ALÞINGISREITUR NÝBYGGING

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "ALÞINGISREITUR NÝBYGGING"

Transkript

1 ALÞINGISREITUR NÝBYGGING Hönnunarsamkeppni Dómnefndarálit Desember 2016 Útboð nr

2 VERKKAUPI Alþingi Umsjónaraðili Framkvæmdasýsla ríkisins Samstarfsaðili Arkitektafélag Íslands

3 INNGANGUR DÓMNEFND Alþingi hefur lengi áformað að koma starfsemi sinni fyrir í einni samtengdri byggingarheild á Alþingisreitnum. Í þingsályktun, sem gerð var á 100 ára afmæli Alþingishússins árið 1981, var mörkuð sú stefna að uppbygging fyrir starfsemi Alþingis skyldi verða á Alþingisreitnum. Í framhaldi af samþykktinni fór fram samkeppni um nýbyggingu Alþingis við Kirkjustræti, en ekki náðist samstaða um framgang málsins þá. Nálega öll starfsemi þingsins, utan þingfunda og funda þingflokka, fer fram utan Alþingishússins, í leiguhúsnæði sem Alþingi hefur við Austurvöll. Eftir talsverðar umræður um framtíðarhúsnæði Alþingis sl. misseri hefur niðurstaðan orðið sú að ráðast í nýbyggingu á Alþingisreitnum, í suðvesturhluta hans, á gatnamótum Vonarstrætis og Tjarnargötu. Hinni nýju byggingu er ætlað að tengjast Alþingishúsinu og Skálanum vel og vera órofa hluti af þinghúsbyggingunum. Þar munu alþingismenn hafa skrifstofur sínar, svo og þingnefndir, þingflokkar og starfsfólk Alþingis. Nýbyggingin skal endurspegla metnaðarfulla byggingarlist sem hæfir umhverfi Alþingishússins og virðuleika starfseminnar. Hún skal líka taka mið af yfirbragði og hlutföllum nálægra bygginga og nýta þá möguleika sem þau hús hafa upp á að bjóða. Lögð verður áhersla á að byggingin verði sveigjanleg í notkun þannig að ávallt verði unnt að búa þingflokkum, sem stækka og minnka, koma og hverfa, sem besta vinnuaðstöðu þar sem jafnræði ríkir með öllum. Dómnefndarfulltrúar tilnefndir af Alþingi: Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður Sigurður Einarsson, arkitekt FAÍ, Batteríið arkitektar Dómnefndarfulltrúar tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands: Anna María Bogadóttir, arkitekt FAÍ, Úrbanistan arkitektar Pétur H. Ármannsson, arkitekt FAÍ, sviðsstóri hjá Minjastofnun Íslands Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt FAÍ, Gríma arkitektar Ráðgjafi dómnefndar: Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri reksturs Alþingis Ritari dómnefndar og verkefnisstjóri: Gíslína Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins Trúnaðar- og umsjónarmaður dómnefndar: Gísli Þór Gíslason, verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ var honum til aðstoðar Þinghús hverrar þjóðar er jafnan miðpunktur höfuðborgar hennar. Alþingishúsið við Austurvöll skipar þann heiðurssess í Reykjavík. Það eru því mjög sérstakar kröfur sem gera verður til þeirra nýbygginga sem rísa eiga í nágrenni þinghússins. Þar skiptir staða þingsins höfuðmáli. Dómnefnd þakkar öllum þátttakendum, sem unnu fórnfúst starf og sendu inn tillögur, einnig þeim sem koma að undirbúningi samkeppninnar, sem og ráðgjöfum og aðstoðarmönnum.

4 DÓMARASTÖRF OG NIÐURSTAÐA DÓMNEFNDAR Samkeppnin var hönnunarsamkeppni, opin öllum sem uppfylltu skilyrði samkeppnislýsingar. Hún var auglýst í blöðum hérlendis, á vef Ríkiskaupa og á EES-svæðinu. Skilafrestur var 25. október tillögur bárust og voru þær allar metnar. Formlegir fundir dómnefndar voru ellefu auk vinnufunda. Reykjavík 5. desember 2016 Dómnefnd leitaði einkum eftir snjöllum hugmyndum með það að meginmarkmiði að finna tillögu sem leysir viðfangsefnið á heildstæðan hátt með vandaðri og góðri byggingarlist. Einnig að tillagan væri í samræmi við áherslur sem fram komu í samkeppnislýsingu. Ákveðið var að veita þremur tillögum verðlaun, tveimur tillögum viðurkenningu með innkaupum og þremur tillögum viðurkenningu sem athyglisverðar tillögur. Allar vinningstillögur svara væntingum sem lýst er í keppnislýsingu, en niðurstaða dómnefndar er að veita 1. verðlaun tillögu nr. 19 og mælir með henni til frekari útfærslu. Niðurstaða dómnefndar er: Vinningstillögur: 1. verðlaun, kr , tillaga nr. 19, auðkenni verðlaun, kr , tillaga nr. 13, auðkenni verðlaun, kr , tillaga nr. 3, auðkenni Innkeyptar tillögur: Innkaup, kr , tillaga nr. 2, auðkenni Innkaup, kr , tillaga nr. 18, auðkenni Athyglisverðar tillögur: Tillaga nr. 12, auðkenni Tillaga nr. 20, auðkenni Tillaga nr. 22, auðkenni

5 NIÐURSTAÐA DÓMNEFNDAR Viðfangsefni þessarar samkeppni er í senn afar margþætt og vandasamt úrlausnar. Dómnefnd er sammála um að innsendar tillögur hafi verið frumlegar og fjölbreyttar í því að skilgreina mismunandi kosti til úrlausnar þessa flókna verkefnis. Aðdáunarvert er að margar djarfar hugmyndir birtast í tillögunum þótt þær hafi ekki allar komið til álita til verðlauna eða innkaupa. Þessi ríkulega hugmyndavinna tillöguhöfunda gerði störf dómnefndar markvissari en ella og auðveldaði val milli mismunandi lausna. Í hönnunarsamkeppni þar sem taka þarf tillit til sögulegs samhengis jafnframt því að leysa kröfur um sveigjanleika og flókin innbyrðis tengsl innan og milli bygginga verður vart til þess ætlast að ein tillaga leysi fullkomlega öll þau úrlausnarefni sem fram koma í keppnislýsingu og áhersluatriðum dómnefndar. Því var það gleðiefni að margar tillögur leystu á áhugaverðan og ólíkan hátt mörg mikilvægustu álitamál keppninnar. Sú tillaga sem dómnefnd er einhuga um að velja til 1. verðlauna felur í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi er að hrinda í framkvæmd. Jafnframt sýnir hún fram á dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins. Höfundar leitast við að tengja nýbygginguna við sögu Alþingis og þróun byggðar í Kvosinni allt frá landnámsöld. Minjar um upphaf byggðar og minni úr seinni tíma byggingarsögu Reykjavíkur eru dregin fram og mynda samþætta heild með nýrri byggingarlist sem ber samtíð sinni vitni af hógværð og tillitssemi við nánasta umhverfi. Höfundar leggja áherslu á að styrkja og fegra þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins fremur en að skapa ný inn á miðju hans. Tengsl samtíðar við atburði fyrri alda eru viðfangsefni myndlistarverks við aðalinngang og þau endurspeglast jafnframt í hugmynd um lagskipta steinklæðingu á ytra borði aðalbyggingar. Innra skipulag allra hæða er vel leyst og öll vinnurými njóta dagsbirtu og beinnar útloftunar í annars samþjappaðri byggingu. Hringgangur innan hverrar hæðar umhverfis ljósgeil í miðju býður upp á margbreytileg sjóntengsl og sveigjanleika í nýtingu. Í heild er tillagan verðugur merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar fyrir Alþingi á 21. öldinni á líkan hátt og Alþingishúsið við Austurvöll var tákn nýrra tíma í listhugsun og verkmenningu á 19. öld. Við mat dómnefndar á innsendum tillögum kom í ljós að fermetratala sú sem tilgreind var í rýmistöflu keppnislýsingar undir liðnum Önnur rými var að öllum líkindum vanáætluð. Aftur á móti var staðfest, við endurútreikning á stærðum verðlaunaðra tillagna, að nettóstærðir þeirra voru innan eðlilegra stærðarmarka húsrýmisáætlunar. Dómnefnd ákvað að horfa frekar til nettóstærða en brúttóstærða við mat á einstökum tillögum. Dómnefnd þakkar keppendum fyrir þátttökuna og lofsvert framlag. 5

6 ÁHERSLUR OG MAT DÓMNEFNDAR Alls bárust 22 tillögur í samkeppnina og voru allar tillögurnar teknar til dóms. Dómnefnd lagði höfuðáherslu á eftirfarandi atriði við mat sitt á úrlausnum keppenda: Ímynd byggingar sem hluti af húsakosti Alþingis Tengsl byggingarlistar við Alþingishúsið og umhverfi þess Tengsl byggingarlistar við sögu og hlutverk Alþingis Yfirbragð og virðuleiki Alþingisreitsins í heild Staða og áhrif byggingar í borgarmynd Reykjavíkur Aðlögun að og styrking nánasta umhverfis Mótun tengingar við aðlægar byggingar Staðsetning og útfærsla aðalinngangs Viðmót byggingarinnar gagnvart almenningi Mótun ytri rýma, garða og gönguleiða innan reitsins Innra fyrirkomulag og sveigjanleiki í notkun byggingar Greið innri tengsl við samtengd hús Hagkvæmni í viðhaldi og rekstri byggingar Umhverfismál Umferðar-, aðgengis- og öryggismál Heildarlausn og skýr hugmyndafræði tillögunnar Annað sem hafði áhrif á mat dómnefndar var: Útfærsla stækkunar og möguleikar til framtíðarþróunar Myndlistarverk og tengsl þess við bygginguna Stærðarrammi og tillit til gildandi deiliskipulags Við mat sitt á tillögum kaus dómnefnd að greina innkomnar tillögur í fimm flokka eftir meginuppbyggingu og fyrirkomulagi byggingar á lóðinni. Þeir eru: Flokkur L1: Vinkilhús meðfram Vonarstræti og Tjarnargötu. Flokkur L2: Vinkilhús meðfram Vonarstræti og bak við Kirkjustrætishús. Flokkur I: Línulaga bygging frá norðri til suðurs. Flokkur U: U-laga bygging meðfram götum og bak við Kirkjustrætishús. Flokkur O: Bygging sem umlykur inngarð. Tillögur í flokki O þóttu að jafnaði leysa best innri tengsl. Í mörgum þeirra eru sýndar hringtengingar sem gefa fleiri tengimöguleika, einkum innan vinnusvæða þingmanna sem þurfa að hafa ríkan sveigjanleika. Tillögur þessarar gerðar voru flestar ágætlega leystar með 6

7 tilliti til dagsbirtu á vinnusvæðum þar sem húsdýpt var að jafnaði minni en í öðrum lausnum. Á móti gat ytra garðsvæði fyrir almenning innan reits orðið afgangsstærð í sumum þessum tillögum. Tillögur í flokki U teygðu starfsemina oft yfir stærra svæði og því urðu tengingar jafnan lengri. Þessi takmörkun gilti um sumar L1 og L2 tillögurnar. Garðsvæði voru oft ágætlega leyst í þessum tillögum. Helsta vandamál þessara tillagna í flokki I er lausn á stækkunarmöguleikum, þar sem þær taka upp miðju reitsins. Stækkunarmöguleikinn sem keppendum var gert að sýna varð mörgum tillögum fjötur um fót. Nokkrar þeirra sýna mjög góða kosti á viðbyggingum án þess að þær líði fyrir að verða ekki stækkaðar. Margar tillögur leggja til framtíðarbyggingu ofan á samkeppnistillöguna sem dómnefnd fannst sjaldan verða vel heppnuð tilhögun. Tillögur í flokki L2 gerðu ráð fyrir óbyggðu svæði næst Oddfellowhúsi. Dómnefnd fannst þessi lausn mynda fullmikið uppbrot í götumynd Vonarstrætis. Augljóst virðist að síðari áfangi fylli í skarðið, en dómnefnd þótti það lakur kostur í ljósi þess að einhver tími mun líða þar til reiturinn muni verða fullbyggður. Þessar tillögur fóru oft talsvert út fyrir ramma deiliskipulags sem þó útilokaði þær ekki frá því að koma til álita í verðlaunasæti að mati dómnefndar. Staðsetning aðalinngangs var sýnd á ýmsum stöðum í tillögunum og í þeim allflestum var hún í góðu samræmi við innra skipulag byggingar. Dómnefnd telur niðurstöðu keppninnar ekki leiða í ljós að ein staðsetning hafi ótvíræða kosti umfram aðrar. Dómnefnd þótti sú hugmynd áhugaverð að staðsetja aðalinngang í Kirkjustræti 6 í nálægð við Alþingishús og Skála, en í þeim tillögum leið innra skipulag fyrir fjarlægð inngangsins frá meginhluta byggingar meðfram Vonarstræti. Nokkrar tillögur gera fornleifum hátt undir höfði. Þótt í sumum tilvikum kunni að vera um ofmat á mikilvægi þeirra að ræða var dómnefnd mjög jákvæð fyrir þessum hugmyndum. Sýnileiki þeirra tengir oft bygginguna við staðinn og auðvelt að bæta við áhugaverðum upplýsingum frekar en að gera lítið úr þeim. Ýmsar góðar hugmyndir að myndlistarverkum komu fram í keppninni þar sem viðfangsefnið tengdist oftar en ekki sögu og samfélagshlutverki Alþingis. Við yfirferð tillagna valdi dómnefnd eftirfarandi tillögur til sérstakrar skoðunar þ.e. tillögur með raðnúmer 2, 3, 12, 13, 18, 19, 20 og 22. Einnig þóttu eftirfarandi tillögur hafa ýmsar athyglisverðar lausnir tillögur með raðnúmerum 5, 9, 10, 11 og 17. Hér á eftir mun dómnefnd fjalla sértaklega um hverja tillögu fyrir sig og gefa henni umsögn. 7

8 LISTI YFIR TILLÖGUR Vinnunúmer dómnefndar, auðkennisnúmer tillögu, verðlaun og viðurkenningar. TILLÖGUR Tillaga Tillaga INNKAUP Tillaga VERÐLAUN Tillaga Tillaga Tillaga Tillaga Tillaga Tillaga Tillaga Tillaga Tillaga ATHYGLISVERÐ TILLAGA Tillaga VERÐLAUN Tillaga Tillaga Tillaga Tillaga Tillaga INNKAUP Tillaga VERÐLAUN Tillaga ATHYGLISVERÐ TILLAGA Tillaga Tillaga ATHYGLISVERÐ TILLAGA 8

9 SAMKEPPNISTILLÖGUR UMSAGNIR DÓMNEFNDAR

10 1. VERÐLAUN Tillaga nr. 19 Auðkenni 97541

11 HÖFUNDAR: Arkitektar Studio Granda Listskreyting: Kristinn E. Hrafnsson Megininntak tillögunnar Tillöguhöfundar leggja áherslu á að styrkja þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins fremur en að skapa ný inn á miðju hans. Samþjöppuð bygging við Vonarstræti fylgir deiliskipulagi í höfuðatriðum. Ljósgarður er færður til svo hann njóti betur sólar. Bent er á hagkvæmni þess að nýta dýrmæta lóð norðan Oddfellowhúss undir framtíðarbyggingu fremur en útisvæði sem lendir í skugga. Að öðru leyti er lítið fjallað um mótun ytra rýmis, gönguleiða og garða innan reitsins í heild. Tilsýndar skiptist nýbyggingin í þrjá hluta til samræmis við fínlegan mælikvarða byggðar í Kvosinni. Meginhlutinn snýr að horntjörn ráðhúss sem myndar forgrunn. Framhliðin er brotin upp í tvo hluta með ljósgeil á milli þar sem eru gróðurreitir og léttar tengibrýr á mismunandi hæðum. Önnur hliðin að ljósgarði er skásett sem skapar spennu og tilbreytni í annars formföstu útliti. Skrifstofa þingforseta er í stálklæddu húsi sem myndar tengingu á milli nýbyggingar og eldri húsa við Kirkjustræti. Höfundar leitast við að tengja nýbygginguna við sögu Alþingis og byggðar í Kvosinni. Fornleifar frá landnámsöld verða sýnilegar í og við anddyri nýbyggingar og á leið vegfarenda um Tjarnargötu. Saga staðarins endurspeglast jafnframt í lagskiptri steinklæðingu aðalbyggingar og málmhjúp forsetahúss. Tengsl fortíðar og samtíðar eru viðfangsefni myndlistarverks við aðalinngang. Aðalbyggingin er klædd mislitum náttúrusteini með vísan til útlits Alþingishúss og Skála. 11

12 12 Sá hluti nýbyggingar sem opinn er almenningi er á götuhæð. Aðalinngangur á horni Tjarnargötu liggur vel við mikilvægri gönguleið inn í Kvosina. Gólfsíðir gluggar fundarherbergja á götuhæð árétta tengsl þings við almenning en geta valdið ónæði utanfrá. Innra skipulag byggingar er í aðalatriðum vel leyst. Ljósgeil gerir að verkum að öll vinnurými njóta dagsbirtu, útloftunar og tengsla við umhverfi í annars samþjappaðri byggingu. Aðgreining opinna og lokaðra svæða er skýr. Hringgangur milli húshluta á vinnusvæðum þingflokka á 3. og 4. hæð býður upp á tilbreytni og sveigjanleika. Hugmynd um matsal og líkamsrækt sem friðsælan griðastað á þakhæð nýbyggingar er áhugaverð. Stærð fatahengja og snyrtinga á götuhæð er nokkuð yfirdrifin. Ráðstefnusalur er með tvöfaldri lofthæð sem er kostur.

13 Niðurstaða Tillagan er fagmannlega unnin heildarlausn í háum gæðaflokki sem fellur vel að nánasta umhverfi og svarar flestum áhersluatriðum dómnefndar. Helsti veikleiki hennar felst í tengingu nýbyggingar við önnur hús þingsins. Höfundar kjósa að sýna ekki útfærða lausn á tengigangi við Skála. Þess í stað er lagt til að hann verði leystur sem hluti framtíðarstækkunar á reit norðan Oddfellowhúss. Hugmynd um tímabundna tengingu um ganga Kirkjustrætishúsa er óraunhæf. Þá er húsrými í nýrri millibyggingu við Kirkjustræti illa nýtt og sá hluti tillögunnar þarfnast endurskoðunar. Jafnframt þarf að skoða nýtingu lóðar og útfæra nánar opin svæði innan reitsins. Ofangreindir ágallar eru þess eðlis að unnt er að leysa þá við nánari úrvinnslu án verulegra breytinga á aðalhluta nýbyggingar. Hugmynd um framtíðarstækkun við hlið tengigangs og miðlægt innan reits býður upp á mikla möguleika og raskar ekki þeim byggingarhluta sem fyrir er. Skilyrði fyrir vali tillögunnar í 1. sæti er að yfirbyggður tengigangur við Skála verði hluti af þessum áfanga eins og tilgreint er í keppnislýsingu. 13

14 2. VERÐLAUN Tillaga nr. 13 Auðkenni 30186

15 HÖFUNDAR: T.ark arktektar Hönnunarteymi: Hildur Steinþórsdóttir Michael Blikdal Erichsen Halldór Eiríksson Sóley L. Brynjarsdóttir Listskreyting: Hildigunnur Birgisdóttir Unnar Örn Auðarson Glerjungahönnun: Studio Brynjar og Veronica Bjarnheiður Jóhannsdóttir Aðstoð og ráðgjöf: Ásgeir Ásgeirsson, Ivon S. Cilia, Ísak Toma, Kristjana M. Einarsdóttir, Særós Sigþórsdóttir, Sæunn Ágústa Birgisdóttir Megininntak tillögunnar L-laga nýbygging á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis myndar ramma um Alþingisreitinn og umlykur nýtt opið almenningsrými í miðborginni, Almenning, milli Skála og nýbyggingar. Rýmið tengist gönguleiðum þvert yfir reitinn og á að verða staður þar sem fólkið og kjörnir fulltrúar þess mætast í daglegu amstri. Í Almenningi er myndlistarverk samsett úr nokkrum ólíkum hlutum, m.a. gróðurskála og gufubrunni. Vísbending er um mótaða landslagshönnun innan reits sem ekki er nánar útfærð. Nýbyggingin hefur andstæðar hliðar með ólíku yfirbragði. Út á við hefur hún agað og formfast útlit sem er vel útfært og minnir á klassískar, reykvískar steinbyggingar frá fyrri hluta 20. aldar. Hliðin sem snýr inn að reitnum er opin og gegnsæ með samfelldum glerfleti sem brotinn er upp á fjölbreytilegan hátt. Hlið að Vonarstræti sem nær að Oddfellowhúsi tekur mið af vegghæð þess og er auk þess brotin upp með glerfleti. Sá hluti sem liggur að götuhorni er fullar fimm hæðir og myndar eins konar turn. Ytri hliðar eru klæddar grágrýti í mismunandi grófleika sem vísar til útlits Skála og þinghúss. Yfir aðalinngangi er skjaldarmerki Íslands steypt í bronsklæddan flöt. Álma við Tjarnargötu stallast niður að Kirkjustrætishúsum. Þrílyftur hluti nýbyggingar gengur fast upp að bakhlið Skúlahúss sem kallar á vandleystar útfærslur á tengingu húsanna. 15

16 16 Inngangur nýbyggingar er í tengibyggingu á milli eldri húsa í Kirkjustræti. Aðkoma úr þeirri átt hefur ýmsa kosti. Hún liggur vel við Fógetagarði, Austurvelli og tengigangi milli bygginga þingsins. Það að anddyrið liggur utan hins L-laga meginhluta byggingar veldur þó ýmsum vandamálum í innra skipulagi. Gönguleiðir innan almenningshluta götuhæðar eru langar og tengsl anddyris við lyftur og stigahús eru ógreið. Ókostur er hversu löng leið er frá biðsvæði gesta í anddyri að fundarherbergjum þingnefnda, sem auk þess dreifast á tvær hæðir. Engir inngangar eða uppbrot í formi eru á úthliðum götuhæðar við Vonarstræti og Tjarnargötu. Fyrir vikið er viðmót byggingarinnar lokað á þeim hliðum. Ekki er sýndur inngangur úr Almenningi inn í anddyri sem er galli í ljósi þess hlutverks sem garðinum er ætlað. Breiður útistigi frá garði upp á þakgarð á 1. hæð tengist ekki beint umferðarkerfi hússins. Innra skipulag vinnu- og fundarsvæða á efri hæðum hússins er vel leyst. Skipan herbergja er einföld og býður upp á sveigjanleika í nýtingu. Glerjaðir innveggir að gangi og op í gólfi milli hæða opna fyrir sjóntengsl milli vinnusvæða og þrívíddarmynd vekur fyrirheit um aðlaðandi starfsumhverfi. Sýndir eru möguleikar á framtíðarstækkun hússins við tengigang og ofan á þakgarði 1. hæðar. Seinni kosturinn rýrir gæði fyrri byggingaráfanga, skerðir dagsbirtu innanhúss og lokar á sjóntengsl við Almenning.

17 Niðurstaða Helsti styrkur tillögunnar felst í útlitshönnun sem fellur vel að ríkjandi byggingarstíl í Kvosinni og öðrum byggingum Alþingis hvað efnisnotkun varðar. Vinnusvæði á efri hæðum eru mjög vel leyst en verulegir ágallar á innra skipulagi götuhæðar. Úrlausn á þeim kallar á uppstokkun á herbergjaskipan 1. og 2. hæðar og mögulega ytra formi þess hluta sem snýr inn að miðju reits. Hluti framtíðarstækkunar rýrir verulega gæði fyrri áfanga. 17

18 3. VERÐLAUN Tillaga nr. 3 Auðkenni 11266

19 HÖFUNDAR: PKdM arkitektar Pálmar Kristmundsson Fernando de Mendonca Björg Halldórsdóttir Hjalti Guðlaugsson Massimo Munari Listskreyting: Egill Sæbjörnsson Megininntak tillögunnar Höfundar leggja áherslu á tvíþætt hlutverk byggingarinnar sem skrifstofuhúss og tengingar almennings við þingið. Eins konar ás eða dregill með gólflögn úr grágrýti gengur þvert í gegnum bygginguna og tengir aðkomuleiðir frá Vonarstræti og Kirkjustræti. Hluti ássins er forsalur sem nær upp í gegnum fjórar hæðir. Inn af honum er útigarður með vatnsfleti. Sýnd er ný gönguleið um sund milli nýbyggingar og Oddfellowhúss og áfram þvert yfir reitinn. Gönguleiðin, sem tengist ekki húsinu, markast af upphleyptum grashólum og miðsvæðis á reitnum er útilistaverk, Steinvalan. Rúmtak hússins er brotið upp til samræmis við mælikvarða nálægra bygginga. Byggingin er fullar fimm hæðir við Vonarstræti en stallast niður í átt að Kirkjustrætishúsum. Efri hæðir eru klæddar glerhjúp með áföstum lóðréttum renningum úr grágrýti sem vísa í stuðlaberg og hamraveggi Almannagjár á Þingvöllum. Renningarnir brjóta upp yfirborðsflötinn auk þess að skýla glerhjúpnum fyrir veðrun og sólarálagi. Grágrýtið myndar tengingu við útveggi Alþingishúss og Skála. Vegghjúpurinn er hugvitsamlega útfærður en myndar skarpa andstæðu við byggingarstíl og yfirbragð eldri bygginga á reitnum. Nútímalegt útlit byggingarinnar stingur nokkuð í stúf við umhverfið en sem slíkt er það vel leyst og áhrifamikið. 19

20 Götuhæð hússins er steinklædd og koparklæddur flötur vísar leið að opnum og aðgengilegum aðalinngangi Vonarstrætismegin. Gólfsíður gluggi við hlið inngangs opnar sýn inn í forsal og eftir ásnum þvert yfir reitinn. Inn af anddyri opnast háreistur og tilkomumikill forsalur sem allar leiðir innanhúss hverfast um. Salurinn er opinn almenningi auk þess að vera biðstofa gesta. Innra skipulag byggingar er vel leyst og umferðarleiðir skilvirkar. Ókostur er að aðeins eitt nefndarherbergi er á götuhæð. Hin nefndarherbergin dreifast á 2. og 3. hæð og fyrir vikið verða skil milli helgunarsvæða almennings og starfsfólks óljós á efri hæðum. Þá dregur það úr sveigjanleika að fundarherbergi á efri hæðum eru öll í einum hnapp öðrum megin ássins og því aðskilin frá skrifstofum þingmanna. Skrifstofur þingmanna og þingflokka á hæð fullnægja ekki þörf fyrir fjölda starfseininga. Höfundar leggja ríka áherslu á að lágmarka vistspor byggingarinnar og neikvæð umhverfisáhrif. Gert er ráð fyrir framtíðarstækkun meðfram ásnum að austanverðu. Við stækkunina verður útigarður með vatnsfleti aflokaður ljósgarður. Jafnframt verður til óslitin hringtenging á efri hæðum sem bæta mun innra flæði og stytta gönguleiðir milli starfsstöðva. Stækkunin kallar ekki á verulegt rask á fyrri byggingaráfanga. 20

21 Niðurstaða Af tillögum sem leggja til opið rými eða gjá þvert yfir reitinn felur þessi í sér bestu heildarlausnina auk möguleika á stækkun án þess að raska fyrri áfanga byggingar. Jafnframt er hún verðugur fulltrúi fyrir tillögur með nútímalegri útlitshönnun án formrænnar skírskotunar til stíls eldri bygginga. Útlit hússins er þó líklegt til að verða umdeilt á þessum viðkvæma stað. Galli er að nokkuð vantar upp á tilskilinn fjölda skrifstofa og að vinnustöðvar eru að hluta til sýndar í opnu rými. 21

22 INNKAUP Tillaga nr. 2 Auðkenni HÖFUNDAR: KURTOGPI Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason arkitekt EPFL-FAÍ Garðar Snæbjörnsson arkitekt FAÍ og Ólafur Baldvin Jónsson BA í arkitektúr Listskreyting: Hreinn Friðfinnsson Ragna Róbertsdóttir Megininntak tillögunnar Höfundar leitast við að styrkja borgarvef og göturými miðbæjarins þar sem hús frá ólíkum tímaskeiðum mynda samofna heild. Hábygging við Vonarstræti tekur mið af formgerð og mælikvarða Oddfellowhúss og randbyggðra steinsteypuhúsa í Kvosinni. Innar á reitnum er lágbygging sem tengist Skála og Kirkjustrætishúsum. Báðir hlutar nýbyggingar hafa samræmt og formfast yfirbragð með skírskotunum í hlutföll og einkenni bygginga á Alþingisreit. Aðalinngangur er staðsettur andspænis inngangi ráðhúss frá Vonarstræti. Til hliðar er gönguleið að torgi á miðjum reit milli nýbyggingar og Skála. Samsíða henni eru opin súlnagöng á götuhæð lágbyggingar og yfir þeim svalir á 2. hæð sem tengjast veitingasal og gangi. Súlnagöngin mynda taktfastan og virðulegan ramma utan um garðinn og jafnframt formræna tengingu við Alþingishús og Kringlu. Tjarnargötumegin er lágbyggingin dregin frá götunni svo til verður aflokaður garður milli hábyggingar og Skúlahúss. Fyrir vikið þrengir hábyggingin ekki að timburhúsinu og gatan fær mildara yfirbragð. Fínlegar teikningar vitna um aðlögun nýbygginga að mælikvarða og útliti eldri bygginga innan reits en útlitsmyndir gefa ekki sannfærandi mynd af yfirbragði tillögunnar að mati dómnefndar. 22

23 Innra skipulag byggingar er einfalt og skilvirkt. Samgönguleiðir eru greiðar og skýr skil eru á milli helgunarsvæða almennings og starfsfólks. Innra skipulag vinnusvæða á efri hæðum er sveigjanlegt og breytingar auðveldar. Ráðstefnusal er gefið sérstakt vægi með tvöfaldri lofthæð og gluggum að garði við Tjarnargötu. Útfærsla tengigangs, mötuneytis, yfirbyggðra svala og opins súlnagangs umhverfis torg eða klausturgarð á miðjum reit felur í sér mótaða hugmynd um formræna og rýmislega tengingu bygginga þingsins í samræmda heild. Sýnd er módelmynd af framtíðarstækkun sem fyllir að mestu upp í lokaðan garð næst Tjarnargötu auk þess að hvíla ofan á hluta lágbyggingar. Stækkunin kallar á breytingar sem rýra gæði fyrri byggingaráfanga, garður við Tjarnargötu hverfur og aðliggjandi fundarrými missa dagsbirtu og sjóntengsl út á við. Niðurstaða Styrkur tillögunnar felst í vel útfærði hugmynd um tengingu bygginga Alþingis í samræmda og samvirka rýmisheild og aðlaðandi útfærslu á görðum og gönguleiðum almennings innan reitsins. Innra skipulag er jafnframt skilvirkt. Helstu veikleikar eru lausn á framtíðarstækkun sem rýrir verulega gæði fyrri áfanga og útlitshönnun hábyggingar sem er ósannfærandi að mati dómnefndar. 23

24 INNKAUP Tillaga nr. 18 Auðkenni HÖFUNDAR: TRÍPÓLÍ ARKITEKTAR Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt ETH,FAÍ Guðni Valberg, arkitekt FAÍ, Jón Davíð Ásgeirsson, arkitekt FAÍ Megininntak tillögunnar Nýbygging með tveimur álmum af ólíkri gerð myndar ásamt eldri húsum á reitnum þétta þyrpingu fjölbreyttra húsa með ólíkum rýmum og útisvæðum, eins konar þingþorp. Álmur hússins mynda vinkil og umlykja sólríkan almenningsgarð sem opnast til suðurs á móti Vonarstræti og inngangi ráðhúss. Hærri álma við Tjarnargötu er borgarhús í anda reykvískrar steinsteypuklassíkur sem kallast á við randbyggð við Tjarnargötu. Lægri álman er timburklædd bygging á miðjum reit, samsíða timburhúsum við Kirkjustræti. Hluti hennar er utan byggingarreits sem markaður er í deiliskipulagi. Aðalinngangur snýr að Tjarnargötu á þeim stað þar sem álmur nýbyggingar mætast. Sú staðsetning er heppileg með tilliti til hins L-laga húsforms og fyrir vikið verða allar umferðarleiðir um húsið greiðar og skilvirkar. Anddyrið snýr gluggum inn að garði en ekki er sýndur inngangur úr þeirri átt. Á götuhæð við horn Vonarstrætis er gert ráð fyrir þjónustu opna almenningi, t.d. kaffihúsi, sem ekki tengist starfsemi Alþingis. Byggingin hefur aðlaðandi viðmót á götuhæðum en útlitshönnun einstakra húshluta og formræn samsetning þeirra er ekki að öllu leyti vel heppnuð að mati dómnefndar. 24

25 Styrkur tillögunnar liggur í skilvirku innra skipulagi og vel útfærðri hugmynd um nefndahús og forsal sem myndar tengingu við Skála og húsin við Kirkjustræti. Í stað svífandi glergangs er tengingin hluti af lægri álmunni þar sem fundarherbergjum nefnda er skipað niður á tvær hæðir. Greið leið er þaðan um glergang á 2. hæð yfir í Skála og hins vegar að hringlaga stiga skrifstofuálmu. Samfelldur gluggaveggur forsalar opnar fallega sýn innan úr húsinu á bakhliðar Kirkjustrætishúsa handan aflokaðs garðs með trjágróðri. Gömlu húsin mynda þannig aðra hlið forsalar á tveimur hæðum sem jafnframt er tengileið milli nýbyggingar og þinghússins. Tillagan sýnir mögulega framtíðarstækkun við Vonarstræti í bilinu milli nýbyggingar og Oddfellowhúss. Bygging á þeim stað er líkleg til að varpa skugga á opna almenningsgarðinn og rýrir því verulega gildi þeirrar hugmyndar. Niðurstaða Styrkur tillögunnar liggur í skilvirku innra skipulagi, vel leystum tengingum milli bygginga og glæsilega útfærðri hugmynd um forsal nefndahúss sem tengingu anddyris nýbyggingar við Skála og eldri hús við Kirkjustræti. Útlitsmótun byggingar og samsetning ólíkra húsforma er helsti veikleiki tillögunnar ásamt hugmynd um framtíðarstækkun sem rýrir gildi hugmyndar um almenningsgarð við Vonarstræti. 25

26 ATHYGLISVERÐ TILLAGA nr. 12 Auðkenni HÖFUNDUR: Karl Kvaran, arkitekt og skipulagsfræðingur Hönnunarhópur: Karl Kvaran Sahar Ghaderi Sepideh Haji Yousefi Armin Shirkhani Omid Vakilpour Eshan Keramati Niloufar Rahimi Markmið tillögunnar er að skapa byggingu og svæði umhverfis hana sem ætlað er að styrkja miðbæinn og bæta borgarumhverfið. Meginhugmyndin felst í Almannagjá sem er yfirbyggt almenningsrými á jarðhæð. Þar er rýmum haganlega fyrir komið og sá hluti hæðarinnar sem er opinn almenningi er aðlaðandi og í góðum tengslum við miðlægan garð þar sem aðalinngangur er staðsettur. Byggingin er eingöngu þrjár hæðir og því verður grunnflötur hennar nokkuð stór. Skrifstofur og fundarherbergi á efri hæðum líða fyrir það því þar verður nokkur fjöldi rýma gluggalaus. Byggingunni er ætlað að bæta götumyndir aðliggjandi gatna og kjósa höfundar að útfæra allar hliðar með sama hætti og mynda þannig samfellu á mismunandi húshliðum. Að mati dómnefndar tekst þetta ekki sem skyldi. 26

27 ATHYGLISVERÐ TILLAGA nr. 20 Auðkenni HÖFUNDAR: ARKÍS arkitektar ehf. Hönnunarteymi: Arnar Þór Jónsson, arkitekt FAÍ Björn Guðbrandsson, arkitekt FAÍ Listskreyting: Finnbogi Pétursson myndlistarmaður Aðstoð og ráðgjöf: Aðalsteinn Snorrasson, arkitekt FAÍ Egill Guðmundsson, arkitekt FAÍ Höfundar tillögunnar hafa tengsl Alþingis við Þingvelli og náttúruna þar að leiðarljósi. Sá innblástur er mjög skýr í nokkurs konar Almannagjá sem gengur í gegnum bygginguna og myndar almenningsrými utandyra. Tillagan er á margan hátt áhugaverð, t.d. skírskotanir í formgerð núverandi bygginga og áhrif gönguleiða o.fl. á reitnum á mótun byggingarinnar. Innra fyrirkomulag er almennt vel leyst og áhrif náttúrunnar á grunnmyndir eru skemmtileg. Að mati dómnefndar er gerð og uppbygging útveggja með náttúrusteini athyglisverð sem hugmynd en heildaryfirbragð byggingarinnar verður full drungalegt og útlit einsleit. 27

28 ATHYGLISVERÐ TILLAGA nr. 22 Auðkenni HÖFUNDUR: Arkibúllan og Ydda Arnar Grétarsson BA í arkitektúr Hildur Ýr Ottósdóttir EPF - FAÍ Hjördís Sóley Sigurðardóttir FAÍ Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir FAÍ Hrefna Björg Þorsteinsdóttir FAÍ Margrét Leifsdóttir FAÍ Listskreyting: Gísli Hrafn Magnússon Landslagsarkitekt: DLD Dagný Bjarnadóttir Aðstoð og innblástur: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fyrrv. forseti Alþingis Tillagan sækir innblástur í fornminjar á reitnum og áhrif þeirra skína í gegnum bygginguna, bæði formrænt og í mjög sérstakri hugmynd um gerð og notkun byggingarefnis. Byggingunni sem umgjörð listaverka í eigu Alþingis er gert mjög hátt undir höfði. Útlit byggingarinnar er fágað og nokkuð sígilt. Þrátt fyrir sterkar skírskotanir í sögu Alþingis og svæðið sjálft þá er byggingin fremur innhverf og tengsl hennar við nærumhverfið eru ekki skýr. Innra fyrirkomulag er ágætlega leyst. Heildarlausn tillögunnar er áhugaverð og framsetning tillögunnar er sérstaklega falleg. 28

29 AÐRAR TILLÖGUR UMSAGNIR DÓMNEFNDAR

30 TILLAGA nr. 1 Auðkenni HÖFUNDAR: Magnús Jensson, arkitekt og Kristleifur Björnsson, myndlistarmaður Tillagan gerir ráð fyrir bogadregnu vinkilhúsi sem dregur sig inn á Alþingisreitinn og sýnir mikil frávik frá samþykktu deiliskipulagi. Ekki er gert ráð fyrir að byggja við lykilhorn reitsins á mótum Vonarstrætis og Tjarnargötu, heldur er hornið skilið eftir sem byggingarreitur fyrir næsta áfanga. Tengingar innanhúss og við eldri byggingar eru ágætlega leystar og hugmynd um grasi lögð fundarrými er frumleg. Byggingin virkar stakstæð í nærumhverfinu og talar hvorki við form aðlægra bygginga né götumyndir. Þá endurspeglast í innra sem ytra skipulagi tillögunnar að bogadregin form byggingarinnar þjóna ekki vel tilgangi hennar og hlutverki, þótt hugmyndin gæti átt við í öðru samhengi. 30

31 TILLAGA nr. 4 Auðkenni HÖFUNDAR: Árný Árnadóttir, landslagsarkitekt cand.arch Margrét Björg Guðnadóttir, arkitekt cand.arch Sindri Þorkelsson, arkitekt cand arch Tillagan er að sögn höfunda unnin út frá hugmynd um samspil tímans og sækja framhliðar byggingarinnar lögun sína í klettabelti Almannagjár. Byggingin er línuleg frá norðri til suðurs með innigarði, sem þó er gert ráð fyrir að lokist af við stækkun byggingarinnar. Hæst rís byggingin við Vonarstræti en lækkar í átt að gömlum timburhúsum við Kirkjustræti og lagar sig þannig að aðlægum byggingum. Byggingin er látin rísa og opnast við aðalinngang á mótum Vonarstrætis og Tjarnargötu og tengingar milli ólíkra hluta bygginga eru um sumt ágætlega leystar. Ýmsu er hins vegar ábótavant í innra skipulagi. Að mati dómnefndar er útlit byggingarinnar mjög framandi og talar ekki við nærumhverfið. 31

32 1. HÆÐ TILLAGA nr. 5 Auðkenni HÖFUNDAR: Borghildur Indriðadóttir, stud.ark. Vilhjálmur Hjálmarsson, arkitekt FAÍ Ráðgjafar: Björg Vilhjálmsdóttir, grafískur hönnuður Borghildur Óskarsdóttir, myndlistarmaður Kristján S. Guðmundsson, verkfræðingur FVFÍ Tillagan gerir ráð fyrir tvískiptri vinkilbyggingu á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis með glerjaða gjá á milli. Aðalinngangur er frá Vonarstræti að forsal sem liggur í gegnum glerbygginguna, eða gjána í garði miðrýmisins. Milli nýbyggingar og eldri bygginga á reitnum er útisvæði. Yfir útisvæðinu gerir tillagan ráð fyrir svífandi glergangi, sem tengir ólíkar byggingar. Áfast glerganginum í miðjum garðinum verður hringlaga hús forseta Alþingis, sem er áhugaverð en ekki sannfærandi hugmynd. Hugmyndin um glerjaða gjá er hugkvæm og tengingar milli bygginga og innra skipulag er um margt ágætlega leyst. Að mati dómnefndar hefur útfærsla á útliti byggingarinnar hins vegar ekki tekist sem skyldi. 32

33 TILLAGA nr. 6 Auðkenni HÖFUNDAR: ARKTIKA Ingunn Hafstað, arkitekt Sigríður Maack, arkitekt Listskreyting: Svava Björnsdóttir, myndhöggvari Markmið tillögunnar er að nýbyggingin myndi heildstæðan og látlausan bakgrunn fyrir núverandi hús Alþingis á reitnum. Tillagan gerir ráð fyrir vinkilbyggingu sem liggur meðfram Tjarnargötu og í átt að Skála. Aðalinngangur í Kirkjustræti 6, anddyri og innra skipulag jarðhæðar er að mörgu leyti vel leyst. Í stað tengibyggingar gerir tillagan ráð fyrir að núverandi tengigangur úr kjallara Skála sé breikkaður. Í útfærslu gangsins er fléttuð áhugaverð hugmynd um ljósbrunna, sem vísa í brunna undir rótum Asks Yggdrasils, og ganga upp úr tengigangi inn í miðlægt garðrými reitsins. Tillagan gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni á norðurhluta reitsins en nýbyggingin er ekki löguð að aðliggjandi húsum á sannfærandi hátt. 33

34 TILLAGA nr. 7 Auðkenni HÖFUNDAR: ZIS AS Í tillögunni er sett fram hugmynd um opinn virkismúr sem afmarkar reitinn. Á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu er gert ráð fyrir fjögurra hæða byggingu með þingmannaskrifstofum og fundarherbergjum. Hugmynd um brúarbyggingu sem tengir Skála og nýbyggingu í stað glergangs er áhugaverð. Í brúarbyggingunni er fundarherbergjum nefnda komið fyrir á glerjaðri jarðhæð í beinni tengingu við almenningsgarð sem er rammaður inn af opna virkismúrnum í suðri. Að mati dómnefndar eru útlit og form byggingarinnar framandi og rýmin í kringum bygginguna virðast ekki fullmótuð. 34

35 TILLAGA nr. 8 Auðkenni HÖFUNDAR: Birkir Ingibjartsson, arkitekt MSA James John Hamilton, arkitekt Listskreyting: Sara Riel, myndlistarmaður Höfundar tillögunnar leggja áherslu á samband Alþingis og borgarinnar og gerir tillagan ráð fyrir að húsnæðinu sé skipt upp í ólíkar einingar sem sitja á sameiginlegri og lifandi jarðhæð. Upp frá jarðhæðinni rísa byggingar sem stakstæðar einingar og mynda uppbrotna randbyggð. Nefndahluti Alþingis er fyrirhugaður í byggingu við Tjarnargötu, skrifstofa forseta við Kirkjustræti og þingmannaskrifstofur í byggingu við Vonarstræti. Tillagan er um margt djörf og afgerandi og leggur m.a. til að öll skrifstofurými séu opin og að engar tengingar skuli verða milli nýbyggingar við eldri byggingar á reitnum. Framsetning þessara lausna sem og uppskipting húsnæðis í stakstæðar einingar virka þó ósannfærandi að mati dómefndar. 35

36 TILLAGA nr. 9 Auðkenni HÖFUNDAR: Jose Manuel Guerrero Vega, arkitekt Amalia Ogando Herranz Laura Villasante Guerrero Raquel Gonzales Montejano Tillagan gerir ráð fyrir samþjappaðri O-laga byggingu. Gegnum bygginguna ganga þrír innanhússgarðar, sem veita birtu inn í rými ólíkra hæða. Aðkoma og innra skipulag er að ýmsu leyti vel leyst. Hæð byggingar lagar sig að hæð Oddfellowhússins, en hún fellur ekki að öðru leyti að aðlægum byggingum og ekkert uppbrot er á hæðum byggingarinnar. Framhliðar á jarðhæðum við Tjarnargötu og Vonarstræti eru dauðar og viðmótið lokað. Að mati dómnefndar fellur útlit tillögunnar ekki vel að umhverfinu. 36

37 TILLAGA nr. 10 Auðkenni HÖFUNDAR: HASSELL Studio Tillagan sýnir O-laga byggingu með opið miðrými, sem veitir inn birtu og skapar tengsl milli hæða. Syðsti hluti byggingarinnar hvílir á sverum súlum. Jarðhæðin við Vonarstræti er því opið rými og myndar eins konar torg undir byggingunni. Á torginu eru þrep sem leiða upp í miðrými byggingarinnar og þjóna einnig tilgangi sem sæti á torginu. Gagnsær hjúpur umlykur efri hæðir byggingarinnar og rís efsta hæðin hátt mót Tjarnargötu. Tillagan er að mörgu leyti áhugaverð og með ýmsa kosti en byggingin er sett fram sem stakstæð eining í samhengi Alþingisreitsins. Texti greinargerðar er óskýr. 37

38 TILLAGA nr. 11 Auðkenni HÖFUNDAR: A2F arkitektar Aðalheiður Atladóttir, arkitekt FAÍ Falk Krüger, arkitekt HAK Filip Nosek, arkitekt BDA Starfsfólk: Anna Björg Sigurðardóttir, Evelyne Culcay, Eyleen von Sehren, Manuel Colletti, Philpp Stargala, Simon Joscha Flender Ráðgjöf: Birkir Einarsson, landslagsarkitekt FÍLA Listskreyting: Jóhanna Þorkelsdóttir, myndlistarmaður Samtal við samfélag er yfirskrift tillögunnar og endurspeglar það markmið höfunda að skapa byggingu sem veitir almenningi innsýn í störf þingmanna og brúar bilið á milli þeirra og almennings. Rýmum sem almenningur hefur aðgang að er nokkuð vel fyrir komið á jarðhæð hússins sem vefur sig á þrjá vegu utan um nýjan garð þaðan sem góð innsýn er í bygginguna. Skrifstofurými á efri hæðum eru ágætlega útfærð og bjóða upp á sveigjanleika. Uppbrot í byggingunni, misháir húshlutar og hallandi þök kallast á við umhverfið hvað varðar hlutföll og stærðir og byggingin tekur tillit til litlu húsanna í kringum hana. Að mati dómnefndar er útlit hússins hins vegar ekki sannfærandi. 38

39 TILLAGA nr. 14 Auðkenni HÖFUNDAR: JÖRN SCHÜTZE KS ARKITEKTFIRMA MAA MDD Jörn Schutze, arkitekt MAA MDD Benjamin Avdic, cand bach arch Neematullah Azizullah, bach arch Janis Kanins, bach const arch Verkfræðingar: MOE AS RÅDGIVENDE INGENIÖRER DK Ole Mikkelsen Mads Hulmose Wagner Michael Stokholm Veng Edda María Viginsdóttir Tillöguhöfundar hanna bygginguna með það í huga að hún falli að umhverfinu og þrengi hvergi að núverandi húsum þannig að þau fái notið sín áfram. Afgerandi form byggingarinnar og glerhjúpur sem umlykur hana koma hins vegar í veg fyrir að þetta markmið náist því hún fellur hvorki vel að byggingum né göturýmum á milli þeirra. Umhverfisvænar lausnir í hönnun hússins eru áhugaverðar og vel rökstuddar. 39

40 TILLAGA nr. 15 Auðkenni HÖFUNDAR: SEI Aðaleinkenni tillögunnar er hvít dúkklæðning sem hylur vestur- og suðurhlið hennar. Dúkarnir eru tilvísun í fiskveiðihefð þjóðarinnar og um margt skemmtileg hugmynd. Það er þó mat dómnefndar að útfærsla klæðningarinnar hafi ekki tekist vel og byggingin virkar mjög framandi í umhverfinu. Í grunnmynd jarðhæðar má finna áhugaverðar útfærslur. Skrifstofurými á efri hæðum eru aftur á móti að miklu leyti á skjön við forskrift og uppfylla illa kröfur samkeppnislýsingar. 40

41 TILLAGA nr. 16 Auðkenni HÖFUNDAR: Björn H. Jóhannesson, arkitekt FAÍ Þrívíddarmyndir: Páll Heimir Pálsson Tillagan sýnir þriggja hæða hús með inngörðum á efri hæðum. Tillagan er ekki nægjanlega unnin og framsetning er óskýr. Því er erfitt að átta sig á innra fyrirkomulagi byggingarinnar, mælikvarða hennar sem og tengslum hennar við nágrennið. 41

42 TILLAGA nr. 17 Auðkenni HÖFUNDAR: Plan 21 ehf - BÓ arkitektar Björn Stefán Hallsson, arkitekt FAÍ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkit. FAÍ Tvíhorf Gunnar Sigurðsson, arkitekt FAÍ, Helgi Steinar Helgason, arkitekt FAÍ, Katla Maríudóttir, arkitekt FAÍ, Karítas Möller, arkitekt FAÍ Listskreyting: Elín Hansdóttir Tillagan sýnir byggingu sem er ætlað að endurspegla byggingarlist samtímans, en þó eru formrænar skírskotanir í nærliggjandi hús. Tillagan er áhugaverð og grunnmyndir eru ágætlega leystar, sérstaklega jarðhæð þar sem gott samspil næst milli byggingar og garða inni á reitnum. Mjög afgerandi og sterk form sem einkenna tillöguna samrýmast illa borgarmynd og ímynd Alþingis. 42

43 TILLAGA nr. 21 Auðkenni HÖFUNDAR: Thomas Skinnemoen Anders Björneseth Í tillögunni er leitast við að tengja saman mismunandi byggingar Alþingis á lágstemmdan en virðulegan hátt. Unnið er með fremur strangt form sem gengur nokkurn veginn upp í grunnmyndum byggingarinnar en ekki eins vel í útliti hennar. Fyrir vikið verður byggingin mjög afgerandi í umhverfinu og fellur ekki vel að núverandi byggð. 43

44 Grafísk hönnun: Elsa Nielsen, nielsen.is Prentun: Oddi

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES 2 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.... 6 1.1. Aðdragandi.... 6 1.2. Aðalskipulag.... 8 1.3. Deiliskipulag í gildi.... 8 1.4. Önnur svæði.... 8 1.. Samkeppnistillaga....

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Vogabyggð - svæði 1 Deiliskipulag Skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð. Útgáfa 08,

Vogabyggð - svæði 1 Deiliskipulag Skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð. Útgáfa 08, Vogabyggð - svæði 1 Deiliskipulag Útgáfa 08, 11 05 2017 Samþykktar- og staðfestingarferli... 2 1 Deiliskipulag... 3 1.1 Hönnun og uppdrættir... 3 1.2 Minniháttar framkvæmdir... 3 1.3 Fyrirliggjandi leyfi

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Forval fyrir hönnunarsamkeppni nýs Landspítala vð Hringbraut. Niðurstöður forvalsnefndar.

Forval fyrir hönnunarsamkeppni nýs Landspítala vð Hringbraut. Niðurstöður forvalsnefndar. Forval fyrir hönnunarsamkeppni nýs Landspítala vð Hringbraut. Niðurstöður forvalsnefndar. Umsóknir um þátttöku í forvali fyrir hönnunarsamkeppni vegna byggingar nýs Landspítala við Hringbraut voru opnaðar

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

NORÐURBREKKAN NEÐRI HLUTI AKUREYRI HÚSAKÖNNUN Skipulagsdeild Akureyrar

NORÐURBREKKAN NEÐRI HLUTI AKUREYRI HÚSAKÖNNUN Skipulagsdeild Akureyrar NORÐURBREKKAN NEÐRI HLUTI AKUREYRI HÚSAKÖNNUN 2015 Skipulagsdeild Akureyrar Afritun einstakra hluta úr bók þessari er leyfileg, enda sé þá getið heimildar. Afritun heilla kafla eða bókarinnar í heild með

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Vogabyggð 2 Deiliskipulagsuppdráttur

Vogabyggð 2 Deiliskipulagsuppdráttur 40 1 3 5 Skektuvogur 16 Dugguvogur Skútuvogur Viðfangsefni og efnistök deiliskipulags Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er stefnt að því a.m.k. 90% allra nýrra íbúða byggist innan núverandi þéttbýlismarka.

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð Reykjavík, 20. mars 2018 R17070048 6631 ES Borgarráð Svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um lagaheimildir til grundvallar deiliskipulagi

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s Klart språk i Norden Titel: Forfatter: Islandsk klarsprog som forskningsområde Ari Páll Kristinsson Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s. 41-44 URL: http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/ksn/issue/archive

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli.

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Vistvegir Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Verk nr: 2001-02.16 Nóv 2004 Efnisyfirlit Kynning...2 1. Hvers

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970

Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970 Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970 18 Húsaröð við Tjarnargötu í Reykjavík. 87 Inngangur Í þessari stuttu samantekt er leitast við að gefa yfirlit yfir íslenska húsagerðarsögu fram til um 1970.

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

REGINN AÐALFUNDUR Helgi S. Gunnarsson 15. mars 2017

REGINN AÐALFUNDUR Helgi S. Gunnarsson 15. mars 2017 REGINN AÐALFUNDUR 2017 Helgi S. Gunnarsson 15. mars 2017 REKSTUR 2016 GEKK VEL Rekstur félagsins hefur gengið vel og er í samræmi við áætlanir. Vel gekk að fylgja eftir fjárfestingastefnu með kaupum á

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

WEHOLITE. Lagnakerfið

WEHOLITE. Lagnakerfið WEHOLITE Lagnakerfið 2 Inngangur Það er almennt álit fagmanna og annarra sem til þekkja, að polyethylen sé afar fjölhæft lagnaefni og henti vel á ýmsum notkunarsviðum, svo sem í þrýstilagnir fyrir neysluvatn,

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Danmörk haustið 2005 Efnisyfirlit: Inngangur:... 3 Valby Börneasyl / Valby... 5 Dosseringens Vuggestue... 8 Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Skovbörnehave Mariehönen / Virum... 17 Dyreskov Skovbörnehave...

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti: Fyrstu niðurstöður úr Yndisgróðursverkefninu

Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti: Fyrstu niðurstöður úr Yndisgróðursverkefninu Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti: Fyrstu niðurstöður úr Yndisgróðursverkefninu Samson Bjarnar Harðarson Landbúnaðarháskóli Íslands Inngangur Skjólbeltarækt á sér orðið tæplega aldargamla sögu

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Almenningssalerni í Reykjavík

Almenningssalerni í Reykjavík Almenningssalerni í Reykjavík Stefna og tillögur Júlí 2016 Almenningssalerni í Reykjavík stefna og tillögur Samantekt Eftirfarandi eru tillögur starfshóps um þjónustumarkmið um almenningssalerni í Reykjavík.

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55,

Læs mere

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands FS153-98071 Reykjavík 2001 Fornleifastofnun Íslands 2001. Mynd á forsíðu: Möðruvellir 1836, e. Auguste Mayer. 2 Efnisyfirlit

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere