Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)"

Transkript

1 Nr. 308/2010. Fimmtudaginn 20. janúar Viðar Austmann Jóhannsson (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Vinnusamningur. Kjarasamningur. Laun. Orlof. V krafði Í um greiðslu vegna ógreiddra kjarasamningsbundinna hækkana launa og vegna orlofs. Á starfstíma V hjá Í hafði verið samið um launahækkanir hverju sinni og þær verið meiri en kjarasamningsbundnar hækkanir launa samkvæmt þeim kjarasamningi sem V miðaði við. Í héraðsdómi, sem staðfestur var í Hæstarétti, var talið að þar sem starfskjör V væru ekki lakari en kjarasamningurinn kvað á um, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, væri ekki unnt að fallist á að hann hefði átt rétt til sérstakra launahækkana umfram það sem samið hafi verið um milli aðila. Þeirri kröfu var því hafnað ásamt kröfu um greiðslu orlofs og Í sýknað í málinu. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Garðar Gíslason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17. maí Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 1. febrúar 2008 til 1. febrúar 2009, en af framangreindri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara lækkunar á kröfu áfrýjanda og að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Héraðsdómur skal vera óraskaður. Dómsorð: Áfrýjandi, Viðar Austmann Jóhannsson, greiði stefnda, Ístaki hf., krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. apríl Mál þetta, sem dómtekið var 12. mars sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Viðari Austmann Jóhannssyni, Laufrima 71, Reykjavík, gegn Ístaki hf., Engjateigi 7, Reykjavík, með stefnu birtri og áritaðri um birtingu 30. mars Dómkröfur stefnanda eru þær að hið stefnda hlutafélag verði dæmt til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá 1/7

2 til , af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá til , af kr ,00 frá til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi. Auk þess er krafist virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi að mati dómsins, en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Málsatvik Stefndi er hlutafélag sem starfar á verktakamarkaði. Meðal verkefna stefnda eru húsbyggingar, s.s. bygging íbúðar og atvinnuhúsnæðis, sem og önnur mannvirkjagerð. Stefnandi hóf störf hjá stefnda í ágúst Honum var sagt upp störfum 31. október 2008 og lét stefnandi af störfum 31. janúar 2009 að liðnum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Stefnandi er m.a. menntaður byggingatæknifræðingur og starfaði sem slíkur hjá stefnda. Stefnandi starfaði fyrst sem einn af nokkrum framleiðslustjórum við nýbyggingu Smáralindar í starfi sínu hjá stefnda en frá árinu 2002 starfaði stefndi sem staðarstjóri við ýmsar nýbyggingar og við endurbætur á byggingum allt til starfsloka. Í upphafi var gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnanda. Stefnandi heldur því fram að allan starfstíma hans hafi launahækkanir hans verið með því móti að laun hans hækkuðu eftir kröfum hans. Stefnandi hafi sett fram óskir um launahækkanir sínar og leit svo á að kröfur hans miðuðust við kjarasamningsbundnar hækkanir auk þess sem ábyrgð í starfi hans jókst með árunum. Frá októbermánuði 2007 voru föst laun stefnanda kr Árið 2008 fékk stefnandi engar launahækkanir en strax í upphafi árs spurðist stefnandi fyrir um kjarasamningsbundna hækkun sem honum bar en samkvæmt kjarasamningi Tæknifræðingafélags Íslands áttu laun tæknifræðinga að hækka um 7,5% frá 1. janúar 2008 og um 5% þann 1. ágúst Engin svör bárust stefnanda frá stefnda og fékk stefnandi enga hækkun launa sinna frá árinu Við starfslok stefnanda fékk hann greitt auk mánaðarlauna á uppsagnarfresti, áunnið orlof, orlofsuppbót, desemberuppbót og bílapeninga eins og hann hafði fengið mánaðarlega allan starfstímann. Stefnandi fékk greitt uppsafnað orlof frá yfirstandandi orlofsári og einnig uppsafnað orlof sem stefnandi hafði frestað töku á og var því uppsafnað í upphafi orlofsársins sem hófst 1. maí Þegar stefnandi hafði fengið sinn síðasta launaseðil frá stefnda taldi hann vera um ógreidd laun að ræða. Hann telur að ógreidd sé kjarasamningsbundin hækkun launa vegna alls ársins Þá telur stefnandi að ógreidd sé fjárhæð vegna vangreiddrar launahækkunar við uppgjör á áunnu orlofi. Auk þess telur stefnandi að ógreiddur sé hluti orlofs vegna 25% lengingar orlofs, sem var uppsafnað, en ótekið. Enn fremur telur stefnandi að ógreidd sé fjárhæð fyrir bílapeninga fyrir ógreitt orlofstímabil. Af hálfu stefnda er því haldið fram að laun stefnanda hafa verið byggð á samkomulagi milli aðila, enda hafi laun hans ætíð verið langt umfram lágmarkskjör á almennum markaði. Við starfslok stefnanda hafi farið fram uppgjör á mánaðarlaunum á uppsagnarfresti, sem og öðrum greiðslum er stefnandi átti rétt til. Sú upphæð hafi í engu verið vangreidd og hafi falist í þessu fullnaðaruppgjör aðila vegna starfsloka stefnanda. Stefnda var sent innheimtubréf 16. febrúar 2009 vegna þeirra greiðslna sem stefnandi telur vera ógreiddar. Öllum kröfum stefnanda var hafnað með bréfi lögmanns stefnda dagsettu þann 6. mars Málsástæður og lagarök stefnanda: Kröfur stefnanda byggir hann á eftirfarandi röksemdum: 1. Kröfu um greiðslu kjarasamningsbundinnar hækkunar launa árið 2008 byggir stefnandi á því að samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 séu kjarasamningsbundin réttindi stefnanda lágmarkskjör hans við starf hans hjá stefnda. Stefnandi sé menntaður byggingatæknifræðingur og starfaði sem slíkur hjá stefnda. Samkvæmt 1. gr. kjarasamnings milli Félags ráðgjafarverkfræðinga og Stéttarfélags verkfræðinga og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands nái samningurinn til allra tæknifræðinga sem séu í þjónustu vinnuveitanda. Samkvæmt framangreindu lagaákvæði og meginreglum vinnuréttar séu samningar einstakra launþega og atvinnurekenda um lakari kjör en almennur kjarasamningur ákveði, ógildir. Því skipti ekki mál hvort launþegi sé félagsmaður í stéttarfélagi eða vinnuveitandi aðili að samtökum atvinnurekanda. Kjarasamningur kveði á um lágmarkskjör. 2/7

3 Fram til loka ársins 2007 hafi stefnandi litið svo á að þær hækkanir sem hann fékk á laun sín væru til að fylgja eftir hækkunum sem honum bar samkvæmt ákvæðum kjarasamnings og einnig vegna aukinnar ábyrgðar hans í starfi hjá stefnda. Hann hafi hins vegar enga hækkun fengið á árinu 2008 þrátt fyrir kröfur hans þar um og lágmarksréttindi hans samkvæmt því. Vegna þessa gerir stefnandi kröfu um 7,5% hækkun á laun sín (750 þúsund) vegna mánaðanna janúar júlí Vegna tímabilsins frá 1. ágúst janúar 2009 gerir stefnandi kröfu um framangreinda hækkun sem hann hafi átt rétt á frá 1. janúar 2008 og einnig þá kjarasamningsbundnu hækkun sem honum hafi borið frá 1. ágúst 2008, 5%. Krafa stefnanda vegna þessa liðar sundurliðast með eftirgreindum hætti: 1. Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna janúar 2008 kr ,00 2. Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna febrúar 2008 kr ,00 3. Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna mars 2008 kr ,00 4. Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna apríl 2008 kr ,00 5. Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna maí 2008 kr ,00 6. Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna júní 2008 kr ,00 7. Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna júlí 2008 kr ,00 8. Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna ágúst 2008 kr ,00 9. Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna september 2008 kr , Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna október2008 kr , Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna nóvember 2008 kr , Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna desember 2008 kr , Kjarasamningsbundin hækkun launa vegna janúar 2009 kr ,00 Samtals kr ,00 2. Krafa stefnanda vegna leiðréttingar á uppgjöri vegna uppsafnaðs orlofs byggir á því að á launaseðli til hans sem dagsettur sé þann 30. janúar 2009 sé uppgjör vegna orlofs reiknað miðað við þau mánaðarlaun sem stefnandi hafði í síðasta starfsmánuði sínum. Samkvæmt launaseðlinum séu honum greiddar kr fyrir hvern áunninn orlofsdag. Forsendur þeirrar fjárhæðar séu þær að í hverjum mánuði sé að meðaltali 21,67 vinnudagur eins og beri að reikna samkvæmt kjarasamningi. 21,67 sé deilt í og fundin meðallaun stefnanda hvern dag eða kr Fjöldi áunninna orlofsdaga sé svo margfaldaður með fjárhæðinni. Stefnandi telur að vegna tímabilsins frá 1. janúar 2008 til 31. júlí 2008 hefði þessi fjárhæð átt að vera Stefnandi telur því að vegna þessa liðar kröfugerðar hans sé ógreiddur mismunur að fjárhæð kr , þ.e *50,96 (áunnir orlofsdagar) = Krafa stefnanda vegna þessa liðar sundurliðast með eftirgreindum hætti en gert sé ráð fyrir að laun stefnanda síðasta mánuðinn ( janúar 2009) hefðu átt að vera kr : /21,67 dagar = * áunnir dagar samkvæmt launaseðli = Að frádregnu þegar greiddu vegna þessa = Samtals = , 3. Krafa stefnanda vegna greiðslu orlofs vegna 25% lengingar orlofs sem hafi verið uppsafnað en ótekið við upphaf yfirstandandi orlofsárs byggir stefnandi á 4. gr. laga nr. 30/1987 um orlof. Á síðasta launaseðli stefnanda frá stefnda sem dagsettur sé 30. janúar 2010 komi fram að við upphaf yfirstandandi orlofsárs, þ.e. vegna tímabilsins fyrir 1. maí 2008 hafi stefnandi átt uppsafnað orlof í 28,41 dag. Ástæða þess að stefnandi hafði ekki tekið þessa daga var sú að starf stefnanda hjá stefnda hafi verið með því móti að stefndi hafði óskað eftir því við hann að hann tæki ekki allt orlof sitt á orlofstímabili, þ.e. tímabilinu 2. maí til 15. september ár hvert. Það hafi verið vegna eðlis starfs stefnanda. Hann hafi borið ábyrgð á framkvæmdum stefnda á tilteknum verkum og því hafi verið ómögulegt að hann tæki allt orlof sitt á þessu tímabili. Stefnandi byggir kröfu sína vegna þessa á því að ógreitt sé orlof vegna 7,1 dags og gerir kröfu um greiðslu þess nú. Vegna mistaka láðist að geta þessarar fjárhæðar í innheimtubréfi til stefnda þann 16. febrúar Krafa stefnanda vegna þessa liðar sundurliðast með eftirgreindum hætti: 7,1 áunninn orlofsdagur * kr / dag = , 4. Kröfu sína vegna ógreiddrar fjárhæðar fyrir akstur byggir stefnandi á því að í raun hafi verið um hluta launagreiðslna að ræða. Allan starfstíma stefnanda hafi hann fengið greidda fjárhæð vegna þessa liðar á launaseðli óháð því hvort hann var við störf eða ekki. Eins og launaseðlar stefnanda bera með sér hafi hann fengið þennan lið greiddan hvort sem hann var við vinnu eða ekki. Stefnandi byggir kröfu sína á því að í hverjum starfsmánuði hans 3/7

4 hafi hann fengið greiddar kr fyrir hvern dag mánaðar allan ársins hring vegna þessa ( / 21,67 ). Stefnandi gerir kröfu um greiðslu kr fyrir hvern dag vegna áunnins orlofs hans. Krafa sé því um greiðslu þessarar fjárhæðar í 50,96 daga sbr. launaseðil og einnig vegna 7,1 dags sem krafa hans nái til sökum ógreiddrar fjárhæðar vegna lengingar orlofs sem honum beri samkvæmt framansögðu. Krafa stefnanda vegna þessa liðar sundurliðast því með eftirgreindum hætti: 50,96 dagar * kr/dag kr ,00 7,1 dagur * kr/dag kr ,00 Samtals kr ,00 Á grundvelli alls framangreinds telur stefnandi ógreidd laun sín fyrir hvern mánuð á tímabilinu frá 1. janúar janúar 2009 sundurliðast þannig: 1) Ógreitt vegna janúar 2008 kr , 2) Ógreitt vegna febrúar 2008 kr , 3) Ógreitt vegna mars 2008 kr , 4) Ógreitt vegna apríl 2008 kr , 5) Ógreitt vegna maí 2008 kr , 6) Ógreitt vegna júní 2008 kr , 7) Ógreitt vegna júlí 2008 kr , 8) Ógreitt vegna ágúst 2008 kr , 9) Ógreitt vegna september 2008 kr , 10) Ógreitt vegna október 2008 kr , 11) Ógreitt vegna nóvember 2008 kr , 12) Ógreitt vegna desember 2008 kr , 13) Ógreitt vegna janúar 2009 kr , 14) Ógreitt við starfslok vegna orlofs og aksturs peninga ( ) kr , Heildarkrafa kr , Skuld þessi hafi ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Varðandi lagarök er vísað til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks, laga nr. 30/1987 um orlof og kjarasamnings Tæknifræðingafélags Íslands. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 með síðari breytingum. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun er reist á lögum númer 50/1988. Stefnandi er ekki virðisaukaskattskyldur og ber honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefndu. Varðandi varnarþing vísast til 33. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefnda Stefnandi byggi mál sitt á nokkrum málsástæðum. Í fyrsta lagi sé á því byggt að stefndi hafi ekki virt kjarasamningsbundin réttindi stefnanda til hækkunar launa árið Í öðru lagi sé á því byggt að útreikningur stefnda á uppsöfnuðu orlofi stefnanda hafi verið rangur vegna þess að hann taki ekki tillit til kjarasamningsbundinna hækkana. Í þriðja lagi sé á því byggt að stefnandi hafi ekki fengið greidda 25% lengingu uppsafnaðs orlofs. Í fjórða lagi byggir stefnandi á að hann hafi átt rétt á greiðslu vegna aksturs í orlofi. Öllum málsástæðum og kröfum stefnanda er mótmælt af hálfu stefnda. Mun nú farið í hverja og eina málsástæðu stefnanda fyrir sig, en fyrstu tveimur málsástæðunum verður svarað saman. 1. Greiðsla kjarasamningsbundinnar hækkunar og leiðrétting á uppgjöri vegna uppsafnaðs orlofs Krafa stefnanda styðjist við kjarasamning milli Félags ráðgjafar verkfræðinga annars vegar og hins vegar Stéttarfélags verkfræðinga og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands. Stefndi sé ekki aðili að Félagi ráðgjafar 4/7

5 verkfræðinga. Fyrirtækin sem aðilar séu að kjarasamningnum sinni að meginstefnu til verkfræðiráðgjöf en stefndi starfi á verktakamarkaði við mannvirkjagerð. Kjarasamningurinn taki samkvæmt hljóðan orða sinna aðeins til fyrirtækja sem aðild eigi að Félagi ráðgjafarverkfræðinga. Falli stefndi því ekki undir kjarasamninginn og teljist ekki vinnuveitandi í skilningi hans. Stefndi sé aðili að Samtökum atvinnulífsins og því bundinn samkvæmt kjarasamningum þeirra samtaka. Engin ákvæði í lögum skylda stefnda til þess að vera aðili að kjarasamningum sem gerðir séu milli aðila vinnu markaðarins. Þótt kjarasamningar hafi samkvæmt lögum víðtæk réttaráhrif mæla þau ekki fyrir um að kjarasamningar á einu sviði vinnu markaðar gildi um önnur svið. Stefndi telur einsýnt með vísan til framangreinds að umræddur kjarasamningur falli ekki undir það að vera almennur kjarasamningur í skilningi 1. greinar laga nr. 55/1980 og geti stefnandi því ekki byggt rétt sinn gagnvart stefnda á honum. Verði litið svo á að kjarasamningurinn gildi samt sem áður um ráðningarsamband stefnanda við stefnda ber að sýkna stefnda á grundvelli eftirfarandi málsástæðna. Í 1. gr. laga nr. 55/1980 sé mælt fyrir um að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um, skuli vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn taki til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir. Svipaðs efnis sé 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur sem mæli fyrir um að samningar einstakra verkamanna við atvinnurekendur séu ógildir að svo miklu leyti, sem þeir fara í bága við samninga stéttarfélags við atvinnurekandann, enda hafi félagið ekki samþykkt þá. Leiði af þessum ákvæðum að svigrúm einstakra vinnuveitenda og launþega til að semja um laun og önnur starfskjör takmarkast við að þau séu hinum síðarnefnda jafn hagstæð eða betri en kveðið sé á um í kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Laun stefnanda hafi hækkað talsvert á starfstíma hans. Í upphafi starfstíma stefnanda voru laun hans hjá stefnda krónur á mánuði. Á tímabilinu 31. janúar 2001 til og með 30. nóvember 2007 hafi laun stefnanda verið hækkuð í 13 skipti, minnst um 3% og mest um 12,07% Við starfslok höfðu laun stefnanda hækkað um liðlega 103% frá því að hann hóf störf. Megi nefna að á tímabilinu 31. ágúst 2006 til starfsloka hafi laun stefnanda verið hækkuð um rúmlega 27%, eða frá krónum á mánuði og upp í krónur á mánuði. Ef fylgt hefði verið kjarasamningsbundnum hækkunum í fyrrgreindum samningi hefðu laun hans á sama tímabili hækkað úr krónum á mánuði upp í krónur. Síðast hafi laun stefnanda hækkað 30. nóvember 2007 um tæp 12% eða aðeins tveimur mánuðum áður en kjarasamningsbundin hækkun hefði komið til framkvæmda. Svo mikil hækkun á þessum tímapunkti bendi eindregið til þess að aðilar hafi ekki stefnt að frekari hækkun stuttu síðar. Stefnandi hafi ekki áskilið sér sérstakan rétt til kjarasamningsbundinna hækkana launa til viðbótar umsömdum hækkunum, hvorki árið 2008 né fyrr. Fullyrðingum hans um annað sé mótmælt. Verði hann að bera hallann af því að hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja rétt sinn að þessu leyti. Helgist það væntanlega af því að stefnandi hafi verið ánægður með þær hækkanir sem hann hafi fengið umfram kjarasamningsbundnar hækkanir. Það að hafa ekki sóst eftir hækkunum launa í samræmi við kjarasamning allt frá ráðningu árið 2000 feli í sér tómlæti af hálfu stefnanda. Það tómlæti hafi það í för með sér að réttur stefnanda til kjarasamningabundinna hækkana sé fyrir margt löngu niður fallinn hafi hann einhvern tími verið fyrir hendi. Hækkanir á launum stefnanda hafi verið talsvert yfir lágmarkshækkunum kjarasamnings stéttarfélags hans. Ráðningarsamningur stefnanda hafi þannig ekki rýrt rétt hans í heild samkvæmt kjarasamningi, heldur þvert á móti. Líta verði heildstætt á kjör stefnanda hjá stefnda í þessu samhengi og gæta þess að hömlur á samningsfrelsi aðila á almennum vinnumarkaði þurfi að vera skýrar. Með launahækkunum umfram lágmark sé komið út fyrir svið kjarasamnings, þar sem ákveðin séu lágmarkskjör launþega. Sé samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá skýringu stefnanda, að í kjarasamningnum felist að greiða þurfi kjarasamningsbundnar launahækkanir umfram kjör sem séu betri en kjarasamningur kveður á um. Komi þetta fram í kjarasamningnum sjálfum þar sem mælt er fyrir um að hann raski ekki ákvæðum í gildandi ráðningarsamningum um betri réttarstöðu en felast í ákvæðum kjarasamningsins. 5/7

6 Ágreiningur aðila um fjárhæð orlofs leiði af ágreiningi þeirra um kjarasamningsbundnar hækkanir launa. Á grundvelli sömu málsástæðna og greinir að framan hafnar stefndi því að útreikningur hans á uppsöfnuðu orlofi stefnanda hafi verið rangur vegna þess að hann taki ekki tillit til kjarasamningsbundinna hækkana. 2. Greiðsla orlofs vegna 25% lengingar orlofs Ekki sé stoð fyrir kröfu stefnanda um greiðslur vegna 25% lengingar orlofs. Heimilt sé að víkja frá ákvæðum 4. gr. laga nr. 30/1987 um skiptingu orlofs að öðru leyti en því að orlofi skuli alltaf lokið fyrir lok orlofsársins. Fjölmargar ástæður geti verið fyrir því að launþegi og vinnuveitandi vilja haga orlofstöku á annan hátt en mælt sé fyrir um í lögunum. Sé alvanalegt að orlof sé ekki veitt í einu lagi heldur í hlutum og að nokkru eða mestu leyti utan hefðbundins orlofstímabils. Sá hluti orlofs sem tekinn sé utan orlofstímabils skuli því aðeins lengjast um 25% að orlofið sé tekið utan orlofstímabilsins að ósk atvinnurekanda. Þetta skilyrði verði ekki skilið öðruvísi en svo að frumkvæði að slíkri tilhögun orlofs komi frá atvinnurekanda. Sé ósannað að það hafi verið að ósk eða kröfu stefnda sem samkomulag hafi verið með aðilum um að stefnandi færi í orlof utan orlofstímabilsins 2. maí til 15. september Sé kröfu stefnanda því mótmælt. Við ráðningarslit skal vinnuveitandi greiða launþega öll áunnin orlofslaun. Áunnin orlofslaun ákvarðist í samræmi við áunninn orlofsrétt á næstliðnu orlofsári. Orlofsárið sé frá 1. maí til 30. apríl. Leiði af eðli máls að ekki geti legið víst fyrir, fyrr en að orlofstímabili liðnu, hve stór hluti sé tekinn utan orlofstímabils. Geti réttur til lengingar orlofs skv. 4. gr. laga nr. 30/1987 talist áunnið orlof megi ljóst heita að það ávinnist ekki á orlofsárinu á undan heldur við það að ákvörðun um tilhögun orlofs komi til framkvæmda og réttur samkvæmt nefndri 4. gr. verði virkur. Orlofsréttur sá sem stefnandi telur sér bera á grundvelli hins frávíkjanlega lagaákvæðis hafi samkvæmt ofangreindu ekki orðið til á næstliðnu orlofsári. Þannig teljist sú lenging sem hann krefst ekki til áunnins orlofs á orlofsárinu 1. maí 2007 til 30. apríl Bar stefnda því ekki að reikna þá lengingu á orlofi stefnanda til orlofslauna við ráðningarslit. 3. Ógreidd fjárhæð vegna aksturs Kröfu um greiðslu vegna aksturs til viðbótar orlofi sem greitt var út við starfslok sé alfarið hafnað. Greiðsla vegna aksturs heyri ekki til mánaðarlauna stefnanda heldur sé sú greiðsla sérstaks eðlis. Greiðsla vegna aksturs sé í eðli sínu greiðsla á kostnaði vegna notkunar á eigin bifreið í starfi. Á meðan stefnandi sé í orlofi notar hann bíl sinn ekki í starfi og á því ekki tilkall til greiðslu vegna aksturs fyrir það tímabil. Þessu til frekari rökstuðnings megi nefna að til að mynda greiðist ekki iðgjald í lífeyrissjóð af bílapeningum og við álagningu kemur til frádráttar tekjuskatti tiltekið kílómetragjald margfaldað með fjölda kílómetra sem eknir voru á tekjuárinu. Það sé því ljóst að krafa þessi standist ekki skoðun. Varakrafa stefnda um lækkun styðjist við sömu málsástæður og aðalkrafa stefnda. Vísast því til aðalkröfunnar að breyttum breytanda. Niðurstaða Stefnandi gerir í fyrsta lagi kröfu um greiðslu á kjarasamningsbundnum hækkunum launa fyrir árið Telur stefnandi að laun sín hafi átt að hækka um 7,5% vegna mánaðanna janúar til júlí Til viðbótar komi svo kjarasamningsbundin hækkun um 5% frá 1. ágúst 2008 til 31. janúar Er þessi þáttur kröfugerðar stefnanda að fjárhæð kr , eins og rakið hefur verið. Fyrir dómi hefur stefnandi skýrt frá því að umsamin mánaðarlaun hans hafi verið heildarlaun, ekki hafi verið greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Launahækkanir hafi verið umsamdar hverju sinni og kveðst stefnandi hafa litið svo á að þær hækkanir sem hann fékk fælu einnig í sér hækkanir sem hann hafi átt rétt á samkvæmt kjarasamningi. Þær launahækkanir sem stefnandi gerir kröfu um eru byggðar á kjarasamningi milli Félags ráðgjafarverkfræðinga og Stéttarfélags verkfræðinga og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands. Samkvæmt framlagðri launatöflu liggur fyrir að laun stefnanda á starfstímabili hans hjá stefnda hafa hækkað á hverju ári frá árinu 2001 til 2007, síðast með þeirri launahækkun sem stefnandi fékk í nóvember Um þessar launahækkanir var samið hverju sinni, en ekkert samkomulag lá fyrir um það með hvaða hætti launin ættu að hækka á starfstímanum, eins og stefnandi skýrði sjálfur frá í aðilaskýrslu sinni. Eins og 6/7

7 stefndi bendir á voru umsamdar launa hækkanir stefnanda á starfstímabili hans hjá stefnda meiri en kjarasamnings bundnar hækkanir launa á sama tíma samkvæmt þeim kjarasamningi sem stefnandi miðar við. Starfskjör stefnanda voru því ekki lakari en kjara samn ingurinn kvað á um, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Verður því ekki fallist á að stefnandi hafi átt rétt til sérstakra launahækkana umfram það sem um var samið milli aðila. Verður því að hafna kröfu stefnanda um greiðslu á kjarasamningsbundnum hækkunum launa fyrir árið Krafa stefnanda um greiðslu til leiðréttingar á uppgjöri vegna uppsafnaðs orlofs að fjárhæð kr er leidd af framangreindri kröfu hans um greiðslu á kjarasamningsbundnum hækkunum launa fyrir árið 2008, sem hefur verið hafnað. Verður því einnig að hafna kröfu hans um greiðslu orlofs. Stefnandi gerir í þriðja lagi kröfu um greiðslu vegna þess hann hafi ekki fengið greidda 25% lengingu uppsafnaðs orlofs. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 30/1987 um orlof skal sá hluti orlofsins, sem tekinn er utan orlofstímabilsins lengjast um ¼ ef orlof er tekið utan orlofstímabilsins að ósk atvinnurekanda. Gegn andmælum stefnda er ósannað að stefnandi hafi tekið orlof utan orlofstímabils samkvæmt ósk stefnda. Verður þessari kröfu stefnanda því einnig hafnað. Stefnandi gerir í fjórða lagi kröfu um greiðslu vegna áunnins orlofs af greiðslum fyrir akstur. Samkvæmt framlögðum launaseðlum fékk stefnandi fasta greiðslu mánaðarlega fyrir akstur, kr Greiðsla vegna aksturs er í eðli sínu greiðsla á útlögðum kostnaði vegna notkunar á eigin bifreið í starfi. Slíkar greiðslur eru ekki laun í skilningi 1. gr. laga nr. 30/1980 um orlof. Þessi krafa stefnanda á ekki við rök að styðjast og er henni hafnað. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu, en málskostnaður verður felldur niður. Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Ístak hf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Viðars Austmann Jóhannssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 7/7

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS Maí 2013 KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM Skýrsla vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins Maí 2013 3 KJARASAMNINGAR

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTLAGNING ÓHEIMILLA úttekta úr rekstri hjá fyrirtæki og eiganda þess Glærupakki 4 Lausleg yfirferð - fræðsluefni ENDURMENNTUN HÍ mánudaginn 8. apríl 2013 kl.

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Kynning á skýrslu vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins og ríkissáttasemjara 21. maí 2013 Hannes G. Sigurðsson Aðdragandi skýrslunnar Gagnrýni á kjarasamninga

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Skattar o. fl. Almennur fróðleikur Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki tvö Vægi 4 til 5 Skattar, saga: Hefur nokkuð breyst? Skattar eða álagning skatta hefur fylgt

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA Islándska Bankföreningen Bankers' Association of lceland Alþingi, Reykjavík, 1. febrúar 1996 Alþingi efiiahags- og viðskiptanefiid, /9 ( 0 -* jo Þórshamri v. Templarasund,

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð Reykjavík, 20. mars 2018 R17070048 6631 ES Borgarráð Svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um lagaheimildir til grundvallar deiliskipulagi

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði -

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Ólafur Einar Ómarsson Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristján Gunnar Valdimarsson Lagadeild Háskóla Íslands Maí 2017 Formáli Þetta rit

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs Hólmfríður Björnsdóttir Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Friðrik Ársælsson Lagadeild Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Ágúst

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1 Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1. En kort sammenfatning vedrørende kommunernes ret til pålægning af skat. Den første januar 2004 fandes der 105 kommuner i Island. Kommunerne

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Félag íslenskra bifreiðaeigenda

Félag íslenskra bifreiðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda www.fib.is komudagur Nefndasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Reykjavík, 2. febrúar 2007 Umsöen frá Félaei íslenskra bifreiðaeigenda um frumvarp til umferðarlaea.

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Hvað er kennitöluflakk?

Hvað er kennitöluflakk? Hvað er kennitöluflakk? Kennitöluflakk felur í sér að viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Frádráttur frá tekjum í atvinnurekstri Rekstrarkostnaðarhugtakið Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 7 Vægi 7 til 8-9 Tekjur í atvinnurekstri? um þær er fjallað

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA 2010-2011 Fjögur meginmarkmið í starfi Samtaka atvinnulífsins Að vera heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda og málsvari þeirra í almennum hagsmunamálum atvinnulífsins.

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Inngangur stefna ASÍ í húsnæðismálum... 2 Breytinga er þörf!... 3 Lýsing á einstökum þáttum danska húsnæðislánakerfisins... 7 Almenn lýsing... 7

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere