Jöfn umgengni í framkvæmd

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Jöfn umgengni í framkvæmd"

Transkript

1 Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN

2 Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir 1. Inngangur Fjölmörg börn á Íslandi búa ekki hjá báðum foreldrum sínum, t.d. í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita foreldranna. Á síðustu áratugum hefur verið lögð vaxandi áhersla á ábyrgð beggja foreldra á uppeldi barns og rétt barns til að njóta tengsla við báða foreldra sína óháð fjölskyldugerð. Við þessar aðstæður reynir á að móta hugtök eins og forsjá, búsetu og umgengni. Lögð hefur verið áhersla á sameiginlega forsjá beggja foreldra en jafnframt að barn eigi lögheimili hjá öðru þeirra (lögheimilisforeldri) og njóti umgengni við það foreldri sem barnið býr ekki hjá (umgengnisforeldri). Um leið hefur þó verið viðurkennt að foreldrar geti samið um svokallaða jafna umgengni, eða að umgengni barns verði jöfn þeim tíma sem barnið er hjá lögheimilisforeldri sínu. Fram til gildistöku laga nr. 61/2012, um breytingar á barnalögum nr. 76/2003, virtust ráðuneytið og dómstólar hins vegar ekki hafa verið á sama máli um hvort lagaheimild væri til að úrskurða eða dæma jafna umgengni. Frá og með 1. janúar 2013 liggur fyrir skýr lagaheimild til að úrskurða eða dæma jafna umgengni þegar sérstaklega stendur á. Í þessari grein verður fjallað um afmarkaðar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á inntaki umgengni samkvæmt staðfestum umgengnissamningum og umgengnisúrskurðum sýslumannsins í Reykjavík á árinu 2004 og á árabilinu Markmiðið er að skoða hvort og hvernig samið hefur verið eða úrskurðað um jafna umgengni á undanförnum árum. Í upphafi er fjallað stuttlega almennt um umgengnisrétt og ákvörðun um umgengni og vikið sérstaklega að sjónarmiðum um jafna umgengni. Þá verður gerð grein fyrir vissum þáttum rannsóknarinnar og að lokum verða niðurstöður dregnar saman. 2. Umgengnisréttur 2.1 Almennt um umgengni Umgengni er grundvallarþáttur í fjölskyldulífi og er umgengnisrétturinn verndaður af 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. lög nr. 97/1995 og 1. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/ Þá nýtur hann einnig verndar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Um umgengnisrétt er fjallað í VIII. kafla barnalaga nr. 76/2003 (hér eftir nefnd bl.). Í 46. gr. þeirra laga er áhersla lögð á rétt barns til að njóta umgengni við það foreldri sem barnið býr ekki hjá og á skyldu beggja foreldra til að stuðla að umgengni. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 46. gr. barnalaga nr. 76/2003, með síðari breytingum, er með umgengni átt við samveru og önnur samskipti. Með samveru er yfirleitt átt við heimsóknir barns til foreldris á heimili þess eða á annan stað og sameiginleg ferðalög. 1 Mikilvægt þótti að varpa ljósi á þróun undanfarinna ára en nauðsynlegt reyndist að takmarka umfang rannsóknarinnar. Ástæða þess að árið 2004 var valið til samanburðar við síðara tímabilið er sú að það er fyrsta heila árið eftir að barnalög nr. 76/2003 tóku gildi. 2 Hrefna Friðriksdóttir:,,Úrræði vegna umgengnistálmana, bls Sjá einnig Lena Hellblom Sjörgren: Barnets rätt till familjeliv, bls. 119 og Mary-Ann Hedlund: Barnerett i et internasjonalt perspektiv, bls

3 Helga Sigmundsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir Með öðrum samskiptum er hins vegar átt við símtöl, bréfaskipti og annað sem leggja má því að jöfnu Inntak umgengni Ákvörðun um inntak umgengni snýst um að móta frekar hvernig samveru og samskiptum skuli háttað hverju sinni, t.d. hvar umgengni eigi að fara fram, hversu lengi og hvernig hún skuli útfærð að öðru leyti. Vert er að geta þess að rétturinn til umgengni getur verið til staðar þó svo að hafnað sé að kveða á um nánara inntak hans ef slík úrlausn þykir barni fyrir bestu, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 46. gr. bl. Til skýringar má nefna málavexti sem liggja að baki í dómi í Hrd. 3. desember 2009 (mál nr. 303/2009). Endanlegar dómkröfur í héraði voru m.a. um umgengni við fjögur börn. Niðurstaða héraðsdóms var sú að ákveða inntak umgengni tveggja yngri barnanna við umgengnisforeldri en hafna því að kveða á um inntak umgengni eldri barnanna sem voru á 12 og 16 ári, með hliðsjón af samskiptaörðugleikum foreldranna og afstöðu barnanna. Þessum þætti málsins var ekki áfrýjað. Ekki hefur verið farin sú leið í íslensku barnalögunum að setja lagareglur um það hvert inntak umgengni skuli vera, hvorki í hve miklum mæli né með hvaða hætti, heldur er gert ráð fyrir að umgengni sé ákveðin í hverju tilviki fyrir sig eins og best hentar hag og þörfum viðkomandi barns. 4 Undirstrika ber að umgengni er óháð fyrirkomulagi forsjár barns og getur umgengnin því verið mikil eða lítil óháð því hvort forsjá er sameiginleg eða ekki. Þá getur umgengni tekið breytingum eftir aldri barns og aðstæðum án þess að til komi breytingar á forsjá eða lögheimili barns. 5 Þeim sjónarmiðum hefur verið hreyft að heppilegt gæti verið að kveða nánar á um inntak umgengni í reglugerð. Yrði það til þess fallið að leiðbeina foreldrum sem deila um umgengni við barn og samræma ákvarðanir um umgengni. 6 Við setningu barnalaganna árið 2003 var ekki tekið undir sjónarmið sem þessi enda talið að með þeim hætti yrði gengið lengra í afskiptum yfirvalda af einkalífi fólks en nauðsyn krefði. Þá gætu slíkar reglur gengið gegn hagsmunum barns ef þær yrðu lagðar til grundvallar í of ríkum mæli í stað þess að huga nægilega vel að því sem viðkomandi barni væri fyrir bestu. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til barnalaganna voru á hinn bóginn nefnd ákveðin viðmið um lágmarksumgengni, þ.e. að barn dvelji að jafnaði hjá umgengnisforeldri aðra hverja helgi og um einhvern tíma um sumar, jól, áramót og páska. 7 Með breytingarlögum nr. 61/2012 voru gerðar breytingar á ýmsum ákvæðum barnalaganna. Í athugasemdum með frumvarpi til breytingarlaganna er fjallað nokkuð ítarlega um þarfir barns í tengslum við umgengni með tilliti til aldurs þess og þroska. Lögð er áhersla á að stefna beri að því að skapa aðstæður og tengsl sem styðji á bestan mögulegan máta við þroskaferil barns í tilteknum aðstæðum. 8 Með breytingarlögunum voru einnig lögfest sjónarmið sem leggja ber til grundvallar við úrlausn ágreinings um umgengni og nánar verður vikið að síðar. 3 Alþt , A-deild, þskj mál. Í 1. mgr. 22. gr. dönsku forsjárlaganna nr. 499/2007 er nefnt sem dæmi um önnur samskipti símasamband, bréfaskipti, tölvupóstur, ljósmyndir o.fl. Sjá einnig Drífa Pálsdóttir:,,Barnalög nr. 20/1992. Um forsjá barna, umgengnisrétt o.fl., bls Hrefna Friðriksdóttir:,,Sifja- og erfðaréttur, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalög nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Dögg Pálsdóttir:,,Umgengni og umgengnistálmanir, bls Byggt á reynslu sinni í lögmennsku taldi höfundur greinarinnar að flestir foreldrar óskuðu eftir upplýsingum um meginreglur um inntak umgengni og vildu semja á þeim grunni. Taldi hún að nákvæmari reglur um inntak umgengni gætu orðið til þess að fækka ágreiningsmálum. 7 Alþt , A-deild, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalög nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Sjá einnig Katrin Koch og Espen Walstad:Samvær mellom barn og foreldre sem ikke bor samman, bls

4 Jöfn umgegni í framkvæmd 2.3 Jöfn umgengni Hugtakið jöfn umgengni hefur mótast um þá stöðu þegar umgengni við umgengnisforeldri er jöfn þeim tíma sem barnið er hjá lögheimilisforeldri sínu. Rannsóknir benda til þess að þetta fyrirkomulag hafi færst í vöxt á undanförnum árum. 9 Meðal annars má nefna rannsókn sem gerð var um sameiginlega forsjá sem meginreglu og íhlutun stjórnvalda þar sem leitað var til foreldra sem sótt höfðu um skilnað eða slitið sambúð árin í Reykjavík. Alls voru þetta foreldrar með 885 börn, svarhlutfall var 60% og samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sögðu 24% svarenda að barn dveldi jafnlengi hjá báðum foreldrum sínum. 10 Talsverð umræða hefur verið á Norðurlöndunum um þessa þróun, m.a. að hve miklu leyti lagareglur eigi að endurspegla þessa stöðu. Efnislega er full samstaða um að setja verði þarfir barns í öndvegi og að þær eigi alltaf að vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra. Almennt er talið að rannsóknir gefi ekki einhlít svör önnur en þau að jákvæð áhrif á þroska barns séu háð fjölmörgum samverkandi þáttum. Forsendur fyrir farsælli jafnri umgengni eru taldar vera þær að barn hafi náð tilteknum aldri, að barn gangi í einn og sama skóla, að heimili foreldranna séu nálægt hvort öðru og að barnið njóti samfellu í félagsstarfi og vinatengslum. 11 Þá verður einnig að líta til persónulegra eiginleika foreldra og getu þeirra til að tryggja að ágreiningur eða samskipti þeirra komi ekki við þessar aðstæður í veg fyrir eða hindri möguleika barnsins á að alast upp við bestu þroskavænlegu skilyrði. Draga má lærdóm af Hrd. 13. júní 2013 (mál nr. 91/2013): M og K tóku saman árið 2008 og hófu sambúð árið 2010 eftir að hún varð ófrísk. Dóttir þeirra A fæddist sama ár en M og K slitu sambúð á síðari hluta ársins Þau sömdu um að fara sameiginlega með forsjá og að A dveldi aðra hvora viku hjá M. K höfðaði forsjármál í mars 2012 þar sem hún taldi þetta fyrirkomulag henta A illa. Í héraðsdómi, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, er allítarleg umfjöllun um þarfir og þroska ungra barna. Þar segir m.a.: Almennt er í sálfræði litið svo á að ró og stöðugleiki í umönnun og aðstæðum henti að jafnaði best börnum framan af forskólaaldri og að það hafi truflandi áhrif á þroskaferlið þurfi þau sífellt að aðlagast breytingum í nánasta umhverfi sínu. Því má ætla að jöfn umgengni henti ekki ungum börnum á sama hátt og hún geti hentað þeim sem orðin eru eldri. Hjá dómkvöddum matsmanni kom fram að jöfn umgengni við ólíka foreldra með vikulegum skiptum, eins og verið hefur í máli þessu, feli í sér breytingar sem líklegar séu til að valda álagi og streitu hjá barninu. Dómurinn féllst á þau rök K að hin jafna umgengni hafi ekki hentað A með tilliti til aldurs. Var jafnframt talið rétt að líta svo á að barnið hafi brugðist við þessu fyrirkomulagi með því að sýna streituviðbrögð í návist K, sem það hafði myndað mestu tilfinningalegu tengslin við. Var K dæmd forsjá barnsins enda þótti óumdeilt að hún hefði verið aðalumönnunaraðili þess meðan foreldrar bjuggu saman. Umgengni við M var ákveðin aðra hverja viku frá fimmtudagssíðdegi til mánudagsmorguns auk umgengni í sumarleyfum og á stórhátíðum. Formlega hafa öll Norðurlöndin hafnað því að ganga út frá jafnri umgengni sem meginreglu eftir skilnað eða sambúðarslit foreldra. Í Danmörku og Noregi hefur því sérstaklega verið hafnað að víkja að þessu fyrirkomulagi með beinum hætti í löggjöf 9 Sjá t.d. Mai Heidi Ottesen o.fl.: Delebørn i tal; Ársæll M. Arnarsson og Þóroddur Bjarnason:,,Jafnt til skiptis? Tvískipt búseta barna og samskipti þeirra við foreldra, bls Sigrún Júlíusdóttir og Jóhanna Rósa Arnardóttir:,,Sameiginleg forsjá sem meginregla og íhlutun stjórnvalda Rannsókn um sjónarhorn foreldra, bls Þess verður að geta að svör foreldra miðuðust einungis við yngsta barn en 43% foreldra áttu fleiri en eitt barn. Þá var ekki aðgreinanlegt í hve mörgum tilvikum svör foreldra voru um eitt og sama barnið. 11 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalög nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls. 173 og 192. Sjá einnig Evaluering af forældreansvarsloven, bls. 112; Stine Krone Christensen: Forældreansvarsloven med kommentarer, bls. 309; Mai Heide Ottesen o.fl.: Børn i deleordninger: En kvalitativ undersøgelse. 3

5 Helga Sigmundsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir þar sem talin er hætta á að jöfn umgengni yrði þá í of ríkum mæli viðmið foreldra sem og úrskurðaraðila Ákvörðun um umgengni Samkvæmt 4. mgr. 46. gr. bl. geta foreldrar samið um fyrirkomulag umgengni enda fari samningur ekki í bága við hag og þarfir barns. Foreldrar geta óskað staðfestingar sýslumanns á samningi, sbr. 5. mgr. 46. gr. bl., en staðfesting er forsenda þess að samningur geti orðið grundvöllur að úrræðum vegna umgengnistálmana. Ef foreldrar ná ekki samkomulagi um umgengni er fyrst og fremst gert ráð fyrir að þau leiti til sýslumanns og óski eftir úrskurði um umgengnisréttinn og inntak hans. Ef foreldrar deila jafnframt um forsjá barns eða lögheimili fyrir dómi þá geta þau gert kröfu um að dómarinn leysi samhliða úr ágreiningi um umgengni skv. 5. mgr. 46. gr. bl. Þess má geta að samkvæmt breytingarlögum nr. 61/2012 er foreldrum barns nú skylt að leita sátta samkvæmt 33. gr. a. bl. áður en unnt er að krefjast úrskurðar sýslumanns eða höfða mál fyrir dómstólum. Fyrir gildistöku breytingarlaga nr. 61/2012 bar sýslumanni við ákvörðun um umgengni að líta til þess sem barni væri fyrir bestu. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til barnalaga nr. 76/2003 voru reifuð þau sjónarmið sem helst þóttu eiga að koma til skoðunar við ákvörðun um inntak umgengni, svo sem eins og tengsl barns við umgengnisforeldri, eldra fyrirkomulag umgengni, aldur og vilji barns, búseta foreldra og sérþarfir barns. 13 Rétt er að nefna að í 1. mgr. 47. gr. bl., sbr. lög nr. 61/2012, koma nú fram sjónarmið sem sýslumanni eða dómara ber að leggja til grundvallar við ákvörðun um umgengni. Sem fyrr skal miða ákvörðun við það sem barni er fyrir bestu. Þá er nú lögbundið að líta m.a. til tengsla barns við báða foreldra, aldurs barns, stöðugleika í lífi barns, búsetu foreldra og vilja barns að teknu tilliti til aldurs þess og þroska. Einnig ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og líta sérstaklega til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Ef talið er að umgengni barns við umgengnisforeldri sé andstæð hag og þörfum þess má kveða á um að umgengnisréttar njóti ekki við. Fyrir gildistöku laga nr. 61/2012 höfðu foreldrar í einhverjum tilvikum krafist þess að úrskurðað yrði um jafna umgengni. Ljóst er að dóms- og kirkjumálaráðuneyti (nú innanríkisráðuneyti) taldi ekki lagaheimild til að úrskurða með þessum hætti. 14 Hæstiréttur hefur á hinn bóginn dæmt jafna umgengni í nokkrum málum á síðustu árum. 15 Við rannsókn á úrskurðum sýslumannsins í Reykjavík var sérstakt athugunarefni hvort sýslumaður hefði breytt fyrri túlkun eftir að dómar Hæstaréttar voru kveðnir upp. Árétta ber að skv. 3. mgr. 47. gr. bl., sbr. lög nr. 61/2012, er nú heimilt þegar sérstaklega stendur á að úrskurða um umgengni í allt að 7 daga af hverjum 14 dögum. Við beitingu heimildarinnar verður að leggja áherslu á þau atriði sem talin eru skilyrði fyrir farsællri jafnri umgengni. Talið er líklegra að jöfn umgengni verði ákvörðuð þegar barn hefur náð ákveðnum aldri, foreldrar hafa búið lengi saman með barninu eða ef jöfn umgengni hefur verið til staðar í einhvern tíma áður en óskað er eftir ákvörðun um 12 Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalög nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Alþt , A-deild, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalög nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Sjá einnig Dóms- og kirkjumálaráðuneytið: Forsjá, Reykjavík Færa má rök fyrir því að ráðuneytið hafi í rökstuðningi sínum ekki gert nægilega skýran greinarmun á hugtökunum lögheimili annars vegar og umgengni hins vegar. 15 Hrd. 28. október 2010 (mál nr. 2/2010) og Hrd. 11. nóvember 2010 (mál nr. 193/2010). 4

6 Jöfn umgegni í framkvæmd umgengni. 16 Þá gerir jöfn umgengni miklar kröfur til samvinnu foreldra og ætti hún ekki að koma til álita þegar samstarfsgrundvöllur er alls ekki fyrir hendi Rannsókn á inntaki umgengni 3.1 Framkvæmd Til að fá skýrari mynd af inntaki umgengni í framkvæmd var ákveðið, að fengnu leyfi Persónuverndar, að skoða staðfesta samninga og úrskurði um umgengni hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík á tímabilinu 2004 og Alls voru skoðaðir 372 samningar og 175 úrskurðir. Rannsóknin tók til margra þátta, þar á meðal í hve mörgum málum jöfn umgengni hafði verið ákveðin Niðurstöður Fjöldi samninga og úrskurða Mynd 1. Heildarfjöldi staðfestra samninga 2004 og Óhætt þykir að gera ráð fyrir því að flest þeirra barna sem ekki búa hjá báðum foreldrum sínum njóti umgengni að einhverju marki en eins og áður sagði er foreldrum ekki skylt að leita staðfestingar sýslumanns á umgengnissamningi sem þeir gera sín á milli. Á mynd 1 sést að staðfestum umgengnissamningum hefur fjölgað nokkuð á síðustu árum. Athygli vekur hve fáir samningar eru staðfestir hjá sýslumanninum í Reykjavík miðað við fjölda þeirra barna sem upplifa skilnað og sambúðarslit foreldra á ári hverju og áætlaðan fjölda barna þeirra foreldra sem aldrei hafa verið í hjónabandi eða sambúð. Sem dæmi má nefna þá voru alls börn sem upplifðu skilnað og sambúðarslit foreldra sinna árið 2011 en samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar tóku staðfestir samningar einungis til 102 barna og úrskurðir til 45 barna Evaluering af forældreansvarsloven, bls Sjá einnig Ingrid Lund-Andersen og Irene Nørgaard: Familieret, bls. 51, og Stine Krone Christensen: Forældreansvarsloven med kommentarer, bls Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalög nr. 76/2003 með síðari breytingum, bls Sjá einnig Mai Heide Ottesen o.fl.: Børn i deleordninger: En kvalitativ undersøgelse. 18 Einungis voru skoðuð þau mál sem lokið var við þann 1. mars Hér var leitast við að gefa nokkra mynd af þróun mála og breytingar á ákveðnu tímabili en vegna fjölda samninga og úrskurða var nauðsynlegt að takmarka rannsóknina með þessum hætti. 19 Sjá Helga Sigmundsdóttir: Inntak umgengni: Rannsókn á úrskurðum og staðfestum umgengnissamningum hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2004 og árin Óbirt MA ritgerð við lagadeild Háskóla Íslands, júní Miðað við mannfjöldatölur má lauslega gera ráð fyrir að tæplega helmingur landsmanna búi í umdæmi sýslumannsins í Reykjavík. 5

7 Helga Sigmundsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir Staðfestir samningar Úrskurðir Mynd 2. Heildarfjöldi mála og úrskurða sem voru skoðaðir Á mynd 2 sést að heildarfjöldi úrskurða um umgengni eykst einnig nokkuð en þeir voru þó talsvert færri en staðfestir umgengnissamningar Jöfn umgengni Í ljós kom að þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi, fyrir lagabreytinguna með lögum nr. 61/2012, talið heimilt að dæma jafna umgengni þá var enginn úrskurður kveðinn upp um jafna umgengni hjá sýslumanninum í Reykjavík á umræddu tímabili. Í úrskurði sýslumannsins í Reykjavík nr. 9/2010 kemur fram að lögmaður föður hafi vísað sérstaklega til Hrd. 28. október 2010 (mál nr. 2/2010) en um þá málsástæðu segir í úrskurðinum: Í því máli var dæmt um jafnlanga umgengni, viku og viku í senn því börnin lögðu áherslu á að svo yrði gert og þessi skipting var ákveðin þannig því þannig liði börnunum best. Í þessu máli er því ekki til að dreifa og því verður ekki byggt á þessu fordæmi Hæstaréttar enda sé það atviksbundið og fordæmi þess takmarkað. Ekki er hægt að fallast á að sú túlkun Hæstaréttar að lögin hafi heimilað að úrskurða eða dæma jafna umgengni hafi haft takmarkað fordæmisgildi þótt efnisleg niðurstaða um inntak umgengni í hverju máli ráðist af ólíkum hagsmunum barns hverju sinni. Á þetta reyndi einnig í úrskurði sýslumannsins í Reykjavík nr. 2/2012 en þar segir m.a.: Krafa föður um að barnið dvelji að jöfnu hjá foreldrum felur í sér fyrirkomulag um að barnið hafi búsetu hjá báðum foreldrum, en það grundvallast ekki á fyrrgreindum meginsjónarmiðum barnalaga um að barn hafi fasta búsetu hjá öðru foreldranna. Með vísan til þess sem að ofan greinir er kröfu föður um að barnið dvelji í framtíðinni hjá foreldrum til skiptis í viku í senn hafnað. Telja verður að hér hafi skort á að aðgreina með skýrum hætti hugtökin búseta annars vegar og umgengni hins vegar. Rétt er að geta þess að sýslumaður úrskurðaði mjög rúma umgengni í örfáum málum, í einu máli um sex nátta gistingu árið 2008 og samtals í átta málum um fimm nátta gistingu. Af þeim 372 samningum sem alls voru staðfestir á því tímabili sem rannsóknin tók til er fyrst rétt að nefna að í 315 málum var samið um reglulega umgengni þar sem báðir foreldrar voru búsettir á Reykjavíkursvæðinu, eða í 97,2% tilvika. Í 57 málum var samið um jafna umgengni, eða í 18,1% tilvika. Til samanburðar má geta þess að algengastir voru samningar um umgengni frá föstudegi til sunnudags, eða í 21,3% tilvika, og næst algengastir voru samningar um umgengni frá föstudegi til mánudags, eða í 20,3% tilvika. Í einhverjum tilvikum voru samningarnir þó óljósir. Í dæmaskyni má nefna eftirfarandi orðalag í samningi frá árinu 2012: 6

8 Jöfn umgegni í framkvæmd Við erum sammála um að viðhalda eins og hægt er, nánum og eðilegum tengslum [barnsins] við föður sinn, í samræmi við hagsmuni [þess] og erum sammála um að faðir skuli eiga eðlilegan og ríflegan umgengnisrétt við barnið. Mynd 3. Fjöldi samninga um jafna umgengni 2004 og Á mynd 3 sést að staðfestum samningum um jafna umgengni fjölgaði jafnt og þétt á milli ára. Athygli vekur að enginn samningur um jafna umgengni var staðfestur hjá sýslumanninum í Reykjavík árið Hlutfall staðfestra samninga um jafna umgengni jókst einnig, frá því að vera 12,8% af öllum staðfestum samningum árið 2008 upp í að vera 27% staðfestra samninga árið Samningar um jafna umgengni tóku til alls 81 barns á umræddu tímabili. Foreldrar fóru sameiginlega með forsjá í öllum tilvikum nema í einu máli árið 2008 þar sem móðir fór ein með forsjá. Til samanburðar fóru foreldrar sameiginlega með forsjá í tæplega 60% mála ef miðað er við heildarfjölda staðfestra samninga. Mynd 4. Aldur barna í staðfestum samningum um jafna umgengni Á mynd 4 má sjá aldur barna í þeim samningm sem staðfestir voru af sýslumanninum í Reykjavík um jafna umgengni á umræddu tímabili. Jöfn umgengni var algengust fyrir börn í aldurshópnum 3-6 ára, samtals 26 börn. Næst kom aldurshópurinn 7-12 ára þar sem voru 25 börn. Þá voru 24 börn í aldurshópnum 0-3 ára og að lokum sex börn í aldurshópnum ára. Hér sést að ekki var mikill munur í þremur fyrsttöldu aldurshópunum. Mun minna var af samningum í þeim síðastnefnda og má geta þess að staðfestir samningar voru einnig fæstir í þessum aldurshópi ef miðað er við heildarfjölda samninga. Sérstaka athygli vekur heildarfjöldi og fjölgun staðfestra samninga í aldurshópnum 0-3 ára. Stangast þetta á við niðurstöður fræðimanna sem áður var vikið að um þá forsendu farsællrar jafnar umgengni að börn hafi náð ákveðnum aldri. Sjaldgæft var að staðfestu samningarnir bæru með sér að foreldrar hefðu tekið sérstakt tillit til annarra sjónarmiða sem talin eru liggja til grundvallar farsællri jafnri umgengni, svo sem um búsetu og samskipti. Hér má þó geta fjögurra samninga frá 7

9 Helga Sigmundsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir árinu Í tveimur samningum skuldbundu foreldrar sig til þess að búa áfram í sama skólahverfi, í einum var samið á þann veg að öðru foreldrinu væri óheimilt að flytja nema með samþykki hins og í einum ásettu foreldrar sér að búa áfram í sama skólahverfi. 4. Umræða og samantekt Á undanförnum árum hefur orðið mikil þróun í barnarétti hér á landi eins og víða annars staðar. Sterkar vísbendingar hafa verið um að umgengni hafi aukist á undanförnum árum þ.e. að börn dvelji lengur hjá umgengnisforeldri sínu en áður var og í einhverjum mæli í jafnlangan tíma og þau eru hjá lögheimilisforeldri sínu. Sú rannsókn sem hér var gerð, á inntaki umgengni samkvæmt staðfestum samningum og úrskurðum sýslumannsins í Reykjavík á tilteknu árabili, gefur vissar vísbendingar um fjölda samninga um jafna umgengni. Athygli vekur þó hversu fá mál er um að ræða miðað við fjölda þeirra barna sem upplifa skilnað eða sambúðarslit. Líklegt er að flestir foreldrar velji að gera munnlegt eða skriflegt samkomulag um umgengni án þess að óska staðfestingar sýslumanns. Staðfestum samningum og úrskurðum hefur þó fjölgað jafnt og þétt sem veitir vísbendingar um að foreldrar óski í ríkara mæli eftir því að hafa umgengni í fastari skorðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefur staðfestum samningum um jafna umgengni fjölgað ár frá ári. Rannsóknin bendir til þess að foreldrar telji sameiginlega forsjá almennt vera forsendu þess að semja um jafna umgengni. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fóru um 84% foreldra sameiginlega með forsjá barns eftir skilnað eða sambúðarslit árið Í hópi þeirra sem gera staðfestan samning um umgengni sama ár voru á hinn bóginn aðeins 57,8% sem fóru sameiginlega með forsjá. Með hliðsjón af þessu er hugsanlegt að hlutfallslega fleiri foreldrar geri samkomulag um jafna umgengni en niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna. Það er nokkuð áhyggjuefni hversu oft samið var um jafna umgengni í málum mjög ungra barna. Mjög mikilvægt er að foreldrar hugi að stöðu og þörfum barna á ólíkum aldri og taki tillit til þeirrar þekkingar sem liggur fyrir. Æskilegt er að gerðar verði frekari rannsóknir á þróun umgengni og áhrifum umgengnisfyrirkomulags á börn. Leggja verður ríka áherslu á að jöfn umgengni er ekki meginregla og alls ekki barni fyrir bestu í öllum tilvikum. Almennt er ekki hægt að fullyrða að því meiri sem umgengni er, þeim mun betra sé það fyrir barnið. Leggja verður áherslu á hagsmuni hvers og eins barns, að börn eru ólík og þarfir þeirra í grundvallaratriðum mismunandi á ólíkum aldursskeiðum. Á Norðurlöndunum er samstaða um að jöfn umgengni eða umgengni í marga daga samfellt sé almennt ekki í samræmi við þarfir yngstu barnanna. Lögð er áhersla á að ávallt verði að taka ríkt tillit meðal annars til búsetu eða nálægðar heimila, skólagöngu, tómstunda og annarra frístunda, sérþarfa og vilja barns. Að síðustu er samstaða um að persónulegir erfiðleikar, ágreiningur foreldra eða samstarfserfiðleikar geti verið slíkir að mjög rúm eða jöfn umgengni verði aldrei talin barni fyrir bestu. 21 Þegar rannsóknin var gerð hafði enginn úrskurður verið kveðinn upp um jafna umgengni hjá sýslumanninum í Reykjavík. Í framtíðinni verður fróðlegt að rannsaka hvort og við hvaða aðstæður lagaheimild til þess að ákvarða um jafna umgengni verður beitt. Mikilvægt er að leitað verði leiða til að gera úrskurði sýslumanna í þessum málum aðgengilega almenningi til að unnt verði að draga af þeim lærdóm jafnóðum. 21 Alþt , A-deild, þskj mál; Betænkning nr. 1475/2006; Ot. prp. nr. 104 ( ) Om lov om endringer i barnelova mv. 8

10 Jöfn umgegni í framkvæmd Heimildir Alþingistíðindi. Ársæll M. Arnarsson og Þóroddur Bjarnason:,,Jafnt til skiptis? Tvískipt búseta barna og samskipti þeirra við foreldra. Rannsóknir í félagsvísindum IX. Félags- og mannvísindadeild, félagsráðgjafadeild, sálfræðideild og stjórnmálafræðideild. Erindi flutt á ráðstefnu í október Ritstj. Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir. Reykjavík 2008, bls Betænkning nr. 1475/2006: Barnets perspektiv. Forældremyndighed. Barnets bopæl. Samvær. Tvangsfuldbyrdelse. Utvalget om forældremyndighet og samvær. Kaupmannahöfn Dóms- og kirkjumálaráðuneytið: Forsjá, Reykjavík Drífa Pálsdóttir:,,Barnalög nr. 20/1992. Um forsjá barna, umgengnisrétt o.fl.. Úlfljótur. 3. tbl. 1993, bls Dögg Pálsdóttir:,,Umgengni og umgengnistálmanir. Afmælisrit. Ármann Snævarr Ritstj. Þórhildur Líndal. Reykjavík 2010, bls Evaluering af forældreansvarsloven. Kaupmannahöfn Hrefna Friðriksdóttir: Handbók. Barnalög nr. 76/2003 með síðari breytingum. Reykjavík Hrefna Friðriksdóttir:,,Sifja- og erfðaréttur. Um lög og rétt. Helstu greinar íslenskrar lögfræði. 2. útgáfa. Ritstj. Róbert R. Spanó. Reykjavík 2009, bls Hrefna Friðriksdóttir:,,Úrræði vegna umgengnistálmana. Tímarit lögfræðinga. 4. hefti 2012, bls Ingrid Lund-Andersen og Irene Nørgaard: Familieret. 2. útgáfa. Kaupmannahöfn Katrin Koch og Espen Walstad: Samvær mellom barn og foreldre som ikke bor sammen. Osló Lena Hellblom Sjörgren: Barnets rätt till familjeliv. 25 svenska fallstudier av föräldraalienation. Lundur Mai Heide Ottosen, Sofie Stage og Hanne Søndergaard Jensen: Børn i deleordninger. En kvalitativ undersøgelse. Kaupmannahöfn Mai Heide Ottosen og Sofie Stage: Delebørn i tal. Kaupmannahöfn Mary-Ann Hedlund: Barnerett i et internasjonalt perspektiv. Bergen Proposisjoner til Stortinget, Ot.prp. nr. 104 ( ) Om lov om endringer i barnelova mv. (flyttning, delt bosted, samvær, vold mv.). Sigrún Júlíusdóttir og Jóhanna Rósa Arnardóttir:,,Sameiginleg forsjá sem meginregla og íhlutun stjórnvalda Rannsókn um sjónarhorn foreldra. Tímarit lögfræðinga, 3. hefti 2008, bls Stine Krone Christensen: Forældreansvarsloven med kommentarer. Kaupmannahöfn

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. HEIMILDASKRÁ Alþingistíðindi. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. Arvid Frihagen: Villfarelse og ugyldighet i forvaltningsretten. Osló 1966. Aslak Syse: Materielle

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs Hólmfríður Björnsdóttir Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Friðrik Ársælsson Lagadeild Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Ágúst

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Erindi nr. Þ H i VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS iceland CHAMBER OF COMMERCE Stofnað 1917 Stjórnarskrámefnd Alþingis b/t Ragna Árnadóttir. SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS Reykjavik 26. Janúar 1995. Verslunarráð íslands

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Háskólinn á Bifröst Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Núverandi rannsóknarheimildir lögreglu og helstu hugsanlegu breytingar vegna forvirkra rannsóknarheimilda) ML Lokaverkefni Vetur 2011 Nemandi:

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010

Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010 Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010 Standast þær greinar laga um ráðherraábyrgð sem fyrrverandi forsætisráðherra, Geir Hilmari Haarde, er gert að sök að hafa brotið gegn, kröfur um

Læs mere

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál Barnaverndarmál Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir Reykjavík 2004 BARNAVERNDARMÁL Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Starfshópur

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Viðurlög í fíkniefnamálum

Viðurlög í fíkniefnamálum BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot Silja Rán Arnarsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ágúst 2016 BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Leiðbeinandi: Unnur Edda Sveinsdóttir Desember 2014 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Skattar o. fl. Almennur fróðleikur Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki tvö Vægi 4 til 5 Skattar, saga: Hefur nokkuð breyst? Skattar eða álagning skatta hefur fylgt

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere