Kennarasamband Íslands

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Kennarasamband Íslands"

Transkript

1 Kennarasamband Íslands Ársskýrsla

2 Efnisyfirlit: Efnisyfirlit: 2 Ávarp formanns 3 Stjórn Kennarasambands Íslands 4 Starfsemi 6 Starfsmenn 14 Kjaramál 18 Erlent samstarf 22 Skólamálaráð 25 Sjúkrasjóður 38 Orlofssjóður 41 Vinnudeilusjóður 46 Fræðslunefnd 48 Kjörstjórn 50 Vinnuumhverfisnefnd 52 Jafnréttisnefnd 55 Siðaráð 59 Útgáfuráð 61 2

3 Ávarp formanns Ágæti félagsmaður, enn einu sinni nýt ég þeirra forréttinda að horfa til baka yfir liðið ár og fara yfir það mikla og góða starf sem fram hefur farið innan Kennarasambandsins, aðildarfélaga þess, nefnda, sjóða og ráða. Að þessu sinni er því þó ekki að neita að sum þeirra verkefna sem starfsmenn og kjörnir fulltrúar þurftu að sinna reyndust erfið. Ber þar hæst breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna sem voru til umræðu allt árið og enduðu í lagasetningu Alþingis á síðustu dögum þess. Það mál er rakið í heild sinni síðar í skýrslunni, en það verður að viðurkennast að niðurstaða Alþingis, að afgreiða málið í óþökk og andstöðu stéttarfélaga allra opinberra starfsmanna, var gríðarleg vonbrigði. Með þeim gjörningi og framgangi ráðamanna í málinu var sköpuð djúp gjá í samstarfi aðila. Opinberir starfsmenn geta nú með engu móti treyst yfirvöldum og langan tíma mun taka að byggja upp traust á nýjan leik. Framundan er mikil vinna við að tryggja lífeyrisrétt félagsmanna og verður þar engu til sparað. Töluverð spenna var í kjaramálum á árinu. Það var erfitt að horfa upp á að í heilt ár heyktust sveitarfélögin á að ganga til samninga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum á sömu nótum og samið hafði verið við önnur aðildarfélög KÍ. Að sama skapi gekk það ekki fyrr en í þriðju atrennu að ná saman kjarasamningi milli Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem meirihluti þeirra samþykkti. Áður hafði tveimur kjarasamningum verið hafnað af félagsmönnum. Forysta FG fór í naflaskoðun, hitti félagsmenn, endurstillti kúrsinn og náði að loka samningum í þriðja sinn og þá aðeins eftir hávær mótmæli og aðgerðir grunnskólakennara á haustmánuðum. Þó þessi mál hafi tekið mikinn tíma og orku okkar sem valist hafa til forystu í Kennarasambandinu, er það samt ekki það sem upp úr stendur þegar horft er til baka. Það er hið umfangsmikla og öfluga starf sem kjörnir fulltrúar í stjórnum félaga, sjóða, ráða og nefnda og almennir félagsmenn sinntu á árinu. Ekki má heldur gleyma starfsmönnum KÍ, þeim verður seint fullþakkað fyrir sitt öfluga starf í þágu félagsmanna. Allt þetta skilaði sér meðal annars í öflugu fræðslustarfi, viðamikilli útgáfu, nákvæmri upplýsingagjöf og ótal fundum og öðrum viðburðum sem gögnuðust félagsmönnum KÍ um allt land. Öllum þeim sem komu á einhvern hátt að starfi KÍ á árinu langar mig að þakka fyrir þeirra framlag. Án ykkar væri ekkert Kennarasamband. Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands 3

4 Stjórn Kennarasambands Íslands Formaður: Varaformaður: Gjaldkeri: Ritari: Meðstjórnendur: Þórður Árni Hjaltested Aðalheiður Steingrímsdóttir Svanhildur María Ólafsdóttir Ingibjörg Kristleifsdóttir Benedikt Barðason Guðríður Arnardóttir Haraldur Freyr Gíslason Ólafur Loftsson Sigrún Grendal Jóhannesdóttir 4

5 Breytingar á stjórn Sú breyting varð á skipan stjórnar á árinu að Ólafur H. Sigurjónsson lét af embætti formanns Félags stjórnenda í framhaldsskólum á aðalfundi félagsins sem haldinn var föstudaginn 3. júní. Benedikt Barðason tók á fundinum við formennsku í félaginu og sat hann fyrsta stjórnarfund sinn hjá KÍ föstudaginn 10. júní. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður FT, fór í ótímabundið veikindaleyfi frá og með 1. ágúst. Dagrún Hjartardóttir, stjórnarmaður í FT og starfmaður félagsins, varð starfandi formaður frá lokum ágústmánaðar og sat fundi stjórnar fyrir hönd FT frá þeim tíma. Fundir stjórnar Stjórn KÍ fundar að jafnaði einu sinni í mánuði en alls fundaði stjórnin sextán sinnum á árinu. Ástæðan fyrir þessum fjölda funda var að á haustmánuðum þurfti stjórn að hittast reglulega til að ræða lífeyrismál opinberra starfsmanna og voru vegna þessa haldnir fjórir stjórnarfundir í september. Nánar er fjallað um lífeyrismálin í sérkafla síðar í skýrslunni. Á hefðbundnum stjórnarfundum eru kjaramál, skólamál og lögfræðimál ávallt tekin til umfjöllunar. Fjölmörg önnur mál voru hins vegar tekin til umræðu, svo sem innra og ytra starf KÍ, útgáfumál, styrkveitingar og fleira. Auk kjörinna stjórnarmanna situr Hannes K. Þorsteinsson, skrifstofustjóri KÍ, alla stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt samkvæmt sérstakri samþykkt. Aðalbjörn Sigurðsson, útgáfu- og kynningarstjóri, situr fundina og ritar fundargerðir sem eftir samþykkt eru aðgengilegar á heimasíðu Kennarasambandsins. Anna Rós Sigmundsdóttir, lögfræðingur KÍ, tekur þátt í umræðum um lögfræðimál á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétt. Aðrir sérfræðingar KÍ eru kallaðir til eftir því sem við á, en að auki hafa m.a. formenn einstakra sjóða og nefnda KÍ, aðrir sérfræðingar og gestir verið fengnir inn á fundi stjórnar til að ræða afmörkuð verkefni. 5

6 Starfsemi Fastir stjórnendafundir Formaður KÍ og varaformaður eiga reglulega fundi með millistjórnendum, þ.e. skrifstofustjóra, þjónustustjóra sjóða og útgáfu- og kynningarstjóra. Á þeim fundum eru tekin fyrir yfirstandandi verkefni og önnur sem framundan eru, auk ýmissa mála sem koma upp í starfsmannahaldi og starfsemi KÍ. Formannafundir, þar sem formaður KÍ, varaformaður KÍ og formenn aðildarfélaga KÍ koma saman til að ræða saman, eru haldnir milli stjórnarfunda um afmörkuð skilgreind mál. Félagsgjald Engar breytingar urðu á félagsgjaldi á árinu heldur er það áfram 1,15% af launum, auk þess sem félagsmenn greiða 0,25% af launum í Vinnudeilusjóð KÍ. Fjárvörsluráð Fjárvörsluráð er þannig skipað: Þórður Árni Hjaltested, formaður KÍ Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ Svanhildur María Ólafsdóttir, gjaldkeri KÍ Guðbjörn Björgólfsson, formaður Vinnudeilusjóðs KÍ Oddur Jakobsson, hagfræðingur KÍ Hannes Þorsteinsson, skrifstofustjóri KÍ Fjárvörsluráð er ráðgefandi fyrir stjórn KÍ. Ráðið lagði til við stjórn KÍ að stefna í ávöxtun fjármuna fyrir árið 2017 verði óbreytt frá síðasta starfsári (árum) og var sú tillaga samþykkt af stjórn KÍ. Ráðið lagði einnig til að aðferðafræði við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir 2017 væri sú sama og notast var við fyrir árin 2015 og Vísindasjóður FF/FS Stjórn FF kallaði saman aðalfund þann 7. nóvember 2016 sem samþykkti að þjónusta við vísindasjóð FF og FS færi aftur inn í Kennarahús og stefnt skyldi að sáttum í áralangri deilu sjóðsstjórnar við stjórn KÍ. Nýir fulltrúar FF voru kosnir í sjóðsstjórn og nýr formaður sjóðsstjórnar er Ólafur Þórisson kennari við MS. Nú er sjóðurinn þjónustaður á skrifstofutíma og er unnið að samkomulagi um endanlegt uppgjör og niðurfellingu dómsmáls. Lífeyrisskuldbindingar Á liðnu kjörtímabili var haldið áfram á þeirri braut að leggja til hliðar fjármagn sem ætlað er að standa undir hluta af framtíðarskuldbindingum Kennarasambandsins vegna lífeyrisgreiðslna til 6

7 núverandi og fyrrverandi starfsmanna. Stefna KÍ er að ráðstafa ávallt úr handbæru fé innistæðu sem nemur áætluðum skuldbindingum KÍ vegna þessa. Um lífeyrisskuldbindingar og innistæður vegna þeirra vísast að öðru leyti til reikninga Kennarasambandsins. Lífeyrismál Á árinu hélt Kennarasamband Íslands áfram vinnu í samstarfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um framtíðarskipan lífeyrismála opinberra starfsmanna og byggja brú milli gamla A-deildar kerfisins yfir í nýtt aldurstengt kerfi. Í hópnum eiga sæti fulltrúar KÍ, BHM, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytis. Mikil pressa var sett á þessa vinnu eftir að aðilar SALEK-samkomulagsins, aðrir en KÍ og BHM, gerðu með sér rammasamkomulag haustið 2015 þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að launaþróunartrygging opinberra starfsmanna sé skilyrt við það að samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda á opinberum og almennum vinnumarkaði liggi fyrir. KÍ og BHM lögðu áherslu á að framtíðarskipan lífeyrismála opinberra starfsmanna þyrfti og ætti að ræðast án utanaðkomandi þrýstings og var það meðal annars ástæða þess að þau skrifuðu ekki undir rammasamkomulagið í október Í janúar 2016 var lögð mikil vinna í að finna lausn og hafði fjármálaráðuneytið miklar væntingar til þess að hægt væri að tryggja öll réttindi með svokallaðri lífeyrisaukaleið. Hún fólst í því að ríkið og sveitarfélögin skyldu greiða árlegan lífeyrisauka til LSR og Brúar vegna allra núverandi sjóðfélaga og tryggja þannig sömu ávinnslu, 1,9% af meðal heildarlaunum hvers ár til allrar framtíðar. Bandalögin höfnuðu þessari leið og töldu hana ekki tryggja öll réttindi nægjanlega vel og lögðu enn og aftur fram tillögu um að A-deildum yrði lokað og ný deild stofnuð fyrir nýja félagsmenn. Bandalögin lögðu til að farið væri í greinandi vinnu til að skoða þann möguleika. Bandalögin lögðust í þá vinnu og kynntu fyrir ríki og sveitarfélögum á vormánuðum, en fengu ekki undirtektir. Það var síðan um miðjan ágúst að fulltrúar ríkis kölluðu til fundar og kynntu möguleika þess að fara blandaða leið. Í henni var gert ráð fyrir lífeyrisauka ásamt tryggingum fyrir því að réttindi væru tryggð inn í framtíðina. Ríkið legði til fjármagn fyrir öllum pakkanum og afhenti það LSR og Brú til ávöxtunar. Bandalögin samþykktu að leggja vinnu í að skoða þetta, en vöruðu við þeirri miklu pressu sem væri á málinu en því þyrfti að ljúka fyrir þingslit snemma í október með það fyrir augum að koma frumvarpi í gegnum þingið fyrir þann tíma. Bandalögin helltu sér í þessa vinnu og töldu að þar væri komin fram raunhæf áætlun um að tryggja réttindi allra núverandi sjóðfélaga. Samkomulag lá fyrir 7. september sem stjórnir KÍ, BHM og BSRB þurftu að taka bindandi afstöðu til. Samkomulagið var yfirlýsing um framgang málsins og leiðarljós fyrir smíði frumvarps til breytinga á lögum um A-deild LSR. Í samkomulaginu var yfirlýsing um inngreiðslur ríkis í B-deild LSR og einnig var þar sett fram vinnulag við jöfnun launa milli markaða. Stjórn KÍ fjallaði um málið á fundi sínum 7. september og ákvað þar að kalla stjórnir og samninganefndir aðildarfélaga KÍ til fundar föstudaginn 9. september. Á þeim fundi var málið kynnt og rætt sameiginlega og síðan í stjórn og samninganefnd hvers aðildarfélags. Að lokum var tekin sameiginleg ákvörðun um að veita jákvætt en skilyrt svar um lagfæringar á drögum samkomulagsins. Sunnudaginn 11. september samþykktu fulltrúar ríkisins skilyrði KÍ og tók stjórn KÍ þá ákvörðun um að skrifa undir samkomulagið. Það var samþykkt samhljóða. Það kom svo í ljós síðar, nokkrum dögum eftir undirritun samkomulagsins, að frumvarpssmíðin var ekki alls kostar í samræmi við samkomulagið. Þetta var sameiginleg skoðun allra fulltrúa 7

8 bandalaganna sem að samkomulaginu stóðu, en ráðherra fjármála stóð hins vegar fast á því að þetta væri í samræmi við það. Stjórn KÍ ákvað, eftir að hafa sannreynt að ráðherra hygðist ekki lagfæra frumvarpið, að leggja allt í að stoppa framgang þess á Alþingi. BHM og BSRB lögðust einnig á árarnar og það tókst að stoppa framgang frumvarpsins. Eftir að Alþingi kom saman aftur eftir kosningar lagði starfandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram nýtt frumvarp, byggt á því gamla, þar sem búið var að setja lítinn plástur á þann risagalla sem í eldra frumvarpinu var. Aftur reyndu bandalögin hvað þau gátu til að að stoppa framgang frumvarpsins en án árangurs. Með þessu framferði fjármálaráðuneytis og ráðamanna hefur opnast djúp gjá á milli aðila sem erfitt verður að brúa. Málið er nú í skoðun hjá lögfræðingum bandalaganna og hefur KÍ þegar ákveðið að stefna ríkinu, en vanda þarf til verka og getur það tekið tíma. Þann 19. september 2016 var skrifað undir samkomulag um nýtt lífeyriskerfi. Rétt er að geta þess að lokum að KÍ átti í miklu og góðu samstarfi við BHM og BSRB í þessu máli og ber að þakka það. Hagfræðistörf Helstu verkefni hagfræðings Kennarasambandsins eru aðstoð og ráðgjöf þegar unnið er að endurnýjun kjarasamninga. Hann sinnir upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu tölfræðilegra upplýsinga um efnahagsstærðir, launa- og kjaramál og er eftir atvikum talsmaður KÍ í opinberum nefndum og öðrum starfshópum á sviði kjara-, efnahags- og lífeyrismála. Á árinu 2016 voru fjögur aðildarfélög KÍ með lausa kjarasamninga og áttu í kjaraviðræðum. Tvö aðildarfélög gerðu samkomulag um kjarabætur að gefinni friðarskyldu til hausts 2017, eitt gekk frá kjarasamningi til nóvemberloka 2017, en kjarasamningur þess fjórða hefur verið laus allt frá nóvember Þungamiðja starfsins var þátttaka í þessum kjaraviðræðunum og aðstoð og ráðgjöf við viðræðu- og samninganefndir félaganna. Af öðrum stórum verkefnum má nefna samstarf við önnur bandalög opinberra starfsmanna og viðræður við ríki og sveitarfélög vegna lífeyrismála, starf í vinnuhópum á vegum SALEK, samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsmál, auk kynninga og erinda fyrir félagsmenn og forystufólk KÍ um kjara-, efnahags- og lífeyrismál. SALEK Stærstu aðilar á íslenskum vinnumarkaði, KÍ, BHM, BSRB, ASÍ, SA, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, standa sameiginlega að Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (SALEK) sem stofnuð var í júní

9 Á árinu 2016 hélt SALEK hópurinn áfram störfum og stýrði ríkissáttasemjari, Bryndís Hlöðversdóttir, þeirri vinnu sem fram fór. Ákveðið var að ráða verkefnisstjóra og var það kostað sameiginlega af aðilum samkomulagsins. Einnig var ákveðið að ráða dr. Steinar Holden, prófessor frá Noregi, til að gera úttekt á íslenska vinnumarkaðsmódelinu og koma með tillögur um úrbætur. Dr. Steinar hefur mikla reynslu af slíkri vinnu í Noregi og eru einar þrjár úttektir til eftir hann um norska módelið, og er það nú kennt við hann. Til undirbúnings þessari vinnu ákvað stjórn KÍ að leita til systursamtaka okkar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og fá þau til að kynna fyrir okkur vinnumarkaðsmódel í þeirra landi. Það varð síðan úr að við fengum sérfræðinga í heimsókn sem voru með eins dags kynningarfundi þar sem sátu fulltrúar allra stjórna og samninganefnda aðildarfélaga KÍ. Mikið gagn var af þessum heimsóknum og voru fundirnir mjög upplýsandi fyrir KÍ og hjálpuðu til við að greina aðalatriði frá aukaatriðum við uppbyggingu á nýju íslensku vinnumarkaðsmódeli. Dr. Steinar Holden heimsótti Ísland og átti fundi með SALEK hópnum og fulltrúum allra aðila sem tengjast honum. Hann fundaði með stjórn KÍ og var upplýstur um skoðanir stjórnar KÍ á málinu. Segja má að hökt hafi verið í SALEK samstarfinu vegna þess að ekki hafði tekist að gera samkomulag um framtíðarskipan lífeyrismála. Meðal annars var fyrirhuguðu 600 manna stefnumóti frestað ítrekað á árinu, en með því var fyrirhugað að hefja samtal allra hagsmunaaðila um málið með innleggi frá Sáttasemjara og dr. Dr. Steinar Holden átti fund með stjórn KÍ í Kennarahúsinu í byrjun árs Steinari. Á vormánuðum var þó haldinn 100 manna fundur aðila um málið og sat stjórn KÍ þann fund og tók þar meðal annars þátt í greiningarvinnu. Fundir lögðust af á síðari hluta ársins vegna framgangs vinnu við lífeyrismál opinberra starfsmanna. Skýrsla dr. Holden barst í ágúst og var íslensk þýðing lögð fram til kynningar í september og er hún aðgengileg á heimasíðu KÍ. Segja má að þær tillögur sem dr. Holden setur fram séu eins konar matseðill sem aðilar eiga eftir að velja af til að búa til íslenska vinnumarkaðsmódelið. Eftir átökin og lætin vegna lífeyrismála opinberra starfsmanna hefur SALEK samstarfið verið í lamasessi. Lögfræðistörf fyrir KÍ Lögfræðingur KÍ sinnir fjölbreyttum lögfræðistörfum fyrir KÍ og aðildarfélögin. Auk lögfræðings KÍ hafa lögmannsstofurnar Lögmenn Mörkinni og Löggarður unnið lögfræðistörf fyrir KÍ. Með því að hafa í senn lögfræðing í fullu starfi fyrir KÍ og um leið aðgang að öðrum reyndum lögmönnum er tryggt að félagsmenn fái bestu þjónustu sem í boði er á þessu sviði. Áhrifa krafna ríkis og sveitarfélaga um aukna hagræðingu og niðurskurð gætir í starfsmannamálum, m.a. þar sem mikið reynir á túlkun laga, reglugerða og kjarasamninga, og verkefni lögfræðings KÍ eru margvísleg. 9

10 Alþjóðadagur kennara Síðustu ár hefur verið unnið að því að vekja aukna athygli á Alþjóðadegi kennara sem haldinn er hátíðlegur 5. október ár hvert. Stofuð var nefnd til að undirbúa og halda utan um dagskrá dagsins, en í henni áttu sæti eftirfarandi fulltrúar: Aðalheiður Steingrímsdóttir Aðalbjörn Sigurðsson Arndís Þorgeirsdóttir Hafdís Dögg Guðmundsdóttir Sesselja G. Sigurðardóttir varaformaður KÍ útgáfu- og kynningarstjóri KÍ blaðamaður KÍ sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum þjónustufulltrúi Meðal þess sem hópurinn skipulagði þennan daginn var morgunheimsókn formanns KÍ og formanns FL í leikskólann Grænuborg. Annað árið í röð var efnt til smásagnasamkeppni meðal leik-, grunn- og framhaldsskólanema og tókst hún vonum framar. Hátt í tvö hundruð smásögur voru sendar inn en eftirtaldir rithöfundar framtíðarinnar hlutu verðlaun: Leikskólinn Börnin í Hulduheimum í leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi fyrir söguna Mannasaga. Grunnskólinn (1. til 4. bekkur) Guðlaugur Heiðar Davíðsson, nemandi í 4. bekk H a m r a s k ó l a í R e y k j a v í k, f y r i r s ö g u n a Kennarabófi. Grunnskólinn (5. til 7. bekkur) Eyþór Ingi Brynjarsson, nemandi í 6. EÓS í Holtaskóla í Reykjanesbæ fyrir söguna Nýi kennarinn í Litlahól. Grunnskólinn (8. til 10. bekkur) Guðný Salvör Hannesdóttir, nemandi í 8. bekk Laugalandsskóla í Holtum, fyrir söguna Áhugaverður álfakennari. Hluti verðlaunahafa í smásagnasamkeppni KÍ ásamt dómnefnd og formanni KÍ eftir verðlaunaafhendingu í Kennarahúsinu 5. október Framhaldsskólinn Bryndís Bolladóttir, nemandi í Borgarholtsskóla, fyrir söguna Hún kenndi mér allt sem ég kann sigursaga þyrnidansara í þunglyndi. Dómnefnd skipuðu Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK. Verðlaunahafarnir fengu Kindle-lestölvu auk blóma og viðurkenningarskjals. Birt voru myndbönd þar sem formenn aðildarfélaga KÍ upplýstu hver væri þeirra uppáhalds kennari og efnt var til viðamikils Skólamálaþings á Hilton Reykjavík Nordica hótel þar sem yfirskriftin var Kennarar sem leiðtogar. Sérstaklega er fjallað um þingið í skýrslu Skólamálaráðs. 10

11 Úttekt á upplýsingatæknimálum KÍ Í ágúst árið 2015 var leitað til fyrirtækisins Capacent til að gera úttekt á upplýsingatæknimálum (UT málum) Kennarasambandsins. Markmiðið var að meta stöðu þessara mála og hvort gera þyrfti á þeim einhverjar breytingar. Helstu niðurstöður voru meðal annars þær að almennt væri staða og skipulag upplýsingatæknimála góð hjá KÍ en þó þyrfti að huga að nokkrum atriðum. Stjórnendur í Kennarahúsi höfðu skýrsluna til hliðsjónar allt árið 2016 og á grunni hennar var meðal annars skipt um þjónustufyrirtæki fyrir vef Kennarasambandsins ( í janúar, en um það mál er fjallað nánar í skýrslu Útgáfuráðs. Einnig var farið í að endurskoða þjónustusamning KÍ og Þekkingar, en fyrirtækið sinnir viðamikilli þjónustu við KÍ. Er það mat stjórnenda að UT mál KÍ standi almennt vel og sú rafræna þjónusta sem félagsmönnum er boðið upp á sé almennt mjög góð. Þessi mál þurfa hins vegar að vera í stöðugri endurskoðun, enda eru þróun og tæknibreytingar örar í þessum málaflokki. Fundur fólksins Kennarasamband Íslands var þátttakandi í Fundi fólksins, 2. og 3. september Norræna húsið stendur að baki Fundi fólksins, en um er að ræða tveggja daga lýðræðishátíð þar sem fjallað er um margvísleg samfélagsmál. Hefð er fyrir fundum af þessu tagi í flestum hinna Norðurlandanna og má í því sambandi nefna Almedalsvecan í Svíþjóð og Folkemødet på Bornholm í Danmörku. Löng hefð er fyrir því að kennarasamtökin á hinum Norðurlöndunum taki þátt í þessum fundum. Kennarasambandið efndi til tveggja viðburða á Fundi fólksins. Þeir voru þessir: 1. Skóli fyrir alla velferð og aðstæður barna og ungmenna. Fátækt og erlendur uppruni. Upplegg fundarins: Í lögum og námskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er lögð áhersla á skóla fyrir alla og velferð barna og ungmenna. Einn lykilþáttur til þess að minnka félagslegt misrétti í samfélaginu er góður aðgangur allra að menntun. Fjöldi barna sem býr við skort á mikilvægum sviðum hefur rúmlega tvöfaldast á tímabilinu frá 2009 til 2014 og verulegur hópur fólks stendur mjög höllum fæti, félagslega og fjárhagslega. Í þessum hópi eru áberandi einstæðir og tekjulágir foreldrar, langtíma atvinnulausir, innflytjendur og börn innflytjenda. Hver er reynsla þeirra sem sinna börnum og ungmennum sem standa höllum fæti í samfélaginu? Hvað þarf að gera og hvernig til að tryggja öllum börnum og ungmennum menntun óháð efnahagslegri/félagslegri stöðu og uppruna? Hver er vandinn? Hvaða lausnir? Hverra er ábyrgðin? Þátttakendur í pallborði: Dagbjört Ásbjörnsdóttir, verkefnastjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri móttökudeildar Lækjarskóla í Hafnarfirði, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum, Nicole Leigh Mosty, leikskólastjóri í leikskólanum Ösp í Reykjavík, Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum og Steinunn Björk Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari í Tækniskólanum. Fundarstjóri var Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands. 11

12 Helstu punktar úr umræðum fundarins: Reynsla þeirra sem sinna börnum og ungmennum er sú að stefnu í málaflokknum vanti, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Innflytjendur, og þá einkum hælisleitendur, eru viðkvæmur hópur í samfélaginu. Kerfin vinna ekki saman (mennta-, félags- og heilbrigðiskerfi). Það ásamt fátækt, viðhorfum samfélagsins og menningarmun veldur því oft að börn og ungmenni fá ekki þann stuðning og þau tækifæri sem þau þurfa til að vaxa og dafna. Staða barna með íslensku sem annað tungumál er bág, um 80% hafa lítinn skilning á námsefninu 37% eru fædd á Íslandi. Stuðningskerfi er varðar íslenskukennslu þykir úrelt. Þessi sömu börn njóta sín ekki nægilega í skóla, þau eru félagslega veik og taka síður þátt í tómstundastarfi. Börn hælisleitenda búa mörg við afar erfiðar aðstæður; svo sem streituástand vegna óvissu auk þess að vera í mismunandi stöðu innan kerfisins. Búa þarf svo um hnúta að öll börn njóti kennslu í sínu móðurmáli. Þátttakendur í pallborði: Dagbjört Ásbjörnsdóttir, verkefnastjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri móttökudeildar Lækjarskóla í Hafnarfirði, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum, Nicole Leigh Mosty, leikskólastjóri í leikskólanum Ösp í Reykjavík, Steinunn Björk Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari í Tækniskólanum og Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar, sem var samþykkt 2014, var jákvætt skref en það þarf að gera miklu meira. Ríkisvaldið þarf að marka skýra stefnu í málefnum barna innflytjenda sem standa höllum fæti vegna uppruna eða efnahags. Stefnan þarf að vera til langs tíma og hugtök er varða menntun og menningu þurfa að vera skýr. Kalla þarf að borðinu fulltrúa ríkisvaldsins, sveitarfélaga, skólakerfisins og innflytjenda sjálfra til að eiga samtal um hvernig við sem samfélag getum sem best staðið við bakið á þeim sem þurfa á því að halda. Skólakerfið gegnir mikilvægu hlutverki og kennarar þurfa betri bjargir til að sinna málefnum þessara nema í skólastofunni. Þá þurfa kennaranemar fræðslu um málefni þessara barna. Foreldrasamfélagið þarf að taka ríkari þátt í að styðja þessar fjölskyldur og efla þarf til muna samband heimilis og skóla í gegnum alla skólagönguna. Stjórnmálamenn þurfa að vakna til vitundar um þennan málaflokk því innflytjendur eru ekki hávær hópur sem gerir miklar kröfur. Samfélagið hefur ekki efni á að spara í þessum málaflokki við eigum að líta á innflytjendur sem mannauð og tryggja að börnin þeirra rétt eins og önnur börn njóti tækifæra til menntunar og lífsgæða. 2. Hvernig eflum við lýðræðislega menntun menntun í lýðræði? Fundurinn var haldinn í umræðutjaldi 1 laugardaginn 3. september. Upplegg fundarins: Í lögum og námskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er áhersla lögð á að börn og ungmenni menntist í lýðræði og að menntun og skólastarf einkennist af lýðræðislegum starfsháttum og virðingu fyrir manngildi hvers og eins. Litið er svo á að skólinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna í að búa börn og ungmenni undir virka þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. 12

13 En hvað er lýðræðisleg menntun menntun í lýðræði? Hvaða skilning á lýðræði eigum við að leggja til grundvallar við útfærslu á þessu hlutverki skólans? Hvað þarf skólinn að gera og hvernig til að móta lýðræðislega vitund og efla færni nemenda í að takast á við ágreining og margbreytileika tilverunnar? Hvað getur skólinn gert og hvernig til að vinna gegn fordómum og hatursumræðu í samfélaginu? Þátttakendur í pallborði: Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla, Fjóla Þorvaldsdóttir, leikskólasérkennari í leikskólanum Álfaheiði, Jenný Ingudóttir, varaformaður Heimilis og skóla, Jóna Guðbjörg Torfadóttir, framhaldsskólakennari í MS, Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið HÍ og Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Hugvísindadeild HÍ. Fundarstjóri var Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ. Helstu punktar úr umræðu fundarins: Mikilvægt er að kenna gagnrýna hugsun og þjálfa frá unga aldri og á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. Þegar að er gætt er skólinn ekki mjög lýðræðisleg stofnun og ekki hægt að segja að hann sé samfélag jafningja þegar hugsað er um ólíka stöðu kennara og nemenda. Námskrá og námsmat eru leiðandi þættir í skólastarfi og margt ýtir undir að börn og ungmenni séu metin út frá því sem þau geta ekki, fremur en því sem þau geta. Engu að síður er það hlutverk skólans að veita börnum og ungmennum lýðræðislega menntun og mennta þau til lýðræðis. Það er stór áskorun fyrir skólana að vinna að lýðræðislegum starfsháttum og undirbúa börn og ungmenni til þátttöku í lýðræðislegu samfélagi sem er í stöðugri þróun. Þetta er lífsverkefni skólans og finna þarf leiðir til að gera þetta, aðferðir og verkfæri sem henta og hvernig best verði hlúð að þessum mikilvæga þætti í menntun og þroska barna og ungmenna. Afar mikilvægt er að menntun í lýðræði sé hluti af kennaranámi. Brýn þörf er fyrir umræðu um lýðræði meðal kennara og að þeim bjóðist fræðsla um að vinna með lýðræði í kennslu. Kennarar þurfa að efna til markvissrar umræðu um hvernig efla megi lýðræðislega menntun og menntun til lýðræðis, þannig að rödd barna og ungmenna og skoðanir þeirra heyrist í skólastarfinu og þau fái menntun og þjálfun til að rökræða og efla gagnrýna hugsun. Fagmennska kennara á þessu sviði sem öðrum er lykilatriði. Ársfundur KÍ árið 2016 Ársfundur Kennarasambands Íslands 2016 var haldinn föstudaginn 15. apríl á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins var Tökum málin í eigin hendur og var þar vísað til þeirrar áherslu í útgáfumálum að vinna í því að virkja kennara sjálfa í að koma á framfæri því góða starfi sem fram fer á degi hverjum í skólum landsins og bæta þar með ímynd kennara. 13

14 Starfsmenn Kjörnir fulltrúar Þórður Árni Hjaltested formaður KÍ Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður KÍ Guðbjörg Ragnarsdóttir varaformaður Félags grunnskólakennara Guðríður Arnardóttir formaður Félags félags framhaldsskólakennara Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður Félags stjórnenda leikskóla Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara Sigrún Grendal Jóhannesdóttir Formaður félags kennara- og stjórnenda í tónlistarskólum Svanhildur María Ólafsdóttir formaður Skólastjórafélags Íslands Starfssmenn sjóða Ásta Steinunn Eiríksdóttir gjaldkeri sjóða Elísabet Anna Vignir þjónustufulltrúi sjóða 14

15 Freydís Þrastardóttir þjónustufulltrúi sjóða Ólöf S. Björnsdóttir þjónustustjóri sjóða Sigrún Harðardóttir þjónustufulltrúi sjóða Sólveig K. Sveinsdóttir þjónustufulltrúi sjóða Félags- og kjaramál Anna María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara Anna Rós Sigmundsdóttir lögfræðingur Dagrún Hjartardóttir sérfræðingur á skrifstofu KÍ og starfandi formaður FT Guðjón Ágúst Gústafsson þjónustufulltrúi á félagasviði Hafdís Dögg Guðmundsdóttir sérfræðingur í vinnuumhverfisog jafnréttismálum Oddur S. Jakobsson hagfræðingur Sesselja G. Sigurðardóttir þjónustufulltrúi á félagssviði Steinunn Inga Óttarsdóttir sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara Þröstur Brynjarsson þjónustufulltrúi á félagssviði 15

16 Skrifstofa og rekstur Aðalbjörn Sigurðsson útgáfu- og kynningarstjóri Arndís Þorgeirsdóttir blaðamaður Dagmar Stefánsdóttir bókari Edda Margrét Hilmarsdóttir þjónustufulltrúi Fjóla Ósk Gunnarsdóttir þjónustufulltrúi Hannes Kjartan Þorsteinsson skrifstofustjóri Hrönn Steingrímsdóttir móttökuritari Ragnhildur Sigrún Björnsdóttir vef- og skjalastjóri Stella Kristinsdóttir almenn skrifstofustörf og umsjón með eldhúsi 16

17 Breytingar á starfsliði: Elna Katrín Jónsdóttir, sérfræðingur á kjarasviði FF, fyrrverandi formaður FF og varaformaður KÍ, hætti störfum fyrir félagið þann 1. febrúar Elnu Katrínu eru færðar þakkir fyrir hennar áratuga langa og mikilvæga framlag til stéttabaráttu kennara en hún býr yfir þekkingu og reynslu sem seint verður jöfnuð. Í hennar stað var ráðin Steinunn Inga Óttarsdóttir íslenskukennari og áfangastjóri, lengst af við MK. Steinunn er sérfræðingur á kjarasviði og þjónustufulltrúi félagsmanna og jafnframt að hálfu starfsmaður Vísindasjóðs FF og FS. Steinunn Inga hóf störf í byrjun ágúst Ingibjörg Úlfarsdóttir, sérfræðingur í kjara- og réttindamálum lét af störfum í lok ársins. Ingibjörg bjó yfir viðamikilli þekkingu á sínu sviði og er henni færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna Kennarasambandsins síðustu árin. Sólveig K. Sveinsdóttir var ráðin í starf þjónustufulltrúa sjóða í byrjun maí. Undir lok árs var Guðjón Ágúst Gústafsson ráðinn í starf þjónustufulltrúa og var gert ráð fyrir að hann hæfi störf í byrjun árs Fjóla Ósk Gunnarsdóttir þjónustufulltrúi fór í fæðingarorlof á árinu. Í stað hennar var Edda Margrét Hilmarsdóttir ráðin í tímabundna stöðu til eins árs og hóf hún störf í maí. Freydís Þrastardóttir var fastráðin í stöðu þjónustufulltrúa sjóða, en hún hefur verið starfsmaður Kennarasambandsins frá árinu

18 Kjaramál Félag framhaldsskólakennara Kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara losnaði þann 31. október Skrifað var undir viðræðuáætlun þann 23. ágúst sama ár og hittust samningsaðilar reglulega á fundum í haust. Samhliða var unnið með 14. grein kjarasamnings aðila frá 4. apríl 2014 þar sem sagði að kæmi til þess að á árinu 2014 og 2015 yrði samið um frekari almennar launahækkanir skyldi sambærileg breyting gilda fyrir KÍ framhaldsskóla (FF og FS). Sama gilti um árið 2016 að teknu tilliti til samningslengdar. Sem kunnugt er úrskurðaði Gerðardómur launahækkanir BHM og batt samning þeirra út ágúst Þannig hækkaði BHM um 3,5% umfram KÍ framhaldsskóla á árinu En þar sem samningar þessara félaga losna á mismunandi tímum var það niðurstaðan hjá aðilum að semja um friðarskyldu út október 2017 gegn sömu prósentuhækkunum og BHM fékk á árinu Þetta var staðfest með samkomulagi undirrituðu þann 31. október Til viðbótar var samið um hærra framlag til framhaldsskólanna vegna endurbóta á vinnumati framhaldsskólakennara sem tóku gildi þann 1. janúar Því hafa laun framhaldsskólakennara hækkað um 5,5% á árinu 2016 og þó nokkrar jákvæðar breytingar á vinnumati þeirra tekið gildi. Félag stjórnenda í framhaldsskólum Á árinu 2016 var vinna stjórnar FS og félagsmanna tengd innleiðingu nýrrar námskrár, samningaviðræðum og frágangi á vinnumati í Innu. Samninganefnd FS tók þátt í samningalotu sem lauk með samningi þann 31. október, byggðum á svokölluðum BHM gerðardómi. Sérstök viðbót til breytinga á stofnanasamningi, 1,65%, skilaði sér ekki til félagsmanna FS. Stjórn FS þakkar félögum ómælda og óeigingjarna vinnu á árinu. Félag grunnskólakennara Kjarasamningur Félags grunnskólakennara (FG) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) rann út 31. maí 2016 en þá þegar hafði undirbúningur fyrir endurnýjun hans staðið yfir í langan tíma. Formleg viðræðuáætlun var gerð í upphafi árs sem miðaði að því að ná nýjum samningi áður en gildandi samningur rynni út. Samningar tókust þann 30. maí 2016 en þar var tekið á ýmsum vanköntum sem höfðu komið fram á vinnumati sem samið var um Í fyrri samningi frá 2014 var kveðið á um að ef kennari ætti tíma aflögu vegna annarra verkefna, væri hægt í samráði við hann að fela honum gæslu án aukakostnaðar. Framkvæmd þessa ákvæðis misheppnaðist víða og olli mikilli óánægju meðal félagsmanna. Nú var samið um að öll gæsla skyldi greidd án undantekninga. Að auki voru nokkur atriði sem fjölluðu um réttindamál, s.s. frítökurétt, leyfi vegna tæknifrjóvgunar o.fl. Að auki voru launahækkanir um 9,8% auk eingreiðslu í lok samnings. Samningstími var frá 1. júní mars Samningurinn var borinn undir félagsmenn og var hann felldur með afgerandi hætti, eða af rúmum 72% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni. Í framhaldinu kom fram hjá mörgum félagsmönnum að þau atriði sem samið hafði verið um hefðu verið ágæt, en ekki væri um nægilegar hækkanir að ræða, til dæmis í ljósi langs samningstíma. 18

19 Skrifað var undir nýjan kjarasamning 23. ágúst. Í þeim samningi voru sömu efnisatriði og í þeim fyrri, en þó hafði texti verið lagaður og styrktur auk þess sem nokkur atriði er lutu að framkvæmd voru skýrð. Til viðbótar snerti hann á nokkrum mikilvægum atriðum sem hafa verið félagsmönnum hugleikin um langan tíma. Samið var um nýtt starfsheiti sem í raun hækkaði alla sérgreina- og listog verkgreinakennara um einn launaflokk. Kennsluskylda umsjónarkennara var lækkuð um eina kennslustund, úr 26 kennslustundum í 25 kennslustundir, og skyldi sá tími sem fékkst við þetta eingöngu notaður til að sinna umsjónarkennarastörfum. Þessu til viðbótar var samið um að þeir sem hefðu afsalað sér kennsluafslætti og næðu 20 ára kennsluferli skyldu hækka um einn launaflokk. Launahækkanir og samningstími voru eins og í fyrri samningi sem var felldur. Samningurinn var borinn undir félagsmenn í byrjun september og var felldur með 57% atkvæða þeirra sem tóku þátt. Úr vöndu var að ráða í ljósi þess að samningar höfðu verið felldir tvisvar. Samninganefnd og svæðaformenn FG ákváðu að heimsækja grunnskóla landsins og eiga milliliðalaust samtal við félagsmenn, upplýsa þá og ræða stöðu mála. Í stuttu máli má segja að almennt hafi ríkt ánægja með það sem samið hafði verið um, en óánægja með það sem vantaði. Bar þar mest á því að ekki væri um nægilegar hækkanir að ræða í ljósi langs samningstíma, ekki síst í ljósi vaxandi óvissu um stöðu kjaramála almennt. Víða komu fram þær skoðanir að skynsamlegt gæti reynst að leggja áherslu á að stytta samningstíma og kauphækkanir, en láta annað liggja milli hluta í bili. Ljóst var að SNS taldi afar erfitt að stytta samningstímann í ljósi þess að samningar þeirra við önnur stéttarfélög voru til loka árs 2018 eða mars Úrskurður kjararáðs sem kvað á um 45% hækkun launa þeirra sem undir ráðið falla olli mikilli reiði og gremju meðal félagsmanna okkar, eins og reyndar flestra landsmanna. Þetta setti samningagerðina alla í uppnám og ekki tókst að klára allar skólaheimsóknir vegna þessa. Á þessum tíma var búið að fara í um 150 skóla en mjög mikil pressa myndaðist í kjölfar niðurstöðu kjararáðs um að ljúka kjarasamningagerð sem fyrst. Gerð var úrslitatilraun til að ná saman kjarasamningi við sveitarfélögin. Það tókst ekki og var deilunni því vísað til sáttasemjara. Eftir langar og stífar samningaviðræður undir stjórn ríkissáttasemjara var skrifað undir nýjan samning 29. nóvember Sá samningur hafði gildistíma frá 1. desember 2016 til 30. nóvember Launahækkanir voru 7,3% 1. desember 2016 og 3,5% 1. mars Að auki var kr. eingreiðsla til að mæta þeim langa tíma sem leið frá því að samningur rann út í lok maí. Þessu til viðbótar var sama ákvæði er laut að framkvæmd gæslu og í fyrri samningum. Í samningnum voru tvær bókanir. Önnur fjallaði um svokallaðan Vegvísi, þar sem kveðið var á um að í öllum grunnskólum, hverjum fyrir sig, skyldi fara fram vinna hvers kennarahóps með fulltrúum sveitarfélags og stjórnenda, þar sem greina skyldi hvað mætti betur fara í framkvæmd kjarasamningsins, með það fyrir augum að minnka álag á kennurum. Þessari vinnu á að ljúka með gerð umbótaáætlunar í hverjum skóla fyrir sig. Seinni bókunin fjallar um ætlun FG og SNS að taka upp samtal við menntamálaráðuneytið og Menntamálastofnun um hvernig staðið hefur verið að innleiðingu nýrra verkefna og breytinga í grunnskólum, t.d. á námsmati og aðalnámsskrá, með það að markmiði að bæta verklag svo grunnskólinn geti tekið við verkefnum frá ríkinu og framkvæmt þau. Samningurinn var borinn undir félagsmenn í byrjun desember, en kosningu lauk 12. desember, og var hann samþykktur með rúmlega 55% atkvæða þeirra sem tóku þátt. Kosningaþátttaka var með besta móti og tóku alls rúm 90% félagsmanna þátt. Segja má að allt árið 2016 hafi stjórn, samninganefnd og svæðaformenn staðið í ströngu við kjarasamningagerð sem lauk rétt áður en jólaleyfi félagsmanna hófst. 19

20 Skólastjórafélag Íslands Kjarasamningur Skólastjórafélags Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga var undirritaður þann 4. nóvember 2015 og voru þar gerðar breytingar á launaröðun aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra. Gildistími kjarasamningsins er frá til Kjarasamningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum og samþykktur í atkvæðagreiðslu með tæplega 70% greiddra atkvæða. Vegna þessa fóru engar eiginlegar kjaraviðræður fram milli SÍ og viðsemjenda árið Félag leikskólakennara Breytingar urðu á gildandi kjarasamningi Félags leikskólakennara 20. desember Breytingarnar komu til vegna bókunar 1 í kjarasamningi. Þar segir: Viðræður um launaþróun. Aðilar eru sammála um að meta skuli fyrir 1. des. 2016, 2017 og 2018 hver framvinda sáttar á vinnumarkaði hefur orðið og hver staða kjarasamninga annarra félaga innan Kennarasambands Íslands hefur þá orðið. Í þeim tilgangi verði þá teknar upp viðræður um launaþróunina. Á grundvelli þessarar bókunnar urðu breytingar á launatöflum ársins 2017 sem leiddi til um 4,3% launahækkana umfram það sem áður var gert ráð fyrir. Breytingin náði til þeirra sem taka laun skv. launatöflu A. Samsvarandi breytingar áttu einnig við um alla samninga sem samninganefnd FL hafði gert við sjálfstætt starfandi skóla. Félag stjórnenda leikskóla Samninganefnd Félags stjórnenda leikskóla skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í desember Gildistími samningsins er frá 1. júní 2015 til 31. mars 2019 og því fóru engar eiginlegar samningaviðræður fram á árinu Félag kennara og stjórnenda tónlistarskóla Kjarasamningur FT og SNS rann út 31. október 2015 og var viðræðuáætlun vegna endurnýjunar hans undirrituð 3. nóvember Þau atriði sem FT vildi sérstaklega skoða í þeim viðræðum voru eftirfarandi: Leiðrétting launaþróunar Launamyndunarkerfi skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Launamyndunarkerfi kennara og deildarstjóra (o.fl. millistj.) Starfsumgjörð/stjórnkerfi tónlistarskóla Starfsþróun/símenntun 20

21 Meginmarkmið FT Meginsamningsmarkmið stéttarinnar var óbreytt frá síðustu samningalotu, en það var krafa um launaleiðréttingu. Sérstaklega var bent á eftirfarandi: Félagsmenn FT misstu úr eina samningalotu vegna tímasetningar kjarasamninga haustið 2008 Í kjölfarið drógust launakjör aftur úr launum félagsmanna KÍ í öðrum skólagerðum Því var það talið sanngjarnt að launakjör félagsmanna FT yrðu leiðrétt, enda á efnahagshrunið ekki að ákvarða eða hafa öllum þessum árum síðar ráðandi áhrif á launasetningu einstakra hópa. Krafan var í raun einföld, að kjör félagsmanna FT yrðu bætt þannig að þau væru jöfn öðrum sambærilegum stéttum. Eftir sautján samningafundi sem engan árangur báru lagði samninganefnd FT fram tillögu að skammtímasamningi á fundi sem haldinn var 20. desember. Ekki var gengið að henni og því var deilan enn í hörðum hnút um áramótin og mikið bar í milli. 21

22 Erlent samstarf Nordiske Lærerorganisationernes Samråd Norræn kennarafélög hafa átt með sér mikið og náið samstarf undanfarin ár á vettvangi NLS. Á deildar- og stjórnarfundum skiptast fulltrúar félaganna á skoðunum um málefni kennara og skólastjóra á Norðurlöndunum. Fulltrúar KÍ í stjórn NLS eru Þórður Árni Hjaltested, Haraldur Freyr Gíslason og Aðalheiður Steingrímsdóttir. Ísland (KÍ) fór með forystuhlutverk samtakanna árið 2016 og gegndi formaður KÍ, Þórður Árni Hjaltested formennsku í þeim. Tveir hefðbundnir stjórnarfundir NLS voru haldnir á Íslandi árið 2016, sá fyrri á Selfossi í byrjun júní og hinn í Reykjavík í lok nóvember. Á síðasta starfsári voru eftirfarandi þemu rædd á fundum stjórnar NLS, en þau eru valin af gestgjafa hverju sinni í samráði við framkvæmdastjóra NLS og eru til umfjöllunar meðfram hefðbundnum stjórnarstörfum. Meginþemað árið 2016 var Skóli framtíðarinnar og kennarar. Á vorfundi stjórnar NLS voru þrjú þemu kynnt og rædd: 1. Lærerne i centrum for skoleudvikling og fremtidens skole - erindi flutt af dr. Hjördísi Þorgeirsdóttur. 2. Unge/nye lærere og nyrekruttering i lærerfaget - Anders Rusk innleiddi. 3. Netmedier i skolens arbejde og skoleudvikling - Menntamiðja; kynning Tryggvi Thayer. Á haustfundi stjórnar NLS voru tvö þemu kynnt og rædd: 1. Framtidens skola och lärarna eða Skóli framtíðarinnar og kennarar - Jón Torfi Jónasson, prófessor við kennaradeild Menntavísindasviðs HÍ, hélt fyrirlestur. 2. Kompetensutveckling - Ideologin bakom isländska fagrådets verksamhet eða kennarar í miðju skólaþróunar - Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu og formaður samstarfsráðs um starfsþróun kennara og skólastjórnenda, fjallaði um hlutverk og verkefni samstarfsráðsins í starfsþróun kennara og skólastjórnenda og skólaþróun. Töluverðar umræður spunnust um starfsþróun kennara á Norðurlöndunum á fundunum. Fram kom að sveitarfélögin í Danmörku hlaupi á eftir tískustraumum í starfsþróun kennara, skortur sé á gæðum í starfsþróun og að erfitt sé fyrir kennara að komast í burtu á starfstíma til að sækja starfsþróun. Í Finnlandi er ekki gert ráð fyrir afleysingum fyrir kennara til að losa sig úr kennslu til að sækja starfsþróun, mikill munur er á starfsþróun kennara eftir sveitarfélögum og er starfsþróun á vegum þeirra í slumpum. Fram kom að stefnt væri að því að koma á mentorakerfi fyrir kennara á næsta ári og að sveitarfélögin geti þá sótt í sjóði til að koma þessu stuðningskerfi á í skólunum. Sumarnámskeið NLS var haldið í Loen í Noregi um mánaðamótin júní / júlí. Yfirskriftin var Breytingar á kennarastarfinu og mættu 116 fulltrúar frá Norðurlöndunum á námskeiðið. Guðbjörg Ragnarsdóttir fór fyrir hönd KÍ sem tengiliður en til viðbótar sendu FF, FG og FL samtals fimm fulltrúa. Deild skólastjórnenda innan NLS hélt sinn árlega fund í september í Danmörku. 22

23 Haldnir voru tveir sameiginlegir fundir í leik-, grunn- og framhaldsskóladeildum samtakanna á árinu. Sá fyrri var haldinn í júní í Reykjavík, en sá seinni í september í Færeyjum. KÍ bauð Færeyingum að hafa umsjón með seinni fundinum og voru þeir mjög ánægðir með það. Fulltrúar aðildarfélaga KÍ í einstökum deildum samtakanna eru Ólafur Loftsson og Guðbjörg Ragnarsdóttir í grunnskóladeild, Guðríður Arnardóttir og Anna María Gunnarsdóttir í framhaldsskóladeild og Fjóla Þorvaldsdóttir og Haraldur Freyr Gíslason í leikskóladeild. Skrifstofa samtakanna er í Helsingfors í Finnlandi. Framkvæmdastjóri NLS er Anders Rusk frá Finnlandi. Fulltrúar skólamálaráðs KÍ tóku þátt í ráðstefnu í Noregi í maí. (Sjá umfjöllun undir liðnum skólamál) Evrópusamstarf og Alþjóðasamband kennara KÍ á aðild að Alþjóðasambandi kennara, Education International (EI), og Evrópudeild sambandsins (ETUCE). KÍ fylgist aðallega með starfsemi EI með því að lesa efni sem berst frá sambandinu og með þátttöku í afmörkuðum verkefnum, svo sem úttektum og könnunum. Formaður KÍ og fulltrúar FG og FF sátu ráðstefnu EI og OECD um menntamál í Róm í byrjun apríl. Þar var fjallað um gæði í skólastarfi, flóttamannavandann og viðbrögð við honum og rétt barna og ungmenna til náms, samanber barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Formaður KÍ og formaður FF voru fulltrúar KÍ á þingi ETUCE í Belgrad í Serbíu í desember Þingið var með hefðbundnum hætti og þar voru rædd og samþykkt stefnumál til næstu fjögurra ára. Einnig var kosið í stjórn, nefndir og ráð. Norðurlöndin hafa allt frá stofnun samtakanna átt fulltrúa í stjórn þess. Danmörk bauð fram fulltrúa í stjórn og náði kjöri. Segja má að þetta séu fulltrúi NLS, þ.e. allra kennara á Norðurlöndum, í framkvæmdastjórn ETUCE. Fulltrúi KÍ/Íslands í stjórn Evrópudeildar EI ETUCE er formaður KÍ, Þórður Árni Hjaltested. Fundir stjórnar eru venjubundið tveir á ári, annar í mars og hinn í október, en geta þó verið fleiri. ETUCE efnir reglulega til ráðstefna um málefni sem eru í deiglunni hverju sinni. Fulltrúar skólamálanefndar KÍ sátu ráðstefnu EI í Stokkhólmi í nóvember. Þar var fjallað um málefni flóttamanna og þann vanda sem þarf að leysa og fellur á skólakerfi móttökulanda. Sjá umfjöllun um málið undir liðnum skólamál. Erlent samstarf Félags tónlistarskólakennara Meðal hlutverka Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum er að efla faglegt samstarf við samtök og stofnanir erlendis og að afla og miðla upplýsingum um þróun tónlistarfræðslu sem og fagleg málefni er varða tónlistarskóla. Erlent samstarf á árinu fólst í þátttöku í ráðstefnu EMU sem var haldin í San Sebastian á Norður-Spáni dagana maí Þangað fóru Sigrún Grendal formaður og Dagrún Hjartadóttir sérfræðingur á skrifstofu FT. Þá sótti Dagrún einnig ráðstefnu NUMU sem haldin var í Helsinki 30. september 1. október. Þá eru ótalin samskipti í gegnum netmiðla sem voru veruleg þetta árið. ISME samtökin höfðu lagt fram ósk þess efnis að alþjóðleg ráðstefna ISME færi fram á Íslandi árið 2020 og hafði skrifstofa FT milligöngu um það í samvinnu við Reykjavík Meeting að afla gagna svo af þeirri ráðstefnu mætti verða. Á endanum fór það þó svo að annar þátttökuaðili samtakanna varð fyrir valinu. FT er aðili að erlendu samstarfi á eftirfarandi vettvangi: Nordisk Union for Musikutbildare, norræn samtök tónlistaruppalenda sem samanstanda af félögum og samtökum frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð ásamt Færeyjum. 23

24 Yfirmarkmið NUMU er að styrkja samstarf og samskipti Norðurlandanna með tilliti til tónlistar og tónlistarfræðslu. European Music School Union, samtök tónlistarskóla í Evrópu sem voru stofnuð Samtökin hafa það m.a. að markmiði að miðla upplýsingum um allt sem viðkemur tónlistarskólum og vekja áhuga yfirvalda og almennings í Evrópu á tónlistarmenntun og tónlistariðkun. International Society for Music Education, alþjóðasamtök tónlistaruppalenda sem voru stofnuð Samtökin hafa það m.a. að markmiði að veita tónlistarkennurum og -flytjendum frá öllum heimshornum færi á að hittast og vinna saman að ákveðnum verkefnum, aðstoða tónlistarkennara við varðveislu og kennslu tónlistar og menningar ásamt því að mennta hugmyndaríka og hæfa tónlistarmenn fyrir samtímann. 24

25 Skólamálaráð Fulltrúar í framkvæmdastjórn skólamálaráðs Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Kennarasamband Íslands Alma Oddgeirsdóttir ritari Félag stjórnenda í framhaldsskólum Anna María Gunnarsdóttir Félag framhaldsskólakennara Daníel Arason Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Fjóla Þorvaldsdóttir Félag leikskólakennara Guðbjörg Ragnarsdóttir vararitari Félag grunnskólakennara Ingibjörg Kristleifsdóttir Félag stjórnenda leikskóla Ingileif Ástvaldsdóttir Skólastjórafélag Íslands Þórður Árni Hjaltested Kennarasamband Íslands Þær breytingar urðu á fulltrúum í framkvæmdastjórn á árinu að Ingibjörg Kristleifsdóttir tók sæti fulltrúa FSL í stað Huldu Jóhannsdóttur og Daníel Arason tók sæti fulltrúa FT í stað Ingunnar Óskar Sturludóttur. Hlutverk Samkvæmt 28. grein laga KÍ mynda skólamálanefndir aðildarfélaga KÍ skólamálaráð, ásamt varaformanni KÍ, sem er formaður þess. Framkvæmdastjórn skólamálaráðs er í forsvari fyrir sameiginlegt skólamálastarf og skipa hana formaður skólamálaráðs og formenn skólamálanefnda. Hlutverk skólamálaráðs er að: Fjalla um uppeldis- og skólamál á hverjum tíma og álykta um þau til stjórnar KÍ, vera stjórn til ráðuneytis um stefnumörkun á hverjum tíma, fara með mál sem tengjast faglegri menntun félagsmanna, annast tengsl við fagfélög og halda fundi með þeim eftir þörfum, undirbúa í samráði við stjórn KÍ ráðstefnur, fræðslufundi og námskeið um skóla- og menntamál eftir því sem á við á hverjum tíma, fjalla um og túlka skólastefnu KÍ og gera tillögur um framkvæmd stefnunnar og markmið. Framkvæmdastjórn hélt 11 fundi á árinu. Hér er gerð grein fyrir helstu verkefnum í starfinu á árinu samkvæmt starfsáætlun sem byggir á skólastefnu KÍ og þingsamþykktum um skólamál. Umræðuhefti um menntamál Í janúar var gefið út umræðuhefti um menntamál og eftir það voru tilteknir efnisþættir í heftinu sendir reglulega út á vorönn og haustönn. Heftið er hugsað sem framlag og stuðningur við faglega umræðu félagsmanna um menntun og velferð barna og ungmenna og íslenskt menntakerfi. Tilefnið er stefna í menntamálum hér á landi eins og hún birtist í hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntun, tillögum um aðgerðir og ákvörðunum um framkvæmd. Í heftinu er fjallað um stöðuna á innleiðingu menntastefnu í lögum og námskrám skólastiganna, hvítbók, stefnu og áherslur, og tillögur um aðgerðir í læsi, námstíma og starfsmenntun. Í tengslum við þær setur skólamálaráð fram umræðuspurningar um aðgerðirnar. Einnig er farið yfir ákvarðanir menntamálaráðuneytisins um framkvæmd á tillögum um aðgerðir og í viðauka aftast eru tölulegar upplýsingar um ýmis málefni sem tengjast hvítbókinni. Félagsmenn voru hvattir til að ræða efnið og að senda frá sér pistla, og trúnaðarmenn og formenn svæða- og 25

26 félagsdeilda voru beðnir að vekja athygli á efninu og stuðla að umræðum um það. Nokkrir pistlar voru ritaðir um efnið sem birtust í fjölmiðlum og miðlum KÍ, og einnig var heftið tekið fyrir á Menntaspjallinu í október Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara var skipað til þriggja ára með erindisbréfi menntamálaráðherra 27. febrúar 2013 og rann skipunartíminn út í febrúarlok Í fagráðinu eru 19 fulltrúar; þrír frá menntamálaráðuneyti auk formanns sem er skipaður án tilnefningar, fjórir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, átta frá KÍ og þrír frá háskólum sem mennta kennara, HA, HÍ og LHÍ. Formaður fagráðsins er Sigurjón Mýrdal. Sex manna stýrihópur leiddi starfið og hafði fagráðið starfsmann í 50% starfi. Verkefni fagráðs voru ekki á sérstökum fjárlagalið en miðað var við að menntamálaráðherra tryggði fjárframlag til að standa straum af kostnaði við starfið og vinnu starfsmanns. Meginhlutverk fagráðsins var að setja fram tillögur um framtíðarstefnu um símenntun og starfsþróun kennarastéttarinnar. Fram að því að skipunartíminn rann út í lok febrúar 2016 voru haldnir þrír fundir í fagráðinu og sjö fundir í stýrihópnum. Meginverkefnið var að ganga frá skýrslu til menntamálaráðherra um niðurstöður um framtíðarstefnu um símenntun og starfsþróun kennarastéttarinnar. Skýrslan var afhent ráðherra 10. mars 2016, og eru helstu niðurstöður hennar þessar: Grunnþáttur 1 - Menntun sem forgangsverkefni Lögð verði áhersla á menntun sem sameiginlegt forgangsverkefni stjórnvalda og þeirra aðila sem koma að menntakerfinu og samstarf þeirra um það. Lögð verði áhersla á lykilhlutverk kennara í menntakerfinu. Grunnþáttur 2 - Kennaramenntun sem starfsævilöng menntun Kennaramenntun verði skilgreind og skipulögð sem heildstæð starfsævilöng menntun og starfsþróun skipi skýran sess sem mikilvægur hluti kennarastarfsins og skólastarfsins. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi starfsþróunar og menntunar kennara í samræmi við skilgreiningu á kennaramenntun sem heildstæðri og starfsævilangri. Grunnþáttur 3 - Aðgengilegt og skilvirkt stoðkerfi fyrir starfsþróun Viðurkenna þarf nauðsyn stoðkerfis til að styðja við heildræna sýn á starfsævilanga kennaramenntun. Skilgreina þarf stoðkerfi fyrir kennara, skóla og háskóla sem mennta kennara. Stoðkerfið þarf að taka tillit til mismunandi þarfa og aðstæðna, vera aðgengilegt og stuðla að því að starfsþróun skipi skýran sess sem mikilvægur hluti kennarastarfsins og skólastarfsins. Grunnþáttur 4 - Fjármál Styðja þarf við að framtíðarstefna um starfsþróun kennarastéttarinnar nái fram að ganga, útfæra einstök atriði og fylgja þeim eftir með skýru umboði og stuðningi frá ríki og sveitarfélögum til ákvarðana og framkvæmda. Skilgreint verði eins nákvæmlega og unnt er hvaða fjármagn og tími til starfsþróunar er til staðar í kerfinu. Metið verði hvernig núverandi fjármagn og tími nýtist í ljósi markmiða sem fram koma í tillögum fagráðs. 26

27 Settar verði fram tillögur um nýtingu fjármagns og tíma til að markmiðum tillagna fagráðs verði náð. Það feli í sér kostnaðarmat og forgangsröðun og sett verði fram aðgerðaáætlun. Grunnþáttur 5 - Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda Ráðherra festi formlegan samstarfsvettvang um starfsþróun kennara í sessi og skipi samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og tryggi þar með að áfram verði haldið starfi fagráðsins og samráði um stefnumótun til framtíðar. Ráðherra fái tilnefningar í ráðið frá menntamálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands, Skólameistarafélagi Íslands, Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands. Tryggður verði stuðningur ráðuneytisins við starfsemi samstarfsráðsins sem felist í stöðu starfsmanns í fullu starfi. Sjá upplýsingar um starf fagráðsins á vef hans. Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda Menntamálaráðherra setti nýtt samstarfsráð til verka með erindisbréfi 31. ágúst 2016 og gildir skipunin frá 1. september 2016 til 31. ágúst Hlutverk samstarfsráðsins eru eftirfarandi: Að vera vettvangur fyrir samstarf og samráð aðila um starfsþróun kennara, skólastjórnenda og annarra fagstétta leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla. Að kynna fyrir skólasamfélaginu skýrslu fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara sem afhent var menntamálaráðherra 10. mars Að setja fram tillögur að útfærslu á fram komnum niðurstöðum fagráðsins og kynna þær fyrir aðilum samstarfsráðsins og menntamálaráðherra. Að greina þarfir kennara og skólastjórnenda fyrir starfsþróun og gæta að gæðum starfsþróunar. Að hafa yfirsýn yfir þróun og stefnumótun í starfsþróun, afla upplýsinga um hana, leiða umræðu og miðla til skólasamfélagsins. Að vera menntayfirvöldum og öðrum aðilum til ráðgjafar um málefni er varða starfsþróun. Í samstarfsráðinu eru 20 fulltrúar, fjórir frá menntamálaráðuneyti, fjórir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, átta frá KÍ, þrír frá háskólum sem mennta kennara, HA, HÍ, LHÍ og einn frá Skólameistarafélagi Íslands. Formaður er Sigurjón Mýrdal, menntamálaráðuneytinu. Fulltrúar KÍ í samstarfsráði Aðalheiður Steingrímsdóttir Anna María Gunnarsdóttir Guðbjörg Ragnarsdóttir Haraldur Árni Haraldsson Hjördís Þorgeirsdóttir Ingibjörg Kristleifsdóttir Sigrún Grendal Svanhildur María Ólafsdóttir Félag leikskólakennara Félag framhaldsskólakennara Félag grunnskólakennara Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Félag stjórnenda í framhaldsskólum Félag stjórnenda leikskóla Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Skólastjórafélag Íslands Sex manna stýrihópur leiðir starfið og eru fulltrúar KÍ þar Aðalheiður Steingrímsdóttir fyrir kennarafélög og Svanhildur M. Ólafsdóttir fyrir stjórnendafélög. Á þessu ári hafa verið haldnir tveir 27

28 fundir í samstarfsráðinu og sex fundir í stýrihópnum. Meginverkefnin hafa falist í því að móta starfsáætlun sem byggir á niðurstöðum fagráðsins og fjárhagsáætlun, en í erindisbréfi samstarfsráðsins segir að ráðuneytið styðji við starfsemi ráðsins samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Stýrihópurinn sendi erindi til ráðherra í lok nóvember 2016 þar sem óskað var eftir fjárveitingu til að ráða starfsmann sem fyrst vegna vinnu að brýnum verkefnum og enn fremur var óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða drög að starfs- og fjárhagsáætlun sem fylgdu með erindinu. KÍ fylgdi þessu erindi eftir með sérstöku bréfi til ráðherra í desember. Í árslok höfðu engin viðbrögð fengist við þessum erindum. Skólamálaþing KÍ Skólamálaráð efndi til Skólamálaþings á Alþjóðadegi kennara, 5. október Kveikja þingsins er starf hjá KÍ sem miðar að því að auka jákvæða umræðu um kennarastarfið og skóla- og menntamál, sem og bókin Flip the System. Changing Education from the Ground Up sem kom út í tengslum við heimsþing Alþjóðasamtaka kennara (EI) árið Tilgangur hennar er að styðja við kennara og samtök þeirra í því að efla stéttina sem forystuafl í skóla- og menntamálum og menntun sem leiðarljós jafnræðis og lýðræðis í samfélaginu. Þingið var haldið á Hótel Nordica, kl. 13 til 16, og ætlað félagsfólki KÍ, aðilum sem tengjast skólastarfi og þeim sem mennta kennara. Yfirskrift þingsins var fagleg forysta kennara í menntamálum. Markmiðin með þinginu voru þessi: Að efla samræðu um kennarastarfið og menntun barna og ungmenna. Að efla forystu kennara í skóla- og menntamálum. Að efla menntun sem leiðarljós jafnræðis og lýðræðis. Aðalfyrirlesari var dr. David Frost, prófessor við Menntavísindastofnun Háskólans í Cambridge, Englandi. Rannsóknir dr. Frost fjalla um margvísleg svið menntafræðilegrar forystu og kennslufræði en hann hefur lagt sérstaka áherslu á faglega forystu kennara. Á undanförnum áratugum hefur hann þróað aðferðir til að styðja við kennara sem breytingaafl í skóla- og menntamálum og þátttakendur í því að skapa og miðla faglegri þekkingu. Dr. David Frost er meðal höfunda greina um faglega forystu kennara í bókinni Flip the system. Menntamálastofnun Hér er gerð grein fyrir fundum með Menntamálastofnun á árinu og nefndum og ráðum á vegum stofnunarinnar samkvæmt lögum um hana og reglugerð. Fundir Í starfsáætlun skólamálaráðs er lögð áhersla á að fylgjast með aðgerðum í læsi, námstíma og starfsmenntun samkvæmt hvítbók. Til að fylgja þessu eftir átti framkvæmdastjórn skólamálaráðs tvo fundi með fulltrúum Menntamálastofnunar á árinu, annars vegar um læsisaðgerðir 4. mars og hins vegar um aðgerðir til að draga úr brotthvarfi úr námi, 2. maí Ráðgjafarnefnd Samkvæmt 3. gr. laga um Menntamálastofnun nr. 91/2015 hefur forstjóri sér til ráðuneytis sjö manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar ráðherra og er annar þeirra formaður og einn fulltrúi frá hverjum eftirtalinna: 28

29 Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Félagi íslenskra framhaldsskóla, Samstarfsnefnd háskólastigsins, Kennarasambandi Íslands og Heimili og skóla. Verkefni nefndarinnar er að vera forstjóra til ráðgjafar um langtímastefnumótun um starfsemi stofnunarinnar. Varaformaður KÍ er fulltrúi KÍ í nefndinni. Menntamálaráðuneytið gaf út skipunarbréf nefndarinnar í maí 2016 og voru tveir fundir haldnir í nefndinni á árinu, 26. júní og 13. október. Á fundunum kynnti forstjóri drög að stefnu og verkefnum stofnunarinnar og umræður fóru fram um umboð og stöðu nefndarinnar. Miðað við ákvæði laganna um nefndina er staða hennar vægast sagt óljós, í hverju ráðgjöf eigi að felast og hvaða vægi og ábyrgð nefndin hefur. Fagráð Fagráðin eru skipuð í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um Menntamálastofnun nr. 91/2015 og reglugerð um fagráð stofnunarinnar nr. 530/2016. Menntamálaráðuneytið gaf út reglugerð um stofnun og starf fagráðanna í maí 2016, sem er svo til óbreytt frá drögunum sem voru til umsagnar í byrjun ársins. Samkvæmt reglugerðinni eiga fagráð að vera stofnuninni til ráðgjafar og aðstoðar svo hún geti sem best sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Forstjóri setur á fót fagráð til þriggja ára í senn og setur þeim erindisbréf. Hvert þeirra skal skipað sérfróðum fulltrúum. Fagráðin skulu starfa á eftirtöldum þremur starfssviðum stofnunarinnar: A. Náms- og gæðamat B. Gerð og miðlun námsgagna C. Upplýsingagjöf og þjónusta Menntamálastofnun auglýsir opinberlega eftir aðilum í fagráð á grundvelli viðmiða í 3. gr. reglugerðar, og samkvæmt 4. gr. skiptir fagráð með sér verkum og setur sér verklagsreglur. Menntamálastofnun auglýsti eftir umsóknum um setu í fagráðum í september Til að tryggja aðkomu KÍ að starfi fagráða var farin sú leið að leita til neðangreindra sex einstaklinga um umsóknir. Náms- og gæðamat: Fjóla Þorvaldsdóttir (varaformaður FL) og Guðbjörg Ragnarsdóttir (varaformaður FG). Gerð og miðlun námsgagna: Gauti Eiríksson (grunnskólakennari í Álftanesskóla) og Kristjana Hrafnsdóttir (stjórn FG). Upplýsingagjöf og þjónusta: Anna María Gunnarsdóttir (formaður skólamálanefndar FF) og Ólafur H. Sigurjónsson (Félagi stjórnenda í framhaldsskólum). Menntamálastofnun gaf út skipunarbréf fagráðanna 24. nóvember 2016 til næstu þriggja ára, og eru þau þannig skipuð: Fagráð um náms- og gæðamat Anna Lind Pétursdóttir Fjóla Þorvaldsdóttir Guðbjörg Ragnarsdóttir Jón Pétur Zimsen Margrét Halldórsdóttir 29

30 Fagráð um gerð og miðlun námsgagna Gauti Eiríksson Ingi Bogi Bogason Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Kristjana Hrafnsdóttir Fagráð um upplýsingagjöf og þjónustu Anna María Gunnarsdóttir Bjarni Thoroddsen Fríður Reynisdóttir Inga Ósk Jónsdóttir Ólafur Hjörtur Sigurjónsson Samstarf við háskóla sem mennta kennara Á árunum 2014 og 2015 voru stofnaðar formlegar samstarfsnefndir KÍ og háskólanna sem mennta kennara, HA, MVS/HÍ og LHÍ, um málefni kennaramenntunar og kennarastarfsins. Starfsmarkmið þessara þriggja samstarfsnefnda eru samhljóða: Að efla kennaramenntun og kennarastarf. Að taka þátt í faglegri umræðu um kennaramenntun og kennarastarf á hverjum tíma, ræða m.a. um breytingar á lögum og reglugerðum og skyld mál, fjalla um skipulag og úrbætur og eiga frumkvæði að umræðu um nýjungar. Að tryggja gagnkvæmt flæði upplýsinga milli félagsmanna KÍ og háskólanna og sinna fræðslu- og kynningarverkefnum er þessu tengjast. Á árinu voru haldnir eftirtaldir fundir í samstarfsnefndunum: Einn fundur í samstarfsnefnd KÍ og HA í apríl Rætt var um verkefni nefndarinnar, endurskoðað námsskipulag og breikkað námsframboð kennaradeildar HA frá og með haustmisseri 2016 og framkvæmd stefnu um skóla fyrir alla. Auk þess tók KÍ þátt í málþingi um starfshætti í skólum sem fór fram í HA 28. maí 2016, á vegum Miðstöðvar skólaþróunar og HA og haldið í samstarfi við KÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga. Tveir fundir í samstarfsnefnd með MVS/HÍ, í janúar og apríl Rætt var um samtalssvæði háskóla og skóla um vettvangsnám nema, skipulag vettvangsnáms, innleiðingu nýrra kennara í kennarastarfið og starfsáætlun samstarfsnefndarinnar. Fimm fundir í samstarfsnefnd með LHÍ, janúar, febrúar, mars, apríl og júní. Á fyrstu fundum kynnti LHÍ námið í listkennslu- og tónlistardeild og innritunar- og útskriftartölur og KÍ stefnumál sín um málefni kennaramenntunar og kennarastarfsins og umræða fór fram um starfsáætlun nefndarinnar. Nefndin ákvað að einbeita sér að lögverndun starfsheitis tónlistarskólakennara, gagnkvæmri miðlun á upplýsinga- og kynningarefni um listgreinar og niðurstöðum fagráðs um starfsþróun kennara. Úttekt á menntun án aðgreiningar á Íslandi í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum Í kjölfarið á skýrslu starfshóps haustið 2015 um mat á framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar sem byggði á bókun í kjarasamningi FG leitaði menntamálaráðuneytið til 30

31 Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar um að taka að sér að gera óháða úttekt á Íslandi á menntun án aðgreiningar, en starfshópurinn hafði lagt til að ráðist yrði í slíka úttekt. Menntamála- og velferðarráðuneytin, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Skólameistarafélag Íslands og Heimili og skóli undirrituðu sameiginlega viljayfirlýsingu um að standa að úttektinni. Tengiliðir KÍ við úttektina hafa verið Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður KÍ, Anna María Gunnarsdóttir formaður skólamálanefndar FF, Fjóla Þorvaldsdóttir varaformaður FL og Guðbjörg Ragnarsdóttir varaformaður FG. Með þeim hafa einnig verið Sædís Ósk Harðardóttir formaður Félags íslenskra sérkennara og Aðalheiður Una Narfadóttir formaður Faghóps leikskólasérkennara. Aðkoma KÍ og annarra samstarfsaðila um úttektina hefur falist í að sækja fundi, rýna gögn og veita aðstoð við framkvæmdina. Markmið úttektarinnar er að styðja við ákvarðanatöku á innleiðingu og framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, víðtækt sjálfsmat innan menntakerfisins og langtímaþróun menntastefnu á Íslandi. Einnig er stefnt að því að kanna hversu árangursrík innleiðing á menntastefnu um skóla án aðgreiningar hefur verið í skólakerfinu á Íslandi, meðal annars í samanburði við önnur lönd, og að rýna í fjármögnun vegna skóla án aðgreiningar á vegum ríkis og sveitarfélaga. Úttektin fór fram á árinu 2016 og náði til nemenda og fjölskyldna þeirra, starfsfólks skóla, skólaþjónustu og stoðþjónustu hvers konar, rekstraraðila skóla, samtaka kennara, kennaramenntunarstofnana og ráðuneyta. Menntun barna og ungmenna í hópi flóttamanna Á árinu hófust umræður í skólamálaráði um að hefja starf að því að glöggva sig á stöðu barna og ungmenna í hópi flóttamanna hér á landi með upplýsingasöfnun og samræðum við ýmsa sérfræðiaðila til að leggja mat á hvernig KÍ geti látið til sín taka á þessu sviði. Þetta á sér stoð í umræðum í Norrænu kennarasamtökunum, stefnu Alþjóðasamtaka kennara um menntun barna og ungmenna í hópi flóttamanna og ákvörðun stjórnar KÍ um að hefja skoðun á þessu. Framkvæmdastjórn skólamálaráðs byrjaði á því að ná tengslum við aðila sem koma að menntun barna og ungmenna í leit að alþjóðlegri vernd með það að markmiði að koma af stað faglegri samræðu um menntun og skólagöngu þessa hóps. Sóttir voru nokkrir fundir á vordögum á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur með aðilum sem koma að þessum málefnum. Niðurstöður þessara funda sýndu fram á mikilvægi þess að samræma verklag um menntun þessa hóps, að mikill skortur væri á samstarfi og samræmdri stefnu um málefni barna í leit að alþjóðlegri vernd, og að ekki væri fyrir hendi nein stefna af hálfu yfirvalda um með hvaða hætti skuli standa að menntun og skólagöngu barnanna né heldur um ráðgjöf og stuðning við kennara og skólastjórnendur til að auðvelda þeim að sinna menntun þessa hóps. Í ljósi þessa hafði Samband íslenskra sveitarfélaga haustið 2016 frumkvæði að því að mynda óformlegan starfshóp til að fjalla um menntun og velferð barna í leit að alþjóðlegri vernd. Í hópnum voru fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti, Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Hafnarfjarðarbæ, KÍ og Rauða krossinum. Fulltrúar KÍ voru Aðalheiður Steingrímsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir. Starfshópurinn hélt alls fimm fundi og lauk störfum 21. desember 2016 og sá innanríkisráðuneytið um að boða til funda og halda utan um þá. 31

32 Markmið starfshópsins var að setja fram leiðbeinandi verklag um menntun og velferð barna í leit að alþjóðlegri vernd og voru verkefnin í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að fjalla um menntun barna í leit að alþjóðlegri vernd í reglugerð um útlendinga sem þá var verið að vinna að í innanríkisráðuneytinu. Hópurinn gerði nokkrar athugasemdir og breytingatillögur við ákvæði reglugerðarinnar um menntun þessa hóps en þær náðu ekki allar fram að ganga. Athugasemdirnar beindust einkum að því að í reglugerðinni væri gert ráð fyrir að aldursviðmið um tryggða menntun væri 16 ár en ekki 18 ár, eins og hópurinn hafði lagt til. Starfshópurinn var mjög ósáttur við þessar breytingar og fór fram á að í reglugerðinni væri ákvæði um rétt barna til menntunar til 18 ára aldurs í samræmi við Barnasáttmála SÞ, en það náði ekki inn í reglugerðina. Þá benti starfshópurinn á mikilvægi þess að Ísland hefði sömu aldursviðmið og flest önnur lönd í Evrópu varðandi tryggða menntun en samkvæmt upplýsingum Alþjóðasamtaka kennara eru það eingöngu Spánn og Ítalía sem miða við 16 ára aldur en önnur lönd miða við 18 ára aldur. Þá setti starfshópurinn fram áætlun um menntun barna sem sækja um alþjóðlega vernd. Í áætluninni kemur m.a. fram í hverju stuðningur við menntun barnanna eigi að vera fólginn, annars vegar á meðan þau eru á vegum Útlendingastofnunar og hins vegar eftir að þau eru komin til sveitarfélaga. Lögð var áhersla á að börnum væri tryggð menntun og skólaganga í almenna skólakerfinu eins fljótt og unnt væri í samræmi við aldur þeirra og þroska. Starfshópurinn ræddi enn fremur mikilvægi þess að útbúinn væri grunnur að upplýsingum, fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við kennara og skóla sem sinna menntun barna í leit að alþjóðlegri vernd. Slíkur grunnur myndi nýtast öllum þeim sem koma að menntun barnanna og með honum væri hægt að tryggja mikilvægt samræmi í þjónustu við þau og fjölskyldur þeirra. Starfshópurinn vann að því undir lok ársins að taka saman greinargerð um starf sitt fyrir þá aðila sem tóku þátt í starfinu. Lögð var mikil áhersla á nauðsyn þess að haldið yrði áfram samstarfi þessara aðila með það að markmiði að móta stefnu um menntun og velferð barnanna og stuðning við kennara og skóla sem sjá um menntun þeirra. Hópurinn hvatti eindregið til þessa samstarfs og lýsti yfir vilja sínum til að starfa áfram að þessum brýnu verkefnum. Í greinargerðinni fór starfshópurinn fram á viðbrögð við þessum tillögum. KÍ svaraði greinargerðinni fyrir nokkru og hvatti eindregið til áframhaldandi samstarfs aðila að þessum brýnu verkefnum og lýsti yfir fullum vilja til þátttöku og að leggja fram starfskrafta sína og sérfræðiþekkingu. Skólamálaráð vann einnig tillögur um hvernig KÍ gæti látið til sín taka í menntunarmálum barna og ungmenna í leit að alþjóðlegri vernd og lagði fyrir stjórn KÍ á árinu sem vísaði framkvæmd þeirra til framkvæmdastjórnar skólamálaráðs. Áherslurnar eru þessar: 1. Að halda málþing á vorönn 2017 um menntun barna í leit að alþjóðlegri vernd. 2. Að efna til funda með kennurum í þeim skólum/sveitarfélögum sem taka á móti börnum og ungmennum í þessum hópi um stuðning við kennara og skóla og hvað KÍ geti gert í þessum efnum. 3. Að taka upp í samstarfsnefndum KÍ með háskólunum hvernig tekið er á kennslu innflytjenda í kennaramenntun, og um framboð á menntun fyrir starfandi kennara. 4. Að nýta fyrirmyndir úr starfi kennarasamtaka á hinum Norðurlöndunum að menntun og skólagöngu barna og ungmenna í hópi flóttamanna. 32

33 5. Að leita áfram eftir víðtæku samstarfi við stjórnvöld og aðra aðila sem koma að málum barna og ungmenna í hópi flóttamanna til að hafa áhrif á stefnumótun og aðgerðir og til að veita aðhald. List- og verkgreinar Skólamálaráð ákvað í lok ársins 2015 að koma á formlegum samstarfsvettvangi með fulltrúum fagfélaga list- og verkgreinakennara til að vinna að framkvæmd samþykktar þings KÍ 2014 um eflingu list- og verkgreina í menntakerfinu. Á árinu 2016 voru haldnir sex fundir á þessum vettvangi og voru helstu viðfangsefni þessi: Sent var erindi til menntamálaráðherra um eflingu list- og verkgreina í skólakerfinu. Farið var yfir ýmsar úttektir og skýrslur um list- og verkgreinar með það fyrir augum að draga saman upplýsingar um stöðu og umfang greinanna í skólakerfinu. Fundur var haldinn með Kristínu Á. Ólafsdóttur, kennara á Menntavísindasviði HÍ, um niðurstöður í starfsháttarannsókn HÍ á grunnskólum um list- og verkgreinar. Fundur var haldinn með MVS/HÍ og LHÍ um kennaramenntun í list- og verkgreinum og framboð á menntun og starfsþróun fyrir starfandi kennara. Efla miðlun um kennslu list- og verkgreina í skólunum, þróunarverkefni og rannsóknir á greinunum. Fagfélög kennara Í september 2015 tilkynnti menntamálaráðuneytið fagfélögum kennara þá ákvörðun að ráðuneytið myndi eftir það skólaár fella niður árlega styrki til sjálfstæðrar starfsemi félaganna, en áralöng hefð er fyrir slíkum styrkjum. KÍ sendi bréf til menntamálaráðherra í október 2015 þar sem þessari ákvörðun var mótmælt og lögð áhersla á að hún væri endurskoðuð. Skólamálaráðið boðaði til fundar með formönnum fagfélaga kennara þann 11. apríl 2016 og sóttu 22 félög hann. Tilgangur fundarins var upplýsingamiðlun og samræður með hliðsjón af eftirfarandi viðfangsefnum: 1. Kynning á skólamálaráði KÍ og skólamálastarfi 2. Þjónusta KÍ við faggreinafélög og aðstaða í Kennarahúsi 3. Styrkir menntamálaráðuneytis til sjálfstæðrar starfsemi faggreinafélaga 4. Útgáfu- og kynningarstarfsemi KÍ 5. Skýrsla og tillögur fagráðs um starfsþróun kennara 6. Samstarf skólamálaráðs og faggreinafélaga kennara um hvað, hvernig? Miklar umræður voru um alvarleg áhrif niðurfellingar styrkjanna á grunnstarfsemi félaganna en svari ráðuneytisins við erindi KÍ, þess efnis að ákvörðun um þetta yrði ekki breytt, var dreift á fundinum. Í umræðum um samstarf skólamálaráðs og fagfélaga kennara var ákveðið að skólamálaráð myndi halda reglulega fundi með félögunum. Þeir yrðu notaðir til að ræða stöðuna í starfsemi félaganna, sameiginleg mál og mál sem brynnu á þeim öllum, mál sem væru ofarlega á baugi í skólamálastarfi KÍ og mál sem félögin væru beðin að ræða hjá sér. Fundir og ráðstefnur um skólamál Hér er greint frá ýmsum fundum og ráðstefnum um skólamál. 33

34 Erlent menntamálasamstarf Í starfsáætlun skólamálaráðs er lögð áhersla á að óska eftir og skipuleggja fundi með menntamálaráðuneyti um starf þess á Evrópumenntamálavettvangi. Til að fylgja þessu eftir var sent erindi til ráðuneytisins í byrjun þessa árs um upplýsinga- og samræðufund með fulltrúum ráðuneytisins sem taka þátt í nefndum, ráðum og samstarfi á evrópskum vettvangi um skóla- og menntamál og um starfsemi ráðuneytisins þar að lútandi. Tilgangur þessa fundar var að veita yfirlit yfir það helsta sem væri efst á baugi, fræða og miðla, gagnkvæm skoðanaskipti og umræður. Erindið var jafnframt beiðni um að KÍ og ráðuneytið kæmu á fót ákveðnum samskiptavettvangi og samskiptabrautum um skóla- og menntamál í evrópsku samhengi, og að æskilegt væri að fundur aðila á slíkum vettvangi væri haldinn ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Ráðuneytið brást vel við erindinu og var fundurinn haldinn 3. mars 2016, kl. 13:00-16:00. Varaformaður KÍ fór yfir helstu þræði í samstarfi KÍ á alþjóðlegum, evrópskum og norrænum vettvangi kennarasamtaka (EI, ETUCE, EMU, NLS, NUMU). Þá héldu sérfræðingar ráðuneytisins framsögur um alþjóðlegt menntamálasamstarf. Stefán Stefánsson greindi frá samstarfi MRN á norrænum vettvangi þar sem mennta- og rannsóknarmál vega þungt. Ásgerður Kjartansdóttir fjallaði um menntamálasamstarf á vettvangi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og helstu áherslumál Evrópuráðsins sem eru lýðræðismenntun, mannréttindi og menntun án aðgreiningar. Að lokum greindi Sigurjón Mýrdal frá ólíku hlutverki alþjóðastofnana og helstu verkefnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á sviði menntamála. Að loknum framsögum fóru fram umræður þar sem m.a. var ákveðið að halda áfram reglubundnu samtali ráðuneytisins og KÍ og samráði um erlent samstarf til að auka miðlun upplýsinga um málefni kennaramenntunar, kennarastarfsins, námskrármála, tiltekinna nemendamála, einstakra skólastiga og þau mál sem á hverjum tíma væru efst á baugi á erlendum vettvangi. Stefnt er að því að hittast árlega og eiga samstarf m.a. um formennskutímabil Íslands á norrænum vettvangi hjá báðum aðilum. Norrænu kennarasamtökin (NLS) Í tengslum við formennsku KÍ í norrænu kennarasamtökunum á árinu 2016 tók skólamálaráð að sér í samstarfi við skrifstofu NLS að undirbúa sameiginlegan fund skólastigadeilda NLS sem haldinn var hér á landi júní Áherslur í starfsáætlun NLS fyrir árið 2016 mynduðu efnisþræði fundarins, en þær eru: Skóli framtíðarinnar og kennarar, ný tækni og skólaþróun, kennarinn í miðju skólaþróunar og nýir/ungir kennarar í starfi. Norrænu þátttakendurnir komu til landsins 5. júní og var fyrst boðið upp á skoðunarferð í Bláa lónið áður en farið var á Grand hótel í Reykjavík þar sem þeir gistu og fundurinn var haldinn. Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður á hótelinu. Fundurinn daginn eftir hófst kl. 9:00 og stóð til kl. 13:00. Auk hefðbundinna fundarstarfa voru haldnir þrír fyrirlestrar. Jón Torfi Jónasson prófessor við kennaradeild Menntavísindasvið HÍ hélt fyrirlestur um Skóla framtíðarinnar og kennara. Tryggvi Thayer verkefnisstjóri Menntamiðju Menntavísindasviðs HÍ fjallaði um Netmiðla í skólastarfi og skólaþróun og Hans Ole Rian formaður NUMU (Nordisk Union for Musikutbildare) kynnti starf samtakanna. Eftir hádegi var boðið upp á skoðunarferðir og um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður í Hörpu. Fram til hádegis daginn eftir voru haldnir aðskildir fundir í skólastigadeildunum, farið var í heimsóknir í skóla og til Menntamálstofnunar. Fundarmenn héldu heimleiðis seinna sama dag. 34

35 Ráðstefna um norræna kennaramenntun í alþjóðlegu samhengi Ráðstefnan var haldin í í Þrándheimi, Noregi maí 2016 og sóttu hana fimm fulltrúar í framkvæmdastjórn skólamálaráðs. Tilgangurinn með þátttöku KÍ var að fræðast um norræna kennaramenntun, rannsóknir og þróun. Norræna ráðstefnan um kennaramenntun fer fram á tveggja ára fresti og hefur verið haldin frá árinu Að henni standa Dansk Magisterforening, Forskerforbundets Forening for Lærerutdanning í Noregi, finnsku kennarasamtökin (OAJ), Sveriges universitetsförbund, sænsku kennarasamtökin (Lärerförbundet) og fulltrúar frá kennaramenntunarstofnunum í Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Stýrihópur með fulltrúum frá hverju landi sér um að skipuleggja ráðstefnurnar. Þær eru mikilvægur vettvangur fyrir kennara í kennaramenntunarstofnunum til að fjalla um rannsóknir sínar og þróunarverkefni. Auk þess er hefð fyrir því að fjalla um eitt eða fleiri þemu með fyrirlestrum fræðimanna á viðkomandi fagsviði. Ráðstefnuna sóttu rúmlega 150 þátttakendur, kennarar frá kennaramenntunarstofnunum á öllum Norðurlöndum og Tékklandi og fulltrúar frá ýmsum öðrum aðilum sem tengjast menntun kennara. Frá Íslandi voru sjö kennarar við Kennaradeild Menntavísindasviðs HÍ og fimm fulltrúar úr framkvæmdastjórn skólamálaráðs KÍ: Aðalheiður Steingrímsdóttir, Anna María Gunnarsdóttir, Guðbjörg Ragnarsdóttir, Fjóla Þorvaldsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir. Ráðstefnan var haldin í Kennaradeild Háskólans í Þrándheimi og var þemað norræn kennaramenntun í alþjóðlegu samhengi. Haldnir voru tveir aðalfyrirlestrar um þetta efni og voru fyrirlesarar Jón Torfi Jónasson prófessor við Kennaradeild Menntavísindasviðs HÍ og Mari-Ann Igland prófessor við Kennaradeild Háskólans í Þrándheimi. Einnig var boðið upp á fjölda áhugaverðra málstofa þar sem kennarar gerðu grein fyrir rannsóknum sínum á kennaramenntun, kennarastarfinu og skólastarfinu. Alþjóðlegur fundur um stefnumörkun í menntamálum - Atlantic Rim Collaboratory Fundurinn var haldinn í Reykjavík september Frumkvæði að honum hafði alþjóðlegur hópur sérfræðinga í stefnumörkun og þróun menntakerfa, undir forystu dr. Andrew Hargreaves prófessors við Boston College í Bandaríkjunum, og stofnanda ARC, og með honum voru dr. Jeannie Oakes, sir Ken Robinson, dr. Pasi Sahlberg, dr. Pak Tee Ng, Steve Munby og Vicky Colbert. Fundinn sóttu sendinefndir frá Aruba, Bandaríkjunum (Vermont og Kaliforníu), Finnlandi, Írlandi, Íslandi, Kanada (Ontario) og Skotlandi, ráðherrar menntamála, embættismenn, sérfræðingar og fulltrúar kennarasamtaka, alls um 50 manns. Hlutverk nefndanna var að miðla upplýsingum um þróun menntamála í þeirra samfélögum og að tryggja virka þátttöku í umræðum og hugsanlegum verkefnum The Atlantic Rim Collaboratory í kjölfar fundarins. Menntamálaráðherra var gestgjafi og hýsti fundinn á Hilton Reykjavík Nordica. Auk ráðherra og fulltrúa ráðuneytisins sóttu ráðstefnuna af hálfu Íslands forstjóri Menntamálastofnunar og fulltrúar frá KÍ, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Menntavísindasviði HÍ. Markmið fundarins var að bera saman þróun menntamála landanna, skilgreina sameiginleg gildi í menntun, miðla reynslu, stuðla að fagmennsku í skólastarfi og mynda samstarfsvettvang landanna. Samstarfið snýr m.a. að því að þróa raunhæfar aðferðir til að koma á kerfisbreytingum í menntamálum, einkum til að efla velferð og andlegt heilbrigði barna og ungmenna, auka jafnrétti í menntun og styrkja skóla margbreytileikans. Einnig fór fram margvísleg umræða um áskoranir til framtíðar í menntamálum og fram kom eindreginn vilji til að halda áfram að þróa þetta samstarf og vinna að afmörkuðum verkefnum í því skyni, 35

36 og gerð var samþykkt um stofnun Atlantic Rim Collaboratory sem samstarfsvettvangs þessara menntakerfa. Vefsíða Atlantic Rim Collaboratory er Ráðstefna um menntun barna og ungmenna í hópi flóttamanna Liður í því að efla sérfræðiþekkingu KÍ á þessu málasviði var þátttaka í ráðstefnu Alþjóðasamtaka kennara um menntun barna og ungmenna í hópi flóttamanna sem haldin var í Stokkhólmi nóvember Ráðstefnuna sóttu þrír fulltrúar í framkvæmdastjórn skólamálaráðs, Aðalheiður Steingrímsdóttir, Ingibjörg Kristleifsdóttir og Ingileif Ástvaldsdóttir. Ráðstefnan á sér bakgrunn í heimsþingi Alþjóðasamtaka kennara árið 2015 en þar var samþykkt stefna um rétt flóttamanna til menntunar og í starfsáætlun samtakanna eru mörg verkefni á þessu sviði. Þar er m.a. lögð sérstök áhersla á að styðja við starf aðildarfélaganna að þessum málum og var ráðstefnan haldin í þessum tilgangi. Menntun barna og ungmenna í hópi flóttamanna og hælisleitenda í nágrannalöndum Sýrlands og Íraks, í Evrópu og Norður-Ameríku var í forgrunni á ráðstefnunni. Markmiðið var að deila upplýsingum og reynslu, ræða helstu áskoranir og gagnlegar starfsfyrirmyndir í stjórnsýslu og skólum, og að draga saman efnivið í stefnu um að tryggja aðgang að gæðamenntun fyrir öll börn og ungmenni í hópi flóttamanna og aðferðir við að vinna að þessum málum. Á ráðstefnunni voru ræddar spurningar á borð við: Hvernig á að skilgreina aðlögun og hver eru markmiðin? Hvers konar menntun stuðlar að því að ná þessum markmiðum? Er skólakerfið í stakk búið til að taka á móti fjölmennum hópum barna og ungmenna sem hafa hrakist frá heimkynnum sínum? Hvernig förum við að því að skapa gott og öruggt skólaumhverfi? Hvernig vinnum við gegn kynþáttafordómum og útlendingahatri? Hvernig komum við í veg fyrir einelti? Hvernig tryggjum við að flóttabörn lendi ekki á glapstigum? Hverjar eru þarfir flóttabarna og hvernig geta kennarar sem best sinnt þörfum þeirra? Þarf að aðlaga námskrár að þörfum flóttabarna? Gefur flóttamannakrísan tilefni til að koma á menntun í lýðræði á alþjóðavísu? Skipulag ráðstefnunnar var sambland af fyrirlestrum, pallborðsumræðum og málstofum með umræðuhópum. Ráðstefnan var fyrir kennarasamtök og félagsmenn þeirra, nemenda- og foreldrasamtök, ráðherra menntamála og sérfræðinga frá ráðuneytum og stjórnsýslu, háskóla og alþjóðlegar stofnanir og samtök. Þátttakendur voru tæplega 190, langflestir frá kennarasamtökum eða rúmlega 80%, frá Afríku, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Ameríku. PISA 2015 Í aðdraganda kynningar OECD á niðurstöðum PISA 2015, sem fór fram 6. desember 2016, óskaði KÍ eftir fundi með Menntamálastofnun um íslensku niðurstöðurnar og var sá fundur haldinn 5. desember. Daginn eftir sendi KÍ frá sér yfirlýsingu um niðurstöðurnar þar sem hvatt var til málefnalegrar og hófstilltrar umræðu um niðurstöðurnar og vandaðrar greiningar á gögnum og að unnið yrði með niðurstöðurnar í víðtæku samstarfi stjórnvalda, kennara, skólastjórnenda og foreldra, og farið í aðgerðir til langs tíma sem fælust í að bæta starfsaðstæður kennara og námsaðstæður nemenda. Skólamálaráð tók saman helstu atriði í umfjöllun fræðimanna á Menntavísindasviði HÍ um niðurstöðurnar í íslensku skýrslunni um PISA 2015, og lagði til við stjórn KÍ að tekin yrði saman greinargerð um niðurstöður PISA sem send yrði nýjum menntamálaráðherra. Í henni yrði fjallað um málin út frá breiðum þemum með hliðsjón af skólastefnu KÍ, m.a. aðbúnað 36

37 nemenda, starfsþróun kennara og þróun kennarastarfsins. Stjórn KÍ beindi því til framkvæmdastjórnar skólamálaráðs að taka saman slíka greinargerð. Umsagnir Framkvæmdastjórn skólamálaráðs sér um umsagnir um mál sem varða kennaramenntun, kennarastarfið og skóla- og menntamál. Veittar voru umsagnir um eftirfarandi mál á árinu 2016: Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 8. mars 2016, umsögn um drög að reglugerð um stofnun og starf fagráða Menntamálastofnunar. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 26. apríl 2016, umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 26/2010 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi og um drög að reglugerð sem fela í sér breytingar á reglugerð nr. 879/2010 og sem sett verður með stoð í endurskoðuðum lögum. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 6. maí 2016, umsögn um drög að bæklingum um innra mat í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 10. ágúst 2016, umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin , 765. mál. Velferðarnefnd Alþingis, 7. september 2016, umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjölskyldustefnu fyrir árin með áherslu á börn og barnafjölskyldur, 813. mál. Fyrir hönd Skólamálaráðs, Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður 37

38 Sjúkrasjóður Fulltrúar í stjórn Sjúkrasjóðs Kristín Stefánsdóttir formaður Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Guðmunda Birgisdóttir Margrét Sigríður Þórisdóttir Anna Helga Sigfúsdóttir Sigurborg Matthíasdóttir Lilja Eyþórsdóttir Anna Sigríður Pétursdóttir Félag framhaldsskólakennara Félag grunnskólakennara Félag leikskólakennara Félag stjórnenda í framhaldsskólum Félag stjórnenda leikskóla Skólastjórafélag Íslands Þær breytingar urðu á stjórninni á starfsárinu að úr aðalstjórn gengu Ásdís Auðunsdóttir (FF) og Jón Pétur Zimsen (SÍ) en Anna Sigríður Pétursdóttir varafulltrúi (SÍ) tók sæti í henni. Frá september 2016 hefur stjórnin verið skipuð ofantöldum. Samkvæmt reglum Sjúkrasjóðs KÍ er hlutverk sjóðsins eftirfarandi: að veita sjóðfélögum fjárhagsaðstoð vegna veikinda, slysa og dauðsfalla, að styðja sjóðfélaga vegna endurhæfingar eftir slys eða sjúkdóma, að styðja sjóðfélaga í fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi, heilsufar og heilbrigði þeirra. Úthlutað hefur verið úr sjóðnum frá 1. nóvember 2001 og hafði því í árslok 2016 verið úthlutað úr sjóðnum í rúm 15 ár. Stjórnarfundur eru sem fyrr haldnir í síðari hluta hvers mánaðar og þá teknar til afgreiðslu umsóknir um sjúkradagpeninga, styrki vegna 6. gr. úthlutnarreglna, styrki vegna tannlæknakostnaðar og annað það sem nauðsynlegt er að sjóðsstjórn fjalli um, auk erinda sem sjóðsstjórn berast. Jafnframt staðfestir sjóðsstjórn afgreiðslu annarra umsókna sem afgreiddar eru af starfsmönnum á milli funda. Á árinu voru enn fremur tvívegis haldnir fundir til að ræða endurskoðun úthlutunarreglna og einn fundur var haldinn með ráðgjöfum Capacent. Úthlutunarreglur og eyðublöð Samkvæmt reglum um Sjúkrasjóð KÍ ber sjóðsstjórn að endurskoða úthlutunarreglur sjóðsins eigi sjaldnar en árlega. Stjórn og starfsmenn sjóðsins fylgjast reglulega með þróun úthlutunarreglna sjúkra- og styrktarsjóða annarra stéttarfélaga, auk breytinga á kostnaði vegna þeirra styrkflokka sem undir sjóðinn falla. Breyttar úthlutunarreglur tóku gildi 15. nóvember Voru styrkfjárhæðir hækkaðar í flestum liðum. Styrkumsóknir fara að mestu leyti í gegnum mínar síður og hefur það fyrirkomulag reynst vel. Eyðublöð eru eftir sem áður aðgengileg á vefsíðu KÍ geti sjóðfélagi ekki skilað rafrænt. Tekjur og úthlutanir Fjárhagsstaða Sjúkrasjóðs KÍ er góð og á árinu 2016 var úthlutað rúmlega 520 milljónum úr sjóðnum, sem er rúmum 100 milljónum meira en árið Styrkveitingar á árinu 2016 voru tæpum 54 milljónum hærri en tekjur ársins. Þegar bornar eru saman styrkveitingar 2015 og 2016 sést að útgjöld vegna sjúkradagpeninga og meðferðarstyrkja hafa hækkað mest á milli ára. Útgjöld vegna fæðingarstyrkja, tannlæknakostnaðar, heyrnartækja, glasafrjóvgunar og tæknisæðinga hafa hækkað nokkuð en í öðrum styrkflokkum eru útgjöld nær óbreytt frá fyrra ári eða hafa lækkað. Ekki bárust styrkumsóknir vegna ættleiðinga á árinu. Alls voru veittir 6793 styrkir árið

39 Skipting styrkja úr Sjúkrasjóði 2015 og 2016 Styrkir skiptust þannig árið 2016 (heildarstyrkir eru námundaðir í næsta þús. kr.) Heildarstyrkir Fjöldi styrkja Meðalstyrkfjárhæð Meðferðarstyrkir Sjúkradagpeningar sjóðfélaga Sjúkradagp. vegna maka og barna Fæðingarstyrkir Útfararstyrkir Heyrnartæki Gleraugu og laseraðgerðir Glasafrjóvgun og tæknisæðing Ættleiðingar Forvarnir Kostnaðarsamar læknisaðgerðir Tannlæknakostnaður Samtals

40 Lokaorð Á síðustu fjórum árum hefur rúmum einum og hálfum milljarði króna verið úthlutað úr Sjúkrasjóði KÍ. Stjórn sjóðsins leggur áherslu á að vinna í samræmi við samþykkt þings KÍ um sjóðinn en fylgist jafnframt með þörfum sjóðfélaga og þróun sjúkrasjóða annarra stéttarfélaga. Þá er kynning sjóðsins fyrir sjóðfélögum verkefni sem sífellt þarf að vera vakandi fyrir. F.h. stjórnar Sjúkrasjóðs Kristín Stefánsdóttir, formaður 40

41 Orlofssjóður Fulltrúar í stjórn Orlofssjóðs Elís Þór Sigurðsson formaður Félag grunnskólakennara Sigríður Óladóttir Valborg Hlín Guðlaugsdóttir Íris Guðrún Sigurðardóttir Þórarinn Ingólfsson Ólöf Inga Andrésdóttir Þórarinn Sigurbergsson Félag framhaldsskólakennara Félag stjórnenda leikskóla Félag leikskólakennara Félag stjórnenda í framhaldsskólum Skólastjórafélag Íslands Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Sú breyting sem varð á stjórninni á starfsárinu að úr stjórn gekk Jón Ólafsson frá félagi Framhaldsskólakennara og Sigríður Óladóttir kom í hans stað. Starfsmenn Orlofssjóðs (aðrir en starfsmenn í Kennarahúsi): Nafn Starf Starfshlutfall Elís Þór Sigurðsson formaður Orlofssjóðs 25% Freyja Rut Magnúsdóttir umsjónarmaður Sóleyjargötu 33 50% Ólafur Ómar Hlöðversson umsjónarmaður á Flúðum 100% Auður Kolbeinsdóttir, starfsmaður á Flúðum 100% Snorri Freyr Jóhannesson starfsmaður á Flúðum 50% Sigrún Birna Óladóttir starfsmaður í Kjarnabyggð 50% Í nóvember lét Einar Clausen, umsjónarmaður á Sóleyjargötu 25, af störfum en ekki hefur verið ráðið í hans starf. Hlutverk Orlofssjóðs KÍ samkvæmt samþykktum þings KÍ 2014 Tilgangur sjóðsins samkvæmt 2. grein sjóðsreglna og hlutverk sjóðsstjórnar er: 1. að kaupa orlofsheimili einn sér eða ásamt öðrum, fjármagna byggingu þeirra og annast viðhald og rekstur á þeim hluta er heyrir undir sjóðinn. Fjárfesting og eignasala, annað en eðlilegt viðhald eigna, er þó ekki heimil nema að fengnu samþykki stjórnar KÍ, 2. að taka á leigu orlofshús og endurleigja félagsmönnum eftir því sem þurfa þykir, 3. að annast úthlutun orlofshúsa KÍ skv. reglum sem stjórnin setur sér. Reglur þessar skulu hljóta staðfestingu stjórnar KÍ, 4. að semja um orlofsferðir fyrir félagsmenn KÍ innan lands sem utan. Hlutverk sjóðsstjórnar er að framfylgja því sem fram kemur í 2. grein um tilgang sjóðsins. Verkefni Meðal verkefna stjórnar Orlofssjóðs er að: leitast við að hafa hagsýni að leiðarljósi í rekstri sjóðsins. láta fara fram óháða úttekt á rekstri Orlofssjóðs KÍ til að fylgja eftir markmiði um hagkvæmni í rekstri, í samstarfi við stjórn KÍ. vinna að því að auka fjölbreytni orlofstilboða. leitast við að tryggja framboð orlofshúsa og íbúða víða um land til endurleigu fyrir félagsmenn. 41

42 kanna möguleika á leigu húsnæðis erlendis. stefna að kaupum/byggingu a.m.k. tveggja nýrra húsa í orlofsbyggðinni í Kjarnaskógi við Akureyri. stefna að kaupum á eignum í orlofshúsabyggðum í öllum landshlutum gefist forsendur til þess. leita leiða til að bæta starfsmanna- og geymsluaðstöðu í Kjarnaskógi. leitast við að bæta starfsmannaaðstöðu, auk véla- og verkfærageymslu, í Heiðabyggð við Flúðir. stefna að byggingu þriggja nýrra húsa í stað þriggja gamalla húsa í Ásabyggð við Flúðir, sambærileg húsi nr. 34 í Ásabyggð. efla kynningu á starfsemi Orlofssjóðs. kanna samstarfsmöguleika við orlofssjóði annarra stéttarfélaga með möguleika á samvinnu/ samrekstri á orlofssvæðum. leita leiða til að tryggja netaðgang í öllum eignum Orlofssjóðs. huga að viðhaldi á húsunum við Sóleyjargötu og endurnýjun húsgagna. leita markvissra leiða til að eyða ójöfnuði sem á sér stað við úthlutun orlofshúsa til félagsmanna KÍ og framkvæma eins og hægt er. kanna setningu reglna um langtímaleigu vegna veikinda. kanna setningu úthlutunarreglna fyrir skóla/menntastofnanir. kanna setningu reglna um leigumöguleika fyrir félagsmenn FKE eða þá sem eru öryrkjar. Eignir: Hér verður gert grein fyrir eigum Orlofssjóðs KÍ: Ásabyggð: Tíu orlofshús byggð og þrjú orlofshús byggð 2005 til 2011 Tíu elstu orlofshúsin í Ásabyggð eru komin nokkuð til ára sinna og það hefur verið lögð á það áhersla að huga vel að viðhaldi þeirra og endurbótum með það að markmiði að húsin endist og að þjóna félagsmönnum eins lengi og kostur er. Þau eru reglulega yfirfarin af vandvirkni, máluð, skipt um innbú, gólfefni og fleira eftir því sem þörf krefur. Nýting þessara húsa er mjög góð, allar helgar bókaðar yfir vetrartímann og sumartíminn fullbókaður. Auk 10 elstu húsanna eru þrjú nýjustu hús Orlofssjóðs staðsett í Ásabyggð. Heildarnýting þessara nýju húsa í Ásabyggð er sú næstbesta af orlofsbústöðum Orlofssjóðs KÍ (miðað við ársleigu). Á haustmánuðum samþykkti stjórn Orlofssjóðs að ganga að tilboði Hauks Margeirssonar verkfræðings um að staðfæra teikningu hans að orlofshúsi okkar sem er Ásabyggð 34 með það að markmiði að slík hús verði byggð í stað Ásabyggðar 41, 42 og 43. Gert er ráð fyrir að allar teikningar vegna framkvæmdanna ættu að geta farið til sveitarstjórnar í apríl og ef af framkvæmdum verður þá gætu þær verið boðnar út í maí með verktíma frá lokum ágúst með skilum á fullbúnum húsum fyrir páska Í þessu verkplani er gert ráð fyrir sölu á núverandi húsum (númer 41, 42 og 43) með því markmiði að væntanlegir kaupendur flytji þau burtu af svæðinu. 42

43 Heiðarbyggð: Þrettán orlofshús, byggð 2002 til 2009 Rekstur húsanna í Heiðarbyggð gekk vel og nýting var mjög góð. Heiðarbyggðarhúsin 12 sem Orlofssjóður lét hanna og byggja fyrir sig hafa komið einstaklega vel út hvað rekstur varðar, viðhaldskostnaður þeirra er óverulegur og þau hafa elst einstaklega vel. Almenn ánægja er með þessi hús hjá félagsmönnum. KÍ á að auki eitt hús til viðbótar í Heiðarbyggð, en það hús er ekki með sama byggingarlagi og hefur sérstakt gestahús. Öll þessi hús eru mikið notuð, allar helgar fullbókaðar og nýting virka daga eykst jafnt og þétt. Kjarnaskógur: Fjögur orlofshús Orlofssjóður á fjögur hús í Kjarnaskógi. Þau eru tvenns konar, annars vegar eldri húsin (númer 4 og 12) sem eru 55m² með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir sex, og hins vegar nýrri húsin (númer 5 og 7) sem eru 70m² með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir átta. Heildarnýting á ársgrundvelli er sú besta af orlofsbústöðum Orlofssjóðs KÍ, eða yfir 90%. Orlofssjóður hefur mikið reynt að fá keypt hús sömu gerðar og þau sem fyrir eru í orlofshúsabyggðinni í Kjarnaskógi en af því hefur enn ekki getað orðið. Sóleyjargata 33: Fjórar íbúðir og fimm herbergi Mikil eftirspurn hefur verið eftir leigu á Sóleyjargötu 33. Nýtingin á ársgrundvelli er mikil og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn um helgar. Sóleyjargata 25: Sex íbúðir Mikil eftirspurn hefur einnig verið eftir leigu á Sóleyjargötu 25. Nýtingin á ársgrundvelli er góð og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn um helgar. Heiðarbyggð: Fundarsalurinn Fróði Ráðstefnu- og fundarsalur Orlofssjóðs er staðsettur á jarðhæð Háamóa 2. Á efri hæðinni er orlofsíbúð sem hægt er að leigja ásamt salnum. Salurinn er vel búinn öllum tækjum og öðru sem nota þarf við fundi eða skemmtanir. Notkun á Fróða hefur aukist miðað við árin á undan og er það vel, en hann mætti samt nota betur af öllum félögum, stjórnum og ráðum innan KÍ. Þeir sem nýtt hafa salinn hafa lýst yfir mikilli ánægju með hann og búnað hans. Endurleiguhús innanlands Orlofssjóður KÍ bauð félagsmönnum upp á leigu á 52 orlofshúsum eða íbúðum víðsvegar um landið. Allt eru þetta íbúðir sem Orlofssjóður tók á leigu og framleigði til félagsmanna sinna. Notkun var mjög góð og var fullbókað í allar eignir frá miðjum júní og fram yfir verslunarmannahelgina, en nokkuð um lausa daga í upphafi og lok orlofstímabilsins. Reynt hefur verið að auka aðsókn félagsmanna í þessar íbúðir í upphafi sumarvertíðar og lok hennar, og það er því verkefni stjórnar að finna leiðir til að gera þessi tímabil eftirsóknarverð fyrir þá hópa sem geta verið í fríi á þessum tíma. Endurleiguhús erlendis Orlofssjóður bauð upp á leigu á 3 sumarhúsum á Spáni sumarið 2015 sem gekk vel og var því ákveðið að bjóða upp á eina íbúð til viðbótar í Brighton. Boðið var upp á þrjár íbúðir í Alicante á Spáni hluta ársins. Þessari viðbót tóku félagsmenn vel og voru eignirnar fullbókaðar út leigutímann. 43

44 Orlofspunktar Á sjötta þingi KÍ var samþykkt að beina því til stjórnar Orlofssjóðs að kanna setningu úthlutunarreglna fyrir skóla/menntastofnanir. Stjórnin samþykkti að opna fyrir þann möguleika að þeir sem ekki ættu orlofspunkta til að nýta þegar keypt er þjónusta á vegum OKÍ gætu keypt sér punkta. Þetta getur komið sér vel fyrir skóla, aðildarfélög KÍ og fleiri aðila þegar vara er keypt. Þessi samþykkt hefur mælst vel fyrir eftir að hún kom til framkvæmda. Önnur verkefni Orlofssjóður gerði samninga við fjölda ferðaþjónustuaðila. Meðal annars var félagsmönnum boðið upp á að kaupa afsláttarmiða á hótel og gistiheimili víðsvegar um landið. Orlofssjóður niðurgreiddi þessa gistingu en þjónustan nýtur sífellt meiri vinsælda félagsmanna. Með mikilli fjölgun ferðamanna reynist Orlofssjóði stöðugt erfiðara að fá hús til endurleigu fyrir félagsmenn og hefur uppsett leiguverð hækkað verulega. Orlofssjóður átti áfram gott samstarf við nokkra aðra orlofssjóði og gerði við þá skiptileigusamninga á orlofshúsum. Liðið ár voru þannig samningar í gangi við hús í Munaðarnesi, Biskupstungum og á Hólum í Hjaltadal. Þetta samstarf kom vel út fyrir alla aðila og var ánægja með það. Orlofshúsum þar sem leigutökum er heimilt að taka með sér gæludýr fjölgaði árið 2016 og voru 11 hús í boði þetta árið. Nokkuð hefur borist af óskum til stjórnar frá félagsmönnum um fjölgun húsa þar sem heimilt er að hafa með sér gæludýr og reynt hefur verið að verða við þeim óskum eins og hægt er. Orlofssjóður bauð félagsmönnum sínum útilegu-, veiði-, golf-, sund- og safnakort til sölu á hagkvæmu verði. Félagsmenn gátu keypt þessi kort án þess að missa við það orlofspunkta. Haldið var áfram sölu á gjafabréfum í flug með Icelandair en Wow-air hefur ekki haft áhuga á samvinnu í sölu á slíkum gjafabréfum þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað. Flugmiðar voru einnig til sölu með Flugfélagi Íslands og Flugfélaginu Erni. Ýmsir aðrir afslættir og tilboð stóðu félagsmönnum KÍ til boða í gegnum orlofsvefinn Frímann fram á haustmánuði Vegna breytinga á söfnun þessara afslátta hjá fyrirtækjum þá féll þetta afsláttarform niður sem valmöguleiki í orlofsvefnum Frímann og varð að sjálfstæðu fyrirtæki sem Orlofssjóður hefur ekki tekið upp samstarf við. Því er þessi afsláttur ekki í boði lengur á vegum Orlofssjóðs. Ferðablað Ferðablað Orlofssjóðs kom út í mars. Þar eru kynnt öll tilboð sem félagsmönnum standa til boða hverju sinni. Blaðinu er dreift til allra félagsmanna, auk þess sem það er birt á vef KÍ og heimasíðu Orlofssjóðs KÍ. Ný ferðatilboð Orlofssjóðs eru einnig kynnt jafnóðum á vef sjóðsins. Happdrætti fyrir nýja félagsmenn Til að koma til móts við nýja félagsmenn KÍ, sem hafa starfað í fjögur ár eða skemur, var efnt til happdrættis þar sem tvö hús í Ásabyggð voru frátekin yfir sumartímann og leigutímabilið var 2 til 7 dagar fyrir hvern leigutaka. Þeir sem vildu taka þátt gáfu sig fram og settu nafn sitt í pott sem síðan var dregið úr og menn gátu valið sér dvalartíma og staðfest bókun fyrir almenna sumarúthlutum. Fullt verð var tekið fyrir leiguna en þessi leiga til nýrra félagsmanna var án punkta. Þetta mæltist vel fyrir og stjórn Orlofssjóðs hefur samþykkt að hafa happdrættið í boði aftur komandi orlofsár en með örlítið breyttu sniði en áfram aðeins fyrir nýja félagsmenn. 44

45 Ný gerð af gjafabréfum í flug Stjórn Orlofssjóðs samþykkti að breyta sölu gjafabréfa í flug til að koma betur til móts við nýja félagsmenn og þá sem eiga fáa orlofspunkta, en það var gert með því að bæta við nýrri gerð gjafabréfa sem var án punkta en gaf um leið ekki eins mikinn afslátt eins og þau gjafabréf sem áður voru í boði. Sölu þessara nýju gjafabréfa var vel tekið. Sérkjör fyrir félaga í Félagi kennara á eftirlaunum Sumarið 2016 stóðu FKE félögum til boða sérstök leigukjör í orlofshúsum OKÍ á Flúðum og í Kjarnaskógi á tímabilinu 20. maí til 3. júní og ágúst. Þetta tilboð til FKE félaga fékk þokkalegar undirtektir. Lengri dvalartími á sunnudögum að vetri Veturinn 2016 til 2017 stóð félagsmönnum KÍ sem voru með orlofshús á leigu á Flúðum eða Kjarnaskógi að dvelja lengur á sunnudögum í húsinu, eða til klukkan 15.00, ef ekki voru keypt þrif. Breytt tímabil á leigu orlofseigna Sú breyting var gerð á tímabilinu að opnað var fyrir leigu orlofseigna innanlands tvisvar á ári, yfir sumartímabil og vetrartímabil. Sumarleigutímabíl var opnað 4. apríl og vetraleigutímabil var opnað 1. júní. Erlendis var opnað fyrir leigu 14. mars. Eldra leigufyrirkomulag var þannig að opnað var fyrir leigu 3 mánuði fram í tímann miðað við mánaðamót. Ástandsskoðun á Sóleyjargötu 25 Verkfræðistofan Efla var fengin til að ástandsskoða orlofshúsið til að meta viðhaldsþörf þess og koma með kostnaðarmat á þeirri framkvæmd. Þeirri úttekt er ekki að fullu lokið á starfsárinu en ljóst er að fara þarf í verulegar endurbætur á húsinu, m.a. drena frá húsinu að utan og endurnýja þak þess ásamt því að laga glugga og klæðningu. Drenlögnina er ákveðið að fara í en aðrar framkvæmdir er enn verið að meta og setja í forgangsröðun. F.h. stjórnar Orlofssjóðs, Elís Þór Sigurðsson, formaður 45

46 Vinnudeilusjóður Fulltrúar í stjórn Vinnudeilusjóðs: Guðbjörn Björgólfsson formaður Félag framhaldsskólakennara Baldur Þorsteinsson Félag grunnskólakennara Sverrir Jensson Dalsgaard Félag leikskólakennara Ægir Karl Ægisson Félag stjórnenda í framhaldsskólum Særún Ármannsdóttir Félag stjórnenda leikskóla Eyrún Halla Skúladóttir Skólastjórafélag Íslands Daníel Arason Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Fundir stjórnar Stjórn Vinnudeilusjóðs fundaði alls 6 sinnum á árinu 2016 og voru störf fyrir sjóðinn hefðbundin. Fjármál Um tekjur, gjöld og eignir Vinnudeilusjóðs KÍ er vísað til ársreikninga sjóðsins sem lagðir eru fram endurskoðaðir á ársfundum og þingum Kennarasambandsins. Bankar Eignir Vinnudeilusjóðs KÍ eru ávaxtaðar hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Fulltrúar í bönkum sem sjóðurinn hefur samstarf við eru: Guðni Hafsteinsson og Búi Örlygsson í Landsbanka, Atli Þór Sigurjónsson í Íslandsbanka og einnig Haraldur Gunnarsson hjá VÍB. Ávöxtun fjármuna er í föstum skorðum. Stefna um ávöxtun hefur verið að gæta varfærni og lítillar áhættu. Samningur er við Landsbankann um fjárvörslu og var hann endurnýjaður á árinu Um er að ræða innistæður og verðbréf. Fé sjóðsins í Íslandsbanka er hins vegar að mestu leyti ávaxtað á innlánsreikningum. Fjárfestingarstefna Stjórn Vinnudeilusjóðs KÍ fór á fund í Landsbankanum ásamt hagfræðingi KÍ, Oddi Jakobssyni, og fékk greinargóða kynningu um ástand fjármála heima og heiman. Fulltrúar frá Landsbankanum voru Búi Örlygsson, viðskiptastjóri hjá Einkabankaþjónustu, Guðni Hafsteinsson, deildarstjóri Einkabankaþjónustu og Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Fjörugar umræður fóru fram um hvernig ávöxtun sjóðsins yrði best fyrir komið og á sem öruggastan hátt. Í lok fundarins var undirritaður fjárvörslusamningur Vinnudeilusjóðs KÍ við Landsbankann samkvæmt stefnu sjóðsins sem er varfærin. Formaður Vinnudeilusjóðs KÍ fór ásamt Hannesi skrifstofustjóra á fund í Íslandsbanka og fengu þeir kynningu á stöðu efnahagsmála og horfum framundan. Á fundinum voru frá Íslandsbanka Haraldur Gunnarsson, Atli Þór Sigurjónsson og Björn Sveinsson. Skattlagning verkfallsbóta Björn Th. Árnason, formaður FÍH, kom á fund til að kynna fyrir okkur leið þeirra til að koma í veg fyrir tvísköttun á verkfallsbótum. Félagar FÍH stofnuðu sjóð árið Hugsunin var að gera sjóðinn að séreignarsjóði. Hægt var að fá greitt úr ofangreindum sjóði við 65 ára aldur eða ef fólk lenti í alvarlegu slysi. Félagsmenn greiddu 1,6% af launum í sjóðinn, sem var valfrjálst. Sjóðurinn hefur nú verið lagður niður. 46

47 Umræður fóru fram um þessi mál og þeim velt fram og til baka. Björn Th svaraði öllum spurningum greiðlega. Mikið var rætt um blandaða leið í Vinnudeilusjóð félagsmenn KÍ greiða í vinnudeilusjóðinn en 10% þeirra hafa ekki verkfallsrétt. Því er skemmst frá að segja að stjórn KÍ tók ekki vel í þessar hugmyndir. Kjarasamningar Á árinu 2016 voru gerðir kjarasamningar við FG. Í árslok var enn ósamið við FT. FF framlengdi friðarskyldu til haustsins 2017 en samningar félagsins runnu út 31. október Staða Vinnudeilusjóðs Staða sjóðsins hefur batnað í kjölfar kjarasamninga og hefur sjóðnum vaxið fiskur um hrygg í samræmi við ávöxtun á fjármálamarkaði. Fyrir hönd stjórnar Vinnudeilusjóðs, Guðbjörn Björgólfsson, formaður 47

48 Fræðslunefnd Fulltrúar í fræðslunefnd Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Kennarasamband Íslands Aron Örn Óskarsson Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Guðbjörg Ragnarsdóttir ritari Félag grunnskólakennara Hafdís D. Guðmundsdóttir Haraldur Freyr Gíslason Ingibjörg Kristleifsdóttir Steinunn Inga Óttarsdóttir Kennarasamband Íslands Félag leikskólakennara Fulltrúi FS, FSL og SÍ Félag framhaldsskólakennara Þær breytingar urðu á skipan nefndarinnar að í byrjun ársins tók Haraldur Freyr Gíslason sæti fulltrúa FL í nefndinni í stað Fjólu Þorvaldsdóttur, í september tók Steinunn Inga Óttarsdóttir sæti fulltrúa FF í stað Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur og í desember tók Aron Örn Óskarsson sæti fulltrúa FT í nefndinni í stað Dagrúnar Hjartardóttur. Starfsgrunnur fræðslunefndar Fræðslunefnd starfar samkvæmt samþykkt þings KÍ 2014 um stefnu í fræðslumálum og er hlutverk hennar að gera tillögur um og skipuleggja fræðslu á vegum KÍ í samráði við stjórn, nefndir og ráð KÍ og formenn svæðafélaga/-deilda. Markmið með sameiginlegri fræðslu á vegum KÍ þvert á aðildarfélög er að nýta hagkvæmni og kosti stærðarinnar, að skapa samræðuvettvang milli skólastiga/skólagerða og efla þannig samstarf og tengsl milli allra félagsmanna KÍ. Samkvæmt samþykkt þings KÍ 2014 er fræðslustarfsemi á vegum KÍ einkum: 1. Árleg trúnaðarmannafræðsla um störf trúnaðarmanna, hlutverk þeirra, réttindi og skyldur og helstu hagsmunamál stéttarinnar ásamt öðru sem brennur á hverju sinni. Aðildarfélögin halda samt sem áður fræðslu er tengist kjarasamningum hvers félags. 2. Forystufræðsla í upphafi kjörtímabils til þeirra sem veljast til trúnaðarstarfa á vegum KÍ og aðildarfélaganna til að styrkja fólk í störfum sínum fyrir kennarasamtökin. 3. Reglulegir fræðslu-/umræðufundir sem eru opnir öllum félagsmönnum um helstu kjara- og réttindamál, skóla- og menntamál og aðra málaflokka sem efstir eru á baugi hverju sinni. Á árinu 2016 voru haldnir 10 fundir í nefndinni. Hér er gerð grein fyrir helstu verkefnum á árinu. Fræðslunámskeið Trúnaðarmenn. Haldið var eitt námskeið fyrir trúnaðarmenn í október 2016 í Reykjavík. Fjallað var um skipulag og starfsemi KÍ, réttindi og skyldur trúnaðarmanna, kjaramál og kjaraumhverfi, ráðningarmál og réttindi, fæðingarorlof, veikindarétt og orlof, og starfsumhverfi og vinnuvernd. Forystufræðsla. Haldið var eitt námskeið fyrir forystusveit KÍ og aðildarfélaga í október 2016 í Reykjavík. Til stóð að vera einnig með námskeið á Akureyri en það var fellt niður vegna óveðurs. Fjallað var um faglega forystu kennara, nýliðun í stéttinni, kjaramál og kjaraumhverfi, og notkun samfélagsmiðla til að auka umræðu um kennarastarfið og skóla- og menntamál. Starfslokafræðsla. Haldið var eitt námskeið fyrir félagsmenn í nóvember 2016 á Akureyri í samstarfi við fræðslufyrirtækið Auðnast um persónutengd mál og þarfir í tengslum við starfslok, undir yfirskriftinni Tímamót og tækifæri. Fræðsla um eftirlaun og lífeyrisréttindi. Haldið var eitt námskeið fyrir félagsmenn í nóvember 2016 á Akureyri í samstarfi við BRÚ og LSR um eftirlaun og lífeyrisréttindi í deildum sjóðanna. Einnig var 48

49 Tryggingastofnun ríkisins með kynningu á eftirlaunum og almannatryggingakerfinu og Félag kennara á eftirlaunum gerði grein fyrir helstu þáttum í starfi sínu. Boðið var upp á streymi frá námskeiðum fyrir trúnaðarmenn og forystusveitina og upptökur af þeim gerðar aðgengilegar á netinu. Þátttakendur á öllum námskeiðum voru beðnir að meta þau, aðbúnað, skipulag og notagildi og sýndu niðurstöðurnar almenna ánægju með þessa þætti. Önnur verkefni Upplýsingamiðlun. Í byrjun ársins var farið af stað með reglulega markpósta til trúnaðarmanna og forystusveitar KÍ og aðildarfélaga til að styðja fólk í störfum sínum fyrir kennarasamtökin og til að fylgja fræðslu eftir. Þetta var gert samkvæmt ábendingum um aukna upplýsingamiðlun sem komu fram í mati þeirra sem tóku þátt í fræðslunámskeiðum. Fræðsluefni um fundi og framsögn. Um mitt ár hófst undirbúningur fyrir gerð fræðsluefnis í myndbandaformi um fundi og framsögn. Gengið var til samninga við fræðslufyrirtækið IBT um vinnslu þessa efnis sem stóð yfir út þetta ár. Með þessu var brugðist við ábendingum þátttakenda á fræðslunámskeiðum um að slíkt efni væri tekið saman. Mat á erindisbréfum. Haldinn var rýnifundur með formönnum stjórna, nefnda og ráða KÍ í júní 2016 um reynslu þeirra af erindisbréfunum sem stjórn KÍ setti í upphafi þessa kjörtímabils. Kennaranemar. Kennaranemafélögum HA og HÍ var boðið á Skólamálaþing KÍ á Alþjóðadegi kennara 5. október 2016 og á forystufræðslu KÍ sem haldin var í sama mánuði, sem og að koma í heimsóknir í Kennarahúsið til að fræðast um kennarasamtökin og starf þeirra. Einnig fóru fram samræður við stjórnir kennaranemafélaganna um aukin tengsl við KÍ. Ýmis bréf og erindi. Í október 2016 voru send bréf til annars vegar svæða- og félagsdeilda aðildarfélaga KÍ til að vekja athygli á samstarfi þvert á félögin og styrkjum til þessa og hins vegar til skólastjórnenda um þau margvíslegu trúnaðarstörf sem félagsmenn hafa með höndum fyrir kennarasamtökin með hvatningu um að kjörnir fulltrúar hafi svigrúm í starfi til að sinna þeim samkvæmt lögum og reglum. Verkefni trúnaðarmanna. Tekinn var saman gátlisti um helstu verkefni trúnaðarmanna í tengslum við fræðslunámskeiðið fyrir trúnaðarmenn í október Undirbúningur ýmissa verkefna. Á seinni hluta ársins var unnið að undirbúningi ýmissa verkefna sem varða úrvinnslu úr nokkrum tillögum sem eru í úttektarniðurstöðum Capacent árið 2015 á starfsemi KÍ. Fyrir hönd fræðslunefndar, Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður 49

50 Kjörstjórn Í kjörstjórn sitja eftirtaldir fulltrúar: Björk Helle Lassen formaður Félag grunnskólakennara Helga Sighvatsdóttir ritari Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Lóa Björk Hallsdóttir Félag leikskólakennara Á árinu 2016 hélt kjörstjórn sjö fundi og annaðist eftirfarandi atkvæðagreiðslur: Kjarasamningur FL og Waldorfleikskólans Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félaga í Félagi leikskólakennara um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands vegna FL og Waldorfleikskólans Sólstafa, sem skrifað var undir 21. desember Atkvæðagreiðsla stóð dagana janúar Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu var þessi: Fjöldi Hlutfall Á kjörskrá 7 Atkvæði greiddu 4 57,14% Já 4 100% Nei 0 0% Auðir 0 0% Kjarasamningur FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félaga í Félagi grunnskólakennara um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands vegna FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem skrifað var undir 30. maí Atkvæðagreiðsla stóð dagana júní Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu var þessi: Fjöldi Hlutfall Á kjörskrá Atkvæði greiddu ,84% Já ,27% Nei ,24% Auðir 73 2,49% 50

51 Kjarasamningur FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félaga í Félagi grunnskólakennara um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands vegna FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem skrifað var undir 23. ágúst Atkvæðagreiðsla stóð dagana 31. ágúst 5. september Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu var þessi: Fjöldi Hlutfall Á kjörskrá Atkvæði greiddu ,1% Já ,67% Nei ,46% Auðir 87 2,87% Kjarasamningur FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félaga í Félagi grunnskólakennara um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Kennarasambands Íslands vegna FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem skrifað var undir 29. nóvember Atkvæðagreiðsla stóð dagana desember Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu var þessi: Fjöldi Hlutfall Á kjörskrá Atkvæði greiddu ,69% Já ,12% Nei ,90% Auðir 81 1,98% Fyrir hönd kjörstjórnar Björk Helle Lassen, formaður 51

52 Vinnuumhverfisnefnd Fulltrúar í Vinnuumhverfisnefnd: Ásdís Ingólfsdóttir formaður Félag framhaldsskólakennara Guðný Anna Þóreyjardóttir ritari Fulltrúi FS, FSL og SÍ Anna Þorsteinsdóttir* Félag leikskólakennara Sigurður Halldór Jesson Félag grunnskólakennara Petrea Óskarsdóttir Félag tónlistarskólakennara *Ný í nefnd frá hausti 2016, tók við af Bryndísi Baldvinsdóttur sem hætti í júní Nefndin vinnur út frá stefnu KÍ í vinnuumhverfismálum og ályktunum frá 6. þingi KÍ árið Haldnir voru fimm fundir á árinu Hafdís D. Guðmundsdóttir, sérfræðingur í vinnuumhverfisog jafnréttismálum, er starfsmaður nefndarinnar. Könnun á einelti, áreitni og ofbeldi Farið var í samstarf við Hjördísi Sigursteinsdóttur, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, um könnun á einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi meðal félagsmanna KÍ. Hjördís hafði áður unnið rannsóknir á einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga. Unnið var að gerð könnunar fyrir KÍ haustið 2016 og könnunin framkvæmd í febrúar Niðurstöður eru væntanlegar. Tilraunaverkefni um hávaða í leikskólum á Akureyri veturinn Áfram var unnið að tilraunaverkefni um hávaða í þremur leikskólum á Akureyri í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúar KÍ í verkefninu eru Hafdís D. Guðmundsdóttir sérfræðingur, og Fjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður FL. Aðrir aðilar sem taka þátt í verkefninu eru: Vinnueftirlitið, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra og Akureyrarbær. Verktaki er Valdís I. Jónsdóttir, raddmeinafræðingur. Haustið 2015 voru framkvæmdar hávaðamælingar og lagðir fyrir spurningalistar í þremur leikskólum. Á vorönn 2016 gerði Akureyrarbær lagfæringar til að bæta hljóðvist og draga úr hávaða, auk þess sem starfsfólk leikskólanna fékk fræðslu um hávaða og hluti þess fékk kennsluefni til að vinna með börnunum. Að lokum var aftur mælt og spurt haustið Skýrslur verktaka og Vinnueftirlits liggja fyrir og lokaskýrsla verkefnisins er í vinnslu. Áætluð verklok eru vorið Sótt var um í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að fjármagna verkefnið. Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum Starfsmaður nefndarinnar skrifaði samantekt um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem send var til trúnaðarmanna í markpósti og birt sem pistill á vef KÍ. Þá var trúnaðarmönnum KÍ sendur bréfpóstur með tveimur nýjum bæklingum um vinnuvernd sem Vinnueftirlitið gaf út, þar sem fjallað er um viðfangsefni reglugerðar um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum (nr. 1009/2015). Einnig fengu þeir eintök af bæklingi um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem KÍ, ASÍ, BHM, BSRB, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð gáfu út í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars Trúnaðarmenn voru hvattir til að vekja athygli á efninu innan síns skóla og m.a. ræða við skólastjórnendur um vinnuverndarmál. Skólastjórnendur fengu sendan tölvupóst með upplýsingum um sendinguna og beiðni um að taka vel í umræðubeiðni trúnaðarmanna um þessi mál.upplýsingar um ofangreint efni og útsendingu til trúnaðarmanna voru einnig birtar í Skólavörðunni, 2. tbl

53 Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins Social Partners Promoting Decent Workplaces in the Education Sector for a Healthier Working Life Evrópusamtök stéttarfélaga kennara (ETUCE) unnu í tvö ár verkefni um samstarf aðila vinnumarkaðarins um betra vinnuumhverfi í menntageiranum undir yfirskriftinni Social Partners Promoting Decent Workplaces in Education. Niðurstöður þess voru kynntar júní 2016 í Bucharest í Rúmeníu, á ráðstefnu sem Guðný Anna Þóreyjardóttir, fulltrúi stjórnendafélaganna í vinnuumhverfisnefnd, sótti. Þar var meðal annars rætt um mikilvægi sálfélagslegs stuðnings við kennara, sem getur verið á ýmsu formi og þarf í raun að vera til staðar alla starfsævina frá því að einstaklingurinn er kennaranemi í starfsnámi til starfsloka. Ávinningurinn er mikill, bæði hvað varðar kostnað vegna veikinda og brotthvarfs kennara úr stéttinni vegna óviðunandi vinnuumhverfis. Einnig flutti prófessorinn dr. Bernhard Sielan fyrirlestur um rannsókn sína á áhættumati í vinnuumhverfi kennara, greiningu á kennaranemum og leiðum fyrir kennara til að koma í veg fyrir kulnun. Auk þess voru kynningar á verkferlum og umhverfi málaflokksins innan Evrópusambandsins og mikilvægi þess að viðurkenna að sálfélagsleg hættur hafa mikil áhrif á líðan á vinnustað. Í framhaldinu hefur skapast umræða innan nefndarinnar um mikilvægi sálfélagslegs stuðnings við kennara og hvernig hægt sé að efla umræðu um og auka hann meðal félagsmanna KÍ. Nordisk Arbeidsmiljø Nettverk NAN Árlegur fundur norrænu kennarafélaganna um vinnuumhverfismál var haldinn september í Kaupmannahöfn. Fulltrúi KÍ á fundinum var starfsmaður vinnuumhverfisnefndar. Á fundinum var rætt um hlutverk öryggistrúnaðarmanna í skólum og kynnt könnun DLF meðal þeirra í dönskum grunnskólum, rætt var um inniloft í skólum og áhrif þess á starfsumhverfi og heilsufar kennara, stuðning sveitarfélaga varðandi sálfélagslegt vinnuumhverfi félagsmanna BUBL í Danmörku og önnur helstu mál sem voru á döfinni í hverju landi fyrir sig. Vinnuverndarvikan í október 2016 Evrópska vinnuverndarvikan var haldin október 2016 og þema hennar var stjórnun streitu. Að venju var athygli trúnaðarmanna og stjórnenda á henni vakin með tölvupósti. Nefndin hvatti stjórnendur til að kynna sér efni vikunnar, vekja athygli á henni og/eða gera eitthvað í tilefni af henni með starfsfólki skólans, eftir því sem aðstæður leyfðu. Sendir voru hlekkir á ýmislegt gagnlegt efni og vakin athygli á pósti sem væntanlegur var til trúnaðarmanna (sjá neðar). Þá sótti starfsmaður nefndarinnar ráðstefnu vinnuverndarvikunnar 2016 og gerði nefndinni grein fyrir umfjöllun á henni, m.a. erindi Inga Boga Bogasonar, aðstoðarskólameistara Borgarholtsskóla, um vinnuvernd í skólum. 53

54 Annað Framkvæmdastjórn Skólamálaráðs sendi nefndinni erindi þess efnis að skoða mögulegar aðgerðir til að sporna gegn streitu hjá kennurum. Formaður og starfsmaður nefndarinnar funduðu með framkvæmdastjórninni 26. september. Starfsmaður nefndarinnar sótti 4. norrænu ráðstefnuna um starfsendurhæfingu sem haldin var af VIRK september í Reykjavík. Starfsmaður nefndarinnar var með fræðsluerindi á trúnaðarmannafræðslu KÍ 12. október um starfsumhverfi og vinnuvernd, út frá nýrri reglugerð um einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Dagur gegn einelti 8. nóvember er haldinn árlega og vakin var athygli á deginum á fésbókarsíðu KÍ. Vinnuumhverfisnefnd fór yfir og ræddi efni sem kynnt var á fundi með hluta starfsfólks KÍ í lok desember um undirbúning að gerð verkferils vegna eineltismála hjá KÍ. Fyrir hönd vinnuumhverfisnefndar, Ásdís Ingólfsdóttir, formaður. 54

55 Jafnréttisnefnd Fulltrúar í Jafnréttisnefnd: Guðrún Jóhannsdóttir formaður Fulltrúi FS, FSL og SÍ Helga Kvam ritari Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Daníel Steingrímsson* Félag leikskólakennara Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Félag framhaldsskólakennara Kolbrún Guðmundsdóttir Félag grunnskólakennara * Nýr í stjórn frá apríl 2016, tók við af Sjöfn Kristjánsdóttur. Nefndin setti sér starfsáætlun fyrir kjörtímabilið út frá jafnréttisstefnu KÍ og ályktunum frá 6. þingi KÍ árið Árið 2016 voru haldnir sjö fundir. Hafdís D. Guðmundsdóttir, sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum, er starfsmaður nefndarinnar. Kynjabókhald KÍ Árlegt kynjabókhald KÍ 2016 var byggt á tölum miðað við starfsemi KÍ og aðildarfélaga þess í mars/apríl Eingöngu var farið yfir helstu atriði sem höfðu breyst frá því árið Ítarleg grein var þó gerð fyrir kynjahlutföllum innan hvers aðildarfélags. Kynjabókhaldið var birt á ársfundi KÍ 2016 og er aðgengilegt á heimasíðu KÍ. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars Jafnréttisnefnd tók að venju þátt í árlegu samstarfi stéttarfélaga og hagsmunaaðila vegna alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars Annars vegar var um að ræða opinn fund í Iðnó í samstarfi við Menningar- og friðarsamtökin MFÍK o.fl. Yfirskrift þess fundar var Konur í stéttastríði. Hins vegar var haldinn hádegisverðarfundur á Grand hóteli í samstarfi við BHM, BSRB, ASÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu þar sem fjallað var um kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustöðum. KÍ tók að sér gerð auglýsingar fyrir síðari fundinn. Báðir fundir voru vel sóttir. Bæklingur um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum var gefinn út í tilefni af 8. mars 2016 í samstarfi KÍ, BSRB, BHM, ASÍ, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráðs. Bæklingurinn er á vefsíðu KÍ. Auk þess voru tvö prentuð eintök af honum send trúnaðarmönnum í öllum skólum haustið 2016 ásamt öðru efni frá vinnuumhverfisnefnd KÍ. Opið bréf til rektora háskólanna Opið bréf formanns jafnréttisnefndar til rektora háskólanna birtist 8. febrúar 2016 á og í framhaldinu á vef KÍ og vef Jafnréttisstofu. Í bréfinu voru háskólarnir hvattir til að auka jafnréttiskennslu fyrir kennaranema og að finna leiðir til að tryggja núverandi og verðandi kennurum kynja- og jafnréttisfræðikennslu. Bréfinu var fylgt eftir í maí 2016 með tölvupósti til rektora háskólanna og forseta þeirra deilda sem sjá um kennaramenntun. Svar barst frá Háskóla Íslands um að erindið hefði farið í farveg innan skólans. Þá barst svar frá Háskólanum á Akureyri þar sem kom fram að við kennaradeild HA væri námskeiðið Kynjafræði, jafnrétti og lýðræði kennt í fyrsta sinn skólaárið og það tækju allir verðandi grunn- og framhaldsskólakennarar. Næsta skref hjá HA er að allir verðandi leikskólakennara taki líka námskeiðið. 55

56 Málstofa um valdeflingu og stéttarvitund Miðvikudaginn 27. apríl 2017 stóð jafnréttisnefnd fyrir hvatningarfundi í Nauthól um valdeflingu og stéttarvitund undir heitinu Konur tökum þátt! valdefling, stéttarvitund, sjálfstyrking. Frummælendur voru Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari. Góð mæting var á fundinn, eða rúmlega 50 manns. Grunnþátturinn jafnrétti Samþykkt um jafnrétti í íslensku menntakerfi - til Jafnréttisnefndar KÍ. Jafnréttisnefnd sjötta þings KÍ haldið apríl 2014 leggur til að Jafnréttisnefnd KÍ hvetji til að grunnþátturinn jafnrétti verði raungerður í íslensku menntakerfi og að kennaranemum og starfandi kennurum verði sköpuð tækifæri til menntunar um grunnþáttinn jafnrétti. Til að fylgja eftir ofangreindri þingssamþykkt sendi nefndin ályktun til skólastjórnenda grunnskóla í nóvember Þar voru þeir hvattir til að sinna og styðja við jafnréttisfræðslu í grunnskólum og taka erindið upp á fundi með starfsfólki skólans. Áður hafði sambærileg ályktun verið send rektorum/stjórnendum framhaldsskólanna. Vorið 2016 var grennslast fyrir um móttöku erindisins og stöðu mála. Tæplega 50 grunnskólar af um 178 svöruðu fyrirspurninni. Samantekt á svörum þeirra var birt í pistli starfsmanns nefndarinnar á vef KÍ 4. ágúst Í Skólavörðunni, 2. tbl. 2016, var birt viðtal við nemanda og kennara í kynjafræði í Borgarholtsskóla. Námskeið fyrir kennara í efri bekkjum grunnskóla í samstarfi við Jafnréttisstofu Haustið 2016 voru haldin í samstarfi við Jafnréttisstofu námskeið fyrir kennara í efri bekkjum grunnskóla um jafnréttisfræðslu. Fyrst var haldið eitt opið námskeið í Odda í HÍ og þar mættu um 80 manns. Mat á námskeiðinu var gott. Þá var svæðadeildum FG boðið að fá námskeiðið til sín og farið var með námskeiðið á haustþing grunnskólakennara á Suðurlandi og Austurlandi föstudaginn 7. Október, og trúnaðarmannanámskeið kennara á Reykjanesi 5. október. Á námskeiðunum (sem voru um 2 klst.) var annars vegar fjallað um almenna innleiðslu á grunnþættinum kynjajafnrétti í kennslu og starfi, stöðu mála í jafnréttismálum og kynjamismunun í samfélaginu. Þá var rætt um mikilvægi meðvitundar kennara og athafnir þeirra í kennslu og samskipti við nemendur út frá kynjasjónarmiðum. Hins vegar var kynnt kennsluefni í jafnréttiskennslu, þar á meðal kennsluefnið Jafnréttisbaráttan sem Þóra Þorsteinsdóttir hefur samið. Það efni var prentað og eintökum dreift á námskeiðunum. KÍ og Jafnréttisstofa útveguðu kennara á námskeiðin sem skiptu þeim með sér. Kennararnir voru: Arnfríður Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur Jafnréttisstofu Hafdís D. Guðmundsdóttir, sérfræðingur KÍ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari í kynja- og jafnréttiskennslu Margrét Perla Kolka Leifsdóttir, framhaldsskólakennari í kynja- og jafnréttiskennslu Þóra Þorsteinsdóttir, kynjafræðingur og grunnskólakennari Þórður Kristinsson, framhaldsskólakennari í kynja- og jafnréttiskennslu 56

57 Samstarf við mennta- og menningarmálaráðuneytið um jafnrétti í skólum Í upphafi árs 2016 fundaði nefndin með jafnréttisráðgjafa ráðuneytisins, Jónu Pálsdóttur. Þar bar hún upp formlegt erindi til KÍ vegna tilnefninga sambandsins í nefndir á vegum ráðuneytisins þar sem óskað er eftir að tilnefndir fulltrúar séu af báðum kynjum. Ef því verður ekki við komið er óskað eftir að sendur sé málefnalegur rökstuðningur. Erindið var sent stjórn KÍ þann 17. mars Einnig var rætt um helstu verkefni ráðuneytanna skv. jafnréttisáætlun stjórnarráðsins og fleiri mál. Mikil ánægja var með fundinn og ákveðið var að halda samskiptum og samstarfi við ráðuneytið áfram. Í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum sem samþykkt var í september 2016 kom svo fram, í kafla um jafnrétti í skólastarfi, að ráðuneytið ráðgerir að koma á samstarfi við jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands um leiðir til að efla jafnréttisstarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Fyrstu skref hvað það varðar voru tekin í ársbyrjun 2017 með sameiginlegri umsókn aðila í Framkvæmdasjóð jafnréttismála. Verkefni Jafnréttisstofu Rjúfum hefðirnar förum nýjar leiðir Jafnréttisstofa bauð KÍ að taka þátt í verkefninu sínu Rjúfum hefðirnar förum nýjar leiðir og jafnréttisnefnd KÍ fulltrúi KÍ í því. Helga Kvam, fulltrúi FT, er fulltrúi KÍ í verkefninu ásamt því að starfsmaður nefndarinnar er henni innan handar. Verkefninu er ætlað að vinna gegn kynbundnu náms- og starfsvali og brjóta upp kynskiptan vinnumarkað og stuðla þannig að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi. Verkefninu lýkur með málþingi í október 2018 þar sem þátttakendur miðla reynslu, gagnlegum aðferðum og verkfærum í átt til aukins kynjajafnréttis. Fræðslu- og vinnufundur í verkefninu var haldinn á Akureyri 15. nóvember Jafnréttisnefnd vinnur nú að aðgerðabundinni áætlun í tengslum við verkefnið. Aðgerðahópur um launajafnrétti Starfsmaður jafnréttisnefndar er fulltrúi KÍ í aðgerðahópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Í hópnum sitja fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, ASÍ, BHM, BSRB og Samtaka atvinnulífsins auk fjármála-, menntamála- og velferðarráðuneytis. Árið 2016 var áfram unnið að tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals, vefsíðu um jafnlaunastaðalinn og gerð jafnlaunamerkis. Þá setti aðgerðahópurinn fram framtíðarstefnu í jafnlaunamálum með tillögum og greinargerð hópsins. Þann 24. október stóð aðgerðahópurinn fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni Burt með launamuninn! Jafnrétti og jafnlaunamál á íslenskum vinnumarkaði. Ítarlegri upplýsingar er að finna á vefsíðu aðgerðahópsins á vef velferðarráðuneytisins. Kvennafrí 24. október 2016 KÍ átti aðkomu að skipulagningu dagsins með öðrum stéttarfélögum og sagði frá viðburðinum. KÍ sendi bréf á sveitarstjóra og hvatti þá til að sýna málefninu stuðning. Viðburðurinn vakti mikla athygli, þúsundir kvenna mættu á Austurvöll, góð mæting var á ýmsa viðburði um land allt og málefnið fékk góða umfjöllun í fjölmiðlum. Myllumerki dagsins voru #jöfnkjör og #kvennafrí. Skýrslu um daginn er hægt að lesa á hér. 57

58 Erlent samstarf Starfsmaður Jafnréttisnefndar sótti fyrir hönd KÍ fund jafnréttisnefndar ETUCE sem haldinn var í Brussel mars Yfirskrift fundarins var Reinforcing Equal Opportunities in the education sector in a fast changing world. Á fundinum var farið yfir starf ETUCE og EI í jafnréttismálum sl. ár og rætt um hvernig hægt sé að vinna að jafnrétti á vettvangi stéttarfélaganna. Kynnt var jafnréttisstarf ETUC (Evrópusambands verkalýðsfélaga). F.h. Jafnréttisnefndar, Guðrún Jóhannsdóttir, formaður 58

59 Siðaráð Fulltrúar í Siðaráði: Ægir Karl Ægisson formaður fulltrúi FS, FSL og SÍ Mjöll Matthíasdóttir ritari Félag grunnskólakennara Ása Lind Finnbogadóttir Félag framhaldsskólakennara Ólafur E. Rúnarsson Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Sólbjört Sigríður Gestsdóttir Félag leikskólakennara Ráðið vinnur út frá siðareglum kennara og þingssamþykkt 6. þings KÍ árið 2014 um áherslur Siðaráðs Haldnir voru sex fundir á árinu Hafdís D. Guðmundsdóttir, sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum, er starfsmaður ráðsins. Siðareglur kennara Eitt helsta hlutverk ráðsins er að kynna og viðhalda umræðu um siðareglur kennara. Unnið var að umræðu um siðareglur 10, 11 og 12 sérstaklega og samskipti félagsmanna í tengslum við kjaraviðræður. Stefnt er að útsendingu á umræðupunktum um efnið á vorönn góð ráð um hegðun á netinu Siðaráð útbjó ráðleggingar fyrir kennara um hegðun á netinu. Ráðleggingarnar voru sendar trúnaðarmönnum og þeir beðnir að prenta skjalið út og hengja upp á viðeigandi stað, þar sem starfsfólk skólanna gæti lesið það. Þá var hvatt til þess að starfsmannahópurinn ræddi saman um notkun netsins og samfélagsmiðla í starfi, bæði út frá samstarfsfólki og nemendum. Að lokum var minnt á mikilvægi þess að í skólareglum komi fram ákvæði um hótanir, ofbeldi og áreitni gagnvart nemendum og starfsfólki skóla og að til séu verklagsreglur/viðbragðsáætlun ef slíkt kemur upp. Efni um gildi starfsins fyrir kennara Siðaráð vann út frá ofangreindri þingssamþykkt KÍ að því að leita leiða til að styrkja siðferðislegt samfélag, sjálfræði og siðferðisþrek félagsmanna þannig að starfsandi viðhaldist og sköpunargleði blómstri. Unnið var að viðtölum við félagsmenn um hvað gefi kennslustarfinu gildi. Stefnt er að útgáfu efnisins á vorönn Um virðingu fyrir höfundarverkum kennara Að gefnu tilefni skrifaði formaður Siðaráðs umfjöllun um að bera virðingu fyrir höfundarverkum kennara. Umfjöllunin var birt á vef Skólavörðunnar í nóvember Bréf til foreldrafélaga leik- og grunnskóla og foreldraráða framhaldsskóla Siðaráð sendi foreldrafélögum/-ráðum leik-, grunn- og framhaldsskóla bréf í apríl 2016 til að vekja athygli á siðareglum kennara. Tilgangurinn var að ýta undir aukinn skilning á hlutverki kennara og mikilvægi þeirra í skólasamfélaginu. Siðaráð hvatti foreldra til að skoða, íhuga og/eða ræða siðareglur kennara á uppbyggilegum nótum og e.t.v. setja sér sínar eigin siðareglur - til umhugsunar og umræðu um hlutverk sitt og mikilvægi gagnvart nemendum, kennurum og skólanum. 59

60 Siðareglur og kennaramenntun Siðaráð fjallaði um leiðir til að siðareglur verði hluti af grunnmenntun kennara. Grein Atla Harðarsonar Fagmennska og hæfniviðmið á námsbrautum fyrir kennara var lesin og rædd. Stefnt er að frekari vinnu um málið. Erindi til stjórnar KÍ Að gefnu tilefni sendi Siðaráð stjórn KÍ erindi um að skýra ferli mála sem upp koma vegna eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldis svo þannig mál komist í viðeigandi farveg sem allra fyrst innan KÍ. Stjórn KÍ tók málið fyrir 30. september 2016 og lagði til að stofnaður yrði starfshópur sem fjallaði um málið. F.h. Siðaráðs, Ægir Karl Ægisson, formaður 60

61 Útgáfuráð Fulltrúar í útgáfuráði: Aðalbjörn Sigurðsson formaður Kennarasamband Ísland Arndís Þorgeirsdóttir ritari Kennarasamband Íslands Helga Helena Sturlaugsdóttir Félag framhaldsskólakennara Hulda María Magnúsdóttir Félag grunnskólakennara Halla Hjördís Eyjólfsdóttir Félag leikskólakennara Benedikt Barðason Félag stjórnenda í framhaldsskólum Vigdís Guðmundsdóttir Félag stjórnenda leikskóla Margrét Einarsdóttir Skólastjórafélag Íslands Jón Kristinn Cortez Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum Ragnhildur S. Björnsdóttir Kennarasamband Íslands Þórður Árni Hjaltested Kennarasamband Íslands Aðalheiður Steingrímsdóttir Kennarasamband Íslands Útgáfuráð átti aðeins einn fund á árinu þar sem farið var yfir útgáfu- og kynningarmál Kennarasambandsins. Á fundinum var farið yfir starfsemi útgáfusviðs, staða kynningarmála rædd og miðlar KÍ metnir. Þegar kemur að upplýsingatækni og útgáfumálum þá breytast hlutir hratt og því er nauðsynlegt fyrir starfsmenn og kjörna fulltrúa KÍ að vera með útgáfumál sambandsins í stöðugri þróun. Almennt má segja að Kennarasambandið hafi á árinu 2016 staðið fyrir öflugri útgáfu og að allra leiða sé leitað til að koma upplýsingum um starfsemi Kennarasambandsins til félagsmanna, sem og áhugaverðum fréttum, greinum og skýrslum um skóla- og menntamál. Heimasíðan Andlit Kennarasambandsins á vefnum er heimasíðan Vefurinn er stór í sniðum og á honum er að finna gríðarlegt magn upplýsinga um starfsemi KÍ og aðildarfélaga. Mikil vinna felst í því að tryggja að allar upplýsingar á vefnum séu réttar og að hann sé uppfærður um leið og einhverjar forsendur breytast. Félagsmenn og aðrir gestir vefsins gera ráð fyrir að þær upplýsingar finna má á vefnum séu nákvæmar, hvort sem það á við um einstakar launatöflur, lög aðildarfélaga, reglugerðir eða úthlutunarreglur sjóða o.s.frv. Þó almennir notendur taki ekki endilega eftir því þá líður vart sá vinnudagur að starfsmenn útgáfusviðs geri ekki einhverjar breytingar á vefnum, uppfæri þar upplýsingar, setji inn fréttir, greinar o.s.frv. Þó starfsmenn KÍ séu að stórum hluta sjálfbjarga með breytingar og uppfærslur á vefnum þarf þó reglulega að gera á honum breytingar sem krefjast þess að vefforritari komi þar að. Vegna þess hefur KÍ síðustu árin verið með samning við vefþjónustufyrirtæki sem sinnir þeim málum. Síðustu ár hefur verið skipt við fyrirtækið AP-media sem meðal annars sá um smíði nýrrar heimasíðu Kennarasambandsins árið Þó fyrirtækið hafi að mörgu leyti staðið sig vel í þeim verkefnum sem það sinnti var ákveðið í byrjun ársins 2016 að segja upp þjónustusamningi fyrirtækisins við KÍ, meðal annars vegna þess að þjónustan sem fyrirtækið bauð þótti orðið nokkuð dýr. Nokkur vinna var lögð í að leita að fyrirtæki sem treysti sér í að þjónusta ki.is sem byggður er á vefumsjónarkerfinu joomla. Fjölmörg fyrirtæki voru skoðuð og fundað með fulltrúum þriggja þeirra. Að lokum var þann 20. janúar 2016 skrifað undir samning við fyrirtækið Premis sem frá þeim degi hefur sinnt þjónustu við vefinn. Fyrsta stóra verkefni fyrirtækisins var á haustdögum að gera breytingar á forsíðu ki.is, en með það að markmiði að einfalda framsetningu og auðvelda notendum að finna efni á vefnum. Á sama tíma var bætt inn samfélagsmiðlatengingum sem þýðir 61

62 að notendur geta nú séð á forsíðu ki.is nýjustu færslur á Facebooksíðu Kennarasambandsins og nýjustu tíst KÍ á Twitter. Vefurinn ki.is var heimsóttur tæplega sinnum á árinu 2016 og voru gestirnir rúmlega talsins. Flettingar á vefnum voru tæplega Flestir notendur síðunnar skoða þar upplýsingar um orlofskosti, kaup og kjör, kjarasamninga og styrki sjúkrasjóðs og endurmenntunarsjóða aðildarfélaga Kennarasambandsins. Hægt er að sjá lista yfir 10 mest skoðuðu síðurnar á ki.is hér fyrir neðan. Sú frétt á heimasíðu KÍ sem flestir skoðuðu árið 2016 fjallaði um yfirlýsingu samninganefndar FG um villandi framsetningu sveitarfélaga á launaupplýsingum. Sú frétt var lesin tæplega tvö þúsund sinnum. Skólavarðan Síðustu ár hefur komið í ljós að einstaka félagsmenn hafa miklar skoðanir á útgáfu Skólavörðunnar, tímarits Kennarasambandsins. Segja má að þeir sem tjá sig um þetta mál skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar eru þeir sem vilja viðhalda hefðbundnu útgáfuformi á pappír og hins vegar eru þeir sem vilja fremur leggja áherslu á rafræna útgáfu. Segja má að síðustu ár hafi verið reynt að fara bil beggja í þeim málum. Blaðið Skólavarðan kom út tvisvar á árinu, í byrjun maí og í nóvember. Blaðinu er dreift til þeirra félagsmanna, fyrirtækja og stofnana sem óskað hafa eftir að fá það sent í pósti auk þess sem það er sent í alla leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla landsins. Ljóst er að mikil eftirspurn er meðal félagsmanna eftir vel unnum greinum, viðtölum og fréttum um skólaog menntamál. Í stað þess að fjölga tímaritunum á pappír, sem eðli blaðsins vegna nær helst til félagsmanna KÍ og þeirra sem næst þeim standa, hefur síðustu ár verið leitað leiða til að efla rafræna útgáfu. Kennarasambandið hefur enda góðan rafrænan aðgang að félagsmönnum í gegnum félagaskrá þar sem haldið er utan um netföng félagsmanna, sem og í gegnum samfélagsmiðla þar sem meirihluti félagsmanna fylgist með. Vegna þess hefur rafræn útgáfa KÍ verið tekin til endurskoðunar. Árið 2015 fékk KÍ útgáfufyrirtækið Kjarnann til að smíða fyrir sig App fyrir spjaldtölvur og snjallsíma og var Skólavarðan í rúmt ár gefin út á því formi. Fljótlega kom þó í ljós að ekki voru það aðeins mun færri félagsmenn sem sóttu sér efni í gegnum appið en vonir stóðu til, heldur brugðust einnig væntingar um leiðir til að deila efni beint út úr blaðinu. Vegna þessa var í byrjun ársins 2016 leitað til veffyrirtækisins Premis um að smíða fréttavefinn þar sem búin yrði til eins góð umgjörð um rafrænt efni og nútímatækni leyfir. Vefurinn var tilbúinn í lok mars og fjölgaði heimsóknum á hann hægt en örugglega allt árið. Markmiðið með vefnum er að búa til öflugan vettvang fyrir faglega umfjöllun um skóla- og menntamál. 62

63 Fréttir af starfsemi KÍ Samkvæmt yfirliti frá greiningarfyrirtækinu Capacent var fjallað um Kennarasambandið og aðildarfélög þess alls 306 sinnum í almennum fjölmiðlum á árinu Það var nokkur fjölgun því árið áður voru umfjallanir um KÍ og aðildarfélögin 238 talsins. Skýrist þessi fjölgun að mestu leyti af kjaradeilum FG og FT sem stóðu meira og minna allt árið, en fréttir af þeim eiga greiðan aðgang í fréttatíma og á fréttavefi helstu fjölmiðla landsins. Sú frétt sem tengdist KÍ (eða þar sem Kennarasambandið er nefnt á nafn) sem flestir deildu á samfélagsmiðlinum Facebook bar yfirskriftina Kennarar varnarlausir gagnvart símum nemenda, en henni var deilt samtals sinnum. Sú frétt sem vakti næstmesta athygli bar yfirskriftina Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra. Listinn yfir fimmtán vinsælustu fréttirnar um KÍ og aðildarfélög þess á Facebook voru eftirfarandi: Samfélagsmiðlar Samfélagsmiðlar verða stöðugt meira áberandi, bæði í almennum umræðum og ekki síður umræðum manna á milli. Samband á borð við KÍ kemst ekki hjá því að taka þátt í þeirri þróun og er því virkt á miðlum á borð við Facebook og Twitter. Aðildarfélögin eru öll með reikninga á samfélagsmiðlum - flest aðeins á Facebook en nokkur eru einnig sýnileg á Twitter. Aðrir miðlar, svo sem Snapchat og Instagram, eru einnig notaðir en þó í mun minna mæli en Facebook og Twitter. Starfsmenn útgáfusviðs hafa aðgang og halda utan um flesta þessa miðla fyrir KÍ og aðildarfélögin og til að einfalda sér vinnuna og halda utan um allt það gríðarlega magn upplýsinga 63

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS Maí 2013 KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM Skýrsla vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins Maí 2013 3 KJARASAMNINGAR

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 308/2010. Fimmtudaginn 20. janúar 2011. Viðar Austmann Jóhannsson (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Vinnusamningur. Kjarasamningur. Laun. Orlof. V krafði Í um greiðslu

Læs mere

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands Heildarendurskðun grunnskólalaga Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Nregs g Írlands 23. - 27. któber 2006 Menntamálaráðuneytið Desember 2006 Efnisyfirlit Inngangur...3 Danmörk...4

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum Birna Arnbjörnsdóttir Háskóla Íslands Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1. Inngangur Á haustmánuðum 2008 leitaði Norræna ráðherranefndin til Danmarks

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Kynning á skýrslu vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins og ríkissáttasemjara 21. maí 2013 Hannes G. Sigurðsson Aðdragandi skýrslunnar Gagnrýni á kjarasamninga

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands Skýrsla stjórnar Frá skrifstofu AÍ 6 Ársskýrsla samkeppnisnefndar

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands Skýrsla stjórnar Frá skrifstofu AÍ 6 Ársskýrsla samkeppnisnefndar 4 1 Efnisyfirlit Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands 2013 3 Skýrsla stjórnar Frá skrifstofu AÍ 6 Ársskýrsla samkeppnisnefndar Markaðs- og kynningarmál 8 Markaðsnefnd Útgáfa 9 Ritnefnd Arkitektúr - tímarit

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna Byggð á Menningarstefnu 2013

Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna Byggð á Menningarstefnu 2013 Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna 2014-2017 Byggð á Menningarstefnu 2013 Starfshópur um menningu barna og ungmenna 1. október 2014 31. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 1. Aðildarríki viðurkenna

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál Barnaverndarmál Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir Reykjavík 2004 BARNAVERNDARMÁL Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Starfshópur

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014

Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014 Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2014 2 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 LEIÐARLJÓS... 6 HLUTVERK... 6 SKIPURIT... 7 STARFSEMIN Í TÖLUM... 7 VERKEFNI SKRIFSTOFU SFS... 9 VERKEFNI...

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Tungumálatorg Initiativ fra Islands undervisnings- og kulturministerium I samarbejde med Islands Universitet School of Education

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere