Einar H. Guðmundsson - júní Nútíma eðlisfræði: Rit eftir íslenska höfunda og erlend rit sem þýdd hafa verið á íslensku

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Einar H. Guðmundsson - júní Nútíma eðlisfræði: Rit eftir íslenska höfunda og erlend rit sem þýdd hafa verið á íslensku"

Transkript

1 Einar H. Guðmundsson - júní 2004 Nútíma eðlisfræði: Rit eftir íslenska höfunda og erlend rit sem þýdd hafa verið á íslensku Tímabilið frá 1891 til 1960 Í lok nítjándu aldar var Björn Jensson, dóttursonur Björns Gunnlaugssonar, aðalkennari í stærðfræðilegum greinum við Lærða skólann í Reykjavík. Hann kenndi stærðfræði frá 1883 til 1903 og eðlisfræði/efnafræði frá 1885 til Á undan honum hafði Halldór Guðmundsson kennt þessar greinar, en hann tók við af Birni Gunnlaugssyni árið Sigurður Thoroddsen tók við stærðfræðikennslunni af Birni Jenssyni árið 1904 og kenndi til Hann kenndi jafnframt eðlisfræði/efnafræði og Skólinn varð að Menntaskólanum í Reykjavík Stærðfræðideild MR var stofnuð 1919 og þá varð Ólafur Dan Daníelsson aðalkennari í stærðfræði (til 1941) og Þorkell Þorkelsson í eðlisfræði (til 1928). Næstir komu að kennslu í þessum greinum Sigurkarl Stefánsson (frá 1928) og Steinþór Sigurðsson Björn Bjarnason hóf kennslu 1945, Guðmundur Arnlaugsson 1946 og Þorbjörn Sigurgeirsson kenndi í MR á árunum Menntaskólinn á Akureyri var stofnaður 1930 (sjá síðar) og kennsla hófst í verkfræði við Háskóla Íslands : Nikulás Runólfsson: Merkileg uppgötvun. Eimreiðin, 2, 1896, bls Sagan að baki uppgötvun Röntgens rakin í örstuttu máli. Uppgötvuninni síðan lýst í jafn stuttu máli. Á eftir greininni er viðbót eftir ritstjórann, Valtý Guðmundsson: stutt samantekt úr fréttablöðum. [Nikulás ( ) var fyrsti Íslendingurinn sem hlaut háskólagráðu í eðlisfræði (árið 1890). Sjá grein Leós Kristjánssonar: Nikulás Runólfsson, fyrsti íslenski eðlisfræðingurinn. Tímarit Háskóla Íslands nr. 2, 1. tbl., 2. árg. 1987, bls Þar eru m.a. talin upp rit Nikulásar.] Jón Þorláksson: Framfarir náttúruvísindanna á síðustu árum. Eimreiðin, 5, 1899, bls Þýðing á sænskum fyrirlestri. M.a. er fjallað um uppgötvanir á nýjum 1

2 frumefnum og uppgötvun Röntgens : G.B.: Röntgen. Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags, 28, 1902, bls Um Röntgen og uppgötvun hans og notkun geislanna í læknisfræði. (Í greininni næst á undan fjallar G.M. um Niels R. Finsen.) Þorkell Þorkelsson: Nyere Undersøgelser over Radioaktivitet. Fysisk Tidskrift, Fjallað er um α geisla. [Þorkell ( ) var annar í röð íslenskra eðlisfræðinga (próf 1903). Auk greinarinnar í Fysisk Tidskrift birti hann tvær vísindagreinar í erlendum tímaritum um geislamælingar á árunum Sjá t.d. Verkfræðingatalið (1. útg. 1956), Kennaratalið og Sögu Veðurstofu Íslands eftir Hilmar Garðarsson (Rvík 1999).] Þorvaldur Thoroddsen: Vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nútímans. I: Skoðanir nútímans um frumefni og náttúrulög. Eimreiðin, 16, 1910, bls M.a. er fjallað um atóm, sameindir og geislavirkni. Minnst á Thomson og rafeindina. Poincaré nefndur á nafn. Ekkert um afstæðiskenninguna. Ljósvakinn nefndur á bls. 11. Hraði þyngdarinnar og Laplace bls. 12. [Þorvaldur ( ) var við nám en lauk ekki prófi. Minningargreinar: Helgi Jónsson og Jón Þorkelsson: Skírnir, 96, 1922, bls. 1 18; Páll Eggert Ólason: Andvari, 47, 1922, bls Sjá einnig greinar Steindórs J. Erlingssonar um Þorvald.] Ágúst H. Bjarnason: Efniskenningin nýja. Skírnir, 84, 1910, bls Stuðst er við tvær bækur, aðra eftir K. Snyder, Das Weltbild der modernen Naturwissenschaft nach den Ergebnissen der neuesten Forschungen (1905), hina eftir R.K. Duncan, The New Knowledge (1905). Fjallað um eðli ljóss: agnir eða bylgjur? Rætt um ljósvakann, atóm og sameindir, ný frumefni, litróf og litrófsmælingar, iðukenningu Kelvins um atóm. Vísað í bók Crookes um geislandi efni frá 1879, rætt um Hertz og Marconi, katóðugeisla, Thomson og rafeindina, geislavirkni. [Ágúst ( ) lauk prófi í heimspeki 1901 og doktorsprófi Sjá Kennaratalið. Þeir Ágúst og Guðmundur Finnbogason ( ) voru fyrstu Íslendingarnir sem hlutu háskólagráðu í heimspeki (Guðmundur lauk sínum prófum 1901 og 1911 eins og Ágúst. Minningargreinar um Guðmund: Einar Ó. Sveinsson: Skírnir, 118, 1944, bls. 9 28; Guðmundur G. Hagalín: Andvari, 76, 1951, bls. 3 22).] 2

3 : Ólafur Daníelsson: Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins. Skírnir, 87, 1913, bls Byrjar á umræðu um óevklíðska rúmfræði. Tekur dæmi frá Helmholtz. Fjallar um Evklíð og parallelpostúlatið, Lobatschefski og Gauss. Eftir að hafa rætt almennt um afstæða hreyfingu minnist hann á afstæðan tíma, tilraun Michelsons, tímaseinkun og lengdarsamdrátt. Hann nefnir Minkowski og tímarúm hans, samlagningu hraða í afstæðiskenningunni og minnist á Klein. Hins vegar er ekki minnst á Einstein, Lorentz eða Poincaré. [Ólafur ( ) var fyrsti Íslendingurinn sem hlaut háskólagráðu í stærðfræði (1904). Hann lauk doktorsprófi Sjá Kennaratalið og Verkfræðingatalið og bókina Stærðfræðingurinn Ólafur Dan Daníelsson: Saga brautryðjanda eftir Guðmund Arnlaugsson og Sigurð Helgason (Rvík 1996).] Gunnlaugur Claessen: Frú Curie. Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags, 41, 1915, bls Um M. Curie, radíumgeisla og áhrif þeirra á mannslíkamann. Notkun við lækningar. [Gunnlaugur ( ) lauk læknaprófi Hann var frumherji á sviði geislalækninga hér á landi. Minningargrein: Sigurjón Jónsson: Andvari, 78, 1953, bls Sjá einnig ritið Læknar á Íslandi.] Ágúst H. Bjarnason: Heimsmyndin nýja. Iðunn. Nýr flokkur, 1, , bls og ; 2, , bls og ; 3, , bls ; 4, , bls Efnisyfirlit: Heimspekilegur inngangur. I. Um uppruna og þróun efnisins: (a) Um uppruna og efni sólkerfanna. (b) Geislandi efni og upplausn þeirra. (c) Frumeindir og sameindir. Ólífræn og lífræn efnasambönd. Í II. er svo fjallað um uppruna og þróun lífsins, um lífsfrjó sem berast milli hnatta og um líf og þróun jarðarinnar. Þorvaldur Thoroddsen: Hin nýja stjörnulist. Eimreiðin, 22, 1916, bls M.a. er fjallað um ljósvakann. Einnig um litróf og litrófsmælingar, ljósmyndir og ljósmyndun og notkun þeirra í stjörnufræði. Gunnlaugur Claessen: Röntgensgeislar. Skírnir, 90, 1916, bls Einkum um notkun geislanna í læknisfræði, en einnig í iðnaði. Þorkell Þorkelsson: Hvað eru Röntgens-geislar? Skírnir, 90, 1916, bls Eðlisfræðileg útskýring á eðli og eiginleikum röntgengeislunar. Til sögu nefndir menn eins og Laue, Braggfeðgar og fleiri. Þorvaldur Thoroddsen: Heimur og geimur. Þættir úr alþýðlegri stjörnufræði. Árs- 3

4 rit hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn 1917, bls Aðallega fjallað um stjörnufræði. Í lokin rætt um rúmið og vitnað í Kant, Helmholtz og Grím Thomsen. Minnst á fjórvítt rúm og vitnað í Gauss, Lotze og fleiri. Þorvaldur fjallar ekki um afstæðiskenninguna. Vísar lesendum í staðinn (neðanmáls) á grein Ólafs Daníelssonar frá Talvert er rætt um ljósvakann. Valdemar Steffensen: Radíum. Akureyri (20 bls.) Fjallað um sögu Röntgengeisla og geislavirkni almennt. Sagt frá Röntgen, Becquerel, Curie og fl. Síðan rætt um radíumlækningar. Ólafur Ólafsson (Hjarðarholti): Orkugjafar aldanna. Eimreiðin, 25, 1919, bls Hugvekja um orkunotkun og orkugjafa í gegnum aldirnar. Minnst á varmadauðann og Tyndell, Siemens, Helmholtz og Thomson í því sambandi. Einnig spjallað um geislavirkni. Curie hjónin nefnd til sögu. Minnst á Rutherford, Ramsey og Soddy. Vísað í ónefnt rit eftir Soddy. Í lokin er hugsað til framtíðar: 1950, 2050 og loks 2810 (áhrif frá H.G. Wells?). Gunnlaugur Claessen: Radíum. Eimreiðin, 25, 1919, bls Fjallað um geislavirkni. Becquerel nefndur til sögu og einnig Curie hjónin. Radíum skoðað sérstaklega. Talað um α, β og γ geisla. Seinni hlutinn er um notkun geislavirkra efna, einkum radíums, í læknisfræði. Stærðfræðideild stofnsett við Menntaskólann í Reykjavík haustið Ólafur Dan Daníelsson og Þorkell Þorkelsson ráðnir kennarar við skólann. Símskeyti frá Kaupmannahöfn dagsett 18. nóvember Fréttin birtist í Vísi 19. nóv., Morgunblaðinu 20. nóv. og Ísafold 24. nóv.: Símað er frá London að stjörnufræði og eðlisfræði félagið enska hafi fallist á kenningar þýska prófessorsins Einsteins, sem eru andvígar kenningum Newtons og kollvarpa jafnvel þyngdarlögmálskenningunum : Ólafur Daníelsson: Um tímarúm Minkowskis í sambandi við afstæðiskenninguna þrengri. Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 6, 1921, bls Þetta er fræðilegt erindi um afstæðilega hreyfilýsingu (kinematik) sem Ólafur flutti á fundi Verkfræðingafélagsins í febrúar Erindið er að miklu leyti byggt á hinum fræga fyrirlestri Minkowskis, Raum und Zeit (1909), en einnig að hluta á bók Einsteins, Über die spezielle und die allgemeine Relativitätstheorie (1917) (bók Einsteins kom út á 4

5 íslensku 1970 undir nafninu Afstæðiskenningin). J. Holtsmark: Einsteinskenning. Andvari, 46, 1921, bls Ekki er getið um þýðanda. Holtsmark var prófessor í eðlisfræði, fyrst við norska Tækniháskólann og síðar við Oslóarháskóla. Greinin segir frá sólmyrkvanum fræga árið 1919 og mælingunum á ljóssveigjunni. Síðan er fjallað um hugmyndir Einsteins um þyngdaraflið og sveigt rúm. Næst er hugað að grundvelli afstæðiskenningarinnar, ljósvakanum og tilraun Michelsons, sagt frá forsendum takmörkuðu afstæðiskenningarinnar og helstu afleiðingum þeirra. A. Moszkowski: Einstein. Iðunn. Nýr flokkur, 7, , bls Ágúst H. Bjarnason þýddi. Þetta er lausleg þýðing á fyrsta kafla bókar Moszkowskis, Einstein. Einblicke in seine Gedankenwelt (Hamborg 1920). Frekar yfirborðskennd umfjöllun um Einstein og almennu afstæðiskenninguna, einkum í tengslum við brautarsnúning Merkúríusar, ljóssveigjuna og mæliniðurstöður við sólmyrkvann Moszkowski var á sínum tíma þekktur höfundur og útgefandi í Þýskalandi. Ágúst H. Bjarnason: Rutherford: Um gerð frumeindanna. Iðunn. Nýr flokkur, 7, , bls Fjallað um atómlíkan Rutherfords og vitnað í hann. Ólafur Daníelsson: Afstæðiskenningin. Skírnir, 96, 1922, bls Fyrirlestur haldinn á Mensa academica í febrúar Sennilega hefur hann verið ætlaður leikmönnum, því Ólafur notar stærðfræði lítið sem ekkert. Fjallað er bæði um grundvöll takmörkuðu afstæðiskenningarinnar og þeirrar almennu svo og einföldustu niðurstöður þeirra. Byggt er á framsetningu Einsteins, en minnst á Minkowski í lokin. Engar beinar tilvísanir eru í erlend rit. Þorkell Þorkelsson: Frumefnin og frumpartar þeirra. Andvari, 47, 1922, bls Fjallað um þróun atómvísinda frá því skömmu fyrir 1900: Ný frumefni, geislavirkni, atóm og sameindir, lotukerfið, samsætur og rafeindin. Minnst á Rutherford í lokin. H.G. Wells: Tímavélin. Eimreiðin, 28, 1922, bls. 44f, 118f, 177f, 245f, 365f. Magnús Jónsson þýddi. Í þessari frægu skáldsögu frá 1895 notast Wells m.a. við hugmyndir manna eins og Newcombs og fleiri um fjórvítt rúm þar sem ein víddin er tíminn. Helgi Pjeturss: Albert Einstein og framtíð vísindanna. Ennýall, 1929, bls Greinin birtist fyrst í ágúst 1923 (hvar?). Helgi leggur útaf viðtalsbók Moszkowskis við Einstein frá 1920 (sjá framar) og segir m.a.: M. segir frá viðræðum sínum við Einstein, og eitthvert skifti talar hann af mikilli hrifningu um þá möguleika til ger- 5

6 bóta á högum mannkynsins, sem felist í orku atomsins eða smæstu og óskiftanlegri frumögn efnisins, sem menn hugðu áður vera. Moszkowski minnist á, að ef unt væri að sundra atominu og nota þá orku, sem í því felst, þá dygði stærsta skipi eitt kíló af kolum til þess að fara með fullri ferð frá Hamborg til New York. En Einstein ljet sér fátt um finnast. Sagði hann, að það væri ekkert, sem benti til þess, að vísindunum mundi takast að sundra atominu. [Helgi Pjeturss ( ) lauk prófi í náttúrufræði 1897 og hlaut doktorsnafnbót Sjá minningargrein/ritaskrá eftir Jóhannes Áskelsson um hann í Náttúrufræðingnum, 19, 1949, bls ] Trausti Ólafsson: Frumeindakenning nútímans. Eimreiðin, 30, 1924, bls Saga atómkenningarinnar rakin stuttlega. Thomson og rafeindin, Rutherford og kjarninn. Geislavirkni. Rafeindakenning Lorentz. Minnst á Planck en ekki Einstein. Atómkenning Bohrs. [Trausti ( ) lauk prófi í efnaverkfræði Sjá Verkfræðingatal (1956) og Kennaratalið.] Trausti Ólafsson: Um atomkenningu Bohr s. Tímarit Verkfræðingafélags Íslands. 10, 1925, bls All ítarleg fræðilegt úttekt á atómkenningu Nielsar Bohrs. Minnst á skammtahugmynd Plancks. Rætt um ljósskammta á loðinn hátt án þess að nafn Einsteins sé nefnt. Halldór Jónsson: Rúm og tími. Morgunn, 6, 1925, bls Um stærð alheimsins og smæð atóma. Almennt spjall. Vísað í Einstein og Kant. Þorkell Þorkelsson: Afstæðiskenningin og tilraun Michelsons. Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 11, 1926, bls Fyrirlestur sem Þorkell hélt á fundi Verkfræðingafélagsins í apríl Hann vísar í fyrirlestur Ólafs Daníelssonar frá 1921 og tekur síðan fyrir þætti sem Ólafur hafði ekki sinnt eða voru síðar til komnir. M.a. fjallar hann um afstæðilegan massa. Einnig þyngdarrauðvik og tilraunir til að mæla það. Síðan ræðir hann tilraunir Millers árin 1921 og 1925, sem gáfu aðrar niðurstöður en tilraunir Michelsons á sínum tíma. Morley einnig nefndur til sögu. Þorkell ræðir um ýmsar túlkanir á þessu og efasemdir sem vaknað hafi um afstæðiskenninguna. Engar beinar tilvísanir í erlend rit. Ágúst H. Bjarnason: Himingeimurinn. Akureyri (188 bls.) Að stofni til er bókin fræðslurit um stjörnufræði og heimsmynd hennar og er sagan rekin með hefðbundnum hætti. Ágúst styðst einkum við þýsk fræðslurit, svokallaðar Kosmosbækur frá árunum 1888, 1912, 1914 og 1917 (ritin eru talin upp á bls. 8 í bókinni). Í lokin er svo stuttur eftirmáli um Einstein og kenningar hans. Þar styðst Ágúst aðallega við skrif B. Russells, sem birtust í The A.B.C. of Relativity (1925). Einnig vitn- 6

7 ar hann í Space, Time and Gravitation (1920) eftir Eddington. (Til gamans má geta þess að skrif Russells um afstæðiskenninguna heilluðu einnig danska öldunginn Georg Brandes, sem notaði þau sem uppistöðu í fræðslugrein sinni um Einstein og verk hans árið 1925.) Ritdómar: Jón Eyþórsson: Skírnir, 101, 1927, bls ; Guðmundur G. Bárðarson: Vaka, 1, 1927, bls Svar: ÁHB: Vaka, 1, 1927, bls Ásgeir Magnússon: Vetrarbraut. Alþýðubók og skólabók. Rvík (160 bls.) Að stofni til samtíningur úr stjörnufræði. M.a. er fjallað um kenningu Eddingtons um sólstjörnur. Minnst á Einstein (bls ). Ásgeir birti svipað efni í greininni Djúpið mikla í Iðunni, 10, 1926, bls Sjá einnig samtíning sem hann birti undir heitinu Rúm og tími í Iðunni, 11, 1927, bls ; 12, 1928, bls og Ritdómur: Steinþór Sigurðsson: Vaka, 1(3), 1927, bls [Ásgeir Magnússon ( ), kennari og starfsmaður Landsímans, ritaði talsvert um stjörnufræði og eðlisfræði fyrir leikmenn. Sjá Kennaratalið.] O. Lodge: Þróun og sköpun. Rvík (94 bls.) Knútur Arngrímsson íslenskaði. Þýðing á bókinni Evolution and Creation frá Bókin fjallar um óhefðbundnar kenningar höfundar. Menntaskólinn á Akureyri stofnaður Fyrstu raungreinakennarar þar voru Steinþór Sigurðsson og Trausti Einarsson og síðar Guðmundur Arnlaugsson og Sveinn Þórðarson. Ásgeir Magnússon: Efnisheimur. Iðunn, 14, 1930, bls og Umfjöllun um efnið og kenningar um það í gegnum tíðina. Byggt á erlendum bókum og greinum um efnafræði og eðlisfræði, m.a. eftir Bohr og Lodge (sjá heimildaskrá bls. 320). Frumefni, mismunandi ástand efnisins, rafeindin, Rutherford og kjarninn, geislavirkni, atómkenning Bohrs : Ágúst H. Bjarnason: Heimsmynd vísindanna. (Fylgir Árbók Háskóla Íslands ) Rvík (154 bls.) Bókin fjallar um heimsmynd stjörnufræði og eðlisfræði og sögu þeirra. M.a. er bæði rætt um takmörkuðu og almennu afstæðiskenninguna og vitnað í Über die spezielle und die allgemeine Relativitätstheorie (1917) eftir Einstein og The Universe Around Us (1929) eftir J. Jeans. Þá er fjallað um atóm og sameindir, rafeindir, röntgengeisla, geislavirkni, atómkjarna og geimgeisla. Rætt er um skammtafræði Plancks og Einsteins, atómkenningu Bohrs og minnst á De 7

8 Broglie, Heisenberg og Schrödinger. Hér er aftur vitnað í bók Jeans og einnig í The Nature of the Physical World (1928) eftir Eddington. Haldið er áfram að vitna í þessa tvo vísindamenn í seinni hluta bókarinnar, sem fjallar um heimsmynd stjörnufræðinnar, uppruna sólkerfanna og lífsins sem og jörðina og sögu hennar. Þar er einnig vitnað í Astronomy and Cosmogony (1929) eftir Jeans og höfunda eins og T.C. Chamberlin, F.R. Moulton, J.A. Thomson og J. Joly. Í lokin er svo fjallað á heimspekilegan hátt um upphaf og endalok, orsakalögmálið og fleira. Ritið sem þar er aðallega vitnað í er The Mysterious Universe (1930) eftir Jeans. Ritdómur: Trausti Einarsson: Eimreiðin, 37, 1931, bls Ásgeir Magnússon: Aldahvörf. Iðunn, 15, 1931, bls Heimspekileg hugvekja um efnið, efnishyggju og fl. M.a. minnst á Einstein og kenningar hans. Stuðst við greinina De to Verdener eftir Thorstein Wereide (dósent í eðlisfræði við Oslóarháskóla?) í Naturen, mars Sveinn Sigurðsson: Einstein. Eimreiðin, 37, 1931, bls Almennt spjall um Einstein og frægð hans. J. Jeans: Endalok. Eimreiðin, 39, 1933, bls Ásgeir Magnússon þýddi lauslega úr lokakafla bókarinnar The Universe Around Us frá Vangaveltur Jeans um þróun efnisins og breytingu þess í rafsegulgeislun með tímanum. Björn Franzson: Efnisheimurinn. Rvík (240 bls.) Björn getur ekki heimilda, en í eftirmála segir hann m.a.: Fyrirmyndir að riti þessu hef ég engar haft, hvorki um framsetningu né niðurskipun efnisins, en auðvitað hef ég um staðreyndir stuðzt við fjölda erlendra fræðibóka. Efnisyfirlit (bls. 240): Heimsmyndir. Hin heiða aflfræði. Öldur ljóssins. Eindir efnisins. Rafmagn og segulmagn. Hamfarir orkunnar. Efnisgeislan. Rafsegulgeislan. Hinn smái heimur. Hinn mikli heimur. Afstæðiskenningin. Hið lifandi efni. [Björn ( ) stundaði nám í eðlisfræði og stærðfræði í Danmörku og Þýskalandi en lauk ekki prófi. Sjá minningargreinar um Björn í Þjóðviljanum 15. febrúar 1974, bls. 7.] Helgi Hálfdánarson: Ferðalangar. Ævintýri handa börnum og unglingum. Rvík (118 bls.) E. Curie: Frú Curie. Kristín Ólafsdóttir íslenskaði. Rvík (312 bls.) Ævisaga Maríu Curie eftir dóttur hennar, Evu. Sigurkarl Stefánsson: Niels Bohr. Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags, 66, 1940, 8

9 bls Um Bohr og atómkenningu hans. [Sigurkarl ( ) hlaut háskólagráðu í stærðfræði Minningargreinar í Morgunblaðinu, 6. okt. 1995, bls og 7. okt., bls ] Trausti Ólafsson: Efni og orka. Eimreiðin, 46, 1940, bls Saga atómrannsókna í stuttu máli. Rafeindin, kjarninn, geislavirkni, nifteindin og róteindin. Kjarneðlisfræði, hringhraðallinn. Efni og orka skv. Einstein. Orkulind sólstjarna. Verkfræðikennsla hefst við Háskóla Ísland haustið : A. Eddington: Nauðhyggjan dvínar. Skírnir, 115, 1941, bls Guðmundur Finnbogason þýddi. Helgi Pjeturss: Frægð Einsteins. Sannýall, 1955, bls Greinin birtist fyrst í Lesbók Mbl. í sept Stutt hugvekja í kjölfar þýddrar greinar um Einstein sem mun hafa birst í Tímanum (hvenær?). Yngvi Jóhannesson: Vísindi og trú. Bréfaskipti við Albert Einstein og Sir Arthur Eddington. Lesbók Morgunblaðsins 11. júní 1972, bls Bréfin eru skrifuð H. Thomas og D.L. Thomas: Albert Einstein. Úrval, 3(1), 1944, bls Björn Franzson: Hverju líkist alheimurinn. Tímarit Máls og menningar, 5, 1944, bls Þýtt og endursagt úr fyrsta kafla bókarinnar An Outline of the Universe (1938) eftir Crowther. Björn Franzson: Nýjungar í tækni og vísindum: Hagnýting kjarnorkunnar. Tímarit Máls og menningar, 6, 1945, bls A. Einstein: Ávarp til stúdenta við verkfræðiskóla í Kaliforníu. Í Undur veraldar. Rvík 1945, bls Þýðandi Ágúst H. Bjarnason. Hugvekja flutt P.R. Heyl: Kenning Einsteins um rúm og tíma. Í Undur veraldar. Rvík Þýðandi Björn Franzson. Um kenningar Einsteins. Í lokin minnst á tilraunir hans til að finna sameinaða sviðskenningu. Greinin kom út á ensku A. Eddington: Vetrarbrautin og það sem utar er. Í Undur veraldar. Rvík 1945, bls. 9

10 Þýðandi Trausti Einarsson. Þetta er fyrsta greinin á íslensku um útþenslu alheimsins. Greinin kom út á ensku J. Jeans, C.C. Furnas, H. Schacht og G.R. Harrison: Fjórar greinar um atómeðlisfræði og kjarneðlisfræði í bókinni Undur veraldar, Rvík Þýðendur: Björn Franzson og Óskar Bjarnason. Þorbjörn Sigurgeirsson: Gullgerðarlist nútímans. Lesbók Morgunblaðsins, 20. maí, 1945, bls Um atómeðlisfræði og kjarneðlisfræði. [Þorbjörn ( ) hlaut háskólagráðu í eðlisfræði Skv. ritskrá hans í bókinni Í hlutarins eðli (ritstj. Þorsteinn I. Sigfússon) skrifaði hann þrjár vísindagreinar í erlend tímarit um geislavirkni á árunum , þrjár merkar greinar um kjarneðlisfræði og geimgeisla á árunum og tvær mikilvægar skýrslur um hraðlatækni á árunum Sjá einnig grein Páls Theodórssonar um Þorbjörn í Andvara, 114, 1989, bls og minningargreinar í Morgunblaðinu 6. apríl 1988, bls og ] Sveinn Þórðarson: Wilhelm Conrad Röntgen Náttúrufræðingurinn, 15, 1945, bls [Sveinn (1913 ) lauk doktorsprófi í eðlisfræði Doktorsritgerð hans um röntgengeisla birtist í Annalen der Physik. Sjá Kennaratalið.] Kjarnorkusprengju varpað á Hiroshima 6. ágúst Sveinn Þórðarson: Atóman og orka hennar. Náttúrufræðingurinn, 16, 1946, bls Í tveimur hlutum. Steinþór Sigurðsson: Kjarnorka. Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 31, 1946, bls Fyrirlestur sem Steinþór hélt á fundi Verkfræðingafélagsins í desember Um kjarneðlisfræði og kjarnorku og hagnýtingu hennar. [Steinþór ( ) hlaut háskólagráðu í stjörnufræði 1929, fyrstur Íslendinga. Sjá minningargrein/ritskrá eftir Sigurkarl Stefánsson í Tímariti VÍ, 32, 1947, bls ] Trausti Einarsson: Kjarnorkan og vald mannsins yfir efninu. Náttúrufræðingurinn, 17, 1947, bls [Trausti ( ) lauk doktorsprófi í stjörnufræði Sjá minningargreinar í Jökli, 35, 1985 og Morgunblaðinu 2. ágúst 1984, bls ] A. Einstein: Ný heimsskoðun. Úrval, 6(6), 1947, bls Þýtt úr New York Times Magazine. Um pólitík og kjarnorkusprengjuna Geir Hallgrímsson, Gunnar Helgason og Jón P. Emils: Marie Curie. Í Vísindamenn 10

11 allra alda, bls Rvík Geir Hallgrímsson, Gunnar Helgason og Jón P. Emils: Albert Einstein. Í Vísindamenn allra alda, bls Rvík D. Dietz: Kjarnorka á komandi tímum. Ágúst H. Bjarnason íslenskaði. Rvík (215 bls.) H. Tyrén: Á morgni atómaldar. Ólafur Björnsson þýddi. Rvík (123 bls.) Ágúst H. Bjarnason: Heimspeki og trú. Í Samtíð og saga, 1948, bls Björn Magnússon: Heimsmyndin og guðstrúin. Í Samtíð og saga, 1948, bls J.A. O Brien: Hið tóma rúm í frumeindinni. Úrval, 8(1), 1949, bls bókinni Truths Men Live By. Úr H.M. Davis: Lögmál efnisins í ljósi nútímaþekkingar. Úrval, 8(1), 1949, bls Um atómeðlisfræði og kjarneðlisfræði. B. Russell: Eðli og ásigkomulag alheimsins. Úrval, 8(3), 1949, bls Úr bókinni Human Knowledge. Þorbjörn Sigurgeirsson: Geimgeislar. Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 34, 1949, bls Inniheldur m.a. stutt yfirlit um takmörkuðu afstæðiskenninguna. Þorbjörn Sigurgeirsson: Úr þróunarsögu atómvísindanna. Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags, 1950, bls : Niels Bohr á Íslandi: Bohr kom til Íslands í byrjun ágúst 1951 og hélt fyrirlestur í hátíðasal Háskólans að kvöldi 3. ágúst. Fullt var útúr dyrum. Alexander Jóhannesson rektor og Sigurður Nordal mærðu Bohr, en fréttir geta ekki um samskipti snillingsins við íslenska raunvísindamenn. Bohr hitti hins vegar forseta Íslands, sem sæmdi hann stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Fréttir af heimsókninni birtust m.a. í Morgunblaðinu 27. júlí, 2., 3. og 4. ágúst og í Alþýðublaðinu 27. og 31. júlí og 1., 4. og 11. ágúst. 11

12 Þorbjörn Sigurgeirsson: Geimgeislar opna nýjar leiðir í atómrannsóknum. Öldin, 1 (1), 1951, bls Ásgeir Magnússon: Stjörnustöðin á Palomarfjalli og viðfangsefni stjarnfræðinga. Dagrenning, 6, 1951, bls Óþekktur höfundur: Heimsmynd Hoyles prófessors. Úrval, 10(3), 1951, bls Úr Time. F. Hoyle: Uppruni og eðli alheimsins. Rvík (109 bls.) Hjörtur Halldórsson þýddi. Inngangur (3 bls.) eftir Trausta Einarsson. A. Einstein: Trúarjátning. Kirkjuritið, 17, 1951, bls. 13. O.R. Frisch: Orsakalögmálið og eðlisfræði. Úrval, 12(), 1953, bls Úr The Listener. G.A. þýddi. J. Bronowski: Mikilmennið Albert Einstein. Úrval, 13(4), 1954, bls Erindi í BBC. G.A. þýddi. O.R. Frisch: Hvers vegna eru öll atóm eins? Úrval, 13(4), 1954, bls Úr The Listener. G.A. þýddi. P. Jordan: Staða lífsins í alheiminum. Úrval, 13(6), 1954, bls Grein úr Orion, Murnan 1 2. hefti Björn Franzson þýddi. Hann skrifar einnig stuttan eftirmála. Brynjólfur Bjarnason: Forn og ný vandamál. Rvík (127 bls.) Sjá sérstaklega kaflana Efni og orka (bls ) og Rúm, tími, óendanleiki (bls ). [Brynjólfur ( ) stundaði nám í náttúrufræði í Kaupmannahöfn og Berlín Sjá nánar um ævi hans og störf á vefsíðunni Magnús Magnússon: Albert Einstein. Birtingur, 3. hefti 1955, bls , og 2. hefti 1956, bls [Magnús (1926 ) hlaut háskólagráðu í eðlisfræði 1952.] Kjarnfræðanefnd Íslands stofnuð í janúar Sýningarskrá (þýðendur Magnús Magnússon og Þorbjörn Sigurgeirsson?): Kjarn- 12

13 orkan í þjónustu mannkynsins. (17 bls.) Sýning á vegum Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og Rannsóknaráðs ríkisins febrúar Brynjólfur Bjarnason: Gátan mikla. Rvík (140 bls.) Sjá sérstaklega þriðja kafla Áhrif hughyggjunnar og pósitívismans á vísindin (bls ). Þar eru undirkaflarnir Sérstæða afstæðiskenningin og Samhæfiskenningin. Guðmundur Arnlaugsson: Hvers vegna Vegna þess. I (223 bls.), II (238 bls.) Rvík M.a. er fjallað um öreindir, atóm og atómkjarna á bls í II. [Guðmundur ( ) hlaut háskólagráðu í stærðfræði Sjá minningargreinar í Morgunblaðinu 15. nóv. 1996, bls ; 20. nóv., bls ; 29. nóv., bls. 51.] Þorbjörn Sigurgeirsson skipaður prófessor við Háskóla Íslands haustið Sputnik skoðið á braut um jörðu 4. október R.T. Abbott og fl.: Heimurinn okkar. Rvík (299 bls.) Hjörtur Halldórsson þýddi. Þrettándi kaflinn (22 bls.) fjallar m.a. um heimsmynd almennu afstæðiskenningarinnar. E. Sänger: Þúsund ár sem einn dagur. Úrval, 17(2), 1958, bls Úr The Atlandic. Um geimferðir og takmörkuðu afstæðiskenninguna. Eðlisfræðistofnun Háskóla Íslands stofnuð Gísli Halldórsson: Til framandi hnatta. Rvík (208 bls.) Þriðji kafli (28 bls.) fjallar um nútíma eðlisfræði, þar á meðal um Einstein. K.W. Gatland og D.D. Dempster: Líf í alheimi. Rvík (192 bls.) S. Sörenson íslenskaði. Trausti Einarsson: Hugmyndir manna um alheiminn fyrr og nú. Í Vísindi nútímans. Rvík 1958, bls Þorbjörn Sigurgeirsson: Eðlisfræði. Í Vísindi nútímans. Rvík 1958, bls J.R. Newman: Andi og efni. Úrval, 18(3), 1959, bls Úr Scientific American. Hugleiðing í kjölfar bókarinnar Matter and Mind eftir Schrödinger. 13

14 Sigurbjörn Einarsson: Biblían, kirkjan og vísindin. Andvari, 84, 1959, bls M.a. er vitnað í Einstein og Planck. Magnús Magnússon: Further properties of the energy-momentum complex in general relativity. Matematisk-fysiske Meddelelser. Bind 32, nr. 6. Det Kongel. Videnskabernes Selskab. Khöfn (22 bls.) Fyrsta vísindaritgerðin um almennu afstæðiskenninguna eftir íslenskan höfund. Tímabilið frá og með 1961 Hér vantar enn mörg rit, til dæmis sérhæfðar tímaritsgreinar og skýrslur, doktorsritgerðir og bækur af ýmsu tagi, einkum á erlendum málum. Í því sem á eftir fer er höfuðáhersla lögð á það að telja upp yfirlitsrit og greinar um grundvallaratriði. Rit um hagnýtingar, til dæmis í hátækni og skammtaverkfræði, hafa verið látin mæta afgangi. Slíku efni verður bætt við smám saman : Þorbjörn Sigurgeirsson: Um eðlisfræði. Í Vísindin efla alla dáð. Rvík 1961, bls Brynjólfur Bjarnason: Vitund og verund. Rvík (141 bls.) Sjá sérstaklega kaflann Tilviljun, lögmál, tilgangur (bls ). Brynjólfur Bjarnason: Á mörkum mannlegrar þekkingar. Rvík (248 bls.) Vilhjálmur Ögmundsson frá Narfeyri. Í minningargrein Leifs Ásgeirssonar um Vilhjálm í Tímanum 31. ágúst 1965 segir m.a.: Þær stærðfræðigreinar, sem Vilhjálmur komst lengst í að minni ætlan voru algebra [og] talnafræði. Hann fékkst að vísu við margt fleira, þar á meðal hina sérstæðu afstæðiskenningu Einsteins. Á þessari stundu (maí 2003) er ekki vitað hvort Vilhjálmur lét eftir sig einhver handrit er tengjast afstæðiskenningunni. Raunvísindastofnun Háskóla Íslands stofnuð Þorsteinn Sæmundsson: Drög að heimsmynd nútímans. Náttúrufræðingurinn, 1966, bls

15 Örn Helgason: Iður atómanna. Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags, 1967, bls B. Hoffmann: Albert Einstein. Ógleymanlegur maður. Úrval, apríl 1968, bls Úr ritröðinni 100 Great Lives. M. Wilson og fl.: Orkan. Rvík (200 bls.) Páll Theodórsson þýddi. Í flokknum Alfræðisafn AB. Fjallað er um Einstein í 7. kafla. R.E. Lapp og fl.: Efnið. Rvík (200 bls.) Gísli Ólafsson þýddi. Í flokknum Alfræðisafn AB. B.S. nám í raunvísindum hefst við Háskóla Íslands haustið L. Landau og J. Rumer: Hvað er afstæðiskenningin? Rvík (82 bls.) Hjörtur Halldórsson þýddi. Aðgengileg og glettin kynning á kenningum Einsteins fyrir leikmenn. Höfundar voru báðir þekktir sovétskir eðlisfræðingar, þó sérstaklega Landau. Bókin kom fyrst út í Sovétríkjunum Brynjólfur Bjarnason: Lögmál og frelsi. Rvík (171 bls.) A. Einstein: Afstæðiskenningin. Rvík (148 bls.) 2. útg. (endurskoðuð) Þýðandi Þorsteinn Halldórsson. Inngangur (27 bls.) eftir Magnús Magnússon. Eftirmáli (5 bls.): Um staðfestingu afstæðiskenningarinnar á síðari árum eftir Þorstein Sæmundsson og Þorstein Vilhjálmsson. Þetta er þýðing á bókinni Über die spezielle und die allgemeine Relativitätstheorie. Gemeinverständlich, sem kom fyrst út 1917 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Vinsælasta rit sem Einstein samdi fyrir upplýsta leikmenn : Eggert V. Briem: Means of Communications in Physics. Fjölrit Raunvísindastofnunar Háskólans: RH-P-71-B1, ágúst (8 bls.) W. Sullivan: Úr einkaskjölum Alberts Einsteins. Morgunblaðið, Sunnudagsblað, 23. apríl 1972, bls. 1-2; 30. apríl 1972, bls ; 7. maí 1972, bls Bárður Jakobsson: Pierre og Marie Curie. Í Afburðarmenn og örlagavaldar, 2. bindi 1973, bls

16 Bárður Jakobsson: Albert Einstein. Í Afburðarmenn og örlagavaldar, 4. bindi 1977, bls Egill Egilsson: Inngangur að skammtafræði. Fjölritaðir fyrirlestrar. Rvík (34 bls.) Þorsteinn Vilhjálmsson: Albert Einstein: Vísindamaður og mannvinur. Þjóðviljinn, 18. mars Í tilefni af aldarafmæli Einsteins 14. mars. Viðauki með þýddum tilvitnunum úr ritum Einsteins o.fl. um sjálfan hann, vísindin og samfélagið. Einnig gefið út sem fjölrit. Þorsteinn I. Sigfússon og fl.: Aldarafmæli A. Einsteins. Lesbók Mbl. 9. júní Brynjólfur Bjarnason: Heimur rúms og tíma. Rvík (255 bls.) : Þórður Jónsson: Hvað er skammtasviðsfræði? Náttúrufræðingurinn, 1981, bls. H. Murdoch: Albert Einstein. Trúarleg og heimspekileg viðhorf. Gangleri, 55, 1981, bls Jakob Yngvason: Forn og ný vandamál í skammtasviðsfræði. Fréttabréf Eðlisfræðifélags Íslands, nr. 5, apríl 1984, bls Jakob Yngvason: Skammtafræði stórra kerfa. Eðlisfræði á Íslandi. Kristjánsson. Rvík 1985, bls Ritstj. Leó Einar Júlíusson: Skilaboð með hraði. Fréttabréf Eðlisfræðifélags Íslands, nr. 6, nóvember 1984, bls Svar: Jakob Yngvason: Bréf til ritstjóra. Fréttabréf Eðlisfræðifélags Íslands, nr. 7, mars 1985, IV. árg., bls Þórður Jónsson: Hvað er öreind? Náttúrufræðingurinn, 1985, bls Þórður Jónsson: Strengir. Fréttabréf Eðlisfræðifélags Íslands, nr. 8, október 1985, IV. árg., bls

17 Þorsteinn Vilhjálmsson: Leskaflar um nútíma eðlisfræði, 2. hefti: Sitt af hverju um skammtafræði: Árekstrar, virkjar o.fl. 20 bls. Fjölritað sem handrit Jakob Yngvason: Skammtafræði og veruleiki. Í bókinni Í hlutarins eðli. Þorsteinn I. Sigfússon. Rvík 1987, bls Ritstj. Þorsteinn Vilhjálmsson: Frumatriði takmörkuðu afstæðiskenningarinnar. Rvík Kennslukver (39 bls.). Þórður Jónsson: Strengjafræði. Kenningin um allt eða ekkert? Eðlisfræði á Íslandi IV. Ritstj. Jakob Yngvason og Þorsteinn Vilhjálmsson. Rvík 1989, bls S. Hawking: Saga tímans. Rvík (250 bls.) Þýðandi Guðmundur Arnlaugsson. Inngangur (23 bls.) eftir Lárus Thorlacius. Ritdómur: Skúli Sigurðsson: Hugur, 3 4, 1990/91, bls : Örnólfur E. Rögnvaldsson og Einar H. Guðmundsson: Heimsfræðilegar athuganir í alheimum með þrýstingi. Eðlisfræði á Íslandi V. Ritstj. Leó Kristjánsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. Rvík 1991, bls Þórður Jónsson: Eðlisfræði rúms og tíma. Fyrirlestrar um takmörkuðu afstæðiskenninguna. Rvík Endurútgefin Kennslukver (89 bls.). Erla M. Marteinsdóttir: Einstein s Theory of Relativity in Steve Erickson s Tours of the Black Clock. BA-ritgerð í ensku við Háskóla Íslands, febrúar (32 bls.) A. Lightman: Draumar Einsteins. Rvík (180 bls.) Þýðandi Sverrir Hólmarsson. Skáldverk. Guðmundur Arnlaugsson: Þyngdaraflið. Náttúrufræðingurinn, 64, 1994, bls Gunnlaugur Björnsson og Einar H. Guðmundsson: Stjarnfræðilegar athuganir í hrynjandi veröld. Eðlisfræði á Íslandi VII. Ritstj. Þórður Arason. Rvík 1994, bls Einar H. Guðmundsson: Upphaf og endir alheims. Viðtal í Morgunblaðinu, 25. júní 1995, bls

18 Einar H. Guðmundsson: Heimsmynd stjarnvísinda: Sannleikur eða skáldskapur? Í bókinni Er vit í vísindum?. Ritstj. Andri Björnsson, Torfi Sigurðsson og Vigfús Eiríksson. Rvík 1996, bls Ýmsir íslenskir höfundar: Undur veraldar. Greinasafn um raunvísindi fyrir almenning. Ritstj. Þorsteinn Vilhjálmsson. Rvík (244 bls.). S. Weinberg: Ár var alda. Rvík (289 bls.) Þýðandi Guðmundur Arnlaugsson. Inngangur (84 bls.) eftir Einar H. Guðmundsson. Lárus Thorlacius: Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði Fréttabréf Háskóla Íslands, nóvember 1999, bls. x. Um verk t Hoofts og Veltmans. Einar H. Guðmundsson og Páll Jakobsson: Þyngdarlinsur og lögmál Fermats. Eðlisfræði á Íslandi IX. Ritstj. Ari Ólafsson. Rvík 1999, bls R.P. Feynman: Ljósið. Rvík (225 bls.) Þýðandi Hjörtur Jónsson. Inngangur (17 bls.) eftir Þórð Jónsson : Lárus Thorlacius: Efnið og alheimurinn. Lesbók Morgunblaðsins, 5. maí 2001, bls Einar H. Guðmundsson: Endimörk hins sýnilega heims. Morgunblaðið, 22. júní 2001, bls. B4. Einar H. Guðmundsson og Gunnlaugur Björnsson: Hulduorka og þróun hins sýnilega heims. Eðlisfræði á Íslandi X. Ritstj. Ari Ólafsson. Rvík 2002, bls Ýmsir íslenskir höfundar: Af hverju er himinninn blár? Spurningar og svör af vísindavefnum. Ritstj. Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón G. Þorsteinsson. Rvík (286 bls.). Einar H. Guðmundsson: Þyngdargeislun. Tímarit um raunvísindi og stærðfræði, 1, 2003, bls R. Highfield og P. Carter: Albert Einstein. Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir þýddi. Rvík Þýðing á bókinni The Private Lives of Albert Einstein frá

19 Annað (þessi kafli þarfnast uppfærslu): Nokkur önnur rit en hér eru nefnd eru talin upp í heimildakrá við grein Einars H. Guðmundssonar Heimsmynd stjarnvísinda: Sannleikur eða skáldskapur? í bókinni Er vit í vísindum? (ritstj. Andri S. Björnsson, Torfi Sigurðsson og Vigfús Eiríksson, Rvík 1996). Einnig eru talin upp íslensk rit um heimsfræði í III. kafla inngangs að Ár var alda eftir S. Weinberg. Nýlegt efni um eðlisfræði nútímans er að finna í ritum núlifandi eðlisfræðinga og annarra fræðimanna. Bæði er um að ræða sérhæfðar greinar í ritrýndum tímaritum og efni fyrir víðari lesendahóp. Upplýsingar um þessar ritsmíðar er væntanlega að finna á heimasíðum viðkomandi fræðimanna. Sem dæmi má nefna eftirtalda höfunda (í stafrófsröð): Einar H. Guðmundsson : einar/ Gunnlaugur Björnsson : gulli/ Jakob Yngvason : Lárus Thorlacius : lth/ Skúli Sigurðsson : sksi/ Steindór J. Erlingsson: steindor/ Þorsteinn Vilhjálmsson : thv/ Þórður Jónsson : thjons/ Margt fróðlegt um sögu rannsókna og kennslu í raunvísindum við Háskóla Íslands er að finna í greinum Sveinbjörns Björnssonar: Þróun eðlisfræðirannsókna á Íslandi og staða þeirra í ráðstefnuritinu Staða eðlisfræði á Íslandi (fyrsta Munaðarnesráðstefnan 1982) og Menntun íslenskra verkfræðinga í Verkfræðingatalinu (1996). Einnig er margt gagnlegt í ýmsum greinum í bókinni Í hlutarins eðli (1987). Sjá einnig grein Páls Theódórssonar: Frá áttavita til örtölvustýrðra segulmælinga. Tímarit Háskóla Íslands, 1, 1986, bls Um kennslu í raunvísindum í MR má lesa í bókinni Saga Reykjavíkurskóla I, ritst. Heimir Þorleifsson, Rvík Sjá einnig Sögu Menntaskólans á Akureyri (Akureyri 1981), fyrstu tvö bindin af þremur. Fjölmargar greinar um eðlisfræði nútímans er að finna í tímariti stúdenta við MR: 19

20 De Rerum Natura sem kom fyrst út 1962(?). Einnig er margt fróðlegt í tímaritinu Úrvali. Sjá einnig tímaritið Lifandi vísindi og Vísindavef Háskóla Íslands. Upplýsingar um rit Íslendinga fyrr á öldum um náttúruspeki er að finna í grein Einars H. Guðmundssonar, Björn Gunnlaugsson og náttúruspekin í Njólu, Ritmennt 2003, og í ritum sem þar er vísað í. Þakkir fyrir fróðlegar samræður og gagnlegar upplýsingar fá: Leó Kristjánsson Magnús Magnússon Páll Theodórsson 20

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

1 of 5 10/25/2011 3:39 PM. Spurning. Ritstjórn

1 of 5 10/25/2011 3:39 PM. Spurning. Ritstjórn 1 of 5 10/25/2011 3:39 PM Spurning Ritstjórn 2 of 5 10/25/2011 3:39 PM Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) kennari, vísindamaður og menntafrömuður var fæddur í Viðvík í Skagafirði, 31. október 1877. Eftir

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

IX. Aarsberetning og Regnskab for Dansk-Islandsk Forbundsfond for Aaret 1933,

IX. Aarsberetning og Regnskab for Dansk-Islandsk Forbundsfond for Aaret 1933, IX. Aarsberetning og Regnskab for Dansk-Islandsk Forbundsfond for Aaret 1933, 1 Aaret 1933 indkom til Dansk-Islandsk Forbundsfond ialt 206 Ansøgninger, i samme Aar har Bestyrelsen bevilget og ladet følgende

Læs mere

Hagræn hugsun á átjándu öld

Hagræn hugsun á átjándu öld Hugvísindasvið Hagræn hugsun á átjándu öld Hugmyndafræði Magnúsar Ketilssonar sýslumanns Ritgerð til B.A.-prófs Jón Torfi Arason Janúar 2018 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hagræn hugsun á átjándu

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

IX. Aarsberetning og Regnskab for Dansk-Islandsk Forbundsfond for Aaret 1931.

IX. Aarsberetning og Regnskab for Dansk-Islandsk Forbundsfond for Aaret 1931. IX. Aarsberetning og Regnskab for Dansk-Islandsk Forbundsfond for Aaret 1931. 1 Aaret 1931 indkom til Dansk-Islandsk Forbundsfond ialt 169 Ansøgninger; i samme Aar har Bestyrelsen bevilget og ladet følgende

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. HEIMILDASKRÁ Alþingistíðindi. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. Arvid Frihagen: Villfarelse og ugyldighet i forvaltningsretten. Osló 1966. Aslak Syse: Materielle

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu Nanna Þorbjörg Lárusdóttir Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu 1688-1770 Embættið og uppbygging skjalasafnsins Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

IX. Aarsberetning og Regnskab for Dansk-Islandsk Forbundsfond for Aaret 1932,

IX. Aarsberetning og Regnskab for Dansk-Islandsk Forbundsfond for Aaret 1932, IX. Aarsberetning og Regnskab for Dansk-Islandsk Forbundsfond for Aaret 1932, I Aaret 1932 indkom til Dansk-Islandsk Forbundsfond ialt 195 Ansøgninger, i samme Aar har Bestyrelsen bevilget og ladet følgende

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Hugvísindasvið Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Ritgerð til B.A.prófs Áslaug Lovísa Bílddal Gunnarsdóttir Janúar 2011

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 Sauðskinn, saffían & shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 1 Sauðskinn, saffían og shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri 1770 1771 og síðari 1785 1787 Hrefna Róbertsdóttir Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveitt skjalasöfn hinna svokölluðu

Læs mere

FJÖLRIT GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR. Sveinn P. Jakobsson

FJÖLRIT GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR. Sveinn P. Jakobsson FJÖLRIT NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN Sveinn P. Jakobsson 53 FJÖLRIT NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Dr. juris Björn Þórðarson

Dr. juris Björn Þórðarson BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR Einkaskjalasafn nr. 470 Dr. juris Björn Þórðarson (1879-1963) lögmaður og fv. forsætisráðherra Skjalaskrá Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík www.borgarskjalasafn.is

Læs mere

Lbs 12 NF Guðmundur Finnbogason: Skjalasafn. Skrá. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Handritadeild. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn 2008

Lbs 12 NF Guðmundur Finnbogason: Skjalasafn. Skrá. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Handritadeild. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn 2008 Guðmundur Finnbogason: Skjalasafn. Skrá. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Handritadeild Lýsandi samantekt Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn 2008 Varðveislustaður: Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn,

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

BRÉFASAF HALLDÓRS OG SUSIE BRIEM

BRÉFASAF HALLDÓRS OG SUSIE BRIEM BRÉFASAF HALLDÓRS OG SUSIE BRIEM Eggert Ásgeirsson skráði 2009 Tölvudisklingur fylgir 2 Þegar sagt er frá skráningu gamalla bréfa eru viðbrögð gjarna þessi: Tölvusamskipti hafa þau árif að bréfaskriftir

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

1930 [1] Publius Vergilius Maro ára minning. Ársrit Hins íslenzka frœðafélags (11),

1930 [1] Publius Vergilius Maro ára minning. Ársrit Hins íslenzka frœðafélags (11), Ritaskrá 1930 [1] Publius Vergilius Maro. 2000 ára minning. Ársrit Hins íslenzka frœðafélags (11), 85-101. 1931-1934 [2] [Allmargar greinar um íslensk efni. Óhöfundargreint.] Norsk konversasjonsleksikon.

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Goðsagnastríðið. Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson

Goðsagnastríðið. Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson Goðsagnastríðið Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson LIS441L MA-ritgerð í listfræði Háskóli Íslands Hugvísindasvið Goðsagnastríðið Ritdeila

Læs mere

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26 Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á umfjöllun Jónasar Hallgrímssonar um ást og eftirsjá í nokkrum ljóðum hans. Leitað var fanga í bréfum hans og samtíðarmanna, ljóðin skoðuð með tilliti til þess

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s Klart språk i Norden Titel: Forfatter: Islandsk klarsprog som forskningsområde Ari Páll Kristinsson Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s. 41-44 URL: http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/ksn/issue/archive

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

2 Þingnes við Elliðavatn

2 Þingnes við Elliðavatn Vinnuskýrslur fornleifa 2004 2 Þingnes við Elliðavatn og Kjalarnesþing Rannsóknasaga 1841-2003 Guðmundur Ólafsson Reykjavík 2004 Forsíðumynd: Yfirlitskort af minjasvæðinu á Þingnesi, samkvæmt uppmælingum

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55,

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 10. HEFTI RITSTJÓRAR KRISTJÁN ÁRNASON RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR REYKJAVÍK 2012 Són er helguð óðfræði og ljóðlist Útgefendur og ritstjórar Kristján Árnason Tómasarhaga

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn?

Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn? Hugvísindasvið Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn? Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar Ritgerð til M.A.-prófs Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Læs mere