ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA"

Transkript

1 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI FEBRÚAR 2015

2

3 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Efnisyfirlit: 1. Inngangur Fyrirkomulag Verkkaupi Skoðunaraðili Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar Framkvæmd öryggisúttektar Skref 1: Grundvöllur samkomulags Skref 2: Upplýsingaöflun Hjólastígakort Slysakort Kort með umferðartalningum Annað Skref 3: Framkvæmd öryggisúttektar Útbúnaður Val á tímaramma Skráning upplýsinga Skref 4: Gerð úttektarskýrslu Flokkun atriða Aðgerðaáætlun Gerð úttektarskýrslu Skref 5: Miðlun upplýsinga Skref 6: Framkvæmd aðgerða Dæmigerð mistök og gallar Hönnun og útfærsla Rekstur og viðhald Heimildir og nánari upplýsingar Viðauki A Dæmi um samning vegna öryggisúttektar Viðauki B Dæmi um öryggisúttekt hjólastígs... 17

4

5 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA 1. Inngangur Í mörgum sveitarfélögum hefur mikil áhersla verið lögð á eflingu hjólreiða. Nýir hjólastígar hafa verið lagðir, merkingar bættar og margt verið gert til að fá fleiri til að hjóla. Þess áhersla á nýja stíga getur þó haft í för með sér að rekstri og viðhaldi fyrirliggjandi stígakerfis er illa sinnt. Það er því mikilvægt að ákveðið eftirlitskerfi sé með núverandi stígakerfi til að sveitarfélögin viti hversu mikið fjármagn þarf til viðhalda kerfinu. Besta mat á raunverulegu ástandi stígakerfis fæst með því að meta það á hjóli og skal matið liggja til grundvallar forgangsröðunar á slitlagsviðgerðum og minni háttar betrumbótum. Að tryggja gott og jafnt undirlag á hjólastígum er mikilvægur þáttur í upplifun hjólreiðamanna en einnig eru fleiri atriði sem hafa áhrif á þægindi, öryggi og aðgengi. Þar má t.d. nefna holur á stígnum, illa útfærð stígamót, ófullnægjandi halli á stíg, hindranir á stíg eða illa merktir stígar. Öryggisúttekt hjólastíga er aðferð til að gera kerfisbundið og reglubundið mat á aðgengi, þægindum og öryggi á stígum, stígamótum og umhverfi stíga. Á þetta ekki aðeins við nýja stíga heldur einnig núverandi. Markmiðið með öryggisúttekt hjólastíga er: Að benda á galla sem gefa tilefni til lagfæringa á núverandi hjólastígum. Að bæta rekstur og viðhald. Að stuðla að betri þekkingu meðal hagsmunaaðila í sveitarfélögunum hvað varðar hjólandi umferð og tiltekin vandamál og kröfur hjólreiðamanna. Að stuðla að uppbyggilegri umræðu milli tæknimanna sveitarfélaga og annarra og milli sveitarfélaga og notanda. Að gefa betri grunn til að stjórna forgangi aðgerða. Að gera sameiginlegan grunn og leggja tæknilegan grundvöll fyrir skipulagningu á uppbyggingu og viðhaldi hjólastígakerfisins. Niðurstöður öryggisúttektar er hægt að nota þá þegar til að lagfæra t.d. litlar athugasemdir eða mjög alvarlegar, meðfram hefðbundnum rekstri/viðhaldi eða til að forgangsraða aðgerðum fram í tímann. Við gerð þessa leiðbeininga var töluvert stuðst við danska handbók sem nýlega hefur verið gefin út, Håndbok i cykelstiinspektion Vejen til en bedre cykeloplevelse (Cyklistforbundet, 2014), en staðfærð íslenskum aðstæðum með ábendingum frá Árna Davíðssyni hjá Landssamtökum hjólreiðamanna. Hörður Bjarnason hjá verkfræðistofunni Mannvit sá um ritun þessara leiðbeininga og Árni Davíðsson sá um gerð úttektarforms í iauditor appi fyrir farsíma og snjalltölvur (Árni Davíðsson. 2014a) ásamt gerð prufuúttekta á nokkrum stígum á höfuðborgarsvæðinu. 1

6 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA 2. Fyrirkomulag Eftirtaldir eru formlegir aðilar í framkvæmd öryggisúttektar: Verkkaupi (sá sem kaupir þjónustuna) Skoðunaraðili (sá sem framkvæmir öryggisúttektina) Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar 2.1 Verkkaupi Verkkaupi/veghaldari ákveður hvort það skuli unnin öryggisúttekt. Verkkaupi er ábyrgur fyrir því að skoðunaraðili fái nauðsynlegar upplýsingar um hjólastíginn, t.d. hvaða varðar slysatölur, umferð og hönnun. Þegar úttektinni er lokið er það verkkaupi sem tekur afstöðu til þeirra vandamála sem koma upp og leggur til lausnir og frekari vinnu. 2.2 Skoðunaraðili Sá aðili sem framkvæmir öryggisúttektina skal hafa þekkingu á þeim hönnunarleiðbeiningum eða - reglum sem liggja fyrir og á hvaða hátt rekstri er háttað. Einnig þarf aðilinn að hafa hentuga reynslu við það að hafa stundað hjólreiðar sjálfur. Verkefni skoðunaraðila er að finna, benda á og lýsa öllum þeim atriðum sem hafa neikvæð áhrif á umferðaröryggi, þægindi eða aðgengi hjólastígs. 2.3 Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar Margir íbúar sem nota hjólanetið eða aðrir hagsmunaaðilar hafa mikilvæga vitneskju og/eða reynslu sem nýtist við gerð öryggisúttektar. Því er mælt með að hluti af úttekt sé að tala við fulltrúa íbúa og/eða viðeigandi hjólreiðasamtök. 3. Framkvæmd öryggisúttektar Hér á eftir er farið í gegnum nokkra þætti varðandi framkvæmd öryggisúttektar en hægt er að skipta henni í sex skref. Skref Flæðirit öryggisúttektar Ábyrgur 1. Grundvöllur samkomulags Ákvörðun umfangs og samkomulag Verkkaupi (Skoðunaraðili) 2. Upplýsingaöflun Söfnun viðeigandi upplýsinga til að nota í úttektinni Verkkaupi/Skoðunaraðili auk upplýsinga frá íbúum 3. Framkvæmd Öryggisúttektin framkvæmd Skoðunaraðili (Verkkaupi) 4. Gerð skýrslu Öryggisúttektin sett fram í skýrsluformi 5. Miðlun upplýsinga Miðlun til viðeigandi aðila Verkkaupi 6. Framkvæmd aðgerða Forgangsröðun aðgerða og framkvæmd Skoðunaraðili (Verkkaupi) Verkkaupi 2

7 3.1 Skref 1: Grundvöllur samkomulags ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Fyrsta skref öryggisúttektar er að skoðunaraðili og verkkaupi ræði umfang úttektar og samþykki hvor um sig forsendur hennar. Dæmi um sérstakar forsendur gætu t.d. verið: Á að skoða heilt stígakerfi eða einn afmarkaðan stíg eða hluta stígs? Á öryggisúttektin að fara fram í myrkri eða dagsljósi? Á úttektin að fara fram að sumar- eða vetrarlagi? Á yfirborð stígs að vera þurrt eða blautt svo hægt sé að skoða afrennsli vatns á stíg? Á að skoða einhver sérstök atriði meðfram öryggisúttekt s.s. slysakort, umferðartalningar o.s.frv. Á skoðunaraðili að setja fram aðgerðaáætlun með kostnaðaráætlun? Aðalatriðið er að komast að samkomulagi varðandi hvaða stígar eigi að vera til skoðunar. Þegar búið er að afmarka verkefnið er gerður samningur þar sem fram kemur nákvæm afmörkun skoðunar og til hvers ætlast er af skoðunaraðila. Dæmi um slíkan samning má finna í viðauka A. Þegar báðir aðilar hafa samþykkt verkefnisforsendur getur skoðunin sjálf hafist. 3.2 Skref 2: Upplýsingaöflun Eftir að búið er að setja forsendur og ákveða umfang úttektar er viðeigandi upplýsingum safnað saman. Hér er t.d. um að ræða hjólastígakort, slysakort, hraðamælingar og umferðartalningar. Verkkaupi skal eftir bestu getu safna saman þessum upplýsingum fyrir skoðunaraðila. Ef einhverjar upplýsingar liggja ekki fyrir skal ákveða hvort framkvæma skuli t.d. talningar eða mælingar eða sleppa ákveðnum upplýsingum Hjólastígakort Nota skal hjólastígakort sem sýnir á skýran og einfaldan hátt hvaða stíga er verið að skoða og gera öryggisúttekt á. Einnig er gott að sjá á kortinu um hvers konar stíg er að ræða, t.d. hvort um er að ræða stofnstíg sem er í forgangi hvað varðar rekstur og viðhald (s.s. snjómokstur/hálkuvarnir) eða tengistíg sem minna viðhald er á Slysakort Mælt er með að útvegað sé slysakort með yfirliti yfir hjólreiðaslys á skoðuðum stíg eða stígakerfi til að reyna að álykta um hvort það finnist staðir með mörgum slysum eða óhöppum. Í þessu samhengi er rétt að benda á slysakort Samgöngustofu þar sem hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um umferðarslys sem hafa orðið á Ísland frá 1. janúar Á slysakortinu er m.a. hægt að velja ákveðna tegund slysa og alvarleika (Samgöngustofa, 2014). 3

8 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Mynd 1 Skjáskot af slysakorti Samgöngustofu sem sýnir alvarlegt slys hjólreiðamanns á stíg í Elliðaárdalnum (Samgöngustofa. 2014). Slys og óhöpp þar sem hjólandi og gangandi koma við sögu eru venjulega vanskráð í opinberri skráningu. Það er því mikilvægt að skoða ekki eingöngu slysakortið þegar leitað er eftir varhugaverðum stöðum þar sem líklegt er að einhverjir hættulegir staðir komi ekki fram á kortinu Kort með umferðartalningum Kort með upplýsingum varðandi umferð hjólandi og akandi á og við stíginn getur gefið ágætis upplýsingar. Fyrir flesta staði er erfitt að nálgast upplýsingar varðandi umferð hjólandi þó að eitthvað sé til um slíkar talningar á völdum stöðum. Ætti verkkaupi að geta veitt slíkar upplýsingar ef þær liggja fyrir. Hvað varðar umferð akandi ætti að vera einfalt að útvega þess konar upplýsingar hjá verkaupa/veghaldara. Með þeim upplýsingum er t.d. hægt að álykta hvort hugsanlega sé betra að aðskilja stíg frá akandi umferð sem í dag liggur þétt upp við götu. Eftirfarandi mynd frá Danmörku sýnir hvaða lausn skuli velja miðað við fjölda ökutækja á dag (ÁDU) og hraða ökutækja. 4

9 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Mynd 2 Hvaða hjólalausn skal velja miðað við fjölda og hraða ökutækja? (Cyklistforbundet, 2014) Annað Í þeim tilfellum þar sem hluti af öryggisúttekt hjólastíga er að skoða sérstaka efnisþætti s.s. lýsingu eða afrennsli eru kort með upplýsingum varðandi slíka þætti nauðsynleg. Er þá t.d. um að ræða kort sem sýnir núverandi eða hannaða ljósastauralýsingu eða kort sem sýnir lagnir og niðurföll við stíginn. 3.3 Skref 3: Framkvæmd öryggisúttektar Með skilgreint verkefni og viðeigandi upplýsingar fyrir hendi fer hin eiginlega öryggisúttekt fram með það að markmiði að finna hættulega galla og misfellur í og við stíg. Til hjálpar hefur verið útbúið sérstakt form í appi fyrir farsíma og spjaldtölvur til að fylla út í við framkvæmd öryggisúttektar (Árni Davíðsson. 2014a). Í því er hægt að fylla inn allar helstu upplýsingar um stíginn og færa inn atriði sem gerð er athugasemd við með staðsetningu og myndum af atriðinu. Í viðauka B má finna dæmi um slíka úttekt en 13 slíkar úttektir voru gerðar, þar sem samtals voru skoðaðir 28,5 km af stígum (Árni Davíðsson. 2014b). Eftirfarandi atriði gefa vísbendingu um með hvaða hætti úttekt skal fara fram Útbúnaður Öryggisúttekt skal ávallt fara fram á hjóli til að skoðunaraðili upplifi raun aðstæður hjólreiðamanns. Mælt er með því að hjólað sé í báðar áttir. Taka þarf tillit til annarrar umferðar í og við stíginn. Þar sem skoða þarf t.d. vandamál sem varða gatnamót stígs og akbrautar getur verið gott að keyra í gegnum gatnamótin á bíl til að upplifa aðstæður ökumanns. Á sama hátt getur verið gott að ganga sumar leiðir til að upplifa aðstæður gangandi vegfarenda. Að lágmarki skal notast við eftirfarandi búnað: Yfirlitskort Myndavél, spjaldtölvu eða síma með myndavél og GPS Skrifblokk 5

10 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Málmband eða tommustokk Hallamál til að meta lang- og þverhalla, gott að hafa 1 m langa stöng eða prik Hraða- og vegalengdarmæli á reiðhjólinu Yfirstrikunarpenna Spreybrúsa Mælt er með notkun hjálms og sýnilegs fatnaðar með endurskini. Einnig getur verið gott að hafa meðferðis hæl og band með hnút á 5 m fresti til að mæla lengri vegalengdir Val á tímaramma Venjulega er mælt með að öryggisskoðun fari fram frá apríl til október. Annars skal skoðunin fara fram á þeim tíma sem hentar tilgangi hennar. T.d. getur tilgangur öryggisskoðunar stundum verið sá að skoða aðstæður að vetrarlagi, þegar dimmt er úti eða á tímapunkt þegar mikið er um skólabörn á ferli Skráning upplýsinga Öll þau atriði sem safnað er saman eru skrifuð niður ásamt mynd af staðháttum og GPS hnitastaðsetningu. Í úttektinni er atriðum og vandamálum skipt niður skv. töflu hér að neðan. Hægt er að notast við leiðbeiningar Reykjavíkurborgar hvað varðar almennar kröfur til hjólastíga (Reykjavíkurborg, 2012). Tegund atriða / vandamáls Beygjuradíus rangur Breidd stíga á stíg / Yfirborð óslétt við stíg Lega stígs Lengdarhalli Lýsing Sjónlengdir / Blindhorn Umferðarmerkingar / Skilti / Vegvísun Uppbygging / Lagning Viðhald / Rekstur Þverhalli Þverun akbrautar Dæmi / athugasemdir Kröfur um beygjuradíus á stígum ekki uppfylltar. Stígur of þröngur, kröfur um breidd þeirra ekki uppfylltar. Staurar, steinar, óþarfa/óheppileg hlið/slár, of hár kantsteinn. Slæmir rampar inn og út af stíg. Einstaka holur/ójöfnur á stíg. Lengri vegalendir með slæmu yfirborði (yfir 25 m vegalengdir þar sem mælt er með nýju slitlagi á löngum kafla). Öll atriði (t.d. skilti, staurar, steinar, grindverk, mikill bratti, vatn) við stíg sem gæti skaðað vegfarendur við árekstur eða útafakstur og kröfur um fjarlægðir frá slíkum atriðum ekki uppfylltar (sjá nánar í kafla 4.1). Ef hættan er mikill bratti eða djúpt vatn (>0,5 m að jafnaði) þarf grindverk/vegrið ef hættan er nær en 1,5 frá stíg (Statens vegvesen, 2013). Tillaga að betri legu stígs eða nýjum stíg. Kröfur um lengdarhalla stíga ekki uppfylltar. Lýsing stíga ekki fullnægjandi, t.d. við gatna- og stígamót. Kröfur um sjónlengdir á stígum ekki uppfylltar. T.d. vandamál með gróður (runnar/tré) sem nær inn á stíg eða hefur neikvæð áhrif á sjónlengdir. Merkingar og skiltun ábótavant. Vöntun á vegvísum við stærri gatnamót. Illa farnar yfirborðsmerkingar eða ekki skv. gildandi reglum. Stígur almennt of lágur í umhverfi, afvötnun ófullnægjandi, varhugaverð niðurföll, hættulegar beygjur á stíg. T.d. glerbrot, sandur, snjór, ísing, greinar, lauf, möl, rusl, framkvæmdir. Kröfur um þverhalla stíga ekki uppfylltar. Varhugaverð þverun akbrautar, t.d. óskýr forgangur, ófullnægjandi aðgengi. Ágætt er að merkja stórar holur og þess konar áhættur með málningu til að merkja vandamálið og til að aðvara hjólreiðamenn sem fara um stíginn. 6

11 3.4 Skref 4: Gerð úttektarskýrslu ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Eftir framkvæmd útbýr skoðunaraðili skýrslu sem sýnir þau atriði sem voru skoðuð. Einnig eru settar þar fram tillögur að lausnum og forgangi aðgerða Flokkun atriða Öllum atriðum eða vandamálum skal skipt í eftirfarandi þrjá flokka: Mikil áhætta Atriði sem hafa mikil áhrif á aðgengi hjólreiðamanna og umferðaröryggi. T.d. hættuleg atriði sem ekki uppfylla veghönnunarreglur (m.a. vöntun á merkingum á föstum búnaði meðfram eða inni á hjólastíg). Einnig hættuleg blindhorn þar sem kröfur um sjónlengdir eru ekki uppfylltar, stærri holur eða hæðarmismunur á yfirborði stígs, vöntun á lýsingu á varhugaverðum stöðum. Hættuleg gatnamót. Verulegt magn steina, sands og annarra efna á stíg. Mikil uppsöfnun vatns og/eða snjós. Framkvæmd í gangi sem skapar mikla hættu á og/eða við stíg. Lítil áhætta Atriði sem eru óheppileg með tilliti til aðgengis og öryggis en í sumum tilfellum leyfileg ef horft er til staðla og hönnunarreglna. T.d. illa gerð mót slitlaga með misfellu í hæð, smærri holur eða hæðarmismunur á yfirborði stígs, of lítið rými milli sláa eða of þröngur hjólastígur, einhver vöntun á lýsingu, sjónlengdir takmarkaðar. Einnig fastur búnaður of nálægt stíg án mikillar hættu. Eitthvað um steina, sand og önnur efni á stíg. Einhver uppsöfnun vatns/snjós. Framkvæmd í gangi sem skapar litla hættu á og við stíg. Óþægindi Atriði sem minnka gæði hjólastíga t.d. vöntun á merkingum eða skiltum og minni vandamál með gróður. Einnig illa farnar yfirborðsmerkingar eða yfirborð stíga óhreint Aðgerðaáætlun Þegar búið er að flokka atriðin skal gerð aðgerðaáætlun fyrir þau atriði sem mælt er með að lagfæra. Verkkaupi/veghaldari er ábyrgur fyrir því að útbúa aðgerðaáætlun og mælt er með því að skipta aðgerðum í eftirfarandi undirflokka: Rekstur / Viðhald Lítil aðgerð sem hvorki krefst breytinga á landi eða skipulagi. Venjulega hægt að framkvæma strax innan ramma rekstaráætlunar. Til dæmis rangar yfirborðsmerkingar eða vöntun á þeim, viðhald gróðurs, hreinsun yfirborðs. Minniháttar aðgerð Aðgerð er flokkuð sem minniháttar ef hún krefst ekki mikilla fjárfestinga. Formlega séð gæti þó í sumum tilfellum þurft nýtt skipulag og/eða aðgerðin of stór til að rúmast innan gildandi rekstaráætlunar. Til dæmis breytingar á staðsetningu bílastæða til að auka rými fyrir hjólandi. Einnig lagfæring á yfirborði stígs (holur á stíg eða vandamál með afvötnun), binding yfirborðs í umhverfi stígs, uppsetning/breytingar á skiltum og vegvísum, minni aðgerðir í lýsingu. Meiriháttar aðgerð Aðgerðir sem krefjast töluverða fjárfestinga og oft á tíðum nýrrar fjárhagsáætlunar. Jafnvel einnig breytingar á skipulagi. Til dæmis stærri breytingar á ljósagatnamótum til að auka aðgengi og öryggi vegfarenda með tilheyrandi breytingum á ljósastýringu og göturými. Einnig uppsetning stærri hraðatakmarkandi aðgerða til að auka öryggi vegfarenda, stærri aðgerðir í lýsingu stíga, nýtt slitlag á löngum kafla, breytingar á legu stígs. 7

12 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Atriði nr. Þessi aðgerðaáætlun er fyrst og fremst sett fram til sýna umfang vandamála í ljósi gildandi fjárhagsáætlunar. Í tilfellum þar sem fjárhagur býður ekki upp á miklar fjárfestingar getur verið skynsamlegt að dreifa aðgerðum yfir nokkur ár. Dæmi um aðgerðaáætlun má sjá á eftirfarandi mynd. Mynd nr. GPS hnit Staðsetning Vandamál Tegund atriða 1 1 Ægissíða Uppsöfnun vatns 2 2 Einarsnes Gróður við beygju Sandur á yfirborði Hætta á stíg Sjónlengdir / Blindhorn Viðhald Flokkun áhættu Lítil Mikil 3 3 Skerjafjörður Óþægindi Tegund lagfæringa Rekstur/ Viðhald Rekstur/ Viðhald Mynd 3 Dæmi um aðgerðaáætlun (Cyklistforbundet, 2014). Tillaga að úrbótum Minniháttar Endurhanna Klippa gróður Sópa Áætlaður kostnaður XXX kr. (hár kost.) X kr. (lágur kost.) X kr. (lágur kost.) Í þessu dæmi kæmi t.d. berlega í ljós að verkkaupi gæti lagfært mikla hættu með litlum tilkostnaði með því klippa gróður í beygju og uppfylla þannig kröfur um nauðsynlegar sjónlengdir Gerð úttektarskýrslu Lagt er til að skipta skýrslunni upp í eftirfarandi kafla: 1. Inngangur Hvert er markmiðið með öryggisúttektinni? 2. Aðferðarfræði Afmörkun úttektar. Einnig lýsing og skilgreining á vandamálum úttektar (t.d. aðgengi, hættulegur búnaður, hætta vegna gróðurs o.s.frv.) og áhættuflokkun aðgerða (mikil hætta, lítil hætta, óþægindi). 3. Almennar ráðleggingar Hér er hægt að lýsa ítrekuðum vandamálum sem varða t.d. umferðaröryggi, rekstur og viðhald og aðgengi. Einnig mikilvægt að benda á góðar lausnir. Til dæmis ófullnægjandi lýsing og/eða umferðarmerki, rangar yfirborðsmerkingar eða vinnusvæði hættulegt. 4. Niðurstöður öryggisúttektar Hér er t.d. sett fram kort sem sýnir staðsetningar á þeim vandamálum sem komu fram í öryggisúttekt. Mælt er með því að vandamálum sé skipt í flokka á kortinu á þann hátt að auðvelt sé fyrir verkkaupa/veghaldara að átta sig á umfangi aðgerða og forgangi. Hægt er að hafa kort með stofnstígum og tengistígum í bakgrunni til að kanna hvort einhver einn stígur er verri en annar hvað varðar aðgengi og öryggi. Þá er einnig hægt að hafa stærri skólaleiðir í bakgrunni til að skoða hvort einhverjir sérstakir annmarkar séu á slíkum leiðum. 8

13 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Mynd 4 Dæmi um kort sem sýnir staðsetningar vandamála (Cyklistforbundet, 2014). 5. Aðgerðaráætlun Hér eru annars vegar forsendur fyrir forgangi aðgerða tíundaðar og hins vegar eru sýndar tillögur að forgangi lausna. Mikilvægt er að sýna fram á auðvelda uppbyggingu á forsendum fyrir forgangi aðgerða, t.d. er venjulega betra að byrja á stofnstígakerfinu í stað tengistíga. Einnig má forgangsraða út frá fjölda hjólandi. Alvarleg vandamál sem fela í sér aukna og greinilega áhættu fyrir hjólandi skulu vera í forgangi óháð staðsetningu. Til dæmis má nefna stórar holur á yfirborði eða varhugavert niðurfall. 6. Forgangur aðgerða Með aðgerðaráætlunina í huga og forsendur fyrir forgangi aðgerða er nú hægt að setja fram lista með forgangi aðgerða. Slíkur listi hjálpar einnig veghaldara þar sem hann hefur ekki alltaf fjármagn eða bolmagn til að framkvæma allar aðgerðir. 3.5 Skref 5: Miðlun upplýsinga Í aðalatriðum er það verkkaupi/veghaldari sem er ábyrgur fyrir því að miðla úttektarskýrslu til viðeigandi aðila. Ferlið innifelur: Miðlun upplýsinga til skipulagsyfirvalda Að miðla upplýsingum til skipulagsyfirvalda skal m.a. tryggja að einstakar stofnanir sem tengdar eru hjólreiðum að einhverju leyti séu meðvitaðar um mistök og misræmi í fyrri útfærslum og hönnun. Þar að auki skal nota niðurstöður úttektarskýrslunnar í framtíðar rekstrar- og fjármagnsáætlunum. Hér getur verið mikilvægt að fá stjórnmálamenn með sér í lið, sýna þeim helstu niðurstöður úttektarskýrslu og fá þá til að vera meðvirkir í öllu umbótaferlinu. Þannig getur almennur vilji þeirra til að bæta hjólastíga einnig aukist. Miðlun upplýsinga til samverkamanna Gjarnan er umsjón í rekstri og hönnun stíga í höndum ráðgjafa og mismunandi verktaka. Það getur því verið mikilvægt að miðla upplýsingum og þekkingu úr einstakra öryggisúttekt til fleiri 9

14 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA viðeigandi aðila. Einnig skal tryggja að jákvæðri reynslu varðandi hjólreiðalausnir verði miðlað áfram svo framtíðar aðbúnaður hjólreiðamanna verði með besta móti. Miðlun upplýsinga til annarra áhugasamra Mikilvægt er að miðla upplýsingum til íbúa og samtaka tengdum hjólreiðum. Miðlun til íbúa er að hluta til mikilvæg í því ljósi að sýna að hjólreiðar séu teknar alvarlega. Margir íbúar upplifa daglega þau vandamál sem er bent er á í öryggisúttekt og því mikilvægt að íbúar finni að verið er að vinna í þessum málum. Þá getur verið heppilegt að hafa öryggisúttektina opinbera svo hægt sé að nálgast gögnin á einfaldan hátt. Þátttaka íbúa og vegfarenda Til að auka öryggi hjólandi enn frekar er mikilvægt er að hvetja íbúa og vegfarendur til að benda á vandamál fyrir hjólreiðamenn. Hægt er að hafa samband við verkkaupa/veghaldara í því sambandi. 3.6 Skref 6: Framkvæmd aðgerða Síðasti hlutinn í ferli öryggisúttektar er að útbúa forgangsraðaðan aðgerðalista. 1. Samþykki ráða/nefnda/sviða Úttektarskýrslan er lögð fyrir sérstakt tæknilegt ráð, nefnd eða svið á vegum veghaldara til samþykkis og kynningar. Samþykkið skal tryggja lögmæti skýrslunnar og auk þess tryggja nauðsynlega fjármögnum í framkvæmd aðgerða. 2. Samantekt á kröfum veghaldara Gera þarf samantekt með helstu kröfum veghaldara hvað varðar aðgerðir vegna aðbúnaðs hjólreiðamanna. 3. Gerð tímaáætlunar Mikilvægt að útbúa tímaáætlun með aðgerðum sem rúmast innan fjárhagsáætlunar. 4. Athugun aðgerða Allar stærri fyrirhugaðar aðgerðir skulu skoðaðar og metnar af tæknimönnum áður en framkvæmdir hefjast. Til dæmis hvað varðar þörfina á nýju slitlagi á hjólastíg, hvort taka skuli niður kantstein, endurmat á afvötnun stígs. Stærri breytingar ætti að hanna sérstaklega og rýna og skal hönnun uppfylla kröfur veghaldara. 5. Framkvæmd aðgerða Hafist er handa við fyrirhugaðar aðgerðir skv. fyrirliggjandi forgangsröðun. 6. Eftirlit með framkvæmd aðgerða Að lokum er það á ábyrgð veghaldara að hafa eftirlit með því verkið sé unnið rétt og skv. kröfum veghaldara. Dæmi um algengt vandamál sem hefur komið upp í framkvæmd er að afvötnun á yfirborði stíga er ekki fullnægjandi. 10

15 4. Dæmigerð mistök og gallar ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Hér á eftir eru sýnd dæmi um dæmigerð mistök og galla sem hafa komið upp í útfærslu hjólastíga. Er aðallega um að ræða tvo flokka, annars vegar mistök og galla við hönnun og útfærslu og hins vegar vegna reksturs og viðhalds. Reykjavíkurborg hefur gefið út ágætar leiðbeiningar hvað varðar hönnunaratriði fyrir reiðhjól og hjólreiðastíga (Reykjavíkurborg, 2012). Þar eru mismunandi útfærslur stíga sýndar og bent á mikilvæg atriði hvað varðar uppbyggingu þeirra og feril. Þar með talið má nefna hæð stíga í landi, þverhalla, langhalla, beygjuradíusa og sjónlengdir. Einnig eru sýndar heppilegar útfærslur gatnamóta og hinar ýmsu sérlausnir sýndar s.s. við bílastæði og biðstöðvar. 4.1 Hönnun og útfærsla T.d. um að ræða alla hugmyndavinnu við hönnun stíga ásamt slæmri útfærslu þeirra. Hér eru það aðallega skipulagsvöld og þeir sem vinna við hönnun og útfærslu, t.d. hönnuðir hjá veghaldara eða utanaðkomandi ráðgjafar, sem bera ábyrgð. Hér á eftir eru talin upp nokkur dæmi um mistök og galla í hönnun og útfærslu stíga og umhverfi stíga: Uppsetning fastra hluta Skv. veghönnunarreglum Vegagerðarinnar (Vegagerðin, 2011) er lágmarksfjarlægð frá kanti hjólreiðastíga í ljósastólpa og umferðarskilti 1,0 m. Fyrir göngustíg er lágmarksfjarlægðin 0,25 m. Skv. leiðbeiningum Reykjavíkurborgar er lágmarksfjarlægð milli vegfarenda á hreyfingu og hliðarhindrunar (t.d. staur, tré, grindverk) eða kants (>0,2 m) 0,5 m. Skv. dönsku handbókinni (Cyklistforbundet, 2014) skal fjarlægð frá hjólastíg í fastan vegbúnað (ljósastaur, vegrið, girðingu, skilti o.fl.) vera minnst 0,3 m. Allur búnaður sem gæti skaðað vegfarendur við árekstur er þar með talinn og skal hann færður eða fjarlægður. Ef ekki gengur að fjarlægja slíkan búnað skal hann greinilega merktur með endurskinsplötum ásamt því að merkja kantlínu á stíginn til að koma í veg fyrir að hjólað sé of nálægt búnaðinum. Dæmi um endurskinsplötu er gátskjöldur í vegkanti, sjá umferðarmerki K12.12 hér til hægri. Það merki gæti líka verið álímdur endurskinsborði en tryggja þarf góða endingu slíkra merkinga. Biðstöðvar almenningsvagna Þverhalli Varhugavert getur verið að staðsetja hjólastíg við biðstöð almenningsvagna ef ekki eru gerðar sérstakar aðgerðir til að auka öryggi vegfarenda. Slys þar sem farþegar eru að stíga úr almenningsvagni gerast oftast á stöðum þar sem eingöngu er lítið eða ekkert afdrep fyrir farþega. Lausnir m.v. mismunandi útfærslu hjólastíga og biðstöðva má m.a. finna í leiðbeiningum Reykjavíkurborgar (Reykjavíkurborg, 2012). Þverhalli á hjólastíg, t.d. við innkeyrslur, ætti ekki að vera meiri en 2,5-3% (Reykjavíkurborg, 2012). Meiri þverhalli eykur óþægindi hjólreiðamanna og hættu á að falla af hjóli. 11

16 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Slár Upphækkun Slár eru meðal annars settar upp til takmarka hraða reið- og bifhjóla við gatnamót og til að hindra aðgang ökutækja að stígum. Þó þær séu settar upp í umferðaröryggisskyni hafa þær oft í för með sér erfiða og óþægilega leið fyrir hjólreiðamenn. Erlendis eru gjarnan notaðir pollar til að hindra umferð ökutækja og til að aðgreina akstursstefnur á stíg og ætti að skoða það vel hvort pollar gætu komið i stað sláa. Mikilvægt er að slárnar séu vel sýnilegar með góðri lýsingu og endurskini en vel útformaðar slár geta verið heppileg öryggisaðgerð. Hér til hliðar má sjá heppilega uppsetningu sláa m.v. 3 m breiðan stíg (Cyklistforbundet, 2014). Lágmarks breidd fyrir tvö hjól til að mætast er 1,3 m. Fyrir stíga sem eru minni en 3 m ætti að skoða möguleikann á því að breikka stíginn við slárnar. Fyrir 3 m breiðan stíg er krafist 1,8 m rými milli sláa þar sem gert er ráð fyrir að hjólreiðamenn geti hjólað í gegnum svæðið. Slár ætti að staðsetja 5-10 m frá götukanti svo hjólreiðamaður geti komið sér í góða og örugga stöðu eftir að farið í gegnum svæðið með slánum. Þegar komið er að slánum skal fremri sláin vera hægra megin. Sjónlengd að slám þegar hjólað er á stíg skal vera minnst 30 m á jafnsléttu. Ekki ætti að nota slár í brekkum þar sem gera má ráð fyrir auknum hraða hjólandi. Upphækkun á stíg er hægt að nota þar sem stígar þvera götur/vegi og þar sem draga þarf úr hraða hjólreiða við gatnamót eða þar sem sjónlengdir eru ekki fullnægjandi. Rampar fyrir hjólandi þvert inn á stíg Formun byrjunar og enda hjólastígs er mikilvægur hluti hönnunar og hefur mikla þýðingu fyrir aðgengi og öryggi hjólreiðamanna. Ekki er mælt með mörgum inn- og útkeyrslum fyrir hjólandi inn á hjólastíg. Rampar þvert inn á hjólastíg eiga að vera greinilega merktir með ljósri yfirferð svo staðsetning rampa og breidd sé vel sýnileg í myrkri, t.d. þegar horft er á rampa hinum megin gatnamóta. Heppilegan halla á rampa m.v. hæð hans má finna í töflunni hér til hliðar. Hjól með tengivagn þarf a.m.k. 1,45 m breidd á rampa þegar hjólað er þvert inn á 2 m breiðan stíg, t.d. í T-gatnamótum. Almennt er mælt með a.m.k. 2 m breidd á rampa. Hæð rampa 6-8 cm 8-10 cm cm Halli rampa 30% 20% 15% Ólýstir hjólastígar Lýsing á hjólastígum er nauðsynleg til að stígarnir nýtist að nóttu til og í skammdeginu. Lýsingu á hjólastíg á að vera þannig háttað að hjólreiðamaður sem hjólar á 25 km/klst. hraða geti greinilega séð afmörkun stígsins. 12

17 Bílastæði Miðeyjur Sjónlengdir ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Hætta er á að hjólreiðamenn hjóli á opna bílhurð ökutækis sem er lagt samsíða hjólastíg. Mikilvægt er að hafa öryggisræmu milli bílastæða og hjólastígs til að koma í veg fyrir slík óhöpp. Frekari upplýsingar má finna í leiðbeiningum Reykjavíkurborgar (Reykjavíkurborg, 2012). Þar sem eru bílastæði þvert á hjólastíg þarf að aðskilja þau stígnum til að koma í veg fyrir vandamál þegar ökutækjum er lagt of langt og inn á stíginn. Miðeyjur eru stundum notaðar sem hraðatakmarkandi aðgerð og auðvelda gangandi vegfarendum að komast yfir götu. Þannig þarf vegfarandi á leið sinni yfir götu aðeins að líta eftir umferð úr annarri áttinni í einu. Breidd miðeyju þarf að vera a.m.k. 2 m svo að gangandi hafi skjól af henni og hún rúmi manneskju með barnavagn eða reiðhjól. Mikilvægt er að sjónlengdir séu fullnægjandi fram á stíg til að hjólandi geti brugðist við því sem framundan er. Vísað er á leiðbeiningar Reykjavíkurborgar í þessum efnum (Reykjavíkurborg, 2012). 4.2 Rekstur og viðhald Hér er um að ræða rekstur og viðhald stíga, t.d. hvað varðar slitlag, kantsteina, hreinsun, vetrarþjónustu, kröfur og eftirlit vegna uppgraftar á stígasvæði. Markhópurinn er veghaldari og verktakar á hans vegum. Hjólareinar og stígar við hlið akbrautar Við 50 km/klst. hraða og lægri geta hjólareinar samhliðar akbraut verið hentug lausn í stað hjólastígs fjarri umferð, sjá mynd 2. Hjólareinar og stígar í sömu hæð og akbrautin geta safnað á sig möl og drullu frá akbrautinni sem getur aukið líkur á sprungnu dekki og veldur minna veggripi. Hreinsun þessara hjólareina og stíga ætti að vera samhliða hreinsun annarra stíga í sveitarfélaginu. Gamlar stígamerkingar og skilti Mikilvægt er að þegar stígar og götur eru endurgerðar, t.d. við gatnamót, þá séu gamlar stígamerkingar og skilti endurskoðaðar. Stígar á framkvæmdatíma Gróður Þegar framkvæmdir eru í gangi við stíg eða á stíg er mikilvægt að hjólaleiðin sé áfram samfelld og án óþæginda. Þannig skal ekki koma fyrir á stígsvæði óvæntum búnaði sem hjólreiðamaður tekur ekki eftir og gæti valdið slysi eða skemmdum á hjóli. Sýnileiki hjólreiðamanna í umferðinni er mikilvægur þáttur í öryggi þeirra. Slæm umhirða gróðurs getur valdið ófullnægjandi sjónlengdum með tilheyrandi hættu fyrir hjólreiðamenn og aðra vegfarendur. Að tryggja viðunandi sjónlengdir með góðri yfirsýn er sérstaklega mikilvægt í gatna- og stígamótum. Reglulegt viðhald gróðurs er því nauðsynlegt þar sem vöxtur gróðurs er vandamál. 13

18 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Þá er mikilvægt að umferðarmerkingar, skilti og lampar í ljósum séu ekki hindraðar af gróðri svo öryggi og aðgengi vegfarenda sé tryggt. Hvað varðar nauðsynlegar sjónlengdir er vísað á leiðbeiningar Reykjavíkurborgar (Reykjavíkurborg, 2012). Lagfæringar og endurbætur í og við stíg Nýtt slitlag Vinnusvæði Það hefur mikla þýðingu fyrir hjólreiðamenn að hjólastígar og önnur yfirborð ætluð til hjólreiða séu sléttir og án hola og óþægilegra ójafna. Ójöfnur geta t.d. komið til vegna lagfæringa á stíg eða leiðslum sem liggja undir eða við stíg þar sem taka þarf upp hluta stígs og endurgera. Það er því mikilvægt að árétta við alla verkkaupa og verktaka verks að vel sé að verki staðið við allan frágang eftir framkvæmdir á þann hátt að ekki verði óþarfa kantar eða hæðarmismunur milli nýs og eldra undirlags á stíg. Þegar nýtt slitlag er sett á stíga og götur er mikilvægt að jafna út slitlagið til beggja enda svo ekki verður hæðarmunur í jaðri stígs sem getur komið hjólreiðamönnum í opna skjöldu. Óvæntur hæðarmunur er sérstaklega hættulegur fyrir hjólareiðafólk. Eitt framhjól sem skrikar til vegna hæðarmunar getur valdið slysi eða óhappi. Sérstaklega getur þetta verið hættulegt yfir vetrarmánuðina þar sem stígar geta verið undir snjó. Markmið með merkingu vinnusvæða er að aðvara vegfarendur og láta þá vita af breytingum í göturýminu. Þannig eykst öryggi allra vegfarenda sem og þeirra sem eru að vinna á svæðinu. Vinnusvæði eykur í öllum tilfellum hættu og óþægindi fyrir vegfarendur og vinnumenn. Það er því mikilvægt að við undirbúning og sjálfa framkvæmdina sé fyllsta varkárni gætt. Mikilvægt er að auðvelt sé að skilja merkingar og skilti. Stundum er heppilegt að vara vegfarendur við nokkru áður en komið er að vinnusvæðinu, að hluta til að auka skilning hjólreiðamanna á aðstæðum og að hluta til að gefa vegfarendum tækifæri til að velja aðra leið. Þar sem aðstæður krefjast lægri hraða hjólreiðamanna, t.d. vegna skarpra beygja eða hæðarmismunar, er mikilvægt að skilta breyttar aðstæður vel. Við uppgröft er mikilvægt að tryggja öryggi hjólreiðamanna, sérstaklega þar sem hætta er á háu falli. Gæta skal þess að búnaður sem ætlaður er að tryggja öryggi hjólreiðamanna valdi ekki hættu eða óþægindum. Mikilvægt er að tryggja góða lýsingu á vinnusvæðum. Söltun/söndun og snjómokstur Söltun/söndun og snjómokstur hjólastíga hefur ekki alltaf forgang í sveitarfélögum yfir vetrartímann. Með góðu vetrarviðhaldi er þó hægt að fá fleiri hjólreiðanotendur allt árið í kring. Með góðum veðurfarsupplýsingum er í sumum tilfellum hægt að fyrirbyggja vandamál varðandi hálku og snjó. 14

19 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Heimildir og nánari upplýsingar 1. Árni Davíðsson. 2014a. Hjólastígar. Úttektarform í iauditor appi fyrir farsíma og spjaldtölvur. Vefslóð á IAuditor appið: Vefslóð á úttektarformið Hjólastígar Form fyrir örygissúttekt hjólastíga : 2. Árni Davíðsson. 2014b. Skýrslur yfir 13 úttektir á öryggi hjólastíga sem gerðar voru iauditor appi í spjaldtölvu. Vefslóð : 3. Cyklistforbundet, Håndbog i cykelstiinspektion Vejen til en bedre cykeloplevelse. Cyklistforbundet. Vefslóð: 4. Reykjavíkurborg, Hönnun fyrir reiðhjól. Leiðbeiningar Reykjavíkurborgar unnar af Eflu. Vefslóð: 5. Samgöngustofa, Slysakort. Vefslóð: 6. Statens vegvesen, Rekkverk og vegens sideområder. Håndbok N101. Statens vegvesen. Noregur. Vefslóð: 7. Vegagerðin Handbók um yfirborðsmerkingar. Vegagerðin / Gatnamálastofa. Vefslóð: 8. Vegagerðin. 2010b. Þjóðvegir í þéttbýli - Leiðbeiningar. Vegagerðin. Vefslóð: 9. Vegagerðin Veghönnunarreglur 02 Þversnið. Vegagerðin. Vefslóð: Vegagerðin Handbók um umferðarmerki. Vegagerðin og Reykjavíkurborg. Vefslóð: Vejdirektoratet Krydsninger mellem stier og veje. Danmörk. Vefslóð: ( ) 12. Vejdirektoratet Vejkryds. Danmörk. Vefslóð: ( ) 13. Vejdirektoratet Trafiksikkerhedsprincipper. Danmörk. Vefslóð: ( ) 14. Vejdirektoratet. 2012a. Vejsignaler. Danmörk. Vefslóð: Vejdirektoratet. 2012b. Håndbog om Kollektiv trafik på veje. Danmörk. Vefslóð: Vejdirektoratet. 2013a. Håndbog i tilgængelighed. Færdselsarealer for alle. Danmörk. Vefslóð: ( ) 17. Vejdirektoratet. 2013b. Håndbog om Fartdæmpere. Danmörk. Vefslóð: 15

20

21 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Viðauki A Dæmi um samning vegna öryggisúttektar 16

22

23 Viðauki B Dæmi um öryggisúttekt hjólastígs ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Dæmið á næstu síðum sýnir úttekt skv. úttektarformi í iauditor appi fyrir farsíma og snjalltölvur. Um er að ræða Fossvogsstíg í Reykjavík frá Fossvogsbrú yfir Kringlumýrarbraut að hringtorgi við Elliðaár. Nokkrar úttektir í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafa nú þegar verið gerðar, sjá lista hér að neðan. Stígur Ægissíða 1,0 Einarsnes 1,0 Skerjafjörður 2,8 Fossvogsstígur 2,8 Elliðaárdalur 1,7 Elliðaárdalur-Mjódd 0,9 Mjódd-Lindir 2,1 Hafnarfjarðarstígur frá Sæbraut 1,8 Hafnarfjarðarstígur frá Miklubraut 1,9 Hafnarfjarðarstígur yfir Digranesháls 1,7 Hafnarfjarðarstígur yfir Arnarnes 1,7 Hafnarfjarðarstígur í gegnum Garðabæ 2,2 Hafnarfjarðarstígur í Hafnarfirði 1,9 Mosfellsbæjarstígur 4,9 Samtals Vegalengd [km] 28,5 km 17

24

25 Fossvogsstigur Reykjavik Upplýsingar um stíg Frá Fossvogsbrú yfir Kringlumýrarbraut að hringtorgi við Elliðaár. Stofnstígur. Tegund stígs Hjólastígur, Göngu- og hjólastígur Gæði leiðar. Skjól/Hávaði/Hæðarlega/Bein/Greið/Samgöngugildi/Útivistargildi/Aðlaðandi Skjól þokkalegt, hávaði lítill, hæðarlega góð, bein og greið leið, samgöngugildi mikið, útivistargildi mikið, aðlaðandi leið. Skoðað Skoðunarmaður Árni Davíðsson Tengiliður Reykjavik

26

27 Spurning Svar Atriði 1 Staðsetning Lautarvegur Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Vegvísar Lengd - metrar 1 Mynd Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Hér má koma vegvísir. Þægindi Minniháttar framkvæmd Setja vegvísi, t.d. Kópavogur, Rvk norður. Atriði 2 Staðsetning Fossvogsvegur Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Þverun akbrautar Lengd - metrar 1 Mynd Mynd 1 Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Biðskylda er út á veg frá ræktunarstöðinni. Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Þarf biðskyldu inná Ræktunarstöðina líka? Atriði 3 Staðsetning Fossvogsvegur Fossvogsstigur 2

28 108 Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Uppbygging/lagning Lengd - metrar Mynd Mynd 2 Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Brunnur stendur um 3 cm uppúr stíg. Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Laga ætti brunn þannig að brunnlok sé í plani við yfirborð stígs. Atriði 4 Staðsetning Tegund athugasemdar Svartiskógur 108 Reykjavik ( , ) Hætta við stíg Lengd - metrar 1 Mynd Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Stólpar með boðmerkjum við Fossvogsstíg, 150 cm há merki. Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Hækka öll boðmerki í 220 cm, fjarlægja óþörf boðmerki. Atriði 5 Staðsetning Tegund athugasemdar Svartiskógur 108 Reykjavik ( , ) Hætta við stíg Fossvogsstigur 3

29 Lengd - metrar 1 Mynd Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Ljósastaurar við Fossvogsstíg, 45 cm frá Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Á að vera lágmark 50 cm frá stígbrún. Hafa K12 gátskjöld úr álímdu endurskini á staur. Atriði 6 Staðsetning Árland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Hætta við stíg Lengd - metrar 1 Mynd Mynd 3 Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Tré of nálægt stíg, um 20 cm Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Fjarlægja tré. Atriði 7 Staðsetning Árland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Vegvísar Lengd - metrar 1 Mynd Fossvogsstigur 4

30 Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Vantar vegvísa. Þægindi Minniháttar framkvæmd Setja vegvísir, Kópavogur, Rvk vestur og austur. Atriði 8 Staðsetning Árland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Stígsýn skert Lengd - metrar 30 Mynd Mynd 4 Mynd 5 Teikning Athugasemd Stígsýn skert í beygju vegna trjágróðurs, stígsýn um 25 m. Tillaga að úrbótum Mikil hætta Minniháttar framkvæmd Taka neðstu trén, birki og viðja. Einnig þarf að snyrta ofvaxinn alaskavíði við drykkjarstöð. Stígsýn ætti að vera 75 m m.v. 30 km hönnunarhraða. Atriði 9 Staðsetning Bjarmaland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Stígsýn skert Lengd - metrar 10 Mynd Fossvogsstigur 5

31 Mynd 6 Teikning Athugasemd Stígsýn skert á stígamótum, 6 m en á að vera 10 m. Tillaga að úrbótum Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Klippa alaskaylli, taka innsta birki hinumegin. Atriði 10 Staðsetning Bjarmaland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Stígsýn skert Lengd - metrar 10 Mynd Mynd 7 Teikning Athugasemd Greinar slúta að og yfir stíg, skerða sýn. Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Tillaga að úrbótum Klippa neðstu greinar upp að 2,3 m. Atriði 11 Staðsetning Bjarmaland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Stígsýn skert Lengd - metrar 10 Fossvogsstigur 6

32 Mynd Mynd 8 Teikning Athugasemd Greinar slúta að stíg og skerða stígsýn, um 20 m. Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Tillaga að úrbótum Klippa greinar og tryggja stígsýn að 75 m. Atriði 12 Staðsetning Haðaland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Stígsýn skert Lengd - metrar 10 Mynd Mynd 9 Teikning Athugasemd Greinar skerða stígsýn á stígamótum, 7 m en á að vera 10 m. Tillaga að úrbótum Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Klippa greinar og/eða fjarlægja runna, ná lágmark 10 m sýn inní hliðarstig. Atriði 13 Staðsetning Láland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Fossvogsstigur 7 Þverhalli

33 Lengd - metrar 50 Mynd Mynd 10 Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Þverhalli um 3% útúr stíg og óþarfa sveigjur á stígnum. Lítil hætta Meiriháttar framkvæmd Halli ætti að vera inn í stíg og/eða sleppa óþarfa sveigjum. Atriði 14 Staðsetning Traðarland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Uppbygging/lagning Lengd - metrar 300 Mynd Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Frá Fossvogsskóla að Víkingi er kennisnið stígs ekki nægilega gott. Vatn og ís safnast á stíginn og veldur hálku að vetri. Lítil hætta Meiriháttar framkvæmd Dýrt að endurbyggja stíginn en krefst í staðinn góðs snjóruðnings og hreinsunar á ís að vetri. Atriði 15 Staðsetning Traðarland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Hætta á stíg Lengd - metrar 5 Mynd Fossvogsstigur 8

34 Mynd 11 Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Umferðareyja getur verið hulun snjó að vetrarlagi. Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Hægt að setja fláa á eyjuna og boðmerki C13.11 og ör C09.11 og C09.12 Atriði 16 Staðsetning Traðarland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Umferðarmerki Lengd - metrar 10 Mynd Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Bílar leggja í Traðarlandi að hjólastíg og loka í austurátt. Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Setja upp merki um bann við bifreiðastöðum lágmark um 20 m frá enda stígs. B21.11, J01.52 og J m. Atriði 17 Staðsetning Tegund athugasemdar Stjörnugróf 108 Reykjavik ( , ) Umferðarmerki Lengd - metrar 200 Mynd Fossvogsstigur 9

35 Mynd 12 Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Hjólavísar í Traðarlandi eyddir og þeir í austurátt eru of nálægt gangstéttarbrún m.v. bíla sem er lagt í götu. Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Mála hjólavísa, færa þá í austurátt um 1 m nær miðju götu. Atriði 18 Staðsetning Blesugróf Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Breidd stígs Lengd - metrar 10 Mynd Mynd 13 Teikning Athugasemd Stígur niður í 180 cm að breidd. Lítil hætta Viðhald Tillaga að úrbótum Mála hjólastíg í réttri breidd 2,5 m. Atriði 19 Staðsetning Traðarland Reykjavik ( , ) Tegund athugasemdar Stígsýn skert Lengd - metrar 50 Fossvogsstigur 10

36 Mynd Mynd 14 Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Stígsýn skert vegna runnagróðurs í beygju, um 30 m stígsýn. Lítil hætta Minniháttar framkvæmd Klippa runna eða fjarlægja og hafa einbola tré. Atriði 20 Staðsetning Tegund athugasemdar Reykjanesbraut 109 Reykjavik ( , ) Stígsýn skert Lengd - metrar 10 Mynd Mynd 15 Teikning Athugasemd Stígsýn skert úr göngum einkum í suðurátt, er um 7 m, einnig aðeins í norðurátt um 8 m. Mikil hætta Meiriháttar framkvæmd Tillaga að úrbótum Hægt væri að bæta sýn með 1) flytja stíg fjær undirgöngum, 2) taka af hliðum veggja, jarðveg, gróður og stytta tröppur, 3) taka gróður og slá, sem nú skerðir sýn. Atriði 21 Staðsetning Fossvogsstigur 11 Reykjanesbraut 109 Reykjavik ( , )

37 Tegund athugasemdar Hætta á stíg Lengd - metrar 5 Mynd Mynd 16 Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Hringtorg er með gangstéttarkanti sem hjólandi geta rekist á einkum í slæmu skyggni og snjó. Mikil hætta Minniháttar framkvæmd Þótt hringtorg sé umdeilt og margir fari öfugu megin við það dregur það sennilega úr hraða. Það skapar þó hættu á að rekast á það og því ætti að byggja það upp með fláa. Atriði 22 Staðsetning Tegund athugasemdar Reykjanesbraut 109 Reykjavik ( , ) Vegvísar Lengd - metrar 1 Mynd Teikning Athugasemd Tillaga að úrbótum Hér vanta vegvísa í 3(4) áttir. Þægindi Minniháttar framkvæmd Setja upp vegvísa í allar áttir. Fossvogsstigur 12

38 Myndir Mynd 1 Mynd 2 Fossvogsstigur 13

39 Fossvogsstigur 14 Mynd 3 Mynd 4

40 Mynd 5 Mynd 6 Mynd 7 Mynd 8 Fossvogsstigur 15

41 Fossvogsstigur 16 Mynd 9 Mynd 10

42 Mynd 11 Mynd 12 Mynd 13 Mynd 14 Fossvogsstigur 17

43 Fossvogsstigur 18 Mynd 15 Mynd 16

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli.

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Vistvegir Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Verk nr: 2001-02.16 Nóv 2004 Efnisyfirlit Kynning...2 1. Hvers

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Almenningssalerni í Reykjavík

Almenningssalerni í Reykjavík Almenningssalerni í Reykjavík Stefna og tillögur Júlí 2016 Almenningssalerni í Reykjavík stefna og tillögur Samantekt Eftirfarandi eru tillögur starfshóps um þjónustumarkmið um almenningssalerni í Reykjavík.

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Trafiksikkerhedsinspektion i Island NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Oversigt Hvorfor er TS-inspektion vigtig? Ny handbog Registreringsprocess

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI F R A M K VÆ M D A D E I LD SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Þ Ó R A R I N N M A G N Ú S S O N V E R K F R Æ Ð I N G U R Efnisyfirlit Formáli bls. 2 Inngangur bls. 3 Kafli 1 - Eldvarnir bls. 5 Kafli 2 - Félags-

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA. Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013

VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA. Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013 VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 Janúar 2014

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum

Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum 2012 Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum Matthildur B. Stefánsdóttir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir Stefán Gunnar Thors Anna Rósa Böðvarsdóttir Hafdís Eygló Jónsdóttir Helga

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Félag íslenskra bifreiðaeigenda

Félag íslenskra bifreiðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda www.fib.is komudagur Nefndasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Reykjavík, 2. febrúar 2007 Umsöen frá Félaei íslenskra bifreiðaeigenda um frumvarp til umferðarlaea.

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Sund- og baðstaðir. Handbók

Sund- og baðstaðir. Handbók Sund- og baðstaðir Handbók UMHVERFISMERKI 141 381 Prentgripur SUND- OG BAÐSTAÐIR Handbók UMBROT Einar Guðmann UMHVERFISSTOFNUN Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík SÍMI 591 2000 SÍMBRÉF 591 2010 umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

Vogabyggð - svæði 1 Deiliskipulag Skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð. Útgáfa 08,

Vogabyggð - svæði 1 Deiliskipulag Skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð. Útgáfa 08, Vogabyggð - svæði 1 Deiliskipulag Útgáfa 08, 11 05 2017 Samþykktar- og staðfestingarferli... 2 1 Deiliskipulag... 3 1.1 Hönnun og uppdrættir... 3 1.2 Minniháttar framkvæmdir... 3 1.3 Fyrirliggjandi leyfi

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði

Endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði Efnisyfirlit 1. Inngangur... 4 1.1. Verkefnið... 4 1.2. Hlutverk starfshópsins og markmið... 4 1.3. Fyrirkomulag vinnunnar... 4 2. Upplýsingar um mygluvandamál í húsnæði... 5 2.1. Upplýsingar frá byggingarfulltrúum...

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere