Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2010 maí 2011

Relaterede dokumenter
Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2009 júní 2010

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2011 júní 2012

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júlí 2012 október 2015

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

esurveyspro.com - Survey Detail Report

komudagur f2

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Kökur, Flekar,Lengjur

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Kjarasamningar í Danmörku

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur

Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

glimrende lærervejledninger

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Reykjavikurborg Erindi nr. Þ / komudagur /S - // Z<'// Alþingi Reykjavík 14*. nóvember 2011 b.t. atvinnunefndar Austurstræti 8-10

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Jöfn umgengni í framkvæmd

- kennaraleiðbeiningar

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

Forval fyrir hönnunarsamkeppni nýs Landspítala vð Hringbraut. Niðurstöður forvalsnefndar.

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

sþ Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

Kennarasamband Íslands

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

Jökulsárlón og hvað svo?

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

2. tölublað, 14. árgangur. Desember 2018 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi. Stúkufundur í námum Salómons konungs

Transkript:

Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2010 maí 2011 Sýningar í safninu Stund hjá Sigurjóni - Afmælissýning í Laugarnesi 21.10.08 05.09.10 Sýning á verkum Sigurjóns sem opnuð var 21. október 2008 stóð til 5. september 2010, en hafði þá tekið nokkrum breytingum. Erlingur minn, hvað ertu nú að gera? 16.09.10 28.11.10 Sýning á verkum Erlings Jónssonar ásamt verkum Sigurjóns Ólafssonar. Erlingur var um árabil aðstoðarmaður og samverkamaður Sigurjóns og er talinn sá sem gerst þekkti sköpunar- og vinnuferli Sigurjóns. Hann hefur búið og starfað í Noregi síðastliðna 3 áratugi. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, opnaði sýninguna við hátíðlega athöfn fimmtudagskvöldið 16. september kl. 20. Erlingur með verk sitt Stjörnuþokusmiður Súlur Sigurjóns og Íslendingur 11.02.2011 haust 2011 Meðal þekktustu súlna Sigurjóns eru án efa stóru verkin Íslandsmerki á Hagatorgi og Öndvegissúlur við Höfða. Á þessari sýningu er sjónum hins vegar beint að völdum trésúlum Sigurjóns frá síðustu æviárum hans, með tilbrigðum sem sýna hugmyndaauðgi listamannsins. Safnanótt í Reykjavík óskaði eftir að söfn fjölluðu um þemað Íslendingur. LSÓ setti á stall þekkt portrett af móður Sigurjóns sem var sönn íslensk alþýðukona sinnar tíðar, ásamt upplýsingaspjöldum um hana. Báðar sýningarnar voru opnaðar á Safnanótt í Reykjavík og var þann dag opið frá klukkan 19 til klukkan 24. Sumartónleikar Sumartónleikar safnsins 2010 hófust 13. júlí og stóðu til 31. ágúst. Á átta tónleikum sumarsins komu fram átján íslenskir og fimm erlendir tónlistarmenn. Eins og undanfarin ár var gefinn út 16 síðna litprentaður kynningarbæklingur á íslensku og ensku sem dreift var á gististaði og ferðamannastaði og var einnig póstsendur til fjölda einstaklinga. Búið er að setja niður tónleika sumarsins 2011, tíu tónleika röð sem hefst 5. júlí og endar 6. september. Hlíf Sigurjónsdóttir og Birgitta Spur sáu um að velja í tónleikaröðina. Yfirlit yfir tónleika er að finna á netsíðum listasafnsins. Aðrir viðburðir í safninu 13.06.10 Dagur villtra blóma. Grasagarðurinn í Reykjavík stóð fyrir kynningu á villtum jurtum og blómum í Laugarnesi. Þátttakendum var boðið í LSÓ á eftir. Um 70 manns komu á kynninguna. 08.07.10 Klarup Pigekor frá Danmörku kom í safnið til að halda kóræfingu og snæddi hádegisverð í kaffistofunni. Samtals 40 manns. 11.07.10 Íslenski safnadagurinn. Auglýstur var spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna og leiðsögn kl. 15. Ársskýrsla LSÓ árið 2011 1

29.07.10 Úthlutað úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat. 26.09.10 Á evrópska tungumáladeginum var haldinn stofnfundur Vina Vigdísarstofnunar. 26.10.10 Starfsfólk frá Stofnun Árna Magnússonar fékk leiðsögn og kaffi. 19.11.10 Samtök iðnaðarins leigði sal safnsins fyrir móttöku. 04.04.11 Tónlistarskóli FÍH:Tónleikar sígildrar brautar. 08.04.11 Kammertónleikar til styrktar tónleikaröð LSÓ. Mikhail Simonyan, Hlíf Sigurjónsdóttir, Sarah Buckley, Martin Frewer og Sigurður Bjarki Gunnarsson léku strengjakvintett eftir Mendelssohn. 10.04.11 Burtfararprófstónleikar Fjólu Kristínar Bragadóttur. 15.04.11 Burtfararprófstónleikar Huldu Snorradóttur. 29.04.11 Daglangur starfsmannafundur Regins ehf. 30.04.11 Tónleikar. Gunnhildur Daðadóttir fiðla og Elena Lacheva píanó. 19.05.11 Úthlutun úr menningarjóði VISA. Skráning, rannsóknir og miðlun - sérstök verkefni Lögð er áhersla á að uppfæra allt sem við kemur einstökum listaverkum, hvort sem er innan safns eða utan, í spjaldskrá safnsins og eru þær upplýsingar færðar inn á netskrána eftir því sem tími leyfir. Á árinu tókst að bæta við ljósmyndum af nokkrum verkum í net-listaverkaskránni. Þá var einnig bætt þar við hringferð ljósmynda af völdum listaverkum, í tengslum við verkefni fyrir grunnskólabörn. Árið 2010 veitti Safnasjóður styrk til að útbúa verkefni fyrir grunnskólabörn, þar sem þeim er m.a. ætlað að nota netlistaverkaskrá Sigurjóns. AlmaDís Kristinsdóttir var fengin Langt nef LSÓ 157 Í netskránni er hægt að fara hringferð í kringum myndina til verksins. Dráttur hefur orðið á verkinu og hefur Safnasjóði verið tilkynnt um hann. Árið 2011 veitti Safnasjóður styrk til rannsókna á Sigurjóni og Súrrealismanum. Er þetta undirbúningur að sýningu í safninu árið 2012. Æsa Sigurjónsdóttir mun annast verkið. Sama ár veitti Safnasjóður styrk til að útbúa enskt og danskt umhverfi um netlistaverkaskrána. Verður það unnið innan safnsins og er verkið hafið. Upplýsingar um sýningar, tónleika og aðra viðburði eru færðar jafnóðum á netsíður safnsins og þess gætt að þar megi sjá öll frávik frá venjulegum opnunartíma. Netsíðurnar eru bæði á íslensku og ensku. Rannsóknir utan LSÓ Danskur arkitekt, Christian Poulsen, hefur unnið merka rannsókn á deilum þeim sem spunnust um uppsetningu stóru granítmyndanna sem Sigurjón vann fyrir ráðhústorgið í Vejle á árunum 1941 44 og ollu því að þær voru ekki settar upp fyrr en haustið 1955. Í greininni Smid dem i havnen sem hann birti í Vejlebogen 2010, Årbog for Byhistorisk Selskab for Vejle varpar hann nýju ljósi á hina raunverulegu ástæðu þess að óánægja borgarstjórnar Vejle tafði uppsetningu þeirra. Margir, bæði blaðamenn og fræðimenn, hafa skrifað um Vejle hneykslið, en Christian Poulsen hefur kafað dýpra í heimildir og þar sem hann ólst upp í Vejle hefur hann haft sérstakar forsendur fyrir að túlka heimildir sínar. LSÓ fékk leyfi til að ljósrita þær heimildir hans, sem safnið átti ekki fyrir, og er mikill fengur í því - sem og í ritgerðinni sjálfri. Útgáfa Í sambandi við sýninguna Erlingur minn, hvað ertu nú að gera? gaf safnið út 16 síðna litprentaða sýningarskrá. Þar er meðal annars viðtal Aðalsteins Ingólfssonar við Erling Jónsson um kynni hans af Sigurjóni og um þau listaverk Sigurjóns sem hann hefur stækkað eða fært í varanlegt efni. Ársskýrsla LSÓ árið 2011 2

Umhverfi safnsins Þann 3. júní 2010 varð það óhapp að drengur sem var í vettvangsferð um Laugarnes með bekkjarfélögum og kennurum úr Álftamýrarskóla felldi myndina Jafnvægi (LSÓ 1332) af stalli sínum svo hún brotnaði. Safnið reyndi að fá skólastjóra Álftamýrarskóla til að miðla málum við foreldra drengsins í þeim tilgangi að heimilistrygging fjölskyldunnar tæki þátt í viðgerðum á verkinu. Skólastjóri neitaði ábyrgð og vildi ekki gefa upp nöfn foreldra. Steinsmiðjan Rein gerði við verkið og setti á stall 4. maí 2011 - á kostnað safnsins. Allt frá 1992 taldi LSÓ verkið vera eign Reykjavíkurborgar, er þáverandi borgarstjóri, Markús Örn Antonsson, veitti safninu sérstakt fjárframlag, en forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, Hafþór Yngvason, afsalaði sér rétti til myndarinnar, þannig að nú er hún skráð eign LSÓ. Lágmyndir Sigurjóns, LSÓ 085 og 086, komnar á vegg við safnið í október 2010 Í október 2010 voru bronsafsteypur af tveimur lágmyndum Sigurjóns settar upp á til þess gerðan steinvegg við safnið. Frummyndirnar sem voru úr steinsteypu og orðnar ónýtar af alkalískemmdum voru þá fjarlægðar. Starfsmenn bresku bronssteypunnar Pangolin Edition komu hingað árið 2002, tóku mót af frummyndunum, steyptu í brons og sendu hingað, en fjárskortur hamlaði því að þær væru settar upp fyrr en nú, að Safnasjóður veitti sérstakan styrk til þess. Sigurður Eyjólfsson hjá Verkís teiknaði burðarvegginn og hafði verkfræðilega umsjón með uppsetningunni og gaf hann alla vinnu sína. Byggingarfyrirtækið EYKT sá um byggingu veggjarins og uppsetningu myndanna og Jarðvegur ehf, Ólafur Kjartansson sá um jarðvinnu. Viðhald Skipt var um stýringu og skynjara fyrir loftræsi- og rakakerfi safnsins. Eftir er að stilla kerfið. Stefán Guðnason rafvirkjameistari hefur umsjón með því verki. Í tengslum við uppsetningu lágmynda var farið út í viðamiklar lagfæringar á lóð safnsins, og auk lágmyndanna tveggja voru brot Lágmyndar (LSÓ 039) fjarlægð, en sú mynd brotnaði í óveðri veturinn 1991. Sótt var um styrk til Safnasjóðs 2011 til að ylja gangstéttar safnsins og hlaut safnið um fjórðung af því sem talið er að verkið kosti. Reynst gæti erfitt að nýta það fé nema með verulegu mótframlagi safnsins. Lágmynd LSÓ 039 Ráðstefnur og safnaheimsóknir Birgitta Spur tók þátt í Farskóla Félags íslenskra safnmanna og safna, FÍSOS, sem haldinn var í Stykkishólmi dagana 29. september til l. október 2010. Safnstjóri sat vorfundi íslenskra höfuðsafna dagana 3. og 4. maí 2011. Á liðnu starfsári heimsótti safnstjóri eftirtalin söfn í Danmörku: Louisiana Museum for moderne kunst, Statens Museum for Kunst, Davids Samling og Kunstindustrimuseet í Kaupmannahöfn og Svendborg Amts Kunstforening. Gestakönnun Listasafn Sigurjóns tók þátt í Gestakönnun sem Safnaráð gekkst fyrir sumarið 2010 til að fræðast um hverjir sækja söfn hér á landi og hver upplifun þeirra er. Spurningablöð á íslensku og ensku voru lögð fyrir nokkra tugi gesta, og var niðurstað- Ársskýrsla LSÓ árið 2011 3

an mjög jákvæð í garð LSÓ. Erlendur listfræðingur kom með gagnlegar ábendingar um að bæta við upplýsingum á sjálfri sýningunni þar sem ekki væri hægt að ætlast til að gestir gæfu sér tíma til að grandskoða hið mikla og fjölbreytta efni í ritum safnsins sem liggja frammi í kaffistofunni. Fjárhagsstaða Til og með ársins 2009 fylgdi rekstrarstyrkur ríkissjóðs launavísitölu nokkuð vel og var þá 9.4 milljónir króna, en árin 2010 og 2011 er hann 8.5 milljónir króna hvort ár. Árlega er sótt um styrki til Safnasjóðs til ýmissa verkefna. Árið 2010 veitti sjóðurinn hálfa milljón í rekstrarstyrk og eina milljón til tveggja verkefna: (i) að setja upp lágmyndir, 600 þúsund og (ii) að gera námsverkefni fyrir grunnskólabörn, 400 þúsund. Árið 2011 veitti Safnasjóður ekki rekstrarstyrki til þeirra safna sem fá slíkan frá ríkissjóði, en verkefnastyrki hlaut safnið til; (i) yljunar gangstétta, 250 þúsund, (ii) rannsókna á Sigurjóni og súrrealismanum, 400 þúsund krónur og (iii) gerðar ensks og dansks umhverfis netskrárinnar, 400 þúsund krónur. Reykjavíkurborg hefur einnig styrkt safnið frá upphafi. Árið 1995 nam styrkurinn 2/3 af styrk ríkissjóðs, en hlutfallið var komið niður fyrir fjórðung árið 2009. Borgin hefur nú ákveðið 1.5 milljón króna framlag til safnsins árið 2011 og er það þriðjungs niðurskurður frá í fyrra og meira en helmings niðurskurður frá 2008. Eigin tekjur safnsins 2010 voru um 2 milljónir króna. Framtíðarskipan safnsins Í framhaldi af fundi Birgittu Spur við mennta- og menningarmálaráðherra í LSÓ þann 11. febrúar 2010 var Birgitta boðuð til fundar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 15. nóvember sama ár. Fundinn sátu, auk Birgittu, Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála og Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur. Þar var formlega tilkynnt að það væri vilji ráðherra að finna leið til að gera LSÓ að deild innan Listasafns Íslands í samvinnu við safnstjóra þessara safna. Lögð var fram úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins á skipulagsskrá LSÓ, annars vegar almenn úttekt, og hins vegar um 26. grein sérstaklega, en þar segir að komi til þess að sjálfseignarstofnunin verði lögð niður og engin önnur stofnsett með sama eða svipað hlutverk skuli allar eigur hennar renna að hálfu til Listasafns Íslands og Reykjavíkurborgar að tilhlutan menntamálaráðuneytisins. Í úttektinni segir enn fremur: Með vísan til þessa ákvæðis hafa átt sér stað ó- formlegar viðræður fulltrúa ráðuneytis og Reykjavíkurborgar um málið, m.a. í samhengi við hugmyndir um skýrari verkaskiptingu en verið hefur milli ríkis og borgar í stuðningi við menningarstarfsemi í borginni. Formlegar viðræður hafa ekki enn átt sér stað, en gætu orðið flóknar og dregist á langinn, og þar sem þær munu fjalla um málefni fleiri aðila er ekki víst að málefni LSÓ verði leidd til lykta með þeim. Ráðuneytið setti fram þá hugmynd að stjórn LSÓ nýti sér heimild 25. greinar skipulagsskrárinnar til að breyta henni í þá veru að fella efnisákvæði 26. greinar úr gildi og setja í staðinn ákvæði í anda eftirfarandi: Komi til þess, af hvaða ástæðum sem er, að sjálfseignarstofnun þessi verði lögð niður og engin önnur stofnsett með sama hlutverk, eða svipað, af eða í samvinnu við stofnanda samkvæmt 1. gr. eða fulltrúaráð samkvæmt 20. gr., skal stjórn stofnunarinnar ráðstafa eigum hennar að fengnu samþykki tveggja þriðju hluta fulltrúaráðs. Með slíku ákvæði í skipulagsskrá væri stjórn LSÓ frjálst að ganga til samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið og LÍ um að LÍ taki við rekstri LSÓ, öllum eignun þess og skuldum, réttindum og skyldum. Á sameiginlegum fundi stjórnar og fulltrúaráðs sem haldinn var 25. nóvember 2010 var framangreind tillaga að breytingu á 26. grein skipulagsskrár LSÓ samþykkt einróma, bæði af stjórn og fulltrúaráði. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, sem annast framkvæmd laga nr. 19/1988, hefur staðfest breytinguna með bréfi dagsettu 4. mars 2011 og hefur hún verið birt í Stjórnartíðindum. Ársskýrsla LSÓ árið 2011 4

Á stjórnarfundi LSÓ þann 7. mars 2011 voru eftirtaldir fulltrúar kosnir til viðræðna við mennta- og menningarmálaráðuneytið um framtíðarskipan LSÓ: Birgitta Spur, Hlíf Sigurjónsdóttir og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Varamaður fyrir Vilhjálm er Ívar Pálsson hdl. Fyrsti fundur var haldinn í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 18. maí 2011 og sátu hann Birgitta Spur og Ívar Pálsson fyrir hönd LSÓ. Fyrir hönd ráðuneytisins voru Eiríkur Þorláksson sérfræðingur á skrifstofu menningarmála, Jón Vilberg frá lögfræðisviði, Auður B. Árnadóttir fjármálasviði, Leifur Eysteinsson frá skrifstofu yfirstjórnar ásamt forstöðumanni Listasafns Íslands, Halldóri Birni Runólfssyni. Ívar Pálsson lagði fram gögn með hugmyndum og óskum Birgittu. Fram kom að það er vilji ráðuneytisins að sameining LSÓ við LÍ verði 1. janúar 2012. Næsti fundur í ráðuneytinu verður 15. júní 2011. Safnkostur Eins og áður er frá greint, bættist Jafnvægi (LSÓ 1332) við safnkostinn á árinu, en þar á móti var Lágmynd (LSÓ 039) fargað svo fjöldi skráðra listaverka sem safnið á er óbreytt frá liðnu ári, 162 þrívíð verk og 240 teikningar, samtals 402 verk. Einkasafn Birgittu Spur og barna hennar lánar safninu að staðaldri 110 þrívíð verk. Munir í geymslu Sem fyrr er meginhluti listaverka Sigurjóns geymdur í geymslu safnsins á Eyrarbakka. Lýður Pálsson safnstjóri Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka hefur af mikilli velvild geymt eftirtalin verk í þjónustubyggingu byggðasafnsins þar: Gríma (LSÓ 229, gifsmynd, 130 cm há), Fótboltamenn (LSÓ 1374, stækkað gifsmódel), Farfuglar (LSÓ 067, úr frauðplasti), gifslíkan af Folaldinu (LSÓ 1170) og Fótboltamaður (LSÓ 004, úr gifsi) en bronsafsteypa af þeirri mynd stendur við Listasafn Íslands. Langtímalán Eftirtaldir aðilar hafa listaverk úr umsjón safnsins að láni: < Verkfræðistofan VERKÍS: Nýtt líf (LSÓ 103). < Sundaborg: Fótboltamenn, brons (LSÓ 247), og Ég bið að heilsa, brons (LSÓ 073). < Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Tveir bogar eða Hanar, polyester (LSÓ 108). Safnið geymir nokkur verk Sigurjóns sem aðrir eiga: < Reifabarn/Steinn Steinar, granít (LSÓ 1137), í eigu Listasafns ASÍ. < Ásgrímur Jónsson, brons (LSÓ 1089), í eigu FÍM. Á lóð safnsins eru: < Faðmlög frá 1949 (LSÓ 1102), grágrýtismynd í eigu Listasafns Íslands. < Lágmynd frá 1950 (LSÓ 1104), grágrýtismynd í eigu Listasafns Íslands. Ennfremur hefur Páll Guðmundsson á Húsafelli lánað höggmynd sína: < Hallgerður Langbrók og er hún úti á lóð safnsins. Fjöldi safngesta árið 2010 var um 3.000. Aðgangseyrir Með styrk frá Glitni var aðgangseyrir að sýningum safnsins felldur niður árið 2008, en frá og með sýningu Erlings Jónssonar haustið 2010 hefur LSÓ tekið aðgangseyri sem nema kr. 500 fyrir almenna gesti, 300 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja en frítt fyrir börn innan 18 ára. Önnur söfn sem felldu niður aðgangseyri á liðnum árum hafa flest tekið hann upp aftur. Ársskýrsla LSÓ árið 2011 5

Safnið er almennt opið 1. júní 15. sept.: Opið alla daga nema mánudaga kl. 14 17. 16. sept. 31. maí: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14 17. Í desember og janúar er safnið aðeins opið eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar um hvenær safnið er opið má nálgast á netsíðu safnsins www.lso.is. Starfsmenn Í föstu starfi hjá safninu eru Birgitta Spur og Geirfinnur Jónsson. Yfir sumarmánuðina starfar lausráðið fólk við gæslu og önnur störf. Á árinu 2010 voru lausráðnir við safnið: Jón H. Geirfinnsson og Böðvar Ingi H. Geirfinnsson. Aðalfundur LSÓ var haldinn 21. júní 2010. Stjórnarfundir voru haldnir 21.10.2010 og 7.03.2011. Sérstakur fundur stjórnar og fulltrúaráðs um breytingu á skipulagsskrá var haldinn 25. 11.10. Stjórn LSÓ Eftir aðalfund LSÓ 21. júní 2010 skipa stjórn safnsins: Birgitta Spur (formaður), Hlíf Sigurjónsdóttir, Æsa Sigurjónsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Vikar Pétursson. Varamenn eru Geirfinnur Jónsson og Karólína Eiríksdóttir. Fulltrúaráð LSÓ Eftir aðalfund LSÓ 21. júní 2010 skipa fulltrúaráð þau: Sigmundur Guðbjarnason formaður, Pétur Guðmundsson varaformaður, Anna Einarsdóttir, Ágúst Einarsson, Björg Þorsteinsdóttir, Gísli Sigurðsson, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Karólína Eiríksdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Vikar Pétursson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Endurskoðandi safnsins er Árni Snæbjörnsson löggiltur endurskoðandi hjá Ernst & Young hf. Viðauki Yfirlit yfir Sumartónleikar LSÓ 2010 13. júlí Tríó MMX. Peter Tompkins óbó, Einar Jóhannesson klarinetta og Rúnar H. Vilbergsson fagott. 20. júlí Benedikt Kristjánsson tenór og Sergio Coto-Blanco gítar. 27. júlí Mathias Susaas Halvorsen píanó, Eygló Dóra Davíðsdóttir fiðla, Magnus Boye Hansen fiðla, Mischa Pfeiffer víóla og Þorgerður Edda Hall selló. 3. ágúst Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzó-sópran og Antonía Hevesi píanó. 10. ágúst SOPRANOS. Hörn Hrafnsdóttir mezzó-sópran, Margrét Grétarsdóttir sópran, Svana Berglind Karlsdóttir sópran og Hólmfríður Sigurðardóttir píanó. 17. ágúst Gunnhildur Daðadóttir fiðla og Helen Aun píanó. 24. ágúst Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari. 31. ágúst Arngunnur Árnadóttir klarinetta, Greta Salóme Stefánsdóttir fiðla og Hákon Bjarnason píanó. Ársskýrsla LSÓ árið 2011 6