Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012"

Transkript

1

2 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN Minjastofnun Ísland Suðurgata Reykjavík Iceland (354)

3 Efnisyfirlit 1. Aðdragandi Ritheimildir Rannsókn september Uppmæling 3. júlí Rannsókn 24. september Niðurstöður Heimildir /17

4 1. Aðdragandi Jóhann Ásmundsson, safnstjóri Minjasafns Egils Ólafssonar, Hnjóti, hafði samband við Fornleifavernd ríkisins árið 2003 og lýsti yfir áhuga heimamanna á að láta rannsaka Flókatóftir. Fór hann þess á leit við Fornleifavernd ríkisins að hún tæki að sér að grafa prufuskurði í Flókatóftir til að meta umfang þeirra og þó sérstaklega til að reyna að ná í sýni sem hægt væri að aldursgreina. Fóru, minjavörður Vesturlands og Vestfjarða, og Kristinn Magnússon, deildarstjóri hjá Fornleifavernd ríkisins, á staðinn og var dvalist við rannsóknir 20. og 21. september Við andlát Jóhanns Ásmundssonar lögðust rannsóknir á Flókatóftum því miður í dvala svo sýnin sem safnað var árið 2004 voru ekki send í aldursgreiningu. Það var síðan árið 2012 að heimamenn í Vesturbyggð höfðu samband við Fornleifavernd ríkisins og fóru fram á rannsóknin hæfist að nýju. Var ákveðið að fara af stað aftur og reyna að ná í fleiri sýni. Í júlí 2012 voru minjarnar mældar upp með nákvæmum GPS mælitækjum og 24. september sama ár fóru Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, og, deildarstjóri hjá Fornleifavernd ríkisins, og tóku tvo litla könnunarskurði á staðnum. 3/17

5 2. Ritheimildir Í Hauksbók Landnámu er eftirfarandi frásögn: Þeir Flóki sigldu vestr yfir Breiðafjörð ok toku land, sem heitir Vatsfjordr við Barðastrond [...] Þeir fóru brott um sumarit ok urðu síðbúnir. Þar sér enn skálatópt þeira inn frá Brjánslæk ok svá hrófit ok svá seyði þeira (Íslendingabók Landnámabók 1968:39). Árið 1877 var Kristian Kålund á ferð um Ísland og skoðaði hann við það tækifæri Flókatóftir. Lýsti hann aðstæðum á eftirfarandi hátt: De ere 4-5 i tallet, men til dels temlig uklare; nærmest söern står en lille firkanted tomt kun et par favne lang; noget höjere, skrås ind fra denne, er et par langagtig-spidse under en vinkel sammenstödende tomter, som man måske snarest kunde ansé for naust, hvis de ikke lå forholdsvis langt fra kysten; endnu lidt længere inde (mod nord), men ikke slet så höjt oppe, er to samenbyggede tomter, hver omtrent 4 fv. I diam., med åbning ned imod kysten. Hovedtomten er en langagtig firkanted tomt (9 fv. lang) stående noget oven for de andre og nordligere end disse; den ligger fra öst til vest, og indgangen har rimeligvis været med öst, ned mod kysten (Kålund, P. E. Kristian 1985; 549). Mynd 1. Teikning af Flókatóftum. 1-6 eru tóftir en A-C eru prufuskurðir. 4/17

6 Sumarið 1889 var Sigurður Vigfússon á ferð um Breiðafjörðinn við rannsóknir. Hann lýsti aðstæðum við Flókatóftir á eftirfarandi hátt: Fyrir innan svo kallaða Brjánslækjará, sem rennr niðr með túninu á Brjánslæk að innanverðu, gengr fram í sjóinn dálítill klettahöfði fallegr. Inn af honum myndast fögr vík, með því að klettatangi gengr fram að norðanverðu. Upp af vík þessari og alt umhverfis hana eru eggsléttar og beinharðar grundir, en í suðvestr upp af grundinni er kletthæð mikil (Sigurður Vigfússon 1893;9). Í kjölfarið lýsir hann sex tóftum sem hann númerar 1-6 eins og á teikningunni hér að ofan, og furðar sig á því að Kålund segir þær bara vera fjórar til fimm. Tóft 1 segir hann vera mitt á milli klettahöfðans og sjávarmálsins. Hún á að vera tvískipt, um 16 metrar (52-53 fet) að lengd utanmáls, en um 10 metrar (33 fet) að breidd, en syðri hlutinn á að vera um 9 (30 fet) að lengd og sá nyrðri um 7 metrar (23 fet). Sér enn votta fyrir henni. Tóft 2 er litlu ofar, um 12,5 metrar (41 fet) að lengd og um 5,5 metrar (18 fet) á breidd. Eiga að hafa verið dyr á norðurgafli en tóftin er orðin mjög útflött og engin merki um hurð er að sjá. Tóft 3 er síðan við hliðina, rúmir 8 metrar (27 fet) að lengd en ekki var hægt að sjá breiddina þar sem veggir hafa fallið saman við tóft 2. Tóft 4 er ferköntuð tóft mitt á milli tóftar 2 og klettahöfðans. Hún virðist vera utanmáls um 5,8 metrar (19 fet) á annan veginn og um 4,9 metrar (16 fet) á hinn. Mynd 2. Tóft 4. 5/17

7 Tóft 5 er um 40 metra (24 faðma) beint upp af víkinni. Hún er mjög stór og mikil, um 22,2 metrar (73 fet) að lengd innanmáls. Sigurður getur ekki um breiddina en segir að mjög stór og mikill veggur sé á milli tóftar 5 og 6, sem sé um 4,5 metrar (15 fet) á breidd. Hún er opin í annan endann og nær alla leið upp að klettahöfðanum upp af flæðamálinu. Tóft 6 er sambyggð við tóft 6, um 16,7 metrar (55 fet) að lengd, en nær ekki eins langt að klettahöfðanum. Mynd 3. Tóft 6. Sigurður rannsakaði og gróf í allar tóftirnar sex. Í tóft 1 gróf hann allmiklar grafir í báða hlutana. Þar fann hann vott af ösku- og kolalagi í syðri hlutanum, en ekkert í nyrðri hlutanum. Um þessa tóft segist hann ekki hafa neina sennilega tilgátu, en segir þó að hún virðist ekki vera eins fornleg og hinar, og að hún sé ekki allólík því sem sumar hoftóftir hafa reynzt. 6/17

8 Í tóft 2 og 3 fann hann ekkert, hvorki mannvistar- né dýraleifar. Í kjölfarið ályktaði hann að um bátanaust væri að ræða. Í tóft 4 gróf hann allt niður í óhreyft. Þar fann hann mikið af svartleitri og móleitri ösku og töluvert af viðarkolabútum í botninum, á um 80 cm (1¼ alin) dýpi. Segir hann að þar sjái fyrir eldsmerkjum og ályktar að þar hafi seiðrinn verið sem talað er um í Hauksbók. Í tóft 5 gróf hann tvær grafir, en fann ekkert. Ályktar hann að þar hafi hrófið verið og á þá væntanlega við naust. Í tóft 6 gróf hann þrjár grafir. Þar af eru tvær ennþá sýnilegar (sjá mynd 4). Þar fundust einu munirnir sem Sigurður fann, þ. e. brýni, ryðbútar og beinflís. Hann segist hafa fundið alls staðar mikið af viðarkolaösku og viðarkolabútum. Hann ályktar þar af leiðandi að þetta sé skálatóftin sem minnst er á í Hauksbók. Sumarið 1895 ferðaðist Þorsteinn Erlingsson um landið og rannsakaði fornleifar, þar á meðal það sem hann kallaði Flókanaust, sem hann teiknaði og lýsti. Mynd 4. Teikning Þorsteins Erlingssonar af Flókanausti og skála (Thorsteinn Erlingsson 1899:87). 7/17

9 Naustið sjálft (a) var aðeins m langt, samkvæmt mínum mælingum, en var líklega upphaflega m Aðeins var hægt að rekja veggina að linum kk. Restin var ósjáanleg en að dæma frá görðunum (the ridge) þá var stutt framhald (kannski 3.05 til m). Breidd 6.10 m. Veggur b er úr jarðvegi, og var 4 ft. (1,2 m) á hæð að innan, en þar sem naustið var að mestum hluta var grafið niður í jörðina, þá stóðu veggirnir bara lítið eitt upp úr jörðinni. Stafnveggur i tengist klettahöfðanum j. Milliveggurinn c var 2.44 m breiður og 1.52 m hár naust megin. Hann var byggður úr steinum með þunnu lagi af jarðvegi á milli. d hlýtur að vera skáli Flóka. Lengd hans var aðeins hægt að áætla, m þar með taldir veggir e, f. Veggirnir fjórir, e, f, g, h, eru óljósir, en þeir virðast hafa verið byggðir úr steinum (kannski með jarðvegi á milli). Línan qq er þversnið af ósnertri jörð, og lína xx er sama lína eftir uppgröft á naustinu. (N. B. Hæðin á hluta qq samsvarar algjörlega breiddinni á tóftinni andspænis. l er skálinn, m er milliveggurinn, n er botninn á naustinu, o er ytri norðurveggurinn, c og b sýna hæð veggjanna, og p botninn eftir uppgröftinn) (Thorsteinn Erlingsson 1899: Þýðing höf.) Kristján Eldjárn skoðaði þessar tóftir oftar en einu sinni, og í bréfi sem liggur í friðlýsingarskjölum á Þjóðminjasafni Íslands, efast hann um að þessar rústir séu eins gamlar og margir telja. Rökstyður hann þá ályktun með því að hvorki í Sturlubók né Styrmisbók sé minnst á Flókatóftir, heldur sé það einungis gert í Hauksbók sem skrifuð sé um Einnig segir hann að Árni Magnússon hafi talið tóftirnar því líkastar að þær væru búðir þýskra kaupmanna (Kristján Eldjárn 1979). Samkvæmt Einari Guðmundssyni, bónda að Seftjörn við Brjánslæk, þá var bærinn Grund byggður í kringum 1900 og var búseta þar þangað til um Naustið var síðan hlaðið af föður Einars í kringum /17

10 3. Rannsókn september 2004, minjavörður Vesturlands og Vestfjarða, fór að Flókatóftum ásamt Kristni Magnússyni, deildarstjóra hjá Fornleifavernd ríkisins, árið 2004 og dvöldust þeir við rannsóknir dagana 20. og 21. september. Við komuna á Brjánslæk var ákveðið að taka prufuskurði í rústir 1, 4 og 6. Daginn eftir var ákveðið að byrja á tóft 6. Sigurður Vigfússon segist hafa grafið 3 grafir í tóft 6, og sáust að minnsta kosti tvær þeirra (sjá mynd 3). Var ákveðið að grafa í eina af gröfum Sigurðar sem staðsett var í u.þ.b. miðri tóftinni. Ekkert kom þó í ljós nema sótlag sem var mjög ofarlega. Einnig var bagalegt að holurnar sem Sigurður skildi eftir höfðu verið notaðar sem ruslaholur. Öll eru lögin frekar einsleit og ekki fannst vottur af gólfi, sem er sérstakt miðað við lýsingu Sigurðar en hann segist hafa fundið alls staðar mikið af viðarkolaösku og viðarkolabútum. Mynd 5. Tóft 6. 9/17

11 Mynd 6. Snið í tóft 6. Mynd 7. Snið í tóft 6. 10/17

12 Að þessu loknu var ákveðið að að grafa prufuskurð í tóft 4. Á um 80 cm dýpi kom í ljós gólflag með miklu magni af viðarkolabútum. Í austurvegg skurðsins kom í ljós hleðsla með miklu af sóti og viðarkolabútum í kring, sem gæti bent til þess að um eldstæði væri að ræða, aldrei að vita nema þarna sé seyðurinn sem Hauksbók talar um (Íslendingabók Landnámabók 1968:39). Tekið var sýni til aldursgreiningar. Mynd 8. Tóft 4. Mynd 9. Flatarteikning af prufuskurði í tóft 4. 11/17

13 Að lokum var ákveðið að grafa einn prufuskurð í tóft 1, suðurhluta. Erfitt var að sjá nokkuð á yfirborði þar sem tóftin er mjög þýfð eftir rannsóknir Sigurðar. Grafin var lítill hola, 0,5 x 0,5 m að stærð og um 0,5 m djúp. Lítið markvert kom í ljós nema móöskuflekkir neðarlega í holunni. Engar viðarkolaleifar fundust en tekið var sýni. Mynd 10. Tóft 1. Mynd 11. Snið- og flatarteikning af prufuholu í tóft 1. 12/17

14 4. Uppmæling 3. júlí 2012 Í júlí 2012 var ákveðið að fara aftur að Flókatóftum og mæla upp minjaranar með nákvæmum GPS mælitækjum. Mynd 12. Uppmæling af tóftunum. 13/17

15 5. Rannsókn 24. september 2012 Við andlát Jóhanns Ásmundssonar lögðust rannsóknir á Flókatóftum því miður í dvala svo sýnin sem safnað var árið 2004 voru ekki send í aldursgreiningu. Það var síðan árið 2012 að heimamenn í Vesturbyggð höfðu samband við Fornleifavernd ríkisins og fóru fram á rannsóknin hæfist að nýju. Var ákveðið að fara af stað aftur og reyna að ná í fleiri sýni. Fóru, minjavörður Vesturlands, og, deildarstjóri hjá Fornleifavernd ríkisins, aftur af stað og dvöldust þeir við rannsóknir á Flókatóftum 24. september Ákveðið var að grafa prufuholur í tóft 1 og 6. Í tóft 1 var grafin ein prufuhola í suðurenda 1,5x0,5 m að stærð en ekki fundust nothæf sýni. Í tóft 6 var grafin einn prufuskurður, 1x1 m að stærð. Voru tvö sýni tekin úr þeim skurði. Mynd 13. Flatarteikning af prufuskurði í tóft 6. 14/17

16 Mynd 14. Sniðteikning af prufuskurði í tóft 1. Sýni úr rannsóknunum 2004 og 2012 voru síðan send til Beta Analytic Inc. rannsóknar-stofunnar í Bandaríkjunum. Niðurstaða þeirra var að nothæfustu sýnin væru sýni úr tóft 4 frá 2004 og sýni tekið úr tóft 6 árið Niðurstaða aldursgreiningarinnar var að sýnið úr tóft 6 gaf aldurinn , og e.kr. (2 sigma, 95% líkur) og að sýnið úr tóft 4 gaf og e.kr. (2 sigma, 95% líkur). Samantekið eru því mestar líkur til þess að tóft 6 sé frá öld og að rúst 4 sé frá öld. 15/17

17 6. Niðurstöður Auðséð er að þarna er um fornar tóftir að ræða, en hvort þetta eru tóftir Flóka Vilgerðarsonar er ómögulegt að segja um að svo stöddu. Þó má álykta að a.m.k. hluti tóftanna verið orðnar fornar strax um 1300 þegar Hauksbók var rituð. Hugsanlegt er að Sigurður Vigfússon og Þorsteinn Erlingsson hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir tala um tóft 6 sem skála og tóft 5 sem naust, en aldursgreiningin á tóft 6 gefur til kynna að hún sé líklega frá öld. Þó gefur aldursgreiningin tilefni til að þeim túlkunum sé tekið með fyrirvara þar til rústirnar verða rannsakaðar frekar. Tóft 4 sem þeir Sigurður og Þorsteinn vilja meina að sé forn seiður er líklega fornt jarðhýsi, en aldurgreiningin styður það þar sem hún bendir til þess að tóftin sé frá öld. Aldurgreiningin gefur til kynna að tóftin sé frá fyrstu árum landnáms. Jarðhýsi voru oft fyrstu mannvirkin sem byggð voru þegar sest var að, en þar var búið á meðan skálinn var byggður. Hár aldur þessa mannvirkis gæti að einhverju leyti skýrst af því að sýnið sem var greintvar viðarkolasýni. Viðurinn gæti hafa verið úr tré sem búið var að liggja dautt í einhvern tíma áður en það var notað sem eldiviður eða rekaviður sem kominn var um langan veg og því af tré sem var löngu dautt áður en það endaði í eldinum. Aldursgreiningin segir til um hvenær tréð dó, ekki hvenær það var notað sem eldiviður. Tóftir 2 og 3 gætu mjög sennilega verið gömul naust, sem gætu þá tengst tóft 1, sem lagið á bendir til að sé yngri en tóftir 4, 5, og 6. Lagið á henni bendir til þess að þarna gæti verið um verbúð að ræða. Niðurstöður aldursgreininganna benda til þess að staðurinn hafi verið nýttur eða á honum búið a.m.k. á fleiri en einu tímabili á öldum áður þar sem rúst 4 gæti verið frá því um landnám en rúst 6 er líklega einni til þremur öldum yngri. Allar ályktanir sem dregnar hafa verið af rannsóknunum hingað til eru byggðar á greftri prufuhola, eldri upplýsingum og tveimur aldursgreiningum en mun ítarlegri rannsóknir þurfa að fara fram áður en hægt verður að segja meira til um aldur og eðli minjanna á Flókatóftum. 16/17

18 7. Heimildir Kålund, P.E. Kristian Íslenskir sögustaðir II. Reykjavík. Íslendingabók Landnámabók Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík. og. Flókatóftir á Barðaströnd. Prufurannsókn í september Fornleifavernd ríkisins Sigurður Vigfússon Rannsóknir í Breiðafirði Árbók hins íslenska fornleifafélags Reykjavík: Thorsteinn Erlingsson Ruins of the saga time: being an account of travels and explorations in Iceland in the summer of New York. Óbirt Kristján Eldjárn Flókatóftir á Brjánslæk. Skjalasafn Þjóðminjasafns Íslands. Friðlýstar minjar. og. Flókatóftir á Barðaströnd. Rannsókn í júlí Drög að skýrslu, Fornleifavernd ríkisins /17

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði

Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Guðrún Alda Gísladóttir Fornleifastofnun Íslands FS375-06431 Reykjavík 2008 Mynd á forsíðu: Rúst, grafir og garðsveggur á Bænhúshól á Hofstöðum í Þorskafirði.

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

2 Þingnes við Elliðavatn

2 Þingnes við Elliðavatn Vinnuskýrslur fornleifa 2004 2 Þingnes við Elliðavatn og Kjalarnesþing Rannsóknasaga 1841-2003 Guðmundur Ólafsson Reykjavík 2004 Forsíðumynd: Yfirlitskort af minjasvæðinu á Þingnesi, samkvæmt uppmælingum

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Skráning fornleifa í Mosfellsbæ Agnes Stefánsdóttir Rúna K. Tetzschner Guðmundur Ólafsson Ágúst Ó. Georgsson Kristinn Magnússon Bjarni F. Einarsson 2006/2 Skýrslur Þjóðminjasafns

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands FS153-98071 Reykjavík 2001 Fornleifastofnun Íslands 2001. Mynd á forsíðu: Möðruvellir 1836, e. Auguste Mayer. 2 Efnisyfirlit

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR KRISTBORG ÞÓRSDÓTTIR (ritstjóri) Höfundar efnis: Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Kristborg Þórsdóttir, Kristjana Vilhjálmsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Beck Reykjavík

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu Stefán Ólafsson FS393-08051 Reykjavík 2009 Forsíðumyndin er af Bænhúsvelli á Svínanesi BA-070:002 Fornleifastofnun Íslands Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

Læs mere

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Anna Lísa Guðmundsdóttir Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Reykjavík 2010 Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 152 Forsíða: Hópur ferðafólks

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum-

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum- Arnarnesvegur í Kópavogi -mat á umhverfisáhrifum- Fornleifakönnun Elín Ósk Hreiðarsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS172-02041 Reykjavík 2002 Arnarnesvegur Fornleifastofnun Íslands 2002 Forsíðumynd er

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther. Møns Klint.

Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther. Møns Klint. Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther Møns Klint Møns Klint - Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar Dagana 22. til 31. maí, nú á vorönn

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu II: Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Orri Vésteinsson Árbæjarsafn Fornleifastofnun Íslands FS036-97012 Reykjavík 1997 2 Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2012 LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og Í byggð

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Menningarminjar í Bláskógabyggð

Menningarminjar í Bláskógabyggð Menningarminjar í Bláskógabyggð Svæðisskráning fornleifa Kristjana Vilhjálmsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS-584-15221 Reykjavík 2015 2015 FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS SES BÁRUGÖTU 3 101 REYKJAVÍK SÍMI:

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Trafiksikkerhedsinspektion i Island NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Oversigt Hvorfor er TS-inspektion vigtig? Ny handbog Registreringsprocess

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København Hugvísindasvið Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København Oversættelse af minimalistisk tekst samt teorier og analyse Ritgerð til BA-prófs Laufey Jóhannsdóttir September 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð Reykjavík, 20. mars 2018 R17070048 6631 ES Borgarráð Svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um lagaheimildir til grundvallar deiliskipulagi

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere