Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám."

Transkript

1 Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en við lærum ekki öll á sama hátt. Síðan haustið 2008 hefur verið unnið þróunarstarf í Snælandsskóla í sambandi við námsstíl og hvernig nýta má námsstílslíkan Dunn og Dunn sem verkfæri í einstaklingsmiðuðu námi og til þess að gera nám barna árangursríkt, jákvætt og skemmtilegt. Guðbjörg Emilsdóttir kennari tók efnið saman.

2 2

3 3 Ertu búin/n að læra? Heimanám barna er umdeilt. Sumum reynist það leikur einn, öðrum reynist það erfitt. Oft er það vegna þess að allir á heimilinu eru þreyttir þegar á að fara að læra og börnin virðast áhugalaus. En stundum er það vegna þess að foreldrar gera sér ekki ljóst að börn eru ólík og læra á mismunandi hátt og því eru oft gerðar óraunhæfar kröfur til þeirra. Systkini læra iðulega á ólíkan hátt og hafa ekki sama náms-stíl. Jafnframt er námsstíll foreldranna oft ólíkur innbyrðis og ólíkur námsstíl barnanna. Það getur valdið ágreiningi um hvernig best sé að hjálpa börnunum. Stuðningur foreldra við nám barna hefur mikil áhrif á námsárangur þeirra. Sem foreldri, ert þú fyrsti kennari barnsins þíns. Á heimilinu eru margir möguleikar til að uppgötva, gera tilraunir, rannsaka, leika og nema. Þú getur kynnst námsstíl barnsins þíns með því að fylgjast með því læra. Þú getur boðið því upp á mismunandi námsaðstæður og leiðir til þess að leysa verkefni og séð þannig hvað hentar best eða svarað þar til gerðum spurningalistum. Með því að aðstoða barnið á þennan hátt leggur þú þitt á vogarskálarnar til að gera námið árangursríkt og ánægjulegt. Sama gildir um kennarana. Foreldrarnir þekkja börnin best og geta aðstoðað kennarana við að finna út námsstíl barnanna. Hver kannast ekki við þetta? bla, bla, bla, þetta er nú svo auðvelt bara ef þú... Rannsóknir sýna að fæstir skilja nýtt og erfitt efni með því að nota eingöngu heyrnarskynið eða um það bil 12%. Hvernig væri að prófa aðrar skynleiðir? Gauja 40% læra best sjónrænt! Gauja Hverjir þekkja ekki það að reyna að útskýra fyrir barninu og tala og tala án nokkurs árangurs. Barnið er eitt spurningarmerki. Þú ferð að tala hærra og hærra og allir verða pirraðir. Þú, af því að barnið skilur ekki og barnið vegna þess að því líður illa yfir því að skilja þig ekki. Þetta á bæði við um kennara og foreldra. 30% hafa sterkt snertiskyn og læra best með höndunum! 18% hafa sterkt hreyfiskyn og læra best með öllum líkamanum!

4 4 Námsstílslíkan Dunn og Dunn Veggspjaldið var unnið í tengslum við þróunarverkefnið Námsstílslíkan Dunn og Dunn sem leið í einstaklingsmiðuðu námi sem byrjað var á í Snælandsskóla 2008 og er ennþá í gangi. Fimm þættir skipta máli fyrir 70% nemenda þegar þeir læra eitthvað nýtt og erfitt! Fjölmargt hefur áhrif á getu okkar til að læra, bæði utanaðkomandi þættir svo og þættir innra með okkur. Öll getum við lært en við lærum á mismunandi hátt og höfum mismunandi námsstíl. Námsstíll snýst um styrkleika okkar og á hvaða hátt og við hvaða aðstæður okkur gengur best að halda athygli og læra nýja og erfiða hluti. Kenningar Dunn og Dunn byggja á heila og sálfræðirannsóknum. Hornsteinn kenninga þeirra er sá að flestir geti lært séu þeim búnar réttar aðstæður til þess. Námsstíll er margþætt fyrirbæri sem styður við alhliða nám og þroska einstaklingsins. Námsstíl hvers og eins ætti að viðurkenna og virða. Námsstíll erfist að einhverjum hluta, felur í sér styrkleika og veikleika og þróast og breytist með árunum. Allir hafa styrkleika en þeir eru mismunandi hjá hverjum og einum. Námsstíll getur verið sveigjanlegur og farið eftir því hvað við erum að fást við hverju sinni (Dunn og Dunn, 1992). Samkvæmt námsstílslíkani Dunn og Dunn eru það 20 atriði sem geta haft áhrif á námsárangur. Þessi atriði eru flokkuð í fimm áhrifaþætti. Ekki er ætlast til þess að unnið sé með öll atriðin í einu heldur að byrjað sé smátt og smátt. Algengt er að það séu 6-14 atriði sem hafa afgerandi þýðingu fyrir hvern og einn þegar kemur að því að halda athyglinni við að læra eitthvað nýtt og erfitt, vinna úr og muna. Með því að hafa þessi atriði í huga má gera nám auðveldara, skemmtilegra og árangursríkara (Fisker, 2011). Þættirnir í námsstílslíkani Dunn og Dunn eru: Umhverfisþættir: Hljóð, lýsing, hitastig og húsbúnaður. Tilfinningaþættir: Eigin tilfinningar þ.e. áhugahvöt, ábyrgð, þrautseigja og þörf fyrir innra og ytra skipulag. Félagslegir þættir: Vinna einn, tveir saman, með öðrum í hópi, fá aðstoð eða mismunandi og fjölbreytt eftir aðstæðum. Lífeðlisfræðilegir þættir: Skynjun (heyrn, sjón, snerting, hreyfing), þörf fyrir næringu, að hreyfa sig og tími sólarhringsins. Sálfræðilegir þættir: Heildrænn eða greinandi í hugsun, hvatvís eða íhugandi. Gott er að hafa eftirfarandi í huga til þess að finna út námsstíl barnsins: Hverjar eru sterkar hliðar barnsins? Hvað finnst barninu gaman að gera? Lesa, hlusta, horfa, teikna, leira, búa til hluti, púsla, leika sér úti, hreyfa sig. Í hvernig umhverfi líður barninu best þegar það er að læra? Vill það hafa heitt, svalt, mikla lýsingu, daufa lýsingu, sitja við borð, sitja í sófa, liggja á gólfinu eða standa? Hugsar barnið meira í myndum en orðum? Hvenær er barnið virkilega niðursokkið í það sem það er að gera? (Aabrandt, 2005).

5 5 Samkvæmt kenningum Dunn og Dunn hafa umhverfisþættirnir, félagslegu og tilfinningalegu þættirnir mikilvæg áhrif þegar kemur að því að læra eitthvað nýtt og erfitt. Ef ykkur hrýs hugur við að byrja að vinna eftir námsstílslíkaninu getur verið auðveldast að byrja á því að skoða umhverfisþættina og hafa þá í huga þegar þið hjálpið barninu við nám eða eruð sjálf að læra. Umhverfisþættir Hvernig vilt þú hafa námsumhverfið þitt? Þegar við ætlum að læra eitthvað nýtt og erfitt er mikilvægt að athyglin sé vel stillt. Umhverfisþættirnir ásamt næringu, hreyfingu og tíma dagsins hafa áhrif á athyglina. Það er einstaklingsbundið hvernig við viljum hafa umhverfið í kringum okkur þegar við erum að læra. Sumir vilja hafa þögn, aðrir vilja hafa bakgrunnshljóð. Þeir sem vilja hafa þögn verða að láta vita af því. Þeir geta reynt að loka að sér ef það hentar eða nota eyrnartappa. Þeir sem vilja hafa bakgrunnshljóð geta verið með opna hurð inn í annað rými þar sem fólk er að tala eða unnið með öðrum. Þeir geta hlustað á tónlist en æskilegt er að tónlistin sé án texta. Sumir vilja hafa mikla lýsingu á meðan aðrir vilja hafa daufa lýsingu. Gott er að vera með góðan vinnulampa til þess að stilla lýsinguna. Þeir sem vilja mikla lýsingu geta setið úti við glugga þegar bjart er úti. Sumir vilja hafa heitt á meðan aðrir vilja hafa svalt. Það má vefja um sig teppi, fara í hlýja sokka eða opna gluggann, allt eftir þörfum hvers og eins. Sumir vilja sitja við skrifborð á meðan aðrir vilja hreiðra um sig í hægindastól eða sófa, liggja á dýnu á gólfinu eða standa á meðan þeir læra. Tilfinningaþættir Forsendan fyrir því að nám eigi sér stað er að barnið finni þörf fyrir þekkingu, hafi vilja til þess að læra og að það sé gaman. Tilfinningarnar eru dyrnar að námi. Þær hafa áhrif á athyglina sem síðan hefur áhrif á áhuga okkar á því að læra. Jákvæðar tilfinningar eru nauðsynlegar til þess að nám geti átt sér stað. Uppgjöf, streita og það að upplifa stöðugt mistök hindrar allt nám. Það er ekki hægt að aðskilja tilfinningar og hugsun. Með hjálp hugans getur maður hugsað sig þreyttan. Sama gildir um hið gagnstæða. Með því að hugsa jákvætt getum við allt sem við viljum. Við gerum það með því að nota jákvæða hugsun, sjá fyrir okkur í huganum jákvæðar myndir og beina huganum að því sem er að gerast hér og nú (Lena Boström, 2004). Áhugahvöt Hvernig eigum við að vekja áhuga barnanna? Áhugahvötin er ekki líffræðilega tengd námsstíl heldur skapast hún af reynslu og því sem er í kringum okkur. Talað er um innri og ytri áhugahvöt. Einstaklingar með sterka innri áhugahvöt hafa innri drifkraft, langtímamarkmið og gott sjálfstraust. Þeir bjarga sér yfirleitt sjálfir. Andstætt er með ytri áhugahvöt, það er að segja einstaklinga sem hafa mikla þörf fyrir stuðning, endurgjöf og skammtímamarkmið. Þeir hafa þröf fyrir handleiðslu og hvatningu og þurfa stöðugt að fá staðfestingu á því að þeir séu að gera rétt og vel.

6 6 Áhugahvötin eflist með því að einstaklingurinn sjálfur tekur þátt í að skipuleggja nám sitt, hefur skýr markmið, setur sér tímamörk og gerir áætlun og fær strax svar eða viðbrögð við því sem hann/hún gerir. Það getur verið áhrifaríkt að halda námsdagbók eða safna saman því sem maður hefur gert í ferilmöppu til þess að geta síðar séð hverju maður hefur áorkað. Foreldrar geta hjálpað mikið til með því að sýna skólavinnu barnsins áhuga. Ábyrgð /aðlögun Sumir bera strax sjálfir ábyrgð á námi sínu. Þeir eiga auðvelt með að aðlagast aðstæðum og leysa verkefnin án þess að mögla. Aðrir eiga erfitt með að aðlagast og gera það sem ætlast er til af þeim og kemur það oft út eins og ábyrgðarleysi. Þeir þurfa að láta minna sig á eða vilja að einhver stjórni þeim og fylgist með vinnunni. Þeir vilja skilja af hverju verkefnin eru mikilvæg. Það getur verið gott þegar í upphafi að koma sér saman um hversu mikil stuðningur á að koma frá stuðningsaðilanum. Það getur komið í veg fyrir pirring, leiðindi og óþarfa suð. Foreldum ber að veita börnunum öryggi, setja þeim reglur og hvetja þau til að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð. Mikilvægt er að börnin æfist strax í að skila verkefnum á réttum tíma. Börn eru misjöfn og systkini oft ólík. Þrautseigja Þrautseigja er oftast undir einstaklingnum sjálfum komin. Við erum öll mismunandi þrautseig og úthaldsgóð. Þeir sem eru mjög þrautseigir ljúka verkefnum sem þeir byrja á og vinna kerfisbundið og markvisst. Þeir sem eru ekki þrautseigir skipta oft um verkefni og ljúka ekki við þau. Til þess að auka þrautseigju og úthald þarf að þjálfa sig í að halda athygli við það sem maður er að vinna hverju sinni. Til þess að verkefnið verði ekki eins óyfirstíganlegt er gott að kynna sér það vel áður en hafist er handa, setja sér tímamörk og finna út hvað það er sem truflar námið. Hlutverk leiðbeinandans (foreldra/kennara) er að veita góðan stuðning. Það má gera með því að gefa fljótt stutt svör og sýna raunhæf viðbrögð, leiða áfram á jákvæðan hátt, hrósa og bjóða upp á mismunandi vinnuaðstæður. Skipulag Við tölum bæði um innra og ytra skipulag. Þeir sem hafa meðfætt gott innra skipulag geta skipulagt og stýrt vinnu sinni sjálfir. Þeir vilja sjálfir ákveða hvernig þeir ætla að leysa verkefnin og hafa ekki þörf fyrir skýr fyrirmæli og ytra skipulag. Aðrir hafa þörf fyrir skýran ramma og vilja fá skýr fyrirmæli varðandi það sem á að gera. Æskilegt er að aðstoða þá nemendur við að gera tíma- og verkáætlun. Félagslegir þættir Félagslegu þættirnir ásamt lífeðlisfræðilegu þáttunum hafa áhrif á hvernig okkur tekst að tileinka okkur nýtt efni. Til þess að lifa í nútímasamfélagi þarf félagslega hliðin að vera í jafnvægi. Félagslegt samhengi skiptir miklu máli fyrir börn þegar þau eru að tileinka sér nýja og erfiða hluti. En það er mismunandi hvernig þau vilja vinna. Sumir vilja eiga möguleika á fjölbreyttum aðstæðum eftir því hvað þeir eru að vinna með. Aðrir vilja hafa allt í föstum skorðum og vinna alltaf eins. Sumir sækja stíft að fá að vinna með öðrum, með jafningjum eða í blönduðum hópi. Stór hluti grunnskólanemenda hefur mikla þörf fyrir leiðsögn fullorðinna.

7 7 Lífeðlisfræðilegir þættir Mikilvægt er að finna út hvaða skynfærniþáttur er sterkastur hjá barninu. Er það heyrn, sjón, snerting eða hreyfing? Sum börn læra best með því að sjá hlutina t.d. lesa, horfa á myndir, teikningar eða gröf. Önnur læra best nýja og erfiða hluti með því að heyra um þá, þ.e. hlusta. Þriðji hópurinn lærir best með því að snerta og vinna með höndunum, t.d. vinna í tölvu, búa til módel og gera tilraunir. Fjórði hópurinn skilur hlutina best með því að framkvæma þá í raunveruleikanum og nota líkamann. Gauja Ég læri best með því að rannsaka og gera hlutina sjálf. Börn eru yfirleitt með sterkt sjón-, snerti- og hreyfiskyn Samkvæmt kenningum Ritu Dunn fyrrverandi prófessors við St.Johns University í New York á að byrja með að láta barnið: 1. Læra gegnum sterkasta skynfærniþáttinn. 2. Rifja upp gegnum næst sterkasta skynfærniþáttinn. 3. Koma frá sér því sem það hefur lært gegnum sterkasta skynfærniþáttinn. Ekki er alltaf auðvelt og ef til vill ekki æskilegt að setja fólk í ákveðna flokka. Sama á við um námsstílinn. Margir eru sveigjanlegir og segja að það fari eftir því við hvað þeir eru að vinna hvaða hátt þeir vilja hafa á. Einnig breytist námstíll að hluta til með aldrinum. Börn eru yfirleitt með sterkara sjón-, snerti- og hreyfiskyn en fullorðnir. Gott er að hafa í huga að mörg börn eru mjög myndræn í hugsun. Það á oft sérstaklega við börn sem greinast með dyslexíu, ADHD og ADD (Davis, R. 2003). ATH! Nemendum, sem eru með sterkt hreyfi- og snertiskyn, vegnar oft verst í skólakerfinu (Dunn og Dunn, 1993)! Enginn er bara sjónrænn eða bara heyrnrænn eða bara með sterkt snerti- eða hreyfiskyn. Ef þú ert alltof mikið svona eða hinsegin ættir þú að æfa þig í því gagnstæða til þess að ná jafnvægi! Byrjaðu að nota sterkasta skynfærniþáttinn og æfðu síðan hina. Börn eru oft mjög myndræn í hugsun. Sum hugsa í þrívídd og hafa mjög gott rúmskyn, sérstaklega þau sem greinast með dyslexíu. Ég læri best með höndunum. Gauja Gauja

8 8 Hvaða skynfærniþáttur er sterkastur hjá barninu þínu? Ath! Þessir listar eru eingöngu til viðmiðunar. Er barnið þitt heyrnrænt? Barnið þitt er heyrnrænt ef þú getur merkt við a.m.k. fimm af eftirfarandi staðhæfingum. Barnið mitt: Man vel það sem því er sagt. Er duglegt að muna langa söngtexta. Á auðvelt með að muna og þekkja raddir fólks. Getur munað talnarunur með því að heyra þær inni í sér. Skilur best munnlegar útskýringar. Man það sem því er sagt með því að heyra það inni í sér. Á best með að læra eitthvað nýtt þegar fullorðinn segir frá og það fær að taka þátt í umræðum. Hefur ánægju af því að leika sér með rím og vísur. (Schmidt, 2010) Er barnið þitt sjónrænt? Barnið þitt er sjónrænt ef þú getur merkt við a.m.k. fimm af eftirfarandi staðhæfingum. Barnið mitt: Man vel það sem það hefur séð í bók. Man vel kvikmyndir sem það hefur séð. Man vel andlit á fólki. Getur munað talnarunur með því að sjá þær fyrir sér í huganum. Skilur best útskýringar sem það les í bókum. Býr til myndir í huganum (sér fyrir sér) til þess að muna hluti. Á best með að læra af rituðum texta eða myndum. Hefur ánægju af því að teikna og skrifa. (Schmidt, 2010) Hefur barnið þitt sterkt snertiskyn? Ef þú getur merkt við fimm af eftirfarandi staðhæfingum hentar barninu þínu vel að læra með því að snerta og vinna með höndunum. Barnið mitt: Á auðvelt með að muna útskýringar sem það fær ef það teiknar á meðan. Á auðveldara með að hlusta ef það fær að handfjatla eitthvað á meðan það hlustar. Er handlagið. Man talnarunur með höndunum. Hefur ánægju af því að vinna verkefni í tölvu. Skrifar glósur á meðan það hlustar. Á auðveldast með að læra ef það fær að gera/búa hlutinn til. Man best það sem því er sagt ef það skrifar eða teiknar á meðan. (Schmidt, 2010) Hefur barnið þitt sterkt hreyfiskyn? Ef þú getur merkt við fimm af eftirfarandi staðhæfingum hentar barninu þínu vel að læra með því að hreyfa sig. Barnið mitt: Man vel ef þú gengur um gólf um leið og þú segir því frá. Hlustar betur ef það hreyfir sig á meðan það hlustar. Er duglegt að nota líkamann. Man betur talnarunur ef það fær að hreyfa sig á meðan það rifjar upp. Skilur best flókna hluti ef það fær að gera tilraunir eða nota líkamann á annan hátt. Á auðveldast með að einbeita sér á meðan það talar í síma ef það gengur um gólf í leiðinni. Á auðveldast með að læra nýja hluti í gegnum hlutverkaleiki eða aðra leiki. Hefur mikla ánægju af hreyfingu og að nota líkamann. (Schmidt, 2010)

9 9 Lífeðlisfræðilegir þættir - Hvað hentar best? Munið að örva allar skynleiðirnar og bjóða upp á fjölskynja verkefni! Heyrnarskyn Sumir eru sterkir á heyrnrænu sviði. Þeim hentar vel að læra með því að: hlusta hlusta á námsefni hlusta á aðra hlusta á sögur lesa sjálf/ur texta inn á band og hlusta síðan lesa upphátt tala við sjálfan sig rifja upp upphátt segja sögur og endursegja taka þátt í umræðum rökræða taka viðtöl fá munnlegar leiðbeiningar hlusta á og spila tónlist syngja Sjónskyn Sumir eru sterkir á sjónrænu sviði. Þeim hentar vel að læra með því að: vinna með ritaðan texta skoða og lesa bækur lesa upphátt fyrir aðra skoða kort og myndir vinna með myndir, teikningar eða hreyfimyndir merkja við mikilvæg atriði í kennslubókunum með lituðum yfirstrikunarpenna leysa skrifleg verkefni skrifa niður það mikilvægasta skrifa glósur teikna og myndskreyta gera hugarkort búa til veggspjöld sjá fyrir sér í huganum vinna verkefni á tölvu fá skriflegar leiðbeiningar búa til myndbönd eða kvikmyndir Snertiskyn Sumir hafa sterkt snertiskyn. Þeim gengur best að læra með því að : vinna með höndunum vinna á tölvu teikna eða mála það mikilvægasta úr námsefninu skrifa, teikna, hanna, búa til verkefni skrifa glósur um leið og er hlustað gera tilraunir nota alls konar verkfæri hafa pappír og penna til taks heima og í kennslustundum föndra, klippa og líma búa til skemmtileg námsgögn t.d. vefspjald, spurningaspil, minniskort, dómínó o.fl. móta hugtök og atburði í leir búa til módel púsla, byggja úr kubbum nota mjúka bolta til að handfjatla

10 10 Hreyfiskyn Sumir hafa sterkt hreyfiskyn. Þeir nota gjarnan tilfinningar sínar og innsæi þegar þeir læra nýja hluti. Þeir þurfa oft að hreyfa sig mikið og nota líkamann. Þeim gengur best að læra með því að: hlaða inn námsefni af námsvefjum á ipodinn og hlusta á námsefnið um leið og farið er út að ganga hreyfa sig og nota líkamann þegar verið er að læra eitthvað erfitt spila gólfspil taka þátt í hreyfileikjum og ratleikjum setja saman módel gera tilraunir og rannsóknir taka þátt í hlutverkaleikjum og leikrænni tjáningu taka þátt í íþróttum dansa setja upp sýningar gera myndbönd eða kvikmyndir taka þátt í námsferðum og leiðöngrum rannsaka á eigin vegum leita svara við eigin spurningum reyna að finna persónulega skýringu á því hvers vegna þarf að læra ákveðið efni reyna að finna upp á einhverju nýju og skemmtilegu á meðan verið er að læra teygja úr sér af og til á meðan á vinnu stendur hreyfa sig þegar nauðsyn krefur en muna að trufla ekki aðra Tími dagsins Það er mismunandi á hvaða tíma dags fólki hentar best að læra. Sumir eru morgunhanar á meðan aðrir eru náttuglur. Ekki er endilega víst að öllum henti vel að mæta í próf kl. 8 á morgnana. Tíminn milli kl hentar yfirleitt stærri hópi betur. Skólakerfið býður því miður ekki upp á mikla möguleika varðandi tímann. Líffræðilega klukkan veit oft best og því ættir þú að velja besta tímann þinn til þess að gera það sem er erfiðast ef þess er kostur. Hreyfanleiki Sumir hafa mikla hreyfiþörf og þurfa að hreyfa sig mikið við vinnuna. Að taka oft stutt hlé, standa upp og hreyfa sig aðeins hjálpar mikið. Nemendur þurfa að láta kennarann vita ef þeir hafa mikla hreyfiþörf. Einnig er gott að gera heilaleikfimi. Næring Sumir eiga auðveldara með að einbeita sér ef þeir hafa eitthvað að tyggja, narta í eða drekka á meðan þeir læra. Gott er að taka með sér ávexti og grænmeti í skólann og hafa aðgengi að drykkjarvatni í skólastofunni Ef þú ert sínartandi hugsaðu þá um hvað þú borðar! Hlustið á líkamann varðandi næringarþörf og hreyfingu!

11 11 Sálfræðilegir þættir Hvernig hugsar barnið? Er það heildrænt, greinandi eða sveigjanlegt í hugsun? Flest börn (oftast þau yngri) eru heildræn í hugsun. Þeim gengur best að læra þegar þau sjá tilgang með því sem þau eiga að læra og markmiðin eru fyrirfram skýr. Þau vilja sjálf fá að skipuleggja vinnuna og hafa áhrif á hvernig þau vinna. Þau geta verið með mörg verkefni í gangi í einu. Það á að vera gaman. Er barnið heildrænt í hugsun? Barnið er heildrænt í hugsun ef þú getur merkt við minnst sex af eftirfarandi atriðum. Barnið: Getur gert marga hluti í einu. Man vel andlit. Talar mikið. Er hugmyndaríkt (finnur upp á ýmsu skemmtilegu). Man vel hvað það dreymir á nóttunni. Hefur ánægju af því að teikna og lita. Hefur ánægju af því að skoða myndskreyttar bækur. Vill fá útskýringu á af hverju það á að gera það sem til er ætlast af því. Hefur ánægju af því að hlusta á fullorðna segja stuttar sögur og brandara. Gerir að mestu leyti það sem það vill. (Schmidt, 2010) Önnur börn eru greinandi í hugsun. Þeim gengur best að læra : Þegar allt er mjög vel skipulagt Þegar þau fá að vinna með einn hlut í einu Þegar þau fá skýrar leiðbeiningar lið fyrir lið. Þau setja ekki spurningamerki við það sem þau eiga að læra. Er barnið greinandi í hugsun? Barnið er greinandi í hugsun ef þú getur merkt við a.m.k. sex af eftirfarandi atriðum. Barnið: Er duglegt að gera áætlanir og skipuleggur það sem það þarf að gera. Vill hafa ró og frið þegar það er að læra. Er mjög vel talandi. Er duglegt að leysa verkefni sem reyna á rökræna hugsun. Man vel það sem því er sagt. Vill gera einn hlut í einu. Vill vinna skref fyrir skref í ákveðinni röð. Vill hafa röð og reglu í kringum sig. Hefur ánægju af því að lesa eða hlusta á upplestur um spennandi efni. Hugsar sig vel um áður en það framkvæmir. (Schmidt, 2010) Talið er að um það bil 88% af yngri nemendum og 50% af eldri nemendum séu heildrænir í hugsun. Þeir sem eru heildrænir í hugsun sjá skóginn á undan trjánum. Þeir þurfa að sjá heildina áður en þeir geta farið að vinna með einstök atriði. Þeir sem eru heildrænir í hugsun eru með hægra heilahvel ríkjandi. Þeir sem eru greinandi í hugsun: Sjá einsök tré áður en þeir sjá skóginn. Þurfa að vita einstök atriði áður en þeir öðlast yfirsýn yfir heildarmyndina. Eru með vinstra heilahvel ríkjandi.

12 Sálfræðilegir þættir 12 Heildræn hugsun Heildræn manneskja er sú sem er með ríkjandi hægra heilahvel. Hún vill sjá heildina áður en hún fer að velta fyrir sér smáatriðunum. Það er mikilvægt fyrir þá sem eru heildrænir í hugsun að sjá tilganginn með því sem þeir eiga að læra, fá að skoða verkefnin frá mismunandi sjónarhornum og prófa hlutina fyrst áður en þeir fara að kynna sér það fræðilega sem liggur á bakvið. Sumir eru sveigjanlegir í hugsun. Þeir eru bæði heildrænir og greinandi. Nokkur góð ráð fyrir þá sem eru heildrænir í hugsun: Spyrja kennarann af hverju þú þurfir að læra það sem verið er að kenna. Fá heildarmyndina fyrst og síðan smáatriðin. Byrja með það hagnýta og læra síðan kenningarnar. Teikna eða skrifa heildarmynd af því sem verið er að vinna með. Myndskreyta, nota liti, munstur, tákn og tengingar. Búðu til hugarkort. Reyna að finna það sem skiptir mestu máli og þér finnst mikilvægast. Greinandi hugsun Þeir sem eru greinandi í hugsun eru með ríkjandi vinstra heilahvel. Þeir þurfa fyrst að fá að vita staðreyndir og smáatriði til þess að geta síðar séð heildarmyndina. Fyrir þá er mikilvægt að markmið hvers verkefnis sé skýrt og til hvers sé ætlast þegar þeir eiga að læra eitthvað nýtt. Þeim finnst gott að vinna með kenningar og vinna ýmis æfingaverkefni og vilja láta prófa sig í smáatriðunum og staðreyndunum til þess að vera vissir um að vera á réttri leið. Þeir þurfa helst að fá að vinna í ró og næði og vilja ekki láta trufla sig við vinnuna. Nokkur góð ráð fyrir þá sem eru greinandi í hugsun: Vinna skref fyrir skref. Vinna kerfisbundið. Skrifa upp mikilvægar staðreyndir og atriði. Fá ítarlegar leiðbeiningar og verklýsingar. Merkja við á spássíuna í bókunum. Biðja um að fá staðreyndaspurningar til þess að sýna hvað þú kannt. Læra fyrst kenningarnar og gera svo hið hagnýta. Skipuleggja og gera áætlun. Nota rök þegar þú leysir verkefni. Notfæra sér flæðirit og stigskipt kort við nám og við að skipuleggja þekkinguna. Spyrja kennarann hvað, hvenær og hvernig þú eigir að læra.

13 13 Hugsunarstíll Þeir sem eru íhugandi vilja hafa hljótt og rólegt í kringum sig og fá tíma til þess að hugsa og íhuga vel það sem þeir læra. Nokkur ráð til þeirra íhugandi: Gefa sér tíma til þess að hugsa. Láta vita að þú þurfir tíma til þess að hugsa. Reyna stundum að vera hvatvís. Foreldrar og kennarar, munið að gefa íhugandi barninu þann tíma sem það þarf. og að hvetja það áfram með spurningum. Íhuga merkir að hugsa um, hugleiða, bræða með sér, bollaleggja, ígrunda. Þeir sem eru hvatvísir vilja byrja strax á verkefnunum og vera virkir alveg frá byrjun. Nokkur ráð til þeirra hvatvísu: Reyna að grípa ekki fram í fyrir öðrum þegar þeir eru að tala. Fara eftir innsæinu og tilfinningum í mikilvægum málum. Hugsa sig stundum um. Ef þú ert foreldri eða kennari, styddu við sköpunargáfu barnsins. Ef þú ert foreldri eða kennari, leiðbeindu hvatvísa barninu án orða. Gott er að vinna með hugtökin orsök og afleiðing og tími með hvatvísa barninu. Muna að hvatvísa barnið hugsar mjög hratt og oftast í myndum. Samkvæmt kenningum Dunn og Dunn tekur greining heilahvelanna einnig til umhverfisþátta og þrautseigju. Má þar nefna að þeir sem eru greinandi í hugsun vilja hafa þögn þegar þeir læra, sterka lýsingu, sitja hefðbundið á stól við skrifborð, hafa ekki þörf fyrir mat og drykk, eru mjög þrautseigir og vilja ljúka við eitt verkefni áður en þeir byrja á því næsta. Þeir sem eru heildrænir í hugsun vilja gjarnan hlusta á tónlist eða hafa umhverfishljóð, daufa lýsingu og sitja í hægindastól/mjúkum sófa eða liggja á dýnu á gólfinu, vinna með mörg verkefni í einu og hafa eitthvað að narta í á meðan þeir læra. Gauja Gauja

14 14 Meira um hugsunarstílinn! Meirihluti grunnskólanemenda (50% - 88%) er heildrænn í hugsun! Meirihluti kennara (65%) og fullorðinna er greinandi í hugsun! Grunnskólanemendur bregðast betur við og eiga auðveldara með að halda athyglinni við námið ef kennararnir og foreldrarnir leggja efnið fram og útskýra á heildrænan hátt. Það má gera með því að byrja með því að segja þeim stuttar sögur eða gamansögur sem tengja efnið sem þeir eiga að fara að vinna við þeirra eigið líf. Síðan má vinna á fjölbreyttan hátt: Vinna verkefni sem byggja á snerti-, hreyfi og sjónskyni fremur en á heyrnarskyni. Leyfa barninu að vinna með höndunum, snerta, rannsaka, hreyfa sig. Ekki nota mikið munnlegar útskýringar. Meiri líkur er á því að innlagnir henti öllum ef byrjað er heildrænt og síðan farið yfir í greinandi innlögn. Við erum ólík í útliti og hugsum ekki eins! Munið að börn eru oftast heildrænni í hugsun en þeir fullorðnu! Vinna með myndir, töflur, gröf, liti, hugarkort, teiknimyndir og leikræna tjáningu. Hafa innlagnir og vinnulotur stuttar með hléum á milli. Leyfa barninu að velja hvar og með hverjum það vill vinna. Til gamans! Hvernig býrð þú til mat? Fylgir nákvæmlega uppskriftinni? EÐA Prófar þig áfram og notar tilfinninguna? Hvernig skipuleggur þú sumarfríið? Skipuleggur ferðina í smáatriðum mörgum vikum fyrir fríið, skrifar lista yfir það sem þú ætlar að taka með, finnur gistingu, skipuleggur útsýnisferðir o.fl. EÐA Stingur því nauðsynlegasta í ferðatöskuna á síðustu mínútu og sest á hana til þess að geta lokað, lyftir upp höndunum og segir: Þetta reddast allt ef vegabréfið og peningarnir eru með. Hvernig kaupir þú í matinn? Skrifar minnislista þar sem allt sem á að kaupa er skrifað niður í sömu röð og vörurnar eru í búðinni. EÐA Ferð inn í búðina og hugsar: Hvað langar mig að borða í dag? Kemur svo út með nánast allt sem var á tilboði og meira til. Hvað gerir þú þegar þú hefur keypt nýtt rafmagnstæki? Lest notkunarleiðbeiningarnar a.m.k. fjórum sinnum Brottfallúr áður en þú skóla. setur tækið í gang. EÐA Setur tækið í gang og segir: Sjáum hvað gerist. (Fisker, 2011)

15 15 Námsstílsreglur! Munið að við erum ólík og viljum vinna á mismunandi hátt. Enginn námsstíll er öðrum betri. Virðum námsstíl hvors annars. Tengið saman fagleg markmið og námsstílsmarkmið. Vinnuaðferðir þínar samkvæmt námsstíl eiga að leiða til betri námsárangurs. Ekki byrja að vinna með alla þættina í einu. Vinna samkvæmt námsstíl þegar við erum að læra eitthvað nýtt og erfitt atriði í námsstílslíkaninu geta átt við hvern og einn. Námsstílslíkan Dunn og Dunn er notað í yfir 60 löndum. Það er ekki töfrabragð. Námsstílslíkanið er kennslufræðilegt verkfæri. Það eykur námsvitund okkar og hjálpar okkur að skapa jákvætt og árangursríkt námsumhverfi fyrir börnin, nemendur og okkur sjálf. Þegar búið er að finna námsstílinn er hægt að fara að finna viðeigandi aðferðir. Námsstílinn má finna með þar til gerðum listum eða með því að prófa mismunandi aðferðir og aðstæður.(r. Dunn, 1993; Fisker, 2011). Munið að ekki er til ein aðferð, ein leið, ein stærð, sem hentar öllum! Markmið! Setjið ykkur markmið! Hjálpið börnunum að setja sér markmið! Hvað ætlið þið að læra? Hvenær ætlið þið að læra? Hvernig ætlið þið að læra? Tengja saman námsstílsmarkmið og fagleg markmið. Mat: Hvernig gekk. Er árangurinn góður? Þarf ég að endurskoða aðferðirnar? Vinn ég samkvæmt námsstílnum mínum? Athyglisstilling Mikilvægt er að læra að stilla athyglina og vera rétt skynstilltur þegar við erum að læra. Ef við erum ekki rétt skynstillt fara hlutirnir hvorki rétt inn í heilann né út. Góð aðferð til þess að skynstilla sig er kennd í Davis námstækninni og kallast athyglisstilling. Við byrjum á því að anda djúpt og slaka vel á. Síðan stillum við orkuskífuna okkar. Hún getur verið á bilinu 1-9 (1 erum við sofandi, 9 erum við mjög æst). Best er að hafa hana á 5 þegar við erum að læra. Að lokum setjum við í huganum ímyndaðar hendur okkar á axlirnar okkar og látum þær hjálpa okkur til þess að halda huganum/athyglinni kyrrum á sínum stað. (Davis og Pfeiffer, 2004). Heimildaskrá: Aabrandt, S. (2005). Forældreguide om læringsstile. Fredrikshavn: Dafolo A/S Bostöm, L. og Schmidt, S. E. (2004). At lære på den bedste måde. Middelfart: SIS Akademi Danmarks Læringsstilscenter. Davis, R. (2003).Náðargáfan lesblinda (Þuríður Þorbjarnardóttir og Heimir Hálfdánarson þýddu). Reykjavík: Lesblind.com. (Upphaflega gefin út 1994). Davis, R., og Pfeiffer, S. (2004). Davis námstækni Kennarahandbók. Guðbjörg Emilsdóttir, Sturla Kristjánsson, Valgerður S. Jónsdóttir þýddu og gáfu út. (2006). Dunn, R. og Dunn, K. (1992). Teaching Elementary Students through Their Individual Learning Styles. Practial Approaches fore Grates 3-6. Boston: Allyn and Bacon. Dunn, R., og Dunn, K. (1993). Teaching Secondary Students Through Their Individual Learning Styles. Practical Approaches for Grades Boston: Allyn and Bacon. Fisker, H. (2011). Lær med stil. Læringsstilenes Hvad, Hvorfor, Hvordan. Forfatteren og Dansk Psykologisk Forlag A/S Schmidt, Svend Erik. (2010). Lær med stil. Fastholdelseskaravanen. Schmidt, Svend Erik. (2010) Lær med lyst. Arbejderners Landsband A/S. Danmark Vefsíður tengdar efninu: unnin af Einarsdóttir, G., Emilsdóttir, G., Hjaltadóttir, H. (2006). Námsstílar Dunn og Dunn. Leið í einstaklingsmiðuðu námi.

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Æfingar og ráð til að takast á við streitu

Æfingar og ráð til að takast á við streitu STÚDENTAÞJÓNUSTA HR STR EI Æfingar og ráð til að takast á við streitu TA 1 Nánari upplýsingar um stúdentaþjónustu HR: hr.is/studentathjonusta Bæklingur þessi heitir á frummálinu Stress. Útgefandi: Studenterrådgivningen,

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum?

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum? Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:28 PM Side 1 Heyrir þú í Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna....vinum þínum? www.rexton.dk Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:29 PM Side

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

Sjálfsprottinn söngur barna

Sjálfsprottinn söngur barna Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir Efnisyfirlit

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG GLEYM - MÉR - EI ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG Að missa eftir 22. viku meðgöngu Þegar gleðin breytist í sorg Að missa á meðgöngu Útgefandi: LÍF styrktarfélag 1. útgáfa 2012 Efnisyfirlit Inngangur Tilfinningar

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Danmörk haustið 2005 Efnisyfirlit: Inngangur:... 3 Valby Börneasyl / Valby... 5 Dosseringens Vuggestue... 8 Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Skovbörnehave Mariehönen / Virum... 17 Dyreskov Skovbörnehave...

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Sådan A. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan A.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan A Efnisyfirlit Kynning 3 Tafla 4 Jeg og min familie 5 Postkort fra Island 6 Mad 8 Kalender 9 Min fødselsdag 11 Jul i Danmark 12 Regning-

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU

VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU!"# $ % & ' ( ) % Efnisyfirlit MYNDASKRÁ...3 KYNNING...4 ÁÐUR EN HALDIÐ ER AF STAÐ...5 UPPBYGGING VERKEFNANNA...5 KORT AF NÁGRENNI LÆKJARBREKKU...6 VERKEFNASAFN...7 ÍSJAKALEIKUR...8

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur ondansetrón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Fyrsta heimilið. Kynningarblað. Kynningar: IKEA Bauhaus Birgisson Vodafone Elko. MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 2018

Fyrsta heimilið. Kynningarblað. Kynningar: IKEA Bauhaus Birgisson Vodafone Elko. MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 2018 Kynningarblað Fyrsta heimilið MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 2018 Kynningar: IKEA Bauhaus Birgisson Vodafone Elko nordicphotos/getty 2 KYNNINGARBLAÐ Húsnæðiskostir 28. febrúar 2018 MIÐVIKUDAGUR Það er leikur

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar 2017 vinátta virðing gleði 1 Leikskól Snæfellsbæjar 1. útgáfa sumarið 2017 Útgefandi: Leikskóli Snæfellsbæjar Krílakt v/brúarhlt 9, s: 4336925 Kríuból v/naustabúð 17,

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

De første skridt i skolen

De første skridt i skolen Fyrst stu skrefin í skóla. Myndir ndir, sögur og bakg akgrunn unnur ur. Skóladagurinn í byrjendabekknum getur haft mörg og fjölbreytileg áhrif á gesti sem þangað koma. En einstöku atriðin og viðburðirnir

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere