Fæðuofnæmi og fæðuóþol. Upplýsingar fyrir matreiðslufólk í skólamötuneytum

Relaterede dokumenter
Merkingar matvæla Innihaldslýsingar, ofnæmis og óþolsvaldar. Jónína Þ. Stefánsdóttir Apríl 2011

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Kökur, Flekar,Lengjur

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Dyrebingo. Önnur útfærsla

esurveyspro.com - Survey Detail Report

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Reykjavikurborg Erindi nr. Þ / komudagur /S - // Z<'// Alþingi Reykjavík 14*. nóvember 2011 b.t. atvinnunefndar Austurstræti 8-10

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

- kennaraleiðbeiningar

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

komudagur f2

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar A B

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

glimrende lærervejledninger

Skal vi snakke sammen?

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Oft má satt kyrrt liggja

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat).

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat)

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst.

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Næring og matarvenjur. Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir Rannsóknarstofa í næringarfræði við Háskóla Íslands

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

2. Dig, mig og vi to

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

Transkript:

Fæðuofnæmi og fæðuóþol Upplýsingar fyrir matreiðslufólk í skólamötuneytum Tekið saman af Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttir, ráðgjafa um skólamötuneyti leik- og grunnskóla Reykjavíkurborgar. Kolbrún Einarsdóttir næringarráðgjafi lagði henni lið og er henni þökkuð aðstoðin. Desember 2006

Fæðuofnæmi og fæðuóþol Börn og unglingar með fæðuofnæmi eða fæðuóþol verða að eiga kost á sérútbúnum máltíðum í skólamötuneytum leik- og grunnskóla. Sérfæði þarf að matreiða af mikilli nákvæmni því rangt mataræði getur valdið mjög slæmum einkennum og í verstu tilvikum ofnæmislosti. Í þessum bæklingi eru upplýsingar um hvaða matvæli ber að varast fyrir þá sem eru með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. Einnig er bent á matvöru sem nota má í staðinn. Frekari upplýsingar um fæðuofnæmi er m.a. að finna í bæklingi um fæðuofnæmi sem GlaxoSmithKline hefur gefið út og hægt er að panta á sérstöku eyðublaði sem finna má á heimasíðu GlaxoSmithKline, http://www.gsk.is. Góð ráð Lesið alltaf innihaldslýsingu á þeirri matvöru sem unnið er úr, jafnvel þótt hún hafi áður verið notuð, því framleiðandi getur hafa breytt samsetningu hennar. Gætið þess að öll áhöld og vinnuborð í mötuneyti séu hrein áður en matreitt er fyrir einstaklinga með ofnæmi eða óþol svo ofnæmis- eða óþolsvaki smitist ekki í sérfæðið. Þvoið ávallt hendur vel og vandlega áður en sérfæði er matreitt og gætið þess að hlífðarfatnaður sé hreinn. Hér á eftir verður fjallað um: Mjólkurofnæmi bls. 2 Mjólkursykuróþol bls. 3 Eggjaofnæmi bls. 4 Hveitiofnæmi bls. 5 Glútenóþol bls. 6 MSG-óþol bls. 7 Ítarefni bls. 8 1

Mjólkurofnæmi Einstaklingar með mjólkurofnæmi fá ofnæmisviðbrögð af próteinum sem eru í mjólk og mjólkurafurðum. Þeir mega hvorki fá mjólkurvörur, s.s. léttmjólk, nýmjólk, undanrennu, lífræna mjólk, dreitil eða fjörmjólk, né mjólkurafurðir eins og skyr, jógúrt, ost, sýrðan rjóma, kotasælu, rjóma og smjör. Ýmis unnin matvæli geta innihaldið mjólkurprótein, s.s. undanrennuduft, mysuprótein (whey, valle) eða kasein. Minnispunktar vegna mjólkurofnæmis Ekki er æskilegt að nota geitamjólk í staðinn fyrir kúamjólk því próteinin eru of lík. Aukefni innihalda ekki mjólkurprótein. Ekki kemur að sök að einstaklingur með mjólkurofnæmi neyti matvæla sem innihalda mjólkursýru. Mjólkurprótein geta verið í ýmsum gerðum af kjötbollum, fiskfarsi, pylsum, lifrarkæfu, kartöflustöppudufti, raspi, sælgæti (lakkrís, karamellur, súkkulaði) og tilbúnum sósum. Lesið ávallt innihaldslýsingu á vörunni. Við bakstur má nota matarolíur í staðinn fyrir smjör eða smjörlíki sem innihalda mjólkurprótein. Eins eru til ýmsar gerðir af bökunarsmjörlíki sem inniheldur ekki mjólk. Smjörlíki sem notað er á brauð inniheldur jafnan mjólk. Í sérverslunum er þó hægt að fá smjörlíki sem hentar fólki með mjólkurofnæmi. Í brauð- og kökuuppskriftum er hægt að nota vatn, ávaxtasafa, sojamjólk eða aðrar sérvörur í stað mjólkur, eftir því sem við á. Í sósu má skipta mjólk út með vatni, grænmetissoði eða súputeningi, lesið vel innihaldslýsingu. Soðið grænmeti getur gefið þykkari áferð í sósu. Einnig er hægt að nota sojamjólk eða aðrar sérvörur í sósur. Hrísmjólk og haframjólk ætti ekki að nota eingöngu fyrir börn þar sem þær eru ekki eins næringarríkar og sojamjólk. Hægt er að nota þurrmjólk með niðurbrotnum próteinum ef börn þola ekki sojamjólk. Flest samlokubrauð innihalda ekki mjólk. Í einstaka tilvikum þarf að varast vörur með mjólkursykri, þar sem erfitt er að aðskilja hann algerlega frá mjólkurpróteinum. 2

Mjólkursykuróþol (mjólkuróþol) Mjólkursykur (laktósi) er náttúrulega til staðar í mjólk (léttmjólk, nýmjólk, undanrennu, fjörmjólk, dreitli og lífrænni mjólk) og flestum mjólkurafurðum. Til að hann meltist þarf að vera ensím (hvati) í meltingarvegi sem brýtur hann niður svo hann nýtist líkamanum. Þeir sem eru haldnir mjólkursykuróþoli vantar þetta ensím sem veldur því að mjólkursykurinn fer að mestur ómeltur til ristils. Þar nýtir bakteríuflóran sér mjólkursykurinn og við það myndast loft sem veldur magaverkjum, uppþembu og vindgangi. Einnig finna flestir fyrir óreglu á hægðum og niðurgangi. Enda þótt Norður-Evrópubúar þoli flestir hverjir mjólkursykur þá eru um 70% jarðarbúa með mjólkursykuróþol og skortir ensímið laktasa. Þol þeirra sem eru með mjólkursykuróþol er mismikið. Flestir fullorðnir þola 2-5 grömm af mjólkursykri í máltíð en þó er það mjög einstaklingsbundið. Í sýrðum mjólkurvörum er minna af mjólkursykri en í mjólk vegna gerlaflóru sem gerjar mjólkursykurinn í framleiðslu. Í brauðosti er til að mynda enginn mjólkursykur. Þá er lítið af mjólkursykri í vörum eins og léttsúrmjólk, léttum jógúrtdrykkjum og sykurskertri kakómjólk. Brauð, kökur og kex með mjólk innihalda einnig í flestum tilvikum svo lítið magn af mjólkursykri að ekki kemur að sök fyrir þá sem eru með mjólkursykuróþol. Minnispunktar vegna mjólkursykuróþols Í flestum tilvikum má nota tilbúin matvæli sem innihalda mjólk þar sem hún er jafnan notuð í svo litlu magni. Þetta gildir t.d. um brauð, kökur og kex. Mjólkursykur er í öllum mysuostum og í kotasælu, rjómaosti og fetaosti. Varast ber vörur sem innihalda mjólkurduft, s.s. sumar gerðir af súkkulaði, sósum, súpum, pylsum, farsi og morgunkorni. 3

Eggjaofnæmi Mörg prótein í eggjum geta valdið ofnæmi. Einstaklingur með eggjaofnæmi verður því að forðast egg, bæði hvítuna og rauðuna, til að koma í veg fyrir ofnæmisviðbrögð. Fólk með eggjaofnæmi þolir sjaldnast aðrar tegundir af eggjum, s.s. svartfuglsegg, kríuegg o.s.frv. Minnispunktar vegna eggjaofnæmis Í sérverslunum er hægt að fá eggjalíki (egg replacer) til að nota við bakstur. Gott er að nota maukaða ávexti í bakstur þegar ekki má nota egg. Þeir gefa meiri fyllingu. Flest samlokubrauð eru án eggja. Kynnið ykkur innihaldslýsingu. Í flestum tilvikum eru egg í remúlaði, majónesi og majones-salötum. Súpur, tilbúnar sósur, salatsósur og tilbúnir réttir geta innihaldið egg. Í súputeningum geta verið egg. Egg eru að jafnaði ekki í pasta, nema í fersku pasta. Lesitín, aukefni E322, er stundum unnið úr eggjum og má nota í flesta fæðuflokka. Lesitín getur því verið í sælgæti, mjólkurdufti, smjörlíki, ís, kakó, brauði, majónesi og fleiri vörum. Lesitín er annað hvort unnið úr soja eða eggjum og á að vera merkt eftir uppruna í innihaldslýsingu sem sojalesitín eða eggjalesitín. Fólk sem er með slæmt eggjaofnæmi þolir ekki lesitín úr eggjum. Einstaklingar með eggjaofnæmi þurfa hins vegar ekki að varast sojalesitín. 4

Hveitiofnæmi Hveitiofnæmi er ekki það sama og glútenóþol þótt fólk sem af því þjáist þurfi að mestu að varast sömu matvæli. Sá sem er með glútenóþol þarf að varast fleiri korntegundir en hveiti og verður það nánar útskýrt í kaflanum um glútenóþol. Fólk með hveitiofnæmi má ekki borða spelt Varast skal að nota glútenfríar vörur sem innihalda hveitisterkju, þar sem einstaklingar með hveitiofnæmi geta haft ofnæmi fyrir öðrum próteinum í hveitimjöli en glúteni. Minnispunktar vegna hveitiofnæmis Hveiti getur verið í mörgum áleggstegundum. Hveiti getur verið í unnum kjöt- og fiskvörum, s.s. fiskibollum eða kjötbollum. Hveiti getur verið í sinnepi, remúlaði og steiktum lauk. Hveiti er í mörgum gerðum af rúgbrauði. Í sérverslunum er hægt að fá pasta án hveitis. Þá er það unnið úr öðrum korntegundum og/eða grænmeti. Hveiti getur verið í frönskum kartöflum og snakki. Hægt er að nota maisenamjöl í sósur í staðinn fyrir hveiti. Hægt er að þykkja súpur með grænmeti, kartöflum og/eða baunum í staðinn fyrir hveiti. Lakkrís, hlaup og karamellur geta innihaldið hveiti. Það er í lagi að nota bókhveiti (boghvede) fyrir einstaklinga með hveitiofnæmi. Hægt er að nota aðrar korntegundir í stað hveitis í bakstur eða aðra matseld: 1dl af hveiti svarar til: 7/8 dl af hrísmjöli 5/8 dl af kartöflusterkju 1 dl af sojamjöli og ½ dl af kartöflusterkju 1 dl af maísmjöli Við bakstur má nota ger eða vínsteinslyftiduft eða sérstakt lyftiduft án hveitis. Í Brauðhúsinu í Grímsbæ er hægt að fá brauð úr öðru korni en hveiti. Oft getur reynst erfitt að átta sig á innihaldslýsingu matvæla og til eru mörg heiti yfir hveiti. Lesið því vandlega innihaldslýsingu og hafið jafnvel samband við framleiðanda til að átta ykkur á hvað er í raspinu, núðlunum, hvaða jurtaprótein er notað o.s. frv. Varast skal eftirfarandi matvæli eða skoða gaumgæfilega innihaldslýsingu fyrir: Bulgur, durumhveiti, kúskús (couscous), heilhveiti, grahamsmjöl, hveitikjarnar, hveitikím, hveitiklíð, hveitimjöl, hveitiprótein, hveitisterkja, malt, mjöl, umbreytt sterkja, núðlur, pasta, rasp, semolina, spaghettí, speldi (spelt), sterkja og jurtaprótein (vegetablisk protein). 5

Glútenóþol Fólk með glútenóþol má ekki borða matvæli sem inniheldur glúten, en þá bólgna þarmarnir og starfa ekki sem skyldi. Glútenóþol eldist ekki af fólki. Glúten er samheiti fyrir prótein sem finna má í ýmsum korntegundum, s.s. hveiti, spelti, rúgi og byggi. Einnig þarf að varast hafra, þó að í flestum tilvikum sé í lagi að borða hafra sem hafa verið meðhöndlaðir sérstaklega, þ.e. alveg hreinir hafrar (specialfremstillet havre). Börn með glútenóþol mega þó ekki borða hreina hafra fyrr en blóðprufur sýna að þau geta þolað þá og þá aðeins 25-50 grömm daglega. Fólk með glútenóþol má ekki borða spelt Matvæli sem eru án glútens geta verið þannig af náttúrunnar hendi eða af því að þau hafa verið meðhöndluð sérstaklega, t.d. glútenfrítt pasta. Glúten er ekki í kjöti, mjólk, mjólkurafurðum, s.s. osti, ávöxtum, ávaxtasafa, grænmeti, kartöflum, fiski, eggjum, hnetum, hörfræi, möndlum, kókós, smjöri, matarolíu, smjörlíki og hrísgrjónum, svo framarlega að þetta séu ekki samsett matvæli sem innihalda glúten. Dæmi um slíkt er jógúrt með múslí, sem gæti innihaldið glúten. Glúten getur verið í ýmsum tilbúnum réttum og matvælum og því er mikilvægt að lesa vel innihaldslýsingu til að fullvissa sig um að ekki séu korntegundir með glúteni í matvörunni Glúten er eða getur verið í: Ýmsu morgunkorni. Kjötvörum, s.s. kjötfarsi, kæfum, pylsum, áleggi og tilbúnum réttum. Hvítum jafningi, pakkasósum og súputeningum. Sinnepi, tómatsósu, majónesi, remúlaði, karrý og öðrum kryddblöndum. Fylltu súkkulaði, lakkrís, lakkrískonfekti, hlaupi og karamellum. Frosnum frönskum kartöflum, kartöfluflögum, snakki, steiktum lauk. malti og jólaöli. Minnispunktar vegna glútenóþols Kornax flytur inn glútenfríar vörur til baksturs. Ekran og Garri sjá um dreifingu. Bakaríið Reynir bakari bakar brauð úr glútenfríu hveiti og tekur við pöntunum með dags fyrirvara. Við bakstur má nota ger eða vínsteinslyftiduft eða sérstakt lyftiduft án hveitis. Brauðhúsið í Grímsbæ selur brauð úr glútenfríu korni. Heilsuhúsið selur glútenfríar vörur frá Semper og Orgran, s.s. kex, smákökur, hrökkbrauð, sósumix, lasagnaplötur, pasta og fl. Eitthvað af þessum vörum er hægt að panta í Heilsu ehf. Oft getur reynst erfitt að átta sig á innihaldslýsingu matvæla og til dæmis eru mörg heiti til yfir hveiti. Lesið því vandlega innihaldslýsingu og hafið jafnvel samband við framleiðanda til að átta ykkur á hvað er í raspinu, núðlunum, hvaða jurtaprótein er notað o.s. frv. Varast skal eftirfarandi matvæli eða skoða gaumgæfilega innihaldslýsingu fyrir: Bulgur, durumhveiti, kúskús (couscous), heilhveiti, grahamsmjöl, hveitikjarnar, hveitikím, hveitiklíð, hveitimjöl, hveitiprótein, hveitisterkja, malt, mjöl, umbreytt sterkja, núðlur, pasta, rasp, semolina, spaghettí, speldi (spelt), sterkja og jurtaprótein (vegetablisk protein). 6

MSG MSG er bragðaukandi aukefni sem er notað til að draga fram bragð af öðrum efnum, s.s. kryddi í matvælum. Sumir hafa óþol fyrir MSG og verða því að forðast það í mat. Natríum glútamat (einnig skrifað mononatríum glútamat eða monosodium glutamat) eða MSG hefur E-númerið: E621. Ef einstaklingur er með óþol fyrir MSG er rétt að varast önnur skyld efni sem eru glútamínsýra og sölt hennar sem hafa E-númerin E620 til E625, nánar tiltekið: E 620 Glútamínsýra E 621 Mononatríum glútamat (MSG) E 622 Monokalíum glútamat E 623 Calciumdi glútamat E624 Monoammonium glútamat E625 Magnesiumdi glútamat Glútamínsýra og sölt hennar eru eins og áður sagði bragðaukandi efni og má nota í flestar matvörur. Algengt er að MSG sé notað í kjötvörur, tilbúna rétti, salatsósur, pakkasósur og snakkvörur. Samkvæmt íslenskri og evrópskri löggjöf er skylt að merkja aukefni í matvælum með flokksheiti, nafni og/eða E-númeri. Sem þýðir að MSG er ekki endilega merkt með E-númeri en það á alltaf að standa bragðaukandi efni og þegar ekki er númer þá á að koma fram nafnið á aukefninu. Dæmi: Bragðaukandi efni (natríum glutamat) Ef notað er númer þá lítur þetta svona út: Dæmi: Bragðaukandi efni (E 621) Bæði dæmin teljast gild merking. 7

Ítarefni og áhugaverðar krækjur Á heimasíðu Astma & ofnæmisfélagsins er listi yfir eggja- og mjólkurlaus matvæli - sjá www.ao.is, undir fæðuofnæmi. Á heimasíðu Myllunnar (www.myllan.is) undir fæðuofnæmi má sjá hvaða ofnæmis- og óþolsvaldar eru til staðar eða ekki, í ýmsum vörum sem fyrirtækið selur. Fróðleik um MSG má finna á vef Umhverfisstofnunar: http://www.ust.is/matvaeli/matvaelafrettir/nr/3079 Heimildir Mjólkurofnæmi Allergi over for mælk, æg, fisk og skaldyr Pjece om, hvad man skal undgå at spise ved allergi overfor mælk, æg, fisk og skaldyr. Udgiver: Fødevaredirektoratet, Sundhedsstyrelsen og Astma-Allergi Forbundet (2003) Mælkeallergi, børn og mad Pjece om mælkeallergi hos børn i 0- til 3-årsalderen. Udgiver: Fødevarestyrelsen, Danmarks Fødevareforskning, Sundhedsstyrelsen og Astma-Allergi Forbundet (2005) Mjólkursykuróþol Allergi over for mælk, æg, fisk og skaldyr Pjece om, hvad man skal undgå at spise ved allergi over for mælk, æg, fisk og skaldyr. Udgiver: Fødevaredirektoratet, Sundhedsstyrelsen og Astma-Allergi Forbundet (2003). Mjólkursykuróþol. Landspítali háskólasjúkrahús, Næringarstofa, mars 2000. Lactose intolerance in Infants, Children, and Adolescents. Heyman M.B. 2006 American Academy of Pediatrics. Volume 118, Number 3, sept. 2006. Eggjaofnæmi Allergi over for mælk, æg, fisk og skaldyr Pjece om, hvad man skal undgå at spise ved allergi over for mælk, æg, fisk og skaldyr. Udgiver: Fødevaredirektoratet, Sundhedsstyrelsen og Astma-Allergi Forbundet (2003). Overfølsomhed og tilsætningsstoffer i mad Pjece om overfølsomhed over for farvestoffer, konserveringsstoffer o.l. i mad. Udgiver: Fødevarestyrelsen, Danmarks Fødevareforskning, Sundhedsstyrelsen og Astma-Allergi Forbundet (2004). Hveitiofnæmi Allergi over for korn, jordnødder, nødder og soja Pjece om, hvad man skal undgå at spise ved allergi over for korn, jordnødder, nødder og soja. Udgiver: Fødevaredirektoratet, Sundhedsstyrelsen og Astma-Allergi Forbundet (2003). Glútenóþol Cøliaki og mad uden gluten Udgiver: Fødevarestyrelsen, Danmarks Fødevareforskning, Sundhedsstyrelsen, Dansk Cøliaki Forening og Astma- Allergi Forbundet (2005). MSG Overfølsomhed og tilsætningsstoffer i mad Pjece om overfølsomhed over for farvestoffer, konserveringsstoffer o.l. i mad. Udgiver: Fødevarestyrelsen, Danmarks Fødevareforskning, Sundhedsstyrelsen og Astma-Allergi Forbundet (2004). 8