LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og"

Transkript

1 LV Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2012

2

3 LV Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og Í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2012 Maí 2013

4 Efnisyfirlit 1. Inngangur Aðferðir Mælistöðvar Fallryksmælar Mælingar Úrvinnsla gagna Veðurgögn Niðurstöður mælinga Umræða Tíðarfar Fallryk sumarið Heimildir VIÐAUKI I - Hnitaskrá (GPS) fyrir mælistaði VIÐAUKI II - Fallryksmælingar 2012 VIÐAUKI III - Skráning umsjónarmanns 2012

5 1. Inngangur Jarðefnafok frá hálendinu norðan Vatnajökuls getur átt upptök sín víða. Tilgangur með mælingum á fallryki við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð er að fylgjast með þessu jarðefnafoki og meta hlut Hálslóns af því foki sem berst í þurrum suðvestanáttum til norðausturs yfir Jökuldal og Fljótsdalshérað. Vatnsborð Hálslóns, þegar lónið er fullt, er 625 metrar yfir sjávarmáli og lágmarkshæð vatnsborðsins við rekstur er 575 metrar yfir sjávarmáli (Landsvirkjun 2013). Vatnsborð lónsins sveiflast í meðalári um 35 metra en í þurrustu árum getur sveiflan orðið 55 metrar. Í maí er lægst í lóninu en í júní byrjar að hækka í því og í meðalárferði fyllist lónið í byrjun ágúst. Á meðan vatnsstaðan í lóninu er lág er hætta á að það fjúki úr bökkum þess (Ingvar Björnsson 2006). Mælingar á fallryki til að meta rykmistur er einn af umhverfisvísum í sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar. Sjálfbærniverkefnið var sett á laggirnar til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjum og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Umhverfisvísarnir eru 24. Fjalla þeir um náttúruna sem við búum í og eru loftgæði, líffræðilegur fjölbreytileiki, náttúruminjar og eyðing gróðurs dæmi um málefni þessara vísa (Alcoa og Landsvirkjun 2013). Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður úr mælingum á fallryki frá sumrinu Fjallað er um niðurstöðurnar og þær skoðaðar með veðurfarsgögnum. Er þetta í áttunda skiptið sem mælingar á fallryki fara fram og í fimmta skipti síðan Hálslón fylltist fyrst. 5

6 2. Aðferðir Magn fallryks hefur verið mælt árlega á sumrin frá árinu Fallryksmælar voru upphaflega staðsettir með hliðsjón af niðurstöðum reiknilíkans sem gert var við mat á grunnástandi. Síðar var bætt við mælum þegar komin var smá reynsla á mælingarnar. Reiknilíkanið gerir ráð fyrir að áfok úr lónsstæðinu leiti í meginatriðum norður Jökuldal og dreifist til beggja átta eftir því sem norðar dregur, þó frekar til austurs. Fallryk verði mest næst lóninu en minnkar þegar lengra dregur frá. Einnig var haft til hliðsjónar við staðsetningu fallryksmæla að lítil hætta væri af ágangi dýra og að þeir væru utan svæða þar sem væri jarðrask eða önnur starfsemi sem hefði rykmyndun í för með sér (Snorri Páll Kjaran og Hjalti Sigurjónsson 2004). Mælistöðvar fallryks eru í byggð á Fljótsdalshéraði, við Hálslón og á Brúaröræfum. Mælarnir á Brúaröræfum gefa hugmynd um jarðvegsfok frá svæðum lengra vestur frá Hálslóni. Upphaflega voru fallryksmælar tólf, en árið 2006 var tveimur mælum bætt við á Brúaröræfum og árið 2009 var fimm mælum bætt við norðan og austan við Hálslón. Í byggð var mælingum á einni mælistöð hætt árið Á vorin eru fallryksmælar settir upp þegar snjó og ísa leysir. Mælar í byggð fara venjulega fyrst í gagnið og hinir um leið og fært er um svæðin. Árni J. Óðinsson, starfsmaður í Fljótsdalsstöð sér um að setja mælana upp og tæma þá. Skipt er um ílát í fallryksmælum á u.þ.b. 30 daga fresti og sýnum komið til Matís ohf í Neskaupstað þar sem magn fallryks í sýnum er mælt. 1. mynd. Séð í norður yfir Litlu Sauðá á Vesturöræfum. Séð yfir Vesturöræfi, Hálslón t.v. og Kárahnjúkar efst, (Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson 27. júní 2012). 6

7 2.1 Mælistöðvar Fallryk var mælt á 18 stöðum sumarið 2012 eins og árin á undan. Í byggð voru fjórar mælistöðvar (við Strönd, í Hólmatungu, við Hvanná 2 og á Brú). Við Hálslón voru ellefu mælistöðvar, fimm austan við lónið (á Búrfellstöglum, SV við Sandfell, í Lindum, í Kofaöldu og við Sauðá), þrjár norðan lóns (í Hafrahvömmum, undir Hallarfjalli og í Smjörtungum) og þrjár vestan við lónið (tvær voru í Sauðárdal og ein vestan Sauðárdals). Á Brúaröræfum voru þrjár mælistöðvar (í Fagradal, í Arnardal og við Breiðastykki) (2. mynd). Hnitaskrá (GPS) fyrir mælistaðina er að finna í viðauka I. 2. mynd. Mælistaðir fallryks. Kortagrunnur, IS50V (c) Landmælingar Íslands, leyfi L (LV) 7

8 2.2 Fallryksmælar Fallryksmælar til söfnunar á ryksýnum eru samkvæmt norskum staðli NS 4852 og frágangur mæla og söfnun sýna eru einnig samkvæmt honum. Þessi staðall NS 4852 er sambærilegur við ISO staðal (International Standardization Organization) ISO/DIS (Karsten Fuglsang o.fl. 2003). Söfnunarílát eru úr plasti, sívöl 200 mm í þvermál og 400 mm há. Í þau eru settir 500 ml af 5% 2-methoxyethanoli (til að hindra bakteríu- og þörungavöxt og að vatn frjósi) og þeim komið fyrir í grind á stöng, þannig að efri brún ílátsins er í um það bil 2 m hæð (3. mynd) (Norges Standardiseringsforbund (NFS) 1981). 3. mynd. a) Söfnunarílát úr plasti, b) Söfnunarílát í grind, c) Fallryksmælir Skipt er um ílát á um það bil 30 daga fresti (± 2 dagar). Við skipti á íláti er skráð dagsetning og hvort einhverjar sérstakar aðstæður geti haft áhrif á niðurstöður mælinga. Umsjónarmaður með mælunum lýsir veðurfari um söfnunartímann hvert sinn. Nánari lýsingu á fallryksmælum og aðferð við sýnatöku og vigtun er að finna í NS 4852 (Norges Standardiseringsforbund (NFS) 1981). 2.3 Mælingar 2012 Við fallryksmælingar 2012 voru fyrstu söfnunarílát sett upp 24. og 25. maí og var fallryk mælt fram til 20. september. Söfnunarílátum var skipt út á um það bil 30 daga fresti og voru mörk mælitímabila miðuð við 30 daga +/- 2. Í byggð voru söfnunarílát sett upp 24. maí (mælir 1) og 25. maí (mælar 3, 4 og 5). Söfnunarílát voru tekin niður 19. september (mælar 1 og 3) og 20. september (mælar 4 og 5). Yfir sumarið fengust fjögur sýni af hverjum mælistað. 8

9 Á svæðinu í kringum Hálslón voru fimm söfnunarílát sett upp 24. maí (mælar 6, 7, 10, 18 og 8) og sex mælar 21. júní (mælar 19, 9, 11, 15, 16 og 17). Öll söfnunarílát voru tekin niður 20. september. Yfir sumarið fengust fjögur sýni af þeim mælum sem fóru í gagnið í maí og þrjú sýni af þeim mælum sem fóru í gagnið í júní (5. og 6. mynd). Á Brúaröræfum voru söfnunarílát sett upp 21. júní (mælir 12, 13 og 14) og tekin niður 20. september. Yfir sumarið fengust þrjú sýni af hverjum mælistað (7. mynd). 4. mynd. Hálslón 10. maí (efri mynd) og 30. maí (neðri mynd) (Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson). 9

10 5. mynd. Fallryksmælir NV við Sauðá, mælistöð 19 (Ljósmynd: Árni J. Óðinsson 2011). 6. mynd. Fallryksmælir við Sandfell, mælistöð 18 (Ljósmynd: Gerður Guðmundsdóttir 2011). 10

11 7. mynd. Fallryksmælir nr. 13 í Arnardal (Ljósm. Gerður Guðmundsdóttir 2009). 11

12 2.4 Úrvinnsla gagna Á Íslandi eru reglur um loftgæðamörk fyrir fallryk úr andrúmslofti þannig að styrkur fallryks sem ekki er vatnsleysanlegt má ekki vera yfir 10 g/m² miðað við mánaðar söfnunartíma. Fallryk er skilgreint sem ryk sem sest sjálfkrafa á rakt yfirborð (Reglugerð nr. 817/2002). Í reglugerðinni er 10 g/m² eina viðmiðið. Í skýrslu Hollustuverndar ríkisins frá 1985 um fallryksmælingar á Höfn í Hornafirði eru settar fram tillögur um loftgæðamörk fyrir fallryk þar sem viðmiðið er að fallryk milli 5 og 10 g/m 2 á 30 daga tímabili er talið í lagi en ef fallryk er minna en 5 g/m 2 eru loftgæði í góðu lagi (Tafla 1) (Sigurbjörg Gísladóttir 1985). Tafla 1. Loftgæðamörk fyrir fallryk miðað við mánaðar söfnunartíma (Sigurbjörg Gísladóttir 1985). Ástand Óviðunandi í lagi Gott Magn > 10 g/m g/m 2 < 5 g/m 2 Niðurstöður mælinga sumarið 2012 frá öllum mælistöðum og tímabilum eru metin út frá viðmiðunarmörkum sem sýnd eru í töflu 1. Til að áætla magn fallryks á fermetra var notuð jafnan (Norges Standardiseringsforbund (NFS) 1981). Þar sem m A er fallryk, sem ekki er vatnsleysanlegt, í g/m 2 yfir 30 daga m 1 er fallryk í söfnunaríláti í g A er flatarmál söfnunaríláts í cm 2 T er mælitíminn í sólarhringum 12

13 2.5 Veðurgögn Aflað var veðurfarsgagna frá sjálfvirkum veðurstöðvum Landsvirkjunar við Kárahnjúka, á Eyjabökkum og Brúaröræfum. Einnig frá stöðvum Veðurstofunnar á Hallormsstað, Egilsstaðaflugvelli, í Möðrudal og Brú á Jökuldal, sjálfvirkri veðurstöð Orkustofnunar við Upptyppinga og sjálfvirkri veðurstöð Siglingamálastofnunar í Bjarnarey. Stuðst er við upplýsingar um vind, hitastig og úrkomu þar sem það eru þættir sem geta haft áhrif á magn ryks. Einnig voru fengnar nánari upplýsingar um vind frá veðurstöðinni við Kárahnjúka, þ.e. vindáttir (Veðurstofa Íslands, tölvupóstur í mars 2013). Öll veðurfarsgögn eru til á rafrænu formi. 8. mynd. 1. júní Innan við Sauðá, séð í SV að jökli (Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson). 13

14 3. Niðurstöður mælinga 2012 Niðurstöður mælinga sumarið 2012 sýna að áfok í öllum fallryksmælum var alltaf undir viðmiðunarmörkum um loftgæði fyrir fallryk. Mest fallryk mældist í fallryksmæli 19, við Sauðá, á tímabilunum júní/júlí (9,1 g/m 2 ) og júlí/ágúst (8,1 g/m 2 ) og næstmest í mæli 13 í Arnardal á tímabilinu ágúst/september (6 g/m 2 ). Um mánaðarmótin maí/júní var vatnsstaða í Hálslóni í ca. 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Hálslón fylltist 7. ágúst 2012 og 16. ágúst var vatnsstaðan í um 626 metra hæð yfir sjávarmáli (9. mynd) (Árni J. Óðinsson, tölvupóstur í mars 2013) Lónhæð í m.y.s. 9. mynd. Vatnshæð Hálslóns í m.y.s. frá 21. maí til 15. okt Í byggð mældist mest fallryk í mæli 5, á Brú, rúmlega 3 g/m 2 á tímabilinu júlí/ágúst. Á öðrum tímabilum mældist fallryk þar undir 1 g/m 2. Í öðrum mælum í byggð, mæli 1 á Strönd, mæli 3 í Hólmatungu, mæli 4 á Hvanná, mældist fallryk alltaf undir 0,9 g/m 2 (10. mynd, Tafla 2). Austan við Hálslón mældist mest fallryk í mæli 19 við Sauðá 9,1 g/m 2 á tímabilinu júní/júlí og 8,1 g/m 2 á tímabilinu júlí/ágúst og reyndist það vera mesta fallryk sem mældist sumarið Á tímabilinu ágúst/september mældist fallryk þar um 0,6 g/m 2. Í mæli 18, við Sandfell mældist fallryk rúmlega 4 g/m 2 á tímabilinu júní/júlí, rúmlega 1 g/m 2 á tímabilinu maí/júní og var á öðrum tímabilum undir 0,6 g/m 2. Í mæli 6, við Lindur, mældist fallryk rúmlega 1,7 g/m 2 á tímabilinu júní/júlí en mældist á öðrum tímabilum undir 0,9 g/m 2. Í mæli 7 í Kofaöldu mældist fallryk rúmlega 1,6 g/m 2 á tímabilinu júní/júlí og rúmlega 1,2 g/m 2 á tímabilinu maí/júní og mældist á öðrum tímabilum 0,7 g/m 2 og minna. Í mæli 10, á Búrfellstöglum, mældist fallryk um 1,4 g/m 2 á tímabilinu júní/júlí og mældist á öðrum tímabilum undir 0,6 g/m 2 (10. mynd, Tafla 2). 14

15 Fallryk (g/m 2 ) Norðan við Hálslón, í mælum 15 við Hafrahvamma, 16 við Hallarfjall og 17 á Smjörtungu, mældist fallryk í kringum 1 g/m 2 á tímabilinu júní/júlí og var á öðrum tímabilum undir 0,9 g/m 2 (11. mynd, Tafla 2). Vestan við Hálslón, í Sauðárdal og vestan Sauðárdals, mældist fallryk í mælum 8, 11 og 9 frá 0,9 g/m 2 til 1,4 g/m 2 á tímabilunum júní/júlí og júlí/ágúst en var á öðrum tímabilum undir 0,9 g/m 2 (11. mynd,tafla 2). Á Brúaröræfum mældist fallryk mest, í mæli 13, í Arnardal á tímabilinu ágúst/september rúmlega 6 g/m 2. Á tímabilinu júní/júlí mældist það um 3 g/m 2 og í maí/júní um 1 g/m 2. Í mæli 12, í Breiðastykki mældist fallryk rúmlega 1 g/m 2 á tímabilunum júní/júlí og júlí/ágúst og tæplega 0,4 g/m 2 í ágúst/september. Í mæli 14 í Fagradal mældist fallryk alltaf undir 1 g/m 2 (11. mynd, Tafla 2). 10 maí/júní júní/júlí júlí/ágúst 5 Fljótsdalshérað (mælistaðir í byggð) ágúst/sept Austan við Hálslón 0 St. 1, Strönd St. 3, Hólmat. St. 4, Hvanná St. 5, Brú St. 10, Búrf.tögl Mælistaðir St. 18 Við Sandfell St. 6, Lindur St. 7, Kofalda St. 19, Við Sauðá 10. mynd. Fallryk (g/m 2 ) á mælistöðvum í byggð á Fljótsdalshéraði og á svæðinu austan við Hálslón sumarið

16 Fallryk (g/m 2 ) 10 maí/júní júní/júlí 5 Norðan við Hálslón júlí/ágúst ágúst/sept Vestan við Hálslón Brúaröræfi 0 St. 17 Smjört. St. 16, Hallarfj. St. 15, Hafrahv. St. 8, Sauðárd. 1 St. 11, Sauðárd. 2 St. 9, Ve.Sárd. St. 14, Fagrid. St. 13, Arnard. St. 12, Breiðast. Mælistaðir 11. mynd. Fallryk (g/m 2 ) á mælistöðvum norðan og vestan við Hálslón og á Brúaröræfum sumarið Tafla 2. Niðurstöður mælinga á fallryki í byggð á Fljótsdalshéraði, við Hálslón og á Brúaröræfum sumarið Mælistaðir í byggð Austan Hálslóns Tímabil 1 Strönd 3 Hólmat. 4 Hvanná 5 Brú 10 Búrf.tögl 18 við Sandfell 6 Lindur 7 Kofalda 19 við Sauðá g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 maí/júní 0,135 0,290 0,290 0,311 0,389 1,057 0,859 1,241 júní/júlí 0,552 0,417 0,505 0,870 1,398 4,127 1,763 1,606 9,106 júlí/ágúst 0,469 0,579 0,894 3,018 0,524 0,466 0,365 0,564 8,126 ágúst/sept 0,385 0,277 0,280 0,923 0,430 0,554 0,891 0,700 0,640 Norðan Hálslóns Vestan Hálslóns Brúaröræfi Tímabil 17 Smjört. 16 Hallarfj. 15 Hafrahv. 8 Sauðárd 1 11 Sauðárd 2 9 Ve.Sárd. 14 Fagrid. 13 Arnard. 12 Breiðast. g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 g/m 2 maí/júní 0,682 júní/júlí 0,938 1,177 1,108 1,108 1,006 1,378 0,737 3,046 1,047 júlí/ágúst 0,576 0,731 0,874 1,409 1,235 0,901 0,988 0,997 1,170 ágúst/sept 0,643 0,521 0,613 0,878 0,471 0,601 0,995 6,053 0,351 Á myndum 12 til 15 er sýnt meðaltal fallryks fyrir hvert mælisvæði fyrir hvert tímabil sumars frá árunum 2005 til Hálslón fylltist fyrst 18. október Árið 2008 fylltist það 16. ágúst, árið september, árið júlí, árið september og 2012 fylltist það 7. ágúst. Á því tímabili sem mælingar hafa staðið hafa mælar verið settir upp í byggð í maí/júní en mælar á hálendinu u.þ.b. mánuði síðar fyrir utan 3 ár þar sem nokkrir fallryksmælar voru komnir upp við Hálslón um svipað leyti og mælar í byggð. Þessu ráða veður og færð. Í byggð er meðaltal fallryks mest árið 2006 tæp 4 g/m 2 og minnst mældist það árin og var þá undir 1 g/m 2 (12. mynd). 16

17 Fallryk (g/m 2 ) Fallryk (g/m 2 ) júní 2006 júní 2007 maí/júní 2009 júní 2010 maí/júní 2011 maí/júní 2012 maí/júní Byggð A-Hálslóns N-Hálslóns V-Hálslóns Brúaröræfi 12. mynd. Meðaltal fallryks á mælisvæðum í maí/júní 2005 til Á tímabilinu júní/júlí var meðaltal fallryks í byggð og á Brúaröræfum örlítið meira 2005 og 2006 en önnur ár. Austan Hálslóns var það mest 2012 og svo Norðan og vestan Hálslóns og á Brúaröræfum eykst meðaltalið aðeins 2012 miðað við næstu ár á undan (13. mynd) júlí 2006 júlí 2007 júní/júlí 2008 júní/júlí 2009 júlí 2010 júní/júlí 2011 júní/júlí 2012 júní/júlí Byggð A-Hálslóns N-Hálslóns V-Hálslóns Brúaröræfi 13. mynd. Meðaltal fallryks á mælisvæðum í júní/júlí 2005 til

18 Fallryk (g/m 2 ) Fallryk (g/m 2 ) Á tímabilinu júlí/ágúst var fallryk í mælum við Hálslón lítið árin en eykst aðeins 2011 og Vestan Hálslóns var það einnig aðeins meira Á Brúaröræfum var meðaltalið aðeins hærra í mælum 2008 og 2012 en önnur ár (14. mynd) ágúst 2006 ágúst 2007 júlí/ágúst 2008 júlí/ágúst 2009 ágúst 2010 júlí/ágúst 2011 júlí/ágúst 2012 júlí/ágúst Byggð A-Hálslóns N-Hálslóns V-Hálslóns Brúaröræfi 14. mynd. Meðaltal fallryks á mælisvæðum í júlí/ágúst 2005 til Á tímabilinu ágúst/september eru greinilegir toppar í meðaltali fallryks. Norðan Hálslóns er aukið fallryk 2007, Vestan lónsins 2007 og 2009 og á Brúaröræfum einnig 2012 (15. mynd) sept 2006 sept 2007 ágúst/sept 2008 ágúst/sept 2009 sept 2010 ágúst/sept 2011 ágúst/sept 2012 ágúst/sept Byggð A-Hálslóns N-Hálslóns V-Hálslóns Brúaröræfi 15. mynd. Meðaltal fallryks á mælisvæðum í ágúst/september 2005 til

19 4. Umræða 4.1 Tíðarfar Veðurfar vetrar var hagstætt og snjór á hálendinu við Hálslón með minna móti. Þegar fallryksgildrur voru settar upp við Hálslón 24. maí var snjór og klaki að mestu leyti bráðnaður í lónstæði Hálslóns en bakkar lónsins ennþá blautir. Maímánuður var kaflaskiptur. Í byrjun mánaðarins gerði kuldakast og stóð það fram til 20. maí er hlýnaði í veðri. Sumarið var framan af þurrt og sólríkt. Júnímánuður var fremur kaldur austanlands. Mjög þurrt var í mánuðinum og hægviðrasamt. Júlímánuður var einnig hægviðrasamur og fremur þurr. Ágústmánuður var nokkuð hlýr og þurr, einkum fyrri hluta mánaðarins (Viðauki III) (Veðurstofa Íslands 2012). Hálslón fylltist 7. ágúst 2012 og er það eins og búast má við í meðalárferði og rúmum fimm vikum fyrr en árið 2011 (Landsvirkjun 2012). 4.2 Fallryk sumarið 2012 Á tímabilinu júní/júlí mældist meira ryk austan og norðan við Hálslón en á öðrum tímabilum. Einnig er meira ryk austan við lónið á þessu tímabili en annarsstaðar, ef frá er talinn mælirinn í Arnardal. Á þessum tíma, júní/júlí, er mikið af bökkum Hálslóns á þurru og því möguleiki á foki þaðan. Fallryksmælirinn í Arnardal er um 20 km norðvestan við Hálslón, nálægt eyrum Jökulsár á Fjöllum, þaðan sem möguleiki er á foki. Óvenjuþurrt veður var á þessu tímabili en hægviðrasamt. Í mæli 19 inn við Sauðá mældist fallryk um 9 g/m 2 í júní/júlí og 8 g/m 2 í júlí/ágúst. Rétt vestan við mælinn er malarnáma sem var verið að vinna í (sprengingar, ýtingar og akstur) í júní og júlí. Sú vinna á líklega þátt í því að svo mikið ryk mældist þar á þessum tímabilum (Árni J. Óðinsson, tölvupóstur í október 2012). Tímabilið júlí/ágúst var einnig fremur hægviðrasamt og þurrt. Fyrri hluti ágústmánaðar var mjög þurr. Frá 9 13 ágúst var hlýtt í veðri og nokkur vindur úr suðsuðvestri. Mesta hviða á veðurstöðinni við Kárahnjúka á þessu tímabili var 9. ágúst, rúmlega 19 m/s. Hálslón fylltist 7. ágúst 2012 (Veðurstofa Íslands, tölvupóstur í mars 2013). Á tímabilinu ágúst/september mældist fallryk í mæli 13 í Arnardal rúmlega 6 g/m 2. Á þessu tímabili gengu yfir hvassir vindar og fóru hviður yfir 30 m/s, einnig þegar þurrt var í veðri. Í hvassviðrunum voru vindáttirnar NV, V og SV (Veðurstofa Íslands, tölvupóstur mars 2013). Fallryksmælirinn í Arnardal er staðsettur næstur Dyngjujökulssvæðinu og öllu því mikla svæði sem tilheyrir Jökulsá á Fjöllum. Í hvassviðri úr þessum vindáttum er þetta sá staður sem mest ánauð er á. Í reiknilíkaninu, sem notað var til að reikna út dreifingu ryks frá Hálslóni í hvassviðrum þegar jörð er þurr var miðað við SV hvassviðri sem var 18. júlí árið 2000 (Snorri Páll Kjaran og Hjalti Sigurjónsson 2004). Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var meðalvindhraði á Kárahnjúkum þann dag 12,3 m/s, mesti vindur 19,4 m/s og mesta hviða 24,0 m/s (Veðurstofa Íslands, tölvupóstur í mars 2013). Eftir tilkomu Hálslóns hefur ekki mælst svona hvasst í SV átt í júní og júlí þegar vatnsstaða í Hálslóni er lág. Mælingar á fallryki hafa nú farið fram í átta sumur og í fimm sumur eftir að Hálslón fylltist í fyrsta skipti. Frá því mælingar hófust hafa ekki komið mikil sunnan og suðvestan hvassviðri 19

20 með þurru veðri á þeim tíma sem mest hætta er á jarðefnafoki frá bökkum Hálslóns. Á þessum tíma hefur ekki mælst fallryk yfir viðmiðunarmörkum um loftgæði sem rekja má til lónsins. 16.mynd. Hálslón séð í suður að Brúarjökli, 12. júlí 2012 (Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson). 17. mynd. Út við Sandfell 22. júní 2012 (Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson). 20

21 18. mynd. Séð í SV yfir Kringilsá, grillir í Töfrafoss, 12. Júlí 2012 (Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson). 19.mynd. Séð frá Sauðá á Vesturöræfum í SV inn að jökli, 12. júlí 2012 (Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson). 21

22 5. Heimildir Alcoa og Landsvirkjun (2013). Sjálfbærniverkefni á Austurlandi skoðað í apríl 2013 á Ingvar Björnsson (2006). Kárahnjúkavirkjun, Fallryksmælingar við Hálslón og í byggð, Sumarið Landsvirkjun LV 2006/002. Karsten Fuglsang, Ole Schleicher og Arne Oxbøl (2003). Baggrundsdokument for fastsættelse af grænseværdi for nedfald af støv og regulering af støvemissioner fra diffuse kilder, Miljøprojekt nr. 879, Miljøstyrelsen, Miljøministeriet 89 bls. Landsvirkjun (2012). Fréttasafn. Hálslón komið á yfirfall. Skoðað í nóvember Landsvirkjun (2013). Fyrirtæki/aflstöðvar/Fljótsdalsstöð skoðað í apríl 2013 á NS 4852 (1981). Luftundersøkelser, Uteluft. Måling af støvnedfall, Støvsamler med horisontal samleflate, 2. utg. Norges Standardiseringsforbund (NFS). Reglugerð um mörk fyrir fallryk úr andrúmslofti. nr. 817/2002. Skoðað í apríl 2013 á Snorri Páll Kjaran og Hjalti Sigurjónsson (2004). Dreifing ryks af bökkum Hálslóns, Áfangaskýrsla III. Verkfræðistofan Vatnaskil unnið fyrir Landsvirkjun LV-2004/84. Veðurstofa Íslands (2012). Veðurfar árið Skoðað í mars 2013 á 22

23 Háaleitisbraut Reykjavik landsvirkjun.is Sími:

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti: Fyrstu niðurstöður úr Yndisgróðursverkefninu

Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti: Fyrstu niðurstöður úr Yndisgróðursverkefninu Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti: Fyrstu niðurstöður úr Yndisgróðursverkefninu Samson Bjarnar Harðarson Landbúnaðarháskóli Íslands Inngangur Skjólbeltarækt á sér orðið tæplega aldargamla sögu

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands FS153-98071 Reykjavík 2001 Fornleifastofnun Íslands 2001. Mynd á forsíðu: Möðruvellir 1836, e. Auguste Mayer. 2 Efnisyfirlit

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Læs mere

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu II: Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Orri Vésteinsson Árbæjarsafn Fornleifastofnun Íslands FS036-97012 Reykjavík 1997 2 Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Skráning fornleifa í Mosfellsbæ Agnes Stefánsdóttir Rúna K. Tetzschner Guðmundur Ólafsson Ágúst Ó. Georgsson Kristinn Magnússon Bjarni F. Einarsson 2006/2 Skýrslur Þjóðminjasafns

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum-

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum- Arnarnesvegur í Kópavogi -mat á umhverfisáhrifum- Fornleifakönnun Elín Ósk Hreiðarsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS172-02041 Reykjavík 2002 Arnarnesvegur Fornleifastofnun Íslands 2002 Forsíðumynd er

Læs mere

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR KRISTBORG ÞÓRSDÓTTIR (ritstjóri) Höfundar efnis: Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Kristborg Þórsdóttir, Kristjana Vilhjálmsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Beck Reykjavík

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Rit LbhÍ nr. 23. Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka

Rit LbhÍ nr. 23. Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka Rit LbhÍ nr. 23 Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka 2009 Rit LbhÍ nr. 23 ISSN 1670-5785 Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka Ragnar Frank Kristjánsson,

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Trafiksikkerhedsinspektion i Island NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Oversigt Hvorfor er TS-inspektion vigtig? Ny handbog Registreringsprocess

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu Stefán Ólafsson FS393-08051 Reykjavík 2009 Forsíðumyndin er af Bænhúsvelli á Svínanesi BA-070:002 Fornleifastofnun Íslands Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum

Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum UM VERNDUN OG AÐRA LANDNÝTINGU Norræna ráðherranefndin Umhverfisstofnun Hvað er votlendi? Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur ondansetrón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Menningarminjar í Bláskógabyggð

Menningarminjar í Bláskógabyggð Menningarminjar í Bláskógabyggð Svæðisskráning fornleifa Kristjana Vilhjálmsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS-584-15221 Reykjavík 2015 2015 FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS SES BÁRUGÖTU 3 101 REYKJAVÍK SÍMI:

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur famciclovir Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

FJÖLRIT GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR. Sveinn P. Jakobsson

FJÖLRIT GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR. Sveinn P. Jakobsson FJÖLRIT NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN Sveinn P. Jakobsson 53 FJÖLRIT NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

3. tbl. /04. Fólk á ferð (Mennesker og mobilitet) Skráning og allar upplýsingar þing Norræna vegtæknisambandsins

3. tbl. /04. Fólk á ferð (Mennesker og mobilitet) Skráning og allar upplýsingar þing Norræna vegtæknisambandsins 3. tbl. /04 Tilboð í gerð vegganga um Almannaskarð voru opnuð 27. janúar. Niðurstöður eru birtar á bls. 7. Myndirnar til vinstri hér að ofan eru af gangamunna að norðanverðu. Myndirnar til hægri eru af

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting RÁÐUNAUTAFUNDUR 2 Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum og Laufey Bjarnadóttir

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Nicotinell forðaplástur Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning Indlægsseddel: rmation til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning mepivacainhydrochlorid og adrenalin Læs denne indlægsseddel grundigt, inden

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu Nanna Þorbjörg Lárusdóttir Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu 1688-1770 Embættið og uppbygging skjalasafnsins Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA

Læs mere

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Anna Lísa Guðmundsdóttir Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Reykjavík 2010 Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 152 Forsíða: Hópur ferðafólks

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld

Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld Ritgerð til MA-prófs í Sagnfræði Helgi Theódór Hauksson Kt.: 080548-2149 Leiðbeinandi: Guðmundur

Læs mere