SIGGI VETURLIÐI ÓSKARSSON

Relaterede dokumenter
Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

esurveyspro.com - Survey Detail Report

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

Dyrebingo. Önnur útfærsla

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Kökur, Flekar,Lengjur

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

komudagur f2

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Jöfn umgengni í framkvæmd

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Embættisskjöl og embættisfærsla landshöfðingja á Íslandi 1873 til 1904

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

ISLEX - Islandsk-skandinavisk webordbog

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Menningarminjar í Bláskógabyggð

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

2. Dig, mig og vi to

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

Reykjavikurborg Erindi nr. Þ / komudagur /S - // Z<'// Alþingi Reykjavík 14*. nóvember 2011 b.t. atvinnunefndar Austurstræti 8-10

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Viðurlög í fíkniefnamálum

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Oft má satt kyrrt liggja

2. SETNINGARLEG EINKENNI ORÐFLOKKA OG ORÐARÖÐ

Transkript:

VETURLIÐI ÓSKARSSON SIGGI Siggi var úti með ærnar í haga. Allar hann hafði þær suður í mó. Smeykur um holtin var hann að vaga, vissi hann að lágfóta dældirnar smó. Gagga gagg, sagði tófan á grjóti. Gráum augunum trúi ég hún gjóti. Aumingja Siggi hann þorir ekki heim. 1 Eitt af sérkennum íslenskrar nafnahefðar er mikil og almenn notkun gælunafna. Frá málfræðilegum sjónarhóli eru þau nöfn áhugaverðust sem hafa stofntengsl við skírnarnafn. 2 Reglurnar um myndun slíkra nafna eru allflóknar en meginatriðin eru skýr. Tvö frumatriðin eru þau að nafnið skal vera veikrar beygingar og stofninn eitt atkvæði + beygingarending. Einkvæð aðalnöfn verða því formlega séð tvíkvæð (Karl > Kalli) og fleirkvæð nöfn dragast saman í e.k. stofn + endingu, gjarnan þannig að fyrri eða seinni hluti aðalnafns er felldur brott (Hall-dór > Dóri / Halli) en stundum á þann hátt að eitt eða fleiri hljóð úr seinni hlutanum fylgja hinum fyrra (Frið-rik > Frikki; Þor-grímur > Þoggi). Að auki er sterk tilhneiging til þess að grunnsérhljóð sé stutt. Til staðfestingar á þessu má geta þess að í skrá nálega 870 gælunafna í fórum undirritaðs eru 99% tvíkvæð, um 86% eru veikrar beygingar 3 og um 73% hafa atkvæðagerðina VC (Alla, Raggi o.þ.h., 55%) eða VCC (Gústa, Simbi o.þ.h., 18%); 27% hafa atkvæðagerðina V C (Sóla, Eyfi o.þ.h.). Í gælunöfnum verða enn fremur ýmsar breytingar á hljóðafari sem að mestu leyti eru bundnar við þau en geta 1 Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1856 1918) orti. (Mér er ekki tiltæk frumheimild og vitna í kvæðið eftir Vasasöngbók Ungmennafélags Íslands 1974, bls. 141). 2 Hljóðafar og atkvæðagerð gælunafna sem eru ótengd aðalnafni (Lilli, Brói, Lóló, Stella o.s.frv.) er reyndar í meginatriðum af sama tagi og geta þau því verið áhugaverð til samanburðar við hin síðarnefndu. 3 Þess skal getið að um 11% þeirra gælunafna sem hér eru talin til sterkrar beygingar eru af sama tagi og Guggý o.s.frv., sem oft eru höfð óbeygð í öllum föllum. 7

líka birst í myndun gæluheita af samnöfnum, svo sem lokhljóðun önghljóðs, lenging samhljóðs og stytting sérhljóðs (t.d. Davíð > Dabbi, Viðar > Viddi o.s.frv.; sbr. lögregla > lögga, nef > nebbi o.s.frv.), ásamt margskyns brottföllum og samlögunum sem ekki verður nánar farið út í hér. 1 Nokkur helstu atriðin sem hér voru nefnd koma fram í nafninu Siggi. Siggi er yfirleitt stytting á Sigurður en getur líka staðið fyrir önnur nöfn sem byrja á Sig-, t.d. Sigurjón, Sigmundur og Sigtryggur. Nafnið er veikrar beygingar, það er tvíkvætt og atkvæðagerðin er VC. Það er myndað af fyrri hluta samsetts nafns og ber merki um lokhljóðun önghljóðs ásamt meðfylgjandi lengingu þess og styttingu undanfarandi sérhljóðs. Trúlega gengst sérhver Sigurður landsins við ávarpinu Siggi í góðra vina hópi að minnsta kosti enda eru fá önnur úrræði til myndunar gælunafns í þessu tilfelli. 2 Fyrir utan gælunafnið Siggi væri e.t.v. hugsanlegt að mynda nafnið *Sigi af fyrri hluta nafnsins, og þykist undirritaður hafa dæmi um það (stafsett Síi), en það er áreiðanlega mjög fátítt. Seinni hluti nafnsins er talinn vera af sama toga og nafnliðirnir -varður, -vörður (sbr. Guðrúnu Kvaran & Sigurð Jónsson 1991:485) en tengsl -urður við þá eru orðin allsendis ógegnsæ fyrir ævalöngu, kannski fyrir Íslands byggð. Af seinni hlutanum er tæplega hægt að mynda tækt gælunafn, m.a. af þeim sökum að hann getur ekki staðið sjálfstæður, hvorki sem nafn, liður í öðru nafni né sem samnafn. Ég held a.m.k. að *Urði eða *Urri sé tæplega að finna sem gælunöfn af Sigurður, og ekki þekki ég heldur til dæma um *Gurði eða *Gurri, sem væru mynduð af seinni hlutanum með -g- úr fyrri hlutanum en slíkt væri líka nokkuð á skjön við eðlilega gælunafnamyndun. 3 Siggi sem gælunafn fyrir Sigurður er eitt þeirra nafna sem Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705 79) tekur upp í lista yfir gælunöfn sem er að finna í handritinu AM 432 fol. (listinn er birtur hjá Guðrúnu Kvaran & Sigurði Jónssyni 1991:49 50). Siggi virðist hins vegar ekki koma fyrir í íslenskum miðaldaheimildum (sbr. Lind 1905 15; Lind 1931) og mér eru ekki kunnug dæmi um 1 Nánari vitneskju um myndun gælunafna má finna í ritum sem talin eru upp í heimildaskrá, einna helst í grein Aðalheiðar Þorsteinsdóttur (1998). Sjá einnig Finn Jónsson (1920) og Guðmund Finnbogason (1926). 2 Í skrám undirritaðs eru fáein dæmi um að notast hafi verið við gælunöfnin Bói, Lilli, Silli og Snoddi fyrir Sigurður (tvö þau fyrstu eru í reynd gælumyndir fyrir orðin bróðir og litli) og eru eflaust til fleiri ámóta dæmi. 3 Þetta mætti þó e.t.v. bera saman við myndun gælunafna af tvíkvæðum og ósamsettum nöfnum af erlendum uppruna, svo sem Stjáni og Skari af Kristján og Óskar, þar sem hugsanlegt væri, frá sjónarhóli íslenskunnar, að greina -st(j)- og -sk- sem tilheyrandi fyrri hlutanum. 8

það eldri en í ofangreindum lista nema ef vera skyldi að rétt sé vitnað í Leirulækjar-Fúsa (um 1648 1728) í Þjóðsögum Jóns Árnasonar þegar hann segir um Sigurð Gíslason Dalaskáld, sem drukknaði í bátsferð með Fúsa 1688: Nú er Siggi dauður, en sá er munurinn okkar að Fúsi flaut, en Siggi sökk. (Jón Árnason 1961:521). Miðað við það hversu algengt nafnið Sigurður hefur alla tíð verið er þó ekki ósennilegt að dæmi um gælunafnið leynist í handritum 16. 17. aldar. Ég þykist geta fullyrt að það komi ekki fyrir í fornbréfum 1200 1500. Í nágrannamálum er nafnið Siggi, Sigge að finna sem styttingu á nöfnum sem byrja á Sig- í heimildum allt frá 13. öld eða fyrr, t.d. í sænskum fornbréfum þeirrar aldar (skv. Modéer 1964:62), í norskum bréfum frá því snemma á 14. öld, t.d. í bréfi frá 1319 (Siggi Hallsteinsson, DN 8:73, Ósló) 1 og í dönskum bréfum frá 14. og 15. öld (elsta dæmið er um þolfallsmyndina Siggonem í bréfi á latínu frá 1334, Knudsen & Kristensen 1941 48:1218). Siggi kemur einnig fyrir rist með rúnum, m.a. á sænskum rúnasteini í Vestmannalandi (VS 5): Siggi hiogg [r]u[naë] (11. öld) og á eignarmerki úr tré sem fannst í Björgvin (B649): Siggi á (13. öld; bæði þessi dæmi fundust við leit í Samnordisk runtextdatabas). Í norsku bréfi frá 1348 er nefndur síra Magnús Siggason (DN 4:256, 1347, Ósló), árið 1454 er nefndur Siggi Larisson aff wapn 2 (DN 16:192, Skara), og á 15. öld var uppi í Svíþjóð biskup að nafni Sigge Ulfsson (biskup 1449 63 í Strängnäs). Er hvort tveggja ljóst að nafnið á sér langa sögu sem eiginlegt ávarps- eða skírnarnafn á Norðurlöndum og að það var langt í frá bundið við slétta bændur. Nú á dögum er Sigge notað sem skírnarnafn í Svíþjóð og þekkist einnig sem slíkt meðal Norðmanna. Gælunöfn hafa verið óalgeng á Íslandi sem skírnarnöfn, óalgengari en t.d. í Færeyjum, en þar hafa m.a. nöfnin Sigga, Gutti, Óli, Torli, Magga og Greta verið í notkun undanfarnar aldir sem slík (Jákup í Jákupsstovu 1974:32, 34, 37, 51). Á síðustu áratugum hefur þó tekið að bera á þessu hér á landi. Í Mannanafnaskrá er t.d. eftirfarandi nöfn að finna, sem flest eða öll eru upphaflega gælunöfn eða geta a.m.k. verið það: (1) Nöfn kvenna: Adda Didda Fríða Haddý Kaja Ninna Salka Stella Alla Día Gauja Heiða Kara Nína Sigga Todda Ásla Dísa Gerða Inda Kiddý Odda Sirrý Tóta Benna Dúna Gógó Inga Maja Óla Sísí Unna 1 Leit í norska fornbréfasafninu (http://www.dokpro.uio.no/dipl_norv/diplom_felt.html) að Siggi (Sigge), Sigga, Siggason o.s.frv. gaf af sér 50 60 dæmi (1319 til 1497). 2 Þ.e.a.s. riddari, aðalsmaður. 9

Beta Ella Gréta Jara Milla Peta Steina Bína Finna Gurrý Jóra Munda Rúna Veiga (2) Nöfn karla: Ási Jói Maggi Ómi Valdi Barri Jenni Mari Rósi Elli Líni Óli Sandri Meðal annarra skírnarnafna af þessu tagi eru t.d. Dúa og Dúi sem yfirleitt eru gælunöfn eða styttingar á persónufornafninu þú, og Stína sem stytting á Kristín eða tekið upp úr nágrannamálunum þar sem það er notað sem skírnarnafn (t.d. í sænsku). Enn hefur Siggi ekki verið notað sem eiginlegt skírnarnafn hér á landi og ekki hefur verið sótt um það, að ég best veit (sbr. Mannanafnaskrá), en vera kann að ekki verði þess langt að bíða. EPILOG Undirritaður leitaði fyrir forvitni sakir að nafninu Siggi í Greini og Gegni, gagnagrunnum Landsbókasafns-Háskólabókasafns. Í ljós kom að enginn Siggi hefur staðið í svo merkum greinaskrifum að þau hafi fengið inni í fyrrnefnda gagnasafninu en hins vegar eru hátt í 200 verk skráð í Gegni undir höfundarnöfnunum Siggi og Siggi Sörensson og sonur. Má vera að þar sé Siggi ekki stytting á Sigurður heldur Sigurjón, enda eru verkin öll söngtextar eftir tónlistarmanninn Sigurjón Kjartansson og fóstbróður hans Jón Gnarr. Leit með einni fjölmargra leitarvéla heimsvefjarins leiddi í ljós kringum 83 þúsund dæmi um Siggi; þykir mér heldur sennilegt að fæst dæmin séu um gælunöfn Íslendinga. HELSTU HEIMILDIR OG STUÐNINGSRIT Aðalheiður Þorsteinsdóttir. 1998. Frá Hólmsteini til Homma myndun gælunafna í íslensku. Mímir 46:30 44. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða íslenzka menn 1 16. Kaupmannahöfn [1 4], Kaupmannahöfn & Reykjavík [5], Reykjavík [6 16] 1857 1972. Diplomatarium Norvegicum. Oldbreve til Kundskab om Norges indre og ydre Forhold, Sprog, Slægter, Sæder, Lovgivning og Rettergang i Middelalderen 1 22. Christiania [1 20], Bergen [21], Oslo [22] 1847 1992. Vefslóð: http://www.dokpro.uio.no/ dipl_norv/diplom_felt.html. Finnur Jónsson. 1920. Islandske kælenavne. Nordiska namnstudier tillägnade Erik Henrik Lind. Den 14 augusti 1919. Uppsala. Bls. 40 42. Guðmundur Finnbogason. 1926. Íslenzk gælunöfn. Skírnir 100:104 12. 10

Guðrún Kvaran & Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. Nöfn Íslendinga. 1991. Heimskringla Háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík. í Jákupsstovu, Jákup. 1974. Fólkanøvn í Føroyum. Tórshavn. Jón Árnason. 1961. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri 1. Ný útgáfa. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík. Knudsen, Gunnar & Marius Kristensen. 1941 48. Danmarks gamle Personnavne 1,2: Fornavne, L Ø. G. E. C. Gads Forlag, København. Lind, E. H. 1905 15. Norsk isländska dopnamn ock fingerade namn från medeltiden. A.-B. Lundequistska bokhandeln, Uppsala & Otto Harrassowitz, Leipzig.. 1931. Norsk isländska dopnamn ock fingerade namn från medeltiden. Supplementband. Jacob Dybwads Bokhandel, Oslo, A.-B. Lundequistska bokh. Uppsala & G. E. C. Gads Boghandel, København. Mannanafnaskrá. Vefslóð: http://domsmalaraduneyti.is/interpro/dkm/dkm.nsf/pages/ mannanafnaskra. Samnordisk runtextdatabas. Institutionen för nordiska språk, Uppsala universitet. Vefslóð: http://www.nordiska.uu.se/forskn/samnord.htm. Vasasöngbókin. Ritstj.: Jónas Ingimundarson. Ungmennafélag Íslands, [án staðar] 1974. Veturliði Óskarsson. 1985. Dálítil athugun á íslenskum gælunöfnum. Námsritgerð. (Óútgefin). Háskóla Íslands.. 2000. Hypokorismer till isländska förnamn. Fyrirlestur í boði Seminariet för nordisk namnforskning, Uppsalaháskóla, 24. janúar 2000. (Óbirtur). Villarsen Meldgaard, Eva. 1983. Diminutiv, kortnavn og kortform. Personnamnsteori. NORNAs åttonde symposium i Lund 10 12 oktober 1981. NORNA-rapporter 23. NORNA-förlaget, Uppsala. Bls. 98 108. 0 FÁFNIS HJARTA VIÐ FUNA STEIKIR SIGURÐUR KONRÁÐSSON FIMMTUGUR 19. ÁGÚST 2003 MEISTARAÚTGÁFAN 2003 ÞARALÁTURSFIRÐI 11

12