Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson

Relaterede dokumenter
Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júlí 2012 október 2015

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

komudagur f2

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Dyrebingo. Önnur útfærsla

esurveyspro.com - Survey Detail Report

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

2. Dig, mig og vi to

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Kökur, Flekar,Lengjur

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2011 júní 2012

Jón Ólafsson úr Grunnavík

- kennaraleiðbeiningar

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Goðsagnastríðið. Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

glimrende lærervejledninger

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2010 maí 2011

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

Hrafn Sveinbjarnarson líkn og lækningar

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

Hagræn hugsun á átjándu öld

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Kennsluleiðbeiningar A B

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2009 júní 2010

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Jöfn umgengni í framkvæmd

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Skal vi snakke sammen?

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

Kjarasamningar í Danmörku

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Transkript:

Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson Sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Reykjavík 21. október 2017 15. maí 2018

Leiðir Sigurjóns Ólafssonar og Asgers Jorn lágu saman í Kaupmannahöfn árið 1937 þegar Asger hóf nám í málaradeild Konunglega listaháskólans, eftir stutta, en lærdómsríka, dvöl í París. Sigurjón hafði þá lokið námi sínu við skólann, en var þar áfram daglegur gestur, því hann vann að gerð eigin verka í garði skólans. Þar að auki var Listaháskólinn og allt umhverfi hans kringum Kóngsins Nýjatorg suðupottur fyrir nýsköpun á öllum sviðum menningarlífsins. Asger og Sigurjón tóku báðir þátt í sýningu Linien 1937 og Skandinaverne 1939, auk þess sem þeir sýndu saman á tjaldsýningunni 13 Kunstnere i Telt á Bellevue árið 1941. Þar sýndi Sigurjón meðal annars Drekann og Mann og konu, sem nú er í eigu KUNSTEN Museum of Modern Art Aalborg (áður Nordjyllands Kunstmuseum). Asger átti hugmyndina að sýningunni og var tilgangurinn að gefa almenningi færi á að skoða framúrstefnulist í aldargömlum skemmtigarði Kaupmannahafnarbúa, Dyrehavsbakken við Klampenborg og Bellevue, en þangað sótti fólk afþreyingu á góðviðrisdögum. Í stað þess að sýna listaverkin í hátimbruðum sýningarsölum voru þau sett beint á grasflötina undir tjaldhimni. Um leið var sýningin andóf gegn hernámi Þjóðverja í Danmörku og viðbrögð við afturhaldssamri listpólitík nasista. Þeir Asger Jorn og Sigurjón tóku þátt í dönsku andspyrnuhreyfingunni og áttu þar marga sameiginlega vini. Samband þeirra slitnaði að stríði loknu þegar Sigurjón sneri heim til Íslands og Asger leitaði suður á bóginn til Frakklands og Ítalíu. Sigurjón frétti af velgengni Asgers á sjötta áratugnum, þegar verk hans fóru að seljast fyrir háar upphæðir, en þá voru engin persónuleg samskipti milli þeirra. Því varð uppi fótur og fit þegar

Asger Jorn, Sigurjón Ólafsson og Dagur Sigurjónsson. Myndin er tekin í Hveragerði sumarið 1967. Asger stóð fyrir utan dyrnar hjá Sigurjóni á Laugarnesi eitt síðbúið kvöld í júlílok 1967. Hann sagðist ætla að fara huldu höfði, væri incognito, en erindið væri að hitta Selmu Jónsdóttur, forstöðumann Listasafns Íslands, og fá hana til að skrifa grein í nýtt ritverk hans sem átti að fjalla um fornnorræna alþýðulist í 10 þúsund ár. Næsta hálfa mánuðinn unnu þau Asger og Selma að þessu verkefni. Meðan á dvölinni stóð var Asger boðið heim til Halldórs Laxness og í framhaldi af kynnum þeirra myndskreytti hann viðhafnarútgáfu af Sögunni af brauðinu dýra sem hið þekkta grafíkverkstæði Erker- Presse í St. Gallen í Sviss vann og gaf út árið 1972.

Um verkin á sýningunni Listasafn Íslands á sjö verk eftir Asger Jorn og rötuðu sex þeirra í safnið fyrir milligöngu Sigurjóns Ólafssonar. Þegar Sigurjón flutti heim til Íslands í stríðslok 1945 hafði hann í farteski sínu gjöf frá Asger, olíumálverkið Tron II (númer 78 í heildarskrá Guys Atkins). Asger hafði unnið verkið árið 1937 í París og sýnt það, meðal annars á Kunstnernes Efterårsudstilling í Kaupmannahöfn 1938 ásamt tveimur öðrum málverkum, en öll voru þau undir sterkum áhrifum frá Fernand Léger. Síðar lét Sigurjón myndina til bróður síns, Guðna Ólafssonar apótekara, því hann taldi að hún ætti frekar heima í öruggri íbúð hans í Vesturbænum en í hermannabragga sínum á Laugarnesi. Við andlát Guðna árið 1976 ákvað Sigurjón að láta myndina fylgja dánargjöf Guðna Ólafssonar til Listasafns Íslands. Asger lét skrá verkið og ljósmynda það meðan hann dvaldi á Íslandi árið 1967. Þegar Asger Jorn kom til Íslands hafði hann meðferðis nokkrar grafíkmyndir. Sigurjóni tókst að vekja áhuga hans á að styrkja Félag íslenskra myndlistarmanna (FÍM), en félagið barðist fyrir að koma sér upp eigin sýningarsal. Það varð til þess að Asger færði félaginu þrjár steinprentsmyndir og tvær koparstungur sem FÍM gæti selt til ágóða fyrir hinn fyrirhugaða sal. Listasafn Íslands keypti myndirnar í desember 1967. Ágóðinn rann í sjóð sem notaður var til byggingar Kjarvalsstaða. Á sýningunni Tveir samherjar er efnt til samtals á milli verka þessara tveggja vina og baráttufélaga. Miklar breytingar urðu á viðfangsefnum og myndmáli þeirra í áranna rás, því báðir voru sífellt að þreifa sig áfram með nýjar aðferðir og tilraunir. Það er athyglisvert að bera

málverkið Tron II saman við ljósmynd af hinu glataða verki Sigurjóns, Drekann frá 1939, sem að sögn listamannsins sjálfs var andóf hans við uppgangi nasismans í Þýskalandi. Bæði verkin einkennast af súrrealískri formgerð sem birtist í íbjúgum lífrænum formum. Drekinn er stór, ógnvekjandi skepna sem teygir sig yfir trjábol sem í er tálguð mannsmynd, sem virðist vernda eða halda utan um blóm. Í Tron II er vöxtur einnig ríkjandi tákn en sterkir litir verksins kallast á við bláa og gyllta litanotkun Sigurjóns í Fuglinum, líka frá 1939. Samsömunin á milli verka þeirra svarar þó ekki spurningunni: Hvers vegna valdi Asger Jorn að gefa Sigurjóni einmitt þetta málverk? Grafíkmyndir Asgers Jorn, sem hér eru sýndar, sýna frelsið í teikningu hans og átök hans við strangleika steinþrykksins og ætingarinnar. Þær kallast því á við nokkur vel valin verk eftir Sigurjón sem einnig mætti flokka undir sömu formerkjum, þótt efnin séu gjörólík. Með því að stilla saman skúlptúrum Sigurjóns og teikningum Asgers er varpað ljósi á myndræn og hugmyndafræðileg tengsl á milli þeirra. Þeir urðu fyrir svipuðum áhrifum frá frönskum súrrealisma á mótunarárum sínum, þótt bakgrunnur þeirra, listmenntun og úrvinnsla væri með ólíkum brag. Sýningin varpar því ljósi á frjótt tímabil í listum sem byggði á samskiptum og vináttu listamanna á átakatímum í dönsku þjóðfélagi og sýnir hvað slík vinátta leiddi af sér. Birgitta Spur

Asger Jorn lauk kennaranámi í Silkeborg árið 1935 en ákvað fljótlega að helga sig myndlist. Árið 1936 fór hann til Parísar og sótti tíma hjá Fernand Léger í Académie de L'Art Contemporaine. Hann aðstoðaði Léger við að stækka veggmynd fyrir heimssýninguna í Asger Jorn 1914 1973 París árið 1937, og á sama tíma tók hann þátt í að reisa hið fræga sýningartjald arkitektsins Le Corbusier. Næstu árin dvaldist hann ýmist í Frakklandi eða í Danmörku eða þar til heimsstyrjöldin braust út haustið 1939. Á stríðsárunum bjó hann í Danmörku og var mjög virkur þar ásamt félögum sínum sem tengdir voru framúrstefnuhópum eins og Linien, Høstudstillingen og Helhesten. Hann fékk snemma áhuga á teikningum barna og hóf að þróa aðferðir við að skapa sitt eigið sjálfsprottna myndmál. Meðal annars leitaði hann samstarfs við leikskóla sonar síns í Kaupmannahöfn (Børnehaven i Hjortøgade), þar sem hann kynntist sköpunarvinnu barnanna. Í desember 1944 málaði hann veggmyndir í húsnæði skólans ásamt málurunum Carl-Henning Pedersen, Else Alfelt, Ejler Bille, Henry Heerup, Erik Thommesen og Egill Jacobsen. Hann tók þátt í dönsku andspyrnuhreyfingunni og um tíma prentaði hann hið forboðna málgagn Kommúnistaflokks Danmerkur, Land og Folk, á prentvél í íbúð sinni. Asger Jorn var upphafsmaður að mörgum stórum verkefnum, listamannasamtökum, bókaútgáfum og tímaritum, svo sem Helhesten, sem var gefið út í Danmörku á árunum 1941 1944. Hann var meðstofnandi að sýningarsamtökunum Cobra og einn helsti forsprakki

samtakanna á árunum 1948 1951. Eftir stríð dvaldist hann langdvölum í Albisola á Ítalíu, en bjó lengst af í París, þar sem hann var meðal annars þátttakandi í hreyfingunni L'Internationale situationniste. Tilgangur hreyfingarinnar var að umbylta neyslusamfélagi nútímans og virkja almenning í skapandi starfi. Á tímabilinu 1961 1967 einbeitti Asger sér að umfangsmiklu rannsóknarverkefni sem hann kallaði Skandinavisk Institut for Sammenlignende Vandalisme (SISV), með það að markmiði að safna og miðla þekkingu um norræna myndlist fyrri alda. SISV átti að stofna til útgáfu á ríkulega myndskreyttu riti í 32 bindum: Norræn alþýðulist í 10.000 ár. Því miður lauk Asger ekki verkinu, en ljósmyndirnar sem hann safnaði, um það bil 25.000 talsins, allar teknar af færustu ljósmyndurum, eru varðveittar í Museum Jorn í Silkeborg. Þann 26. ágúst 2017 var opnuð, í Listasafni Íslands að Fríkirkjuvegi 7, sýning sem gefur mynd af nálgun Asgers á þessu verkefni. Þar má sjá um eitt hundrað kontaktprent (e. contact-sheets) frá ferð hans til Gotlands árið 1964. Æviverk Asgers Jorn er mikið að vöxtum. Hann var einstaklega fjölhæfur og óhemju afkastamikill og skildi eftir sig þúsundir málverka, teikninga, grafík, skúlptúra, keramík og myndvefnað. Auk þess var hann mikilvirkur rithöfundur og skáld. Asger var félagslyndur og sérstaklega örlátur maður. Safn hans í Silkeborg var stofnað með gjöfum hans, eigin verkum og verkum sem hann keypti af vinum sínum og félögum, innlendum sem erlendum. Hann er nú talinn í hópi áhrifamestu norrænna listamanna tuttugustu aldar. Verk hans má finna í helstu söfnum heims.