Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu"

Transkript

1 Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2010

2 Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2010

3

4 EFNISYFIRLIT Inngangur Almennt um aðild Um 3. mgr. 25. gr. EML Málsóknarumboð Dómar Hæstaréttar Inngangur Hrd. 13. nóvember 2007 (575/2007) og Hrd. 11. apríl 2008 (146/2008) Dómar er varða höfundaréttarvarið efni á internetinu Er þanþol 3. mgr. 25. gr. minna en ella, ef mál varða höfundavarið efni á internetinu? Samanburður á miskabótakröfu og skaðabótakröfu þegar aðild byggir á grundvelli málsóknarumboðs Framtíðarhorfur og hugsanleg réttarfarsúrræði Niðurstöður Heimildarskrá

5 Inngangur Það er af sem áður var þegar stærsta vandamálið við höfundaréttarmál var bundið við sönnun. 1 Í tíð eldri laga, þ.e. fyrir gildistöku laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, hér eftir nefnd EML, þótti örðugt að sanna hver átti réttindi að hinu höfundaréttavarða efni og ákveðin óvissa ríkti um hverjir gætu talist aðilar að slíkum málum. Talsverð breyting hefur orðið á þessu þótt ekki sé átt við að sönnunarvandinn sé úr sögunni. Í þeim dómsmálum sem hér verða skoðuð virðist sem það sé hægara sagt en gert fyrir hagsmunasamtök að koma málum fyrir dómstóla sem varðar réttindi félagsmanna þeirra á höfundaréttarvörðu efni á internetinu. Er það vandamál meðal annars tengt kröfugerð aðila sem og aðferð þeirri sem aðilar kusu að fara til að koma málum sínum að hjá dómstólum. Í þessari ritgerð verða skoðuð dómsmál þar sem aðilar deildu um ábyrgð hýsingaraðila á höfundaréttarvörðu efni á internetinu. Kröfugerð aðila snérist m.a. um staðfestingu á lögbannskröfu og viðurkenningarkröfu á skaðabótum sem hagsmunafélög höfðuðu fyrir hönd félagsmanna sinna á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML. Athugað verður hvort slíkar kröfur komist að fyrir dómstólum þegar aðild er byggð á 3. mgr. 25. gr. EML, eða hvort hugsanlega hefði átt að standa öðruvísi að aðild dómsmálanna, t.d. á grundvelli 1. mgr. 19. gr EML. Aðal viðfangsefnið verður hin réttarfarslega nálgun hvernig málum þeim sem nú hafa fallið fyrir Hæstarétti var komið fyrir dómstóla. Skoðuð verður aðild félaga - og hagsmunasamtaka fyrir hönd félagsmanna á grundvelli málsóknarumboðs og hvaða skilyrðum slík umboð eru bundin í þeim dómsmálum sem fjallað verður um í ritgerðinni. 1 Almennt um aðild Í 1. mgr. 16. gr. EML segir að aðili dómsmáls geti hver sá verið, einstaklingur, félag eða stofnun, sem getur átt réttindi eða borið skyldur að landslögum, en grein þessari er ætlað að mæla fyrir um hverjir eigi aðild að einkamáli. 2 Hagsmunir sem deilt er um fyrir dómstólum eru ýmist milli tveggja eða fleiri aðila, og einkamál snúast alltaf um að komast að niðurstöðu um þær kröfur sem aðilar deila um. 3 Til þess að geta farið með mál fyrir dómstóla þarf aðili að vera aðildarhæfur, en með því er átt við þá eiginleika sem maður eða lögpersóna þarf að hafa til að njóta aðildar að dómsmáli. 4 1 Eiríkur Tómasson: Réttarfar í höfundaréttarmálum, bls Alþt , A deild, bls Hans M. Michelsen: Sivilprosess, bls Rasmus Beyer: Kompendium i Civilprocessen, bls

6 Þegar fleiri en einum aðila er skylt að standa saman að málsókn eða að beina kröfu sameiginlega að einum aðila gildir 1. mgr. 18. gr. EML, um samaðild. Skilyrði þess að beita greininni er að fleiri en einn eigi óskipt réttindi eða beri saman óskipta skyldu. Þegar metið er hvort beita eigi 1. mgr. 18. gr. EML ber að skoða efnisrétt, þ.e. hvort réttur aðila eða skyldur standi óaðskiljanlega saman í höndum fleiri en eins manns. 5 Þegar unnt er að aðskilja réttindi eða skyldur manna sem standa saman að málsókn er ekki skylda til samaðildar, en heimild er til þess að standa sameiginlega að aðildinni á grundvelli 1. mgr. 19. gr. EML um samlagsaðild. Það sem einkennir aðilasamlag er að hver aðili gerir sína kröfu í máli, eða kröfu er beint að hverjum fyrir sig, en dómur sem gengur síðar í málinu á við um allar kröfurnar. Talsvert hagræði getur falist í samlagsaðild þar sem ákvæðið heimilar mönnum að reka eitt mál fyrir hönd margra aðila í stað þess að leyst verði úr sömu kröfum í fleiri málum Um 3. mgr. 25. gr. EML Í 3. mgr. 25. gr. EML segir að félag eða samtök manna geti í eigin nafni rekið mál til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna eða lausnar undan tilteknum skyldum þeirra, enda samrýmist það tilgangi félagsins eða samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem dómkrafan tekur til. Í greinargerð með lögunum, sem tóku gildi 1. júlí 1992, kemur fram að ákvæði þessu sé ætlað að mæta þörfum málsaðila í tilvikum þar sem afla þarf úrlausnar dómstóla um lögvarða hagsmuni einhvers tiltekins hóps manna. Samkvæmt ákvæðinu geta félög eða samtök rekið mál í eigin nafni fyrir hönd félagsmanna, um réttindi þeirra, svo lengi sem um lögvarða hagsmuni er að ræða. 7 Um er að ræða sérreglu, þar sem ekki er áskilið að stefnandi eigi sjálfur lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn máls. Þó er áskilið að félagsmenn þess eigi lögvarinna hagsmuna að gæta. 8 Einnig er sambærilegt réttarúrræði að finna í norskum rétti. Þar kemur fram að félagsmenn sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta geti falið hagsmuna - og félagssamtökum aðild að dómsmáli til að gæta hagsmuna sinna ef það er í samræmi við tilgang félags eða samtaka. 9 Þá er einnig sambærilega sérreglu að finna í dönskum rétti Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Alþt , A deild, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Hans M. Michelsen: Sivilprosess, bls Bernhard Gomard: Civilprocessen, bls

7 1.3 Málsóknarumboð Talsvert reynir á málsóknarumboð í þeim málum sem til umfjöllunar eru í þessari ritgerð, enda byggðu þau hagsmunafélög sem hlut áttu að máli aðild sína á málsóknarumboðum. Um málsóknarumboð eru engin heildstæð lög, heldur byggjast slík umboð á fáeinum lagaákvæðum víðsvegar í löggjöfinni, en slík lagaákvæði er einkum að finna á vettvangi vinnulöggjafar þegar stéttarfélög höfða mál fyrir hönd félagsmanna sinna fyrir Félagsdómi, sbr. 26. og 27. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 11 Auk þess helgast málsóknarumboð af dómvenju. 12 Málsóknarumboð er í raun þegar einhver höfðar mál fyrir hönd annars aðila, eða í eigin nafni eftir sérstöku umboði sem er til þess fallið að veita þá heimild. 13 Fyrr á tímum, í Danmörku, voru málsóknarumboð fyrst og fremst notuð til að komast fram hjá einkarétti málflytjenda til að fara með mál fyrir dómstólum, 14 en með 1. og 2. mgr gr. dönsku einkamálalaganna var mönnum settur stóllinn fyrir dyrnar hvað slík undanskot varðar. Í greininni kemur fram að umboð til að hafa uppi kröfu eða annan rétt í eigin nafni, gefur ekki þeim, sem umboðið fær, rétt til að koma fram sjálfur í málinu nema hlutaðeigandi heimili slíkt eftir reglum gr. laganna, þar sem kemur fram að lögmenn einir geti flutt mál fyrir hönd málsaðila. Þá er því þannig háttað að hagsmunafélag fær lögmann til að koma fram í máli fyrir hönd félagsmanna sinna. 15 Má af þessu draga þá ályktun að í dönskum rétti, sé ekki heimild fyrir menn að koma fram fyrir hönd annars á grundvelli málsóknarumboðs, nema hafa lögmann sér til halds og trausts sem flytur málið. Heimild er þó til þess að hagsmunafélög komi fram í máli fyrir hönd félagsmanna sinna, og þá sem aðilar fyrir dómi, svo fremi sem dómkröfur samræmist tilgangi félagsins, og lögmaður flytji málið. 16 Á Íslandi eiga málsóknarumboð og málflutningsumboð það sameiginlegt að veitt er umboðsmanni umboð til að koma fram fyrir hönd aðila í einkamáli, en sá munur er, þegar um málsóknarumboð ræðir, að engar almennar takmarkanir eru á því hverjum er veitt málsóknarumboðið, heldur veltur það á sakarefninu í hvert og eitt skipti. 17 Hagsmunasamtök eða fyrirtæki geta því sótt mál fyrir hönd félagsmanna sinna á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML, svo fremi sem dómkröfur samræmist tilgangi félagsins, og félagsmenn hafa veitt tiltekið málsóknarumboð til að láta hagsmunafélög eða fyrirtæki, sem þeir eru félagsmenn í, sækja 11 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II, bls Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II, bls Mads Bryde Andersen: Advokat retten, bls Bernhard Gomard, Jens Møller, Lars Lindencrone Petersen: Retsplejelov I, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls

8 einkamál fyrir sína hönd. 18 Aðilar dómsmálanna sem hér verða til umfjöllunar ákváðu að nota þessa aðferð til að reyna fá efnisdóm um rétt sinn. Félagsmenn í hagsmunasamtökum á borð við STEF og SMÁÍS, eftirlétu hagsmunasamtökunum að fara með mál sín og einkaréttarlegar kröfur í skjóli málsóknarumboðs, og freista þess að fá sameiginlegan dóm um kröfur allra félagsmanna sem veitt höfðu málsóknarumboðið, með því að höfða málið á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML. Ekki má þó skilja það svo, að hagsmunasamtökin flytji málið fyrir hönd félagsmanna, heldur taka þau einungis við aðildinni, enda gildir hér á landi reglan um einkarétt lögmanna til að flytja mál fyrir dómstólum líkt og í Danmörku Dómar Hæstaréttar 2.1 Inngangur Í þessum kafla verða raknir dómar Hæstaréttar sem fallið hafa á því sviði sem varða höfundaréttarvarið efni á internetinu. Framsetning umfjöllunarinnar verður með þeim hætti að í kafla 2.2 verða reifaðir tveir dómar þar sem ekki er deilt um dreifingu höfundavarins efnis á internetinu. Er það gert vegna fordæmisgildis þeirra fyrir þá dóma sem reifaðir eru í kafla 2.3 en þar verður reifað dóma sem varða dreifingu höfundaréttarvarins efnis á internetinu, ásamt fræðilegri umfjöllun hvers dóms. Í kafla 2.4 verður leitast við að svara þeirri spurningu hvort þanþol málsóknarumboðs sé minna en ella, þegar mál varða höfundaréttarvarið efni á internetinu. 2.2 Hrd. 13. nóvember 2007 (575/2007) og Hrd. 11. apríl 2008 (146/2008) Málavextir í Hrd. 13. nóvember 2007 (575/2007) voru í stuttu máli þeir, að félagasamtökin SMÁÍS kröfðust þess að sýslumanni yrði gert að leggja lögbann við því að (P), seldi eða hefði milligöngu um sölu á áskrift sjónvarpsstöðvarinnar Sky til manna búsettra á Íslandi. SMÁÍS höfðaði málið fyrir hönd félagsmanna sinna sem í þessu tilfelli voru 365 miðlar ehf. Ágreiningurinn stóð um hvort P hefði verið heimilt að selja og hafa milligöngu um að útvega áskriftir að sjónvarpsstöðinni Sky, og þar með verið að selja áskrift að sjónvarpsþáttum sem 365 miðlar ehf, hafði tryggt sér einkasýningarrétt af hér á landi. Taldi 365 miðlar ehf, að P hefði með þessu hátterni sínu, vísvitandi brotið höfundalög. P krafðist sýknu á þeim grundvelli að ekki væri hægt að leysa úr kröfu SMÁÍS án aðildar bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky þar sem P ætti engan hlut að útsendingu og dreifingu efnisins, heldur seldi einungis aðgang að því. Einnig byggði P vörn sína á því að SMÁÍS ætti ekki aðild að málinu. Í dómi Hæstaréttar segir: 18 Bernhard Gomard: Civil processen, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls

9 Í 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sem hér á við samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990, sbr. 1. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989, er heimilað að félag eða samtök manna reki í eigin nafni mál til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna sinna eða lausnar undan tilteknum skyldum þeirra, enda samrýmist það tilgangi félagsins eða samtakanna að gæta þeirra hagsmuna, sem dómkrafan tekur til. Með kröfu um lögbannsgerð er hvorki leitað viðurkenningar á rétti né lausnar undan skyldu, heldur ráðstöfunar til að stöðva byrjaða eða yfirvofandi athöfn þess, sem kröfunni er beint að. Þegar af þeirri ástæðu að sóknaraðili getur samkvæmt þessu ekki sótt stoð til þessa lagaákvæðis fyrir aðild sinni að kröfu um lögbann í þágu tiltekins félagsmanns síns verður að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar, enda hefur sóknaraðili ekki vísað til annarra haldbærra heimilda í þeim efnum. Sama niðurstaða fékkst í héraðsdóminum en þó á öðrum grundvelli. Var niðurstaðan í héraðsdómi sú að ekki væri fullnægt skilyrðum 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. (hér eftir nefnd KSL) en lögbann er einungis lagt á til varnar tilteknum athöfnum sem fyrirfram eru taldar fela í sér réttarbrot. 20 Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. KSL þarf gerðarbeiðandi að sanna eða gera sennilegt að athöfn brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans. 21 Þótti slík sönnun ekki vera fyrir hendi þar sem engin gögn voru lögð fram í málinu af hálfu SMÁÍS, sem sýndu fram á að á stöðvum 365 miðla ehf. og Sky væri sýnt sama myndefni á sömu sýningartímum, og því ekki sýnt fram á brot gegn lögvörðum rétti 365 miðla ehf. Í Hrd. 13. nóvember 2007 (575/2007) var kröfugerðin í raun ástæða þess að málinu var vísað frá. Með því er átt við krafa SMÁÍS um lögbann gat að mati Hæstaréttar ekki fallið undir 3. mgr. 25. gr. EML. Hæstiréttur virðist túlka 3. mgr. 25. gr. EML á þann hátt að með kröfu um lögbannsgerð sé hvorki leitað viðurkenningar á rétti né lausnar undan skyldu og því gat SMÁÍS ekki sótt stoð aðildar sinnar til 3. mgr. 25. gr. EML. Er í dóminum ekki að finna frekari rökstuðning fyrir niðurstöðunni, en hugsanlega er Hæstiréttur að benda á að 3. mgr. 25. gr. EML, sé ekki hagkvæmasta leiðin til að koma einkaréttarlegum kröfum að fyrir dómstólum. Í máli Hrd. 11. apríl 2008 (146/2008) höfðaði SMÁÍS mál fyrir hönd eins félagsmanns 365 miðla ehf. á grundvelli málsóknarumboðs. Málavextir voru þeir að 365 miðlar ehf. töldu að E ehf. hefði með sölu gervihnattadiska haft milligöngu um sölu og áskrift að sjónvarpsstöðinni Sky, en 365 miðlar ehf. töldu sig eiga einkarétt á hljóð og myndefni sem stöðin Sky sýndi. SMÁÍS hafði af því tilefni uppi kröfur um viðurkenningu á að sala eða milliganga varnaraðila við sölu á áskrift að fyrrnefndri sjónvarpsstöð væri óheimil, en einnig var sett fram krafa um staðfestingu á lögbanni sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði 2. ágúst 2007 við slíkri sölu eða milligöngu varnaraðila, og einnig krafa um greiðslu skaðabóta auk málskostnaðar. E ehf. hélt 20 Ólafur Jóhannesson: Lög og réttur, bls Markús Sigurbjörnsson o.fl. : Aðför, kyrrsetning, lögbann o.fl., bls

10 því fram að hvorki væru seld sérstök áskriftakort fyrir sjónvarpsstöðvar Sky né innheimt gjöld vegna slíkra áskrifta. Heimild SMÁÍS til að höfða málið í skjóli málsóknarumboðs frá 365 miðlum ehf. var að mati Hæstaréttar hvorki reist á ákvæðum settra laga né dómvenju. Talið var líkt og í Hrd. 13. nóvember 2007 (575/2007) að ekki væri unnt að hafa uppi kröfur um staðfestingu lögbanns og viðurkenningu skaðabóta á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML, og breytti þar engu þó svo að um hagsmuni eins félagsmanns væri að ræða. Í Hrd. 11. apríl 2008 (146/2008) var því slegið föstu að SMÁÍS gat ekki sótt aðild sína á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML, þegar um staðfestingu á lögbannskröfu og viðurkenningu skaðabótakröfu er að ræða. Þar var jafnframt tekið fram að málsóknarumboð yrðu að vera á grundvelli laga eða venju. 2.3 Dómar er varða höfundaréttarvarið efni á internetinu Fyrsta málið sem varðaði höfundaréttarvarið efni á internetinu var Hrd 8. maí 2008 (194/2008). Þegar málið kom til kasta fyrir dómstólum var sóknaraðilum ljóst, að þeir gátu ekki byggt aðild sína að staðfestingarmáli lögbanns né viðurkenningarmáli til skaðabóta á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML., vegna þeirrar niðurstöðu sem fékkst úr dómum Hrd. 13. nóvember 2007 (575/2007) og Hrd. 11. apríl 2008 (146/2008). Í Hrd 8. maí 2008 (194/2008), sem í fjölmiðlum hlaut viðurnefnið Istorrent - málið, höfðuðu félagasamtökin SMÁÍS, Framleiðslufélagið SÍK, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) og Félag hljómplötuframleiðenda (FHF) mál á hendur (I ehf.) og (SL). Krafa stefnenda í héraðsdómi var að viðurkennt yrði með dómi að stefndu væri óheimilt að starfrækja vefsíðuna eða aðra sambærilega vefsíðu sem gerir notendum hennar kleift að fá aðgang og deila innbyrðis hljóð- og myndefni sem umbjóðendur stefnenda áttu höfundarrétt að, án samþykkis rétthafa. Einnig var farið fram á af hálfu stefnenda að staðfest yrði með dómi lögbann sem sýslumaðurinn í Hafnafirði hafði lagt á 19. nóvember Þá var farið fram á að stefndu skyldu greiða skaðabætur að álitum in solidum, en til vara að viðurkennd væri bótaskylda stefndu. Að endingu var svo farið fram á að stefndu greiddu málskostnað auk kostnaðar lögbannsgerðarinnar. Stefndu kröfuðust sýknu af öllum kröfum stefnenda og málskostnaðar. Einnig settu þeir fram kröfu um skaðabætur vegna ólögmætrar lögbannsgerðar. Þá setti SL fram sérstaka skaðabótakröfu fyrir sjálfan sig, einnig sökum ólögmætrar lögbannsgerðar. Málavaxtalýsingin er í stuttu máli sú, að stefndu starfræktu árið 2005 síðuna torrent.is. Síðuna stofnaði S, og varð hún vettvangur netsamfélags sem gekk undir nafninu Istorrent. Þar 7

11 gátu menn skiptst á hljóð - og myndefni með svonefndri BitTorrent tækni. Í málinu reyndi á það álitaefni hvort og þá með hvaða hætti íslensk lög mæli fyrir um ábyrgð milligönguaðila þegar höfundaréttarvörðu efni er dreift með rafrænum hætti á internetinu án þess að fyrir liggi samþykki rétthafa. Málatilbúnaður aðila var byggður á mismunandi afstöðu til þess og þá hvernig ákvæði höfundalaga nr. 73/1972, og óskráðar reglur skaðabótaréttar ættu að leysa úr því álitaefni. Niðurstaðan í héraðsdóminum var sú, að málinu var vísað frá að sjálfsdáðum vegna vanreifunar. Var það álit héraðsdóms að þurft hefði að athuga mun betur lög nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Taldi héraðsdómur að ákveðnar greinar þessara laga hefðu varpað mun skýrara ljósi á ábyrgð þeirra sem hýsa gögn á vefsvæðum. Þar sem stefnendur hefðu ekki leitast við því að færa rök fyrir kröfum sínum samkvæmt lögum nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu og í raun litið framhjá þeim að mestu leyti væri um vanreifun að ræða. Þá var sérstaklega tekið fram í niðurstöðu dómsins að ekki væri hlutverk dómstóla að leggja sjálfstæðan grundvöll að lagaatriðum og heimfærslu atvika, eins og þau liggi fyrir sbr. 1. mgr. 25. gr. EML. Niðurstaða Hæstaréttar var byggð á öðrum rökum. Var kröfum FHF, SMÁÍS og Framleiðslufélaginu - SÍK vísað frá dómi. Aðild sóknaraðila var byggð á málsóknarumboðum, en félagsmenn í þessum þremur ofantöldu hagsmunasamtökum afturkölluðu umboð sín til þessara þriggja sóknaraðila í greinargerð sem barst Hæstarétti, og tóku félagsmenn þá sjálfir við aðild málsins. Voru þessi aðilaskipti ekki af þeim toga sem greinir í 22. gr. EML. Var talið að í þessari yfirlýsingu félagsmanna fælist breyting á grundvelli málsóknar sóknaraðila og að slíkt væri ekki heimilt, sbr. 2. mgr gr. EML. Var því málinu vísað frá að því er varðar SMÁÍS, FHF og Framleiðslufélagið SÍK. Aðild STEFS var hins vegar óbreytt og hafði STEF lögformlega viðurkenningu samkvæmt 23. gr. höfundalaga nr. 72/1972 fyrir aðild sinni. Gat STEF því farið með málsóknarumboð fyrir félagsmenn sína og átt í eigin nafni aðild að einstaklingsbundnum kröfum þeirra, þar með talið um lögbann og staðfestingu á því. Einnig gæti STEF átt aðild að viðurkenningakröfu um sóknaraðila. Hins vegar lá ekki fyrir í málinu að félagsmenn STEFs hafi veitt samtökunum umboð til að fara með nefndar einstaklingsbundnar kröfur fyrir dómstólum, þó svo vissulega væri fyrir því heimild. Hvað varðaði viðurkenningakröfuna um skaðabætur, taldi Hæstiréttur hana of víðtæka, þ.e. að hún tæki til fleiri en hagsmuna félagsmanna STEFs. Var vísað til e. liðar 1. mgr. 80. gr. EML og staðfest dóm héraðsdóms um frávísun. 8

12 Mál Hrd. 8. maí 2008 (194/2008) snerist um að fá staðfestingu lögbanns og skaðabætur, eða viðurkenningu bótakröfu. Í málinu byggðu SMÁÍS, Framleiðandafélagið SÍK, FHF og STEF aðild sína á málsóknarumboðum, en heimild til að beita slíkum umboðum er annað hvort á grundvelli laga eða dómvenju. 22 Með málsóknarumboði felur aðili dómsmáls slíkum umboðsmanni að koma fram fyrir sína hönd í einkamáli, og annast rekstur og flutning einkamálsins. 23 Það er almenn tilhneiging hér á landi að skýra heimildir til að beita málsóknarumboðum þröngt. 24 Var það hugsanlega tilraun sóknaraðila til að koma máli sínu að fyrir Hæstarétti að félagsmenn tækju við aðildinni, þar sem að í tveimur undangengnum dómum, þ.e. Hrd. 13. nóvember 2007 (575/2007) og Hrd. 11. apríl 2008 (146/2008), komust málin ekki að á grundvelli 3. mgr. 25. gr. þegar krafan var um staðfestingu á lögbanni og viðurkenningu skaðabóta, enda ljóst af fyrri dómum Hæstaréttar að túlkun 3. mgr. 25. gr. EML væri eftir orðanna hljóðan. Í lagagreininni kemur fram að hún eigi við þegar leitað sé viðurkenningar á rétti eða lausnar undan skyldu, en þar sem að með kröfu um staðfestingu á lögbanni væri hvorugs leitað, bæri að vísa málinu frá. Var því ærin ástæða til að breyta aðildinni þannig að félagsmenn hagsmunasamtakanna tækju við henni. Heimild til aðilaskipta til sóknar er að finna í 1. mgr. 22. gr. EML. 25 Segir þar að ef sóknaraðili framselur þau réttindi sem dómkrafa hans varðar eftir að mál er höfðað en áður en það er tekið til dóms, taki nýi eigandinn í hans stað við aðild að málinu, í því horfi sem það er. Einungis félagsmenn geta afturkallað málsóknarumboð sem áður hafa verið veitt hagsmunasamtökum og því ekkert við afturköllunina sem slíka að athuga. 26 Það sem hins vegar veldur frávísun þessara þriggja sóknaraðila þ.e. SMÁÍS, FHF og Framleiðandafélagsins SÍK, er að Hæstiréttur taldi að um breytingu á grundvelli málsóknar væri að ræða, sem ekki yrði talin heimil samkvæmt 2. mgr gr. EML, en þar segir: Nú hefur aðili borið fram kröfur eða málsástæður sem hann hafði ekki uppi í héraði og getur þá Hæstiréttur byggt á þeim við úrlausn máls ef þær hafa komið fram í greinargerð aðilans, grundvelli máls er ekki raskað á þann hátt, afsakanlegt er að þær voru ekki hafðar uppi í héraði og það yrði aðilanum til réttarspjalla að ekki yrði tekið tillit til þeirra. Ljóst er að aðild að staðfestingarmálinu er önnur en aðild að þeirri lögbannsgerð, sem krafist var staðfestingar á í málinu, og því aðildarskilyrðin ekki uppfyllt. Hvort skylt sé að hafa samaðild að máli í skilningi 18. gr. EML ræðst af reglum 22 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Bernhard Gomard: Civil processen, bls

13 efnisréttar um hvort réttur standi óaðskiljanlega saman í höndum fleiri en eins manns. 27 Hafi Hæstiréttur átt við að ekki megi breyta aðild vegna þessa, þá er það gagnrýnivert þar sem unnt var að aðskilja réttindi hagsmunafélaga þeirra er aðild áttu að lögbannskröfunni. Ef hægt er að aðskilja tengd réttindi eða skyldur fleiri en eins í sjálfstæðar einingar er ekki skylda til samaðildar þeirra. 28 Það er óljóst hvað Hæstarétti gekk til þegar hann taldi aðilaskiptin í andstöðu við 2. mgr gr EML. Rök þeirrar niðurstöðu eru lítil sem enginn. Ef til vill var ástæðan sú að ekki sé unnt að ganga út frá því að framsal réttinda, sem tengjast dómsmáli, eigi sjálfkrafa að leiða til aðilaskipta. 29 Líklegra verður þó að telja að Hæstiréttur hafi talið aðilaskiptin brjóta í bága við útilokunarregluna, þar sem að meginreglu er lagt bann í 2. mgr gr. EML við því að bera fram nýjar málsástæður eða gera nýjar kröfur frá því sem gert var í héraði. Tilgangur reglunnar er að girða fyrir að grundvelli máls verði raskað á málskotsstigi, enda á Hæstiréttur að geta endurskoðað úrlausnir héraðsdóms á sömu forsendum og mál eru dæmd þar. 30 Er Hæstiréttur því ekki að leggja bann við aðilaskiptum, heldur er í dómnum ekki fallist á framkvæmd aðilaskiptanna. Ekki var breytt aðild STEFs að málinu. Voru lögð fram gögn í málinu þar sem menntamálaráðherra veitti STEFi lögformlega viðurkenningu samkvæmt 23. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Gat því STEF farið með málsóknarumboð fyrir félagsmenn sína og átt í eigin nafni aðild að einstaklingsbundnum kröfum þeirra, þar með talið um lögbann og staðfestingu á því. Ástæða þess að STEF fékk ekki efnisdóm í málinu, heldur var vísað frá, var sú að ekki lá fyrir í málinu að félagsmenn STEFs hefðu veitt samtökunum umboð til að fara með einstaklingsbundnar kröfur fyrir dómstólum, þrátt fyrir að hafa til þess heimild. Hæstiréttur setur hér kröfu um að hver og einn félagsmanna STEFs þurfi að gefa STEFi sérstakt umboð til að fara með einstaklingsbundnar kröfur sínar. Heimild til slíks sé ekki nóg til að efnisdómur fáist í málinu heldur verði að nýta þá heimild og sýna fram á slík umboð. Var því næsta rökrétta skref að höfða nýtt mál og haga málsóknarumboði á þann hátt að það félli innan 3. mgr. 25. gr. EML, með því að taka fram í umboðinu sérstaka heimild STEFs til að fara með einstaklingsbundnar kröfur félagsmanna. Höfðaði STEF því mál í Héraðsdómi Reykjaness. 26. september 2008 (E-1398/2008). Í þessu máli settu I ehf. og SL fram frávísunarkröfu um að ekki hefði verið fylgt reglum einkamálalaga um samaðild. Var það álit I ehf. og SL að gerðarbeiðendur í lögbannsgerðinni 27 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls

14 voru fjögur rétthafasamtök, sem öll höfðu lögvarinna hagsmuna að gæta er varðaði réttmæti lögbannsgerðarinnar. Þar sem STEF stæði eitt að þessari málsókn, væri ekki uppfyllt ákvæði 1. mgr. 18. gr. EML. Þar sem kröfugerðin í þessu máli var einskorðuð við félagsmenn STEFs, var ekki talið tækt að vísa málinu frá á þessum grundvelli, og STEFi því heimilt að standa eitt að málsókninni. Frávísunarkrafa I ehf. og SL var einnig reist á því að stefnandi hefði farið út fyrir málsóknarumboð sitt, og gert of víðtækar kröfur. Var það í samræmi við úrlausn Hrd. 8. maí 2008 (194/2008), en þar var komist að þeirri niðurstöðu að STEF hefði sett fram of víðtæka kröfugerð þegar krafist var þess að I ehf. og SL væri óheimilt að starfrækja vefsíðu sambærilega Hér var ekki bætt úr of víðtækri kröfugerð en dómari er bundinn við kröfugerð stefnanda samkvæmt málsforræðisreglunni og því var á þetta fallist í héraðsdóminum. 31 Einnig var vísað til vanreifunar sem frávísunarástæðu, vegna þess að ekki hafði verið bætt úr þeim annmarka á málatilbúnaði stefnanda sem fram kom í margnefndum dómi Hrd. 8. maí 2008 (194/2008), um hvaða áhrif lög nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu hafi á lögskipti aðila. Niðurstaða héraðsdóms var sú sama og í Hrd. 8. maí 2008 (194/2008), þ.e. að ekki hafi verið viðhlítandi heimild í málsóknarumboðum félagsmanna til að hafa uppi þá kröfu um staðfestingu lögbanns sem hér var til úrlausnar. Var því kröfunni vísað frá dómi. STEF gáfust ekki upp þrátt fyrir niðurstöðu héraðsdóms og kærðu niðurstöðuna til Hæstaréttar. Í Hrd. 6. nóvember 2008 (559/2008) var leyst úr fyrrnefndum frávísunardómi. Í málinu er STEF að freista þess að fá fellda úr gildi frávísun héraðsdóms á kröfu um staðfestingu á lögbanni því er sýslumaðurinn í Hafnafirði lagði þann 9. nóvember Er því hér um sama lögbann að ræða og reynt hefur á í ofangreindum málum, munurinn er að STEF var í þessum dómi talið hafa sýnt fram á að samtökin hefðu málsóknarumboð til að reka staðfestingarmál vegna lögbanns fyrir félagsmenn sína. STEF lagði fram umboð frá um 150 félagsmönnum STEFs, þar sem fram kom að félagsmenn veittu samtökunum málsóknarumboð til að fara með kröfu um staðfestingu lögbanns. Var STEF því búið að laga málsóknarumboð sitt að kröfum Hæstaréttar sem settar voru fram í Hrd. 8. maí 2008 (194/2008). Felldi því Hæstiréttur úr gildi fyrrnefnda frávísun héraðsdóms, og vísaði málinu til efnismeðferðar í héraði að nýju. Í Héraðsdómi Reykjaness. 4. febrúar 2009 (E-1398/2008) var stefnandi í málinu STEF og stefndu, I ehf. og SL. Dómkröfur STEFs voru þær sömu og áður, þ.e. að sett yrði lögbann á síðuna og að notendum síðunar væri bannað að fá aðgang að hljóð og 31 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls

15 myndefni sem hefðu að geyma tónlist umbjóðenda STEFs. Einnig var krafist viðurkenningar bótaskyldu auk málskostnaðar. Aðild STEFs var byggð á 3. mgr. 25. gr. EML og almennum reglum um umboð og dómvenju um málsóknarumboð höfundaréttarsamtaka fyrir hönd félagsmanna. I ehf. og SL fóru fram á sýknu auk þess að sér yrðu greiddar skaðabætur vegna ólögmætrar lögbannsgerðar, auk málskostnaðar. Rök stefndu fyrir sýknukröfu voru m.a. að aðild að dómsmálinu væri önnur en aðildin að lögbannsgerðinni, þar sem SMÁÍS, Framleiðandafélagið SÍK og Félag hljómplötuframleiðanda höfðuðu mál ásamt STEF til staðfestingar lögbanninu í héraðsdómi sem féll 27. mars 2008 sem kært var til Hæstaréttar í máli Hrd. 8. maí 2008 (194/2008) sem áður er reifað. Bæri því að sýkna á grundvelli aðildarskorts sbr. 2. mgr. 16. gr. EML. Var ekki fallist á það þar sem kröfugerð STEFs var einskorðuð við hagsmuni umbjóðenda þess, þ.e. einungis var farið fram á vernd hljóð og myndefnis sem hafði að geyma tónlist sem umbjóðendur stefnanda voru rétthafar að. Væri því ekki verið að hlutast um réttindi hinna upphaflegu aðila lögbannsgerðarinnar, heldur einungis réttinda umbjóðanda STEFs. Þá töldu I ehf. og SL ábyrgðartakmarkanir V. kafla laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu eiga við en þar eru tíundaðar reglur um ábyrgðartakmörkun milligönguaðila að netnotkun þriðja aðila. Segir í héraðsdómnum að þjónustan sem slík geti vel fallið undir lögin, en það sé hins vegar álit dómsins að takmörkun ábyrgðar milligönguaðila samkvæmt lögunum sé í reynd háð því skilyrði að með þjónustu hans sé ekki gagngert stuðlað að því að brotið sé gegn rétti höfunda samkvæmt höfundalögum. Það var álit dómarans í málinu að milliganga netsíðunnar og stjórnenda hennar hefði stuðlað að brotum gegn höfundaréttarlögum, og því ekki unnt að fella háttsemina undir ábyrgðartakmarkanir V. kafla laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Var því þessari varnarástæðu hafnað. Héraðsdómur féllst einnig á skaðabótakröfu stefnda þar sem ein af meginreglum um skaðabætur utan samninga er að óskipt ábyrgð geti komið til óháð því hversu stóran þátt hver tjónvaldur á í bótaskyldu atviki. 32 Með því að veita tæknilegan grundvöll fyrir dreifingu höfundaréttarvarins efnis, var það álit dómsins, að stefndu hafi stuðlað að brotum notenda vefsvæðisins og þannig bakað sér bótaskyldu á grundvelli almennu skaðabótareglunnar gagnvart rétthöfum hins höfundaréttarvarða efnis sem dreift var um vefinn. 32 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls

16 Niðurstaðan í málinu var sú, að fallist var á lögbannskröfuna og lögbannið því staðfest með dómi, og einnig var fallist á viðurkenningu á bótaskyldu auk þess sem málskostnaður skyldi falla á stefndu sbr. 3. mgr gr. EML. Ljóst var að efnisdómur myndi falla í málinu þegar STEF var búið að sýna fram á að samtökin hefðu málsóknarumboð til að reka staðfestingarmál vegna lögbanns fyrir félagsmenn sína. Niðurstaðan var allt annað en hagstæð fyrir I ehf. og SL, sem í kjölfarið áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar til að freista þess að fá dómnum hnekkt. Í Hrd. 11. febrúar 2010 (214/2009) voru rök I ehf. og SL sem fyrr, að aðild málsins væri önnur en að lögbannsgerðinni frá 19. nóvember 2007, og krafa stefnda uppfyllti því ekki skilyrði 2. málsliðar 2. mgr. 18. gr. EML, og bæri að vísa málinu frá dómi sökum þessa. Þar sem fjögur hagsmunasamtök höfðu staðið að lögbannsgerðinni á grundvelli 1. mgr. 19. gr. EML á sínum tíma gat að áliti Hæstaréttar hver samlagsaðilanna um sig, sem í þessu tilfelli var STEF, haldið sínum þætti málsins til streitu, án atbeina hinna. Þar sem krafan hafi verið takmörkuð við réttindi félagsmanna STEFs, hafi skilyrði aðildar verið uppfyllt. Var ekki fallist á málsástæðu áfrýjenda að þessu leyti. Virðist þessi niðurstaða Hæstaréttar koma heim og saman við fyrri dóma, þar sem því var slegið föstu að ef unnt væri að aðskilja tengd réttindi eða skyldur tveggja eða fleiri í sjálfstæðar einingar þyrfti ekki að beita samaðild til að koma máli fyrir dómstóla. 33 I ehf. og SL kröfðust þess að vísað yrði frá kröfu STEFs um viðurkenningu skaðabótaskyldu á hendur sér, þar sem ekki hafi verið tekið fram í stefnu á hvaða grundvelli krafan um skaðabætur hafi verið byggð. Krafan um skaðabætur var reist á grundvallarreglu skaðabótarréttar, sakarreglunni. 34 Sú krafa kom hins vegar ekki fram fyrr en við munnlegan málflutning í héraði, og var því krafist frávísunar kröfunnar þar sem hún var of seint fram komin. Hæstiréttur áleit að í stefnu hefði komið fram að í háttsemi áfrýjenda hefði falist brot á höfundarétti umbjóðanda STEFs, sem valdið hefði fjártjóni og því unnt að byggja viðurkenningarkröfuna á fébótaábyrgð samkvæmt 56. gr. höfundalaga nr. 73/1972 en þar er tekið fram að saknæmt brot á lögunum þurfi að hafa átt sér stað, og að það hafi í för með sér fjártjón. Sé þessum skilyrðum fullnægt er hægt að bæta tjónið eftir almennum reglum fébótaréttar. Áleit Hæstiréttur því að í stefnu hefði vissulega komið fram grundvöllur viðurkenningarkröfu um skaðabætur á grundvelli sakarreglunnar. Var þessari málsástæðu I ehf. og SL því einnig hafnað. 33 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls

17 Virðist hér túlkun Hæstaréttar á 56. gr. höfundalaga nr. 73/1972 ráða því hvort krafan um skaðabætur hafi verið komin nægilega snemma fram til að unnt sé að taka tillit til hennar. Ein af meginreglum einkamálaréttarfars er svokölluð útilokunarregla. Í henni felst takmörkun þess að aðilar dragi inn í mál ný atriði, og að um þessi nýju atriði verði fyrst uppvíst á seinni stigum dómsmáls. 35 Stuðlar reglan því að því að aðilar eigi að hafa uppi kröfur sínar eins fljótt og auðið er, en að öðrum kosti komist slík atriði ekki að fyrir dómi. 36 Samkvæmt útilokunarreglunni hefði ekki átt að taka kröfuna um skaðabætur til dóms, þar sem ekki hafi verið nægilega kveðið á um hana í stefnu, en aðilar eiga að koma sem fyrst fram með kröfur sínar til þess að ljóst sé, hvers sé krafist. 37 Aftur á móti heldur Hæstiréttur því fram að í broti gegn 56. gr. höfundalaga nr. 73/1972 felist í raun nægilegur grundvöllur skaðabótakröfunnar, og því hafi hún í reynd verið tekin fram í stefnu. Er þetta því í raun álitamál um skýrleika og túlkun þess grundvallar sem skaðabótakrafan er talin hvíla á. Í Hrd. 1993, bls var því haldið fram að í kröfu um skaðabætur fælist einnig afsláttarkrafa en Hæstiréttur féllst ekki á það, heldur benti á að allar kröfur aðila eigi að koma fram í stefnu. Samkvæmt þessu fordæmi er ljóst að aukins samræmis væri gætt í réttarframkvæmd ef vísað hefði verið frá skaðabótakröfunni í Hrd. 11. febrúar 2010 (214/2009) á grundvelli e. liðar 1. mgr. 80. gr. EML. Einnig hafnaði Hæstiréttur þeim rökum I ehf. og SL að ábyrgðartakmörkun V. kafla laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu ætti við þegar þjónustan fælist í því að stuðla að brotum gegn höfundalögum með því að stuðla að dreifingu höfundavarins efnis án þess að hafa tilskilin leyfi rétthafa til þess. Þá var einnig fallist á rök héraðsdóms um að sú háttsemi að setja efni sem varið er af höfundarétti á netið svo aðrir geti nálgast það, teljist birting í merkingu 3. mgr. 2. gr. höfundalaga nr. 73/1972, og þar með brot gegn einkarétti höfundar sé það gert án heimildar. Væri því uppfyllt lagaskilyrði þess að leggja á lögbann það sem deilt var um í málinu, og því staðfestingarkrafan einnig tekin til greina í Hæstarétti. Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi að STEF gæti í skjóli málsóknarumboðs haft uppi kröfu um að viðurkennd væri skaðabótaskylda áfrýjenda. Var það vegna þess að I ehf. og SL var það ljóst eða mátti vera það, að háttsemi þeirra væri ólögmæt og til þess fallin að valda umbjóðendum STEFs tjóni. Þótt tjónið verði fyrst og fremst rakið til háttsemi notenda vefsvæðisins og hún því aðalorsök tjóns er hin saknæma og ólögmæta háttsemi áfrýjanda meðorsök þess. Samkvæmt þessu verður að 35 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Bernhard Gomard: Civilprocessen, bls

18 fallast á að áfrýjandinn Svavar [S] beri skaðabótaskyldu gagnvart stefnda vegna höfundaréttarbrota gegn umbjóðendum stefnda frá því að rekstur vefsíðunnar hófst og til 16. nóvember 2007, þegar skráning á léninu torrent.is færðist frá þeim áfrýjanda til áfrýjandans Istorrent ehf. [I ehf.]. Í málinu hafa áfrýjendur byggt á því að félag þetta hafi í október 2007 tekið við rekstri vefsvæðisins og ber það því til samræmis á sama hátt skaðabótaskyldu gagnvart stefnda upp frá því. Samkvæmt þessu bera áfrýjendur óskipta bótaábyrgð vegna brota frá byrjun október 2007 til 16. nóvember sama ár. Að þessu gættu verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um viðurkenningu á bótaskyldu áfrýjenda. Af þessu má draga þá ályktun að Hæstiréttur fallist á rök héraðsdóms um óskipta bótaábyrgð I ehf. og SL, á þeim grundvelli að ein af meginreglum skaðabótaábyrgðar utan samninga sé að óskipt ábyrgð geti komið til óháð því hversu stóran þátt hver tjónvaldur á í bótaskyldu atviki. Var niðurstaðan í málinu sú, að héraðsdómur skyldi standa óraskaður. 2.4 Er þanþol 3. mgr. 25. gr. minna en ella, ef mál varða höfundavarið efni á internetinu? Hæstiréttur virðist skýra 3. mgr. 25. gr. EML eftir orðana hljóðan í þeim málum sem varða höfundavarið efni á internetinu, þar sem aðild hagsmunafélags var á grundvelli málsóknarumboðs fyrir hönd félagsmanna um tilteknar kröfur sem að framan hafa verið taldar. Þar sem slík mál eru tiltölulega ný af nálinni, vekur það upp spurningu um hvort strangara mat sé lagt á 3. mgr. 25. gr. EML í slíkum málum en ella. Í Hrd bls (277/2001), höfðaði ASÍ fyrir hönd félagsmanna sinna mál á hendur íslenska ríkinu. Atvik málsins voru þau að ASÍ taldi brotið tiltekin ákvæði laga nr. 34/2001 um kjaramál fiskimanna þegar Alþingi setti lög sem bönnuðu sjómönnum að fara í verkfall. ASÍ höfðaði málið á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML fyrir hönd félagsmanna sinna. Var hafnað þeirri röksemd Í að ASÍ væri almennt ekki fært að beita ákvæði 3. mgr. 25. gr. EML til málsóknar vegna hagsmuna launþega innan aðildarfélaga sinna. Var hins vegar talið að dómkröfur félags á grundvelli málsóknarumboðs mætti ekki aðgreina, þ.e. að ekki mætti beinum orðum víkja að réttindum og skyldum nafngreindra stéttarfélaga, þar sem 3. mgr. 25. gr. EML snýst um að flytja aðild að máli um hagsmuni ótiltekinna félagsmanna, til hagsmunafélags sem flytur svo málið fyrir dómstólum. Málinu var m.a. vísað frá vegna þessara annmarka á málatilbúnaði ASÍ. Af Hrd bls (277/2001) má ráða að ekki sé farið mildari höndum um 3. mgr. 25. gr. EML í málum er varða t.d. kjaramál fiskimanna, en í málum sem fjalla um höfundavarið efni á internetinu. ASÍ, fór með málið fyrir hönd félagsmanna sinna á grundvelli málsóknarumboðs, en ljáðist að afla sérstakra umboða frá félagsmönnum til að fara með aðild nafngreindra stéttarfélaga. Hefði ASÍ, líkt og STEF, lagað málsóknarumboð sitt að kröfum Hæstaréttar, t.d. með því að leggja fram umboð frá hverjum og einum félagsmanni ASÍ, um að 15

19 málsóknarumboðið leyfði félaginu að víkja að réttindum og skyldum nafngreindra stéttarfélaga innan ASÍ, má draga þá ályktun út frá dómi Hrd. 11. febrúar 2010 (214/2009), að sama niðurstaða hefði fengist. Þ.e. að ASÍ hefði þá mátt fara með aðild nafngreindra stéttarfélaga, því það væri innan marka málsóknarumboðsins. Þess má þó geta að þau gögn sem lögð voru fram varðandi lögformlega viðurkenningu samkvæmt 23. gr. höfundalaga nr. 73/1972, virðast hafa skipt þar sköpum um hvort STEF teldist hæft til að fara með málsóknarumboð fyrir félagsmenn sína og átt í eigin nafni aðild að einstaklingsbundnum kröfum þeirra, þar með talið um lögbann og staðfestingu á því. Segir í 1. mgr. 23. gr. höfundaréttarlaga nr. 73/1972: Þegar útvarpsstöð hefur aflað sér heimilda til útsendinga verka með samningum við höfundaréttarsamtök sem annast samningsgerð um flutningsrétt á bókmenntaverkum eða tónverkum eða sérstökum greinum þeirra fyrir verulegan hluta íslenskra höfunda og hlotið til þeirrar hagsmunagæslu lögformlega viðurkenningu menntamálaráðuneytisins skal einnig heimilt án sérstaks leyfis höfunda hverju sinni að útvarpa verkum hliðstæðrar gerðar þótt höfundur sé ekki félagi í samtökunum. Aðeins einum félagssamtökum í hverri grein bókmennta eða tónlistar verður veitt slík réttargæsluaðild. Höfundar, er standa utan samtakanna, skulu njóta sama réttar til endurgjalds fyrir afnot verka sinna og félagsmenn. Þá segir einnig í 3. mgr. 23. gr.: Höfundaréttarsamtök, sem hlotið hafa lögformlega viðurkenningu 1) skv. 1. mgr., skulu hafa rétt til almennrar innheimtu gjalda fyrir flutningsrétt, einnig fyrir þá höfunda sem standa utan samtakanna, enda hafi þau áður aflað sér umtalsverðra innheimtuumboða frá slíkum höfundum. Þegar STEF hafði lagað málsóknarumboðið að kröfum Hæstaréttar og lagt fram umboð frá um 150 félagsmönnum STEFs, þar sem fram kom að félagsmenn veittu samtökunum málsóknarumboð til að fara með kröfu um staðfestingu lögbanns, auk þess sem lögformleg viðurkenning STEFs virðist hafa skipt máli, er ekki hægt að fallast á að meiri sveigjanleiki sé við túlkun 3. mgr. 25. gr. EML, í málum er varða höfundavarið efni á internetinu. Þvert á móti má draga þá ályktun að ef félagsmenn taka það skýrt fram í málsóknarumboði hvað hagsmunafélag má fjalla um, sé það eitt og sér ekki nægilegt til þess að félagið megi fara með mál um einkaréttarlegar kröfur á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML þegar um höfundarétt á internetinu er að ræða. Lögformleg viðurkenning hagsmunafélags um höfundarétt þarf einnig að vera til staðar. Verður því að svara spurningu kaflans játandi, þar sem Hæstiréttur setur, að því er virðist, mjög strangar kröfur til aðildar á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML, þegar kröfugerð snertir höfundavarið efni og gerir jafnframt miklar kröfur til skýrleika málsóknarumboða sem félagsmenn láta hagsmunafélögum í té. Hefði hugsanlega verið nægilegt að skýra inntak 16

20 málsóknarumboða í Hrd bls (277/2001), en ekki virðist vera áskilnaður um lögformlega viðurkenningu ASÍ til þess að fara með mál félagsmanna sinna fyrir dómstóla Samanburður á miskabótakröfu og skaðabótakröfu þegar aðild byggir á grundvelli málsóknarumboðs Í Hrd 1997, bls , voru málavextir þeir að GF framleiddi póstkort, sem var nákvæm eftirgerð af loki konfektkassa sem prýddi mynd frá Þingvöllum og merki þjóðhátíðarinnar Sælgætisgerðin NS hafði látið gera öskjurnar. Á loki þeirra var mynd er ljósmyndarinn GI hafði tekið. Þá var merki hátíðarinnar gert af SJ. Aflaði GF ekki heimilda til að nota myndina og merkið. Myndstef, sem gætir réttinda myndhöfunda vegna birtingar á verkum þeirra, krafðist þóknunar fyrir notkun myndarinnar sem og tiltekinna miskabóta. Var aðild Myndstefs á grundvelli málsóknarumboðs. Um heimild stefnanda til að krefja GF um miskabætur varð ekki litið fram hjá því, að forræði tjónþola á kröfu um slíkar bætur færðist óhjákvæmilega að einhverju marki með veitingu málsóknarumboðs. Framsal sem það á forræði tjónþola yfir kröfu um miskabætur var andstætt þeim grunnreglum sem bjuggu m.a. að baki ákvæði 26. gr. sbr. 1. mgr. 18. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Samkvæmt því varð að telja, að stefnanda skorti lögmætt umboð til að krefjast í eigin nafni miskabóta úr hendi GF með þeim hætti sem gert var í málinu. Var miskabótakröfunni vísað sjálfkrafa frá í Hæstarétti. Í Hrd. 11. febrúar 2010 (214/2009) var um almennt fjártjón að ræða, sem er það tjón, sem hvorki tengist munatjóni eða líkamstjóni en er hagsmunaskerðing, t.d. missir hagnaðar. 38 Þar sem ein af þeim leiðum sem aðilaskipti geta orðið á kröfum um skaðabætur er við framsal 39, virðist hafa verið heimilt að fela STEFi umboð til að reka mál til viðurkenningar skaðabótakröfu á grundvelli málsóknarumboðs. Þar að auki má benda á að hér er ekki um raunverulega kröfu til skaðabóta að ræða, heldur viðurkenningarkröfu á því að unnt sé að sækja skaðabætur í nýju máli, þar sem aðilar væru réttmætir kröfuhafar skaðabótanna, þ.e. félagsmenn STEFs. Er því ekki um sambærilegar kröfur að ræða þegar um miskabótakröfur og viðurkenningarkröfur til skaðabóta, á grundvelli málsóknarumboðs eiga í hlut. 3 Framtíðarhorfur og hugsanleg réttarfarsúrræði Eðlilegt er að spyrja sig þeirrar spurningar hver framtíðin sé í málum er varðar höfundaréttarvarið efni á internetinu í kjölfar dóms Hrd 11. febrúar 2010 (214/2009). Í skjóli vaxandi framboðs ólöglegs efnis sem er að finna á internetinu gæti nýrrar lagasetningar ef til 38 Björg Thorarensen o.fl.: Um lög og rétt, bls Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls

21 vill verið þörf og hugsanlega nýrra aðferða við löggæslu. 40 Þegar koma skal máli er varðar höfundavarið efni á internetinu fyrir dómstóla hefur það verið gert á grundvelli málsóknarumboðs, sem félagsmenn í samtökum á borð við STEF veita. Málin voru höfðuð á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML, og með því reynt að fá einn dóm um réttindi allra félagsmanna. Þar sem Hæstiréttur túlkar 3. mgr. 25. gr. eftir orðanna hljóðan vekur það upp spurninguna, hvers vegna félagsmenn sem höfðu lögvarinna hagsmuna að gæta, höfðuðu ekki málið á grundvelli 1. mgr. 19. gr. EML, í stað þess að beita 3. mgr. 25. gr. EML um málsóknarumboð félaga - og samtaka. Sérstaklega þar sem undangengnir dómar þar sem kröfugerð snerist um að fá efnisdóm um viðurkenningarkröfu skaðabóta og staðfestingarkröfu lögbanns, höfðu ekki átt undir 3. mgr. 25. gr. EML í fyrri dómum réttarins. Vekur þetta upp spurningu um hvort félagsmenn hefðu ekki verið betur staddir hefðu þeir sótt sameiginlegar kröfur sínar í félagi, óháð aðkomu STEFs, og þannig sloppið við þau vandamál sem fylgdi því að koma einstaklingsbundnum kröfum sínum undir 3. mgr. 25. gr. EML. Svarið við þessum spurningum gæti legið í athugasemdum frumvarps með 3. mgr. 25. gr. EML en þar er beinlínis tekið fram að afla megi viðurkenningardóms um réttindi félagsmanna í stað þess að reka eitt prófmál um rétt eins félagsmanns, sem svo yrði fyrirmynd að málum allra hinna. 41 Væri því eðlilegt að fá efnisdóm á grundvelli ákvæðisins óháð því hvort um viðurkenningarmál sé að ræða. Reyndin er hins vegar önnur eins og dómarnir sýna. Svarið við ofangreindum spurningum gæti einnig legið í eldri framkvæmd 1. mgr. 19. gr. EML, þar sem reglan var skýrð afar þröngt. Var í eldri lögum talað um að kröfur þyrftu að vera af sömu rót, án þess að útskýra betur hvað í því fólst. Ákvæðið var að finna í 47. gr. eldri laga nr. 85/1936, en ósamræmis gætti við túlkun þess hvenær kröfur aðila væru samrættar. Svo þröng var túlkun ákvæðisins að hagræði reglunnar glataðist. 42 Það vandamál var úr sögunni með 19. gr. núgildandi EML, en nánari afmörkun á því hvenær kröfur geti talist af sömu rót er nú að finna í lögunum. Til þess þurfa þær að eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings. 43 Það nægir að eitt þessara þriggja atriða tengi saman kröfur aðila, til að unnt sé að beita samlagsaðild. Virðist sem fyrsti kosturinn eigi við í þessum dómsmálum, þar sem I ehf. og SL, birtu höfundavarið efni á internetinu og stuðluðu að tæknilegum grundvelli til dreifingar á tónlist, sem var í eigu félagsmanna STEFs. Höfðu því félagsmenn STEFs lögvarinna hagsmuna að gæta, þegar niðurhal af tónlist þeirra fór fram í gegnum skráarskiptasíðuna Það athæfi I ehf. og SL var sameiginlegur verknaður sem leiddi til tjóns, og 40 Gunnar Thoroddsen og Skúli Magnússon: Rafræn viðskipti, umfjöllun um íslensk lög, bls Alþt , A deild, bls Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Alþt , A deild, bls

22 því hægt á grundvelli 1. mgr. 19. gr. EML að krefja I ehf. eða SL til fullra bóta og staðfestingar lögbanns. 44 Fljótt á litið virðist sem hagsmunum félagsmanna STEFs hefði best verið borgið hefði málið frá upphafi verið höfðað á grundvelli 1. mgr. 19. gr. EML. Hins vegar ber að athuga að STEF sér um að innheimta árleg stefgjöld, en það er ágóði fyrir notkun tónlistar sem félagsmenn STEFs eiga rétt á. 45 Það kynni að geta komið til, að kröfur þær sem aðilar gerðu væru í raun ekki sambærilegar þar sem sumir listamenn eru vinsælli en aðrir og upphæð sem til innheimtu væri, því afar misjöfn. Slíkt er þó í lagi þar sem hver og einn gerir sína sjálfstæðu kröfu samkvæmt 1. mgr. 19. gr. 46 Ákveðið óhagræði er hins vegar að slíku, þar sem STEF sér einnig um að fylgjast með notkun hins höfundaréttarvarða efnis, og þar af leiðandi ekki víst að hver og einn félagsmaður viti hreinlega hvaða upphæðar hann á að krefjast. Hefðu mál félagsmanna verið höfðuð á grundvelli 1. mgr. 19. gr. EML hefði slíkt óhagræði við kröfugerð væntanlega komið til álita en það gefur aðild á grundvelli 3. mgr. 25. gr. vissulega byr undir báða vængi. Líklegt hlýtur að teljast að aðildin hafi verið ákveðin, a.m.k. að hluta til, á grundvelli 3. mgr. 25. gr. EML, af þessum sökum. Á Alþingi er nú frumvarp um hópmálsókn til umræðu. Hópmálsókn gæti auðveldað hagsmunaaðilum að sameinast um sameiginlega hagsmuni sína og gætu þeir þá höfðað málið sem einn aðili fyrir dómstólum. Í frumvarpinu eru færð rök með réttarfarsúrræðinu hópmálsókn. Í greinargerð með lögunum segir m.a.: Í úrræðinu felst heimild til handa hópi aðila, bæði einstaklinga og lögaðila, til þess að höfða sameiginlega dómsmál til kröfu um bætur vegna tjóns eða lögbrota. Nú þegar er í lögum um meðferð einkamála úrræði þar sem aðilar dómsmáls eru fleiri en einn og má þar helst nefna ákvæði 18. gr. um samaðild, ákvæði 19. gr. um samlagsaðild, ákvæði 3. mgr. 25. gr. um málsóknarumboð félaga og samtaka og ákvæði 27. gr. um kröfusamlag. Þrátt fyrir úrræði þessi er það mat flutningsmanna frumvarps þessa að sérstakt úrræði um hópmálsókn sé nauðsynleg viðbót við íslenskt réttarfar. Stafar það af því að áðurnefnd úrræði sem þegar eru í lögum ganga styttra en úrræðið hópmálsókn enda eru núverandi úrræði yfirleitt túlkuð fremur þröngt og hafa þann tilgang helstan að vera til hagræðis auk þess sem nokkur óvissa er um hvort eiginleg hópmálsókn geti fallið undir ákvæði 19. gr. einkamálalaga. Með því að innleiða sérstaklega úrræði um hópmálsókn er orðið til viðurkennt úrræði fyrir hóp manna sem eiga einsleitar kröfur til þess að leita einkaréttarlegra úrræða og bóta vegna tjóns eða brots sem viðkomandi aðilar hafa orðið fyrir. Það verður því að teljast vera þörf á réttarfarsúrræði sem á skilvirkan hátt tekur til ágreiningsmála þar sem um er að ræða fjölda sams konar krafna og þá einkum í þeim tilfellum þar sem kröfurnar eru svo lágar að þeim er ekki fylgt eftir af einstaklingum meðal annars vegna kostnaðar og óvissu í tengslum kröfuna Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Vefsíða STEFS, 46 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls Þskj. 701, 138. lögþ , bls. 3. (enn óbirt í A deild Alþt.). 19

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

Sönnun í einkamálum. Matsger!ir dómkvaddra matsmanna. Gunnar Jónsson. - Meistararitger! í lögfræ!i -

Sönnun í einkamálum. Matsger!ir dómkvaddra matsmanna. Gunnar Jónsson. - Meistararitger! í lögfræ!i - Sönnun í einkamálum Matsger!ir dómkvaddra matsmanna - Meistararitger! í lögfræ!i - Gunnar Jónsson Lagadeild Félagsvísindasvi! Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...4!

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði- Daði Ólafsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Erla Svanhvít Árnadóttir hrl. Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs Hólmfríður Björnsdóttir Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Friðrik Ársælsson Lagadeild Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Ágúst

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Háskólinn á Bifröst Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Núverandi rannsóknarheimildir lögreglu og helstu hugsanlegu breytingar vegna forvirkra rannsóknarheimilda) ML Lokaverkefni Vetur 2011 Nemandi:

Læs mere

Hvað er kennitöluflakk?

Hvað er kennitöluflakk? Hvað er kennitöluflakk? Kennitöluflakk felur í sér að viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast

Læs mere

Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 308/2010. Fimmtudaginn 20. janúar 2011. Viðar Austmann Jóhannsson (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Vinnusamningur. Kjarasamningur. Laun. Orlof. V krafði Í um greiðslu

Læs mere

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði -

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Ólafur Einar Ómarsson Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristján Gunnar Valdimarsson Lagadeild Háskóla Íslands Maí 2017 Formáli Þetta rit

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Erindi nr. Þ H i VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS iceland CHAMBER OF COMMERCE Stofnað 1917 Stjórnarskrámefnd Alþingis b/t Ragna Árnadóttir. SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS Reykjavik 26. Janúar 1995. Verslunarráð íslands

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Leiðbeinandi: Unnur Edda Sveinsdóttir Desember 2014 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Skattar o. fl. Almennur fróðleikur Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki tvö Vægi 4 til 5 Skattar, saga: Hefur nokkuð breyst? Skattar eða álagning skatta hefur fylgt

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

Viðurlög í fíkniefnamálum

Viðurlög í fíkniefnamálum BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot Silja Rán Arnarsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ágúst 2016 BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

Lögmannablaðið. Lögmennska án landamæra. Aðalfundur LMFÍ. Endurmenntunarskylda lögmanna. SOLVIT: Nýtt úrlausnarnet Evrópusambandsins

Lögmannablaðið. Lögmennska án landamæra. Aðalfundur LMFÍ. Endurmenntunarskylda lögmanna. SOLVIT: Nýtt úrlausnarnet Evrópusambandsins Lögmannablaðið 9. árgangur Júní 2/2003 Lögmennska án landamæra Aðalfundur LMFÍ Endurmenntunarskylda lögmanna SOLVIT: Nýtt úrlausnarnet Evrópusambandsins Dómur Mannréttindadómstólsins í málinu 39731/1998

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1 Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1. En kort sammenfatning vedrørende kommunernes ret til pålægning af skat. Den første januar 2004 fandes der 105 kommuner i Island. Kommunerne

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2 Ásmundur G. Vilhjálmsson lömaður Skiptin á skattlaninarréttinum milli heimilisfestarlands o keldulands 1 ) 2 183 1 Hutakið kelduland er hér notað yfir það sem á öðrum Norðurlöndum er kallað kildeland en

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere