Rit LbhÍ nr. 23. Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Rit LbhÍ nr. 23. Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka"

Transkript

1 Rit LbhÍ nr. 23 Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka 2009

2

3 Rit LbhÍ nr. 23 ISSN Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka Ragnar Frank Kristjánsson, lektor/landslagsarkitekt Snævarr Guðmundsson, nemi í landfræði/jarðfræði HÍ. Mars 2009

4 Forsíðumynd: Ragnar Frank Kristjánsson Aðrar ljósmyndir: Snævarr Guðmundson Greiningarkort: Ragnar Frank Kristjánsson Loftmyndir: Loftmyndir hf. Samstarfsverkefni með Kirkjubæjarstofu Kortagerð: Ulla R. Pedersen, landslagsarkitekt hjá Landlínum ehf Fjármögnun: Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar Borgartúni Reykjavík Nýsköpunarsjóður stúdenta Sæmundargötu Reykjavík Landbúnaðarháskóli Íslands Hvanneyri 311 Borgarnes

5 Efnisyfirlit Bls. Samantekt 2 1. Inngangur Skilgreining á vegum Gagnaöflun og úrvinnsla 5 2. Landlýsing Staðhættir á Síðumannaafrétti Viðmið og GPS-mælipunktar GPS grunnstöðvar og aðrir mælipunktar 7 3. Sjónrænt mat á vegköflum Þverá - Eldhraun Miklafell - Kríuvötn Hellisárbotnar - Galti Landslagsgreining Niðurstöður 17 GPS punktar 18 Staður Hnit 18 North 18 East 18 Heimildir 19 Myndaskrá Mynd nr. Bls. 1. Gervitunglamynd af Síðumannaafrétti og Eldhrauni 4 2. Horft til suðvesturs yfir Lakagíga frá Laka Þjóðvegur 52. Uxahryggjaleið Vegræsi á fjallvegi F 206., Lakagígaleið Horft frá Laka yfir Lakagíga til Mýrdalsjökuls Í Eldhrauni Melalandslag sunnan Varmárfells Svæði Þverá Eldhraun Sjónarhorn af vegi í Eldhrauni Öðulbrúará. Þverárfjall í baksýn Svæði Miklafell Rauðhólahraun Í grennd við vegpunkt B 08 í Eldhrauni Svæði Hellisárbotnar Galti Útsýni til Vatnajökuls og Síðujökuls frá punkti C Varmárfell og fjær Blængur bera yfir melaöldurnar Greiningakort (skissa). 17 1

6 Tilgangur verkefnisins Hálendisvegir, sjónræn áhrif og vegstaðlar var að rannsaka hvort mögulegt sé með einföldum aðferðum að útbúa fyrirfram ákveðna vegstaðla fyrir vegagerð á hálendinu. Þeir staðlar sem hafðir voru í huga í verkefninu var ætlað að taka meira tillit til landslags og sjónrænna áhrifa, en fram að þessu hefur verið gert. Í vegagerð hérlendis hafa þrír þættir ráðið mestu um framkvæmdir: a) umferðaöryggi, b) umferðarhraði eða hraðatakmörk vega og c) framkvæmdakostnaður. Umhverfisþættir eins og sjónræn áhrif og hávaðamengun hafa ekki verið rannsakaðir ýtarlega þó á síðustu árum hafi þessum sjónarhornum verið gefinn meiri gaumur. Nefna má að ráðgjafastofan Oríon gaf út skýsluna Sjónræn áhrif í íslenskri vegagerð (2006) sem fjármögnuð var af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Þar er fjallað um vegagerð sem hluta af landslagi og hver upplifun vegfarandans sé af ferð um vegina. Samantekt Samtímis að meta sjónrænt hvar hentugast væri að vegstæðið mundi liggja. 5) Umhverfisþættir eins og sjónræn áhrif og hávaðamengun hafa ekki verið rannsakaðir við vegagerð á hálendinu. 6) Horft er til þess að geta mögulega nýtt niðurstöður slíkra vegstaðla við aðrar vegaframkvæmdir á hálendinu. Framkvæmd rannsóknarinnar varð því tvískipt. Í fyrsta lagi var reynt að meta landið sem vegurinn kemur til með að liggja í og í öðru lagi að meta sjónræn áhrif af vegi sem hluta í landslaginu og frá vegi sem vegfarandi. Unnin var úttekt á landfræði- og jarðfræði svæðisins. Landslagsgreining var gerð á landsvæðinu frá Þverá að Galta við Varmárfell, alls um 50 km leið. Fjallað hefur verið um sambærileg sjónarmið við veglagningu á Norðurlöndunum, í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Hugmyndin er því ekki ný af nálinni en bent hefur verið á að sjónræn áhrif mættu teljast veigamikið atriði hér á landi vegna þess hve landið er skóglaust (Skúli Þórðarson, Laila S. Cohagen, Hermann G. Gunnlaugsson, 2006). Nokkrar skýrslur hafa verið gefnar út í fyrrtöldum löndum um efnið og var litið til þeirra í þeim athugunum sem hér er greint frá. Í þessari rannsókn var fyrst og fremst horft til útivistarvega (sjá nánar bls 5). Markmiðið var að meta fyrst og fremst sjónræn áhrif vegagerðar í Eldhrauni og á Síðumannaafrétti austan við Lakagíga. Það var ákveðið af eftirfarandi ástæðum: 1) Fyrirhugað er að ráðast í vegaframkvæmdir á þeim slóðum. Í kjölfar breytinga á svæðisskipulagi miðhálendisins og aðalskipulagi Skaftárhrepps er gert ráð fyrir vegtengingu fjallvegarins F 206 í Lakagíga við minna þekktari vegslóða sem liggur upp frá Þverá á Síðu að Laufbalavatni og að fellinu Blæng. Vegurinn mun liggja um Eldhraun að Miklafelli, þá upp á hálendisbrúnina áleiðis að Blæng og síðan um Hellisárbotna að fellinu Galta. Landslagsgerðir voru metnar og greindar út frá jarðfræðilegum og sjónrænum (fagurfræðilegum) forsendum. Núverandi vegslóðar voru skoðaðir út frá tveim ráðandi sjónarhornum, a) niðurgrafin vegur, allt að 30 cm undir landhæð og b) uppbyggður vegur, allt að 100 cm yfir landhæð. Núverandi vegur er niðurgrafinn enda var hann ruddur með jarðýtu gegnum hraunið. Til þess var horft að ef slíkur vegur hækkaði um allt að einum metra upp yfir landið myndi vegstæði ásamt öxlum verða allt að 8 m breitt. Var miðað við að hlutfall vegaxla væri 1:3. Að því loknu var lagt mat á hvernig slíkt vegstæði myndi bregða fyrir sjónrænt. Það var m.a. gert með skráningu umhverfisins með ljósmyndum, loftmyndum og mati á landslagsgerðum. Þessi rannsókn var styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og Nýsköpunarsjóði íslenskra stúdenta. Vegagerðin rekur umhverfisstefnu og er meginmarkmiðið Góð sambúð vegar og umferðar við umhverfi og íbúa (Vegagerðin, 2007). Það er því í hennar stefnu að styðja við tilraunaverkefni sem þetta. Þessum aðilum er þakkaður stuðningurinn. 2) Væntanlegur vegur mun liggja yfir mismunandi landslagsgerðir, t.a.m. hraun frá nútíma, eldri jarðlög og svæði með jökulminjum frá ísöld, sambærilegum þeim sem finnast víðar á hálendinu. Vegstæðið liggur nærri heiðarlandi með talsverðu fuglalífríki. Þessar landslagsgerðir eru tilgreindar í náttúrverndarlögum sem viðkvæmar landslagsgerðir. Ástæða er til þess að gera úttekt á vegstæðinu áður en ráðist verður í framkvæmdir. 3) Lítil vegagerð hefur verið gerð á Síðumannaafrétti utan þess að rudd var jarðýtuslóð norður yfir Eldhraun fyrir allnokkrum árum síðan. Tækifæri gefst til þess að meta sjónræn áhrif núverandi vegstæðis og hversu vel hann dylst í hrauninu. Jafnframt er hægt að skoða og meta áhrif vegs sem er ætlaður fyrir hraðari umferð í þeim samanburði. 4) Hluti vegsins, alls um 4-6 km, er áætlaður að liggja yfir svæði þar sem nú er enginn vegur. Því gefst tækifæri fyrirfram til þess að skoða og meta áhrif vegagerðar á ósnortið heiðaland, meðal annars með tilliti til náttúrverndarlaga. 2

7 Mynd 2. Horft til suðvesturs yfir Lakagíga frá Laka. Fyrirhugað er að endurbæta vegslóða og leggja veg upp frá þjóðvegi 1., austan við Þverárnúp á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslum, áleiðis í Lakagíga og hanna hann sem svonefndan útivistarveg. Ef af verður mun væntanlegt vegstæði koma til með að liggja norðvestur um Eldhraun að Miklafelli og þaðan til vesturs að Galta. Þar myndi hann tengjast núverandi leið í Lakagíga og fyrir vikið opnast hringleið. Kunnugt er að ferðamenn hafa lengstum fylgt fjallvegi F 206 upp í Lakagíga. Í stuttu máli liggur vegurinn norður frá bænum Hunkubökkum og yfir heiðarlönd á Galta (621 m). Áður en hæst á fellið kemur verða vegmót þar sem vegurinn kvíslast suðvestur í Blágil og til norðaustur áleiðis að fjallinu Laka og Lakagígum. F 206 er um 40 km langur og liggur umhverfis vesturhluta Lakagíga. Lakagígar eru meðal merkustu jarðminja á Íslandi. Gígaröðin myndaðist í Skaftáreldum og raðast 140 gígar og eldvörp á samtals um 27 km langa sprungu (Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson og Þorvaldur Þórðarson, 2008). Vegna sérstöðu voru Lakagígar friðlýstir árið 1971 sem náttúrvættti og urðu hluti af Skaftafellsþjóðgarði árið Sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði má reikna með því að umferð um gígana eigi enn eftir að aukast. Því fylgir visst áhyggjuefni sem lýtur að lágum þolmörkum Lakagíga (Anna Dóra Sæþórsdóttir, 2007). Til þess að sporna við hættu af skemmdum er ráðgert að setja upp upplýsingamiðstöð á Galta þaðan sem bílaumferð að gígunum yrði takmörkuð. Þaðan yrði farið með rútu eða gangandi að gígunum. Með þessari aðgerð má líklega minnka álag á viðkvæmum náttúruminjum (Ragnar Frank Kristjánsson, fyrrum þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, munnleg heimild, 10. apríl 2008). Önnur leið eða vegslóði, sem er ekki eins kunnur, er einnig fær fjórhjóladrifsbílum á sumrin í Lakagíga. Þessi leið I. Inngangur 3 liggur yfir Eldhraun, frá bænum Þverá, um 14 km austan við Kirkjubæjarklaustur. Slóðinn liggur núna yfir fjallið Blæng, og er því að hluta til innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Slóðinn tengist núna F 206 skammt sunnan við Laka. Sökum þess hve hátt hann liggur ( > 700 m ) er aðeins fært um hann fáa mánuði á ári. Upp hafa komið þær hugmyndir að færa veginn neðar og byggja hann sem útivistarveg. Með tilfærslu mun núverandi vegslóð færast út fyrir mörk Vatnajökusþjóðgarðs og samtímis leggjast allt að 150 m neðar. Jafnframt er ekki yfir neinar ár að fara. Fyrir vikið verður hann ökufær lengri tíma af árinu. Á móti kemur að leggja þarf hluta af hinum nýjan veg um ósnortið landsvæði. Útivistarvegur upp Eldhraun gæti haft ákveðna hugmyndafræðilega þýðingu. Þar er farið yfir landfræðilegt sögusvið hrauna og eldsumbrota. Vegfarandi ferðast um fjölbreytilegt hraunaland og hápunkturinn næst þegar komið er að eldstöðvunum, sjálfum Lakagígum. Vegna þess að um hringleið er að ræða er ekki ekin sama leið til baka. Hugsanlega gæti slík hugmyndafræði nýst víðar í vegalögn á hálendi Íslands, þ.e. eins konar söguvegir. Mætti telja það jákvæða stefnu í þróun vegagerðar að taka nánar tillit til þessara þátta og tengja vegina betur því umhverfi og sögu sem farið er um. Má benda á að líklegra er að almenn sátt náist um útivistarvegi sem eru lagðir eftir landslagi með bundnu slitlagi. Draga slíkir vegir úr rykmengun og niðurgreftri vega og hjáleiðum (Landvernd, 2007). 1.1 Skilgreining á vegum Vegflokkur ræður breidd vega, og hann er að nokkru háður umferðarþunga, en einnig stöðu vegarins í vegakerfinu, en ekki beint hraða. Hraðinn sem vegurinn er hannaður fyrir (hönnunarhraðinn) ræður lágmarks beygjuradíus. Í gamla vegstaðlinum stóð að krónubreidd F vega, sem

8 Mynd 1. Gervitunglamynd af Síðumannaafrétti og Eldhrauni, eystri kvísl Skaftáreldahrauns. Myndin er miðjuð á Laufbalavatn. Efst til hægri er Síðujökull. Einnig sést Langisjór (efst t.h.) og hluti Lakagíga. Loftmynd: Samsett SPOT mynd 19.ágúst 2006 og 27. ágúst 2005.Úr safni Landmælinga Íslands og fleiri stofnana. 4

9 eru vegaslóðar á fjöllum, skyldi að lágmarki vera 4 m og voru það í raun einu kröfurnar. Í nýjum drögum af vegstaðli, virðist ekkert vera getið um lágmarksbreidd F-vega (Gunnar H. Jóhannesson, Helga Aðalgeirsdóttir, Kristján Kristjánsson, 2008). Vegum má skipta í almenna vegi og ferðamannavegi. Tilgangurinn með ferðamannavegum er að gera vegfarendum (ferðafólki) kleift að komast um áhugaverð svæði, hvort sem um ræðir af mannvistarlegum eða náttúrufarslegum toga (Landvernd, 2007). Með útivistarvegi er átt við veg þar sem tekið er mið af því að vegfarandi hafi upplifun af því umhverfi sem ferðast er um. Vegagerðin skilgreinir hálendisvegi eingöngu eftir öryggi og öðrum gagnvirkum ástæðum. Eru hálendisvegir ekki skilgreindir í aðra flokka sem taka mið af umhverfinu sem þeir liggja yfir. Erlendis, t.d. í Bandaríkjunum eru slíkir vegir velþekktir. Nefna má vegleiðirnar Blueridge Parkway og Yosemite National Park sem skýr dæmi þar sem vegfarandi er tengdur umhverfi í akstri. Í Evrópu má t.d nefna veginn um Verdon gljúfrin í Frakklandi. Þar eru útskot með reglulegu millibili þar sem vegfarendur geta stöðvað ökutæki og notið náttúrunnar. Hér á landi eru vegir um Þingvelli gott dæmi um útivistarveg. Vegurinn líður eftir landslaginu, bugðóttur til þess að fyrirbyggja of hraðan akstur. Útivistarvegur fylgir því landslaginu og er ekki hugsaður sem vegur fyrir hraða yfirferð, í mesta lagi 40 til 60 km hraða. Víða er útskotum komið fyrir þar sem vegfarendur geta stöðvað, gengið um og notið náttúrunnar eða ánað. Oft geta vanhugsaðar framkvæmdir haft áhrif á upplifun vegfaranda, samanber mynd 4. Áhrif vegalagningar ná ekki síður til hljóðmengunar en til umhverfisins og sjónrænna áhrifa. Dönsk rannsókn sýnir að hljóðstig frá umferð sem er á km hraða er 9 desibelum (db) lægri en umferð á km hraða. Ef hönnunarforsendur eru miðaðar við veg sem er ætlaður fyrir 60 km hraða þá lækkar umferðarniður um 4,8 db miðað við veg sem er hannaðaur fyrir 90 km hraða (Vejdirektoret, 1998). Áhrif umferðarhávaða hafa lítið verið könnuð hér á landi. Almennt eru áhrif talin staðbundin en rannsóknir hafa ekki verið gerðar á stærri svæðum (Landvernd, 2007). 1.2 Gagnaöflun og úrvinnsla Farnar voru ferðir í júlí 2008 til gagnaöflunar. Ekki var komist fyrr vegna þess hve lengi af júní var ófært upp í Lakagíga. Farið var um vegslóða og gengið yfir ósnortið land þar sem landslag skráð, útsýni metið og teknar myndir. Tekin voru úrtök á völdum stöðum í Eldhrauni, norðvestan við Miklafell og sunnan undir Hellisárbotnum og Varmárfelli. Mynd 3. Þjóðvegur 52. Uxahryggjaleið. Hluti leiðarinnar, til norðurs frá Þingvöllum og sunnan undir Ármannsfelli er gott dæmi um útivistarveg Mynd 4. Vegræsi á fjallvegi F 206, Lakagígaleið. Galta til austur að Hellisá og vestur frá Kríuvötnum að Hellisá. Valdir voru úrtökustaðir, landslagsgerðir skráðar og útsýni metið. Athuguð voru bergsýni til þess að skoða basaltgerðir. Leið var skráð með GPS-tæki. Einnig var farið yfir fyrri úrtökustaði og myndað þar sem ekki var hægt að koma því við í fyrri ferðinni. Í úrvinnslu voru notaðar loftmyndir sem Kirkjubæjarstofa léði til verkefnisins. Með loftmyndum fékkst heildarsýn, bæði á landslagsgerðir, jarðfræði og vegalagningu. Í mati á staðfræði Síðumannaafréttar var stuðst var við jarðfræðiog höggunarkort Hauks Jóhannessonar og Kristjáns Sæmundssonar (1998), berg- og sprungulektarkort Ríkeyjar Hlín Sævarsdóttur (2002) og gróðurkort Guðmundar Guðjónssonar og Einars Gíslasonar (1998). Dagana júlí 2008 var farið um slóðann í Eldhrauni og Miklafelli og að Blæng. Leiðin var skráð með GPS-tæki og valdir úrtökustaðir sem okkur þóttu lýsandi og dæmigerðir fyrir leiðina. Þar var lagt mat a vegstæði út frá áður gefnum forsendum. Veður var hins vegar ekki nógu gott til þess að meta alla þætti né að kanna kaflann sunnan Varmárfells og Hellisárbotna, þ.e. þann spotta sem er enn veglaus júlí 2008 voru melalöndin sunnan Varmárfells könnuð. Veður til athugana var mjög gott. Gengið var frá 5

10 Mynd 5. Horft frá Lakayfir til Lakagíga til Hrossatungna og Mýrdalsjökuls. Skaftárhreppur liggur á milli Mýrdalsjökuls í vestri og Vatnajökuls í austri. Að sunnan fylgja hreppamörk suðurströndinni en að norðan liggja þau í línu á milli fyrrnefndra jökla auk þess að skerast í Torfajökul. Stór hluti Skaftárhrepps, Síðumannaafréttur, liggur milli Skaftár að vestan og Hverfisfljóts að austan, allt inn að jökli (Jón Jónsson, 1983). Landfræðilega séð er afrétturinn að mestu heiðalönd og fjalllendi og teljast hluti hálendi Íslands. Á meðal merka jarðminja er Eldgjá, Langisjór og Lakagígar en þeir síðastnefndu eru innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Á því svæði sem hér er til umfjöllunar þykir Lakagígaröðin merk á heimsvísu (Snorri Baldursson, 2006). Vesturhluti Skaftárhrepps liggur innan Austursgosbeltisins svonefnda og er því á virku gossvæði. Berggrunnurinn er að mestu móberg frá síðasta jökulskeiði eða yngra basalt og ísúr hraun frá nútíma (Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson 1998b). Mikil ummerki eru um gosvirknina og samsíða móbergshryggir með SV-NA læga stefnu eru augljós vitnisburður (Snorri Baldursson, 2006). Hryggir eins og Grænifjallgarður, Fögrufjöll og Laki hafa orðið til við gos á löngum sprungum undir jökli en á nútíma, þ.e. eftir að síðasta jökulskeiði lauk fyrir um tíu þúsund árum, eru Eldgjá og Lakagígar skýrasta dæmið um gosvirknina en þessar eldstöðvar gusu á sögulegum tíma. 2. Landlýsing (Guðrún Larsen, 2000). Fleiri gos hafa orðið á sprungureinum suðvestan Vatnajökuls á síðustu tíu þúsund árum sem tilheyra áðurtöldum kerfum. Þar má nefna Rauðhólaröð og Eldgíg en hluti af þeirri sprungurein er talin vera undir Síðujökli. Einnig þær tilheyra fyrrnefndum megineldstöðvakerfum (Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson og Þorvaldur Þórðarson, 2008). Austurhluti Skaftárhrepps liggur utan Austurgosbeltisins og jafnframt eru jarðmyndanir þar eldri. Berggrunnur hálendisins er myndaður úr basísku og ísúru hraunlögum (grágrýti) frá síðtertíer og fyrrihluta ísaldar og er aldur almennt talin um 0,8-3,3 milljón ár. (Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson, 1998). Talsverð höggun hefur átt sér stað á þessu svæði og mikið af sprungum með samsíða stefnu og gossprungurnar á Síðumannaafrétti og Fljótsafrétti. Sprungusveimarnir hafa ríkjandi SV-NA læga stefnu (40-42 gráður). Nærri Lakagígunum eru einnig sprungur þvert á þess ríkjandi stefnu ( Ríkey Hlín Sævarsdóttir, 2002). 2.1 Staðhættir á Síðumannaafrétti Síðumannaafréttur liggur á milli Skaftá að vestan og Hverfisfljóts að austan. Svæðinu sem var farið yfir var skipt í þrjá áfanga. Skiptingin réðst af þeim landslagsgerðum sem fyrir eru. Í Lakagígum gaus á sprungu í átta mánuði samfleytt (Skaftáreldar) árin Nú eru gosstöðvar þessar skilgreindar sem hluti af meginneldstöðvakerfum sem eru kennd við Grímsvötn og Þórðarhyrnu. Þessi kerfi eru langvirkustu eldstöðvar á Íslandi (Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson og Þorvaldur Þórðarson, 2008). Á sögulegum tíma eru Skaftáreldar annað mesta flæðigos sem hefur orðið á jörðinni en gos í Eldgjá, árið 934, var stærra I Þverá Eldhraun Frá Þverá að Miklafelli (sjá kafla 3.1). II Miklafell Kríuvötn Yfir Rauðhólahraun áleiðis á Bugaháls (sjá 3.2). III Hellisárbotnar Galti Yfir drög Hellisár að fellinu Galta (sjá 3.3). 6

11 Hraun eru mest einkennandi en eru víða gróin helst af gamburmosa og öðrum mosategundum. Heiðarlönd eru mólendi en annars staðar eru melar og lítt gróið land einkennandi (Guðmundur Guðjónsson og Einar Gíslason, 1998). Þegar upp á hálendið kemur eru veðruð hraun og jökulmenjar frá ísöld einkennandi. Helstu ár á svæðinu eru Skaftá og Hverfisfljót. Skaftá á upptök í Tungnárjökli og Skaftárjökli en Hverfisfljót kemur undan Síðujökli. Um fjórðungur Síðumannaafréttar er gróið land en mest ber á mosagróðri og grösum. Er talið að ólíklegt að jafn stór svæði með samfelldum mosagróðri sé að finna á landinu (Snorri Baldursson, 2006). Samkvæmt Snorra Baldurssyni (2006) er fuglavarp fremur strjált á svæðinu vestan Vatnajökuls. Nefnir hann að aðeins verpi sjö fuglategundir á Skaftártungnaafrétti og 21 tegund við Laka. Þar eru mófuglategundir algengir. Fuglalíf var talsvert á heiðunum og umhverfi Kríuvatna. Þar er votlendi en í gróðurdrögum sunnan undir Hellisárbotnum varð einnig vart við talsvert af fuglum. Ekki var gerð nein úttekt á vistkerfum í þessari rannsókn. Á ofansögðu má greina að helstu landslagsgerðir eru myndaðar af hraunum og svo mótuð af jöklum ísaldar og stórám. Tvær landslagsgerðir eru ríkjandi. Annars vegar er það Eldhraun en frá Miklafelli ríkir dæmigert heiða- og hálendislandslag með gróðri við læki og vötn og í drögum en gróðurvana melum á milli. Lengst af eru Eldhraun og heiðalandið girt lágum fjöllum. Þar takmarkast útsýni af þeim við sjóndeildarhring en þegar kemur norður fyrir Laufbala og Kríuvötn verður meira víðsýni. Þess má m.a. geta að góð sýn fæst til Síðujökuls, skriðjökuls sem kemur úr suðvestanverðum Vatnajökli, sem er fáu við af jafna af öðrum algengum aksturleiðum. Frá Hellisárbotnum er útsýni til fimm jökla. 2.3 Viðmið og GPS-mælipunktar Eftirfarandi punktar voru skráðir með Garmin Etrex Vista og GarminMap 420 GPS-tækjum. Etrex Vista er handtæki sem mælir hæð af GPS gervitunglunum en tekur einnig mið af loftþyngd. Fyrir vikið gefur það nákvæmari hæðarmælingu en almenn GPS handtæki. Landslag eins og fjalllendi hefur áhrif á nákvæmni GPS-tækja þar sem merki frá gervitunglunum Mynd 6. Í Eldhrauni. Mynd 7. Melalandslag sunnan Varmárfells. Til hægri sést til Hellisárbotna. eru í skugga. Til þess að tryggja minnst frávik voru gerðar viðmiðsmælingar út frá þekktum mælistöðvum. Fyrst voru mæld viðurkennd viðmið sem eru mælipunktar Landmælinga Íslands og síðan voru aðrir punktar vegnir út frá þeim. Engu að síður skal taka uppgefnum hæðartölum með fyrirvara GPS grunnstöðvar og aðrir mælipunktar Notaðar voru tvær grunnstöðvar Landmælinga Íslands (LmÍ) á svæðinu, Kálfafell og Galti. Hnit eru gefin upp í hnitakeerfi WGS84. Staður Hnit Hæð Athugasemdir Kálfafell N W m Athugasemd: Mælistöð LmÍ, stöpull skráður LM GPS-grunnstöð. Staðsett á hæð norðan við bæinn. Tekið mið áður en ekið var norður að Miklafelli. Mælipunktar á þeirri leið eru þvi miðaðir við þessa stöð. Hnit GPS-tækis voru hin sömu og skráð er boltann. Galti N W m Athugasemd: Mælistöð LmÍ, bolti í klöpp skráður OS GPS-grunnstöð. Staðsett í klöpp við við vörðu um 40 m frá vegslóða um Galta. Hnit samsvöruðu ekki skráðri staðsetningu boltans og skeikaði um alls 30 mínútur. Hnit samkvæmt Lmí: N W Þau hnit eru röng samkvæmt kortum og geta líklega verið prentvilla. Haldið við uppgefin hnit GPS-tækis. Tekið hæðarmið áður en gengið var um Hellisárbotna. Blængur N W m Skáli í einkaeigu. Blágil N W m Skáli, tjaldsvæði og aðstaða landvarða. Laki N W m Bílastæði suðvestan undir Laka. Lakagig N W m Suðurendi vegs umhverfis Lakagíga suðvestan Laka. 7

12 Mynd 9. Sjónarhorn af vegi vestan við punkt B 03 í Eldhrauni. Vegbreidd er um þrír metrar og vegurinn er jafnnhár hrauninu. Lítið fer fyrir honum fyrir vikið. 3. Sjónrænt mat á vegköflum 3.1 Þverá - Eldhraun Fyrsti hluti leiðarinnar liggur um Eldhraun norður frá Þverá (Skammt frá Orrustuhól). Fyrst er farið yfir Brunahraun og síðan Eldhraun. Hér markast lýsing af Eldhrauni eftir að framhjá bænum Þverá kom og norður undir Miklafell þar sem er gangnamannakofi. Þar urðu breytingar á landslagi þegar tók að nálgast hálendisbrúnina. Vegkaflinn frá Þverá að Miklafelli er um 16,1 km langur og hækkunin 330 metrar. Meðalhalli er 48,75 m/km en vegurinn liggur yfir nokkur aflíðandi þrep í hrauninu. Niður að vestanverðan rennur Öðulbrúará en hún er í senn dragá og lindá. Upptök hennar er annars vegar norðaustan úr Kaldbaki og úr lindum sem streyma undan Rauðhólahrauni (Jón Jónsson, 1983). Vegslóðinn liggur lengst af í grennd við Öðulbrúará en kemur þó aldrei nærri upptökunum. Öðulbrúará setur svip á landið sem ferðast er um og gefur ástæðu til þess að staldra við um stund og skoða ána og farveg hennar. Sem dæmi má nefna Steinbogann á Öðulbrúará. Áin fellur ofan í helli eða göng í Skaftáreldahrauni og kemur síðan upp 40 m neðar (Jón Jónsson, 1983). Vegslóðinn liggur upp eystri kvísl Skaftáreldahrauns, að mestu nærri vesturjaðrinum, þar sem auðvelt hefur verið að koma að vegagerð eða um flatir sem er að finna hér og þar. Bændurnir, Ragnar Jónsson að Dalshöfða og Kristinn Siggeirsson frá Hörgslandi ruddu slóðina með jarðýtu (Ragnar Frank Kristjánsson, fyrrum þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, munnleg heimild, 10. apríl 2008). Vegslóðinn er bugðóttur og stundum niðurgrafinn og fylgir landslagi hraunsins. Vegna þess dylst hann vegfarendum ótrúlega vel. Eldhraun liggur í hinum víða dal á milli Síðu og Fljótshverfis. Vestan dalsins er Þverárfjall og norðar Kaldbakur en austanverðu Dalsfjall og Hnúta. Þessi fjöll og brúnir þeirra takmarka sjóndeildarhringinn eftir því sem norðar í dalinn kemur. Fyrir Skaftárelda rann Hverfisfljót um dalinn. Hraunelfurinn kom ofan af hálendinu á milli Hnútu og Miklafells og stiflaði og fylltu Hverfisfljótsgljúfur sem þá voru. Gljúfrin hafði fljótið sorfið í hálendisbrúnina, ofan í hraun úr Rauðhólum. Um það segir að gljúfrin hafi verið sambærileg Skaftárgljúfrum. Við það fann Hverfisfljót sér nýjan farveg og fellur nú austan við Hnútu og niður með austanverðu Eldhrauni (Jón Jónson, 1983). 3.2 Miklafell - Kríuvötn Annar hluti leiðarinnar liggur frá Miklafelli, yfir Rauðhólahraun og upp með fellinu vestanverðu og Laufbala (642 m). Vestan við Laufbala eru Kríuvötn en vegslóðinn liggur á milli vatnanna og fellsins. Núverandi slóði heldur síðan áfram að Bugahálsi og norður á Blæng. Þar fer hann í rúmlega 700 m hæð. Hér afmarkast hins vegar landlýsing við kaflann við Miklafell og þann hluta sem liggur austan við Kríuvötn. Þarna varð nokkur breyting á landslagi og jafnframt hækkaði það talsvert. Vegkaflinn er 7,7 km langur og hækkunin 155 metrar. Sunnan við Miklafell fer núverandi vegslóði yfir á hraun sem hefur runnið frá Rauðhól. Ekki er að finna örnefni á því en nærtækast er að kenna það við gjallgíginn sjálfan. Það er því nefnt Rauðhólahraun hér, eins og Jón Jónsson (1983) gerir í Árbók Ferðafélags Íslands. Rauðhólahraun er eins og Eldhraun mjög dökkt, blöðrótt og dílótt. Af lauslegri athugun mætti ætla tvö hraun hafa runnið frá Rauðhól á nútíma. Sér á hraunbrún suðvestan við Miklafell og þar undir hefur framburður borist í undirliggjandi hraun. Það virðist því vera eldra en efri hraunbrúnin. Liggur það einnig ofar en Eldhraun 8

13 Mynd 8. Svæði Þverá - Eldhraun. GPS punktar á vegleið. 9

14 Mynd 10. Öðulbrúará. Þverárfjall í baksýn. Náttúrufegurð og fjölbreytt vistkerfi í Eldhrauni. Staður Hnit Hæð B 01 N W m Athugasemd: Bærinn Þverá, veghlið. Punktur tekinn til að ákvarða upphafspunkt leiðar. Hæð miðuð frá mælistöð ofan við Kálfafell. Hér er Eldhraunið austan við veginn en að vestan er hraunbrún. Í Þverárfjalli til vesturs eru nokkur gljúfur og fossar í þeim. B 02 N W m Athugasemd: Vegpunktur, dæmi um sjónarhorn af vegi í Eldhrauni. B 03 N W m Athugasemd: Vegur sveigist í hrauni. Dæmi um hvað vegurinn dylst vel í hrauninu. Punktur valin sem dæmi um vel heppnað vegstæði. Öðulbrúará rennur vestan við veginn. B 04 N W m Athugasemd: Hæðarbrún. Stallbrún í hrauni. Breyting á útsýni. Norðan afmarkast útsýni af hrauni. Gróður í jaðri vegs, grávíðir. B 05 N W m Athugasemd: Girðing og hlið á sauðfjárvarnargirðingu. Útskot mögulegt. Öðulbrúará er um 50 m vestan við veginn og fellur gegnum hraungöng á kafla. Áhugavert útsýni. B 06 N W m Athugasemd: Miklafell, vegmót á afleggjara að skála. Hér breytist landslag. Sjá framhald í 3.2 Miklafell Kríuvötn. B 09 N W ,00m -0,1 Athugasemd: Vegpunktur. Bugðóttur vegur, sjónlína 40 m. Myndir nr 42, 43 og 44. Rými: afmarkast að norðan af smáhæð. B 10 N W ,70m - 0,40 Vegpunktur. Athugasemd: Vegöxl 1,10 m. Myndir Rými: Fremur takmarkað útsýni. B 11 N W ,70m - 0,05 Vegpunktur. Athugasemd: Stallur með víðsýni. Grasbollar eru í hrauninu, væntanlega myndaðir vegna framburðarsets sem hefur fyllt upp í hraunið. Öðulbrúará er vestan við í hraunbrúninni. Útsýni opnast til Eldhrauns austur til Hverfisfljóts. Að austan og vestan eru fjöll við sjóndeildarhring en opið til suðurs. B 12 N W ,10m - 0,15 Vegpunktur. Athugasemd: Hraunkantur norðan við, opið landslag en rammað inn af fjöllum í fjarska. Að austan breiðir Eldhraun úr sér að Hverfisfljóti. B 13 N W ,80m - 0,15 Vegpunktur. Athugasemd: Völlur, lokaður hraunkantur og hraunkvos. B 14 N W ,40m + 0,80 Vegpunktur. Athugasemd: Vegöxl 2,20 2,40 m (1:3). Myndir

15 Mynd 11. Svæði Miklafell - Rauðhólahraun. GPS-punktar á vegleið. 11

16 og því vart tengt því. Enn eldra berglag kemur síðan í ljós sem Rauðhólshraun hefur ekki náð að hylja. Sú brún er veðruð og talsvert eldri en hraunmyndanir sem áður hefur verið getið. Vegslóðinn fer um vítt skarð á milli Miklafells og Rauðhóls. Fjölbreytileiki landslagsins er nokkur og ágætt útsýni yfir mosaþaktar hraunmyndanir þar sem ekið er inni á milli hrauka í Rauðhólahrauni. Miklafell er að mestu myndað úr móbergi og túffi (Ríkey Hlín Sævarsdóttir, 2002). Þegar kemur af hrauninu er farið um árfarveg, sem var þurr þegar athuganir fóru fram. Efnið í árbotninn er vel rúnnað og því líklegt að þar geti runnið talsvert vatn í vorleysingum. Norðar liggur vegslóðinn upp 2-3 misþykkar mjög veðraðar hraunbrúnir. Hraunin eru mun ljósari (súrari) en Rauðhólahraun og Eldhraun og hafa a.m.k. runnið fyrir upphaf síðasta jökulskeiðs. Þessi hraunlög liggja inn undir Rauðhól og eru að hluta kaffærð af Rauðhólahrauni. Vegurinn liggur svo vestan við Laufbala og austan við Kríuvötn. Þarna er afleggjari austur að Laufbalavatni og Laufbalavatnshelli, hvoru tveggja áhugaverðum stöðum hér um slóðir. Laufbali er hrygglaga með stefnu SV-NA og er myndað úr móbergi og hraðkældu basalti. Landslagið einkennist nú af gróðursnauðum veðruðum jökulurðum en þessi landslagsgerð er dæmigert fyrir svæðið eftirleiðis. 3.3 Hellisárbotnar - Galti Þriðji hluti leiðarinnar liggur um Hellisárbotna, frá Kríuvötnum að Galta. Er þetta eini hluti svæðisins þar sem ekki er vegur nú. Vænlegt vegstæði er talið liggja eftir nokkuð afmarkaðri melabrún sem er sunnan við Hellisárbotna og Varmárfell. Melarnir eru mishæðóttir og eru hæðirnar að mestu gróðurlausar. Í lægðum á milli þeirra eru gróðurdrög og sumstaðar smálækir. Engu að síður er þessi hluti fremur sléttur samanborið við II hluta. Alls er hæðarmunur 50 metrar og lengd kafla rúmir 6,2 km. er vegurinn hæstur á Galta í tæplega 600 m hæð yfir sjó. Allur vegkaflinn er í meira en 550 m hæð. Það er meira en 150 m lægra en slóðinn yfir Bugaháls. Hér miðast austurmörk lýsingar þar sem teknir voru GPSpunktar B 15 og B 16 (sjá kort bls 20) norðan við Kríuvötn. Fyrir því eru tvær ástæður: a) Þegar ekið er norðvestan frá Laufbala styttist sífellt vegalengdin að Galta. Frá B 16 eru 6,2 km í loftlínu vestur á Galta og 7,5 km frá B 15 (B 16 er 1 km norðvestan frá B15). Vegalengdin styttist frekar þegar farið er upp á Bugaháls en jafnframt hækkar landið talsvert. b) Hér er komið norður fyrir gróðurlendið umhverfis Kríuvötn. Þar er talsvert fuglalíf og ef farið norður fyrir má hlífa svæðinu fyrir raski. Nauðsynlegt er að benda á að á melunum sem gengnir voru sunnan Hellisárbotna var talsvert fuglalíf jafnvel þó að melurinn sé fremur þurr. Þarna hafa ekki farið fram neinar rannsóknir á fuglalífi eftir því sem best er vitað. Lengstum er afar víðsýnt er af melunum en hér og þar takmarkast útsýnið vegna mishæða. Yfirleitt var hæðarmunur þó lítill eða um fimm til tíu metrar. Í björtu veðri má sjá til eftirtalinna jökla: Í vestri sjást Mýrdalsjökull, Eyjafjallajökull og Torfajökull. Í austri sést inn á Vatnajökul þar sem Síðujökull er fyrirferðamestur og Öræfajökull. Þess má geta að Síðujökull sést ekki víða frá vegum svo auðvelt sé. Þetta svæði má flokka sem stór opin svæði, víðáttur (Skúli Þórðarson, Laila S. Cohagen, Hermann G. Gunnlaugsson, 2006). Vestast í Varmárfelli er snöggkælt basalt en austar verður móberg meira ríkjandi. Austan og sunnan Hellisárbotna eru melarnir veðruð jökulurð með stórgrjóti, þ.e. dreifarsteinum, sem hafa borist með jökli. Athugun benti til sömu berggerðar og af melnum. Telja verður sennilegt að melarnir séu leifar gamals hraunlags, fyrst rofið af jökli en núverandi útlit ráðist líka af frostveðrun. Vegna þess að hæðin meira en 500 m yfir sjó er frostveðrun talsverð. Frostsprengt berg er algeng sjón hér. Staður Hnit Hæð B 06 N W m Athugasemd: Miklafell, vegmót á afleggjara að skála. Sunnan undir Miklafelli í grennd við hraunmót Rauðhólshrauns. B 08 N W m Athugasemd: Suðurbrún Rauðhólshrauns þar sem það mætir Eldhrauni. Rauðhólshraun er runnið á nútíma (yngra en 10 þúsund ára). Það liggur ofan á mun eldra hrauni og hér sér í hluta þess. (ath sýni og myndir). B 07 N W m Athugasemd: Vegskilti vestan við Laufbala vísar til Laufbalavatns og Laufbalavatnshelli. B 15 N W m Athugasemd: Mögulegur tengipunktur á Hellisárbotna. B 16 N W m Athugasemd: Mögulegur tengipunktur á Hellisárbotna. B 17 N W m Athugasemd: Punktur vestan við Miklafell. Þar er mikið rofið hraun og hér markast brún þess. Þetta veðraða hraun liggur in undir Rauðhól og leggst að hlíðum Miklafells. Frá þessum stað liggur leiðin suður niður skarðið milli Miklafells og Rauðhóls. Hraunþrep. B 18 N W m Athugasemd: Punktur vestan við Miklafell, hraunrót (sjá B 17). Samkvæmt mælingunni er efsta hraunið um 18 m þykkt. 12

17 Mynd 12. Í grennd við vegpunkt B 08 sést á þrjú misgömul hraun. Til vinstri er Rauðhóll og Rauðhólahraun en hægra megin er Eldhraun. Grjótið í forgrunni er veðrað hraunlag og tilheyrir eldri bergmyndunum svæðisins. Miklafell er fyrir miðri mynd og hægra megin í rótum þess sést gangnamannakofinn. Mynd 14. Útsýni til Vatnajökuls og Síðujökuls frá punkti C 11. Tindarnir í jöklinum eru Þórðarhyrna og Geirvörtur. Víðsýnt er af melaöldunum sunnan Hellisárbotna. 13

18 Mynd 13. Svæði Hellisárbotnar Galti. GPS punktar á veglausum mel. C 01, C 02, C 03, C 04, C 05, C 06, C 07, C 08, C 09, C 10, C 11, C 12, B 15, B

19 Staður Hnit Hæð C 01 N W m Athugasemd: Endapunktur á Galta. Vesturendi leiðarinnar yfir Hellisárbotna. Liggur í krappri beygu í lægð, 1,2 km austan við OS Er á þurrum mel sunnan við fellið. C 02 N W m Athugasemd: Er um 0,5 km austan við C 01. Þurr melur, Útsýni: Til suðurs eru gróðurdrög og smálækir í grennd. Í austur er áframhaldandi melahæðir með stóru melagrýti og gróðurdrögum. Þar yfir vítt útsýni til Vatnajökuls; Síðujökuls, Pálsfjalls, Þórðarhyrnu og Geirvartna. Í norðri eru melaslakkar en útsýni lokast af Galta og Varmárfelli. C 03 N W m Athugasemd: Er um 1,0 km austan við C 01. Gróðursnauður melur. Útsýni er sambærilegt og frá C 02 en takmarkast lítillega til austurs. C 04 N W m Athugasemd: Melahæð eða alda með leifum af móbergi og jökulseti. C 05 N W m Athugasemd: Melahæð sem er með vestur-austlæga stefnu. Móbergsleif ofan á rofnum basalt-melnum. Útsýnin er sambærilegt og frá C 02 en takmarkast lítilega til austuráttar. C 06 N W m Athugasemd: Sama móbergsleifin en önnur melahæð, um 280 m austar. C 07 N W m Athugasemd: Varða á mel 2,32 km austan við C 01. Útsýni: Til suðurs melar og drög, í norðri er Varmárfell. Til austurs og norðaustur Hellisárbotnar og drög árinnar liggja á milli þessa mels og C 10. C 08 N W m Athugasemd: Jarðsil. Brotið, hraðkælt kubbabasalt, talsvert rofið. C 09 N W m Athugasemd: Klöpp sem er í Varmárfelli. Ofarlega á hálsinum norðaustan við vegslóðann eru nokkrar klappir úr mjóstuðluðu dökku basalti. Athyglisvert að þær eru allar sléttar að ofan. Líklegast eru þar jökulrofnar klappir þó að ekki væri greinilegt að sjá rákir. C 10 N W m Athugasemd: Hæsti punktur austan Hellisá. Víðsýnt yfir til allra átta. C 11 N W m Athugasemd: Síðasti punktur í C-línu. Melur, dreif stórgrýtis og minni grjóta. Jarðvegur grýtur og miskornóttur. Hvasskantað grjóti og sumt flögukennt. Afar lítið er um aðrar berggerðir en þessa. C 12 N W m Hraunbrún, jökulrúnir. Mikið rofin en sýnir að melurinn er mjög veðrað basalthraunlag. Stórgrýtið getur verið leifar hraunsins en ekki nauðsynlega aðfluttir dreifarsteinar. Mynd 15. Varmárfell og fjær Blængur bera yfir melaöldurnar. Útsýni frá C

20 Meðal arkitekta og landslagsarkitekta hafa mismunandi greiningaraðferðir verði notaðar til þess að rýna í landslag og skynja genius loci anda staðarins. Skýring á anda staðarins er að skynja sérstöðu svæðisins og einkenni. Þetta er hin heildræna sýn. Greiningarnar eru síðan notaðar í skipulagsvinnuna. Nefna má bandaríska arkitektinn Kevin Lynch sem var meðal hinna fyrstu til þess að nýta landslagsgreiningar í skipulagi borga. Hugmyndir Lynch nýtast mjög vel til greiningar á landslagi borga og sveitalandslagi. Markmiðið með því er að draga fram sérstöðu umhverfisins og tekur mið af vegleið, afmörkun og rými svæða, skurðpunktum og kennileitum í landslagi. Skilningur og not af rýmismyndun og ofantöldum þáttum er afgerandi fyrir gott skipulag og þar af leiðandi fyrir vegskipulag. Landslagið gefur vegi einkenni. Við að meta rými í skipulagsferlinu er einnig hægt að ákvarða útsýni og upplifun vegfarandans. Stundum þarf einungis lítilvægar breytingar í veglínu(lynch, 1960). Hægt er að skipuleggja fallega veglínu eftir fyrirfram gefnum forsendum. Það er hins vegar ekki ein ákveðin formúla um það hvernig hanna skuli og búa til fallegan vegarkitektúr. Gæðin í hverri lausn eru háð staðháttum og tilgangi verkefnis ásamt þekkingu hönnuðar og framkvæmdaraðila á umhverfi vegarins. Það er mikilvægt að þekkja landslagið og skilja hvaða upplifun megi fá í því áður en teknar eru ákvarðanir um hvar vegstæði skal liggja. Í undirbúningi ætti að skrá það sem viðkomandi sér og upplifir. Í framhaldi þarf að greina það og hafa hliðsjón af endanlegri útkomu með það fyrir augum að auka gæði vegleiðar (Vejdirektoratet, 2002). Skráning og greining landslags getur verið eftir umhverfissjónarmiðum, sögulegum, menningarlegum og sérkennum landslagsins þannig að þessir þættir fái ákveðið gildi. Með því eru lögð fram drög að ákvörðunum um legu vegar. Ýtarleg landslagsgreining þarf samt ekki að tryggja gott verk heldur leggur til ákveðna yfirsýn ætlaða til þess að auðvelda ákvarðanatöku varðandi vegstæði. Landslagsgreiningin er yfirlit en lokaákvörðun er auðvitað persónulegt val skipulagsaðilans (Vejdirektoratet, 2002). Mynd 16 sýnir landslagsgreiningu á veglínunni frá Þverá að Galta. Ljósmyndir 6, 7, 9, 10, 12, 14 og Landslagsgreining sýna landslagið frá völdum stöðum og gefa m.a. hugmynd um rýmismyndun og útsýni (sjónræn áhrif) á vegleiðinni. Núverandi vegslóði í Eldhrauni fellur vel að landslagi og upplifun vegfaranda af því er sterk. Við teljum að rétt sé að halda sér við veglínuna að sem mestu leiti. Á nokkrum stöðum er ástæða til þess að gera litlar breytingar á veglínu. Hækka þarf veginn svo hann fylgi hæðarlínu landslagsins. Með þeirri aðgerð væri vegurinn fær flestum bifreiðum fram á haustið og snjór gæti farið fyrr úr vegi á vorin. Þar með væri markmiði náð að hafa veginn opinn allt að 5 mánuði á ári. Það er mat okkar að sjónræn áhrif vegarins yrðu að mestu leiti þau sömu og ef hann væri niðurgrafinn. Fyrirhuguð veglína frá Miklafelli að Galta mun liggja um gróðurlítið, opið sléttlendi norðan við Laufbala. Rýmisafmörkunin er við Galta og Varmárfell en sunnan og austan er vítt til allra átta svo að öll mannvirkjagerð verður áberandi. Hægt er að fella hana nokkurn veginn að landslagi ef vegurinn stendur ekki upp úr landslaginu, mikilvægt er að vegurinn fylgi ríkjandi hæð. Veglína í gegnum mel, er ekki eins áberandi í landslagi og í hraunlandslagi. Mynd 16. Landslagsgreiningarkort. (Lynch, 1960). Rýmisafmörkun og kennileiti. Fjallshlíðarnar mynda rýmið. 16

21 Landsvæðið sem vegurinn á að liggja um var fyrst metin út frá staðfræðilegum forsendum. Að því loknu voru sjónræn áhrif vegsins metin, sem hluta í landslagi, og frá vegi sem vegfarandi. Í ljós kom að landsvæðið á Síðumannaafrétti býr að fjölbreytilegu landslagi og viðkvæmu náttúrfari. Ekki voru gerðar athuganir á lífríki en það þyrfti að gera áður en endanleg ákvörðun vegstæðis liggur fyrir. Landslagsgerðir eru þó ólíkar og misviðkvæmar fyrir vegalögn af þeirri gerð sem horft var til. Af athugunum okkar að dæma kom fram að strax í frumathugunum getur afmörkun á landslagsgerðum verið gagnlegt hjálpartæki þegar meta skal land undir vegstæði. Til að greina sjónræn áhrif mannvirkjagerðar voru teknar ljósmyndir á völdum stöðum. Reyndist það heppileg leið til þess að meta hvernig fyrirhugaður vegur félli sem best að landslagi. Í sjónrænni greiningu dæmdum við vegstæði út frá a) veg sem fylgir landslagi og er hannaður sem útivistarvegur og b) uppbyggðum vegi fyrir meiri hraða (70-90 km/klst). Hálendisvegir eru víða um 4,5 metrar á breidd. Í Eldhrauni mældist breiddin vera 2,70-3,40 m. Uppbyggður vegur er meira áberandi en vegur sem fylgir landi. Taka verður með vegaxlir með vegfláa í hlutfallinu 1:3 og sem eykur breiddina um 2-4 metra. Uppbyggður vegur getur því orðið allt að 8 metrar á breidd með vegfláum. Vegur sem er hannaður fyrir 50 km/klst er minna sýnilegur í landslaginu en vegur fyrir 90 km hraða. Beygjuradíus á vegi sem er hannaður fyrir 50 km/klst eru minni en á vegi hannaðan fyrir hraða og leyfir því krappari beygjur. Sjónlína vegfaranda þarf því ekki að vera eins löng. Því er frekar hægt að laga hann að landslaginu. Þar sem umferð um Lakasvæðið var mjög lítil þá var ekki gerlegt að greina hvernig umferðarhraði og hávaðamengun í mismunandi landslagsgerðum getur haft áhrif á aðra landnotkun s.s. útivistarsvæði. Nota þarf því erlendar rannsóknir inn í 5. Niðurstöður hönnunarforsendur. Umhverfisþættir vegagerðar á hálendinu m.t.t. sjónrænna áhrifa og hávaðamengunar hafa ekki verið rannsakaðir hér á landi. Ekki tókst að útbúa sannfærandi líkan af upphækkuðum vegi sem gagnaðist til greiningar. Það er staðreynd að vegur sem byggður er upp tekur meira landrými en vegur sem fylgir landslagi. Vegur sem byggður er upp er því sýnilegri í landslagi en vegur sem fylgir landslagi. Ástæða til þess að dylja vegi og jaðra þeirra gæti ráðist af því að auka upplifun vegfaranda á ferð í áhugaverðu landslagi. Mikilvægt er að greina hvar athyglisverðir staðir eru. Þó að upplifun fólks sé mismunandi sýna rannsóknir að ákveðin náttúrufyrirbrigði hrífa meira en önnur. Til dæmis grípur vatn í landslagi fyrr augu og þar með athygli vegfaranda. Sjónlína leitar frekar upp fjallshlíðar til efstu brúna. Jaðrar ólíkra landslagsgerða er áhrifameiri en ein og sama landslagsgerðin. Vegur sem liggur beinn langa leið í gegnum opið landslag með litlum hæðarmismun er meira áberandi en vegur sem bugðast um hæðóttu landslagi. Út frá slíkum fyrirfram gefnum forsendum má einnig leitast við að minnka sjónræn áhrif af raski vegna vegagerðar á hálendinu. Nefna má að fyrirfram ákveðin útskot, ætluð vegfarendum til að njóta umhverfis eða áningar, nýtast vegagerðarmönnum og -tækjum á framkvæmdastigum. Með slíkir fyrirhyggju má minnka kostnaðarliði að einhverju marki og kostnaðarsamar endurbætur við jaðra vega. Það er mat okkar að með því að vegstaðlar taki til landfræðilegra, vistfræðilegra og menningarlegra forsenda strax í byrjun megi skapa heppilegar hönnunarforsendur fyrir útivistarvegi. Leggja má veg á milli áhugaverðra staða eða hanna þá sem eins konar söguvegi. Í Eldhrauni er nálægðin við hraunið leiðarljósið en þegar ofar kemur eru það aðrar landlagsgerðir og útsýni og að lokum eldstöðvarnar sjálfar. 17

22 GPS - punktar Listi yfir GPS punkta sem voru skráðir í athugunum. Staður Hnit North East K.fell N W Galti N W Blæn N W Blágil N W Laki N W Lgig N W B 01 N W B 02 N W B 03 N W B 04 N W B 05 N W B 06 N W B 07 N W B 08 N W B 09 N W B 10 N W B 11 N W B 12 N W B 13 N W B 14 N W B 15 N W B 16 N W B 17 N W B 18 N W C 01 N W C 02 N W C 03 N W C 04 N W C 05 N W C 06 N W C 07 N W C 08 N W C 09 N W C 10 N W C 11 N W C 12 N W

23 Heimildir Anna Dóra Sæþórsdóttir (2007). Lakasvæðið. Í Anna Dóra Sæþórsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson. Ferðamennska við Laka (bls ). Höfn. Háskólasetrið á Höfn. Guðmundur Guðjónsson og Einar Gíslason (1998). Gróðurkort af Íslandi. 1: Gróðurkort. Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands. Guðrún Larsen (2000). Holocene eruptions witin the Katla volcanic system, sout Iceland: Characteristics and environmental impact. Jökull, 49, Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson og Þorvaldur Þórðarson (2008). Grímsvötn og tengdar eldstöðvar. Gunnar H. Jóhannesson, Helga Aðalgeirsdóttir, Kristján Kristjánsson (2008). Frágangur og hönnun skeringa, rannsóknarverkefni. Akureyri. Vegagerðin, veghönnunardeild. Mars Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson (1998a). Höggunarkort af Íslandi. 1: Berggrunnskort. Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands. Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson (1998b). Jarðfræðikort af Íslandi. 1: Berggrunnskort. Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands. Jón Jónsson (1983). Um fjöll og heiðar. Í Þorleifur Jónsson (ritstj). Árbók Ferðafélags Íslands 1983 (bls ). Reykjavík. Ferðafélag Íslands. Landvernd (2007). Hálendisvegir hvert stefnir og hvað er í húfi? Skýrsla Hálendisvegahóps Landverndar. Júní Lög um Náttúruvernd nr 44/1999 Lynch, K. (1960). The Image of the city. Massachusetts Institute of Technology. Massachusetts USA. Ríkey Hlín Sævarsdóttir (2002). Berglektarkort af Skaftársvæðinu. Reykjavík Orkustofnun, Vatnamælingar. Ríkey Hlín Sævarsdóttir (2002). Sprungulektarkort af Skaftársvæðinu. Reykjavík Orkustofnun, Vatnamælingar. Skúli Þórðarson, Cohagen, L. S. (2006). Sjónræn áhrif í íslenskri vegagerð. Reykjavík. Orion Ráðgjöf. Snorri Baldursson (2006). Náttúrufar og náttúruminjar umhverfis Vatnajökul Samantekt. Reykjavík. Umhverfisráðuneytið. Vegagerðin (2007). Umhverfisskýrsla Reykjavík. Vegagerðin. Vejdirektoratet (2002). Smukke Veje En handbog i vejarkitektur. Danmörk. Vejdirektoratet Vejdirektoratet (1998). Vejtrafik og stöj, Rapport nr 146. Danmörk. Vejdirektoratet. 19

24 20

25 21

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum-

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum- Arnarnesvegur í Kópavogi -mat á umhverfisáhrifum- Fornleifakönnun Elín Ósk Hreiðarsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS172-02041 Reykjavík 2002 Arnarnesvegur Fornleifastofnun Íslands 2002 Forsíðumynd er

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Skráning fornleifa í Mosfellsbæ Agnes Stefánsdóttir Rúna K. Tetzschner Guðmundur Ólafsson Ágúst Ó. Georgsson Kristinn Magnússon Bjarni F. Einarsson 2006/2 Skýrslur Þjóðminjasafns

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR KRISTBORG ÞÓRSDÓTTIR (ritstjóri) Höfundar efnis: Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Kristborg Þórsdóttir, Kristjana Vilhjálmsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Beck Reykjavík

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Anna Lísa Guðmundsdóttir Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Reykjavík 2010 Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 152 Forsíða: Hópur ferðafólks

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Trafiksikkerhedsinspektion i Island NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Oversigt Hvorfor er TS-inspektion vigtig? Ny handbog Registreringsprocess

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2012 LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og Í byggð

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

ÞORLÁKSHAFNARLÍNUR 2 OG 3 Í SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI

ÞORLÁKSHAFNARLÍNUR 2 OG 3 Í SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI ÞORLÁKSHAFNARLÍNUR 2 OG 3 Í SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI Frummatsskýrsla Júlí 2010 SAMANTEKT Framkvæmdir og forsendur Fyrirhuguð er uppbygging orkufrekrar iðnaðarstarfsemi við Þorlákshöfn og stefnir Sveitarfélagið

Læs mere

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES 2 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.... 6 1.1. Aðdragandi.... 6 1.2. Aðalskipulag.... 8 1.3. Deiliskipulag í gildi.... 8 1.4. Önnur svæði.... 8 1.. Samkeppnistillaga....

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu II: Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Orri Vésteinsson Árbæjarsafn Fornleifastofnun Íslands FS036-97012 Reykjavík 1997 2 Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum

Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum UM VERNDUN OG AÐRA LANDNÝTINGU Norræna ráðherranefndin Umhverfisstofnun Hvað er votlendi? Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem

Læs mere

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli.

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Vistvegir Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Verk nr: 2001-02.16 Nóv 2004 Efnisyfirlit Kynning...2 1. Hvers

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther. Møns Klint.

Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther. Møns Klint. Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther Møns Klint Møns Klint - Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar Dagana 22. til 31. maí, nú á vorönn

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands FS153-98071 Reykjavík 2001 Fornleifastofnun Íslands 2001. Mynd á forsíðu: Möðruvellir 1836, e. Auguste Mayer. 2 Efnisyfirlit

Læs mere

Menningarminjar í Bláskógabyggð

Menningarminjar í Bláskógabyggð Menningarminjar í Bláskógabyggð Svæðisskráning fornleifa Kristjana Vilhjálmsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS-584-15221 Reykjavík 2015 2015 FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS SES BÁRUGÖTU 3 101 REYKJAVÍK SÍMI:

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu Stefán Ólafsson FS393-08051 Reykjavík 2009 Forsíðumyndin er af Bænhúsvelli á Svínanesi BA-070:002 Fornleifastofnun Íslands Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

HREINSISTÖÐ FRÁVEITU Á SELFOSSI. Drög að tillögu að matsáætlun

HREINSISTÖÐ FRÁVEITU Á SELFOSSI. Drög að tillögu að matsáætlun HREINSISTÖÐ FRÁVEITU Á SELFOSSI Drög að tillögu að matsáætlun 12.12.2017 SKÝRSLA UPPLÝSINGABLAÐ SKJALALYKILL 2839-080-MAT-001-V01 TITILL SKÝRSLU Hreinsistöð fráveitu á Selfossi. Drög að tillögu að matsáætlun

Læs mere

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI FEBRÚAR 2015 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Efnisyfirlit: 1. Inngangur... 1 2. Fyrirkomulag... 2 2.1 Verkkaupi... 2 2.2 Skoðunaraðili...

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

3. tbl. /04. Fólk á ferð (Mennesker og mobilitet) Skráning og allar upplýsingar þing Norræna vegtæknisambandsins

3. tbl. /04. Fólk á ferð (Mennesker og mobilitet) Skráning og allar upplýsingar þing Norræna vegtæknisambandsins 3. tbl. /04 Tilboð í gerð vegganga um Almannaskarð voru opnuð 27. janúar. Niðurstöður eru birtar á bls. 7. Myndirnar til vinstri hér að ofan eru af gangamunna að norðanverðu. Myndirnar til hægri eru af

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði

Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Guðrún Alda Gísladóttir Fornleifastofnun Íslands FS375-06431 Reykjavík 2008 Mynd á forsíðu: Rúst, grafir og garðsveggur á Bænhúshól á Hofstöðum í Þorskafirði.

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere