-deild, þskj. 252, 233. mál, almennar athugasemdir við frumvarp. 14

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Háskólinn á Bifröst Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Núverandi rannsóknarheimildir lögreglu og helstu hugsanlegu breytingar vegna forvirkra rannsóknarheimilda) ML Lokaverkefni Vetur 2011 Nemandi:

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Viðurlög í fíkniefnamálum

Viðurlög í fíkniefnamálum BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot Silja Rán Arnarsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ágúst 2016 BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs Hólmfríður Björnsdóttir Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Friðrik Ársælsson Lagadeild Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Ágúst

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. HEIMILDASKRÁ Alþingistíðindi. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. Arvid Frihagen: Villfarelse og ugyldighet i forvaltningsretten. Osló 1966. Aslak Syse: Materielle

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar Efnisyfirlit. 1.0 Inngangur... 3 1.1 Almennt... 3 1.2 Afmörkun ritgerðarefnis og umfjöllunarefni... 4 1.3 Fræðikerfi lögfræðinnar... 6 2.0 Umhverfisvernd... 8 2.1 Almennt... 8 2.2 Réttarheimildir... 9

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál Barnaverndarmál Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir Reykjavík 2004 BARNAVERNDARMÁL Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Starfshópur

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Leiðbeinandi: Unnur Edda Sveinsdóttir Desember 2014 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði- Daði Ólafsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Erla Svanhvít Árnadóttir hrl. Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Sönnun í einkamálum. Matsger!ir dómkvaddra matsmanna. Gunnar Jónsson. - Meistararitger! í lögfræ!i -

Sönnun í einkamálum. Matsger!ir dómkvaddra matsmanna. Gunnar Jónsson. - Meistararitger! í lögfræ!i - Sönnun í einkamálum Matsger!ir dómkvaddra matsmanna - Meistararitger! í lögfræ!i - Gunnar Jónsson Lagadeild Félagsvísindasvi! Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...4!

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Erindi nr. Þ H i VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS iceland CHAMBER OF COMMERCE Stofnað 1917 Stjórnarskrámefnd Alþingis b/t Ragna Árnadóttir. SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS Reykjavik 26. Janúar 1995. Verslunarráð íslands

Læs mere

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa?

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Skilorðsbundin ákærufrestun ungmenna skv. 56. gr. hgl. og samanburður við önnur úrræði íslenska og danska réttarkerfisins. -Meistararitgerð

Læs mere

Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010

Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010 Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010 Standast þær greinar laga um ráðherraábyrgð sem fyrrverandi forsætisráðherra, Geir Hilmari Haarde, er gert að sök að hafa brotið gegn, kröfur um

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Skattar o. fl. Almennur fróðleikur Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki tvö Vægi 4 til 5 Skattar, saga: Hefur nokkuð breyst? Skattar eða álagning skatta hefur fylgt

Læs mere