Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2011 júní 2012

Relaterede dokumenter
Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2010 maí 2011

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júlí 2012 október 2015

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2009 júní 2010

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

esurveyspro.com - Survey Detail Report

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson

komudagur f2

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Kökur, Flekar,Lengjur

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Kjarasamningar í Danmörku

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

Forval fyrir hönnunarsamkeppni nýs Landspítala vð Hringbraut. Niðurstöður forvalsnefndar.

Jökulsárlón og hvað svo?

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Reykjavikurborg Erindi nr. Þ / komudagur /S - // Z<'// Alþingi Reykjavík 14*. nóvember 2011 b.t. atvinnunefndar Austurstræti 8-10

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

glimrende lærervejledninger

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar

Áætlun um kostnað við skönnun og vefbirtingu eftirsóttra heimilda í Þjóðskjalasafni

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

Jöfn umgengni í framkvæmd

FJÖLRIT GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR. Sveinn P. Jakobsson

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Kennarasamband Íslands

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

Skal vi snakke sammen?

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

2. tölublað, 14. árgangur. Desember 2018 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi. Stúkufundur í námum Salómons konungs

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Kona formaður VFÍ Áfangi í 95 ára sögu. Fimm verkfræðingar heiðraðir. Burðarþol og niðurbrot vega. Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

Almenningssalerni í Reykjavík

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð

Transkript:

Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2011 júní 2012 Sýningar í safninu Súlur Sigurjóns og Íslendingur 11.02.2011 28.08.2011 Sýningu á súlum Sigurjóns og portrettinu Móðir mín lauk 28. ágúst 2011. Hryggjarstykki 17. 09.201 27.11.2011 Sýning á nýjum verkum úr pappírsbeðmi eftir Svövu Björnsdóttur ásamt verkum eftir Sigurjón sem hún valdi. Sum verka Svövu eru efnismikil og hafa einkenni rýmisverka, en önnur virka eins og sambland af skúlptúr og málverki, þar sem litir og form mynda ljóðræna heild. Svava tekur ávallt mið af sýningarrýminu sjálfu, og vinnur verk sín gagngert með sýningaraðstöðuna í huga; hún lætur verkin virkja rýmið og úr verður ný myndræn upplifun. Svava var með leiðsögn um sýninguna sunnudagana 16. október og 27. nóvember 2011. Áfangar 10. febrúar haust 1012 Lykilverk Sigurjóns frá rúmlega 50 ára tímabili um miðbik liðinnar aldar. Á sýninguna voru valin verk sem annað hvort eru einkennandi fyrir ákveðin tímabil, eða sem marka upphaf að nýjum viðhorfum og straumum í list Sigurjóns. Átta síðna fjölritað hefti fylgir sýningunni, á ensku og íslensku, þar sem Birgitta Spur lýsir hverju verki. Sýningin var opnuð á Safnanótt í Reykjavík. Sýning utan safns Íslenskir módernistar og Kai Nielsen 11.09 23.10.2011 Sýning í SAK Kunstbygning í Svendborg á Fjóni í Danmörku. Stjórn SAK (Svendborg Amts Kunstforening) óskaði eftir samvinnu við safnstjóra LSÓ um sýningu sem hefði að þungamiðju tengsl höggmynda Kai Nielsens og Sigurjóns, en gæfi einnig innsýn í hið íslenska listumhverfi sem Sigurjón var hluti af. Danski myndhöggvarinn Kai Nielsen (1882 1924) hafði mikil áhrif á þróun höggmyndalistar í Danmörku í upphafi tuttugustu aldar, og vitað er að hann hafði sérstaka þýðingu fyrir Sigurjón, meðal annars í tengslum við steinhöggið. SAK Kunstbygning er höfuðsafn listar Kai Nielsens. Ársskýrsla LSÓ árið 2012 1

Á sýningunni voru 9 stórar gifshöggmyndir eftir Kai Nielsen og 16 höggmyndir Sigurjóns auk ljósmynda af listaverkum hans í Vejle og gullverðlaunamyndinni Verkamanninum frá 1930. Einnig voru málverk eftir félaga Sigurjóns úr Septemberhópnum þau Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Guðmundu Andrésdóttur og Kristján Davíðsson og málverk og vatnslitamyndir eftir Hafstein Austmann og Björgu Þorsteinsdóttur. Birgitta Spur var sýningarstjóri og ritaði hún texta í fjölritaða sýningarskrá. Sýningin var hluti af dagskrá svokallaðra Islandske dage í Svendborg. Sýningin hlaut frábæra dóma í Kunstavisen og var styrkt af Beckett sjóðnum og flutningsfyrirtækinu Blue Water. Sumartónleikar Sumartónleikar safnsins 2011 hófust 5. júlí og stóðu til 6. september. Tíu tónleikar voru haldnir og var uppselt á meiri hluta þeirra, eina tónleika þurfti að endurtaka vegna aðsóknar, og varð einnig uppselt á þá. Mest áberandi í tónleikaröðinni voru söngvarar, og á það án efa þátt í því hve tónleikarnir voru vel sóttir, enda er salurinn og umgjörðin öll sérlega hlýleg fyrir söng. Á tónleikunum komu fram 24 flytjendur, þar af tveir erlendir. Þá voru frumflutt þrjú tónverk eftir íslensk tónskáld. Yfirlit yfir tónleika sumarsins og efnisskrár þeirra er að finna á netsíðum listasafnsins. Aðrir viðburðir í safninu 16.06.11 Úthlutun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárn, gítarleikara. 30.06.11 Ljóðatónleikar Mezzóbandalagsins. 10.07.11 Íslenski safnadagurinn. Leiðsögn um sýningu safnsins. 21.07.11 Úthlutað úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat. 25.09.11 Leiðsögn um Laugarnes fyrir Samtök sykursjúkra. 03.10.11 Leiðsögn um sýningu safnsins fyrir nemendur úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar. 01.11.11 Aðalsteinn Ingólfsson kom með 52 nemendur í listasögu við HÍ. 10.10.11 Ljóðatónleikar Kai Kallastu á vegum Eistlendingafélagsins. 21.10.11 Haldin erfidrykkja í kaffistofu safnsins. 23.11.11 Ljóðatónleikar Guðbjargar R. Tryggvadóttur. 27.11.11 Tónleikar Just Julian píanóleikara á eigin tónsmíðum ásamt félögum. 03.12.11 Tónleikar Söngfjelagsins góðir grannar. 27.02.12 Aðalfundur Félags fyrrverandi alþingismanna í kaffistofu safnsins. 20.03.12 Ása Dóra Gylfadóttir. Stigsprófstónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík. 27.03.12 Nemendatónleikar Sígildrar brautar úr Tónlistarskóla FÍH. 25.04.12 Umhverfismálaráðherra afhenti umhverfisverðlaun. 26.04.12 Burtfararprófstónleikar Sölku Rúnar Sigurðardóttur. 15.05.12 Burtfararprófstónleikar Karenar Nadíu Pálsdóttur. 19.05.12 Burtfararprófstónleikar Arnheiðar Eiríksdóttur. Skráning, rannsóknir og miðlun - sérstök verkefni Birgitta Spur ritaði texta í fjölritaða sýningarskrá fyrir sýninguna í Svendborg Amt Kunstforening á Fjóni. Birgitta ritaði einnig ítarlegan texta um öll listaverk sýningarinnar Áfangar og er hann birtur í fjölritaðri sýningarskrá og á heimasíðu safnsins, á íslensku og í enskri þýðingu Önnu Yates. Afar mikilvægt er að vitneskja Birgittu um list Sigurjóns og einstök verk hans sé skráð og aðgengileg í fórum safnsins. Ársskýrsla LSÓ árið 2012 2

Árið 2011 veitti Safnasjóður styrk til að Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur rannsakaði og ritaði grein um Sigurjón og Súrrealismann og var það liður í undirbúningi að sýningu í safninu sem ætluð var árið 2012. Hugmyndin reyndist mun innihaldsríkari en lagt var upp með og nú er gert ráð fyrir stórri höggmyndasýningu með verkum eftir Sigurjón og danska samtíma listamenn hans frá fjórða áratug síðustu aldar. Halldór Björn Runólfsson hreifst svo af hugmyndinni að hann hefur gefið loforð fyrir að sýningin verði í Listasafni Íslands síðla árs 2013. Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir, sem hafa lagt línur að sýningunni, heimsóttu söfn og safnstjóra í Danmörku í janúar 2012 til að kanna möguleika á láni úr dönskum söfnum. Safnasjóður hefur gefið leyfi fyrir sitt leyti fyrir þessum breytingum. Á árinu 2011 veitti Safnasjóður styrk til að útbúa enskt og danskt umhverfi um listaverkaskrá Sigurjóns á netinu. Í listaverkaskránni eru 623 spjöld sem samsvara jafnmörgum listaverkum. Spjöldin sjálf voru ekki þýdd, en val-listar sem vísa í þau voru þýddir á ensku og dönsku og gengið þannig frá að nú má leita eftir listaverki á íslensku, ensku eða dönsku í tíma-, stafrófs-, eða númeraröð. Geirfinnur Jónsson hafði umsjón með verkinu og sá um alla skráningu og tölvuvinnu. Hann ritaði einnig þau forrit sem til þurfti fyrir verkið. Samhliða því voru spjöld uppfærð og nýjar ljósmyndir settar inn eftir því sem hægt var. Birgitta Spur sá um danska þýðingu, en Geirfinnur um þá ensku, og leitaði víða fanga. Hin nýja listaverkaskrá var færð á veraldarvefinn 2. janúar 2012. Árið 2010 veitti Safnasjóður styrk til að útbúa verkefni fyrir grunnskólabörn. AlmaDís Kristjánsdóttir skipulagði námsefnið og samdi verkefnin og Birgitta Spur ritaði fróðleik um einstök listaverk. Verkinu telst nú lokið og hefur Safnasjóði verið tilkynnt það. Upplýsingar um sýningar, tónleika og aðra viðburði eru færðar jafnóðum á netsíður safnsins og þess gætt að þar megi sjá öll frávik frá venjulegum opnunartíma. Netsíðurnar eru bæði á íslensku og ensku. Útgáfa Í tengslum við sýninguna Islandske modernister og Kai Nielsen í SAK var gefin út 12 síðna fjölrituð sýningarskrá. Sýningunni Áfangar í LSÓ fylgir fjölrituð sýningarskrá með texta fyrir hvert verk á íslensku (8 síður) og ensku (12 síður). Umhverfi safnsins Þann 7. júní 2011 var byrjað að stika út fyrir göngustíg meðfram sjónum framhjá safninu, gegnum grasflötina norðan þess, utan í (vestan við) áberandi hól norðan íbúðarhússins og inn á núverandi göngustíg norður frá bílastæðinu við safnið. Þar sem stígurinn færi um gróna jörð skyldi grafa 1 m breiða og 50 cm djúpa rás og fylla af möl. Var þetta í nokkru samræmi við gildandi deiliskipulag og gert að áeggjan Hverfisráðs Laugardals sem sem hafði fengið 7 milljónir króna til gerðar gangstíga á Laugarnesi. Forstöðumenn safnsins töldu þessar aðgerðir óþarfar því ágæt og fjölfarin gönguleið væri þegar sjávarmegin með kaffistofunni og um grasflötina norðan safnsins, enda Ársskýrsla LSÓ árið 2012 3

er lóðin öllum opin og hóllinn sjálfur vinsæll áningarstaður. Forðast bæri allt rask á gróinni jörðu. Stígur vestan við hólinn væri algerlega óraunhæfur. Birgitta fundaði um málið þann 4.07.11 með Kristínu Huld Sigurðardóttur forstöðumanni Fornleifaverndar ríkisins og Önnu Lísu Guðmundsdóttur, deildarstjóra Árbæjarsafns. Voru þær sammála fyrrgreindum sjónarmiðum og voru athugasemdir sendar Hverfisráði Laugardals. Að frumkvæði LSÓ var haldinn fundur í safninu og vettvangsferð um Nesið þann 20. september 2011 með fulltrúum úr Hverfisráði, fulltrúa Framkvæmdasviðs Reykjavíkur, Minjasafns Reykjavíkur, Fornleifaverndar ríkisins auk fulltrúa LSÓ. Þann 27. október var haldinn annar fundur með formanni Hverfisráðs, Ársæli Jóhannssyni frá Framkvæmdasviði Reykjavíkur ásamt fulltrúum úr stjórn LSÓ. Niðurstaða þessara funda var að leggja ekki eiginlega stíga á lóð safnsins, en útbúa leiðbeiningaskilti um að þar megi ganga um. Viðhald Lokið var endurnýjun og stillingu á loftræsikerfi safnsins, en á liðnu ári var skipt um stýringar og skynjara þess. Kerfið virkar nú vel. Safnasjóður styrkti aðgerð þessa. Gluggakarmar við suður- og austurinngang safnsins voru málaðir. Ráðstefnur og safnaheimsóknir Birgitta Spur sótti Fornleifaþing á vegum Fornleifaverndar ríkisins 18.11.2011. Á árinu skoðaði Birgitta sýningar í eftirtöldum söfnum í Danmörku: Nordatlantens Brygge, Statens Museum for Kunst, Glyptoteket, Louisiana, Fyens Kunstmuseum, Trapholt, listasöfnin í Faaborg, Vejen, Aarhus, Horsens, Holstebro, Tønder og menningarsögulegu söfnin Koldinghus, Moesgaard í Árósum og Horsens historiske Museum. Verkefni framundan Góðvinur safnsins, Rungwe Kingdon sem rekur bronssteypuna Pangolin Editions og samnefnt gallerí, hefur lýst áhuga á að fá teikningar eða riss Sigurjóns (sketches) að skúlptúrum hans, til að sýna á alþjóðlegri sýningu í London haustið 2012. Sigurjón teiknaði ekki verk sín, en rissaði hugmyndirnar stundum upp á tilfallandi pappírssnepla. Rúm tylft slíkra rissa var skönnuð og send Rungwe. Ekkert svar hefur borist frá honum. Fjárhagsstaða Til og með 2009 fylgdi árlegur rekstrarstyrkur ríkissjóðs launavísitölu nokkuð vel og var þá 9.4 milljónir króna, en síðan 2010 er hann 8.5 milljónir. Reykjavíkurborg styrkti safnið um 1.5 milljónir 2011, en ekkert árið 2012. Eigin tekjur safnsins 2011 námu 2.8 milljónum króna og er stærsti hluti þess tekjur af sumartónleikunum, leigu á sal og kaffisölu. Safnið sækir um styrki til Safnasjóðs til ákveðinna verkefna. Árið 2011 veitti sjóðurinn styrki til þriggja verkefna: (i) Sigurjón og Súrrealisminn, eins og fyrr hefur verið greint frá: 400.000 kr. (ii) Enskt og danskt umhverfi listaverkaskrár Sigurjóns á netinu, kr. 400.000 og (ii) að ylja gangstéttir umhverfis safnið, kr. 250.000. Safnaráð leyfði síðar að þann styrk mætti nýta til endurnýjunar loftræsikerfis safnsins. Þessum verkefnum er lokið, utan þess að eftir er að þýða texta fyrstgreinda verkefnisins, og Safnaráði hefur verið gerð grein fyrir þeim. Safnaráð hefur veitt styrki til þriggja verkefna árið 2012: (i) Skermar í glugga efri salar, 310.000 kr. (ii) Prentun kynningarbæklings 100.000 kr. og (iii) Viðbótaupplýsingar í listaverkaskrá á netinu 210.000 kr. Vegna lægri styrkja og aukins kostnaðar gekk rekstur safnsins ekki upp nema með 4 milljón króna framlagi frá Styrktarsjóði safnsins. Í árslok 2011 eru skammtímakröfur safnsins ásamt bankainneign litlu meiri en skammtímaskuldir þannig að safnið er skuldlaust um áramót 2011 2012. Ársskýrsla LSÓ árið 2012 4

Framtíðarskipan safnsins Eins og greint var frá í ársskýrslu liðins starfsárs hefur stjórn LSÓ leitað leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi safnsins innan Listasafns Íslands. Á árinu 2011 hefur viðræðunefnd LSÓ setið fimm fundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, nánar tiltekið 18.05., 22.06., 29.08., 5.10. og 10.11.2011. Engir fundir hafa verið haldnir á árinu 2012, en eftir sem áður er það vilji ráðherra að gengið verði frá þessu máli í náinni framtíð. Gjafir til safnsins Systkinin Friðrik Jónsson og Kristbjörg María Jónsdóttir gáfu safninu tvær pennateikningar, sem Sigurjón mun hafa gert á unglingsárum sínum. Sigurjón mun hafa gefið afa þeirra, Jóni E. Bergsveinssyni, myndirnar. Gjöfin var afhent í safninu þann 25.08.2011 og fylgdi henni gjafabréf. Safnkostur Keypt var gifsafsteypa af lágmyndinni Hermes (LSÓ 168) á vefuppboði Gallerí Foldar (nr. 25 í mars 2012). Talið er að þessi afsteypa komist næst frummynd Sigurjóns sem brotnaði árið 1985 er tekið var gúmmímót af henni. Eftir gúmmímóti því var þessi afsteypa gerð, en einnig afsteypur úr steinsteypu, sem LSÓ seldi til fjáröflunar til endurbyggingar vinnustofu Sigurjóns. Skráðum listaverkum í eigu safnsins fjölgar ekki, því áður var afsteypa úr stein-steypu skráð sem frummynd, en sú fer nú á sölulager. Fjöldi skráðra verka er 162 þrívíð verk og 242 teikningar, samtals 404 verk. Einkasafn Birgittu Spur og barna hennar lánar safninu að staðaldri 110 þrívíð verk. Munir í geymslu Gríma (LSÓ 229, gifsmynd, 130 cm), Fótboltamenn (LSÓ 1374, gifs, í hlutum), Farfuglar (LSÓ 067, frauðplast), Folald (LSÓ 1170, gifs, í hlutum) og Fótboltamaður (LSÓ 004, gifs, í hlutum) sem hafa undanfarið verið geymd hjá Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka, voru þann 14. október 2011 flutt í geymslu LSÓ á Eyrarbakka. Er Lýði Pálssyni þökkuð aðstoð við safnið er hann tók verkin í sína geymslu í vandræðum okkar. Gísli Kristjánsson sem leigir safninu geymsluna á Eyrarbakka aðstoðaði við flutninginn og er honum þakkað fyrir það og velvilja allan í garð safnsins. Langtímalán Eftirtaldir aðilar hafa listaverk úr umsjón safnsins að láni: < Verkfræðistofan VERKÍS: Nýtt líf (LSÓ 103). < Sundaborg: Ég bið að heilsa, brons (LSÓ 073). < Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Tveir bogar eða Hanar, polyester (LSÓ 108). Safnið geymir nokkur verk Sigurjóns sem aðrir eiga: < Reifabarn/Steinn Steinarr, granít (LSÓ 1137), í eigu Listasafns ASÍ. < Ásgrímur Jónsson, brons (LSÓ 1089), í eigu FÍM. Á lóð safnsins eru: < Faðmlög frá 1949 (LSÓ 1102), grágrýtismynd í eigu Listasafns Íslands. < Lágmynd frá 1950 (LSÓ 1104), grágrýtismynd í eigu Listasafns Íslands. Ennfremur hefur Páll Guðmundsson á Húsafelli lánað höggmynd sína: < Hallgerður Langbrók og er hún úti á lóð safnsins. Ársskýrsla LSÓ árið 2012 5

Lán til safna erlendis TRAPHOLT museum for kunst, design og kunsthåndværk í Kolding minnist á þessu ári 100 ára afmælis danska arkitektsins Finns Juhl með yfirlitssýningunni Finn Juhl et dansk designikon sem var opnuð 30. janúar 2012. Þar má sjá húsgögn hans ásamt skúlptúrum eftir listamenn, sem veittu honum innblástur við hönnun húsgagna um og eftir miðju 20. aldar. Árið 1941 var haldin húsgagnasýning Finns Juhl og þar var rismynd úr gifsi eftir Sigurjón, Þrá (LSÓ 234). Fyrir mistök var hún ranglega kynnt í bókum um Finn Juhl sem verk eftir franska myndhöggvarann Jean Arp og hefur reynst erfitt að fá leiðréttingu á því. Birgitta Spur setti sig því í samband við forstöðukonu TRAPHOLT og bauð að lána hvítpatineraða bronsafsteypu af Þrá á sýninguna. Það var þegið með þökkum og vonast er til að myndin fái verðskuldaða athygli og fyrrgreindur misskilningur leiðréttist. Fjöldi safngesta árið 2011 var um 3.000. Aðgangseyrir Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir almenna gesti, 300 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja en frítt fyrir börn innan 18 ára. Safnið er almennt opið 1. júní 15. sept.: Opið alla daga nema mánudaga kl. 14 17. 16. sept. 31. maí: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14 17. Í desember og janúar er safnið aðeins opið eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar um hvenær safnið er opið má nálgast á netsíðu safnsins www.lso.is. Starfsmenn Í föstu starfi hjá safninu eru Birgitta Spur og Geirfinnur Jónsson. Yfir sumarmánuðina starfar lausráðið fólk við gæslu og önnur störf. Á árinu 2011 voru lausráðnir við safnið: Jón H. Geirfinnsson, Böðvar Ingi H. Geirfinnsson og Arnheiður Eiríksdóttir. Aðalfundur LSÓ var haldinn 7. júní 2011. Stjórnarfundir Stjórnarfundur var haldinn 23. maí 2012. Formaður stjórnar hefur verið í skriflegu sambandi við stjórnina um einstök mál og einnig hafa félagar úr stjórn safnsins setið fyrrgreinda fundi um umhverfismál Laugarness 20.09 og 27.10.2011. Stjórn LSÓ Engin breyting varð á stjórn safnsins á aðalfundi þess í júní 2011. Stjórnina skipa: Birgitta Spur (formaður), Hlíf Sigurjónsdóttir, Æsa Sigurjónsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Vikar Pétursson. Varamenn eru Geirfinnur Jónsson og Karólína Eiríksdóttir. Fulltrúaráð LSÓ Engin breyting varð á fulltrúaráði safnsins á aðalfundi LSÓ 7. júní 2011. Það skipa: Sigmundur Guðbjarnason formaður, Pétur Guðmundsson varaformaður, Anna Einarsdóttir, Ágúst Einarsson, Björg Þorsteinsdóttir, Gísli Sigurðsson, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Karólína Eiríksdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Vikar Pétursson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Endurskoðandi safnsins er Árni Snæbjörnsson löggiltur endurskoðandi hjá Ernst & Young hf. Ársskýrsla LSÓ árið 2012 6

Yfirlit yfir Sumartónleika LSÓ 2011 5. júlí Út í vorið: Einar Clausen tenór, Halldór Torfason tenór, Þorvaldur Friðriksson bassi og Ásgeir Böðvarsson bassi ásamt Hlíf Sigurjónsdóttur fiðluleikara og Bjarna Þór Jónatanssyni píanóleikara. 12. júlí Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari. 19. júlí Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari. 26. júlí Valdís G. Gregory sópran og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari. 2. ágúst Tríó Blik. Hanna Dóra Sturludóttir söngkona, Freyja Gunnlaugsdóttir klarinettuleikari og Daniela Hlinkova píanóleikari. 9. ágúst Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. 16. ágúst Kathleen Kajioka barrokkfiðluleikari og Olivier Fortin semballeikari. 23. ágúst Auður Gunnarsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari. 30. ágúst Anna Jónsdóttir sópran og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari. 6. september Þórarinn Stefánsson píanóleikari. Ársskýrsla LSÓ árið 2012 7