Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Relaterede dokumenter
6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

esurveyspro.com - Survey Detail Report

komudagur f2

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

Dyrebingo. Önnur útfærsla

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Reykjavikurborg Erindi nr. Þ / komudagur /S - // Z<'// Alþingi Reykjavík 14*. nóvember 2011 b.t. atvinnunefndar Austurstræti 8-10

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

Vogabyggð - svæði 1 Deiliskipulag Skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð. Útgáfa 08,

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

Jöfn umgengni í framkvæmd

Kökur, Flekar,Lengjur

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Vogabyggð 2 Deiliskipulagsuppdráttur

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Jökulsárlón og hvað svo?

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Kjarasamningar í Danmörku

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU

Oft má satt kyrrt liggja

Nr desember 2015 REGLUGERÐ

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Forkaupsréttarsniðganga

Fyrsta heimilið. Kynningarblað. Kynningar: IKEA Bauhaus Birgisson Vodafone Elko. MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 2018

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

sþ Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði -

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

Skal vi snakke sammen?

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Vörugjaldskerfið á Íslandi

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli.

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Transkript:

. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein í byggingarreglugerð segir: Eftirfarandi byggingar og aðkomu að þeim skal hanna og byggja á grundvelli algildrar hönnunar: a. Byggingar ætlaðar almenningi, t.d. opinberar stofnanir, leikhús, kvikmyndahús og önnur samkomuhús, veitingastaðir og skemmtistaðir, verslanir og skrifstofuhús, sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, hótel og gististaðir, bensínstöðvar svo og allar aðrar byggingar sem byggðar eru í þeim tilgangi að almenningi sé ætluð þar innganga. b. Skólabyggingar, þ.m.t. frístundaheimili. c. Byggingar þar sem atvinnustarfsemi fer fram, innan þeirra marka sem eðli starfseminnar gefur tilefni til. d. Byggingar ætlaðar öldruðum. e. Byggingar með íbúðir ætlaðar fötluðu fólki. f. Byggingar með stúdentaíbúðir og heimavistir. g. Byggingar þar sem samkvæmt reglugerð þessari er krafist lyftu til fólksflutninga. h. Umferðarleiðir innan jarðhæðar í íbúðum með öll megin rými á jarðhæð. Með megin rýmum er átt við stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. i. Öll rými og baðherbergi sem ætluð eru vistmönnum á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum og dvalarheimilum. Með kröfu um algilda hönnun skv. 1. mgr. er átt við að byggingar sem þar eru tilgreindar skuli hannaðar þannig að þær nýtist öllum, allir geti ferðast um þær og athafnað sig án sérstakrar aðstoðar, sbr. nánari kröfur reglu gerðar þessarar. Einnig gildir um hönnun slíkra bygginga að rými séu innréttanleg á auðveldan hátt þannig að þau henti sérstökum þörfum þeirra einstaklinga sem taldir eru upp í 2. mgr. 6.1.2. gr. Þegar tekið er fram að íbúðir, herbergi eða einstök rými skuli gerð fyrir hreyfihamlaða er átt við að þau skuli sérstaklega innréttuð með hliðsjón af þörfum þeirra auk kröfu um algilda hönnun. Heimilt er að víkja frá kröfu 1. mgr. um algilda hönnun hvað varðar byggingar samkvæmt c og h lið 1. mgr. þar sem aðstæður eru þannig að krafan á ekki rétt á sér, t.d. varðandi aðkomu að byggingu þar sem landslag er þannig að það hentar ekki fötluðum til umferðar eða starfsemi innan byggingar er þess eðlis að hún hentar augljóslega ekki fötluðum. Sama gildir um sæluhús, fjallaskála, veiðihús og sambærilegar byggingar að uppfylltum skilyrðum 1. málsl. Sé vikið frá sjónarmiðum um algilda hönnun skal ítarlega rökstutt í hönnunargögnum á hvaða grundvelli það er gert. Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar. Bls. 1 af 5

Leiðbeiningar Leiðbeiningar 1 Inngangur Eitt af markmiðum laga um mannvirki er að tryggja aðgengi fyrir alla. Með aðgengi er átt við að fólk sem á við fötlun, veikindi eða skerðingu að stríða, geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum jafnvel við óvenjulegar aðstæður, til dæmis eldsvoða. Jafnframt að við hönnun og útfærslu mannvirkja séu hafðar í huga mismunandi þarfir og geta fólks með tilliti til sjónar og heyrnar, til dæmis við efnisval og útfærslur einnig sé gætt að hljóðvist og birtuskilyrðum innan og utan húss. Áætlað er að minnst 10 % íbúa þjóðfélagsins séu hreyfihamlaðir eða búi við annars konar fötlun. Til viðbótar kemur svo stór hópur sem hefur skerta hreyfigetu vegna aldurs og tímabundinnar skerðingar á hreyfigetu, til dæmis vegna slysa, sjúkdóma eða einfaldlega fólk með börn í barnavögnum. Almennt má segja að þessar mismunandi hamlanir séu af völdum skertrar færni vegna líkamlegrar, andlegrar eða félagslegrar röskunar, til dæmis fólk með hreyfihömlun, sjónskerðingu, heyrnarskerðingu, þroskaskerðingu eða með astma og ofnæmi. Skertur hæfileiki til ratvísi getur til dæmis verið vegna sjónskerðingar, skertrar heyrnar, þroskahömlunar eða heilaskaða. Talið er að af íbúum á norðurlöndum séu: Um 10 % með skerta heyrn Meira en 5 % hreyfihamlaðir og þar af notar 1 % hjólastól Að minnsta kosti 2 % sem hafa það skerta hreyfigetu í handleggjum og höndum að það hefur áhrif á daglegt líf þeirra Um 5 % íbúana eldri en 80 ára Um 11 % Íslendinga eru 67 ára og eldri og fer sá hópur stækkandi. Það er þjóðhagslega mikið til vinnandi að eldriborgarar geti búið í íbúðum sínum sem lengst. Það er ein af mörgum ástæðunum fyrir að byggja skuli aðgengilegar íbúðir. Á Íslandi er fjöldi sjónskertra samkvæmt tölulegum upplýsingum og þá gagnvart lögum (minna en 30 % sjón) um 0,5 %. Þá er ekki tekinn með sá hópur sem hefur ekki leyfi samkvæmt lögum til að aka bíl það er með sjón minni en 50 %. Taka verður tillit til allra þessara þjóðfélagshópa við hönnun mannvirkja. 2 Aðgengi fyrir alla Eftirfarandi skilgreining er í 2. tölulið 1.2.1 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012: Aðgengi fyrir alla: Með aðgengi fyrir alla er átt við að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun mannvirkja á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, Bls. 2 af 5

t.d. í eldsvoða. Jafnframt séu sjónarmið algildrar hönnunar höfð að leiðarljósi við hönnun bygginga og umhverfis þeirra. Aðgengi fjallar um kröfur til mannvirkja vegna notkunar þeirra en algild hönnun er hugmyndafræði hönnunar. Aðgengi fyrir alla tekur tillit til fatlaðra en algild hönnun tekur tillit til allra notenda, þar með talið fatlaðra. Aðgengi er almennt skilgreint sem lágmarkskrafa, til dæmis sem lágmarksmál í byggingarreglugerð til dæmis halli skábrauta, hurða og gangabreiddir. 3 Algild hönnun Eftirfarandi skilgreining er í 3. tölulið 1.2.1 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012: Algild hönnun: Hönnun framleiðsluvara, umhverfis, áætlana og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem aðstæður leyfa, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun. Algild hönnun útilokar ekki hjálpartæki fyrir fatlaða sé þeirra þörf. Algild hönnun er hugmyndafræði við hönnun eins og fyrr segir. Algild hönnun skiptir ekki hópum upp í fatlaða og ekki fatlaða, heldur skilgreinir alla sem einn hóp, notendur. Í 2. mgr. 6.1.2 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum segir: Með algildri hönnun skal meðal annars tekið tillit til eftirtalinna hópa einstaklinga: a. Hjólastólanotenda b. göngu og handaskertra c. blindra og sjónskertra d. heyrnarskertra e. einstaklinga með astma og/ eða ofnæmi, með því að huga að vali á byggingarefnum, gerð loftræsingar og viðhaldi loftræsikerfa f. einstaklinga með þroskahamlanir, með því að huga að lita og efnisvali, skiltum og merkingum g. einstaklinga með lestrarörðugleika, með því að huga að skýrum merkingum, táknmyndum og hljóðmerkingum þar sem það á við Þessi upptalning gefur leiðsögn um þá hópa sem hafa ber í huga við hönnun bygginga, en hún er hins vegar ekki tæmandi. Það skiptir einnig máli að greina á milli lágmarksviðmiða og krafna í byggingarreglugerðinni sem byggð eru á aðgengissjónarmiðum og hins vegar þeirri hugmyndafræði algildrar hönnunar sem hönnuðir tileinka sér og nýta í vinnulagi sínu og faglegum hugsunarhætti. 4 C liður 1. mgr. Í c lið 1. mgr. gr. segir: Byggingar þar sem atvinnustarfsemi fer fram, innan þeirra marka sem eðli starfseminnar gefur tilefni til. Meginregla er að hanna skal á grundvelli algildrar hönnunar allar byggingar undir atvinnustarfsemi. Með innan þeirra marka sem Bls. 3 af 5

eðli starfseminnar gefur tilefni til er átt við að hanna skuli og byggja það svæði innan byggingarinnar á grundvelli algildrar hönnunar sem tiltekin starfsemi fer fram á og ætla má að fatlað fólk dveljist og fari um, með hliðsjón af eðli starfseminnar sem í henni er. Við hönnun atvinnuhúsnæðis þarf því að horfa til þess að fatlaðir geti bæði verið starfsmenn og gestir fyrirtækisins. Skila þarf greinargerð þar sem tilgreint er hvaða hlutar byggingarinnar eru undanþegnir algildri hönnun og rökstyðja hvers vegna. 5 H liður 1. mgr. Í h lið 1. mgr. gr. segir: Umferðarleiðir innan jarðhæðar í íbúðum með öll meginrými á jarðhæð. Með meginrýmum er átt við stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Þegar stofa, eldhús, baðherbergi og að minnsta kosti eitt svefnherbergi eru á jarðhæð skal hanna og byggja umferðarleiðir innan byggingar á jarðhæð á grundvelli algildrar hönnunar. 6 2. málsgrein Í 2. mgr. gr. segir: Með kröfu um algilda hönnun samkvæmt 1. mgr. er átt við að byggingar sem þar eru tilgreindar skuli hannaðar þannig að þær nýtist öllum, allir geti ferðast um þær og athafnað sig án sérstakrar aðstoðar, samanber nánari kröfur reglugerðar þessarar. Einnig gildir um hönnun slíkra bygginga að rými séu innréttanleg á auðveldan hátt þannig að þau henti sérstökum þörfum þeirra einstaklinga sem taldir eru upp í 2. mgr. 6.1.2. gr. Þegar tekið er fram að íbúðir, herbergi eða einstök rými skuli gerð fyrir hreyfihamlaða er átt við að þau skuli sérstaklega innréttuð með hliðsjón af þörfum þeirra auk kröfu um algilda hönnun. Mannvirki, aðgengi að þeim og umhverfi, sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar til dæmis íbúðarhús, skulu þannig hönnuð að auðvelt og hagkvæmt verði að breyta þeim þannig að þau henti fötluðum einstaklingum til búsetu. Æskilegt er að hönnuðir aðaluppdrátta mannvirkja láti fylgja með aðaluppdráttum drög (teikningu) að því hvernig breytingarnar eru framkvæmanlegar. Hönnuðir aðaluppdrátta skulu skila greinargerð um til dæmis umferðarleiðir og hvort einstök rými uppfylli stærðir svo hægt sé að breyta innréttingum þeirra til aðlögunar að rýmisþörfum fatlaðs einstaklings, svo sem. eldhús, bað og þvottahúsinnréttingum. 7 3. málsgrein Í 3. mgr. gr. segir: Heimilt er að víkja frá kröfu 1. mgr. um algilda hönnun hvað varðar byggingar samkvæmt c og h lið 1. mgr. þar sem aðstæður eru þannig að krafan á ekki rétt á sér, til dæmis varðandi aðkomu að byggingu þar sem landslag er þannig að það hentar ekki fötluðum til umferðar eða starfsemi innan byggingar er þess eðlis að hún Bls. 4 af 5

hentar augljóslega ekki fötluðum. Sama gildir um sæluhús, fjallaskála, veiðihús og sambærilegar byggingar að uppfylltum skilyrðum 1. málslið. Sé vikið frá sjónarmiðum um algilda hönnun skal ítarlega rökstutt í hönnunargögnum á hvaða grundvelli það er gert. Þessi frávik frá kröfu 1. mgr. hvað varðar c og h lið eiga við til dæmis þar sem meginrými eru á jarðhæð en landslag er þannig að aðkoma er ekki fær fyrir fatlaða til dæmis vegna mikils halla lóðar (aðalinngangur er á annarri hæð eða ofar, þar sem ekki eru meginrými). Einnig getur þetta átt við til dæmis vinnustað að hluta til þar sem hluti starfseminnar hentar ekki fötluðum einstaklingum en aðrir hlutar hennar eru hannaðir skv. algildri hönnun. Tilvísanir Aðgengi og flóttaleiðir fyrir alla bls. 150 152 Árbók VFÍ/TFÍ 2008. Samningur SÞ um fatlaðs fólks með fötlun, undirritaður af hálfu íslenskra stjórnvalda, þann 30.mars 2007. Heimildir Aðgengi og flóttaleiðir fyrir alla eftir dr. Björn Karlsson, Staffan Bengtson og Elena Siré, bls. 150 152 í Árbók VFÍ/TFÍ 2008 Tafla 1.19 Fjöldi ellilífeyrisþega og hlutfall þeirra af íbúafjölda 67 ára og eldri 1998 2010, frá Tryggingastofnun Tilgængelighed udfordringer begreber og strategier, SBI 2009:12. Rit rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í Danmörku frá ágúst 2009. Þar sem ítarlega er fjallað um skilgreiningar hugtaka. Bls. 5 af 5