Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda"

Transkript

1 Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN

2 Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir 1 Hér verður fjallað um framfærslu barna sem ekki búa með báðum foreldrum, meðlag og meðlagskerfi. Orðið meðlag er notað um þær greiðslur sem foreldri, sem býr ekki með barni sínu, er gert að inna af hendi vegna framfærslu barnsins, sbr. 54. gr. barnalaga nr. 76/2003 (hér eftir barnalög eða bl.). Meðlagskerfi vísar til þeirra heildstæðu lagareglna sem gilda um ákvörðun, greiðslu og innheimtu meðlags. Miklar breytingar hafa orðið á hlutverkum feðra og mæðra á undanförnum áratugum. Mæður hafa aukið þátttöku á vinnumarkaði og feður hafa aukið hlutdeild sína í umönnun barna. Sifjalöggjöf hefur tekið mið af þessum breytingum og æ ríkari áhersla lögð á að skapa báðum foreldrum raunhæfa möguleika á að bera ábyrgð á umönnun og uppeldi barna sinna. Í kjölfar slíkra breytinga hafa flestar vestrænar þjóðir endurskoðað reglur um framfærslu og meðlag, í samræmi við samfélagslegar breytingar og þróun í barnarétti (Gísli Gíslason, 2008; Skinner, Bradshaw og Davidson, 2007). Hefð er fyrir samvinnu Norðurlanda á sviði sifjaréttar (Ármann Snævarr, 2008; Bradley, 1996). Á síðustu áratugum hafa öll löndin lagt aukna áherslu á samvinnu foreldra sem ekki búa saman um bæði umönnun og framfærslu barna. Þetta hefur kallað á talsverðar breytingar á löggjöf, sameiginleg forsjá er t.d. alls staðar orðin ríkjandi fyrirkomulag og víðast hafa reglur um búsetu og umgengni verið endurskoðaðar. Þá hafa Norðmenn og Svíar breytt gagngert lagaákvæðum um meðlagsmál og Finnar og Danir hafa endurskoðað sína löggjöf og túlkun laganna. Hérlendis hefur fyrirkomulag meðlagsgreiðslna verið í megindráttum óbreytt frá upphafi tuttugustu aldar. Markmið þessarar rannsóknar er fyrst og fremst að afmarka og greina helstu einkenni íslenska meðlagskerfisins. Einnig er spurt hver munurinn sé á hinu íslenska kerfi og meðlagskerfum annarra Norðurlanda. Í upphafi verður dregin upp mynd af þróun og helstu einkennum gildandi kerfis á Íslandi. Þá verður fjallað um megineinkenni norrænna meðlagskerfa. Að lokum verður vikið að hugmyndum sem hafa verið kynntar um nýtt íslenskt meðlagskerfi sem talið er taka tillit til lagaþróunar á öðrum Norðurlöndum. Markmið kaflans er að veita ákveðna heildarmynd af ofangreindum viðfangsefnum og því er útilokað að gera efninu tæmandi skil í stuttu máli. Rannsóknin byggir á greiningu á norrænni löggjöf og lögskýringargögnum en einnig er stuðst við ritaðar heimildir sem varpa ljósi á þær forsendur sem kerfin byggja á. 2 1 Höfundar í stafrófsröð. 2 Höfundar áttu sæti, ásamt Ásgeiri Eiríkssyni fulltrúa sýslumannsins í Keflavík, í nefnd sem skipuð var að dóms- og mannréttindaráðherra árið 2008 til að fara yfir reglur barnalaga um framfærslu barna. Nefndin skilaði í upphafi árs 2010 drögum að frumvarpi ásamt greinargerð sem ráðuneytið birti til kynningar á heimasíðu sinni, 29

3 Hrefna Friðriksdóttir og Guðný Björk Eydal Íslenskt meðlagskerfi Þróun íslenska meðlagskerfisins Ákvæði um skyldur feðra til að taka þátt í framfærslu barna sem fædd eru utan hjónabands má rekja allt aftur til Jónsbókar. Með lögum nr. 46/1921 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna var gert ráð fyrir að framfærslan skiptist jafnt á foreldra eftir framfærslugetu, þ.e. miða bar við efnahag hvors foreldris um sig, aflahæfi þess til frambúðar svo og við hagi foreldris að öðru leyti, svo sem heilsuhagi, aldur og afkomuhorfur. Lögin voru endurskoðuð nokkrum sinnum en tilhögun meðlags var ekki breytt (Guðný Björk Eydal, 2005). Barnalög nr. 9/1981 leystu af hólmi eldri lög um afstöðu foreldra til barna. Samkvæmt þeim miðaðist meðlagskylda við 18 ára aldur barns, kveðið var á um sérstök framlög vegna tiltekinna útgjalda og menntunarframlag fyrir ára. Að öðru leyti var tilhögun meðlags í meginatriðum óbreytt. Við endurskoðun barnalaga 1992 og 2003 voru ekki gerðar afgerandi breytingar á ákvæðum um framfærsluskyldu foreldra (Þingskjal 72, 1991; Þingskjal 181, 2003). Tryggingastofnun ríkisins hefur haft milligöngu um greiðslu lágmarksmeðlags ef foreldrar hafa óskað þess allt frá Þá voru sett lög um almannatryggingar nr. 50/1946 sem kváðu á um skyldu ríkisins til að greiða barnalífeyri m.a. til einstæðra mæðra en slík ákvæði voru nýmæli í tryggingarlöggjöfinni. Árið 1971 fengu feður einnig rétt á milligöngu Tryggingastofnunar vegna greiðslu meðlags (Guðný Björk Eydal, 2005). Samkvæmt Ársskýrslu og staðtölum Tryggingastofnunar ríkisins (2009) hafði stofnunin milligöngu um greiðslu meðlags með 669 börnum til feðra og börnum til mæðra árið Ekki er vitað í hversu mörgum tilfellum meðlag er greitt beint milli foreldra án milligöngu Tryggingastofnunar. Árið 2007 var hlutfall opinberrar milligöngu hæst hérlendis eða 19%, borið saman við 12% í Danmörku, 12% í Noregi, 13% í Svíþjóð og 9% í Finnlandi (Nordic Social- Statistical Committee, 2009). Íslenskar reglur um ákvörðun meðlags Framfærsla og meðlag Samkvæmt 53. gr. barnalaga (nr. 76/2003) er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, skylt að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns en gerður er nokkur greinarmunur á foreldrum eftir því hvar barn býr. Hér verða notuð nokkuð jöfnum höndum hugtökin lögheimilisforeldri eða meðlagsmóttakandi um foreldri sem barn býr hjá en um foreldri sem barn býr ekki hjá verða með sama hætti notuð hugtökin umgengnisforeldri eða meðlagsgreiðandi. Samkvæmt 54. gr. bl. er foreldrum skylt að taka ákvörðun um meðlag við skilnað, slit á skráðri sambúð svo og við breytingar á forsjárskipan barns eða ákvörðun um lögheimili. Litið er svo á að lögheimilisforeldri uppfylli lögboðna framfærsluskyldu sína með því að veita barninu fæði, klæði, húsnæði o.s.frv. en gert er ráð fyrir að umgengnisforeldri sinni framfærsluskyldum með greiðslu meðlags. Meðlag tilheyrir barni, sbr. 63. gr. bl., en sá sem getur krafist meðlags innheimtir það og tekur við greiðslum í eigin nafni. Meðlagsgreiðslum er ætlað að renna til daglegrar framfærslu barns og hafa aðeins verið taldar gegna því hlutverki að þær falli með reglubundnum hætti til foreldrisins sem barn býr hjá. Skylda meðlagsmóttakanda er svo að ráðstafa þeim jafnóðum á þann hátt að þær nýtist sem best til framfærslu barnsins. Á þetta við óháð því hvort pdf, sótt 4. ágúst 2010 (hér eftir nefnt drög að frumvarpi). Hér er að hluta til byggt á niðurstöðum rannsókna sem liggja að baki frumvarpinu. 30

4 foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns eða annað foreldri fer eitt með forsjána (Þingskjal 181, 2003). Til viðbótar þessum almennu ákvæðum eru í 60. gr. laganna ákvæði um sérstök útgjöld, svo sem vegna skírnar, fermingar, tannréttinga og gleraugnakaupa. Einnig er í 62. gr. ákvæði um framlag vegna menntunar og starfsþjálfunar ungmennis á aldrinum ára. Ákvörðun um meðlag Samkvæmt núgildandi lögum geta foreldrar gert með sér samning um greiðslu meðlags en mega ekki takmarka meðlagið við lægri fjárhæð en sem nemur barnalífeyri, sbr. lög um almannatryggingar. Sú fjárhæð hefur verið kölluð lágmarksmeðlag. Þá má ekki miða við lægri aldur barnsins en 18 ár nema í tengslum við tímabundinn samning um forsjá. Samningur foreldra um meðlag er einungis gildur að hann sé staðfestur af sýslumanni. Foreldrar geta einnig óskað úrskurðar sýslumanns um meðlag og unnt er að gera dómsátt um meðlag eða dæma um meðlag í tengslum við dómsmál um forsjá, sbr. 34. gr. bl. Úrskurðaraðilar eru með sama hætti og foreldrar bundnir af ákvæði um lágmarksmeðlag og aldursmörk barns. Að öðru leyti ber, skv. 57. gr., að ákveða meðlag með hliðsjón af þörfum barns og fjárhagsstöðu og öðrum högum beggja foreldra, þar á meðal aflahæfi þeirra. Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið lætur sýslumönnum árlega í té leiðbeiningar um viðmiðunarfjárhæðir sem hafðar eru til viðmiðunar við ákvarðanatöku um meðlag umfram lágmarksmeðlag. Leiðbeiningarnar hafa að geyma upplýsingar um þær tekjur sem meðlagsgreiðandi er almennt talinn þurfa að hafa að jafnaði til að geta greitt aukið meðlag (Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið, e.d. -a). Forsjárfyrirkomulag getur haft áhrif á ákvörðun um meðlag umfram lágmarkið. Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá þá er síður úrskurðað aukið meðlag enda litið svo á að foreldri hafi rýmri rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um hvernig það tekur þátt í framfærslu barnsins, sérstaklega ef umgengni er rúm (Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, e.d. -a). Fjölskyldugerð og breytingar á stöðu barnsins Reglur um framfærslu foreldra og meðlagskerfi snerta stóran hóp barna og foreldra. Mikilvægt er að skoða fjölskyldugerð íslenskra barna og þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum en það er ekki síst þessi þróun sem þykir kalla á breytingar á meðlagskerfinu. Hérlendis hefur hlutfall einstæðra foreldra verið hærra en á öðrum Norðurlöndum eins og sjá má í töflu 1. Í langflestum tilvikum er um að ræða einstæðar mæður en þó hefur færst í vöxt að börn búi hjá feðrum sínum. 31

5 Hrefna Friðriksdóttir og Guðný Björk Eydal Tafla 1. Fjölskyldur með börn eftir hjúskaparstöðu foreldra á Norðurlöndum árið 2008 (Nordic statistical yearbook, 2009, bls. 40) Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð Fjöldi fjölskyldna með börn Gift hjón % Foreldrar í sambúð % }77 Eitt foreldri % Hlutfall einstæðra foreldra veitir þó takmarkaðar upplýsingar um fjölskyldustöðu barna. Sum börn hafa búið með einu foreldri frá fæðingu en önnur hafa átt foreldra sem hafa slitið sambúð, samvist eða hjónabandi. Þá býr stækkandi hópur barna með einu foreldri og stjúpforeldri og þau teljast börn sem búa með tveimur foreldrum. Á meðfylgjandi töflu 2 má sjá hversu mörg börn upplifðu skilnað eða sambúðarslit hérlendis á tímabilinu en í þessum tilvikum hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um greiðslu meðlags lögum samkvæmt. Tafla 2. Fjöldi skilnaða og sambúðarslita: Fjöldi með börn og fjöldi barna árin 2008 og 2009 (Hagstofa Íslands, e.d.) 2008 Alls Þar af með börn 1 barn 2 börn 3 eða fleiri Skilnaðir Slit sambúðar Skilnaðir Slit sambúðar Ekki eru fyrirliggjandi langtímagögn um þær breytingar sem börn upplifa í æsku á fjölskyldugerð en í rannsókn Sigrúnar Júlíusdóttur, Jóhönnu Rósu Arnardóttur og Guðlaugar Magnúsdóttur (2008): Ættartengsl: Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarbarna er áætlað að um 25% barna upplifi skilnað eða sambúðarslit á uppvaxtarárum. Eins og áður sagði getur forsjá haft áhrif á greiðslu aukameðlags. Árið 1992 var foreldrum á Íslandi gert kleift að semja um að fara sameiginlega með forsjá barns eftir skilnað eða sambúðarslit og frá árinu 2006 hefur verið gert ráð fyrir sameiginlegri forsjá sem meginreglu eftir skilnað eða sambúðarslit foreldra (Barnalög nr. 20/1992 með áorðnum breytingum og Barnalög nr. 76/2003 með áorðnum breytingum, sbr. lög nr. 69/2006). Umtalsverðar breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi forsjár barna á sl. áratug eins og sjá má glöggt á meðfylgjandi mynd 1. 32

6 Mynd 1. Forsjá barna eftir lögskilnað og sambúðarslit (Hagstofa Íslands, 2009) Þrátt fyrir að forsjá sé í meirihluta tilvika sameiginleg þá er lögheimili barns í langflestum tilvikum hjá móður en samkvæmt 32. gr. bl. verða foreldrar sem semja um sameiginlega forsjá að ákveða hjá hvoru þeirra barn skuli eiga lögheimili þar sem barnið skal að jafnaði hafa fasta búsetu. Samkvæmt athugun Hagstofu Íslands þann 1. janúar 2008 á lögheimili barna kom í ljós að 90.7% einstæðra mæðra (10.433) voru með öll eigin börn skráð á lögheimili sínu borið saman við 11.8% einstæðra feðra (1.138). Þá höfðu fleiri einstæðir feður eða 6.3%, hluta sinna barna skráð á sitt lögheimili borið saman við 4.9% einstæðra mæðra. Munur á foreldrum sem áttu ekki lögheimili með neinu barna sinna var enn meiri, 4.4% einstæðra mæðra áttu ekki lögheimili með neinu barna sinna borið saman við 81.9% feðra. Þá er algengara að feður eigi stjúpbörn sem búa á heimili þeirra (9.8%) en mæður (1.2%) (Félags- og tryggingamálaráðuneytið, 2009). Forsjárfyrirkomulag gefur ekki sjálfkrafa til kynna hvernig umgengni barns við umgengnisforeldri er háttað Ekki eru fyrirliggjandi tölur um umgengni hjá Hagstofu Íslands en rannsóknir benda til þessa að samskipti barns við umgengnisforeldri hafi aukist á undanförnum áratugum (Sigrún Júlíusdóttir og Nanna K. Sigurðardóttir, 2000; Sigrún Júlíusdóttir og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 2008; Ársæll M. Arnarsson og Þóroddur Bjarnason, 2008). Breytingar á norrænum meðlagskerfum Megineinkenni Eins og áður sagði þá er hefð fyrir norrænni samvinnu á sviði sifjaréttar. Norræn löggjöf um börn og foreldra byggir að mörgu leyti á sömu meginviðhorfum en einnig er ljóst að útfærsla er nokkuð ólík um einstök atriði, svo sem forsjá, búsetu, umgengni og framfærslu eða meðlag (Ármann Snævarr, 2008). Bent hefur verið á að það sé nokkrum vandkvæðum bundið að samræma að öllu leyti reglur um framfærslu og meðlag þar sem löggjöfin taki alltaf mið af öðrum opinberum stuðningi við barnafjölskyldur (Singer, 2003). Á öllum Norðurlöndunum hefur verið lögð vaxandi áhersla á sameiginlega ábyrgð beggja foreldra á uppeldi barns óháð fjölskyldustöðu. Reglur um framfærslu og 33

7 Hrefna Friðriksdóttir og Guðný Björk Eydal ákvörðun meðlags hafa sætt endurskoðun annars staðar en hér á landi en Norðurlöndin hafa nálgast viðfangsefnið með mismunandi hætti. Þannig hefur sjálf löggjöfin sætt talsverðri endurskoðun í Noregi og Svíþjóð. 3 Í Finnlandi og Danmörku hefur lögum ekki verið breytt með jafn afgerandi hætti en settar hafa verið nýjar leiðbeiningar um túlkun laganna. 4 Við greiningu á norrænum meðlagskerfum kemur í ljós að þau byggja fyrst og fremst á eftirfarandi sjónarmiðum, sem verða nánar útlistuð hér á eftir: sameiginlegri ábyrgð beggja foreldra á framfærslu barns auknu frelsi foreldra til að semja um meðlag tilliti til kostnaðar af framfærslu barns tilliti til tekna beggja foreldra og tilliti til umgengni foreldrisins sem barnið býr ekki hjá. Ábyrgð foreldra og samningar um framfærslu og meðlag Á öllum Norðurlöndunum er gengið út frá því að ábyrgð á framfærslu barns hvíli fyrst og fremst á herðum foreldra og við endurskoðun meðlagskerfa verið lögð aukin áhersla á samningsfrelsi foreldra. 5 Ljóst er að samningsfrelsi foreldra hefur verið takmarkað með ýmsum hætti í gegnum tíðina t.d. með ákvæðum um tiltekið lágmarksmeðlag, skyldu foreldra til að semja um meðlag og staðfestingu hins opinbera á samningum (Davíð Þór Björgvinsson, 1995). Lágmarksmeðlag þykir hafa þann kost að tryggja að foreldri sem barn býr hjá fái greidda mánaðarlega fyrirframákveðna fjárhæð sem nýtist til framfærslu barnsins óháð afstöðu eða greiðslugetu meðlagsgreiðandans. Þá er slíkt kerfi einfalt í framkvæmd. Lágmarksmeðlag hefur þó einnig ókosti. Hætt er við að lágmarksmeðlag verði sú fjárhæð sem oftast er miðað við óháð þörfum barnsins eða aðstæðum foreldra. Í slíku kerfi er minna svigrúm fyrir foreldra til að skipta á milli sín kostnaðarliðum eftir þörfum og t.d. lítið sem ekkert svigrúm til að taka tillit til mismunandi samninga foreldra um umgengni (Ot.prp. nr. 43, ). Á Norðurlöndum utan Íslands hefur markvisst verið dregið úr kröfum um að meðlagsgreiðandi inni af hendi tiltekið lágmarksmeðlag. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er foreldrum nokkuð frjálst að semja um skiptingu kostnaðarliða og/eða greiðslu meðlags (Ot.prp. nr. 43, ; Socialdepartementet, 2003; Justitieministeriet, 2007). Í Danmörku gildir einnig samningsfrelsi foreldra en þó með 3 Í Noregi voru gerðar breytingar á barnalögunum (Lov om barn og foreldre nr. 7/1981) árið 2001 sem tóku gildi árið 2003, sjá frumvarp til breytinga á barnalögum nr. 7/1981 í Ot.prp. nr. 43 ( ) Om lov om endringer i barnelova, forskotteringsloven og i enkelte andre lover (nye regler for beregning av barnebidrag m.m.). Gerðar voru nokkrar frekari breytingar árið 2008 í kjölfar skýrslu um mat á nýju meðlagskerfi, sbr. St.meld. nr. 19 ( ) Evaluering av nytt regelverk for barnebidrag og Ot.prp. nr. 69 ( ). Um sænskan rétt sjá skýrslu í SOU 2003:42 Ett reformerat underhållsstöd og frumvarp til breytinga á lögum um foreldra (föräldrabalken 1949:381), sbr. Prop. 2004/05:116, sbr. lög 2005: Í Danmörku eru í gildi lög um framfærslu barna með síðari breytingum (Lov om børns forsørgelse, sbr. lovbekendtgørelse nr. 1044/2009) og leiðbeiningar um túlkun laganna, sbr.vejledning (VEJ) om aftaler om børnebidrag nr /2007, Vejledning (VEJ) om retningslinjer for fastsættelse af børnebidrag nr. 9858/2008 og Vejledning (VEJ) om børne- og ægtefellebidrag nr. 9774/2009. Í Finnlandi er fjallað um meðlag í lögum um framfærslu barna (Lag om underhäll för barn nr. 705/1975) og leiðbeiningar um ákvörðun meðlags frá 2007 (Anvisning för bedömning av storleken på underhållsbidrag til barn). 5 Sjá t.d. St.meld. nr. 19 ( ) bls. 25. Til að hvetja foreldra til að semja sjálfir ákváðu Norðmenn að hvort foreldri þyrfti að greiða gjald fyrir að óska úrskurðar hins opinbera. 34

8 þeim hætti að ef óskað er úrskurðar um meðlag þá er að jafnaði miðað við svokallað normalbidrag (VEJ om aftaler om børnebidrag nr /2007). 6 Þrátt fyrir samningsfrelsið er lögð rík áhersla á skyldu foreldra til að taka saman og hvort um sig þátt í framfærslu barns. Þannig er ekki gert ráð fyrir að foreldrar geri samning um að annað þeirra taki ekki þátt í framfærslunni (Backer, 2008; VEJ om aftaler om børnebidrag nr /2007). Kostnaður af framfærslu barns Með hliðsjón af samningsfrelsi foreldra miða reglur í norrænni löggjöf um ákvörðun meðlags fyrst og fremst við stöðuna þegar krafist er ákvörðunar opinberra aðila. Almennt hafa verið farnar tvær leiðir. Annars vegar hefur verið miðað við hlutfall af tekjum foreldra og þá oftast meðlagsgreiðanda en hins vegar miðað við framfærslukostnað (Backer, 2008; Gísli Gíslason, 2008). Norræn meðlagskerfi miðuðu lengi vel við fyrri leiðina og Danir gera það enn að miklu leyti þó einnig sé tekið mið af öðrum þáttum. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hefur hins vegar verið horfið frá þessu og mótuð meðlagskerfi sem ganga út frá sundurliðuðum útreiknuðum og/eða áætluðum kostnaði við framfærslu barns. Talið hefur verið að þessi leið samræmist betur því markmiði laganna að tryggja framfærslu barns. Áherslur beinast þá frekar að þörfum barnsins í stað þess að beinast að stöðu foreldris og gert er ráð fyrir að foreldrar upplifi slíka ákvörðun um meðlag frekar sem rétta og sanngjarna (sjá t.d. Ot. prp. nr. 43, ). Kerfi sem miða við kostnað af framfærslu nota öll einhvers konar viðmið um framfærslu þar reynt er að taka tillit til kostnaðarliða sem telja má algenga og sanngjarna. Viðmið þykja hafa þann kost að tryggja skýrleika, málshraða og jafnræði (Ot. prp nr. 43, ). Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi miðast úrskurður um meðlag við opinber viðmið sem m.a. byggja á neyslukönnunum sem framkvæmdar eru reglulega. Þar er m.a. tekið tillit til þess að stór heimili eru að öllu jöfnu hagkvæmari í rekstri en lítil og að útgjöld vegna barna eru talin vera minni en útgjöld vegna fullorðinna (Ot.prp. nr. 43, ; OMJU, 2007: 3; Socialdepartementet, 2003). Tillit til tekna beggja foreldra Þar sem kostnaður við framfærslu barns er lagður til grundvallar er miðað við að foreldrar skipti þessum kostnaði á milli sín í hlutfalli við tekjur beggja. Grunnhugsun um að byggja á tekjum beggja er að það foreldri sem hefur betri tekjur eigi að greiða hærra hlutfall af framfærslu barnsins, hvort sem það er meðlagsgreiðandi eða meðlagsmóttakandi (sjá t.d. Ot. prp. nr. 43, ). Ákvörðun meðlags, milliganga og innheimta hins opinbera á meðlagi er einungis einn liður í stuðningi hins opinbera við foreldra í foreldrahlutverkinu. Aðrir þættir í skatta og almannatryggingarkerfinu hafa hér einnig áhrif (Skinner o.fl., 2007). Með því að miða ákvörðun meðlags við tekjur beggja er unnt að taka tillit til þess sérstaka stuðnings sem hið opinbera veitir hvoru foreldri um sig. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er gengið út frá því að taka tillit til tekna beggja foreldra við skiptingu framfærslukostnaðar (St.meld. nr. 19, ; Socialdepartementet, 2003; Anvisning för bedömning av storleken på underhållsbidrag til barn, e.d.). Í Danmörku eru með svipuðum hætti og hér á landi gefnar út viðmiðunartöflur um tekjur meðlagsgreiðanda en einnig er litið til annarra atriða og þar geta tekjur 6 Sbr. 14. gr. dönsku laganna um framfærslu barna. Foreldrar geta óskað úrskurðar um breytingu á samningi sem gerður hefur verið um meðlag og líkur er á að samningur foreldra um lægra meðlag en normalbidrag teljist ósanngjarn en samningi er þó að jafnaði ekki breytt aftur í tímann, sbr. VEJ om aftaler om børnebidrag nr /

9 Hrefna Friðriksdóttir og Guðný Björk Eydal lögheimilisforeldris skipt máli (Vejledning (VEJ) om børne- og ægtefellebidrag nr. 9774/2009). Tillit til umgengni Vaxandi áhersla hefur verið lögð á að taka tillit til umgengni barns við foreldra sína við ákvörðun meðlags. Slíkt fyrirkomulag undirstrikar meginregluna um rétt barns til samskipta við báða foreldra og jafnari ábyrgð foreldra á framfærslu og umönnun barns. Ef miðað er við að foreldrar í sameiningu beri ábyrgð á kostnaði við framfærslu barns þá er eðlilegt að taka tillit til þess að kostnaður lögheimilisforeldris minnkar væntanlega eftir því sem umgengni er meiri og kostnaður umgengnisforeldris eykst að sama skapi að einhverju leyti. Hér hefur þó verið nefnd hættan á að tenging kostnaðar og umgengni með þessum hætti kunni að auka umgengnisdeilur, t.d. að áherslur hvors foreldris í tengslum við umgengni kunni að litast af fjárhagslegum sjónarmiðum (sjá t.d. Ot.prp. nr. 43, ). Í Noregi og Svíþjóð hafa verið settar nokkuð nákvæmar reglur um frádrátt vegna umgengni. Í Noregi er miðað við umgengni sem ákveðin hefur verið með samningi eða úrskurði, og er reiknuð út meðalumgengni á mánuði sem fellur svo í tiltekinn umgengnisflokk sem felur í sér ákveðinn frádrátt (Forskrift om fastsetjing og endring av fostringstilskot nr. 123, 2003). Í Svíþjóð er tekið tillit til þeirrar umgengni sem hefur átt sér stað ef hún nær ákveðnu lágmarki og dregið frá meðlaginu fyrir hvern dag sem nemur 1/40 af opinberum barnalífeyri (4. gr. Föräldrabalken nr. 381/1949). Í Danmörku og Finnlandi er ekki að finna jafn fastmótaðar reglur en þó er að jafnaði litið til umgengni við ákvörðun meðlags. 7 Singer (2003) bar saman meðlagskerfi Norðurlanda og taldi norska fyrirkomulagið varðandi frádrátt vegna umgengni ná best markmiðum með slíkum frádrætti. Hugmyndir um breytingar á íslenska meðlagskerfinu Eins og áður var vikið að skipaði dómsmála- og mannréttindaráðherra nefnd árið 2008 sem skilaði árið 2010 drögum að frumvarpi þar sem er að finna hugmyndir um nýtt íslenskt meðlagskerfi (Dóms- og mannréttindaráðuneytið, e.d.-b). Eitt af undirstöðuatriðum við mótun meðlagskerfis er að lagareglur um ákvörðun meðlags séu skýrar og aðgengilegar. Reglurnar eru hvort tveggja fyrirmynd að samningum foreldra og tæki úrskurðaraðila til að komast að niðurstöðu í ágreiningsmálum þar sem einfaldar og skýrar reglur eru til þess fallnar að tryggja málshraða og jafnræði í úrlausnum. Einnig er nauðsynlegt að reglurnar séu sanngjarnar og réttlátar og taki mið af þeim breytinguma sem verða á samskiptum innan fjölskyldna í samfélaginu eftir því sem breytingarnar samrýmast þörfum barna (Dóms- og mannréttindaráðuneytið, e.d.-b). Helstu hugmyndir nefndarinnar eru að afnema lágmarksmeðlag, auka samningsfrelsi foreldra og ef til úrskurðar kemur að hann byggi á framfærslukostnaði í hlutfalli við tekjur beggja foreldra auk þess sem gert er ráð fyrir að umgengni hafi áhrif á upphæð sem umgegnisforeldri yrði úrskurðað til að greiða. Í dag miðast ákvörðun meðlags við lágmarksmeðlag samsvarandi barnalífeyri en það er sú fjárhæð sem hið 7 Þess má geta að danska dómsmálaráðuneytið fór ekki að tillögum nefndar um endurskoðun laganna um framfærslu barna sem lagði til að lögfesta almenna reglu um að taka tillit til umgengni við ákvörðun meðlags, sjá Bet. 1369/

10 opinbera greiðir með barni, skv. 20. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007, ef foreldri barns er látið eða er örorkulífeyrisþegi. Barnalífeyrir miðast ekki við sérstaka útreikninga á framfærslu barns og því hafa ekki verið til staðar bein tengsl milli kostnaðar við framfærslu og ákvörðunar um meðlag. Við ákvörðun um framfærsluviðmið leikast á sjónarmið um annars vegar einfalt og aðgengilegt kerfi og hins vegar tilraun til að taka mið af raunútgjöldum (Dóms- og mannréttindaráðuneytið (e.d.-b). Gera verður ráð fyrir að raunkostnaður við framfærslu einstakra barna sé mjög mismunandi frá einni fjölskyldu til annarrar, t.d. með tilliti til búsetu, fyrirkomulagi á barnagæslu barna á leikskóla- og grunnskólaaldri og vali á tómstundum svo fátt eitt sé nefnt. Hérlendis eru ekki til opinber viðurkennd viðmið um framfærslu fullorðinna eða barna en margir hafa bent á þörf fyrir samræmd neysluviðmið hér á landi (Dóms- og mannréttindaráðuneytið, e.d.-b; Viðskiptaráðuneytið, 2006). Í september 2008 voru settar fram tillögur um lágmarksframfærslutryggingu, eða það sem lífeyrisþegum er tryggt að lágmarki með fyrirvara um frekari vinnu vegna nýskipan lífeyriskerfisins (Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 878/2008, um sérstaka uppbót til framfærslu lífeyrisþega nr. 1192/2008). Í drögum að frumvarpi er lagt til að ef krafist er úrskurðar um meðlag þá miðist ákvörðun í grunninn við fjárhæð sem nefnd verði lágmarksframfærslukostnaður barns sem er 30% af lágmarksframfærslutryggingu fullorðins án tillits til aldurs barns. Þá er í drögunum lagt til að skipta framfærslukostnaði í hlutfalli við tekjur beggja foreldra. Gert er ráð fyrir að nánar verði afmarkað í reglugerð hvað telst til tekna en gengið út frá því að miðað verði við skattskyldar tekjur, þar með taldar fjármagnstekjur, að frádregnum skatti. Einnig er gert ráð fyrir að bætt verði við þeim barnabótum sem foreldri á rétt á vegna barnsins. Með þessu má tryggja að barnabætur nýtist með ákveðnum hætti báðum foreldrum sem deila ábyrgð á framfærslu barns. Ef foreldri hefur ekki tekjur eða ef tekjur gefa ekki rétta mynd af stöðu foreldris ber að miða við aflahæfi, en með því er átt við hvað ætla megi að karl eða kona með tiltekna menntun geti almennt unnið sér inn á ákveðnum stað og tíma. Ekki er lagt til að tekið verði tillit til fjárhagslegrar stöðu foreldra að öðru leyti, þ.e. ekki skal taka tillit til eigna, skulda, framfærslukostnaðar eða annarra skuldbindinga meðlagsgreiðanda (sjá nánar um forsendur útreikninga í Dóms- og mannréttindaráðuneytið, e.d.-b). Þá er lagt til að við ákvörðun meðlags beri að taka tillit til umgengni eins og hún hefur verið ákveðin með formlegum hætti. Byggt er á því að frádráttur ráðist í fyrsta lagi af fjölda nátta umfram 4 nætur sem falli svo í tiltekna umgengnisflokka. Við ákvörðun fjárhæðar vegna frádráttar fyrir hvern flokk er svo aðallega tekið tillit til daglegra útgjalda sem reikna má að fylgi umgengni en gert ráð fyrir að lögheimilisforeldri sjái almennt um greiðslu fastra útgjalda. Niðurstöður og umræða Hið íslenska meðlagskerfi er að meginstofni til frá fyrri hluta síðustu aldar. Þó foreldrum sé frjálst að semja um fyrirkomulag meðlags þá er meðlagsgreiðanda skylt að greiða ákveðið lágmarksmeðlag hvernig sem umgengni við barn er háttað. Við ákvörðun um aukið meðlag er einkum tekið tillit til tekna meðlagsgreiðanda þrátt fyrir að löggjöfin kveði á um að taka skuli tillit til aðstæðna beggja foreldra. Íslenska meðlagskerfið hefur einungis að litlu leyti tekið mið af þrón í sifjarétti og þeim breytingum sem orðið hafa á fjölskyldugerð barna. Það liggur fyrir að önnur Norðurlönd hafa brugðist við þessari þróun og gert umtalsverðar breytingar á meðlagskerfum sínum. Norrænu kerfin leggja öll áherslu á samningsfrelsi foreldra, að upphæð meðlags 37

11 Hrefna Friðriksdóttir og Guðný Björk Eydal taki mið af tekjum beggja foreldra og hvernig þeir haga og umgengni við barn og búsetu þess. Samanburður hinna norrænu kerfa leiðir því í ljós að íslenska kerfið hefur ekki þróast í samræmi við breytingar í barnarétti. Því verður að telja endurskoðun íslenska kerfisins tímabæra. Tillögur sem lagðar hafa verið fram um breytingar á íslensku meðlagskerfi byggja á greiningu á megineinkennum norrænna meðlagskerfa en taka einna mest mið af norska meðlagskerfinu. Lagt er til að samningsfrelsi foreldra verði aukið, lágmarksmeðlag afnumið og ef til úrskurðar kemur um upphæð meðlags að tekið sé tilliti til tekna beggja foreldra og umgengni. Í íslensku tillögunum er ekki gengið jafn langt og í norska kerfinu við að reikna nákvæmlega út framfærslukostnað hvers barns heldur er miðað við ákveðin lágmarksframfærslukostnað. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að leitast var við að hafa kerfið eins einfalt og frekast er unnt án þess að missa sjónar á þeim markmiðum sem stefnt var að. 38

12 Heimildir Anvisning för bedömning av storleken på underhållsbidrag til barn. (2007). Justitieministeriet OMJU. 2007:3. Ármann Snævarr. (2008). Hjúskapar- og sambúðarréttur. Reykjavík: Bókaútgáfan Codex. Ársæll M. Arnarson og Þóroddur Bjarnason. (2008). Jafnt til skiptis? Tvískipt búseta barna og samskipti þeirra við foreldra. Í Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir (ritstjórar), Rannsóknir í Félagsvísindum IX (bls ). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Backer. I. L. (2008). Barneloven: Kommentarutgave. Osló: Universitetsforlaget. Barnalög nr. 9/1981. Barnalög nr. 20/1992. Barnalög nr. 76/2003. Barnalög nr. 69/2006. Bet. om børns forsørgelse nr.1369/2000 om børns forsørgelse. Bradley, D. (1996). Family Law and Political Culture Scandinavian Laws in Comparative Perspective. London: Sweet and Maxwell. Davíð Þór Björgvinsson. (1995) Barnaréttur. Reykjavík: Bókaútgáfa Orators. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. (2007). Forsjá. Reykjavík: Höfundur. Dóms- og mannréttindaráðuneytið. (e.d.-a). Barnaréttur- meðlag. Upplýsingar um viðmiðunarfjárhæðir. Sótt 4. ágúst 2010 af raduneyti/starfssvid/barnamal/upplysingar//nr/805 Dóms- og mannréttindaráðuneytið. (e.d.-b). Drög að frumvarpi um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. Sótt 10. ágúst 2010 af Félags- og tryggingamálaráðuneytið. (2009). Skýrsla nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum. Reykjavík: Höfundur. Forskrift om fastsetjing og endring av fostringstilskot nr. 123/2003. Föräldrabalken nr. 381/1949. Gísli Gíslason. (2008). Meðlagskerfi: Ísland og önnur lönd. Reykjavík: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Guðný Björk Eydal. (2005). Family policy in Iceland Gautaborg: Department of Sociology. Hagstofa Íslands (e.d.). Giftingar og skilnaðir. Sótt 5. ágúst 2010 af hagstofa.is/hagtolur/mannfjoldi/giftingar-og-skilnadir Justitieministeriet (2007). Anvisning för bedömning av storleken på underhållsbidrag till barn. Helsinki: Höfundur. Lag om ändring i föräldrabalken nr. 464/2005/464. Lag om underhäll för barn nr. 705/1975. Lov om barn og foreldre nr. 7/1981. Lov om børns forsørgelse, sbr. lovbekendtgørelse nr. 1044/2009. Lög um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna nr. 46/1921. Lög um almannatryggingar nr. 50/1946. Lög um almannatryggingar nr. 100/2007. Lög um félagslega aðstoð nr. 118/1993. Nordisk lagharmonisering inom Familjerätten, Det 37. Nordiske Juristmøde i Reykjavik 2005 (2005). Sótt 2. ágúst 2010 af 39

13 Hrefna Friðriksdóttir og Guðný Björk Eydal Nordic Council of Ministers. (2010). Nordic statistical yearbook, Kaupmannahöfn: Höfundur. Nordic Social- Statistical Committee. (2010). Social Protection in the Nordic Countries Scope, expenditure and financing. Kaupmannahöfn: Höfundur. Ot.prp. nr. 43. ( ). Om lov om endringer i barnelova, forskotteringsloven og i enkelte andre lover (nye regler for beregning av barnebidrag m.m.). Ot.prp. nr. 69. ( ). Om lov om endringer i barnelova mv. (barnebidrag og reisekostnader ved samvær). Prop. 2004/05:116. Ett reformerat underhållsstöd. Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 878/2008 um sérstaka uppbót til framfærslu lífeyrisþega nr. 1192/2008. Sigrún Júlíusóttir og Nanna K. Sigurðardóttir. (2000). Áfram foreldrar. Rannsókn um sameiginalega forsjá og velferð barna við skilnað foreldra. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Sigrún Júlíusdóttir, Jóhanna Rósa Arnardóttir og Guðlaug Magnúsdóttir. (2008). Ættartengsl: Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarbarna. Reykjavík: RBF. Sigrún Júlíusdóttir og Jóhanna Rósa Arnardóttir. (2008). Sameiginleg forsjá sem meginregla og íhlutun stjórnvalda Rannsókn um sjónarhorn foreldra. Tímarit lögfræðinga, 4(58). Lögfræðingafélag Íslands. Singer, A. (2003). Samvær og økonomi. Samværets betydning før bidragets størrelse samt betalning av reiseutgifter i førbindelse med samvær. Í P. Lødrup, A. Agell og A. Singer, (ritstjórar), Nordisk børnerett I (bls ). Kaupmannahöfn: Nordiska Ministerrådet. Skinner C., Bradshaw J. og Davidson J. (2007). Child support policy: An international perspective. (Rannsóknarskýrsla nr. 405). York: University of York. Socialdepartementet. (2003). SOU 2003:42 Ett reformerat underhållsstöd. Stokkhólmur: Höfundur. St.meld. nr. 19 ( ). Evaluering av nytt regelverk for barnebidrag. Tryggingastofnun ríkisins. (2009). Ársskýrsla og staðtölur Tryggingastofnunar. Reykjavík: Höfundur. Viðskiptaráðuneytið. (2006). Kostir og gallar útgáfu neysluviðmiðs fyrir Ísland. Reykjavík: Höfundur. Vejledning (VEJ) om aftaler om børnebidrag nr /2007. Vejledning (VEJ) om retningslinjer for fastsættelse af børnebidrag nr. 9858/2008. Vejledning (VEJ) om børne- og ægtefellebidrag nr. 9774/2009. Þingskjal 72. (1991). Barnalög (heildarlög). Alþingistíðindi A-deild, 115. Sótt 4. ágúst 2010 af Þingskjal 181. (2003). Frumvarp til barnalaga. Alþingistíðindi A-deild, 128. Sótt 4. ágúst 2010 af html&leito=barnal%F6g#word1 40

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Félag löggiltra endurskobenda Reykjavík 25. apríl 2005 Tilv. FLE 19-2005 Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd c/o Stefán Árni Auðólfsson, nefndarritari

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA Islándska Bankföreningen Bankers' Association of lceland Alþingi, Reykjavík, 1. febrúar 1996 Alþingi efiiahags- og viðskiptanefiid, /9 ( 0 -* jo Þórshamri v. Templarasund,

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Lán er ekki veitt til náms sem er liður í launuðu starfi samkvæmt ráðningarsamningi. Þetta gildir m.a. um launað framhaldsnám lækna.

Lán er ekki veitt til náms sem er liður í launuðu starfi samkvæmt ráðningarsamningi. Þetta gildir m.a. um launað framhaldsnám lækna. ánasjóður íslenskra námsmanna I. Kafli Lánshæft nám 1.1. Almennt. Sjóðurinn veitir námslán til framhaldsnáms við viðurkennda skóla eða menntastofnanir sem veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi.

Læs mere

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting RÁÐUNAUTAFUNDUR 2 Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum og Laufey Bjarnadóttir

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur 13.2. 2 12. Febrúar 2008 Eftirfarandi er athugasemd Félags geislafræðinga vegna Frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegan flutnings á útgáfu starfsleyfa til

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum þróun norrænna fjölskyldumiðstöðva

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1373 794. mál. Frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015 2016.) I. KAFLI Markmið. Aðstoðarhæft nám. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að

Læs mere

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. HEIMILDASKRÁ Alþingistíðindi. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. Arvid Frihagen: Villfarelse og ugyldighet i forvaltningsretten. Osló 1966. Aslak Syse: Materielle

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Kynning á skýrslu vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins og ríkissáttasemjara 21. maí 2013 Hannes G. Sigurðsson Aðdragandi skýrslunnar Gagnrýni á kjarasamninga

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2 Ásmundur G. Vilhjálmsson lömaður Skiptin á skattlaninarréttinum milli heimilisfestarlands o keldulands 1 ) 2 183 1 Hutakið kelduland er hér notað yfir það sem á öðrum Norðurlöndum er kallað kildeland en

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS Maí 2013 KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM Skýrsla vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins Maí 2013 3 KJARASAMNINGAR

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1

Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1 Islands Juridisk Nationalrapport Ragnheiður Snorradóttir 1 1. En kort sammenfatning vedrørende kommunernes ret til pålægning af skat. Den første januar 2004 fandes der 105 kommuner i Island. Kommunerne

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Erindi nr. Þ / Grant Thomton

Erindi nr. Þ / Grant Thomton Löggiltir endurskoðendur - skattasvið A iþm gi. Erindi nr. Þ / Grant Thomton kom udagur 2S.v. 2005" w ant i nornton Alþingi B.t. Efnahags- og viðskiptanefndar Kirkjustræti 2 150 Reykjavík Reykjavík, 25.

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands Heildarendurskðun grunnskólalaga Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Nregs g Írlands 23. - 27. któber 2006 Menntamálaráðuneytið Desember 2006 Efnisyfirlit Inngangur...3 Danmörk...4

Læs mere

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar Efnisyfirlit. 1.0 Inngangur... 3 1.1 Almennt... 3 1.2 Afmörkun ritgerðarefnis og umfjöllunarefni... 4 1.3 Fræðikerfi lögfræðinnar... 6 2.0 Umhverfisvernd... 8 2.1 Almennt... 8 2.2 Réttarheimildir... 9

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM MARS 1991 E F N I S Y F I R L I T INNGANGUR... 1 HELSTU NIÐURSTÖÐUR... 2 HLUTVERK RÍKISSPÍTALA... 7 STJÓRNUN RÍKISSPÍTALA... 7 Stjórnskipulag... 7 Stjórnarnefnd,

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum?

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum? Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:28 PM Side 1 Heyrir þú í Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna....vinum þínum? www.rexton.dk Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:29 PM Side

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa?

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Skilorðsbundin ákærufrestun ungmenna skv. 56. gr. hgl. og samanburður við önnur úrræði íslenska og danska réttarkerfisins. -Meistararitgerð

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Ásmundur G. Vilhjálmsson hdl., Forstöðumaður skattasviðs Grant Thornton endurskoðunar ehf. Full og ótakmörkuð skattskylda manna.

Ásmundur G. Vilhjálmsson hdl., Forstöðumaður skattasviðs Grant Thornton endurskoðunar ehf. Full og ótakmörkuð skattskylda manna. Ásmundur G. Vlhjálmsson hdl., Forstöðumaður skattasvðs Grant Thornton endurskoðunar ehf. Full og ótakmörkuð skattskylda manna 205 206 1 2 3 4 5 6 Inngangur Upphaf ótakmarkaðrar skattskyldu 2.1 Búsetuhugtakð

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010

Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010 Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptalögfræði Haust 2010 Standast þær greinar laga um ráðherraábyrgð sem fyrrverandi forsætisráðherra, Geir Hilmari Haarde, er gert að sök að hafa brotið gegn, kröfur um

Læs mere

Réttindi krabbameinsveikra upplýsingar um fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu. 11. október

Réttindi krabbameinsveikra upplýsingar um fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu. 11. október Réttindi krabbameinsveikra upplýsingar um fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi Réttindi krabbameinsveikra upplýsingar um fjármál, félagsleg réttindi og

Læs mere