Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð"

Transkript

1 Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013

2 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Lagadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Apríl 2013

3

4 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur Almennt um skuldajöfnuð Hugtök og skilgreiningar Grundvöllur skuldajafnaðar Samningsbundinn skuldajöfnuður Þvingaður skuldajöfnuður Eðli skuldajafnaðar Röksemdir að baki skuldajöfnuði Hagkvæmnissjónarmið Tryggingarsjónarmið Skilyrði skuldajafnaðar Skilyrðið um sambærileika krafna Kröfurnar verða að vera hæfar til að mætast Gagnkrafan þarf að vera gild eða lögvarin Gagnkrafan þarf að vera skýr og ótvíræð Gagnkvæmar kröfur Meginreglan Hlutfallsleg ábyrgð Solidarisk ábyrgð Ábyrgð á milli hjóna Álitamál um samsteypur félaga o.fl Fyrirtækjasamsteypur og sameignarfélög Ríkið og opinberar stofnanir Undantekning frá gagnkvæmnisskilyrðinu Þegar kröfur eru samrættar Heimild til skuldajafnaðar þrátt fyrir aðilaskipti að aðalkröfunni Skuldajöfnuður við gjaldþrot Skuldajöfnuður á grundvelli 100. gr. gþl Skuldajafnaðarkröfurnar verða að vera gagnkvæmar Almennt Heimildir hins opinbera til skuldajafnaðar Heimild til skuldajafnaðar í tengslum við samsteypur fyrirtækja og félaga Gildi samninga um skuldajöfnuð við gjaldþrotaskipti Skuldajafnaðarheimild afsalað með samningi Samningsbundinn skuldajöfnuður Niðurstöður Heimildarskrá Dómaskrá

5 1 Inngangur Skuldajöfnuður er einföld og hagvæm leið til greiðslu á kröfu. Með skuldajöfnuði er aðalkröfu og gagnkröfu lokið með því að þær eru látnar jafnast hvor á móti annarri án þess að peningar eða fjármunir skipti um hendur. Í þessari ritgerð verður fjallað almennt um skuldajöfnuð, hvernig skuldajöfnuður kemur til, eðli aðgerðarinnar og röksemdir fyrir því af hverju heimilt er að skuldajafna. Til að hægt sé að krefjast skuldajafnaðar verða ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi. Kröfurnar þurfa að vera gagnkvæmar, sambærilegar og hæfar til að mætast hvað greiðslutíma varðar. Gagnkrafan þarf að vera gild og hún þarf að meginstefnu að vera skýr og ótvíræð. Skilyrðið um gagnkvæmni krafna verður þó að teljast þýðingamest og verður lögð sérstök áhersla á meginregluna um að aðalkrafa og gagnkrafa þurfa að vera gagnkvæmar. Skilyrðið er skoðað innan skipta og utan. Gagnkröfuhafar og aðalkröfuhafar eru oft fleiri en einn og getur þá verið vafi um hvort gagnkvæmnisskilyrðinu sé fullnægt. Þegar svo ber við skiptir máli hvernig ábyrgðin skiptist á milli kröfuhafa, hvort þeir beri solidariska ábyrgð, hlutfallslega ábyrgð eða hvort um sé að ræða kröfu á hendur öðru hvoru hjóna. Skoðað er hvort að gagnkvæmnisskilyrðið sé uppfyllt í tilvikum hins opinbera og fyrirtækjasamstæðna. Álitamál er hvort hægt sé að skuldajafna á milli þriðja manns og fyrirtækjasamstæðu og hvort að hið opinbera og borgararnir geti skuldajafnað sín á milli. Reglur um hvenær megi skuldajafna við þrotabú byggjast að meginstefnu á ólögfestum reglum sem gilda um almennan skuldajöfnuð. Fjallað verður um þær sérreglur er gilda um skuldajöfnuð við gjaldþrotaskipti á grundvelli 100. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., hér eftir skammstöfuð gþl., og hvort að kröfur þurfi að vera gagnkvæmar við skuldajöfnuð. Við gjaldþrot er sá sem á kröfu á þrotabú og jafnframt skuldar því heimilt að láta kröfurnar jafnast út með skuldajöfnuði. Með skuldajöfnuði við gjaldþrotaskipti getur kröfuhafi fengið fulla greiðslu, þótt aðrir kröfuhafar sem eiga kröfu í sama flokki, fái ekki nema hluta af kröfum sínum greiddar. Þannig njóta þeir kröfuhafar sem eiga skuldajafnaðarrétt við þrotabú tryggingaréttar sem felst í greiðslu með skuldajöfnuði sem aðrir kröfuhafar njóta almennt ekki. Í lokin er samningsbundinn skuldajöfnuður athugaður og reynt að svara þeirri spurningu hvort heimilt sé að semja sig frá gagnkvæmnisskilyrðinu við skuldajöfnuð við gjaldþrotaskipti. 2

6 2 Almennt um skuldajöfnuð Hér á landi eru engin almenn ákvæði í lögum um skuldajöfnuð og verður því höfð hliðsjón af norrænum rétti, enda ljóst að á ólögfestum sviðum kröfuréttar hafa kenningar ýmissa norrænna fræðimanna, einkum danskra og norskra, haft mikil áhrif við úrlausnir ágreiningsefna. Ákvæði réttarfarslegs eðlis um skuldajöfnuð er þó að finna í löggjöf hér á landi og einnig má finna efnisreglur í gþl Hugtök og skilgreiningar Skuldajöfnuður er það þegar tveimur kröfum lýkur með því að þær ganga á móti hvor annarri án þess að nokkur greiðsla fari fram. Við skuldajöfnuð fá báðir aðilar skuldarasambandsins fullnustu kröfu sinnar í heild eða að hluta og losna undan skuld sinni í heild eða að hluta. 2 Mismunandi ástæður geta verið fyrir því að krafa fellur niður. Greiðsla er algengust en aðrar ástæður geta einnig leitt til þess að kröfuréttindum lýkur. Kröfuhafi getur fengið fjárhagslegar efndir með öðru móti en greiðslu. Skuldajöfnuður er dæmi um brottfall kröfuréttinda. 3 Við skuldajöfnuð eru sömu aðilar á sitt hvorum enda skuldarasambands. Sá sem lýsir yfir skuldajöfnuði er nefndur gagnkröfuhafi. Gagnkröfuhafi skuldar aðalkröfuhafa og mætir þeirri skuldbindingu með því að lýsa yfir skuldajöfnuði með sinni gagnkröfu. Sá sem yfirlýsingunni er beint til er nefndur aðalkröfuhafi. Krafa gagnkröfuhafa er nefnd gagnkrafa og skuld hans við aðalkröfuhafa aðalkrafa Grundvöllur skuldajafnaðar Skuldajöfnuður getur verið umsaminn eða verið knúinn fram einhliða. 5 Til að skuldajöfnuði verði beitt þarf yfirlýsingu. Um hana gilda reglur um ákvaðir. Yfirlýsing um skuldajöfnuð hefur bæði gildi sem ákvöð og loforð. Yfirlýsingin er ákvöð að því leyti að hún bindur aðalkröfuhafann þar sem hann þarf að þola að aðalkrafan sé efnd með skuldajöfnuði, þ.e. þarf að þola það að fá greiðslu kröfu sinnar með gagnkröfu sem gengur á móti aðalkröfunni. Yfirlýsing um skuldajöfnuð felur á sama tíma í sér loforð, sá sem 1 Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. bls Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls

7 yfirlýsinguna gefur er að skuldbinda sig til að gefa eftir eða falla frá gagnkröfu sinni að því leyti sem hún gengur upp í aðalkröfuna Samningsbundinn skuldajöfnuður Algengt er að tveir eða fleiri aðilar semji svo sín á milli að þeim sé heimilt að nota kröfur, sem þeir eiga hver á hendur öðrum, til skuldajafnaðar í víðtækara mæli en almennar skuldajafnaðarreglur kröfuréttar heimila. Er í slíkum tilvikum talað um samningsbundinn skuldajöfnuð. Samningar þessir geta verið varðandi tilteknar kröfur, sem í gjalddaga eru fallnar, t.d. að deilu er lokið með því að láta kröfur beggja aðilanna falla niður. Einnig að samningurinn varði kröfur sem að vísu eru til en ekki gjaldfallnar eða þá að þær kröfur sem myndast kunna í framtíðinni, séu háðar ákvæðum samningsins. 7 Sé skuldajöfnuður umsaminn á hann rót sína að rekja í samning á milli aðila og er samningnum ýmist ætlað að rýmka eða takmarka rétt til skuldajafnaðar. Samningsbundinn skuldajöfnuður er þegar skuldajöfnuður byggist á gagnkvæmu samkomulagi aðilanna en ekki einhliða kröfu annars þeirra. 8 Þegar skuldajöfnuður er rýmkaður með samningi er algengt að markmiðið sé að útiloka eða takmarka rétt til þess að krafa verði efnd með skuldajöfnuði Þvingaður skuldajöfnuður Sé skuldajöfnuður einhliða þá getur gagnkröfuhafi knúið einhliða fram skuldajöfnuð. 10 Einhliða eða þvingaður skuldajöfnuður er þegar sú heimild til að beita skuldajöfnuði byggist á einhliða yfirlýsingu gagnkröfuhafa gagnvart aðalkröfuhafa um að hinn fyrrnefndi muni beita skuldajafnaðarrétti sínum. 11 Einhliða yfirlýsing annars aðilans nægir til þess að virkja skuldajöfnuðarréttinn séu öll skilyrði skuldajafnaðar uppfyllt Eðli skuldajafnaðar Tilraunir hafa verið gerðar til að skýra eðli skuldajafnaðar á einfaldan máta, annars vegar með því að skuldajöfnuður sé skuldaraaðgerð og hins vegar að skuldajöfnuður sé kröfuhafaaðgerð. Samkvæmt þeirri skýringu að skuldajöfnuður sé skuldaraaðgerð fullnægir gagnkröfuhafi greiðsluskyldu sinni gagnvart aðalkröfuhafa með því að gefa eftir gagnkröfuna. 13 Er skuldajöfnuður því úrræði gagnkröfuhafa til að fullnægja aðalkröfunni. 6 Bernhard Gomard: Obligationsret, bls. 202; Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls ; Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Páll Sigurðsson, Barbara Björnsdóttir, Hulda G. Kjartansdóttir: Lögfræðiorðabók með skýringum, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Páll Sigurðsson, Barbara Björnsdóttir, Hulda G. Kjartansdóttir: Lögfræðiorðabók með skýringum, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls

8 Ef litið er á skuldajöfnuð sem kröfuhafaaðgerð þá er um nokkurs konar sjálftöku af hálfu gagnkröfuhafa. Með því að lýsa yfir skuldajöfnuði er kröfuhafinn að taka fullnustu kröfu sinnar í sínar eigin hendur með því að greiða aðalkröfuna og á sama tíma ná greiðslu gagnkröfunnar. 14 Báðar þessar skýringar lýsa ágætlega eðli skuldajafnaðar. 2.4 Röksemdir að baki skuldajöfnuði Skuldajöfnuður er einföld og auðveld aðgerð við efndir á kröfu. Hagkvæmnis- og tryggingarsjónarmið liggja skuldajöfnuði til grundvallar Hagkvæmnissjónarmið Rökin að baki skuldajöfnuði voru upphaflega bundin við það hagræði sem fólgið var í skuldajöfnuði. Þau hagkvæmnissjónarmið um að það væri ódýrt, fljótvirkt og áhættulaust að skuldajafna eiga ekki jafn mikið við í nútímanum og þau gerðu áður fyrr. Áður fyrr gat verið áhættusamt að flytja peninga á milli staða, tímafrekt og því gat fylgt mikil fyrirhöfn. Fólst því mikið hagræði í því að láta greiðslur ganga á móti hvor annarri. Þau hagkvæmnissjónarmið eiga ekki jafn mikið við í rafrænum heimi nútímans eins og þau gerðu áður fyrr. 16 Þó fylgir skuldajöfnuði ákveðin einföldun við efndir, þ.e. ef bæði aðalkröfuhafi og gagnkröfuhafi hafa vilja til að efna skuldir sínar. Skuldajöfnuður getur leitt til óhagræðis fyrir aðalkröfuhafa. Aðalkröfuhafi er þá knúinn til að nota kröfu sína á tiltekinn hátt þ.e. til efnda á gagnkröfunni og getur því ekki notað kröfuna á þann hátt sem hann ætlaði sér. Getur skuldajöfnuðurinn því valdið aðalkröfuhafa miklu óhagræði en hann verður almennt að þola það. 17 Er því litið framhjá því hvort að skuldajöfnuður komi aðalkröfuhafa vel eða illa. Jafnvel þótt að aðalkröfuhafi myndi sanna að þetta væri sérstaklega bagalegt fyrir hann þá yrði hann að þola það, þ.e. ef engar undantekningarreglur eiga við. Ef litið væri til huglægs mælikvarða aðalkröfuhafa myndi það veikja þá miklu þýðingu sem skuldajöfnuður hefur við efnd á kröfu Tryggingarsjónarmið Skuldajafnaðarheimildin er ákveðin trygging kröfuhafa til að fá efndir á kröfu sinni. Tryggingarsjónarmiðið er því sterk röksemd sem hefur mikla þýðingu við skuldajöfnuð. Skuldajöfnuður er heimill þó sá sem yfirlýsingunni er beint til sé ekki fús til að greiða. Með 14 Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls

9 skuldajöfnuðinum er því verið að efna kröfu sem mögulega hefði ekki verið efnd ef ekki væri fyrir skuldajöfnuðaryfirýsinguna. 19 Skuldajöfnuður er því ekki einungis einföld og þægileg aðferð við að fá greiðslu heldur einnig örugg aðferð og veitir að mörgu leyti ekki síðri tryggingu heldur en t.d. veð eða haldsréttur gera 20 Heimild til skuldajöfnuðar getur komið sér vel þegar aðalkröfuhafi er gjaldþrota. Gagnkröfuhafi getur þá fengið fullnustu kröfu sinnar á hendur aðalkröfuhafa á grundvelli 1. mgr gr. gþl. sem mælir fyrir um þann rétt að hver sá sem skuldar þrotabúi, geti dregið það frá því sem hann á inni hjá þrotabúinu. 21 Sjónarmið það að skuldajöfnuður veiti kröfuhafa tryggingu fyrir efnd á kröfu sinni kristallast í þeim forgangsrétti sem skuldajöfnuður veitir kröfuhafa. Þeir sem eiga rétt til skuldajafnaðar njóta forgangsréttar umfram almenna kröfuhafa og eru álíka vel settir og t.d. veðhafar Skilyrði skuldajafnaðar Helstu skilyrði skuldajafnaðar eru gagnkvæmni krafna, sambærileiki krafna, kröfur séu hæfar til að mætast, að gagnkrafan sé gild krafa og að gagnkrafan sé að meginstefnu skýr og ótvíræð. Stuttlega verður nú fjallað um fjögur síðasttöldu skilyrðin en sérstök áhersla verður lögð á gagnkvæmnisskilyrðið í kafla 4, sem telja verður hvað þýðingarmest. 3.1 Skilyrðið um sambærileika krafna Skilyrðið um sambærileika krafna felur það í sér að greiðsla samkvæmt gagnkröfu sé nothæf eftir tegund sinni til réttra efnda á aðalkröfu. Oftast er um að ræða peningagreiðslur og er skilyrðinu þá fullnægt. Þegar um sömu tegundir af greiðslu er að ræða er skilyrðinu fullnægt, tegundir geta þá gengið á móti hvor annarri. Skilyrðinu er einnig fullnægt þegar gagnkrafa lýtur þrengri tegundareinkennum en aðalkrafan. það gengur því ef gagnkrafan er undirtegund af aðalkröfunni. Er því hægt að skuldajafna þröngri gagnkröfu á móti rýmri aðalkröfu ef um sömu tegund af greiðslu er að ræða. 23 Við gjaldþrotaskipti gildir skilyrðið um sambærileika krafna ekki þar sem hægt er samkvæmt orðalagi 100. gr. gþl. að lýsa yfir skuldajöfnuði hvernig,... sem skuld og gagnkröfu er farið Henry Ussing: Obligationsretten, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 321; Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls. 355; Stefán Már Stefánsson: Íslenskur gjaldþrotaréttur, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 322; Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Stefán Már Stefánsson: Íslenskur gjaldþrotaréttur, bls

10 Aðalkrafa og gagnkrafa þurfa ekki að vera jafn háar og er ekki skilyrði að mismunurinn sé boðinn fram. Verður að vera um skiptilegar greiðslur að ræða til að hægt sé að greiða það sem upp á vantar sérstaklega. Skuldajöfnuður felur í sér frávik frá hlutagreiðslum. Meginreglan er sú að hægt er að vísa hlutagreiðslum á bug en skuldajöfnuður er undantekning frá þeirri meginreglu. 25 Ef að reglur sem eiga við um hlutagreiðslur ættu við um skuldajöfnuð væri úrræðið ekki á sama hátt að auðvelda kröfuhafa að fá efnd á kröfu sinni. Ef að aðalkröfuhafi gæti hafnað skuldajöfnuði vegna reglna um hlutagreiðslur væri hagræði er fylgir skuldajöfnuði rýrt svo miklu munar. Með undantekningarreglunni nær gagnkröfuhafi að greiða helminginn af skuld sinni og ná efndum á sinni kröfu. Aðalkröfuhafi getur því ekki staðið í vegi fyrir því að hann fái hluta greiddan með skuldajöfnuði og hluta efndan með öðrum hætti Kröfurnar verða að vera hæfar til að mætast Það einkenni skuldajafnaðar að aðalkrafa sé efnd með gagnkröfu felur einnig í sér að kröfurnar þurfa að vera hæfar til að mætast hvað greiðslutíma varðar. Þarf þá að vera kominn sá tími að krefjast megi greiðslu á kröfunni sem á að nota við skuldajöfnuð og að greiða megi kröfuna er ljúka á með skuldajöfnuði. 27 Gjalddagi gagnkröfu þarf í samræmi við þetta að vera kominn svo hægt sé að lýsa yfir skuldajöfnuði. Hafi greiðslufrestur verið veittur er almennt ekki hægt að skuldajafna fyrr en sá frestur er liðinn. 28 Frávik gildir við gjaldþrotaskipti, sbr. 1. mgr. 99. gr. gþl. Þar kemur fram sú regla að allar kröfur á hendur þrotabúi falli sjálfkrafa í gjalddaga þegar bú er tekið til gjaldþrotaskipta. Ekki er tekið tillit til þess hvort samið hafið verið með öðrum hætti Gagnkrafan þarf að vera gild eða lögvarin Skuldajöfnuður getur ekki farið fram nema gagnkrafan sé gild. Gagnkrafan þarf að vera lögvarin krafa, þ.e. fullgild krafa, sem nýtur fyllstu lögverndar. Átt er við að leita megi atbeina dómstóla, eða eftir atvikum annarra yfirvalda, um að fá kröfunni fullnægt. 30 Gagnkrafan má því ekki vera fyrnd eða falla undir flokk,,obligatio naturalis krafna en það eru kröfur sem njóta ekki lögverndar en byggjast á siðferðilegum grunni t.d. greiðsla spilaskuldar. 25 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 322; Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 323; Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 323; Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Páll Sigurðsson, Barbara Björnsdóttir, Hulda G. Kjartansdóttir: Lögfræðiorðabók með skýringum, bls

11 Aðalkrafan þarf ekki að vera gild til að skilyrði til skuldajafnaðar séu uppfyllt. Gagnkröfuhafi getur því notað gilda gagnkröfu sína til skuldajafnaðar við aðalkröfu sem er fyrnd eða ekki gild af öðrum ástæðum. Flestir eru heiðarlegir og vilja borga skuldir sínar jafnvel þó að þær séu fyrndar. Skuldajöfnuður setur ekki stein í veg heiðviðra kröfuhafa til efnda á skuldum sínum. 31 Við skuldajöfnuð er veitt undantekning frá því skilyrði að gagnkrafa þurfi að vera gild í þeim tilvikum er kröfur eru samrættar en þá er skuldajöfnuður afturvirkur, sbr. 26. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. 32 Samrættar kröfur eru kröfur sem eiga uppruna að rekja til sama atviks, afstöðu eða löggernings. 33 Í Hrd. 2. desember 2010 (185/2010) hafði yfirlýsing gagnkröfuhafa um skuldajöfnuð afturvirk réttaráhrif sem hafði það í för með sér að kröfur þær sem deilt var um féllu niður um leið og þær voru hæfar til að mætast. Þannig felur fyrning kröfu ekki missi á rétti til skuldajafnaðar ef kröfur eru samrættar. 3.4 Gagnkrafan þarf að vera skýr og ótvíræð Hér á landi er ekki fyrir hendi almenn regla um að gagnkrafa þurfi að vera skýr og ótvíræð. 34 Vandkvæði við setningu slíkra reglna eru augljós og gætu leitt til þess að menn færu að beita reglunum til að komast undan skuldajöfnuði t.d. með svikum. 35 Frávik er þó til staðar ef aðalkröfuhafi er nauðbeygður til að taka afstöðu til réttmætis gagnkröfu á grundvelli ónákvæms mats. Ef aðalkröfuhafi neitar skuldajöfnuði í tilviki sem þessu, þó að seinna komi í ljós að gagnkrafa var réttmæt, er hann ekki að baka sér skaðabótaskyldu. Í tilvikum sem þessum má því segja að ákveðin skýrleikakrafa sé fyrir hendi Gagnkvæmar kröfur 4.1 Meginreglan Til að skuldajöfnuður geti átt sér stað þurfa aðalkrafan og gagnkrafan að vera gagnkvæmar. Skuldari aðalkröfunnar þarf að vera kröfuhafi gagnkröfunnar 37. Til útskýringar skal sem dæmi nefna kaupanda fasteignar sem hefur samið við seljanda um að greiða kaupverðið að hluta með yfirtöku veðskuldar sem hvílir á eigninni. Kaupandi fasteignarinnar gæti ekki notað skaðabótakröfu sem kæmi til vegna galla á hinni nýkeyptu fasteign á hendur seljanda til 31 Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 325; Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Páll Sigurðsson, Barbara Björnsdóttir, Hulda G. Kjartansdóttir: Lögfræðiorðabók með skýringum, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls

12 skuldajafnaðar við kröfu veðhafa samkvæmt veðskuldabréfinu. Veðhafi samkvæmt veðskuldabréfinu er ekki aðili að því gagnkvæma kröfu og skuldarasamandi sem varð til við fasteignakaupin og gagnkvæmnisskilyrðinu því ekki uppfyllt. Þessu skilyrði verður að vera fullnægt þegar skuldajöfnuði er lýst yfir. 38 Oft eru gagnkröfuhafar og aðalkröfuhafar fleiri en einn og getur þá verið vafi um hvort gagnkvæmnisskilyrðinu sé fullnægt. Þegar svo ber við skiptir máli hvernig ábyrgðin skiptist á milli kröfuhafa, hvort þeir beri solidariska ábyrgð, hlutfallslega ábyrgð eða hvort um sé að ræða kröfu á hendur öðru hvoru hjóna Hlutfallsleg ábyrgð Þegar skuldarar gagnkröfunnar eru fleiri en einn flækist skuldajöfnuðurinn. Sé um að ræða hlutfallslega ábyrgð eða pro rata ábyrgð ber skuldari aðeins ábyrgð á tilteknum hluta kröfu. Í þeim tilvikum getur kröfuhafi aðeins innheimt hluta kröfu hjá þeim sem ábyrgð ber. 40 Hægt er að taka dæmi þar sem skuldarar gagnkröfu eru tveir og um pro rata ábyrgð er að ræða. Aðalkrafa B á hendur A er 200 kr. og svo gagnkrafa A á hendur B og C, einnig að fjárhæð 200 kr. þar sem um pro rata ábyrgð er að ræða skulda B og C helming upphæðarinnar. A getur því skuldajafnað 100 kr. gagnvart B, þ.e. þeim hluta sem B ber ábyrgð á gegn aðalkröfunni og efnt með þeim hætti hluta skuldar sinnar við B. A getur ekki skuldajafnað gegn C þar sem C ber ekki ábyrgð á skuld B. Eftir skuldajöfnunina stæði eftir að A skuldar B 100 kr. og C skuldar A 100 kr Solidarisk ábyrgð Þegar um óskipta ábyrgð eða solidariska ábyrgð er að ræða ber fleiri en einn ábyrgð á kröfu og ábyrgð hvers og eins tekur til allrar kröfunnar. Ef einhver þeirra sem ber ábyrgð greiðir kröfuna losna hinir undan greiðsluskyldu gagnvart kröfuhafa að því leyti sem greitt hefur verið. 41 Þegar um solidariska ábyrgð fleiri aðila á aðalkröfu er meginreglan sú að einn aðalskuldaranna, sem þá jafnframt er gagnkröfuhafi, getur notað gagnkröfu sína til skuldajafnaðar á móti aðalkröfunni. 42 Nefna má eftirfarandi dæmi um skuldajöfnuð þegar um óskipta ábyrgð er að ræða. B á in solidum kröfu á hendur A og C 200 kr. A á gagnkröfu á hendur B að sömu fjárhæð. A getur 38 Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Páll Sigurðsson, Barbara Björnsdóttir, Hulda G. Kjartansdóttir: Lögfræðiorðabók með skýringum, bls Páll Sigurðsson, Barbara Björnsdóttir, Hulda G. Kjartansdóttir: Lögfræðiorðabók með skýringum, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls

13 notað gagnkröfuna til skuldajafnaðar að fullu við aðalkröfu B. Aðalkrafan er því að fullu efnd með gagnkröfu A. Einnig má skoða dóm Hrd. 1932, bls. 634 (Hallgrímur Benediktsson). Dómurinn er gamall en stendur fyllilega fyrir sínu. Þarna var um að ræða aðalkröfuhafa T sem stefndi A, B, C og D til greiðslu skuldar kr. in solidum. D gagnstefndi T til skuldajafnaðar á kr. en T vildi meina að D ætti aðeins rétt til að skuldajafna ¼ hluta kröfunnar. Ekki var fallist á það og var D veittur réttur til skuldajafnaðar á allri kröfunni gegn kröfu T. Í dómi hæstaréttar sagði:...varakrafa áfrýjanda, að Hallgrími Benediktssyni (T) verði aðeins heimilaður réttur til skuldajafnaðar við ¼ hluta aðalkröfunnar, hefir eigi við rök að styðjast. Gagnvart áfrýjanda ábyrgjast stefndu umræddar kr in solidum og áfrýjanda er óviðkomandi hversu viðskiptum þeirra sín á milli er hagað Ábyrgð á milli hjóna. Sú spurning vaknar hvort gagnkvæmnisskilyrðinu sé fullnægt við skuldajöfnuð þegar þriðji maður á kröfu á hendur öðru hjóna og hitt hjónanna á kröfu á hendur þriðja manni. Almenna reglan er sú að skuldajöfnuður geti ekki átt sér stað þegar svo hagar til. 43 Samkvæmt 67. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 ber hvort hjóna um sig ábyrgð á skuldum sínum og segir í 68.gr. sömu laga að ekki sé hægt að skuldbinda annað hjóna með samningsgerð nema það sé heimilað í lögum. Af 67. og 68. gr. verður ályktað að sameiginleg ábyrgð maka verði að styðjast við sérstakan ábyrgðargrundvöll. Í Hrd. 1998, bls (Viðskiptareikningur hjóna) var um óheimilan skuldajöfnuð að ræða. Hjón voru með sinn viðskiptareikning hvort hjá K. Eiginmaðurinn var í skuld og lýsti K yfir skuldajöfnuði við innistæðu eiginkonunnar. Eiginkonan höfðaði mál gegn K og krafðist greiðslu fjárhæðarinnar. Niðurstaðan var sú að ætluð skuld eiginmannsins samkvæmt viðskiptareikningi hans gat aldrei orðið grundvöllur einhliða skuldajafnaðar af hálfu K. Ósannað var að venja hefði myndast til að skuldajafna á milli hjóna og var skuldajöfnuður K talinn óheimill. Maki kann að bera ábyrgð á skuldbindingum er frá hinu stafar á grundvelli laga. 44 Hjón bera sameiginlega ábyrgð á greiðslu skatta og útsvars, sbr. meginreglu 116. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og 30. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. 45 Getur skattstjóri því gengið að hvoru hjóna um sig til greiðslu á sköttum þeirra beggja. Ef annað hjóna ætti því inneign hjá skattinum vegna ofgreiddra skatta en hitt skuldaði skattinum væri 43 Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar og sambúðarréttur, bls

14 skattstjóra heimilt að skuldajafna skuld annars maka á móti inneign hins, þrátt fyrir að gagnkvæmnisskilyrðið væri ekki uppfyllt. 4.2 Álitamál um samsteypur félaga o.fl Fyrirtækjasamsteypur og sameignarfélög Álitamál er hvort gagnkvæmnisskilyrðið er uppfyllt við skuldajöfnuð þriðja manns og fyrirtækjasamsteypu. Í félagarétti er gengið út frá því að hvert félag sé sjálfstæður lögaðili sem ráði málefnum sínum sjálft. 46 Í dag eru svokallaðar fyrirtækjasamstæður orðnar algengar. Fyrirtækjasamsteypa felur annaðhvort í sér að eignarhlutum í fyrirtækjum er komið í hendur fjárvörsluaðila sem síðan stýrir samsteypunni eða að samsteypan sé samband sjálfstæðra og óháðra félaga sem gera viðskiptasamninga sín á milli, t.d. um skiptingu á framleiðslu eða sölu á tilteknum markaði. 47 Skilgreiningu hugtaksins samstæða hlutafélaga er að finna í 2. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 og 2. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994. Þegar fyrirtæki og félög eru í sömu samsteypu, eiga sama móðurfélag eða hlut í hvort öðru, vaknar sú spurning hvort eignafyrirkomulagið leiði til þess að þau beri ábyrgð á skuldum hvors annars. Því má til dæmis velta upp hvort kröfu þriðja manns á hendur félaginu A í samsteypunni X verið lokið með skuldajöfnuði á kröfu sem félagið B í sömu samsteypu á, á hendur sama þriðja manni. Félög í samsteypum bera ekki fjárhagslega ábyrgð á skuldum hvors annars og væri því hæpið að heimilt væri að skuldajafna í þessu tilviki þó að tengsl séu á milli félaganna. 48 Skilyrðinu um gagnkvæmni er ekki uppfyllt nema eitthvað meira kæmi til, t.d. samningur á milli aðila. Í dönskum rétti hefur þessi niðurstaða verið staðfest í mörgum dómum Hæstaréttar sbr. t.d. UfR 1967, bls. 48 sem verður reifaður aðeins neðar og UfR 2007, bls Af dönskum rétti má einnig álykta að unnt sé að víkja frá ofangreindri meginreglu við afar sérstakar aðstæður. Í niðurstöðu Hæstaréttar UfR. 1983, bls. 267 voru slíkar aðstæður taldar vera fyrir hendi. Í dóminum var um að ræða kröfu sem talin var tilheyra dótturfélaginu að formi til en tilheyrði í rauninni samsteypunni. Af þessum sökum var þriðja manni talið heimilt að ljúka kröfu sem hann átti á hendur samsteypunni með skuldajöfnuði gegn kröfu sem dótturfélagið átti á hann Stefán Már Stefánsson: Hlutafélög, einkahlutafélög og fjármálamarkaðir, bls Páll Sigurðsson, Barbara Björnsdóttir, Hulda G. Kjartansdóttir: Lögfræðiorðabók með skýringum, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Bernhard Gomard: Obligationsret, bls

15 Svipuð álitamál hafa einnig sprottið upp í tengslum við sameignarfélög og félagsmenn þeirra. Sameignarfélag er félag tveggja eða fleiri félagsmanna sem að jafnaði er ætlað að keppa að fjárhagslegu markmiði. Eigendur sameignarfélags bera óskipta, ótakamarkaða og beina ábyrgð á skuldum félagsins. 51 Sameignarfélag getur, ef gagnkvæmnisskilyrðinu og öðrum skilyrðum skuldajafnaðar er fullnægt, skuldajafnað kröfu sem það á gegn aðila sem jafnframt á kröfu á hendur sameignarfélaginu. Þriðji maður getur þó ekki notað kröfu sína á hendur félagsmanni sameignarfélags til skuldajafnaðar á móti kröfu sameignarfélags á hendur sér. Félagsmaður sameignarfélags getur að sama skapi ekki skuldajafnað kröfu þriðja manns á hendur sér með kröfu sem sameignarfélagið á gegn þessum sama þriðja manni. 52 Á þetta hefur reynt í dönskum rétti. Í dómi Hæstaréttar UfR 1967, bls. 48 voru málavextir á þá leið að A rak verktakafyrirtæki og var félagsmaður í sameignarfélaginu X. Hann skuldaði félaginu Y d.kr., en það félag skuldaði jafnframt X d.kr. Dómurinn leit svo á að A væri óheimilt að skuldajafna skuld sinni við Y með kröfunni sem X átti á hendur Y. 53 Niðurstaða dómsins grundvallast á því, að eign sameignarfélags samanstendur af sameiginlegum eignarhluta félagsmanna þess og á hver og einn félagsmaður því aðeins kröfu um hluta af eign sameignarfélagsins. Aftur á móti er sameignarfélagi heimilt að skuldajafna kröfu, sem það skuldar þriðja manni, með kröfu sem einn af félagsmönnum þess á gegn hinum sama þriðja manni, svo lengi sem félagsmaðurinn samþykkir skuldajöfnuðinn Ríkið og opinberar stofnanir Innan hins opinbera eru mismunandi stjórnsýslueiningar sem njóta mismikils sjálfstæðis hver fyrir sig. 55 Álitaefni er um gagnkvæmni og skuldajafnaðarrétt ríkis og einstakra ríkisstofnana gagnvart borgurunum og um heimildir borgaranna til þess að ljúka kröfum sínum á hendur ríkinu og einstökum stofnunum þess með skuldajöfnuði. Í rétti sumra erlendra ríkja er byggt á þeirri meginreglu að heimildin til skuldajafnaðar takmarkist við að skuldajafnað sé með gagnkröfu á hendur þeirri ríkisstofnun eða stjórnsýslueiningu sem krefur borgarann um greiðslu aðalkröfunnar. 56 Sú meginregla hefur mikið hagræðisgildi þar sem það getur verið erfitt fyrir hið opinbera að bregðast við skuldajöfnuði af hálfu borgaranna þegar um gagnkröfur þeirra á hendur mismunandi stjórnsýslueiningum er að ræða. Auk þess er hið opinbera jafnan greiðslufært og þó að skuldajöfnuður nái ekki fram að ganga er lítil hætta á 51 Páll Sigurðsson, Barbara Björnsdóttir, Hulda G. Kjartansdóttir: Lögfræðiorðabók með skýringum, bls Bo von Eyben, Peter Mortensen og Ivan Sørensen: Lærebog i obligationsret II, bls Bo von Eyben, Peter Mortensen og Ivan Sørensen: Lærebog i obligationsret II, bls Bo von Eyben, Peter Mortensen og Ivan Sørensen: Lærebog i obligationsret II, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 340; Bernhard Gomard: Obligationsret, bls

16 því að borgarinn tapi kröfu sinni á hendur hinu opinbera. Hagsmunir hins opinbera af skuldajafnaðarrétti eru að fá greiðslu kröfu sem hætta væri á að myndi ekki fást greidd með öðrum hætti, t.d. vegna gjaldþrots. 57 Hérlendis eru í lögum ákvæði sem annaðhvort banna eða heimila skuldajöfnuð hins opinbera og borgaranna. Í 70. gr. sveitastjórnarlaga nr.138/2011 segir að kröfum á hendur sveitarfélagi megi ekki skuldajafna við kröfu sveitarfélags um lögboðin gjöld til sveitarfélagsins eða stofnana þess. Skuldajöfnuður er hins vegar heimilaður að ákveðnum skilyrðum uppfylltum í 3. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt en þar er heimilt að skuldajafna endurgeiðslu á virðisaukaskatti við vangoldin opinber gjöld og skatta. 58 Í dómi Hrd bls (173/2000) (Skuldajöfnuður þrátt fyrir nauðasamning) var sýslumanni talið heimilt að skuldajafna inneign sem myndast hafði vegna endurákvörðunar á opinberum gjöldum á móti vangreiddum opinberum gjöldum. Var þetta heimilað þrátt fyrir að aðalkröfuhafi hafi verið búinn að veita heimild til að leita nauðasamninga. Réttarstaðan er ekki skýr þegar ekki er stuðst við ákvæði laga eða reglugerða um skuldajöfnuð hins opinbera. Þegar um er að ræða skuldajöfnuð af hálfu hins opinbera hefur skipting ríkisins í mismunandi stjórnsýslueiningar litla þýðingu hvað skuldajafnaðarréttinn varðar. 59 Í dómi Hérd. Rvk. 10. nóvember 1992 (E 7372/1991) voru manni dæmdar miskabætur úr ríkissjóði fyrir gæsluvarðhald sem hann sat í að ósekju. Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hafði uppi gagnkröfu á hendur manninum til skuldajafnaðar á skuld samkvæmt dómsátt gerðri í Sakadómi Reykjavíkur. Fallist var á þá kröfu fjármálaráðherra að skilyrði til skuldajafnaðar væru fyrir hendi. 4.3 Undantekning frá gagnkvæmnisskilyrðinu Þegar kröfur eru samrættar Þegar kröfur eru af sömu rót runnar er gerð undantekning frá gagnkvæmnisskilyrðinu. Samrættar kröfur eru kröfur sem eiga uppruna að rekja til sama atviks, afstöðu eða löggernings. 60 Samrættum kröfum fylgir ríkari skuldajafnaðarréttur. Sem dæmi má nefna að þriðja manns loforð skal efnt með greiðslu til þriðja manns. Aðstæður geta þó verið þannig að loforsgjafi getur skuldajafnað með samrættri gagnkröfu á hendur loforðsmóttakanda. Vátryggingarfélag getur samkvæmt 1. mgr. 49. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga skuldajafnað vangoldnu iðgjaldi þeirrar vátryggingar sem um ræðir gegn bótum sem félaginu 57 Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Páll Sigurðsson, Barbara Björnsdóttir, Hulda G. Kjartansdóttir: Lögfræðiorðabók með skýringum, bls

17 ber að greiða við útgreiðslu vátryggingarbóta til þriðja manns. Er því veitt undantekning frá því skilyrði að gagnkvæmt samband verði að vera á milli kröfuhafa og þriðji maður þannig orðinn hluti af sambandinu. 61 Í dómi Hrd. 1995, bls (Árlax) var leyst úr deilu vegna tjónsbóta og var vátryggingafélagi talið heimilt að skuldajafna tjónsbótum við vangreidd iðgjöld Heimild til skuldajafnaðar þrátt fyrir aðilaskipti að aðalkröfunni Gerð er undantekning frá því grundvallarskilyrði skuldajafnaðar að kröfurnar þurfi að vera gagnkvæmar þegar um aðilaskipti að aðalkröfu er að ræða. Skuldajöfnuður getur að vissu marki átt sér stað þótt aðalkrafa hafi verið framseld eða aðilaskipti hafi orðið með öðrum hætti, áður en skuldajöfnuði var lýst yfir og áður en hægt var að lýsa yfir skuldajöfnuði. Þá má gagnkröfuhafi skuldajafna skuld sinni við aðalkröfuhafa þótt hann hafi öðlast kröfuna samkvæmt framsali eftir að hans eigin aðalkrafan var gjaldfallin. 62 Hinn nýi kröfuhafi aðalkröfunnar verður í þeim tilvikum að sætta sig við skuldajöfnuðinn. Almenna reglan er sú að réttur til skuldajafnaðar helst þrátt fyrir framsal aðalkröfunnar að vissum skilyrðum uppfylltum. 63 Meginreglan við framsal á almennum kröfum, þ.e. aðrar kröfur en viðskiptabréfakröfur, er sú að framsalið má á engan hátt rýra rétt skuldarans. Hann missir engar mótbárur við framsalið og heldur skuldajafnaðarrétti sínum. Skilyrðin fyrir því að skuldajafnaðarrétturinn haldist við framsalið eru þau að gagnkröfuhafi hafi öðlast kröfu sína áður en hann fékk vitneskju eða grun um framsal aðalkröfunnar. 64 Frá meginreglunni eru undantekningar. Skuldajöfnuður eftir framsal aðalkröfu er háður því skilyrði að gangkrafan falli í gjalddaga samtímis aðalkröfunni eða hún hafi þegar verið fallin í gjalddaga á því tímamarki þegar kröfuhafa var kunnugt um framsalið. 65 Meginreglan um að gagnkröfuhafi missi engar mótbárur er í samræmi við traustfangsreglur. Skilyrðislaus krafa um gagnkvæmni myndi ekki tryggja rétt gagnkröfuhafa. 66 Þegar um leigukröfur er að ræða, þ.e. kröfur um endurgjald fyrir afnot af húsnæði er talið að takmarka verði skuldajöfnuðarrétt leigutaka. Að baki búa hagsmunir eiganda eignar og þess sem kaupir hana. Hagsmunirnir eru fólgnir í því að framsali eignar fylgi réttur til 61 Bernhard Gomard: Obligationsret, bls. 216; Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Bernhard Gomard: Obligationsret. bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 329; Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 330; Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls

18 leigutekna í framtíðinni. 67 Kaupandi eignar þarf ekki að sætta sig við skuldajöfnuð með gagnkröfu sem leigutaki átti á hendur seljanda og voru ekki tengdar leigusamningi. Jafnframt hefur leigutaki ekki heimild til að skuldajafna með gagnkröfu á hendur seljanda gagnvart leigukröfu, sem gjaldfellur eftir að leigutaki fær vitneskju eða grun um framsalið, nema leigan sé endurgjald fyrir tímabil fyrir framsalið. 68 Almenna reglan við framsal viðskiptabréfakrafna er sú, að framsalshafi öðlast þann rétt á hendur skuldara, sem bréfið sjálft ber með sér. Framsalshafinn getur öðlast traustfangsrétt ef hann er í góðri trú og veikar mótbárur glatast við framsalið, þ.m.t. sú mótbára að krafan sé greidd með skuldajöfnuði. Skuldari samkvæmt viðskiptabréfi getur aðeins lýst yfir skuldajöfnuði ef framsalshafi er grandsamur um að skuldari átti gagnkröfu eða að framsalshafi hafi vitað að skuldari myndi bíða tjón væri þessi skuldajafnaðarréttur skertur. 69 Um samrætta kröfu við viðskiptabréfakröfu gildir sú regla að hana má skuldari nota til skuldajafnaðar þrátt fyrir framsal viðskiptabréfs. Í 3. mgr gr. gþl. eru reglur sem ætlað er að tryggja rétt viðskiptabréfaskuldara gagnvart búinu. Þar kemur fram bann við framsali viðskiptabréfs sem er í eigu þrotabúsins fyrr en kröfulýsingarfresti er lokið og ekki síðar ef gagnkröfu er lýst þannig að fyrirgert sé með því gagnkröfurétti. Sé þetta gert ber búinu að greiða bætur. 70 Verði aðilaskipti að aðalkröfu vegna arfs er unnt að nota gagnkröfur á hendur arfleifanda til skuldajafnaðar við aðalkröfuna. Á það bæði við um almennar kröfur og viðskiptabréfakröfur Skuldajöfnuður við gjaldþrot Reglur um hvenær megi skuldajafna við þrotabú byggjast að meginstefnu til á ólögfestum reglum sem gilda um almennan skuldajöfnuð. Réttur gagnkröfuhafa til þess að skuldajafna gagnkröfu á þrotabú gegn aðalkröfu sem þrotabúið á á hendur gagnkröfuhafa er þó víðtækari en skuldajafnaðarréttur samkvæmt almennum reglum þegar ekki er um gjaldþrot að ræða. Þetta leiðir til þess að aðstaða kröfuhafa gagnvart þrotabúi er mjög trygg, en getur þó verið öðrum kröfuhöfum til tjóns því þeir fá minna upp í kröfur sínar. Gagnkröfuhafi getur til að mynda samkvæmt 3. tl. 1. mgr gr. gþl. komið fram skuldajöfnuði sínum, án þess að 67 Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 333; Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Henry Ussing: Obligationsretten, bls

19 hann hafi lýst kröfu sinni í þrotabúið. Þessi rúmi réttur til skuldajafnaðar er undantekning frá þeirri ríku jafnræðisreglu sem ríkir á milli kröfuhafa. 72 Þetta hefur víða verið gagnrýnt vegna þeirra miklu tryggingaréttinda sem skuldajöfnuðurinn færir gagnkröfuhafa. Gagnrýnendur hafa talið að eðlilegt sé að gera svipaðar kröfur um réttarvernd skuldajafnaðarréttar og gerður er til stofnunar veðréttinda svo að hann haldi gegn þrotabúi. Væri skuldajafnaðarrétturinn þá þrengri en samkvæmt almennum kröfuréttareglum. Má færa þau rök gegn þessum gagnrýnisröddum að almennt sé ekki litið á réttinn til skuldajafnaðar sem veðrétt eða tryggingarétt heldur fremur aðferð til að fá réttar efndir kröfu. Því hefur einnig verið haldið fram að rétturinn til að skuldajafna gegn þrotabúi ætti að vera sá sami og almennt gildir í kröfurétti. Í nágrannalöndunum hefur niðurstaðan einkennst af málamiðlun. 73 Réttur til skuldajafnaðar við gjaldþrot er eins og áður hefur komið fram rýmri en almennt í kröfurétti. Við gjaldþrotaskipti eru þó sérreglur sem þrengja rétt til skuldajafnaðar. Skilyrðin lúta að því tímamarki sem gagnkröfuhafi þarf að hafa eignast kröfu sína á og einnig hvenær þrotabúið þarf að hafa eignast sína kröfu. Þessar sérreglur lúta flestar að formi og þrengja rétt til skuldajafnaðar við gjaldþrot Skuldajöfnuður á grundvelli 100. gr. gþl. Skuldajafnaðarregla gþl. fjallar einungis um heimild gagnkröfuhafa til að nota gagnkröfu sína á hendur þrotamanni til skuldajafnaðar við þá aðalkröfu sem hann skuldar þrotabúinu sem tekið hefur við réttindum og skyldum þrotamanns. Þennan skilning má ráða af orðalagi 1. mgr gr. gþl. þar sem segir berum orðum að hver sá sem skuldi þrotabúi, geti dregið það frá því sem hann á inni hjá því. Lögin gilda því ekki um heimild þrotabús til að beita skuldajöfnuði gegn kröfuhöfum þess Skuldajafnaðarkröfurnar verða að vera gagnkvæmar Almennt Við gjaldþrotaskipti er haldið fast í skilyrðið um gagnkvæmni krafna. Eins og að framan er rakið felst það í því að kröfuhafi aðalkröfunnar, þ.e. sá sem verður gjaldþrota, verður að vera skuldari gagnkröfunnar auk þess sem kröfuhafi gagnkröfunnar verður að vera skuldari aðalkröfunnar. Gagnkvæmnisskilyrðinu þarf að vera fullnægt á því tímamarki sem tiltekið er 72 Stefán Már Stefánsson: Íslenskur gjaldþrotaréttur, bls Stefán Már Stefánsson: Íslenskur gjaldþrotaréttur, bls Viðar Már Matthíasson: Endurheimt verðmæta við gjaldþrot, bls Anders Ørgaard: Konkursret, bls

20 í 1. mgr gr. gþl., þ.e. gagnkröfuhafi þarf að hafa eignast kröfuna áður en þrír mánuðir eru til frestdags og aðalkrafa þarf að hafa stofnast fyrir frestdag. Séu þessi skilyrði ekki fyrir hendi verður skuldajöfnuði ekki komið við á grundvelli ákvæðisins. 76 Svo gagnkvæmnisskilyrðinu sé fullnægt við gjaldþrot verður aðalkröfuhafi að hafa verið skuldari gagnkröfunnar sem og kröfuhafi aðalkröfunnar áður en úrskurður um töku bús hans til gjaldþrotaskipta er kveðinn upp. Er þetta í samræmi við 1. og 2. mgr. 72. gr. gþl. en þar kemur skýrt fram að þrotabú taka einungis við þeim fjárhagslegu réttindum og skyldum skuldara sem hann átti eða naut við uppkvaðningu úrskurðarins. 77 Sérreglur þessar leiða til þess að kröfur sem þrotabúið sjálft hefur stofnað til eftir gjaldþrot verður skipað í skuldaröð samkvæmt 110. gr. gþl. og verða ekki notaðar til skuldajafnaðar á grundvelli 1. mgr gr. gþl. Ef þessarar reglu nyti ekki við gætu kröfuhafar þrotabús haft möguleika á því að koma sér í skuld við þrotabú til þess eins að geta skuldajafnað kröfu sinni við þá skuld og fá þannig fullar efndir kröfu sinnar. 78 Eins og fram hefur komið er það skilyrði við skuldajöfnuð við gjaldþrot að kröfurnar séu gagnkvæmar. Líkt og utan skipta er gerð undantekning í þeim tilvikum þegar um samrættar kröfur er að ræða Heimildir hins opinbera til skuldajafnaðar Eins og fram kom í kafla er gerður greinarmunur á heimild til skuldajafnaðar eftir því hvort gagnkröfuhafi er hið opinbera eða borgari. Þetta var m.a. staðfest í UfR bls. 13, þar sem talið var heimilt að skuldajafna kröfu stjórnsýslueiningar A á móti kröfu þrotabús á hendur stjórnsýslueiningu B. 80 Af dómnum má draga þá ályktun að hið opinbera njóti sömu heimildar til skuldajafnaðar við gjaldþrotaskipti sem og utan þeirra. Réttur hins opinbera er þó ekki svo víðtækur að hið opinbera hafi heimild til að skuldajafna á móti skuld sveitarfélags og öfugt sbr. þó UfR bls Þar var litið svo á að tollayfirvöld gætu skuldajafnað virðisaukaskattskröfu á móti kröfu vegna ofgreidds skatts, jafnvel þó hluti fjárhæðarinnar tilheyrði sveitarfélagi. Var á þessum tíma aðeins hægt að beina kröfu vegna ofgreidds skatts til tollayfirvalda og er því vafasamt að draga of víðtækar ályktanir af dómi þessum. 76 Bo von Eyben og Peter Møgelvang Hansen: Kreditorforfølgning, bls Anders Ørgaard: Konkursret, bls. 197; Lars Lindencrone Petersen og Anders Ørgaard: Konkursloven, bls Sjur Brækhus: Konkursrett, bls Mads Henry Andenæs: Konkurs, bls Bernhard Gomard: Obligationsret, bls Anders Ørgaard: Konkursret, bls

21 5.2.3 Heimild til skuldajafnaðar í tengslum við samsteypur fyrirtækja og félaga Í kafla er fjallað um það álitaefni hvort að gagnkvæmnisskilyrðið sé uppfyllt við skuldajöfnuð innan fyrirtækjasamsteypu. Litið er svo á að heimild til skuldajafnaðar sé ekki til staðar, nema sérstaklega hafi verið um það samið, í þeim tilvikum þar sem skilyrðinu um gagnkvæmni er ekki fullnægt. Hefur þessi niðurstaða verið staðfest í dómaframkvæmd. Sbr. dómur bæjarþings Reykjavíkur frá 1.mars 1988 (20199/1987). Bókabúð Máls og menningar (MM) höfðaði mál á hendur Seltjarnarneskaupstað (S) til greiðslu skuldar sem til var komin vegna vöruúttekta ýmissa stofnana, sem S rak s.s. bókasafns, barnaheimilis og skóla. S hafði skuldajafnað skuld sinni við MM við reikining Prentsmiðjunnar Hólar hf. (PH), sem orðin var gjaldþrota vegna skattskulda PH við bæjarsjóð S. Bar S því við að skuldajöfnun þessi væri byggð á þríhliða samkomulagi milli MM, S og PH. Þó að MM hafi átt lítils háttar hlutafé í PH var um að ræða tvö sjálfstætt skráð fyrirtæki. Fram kom einnig að bókabúð MM og MM bókmenntafélag voru tvær sjálfstæðar sjálfseignastofnanir og hvor um sig sjálfstæð lögpersóna og skattaaðili. Hélt bókabúð MM því fram að viðskipti PH hefðu aðeins verið við MM bókmenntafélag og því bókabúðinni óviðkomandi. Í dómi bæjarþings Reykjavíkur var komist að þeirri niðurstöðu að ósönnuð væri tilvist umrædds þríhliða samkomulags, sem S byggði skuldajafnaðarrétt sinn á. MM bókabúð virðist ekki hafa átt þau viðskipti við PH, sem S vildi meina að væru til staðar til rökstuðningi skuldajöfnuðinum. Þegar litið var til þessara aðstæðna var talið að skuldajöfnun væri óheimil. 82 Í dómi þessum virðist það ráða úrslitum að ekki var talið sannað að samið hafi verið um að skuldajafna mætti með þessum hætti. Telja verður að niðurstaðan eigi líka við um gjaldþrot, enda eiga kröfuhafar ekki að njóta víðtækari réttar til skuldajafnaðar við skipti en utan þeirra.meginreglan er því sú að móðurfélag, sem stendur í skuld við þrotamann, getur ekki notað kröfu dótturfélags þess á hendur þrotamanni til skuldajafnaðar á móti skuld sinni. 83 Draga má þá ályktun af Hrd. 1996, bls að kröfuhafi hefur heldur ekki heimild til að skuldajafna kröfu sinni á hendur félagi í samstæðutengslum við kröfu annars félags innan sömu samstæðu á hendur sér: Mikligarður (M) stundaði umfangsmikinn verslunarrekstur og flutti auk þess inn mikið af vörum og seldi til smásala og til framleiðenda iðnaðarvöru. M verslaði við KEA (K) og ýmis dótturfélög þess, t.d. Kaffibrennslu Akureyrar og Sjöfn og keypti af þeim vörur. M átti mikil viðskipti við einkahlutafélagið Vöruborg (V), en það var að stórum hluta í eigu K, og seldi í umsýslusölu ýmsar vörur, m.a. vörur frá K. Þegar bú M var tekið til gjaldþrotaskipta 15. júní 1993 átti félagið verulegar fjárkröfur á hendur K. K taldi sér heimilt að skuldajafna við aðalkröfu M, gagnkröfu sem samanstóð af sextán víxlum, sem M hafði gefið út vegna vörukaupa, þar af voru sjö víxlar útgefnir til V. Í málinu var m.a. deilt um það, hvort K hefði í raun orðið eigandi víxlanna, sem M hafði gefið út til V. Málsástæður í þá átt studdi K einkum við það, að líta bæri á V sem útibú þess, eins konar framlengingu á söluskrifstofum framleiðanda fremur en sjálfstætt starfandi viðskiptaeiningu. Var á því byggt, að ekki væri stefnt að því, að V hefði annan afgang af starfsemi sinni en til að kosta rekstur og líta yrði á starfsemi V sem umboðssölustarfsemi, þannig að framleiðendur vara væru eigendur þeirra, þar til sala hefði farið fram. Þessum sjónarmiðum var 82 Þorgeir Örlygsson: Skuldajöfnuður, bls Bernhard Gomard: Obligationsret, bls

22 hafnað. Var talið, að V hefði verið eigandi víxla sem félagið fékk frá M, en ekki K. Var heimild til skuldajafnaðar því hafnað Gildi samninga um skuldajöfnuð við gjaldþrotaskipti Af umfjölluninni hér að framan má ráða að grundvallarskilyrðið um gagnkvæmni krafna þarf að vera uppfyllt svo skuldajöfnuður fari fram við gjaldþrot. Í viðskiptalífi nútímans er reglan um samningsfrelsi borgaranna ein af meginreglum samningaréttarins. Í reglunni felst að mönnum sé heimilt að velja sér gagnaðila við samningsgerð, samningsaðilar hafa frelsi um efni löggerninga og frjálsræði til að ákvarða hvort samningur skuli gerður eða hvort látið skuli hjá líða að gera samning eða annan löggerning. 85 Er álitamál hvort að samningar þar sem samið hefur verið um að skuldajöfnuður sé heimill, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki skilyrðið um gagnkvæmni, haldi gildi sínu við gjaldþrot þrátt fyrir ákvæði 1. mgr gr. gþl Skuldajafnaðarheimild afsalað með samningi Ágreiningsmál um afsal á skuldajafnaðarrétti í tengslum við gjaldþrot annars samningsaðila hafa ekki enn ratað fyrir íslenska dómstóla svo vitað sé, hvorki þar sem samið hefur verið um slíkt með beinum hætti né þar sem það megi leiða af samningi. Hins vegar verður að telja að framangreindir dómar úr danskri réttarframkvæmd hafi þýðingu að þessu leyti hérlendis, enda eru íslensk gjaldþrotaskiptalög að mörgu leyti byggð á þeim dönsku. Verður því að telja að sé skuldajafnaðarheimild afsalað með samningsgerð hafi það bindandi gildi við gjaldþrotaskipti. Í dönskum rétti er aðilum gagnkvæms skuldarasambands er heimilt að semja sín á milli um að kröfur þeirra verði ekki efndar með skuldajöfnuði og er skuldajafnaðarheimildinni þá afsalað með samningi. Slíkir samningar eru almennt skuldbindandi, bæði fyrir þá aðila sem samninginn gera og þá aðila sem koma í þeirra stað, t.d. þrotabú. 86 Sá aðili sem afsalar sér heimild til skuldajafnaðar með samningi gagnvart viðsemjanda sínum heldur áfram að vera bundinn af afsalinu ef viðtakandi afsalsins verður gjaldþrota, sbr. UfR 1981, bls Þar hafði félagið D samið við flutningafélagið A um farmflutninga. Í tengslum við þau viðskipti skrifaði D undir farmbréf A, sem innihélt m.a. samningsákvæði um að ekki væri heimilt að skuldajafna gegn farmkröfum A. A var seinna úrskurðað gjaldþrota, vildi D þá þrátt fyrir samningsákvæðið, skuldajafna skaðabótakröfu sem hann átti á hendur A, á móti farmkröfu sem A átti gegn D vegna farmflutninga. Hæstiréttur féllst ekki á skuldajafnaðarkröfuna, ekki væru rök til að víkja gildandi samningi til hliðar þótt að bú A hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Var D því ekki talið heimilt að nota kröfurnar til skuldajafnaðar á grundvelli 15. gr. (nú 42.gr.) dönsku gjaldþrotalaganna. 84 Viðar Már Matthíasson: Endurheimt verðmæta við gjaldþrot, bls Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Lars Lindencrone Petersen og Anders Ørgaard: Konkursloven, bls Lars Lindencrone Petersen og Anders Ørgaard: Konkursloven, bls

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Leiðbeinandi: Unnur Edda Sveinsdóttir Desember 2014 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

Hvað er kennitöluflakk?

Hvað er kennitöluflakk? Hvað er kennitöluflakk? Kennitöluflakk felur í sér að viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði -

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Ólafur Einar Ómarsson Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristján Gunnar Valdimarsson Lagadeild Háskóla Íslands Maí 2017 Formáli Þetta rit

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði- Daði Ólafsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Erla Svanhvít Árnadóttir hrl. Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 308/2010. Fimmtudaginn 20. janúar 2011. Viðar Austmann Jóhannsson (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Vinnusamningur. Kjarasamningur. Laun. Orlof. V krafði Í um greiðslu

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Erindi nr. Þ H i VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS iceland CHAMBER OF COMMERCE Stofnað 1917 Stjórnarskrámefnd Alþingis b/t Ragna Árnadóttir. SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS Reykjavik 26. Janúar 1995. Verslunarráð íslands

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTLAGNING ÓHEIMILLA úttekta úr rekstri hjá fyrirtæki og eiganda þess Glærupakki 4 Lausleg yfirferð - fræðsluefni ENDURMENNTUN HÍ mánudaginn 8. apríl 2013 kl.

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Skattar o. fl. Almennur fróðleikur Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki tvö Vægi 4 til 5 Skattar, saga: Hefur nokkuð breyst? Skattar eða álagning skatta hefur fylgt

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2 Ásmundur G. Vilhjálmsson lömaður Skiptin á skattlaninarréttinum milli heimilisfestarlands o keldulands 1 ) 2 183 1 Hutakið kelduland er hér notað yfir það sem á öðrum Norðurlöndum er kallað kildeland en

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Inngangur stefna ASÍ í húsnæðismálum... 2 Breytinga er þörf!... 3 Lýsing á einstökum þáttum danska húsnæðislánakerfisins... 7 Almenn lýsing... 7

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs Hólmfríður Björnsdóttir Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Friðrik Ársælsson Lagadeild Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Ágúst

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Félag löggiltra endurskobenda Reykjavík 25. apríl 2005 Tilv. FLE 19-2005 Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd c/o Stefán Árni Auðólfsson, nefndarritari

Læs mere