Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði"

Transkript

1 Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Leiðbeinandi: Unnur Edda Sveinsdóttir Desember 2014

2 Efnisyfirlit 1 Inngangur gr. samningalaga (sml.) Skilgreining á óheiðarleika Almenn skilyrði fyrir ógildingu á grundvelli óheiðarleika Gildissvið óheiðarleikaákvæðisins Staða óheiðarleikaákvæðisins eftir gildistöku nýja ákvæðisins í 36. gr. sml Dómaframkvæmd um ógildingu samninga á grundvelli óheiðarleika Rangt verðmat Óvenjuleg samningsákvæði Ástand loforðsgjafa Er samið á jafningjagrundvelli? Ráðstöfun loforðsgjafa án réttaráhrifa Almennar ályktanir gr. samningalaga (sml.) Skilgreining svika Skilyrði ógildingar á grundvelli svika Sönnun á svikum fyrir dómstólum Tengslin milli óheiðarleika og svika Almennt Álit fræðimanna Svik og óheiðarleiki í áhættuviðskiptum Lokaorð Heimildaskrá Dómaskrá

3 1 Inngangur Pacta sunt servanda, þannig hljóðar grundvallarregla samningaréttarins á latínu, sem útleggst á íslensku að samninga beri að halda. Þessi meginregla liggur sem rauður þráður í gegnum laga- og regluverk samningaréttarins þrátt fyrir að vera hvergi lögfest. Allar undantekningar frá meginreglunni ber því að skýra þröngt. Mikilvægi þessarar reglu liggur ekki síst í því að án hennar væri ekki unnt að treysta á að samningar sem að einstaklingar, hópar eða lögaðilar gera við hvorn annan verði virtir og efndir eftir efni sínu. 1 Þegar litið er til reglunnar um að samninga beri að halda þá má ekki gleyma hinni grundvallarreglunni, en það er reglan um samningsfrelsið, að maður eigi frelsi hvort að maður semji við einhvern, hvenær og um hvað. Þetta er hin meginstoðin sem að samningarétturinn hvílir á. Þessi meginregla um samningsfrelsið er heldur ekki lögfest. 2 Í eldri lögbókum eins og Grágás og Jónsbók voru ákvæði á víð og dreif um mismunandi tegundir löggerninga. 3 Í Jónsbók eru samfelldir bálkar um mismunandi tegundir löggerninga eins og til dæmis Kaupabálkur Jónsbókar þar sem fjallað er um lausafjárkaup. 4 Fyrsti heildstæði almenni lagabálkurinn um samningagerð sem settur var hér á landi og gildir enn eru lög nr. 7 sem tóku gildi á árinu 1936 og bera heitið lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga (hér eftir sml.), í daglegu tali eru þau kölluð samningalögin. Íslensku samningalögin eru í raun þýðing á norrænu samningalögunum, einkum þeim dönsku, sænsku og norsku. Því er unnt að bera saman ákvæði í norrænu samningalögunum við sambærileg ákvæði í þeim íslensku. Í frumvarpi til íslensku samningalaganna kemur fram að öruggara sé að lögfesta þessar reglur sem margar hafa gildi sem venjur til að treysta grundvöll þeirra eins og gert hafði verið á hinum Norðurlöndunum. Svíar voru fyrstir til að lögfesta sín samningalög árið 1915, en heiti íslensku sml. er bein þýðing á heiti sænsku sml. Danir fylgdu svo á eftir með sín lög árið 1917 og að lokum Norðmenn 1918, en þau bera örlítið annað heiti en þau íslensku og sænsku. Þetta breytir þó innihaldinu sem engu nemur. 5 1 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Munurinn á milli þess sem kallað er löggerningur og svo samningur er að löggerningur getur verið einhliða eða gagnkvæm viljayfirlýsing en samningur byggist aðeins á gagnkvæmum viljayfirlýsingum. Löggerningur er þannig víðtækara hugtak heldur en samningur. Til að unnt sé að tala um að samningur hafi komist á þarf að vera til staðar loforð/tilboð og svo samþykki þess, samningur er því í raun samþykkt tilboð. Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Páll Sigurðsson; Samningaréttur, bls Alþt. 1935, A-deild, bls

4 Í íslensku samningalögunum eru ógildingarreglur í 3. kafla sem heimila ógildingu samninga við ákveðnar aðstæður. Þessar ógildingarheimildir eru undantekning frá meginreglunum um að samninga beri að halda og samningsfrelsið og því ber að skýra þær þröngt. Í þessum kafla í 33. gr. sml. er einmitt ákvæðið sem að þessi ritgerð mun að meginmáli byggjast á en það er 33. gr. sml., almenn ógildingarheimild, sem fjallar um ógildingu á grundvelli óheiðarleika og hljómar svo: Löggerning, sem ella mundi talinn gildur, getur sá maður, er við honum tók, eigi borið fyrir sig ef það yrði talið óheiðarlegt vegna atvika sem fyrir hendi voru þegar löggerningurinn kom til vitundar hans og ætla má að hann hafi haft vitneskju um. Þess ber að geta að fyrir breytingarnar á samningalögunum árið 1986 var þetta sama ákvæði í 32. gr. sml. Í þessari ritgerð verður leitast við að draga fram helstu einkenni óheiðarleikaákvæðisins í 33. gr. með tilliti til dómaframkvæmdar og svo hvernig fræðimenn á sviði samningaréttar hafa túlkað ákvæðið og spáð fyrir um notkun þess í réttarframkvæmd. Í því sambandi verður kastljósinu beint að því að skoða tengslin milli ógildingar samninga á grundvelli óheiðarleika og svo ógildingar á grundvelli svikaákvæðisins sem er í 30. gr. sml. og hljómar svo: Löggerningur skuldbindur eigi þann mann, sem gerði hann, ef hann var fenginn til þess með svikum, og sá maður, sem við löggerningnum tók, beitti sjálfur svikunum eða hann vissi eða mátti vita, að gerningurinn var gerður fyrir svik annars manns. Hafi sá, sem tók við löggerningnum, sviksamlega skýrt rangt frá atvikum, sem ætla mátti að skiptu máli um löggerninginn, eða hann hefir sviksamlega þagað yfir slíkum atvikum, skal líta svo á, sem gerningurinn hafi verið gerður fyrir þau svik, nema það sannist, að þessi atriði hafi engin áhrif haft um það, að löggerningurinn var gerður. Ákvæði 30. gr. sml. um svik er ekki almenn ógildingarheimild eins og ákvæði 33. gr. sml. um óheiðarleika heldur sértæk ógildingarheimild. Þetta lýsir sér í því að atvik þar sem að ógilding á grundvelli svika (30. gr. sml.) á við eru afmarkaðri heldur en þau atvik þar sem að ógilding á grundvelli 33. gr. sml. um óheiðarleika getur átt við. Efnisskipan ritgerðarinnar mun verða á þann hátt að fyrst verður farið í greiningu á innihaldi óheiðarleikaákvæðisins í 33. gr. sml., bæði með tilliti til úttektar fræðimanna og svo dómaframkvæmdar. Því næst verður farið yfir meginefni 30. gr. sml. um svik. Að lokum verður svo leitast við að skoða hvernig tengslin milli þessara tveggja ógildingarheimilda samningalaga hafa birst, bæði með vísun í dómaframkvæmd og túlkun og forspá fræðimanna. 4

5 2 33. gr. samningalaga (sml.) 2.1 Skilgreining á óheiðarleika Óheiðarleikaákvæði 33. gr. sml. er víðtæk ógildingarheimild sem lýsir sér í því að hún getur verið til fyllingar öðrum ógildingarástæðum en hefur einnig sjálfstætt gildi utan þess. 6 Unnt er að ógilda samning með tilliti til þessa ákvæðis ef að samningsaðili hefur sýnt af sér óheiðarleika við samningsgerð en óheiðarleiki er eins og gefur að skilja andstæðan við það sem að við köllum heiðarlega hegðun. Skilgreining á heiðarleika er samkvæmt almennri málvenju, það að vera, áreiðanlegur, sómakær, ósvikull. 7 Í Orðabók með lögskýringum er skilgreining á heiðarleika sú sama og samkvæmt almennri málvenju, heiðarlegur er að vera áreiðanlegur og ósvikull og óheiðarleiki í samningarétti einkennist af sviksemi og svipaðri hegðun. 8 Þannig felur skilgreining orðsins óheiðarleiki í sér svik og annað svipað atferli. Þarna er komin vísbending um merkingarleg tengsl óheiðarleika og svika. Mikilvægi þess að skilgreina hugtakið liggur ekki síst í því að þungamiðja ógildingarákvæðisins í 33. gr. sml. liggur í skilyrðinu um óheiðarleika. 2.2 Almenn skilyrði fyrir ógildingu á grundvelli óheiðarleika Áskilnaður fyrir ógildingu samnings á grundvelli óheiðarleika er að löggerningsmóttakandi hafi verið grandsamur um aðstæður eða atvik, sem að valda ógildingu. Þær ógildingarástæður sem hafa grandsemi sem skilyrði eru kallaðar veikar ógildingarástæður. 9 Ef löggerningsmóttakandi veit ekki af aðstæðum eða atvikum sem að geta valdið ógildingu er um að ræða grandleysi sem kemur í veg fyrir að unnt sé að ógilda samninginn. 10 Við ógildingu samnings á grundvelli óheiðarleika ber að geta þess að ákvæðið gerir einnig kröfu um ákveðið tímamark fyrir grandsemina sbr. vegna atvika sem að voru fyrir hendi þegar að löggerningurinn kom til vitundar hans og ætla má að hann hafi haft vitneskju um. 11 Ef þetta er skýrt nánar þá vísar vegna atvika til þess að ekki megi vera um óljósan atburð að ræða, heldur þarf að liggja fyrir hvaða atvik lágu að baki og staðreyna þau. Hins vegar virðast ekki vera gerðar miklar sönnunarkröfur um þetta atriði sbr. ætla má. Hvað varðar tímamark vitneskju er þó skýrt að miða verður við að löggerningsmóttakandi hafi vitað um ástæður sem hefðu komið í veg fyrir gerð samningsins á því tímamarki sem hann er gerður eða kom til 6 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Íslensk orðabók, bls Lögfræðiorðabók með skýringum, bls. 184 og Alþt , A-deild, bls Alþt , A-deild, bls Páll Sigurðsson: Fyrirlestrar um samningarétt, bls

6 vitundar hans. Í þessu samhengi ber þó að líta til undantekningarinnar í 38. gr. sml. um að einnig megi líta á þá vitneskju sem löggerningsmóttakandi fékk eða átti að fá eftir löggerningsgerð en áður en löggerningurinn hafði áhrif um ráðstafanir hans. Þetta útleggst svo að ef löggerningsmóttakandi er grandlaus við löggerningsgerð en fær svo upplýsingar um aðstæður eða uppgvötvar þær sjálfur áður en hann hefur gert ráðstafanir til að uppfylla samninginn, verða áhrif vitneskjunnar þau sömu og ef hann hefði vitað þetta fyrir samningagerðina og þá eru tímaskilyrði 33. gr. sml. uppfyllt. 12 Tímasetningarskilyrðin fyrir vitneskju eru þau sömu í 33. gr. dönsku samningalaganna Gildissvið óheiðarleikaákvæðisins Samkvæmt Páli Sigurðssyni í bók hans Fyrirlestrar um samningarétt kemur fram að ákvæðið (33. gr.) vísi til almenns siðferðismats sem ráði í þjóðfélaginu hverju sinni og hvað sé óheiðarlegt þurfi dómari því að túlka í samræmi við það. 14 Í frumvarpi til samningalaganna 1936 kemur fram að þetta ákvæði sé einskonar varaskeifa, og er þá verið að vísa til þess að ef aðrar ógildingarástæður geta ekki átt við þá geti 33. gr. sml. átt við. 15 Við greiningu á óheiðarleikaákvæðinu í dönsku samningalögunum 16 sem er samsvarandi íslenska óheiðarleikaákvæðinu, segir danski fræðimaðurinn Lennart Lynge Andersen að það sé almenn ógildingarheimild ólíkt ógildingarástæðunum í gr. sml. sem eru sértækari ákvæði með tilliti til þess að auðveldara á að vera að sjá fyrir hvenær þau eiga við. Með óheiðarleikaákvæðinu er meira vald lagt í hendur dómstóla með tilliti til lögskýringar og túlkunar og mótunar á ákvæðinu. Dómstólum er gefið mikið svigrúm til túlkunar um hvað teljist nægjanlega óheiðarleg hegðun, svo að varði ógildingu samnings að öðrum skilyrðum uppfylltum. Þetta opnar á möguleikann að ógilda samninga sem eru almennt í bága við réttarvitund einstaklinga og samfélagsins í heild. 17 Eins og áður hefur verið nefnt var óheiðarleikaákvæðið í 32. gr. við gildistöku samningalaganna Það var ekki fyrr en með breytingum á samningalögunum árið 1986 þegar að ósanngirnisákvæðið í 36. gr. sml. kom inn að óheiðarleikaákvæðið varð að 33. gr. sml. Algengt er í dómaframkvæmd að vísa til 33. gr. sml. samhliða hinum sértækari 12 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Bernhard Gomard, Hans Viggo Godsk Pedersen og Anders ørgaard: Almindelig Kontrakstret, bls Páll Sigurðsson: Fyrirlestrar um samningarétt, bls Alþt. 1935, A-deild, bls Á frummálinu er heiti dönsku samningalaganna: Lov om aftaler og andre retshandler pa formuerettens omrade. 17 Lennart Lynge Andersen: Aftaleloven, bls

7 ógildingarástæðum. 18 Það skýrist af víðfeðmi hugtaksins, en í raun er gildissvið 33. gr. sml. það vítt að það nær yfir hinar sértækari ógildingarástæður líka, t.d. 30. gr. sml. um svik og 31. gr. sml. um misneytingu, eða er til fyllingar þeim Staða óheiðarleikaákvæðisins eftir gildistöku nýja ákvæðisins í 36. gr. sml. Við breytingu á samningalögunum 1986 bættist við almenn ógildingarheimild, við hlið óheiðarleikaákvæðisins, sem fékk stöðu í 36. gr. laganna og hljómar svo: 36. gr. Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, sbr. þó 36. gr. c.1) Hið sama á við um aðra löggerninga. Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. 36. gr. sml. veitir heimild til að ógilda eða breyta samningum sem eru ósanngjarnir. Fyrir 1986 var óheiðarleikaákvæði samningalaganna, sem þá var í 32. gr. þeirra, (33. gr. eftir breytingarnar 1986) eina almenna ógildingarheimildin. Óheiðarleikaákvæðið fékk þó að standa óbreytt eftir breytingarnar,...enda þótt nýja ákvæðið í 36. gr. sé miklum mun víðtækara, en þetta var einkum rökstutt með því að mjög margir dómar hefðu gengið um skýringar á gamla [gamla vísar til 33. gr. sml.] ákvæðinu og myndast hefði um öll Norðurlönd nokkuð samræmd dómaframkvæmd um beitingu ákvæðisins. Væri það því nánast hefðhelgað. 20 Með 36. gr. sml. varð breytingin sú að unnt er að taka tillit til aðstæðna sem að koma til skjalanna síðar en við samningsgerð, ólíkt skilyrði ógildingar á grundvelli óheiðarleika þar sem að ástæður og atvik þurfa að liggja fyrir við samningsgerð. 21 Einnig er 36. gr. sml. víðtækari vegna þess að með henni er unnt að ógilda hluta samnings og breyta honum en ekki bara ógilda hann í heild eins og á við um óheiðarleikaákvæðið. 22 Það er sameiginlegt með 33. og 36. gr. sml. að þær eru svokallaðar vísireglur. Generalklausuler er þetta fyrirbæri nefnt í norrænni lögfræði. Einkenni þeirra er að dómarar beita þeim sem almennum mælikvarða sem er ekki háður fyrirfram ákveðnum atvikum eða aðstæðum, og geta því nýst við ófyrirsjánlegar aðstæður þar sem hinar sértæku ógildingarástæður eiga ekki við gr. sml. hefur skipað sér fastan sess í réttarframkvæmd hér á landi og einnig í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Stundum er vísað til 33. og 36. gr. sml. saman fyrir dómi 18 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Páll Sigurðsson, Samningaréttur, bls Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Alþt , A-deild, bls Þorgeir Örlygsson: Lögfesting almennrar ógildingarreglu í 3. kafla laga nr. 7/1936, bls Þorgeir Örlygsson: Lögfesting almennrar ógildingarreglu í 3. kafla laga nr. 7/1936, bls

8 bæði hér á landi og í Danmörku 24, en við túlkun ákvæðanna þurfa dómarar að byggja á sjónarmiðum um hvað sé í samræmi við siðlegt atferli. 25 Fræðimaðurinn Páll Sigurðsson spáði í bók sinni Samningaréttur sem er frá árinu 1987 og kom því út rétt eftir gildistöku nýja ákvæðisins í 36. gr. sml., að það myndi eflaust með tíð og tíma taka yfir hlutverk 33. gr. sml. Hann setti þó fyrirvara við fullyrðinguna þar sem að 33. gr. sml. hefði skapað sér sess í dómaframkvæmd, bæði hvað varðar túlkun og varnaðaráhrif. 26 Þessi orð Páls gefa til kynna að tíminn verði að leiða í ljós hvort 36. gr. sml. muni alveg taka yfir sem almenn ógildingarheimild. Núna tuttugu og sjö árum eftir að orð þessi komu út á prenti þá er enn vísað til 33. gr. sml., og dómar hafa gengið þar sem samningar hafa verið ógiltir á grundvelli hennar, sem styður gildi hennar. 2.4 Dómaframkvæmd um ógildingu samninga á grundvelli óheiðarleika Rangt verðmat Verðmatsmismunur á eign sem er andlag samnings getur haft áhrif á það hvort að óheiðarlegt sé að bera hann fyrir sig. Í Hrd bls (Hreinar Línur) reyndi á viðskiptagjörning um kaup á áhöldum fyrir efnalaug. Kaupandi gerði tilboð í allan búnaðinn og hugðist flytja hann til Grundarfjarðar. Kauptilboðið var samþykkt. Kaupandinn vildi rifta samningnum á þeim forsendum að seljandi og umboðsmaður hans vissu að hann gekk út frá öðru verðmati, það munaði um 30%. Í Hæstarétti var fallist á ógildingu samningsins með vísan til 33. gr. sml. en í lagarökum var vísað til að 30. gr. eða 36. gr. sml. ætti við en það var innan heimildar dómara að vísa til 33. gr. sml. Umboðsmaður seljanda var fenginn til þess að annast söluna fyrir hönd seljanda en vanrækti að upplýsa kaupandann um að verðmatið sem þeir höfðu gengið út frá væri í raun 2 milljónum lægra. Hér skoðar Hæstiréttur aðstæður út frá því að óheiðarlegt hafi verið af seljanda eða umboðsmanni hans að upplýsa ekki kaupandann um hið raunverulega verðmat tækjanna sem var annað en kaupandi gekk út frá. Það var ekki talið nógu alvarlegt til að vera svik en stóðst skilyrðið um óheiðarleika. Umboðsmaður seljanda vissi um þetta ranga verðmat kaupanda þar sem þeir höfðu sérstaklega rætt hvers virði tækin voru og komist að niðurstöðu í þeim efnum. Virðist sem svo að stærð verðmatsmunarins sé ekki það sem að skipti máli heldur liggi 24 Ógildingarregla á grundvelli ósanngirni sem er líka í 36. gr. dönsku samningalaganna tók gildi þar Sama regla var svo lögfest 1976 í Svíþjóð og 1983 í Noregi. 25 Mads Bryde Andersen: Grundlæggende aftaleret (2005), bls , sbr. danskan dóm sem reifaður verður hér seinna, UfR bls. 222 (Aðstoðarkennarinn) þar sem samningur var ógiltur á grundvelli beggja ákvæðanna og einnig Hrd bls. 393, (266/2001) (Kranabíllinn hf.) þar sem vísað var til 33. gr. og 36. gr. sml. í lagarökum sem ógildingarástæðna. 26 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls

9 óheiðarleikinn í þeirri staðreynd að munur hafi verið til staðar á verðmati sem kaupandi gekk út frá og svo raunverulegu verðmati. Þess ber að geta að ekki er bannað að gera góð kaup. Ef kaupandi sem kaupir hlut af sölumanni á verði sem er lægra en raunvirði hans og seljandi veit ekki af því myndi það ekki teljast sem ógildingarástæða, nema um gróft tilfelli væri að ræða. Þetta skýrist einkum af því að reyndur seljandi á sjálfur að geta verið upplýstur um virði hlutanna sem að hann er að selja og er rík skylda á honum til þess. Ef um leikmann er að ræða geta sjónarmiðin þó verið önnur. 27 Þetta kemur fram í mati meirihluta Hæstaréttar í Hrd bls (Gamli frímerkjakaupmaðurinn) 28 þar sem vísað var til þess vegna samnings um sölu manns á frímerkjum undir raunvirði að hann hefði reynslu af sölu frímerkja. 29 Einnig má nefna norskan dóm fyrir Lagmannsretten (millidómstig í Noregi) í RG 1981, bls. 56 (Eldri hjón). Málið snérist um sölu eldri hjóna á jörð sinni með tilheyrandi fylgifé. Kaupandinn var kaupsýslumaður og bauð í hana langt undir markaðsvirði. Hjónin fengu upplýsingar um þetta síðar og vildu þá selja eignina öðrum fyrir mun hærra verð. Fyrir norskum dómstólum gat kaupsýslumaðurinn ekki krafist þess að fá eignina afhenta fyrir upphaflegt tilboð sitt þar sem að sá samningur væri ógildur á grundvelli óheiðarleika. Matið grundvallaðist á því að hann væri reyndur í viðskiptum á þessu sviði og seljendurnir væri eldri hjón sem hefðu búið þarna nánast allt sitt líf og alveg óreynd í slíkum viðskiptum. Þessi niðurstaða norskra dómstóla er í samræmi við að vanir seljendur eins og í Hrd.1982 bls (Gamli frímerkjakaupmaðurinn) sæta strangara mati heldur en alls óreyndir seljendur eins og hjónin í RG 1981, bls. 56 (Eldri hjón) Óvenjuleg samningsákvæði Áhugavert er að skoða hvernig óvenjuleg samningsákvæði, ef svo má kalla, eru metin með tilliti til óheiðarleika. Í Hrd bls. 69 (Húsaleigusamningur) reyndi á slíkt samningsákvæði vegna húsaleigu. Málsatvik voru þau að S leigði íbúð af R en R vildi svo segja upp leigusamningnum við S. S vildi ekki una því og bar fyrir sig skriflega yfirlýsingu sem R hafði undirritað þar sem R viðurkenndi rétt S til að leigja íbúðina eins lengi og hann þyrfti. R skoðaði samninginn ekki nógu vel og taldi yfirlýsinguna aðeins vera samkomulag um leigufjárhæð. Hæstiréttur vísaði til þess að heiðarlegt hefði verið af S að benda loforðsmóttakanda á þetta óvenjulega samningákvæði, fallist á útburð og samningurinn 27 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Reifaður ítarlegar hér neðar í kafla Þess ber þó að geta að þátturinn sem að mestu máli skipti í matinu var það hvort að frímerkjasalinn væriorðinn skertur vegna hás aldurs. 9

10 ógiltur á grundvelli óheiðarleika. Þessi túlkun Hæstaréttar sýnir að þrátt fyrir að skrifað sé undir samning þá beri loforðsmóttakanda að benda loforðsgjafa á óvenjuleg atriði í samningnum eins og það að um óskertan rétt til leiguhúsnæðis sé að ræða. Óheiðarlegt er að byggja rétt á svo óvenjulegri og íþyngjandi yfirlýsingu. Eflaust hefði einnig eða frekar verið vísað til 36. gr. sml. um ósanngirni ef að þessi dómur hefði gengið eftir breytinguna á samningalögunum Til samanburðar má nefna mun nýlegri danskan dóm Ufr bls. 222 (Aðstoðarkennarinn), þar var álitaefnið ráðningarsamningur aðstoðarkennara við heimavistarskóla en í samningnum kom fram að ekki yrði borgað fyrir yfirvinnu. Svo óvenjulegt og ósanngjarnt samningsákvæði leiddi til þess að samningurinn var ógiltur á grundvelli óheiðarleika og ósanngirni, 33. gr. og 36. gr. dönsku samningalaganna. Þar sem að einnig var ógilt á grundvelli 36. gr. sml. og í samræmi við meginreglur starfsmannaréttar þá var unnt að breyta samningnum og kennaranum borguð yfirvinnan sem hann átti inni. Þrátt fyrir að í þessum tveimur dómum sé um mismunandi réttarsvið sé að ræða, leigurétt í íslenska dómnum og svo starfsmannarétt í þeim danska og einnig að mikið skilji á milli í tíma er óheiðarleikaákvæði samningalaganna dönsku og íslensku hér túlkað út frá því að svo óvenjuleg og íþyngjandi samningsákvæði geti ekki haft gildi samkvæmt efni sínu Ástand loforðsgjafa Við ógildingu samninga á grundvelli óheiðarleika reynir stundum á hvort að ástand loforðsgjafa hafi áhrif á skuldbindingargildið. Er þá ástand viðkomandi orðið það slæmt að óheiðarlegt er af löggerningsmóttakanda að bera fyrir sig samning sem litaður er af þessu ástandi. Í Hrd. 1996, bls. 598 (Ölvun í Búnaðarbankanum) reyndi einmitt á slíkt ástand, en þar bar loforðsgjafi fyrir sig ölvun. Í málinu átti undirritun veðsamnings sér stað í meintu ölvunarástandi. A veitti bankanum veðtryggingu fyrir öllum skuldum sínum við bankann og veitti einnig veð fyrir skuldum Fiskverkunar Birgis Þórhallssonar hf. Hélt hann því fram síðar að hann hefði verið ölvaður við undirritun yfirlýsinganna og því óheiðarlegt fyrir starfsmenn bankans að bera tryggingabréfin fyrir sig. Fyrir réttinum vísaði hann einnig til þess að hann hafi átt við áfengisfíkn að stríða um tíma. Ekki var fallist á þetta, hvorki fyrir héraði né Hæstarétti þar sem að ekki náðist að sanna að hann hefði verið ölvaður við undirritun veðsamninganna. Miðað við niðurstöðu héraðsdóms og Hæstaréttar má ganga út frá því að ef loforðsgjafa tekst að sanna ölvun sína og að hún hafi verið nógu mikil þá sé óheiðarlegt að bera fyrir sig samning við ölvaðan mann. Það kemur fram í bók Páls Sigurðssonar 10

11 Samningaréttur, að í skilningi 33. gr. sml. sé óheiðarlegt að bera fyrir sig loforð sem að áberandi ölvaður maður hefur gefið. 30 Í norskum hæstaréttardómi, Rt. 1928, bls. 236 (Ölvun á hótelbar) reyndi á samninga um gistingu á hóteli og kaup á miklu magni af áfengi á hótelbarnum. Fyrir réttinum náðist að sanna að viðskiptavinurinn hafi verið áberandi ölvaður og því um að ræða verulega skerðingu á dómgreind þegar að hann keypti áfengið á barnum. Vegna þess að viðskiptin áttu sér stað í þessu ástandi taldi Hæstiréttur Noregs unnt að ógilda samninginn. Hins vegar var ekki vísað til óheiðarleikaákvæðis norsku samningalaganna til ógildingar samningsins en forsendur í dómnum benda til þess að byggt sé á því. Þar sem náðist að sanna að maðurinn hefði verið áberandi ölvaður væri óheiðarlegt að bera fyrir sig samning um sölu á áfengi til hans og einnig sölu á gistingu. Við samanburð á þessum mismunandi niðurstöðum í dómunum, þeim íslenska og norska, má draga þá ályktun að ef næst að sanna ölvun og að hún sé komin á ákveðið stig, sé óheiðarlegt að semja við mann í slíku ástandi. 31 Í Hrd bls (Ísborg) reyndi á ástand loforðsmóttakanda en þar var ekki um að ræða tímabundið ástand eins og í Hrd bls. 598 (Ölvun í Búnaðarbankanum) og Rt bls. 236 (Ölvun á hótelbar) heldur varanlega skerðingu á geðheilsu sem lýsti sér í miklum dómgreindarskorti. Viðkomandi hafði í hyggju að kaupa eign og ræddi við sölumann á Fyrirtækjamiðstöðinni um áform sín. Það endaði svo að gert var tilboð í söluturninn Ísborg samdægurs. Systir kaupandans hafði látið seljanda söluturnsins vita um andlega hagi bróður síns og að hann væri ekki fær um að taka slíkar ákvarðanir um kaup. Samt sem áður gengu kaupin í gegn. Lögð voru fram læknisvottorð geðlæknis þar sem kom fram að hann hefði brenglað viðhorf til peninga og fólk sem ætti við hann samskipti ætti að gera sér grein fyrir því að hann væri mjög andlega skertur. Í dómi héraðsdóms var samningurinn talinn ógildur á grundvelli 31. gr. sml. (misneytingar) en fyrir Hæstarétti var hann dæmdur ógildur á grundvelli 33. gr. sml. um að óheiðarlegt væri af seljanda að bera hann fyrir sig. Niðurstaða Hæstaréttar virðist byggð á þeim grunni að andleg vanheilsa mannsins leiddi til þess að hann gerði samning sem að hann myndi annars ekki gera og einnig hefði efni hans orðið annað en ella, þar sem samningurinn væri litaður af dómgreindarskorti. Seljandinn var upplýstur um ástand kaupandans og því grandsemisskilyrði 33. gr. sml. uppfyllt. Í tengslum við álitaefni af þessum toga um varanlega andlega skerðingu viðsemjanda er áhugavert að líta til norsks dóms Rt. 1956, bls. 572 (Stjúpsonurinn). Þar reyndi á kaupsamning um fasteign en seljandinn var 30 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls sbr. áðurnefnd ummæli Páls Sigurðssonar um að óheiðarlegt sé að bera fyrir sig loforð sem að áberandi ölvaður maður hefur gefið. Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls

12 skertur andlega, ekki alvarlega, en samt þannig að viðsemjandinn vissi um ástand hans. Samningurinn var milli stjúpsonar og stjúpföðurs en það var stjúpfaðirinn sem var andlega skertur. Samningurinn var dæmdur ógildur á grundvelli óheiðarleika þar sem að ekki væri unnt að bera samninginn fyrir sig vegna ástands seljanda (stjúpföðurins). Það var sannað fyrir dómstólnum að sonurinn átti frumkvæði að samningnum og að stjúpfaðirinn hefði aldrei samþykkt hann ef hann hefði skilið að fullu efni samningsins. Kaupsamningurinn var því litaður af ástandi seljanda og atferli stjúpsonarins var á mörkunum að vera misneyting. Bæði í Hrd bls (Ísborg) og Rt bls. 572 (Stjúpsonurinn), var viðsemjandi illa staddur andlega, varanlega, sem að hafði áhrif á dómgreind og leiddi til þess að gengið var að tilboði sem að ella hefði ekki gerst. Í báðum dómum var einnig um að ræða löggerningsmóttakanda sem voru eða máttu vera grandsamir um hagi viðsemjanda síns. Til að skilja að mörkin milli misneytingar samkvæmt 31. gr. sml. og óheiðarleika samkvæmt 33. gr. sml. þá er það svo að þegar samið er við einstakling sem er ekki fær um að ráðstafa þeim hagsmunum sem að andlag samnings snýst um og viðsemjandi er grandvís um hagi hans þá er hann ógildanlegur samkvæmt 33. gr. sml. Þar sem skerðingin hefur áhrif á það að samningur er gerður og hvers efnis hann er. Hins vegar ef að samningur er gerður gagngert í þeim tilgangi að notfæra sér skerðingu á dómgreind hins er það misneyting samkvæmt 31. gr. sml. 32 Hrd. 1982, bls (Gamli frímerkjakaupmaðurinn) snérist um samning um sölu frímerkja. Þar reyndi á andlegt ástand seljandans vegna aldurs og hvort að hann hefði næga þekkingu á virði íslensku krónunnar til að eiga viðskipti í þeim gjaldmiðli. Frímerkjasalinn vildi ógilda samninginn á grundvelli þess að kaupendur hefðu hlunnfarið hann þar sem hann hefði ætlað að miða verð frímerkjanna við erlendan gjaldeyri (danskar krónur). Það kom fram í dóminum að seljandinn hafði búið lengi erlendis en var reyndur í að versla með frímerki. Kaupendurnir voru sýknaðir í héraði og fyrir Hæstarétti en fyrir Hæstarétti féll þó sératkvæði á annan veg. Rök meirihluta Hæstaréttar voru þau að ekki hefði verið sýnt fram á óheiðarleika af hendi kaupenda þrátt fyrir að kaupverð þeirra miðað við afborgunarsamning væri mun lægra en raunvirði. Var vísað til þess að seljandinn var vel kunnur viðskiptum af þessu tagi og því unnt að ætlast til þess að hann væri upplýstur um virði frímerkjanna og að hann hefði átt frumkvæði að viðskiptunum. Í sératkvæði var vísað til þess að um væri að ræða aldurhniginn mann sem tekið væri að förlast og hefði búsetu að mestu á Spáni og að hann hafði reynt að selja frímerkin öðrum og viljað þá miða við verð í dönskum krónum. Í vottorði sálfræðings 32 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 252 og

13 sem að lagt var fyrir dóminn kom fram að minni hans væri farið að skerðast. Allt þetta var talið styðja að unnt væri að ógilda samninginn með tilliti til óheiðarleika í 32. gr. sml. (núverandi 33. gr. sml.) Hér leiddi andlegt ástand frímerkjasalans og lítil tengsl við Ísland til þess að sératkvæði eins dómara Hæstaréttar féll svo að unnt var að ógilda samninginn á grundvelli þess að kaupendur hefðu sýnt af sér óheiðarlega hegðun. Meirihluti Hæstaréttar taldi óheiðarleika við samningsgerð ekki sannaðan og vísaði til þess að um væri að ræða mann með reynslu af sölu frímerkja. Niðurstaðan í dóminum bendir til þess að ef það tekst að sanna andlega skerðingu vegna aldurs og að samningur sé litaður af því geti það leitt til ógildingar á grundvelli 33. gr. sml Sameiginlegt með þeim dómum sem hér hafa verið reifaðir á undan og varða ástand loforðsmóttakanda eins og ölvun, andlega skerðingu eða skerðingu vegna aldurs er að andlegt ástand hafi áhrif um óheiðarleikamatið, ef að það tekst að sanna að samningurinn sé litaður af því Er samið á jafningjagrundvelli? Reynt hefur verið að bera fyrir sig óheiðarleikaákvæði sml., 33. gr. sml., við skipti við slit á sambúð með vísan til þess að óheiðarlegt sé af viðsemjanda að bera fyrir sig samning um skiptingu eigna eða kaupmála. Í Hrd. 2002, bls. 393, (Kranabíllinn hf.) taldi M að óheiðarlegt væri af K að bera fyrir sig eignaskiptasamning milli þeirra þar sem að hann bæri skarðan hlut frá borði. Hæstiréttur féllst á þá skýringu M að hann kæmi mun verr fjárhagslega út úr samkomulaginu en þar sem hann hefði sjálfur lýst því yfir að hann vildi gera vel við K og fullt jafnræði hefði verið við samningsgerðina. Þá væri ekki unnt að ógilda hann á grundvelli 33. gr. sml. né víkja honum til hliðar á grundvelli 36. gr. sml. M fékk í sinn hlut við skiptin fyrirtækið (Kranabíllinn hf.) og fólksbifreið en K fékk í sinn hlut húsið sem þau höfðu búið í. Mikið tap var hjá fyrirtækinu og því var það mun minna virði en húsið, en það gat ekki breytt því að skiptasamningurinn stóð. Þessi niðurstaða bendir til þess að ekki sé unnt að bera fyrir sig óheiðarleika sem ógildingarannmarka ef að báðir aðilar standa jafnfætis við samningagerð. Til samanburðar er áhugavert að líta til gamals dansks dóms í Ufr. 1949, bls. 699 (Viðskipti eftir skilnað) þar sem að kona seldi fyrverandi manni sínum bifreið undir raunvirði. Samningurinn var dæmdur ógildur og við matið var meðal annars litið til þess að konan hafði nýlega verið útskrifuð af spítala vegna andlegra veikinda. Hún hafði selt bílinn vegna þess að hún stóð ekki undir útgjöldum og einnig lá fyrir að hún var ekki í ástandi til þess að skilja gildi greiðslukjaranna. Allt þetta leiddi til þess að samningurinn var ógiltur á grundvelli óheiðarleikaákvæðis dönsku samningalaganna. Heildarmatið byggði á því að þau stóðu ekki á 13

14 jafningjagrundvelli við samningagerðina þar sem ekki er heimilt að notfæra sér það að gagnaðili er í verri stöðu tímabundið Ráðstöfun loforðsgjafa án réttaráhrifa Þegar gerður er samningur á grundvelli þess að ráðstöfun eigi ekki að hafa varanlega yfirfærslu eigna í för með sér reynir á það hvort að óheiðarlegt sé að bera samkomulagið fyrir sig. Þá ber að hafa í huga að það er fortakslaust skilyrði fyrir því að slíkur samningur sé dæmdur ógildur að löggerningsmóttakandi sé grandsamur um aðstæður sem að löggerningur var gerður við. Í Hrd. 1980, bls. 957 (Afsal bankabóka) var byggt á óheiðarleika undir slíkum kringumstæðum. Málsatvik voru þau að A sem var með bankabækur í fórum sínum óttaðist atgang skattyfirvalda vegna saknæmrar háttsemi svo að hann framseldi þær til B, til geymslu. B vildi seinna byggja rétt á þessum bókum, þar sem hann hefði borgað fyrir þær með víxli. Hæstiréttur taldi það óheiðarlegt af honum að bera fyrir sig samninginn þar sem að hann var grandsamur um aðstæður A og að þetta hefði bara verið gert í neyð til að skattayfirvöld kæmust ekki yfir bækurnar. Samningurinn var ógiltur með tilliti til óheiðarleika samkvæmt 33. gr. sml. (sem var þá í 32. gr. sml.). Hér náðist að sanna grandsemi B um aðstæður og það væri því óheiðarlegt af honum að notfæra sér neyð A til að byggja rétt á samningnum. Þessum dómi má að eitthverju leyti líkja við aðstæður í Oddhólsmálinu svokallaða, Hrd. 1988, bls (Oddhólsmál II) þar reyndi einnig á grandsemi löggerningsmóttakanda um að ekki væri um raunverulega eignaryfirfærslu að ræða. Málsatvik í Oddhólsmálinu voru þau að Ó seldi S jörð sína til málamynda sem tryggingu vegna skulda sinna við S. S skrifaði ekki undir samninginn en tók skjölin til geymslu. Nokkru seinna fer Ó að gera sér grein fyrir því að S ætlar að byggja rétt á kaupsamningnum og afsalinu. Ó fer í ógildingarmál á grundvelli þess að um málamyndagerning sé að ræða, ráðstöfunin átti aðeins að vera trygging fyrir skuldum en ekki varanleg yfirfærsla eigna. Hæstiréttur féllst á það með vísan til 33. gr. sml. Niðurstaðan í þessum tveimur málum bendir til þess að þegar samkomulag er byggt á tímabundinni ráðstöfun, í Hrd. 1980, bls. 957 (Afsal bankabóka) var það geymslan á bankabókunum og í Hrd. 1988, bls (Oddhólsmál II) var það geymslan á kaupsamningnum og afsalinu til tryggingar á skuldum, þá er óheiðarlegt í skilningi 33. gr. sml. að ætla að byggja rétt á þeim, enda í andstöðu við það sem samkomulagið gekk út á. 33 Þó ber að líta til þess að andleg veikindi konunnar vóu þungt við matið. 14

15 2.4.6 Almennar ályktanir Í íslenskri réttarframkvæmd hefur staðreyndin orðið sú að vísað er til ákvæðis (33.gr.) sem ógildingarástæðu og ekki síst með öðrum ógildingarástæðum samningalaga en Hæstiréttur fer varlega í að ógilda samninga á grundvelli þess. Hvað varðar stöðuna eftir lögfestingu 36. gr. sml. sem almennrar ógildingarheimildar árið 1986 þá hefur Hæstiréttur síðan þá ógilt samning á grundvelli óheiðarleika sbr. til dæmis Hrd. 1998, bls (Hreinar línur), Hrd. 1988, bls (Oddhólsmál II) og 1996, bls (Ísborg). Óheiðarleiki við samningsgerð getur endurspeglast í vitneskju um rangt verðmat sbr. Hrd. 1998, bls (Hreinar línur), vitneskju um óeðlileg samningsákvæði sbr. Hrd. 1954, bls. 69 (Húsaleigusamningur) og UfR. 2002, bls. 222 (Aðstoðarkennarinn) og vitneskju um að ráðstöfun hafi verið gerð tímabundið vegna aðstæðna, Hrd. 1980, bls. 957 (Afsal bankabóka) og Hrd. 1988, bls (Oddhólsmál II). Hæstiréttur virðist fremur vilja vísa til óheiðarleika þar sem að svik hefðu hugsanlega getað átt við, Hrd. 1998, bls (Hreinar Línur). Þar vísuðu lögmenn í stefnu til 30. gr. sml. um svik en Hæstiréttur ógilti á grundvelli 33. gr. sml. um óheiðarleika. Hvað varðar tímabundið ástand loforðsmóttakanda við samningsgerð eins og ölvun eða varanlegt ástand eins og andlega vanheilsu og elliglöp, þá getur það leitt til ógildingar á grundvelli óheiðarleika að semja við aðila sem svo er ástatt um ef unnt er að sanna að það hafi áhrif á efni samnings og löggerningsmóttakandi sé grandsamur. 34 Hvað varðar álitaefnið um hvort að samið er á jafningjagrundvelli þá getur það haft áhrif um óheiðarleikamatið þegar aðilar eiga að standa jafnfætis ef annar aðilinn nýtir sé tímabundan erfiðleika eða vanþekkingu hins sbr. hvað varðar tímabundið ástand má nefna Hrd. 1996, bls. 598 (Ölvun í búnaðarbankanum) þar sem náðist ekki að sanna ölvunarástandið en hefði getað leitt til ógildingar ef sönnun um það lægi fyrir einsog náðist í norska dómnum og Rt bls. 236 (Ölvun á hótelbar). Hvað varðar varanlegt ástand má nefna Hrd bls (Gamli frímerkjakaupmaðurinn), Hrd bls. 598 (Ísborg) og Rt bls. 572 (Stjúpsonurinn) sem eru allir reifaðir hér ofar. 35 sbr. Hrd. 2002, bls. 393 (266/2001) (Kranabíllinn) og Ufr. 1949, bls. 699 (Viðskipti eftir skilnað). 15

16 3 30. gr. samningalaga (sml.) 3.1 Skilgreining svika Svik er ein af ógildingarástæðum samningalaga og er lögfest í 30. gr. sml. Svik eða sviksamlegt athæfi er: þegar maður, með ólögmætum hætti og gegn betri vitund, annaðhvort gefur rangar upplýsingar eða leynir atriðum er máli skipta, með þeim ásetningi að fá með því annan aðilja til að stofna til löggernings. 36 Lögfræðiorðabók með skýringum skilgreinir svik í samningarétti í samræmi við þessa skilgreiningu. 37 Af þessari skilgreiningu má draga þá ályktun að svik séu vandlega ákveðin fyrirfram og þar af leiðandi af ásettu ráði. Samkvæmt íslenskri orðabók er skilgreining svika: 1 það að svíkja,fals,undirferli,prettur og 2 það að rjúfa orð sín, heit, samning; 38 Þessar útskýringar á orðinu svik leiða allar í sömu átt og því virðist sem að nokkuð almenn samstaða sé um það hvað svik eru, sami skilningur meðal almennings og lögspekinga. 2.3 Skilyrði ógildingar á grundvelli svika Skilyrði svika sem ógildingarástæðu er að sá sem gerir þá kröfu að samningur sé ekki bindandi, vegna svika gagnaðilans, ber sjálfur sönnunarbyrðina fyrir því að hann hafi verið beittur svikum. Það er einnig gert að skilyrði að svikin hafi orðið forsenda þess að samningur hafi verið gerður. Svik í skilningi 30. gr. sml. telst vera veik ógildingarástæða, sem leiðir til þess að hún hefur ekkert gildi gagnvart grandlausum aðila. Löggerningurinn þarf ekki að vera þeim til hagsbóta sem svikunum beitir, getur verið 3. maður eins og kemur fram í 1. mgr. ákvæðisins. 39 Sönnunarregla 2. mgr. 30. gr. sml. er að sá sem svikum beitir þarf að hafa gert sér grein fyrir því að hinar sviksamlegu upplýsingar eru ákvörðunarástæða fyrir löggerningsgerð þess svikna. 40 Löggerningsmóttakandi beitir svikunum, með því að skýra rangt frá eða leyna upplýsingum um atvik og aðstæður sem skipta máli og eru forsenda fyrir að gengið er til samninga. 41 Skipting sönnunarbyrðinnar er þannig að sá sem ber fyrir sig að hafa verið svikin/n þarf að sanna það, og ef það hefur verið sannað þarf það ekki að leiða til 36 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Lögfræðiorðabók með skýringum, bls Íslensk orðabók, bls sbr....vissi eða mátti vita, að gerningurinn var gerður fyrir svik annars manns. 40 sbr. Hafi sá, sem tók við löggerningnum, sviksamlega skýrt rangt frá atvikum, sem ætla mátti að skiptu máli um löggerninginn, eða hann hefir sviksamlega þagað yfir slíkum atvikum, skal líta svo á, sem gerningurinn hafi verið gerður fyrir þau svik, nema það sannist, að þessi atriði hafi engin áhrif haft um það, að löggerningurinn var gerður. Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls

17 ógildingar þar sem atvikin gætu enga þýðingu haft en þá færist sönnunarbyrðin um að þessar röngu upplýsingar eða skortur á þeim hafi enga þýðingu haft yfir á meintan svikara 42 Skilyrðin um sönnun á svikum eru því ansi ströng þar sem hinar röngu upplýsingar eða skortur á þeim þarf að vera ákvörðunarástæða þess að samningur er gerður Sönnun á svikum fyrir dómstólum Í bók Páls Sigurðssonar Samningaréttur vísar hann til átta dóma, fram til ársins 1984, þar sem ekki var fallist á ógildingu samnings á grundvelli svika. 44 Aðeins hefur í fáum tilfellum verið fallist á ógildingu samnings með vísan til svika og aðeins einu sinni fyrir Hæstarétti, enn sem komið er 45, sbr. Hrd bls. 381 (Víxlarnir). Þar voru víxlar útgefnir af manni, sem var í greiðsluþroti, notaðir sem hluti af greiðslu í bifreiðakaupum. Upplýsingum var leynt um að skuldari víxilsins væri gjaldþrota og gæti ekki greitt víxilinn. Vísað var bæði til 30. og 33. (32. gr. fyrir 1986) gr. sml. fyrir héraðsdómi en samningurinn var ógiltur á grundvelli svika, 30. gr. sml., fyrir Hæstarétti. Kaupandi bifreiðarinnar vissi að víxlarnir væru verðlausir þar sem að skuldari þeirra var gjaldþrota og einnig hafði hann áður reynt að losna við þá. Þarna var atferli kaupandans vítavert þar sem að hann plataði seljanda bílsins til þess að taka við verðlausum víxlum sem borgun. Ef þessi atvik eru borin saman við aðstæður í dómum þar sem að ógilt hefur verið á grundvelli óheiðarleika þá er helsti munurinn kannski sá að ekki þarf að sanna svo einbeittan brotavilja á grundvelli óheiðarleika. Þar er atferlið eflaust á grárra svæði eins og í Hrd. 1998, bls (Hreinar línur) en þar vísaði aðaláfrýjandi til þess að um svik í skilningi 30. gr. sml. hefði verið að ræða en Hæstiréttur breytti því og ógilti samninginn á grundvelli 33. gr. sml. um óheiðarleika. Í þeim dómi var ef til vill erfitt að sýna skýrt fram á að umboðsmaður seljanda hefði gagngert gefið rangar upplýsingar um verðmatið þar sem að það breyttist. En samt sem áður var unnt að sýna fram á að óheiðarlegt hefði verið af honum að bera slíkt fyrir sig þar sem á honum hvíldi skylda til að miðla réttum upplýsingum. Þegar byggt er á svikum þurfa upplýsingarnar að vera ákvörðunarástæða fyrir því að gengið er til samninga. Í Hrd. 1958, bls. 381 (Víxlarnir) náði seljandi að sanna að það hefði verið ákvörðunarástæða fyrir sölu bifreiðarinnar að hann fengi andvirði hennar greitt með víxlunum. Þar sem þeir voru verðlausir hafði hann verið beittur svikum í skilningi 30. gr. sml. Í Hrd. 1983, bls (Kaupmáli hjóna) náðist ekki að sanna að ákvörðunarástæða fyrir gerð 42 Alþt. 1935, A-deild, bls sbr. Hrd. 1958, bls. 381 (Víxlarnir). 44 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Þessi orð eru skrifuð í lok nóvember

18 kaupmála milli hjóna væri að hann gilti aðeins við andlát en ekki skilnað. Málsatvik voru þau að ágreiningur var milli M og K um hvort að leggja ætti til grundvallar við skiptingu eigna við skilnað kaupmála sem að þau höfðu gert. M vildi ógilda kaupmálann á grundvelli þess að hann hefði verið beittur svikum, og til vara óheiðarleika og misneytingu, þar sem að kaupmálinn ætti aðeins að gilda ef M félli frá en ekki við skilnað. Þannig hefði K beitt M svikum með því að þaga um ásetning sinn til skilnaðar, fyrir gerð kaupmálans. Hafi hún þannig notfært sér traust hans í hennar garð. Í héraðsdómi var samningurinn ógiltur með tilliti til óheiðarleika, sbr. 33. gr. sml. Fyrir Hæstarétti var hins vegar ekki fallist á ógildingu samningsins þar sem að hvorki óheiðarleiki né svik töldust sönnuð. Það eru ekki svik að veita rangar upplýsingar ef maður veit ekki betur eins og kemur fram í Hrd. 2006, bls (194/2006) (Veiðileyfi), en í þeim dómi reyndi á breytingu á lögum sem urðu þess valdandi að virði báts með veiðileyfi varð mun meira. Þetta gerðist tveimur vikum eftir söluna en seljandi bátsins taldi sig hafa verið beittan svikum þar sem að kaupandi bátsins hefði vitað um þessa fyrirhuguðu lagabreytingu sem síðan olli mikilli aukningu á verðmæti bátsins. Seljandi bátsins náði ekki að sanna að kaupandinn hefði vitað um þessa lagabreytingu og ekkert benti til annars en að jafnræði hafi verið með þeim. Einnig var vísað til þess að verð bátsins hefði verið eðlilegt á kaupsamningsdaginn. 18

19 4 Tengslin milli óheiðarleika og svika 4.1 Almennt Við lögfestingu óheiðarleikaákvæðisins við setningu samningalaganna árið 1936 var tilgangurinn að fylla uppí ákveðið tómarúm sem var til staðar þrátt fyrir hinar ógildingarheimildirnar. Aðstæður geta komið upp þar sem atferli loforðsmóttakanda næði ekki því sem kallast svik, en samt sem áður fari hegðunin í bága við heiðarleika sem að ætlast má til af einstaklingum. Er þá miðað við vitneskju aðila við samningsgerð en ekki síðar tilkomin atvik gr. sml. er veik ógildingarástæða líkt og 30. gr. sml. um svik en það þýðir að grandsemi löggerningsmóttakanda er skilyrði fyrir ógildingu. Í 30. gr. sml. um svik þurfa röngu upplýsingarnar að vera ákvörðunarástæða fyrir því að gengið er til samninga en það á ekki við um ógildingu á grundvelli 33. gr. sml. um óheiðarleika. Í lagarökum er stundum bæði vísað til 30 og 33. gr. sml. sem rök fyrir ógildingu, má þá ætla að 33. gr. sé meira til vara ef að atferli loforðsmóttakanda er ekki svo alvarlegt að teljast svik, sbr. Hrd. 1958, bls. 381 (Víxlarnir), þar sem vísað var bæði til 30. og 32. gr. (núgildandi 33. gr. sml.) sem ógildingarástæðna. Að mati höfundar mætti líta á óheiðarleika samkvæmt 33. gr. sml. sem stórt mengi og að svik samkvæmt 30. gr. sml. rúmist innan þess og endurspegli grófa tegund af óheiðarleika. Samningar hafa oftar verið ógiltir með vísan til óheiðarleika sem má ef til vill túlka í samræmi við spár fræðimanna um að dómstólar forðist að slá því föstu að um svik sé að ræða og öruggara sé að vísa til þess að um óheiðarlegt atferli hafi verið að ræða Álit fræðimanna Ef litið er til túlkunar sérfræðinga á sviði samningaréttar þá talar Páll Sigurðsson fræðimaður um hagnýtingargildi 33. gr. sml. Með því að vísa til óheiðarleika sem ógildingarástæðu geti dómari forðast að vísa til ákvæða sem að skírskota til verri hegðunar, sem dæmi eru svik og misneyting. Einnig skírskoti óheiðarleikaákvæðið til ákveðinnar stefnumarkandi hegðunar sem eigi að fylgja í viðskiptum milli manna. 48 Ef litið er til eldri fræðimanna þá vísar Henry Ussing heitinn, sem var einn helsti sérfræðingurinn á sviði samningaréttar í Danmörku, til þess í bók sinni Aftaler pa formuerettens Omrade frá 1945 að 33. gr. sml. sé sú ógildingarástæða sem sé svo almenns 46 Alþt. 1935, A-deild, bls sbr. orð Páls Sigurðssonar í: Fyrirlestrar um samningarétt, bls Páll Sigurðsson: Fyrirlestrar um samningarétt, bls

20 eðlis að hún geti einnig náð yfir hinar ógildingarástæðurnar í gr. sml., en þar á meðal er einmitt í 30. gr. dönsku samningalaganna, ákvæðið um ógildingu á grundvelli svika. Þannig geti 33. gr. náð yfir allt þetta en taki einnig yfir tilvik sem hin ákvæðin vernda ekki en nauðsynlegt er að vernda. 49 Þessi túlkun Ussing birtist hér á landi í því að 33. gr. íslensku sml. er oft notuð sem rök fyrir ógildingu með öðrum ógildingarástæðum fyrir dómstólum og þá ekki síst með 30. gr sml. um svik. 50 Ussing talar þó um að við greiningu á óheiðarleika samkvæmt 33. gr. þá beri dómstólum að byggja á almennu siðferðismati í þjóðfélaginu um hvað sé heiðarlegt. Dómstólar geta því ekki byggt á fullkomlega frjálsu mati um hvað sé heiðarlegt, heldur verði að taka mið af samfélaginu sem þeir búa í. Þetta geri ógildingarástæðuna einnig sveigjanlega. Þannig geti reglan vaxið og krafan um heiðarleika orðið sterkari á sama hátt og siðferðisvitundin aukist í samfélaginu. 51 Þessi orð voru skrifuð fyrir 1945 en eiga ennþá við en Henry Ussing lést árið 1954 og hafði með ævistarfi sínu sett mark sitt á réttarsviðið í Danmörku og öllum Norðurlöndunum. Þarna spáði Ussing fyrir um hver þróun ákvæðisins yrðu sem almennrar ógildingarástæðu. Þetta á við þrátt fyrir lögfestingu almennrar ógildingarheimildar (ósanngirnisákvæðið) í 36. gr. samningalaga. Hvað varðar fleiri danska fræðimenn tekur Mads Bryde Andersen í bók sinni Grundlæggende aftaleret dæmi um hvernig skilin á milli svika og óheiðarleika speglast í þörfinni á óheiðarleikaákvæðinu þar sem svik nái ekki yfir nægjanlega vítt svið og erfiðara sé að sanna þau. 52 Þarna lýsir Andersen hvernig þörfin fyrir óheiðarleika sem ógildingarástæðu er til staðar í þeim tilvikum þar sem að ekki er hægt að tala um svik. Einnig vísar Andersen til þess að í tilvikum þar sem vísað er til svika sem ógildingarástæðu þá sé unnt að vísa einnig til óheiðarleikaákvæðisins í 33. gr. sml. 53 Þessi orð er unnt að túlka sem svo að merkingarleg tengsl séu á milli óheiðarleika og svika sem ógildingarástæðna og ekki sé alltaf hægt að sjá fyrir hvort tilvik muni falla undir svik eða óheiðarleika. Þetta átti við í Hrd bls (Hreinar línur) þar sem Hæstiréttur ógilti samninginn á grundvelli óheiðarleika þrátt fyrir að í lagarökum væri aðeins vísað til svika og ósanngirnis (36. gr. sml.). Í bók sinni Alminnelig Avtalerett vísa norsku fræðimennirnir Jo Hov og Alf Petter Høgberg til þess að ef löggerningsmóttakandi hefur að yfirlögðu ráði gefið rangar upplýsingar sem eru ákvörðunarástæða fyrir að loforðsgjafi gengur til samninga, þá má ógilda samninginn 49 Henry Ussing: Aftaler, bls Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls Henry Ussing: Aftaler, bls Mads Bryde Andersen: Grundlæggende Aftaleret (2005), bls Mads Bryde Andersen: Grundlæggende Aftaleret (1997), bls

21 samkvæmt 30. gr. sml. um svik. Þrátt fyrir að ekki nái að sannast að röngu upplýsingarnar séu ástæðan fyrir því að gengið var til samninga gæti samningurinn samt hugsanlega verið ógildanlegur á grundvelli 33. gr. sml. um óheiðarleika, það er ef önnur skilyrði ákvæðisins eru uppfyllt. 54 Skilin milli svika og óheiðarleika liggja því helst, miðað við túlkun fræðimanna og dómaframkvæmd hér á landi, í hversu vítaverð hegðun loforðsmóttakanda er og hversu mikill ásetningurinn er að baki. Þetta kemur meðal annars fram í því að stundum er vísað bæði til 30. og 33. gr. sml. til ógildingar samnings, þar sem það er á gráu svæði hvort náist að sanna svik Svik og óheiðarleiki í áhættuviðskiptum Til að rannsaka hvernig tengslin milli svika og óheiðarleika birtast í viðskiptum þá er áhugavert að kanna hvernig dómstólar beita ákvæðinu þegar um er að ræða svokölluð áhættuviðskipti eins og kaup á hlutafé í félagi eða fyrirtæki. Hvaða upplýsingaskylda er lögð á loforðsmóttakanda hvað varðar raunverulega stöðu félagsins eða fyrirtækisins og hversu langt hún nær. Í Hrd. 2004, bls. 349 (316/2003) (Hunter Fleming) var ekki fallist á ógildingu vegna hlutabréfakaupa. Í þeim dómi voru rök stefnenda að reyna að ógilda samninginn á grundvelli svika (30. gr. sml.), óheiðarleika (33. gr. sml.) og ósanngirni (36. gr. sml.). S keypti hlut í breska félaginu Hunter-Fleming Ltd. Sonur seljanda bréfanna hafði samband við kaupandann, og kynnti þetta sem spennandi fjárfestingarkost. Hann hélt því fram að fyrirhuguð væri sameining sem myndi auka verðmæti bréfanna. Mörgum upplýsingum var haldið leyndum en ekki náðist að sanna svik né óheiðarleika í skilningi 33. gr. sml. vegna rangra upplýsinga frá syni þar sem að hann kom ekki fram sem umboðsmaður seljanda. Hér var um að ræða óskráð erlent félag, sem eykur enn áhættu fjárfestingarkostsins. Það að væntingar stefnanda til kaupa á hlutabréfum í Hunter-Fleming Ltd. gengu ekki eftir gat ekki leitt til þess að stefnandi gæti með réttu náð fram ógildingu á samningnum á grundvelli 33. gr. laga nr. 7/1936. Strangar kröfur eru gerðar til sönnunar og einnig vísar Hæstiréttur til þess að hlutabréfakaup séu áhættusöm viðskipti. Áhugavert er að bera þennan dóm saman við Hrd. 2006, bls (221/2006) (Kaup á 75% hlutafjár) en þar reyndi á samning um kaup þriggja einstaklinga á 75% hlutafjár í félagi. Hvorki var fallist á ógildingu á grundvelli svika né óheiðarleika. Rökin sem komu fram í dómnum voru þau að kaupendur hefðu verið í aðstöðu til að kanna hag 54 Jo Hov og Alf Petter Høgberg, Alminnelig avtalerett bls Sbr. t.d. Hrd bls. 381 (Víxlarnir) þar sem vísað var til 30. og núverandi 33. gr. sml. til ógildingar samnings fyrir héraði en aðeins ógilt á grundvelli 33. gr. sml. fyrir Hæstarétti. 21

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði -

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Ólafur Einar Ómarsson Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristján Gunnar Valdimarsson Lagadeild Háskóla Íslands Maí 2017 Formáli Þetta rit

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs Hólmfríður Björnsdóttir Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Friðrik Ársælsson Lagadeild Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Ágúst

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Inngangur stefna ASÍ í húsnæðismálum... 2 Breytinga er þörf!... 3 Lýsing á einstökum þáttum danska húsnæðislánakerfisins... 7 Almenn lýsing... 7

Læs mere

Viðurlög í fíkniefnamálum

Viðurlög í fíkniefnamálum BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot Silja Rán Arnarsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ágúst 2016 BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum

Læs mere

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Erindi nr. Þ H i VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS iceland CHAMBER OF COMMERCE Stofnað 1917 Stjórnarskrámefnd Alþingis b/t Ragna Árnadóttir. SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS Reykjavik 26. Janúar 1995. Verslunarráð íslands

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2 Ásmundur G. Vilhjálmsson lömaður Skiptin á skattlaninarréttinum milli heimilisfestarlands o keldulands 1 ) 2 183 1 Hutakið kelduland er hér notað yfir það sem á öðrum Norðurlöndum er kallað kildeland en

Læs mere